Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015
17.6.2015 | 19:38
Það getur vel verið að - greiðsluþrot Grikklands frestist
Það er búin að vera vaxandi spenna vegna Grikklands, því að það er ekki það langt til loka júní, er Grikkland á að greiða AGS 928 milljón evra, en gríska ríkið ákvað að fresta greiðslum í þessum mánuði til mánaðamóta - sem skv. reglum AGS má. Síðan er skammt í greiðsludag í júlí þann 12/7 465 milljón evra.
Fyrir utan þetta, stendur Grikkland frammi fyrir greiðslu af láni í eigu Seðlabanka-Evrópu þann 19/7 upp á 3,45 milljarða evra.
- Skv. þessu virðist gjaldþrot nær óumflýjanlegt.
- En þ.e. kannski samt ekki alveg þannig!
- Punkturinn er sá, að AGS skv. starfsvenju lætur gjarnan hjá líða að skilgreina alveg strax að lán sé í greiðsluvandræðum - - það hefur komið fyrir áður, að þjóðir hafa verið seinar með greiðslur, og AGS hefur gjarnan áður beðið allt að 3-mánuði með það að framkalla hinn svokallaða "credit event." Að lísa yfir greiðslufalli.
- Málið er, að mig grunar að ekki sé ósennilegt að Seðlabanki-Evrópu, afriti þá venju AGS, og geri það sama - að fresta því að lísa lán í vanskilum, þó ekki verði greitt af því þann 19/7.
Seðlabanki Evrópu hefur það yfirhlutverk - að tryggja jafnvægi innan peningakerfi evrusvæðis
Með það í huga, virðist mér sennilegt að "ECB" hiki við það að - lísa yfir vanskilum. Kjósi frekar annað af tvennu, að veita viðbótar greiðslufrest eða að bíða með yfirlýsingu um greiðslufall.
Það þíði ekki að nákvæmlega ekki neitt gerist - þegar gríska ríkið stendur ekki við greiðslur gagnvart AGS nk. mánaðamót, eða við "ECB" þann 19/7 nk.
Það má segja að þá við hvorn atburð - - bætist við hættustig.
En "ECB" ber engin skilda til að lísa yfir vanskilum - þann sama dag og ljóst er að greiðsla berst ekki.
Mér virðist afar sennilegt að "ECB" fresti þeirri tilkynningu, vegna þess að starfsmenn "ECB" eru ekkert algerlega vissir um það - að það valdi engum vandræðum á evrusvæði ef Grikkland flosnar úr evrunni.
En ólíkt t.d. ríkisstj. aðildarlandanna, er "ECB" sennilega ekki að einangra skoðun sína á því hvað getur gerst - - einungis við nk. 3-4 ár eða svo.
- Ef "ECB" lætur hjá líða að lísa strax yfir greiðslufalli - - þá getur "ECB" tæknilega áfram haldið að heimila svokallað "ELA" þ.e. að gríski Seðlabankinn hafi áfram heimild til að veita bönkum í Grikklandi neyðarfjármögnun - fé sem höfuðstöðvar "ECB" skaffa.
- Þannig að á meðan það ástand er enn til staðar, að "ECB" skaffar lausafé - þá getur Grikkland áfram haldist innan evrunnar.
- Það má samt reikna með því, að til staðar verði sjáanlegt rugg á mörkuðum - ekki bara innan Grikklands.
- Og önnur teikn um aukna hættu, t.d. aukinn flótti innistæðna frá Grikklandi.
Eftir 19/7 verður það algerlega ákvörðun "ECB" á hvaða punkti Grikkland hrökklast út úr evrunni.
Meðan að starfsmenn þar telja enn einhverja von um samkomulag, getur verið að þeir séu til í að fresta yfirlísingunni um vanskil um nokkurn tíma - - það verði þó erfitt fyrir þá að fresta þeirri yfirlísingu fram yfir greiðsludaginn í ágúst eða 19/8, ef ljóst er að greiðsla berst ekki heldur þann daginn.
Niðurstaða
Ég er að segja að ég viti í reynd ekki hvenær Grikkland verði greiðsluþrota "formlega séð." Því að það geti verið mat starfsmanna AGS og starfsm. "ECB" að rétt sé að festa því að lísa skuldir við Grikkland í eigu þeirra stofnana - í vanskilum.
Meðan að hvorug stofnun gefur úr þá yfirlísingu - þá verður væntanlega enginn "credit event."
Það geti því vel verið að samningar milli gríska ríkisins og aðildarlanda, haldi áfram út júní og síðan júlí að auki a.m.k. Það geti verið að það verði þó of stór kaleikur fyrir starfsm. "ECB" að leiða hjá sér greiðsludaginn í ágúst að auki.
Þannig að greiðsluþrots atburðurinn verði þá í ágúst, ekki júlí eins og ég hef talið líklegast.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.6.2015 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2015 | 23:42
ISIS virðist farið að veita hefðbundna almenningsþjónustu á umráðasvæðum
Sá þessa áhugaverðu grein á NyTimes: Offering Services, ISIS Digs In Deeper in Seized Territories. Þetta er sennilega snjöll afðerð hjá ISIS.
- Með því að lagfæra skemmdar lagnir.
- Koma rafmagni í lag.
- Handtaka þjófa, tryggja lágmarks öryggi borgara.
- Borga starfsmönnum laun - sem sjá um slíka þjónustustarfsemi.
Þá græðir ISIS víðtækara samþykki meðal íbúa þeirra svæða, sem ISIS nú ræður yfir.
Þeir virðast raunverulega hafa metnað til að verða ríki
Það þíðir - að veita alla lágmarks grunnþjónustu. Greiða starfsmönnum laun, sem sjá um þá vinnu. Þannig fjölgar þeim sem eru háðir ISIS - ekki bara hermenn, heldur einnig starfsmenn sveitafélaga á þeirra umráðasvæði.
Þeir séu farnir að mynda - stjórnsýslu.
Þá hefur vaxandi fjöldi fólks, lífsviðurværi sitt af ISIS.
- Þetta þíðir að sjálfsögðu einnig, að stærri hluti samfélaganna á þeirra umráðasvæði, er þá sennilega tilbúið að - - berjast með þeim.
- En það að verða samþykktara innan samfélagsins - - væntanlega fylgir sá hliðarágóði, að fá meiri stuðning á því sviði einnig.
Þannig festi ISIS sig í sessi - og það verði enn erfiðara en áður, að losna við það.
Ekki síst, að með því að skjóta þannig rótum innan samfélaganna undir þeirra stjórn - þá er ISIS væntanlega einnig að slíta rætur þeirra samfélaga frá þeim ríkisstjórnum sem hafa ráðið þeim svæðum áður.
- Ríkisstj. Sýrlands í Damascus.
- Og ríkisstj. Íraks í Bagdad.
Það er í raun og veru algerlega einstakt í seinni tíma sögu, að verða vitni af því - að nýtt ríki sé þannig myndað með valdi.
Áður fyrr var þetta algeng aðferð, en hún hefur mun síður tíðkast seinni ár.
Ef svo heldur sem horfir, þá verður það stöðugt fjarlægara að unnt sé að halda þessum löndum saman, þ.e. Sýrlandi / Írak.
ISIS sé þannig að - - ganga úr skugga um það, smám saman, að þau lönd klofni.
Niðurstaða
Það er nefnilega atriðið sem gerir ISIS algerlega einstakt í sögu rótækra íslamista samtaka, það er sá metnaður ISIS að verða ríki. Í því ástandi að hóparnir sem byggja þau svæði sem ISIS ræður yfir - hata ríkisstjórnir þeirra landa sem þau svæði enn "lögformlega tilheyra" meir heldur en það fólk hugsanlega hatar ISIS; þá sennilega heldur ISIS áfram að skjóta dýpri rótum í þeim samfélögum.
Á einhverjum tímapunkti - verði sennilega ekki aftur snúið.
Verkið verði fullkomnað - íslamska ríkið verði staðreynd.
Og klofningur þeirra svæða sem ISIS ræður yfir frá Sýrlandi og Írak, staðreynd.
Hvort sem sú verður formlega viðurkennd eða ekki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2015 | 00:01
Er eina leið Grikklands að knýja fram eftirgjöf aðildarríkja, að verða of seint með greiðslur til Seðlabanka Evrópu í júlí?
Wolfgang Münchau hjá Financial Times, kemur fram með þá röksemd - að Grikkland tapi sennilega ekki á því, að keyra fram af bjargbrúninni. Að hans mat sé það eina leiðin til þess, að brjóta upp ísvegg andstöðu aðildarríkja evrusvæðis sérstaklega í Þýskalandi og Frakklandi, um að veita umtalsverða eftirgjöf: Greece has nothing to lose by saying no to creditors
Hann bendir á 3-atriði:
- Hann bendir á að samanlagt skuldi Grikkland 160 milljarða evra ríkisstjórnum Frakklands og Þýskalands.
- Það verði hvorki meira né minna, en stærsta fjárhagslega tap þeirra landa gagnvart öðru landi í mjög langan tíma - - og hljóti að hafa pólitískar afleiðingar innan Þýskalands og Frakklands.
- Og hann vill meina, að það blasi ekki endilega við - að Seðlabanki Evrópu muni klippa á naflastrenginn við Seðlabanka Grikklands, þó svo að Grikkland verði seint með greiðslur til Seðlabanka Evrópu í júlí þ.s. Seðlabankinn þarf að sjálfsögðu að meta áhrif brotthvarfs Grikklands úr evrunni á stöðugleika evrusvæðis.
Einungis með því að hafna núverandi - tilboði aðildarríkja, enn eina 11. stundar tilboðið, og keyra síðan fram af þeirri brún, að semja um greiðslur í tæka tíð fyrir greiðsludaginn stóra á lánið í eigu Seðlabanka Evrópu - - > Blasi við staða sem sé nægilega grimm til að leiðtogar Frakklands og Þýskalands, hafi þá afsökun sem þeir leiðtogar þurfa, til að bakka!
- Hann vill einnig meina, að nýjasta tilboð aðildarlandanna, sé enn það dýrt - - að gjaldþrot sé betri valkostur fyrir Grikkland; þó svo að aðildarlöndin mundu ekki blikka á lokastundu.
"I come to a figure of a cumulative hit on the level of GDP of 12.6 per cent over four years. The Greek debt-to-GDP ratio would start approaching 200 per cent. My conclusion is that the acceptance of the troikas programme would constitute a dual suicide for the Greek economy, and for the political career of the Greek prime minister."
- Hann bendir einnig á, að Alexis Tsipras þurfi ekki að standa frammi fyrir nýjum þingkosningum fyrr en 19. jan. 2019, m.ö.o. hann hefur rúm 3 - ár til þess að ná fram lágmarks efnahagsstöðugleika eftir þrot.
- Ég hugsa að það sé vel gerlegt að ná gríska hagkerfinu inn í ástand sæmilegs stöðugleika að 3-árum liðnum.
Nýlega í grein, benti ég á að því fylgi nokkrir kostir fyrir Grikkland að kjósa þrot:
Ég er ekkert viss um -gjaldþrot- sé verri kosturinn fyrir Grikkland
- En skv. greiningu sem ég rakst á, þá er megnið af ríkisskuldum Grikklands í erlendri eigu. Þetta er auðvitað afleiðing björgunarprógrammsins svokallaða.
- Þegar skuldir eru nær allar í eigu útlendinga, þá þarf gjaldeyrisöflun þjóðarbús að standa undir þeim skuldum.
- Því miður er Grikkland lokaðasta hagkerfi ESB, þ.e. hlutfall útflutnings er einungis um 1/3 af þjóðarframleiðslu, sem er lægra en t.d. á Spáni og einnig í Portúgal. Það þíðir að samsetning skulda Grikklands, þ.e. í eigu útlendinga - - gerir greiðslustöðuna til muna erfiðari en ella væri, en ef t.d. helmingur væri í innlendri eigu.
- Þetta ástand einmitt - - gerir það sérlega freystandi, að velja þrot.
En í stað greiðslubyrði upp á 3,5% af þjóðarframleiðslu, í reynd mun hærra hlutfall gjaldeyristekna - - fari nk. 30 ár til erlendra eigenda skulda.
Þá heldur gríska hagkerfið þessu fé!
- Að auki virðist almenningur hafa sent svo mikið fé úr landi síðan evrukrísan hófst, að nú eiga grískar fjölskyldur meir á erlendum bankareikningum en nemur skuldum grískra fjölskylda við erlenda aðila.
- Nærri 60% allra innistæðna fyrirtækja í Grikklandi sé einnig varðveittur erlendis, meðan um 80% skulda fyrirtækja sé innan Grikklands. Það þíðir, að grísk fyrirtæki verða fyrir umtalsverðum gengisgróða ef við gerum ráð fyrir skiptum yfir í drögmur, að skuldir þeirra verði að drögmum meðan að peningar þeirra í erlendum bönkum hækkka í virði miðað við drögmu. Grískar fjölskyldur einnig verða fyrir gengisgróða.
- Skv. greiningu sem vitnað er til, sé sá gengisgróði um 5% af þjóðarframleiðslu Grikklands, ef gert sé ráð fyrir 30% gengisfalli drögmu.
Þetta mildar skv. þeirri greiningu, það áfall sem grískt hagkerfið og almenningur verður fyrir - fyrsta kastið.
Grísk fyrirtæki ættu ekki að verða fyrir neinu umtalsverðu tjóni - meira að segja bankarnir ættu að standa þetta af sér, ef gert er ráð fyrir skiptum yfir í drögmur.
- Munchau bendir á, að grísk yfirvöld mundi sennilega gæta þess, að halda áfram að borga af skuldum í eigu - - einkaaðila.
- Til að missa ekki traust fjárfesta og annarra einkafyrirtækja - - niður úr öllu valdi.
Niðurstaða
Ég held að þegar staða Grikkland sé höfð í huga, þ.e. samsetning skulda - það að fyrirtæki og almenningur, virðast hafa gætt hagsmuna sinna og þegar vera búin að koma fé undan til annarra landa í skjól þar.
Þá verði afleiðingar þrots gríska ríkisins gagnvart - "opinberum kröfuhöfum" þ.e. AGS, Seðlabanka Evrópu og ríkissjóðum aðildarlanda; ekki endilega nándar nærri eins hræðilegar fyrir Grikkland og margir halda fram.
Þetta eru eiginlega rök fyrir því - að aðildarlöndin ættu að bakka, þegar Grikkland vísvitandi fer fram af brúninni í júlí nk., þegar kemur að greiðsludeginum gagnvart Seðlabanka Evrópu, er gríska ríkið á að greiða um 3,45 milljarða evra.
Þá verði staðan sett fram eins svörtum litum og hægt er, þ.e. annaðhvort verði veitt eftirgjöf, eða virkilega Grikkland velur þrot.
Þrot sé sennilega raunverulega skárri valkosturinn fyrir Grikkland - nema að opinberir kröfuhafar, veiti umtalsverða eftirgjöf.
Ég hugsa að það þurfi að vera a.m.k. helmings afskrift, til þess að það borgi sig frekar fyrir gríska ríkið - - að greiða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2015 | 12:03
Vinstri stjórn hefði einnig sett lög á vekfall BHM og hjúkrunarfræðinga
Um þetta atriði er eg 100% viss, m.ö.o. að gagnrýni formmanna Samfylkingar og VG sé fyrst og fremst klassísk pólitísk tækifærismennska. En ég reikna með því að flestir viti af því með hvaða hætti félögin á almenna vinnumarkaðnum - - settu ríkisstjórninni úrslitakosti.
Lagasetning á verkföll BHM og FÍH samþykkt :Alþingi samþykkti nú undir kvöld lagasetningu á verkfallsaðgerðir 17 aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 30 atkvæðum gegn 19. Sigurður Ingi Jóhannsson, flutningsmaður frumvarpsins, sagði það alltaf erfitt og þungbært að setja...
Vitna aftur í orð Ólafía Rafnsdóttur, formanns Verslunarmanna fyrir 2-vikum:
Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. Þá er bara búið að rjúfa samninginn. Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.
- Menn verða að átta sig á því, að félögin á almenna vinnumarkaðnum, með 75þ. félagsmenn ca. samtals.
- Geta nokkurn veginn, stöðvað alla verðmætasköpun í íslenska hagkerfinu.
- Og ef ríkið ætlaði að setja lög á þeirra verkföll, eru þetta það fjölmenn félög - - að ef þau standa fyrir skipulögðum mótmæla-aðgerðum, þá eru þau um leið ógn við ríkið.
- En við höfum orðið vitni að því bæði hér og erlendis, að ríkisstjórnum sé ýtt frá völdum, fyrir tilstuðlan fjölmennra mótmæla.
Ef við aftur á móti berum þetta afl félaganna á almenna vinnumarkaðnum við afl félaga í BHM og hjúkrunarfræðinga. Þá sannarlega valda verkföll þar - vandræðum innan stjórnkerfis sveitafélaga sem og ríkis, og innan heilbrigðiskerfisins.
- En þau skaða lítt verðmætasköpun samfélagsins.
- Og Þeir hópar eru ekki nægilega fjölmennir, til að geta ógnað ríkinu með beinum hætti.
Ég er því ekki í nokkrum vafa, að útkoman hefði orðið sú hin sama, ef vinstristjórn VG og Samfylkingar hefði haldið áfram eftir kosningarnar 2013.
Eðlilega setur ríkisstjórnin ekki þau skilirði, sem mundu leiða til þess að Gerðardómur hleypti upp samningum á almenna vinnumarkaðnum.
Og ég er handviss um, að Árni Páll mundi bregðast nákvæmlega eins við ef hann væri í ráðherrastól í þetta sinn.
Ég væri mjög hissa ef dómstólar dæmdu gegn ríkinu, enda frekar auðvelt að sýna fram á - - að kröfur hjúkrunarfræðinga og BHM, voru og eru nú fullkomlega vonlausri stöðu. Samtímis því að verkföll þeirra - skaða sjúklinga, þó þann skaða sé ekki auðvelt að sanna til skamms tíma, þíða verkföll þeirra að sjúklingar undir eftirliti fara ekki í skoðanir tímanlega eða í annað eftirlit tímanlega - - það þíðir að hvort það hefur orðið tjón kemur ekki í ljós fyrr en heilbrigðiskerfið vinnur niður biðlistana sem eru komnir.
Og ég sé enga möguleika í stöðunni - - sem ekki skilar landflótta hjúkrunarfræðinga.
Eins og ég sagði - kröfur þeirra eru í fullkomlega vonlausri stöðu.
- En ljóst er, fyrst að samningar á almenna vinnumarkaðnum - eru ekki einu sinni nærri því að uppfylla þeirra kröfur, og sama gildir um kröfur BHM.
- Að þá hlýtur það að sprengja samninga á almenna vinnumarkaðnum, ef ríkið hefði gengið að kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga.
- Ríkið stóð frammi fyrir úrslitakostum.
Félögin á almenna vinnumarkaðnum hafa afl í sameiningu einmitt til þess, að setja ríkinu stólinn fyrir dyrnar.
Á sama tíma, munu þau einnig -ef samningar þeirra eru sprengdir- tryggja með því að framkalla nægilega mikla verðbólgu - - að þó svo að hjúkrunarfræðingar og BHM næðu fram prósentu launahækkunum skv. þeirra kröfum - - > Þá mundi það ekki leiða til kaupmáttaraukningar umfram samninga þá sem félögin á almenna vinnumarkaðnum samþykktu fyrir 2-vikum.
Þannig að það sé virkilega svo - að kröfur hjúkrunarfræðinga og BHM, séu í vonlausri stöðu.
Þannig að ekkert komi í veg fyrir landflótta úr þeim stéttum - þeirra sem eru óánægðastir.
Ríkið hafi því ekki haft þ.s. raunhæfan kost, að ganga að þeirra kröfum. Það sé skárri kostur fyrir þjóðfélagið, að ríkið leitist við að -verja samningana á almenna vinnumarkaðnum- sem þíðir að setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga.
Niðurstaða
Það er búið og gert, lögin hafa verið sett. Og verkföllum BHM og hjúkrunarfræðinga frestað. Það var fyrirfram vitað að hluti félaga í þessum hópum, mundi fara í kjölfarið af landi brott. Á hinn bóginn, eins og ég hef áður bent á, tel ég enga leið hvort sem er að forða þeim landflótta - þ.s. félögin á almenna vinnumarkaðnum mundu tryggja að hann yrði einnig í því tilviki að BHM og hjúkrunarfræðingar næðu kröfum sínum fram; með því að keyra sömu kröfur í gegn fyrir sína félaga og þannig skapa það mikla verðbólgu í þjóðfélaginu að enginn, þar með ekki BHM né hjúkrunarfræðingar, mundu enda með umtalsverða nettó kaupmáttaraukningu.
Þannig að landflótti úr stéttunum tveim, hafi legið í loftinu burtséð frá því hvort ríkið mundi samþykkja kröfur BHM og hjúkrunarfræðinga eða ekki.
Þannig að eina skynsama í stöðunni, hafi verið af hálfu ríkisins, að binda endi á þau verkföll í ljósi þess, hve fullkomlega vonlaust er að félögin 2-nái fram kaupmáttaraukningar kröfu sinni til sinna félagsmanna fram að sinni.
- Ef þau vilja samt halda kröfu sinni til streitu.
- Þá þurfa þeir hópar -rökrétt séð- að ræða þær kröfur við félögin á almenna vinnumarkaðnum.
Því þau félög -de facto- hafa vald til þess að hindra að kröfur BHM og hjúkrunarfræðinga nái fram að ganga. Og félögin á almenna vinnumarkaðnum einmitt beittu því valdi sínu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég leit á fréttir þá stóðu umræður enn yfir á Alþingi, og því frumvarp ríkisstjórnar um að fresta verkföllum - ekki enn orðið lög.
- Það er sannarlega rétt, að slík lagasetning - er viss atlaga að samningsrétti félaganna tveggja.
- Á hinn bóginn, virðist þessi deila í gersamlega óleysanlegum hnút.
- Á sama tíma, virðast þeir sem standa fyrir þeim verkföllum - - hreinlega ekki til í að samþykkja það sem við blasir, að ekki sé nokkur leið að ná kröfum félagsmanna fram.
En það hefur blasað við síðan samningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir, að ríkið ætti ekki það sem raunhæfan valkost - að mæta kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga.
Skv. því sem Ólafía Rafnsdóttir, formaður Verslunarmanna sagði:
Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. Þá er bara búið að rjúfa samninginn. Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.
Þá stilltu félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum ríkinu upp við vegg:
- Þannig að ríkið er þvingað til að velja hvort það mætir kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga, og þar með rýfur samninga við samtals 75þ. félagsmenn 15 félaga á almenna vinnumarkaðnum.
- Eða setur lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga, ef félögin 2-neita að sætta sig við sambærilega samninga þeim samningi sem félögin 15 gerðu.
Ég lít þannig á, að með því að gefa BHM og hjúkrunarfræðingum - 2 vikur til að hugsa málið, átta sig á að þau félög ættu í reynd engan valkost annan í stöðunni.
Hafi ríkið í reynd sýnt samningssrétti þeirra félaga, eins mikla virðingu og því var fært.
Ef ríkið hefði strax fyrir 2-vikum sett lög á verkföll BHM, og hjúkrunarfræðinga, þá hefði mátt segja - - að þeim félögum væri sýnt lítilsvirðing.
En nú 2-vikum seinna, þá virðist ljóst af viðbrögðum félaganna 2-ja, að þau félög hafa engan áhuga á því að taka tillit til þessarar stöðu; þegar þau halda kröfu sinni til streytu - - > Sem er algerlega ljóst að mundi sprengja samninginn við félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum.
- Félagsmenn félaganna 2-ja hafa vísað allri ábyrgð á bug.
- Sakað ríkið um skilningsleysi.
- Talið sig ekki hafa ástæðu til að taka nokkuð hið minnsta tillit til stöðunnar sem varð til, þegar ljóst var hvernig samningur félaganna á almenna vinnumarkaðnum leit út.
Það verður einfaldlega að álykta að - - þeir sem fara fyrir þessum 2-verkföllum, séu sjálfir ekki að sýna þá eðlilegu ábyrgð, sem fólk sem gegnir svo mikilvægum störfum ætti að auðsýna.
Þetta ágæta fólk, virðist haldið - - veruleikabrenglan á umtalsvert háu stigi.
Þegar þau heimta, og það ítrekað - - að ríkið sprengi samninginn á almenna vinnumarkaðnum.
Vandi ekki síst sá, að vonlaust er að BHM og hjúkrunarfræðingar nái fram þeirri kjarabót sem þeirra félög heimta
En það kemur til af því, að félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum - hafa látið það í skína að þau mundu sækja sambærilegar launahækkanir til sinna félagsmanna - - ef samningurinn sem þau félög undirrituðu fyrir 2-vikum er sprengdur.
Það þíðir að þá ganga sambærilegar hækkanir í prósentum talið til 75þ. meðlima þeirra samtaka - - og ég hreinlega trúi því ekki að landið hafi efni á það mikilli launahækkun fyrir þetta fjölmenna hópa, þegar félagar í BHM og hjúkrunarfræðingar bætast þar við.
Þannig að - - gengisfelling væri örugg útkoma.
- Það þíði eiginlega að nú 2-vikum liðnum.
- Og ekkert bendi til þess að félögin 2-séu að átta sig á þvi hve vonlaus staða krafna þeirra er.
Þá virðist ljóst, að það eina rökrétta sem eftir sé í stöðunni - sé að setja lög á verkföll þeirra.
Niðurstaða
Það að almenni vinnumarkaðurinn setti það ákvæði inn í sinn kjarasamning, að ef ríkið mundi semja um meira við aðra hópa - - þá mundi samningur þeirra vera sprunginn. Sýnir að auki fram á, að ljóst er að félagsmenn þeirra félaga séu sennilega ekki mikið haldnir af samúð þegar kemur að kröfum um launahækkanir - - verulega umfram þ.s. þau félög hafa samþykkt fyrir 2-vikum.
En ljóst er að viðbrögðum talsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga, að kröfur þeirra félaga eru umtalsvert meiri.
Það má vel vera að í kjölfarið verði flótti út hópi hjúkrunarfræðinga og þeim sem undir hatt BHM falla - til Noregs t.d.
Það verður þá að taka á því þegar það gerist - - t.d. auglýsa þær stöður á evrópska efnahagssvæðinu. En ég held það sé vel unnt að fá fólk til að gegna þeim störfum t.d. bjóða útlendingum ríkisfang á Íslandi eftir 6 ára starf.
Það hlýtur að vera nóg af fólki sem getur sinnt þeim störfum, þó það séu ekki endilega íslenskt. Ef Noregur getur sókt sé fólk að utan, getur Ísland það einnig gert, og á þeim kjörum sem hér bjóðast.
Kv.
11.6.2015 | 23:11
Sala Arionbanka og Íslandsbanka til útlendinga fer sennilega fram án þess að hugmyndir Frosta verði að veruleika
Frosti Sigurjónsson - - eins og kom fram fyrr í vikunni, var með eftirfarandi Facebook færslu:
"Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður leyfa. Verði kaupandinn erlendur, mun hann eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en hann vill auk þess taka arðinn úr landi í gjaldeyri. Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana."
Þetta er að sjálfsögðu allt rétt hjá Frosta - að erlendir aðilar munu kaupa þá til þess að hagnast á þeim, og að sjálfsögðu - - því hærra sem söluverðið verður því stífari verður að líkum hagnaðarkrafa þeirra sem kaupa.
Frosti áttar sig greinilega að EES-samningurinn kemur í veg fyrir að unnt sé að hindra kaup útlendinga á bönkunum tveim
Enda kom fram í viðtali við hann á þriðjudag sú hugmynd - - að Alþingi setti lög um að gera alla banka á landinu að svokölluðum "non profit" bönkum. Þetta væri auðvitað tæknilega mögulegt, og sennilega eina tæknilega færa leiðin til að draga úr þeim hagnaði sem nýir eigendur hugsanlega taka til sín úr Íslandsbanka og Arionbanka.
- Ég skal viðurkenna að ég þekki ekki almennilega hvernig "non profit" bankar virka.
En þetta fyrirbæri er til t.d. sums staðar í Bandaríkjunum.
Það eru samt ákveðnir gallar sem má vera að Frosti hafi ekki íhugað.
- Það þarf að hafa í huga, að ef -hagnaður- er þurrkaður nær alveg út í bankakerfinu hérlendis, þá auðvitað mundi söluverð Arionbanka og Íslandsbanka verða til mikilla muna lægra en annars.
- En það hefur komið fram í máli Sigmundar Davíðs, að ef söluverð á eignarhlut slitabúanna á bönkunum tveim - - er umfram þau viðmið sem gefin hafa verið upp, í samkomulagi við ríkið - > Þá fái ríkið til sín dágóðan slurk af þeim viðbótar hagnaði.
- Augljóst virðist - að ef þessi breyting yrði gerð á Ísl. lögum, þá mundi söluverð bankanna 2-ja fara mjög líklega undir þau viðmið, sem um hefur verið samið af hálfu ríkisins, við kröfuhafa Glitnis sáluga og Íslandsbanka sáluga.
- Punkturinn er sá, að það mundi líklega ónýta það samkomulag sem ríkið virðist þegar hafa gert við skilanefndirnar tvær, þar með við þá hópa kröfuhafa sem eiga kröfur í þau þrotabú.
Ekki veit ég nákvæmlega hvaða afleiðingar það hefði fyrir ríkið - - að ónýta það samkomulag.
En mig grunar þó, að það gæti sett þá lausn sem ríkisstjórnin sagði þjóðinni frá sl. mánudag í vanda - - en sú tímasetning tók örugglega tillit til þess að ríkið var þá þegar komið með samkomulags ramma við stóran hluta kröfuhafa.
En nú væri allt í einu - - samkomulag í uppnámi við þá hópa kröfuhafa sem tengjast þrotabúi Glitnis sáluga, og Íslandsbanka sáluga.
- M.ö.o. - - ríkið yrði örugglega að lágmarki, færa þá dagsetningu þegar 39% skattur á að leggjast á eignir þrotabúanna, sennilega um heilt ár.
- Þar með fresta haftalosun um ár.
En líklegt væri að kröfuhafahóparnir yrðu nokkuð pyrraðir - - enda mundu sjá fram á minni heimtur úr búunum tveim.
Það gæti því tekið nokkurn tíma, að ná fram nýju samkomulagi - - segjum að það verði í höfn innan árs héðan í frá - - þá væri komið afar óþægilega nærri þingkosningum.
- Það sem mig grunar í reynd sterklega, er að það samkomulag sem þegar liggur fyrir milli ríkisstjórnarinnar og kröfuhafahóps þess sem á Arionbanka og Íslandsbanka.
- Bindi í reynd hendur ríkisstjórnarinnar, og það sé afar ólíklegt að hún sé til í að taka þá áhættu að fórna því samkomulagi, með einungis 2 ár til kosninga.
Niðurstaða
Ég held að spurningin hvort að við íhugum hugmyndir Frosta Sigurjónssonar snúist um það hvort að við leggjum í það að ónýta það samkomulag er virðist liggja fyrir við þá kröfuhafahópa er eiga Arionbanka og Íslandsbanka.
Það stefnir í að ríkið fái mjög mikið fé út úr því samkomulagi er virðist liggja fyrir, þ.e. fé er nemur hundruðum milljarða króna.
Ég held að sá söluhagnaður sem kröfuhafarnir og auðvitað ríkið fær sinn skerf af, sé mikilvægur þáttur í því samkomulagi.
Ég sé því ekki fyrir mér það sem sennilega útkomu, að ríkið fylgi hugmyndum Frosta fram.
Þessir 2-bankar verða örugglega seldir hæstbjóðanda. Og þó forsætisráðherra hafi sagt mikilvæga spurningu hver kaupir - - þá sé það ekki á valdi hans að velja þá kaupendur.
Kröfuhafar vilja auðvitað fá sem mest fé út úr sölunni, svo það verður örugglega hæstbjóðandi í bæði skiptin - - sem þíðir alveg örugglega að í báðum tilvikum mun kaupandi leggja áherslu á að sækja sér sem mestan hagnað úr bönkunum tveim á nk. árum.
Og það mun örugglega hafa neikvæð áhrif á þróun gengis krónunnar, nákvæmlega eins og Frosti nefndi í sinni Facebook færslu - - hann hefði mátt koma þessum ótta sínum fyrr á framfæri!
Kv.
10.6.2015 | 23:28
Búið að uppgötva uppruna Indó-evrópa?
Rakst á þessa áhugaverðu frásögn í NyTimes: DNA Deciphers Roots of Modern Europeans. En þessar genarannsóknir virðast sýna fram á að Evrópumenn séu -gróft séð- samsettir úr 3-megin hópum, sem komu til Evrópu með löngu millibili:
- Fyrst er um að ræða veiðimenn og safnara, sem birtast í Evrópu á Ísöld, þ.e. fyrir 45þ. árum, sjálfsagt þeir sem titlaðir voru "cro magnon" menn. Þetta fólk virðist ekki hafa dáið út, heldur viðhaldist sem sérhópur lengi eftir að síðari hópur mætti á svæðið. En síðan að lokum - horfið inn með blóðblöndun.
- Svo eru það bændur er koma í gegnum Tyrkland frá Mið-Austurlöndum fyrir 8-9þ. árum. Lengi vel virðast bændurnir og veiðimannasamfélagið hafa lifað hlið við hlið, þ.e. a.m.k. í 2þ. ár, áður en sjást merki í greiningu fræðimanna - að blóðblöndun á sér stað. Þ.e. áhugavert, að svo virðist ekki að -veiðimennirnir- hafi tekið upp lifnaðarhætti bændanna, heldur lifað sem annað samfélag meðfram bændasamfélögunum í þessu ca. 2þ. ár. Þetta fólk skv. frásögn fræðimannanna - - var eins ólíkt genetískt séð, og í dag eru Asíubúar og Evrópubúar. Sjálfsagt hefur menningarmunur - - a.m.k. ekki verið smærri en það, líklega hefur það stuðlað að því, hve langan tíma það tók fyrir samfélögin að renna saman.
- Svo eru það -Indó-Evróparnir- en skv. fræðimönnunum þá berst næsta bylgja í gegnum Rússland, hirðingjasamfélag sem mætir á svæðið fyrir 4.500 árum, fyrst í Mið-Evrópu. Það virðist afar freistandi að líta á að þetta fólk hafi borið með sér hin -indóevrópsku- tungumál. Þetta var fólk, sem hafði ekki fasta búsetu, heldur lifði á steppum Rússlands, með stórar hjarðir af sauðfé - - er því freystandi að líta svo á að til þeirra sauðfjárræktar og sauðfjárstofna, megi rekja þann stofn sem endaði fyrir rest á Íslandi.
Rök fyrir því að þetta geti verið -IndóEvrópar?
- Eru mættir til Mið-Evrópu fyrir 4.500 árum, sem virðist nægilega snemma til að gríska menningin sem fyrst kom fram 3.500 árum síðan, geti hafa myndast í millitíðinni. Þ.e. hirðingjarnir leitað til Grikklands, en þ.e. sauðfjárrækt einnig á gömlum merg í Grikklandi; og haft nægan tíma til að mynda - - sérstakt tungumál þegar fyrir 3.500 árum.
- Er komin skýringin á svokölluðu "tocharian" tungumáli í Synkiang í Kína? En rannsóknir nú sýna, að -svokölluð Afanasevo menning- í Síberíu, er skild hinni svokölluðu -Yamnaya- menningu, er barst til Evrópu skv. genagreiningu, og þá má ætla að líkur séu á að það fólk hafi talað tungumál er hafi verið skilt tungumáli hirðingjanna rússn. sem nefndir eru Yamnaya menningin.
Takið eftir kortinu af vef -Wikipedia- að staðsetning Afanasevo fólksins fyrir 4.700 árum er ekki fjarri landamærum Kína í dag.
En -Tocharian- er þekkt frá handriti er fannst í Synkiang er skv. aldursgreiningu er 1.200 ára gamalt. Miðað við þetta, getur það mjög vel verið, að útbreiðsla Yamnya menningarinnar - - til austurs. Ekki síður en til vesturs.
Skýri þessa útbreiðslu - indóevrópskra tungumála, þ.e. að þau hafi verið til staðar í Vestur hluta Kína, en einnig borist frá Mið-Asíu til Suðurs, alla leið til Indlands og Írans.
Genarannsóknir eru virkilega mögnuð aðferð til að leita sannleikans, mér finnst þetta fremur sannfærandi að svarið við því - - hverjir Indó-Evrópar voru sé fundið.
Niðurstaða
Kannski er loksins búið að svara þeirri spurningu sem fræðimenn hafa spurt sig að í meir en 100 ár, síðan tungumálasérfræðingar greindu svokölluð indó-evrópsk mál, og áttuðu sig á því að fornt tungumál á Indlandi, sanskrít ásamt írönsku sem enn er töluð í dag; eru fjarskild en samt skild tungumál hinum evrópsku tungumálum sem við þekkjum þ.e. germönskum, rómönskum, sem og slavneskum, ekki síst - grísku.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 11.6.2015 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2015 | 01:27
ISIS að færa út kvíarnar í Líbýu
ISIS hefur ekki einungis verið í sókn undanfarið í Sýrlandi og Írak, þ.s. ISIS hefur tekið sitt hvora borgina í sitt hverju landinu, og heldur sinni sókn síðan áfram í því framhaldi.
Nei, ISIS hefur einnig skotið rótum í Líbýu og er að því er best verður séð - - að notfæra sér "valdatóm" sem sennilega er til staðar í því landi, á svæðum sem völd þeirra fylkinga sem berjast um völdin í landinu eru veik.
Rétt er að muna, að innan Sýrlands - hefur ISIS elfst mjög mikið með þeim hætti, að ráðast að margvíslegum uppreisnarhópum, og taka yfir þau svæði sem hafa fallið uppreisnarhópum af margvíslegu tagi í hendur.
- Á hinn bóginn, hafa átakalínur í Sýrlandi verið miklu mun flóknari, því að fylkingar andstæðinga stjórnvalda í Damascus klofnuðu fljótlega í ákaflega marga tiltölulega smáa hópa.
- Sá klofningur uppreisnarinnar í Sýrlandi - - sennilega gerði ISIS auðvelt um verk. Þ.s. um var að ræða "marga smáa hópa" sem hver um sig vann ekki með öðrum hópum nema að litlu leiti; þannig að ISIS gat stundað þ.s kallað er "defeat in detail." Þ.e. ráða niðurlögum eins hóps, síðan þess næsta, svo koll af kolli.
- Á hinn bóginn eru átakalínur í Líbýu ekki þetta margbrotnar - - þó svo að hóparnir séu þar einnig margir.
- Þá hafa þeir myndað 2-meginfylkingar, þ.e. bandalög. Og þau bandalög berjast um völdin í landinu.
Þetta sennilega gerir Líbýu líklega að síður auðveldum stað fyrir ISIS.
En ISIS virðist samt vera að finna sér pláss - - á svæðum í miðju landinu. Sem sennilega liggja ca. mitt á milli átakalína.
ISIS Proves Its Persistence With Attacks in Libya and Iraq
Sjá á kortinu bæinn - - Surt þ.s. ISIS nú ræður
",,,the Islamic State captured a critical power plant along the coastal road westward from its stronghold in Surt toward Misurata." - "The loss was the second significant retreat in less than two weeks by the Misuratan militia..." - "...the capture of the power plant now means the Islamic State can threaten to cut off electricity to parts of the central and Western regions of the country."
- Þetta virðist vera taktík ISIS - - að ná valdi á einhverjum mikilvægum "strategic asset."
ISIS ræður nú svæðinu næst - Surt. Þar á meðal flugvelli þar í grennd, sem sé þó ónothæfur vegna skemmda. Svo nú þessu orkuveri.
Hersveitirnar frá -Misuratah- sem er kjarni uppreisnarinnar innan Líbýu, er ræður höfuðborginni og að lang mestu leiti - - Tripolitania svæðinu.
Meðan að hinn megin hópurinn, sem inniheldur leyfar hins "gamla stjórnarhers" og það þing sem er "alþjóðlega viðurkennt" sem situr í borginni Tobruk Austast í landinu, sá hópur virðis stórum hluta - ráða Cyrenaica svæðinu.
- En í miðjunni - - milli þeirra svæða er hvor fylkingin um sig ræður.
- Sé sennilega valdatóm - - sem ISIS hafi ákveðið að fylla.
ISIS virðist hafa kosið, að beita sér fyrst gegn -Misuratah- hópunum, þeirra árásir virðast hingað til ekki hafa dugað til að hrekja ISIS liða á brott - - sem þvert á móti virðast hafa sókt fram í humátt til Misuratah.
Vesturlönd virðast samt sem áður, sjá visst tækifæri í þessari rás atburða
M.ö.o. menn vonast eftir því, að unnt verði að láta megin fylkingarnar skilja - - að ISIS sé ógn við þær báðar, og ekki síst - framtíð landsins.
Þannig að hugsanlega verði unnt, að fá báðar fylkingar að samningaborði - um nýja tilraun til þess að binda endi á þeirra átök.
En sameiginlega eru fylkingarnar sjálfsagt nægilega sterkar. Til þess að stökkva ISIS á flótta. Meðan að ef átök þeirra halda áfram, þá viðhaldist svigrúmið - - sem ISIS notfæri sér, til þess að eflast og styrkja sín áhrif og yfirráð.
Enn sé ekki of seint, að stökkja ISIS á flótta, neyða ISIS undir yfirborðið innan Líbýu.
Niðurstaða
Bersýnilega hefur enginn áhuga á því að senda her til Líbýu. En ef tækist að fá megin fylkingarnar sem berjast um völdin í landinu til að slíðra sverðin. Og þess í stað til að beita sér gegn ISIS - - þá þarf ekki að fara að Líbýa verði ISIS að bráð.
En meðan að stríðið viðhelst, þá getur ISIS notfært sér átök fylkinganna til þess, að narta í yfirráðasvæði beggja - - meðan þær berjast sín á milli. Og smám saman verða sterkara á milli þeirra - - þangað til að hugsanlega ISIS gæti tekið yfir.
Þetta þarf ekki að gerast - ekki of seint enn að forða slíkri útkomu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.6.2015 | 22:17
Nýtt dómsmál á stærð við Icesave framundan?
Nú skv. fréttum mánudags eru komnar frekari fréttir af útfærslu svokallaðs "stöðugleikaskatts" - en ef marka má orð Sigmundar Davíðs, þá virðist ríkisstjórnin ásamt Seðlabanka Íslands, ætla að standa fyrir tilraun til þess að - - setja kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna í aðstæður þ.s. þeir verða að velja milli 2-ja slæmra kosta.
- Vandi við að setja fram afarkosti - er auðvitað að hafa trúverðuga hótun.
- Þá er það góð spurning - hvort hótunin einmitt er trúverðug.
Skv. frétt RÚV er stöðugleikaskatturinn 39% og ef kemst allur til framkvæmda skilar 850 ma.kr. ekki 500 ma.kr. eins og DV sagði frá um daginn.
Þetta er slík upphæð - að ég sé ekki annan möguleika en þann, að hann hljóti að eiga að leggjast á allar eignir þrotabúanna; þ.e. einnig þær erlendis.
- Þá virðist hugmyndin vera sú, að setja fram svo kostnaðarsama hótun - - > Að kröfuhafar verði tilbúnir til að, afskrifa að mestu innlendar eignir sínar þ.e. fé fast hér.
- Í stað þess að sleppa við stöðugleikaskattinn.
- En þá er það auðvitað góð spurning - - hvort hótunin er trúverðug?
Vandamálið er, að ég er langt í frá 100% viss, að skattlagning eigna þrotabúanna á erlendri grundu, standist.
Ég að sjálfsögðu fullyrði hvorugt - að hún standist ekki, eða hún standist.
- Ég verð að segja eins og er, að ég er ekki viss að það standist.
Eins og fram kom í máli forsætisráðherra, er um að ræða heildarskafl að verðmæti 1.200ma.kr:
- ",,,krónueignir slitabúa fallinna fjármálastofnana að fjárhæð 500 milljarða..."
- "...kröfum slitabúanna í erlendri mynt gagnvart innlendum aðilum að fjárhæð 400 milljarða..."
- "...aflandskrónum í eigu erlendra aðila að fjárhæð 300 milljarða..."
Á sl. kjörtímabili, kom fram að umfang eigna þrotabúanna erlendis sé um 2.000ma.kr. - umreiknað í krónur. Sjálfsagt mundi stöðugleikaskattur skila töluverðum gjaldeyri fyrir bragðið - ef við gefum okkur að hann standist, og komi til framkvæmda.
- Þá kemur sú innkoma af gjaldeyri - á móti flæði fjármagns úr landinu, og sennilega fer a.m.k. langt með að dekka þann gjaldeyriskostnað, ef hann er ekki dekkaður alfarið.
- Þannig mundu þá erlendu eignir þrotabúanna, þá fjármagna losun hafta.
Það sennilega skýri yfirlýsingu fjármálaráðherra - - > Að það verði engin kollsteypa.
Segi enn, að þessi hótun virkar eingöngu ef hún er trúverðug - þ.e. standist.
En ég virkilega hef ekki hugmynd um hvort Ísland fær að komast upp með slíkan gerning.
En þ.e. ekki ósennilegt að kröfuhafar geri tilraun til þess, að fá lögbann sett á slíka aðgerð - - en þeir hafa nú fram til áramóta að hefja málsflutning á erlendri grundu, t.d. "krafa um frystingu þessara eigna erlendis" fyrir dómi.
En þ.e. einmitt veikleiki slíkrar aðgerðar, að eignirnar eru í öðrum löndum, þ.s. svigrúm er fyrir kröfuhafa að leita til dóms-yfirvalda í þeim löndum; og fyrirfram virðist mér engin leið að spá fyrir útkomu slíks hugsanlegs dómsmáls. Eins og ég sagði, væri það þá krafa um lögbann- eða um frystingu eignanna.
En ég þekki langt í frá nægilega t.d. enskan rétt til þess að dæma um líkur þess, að slík krafa fengist fram. Sama gildir um hollenska löggjöf.
- Ég treysti mér hvorki til þess að álykta að þessi hætta sé lítil eða óveruleg, né mikil eða veruleg.
- Ég efa að nokkur raunverulega viti það hér á landi.
- En ef aðgerðin gengur upp, þá sennilega mundi hún duga til að dekka að miklu leiti líklegt útstreymi fjár héðan.
- Þannig kollsteypu við haftalosun forðað.
- Og þ.s. þetta væri sennilega stærstum hluta gjaldeyrir, sem slíkur skattur næði að hala inn - - væri ekkert að því fyrir ríkið að hagnýta sér það fé. M.ö.o. "Win-Win" að öllu leiti fyrir Íslendinga, ef það gengur upp.
- Þetta væri því gersamlega "brilliant" ef aðgerðin gengur upp - - en ef kröfuhafar geta ónýtt þetta vopn, þá tja - stendur landið eftir án hótunar. Kröfuhafar með pálmann í höndum.
Útgönguskattur hefur önnur vandamál
Þ.e. að skattleggja það fé sem streymir úr landi, að vegna jafnræðisreglu ESB er gildir í gegnum ESB. Mundi þurfa að beita slíkum skatti í samræmi við þá reglu um jafnræði.
Þ.e. jafnt á fé í eigu innlendra aðila, líklega megin dráttum lífeyrissjóðanna, og í eigu kröfuhafa.
- Útgönguskattur yrði því að leggjast á það söfnunarfé sjóðanna, sem þeir mundu kjósa að flytja héðan - afleiðing sennilega einhver skerðing lífeyrisréttinda.
- Á sama tíma, mundi óhjákvæmilega ganga á gjaldeyrisforðann.
En ef skatturinn er nægilega hár, þá gengur kannski ekki mjög mikið á forðann, en að sama skapi - þá vex skaðinn fyrir lífeyrissjóðina eftir því sem skatt hlutfallið er hærra.
Svo ég skil alveg - að menn hafi verið að leita að leið, sem forðaði tjóni fyrir sjóðina.
En þ.e. ein leið til viðbótar til staðar
Hún er afar einföld - að ríkið borgi kröfuhafa út. Fyrst að AGS lánið verður búið á fyrra helming 2016. Og fyrst að önnur lán frá vinaþjóðum eru upp borguð.
- Þá getur ríkið alveg gert þetta, án þess að of mikil áhætta sé tekin.
- Megin kosturinn er sá - að engin lagaleg áhætta er til staðar.
- Ekkert erlent lögsagnarumdæmi, getur fundið að - frjálsum samningi milli stjórnvalda Íslands, og kröfuhafa - er ekki felur m.ö.o. í sér nokkra hina minnstu þvingun.
Þannig að ekki er nokkur áhætta á því að þessi leið virki ekki.
- Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því, að ísl. ríkið prútti við kröfuhafa um upphæðina.
- Það þíðir auðvitað, að ríkið yrði að hefja beina samninga við hina erlendu aðila.
Vegna þess að AGS lánið verður frá fyrir mitt ár 2016, og vinaþjóðalánin eru einnig frá; þá hefur ísl. ríkið fyrir bragðið mjög sennilega þar af leiðandi ágætt lánstraust.
- Lán ætti ekki að þurfa að vera neitt verulega dýrt, og það gæti verið til langs tíma.
- Og ef prúttið um upphæðina gengur vel, þá þarf það ekki verða neitt að ráði íþyngjandi fyrir þjóðarbúið.
Þetta er leið sem núverandi stjv. virðast hafa -fyrirfram hafnað.
Ítreka enn, að ég hef ekki minnstu hugmynd um það, hver áhætta af "skatti á allar eignir þrotabúanna væri."
En hann er a.m.k. augljóslega "óvenjuleg" aðferð.
- Það þíðir, að ef kröfuhafar geta fengið erlend dóms-yfirvöld á þá skoðun, að slíkur skattur sé brot á EES; þ.e. t.d. form af mismunun.
- Þá get ég alveg séð fyrir mér, að krafa um frystingu eigna geti náðst fram.
Um leið og þær hafa verið frystar skv. lögboði í því landi sem tilteknar eignir eða tiltekin eign er til staðar, þá þar með tekur hið erlenda stjv. yfir lögsögu með þeim eignum eða þeirri eign.
- Hvernig gætu þeir haldið því fram, að slíkur skattur væri mismunun?
Augljóst er, að "stöðugleikaskattur" ef um er að ræða skatt á eignir þrotabúanna, erlendar sem innlendar - - > Skilar langsamlega mestu fjármagni frá erlendum hluta eignasafnanna, því erlendi hluti eignasafnanna er miklu mun stærri að umfangi, og virðist því hafa þau áhrif að hlífa Íslendingum fyrir tjóni meðan það tjón sé flutt yfir á erlendu aðilana - því virðist mér þeir geta haft "case."
Það gæti einmitt verið bent á, að hann virðist vera hannaður til þess, að leggja kostnað af haftalosun á útlendinga, svo Íslendingar beri hann ekki, þetta er sjálfsögðu vísvitandi gert því skatturinn er hótun - - > En augljóst er, ef erlend eignasöfn þrotabúa bankanna eru skattlögð skv. 39% reglunni, þá mundi alík skattheimta á erlendu eignasöfnin skila það miklum gjaldeyri að sennilega dugar til að fjármagna haftalosun svo að Íslendingar losni við að fjármagna þá haftalosun sjálfir, að stærstum hluta eða jafnvel öllu leiti - en óþarfi er að gera ráð fyrir að allt fé kjósi að fara úr landi sem hugsanlega fara vill.
- Fyrirfram augljóst væri engin leið að vita hver niðurstaða dóms yrði.
- En við skulum segja, að ég hafi minna en 100% fullvissu að Ísland mundi vinna slíkt mál.
- En samtímis, þó svo að dómsmál mundi vinnast - gæti málarektstur umtalsvert tafið losun hafta, jafnvel framyfir kosningar vorið 2017
En ríkið mundi að sjálfsögðu -reikna ég með- berjast þá fyrir dómi erlendis, til að verjast ásókn kröfuhafa eða ella - gefa hótunina eftir, sem væri álitshnekkir.
Þ.e. ekki gott að segja hve mikil töf gæti verið af slíku máli, en töfin mundi færa losun hafta sifellt nær kosningunum 2017, því setja núverandi stjórnarflokka sjálfa undir þrísting.
Sem gæti alveg verið nægileg ástæða fyrir kröfuhafa, að velja að tefja eða þæfa málið.
Niðurstaða
Ég held að haftalosun með samkomulagi við kröfuhafa, þ.s. ríkið mundi taka langtímalán og samtímis prútta niður upphæðina sem kröfuhafar mundu fá til baka. Mundi geta skilað haftalosun mjög hratt á nk. ári - en eftir að AGS lánið er frá ættu lánskjör ríkisins vera orðin hreint ágæt.
Aftur á móti hefur áherslan verið mikil hér á landi í seinni tíð, á að "illmennavæða" kröfuhafa, sem sannarlega eru "vogunarsjóðir" að verulegu leiti.
- Menn líkja gjarnan vogunarsjóðum við -úlfa- markaðarins, en úlfar hafa sinn tilgang. Vogunarsjóðir kaupa eignir - oftast nær lélegar eignir þrotabúa, sem aðilar á markaði kjósa að losa sig við fyrir lítið.
- Svo selja þeir þær eignir, á hærra verði - - þannig séð er þetta því, hreinræktuð kaupmennska, að kaupa fyrir minna - selja fyrir meira.
- Ég sé ekki neinn jákvæðan tilgang í því, að líta á slíka starfsemi sem -glæpa/-illmennsku, fremur en önnur viðskipti sem snúast um að kaupa ódýrar og selja dýrar.
----------------
Eins og fréttir mánudagsins gefa til kinna, þá virðist ríkisstjórnin og Seðlabankinn ætla að knýja kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna - - til að sætta sig við afarkosti.
Með þeim hætti, kynna að til framkvæmda komi svokallaður stöðugleikaskattur sem fyrirfram er kynnt, að kosti þá 850ma.kr. Svo er gefinn frestur til áramóta fyrir þá, að semja um minna kostaðarsama lendingu.
Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögð kröfuhafa, en þessir aðilar hafa færa lögfræðinga á sínum snærum - - minn grunur er að það geti farið að harður kjarni þeirra muni koma fram með gagnhótun.
Svara hótun stjórnvalda, með sinni eigin hótun. Það þarf þó ekki vera að hún komi fram strax, nema að þeir séu þegar búnir að skoða þann möguleika lögfræðilega í t.d. Bretlandi, hvort unnt sé að beita lögsókn á móti fyrir breskum rétti eða hollenskum, eða hvort tveggja.
Ef þeir eru þegar búnir að skoða það mál, þá getur verið að þeirra hótun, komi fljótt fram.
En ég er algerlega viss, að til staðar er lagaleg óvissa erlendis. En algerlega óviss um það, hver stærð þeirrar óvissu er.
Ef allt fer á versta veg, þá gæti ísl. ríkið lent í langvarandi og hugsanlega mjög kostnaðarsömum málaferlum við erlenda dómstóla.
Segjum, að ég virkilega vona að ótti minn sé ekki á rökum reistur! En umfang dómsmáls gæti verið á þann veg, að vera það stærsta mál sem stjórnvöld hafa rekið á erlendri grundu síðan Icesave var rekið fyrir EFTA dómstólnum.
Auðvitað má ekki útiloka þann möguleika að allt fari vel, að engin málaferli verði.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.6.2015 kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.6.2015 | 01:32
Ég sé ekki hvernig BHM og hjúkrunarfræðingar geta haft erindi sem erfiði í baráttu sinni við ríkið
Því jafnvel þó að hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar og BHM - hefðu fullan sigur. Yrði sá sigur líklegast algerlega fyrrískur, mundi mjög sennilega ekki leiða fram þá kjarabót sem þeir hópar krefjast.
Málið er ákvæði kjarasamnings þess sem undirritaður var föstudag fyrir viku við 15 stéttafélög, samtals 75 þúsund meðlimi, sem virðist kveða á um - - að sá samningar sé ógildur ef ríkið semur um verulega hærri launahækkanir við aðra hópa.
Þetta var staðfest af formanni VR föstudaginn fyrir viku:
Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. Þá er bara búið að rjúfa samninginn. Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.
- En með þessu er augljóst búið að stilla BHM og hjúkrunarfræðingum upp að vegg.
- En samtímis - ríkinu einnig.
Ég heyrði í viðtölum tekin á mótmælafundi sem haldinn var sl. föstudag, þá mótbáru - - að BHM og hjúkrunarfræðingar - - hafi sinn samningssrétt. Sem út af fyrir sig er rétt.
Nú erum við bara sprungin. Þetta gengur ekki lengur, segir Sigrún Bjarnadóttir geislafræðingur til margra ára...Ef við náum ekki okkar kröfum göngum við bara út. Við erum fanar að skoða Noreg þar sem margar okkar hafa starfað.....Við erum bara sprungin í raun eftir margra ára hræðilega mikla vinnu innan heilbrigðiskerfisins.
Rósa Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum...Ég er með norskt hjúkrunarleyfi. Ég er með stálpaða krakka þannig að ég get alveg farið á milli landa. Það eru mjög margir sem eru komnir með norskt hjúkrunarleyfi. Ég fer ekki til Noregs nema í neyð því ég vil vinna á Íslandi, en það eru takmörk fyrir því hvað maður lætur bjóða sér.
Báðir hóparnir - - hafa hafnað sambærilegum samningum við þá, sem félögin 15 gerðu föstudaginn fyrir viku, og sagt slíkan samning - - alls ekki mæta þeirra kröfum.
En samtímis - - þá fæ ég ekki betur séð en vissrar afneitunar gæti í þeirra herbúðum; þegar viðkomandi eru spurðir út í þá samninga sem félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum gerðu.
- En þessir hópar virðast tilbúnir til þess, að í raun og veru - - sprengja samninginn sem kláraður var föstudaginn fyrir viku.
- En ekkert annað kemur fram í þeirra svörum en, að þeim finnist ekki nein ástæða vera til þess - - að taka tillit til samnings félaganna 15 á almenna vinnumarkaðnum.
Þegar spurt er - - hvað á ríkiið að gera? Þá virðast svörin á þá leið, að það sé ekki þeirra vandamál.
Síðan er krafist - - samningsvilja af hálfu ríkisins, sem auðvitað þíðir kröfu um það - - að ríkið samþykki þeirra launakröfur - - > Sem augljóst eru umfram þá samninga sem almenni vinnumarkaðurinn gerði föstudaginn fyrir viku, fyrst að þeir samningar -að þeirra eigin sögn- eru ekki einu sinni nærri því að standat þær kröfur sem þeir hópar halda uppi.
Ég sé enga lausn á þessum vanda?
En augljóst - - mun almenni vinnumarkaðurinn, gera kröfu til sambærilegra hækkana. Ef ríkið samþykkir kröfu BHM og hjúkrunarfræðinga.
Sem mundi að sjálfsögðu - - leiða til mun meiri verðbólgu en annars blasir við, ef samningar þeir sem gerðir voru föstudaginn fyrir viku yrðu viðmið í staðinn.
- Ég held líka, að gengisfelling - - sé fullkomlega örugg, ef hjúkrunarfræðingar og BHM knýja kröfur sínar fram.
- Og síðan félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum, krefjast þess sama.
Sem auðvitað þíddi - - að þó svo að hjúkrunarfræðingar og BHM - - næðu þeim kröfum fram, þá mundi það líklega ekki, alls ekki leiða til nærri því sambærilegrar aukningar kaupmáttar og nemur prósentu hækkun launa er þá mundi verða knúin fram umfram samninginn er náðist á almenna vinnumarkaðnum. Má meira að segja vera - - að tapið verði stærra en nemi þeirri prósentulauna-hækkunar-viðbót.
- Það mundi þíða, að sá brottflutningur úr landi, sem hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar og flr. eru að hóta - - > Sé sennilega ekki mögulegt að forða.
- Þ.e. sá flótti - verði í báðum tilvikum, því sá aukni kaupmáttur sem þær stéttir heimta, muni nást fram í hvorugu tilvikinu - - > Því verðbólgan í kjölfar gengisfellingar tryggi það með sennilega fullkomnu öryggi ef þeir ná kröfum sínum fram.
Það leiði til þeirrar eðlilegu ályktunar.
Að ríkið eigi ekki valkost annan - en að hafna þeirra kröfum.
Og setja síðan lög á verkfall BHM, og hjúkrunarfræðinga sem og geislafræðinga.
Það verður þá að koma í ljós hve margir fara úr landi í kjölfarið, en eins og ég sagði - - er sennilega þegar of seint að forða því, að þeir óánægðustu í þessum tilteknu hópum, fari.
Niðurstaða
Vandi geislafræðinga - hjúkrunarfræðinga, og BHM félaga - - virðist viss skortur á þekkingu á grunn hagfræði. En það sé afar afar ósennilegt að þær kauphækkanir sem þeir hópar heimta, skili þeirri kaupmáttaraukningu sem þau félög fara fram á.
Vegna þess, að þá rjúfa félögin á almenna markaðinum, þegar sína samninga - og heimta sambærilegar hækkanir. Sú gagnkrafa, muni fullkomlega tryggja að - - > Að barátta geislafræðinga, hjúkrunarfræðinga og BHM verði unnin fyrir gíg að þessu sinni a.m.k.
Því miður virðast þeir hópar hreinlega ekki átta sig á þessu.
Ég sé ekki að þó að ríkið mundi hugsanlega ganga að þeirra kröfum, að það væri líklegt til að forða þeim flótta úr stéttum hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga og meðal félaga í BHM - - sem haldið er fram að sé annars yfirvofandi.
Því ef því ágæta fólki er alvara með það að fara - - ef þau geta ekki náð fram þeirri kjarabót sem þau fara fram á. Þá hljóti það fólk -hvort sem er að fara- þegar félögin 15 knýja fram sömu hækkanirnar og síðan verður án nokkurs vafa gengisfelling er eyðir stórum hluta eða jafnvel alveg, hugsanlega jafnvel gott betur, þeirri viðbótarhækkun.
Þannig að mér virðist - - rökrétt séð, ríkið ekki hafa neinn raunhæfan valkost annan, en að setja lög á verkföll geisflafræðinga, hjúkrunarfræðinga og BHM.
Síðan fara þá þeir sem fara vilja - - því verði sennilega ekki forðað héðan af.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.6.2015 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar