Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015
29.6.2015 | 11:28
Bankar verða lokaðir alla vikuna á Grikklandi
Skv. frétt Reuters: Greece in shock as banks shut after creditor talks break down. Þá segja grísk stjórnvöld nú, að bankar verði lokaðir fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu þann 5/7 eða nk. sunnudag, þannig að þeir opna ekki fyrr en mánudag eftir viku - kannski.
"The Greek government will keep banks shut at least until after July 5, the date of the referendum, and withdrawals from automated teller machines -- which are shut on Monday -- will be limited to 60 euros a day when they reopen on Tuesday. The stock exchange will also stay shut. "
Ég sá tilvitnun í áhugaverða greiningu Moodys:
"We estimate that private-sector deposits have declined by around 44 billion since the end of last November to approximately 120 billion today. Outflows in the last two weeks alone were in excess of 8 billion."
Þetta virðist ríma við aðra greiningu sem ég las nýverið, að svo mikið hafi flætt út af innistæðufé sl. 6 ár, að 60% innistæðna fyrirtækja sé nú varðveitt erlendis - og að grískar fjölskyldur eigi nú meir af fé erlendis heldur en skulbindingum.
Skv. þeirri greiningu, ef Grikkland tekur upp Drögmu, gengið fellur 30% miðað við evru, þá mundi verða gengisgróði af því innistæðufé í eigu fyrirtækja og fjölskyldna um 5% af þjóðarframleiðslu.
- Þetta ætti að minnka verulega mikið líkur á, að grísk fyrirtæki lendi í vanda með erlendar skuldbindingar - - auk þess kvá skv. greiningu 80% skulda þeirra vera innan grískra banka innan Grikklands; sem verða þá Drögmur ef skipt er yfir í drögmu, þannig að þær þá gengisfalla.
- Þannig að virðist að grísk fyrirtæki hafi að verulegu leiti tryggt sig frá tjóni.
Þetta hefur auðvitað gerst þrátt fyrir stjórnmálin - þarna hefur hver um sig, þ.e. fyrirtæki sem fjölskylda - verið að hugsa um eigin hagsmuni, tryggja sig fyrir óvissunni.
Auðvitað eru samt margir sem ekki hafa verið forsjálir - - þess vegna hafa verið langar raðir við hraðbanka í grískum borgum síðan á laugardag.
Nokkur óróleiki varð á mörkuðum, sérstaklega varðandi virði banka, en vart að kalla það "hræðslu": European banks, bonds shaken by Greek turmoil.
Sumir eru greinilega bjartsýnir - - > "I think Greece will vote to remain in the euro, and the market seems to agree with me," said Lex van Dam, a hedge fund manager at Hampstead Capital. "I was a buyer on the initial dip this morning in both the euro as well as the European stock markets, and continue to remain constructive."
Ekki skal ég fullyrða að ef þetta er algeng skoðun aðila á markði að þeir hafi rangt fyrir sér, en þetta kemur í ljós nk. sunnudag.
Niðurstaða
Rás atburða virðist vera á þann veg sem menn reiknuðu með, er fréttir bárust um þjóðaratkvæðagreiðslu nk. sunnudag - að það þíddi að algeru lágmarki takmarkanir á úttektir úr bönkum, það þurfti ekki endilega að þíða að þeir væru lokaðir -lokun getur bent til þess að grísk stjórnvöld hafi ekki verið búin að undirbúa "Plan B" sem er þá áfellisdómur fyrir Syriza - því þessi möguleiki hefur blasað við um nokkurn tíma.
T.d. rámar mig í að stjórnvöld á Kýpur hafi verið töluvert sneggri í snúningum.
Það verður svo að ráðast af útkomu þjóðaratkvæðagreiðslu - hvað gerist. Eitt í því, er að margir Grikkir gætu kosið "já" að halda -björgun Grikklands áfram- ef Syriza er ekki fært að útfæra fyrir kjósendum "Plan B" með hætti sem kjósendum finnst nægilega trúverðugt.
Syrisa hefur þessa viku.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2015 | 02:09
Stefnir í ævintýralega atburðarás í Grikklandi í nk. viku
Rás atburða virðist hafa tekið á rás, eftir nokkur ár af því sem virst hefur - endurtekning án enda. En á laugardag á fundi, höfnuðu kröfuhafar Grikklands því -formlega- að framlengja 2-björgunarprógramm Grikklands: Greek Debt Crisis Intensifies as Extension Request Is Denied.
Án endurnýjunar rennur prógrammið á enda nk. þriðjudag, og það fjármagn sem eftir er í því sem Grikkland hefur ekki enn fengið - - verður þá ekki afhent. Þar af leiðandi virðist fullkomlega ljóst, að Grikkland er ekki að greiða af skuld við AGS þ.e. greiðslur af 1-björgunarpakka sem fallin er á gjalddaga, þegar sá gjalddagi rennur upp lokadag júnímánaðar.
- Erlenda pressan segir gjarnan að þá sé Grikkland "default" þ.e. greiðsluþrota, en málið er ekki alveg þetta einfalt, vegna þess að AGS er ekki viðskiptabanki.
- AGS er neyðarlánastofnun fyrir ríki í skuldavanda, og AGS hefur fleiri sjónarmið til viðmiðunar, en einungis - - akkúrat hvaða dag greiðsla barst ekki.
AGS virðist hafa þá venju, að flýta sér hægt við það, að lísa lán formlega í vanskilum.
Sú ákvörðun virðist tekin - þegar starfsmenn stofnunarinnar, meta að ekki sé lengur nokkur von á greiðslu, frekar en að miðað sé endilega akkúrat við - gjalddagann sjálfan. Lönd hafa komist upp með að greiða seint, ekki algengt en það eru til fordæmi.
Ég á því von á að AGS bíði a.m.k. fram yfir þann dag, þegar gríska þjóðin kýs um það hvort landið lísi sig greiðsluþrota eða ekki.
En ef almenningur hafnar því, að halda áfram björgun Grikklands, þá fyrst er komin sú stund, að AGS geti með réttu, ályktað að engin von sé um greiðslu.
Þá er rökrétt, að stjórnendur AGS ákveði að lán sé í vanskilum, og þá fyrst verði hinn svokallaði "credit event."
Gríska þingið samþykkti á laugardag, að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna - með drjúgum meirihluta.
Greek parliament backs bailout referendum :"The ruling leftwing Syriza party and its rightwing coalition partner, Independent Greeks, won a roll-call ballot by 178 votes for to 120 against."
- Þingmenn stjórnarflokkanna, og þingmenn grískra nýnasista í Gullinni Dögun - - studdu frumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðslu þann 5/7 nk.
Afleiðingarnar létu ekki á sér standa, en á laugardag hófst áhlaup á alla hraðbanka - almenningur óttast að bankarnir opni ekki á mánudag.
Greeks rush to cash machines after referendum call :"For us this is the last chance to get money, said Eleni, a 35-year old high school teacher. There is despair, there is panic, she said. It is almost certain that the banks will be closed on Monday and stay like that for the week."
Ég hugsa að ótti -gagnfræðaskólakennarans- sé á rökum reistur, að afar sennilegt sé að bankarnir verði allir lokaðir á mánudag, jafnvel eins og hún óttast - út vikuna.
Höft virðast nú fullkomlega örugg.
Afar sennilegt, að ef bankarnir opna, en þ.e. rétt að segja "ef" að þá verði það undir þeim formerkjum, að strangar takmarkanir hafi verið settar á úttektir. Höft sambærileg við þau er voru á Kýpur.
Á hinn bóginn, þá virðist mér einnig afar sennilegt, að höft á tilfærslur á fjármagni til útlanda, verði samtímis tekin upp - - þ.e. höft sambærileg við þau sem hafa verið hér.
- Bæði höftin eru sennilega nauðsynleg, þegar í nk. viku.
- En óvíst hvort þau detti inn þegar á mánudag, spurning hve snör ríkisstjórnin og þingið er í snúningum.
- Með þeim hætti, getur Grikkland lafað inni í evrunni, meðan að þjóðin tekur hina afdrifaríku ákvörðun - - af eða á um gjaldþrot, sem þíðir auðvitað brotthvarf úr evru.
En Seðlabanki Evrópu mun örugglega ekki framlengja svokallað "ELA" þ.e. neyðarlán til grísku bankanna, nú þegar ljóst er að björgun Grikkland er ekki endurnýjuð í tæka tíð áður en hún rennur formlega út á þriðjudag.
Niðurstaða
Sunnudag eftir viku ræðst það hvort að Grikkland velur gjaldþrot, sem þíðir afar sennilega að Grikkland krassar út úr evrunni. En þ.e. ljóst nú að þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin, eftir að drjúgur meirihluti gríska þingsins samþykkti að hún fari fram.
Þann 5/7 verða enn nokkrir dagar til stefnu, áður en næsta greiðsla af skuld við AGS í júlí rennur á gjalddaga. Og ca. 2-vikur í að greiðsla af láni í eigu Seðlabanka Evrópu rennur á gjalddaga.
Þannig að þ.e. sennilega tæknilega mögulegt, ef þjóðin segir -já- við því að halda áfram með björgun Grikklands, að taka þráðinn upp að nýju. Ég á von á að AGS bíði með að gjaldfella lánið þó að ljóst sé að Grikkland greiði ekki nk. þriðjudag; þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir.
------------------------
Ps: Eins og fram kom í fjölmiðlum, ákvað Seðlabanki Evrópu í kringum hádegi sunnudag, að loka á frekari "ELA" eða neyðarlán til grískra banka: ECB freezes emergency loans to Greek banks at 89bn:"The European Central Bank has refused to grant more emergency loans for Greek banks..."
Þetta er ákvörðun sem kemur alls ekki á óvart í ljósi rásar atburða er hófst, þegar forsætisráðherra Grikklands lýsti yfir þjóðaratkvæðagreiðslu nk. helgi, ákvörðun sem þing landsins staðfesti á laugardag - - þannig að fyrir liggur að grískur almenningur fær einstakt tækifæri til að taka sögulega ákvörðun um framtíð síns lands.
------------------------
Ps2: Seinni partinn í dag barst sú frétt út, að grísk yfirvöld hafi ákveðið að setja upp höft: Greece imposes capital controls. - Greece to shut banks, stock exchange on Monday.
"Greece has moved to close its banks and impose capital controls to prevent financial chaos following the breakdown of bailout talks with its international creditors."
"Greek banks and the stock exchange will be shut on Monday..." - "The head of Piraeus Bank, one of Greece's top four banks, speaking after a meeting of the country's financial stability council, said banks would be shut on Monday while a financial industry source told Reuters the Athens stock exchange would not open."
Fréttir virðast enn óljósar - t.d. akkúrat hvernig höft verða útfærð.
Bankar a.m.k. opna ekki á mánudag, verða kannski lokaðir fram eftir virkunni.
Og verðbréfamarkaður Grikklands verður einnig lokaður.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2015 | 04:21
Alexis Tsiprast - ætlar að setja það í þjóðaratkvæði hvort Grikkland velur gjaldþrotsleiðina eða samþykkir úrslitakosti kröfuhafa
Ég held þetta sé ágæt lausn, en þ.e. alveg sama hvaða flokkur mundi samþykkja úrslitakosti kröfuhafa. Það yrðu alltaf brigsl um svik - - auðvitað enn frekar í tilviki Syriza flokksins, er lofaði fyrir þingkosningar að leita hófana um að semja Grikkland að einhverjum hluta frá skuldunum - og draga úr þeim niðurskurðaraðgerðum sem hafa gengið yfir Grikkland.
- Rétt er að halda á lofti, að gríska hagkerfið hefur dregist saman ca. um 1/4 síðan kreppan hófst - - það þíðir að útgjaldaniðurskurður hefur verið gríðarlegur.
- Menn láta gjarnan eins og að grísk stjórnvöld, hafi ekkert að hafst - - en þarna hefur í reynd verið framkvæmdur, mun dýpri útgjaldaniðurskurður en t.d. var framkvæmdur á Írlandi, eða Spáni.
- En það verður að hafa í huga, að þegar hagkerfið minnkar um 1/4, þá enda fjárlögin ekki endilega í plús. Þó mikið hafi verið af þeim skorið.
Tsipras announces referendum on creditors bailout demands
"In a televised address to the nation after a late-night meeting of his cabinet, Mr Tsipras announced that the plebiscite would be held on July 5, a week on Sunday."
Ég held það geti verið ágæt lasn að halda þessa atkvæðagreiðslu
Það er sannarlega rétt, að atkvæðagreiðslan mundi fara fram - - eftir að mánaðamót júní/júlí eru liðin. Sem mundi líklega þíða, að Grikkland væri orðið seint með greiðslu til AGS.
Á hinn bóginn, þá fer atkvæðagreiðslan þá fram í tæka tíð, áður en greiða á síðan næst af láni AGS, og síðan einnig fram - áður en greiða þarf af skuld í eigu Seðlabanka Evrópu.
- Ég held það sé langsamlega líklegast, að AGS sýni biðlund á meðan.
Enda er venja hjá AGS - að láta gjarnan a.m.k. mánuð líða, áður en lán er skilgreint í vanskilum; til að gefa landi í greiðsluvanda - frekara tækifæri til að greiða.
Ég hugsa líka, að AGS mundi vilja sýna þennan velvilja í verki - einnig til að hafa áhrif á gríska kjósendur.
Ef kjósendur samþykkja - úrslitakosti kröfuhafa.
Þá auðvitað er ekki unnt að ásaka nokkurn stjórnmálamann um svik, ekki núverandi stjórnarflokka heldur.
Tsipras segir munu hlíta niðurstöðu þjóðarinnar, hver sem hún verður.
- Augljóslega þíðir -Nei- að Grikkland hrökklast úr evru.
Þannig að þjóðin er þá að velja - - að halda evrunni, og halda áfram þeirri vegferð sem Grikkland er í, að vera - - > Stjórnað stórum hluta af vilja kröfuhafa.
- En ef haldið er áfram með björgun Grikklands - > Þá er vitað að Grikkland stendur frammi fyrir 3-björgunarprógramminu.
- Enda er vitað að Grikkland í reynd ræður ekki við að greiða af útistandandi lánum, svo það þarf að lána Grikklandi til að greiða af lánum sem fallin eru á gjalddaga, af 1-björgunarprógrammi.
- Þ.e. sjálfsagt fyrirsjáanlegt, að síðar verði 4-björgun Grikkland, þegar lán af 2-prógramminu fara að falla á gjalddaga.
- Kannski verður síðan á einhverjum enda, 5-prógrammið þegar lán frá 3-björgunarpakka falla á gjalddaga, o.s.frv.
- Endlaus eltingaleikur við eigið skott - - skuldaánauð.
Niðurstaða
Auðvitað er það ákveðið form af uppgjöf hjá Tsipras að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En með því er hann sjálfsagt að viðurkenna, að honum hafi mistekist. Enda ljóst nú, að tilraun grískra stjórnvalda til að ná fram - lækkun lána Grikklands, og þar með verulegri lækkun greiðslubyrði. Hefur gersamlega mistekist.
Aðildarþjóðir -með Þýskaland í forystu- hafa afar lítið gefið eftir, einungis verið til í að lengja í greiðsludögum, en Merkel hefur algerlega hafnað því að lækka höfuðstól skulda gríska ríkisins.
Þó það blasi við öllum, að ef haldið er áfram með -björgun Grikklands- þá stefni í 3-björgun Grikklands, vegna þess að Grikkland ræður ekki við að greiða af 1-lánapakka sem þegar er farinn að falla á gjalddaga. Þannig að það þarf að lána fyrir greiðslum, af eldri björgunarlánum. Sem gerir allt málið af augljósri endaleysu.
Þá hefur ekki myndast vilji til eftirgjafar gagnvart gríska ríkinu. Sú andstaða virðist fyrst og fremst - pólitísk. Þ.e. neitunin gagnvart afskriftum. Hafi með að gera innanlandspólitík í hverju landi fyrir sig.
- M.ö.o. ef þ.e. afskrifað, þurfa pólitíkusar hinna aðildarlandanna, að viðureknna formlega að hafa tapað fé skattgreiðenda - - þ.e. greinlega pólitískt slæmur leikur í þeirra augum; svo frekar er haldið áfram með augljóslega vonlaust skuldaprógramm Grikklands.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef einhver man enn eftir Huang Nupo, þá ætlaði hann að kaupa Grímssstaði á Fjöllum, stærstu jörð á Íslandi, þá jörð á Íslandi sem nýtt er sem einna hæst er frá sjó og einnig einna lengst frá sjó - - jörð mjög vel staðsetta fyrir aðila, sem fókusar á hálendis túrisma.
- Mín einkaskoðun var allan tímann, svo fremi sem unnt væri að ganga úr skugga um það - hvort að aðilinn hefði nægt fjármagn að baki; en á því atriði brást Nupo - það var ekki unnt að staðfest að hann gæti staðið undir þeim áætlunum er hann lagði fram.
- Þá væri hugmyndin sem slík - á vetur setjandi, þ.e. að reist væri túristahótel þarna, með fókus á kínverska túrista. Þó það væri rekið af erlendum aðila, þá taldi ég það ekki endilega - varasamt, þegar í hlut átti jörð þetta langt frá sjó og í þetta mikilli hæð yfir sjó. En það gerir það að verkum, að það land er ekki til margs annars nýtilegt, en þess sem yfirlýst var að ætti að nýta það fyrir.
En fjárfesting kínverskra aðila í fátæku héraði í A-Síberíu er allt allt annars eðlis.
Outcry in Russia over China land lease
Höfum í huga að íbúatala Kína er 10-föld íbúatala Rússlands, og héröðin í A-Síberíu auk þess eru afar strjálbýl samt auðlindarýk
"The government of Zabaikalsky Krai, one of the countrys poorest regions, signed a preliminary agreement earlier this month under which Huae Xingbang, a private Chinese company, would gain control of more than 1,000 square kilometres of idle land bordering China on a 49-year lease for Rbs24bn ($440m)."
- Akkúrat, héraðsstjórnin í Zabaikalsky Krai ætlar að leigja í 49 ár stóra landspildu til kínversks aðila.
- Að sögn kínverska aðilans, stendur til að rækta kartöflur fyrir kínverska neytendur, og nota til þess - kínverskt vinnuafl.
- Mundu einhverjar varúðarbjöllur klingja hér á landi, ef kínverskur aðili mundi koma hingað með áætlun af sambærilegu tagi?
Rússneskir þjóðernissinnar eru þegar farnir að gagnrýna málið.
Igor Lebedev, a deputy speaker of the Duma, Russias lower house of parliament: This deal poses huge political risks, particularly to Russias territorial integrity, - The contract must not be signed. - They will bring in scores of Chinese. Then 20 or 30 years from now the Chinese government will demand those lands be given to China because all those Chinese people live there,
Ég hef einmitt bent á þessa hættu - að kínverskir fjárfestar verði ráðandi fjármagn í A-Síberíu, vegna þess - - hve gríðarleg spilling er til staðar í Rússlandi.
Sjá færslu: Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland
En sú spilling rússn. embættismanna, þekkt er frá gamalli tíð, versnar því fjær dregur Mosvu. Svo slæm, að svo virðist að fjársterkir aðilar geti nánast farið á svig við hvaða reglur sem er, með því að múta embættismönnum - - reglurnar séu fyrir þá sem ekki eiga næga peninga.
- Reyndar tek ég ekki endilega undir orða Lebedev, að þetta land renni til Kína eftir 20 - 30 ár.
- Frekar að kínverskir aðilar verði svo valdamiklir í gegnum fjárhagslegt vald og spillingu embættismanna í héraðsstjórnum - - að þeir komi til að ráða mun meira um stjórnun þeirra svæða, en stjórnvöld í Moskvu.
- M.ö.o. að áhrifavald Moskvu yfir fjarlægari svæðum Rússlands, muni þynnast út smám saman - - ég er að tala um ferli ekki ólíkt því er varð í Kína sjálfu eftir 1850.
- Svæðin hættu ekki formlega að tilheyra Kína, en á tímabili voru stór svæði undir stjórn útlendinga, þó þau tilheyrðu Kína áfram. Rússland gæti lent í sambærilegu, að stór svæði verði undir það sterkum áhrifum frá kínverskum aðilum, að þau verði "de facto" undir þeirra stjórn.
Þ.e. samt alveg hugsanlegt, að ef á reyndi í framtíðinni - krísa í samskiptum við Kína. Þá gætu slík svæði -snögglega- lent formlega innan Kína.
Pútín, með því að halla Rússlandi vísvitandi að Kína, leita eftir kínverskum fjárfestingum í Rússlandi - - getur verið að bjóða mun stærri hættu heim fyrir Rússland; en þeirri sem hefði hugsanlega fylgt því ef samskiptin við Evrópu og Vesturveldi hefðu haldið áfram með þeim hætti er þau voru áður en deilan um Úkraínu gaus upp.
Niðurstaða
Ég held, eins og ég hef áður sagt, að Pútín sé að leika sér af eldinum með framtíðar hagsmuni Rússlands, með ákvörðun sinni að - halla Rússlandi að Kína. En svo gríðarlega fjársterkt er Kína í dag, meir en 10-stærra hagkerfi en Rússlands. Að kínverskir fjárfestar gætu auðveldlega eignast nær allar auðlindir Rússlands - - ef þeim er hleipt lausum.
Einhver gæti spurt - hver er munurinn á þessu, og að hleipa vestrænum fjárfestum að?
Munurinn er sá, að kínverski valdaflokkurinn, hefur stjórn á þessum fjárfestingum - með því að kínverskir aðilar verða fyrst að fá opinbera blessun, til að geta yfirleitt fjárfest erlendis.
Það þíðir, að fjárfestingar kínv. aðila eru hætta á allt öðrum skala - - því þá ertu beinlínis að bjóða valdaflokknum kínv. að eignast áhrif í þínu landi.
- Hafandi í huga, að Rússland á 3000km. landamæri að Kína, og héröðin næst Kína eru afar stjálbýl - samtímis að efnahagur Rússlands er í hnignun.
- Þá virðist mér hættan fyrir Rússland vera, gargandi augljós.
Að hefja deilu við Vesturlönd á þessum tímapunkti, gæti átt eftir að reynast herfileg strategísk mistök fyrir stjórnendur Rússlands. Sem í stað þess að -verja landið fyrir hættu- séu að bjóða henni heim.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta virðist niðurstaða fundar Alexis Tripras og fulltrúa kröfuhafa á miðvikudag. En skv. fréttum þá höfnuðu fulltrúar ríkisstjórna evrusvæðis og AGS - sáttaboði ríkisstjórnar Grikklands sem lagt var fram sl. mánudag. Þó höfðu fulltrúar stofnana ESB litið á tilboð ríkisstjórnar Grikklands - - sem samningsgrundvöll.
- En í staðinn, lögðu kröfuhafa fram móttilboð.
- Sem afar erfitt er að sjá, að ríkisstjórn Syriza flokksins geti sætt sig við.
Því virðist ljóst að stefni í greiðsluþrot Grikklands!
Greek debt talks stumble before EU leaders gather
Hopes dashed for quick Greek bailout deal
Styrr stendur sérstaklega um lífeyriskerfið á Grikklandi
Tsipras bauð að hallinn á kerfinu væri lagaður með því að hækka framlög greiðenda - skipt ca. 50/50 milli einstaklinga er greiða og á mótframlag vinnuveitanda.
Rétt að nefna, að meðalgreiðslur úr kerfinu skv. frétt eru við 700 evrur eða 103.530kr. Skv. sönu frétt, eru fátæktarmörk í Grikklandi við 670 evrur eða 99.093 kr. á mánuði.
Rétt að nefna að greiðslur úr sjóðakerfi Grikklands til lífeyrisþega, hafa þegar verið verulega lækkaðar síðan kreppan á Grikklandi hófst - - þannig að það telst varla lengur vera rausnarlegt miðað við önnur Evrópulönd.
Þó enn sé það svo, að menn hafi heimild til að - fara fremur snemma á lífeyri. En Tsipras bauð að lífeyrisaldur væri hækkaður í skrefum í 67 ár, og að hvatir byggðar inn í kerfið til fólks að hætta snemma - væru afnumdar.
- Það virðist algert rautt strik hjá Syriza flokknum, við lífeyrismál.
M.ö.o. hafi Tsipras ekki treyst sér til að - bjóða lækkun greiðsla.
En það sé einmitt þ.s. kröfuhafar heimta!
"We are not much further along than we were on Monday, said Wolfgang Schäuble, the German finance minister..."
- Fjölmennur þinghópur meðal hægri manna á þýska þinginu, krefst þess að Grikkland leiði í lög - allar kröfur kröfuhafa óþynntar, áður en til greina komi að afhenda síðustu greiðslu úr neyðarlánapakka Grikklands.
- Og Angela Merkel, hefur útilokað - - afskriftir skulda Grikklands.
Meira að segja AGS - bendir á þörf fyrir afskrift.
En á móti, viðhefur AGS harðlínuafstöðu í deilunni um lífeyriskerfið.
Miðað við þetta - - virðast líkur á samkomulagi minnka!
- En Syriza flokkurinn, var þegar í uppþoti innbyrðis, vegna tillagna forsætisráðherra sl. mánudag, sem mörgum innan flokksins fannst ganga of langt.
- Það virðist nánast útilokað, að Tsipras geti boðið meira.
- Á sama tíma, sé ég ekki hvernig hann á að geta - - gefið eftir kröfuna um "afskrift skulda." Sem Merkel hafnar alfarið. Sum önnur lönd, hafa einungis gefið það út, að íhuga málið - - eftir að Grikkland hafi uppfyllt allar kröfur kröfuhafa.
Niðurstaða
Mér virðist líkur á samkomulagi vera að fjara út, en þær virtust nokkrar á mánudag. Þegar fulltrúar stofnana ESB höfðu tekið vel í tillögur Alexis Tsipras.
En fulltrúar aðildarríkja, og AGS - - hafa alfarið hafnað þeim. Og lagt sínar fyrri kröfur fram að nýju.
Miðað við afstöðu kröfuhafa, virðast litlar líkur á eftirgjöf skulda.
Þannig að eins og staðan lítur út - - virðist mér afar fátt fyrir Grikkland að semja.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2015 | 02:42
Enn á ný gera menn tilraun til að feta í spor Malthusar
Hugmyndir um framtíðar hungursneyðir dúkka upp við og við. Einhverjir eldri í hettunni, muna ef til vill eftir kenningum þess efnis frá 8. áratugnum. Þegar mannfjöldaspálíkön voru að spá jafnvel fjölgun Jarðarbúa í 20 milljarða. En síðan þá hefur þróun mannfjölda tekið breytingum - - og seinni tíma spár gera ekki ráð fyrir nærri þetta miklum mannfjölda.
Nýjustu tilraunir til að spá fyrir hungur - virðast byggja tvennu:
- Menn spá fyrir því að hlínun valdi vanda.
- Og þ.e. bent á að hagvöxtur í fjölmennum löndum í Asíu, sé að auka eftirspurn eftir fiski og kjöti, sem krefjist meira landrýmis að framleiða.
- Þegar þetta fari saman, þá sé vaxandi hætta á útbreiddri hungursneyð.
Þessi grein kom í "The Independent - Society will collapse by 2040 due to catastrophic food shortages, says Foreign Office-funded study"
- Aðilar á vegum "Global Sustainability Institute" virðast standa fyrir plaggi, þ.s. keyrt er reiknilíkan - og það spáir alvarlegum vandræðum ca. 2040 ef ekki eru gerðar stórfelldar breytingar.
- Að sjálfsögðu, þá eru þeir aðilar að berjast fyrir þeim tilteknu breytingum.
Þetta er ímyndað gróðurhús nokkurra hæða, íbúðir sitt hvoru megin
Lóðrétt ræktun / Vertical farming
Þetta er hugmynd sem hefur í nokkra áratugi verið rædd og rannsökuð - án þess að vera hrint í framkvæmd. En í grófum dráttum felur hún í sér þá hugmynd, að færa ræktun inn í borgirnar.
En þ.e. ekkert tæknilega ómögulegt við það, að byggja gróðurhús á mörgum hæðum, jafnvel reisa skýjakljúfa sem mundu taka tilteknar hæðir frá fyrir ræktun, neðst gæti verið bílastæðakjallarar - einhverjar hæðir, nokkrar hæðir teknar fyrir ræktun, og svo íbúðarhæðir þar fyrir ofan: Vertical farming
- Það er kannski ekki undarlegt - að margra hæða gróðurhús hafa ekki notið vinsælda fram að þessu, þó þau spari land - þá sennilega þarf lýsingu til að rækta við slíkar aðstæður.
- Það þíðir, að takmarkandi þátturinn - er orka.
- En ef unnt er að leysa það vandamál, þá er ekkert tæknilegt vandamál við það, að gera ráð fyrir því að borgir rækti að stórum hluta sína fæðu.
Ef maður hefur í huga þann gríðarlega fjölda skýjakljúfa sem til eru í heiminum, þá er ljóst - - að ef hver þeirra væri notaður að hluta fyrir ræktun.
Væri mjög sennilega unnt að auka stórfellt fæðuframleiðslu, án þess að - ganga á landrými.
- Það má vera, að hagkvæmara sé, að reisa sérstaka skýjakljúfa fyrir ræktun - þeir standi innan um aðra er væru fyrir íbúðir.
Ef þessi hugmynd kemst nokkru sinni á framkvæmdastig!
Þá væri ástand sem skýrsluhöfundar gefa sér - þ.e. að matvælaframleiðsla í heiminum hafi ekku undan. Þannig að matvælaverð fari stig hækkandi.
Einmitt þær aðstæður er gætu leitt menn inn á slíkar brautir, sem að færa matvælaframleiðslu inn í borgir. En sú lausn væri alltaf - kostnaðarsöm.
- Þ.e. ódýrara að rækta fyrir berum himni, ef nóg er af ræktarlandi. En um leið og þ.e. farið að skorta, gefum okkur að vandræði séu með ræktar land.
- Gefum okkur að auki, að loftslag sé komið í umtalsverð vandræði, hitun sé að leiða til þess að - ræktunarsvæði séu að færast til.
Þá gæti einmitt það höfðað til landa, að færa ræktun að verulegu leiti - inn í verndað umhverfi. En augljóslega, er ræktun í lokuðu umhverfi, algerlega vernduð fyrir vandræðum sem geta verið til staðar vegna loftslags.
- Það gæti að auki verið leið til að spara vatn - en uppgufun eðlilega er minna vandamál inni fyrir, en undir berum himni.
- Svo eru borgir sumar hverjar a.m.k. farnar að endurnýta vant að verulegu leiti, í skóplhreinsikerfum, þ.e. vatn aftur gert drykkjarhæft. En þá er það einnig nýtilegt til ræktunar aftur.
- Takmarkandi þátturinn er - orka.
En ef unnt er að tryggja næga orku.
Eru engin eiginleg takmörk önnur.
Sumir hugmyndasmiðir lóðréttrar ræktunar, hafa lagt hana til - sem umhverfisvæna lausn frá þeim útgangspunkti. Að með því væri verið að draga úr landnotkun.
En það mætti einnig hugsa hana, sem lausn - - ef vandræði eru með ræktarland, m.a. vegna gróðurhúsaáhrifa. Eða vegna þess, að kröfur mannkyns um aukið fæðuframboð, leggja of mikið álag á ræktarland.
Niðurstaða
Ég hef almennt séð ekki verulega áhyggjur af framtíðar fæðuframboði í sæmilega auðugum samfélögum. En auðug samfélög munu hafa getu til þess að tryggja eigið fæðuframboð - nánast fullkomlega óháð því hvað gerist með loftslagið á hnrettinum.
Áhættan sé frekar í fjölmennum fátækum samfélögum.
Ef loftstlagsvandi leiði til þess, að vandi skapast um framboð fæðu í sumum fjölmennum en fátækum löndum, er alveg hugsanlegt að slík samfélög mundu leysast upp. Gríðarlegur flóttamannavandi skapast - - miklu meiri en sá sem er í dag, þó sögulega mikill sé.
Auðugu löndin mundu sennilega slá skjaldborg um sjálf sig, vernda sitt fólk.
Mundi það ekki þá valda stríðum? Kannski, en ef við erum að tala um raunverulega fátæk samfélög sem ráða ekki við vandann - - en þróuð samfélög það geti. Þá sé ósennilegt að hættan sé stærri en sú sem felist í niðurbroti slíkra samfélaga, þar verði kaos.
Sómalíum fjölgi - - slík lönd hafi ekki burði til að ógna þeim auðugu.
Kv.
23.6.2015 | 00:35
Grikkland og aðildarþjóðir - hálfblikka á bjargbrúninni
Megindeila Grikklands og kröfuhafa - virðist ekki leyst. En Grikkland virðist hafa komið til móts við sumar kröfur -kröfuhafa- a.m.k. að hluta. Sem virðist duga til þess að - samningaviðræðum Grikklands og kröfuhafa, verður framhaldið.
Greece offers new proposals to avert default, creditors see hope
Greece and Its Creditors Show Signs of Headway in Debt Talks
Greek reform proposal prioritises taxes over pensions
Tillögur ríkisstjórnar Grikklands, hafa klassíska - vinstrislagsíðu
- Lausnin á vanda lífeyrissjóða, virðist vera að - hækka greiðslur inn í þá, skipta þeim hækkunum milli einstaklinga sem greiða í þá og vinnuveitenda. M.ö.o. réttindi ekki lækkuð. Þessi breyting bæti stöðu lífeyriskerfisins um 800 milljón evra á nk. ári.
- Syrisa samþykkir að hækka lífeyrisaldur í áföngum í 67 ár og afnema hvatir til að fara snemma á lífeyri. Það á að spara ríkinu 300 milljón evra nk. ár.
- Virðisaukaskattkerfið einfaldað, afsláttur á grísku eyjunum afnuminn, flest gæði fái 23% skatt, en matur og orka 13%. Skilar 680 milljón evra á þessu ári, en 1,36 milljörðum evra nk. ár.
- Skattar á fyrirtæki hækkaðir úr 26% í 29%. Þessi breyting kvá skila 410 milljón evra.
- Sérstakur 12% skattur lagður á hagnað fyrirtækja sem er umfram 500 milljón evra, sá skal skila 945 milljón evra á þessu ári, 405 milljón evra nk ár, er svo lagður af.
- Þetta mætir ekki ítrustu kröfum, en er nær þeim en fyrri tillögur.
- Og ríkisstjórn Grikklands hefur ekki fallið frá kröfum um - höfuðstólslækkun lána.
Fulltrúar stofnana ESB virtust jákvæðir, sem og yfirmaður Evruhópsins:
- "I am convinced that we will come to a final agreement in the course of this week," European Commission President Jean-Claude Juncker told a late-night news conference.
- Jeroen Dijsselbloem - "Greek proposal was welcome and a positive step in the process. The proposal appeared to be broad and comprehensive and a basis to really restart the talks, he said."
En fulltrúar aðildarríkja og AGS, öllu neikvæðari:
- "German Chancellor Angela Merkel, whose country is Greece's biggest creditor, was more cautious. "I can't give any guarantee that that (final agreement) will happen," she said of a final agreement. "There's still a lot of work to be done.""
- "German Finance Minister Wolfgang Schaeuble was the most negative, telling reporters earlier in the day he had seen nothing really new from Greece."
- "Germanys Wolfgang Schäuble and Michael Noonan, his Irish counterpart, pushed for curbs on emergency liquidity for Greek banks unless capital controls were imposed, one of the officials said."
- "Christine Lagarde, the International Monetary Fund chief, was particularly tough, suggesting that the new Greek plan still did not go far enough."
Það á eftir að reikna hvort að fulltrúar kröfuhafa eru sammála því að tillögur grískra stjórnvalda raunverulega skila því sem grísk stjórnvöld telja að þær skila.
Það verður væntanlega búið fyrir fundinn á fimmtudag.
Seðlabanki Evrópu er farinn að lyfta þakinu á neyðarlán til grískra banka - einn dag í senn
- "The European Central Bank on Monday raised the limit on the amount of emergency liquidity assistance (ELA) available to Greek lenders by about 2bn, said two central banking officials."
- "But it is due to discuss the issue again on Tuesday a sign that it is now keeping Greek banks on a short leash."
- "The daily, rather than normal weekly, approvals are a sign of how concerned the ECB governing council is about the risk of a bank run. "
Þetta er áhugaverð breyting - - sem sýnir væntanlega í annan stað, hve miklar áhyggjur menn hafa af stöðu gríska bankakerfisins, en skv. eigin reglum má "ECB" einungis lána gegn nothæfum veðum og gríska bankakerfið kvá vera að nálgast þann punkt að verða uppiskroppa með slík - - og á hinn bóginn, þá óttast menn allherjar áhlaup á grísku bankana.
- Vilja því skoða stöðuna - - hvern dag fyrir sig.
- En daginn sem Seðlabanki Evrópu - - lyftir ekki neyðarlánaþakinu.
- Þarf sennilega að setja - - takmarkanir á úttektir fjármagns úr grísku bönkunum.
- Það getur auk þess verið, að þörf verði fyrir viðbótar takmarkanir á flutninga fjármagns úr landi.
Niðurstaða
Það verður annar fundur á fimmtudag, og þá á að vera búið að reikna tillögur grískra stjórnvalda. Það sem virðist fyrst og fremst hafa náðst fram, er að viðræðum var ekki slitið - og Seðlabanki Evrópu heldur áfram að halda grísku bönkunum á floti. Merkilegt þó, að "ECB" taki formlega ákvörðun - hvern dag fyrir sig.
En þó að það megi rökstyðja í ljósi óvissu innan gríska fjármálakerfisins.
Þá að sjálfsögðu, skapar það fyrirkomulag - óvissu. Þ.s. að menn eru ekki 100% vissir hvað "ECB" gerir nk. dag, þó ákvörðun dagsins liggi fyrir.
Sú óvissa, gæti ítt undir óróleika - hvatt fólk til að færa sitt fé, frekar en hitt. Þannig að ég er ekkert viss, að það sé snjall leikur - að ákveða þetta nú, hvern dag fyrir sig - í stað viku í einu.
- Það má líka vera, að eiginlega ástæðan - sé pólitík innan bankaráðsins.
Evrusvæði og Grikkland löbbuðu ekki fram af hengifluginu á mánudag.
En það gæti þess í stað gerst á nk. fimmtudag.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2015 | 01:34
Merkilega margir spá Grikkland þróist í - misheppnað ríki
Þetta heyrist frá töluverðum hópi hagfræðinga - sérstaklega þeim sem segja að "Grikkland megi alls ekki hlaupa frá skuldunum sínum" - - eina von þess liggi í því að semja, og sætta sig við það sem úr því kemur, þó það verði - - vont, þá sé það samt skárra.
Dæmigerðar fullyrðingar:
- Gríska ríkið geti ekki fengið fjármögnun nokkurs staðar frá.
- Muni ekki geta fjármagnað eigin starfsemi.
- Þurfi því þá að lifa á eigin tekjum.
- Því framkvæma mun harkalegri niðurskurð - en gríska ríkið hefur þurft fram að þessu að framkvæma.
- Afleiðing, gríðarlegur samdráttur - miklu meira atvinnuleysi en nú.
- Kaos á Grikklandi, samfélagshrun jafnvel - hætta á að öfgahópar nái völdum.
- Grikkland þróist í -misheppnað ríki- eða "failed state."
Þetta er allt rökrétt - - ef Grikkland heldur sér við evruna; eftir gjaldþrot
Þá auðvitað - hættir aðgangur að fjármagni frá Seðlabanka Evrópu. Gríska ríkið getur ekki haldið áfram að selja ríkisbréf til grísku bankanna gegn neyðarlánum "ECB." Þannig hættir gríska ríkið að geta fjármagnað eigin halla.
Og í ástandi greiðsluþrots, líklega getur það ekki útvegað einkafjármögnun - óháð verði.
Til þess að forða hruni bankanna, en allar innistæður munu vilja leggja á flótta, þá þarf að setja strangar á hömlur á úttektir - bæði á reikninga í eigu almennings sem fyrirtækja.
Það hefur auðvitað slæmar hliðarverkanir, því þar með er aðgangur fyrirtækja sem og almennings að fjármagni - - skertur.
Það má reikna með að fyrirtæki eigi í vandræðum með að greiða laun a.m.k. að fullu, líklega einungis greidd að hluta - þau lendi í vandræðum með að greiða byrgjum - greiða af lánum, o.s.frv.
Almenningur, sem ekki fær laun greidd að fullu, ekki hefur nema mjög takmarkaðan rétt til að taka af reikningum -launareikningum þar með talið- standi fyrir sambærilegum vandræðum, að geta ekki greitt af lánum, eiga í vandræðum með að standa við skuldbindingar við 3-aðila almennt.
Þetta þíðir auðvitað, að fyrirtæki og almenningur samtímis - mundu skera allt niður sem þau geta í eyðslu - - > Gríðarlegur samdráttur í neyslu og í veltu. Mjög sennilega verði mörgum sagt upp störfum, sem auðvitað víxlverkar og gerir ástandið enn verra.
Þrátt fyrir að höft verði án vafa á fjármagnshreyfingar úr landi, þá mun fjármagni örugglega vera smyglað frá Grikklandi eftir mörgum leiðum - - sem muni gera fjármagnsskortinn verri eftir því sem frá líður.
Og þar með magna ofangreind vandræði.
Ríkið verður þá auðvitað fyrir því, að tekjur þess hrynja saman - sveitarfélög upplifa það sama, og ríkið/hið opinbera almennt, lendir þá í sömu kröggunum - sem hrísli í gegnum starfsemina, hafi lamandi áhrif - - neyði fram "drakonískan niðurskurð" og vegna þess að samdrátturinn haldi áfram, taki sá niðurskurður ekki enda.
- Svo slæmt getur það orðið, að hagkerfið þróist yfir í barter.
- Fyrirtæki sem hafa gjaldeyristekjur, sennilega halda þeim eftir eins og þau geta - - kjósa þess í stað sennilega að eiga bein skipti á gæðum, við önnur.
- Ríkið hættir ekki alveg að hafa tekjur, og gæti leikið sama leikinn - að bjóða skipti.
- Í Argentínu rétt upp úr 2000, þá síðast sást þróun sem þessi, en þar var -peningakerfið- ekki yfirgefið fyrr en peningaþurrð, hafði neytt hluta hagkerfisins í barter.
- Að auki, mynduðust fjöldi ó-opinberra gjaldmiðla, þegar fyrirtæki sem höfðu gjaldeyristekjur, buðu skuldaviðurkenningar til að kaupa vinnu af 3-aðilum, og þeir pappírar síðan gjarnan gengu á milli aðila.
- Innan ríkiskerfisins gætti þess einnig, að gefnar væru út skuldaviðurkenningar, með nokkurs konar veð í þeim skatttekjum er enn voru til staðar.
Argentína var með svokallað -currency bord- kerfi.
Eftir ríkisþrot - eftir að peningaþurrð var kominn á hátt stig - eftir að samdráttur hagkerfisins var búinn að valda gríðarlegri eymd - - þá fyrst var peningakerfið yfirgefið, og tekið upp venjulega gjaldmiðilskerfi að nýju og sá gjaldmiðill látinn falla.
Hagkerfið tók að rétta við sér að nýju - fljótlega eftir það.
- Ályktunin er einföld, að sjálft kerfið var orðið að helsi!
Ef Grikkland endurreisir Drögmuna eins fljótt og auðið er, eftir gjaldþrot
Þá erum við að tala um verulega aðra framvindu - en í því tilviki þá sér Seðlabanki Grikklands um það, að tryggja nægt peningamagn í umferð.
En þegar Argentína lenti í vandræðum með "currency bord" kerfi, en slíkt kerfi virkar í eðli sínu ákaflega svipað og svokallaður -gullfótur- þ.e. í stað gulls er settur gjaldmiðill X sem er settur í sama hlutverk og -gull- hefur í gullfæti.
----------------------------------
Málið er að -currency bord- hefur alveg sömu galla og gullfótarkerfi.
- M.ö.o. þ.s. gjaldmiðillinn er 100% "convertable" þ.e. kerfið byggist á að gjaldmiðillinn sé 100% skiptanlegur yfir í það grunnverðmæti er liggi að baki, hvort sem um er að ræða gull eða t.d. Dollar.
- Þá þarf alltaf að eiga nægilega mikið magn af gulli eða dollar, til að unnt sé að skipta.
Gullfótarkerfið hrundi í kreppunni á 4. áratugnum, vandræði Argentínu voru mjög sambærileg við þau vandræði, er leiddu til falls gullfótarins.
- Fyrirbærið - - viðskiptahalli.
Hann drap gullfótarkerfið - og hann drap "currency bord" kerfi Argentínu.
- Málið er, að viðskiptahallinn veldur því að - - fjármagn nettó streymir úr landi.
- Þar með, minnkar fjármagn innan landsins.
- Og ef ekki tekst að snúa þeirri öfugþróun við, þá versnar stöðugt það ástand og þróast yfir í - - fjárþurrð.
- Og það ástand er óskaplega samdráttarvaldandi.
Sú hugmynd, að það verði að nema á brott þann möguleika að geta fellt gengi, dúkkar upp öðru hvoru. Þ.e. alltaf sama hugmyndin, að gengisstöðugleiki og lág verðbólga, sé það besta ástand sem unnt sé að hafa. Þessi rökleiðsla hefur ekkert breyst sl. 150 ár.
- Þetta á að leiða fram efnahagsstöðugleika.
- En þ.e. alltaf efnahagssóstöðugleiki er drepur þessar tilraunir.
- M.ö.o. þær tilraunir hafa aldrei læknað efnahagsóstöðugleika.
-------------------Evran er ekkert annað en, nýjasta tilraunin
Grikkland þarf ekki að endurtaka mistakasúpu Argentínu með þetta mikilli nákvæmni.
En með því að taka upp Drögmu um leið og landið verður gjaldþrota, eða mjög fljótlega eftir. Þá um leið er þeim vandræðum sem -fjárþurrð- innan hagkerfisins framkallar, forðað.
En þ.e. ástand fjárþurrðar, er skapar þá samdráttar víxlverkan, sem mundi leiða fram gríðarleg vandræði innan Grikklands - er síðan gæti skilað þeirri endaútkomu að Grikkland gæti þróast yfir í misheppnað ríki.
- Með endurreisn Drögmu, getur Seðlabankinn tryggt nægt fjármagn innan bankakerfisins.
- Þá er engin ástæða til að takmarka aðgang að reikningum, eftir að öllu fé hefur verið umbreytt yfir í drögmur á þeim reikningum - og sama gert við skuldir innan Grikklands í eigu grískra fjármálastofnana.
- Þá fá allir sín laun greidd.
- Fyrirtæki geta greitt birgjum.
- Og almenningur sem og fyrirtæki, geta greitt af skuldum.
- Og þ.e. engin ástæða til að ætla að það verði stórfelldur samdráttur í gríska hagkerfinu, og þar með ekki ástæða til að ætla að skatttekjur þess hrynji saman með stórfelldum hætti - - svo að ekki er þá ástæða til að ríkið standi fyrir stórfelldum niðurskurði sinnar starfsemi. Sama um sveitafélög.
- Og ríkið getur fjármagnað sig áfram með þeim hætti, að gefa út ríkisbréf -nú í Drögmum- og þ.e. engin ástæða að ætla að verðlagið á þeim verði óhóflegt.
Auðvitað mun gríska ríkið - ekki getað fengið lán erlendis frá.
En þ.e. alveg unnt að lifa við slíkt ástand.
Unnt er að stilla gengið þannig af, að alltaf sé a.m.k. smávægilegur viðskipta-afgangur.
Þá er unnt að fylgja sambærilegri reglu og viðhöfð hefur verið í haftakerfinu hér, að gjaldeyri þuri að skila í Seðlabankann. Þannig er smám saman unnt að safna gjaldeyrissjóði og samtímis tryggj innflutning brýnna nauðsynja.
Um leið og lágmarks forði er til staðar, getur verið fullt innflutningsfrelsi. Gengið tryggi áfram að forðinn haldi áfram að byggjast upp.
Eðlilega verður 1-stykki stórt gengisfall, en eftir að það er um garð gengið, þá hverfur sú verðbólga úr hagerfinu þegar kostnaðarhækkanir á innfluttu hafa gengið yfir.
Engin ástæða er að ætla annað en að unnt sé að koma á sæmilegum stöðugleika í hagkerfinu, þrátt fyrir ástand greiðsluþrots gagnvart opinberum aðilum á Evrusvæði og AGS.
Niðurstaða
Ég er alls ekki að halda því fram að það verði gósentími á Grikklandi eftir gjaldþrot og upptöku Drögmu. En á sama tíma, hafna ég þeim fullyrðingum - að það sé óhjákvæmileg útkoma að landið lendi í alvarlegri efnahagslegri ringulreið, enn alvarlegra atvinnuleysi en nú, og hætta á samfélagshruni blasi við.
Ég er frekar að segja, að ástandið verði ekki stórfellt verra en það ástand sem til staðar er í dag.
En samtímis er ég að segja, að gríðarleg mistök væri af Grikklandi að halda sér við evruna, eftir að ástand gjaldþrots er orðin staðreynd. En ég get ekki séð það sem mögulegt fyrir Grikkland að ná fram efnahagslegu jafnvægi eftir gjaldþrot - ef Grikkland eftir gjaldþrot reynir að halda sér innan evrunnar.
En ég sé þ.s. vel mögulegt en að sjálfsögðu ekki óhjákvæmilegt, að Grikkland skapi sér ástands sæmilegs efnahagslegs jafnvægi innan 3-ára frá endurupptöku Drögmu. En þ.e. að sjálfsögðu unnt að klúðra hagstjórn, og framkalla slæmt ástand í þeirri sviðsmynd.
En ef við gerum ráð fyrir því, að sæmilega skynsamar ákvarðanir séu teknar eftir Drögmu upptöku, þá sé ég ekkert ómögulegt við það að hagkerfi Grikklands nái jafnvægi eftir upptöku Drögmu - - þrátt fyrir ástand gjaldþrots.
- Stjórn Syriza gæti reynst fullkomlega óhæf, og öllu klúðrað - - eða, kannski ekki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2015 | 23:30
Seðlabanki Evrópu, saumar fast af grískum yfirvöldum
Sl. 6 mánuði, kvá 20% heildarinnistæðna grísku bankanna, hafa smám saman lekið úr landi - einkum til annarra meðlimalanda evrusvæðis. Skv. fréttum föstudags, hefur vaknað nýr ótti um stöðu grísku bankanna, vegna þess að töluverð aukning hefur verið að mælast í flótta innistæðna sl. daga - - um 5 milljarðar evra af innistæðum fóru í sl. viku.
Í því ljósi hefur Seðlabanki Evrópu ákveðið að lyfta þakinu á heimildir til veitingu neyðarlána til grísku bankana, en einungis um 1,75 milljarða evra:
- "The ECB agreed to raise the amount of emergency liquidity assistance (ELA) available to Greek banks by around 1.75bn to 85.9bn on Friday..."
- "The Bank of Greece had originally asked for a 3.5bn increase in liquidity which officials believed would be enough to last until the next scheduled meeting of the ECBs governing council on Wednesday."
- "...the decision to grant only enough support to last until the end of Monday."
- "Officials said the ECB would review the ELA emergency liquidity limit again on Monday night after the emergency summit in Brussels..."
M.ö.o. þá hefur verið blásið til leiðtogafundar aðildarlanda evrusvæðis.
Seðlabanki Evrópu, virðist einungis hafa -lyft þakinu- til að halda gríska bankakerfinu gangandi -lauslega reiknað- út nk. mánudag.
M.ö.o. þarna virðist saumað afskaplega fast að grískum yfirvöldum.
ECB boosts emergency funding as Greek banks bleed, Tsipras calm
ECB approves rise in emergency loans to Greek banks
ECB boosts emergency funding as Greek banks bleed, Tsipras calm
Þetta hljómar eins og samræmd aðgerð, til að herða þumalskrúfur að grískum yfirvöldum
En augljóst - liggur þarna að baki sú hótun. Að neyðarlánaþakinu verði ekki lyft - frekar nk. mánudag, ef niðurstaða leiðtogafundarins nk. mánudag - - leiðir ekki fram samkomulag grískra yfirvalda, að mæta kröfum aðildarríkjanna.
- Skv. þessu, virðist blasa við Alexis Tsipras sú ákvörðun, ef hann nær ekki fram markmiðum sínum á fundinum nk. mánudag.
- Að annað af tvennu, draga í land svo um munar, eða ganga af fundinum án þess að nokkur lausn liggi fyrir.
Í seinna tilvikinu - - þurfa grísk yfirvöld sennilega nánast tafarlaust, að skella á höftum á fjármagnshreyfingar.
En í því fyrra, virðist blasa við, að starfsmenn Seðlabanka Evrópu - - mundu víkka frekar út heimildir Seðlabanka Grikklands, til veitingu neyðarlána.
Grikkland getur sjálfsagt búið við -höft- innan evru, um nokkurn tíma. Kýpur sýndi fram á, að slíkt er mögulegt.
Það mundi augljóslega minnka álagið á gríska bankakerfið.
- Höft innan evru, eru þó augljóslega, einungis - biðleikur.
Niðurstaða
Það virðist blasa við að stefni í höft í Grikklandi á nk. dögum. Ef Seðlabanki Evrópu neitar að lyfta neyðarlánaþaki frekar nk. mánudag - - þá mjög sennilega verða höft algerlega óhjákvæmileg.Það má vera, að einnig muni þurfa að - takmarka rétt til að taka út af eigin reikningum.
Það þarf þó að hafa í huga, að um leið og farið er að takmarka réttinn til að taka fé af reikningum, mundi sverfa verulega að veltu hagkerfisins á Grikklandi - vegna þess að minnkaður aðgangur að fé á reikningum innan bankanna, mundu augljóslega minnka lausafé í umferð.
Þannig slá á neyslu - sem og geta skapað vandamál fyrir fyrirtæki, að greiða laun og standa við greiðslur til birgja, og að auki af skuldum.
Sennilega mundu grísk stjv. einungis setja bann við flutningi fjármagns yfir á erlenda bankareikninga - - ekki takmarka aðgang að innistæðum til innanlands nota.
En sú þörf mundi geta myndast, að takmarka aðgang að fé á reikningum -almennt- ef raunverulega mundi fara að skorta lausafé á Grikklandi. Það þarf sjálfsagt ekki að vera, að slíkt gerist alveg strax.
- Ég vil meina, að um leið og lausafjárskortur verður það alvarlegur, að það þarf að takmarka aðganga að reikningum -almennt- þá sé betra að skipta strax yfir í drögmu.
- Því ástand alvarlegrar lausafjárþurrðar, væri ákaflega lamandi fyrir hagkerfið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2015 | 23:27
Vangaveltur uppi hvort bankar í Grikklandi opna nk. mánudag
Sá þessar pælingar á vef Financial Times, en þetta er haft eftir aðilum innan Seðlabanka Evrópu, sem hafa umsjón með neyðaráætlun Seðlabanka Evrópu: EU calls crisis summit after failure of Greece bailout talks.
- "According to two officials present, Benoit Coeuré, the European Central Bank board member responsible for crisis issues, warned that the uncertainty over Greeces future had become so severe he was unsure Greek banks would be able to open on Monday."
- "A senior Athens banker said that nearly 2bn in deposits had been withdrawn from Greek banks from Monday through Wednesday of this week."
- "The Greek central bank late on Thursday night requested an unscheduled conference call of the ECB governing council on Friday to get approval for additional emergency loans to keep Greek banks afloat."
Skv. þessu, er farið að hitna mjög verulega undir fjármálastöðugleika í Grikklandi, bankakerfið geti verið nærri því - að riða til falls.
- Ég hef lengi búist við höftum á fjármagnsflutninga í Grikklandi.
- Það getur verið, að sú stund sé upp að renna.
En þ.e unnt með höftum, að kaupa viðbótar tíma - - þau mundu líklega ekki algerlega samt stöðva útflæði, en a.m.k. verulega hægja á því.
En mjög sennilega eru margar leiðir fyrir fé út úr Grikklandi, sem eru - ópinberar.
M.ö.o. er farið að gæta krísuandrúmslofts að nýju - og eins og fyrirsögn fréttarinnar segir, hefur verið blásið til neyðar leiðtogafundar aðildarlanda evrusvæðis.
Í veikri von um það, að leiðtogar aðildarríkjanna, geti tekið ákvörðun sem fundur ráðherra aðildarríkja evrusvæðisríkja tókst ekki að ná fram á fimmtudag.
Niðurstaða
Það getur verið að -höftum- verði slegið upp í Grikklandi áður en bankar opna á mánudag. Það þíðir ekki endilega að Grikkland sé farið strax út úr evru. Þar sem sennilega samþykkir Seðlabanki Evrópu að halda áfram að veita bönkum í Grikklandi - einhverja lágmarksþjónustu. Og væntanlega Seðlabanka Grikklands lausafé - - þannig að Grikkland haldist a.m.k. eitthvað áfram innan evrunnar.
En sennilega mundi Seðlabanki Evrópu taka slíka ákvörðun, til þess að vera ekki hindrun í vegi þess, að viðræður aðildarlandanna og Grikklands geti haldist áfram.
Og einnig vegna þess, að Seðlabanki Evrópu mjög sennilega er verulega tregur til þess að sjá Grikkland hrökklast út úr evru - - ekki vegna væntumþykju gagnvart Grikklandi; heldur vegna væntumþykju gagnvart evrunni.
Þ.e. fjármálastöðugleiki á Evrusvæði sem Seðlabanki Evrópu hefur áhyggjur af.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar