Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Verðþróun rúbblunnar á þessu ári - krystallar hraklega stjórnun Pútíns á Rússlandi

Sjálfsagt kemur þetta einhverjum á óvart -að ég haldi þessu fram. En til að halda staðreyndum á hreinu - - þá hefur rúbblan risið um 36% gagnvart Dollar síðan í febrúar. Það þíðir að Rúbblan hefur verið einn af þeim gjaldmiðlum sem staðið hefur sig hvað best á þessu ári.

  • Á hinn bóginn, þá er rétt að benda á að 26. júní 2014 var Rrúbblan í 0,3 gagnvart Dollar, berum það við 0,01942 staða Rúbblunnar nú miðað við Dollar; þá fæst heildargengisfall upp á 35% - - heimild: XE Currency Charts (RUB/USD)

Skv. frétt Financial Times: Russian central bank cuts interest rates as rouble rallies

  • Verðbólga 16,5% skv. nýlegri mælingu.
  • Seðlabanki Rússlands, var að lækka stýrivexti í 12,5%.
  • Reiknað er með efnahagssamdrætti milli 3-4% í ár.

Ris Rúbblunnar á þessu ári, virðist sennilega standa í samhengi við - - hækkun olíuverðs á þessu ári, en olíuverð hefur hækkað aftur í 66 Dollara fatið.

Lægst fór "Brent-Crude" rétt niður fyrir 50 Dollara.

The fast appreciation of the rouble that we saw, linked to the sharp upswing in the price of oil by 30 per cent — that’s over,

Það sem þetta sýnir fram á, er hve háð Rússland er olíuverði

Þetta minnir mann á þann tíma, þegar íslenska krónan sveiflaðist í takt við -fiskverð.

  1. En það blasir við, að stærstum hluta má útskýra lækkun gengis Rúbblunnar -sem mest varð rúmlega 50%.
  2. Með rúmlega 50% lækkun heimsverðs á olíu.
  3. Á þessu ári, hefur olíuverð - - rétt við sér í 66 Dollara eða ca. 30% miðað við lægstu stöðu.
  4. Og viti menn - - Rúbblan réttir við sér um 36%.
  • Það getur bent til þess, að gengið hafi undirskotið aðeins.

Það búa ca. 144 milljón manns í Rússlandi.

  • Þ.e. áhugaverður árangur - að svo stórt land sé enn með svo einhæft hagkerfi.

Það má sennilega fullkomlega útskýra - tímabil velmegunar sem hefur verið í Rússlandi um rúman áratug, sem margir eigna Pútín.

Með þróun olíuverðs - en það var lágt um tíma rétt áður en Pútín tók við, Rússland lenti í vandræðum með erlendar skuldir rétt fyrir 2000. Akkúrat þegar olíuverð fór snögglega niður.

Pútín hefur verið ríkjandi í Rússlandi öll ár þessarar aldar.

  1. Frá og með 2003 -varð olíuverð mjög hátt. En það ár hófst innrás Bandar. í Írak.
  2. Það hélst hátt, til júníloka ca. á sl. ári.
  • Þetta er akkúrat það velmegunartímabil, sem eignað hefur verið Pútín.

Svo hvað gerði Pútín - - sem hefur verið svo gott?

Ég kem ekki auga á það!

Samanborið við Boris Yeltsin, á árum Yeltsin var Rússland einnig jafn háð olíu, en a.m.k. var verulegt frelsi í Rússlandi á þeim árum. Fólk þurfti ekki að hræðast að segja skoðanir sínar opinberlega, hvorki í ræðu né riti.

Ég eiginlega kem ekki auga á það - - hvað er betra í tíð Pútíns.

Það að Rússland er svo gríðarlega háð olíu, með sama hætti og áður - - er að sjálfsögðu gríðarlegur áfellisdómur yfir þeim manni sem stjórnað hefur Rússlandi, nægilega lengi til þess að unnt hefði verið að framkvæma miklar breytingar til batnaðar.

En þær breytingar virðast ekki hafa verið framkvæmdar.

  • Þó að fyrirtæki sem voru -einkavædd gjarnan undir grunasamlegum kringumstæðum í tíð Yeltsin, hafi verið -tekin til baka.
  • Þá fæ ég ekki séð, að betra hafi tekið við, Pútín virðist einfaldlega hafa -afhent þau til hans eigin einkavina, þ.e. þó þau séu -eign ríkisins- þá stjórna einkavinir hans þeim, sem þau væru þeirra eign. Þetta minnir dálítið á ráðdeild Robert Mugabe í Zimbabve, án gríns.

Þannig, að í stað -spylltra einkafyrirtækja.

Komu, jafn spillt eða jafnvel spilltari, ríkisfyrirtæki.

Það hve góðan aðgang þeir aðilar virðast hafa að -almannasjóðum- grunar mig, að í raun og veru, geri þeirra aðstöðu enn betri- til þess að ræna almenning.

  • Ekkert hafi í raun og veru batnað.
  • Meginbreytingin virðist vera, að landið sé aftur orðið -ófrjáls.

 

Niðurstaða

Ég held að sú lotning sem margir bera fyrir Pútín -sé stórfellt misskilin. Hann hafi í raun og veru gersamlega brugðist sinni þjóð sem leiðtogi. Eiginlega ef e-h er, sé hann verri leiðtogi en Yeltsin.

 

Kv.


Der Spiegel tók viðtal við Alexander Zakharchenko, leiðtoga svokallaðs - Donetsk Peoples Republic

Mér virðist alls enginn vafi á því, að stjórnendur -svæða í uppreisn- í Donetsk, eru hættulegir öfgamenn. En það má tína nokkur atriði til - til að styðja slíka ályktun.

  1. En í fyrsta lag vek ég athygli á því að þeir skuli velja að nefna sitt -stjórnunarsvæði- "Peoples Republic" en kommúnistaríkin nefndu sig ávalt "alþýðulýðveldi."
  2. Í öðru lagi, þá nefnist þing þess hluta Donetsk héraðs, sem -uppreisnarmenn ráða- "Supreme Soviet." En til þess að menn skilji tenginguna, þá var það akkúrat nafnið á þingi "Sovétríkjanna sálugu." Það skemmtilega er, að NYtimes á sl. ári, tók viðtal við forseta þessa þings, og hann fór ekki leynt með að vera aðdáandi Sovétríkjanna sálugu: Rebels in Eastern Ukraine Dream of Reviving Soviet Heyday
  3. Að auki, hefur NYtimes vakið athygli á öðru atriði -hvernig uppreisnarmenn eru að endurskrifa sögu Úkraínu- : Ukraine Separatists Rewrite History of 1930s Famine. Það virðist alveg ljóst - hvaða fyrirmyndarríkis þessir uppreisnarmenn horfa til. En t.d. í umfjöllun um -Stalínstímann- virðist fjallað mjög -ljósrauðum hætti- um uppbyggingu vísinda og tækni, alveg skautað framhjá -hreinsunum stalíns- sem drápu milljónir manna, og þegar fjallað er um -hungursneyðina- í Úkraínu, sem drap óþekktan fj. Úkraínumanna, a.m.k. meira en milljón - er talað um það sem hluta af atburðarás sem skók öll Sovétríkin, þó að engin hungursneyð hafi verið utan Úkraínu. Það er með öðrum orðum -allt neikvætt um Sovéttímann fjarlægt- það virðist ekki mega vera neitt neikvætt í sögunni sem börnunum er kennd, sem má tengja Rússlandi. Igor V. Kostenok - menntamálaráðherra uppreisnarmanna, er ekkert að fara í felur með það, að með hinum nýja sagnfræðitexta eigi að -þurrka út sérstaka úkraínska þjóðarvitund- og treysta bönd fólksins sem býr á svæðinu og Rússlands.
  4. Það má nefna eitt til, að fyrr á þessu ári var Der Spiegel með merkilegt viðtal við fyrrum varnarmálaráðherra uppreisnarmanna í Donetsk. Viðtalið tekið í Moskvu, og hann var ekkert feiminn - að viðurkenna eitt og annað, í örygginu í Moskvu: : The Man Who Started the War in Ukraine. "In eastern Ukraine, Strelkov handed down death sentences on his own, citing a World War II decree issued by the Soviets in the summer of 1941 following the German invasion." - - > Sem er ekkert annað en viðurkenning á skipulögðum morðum án dóms og laga, einmitt skv. fyrirmynd Stalíns. Annað atriði - "He is among those powers who believe that Putin is not acting decisively enough in eastern Ukraine..." - ""Why didn't we destroy the Ukrainian army back in September?" Strelkov asks." - - > Hverjir eru "við"? Ath. - hann er í Moskvu er hann segir þetta. Þetta hljómar sem bein viðurkenning á því að rússn. her hafi verið þarna á svæðinu.
  • Punkturinn er sá, að Sovétríkin stunduðu einmitt grimmt, að endurskrifa söguna.
  • Uppreisnarmenn, virðast bersýnilega vera, að byggja upp sitt sjálfsstjórnarsvæði, með Sövétríkin sálugu, sem fyrirmynd í einu og öllu.

Það er afar erfitt að ímyndar sér, að þessi maður raunverulega ráði!

Alexander Zakharchenko -'We Are Not Citizens of Ukraine'

En ef hann raunverulega ræður einhverju - virðast friðarlíkur engar með hann við stjórnvölinn.

  • Hann viðurkennir að hafa ekki - - dregið til baka "þungavopn" eins og vopnahléssamkomulag kveður á um.

Zakharchenko: ...And Kiev is not withdrawing its heavy weapons.

SPIEGEL: You haven't done so, either.

Zakharchenko: I can tell you why. If we withdraw our weapons and the other side fires at us, we have to respond. That's logical, isn't it? And that's why the heavy weapons are returning to their old positions.

  • Síðan viðurkennir hann að stríðið muni halda áfram, að hann hætti ekki - fyrr en hann ráði öllu héraðinu - en í dag ræður hann ca. helming þess.

SPIEGEL: So the war is continuing.

Zakharchenko: Because Kiev is illegally occupying part of our territory. We define "our territory" as the entire Donetsk region, within the borders that previously made it part of Ukraine.

SPIEGEL: It doesn't appear that you will be able to reach a political compromise with Kiev. President Petro Poroshenko describes the People's Republics of Donetsk and Luhansk as "occupied territory." You are now threatening to take over Mariupol and Kharkiv.

Zakharchenko: I have always said that the Donetsk People's Republic is comprised of the entire former Donetsk region. We see any part that is not in our hands yet as being illegally occupied. Kharkiv isn't part of that.

SPIEGEL: The borders of the old Donetsk region are still too far away for you.

Zakharchenko: What do you mean by far? It's only 120 kilometers.

SPIEGEL: How do you intend to capture this additional territory?

Zakharchenko: The faster, the better. And by peaceful means, if possible.

  • Það þarf vart að taka fram, að stórfellt ólíklegt er -að stjv. í Kíev samþykki að eftirláta restina af héraðinu, friðsamlega.
  • Skv. samkomulaginu á að halda kosningar í héraðinu öllu, ef marka má orð hans í restinni af viðtalinu virðist ljóst -að ómögulegt verði að skilgreina kjörskrá svo allir séu sammála.
  • Þá fara engar kosningar fram, sem sennilega hentar -kommúnistum.

Miðað við það að tíðni vopnahlésbrota far vaxandi - - eru vísbendingar um að stríðinu verði sennilega fram haldið að nýju á þessu vori.

En þau brot eru nærri borginni Kharkiv og borginni Mariupol. En taka seinni borgarinnar, mundi veita svæði uppeisnarmanna -hafnarborg.

En erfitt að sjá að sú borg verði tekin án mikils blóðbaðs. Vegna íbúasamsetningar er virðist ca. 50/50 rússn. og Úkraínumenn. Sjá mátti myndir sl. sumar - - er borgarar þeirrar borgar aðstoðuðu úkraínska herinn, við gerð varnarvíga.

------------------------

Svo nefnir Spiegel atriði sem ég hafði ekki heyrt um áður, þ.e. -vitnisburð rússn. hermanns sem viðurkenndi að hafa barist ásamt skriðdrekasveit sinni í A-Úkraínu.

Prófið sjálf netleit - "Dorzhi Batomunkuyev interview"

Hlekkur á viðtalið á rússnesku: explosive interview. Hlekkur á enska þýðinguEnglish.

Hlekkur á greiningu áhugaverðs nethóps á viðtalinu og upplýsingum sem þeim hefur tekist að verða sér úti um - til að styðja vitnisburð hermannsins: How These Adorable Puppies Exposed Russian Involvement in Ukraine. Mér finnst greining þeirra sannfærandi. gggg

------------------------

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður sagt, er merkileg sú hjörð öfgamanna sem ræður ríkjum í -Alþýðulýðveldi Donetsk. Spurning þó hve miklu þeir ráða í reynd -þ.s. rússn. stjv. augljóslega þurfa að halda svæðinu uppi með -fjárframlögum. Og borga því mjög sennilega laun þeirra allra, fyrir utan að útvega vopn.

Vanalega ef þ.e. svo að þú ert gersamlega háður einum aðila - - þá stjórnar sá aðili sem þú ert gersamlega háður, því hvað þú gerir.

Mér finnst þetta mál minna mig einna helst á aðgerð sem Ronald Reagan stóð fyrir á 9. áratugnum, er hann -stofnaði svokallaðar Contra sveitir. Hægri sinnaðir skæruliðar, er börðust þá gegn -vinstri sinnaðri stjórn Sandinista hreyfingarinnar í Nicaragua.

Það var alltaf alveg ljóst að ríkisstj. Bandar. bjó þá hreyfingu til - á hinn bóginn fóru bandar. stjv. aldrei sérlega leynt með það atriði. Þetta fór fram fyrir opnum tjöldum.

Í því felst ef til vill -meginmunurinn- að Pútín neitar að kannast við það að vera hinn raunverulegi stjórnandi -uppreisnarmanna.

 

Kv.


Alþjóðleg hjálparsamtök hafa miklar áhyggjur af ástandi íbúa Yemen

Á þriðjudag varð einn -lítill atburður- sem sínir hvað erfitt er orðið að koma hjálpargögnum til landsins, þegar saudi arabískar orrustuvélar sprengdu upp flugbrautir flugvallarins í Sana höfuðborg landsins, til þess að koma í veg fyrir lendingu vélar frá Íran - - sem að sögn Írana flutti hjálpargögn, og að sögn aðila í Sana átti að flytja þaðan særða til Írans.

Þ.e. sjálfsagt ekkert unnt að fullyrða um sannleiksgildi þess, hvort að vélin flutti hjálpargögn eða ekki, eða hvort hún átti að flytja hópa af særðum frá Sana - - en þ.e. ekkert sem segir með óhyggjandi hætti að svo hafi ekki verið.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Yemen.gif

Fréttir af þessum atburði mátti finna í nokkrum fjölmiðlum, með -netleit- t.d:

Saudis pound arms depots in Yemen as bread, medicine run short

Russia Totay var einnig - videóið sem fylgir þeirri frétt er áhugavert:

Saudi Arabia bombs Yemen runway ‘to stop Iranian flight landing’ (VIDEO)

Ég gat einnig fundið það á Youtube - rétt að nefna að eyðilagða vélin er ekki vél íranska flugfélagsins sem sneri við þegar ljóst var að sprengjum hafði verið varpað á flugbrautina.

Skv. annarri frétt, var eyðilagða vélin í eigu Yemensks flugfélags:

Saudi-Led Coalition Bombs Airport In Yemen's Sanaa To Stop Iran Plane Landing

Hafnbannið, sem floti Saudi Arabíu hefur sett á landið, og síðan flugbannssvæðið sem flugher Saudi Arabíu viðheldur - - veldur því að nær ómögulegt er að koma matvælum og hjálpargögnum til landsins.

Vandinn er ekki síst, skortur á upplýsingum - því menn komast ekki heldur þangað, til að kanna aðstæður, og yfirlýsingum ráðamanna í Sana er að því er virðist -sjálfvirkt- hafnað af stjórnvöldum og herjum arabalandanna sem styðja Saudi Arabíu.

Ótti SÞ og Rauða Krossins, að alvarlegur mannlegur harmleikur sé í uppsiglingu, styðst því við reynslu þeirra aðila, af öðrum stríðsátökum.

Að það virðist -óhjákvæmilegt- að stöðugar árásir, hafnbann/flugbann, ásamt hörðum stríðsátökum milli stríðandi fylkinga - - > geti skapað útbreidda hungursneyð í landinu.

  • Saudi Arabar virðast staðráðnir að -heimila- ekki lendingar á flugvöllum, sem andstæðingar Saudi Araba í Yemen - ráða yfir. Þá þar á meðal, til Sana.
  • Það væntanlega þíðir einnig, að ekki er unnt að lenda í Aden.
  1. Það gæti stefnt í að -þetta fari að líkjast þeirri hertækni sem Assad beitir uppreisnarmenn í Sýrlandi.
  2. En hann hefur ekki síst beitt -hungri- gegn þeim. Með því að hindra með öllum tiltækum ráðum matvælaflutninga til svæða undir stjórn uppreisnarmanna.

Menn hafa ekki hingað til - - talið stríðsaðferðir Assads til eftirbreytni.

Vandinn er sá, að við erum að tala um allt að 12 milljón manns sem búa á svæðum þ.s. stríðandi fylkingar berjast, eða eru undir yfirráðum þeirra fylkinga sem Saudi Arabar hafa líst yfir -stríði gegn.

Svo að ef Saudi Arabar -eru að vísvitandi að beita fyrir vagn sinn- hungurvofunni, gæti sú aðferð leitt til eins mesta mannlega harmleiks sem sögur fara af.

 

Niðurstaða

Mér finnst þetta sérlega ljót atburðarás að verða vitni af. Að auðugasta landið í arabaheiminum, sé að ráðast að -fátækasta landinu í arabaheiminum. Með því að beita hafn- og flugbanni, þá virðist blasa við að þegar við bætum í kokteilinn -hörðum bardögum milli stíðandi fylkinga, sem enn standa yfir. Að þá geti orðið gríðarlega alvarlegur mannlegur harmleikur í landinu Yemen, ef utanaðkomandi öfl - - gera ekki nægilega mikið til þess, að þrýsta á þá sem -eru þáttakendur í átökum- að tryggja að matvælasendingar geti borist til landsins, og síðan til almennings.

 

Kv.


David Cameron virðist hafa skorið herafla Breta það mikið niður, að ólíklegt virðist að Bretland taki þátt í hernaðarævintýrum á næstunni

Þetta virðist -mikill niðurskurður- sumir tala um mesta minnkun herafla Bretlands síðan á fyrri hl. 4 áratugarins. Eitt það merkilegasta í þessu er -hve lítill breski flotinn er orðinn eða skv. frétt einungis 19 yfirborðsherskip. Það gerir hann t.d. að dverg miðað við þann flota sem Thathcer hafði til umráða. Þíðir að breski flotinn -gæti ekki endurtekið herför þá sem farin var, þegar breski herinn og flotinn, tók aftur Falklandseyjar á sínum tíma eftir innrás Argentínumanna.

Queen Elisabeth - er óneitanlega glæsilegt hátæknifley!

HMS Queen Elizabeth in Rosyth Dockyard MOD 45158230.jpg

  • Nýlega var tekið í notkun nýtt flugmóðurskip, Queen Elizabeth: Með svo fáum yfirborðs skipum, þá hefur breski flotinn einungis getu til að tryggja vernd eins flugmóðurskips úti á opnu hafi. Og Breski flotinn er með annað í smíðum, Prince of Wales.
  • En breski flotinn á ekki lengur -þær langfleygu eftirlitsvélar sem hann áður fyrr notaði, þ.e. Nimrod var tekin úr notkun í sparnaðarskyni, án þess að nýjar vélar væru keyptar. Þannig að þá á flotinn ekki lengur -vélar- sem geta sveimað yfir hafinu klukkustundum saman, og haft eftirlit í víðan hring um meginflotann. Þetta er augljós galli - ef beita á flotanum utan við það svæði sem flugvélar frá Bretlandseyjum sjálfum ná yfir.
  • Að auki, í sparnaðarskyni, voru Harrier flugsveitirnar lagðar niður, en það þíðir að flotinn á engar orrustuflugsveitir, þarf þá að þjálfa nýjar. Að auki á hann engar orrustuvélar, þarf að kaupa nýjar. Þá er babb, að framleiðsla þeirra véla sem fyrirhugað er að nota -er ekki hafin. Þetta skapar óneitanlega einstakt ástand í sögu breska flotans á seinni tímum.

Það sem blasir við, að þó svo að á endanum verði hinar sérhæfðu F35 vélar framleiddar, sem eiga að geta hafið sig á loft -lóðrétt- og lent aftur -lóðrétt- sem stendur til að nota; framleiddar.

Þá virðist þessi floti ekki hafa neina getu til að beita sér -utan N-Atlantshafssvæðisins, eða svæðisins nærri Bretlandseyjum.

Hann virðist orðinn að -hreinum- varnarflota.

Þ.e. alveg nýtt, að David Cameron -virðist vera að gefa upp á bátinn, þá getu sem Bretland hefur svo lengi viðhaldið, að geta beitt herafla sínum -langt utan eigin landamæra.

  • Annaðhvort þarf að fjölga yfirborðs skipum, svo að unnt sé að halda uppi 2-flotum með flugmóðurskipi sem kjarna.
  • Eða að nota þau til skiptis!

Svo er verið að rífast um endurnýjun - kjarnorkueldflaugakafbátaflota Breta. Sem er að komast til ára sinna, og mun kosta slatta að skipta um.

Sumir vilja meina, að fyrst að svo virðist stefni í að breski heraflinn verði fyrst og fremst, varnarherafli -sé engin ástæða lengur til að viðhalda kjarnorkueldflaugakafbátum.

  • En eins og nú er ástatt um heraflann, þá væri hann ekki heldur fær um að endurtaka þ.s. Tony Blair gerði, er hann sendi fjölmennan breskan her til innrásar í Írak.

Britain’s Drift From the Global Stage Becomes an Election Issue

Britain retreats

MPs urge review on cost of second aircraft carrier

 

Niðurstaða

Það sem er að auki áhugavert við Bretland -undanfarið- er að stóru málin sem voru að skekja þar, snerust um kosningarnar í Skotlandi um hugsanlegt sjálfstæði. Og síðan rifrildið innan Bretlands um Evrópusambandið.

Öryggismál - utanríkismál - meira að segja stríðið í A-Úkraínu; hafa ekki fengið nærri því sambærilegan sess í þjóðfélagsumræðunni.

Það sé með öðrum orðum -eins og að loksins hafi Bretland yfirgefið sína gömlu stórveldis drauma. Sé nú orðið að því sem Bretland raunverulega er -miðlungs veldi- í N-Evrópu.

Áhersla ríkisstjórnarinnar hefur verið á -viðskipti. Það er eins og að -hernaðarmáttur skipti núverandi ríkisstjórn mun minna máli en þær fyrri.

Það er áhugavert -að það sé ríkisstjórn undir forsæti Íhaldsflokksins, sem leiði þessa tilteknu stefnubreytingu -og síðan áhugavert að háværustu gagnrýnendur niðurskurðar heraflans séu þingmenn og leiðtogi Verkamannaflokksins.

Þ.e. af sem áður var!

 

Kv.


Bandarískir fjárfestar virðast í vaxandi mæli blóðmjólka fyrirtækin af fjármagni

Þetta mátti lesa út úr áhugaverðri grein í Financial Times, eftir Edward Luce: US share buybacks loot the future.

En það virðist fara hratt vaxandi - að fyrirtæki kaupi aftur til baka hluti í eigu hluthafa, sem gjarnan virðist leiða til þess að -hluthafar enda með rýkulegan arð.

Þetta gerist í -umhverfi, þegar -arðsemi fyrirtækja, er almennt enn slök.

  • Mikið af þessu, virðist fjármagnað -með lántökum.

"A large chunk of the buybacks are funded by corporate bonds issued at historically low interest rates."

  • Svo virðist einnig dæmi um að fyrirtæki -selji eignir til að fjármagna slík endurkaup.

"...General Electric, which recently announced it would sell off its non-industrial businesses...Yet its disposals will in the first instance help fund a $50bn share buyback."

  • Á síðasta ári vörðu fyrirtæki á skrá hjá Standards&Poors 95% af sínum hagnaði i endurkaup.

"Last year, the S&P 500 companies spent 95 per cent of their operating margins on their own shares or in dividend payouts."

  • Miðað við upphaf þessa árs, gæti stefnt í að -endurkaup, fari upp í rúmlega 100% af hagnaði fyrirtækja í Bandaríkjunum að meðaltali.

"To judge by the activity since January, buybacks are on course to exceed 100 per cent of profits in 2015."

 

Skv. þessu, þá streymir fjármagn út úr fyrirtækjum - og stefnir í að á þessu ári streymi meir út úr þeim, en inn í þau

Þannig að í stað þess, að fyrirtæki á markaðí - sæki sér fé til fjárfesta. Séu fjárfestar að sækja sér -nettó- fé til fyrirtækja.

Mér finnst það merkileg þróun, að nærri 100% af hagnaði fyrirtækja hafi á sl. ári verið greiddur úr - - til eigenda hluta.

Það þíðir að sjálfsögðu, að - - lítið af því fé sem til verður í fyrirtækinu, nýtist því til þess að fjármagna fjárfestingar, eða þá rannsóknir og þróun.

  1. Það má alveg velta því fyrir sér, hvort þessi þróun á sl. árum - - að sífellt hærra hlutfall hagnaðar, sé greiddur úr - - > Geti ekki a.m.k. að einhverju verulegu leiti, útskýrt af hverju hagvöxtur hefur verið tiltölulega lélegur seinni ár.
  2. En með því að taka til sín, svo hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja, eða á bilinu frá 90-100% eða jafnvel yfir 100%, þá er rökrétt að það dragi úr -nýungagyrni- fyrirtækja, þ.e. fjárfestingum í kostnaðarsama endurnýjun, eða rannsóknum, eða yfirtökum, eða stækkun umfangs rekstrar.
  • Það gæti einnig útskýrt a.m.k. að einhveru verulegu leiti, af hverju lífskjör hafa verið í stöðnun -seinni misseri í Bandaríkjunum.

En vöxtur fyrirtækja - og nýungagyrni þeirra, hafa verið sl. 100 ár eða svo, megin driffjöður hagvaxtar.

Og þar með, bættra lífskjara.

 

Það getur verið að ástæðan fyrir þessu, séu vaxandi áhrif fjárfestingasjóða, sem keppa sín á milli um að -ná til sín sem mestu fé úr fyrirtækjum

En það sé hugsanlegt að í dag, ráði slíkir sjóðir yfir það miklu hlutfalli heildar flæðandi fjármagns, sem flæði um markaðinn. Að þeir geti stjórnað hegðan fyrirtækja -meira að segja risa eins og General Electric.

 

Þess vegna dettur mér í hug sá möguleiki, að -hlutafélagamódelið gæti verið á leið á ruslahauga sögunnar

En -fjölskyldufyrirtækið- hefur ekkert horfið. Hlutafélagamódelið hefur verið ríkjandi sennilega sl. 100 ár eða svo. Án þess að fjölskyldufyrirtækjum hafi verið útrýmt.

Það áhugaverða ástand gæti skapast, vegna áhrifa fjárfestingasjóða -mig grunar að áhrif þeirra séu að baki þeirri þróun, að hlutafélög almennt í Bandar. séu að greiða út til hluthafa stöðugt vaxandi hlutfall hagnaðar.

  • Að fjölskyldufyrirtækið verði einfaldlega -skilvirkara form.
  • Vegna þess, að fjölskyldufyrirtækið verði betur hæft um að -ráða yfir sínu fjármagni.
  • Og þannig tryggja  -að nægileg fjármagn til innri vaxtar, og, til þess að fjármagna stækkun, og ekki síst -rannsóknir og þróun.

Áhrif fjárfestingasjóðanna, gæti þannig leitt til hnignunar hlutafélaga módelsins á nk. árum.

 

Niðurstaða

Hvað haldið þið, gæti það verið að framtíðin liggi í -fjölskyldufyrirtækinu? Vegna þess að tæknin geri það of auðvelt fyrir utanaðkomandi aðila, að beita hlutafélög þrýstingi til þess að greiða út það hátt hlutfall hagnaðar til hluthafa - - að samkeppnishæfni hlutafélaga þar með skaðist til lengri tíma litið?

 

Kv.


Getur Grikkland haldið sér innan evrunnar -þrátt fyrir gjaldþrot?

Ég velti þessu fyrir mér um daginn, þegar ég var staddur á -athugasemdakerfi- inni á erlendum miðli, þ.s. fram fóru um margt áhugaverðar umræður. En nú styttist ört til mánaðamóta -þó greiðsluþrot Grikklands líklega fari ekki fram endilega akkúrat á nk. mánaðamótum- þá mun það greiðsluþrot að öllu óbreittu, ef ekkert nýtt gerist, fara sennilega fram -innan fyrri helmings maí nk.

  1. Punkturinn er sá, að þó það geti tæknilega verið mögulegt fyrir Grikkland að halda sér um hríð innan evrunnar jafnvel við þær aðstæður - - en Martin Wolf nýlega hélt því fram að slíkt væri mögulegt, benti á að unnt væri að -setja bankakerfið á takmarkaða virkni- ég skil það þannig að féð mundi vera skammtað út úr þeim: Mythology that blocks progress in Greece
  2. Svo hélt hann því fram, og einnig Wolfgang Münchau í: Greek default necessary but Grexit is not -- að grísk stjv. geti gefið út -IOU's- svokölluð í evrum, til að mæta skammtíma fjármögnunarvanda.

Vandi er augljóslega sá, að einhver aðili þarf þá að kaupa þær -skuldaviðurkenningar- gríska ríkisins, í besta falli væru þær seldar á mjög verulegum afföllum, ef einhver kaupandi er til staðar.

Ef gríska bankakerfið væri sett á slika -takmarkaða virkni- til að forða allsherjar fjármagnsflótta - - þá virðist mér blasa við, að við slíka aðgerð mundi líklega skapast -verulegur fjármagnsskortur innan gríska hagkerfisins, sem sennilega hefði mjög umtalsverð lamandi áhrif á það:

  1. Fyrirtæki mundu ekki geta greitt laun, eða einungis hluta launa.
  2. Þau lentu í vandræðum með að greiða birgjum.
  3. Starfsmenn lentu í vandræðum með greiðslur af lánum.
  4. Þetta hefði að sjálfsögðu gríðarlega lamandi áhrif á eftirspurn innan gríska hagkerfisins.
  • Heildarútkoma - gríðarlegur samdráttur.

Síðan að sjálfsögðu, mundi -Seðlabanki Evrópu- þurfa að liðka fyrir viðskiptum með skuldaviðurkenningar grískra stjv. - - en án þess, gæti verið ónógt fjármagn til staðar fyrir þeim, virði þeirra þá orðið -nánast ekki neitt. Eiginlegri merkingu vart pappírsins virði. Þ.e. alls ekki víst að "ECB" væri til í slíkt. En án hans aðstoðar er hætt við því að -fjármagnsskortur innan gríska hagkerfisins bitni hratt einnig á getu gríska ríkisins til að selja slíkar sjálfsskuldaviðurkenningar, þannig að virði þeirra yrði hratt lítið sem ekki neitt. Að auki að lamandi áhrif ástandsins á gríska hagkerfið, mundu skaða hratt skatttekjur gríska ríkisins - - og búa til hratt stækkandi fjárhagslega holu hjá gríska ríkinu sjálfu. Gríska ríkið yrði þá að fara að bregðast við eins og atvinnulífið - þ.e. greiða fólki hluta af laumum, minnka starfsemi eins og það getur, þetta yrði mjög sennilega hratt lítt viðráðanlegt; gríska ríkið færi þá sjálft að magna samdráttinn í hagkerfinu.

  1. Mér virðist blasa við, að til muna skynsamlegra sé fyrir Grikkland, að yfirgefa evruna í þessu ástandi, enda -þarf þá gríska ríkið ekki að halda bönkunum á takmarkaðri virkni- getur hleypt þeim á fullan gang með -rafræn viðskipti- án tafar.
  2. Þannig að þá geta fyrirtæki haldið áfram að -greiða laun- nú í drögmum, þó það yrði sjálfsagt framanaf eingöngu -rafrænir- peningar. Tölur sem berast inn á reikning í einkabanka, síðan geta starfsmenn notað einkabankann sinn til að tryggja greiðslur af sinni hálfu af skuldbindingum -innan Grikklands, eða farið í banka til að greiða.
  3. Fyrirtæki geta þá a.m.k. greitt -innlendum byrgjum.
  • Ég sé ekki fyrir mér þau gríðarlega lamandi áhrif á gríska hagkerfið sem ella yrði.
  • Gríska ríkið gæti viðhaldið vanalegri starfsemi!

En þ.e. engin trygging fyrir því, að aðildarlöndin -mundu semja fljótlega- þó svo að gríska ríkið væri orðið gjaldþrota, ef það mundi rembast við að halda sér innan evrunnar.

Þannig að ef Grikkland reyndi að fylgja hugmyndum Wolf og Munchau, þá gæti samdrátturinn á þessu ári, meðan að bankakerfinu væri haldið í -frosti- svo það hrynji ekki gersamlega, leitt til gríðarlegs efnahags samdráttar á þessu ári og því samsvarandi aukningar atvinnuleysis.

Það er heldur enginn trygging, að þó svo að samkomulag mundi nást innan nokkurra mánaða, að gríska hagkerfið mundi rétta hratt við sér, eftir slíkt viðbótar efnahags áfall - þannig að samdrátturinn gæti lamað frekar greiðslugetu Grikklands, og sem sennilega mundi flækja ef eitthvað er -nauðasamninga við aðildarríkin.

Svo er ekki það síst, að með því að halda sér þannig innan evrunnar, og tryggja þau lamandi áhrif sem yrðu -við þessar tilteknu lamandi aðstæður- þá væri Grikkland sennilega umtalsvert að veikja sína samningsstöðu gagnvart aðildarríkjunum, eiginlega minnka líkur á hagstæðum samningum.

  • Þannig að ég tel þetta, afar slæma hugmynd, að gera slíka -örvæntingarfulla tilraun- og sannarlega væri hún örvæntingarfull, til að halda Grikklandi innan evrunnar þrátt fyrir greiðsluþrot.

 

Niðurstaða

Eg held það sé rétt hjá Munchau og Wolf að tæknilega mögulegt sé fyrir Grikkland að -yfirgefa ekki evruna strax- þegar gríska ríkið verður greiðsluþrota. Á hinn bóginn, virðist mér blasa við að efnahagslegar afleiðingar þess fyrir Grikkland, vegna þeirrar frystingar á virkni fjármálakerfisins sem yrði nauðsynleg - mundu valda gríska ríkinu, atvinnulífinu í Grikklandi, og ekki síst almenningi á Grikklandi -miklum búsifjum. Þannig að þetta gæti orðið eins og stundum er sakt í gríni -lækningin virkaði, en sjúklingurinn lést.

Ég held að til mikilla muna betri ákvörðun sé fyrir Grikkland við aðstæður greiðsluþrots, að skipta þegar yfir í drögmu. Því þannig lágmarkist neikvæð efnahagsáhrif af greiðsluþroti gríska ríkisins.

Það má meira að segja svo vera, að neikvæð efnahagsáhrif verði óveruleg, vs. að þau annars lami meira eða minna allt hagkerfið.

 

Kv.


Amnesty International gagnrýnir stefnumörkun ESB í málefnum bátafólks á í Miðjarðarhafslöndum

Þetta má sjá á vef samtakanna: European Summit outcome: A face-saving not a life-saving operation. En ef marka má fréttir fjölmiðla, er ákvörðun leiðtoga aðildarlandanna í stíl við það hvernig aðildarlöndin taka á -krísum- þ.e. -samstaða næst um lægsta samnefnarann.-

  • Enginn virðist hafa fengið fullkomlega þ.s. sá vildi: Migrant crisis
  1. Ef marka má fréttir, þá verður skipum fjölgað, sem taka þátt í björgun bátafólks á Miðjarðarhafi.
  2. Að auki verður varið a.m.k. 2-falt meira fjármagni til verkefnisins, en áður var fyrirhugað.
  3. Auk þess, að aðildarlönd metin undir miklu álagi af völdum flóttamannavanda, fá viðbótar aðstoð.
  1. Athygli vekur - ný stefnumörkun, um að -eyðileggja báta í eigu smyglara- áður en þeir leggja út á haf.
  2. Ólíklegt virðist mér þó, að slík áætlun skili árangri.

Sú yfirlýsing, að stefna að því að leggja í atlögu við smyglarahringina í Líbýu, m.a. með því að eyðileggja báta í þeirra eigu - virðist ekki vera bindandi - viljayfirlýsing.

Stjórnvöld í Tripoli brugðust strax við:

Tripoli rejects military action to stem the flow of migrants

  1. En skv. yfirlýsingu stjórnarinnar í Tripoli - sem ekki er alþjóðlega viðurkennd, þá útiloka þau samvinnu við aðildarríki ESB - nema að aðildarríkin ræði við Tripoli fyrst.
  2. Þetta er út af fyrir sig - skiljanleg krafa. En setur aðildarríkin í vanda, því þau hafa fram að þessu -neitað samvinnu við Tripoli- þó þau hafi samtímis ekki tekið formlega afstöðu gegn þeim, í átökum þeirra við -stjórnvöld í Torbruk. En það eru 2-ríkisstjórnir í landinu, og 2-þing, sem keppa um réttinn til að stjórna landinu.

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu - - en ég á ákaflega erfitt með að trúa því, að aðildarlöndin séu tilbúin í beina þátttöku í stríðinu innan Líbýu.

En á sama tíma, virðist alveg ljóst - að árásir sjóherja aðildarlandanna eða flugherja aðildarlandanna, á strandsvæði innan Líbýu - geta leitt til til þess að aðildarlöndin blandist inn í átökin í Líbýu.

  • Hver er hugsunin að baki málamiðlun aðildarlandanna - liggur bersýnilega ekki skýrt fyrir.
  • Og kannski vita fulltrúar aðildarlöndanna sjálfir ekki akkúrat- hvað þeir eru að íhuga að gera.

Niðurstaða aðildarlandanna virðist þó sýna fram á eitt mikilvægt atriði - að harkan í innflytjendamálum er að vaxa.

En ef aðildarlöndin taka einungis við 5.000 - ákveða að hafna formlegri móttöku annarra flóttamanna; þá inniber sú stefnumörkun miklu mun harðari stefnu af hálfu ESB gagnvart bátafólkinu á Miðjarðarhafi en fram til þessa.

 

Niðurstaða

Það virðist stefna í stórfellt meiri hörku í málefnum flóttamanna sem koma á bátskriflum yfir Miðjarðarhaf frá N-Afríku af hálfu aðildarríkja ESB - en fram að þessu. Sennilega er sú aukna harka, af völdum vaxandi fylgis við flokka í aðildarríkjunum - sem sækja fylgi m.a. út á andstöðu við innflytjendur. Það virðist blasa við, að sú fylgisaukning -hægri sinnaðra jaðarflokka- sé farin að skila sér í greinilegum áhrifum á stefnumótun ESB í innflytjendamálum.

Það verður forvitnilegt mjög svo að fylgjast með því, hvað verður um þá stefnumörkun - að ráðast að smyglhringjum þeim sem starfa á strönd Líbýu, m.a. með því að skipulega eyðileggja báta í þeirra eigu, áður en þeir leggja út á haf.

Spurning hvað slík stefnumörkun þíðir, varðandi afsöðu aðildarlandanna til stríðandi fylkinga innan Líbýu. En fram til þessa, hefur ESB látið hjá líða - að taka formlega afstöðu um stuðning eða andsötðu við aðra hvora fylkinguna.

Áform aðildarríkjanna, hvað þetta varðar - virðast enn sem komið er fullkomlega óljós. Sennilega hafa þau sjálf ekki komist að samkomulagi sín á milli, um það hver sú hin nýja stefna skal vera.

Eitt er ljóst, að sú fylking sem ræður Tripoli, hafnar samvinnu - nema að rætt sé fyrst við stjórnendur þar, sem væntanlega felur í sér -kröfu um samráð og samvinnu.-

Virkilega eldfimt mál!

 

Kv.


Er 2°C markmiðið raunhæft? Er unnt að ætlast til þess að mannkyni, að það lagi neyslu sína á auðlindum að þörfum Jarðar?

Mig grunar mjög sterklega að svarið sé - Nei, við báðum spurningum. En eins og ég heyrði haft eftir vísindamanni þá þarf mannkyn að skilja eftir 2/3 hluta þekkts kolvetna eldsneytis - ósnert, ónotað - - ef 2°C markmiðið á að nást, og ákvörðun um orkusparnað þarf að taka innan mjög fárra ára. Síðan er það auðvitað -augljóst- að með batnandi efnahag þjóða, þá vex neysla mannkyns og því notkun mannkyns á auðlindum Jarðar.

  1. Gott er að muna, að svokölluð Vesturlönd, hafa sennilega ca. 1 milljarð íbúa Jarðar.
  2. Kína er eitt og sér, ca. álíka fjölmennt og öll vesturlönd til samans.
  3. Indland að auki, er það einnig.
  4. Svo býr rúmur milljarður manna ef allt er ca. talið saman í Afríku.
  • 1,5 milljarður dreifist um restina af heiminum.

Vandinn er bersýnilega sá, að hraður efnahagsuppgangur er nú hjá milli 3,5-4 milljörðum Jarðarbúa.

Meðan að Vesturlönd, rúmur milljarður, hefur í dag mun hægari hagvöxt að jafnaði - sannarlega nýtir hlutfallslega mun meira af orku Jarðar og auðlindum.

En þegar notkun 3,5-4ma. manna vex á móti - tilraunum Vesturlanda til að -hægja á sinni auðlyndaneyslu- þá virðist það fjarstæður draumur að búast við því, að unnt sé að -minnka nýtingu mannskyns- hvað þá að -stöðva heildaraukningu nýtingar mannkyns.

  • Krafan meðal almennings í hinum mjög svo fjölmennu löndum Asíu, og einnig í Afríku - um bætt kjör, aukna lífsnautn, og auðvitað - aukna neyslu; er mjög stíf, eins og búast má við - þannig að erfitt virðist að ímynda sér að unnt sé að bremsa þá kröfu af.
  • Á sama tíma, á ég mjög erfitt með að sjá, að rúmur milljarður manna - geti svo mikið sparað í eigin neyslu - - að sá sparnaður haldi í horfinu heilt yfir.

 

Ályktanir virðst einfaldar - það mun hlýna mjög sennilega um meir en 2°C. Nýting kolvetna eldsneytis mun sennilega áfram vaxa. Sem og nýting annarra auðlinda Jarðar!

Gengur þá ekki á auðlindir Jarðar? Að sjálfsögðu - og líklega mun það valda vandræðum á endanum. Sem sennilega birtast í formi mjög djúprar kreppu.

  1. Síðan má auðvitað velta fyrir sér, afleiðingum þeirrar kreppu.
  2. En ég er á því, að þær afleiðingar verði ekki endilega þær afleiðingar, sem margir halda fram.

Ég held að best sé að nota söguleg dæmi:

Tímabilið í Evrópu frá 12. öld fram til um miðja 15. öld, var ákaflega merkilegur tími. Það bendir flest til þess - að heilt yfir hafi verið hagvöxtur það tímabil. Síðan hafi það endað á mjög djúpri kreppu í Evrópu.

Það áhugaverða við mannkyn, er að það virðist einna helst - móta sína hegðun í kreppu- eða krísuástandi.

Flestir ættu að vita - að eftir miða 15. öld, hófst siglingaútrás Evrópumanna, sem leiddi til svokallaðs nýlendutíma og drottnunar Vesturlanda á stórum hluta heimsins, sem hefur staðið fram á seinni ár. Ég tel að það sé alls engin tilviljun að sú siglingaútrás hafi hafist í alvarlegu kreppuástandi í Evrópu - það hafi einmitt verið kreppan sem rak Evrópumenn af stað.

  1. Ég á von á, að afleiðing þeirrar kreppu sem skella mun sennilega á Jarðarbúum, þegar raunverulegt tómahljóð fer að sjást á hráefnaauðlindum Jarðar, muni hafa sennilega sambærileg áhrif - - að leiða til útrásar.
  2. Evrópumenn leituðu nýrra landa - nýrra tækifæra - nýrra auðlinda - nýs auðs. Jarðarbúar muni nákvæmlega það sama gera. Ég er að sjálfsgöðu að tala um - útrás í nýtingu auðlinda þeirra pláneta og smástyrna sem finna má í Sólkerfinu utan við Jörðina.
  • Mannkyn muni leita nýrra auðlinda, síðan hefja að nýju þann vöxt nýtingar sem mannkyn er orðið vant.
  • Hafandi í huga að Sólkerfið er stórt - ættu þær auðlindir að endast a.m.k. í nokkrar aldir.

Fyrir þá sem ekki þekkja til -af hverju það var hagvöxtur í Evrópu frá 12. öld fram á miðja 15. öld - þá má rekja það til krossferðanna. Ég er að tala um hliðarafleiðingu þeirra en þegar Evrópumenn tóku botn Miðjarðarhafs - komust þeir í viðskiptatengsl þau sem arabakaupmenn höfðu aflað sér. En arabakaupmenn sigldu þá frá Persaflóa alla leið til Indlands, Kína og Indónesíu - ár hvert. Arabaverslun var ráðandi á Indlandshafi.

Þetta leiddi til -viðskiptaopnunar fyrir Evrópu- má tla um -verslunar- og -viðskiptatímabil. Fyrir utan þetta, bárust frá -Kína, merkilega nýungar. Púður - og - myllur, þ.e. vatnsmyllur og vindmyllur.

Púðrið orsakaði byltingu í vopnum. Myllurnar sköpuðu framleiðni-aukningu í landbúnaði. Sú framleiðnui-aukning leiddi til fólksfjölgunar. Sú fjölgun og þau blómlegu viðskipti er sköpuðust, leiddu til - stöðugrar aukningar velmegunar í Evrópu yfir það tímabil.

Hátindi náði þetta tímabil seint á 14. öld og fyrri hl. 15. aldar í svokallaðri - endurreisn á Ítalíu.

Kreppan skellur á - - þegar Tyrkjaveldi tekur botn Miðjarðarhafs. Tyrkjaveldi setti svo gríðarlega háa tolla á verslun Evrópumanna - - að afleiðingin varð efnahagshrun.

  1. Evrópumenn brugðust við -rányrkju- Tyrkja, með því að leita beinna siglingaleiða til Asíulanda.
  2. Það að Evrópumenn eignuðust nýlendur - var hliðarafurð. En tilgangur siglingatilraunanna var að finna leið framhjá einokun Múslima á verslun við Asíu. Þegar þá var komið við sögu, var vopnabúnaður Evrópumanna orðinn betri. Gátu því herskip Evrópumanna fremur auðveldlega - yfirtekið verslun araba á Indlandshafi. Þá auðvitað - - tapaði Tyrkjaveldi af gríðarlegum tekjum, er araba-viðskiptaveldið hrundi, og það endanlega.
  3. Síðan þá hafa arabalönd verið fátæk.

Hvað með rétt Jarðarbúa til að nýta pláneturnar og smástyrnin?

Því má ekki gleyma - að enginn býr þarna. Ef Jarðarbúar nýta ekki þau hráefni sem þar má finna, þá nýtast þau sennilega aldrei. Eftir milljarða ára mun síðan Sólin hvort sem er - leggja það mikið til í rúst. Svo þ.e. ekki eins og að, sú ákvörðun að nýta ekki mundi varðveita þær veraldir um alla tíð.

  1. En klárum við þá ekki einhverntíma auðlindir Sólkerfisins.
  2. Örugglega - en þá grunar mig, að mannkyn muni fara í enn eina útrásina. Eftir allt saman eru - önnur sólkerfi þarna úti.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að það sé ekki raunhæft að ætla mannkyni að stöðva -ofnýtingu- auðlinda Jarðar. Það virðist augljóslega rétt, að mannkyn á endanum mun nýta allt upp sem hér er að finna. Síðan tel ég að mannkyn láti þar ekki -staðar nem- heldur í framhaldinu hefjist á fullu nýting auðlinda Sólkerfisins utan Jarðar.

Við getum auðvitað velt fyrir okkur - réttmæti vs. óréttmæti.

En ég held í raun og veru, að ef mannkyn á að tryggja að það haldi áfram til lengri tíma litið - - þurfi það að nýta allt Sólkerfið.

Því að einungis með dreifingu mannkyns til annarra sólkerfa, verði framtíðar tilvist mannkyns tryggð.

 

Kv.


Óróleika farið að gæta á rússneskum vinnumarkaði

Kemur fram í áhugaverðum pistli NYTimes: Russian Workers Take Aim at Putin as Economy Exacts Its Toll. En ef marka má fréttina, þá er það útbreiddur siður meðal rússneskra fyrirtækja, sem og innan opinbera kerfisins á svæðum sem hafa orðið hart úti - efnahagslega.

Að hreinlega - - sleppa því að borga laun, t.d. 1. eða 2. eða 3. jafnvel mánuði í senn, eða þá skikka menn í að vinna bara 4 eða 3 daga í viku og fá þá einungis laun fyrir þá daga.

Fólk er ekki - - formlega rekið, það getur verið -ætlast til þess að það vinni samt- eða þ.e. sent í launalaust leyfi jafnvel mánuðum saman, án þess að framkvæmd séu við það -formleg starfslok.

Og þ.e. þessum praxís, sem farið er að gæta mótmæla gagnvart.

  • "Unpaid wages, or wage arrears, an old scourge in Russia, rose on April 1 to 2.9 billion rubles, or about $56 million, according to the Russian statistical service."
  • "That is a 15 percent increase over a year earlier, but experts say that still does not capture the scope of the diminished pay of workers involuntarily idled during the slowdown."
  • "Regional newspapers described the teachers’ strike this month — in Zabaikal Province, bordering China ... “Yes, it is serious when salaries are not paid, but not serious enough not to come to work,” the governor, Konstantin Ilkovsky, had insisted."

Ég reyni að ímynda mér viðbrögð kennara hér á landi, ef ríkisstjórnin lenti í fjárhagsvandræðum og mundi ákveða að greiða kennurum t.d. einungis laun 2-hvern mánuð.

  • ",,,not far from the Estonian border, automobile workers at a Ford assembly plant went on strike to protest cutbacks brought on by the dismal automotive market in Russia."
  • "The construction worker protest in Siberia was all the more remarkable for coming at a highly prestigious site, the new national space center, the Vostochny Cosmodrome." - "“We haven’t seen a kopeck since December,” Anton I. Tyurishev, an engineer, said in a telephone interview."
  • "In all, 1,123 employees of a main subcontractor, the Pacific Bridge-Building Company, have not been paid since December." - "Most work stopped on March 1, though dozens of employees stayed at the site to guard equipment. Their labor protest took the form of writing the giant message to Mr. Putin on the roofs of their dormitories."

Þarna er bersýnilega um að ræða - einangraðar aðgerðir sem takmarkast við einstaka vinnustaði - - starfsmenn mótmæla því að -fá ekki laun greidd- eða því að -dregið hefur verið úr vinnu og launum á sama tíma- menn eru skikkaðir í launalaus frý o.s.frv.

En þannig hefst gjarnan -óróleiki- fyrst í einangruðum aðgerðum.

Ef kreppan viðhelst í Rússlandi - áfram. Má reikna með því, að slíkur óróleiki verði algengari. Og að auki, miðað við reynslu annarra landa sem hafa lent í kreppum, að skipulagning aðgerða færist í aukana af hálfu þeirra sem -standa fyrir verkfalls aðgerðum.

  1. Þ.s. verður forvitnilegt að fylgjast með.
  2. Er hvernig stjórnvöld munu bregðast við því, ef eins og líklegt virðist, slíkur óróleiki fer vaxandi?

En röng viðbrögð gætu breytt einangruðum aðgerðum - sem beinast að því að mótmæla aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.

Í mótmæli gegn stjórnvöldum sjálfum.

 

Niðurstaða

Rétt að hafa í huga að helmings gengisfelling Rúbblunnar gagnvar t.d. Dollar. Þíðir að verðmæti rússn. hagkerfisins mælt í Dollar - hefur þar með minnkað um helming. En skv. hagtölum Rússlands er reiknað með ca. 4% efnahagsamdrætti í ár.

Vanalega er gengisfelling ekki tekin með, þegar umfang efnahagsáfalla eru mæld.

Þ.e. samt áhugavert að hafa þetta í huga, því kaupmáttur rússn. almennings hefur fyrir bragðið - - minnkað um helming, gagnvart innfluttum varningi.

Og auðvitað, þegar fólk er beitt -beinum launaskerðingum til viðbótar- þá verður afskaplega skiljanlegt - að það sjóði upp úr hjá verkafólki.

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með Rússlandi - - en mig grunar að kreppan þar sé ekki i rénun í bráð, og að þar af leiðandi, muni fyrir einhverja rest gæta verulegs óróleika á vinnumarkaði í Rússlandi.

Hvernig stjórnvöld þá bregðast við - - verður mjög mikilvægur prófsteinn.

 

Kv.


Maðurinn sem -bjó ISIS til- óvænt drepinn í Írak í síðustu viku

Um er að ræða mann að nafni -Izzat Ibrahim al-Douri- sem var áður fyrr nátengdur Saddam nokkrum Hussain, einn af hans helstu innanbúðarmönnum. Blaðamenn Der Spiegel -eftir dauða hans- fengu í hendur gögn sem fundust í hans fórum, og þeir hafa skrifað á grundvelli þeirra ákaflega merkilega grein, en ef marka má þá afhjúpun, er eða var, al-Douri hvorki meira né minna en arkitektinn að baki ISIS: Secret Files Reveal the Structure of Islamic State

Þeir sem drápu hann þann 17. arpíl sl. í grennd við Tikrit, bersýnilega vissu ekki í fyrstu hvern þeir höfðu drepið - en hann var þá í för með sínum lífvörðum í bílalest, þeir voru allir drepnir ásamt honum sjálfum.

Það má sjálfsagt velta því fyrir sér, hvernig þeir sem drápu hann, barst njósn um það að þeir ættu að vera með fyrirsát - akkúrat á þessum stað. En það væri sjálfsagt dauðdagi í eðli þeirrar starfsemi sem -al-Douri- stundaði, ef hann hafi verið svikinn af innanbúðar mönnum.

En það þíðir væntanlega að einhver annar mun þá stjórna leynilögreglu - ISIS.

 

ISIS - virðist vera -terror ríki- Saddam Hussain í dularklæðum

Það hefur vakið athygli hve -ISIS- virðist þraut skipulagt. Það ætti ekki koma á óvart lengur. En al-Douri og samstarfsmenn, virðast einfaldlega hafa tekið það skipulag sem þeir þekktu - - þ.e. herleynilögreglu Saddam Hussain, sem hafi að mörgu leiti minnt á -Stasi- frá A-Þýskalandi. Og skipulagt hið nýja -Islamic state- í kringum hana.

al-Baghdadi hafi verið ráðinn, sem pólitískt og auðvitað trúarlegt andlit þess. En -ríkið- þurfti á nýrri hugmyndafræði að halda. Það hafi virst þeim vænlegast, að -beita trúnni fyrir vagn ríkisins- í stað þess sem áður var grundvöllur þess - þegar það nefndist Bath-flokkurinn, stjórnarflokkur Íraks í tíð Saddam Hussain; nokkurs konar arabísk þjóðernisstefna.

  • Þeir skiptu um -isma.
  • Að öðru leiti sé þetta sama fyrirbærið.

Svo er það snjallræðið, að ráða til -ríkisins- þá utanaðkomandi íslamista bardagamenn, sem þegar voru staddir í Írak - Sýrlandi og nágrannalöndum. Þjálfunarbúðir virðast hafa starfað á vegum -ríkisins- innan Írak frá 2012. Þó á þeim tíma - hafi ekki verið auglýst með nokkrum hætti, á hverra vegum þær þjálfunarbúðir voru.

  • Með þessu hafi -ríkið- náð að skapa kjarna -harðsvíðaðra bardagamanna sem svifust einskis, og voru 100% tryggir og tilbúnir að gera hvað sem er, athugasemdalaust.

Síðan hafi snemma árs 2013 - hafi hafist "infiltration campaign" í Sýrlandi, þ.s. stór svæði þá voru á valdi margvíslegra smárra hópa, sem hver um sig voru óháðir, innbyrðir sundurlyndir.

Með öðrum orðum, hinar fullkomnu aðstæður fyrir -utanaðkomandi afl að taka yfir. Sem -ríkið- gerði á skömmum tíma - - lýsing í grein Der Spiegel.

  • Ríkið sem slíkt - eins og önnur "totalitarian" ríki - hefur völd sem tilgang.
  • Og auðvitað - útþenslu.

Trúin - er sem sagt, eitt af tækjum -ríkisins- ekki þ.s. endilega ræður.

Það notar margvísleg flr. tæki, eins og glæpahópa, og auðvitað -jihadista.

Kjarninn í því, sé eins og margir hafa grunað, foringjar úr fyrrum her Saddam Hussain, og eins og nú er afhjúpað, herleyniþjónustu Íraks Saddam Hussain.

  • Sjálfsagt hlær Saddam Hussain í gröfinni.

Það sem í dag kallast -ISIS- beiti alltaf sömu aðferðunum, þ.e. "infiltration" og síðan, yfirtaka eftir að þeir eru búnir að kortleggja nákvæmlega hver fyrirstaðan er á því svæði, hverja akkúrat þarf að drepa eða múta eða hrekja á brott o.s.frv.

  • Allar yfirtökur séu þrautskipulagðar.
  1. Sennilega var -terror ríki- Saddams Hussain, best skipulagða einræðis/alrærðisríkið í Mið-Austurlöndum, mjög líklega mun betur skipulagt heldur en t.d. ríki Sauda.
  2. Það sé þetta skipulag, sem hafi verið fært í endurnýjun lífdaga, í búningi - ISIS.
  • Það sé mjög hættulegur kokteill sem fyrrum stjórnendur Íraks hafa skapað - í slagtogi við hættulega íslamista.
  1. Ég hef líkt baráttunni við -ISIS- við baráttuna við -heims kommúnismann- í Kalda Stríðinu.
  2. Mér virðist ég hafa verið nær sannleikanum en mig grunaði.

En það var einmitt einkenni kommúnista ríkja, að þau urðu öll -totalitarian- og án undantekninga var til staðar þetta -ríki- sem hafði í þjónustu sinni öfluga innri leyniþjónustu, og þjónaði valdaflokki, skipulagið snerist alltaf um að viðhalda ótta, það var njósnað um alla, enginn gat treyst því sem gegndi áhrifastöðu að ekki væri njósnað um viðkomandi, hvern sem er var unnt að handtaka fyrirvaralítið og taka af lífi eftir sýndarréttarhöld.

  1. Það var þetta fyrirkomulag - - sem mér fannt mig skynja þegar ég las um hegðan "ISIS."
  2. Der Spiegel - - staðfestir þetta!

Sjáið t.d. þessa umfjöllun frá okt. 2013: Islamic State - virðist notfæra sér frelsið í Túnis, til að útbreiða boðskap sinn og afla sér fylgismanna

  1. Terror ríki kommúnista, reyndist afskaplega hættulegur og erfiður andstæðingur í Kalda-Stríðinu.
  2. Terror ríki Saddams Hussain, nú þegar það hefur sveipað sig klæðum Íslam, þar með tekið upp -aðlaðandi hugmyndafræði- en það er mjög greinilegt að sú hugmynd sem þeir hafa sett fram, að stofna -íslamskt ríki- höfðar til margra í Mið-Austurlöndum, að auki rómantískra ungmenna sem eru af múslímsku foreldri.
  3. Þetta skynjaði ég, og líkti við -draumaríki kommúnismans- hvernig flokkar kommúnista boðuðu það draumaríki, og varð lengi vel merkilega vel ágengt í því, að höfða til ungmenna -sem voru óánægð af margvíslegum ástæðum með ríkjandi fyrirkomulag sem þau þekkja- og eru þá viðkvæm fyrir aðsteðjandi hugmyndafræði, sem boðar einmitt stóra breytingu, sem sú aðsteðjandi hugmyndafræði boði að sé lausn þeirra vandamála sem þau ungmenni skynja.
  4. Ungmenni sem vilja breyta heiminum - - virðast vera klassísk fórnarlömb hættulegrar hugmyndafræði. En greining á þeim hverjir það eru sem ganga ISIS á hönd af þeim fjölda ungmenna sem koma frá t.d. Evrópu. Sýna að það eru langt í frá endilega ungmenni frá fátækum heimilum - eða að þau séu illa upplýst eða illa menntuð. Það eru mörg dæmi einmitt um -háskóla stúdenta.
  5. Það minnir margt á kommúnisma tímabilið, nefnilega að hugmyndafræði kommúnista grasseraði einmitt í háskólunum - - þeir voru bestu útbreiðslustöðvar gjarnan kommúnisma í sínum löndum.
  6. Við skulum ekki halda að -ISIS- sé endilega bara að breyða sig út í gegnum -Moskur.

 

Niðurstaða

Afhjúpun Der Spiegel virðist útskýra tilkomu "ISIS" - og einnig hvað "ISIS" er. Það er óhætt að segja að sú umfjöllun varpi nýju ljósi á ákaflega heimskulega ákvörðun sem Bush forseti tók 2003. Er hann með -pennastriki- lagði her Íraks, sá sem barðist fyrir Saddam Hussain, niður. En þá gerði hann menn eins og -al Douri- atvinnulausa. Og þar með gerði þá að augljósum kjarna andstöðu - við hvern þann sem í framtíðinni mundi gera tilraun til þess að stjórna Írak. Án þeirra aðkomu.

Það virðist að þó svo að -her Saddams Hussain hafi formlega verið gerður atvinnulaus- hafi yfirmenn herleynilögreglu hans, viðhaldið þröngum kjarna þess skipulags sem til varð í tíð Saddams Hussain.

Því -valdaskipulagi- hafi síðan tekist að finna sér nýjan tilgang - þ.e. "Islamic State."

Og nú geti -terror ríkið- að nýju vaxið, nú í nafni "Islamic State."

Sveipað ljóma trúnnar, megi vera að hið -totalitarian- ríki sem Saddam Hussain hafði byggt upp í Írak með aðstoð manna eins og -al Douri- eigi eftir að ná mun meiri útbreiðslu, en það hafði möguleika til - - þegar Saddam Hussain var við völd, og önnur hugmyndafræði var höfð í forgrunni.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband