Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015
31.12.2015 | 01:46
Stjórnvöld í Rússlandi eru nú að spá samdrætti á nk. ári
Samkvæmt gögnum frá XE.com, þá er staða rúbblunnar nú sú, að vera helmingi lægri gagnvart bandaríska dollarnum, en um mitt ár 2014.
26/6 2014 - 0,02969
30/12 2015 - 0,01367
Gengisfall jafnt og: 54%
Í umfjöllun FT um gögn sem rússnesk stjórnvöld voru sjálf að gefa út - má finna nokkra áhugaverða bita: Rouble slides amid fears for Russian economy
- 39% heimila hafa ekki samtímis efni á nægum mat, og fullnægjandi fatnaði. Þetta finnst mér ótrúlega hátt hlutfall --> Ef réttar upplýsingar, þá gefa þær mjög dökka mynd af aðstæðum almennings.
- Skv. upplýsingum stjórnvalda, hafi - raunlaun lækkað um 9,2% milli ára, frá 2014 til 2015.
- Reiknað með því að samdráttur 2015 verði 3,7%.
- Neysla hefur dregist saman um 13,1% 2015 frá 2014.
- Seðlabanki Rússlands, spáir nú samdrætti 2016, annaðhvort 0,5-1% ef olíuverð á mörkuðum hækkar í 50 Dollara fatið, en ef verðlag helst í núverandi verðum, 2-3% samdrætti.
Málið er að líklegra er að olían lækki á nk. ári, fremur en að hún hækki
Punkturinn er sá, að á nk. ári - falla alþjóðlegar viðskipta-banns-aðgerðir á Íran niður.
Íran hyggst auka framleiðslu um helming - eins fljótt og auðið verður.
Ekki liggur enn fyrir, hversu hratt það getur gerst.
- En höfum í huga, að ekki er verið að tala um að bora nýja brunna, heldur einungis að ná meir út úr núverandi, sem augljóslega er hægt - þ.s. Íran var með það mikla framleiðslu fyrir 1980.
- Það þíðir, að núverandi brunnar geta framleitt það mikið - ef miðað er við 35 ára gamla tækni, en síðan bætist við að síðan þá hafa orðið miklar tækniframfarir sem gera mögulegt að ná umtalsvert meira út úr brunnum en áður var mögulegt, þ.e. lárétt borun út frá sömu borholunni. Þ.e. unnt að hafa hana sem miðju í stjörnu, og bora lárétt í margar áttir út frá miðju.
- Spurninging einungis - - hversu hratt framleiðslan getur aukist.
Mér skilst reyndar að bandar. sérfræðifyrirtæki er sérhæfa sig í borun, og vinna með olíu-iðnaðinum, geti komið slíkum búnaði fyrir við brunn - á nokkrum dögum, og hafið þá borun þá þegar.
Þá er það næst spurning um í hvaða ástandi leiðslur eru, og annar búnaður sem á að flyta olíuna til næstu hafnar.
Ástandið getur sennilega verið misjafnt við mismunandi brunna, og hugsanlega einnig eftir olíusvæðum.
En mér skilst að enn sé til staðar skemmdir frá Íran-Írak stríðinu við Saddam Hussain, er hafi ekki enn verið fullkomlega lagfærðar.
- Mér virðist samt sem áður fremur sennilegt, að unnt verði að hefja lárétta borun út frá þeim brunnum þar sem allur umbúnaður er í hvað bestur lagi - þegar á nk. ári.
- Brunnar þ.s. ástand mála er lakara, geta tekið lengri tíma.
En það geti þítt --> Að aukning verði í olíuframleiðslu Írans þegar á nk. ári.
Sem gæti vel dugað til þess að a.m.k. tryggja að engar olíuverðlagshækkanir verði á nk. ári.
En geti einnig vel verið að þrýsti verðinu frekar niður.
Spurning hvort það verði ekki einhverjar bölbænir í Moskvu gagnvart Íran, áður en nk. ári er lokið?
Niðurstaða
Ég er fremur viss um það að áform Írans að auka framleiðslu um helming, muni tryggja mjög lágt olíuverð a.m.k. í nokkur ár til viðbótar. Það geti meir en verið að auki, að aukning framleiðslu Írans - þrýsti olíuverðlagi a.m.k. eitthvað frekar niður.
Þetta auðvitað þíðir -- að Rússland er ekki að ganga í gegnum stutta kreppu.
Þess vegna verður auðvitað áhugavert að fylgjast með Rússlandi.
En ég taldi aldrei að Rússar mundu rísa upp gegn Pútín, ef kreppa varir stutt. En hef ítrekað bent á, að löng kreppa, muni reyna mjög á þanþol umburðarlyndis almennings gagnvart hirðinni hans Pútíns.
Takið eftir þessum mikla fjölda fjölskylda sem greinilega eru fátækar.
Getur ekki verið að það vakni kurr meðal þeirra t.d. þegar frá lýður, þegar efnahags ástand heldur áfram að vera slæmt - en hirðin í kringum Pútín lifir í vellystingum og eyðir eins og hún lifi í Las Vegas en ekki Moskvu og nágrenni?
Ég held að líkur á fjölmennum mótmælum - til að mótmæla lágum kjörum, bágindum - jafnvel yfirstéttinni; vaxi því lengur sem kreppan varir.
Þá reynir á viðbrögð stjórnvalda - en röng viðbrögð gætu breytt fókus slíkrar undiröldu, yfir í andstöðu við stjórnvöld.
Bendi á að Keistarastjórnin gerði slík mistök fyrstu árum 20. aldar.
Svo það eru fordæmi fyrir því innan Rússlands - að mótmæli gegn bágindum og lágum kjörum, snúist í mótmæli gegn stjórnvöldum - ef viðbrögð stjv. eru of ofsafengin.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2015 | 16:53
Gríðarlegur hallarekstur vegna lágs olíuverðs neyðir Saudi Araba til niðurskurðar
Sá þessa frétt á veg Financial Times: Saudis unveil radical austerity programme.
Skv. fréttaskýringu Ft, þá var hallinn á ríkissjóð Saudi Arabíu, 367 milljarðar dollara.
Sem gerir 15% af þjóðarframleiðslu Saudi Arabíu að sögn FT.
Olíutekjur hafi verið 23% lægri en árið á undan, sem sé skýring hallans.
- Aðgerðir stjórnvalda, virðast fremur vægar - sbr. smávægilegar hækkanir á skattlagningu margvíslegra þátta.
- Ásamt nokkrum útgjaldaniðurskurði.
- Þ.e. verið að íhuga að leggja á söluskatt.
Miðað við lesturinn - virðist skattlagning hafa verið afar lítil fram til þessa í konungsríki Sauda.
Sumir halda því fram að Saudar á sínum tíma hafi gert mistök, er þeir minnkuðu ekki framleiðslu - rétt áður en hrun varð á olíuverði fyrir rúmu ári
En ég bendi á að Saudar voru í reynd milli - steins og sleggju.
Ég er að vísa til upprisu svokallaðs "fracking" iðnaðar í Bandaríkjunum, er vinnur olíu og olíu-leirsteins lögum eða "oilshale."
En áður en olíuverð hrundi fyrir nærri einu og hálfu ári síðan, þá var sá iðnaður í mjög hröðum vexti - skammt virtist í að Bandaríkin yrðu sjálfum sér næg um olíu.
Að auki, var sá iðnaður farinn í útrás, farinn skoða sambærileg jarðlög í öðrum löndum, m.a. í nokkrum Evrópulöndum.
- Punkturinn er auðvitað sá - að þessi aukna framleiðsla, fyrirsjáanlega var að setja það háa olíuverð er var, þ.e. vel yfir 100 dollarar per fatið, undir vaxandi þrýsting.
- Nú, ef maður ímyndar sér að Saudar fyrir um einu og hálfu ári síðan, hefðu minnkað framleiðslu - til að viðhalda olíuverði í 100 dollurum +. Þá auðvitað blasir við - að framrás "fracking" fyrirtækjanna hefði haldið áfram af vaxandi krafti.
- Og framleiðsla frá þeim iðnaði hefði því vaxið enn frekar, og aftur sett olíuverð undir þrýsting - og þar með fært Sauda á sama stað, þ.e. minnka framleiðslu/eða láta olíuverð hrynja.
- Þannig hefði þetta getað gengið áfram -- koll af kolli, ef Saudar hefðu minnkað framleiðslu - -> Að það hefði einungis fært þá að næsta punkti, þegar sama spurning mundi aftur koma upp, og ef þeir hefðu aftur minnkað - hefði einungis verið til þess að sú spurning hefði aftur risið síðar að nýju.
- Saudar hafa getað framreiknað sig - niður í mjög minnkaðar markaðshlutdeild, og þar með olíutekjur --> Og líklega hefði olíuverð hrunið samt fyrir rest.
Þannig að þetta hafi einfaldlega verið rétt ákvörðun Sauda - að halda sinni framleiðslu og markaðshlutdeild.
Og láta verðið - falla eins langt og það mun falla.
- Lága verðið hefur klárlega hægt á þróun "fracking" iðnaðarins, sem nú er alveg stopp, vegna þess að framleiðsla borgar sig ekki á núverandi verðum.
- Mörg fyrirtækin eru að rúlla, og verða tekin yfir af öðrum.
Það hafi ekki verið raunhæfur valkostur fyrir Sauda - að viðhalda verðlaginu.
Þeir hafi ekki raunverulega megnað að verja það!
Niðurstaða
Það má segja að Saudar hafi orðið fyrir barðinu á tækniþróun, það er þeirri er gerði það mögulegt að vinna olíu og jarðlögum, sem áður voru talin -óvinnanleg. Það er, olíuleirsteinslögum, eða "oilshale."
Það hafi verið sú eimreið er fór af stað í Bandaríkjunum - þ.e. "fracking" iðnaðurinn, er breytti markaðinum. Og hafi gert það að verkum, að Saudar hafi raunverulega ekki haft annan skárri valkost - en þann er þeir tóku, að halda sinni markaðshlutdeild og láta verðlag olíu hríðfalla - eins og það gerði.
Ekkert sem Saudar hafi getað gert, hafi getað gert nokkuð meira - en að fresta þeirri lækkun. En sú frestun hefði verið keypt með mun minnkaðri markaðshlutdeild Sauda.
Og það hefði getað endað - með enn minni olíutekjum.
- Þetta auðvitað bitnar á Rússum einnig, og Venesúela.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.12.2015 | 03:00
Nýjar lækkanir verðlags olíu hljóta að vera slæmar fréttir fyrir Noreg
En skv. fréttum sunnudags, þá fór "Brent Crude" rétt niður fyrir 36$ fatið.
Það hafa borist fréttir af því að verulegar fjölda-uppsagnir hafi verið innan norska olíuiðnaðarins.
- Sannast sagna veit ég ekki - hvar "break even point" er fyrir norska olíuiðnaðinn.
- En sá gæti t.d. verið nærri 80$. Ég fullyrði það ekki. En sá er líklega hærri en sársaukamörk "fracking" iðnaðarins.
- Fyrir svokallaðan "fracking olíu-iðnað" virðist sá vera milli 50-60$ fatið.
Ef þetta er rétt hjá mér - þá eru það slæmar fregnir fyrir norska olíu-iðnaðinn.
Því að mér skilst að "fracking olíuiðnaðurinn" geti náð sér fremur fljótlega - en einhver fyrirtæki munu kaupa upp réttindi þeirra fyrirtækja er fara á hausinn fyrir slikk, og þeirra tækniþekkingu - þannig varðveita hana.
En "fracking" iðnaðurinn starfar á landi - og þau berglög sem hann var að vinna með, eru sennilega nær fullrannsökuð.
Það virðist afar sennilegt - að hann geti starfað við lægri kostnað.
En norski olíu-iðnaðurinn, með sína gríðarlegu borpalla og leiðslur sem liggja í land gjarnan langt frá sjó --> Þannig örugglega starfað við lægra olíuverð en norski olíu-iðnaðurinn.
- Punkturinn er sá - að það sennilega rökrétt þíðir, að ef eftir nokkur ár - olíuverð aftur fer að hækka.
- Þá grunar mig, að um leið og það fer yfir sársaukamörk "fracking" iðnaðarins - muni sá fremur skjótlega hefja að nýju dælingu og borun nýrra brunna.
- Og geta þannig - fremur sennilega - dælt inn nægilegu magni af olíu, svo að markaðurinn mettist að nægilegu marki --> Þannig að olíuverð nái ekki að hækka nægilega mikið.
- Svo að norski olíu-iðnaðurinn geti borið sig að nýju.
Þetta getur m.ö.o. þítt -- að norski olíuiðnaðurinn sé búinn að vera!
Að þetta sé alls ekki skammtímakreppa í Noregi - sem sé hafin hjá Norðmönnum.
Þetta er að sjálfsögðu einnig -ef rétt er ályktað- endapunktur fyrir olíudrauma Íslendinga djúpt í hafi fyrir Norðan land. Það geti farið að sú olía verði aldrei nýtt.
Niðurstaða
Mig er farið að gruna að Noregur sé kominn í raunverulegan vanda - ef ályktun mín er rétt að norski olíuiðnaðurinn sé fremur sennilega búinn að vera --> Af völdum þeirra tækniframfara er hafa gert "fracking" mögulegt, þannig það mögulegt að vinna olíu á landi úr víðfeðmum olíu leirsteins lögum sem víða má finna í heiminum.
Þetta eiginlega -- fullkomlega drepur þá kenningu að olíubirgðir heimsins sé að þrjóta.
Þá verð ég að ítreka ályktun mína er ég síðast fjallaði um þennan vanda Noregs --> Að norsku ofurlaunin séu sennilega á förum á næstunni: Ofurlaunin í Noregi geta verið búin á næsta ári.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þarna virðist um að ræða áhugaverða sennu - en ISIS ræður flóttamannabúðum þar sem Palestínumenn búa, sem flúðu fyrir áratugum frá Ísrael. Þær flóttamannabúðir, eru nú - hluti af úthverfum Damaskus.
Skv. samkomulaginu -er virðist hafa hafa SÞ sem milligönguaðila milli stjórnvalda og ISIS- áttu liðssveitir þær sem halda flóttamannabúðum Palestínumanna í Damaskus.
Að fá að fara óáreittar ferða sinna frá borginni - alla leið til Raqqa.
Það sem flækir málið, er að þeir þurftu að fara í gegnum svæði í Damaskus, sem sl. 4 ár hefur verið undir stjórn "Jaysh al Islam" skv. enskri þíðingu "Army of Islam."
Það er áhugavert að þessi hópur skuli hafa haldið velli í úthverfum Damaskus í 4 ár samfellt.
Það bendir til þess að sá hópur, hvaða skoðun sem menn annars hafa á honum, kunni að berjast.
Evacuation of Damascus militants delayed after rebel leader killed
Powerful Syrian Rebel Leader Reported Killed in Airstrike
Það er áhugavert að Það hafi verið ráðist á
En hann var orðinn formlegur þátttakandi í friðarferli á vegum SÞ, sem stjv. í Damaskus einnig taka þátt.
Hann var lykilmaður í því að samkomulagið sem fól í sér að herlið ISIS er ræður flóttamannabúðum Palestínumanna í úthverfi Damaskus færi þaðan - gengi upp.
Skv. fréttum hafði hann gengið svo langt í yfirlýsingum að samþykkja að skipuð yrði í framtíðinni, ný ríkisstjórn Sýrlands - með völdum tiltölulega óhlutdrægum einstaklingum.
Það getur vart hafa dulist þeim innan rússn. flughersins, er gaf skipun um loftárás.
Að afleiðing falls foringja "Hers Íslam" - mundi skaða sennilega til langs tíma, möguleika á því að unnt verði að binda endi á skiptingu Damaskus, sem hefur verið hefur til staðar alla tíð síðan borgaraátök í Sýrlandi hófust.
- Sumir álykta því - að í árásinni felist þau skilaboð, að stjv. í Mosku - sé ekki alvara með þeim friðarumleitunum, sem hafa verið í gangi.
- En að sögn sjónarvotta, hafi verið um rússneska loftárás að ræða.
Það má vel vera að Kreml - telji sig enn geta unnið einhvers konar lokasigur innan Sýrlands.
Það er einnig hugsanlegt, að veðjað sé á að - óeining skapist innan Hers Íslam eftir falls foringjans.
Á hinn bóginn, eftir 4-ár samfellt, það undir án efa stöðugum harkalegum árásum - þá finnst manni sennilega að liðsheildin ætti að vera orðin frekar styrk, og að fyrst að þeir hafa haldið velli allan þennan tíma - þá hljóti þar innan vera margir færir herstjórnendur, er ættu að vera færir um að halda kyndlinum á lofti.
Skv. fréttum var
En þeir þurfa ekki bara -"safe passage"- um svæði innan borgarmarka Damaskus.
Ef þeir eiga að komast til Raqqa.
Það má reyndar velta fyrir sér, hvort þarna gæti áhrifa þess, að staða Rússlands innan Sýrlands hafi veikst - eftir að deilur hófust við Tyrkland
En þ.e. einfalt að sjá, um það ræður algerlega landfræðileg lega Tyrklands sem liggur þvert fyrir flugleiðum til Sýrlands frá Rússlandi, og auk þess ræður yfir sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs; að sú deila gerir stöðu Rússa innan Sýrlands - mun viðkvæmari en áður, er virtist vera sæmilegt samkomulag milli Erdogans og Pútíns.
- En þetta veikir augljóslega valdastöðu Rússa, í bandalagi þeirra við Íran.
- Það má því velta upp þeirri spurningu - hvort að aðilar innan Byltingavarðar Írans og Hesbollah, hafi þrýst á um þessa árás.
Og Rússar hafi látið til leiðast. Enda geta þeir augljóst ekki haldið Assad á floti -- einsamlir.
Og það sé forgangsmálið hjá Pútín - að halda aðstöðunni í Tartus þ.s. Rússar eiga flotaaðstöðu, og við Ladakia þ.s. þeir ráða flugvelli og hafa herstöð.
Niðurstaða
Margir gagnrýna loftárásir Rússa út frá þeirri forsendu - að sá hópur sem langsamlega líklegast græði á þeim; sé ISIS. Það stafi af því, að sögn óháðra eftirlits aðila er fylgjast með átökum innan Sýrlands, er enn svo að langsamlega flestar árásir Rússa - eru á aðra hópa heldur en ISIS.
Að auki, óttast menn, að aðrar 3-4 milljónir flóttamanna streymi frá Sýrlandi, ef það gerðist að héröð undir stjórn uppreisnarmanna; væru lögð að velli annaðhvort af bandalagi því sem eftir er af stjórnarher Sýrlands, og sveitum hliðhollum Íran - með stuðningi Rússa - eða í bland af ISIS. Það ber að muna, að þau svæði sem ISIS ræður yfir, hefur ISIS mestu leiti tekið af uppreisnarhópum --> Með vissum hætti hafa uppreisnarhópar verið milli 2-ja elda, þ.e. linnulausum árásum beggja aðila, þ.e. þeirra sem styðja stjórnvöld og ISIS.
- Það er vel hugsanlegt, að Pútín sé slétt sama - þó ný flóttamannabylgja fari af stað, því hann meti svo að hún mundi leita til V-Evrópu, ekki Rússland, og mundi þar valda enn frekari vandræðum í samskiptum meðal meðlimaríkja ESB -sem ég hef heyrt að hann vilji feygt- og að auki líklega auka fylgi öfgaflokka til hægri og vinstri, sem merkilega nokk - hafa hvorir tveggja talað vinsamlega til Pútíns.
- Að auki, þá gæti það hentað Pútín, að stríðið í Sýrlandi breiðist út innan Mið-Austurlanda, því þá lendir Evrópa í enn frekari flóttamannabylgju, og sennilega mundi fylgi flokka -líklegir að vera hallir undir Pútín vaxa þá enn frekar.
En hætta af slíkri útkomu gæti einmitt orðið umtalsverð - ef ný 3-4 milljóna flóttamannabylgja mundi verða.
En hingað til hafa einkum -en ekki eingöngu- Súnní Arabar flúið - þ.e. langsamlega stærsti hópur flóttamanna.
3-4 milljón í viðbót --> Þíddi sennilega að Súnní Araba meirihluti Sýrlands, hefði verið nær alfarið hreinsaður.
- Hafandi í huga, að Súnní Arabar eru með miklum mun meirihluti íbúa Mið-Austurlanda.
- Þá blasir við, sú hætta --> Að slíkur atburður, mundi valda gríðarlegum æsingum meðal meirihluta íbúa Mið-Austurlanda; og skapa gríðarlegan fjölda viljugra ungra Súnní arabískra karlmanna, er væru tilbúnir að berjast gegn --> Því sem þeir mundu sjá sem, íranskt - rússn. plott, að drottna yfir svæðinu fyrir botni Mið-jarðarhafs.
Ég er að tala um, þegar kemur að fjölda flóttamanna - og stríðsátökum --> "We ain't seen nothing yet." Ef þessi útkoma yrði að veruleika, að meirihluti Súnní Araba í Sýrlandi væri hreinsaður.
- Þetta er hvers vegna <--> Svo mikilvægt er fyrir Evrópu, NATO og Vesturlönd; að stríðið í Sýrlandi endi með -sáttaumleitunum- í stað hernaðarsigurs.
- Því sennilega gildir, að í báðum hugsanlegum -sigurútkomum- verði ný stór flóttamannabylgja.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2015 | 23:33
SpaceX tókst að skjóta edlflaug á sporbaug með 11 gerfihnetti, og síðan að lenda flauginni að nýju á sama stað
Eins og kemur fram í Wikipedia er Falcon 9-R flaugin, ekkert smáflykki.
- Hæð........70 metrar
- Þvermál.....3,66 metrar
- Þyngd.....541 tonn
- Burðargeta, 13 tonn upp í LEO
- Burðargeta, 4,85 tonn, GTO
Munurinn á eldri gerð, Falcon 9 1,1 virðist aukin þyngd, þ.e. úr 505 tonnum í 541 tonn.
Svo er hún aðeins hærri, þ.e. 70 metrar í stað 68,4 metrar.
- Ég reikna með því, að þessi 36 viðbótar tonn af eldsneyti, sé það sem til þurfi.
- Svo hún geti framkvæmt þetta trix, að snúa aftur við til sama staðar þaðan sem hún tók á loft, og lenda síðan lóðrétt undir kný!
SpaceX releases close-up photos of Falcon 9's successful launch and landing
Why SpaceX Rocket Landing Is a Giant Leap for Space Travel
SpaceX breakthrough with Falcon rocket return
Flugtak!
Kemur inn til lendingar!
Lent heilu og höldnu
Eins og sést hefur hún lendingarfætur.
- Elon Musk, eigandi SpaceX, einnig eigandi Tezla bifreiðaframleiðandans, segir að stefnt sé að því að - minnka kostnað um helming, með því að endurnota flaugina.
- Höfum í huga, að Falcon 9-R hefur einnig, 2-þrep - flaug sem ekki er endurnýtt, a.m.k. ekki ennþá.
Hvað um það - - þetta er stórmerkilegt afrek.
Annað hatttrix fyrir Elon Musk - - einnig eiganda Tezla rafbíla framleiðandans.
- Hann er að vísu ekki enn búinn að sanna, að sparnaður verði 50%.
- En næsta stóra prófraun verður --> Þegar eftir að flaugin sem lenti hefur verið vandlega yfirfarin, hvort að það tekst að skjóta henni á loft að nýju - og ekki síst; lenda henni síðan í annað sinn.
- Ef kostnaður við -yfirferð- reynist meiri en reiknað var með, t.d. að oftar þurfi að skipta um vélar, en eitt mikilvægt atriði sem á að spara - er að geta endurnýtt eldflaugamótorana, helst nokkrum sinnum --> Þá gæti sparnaður orðið verulega minni en stefnt er að.
- Á hinn bóginn, þá reikna ég með því, að Elon Musk gefist ekkert upp, ef Falcon 9-R þarf meiri þróun, til að ná fram þeirri skilvirkni sem stefnt er að.
Elon Musk - a.m.k. hefur hárrétt fyrir sér.
Að það er abslút krítískt atriði fyrir framtíð mannkyns í geimnum.
Að draga úr kostnaði við það að koma hlutum á sporbaug við Jörð.
Niðurstaða
Ég tel að það sé ekki ofmælt að segja - að tilraunir SpaceX með endurnýtanlega eldflaugatækni, séu mikilvægar fyrir framtíð mannkyns alls.
Það alls alls ekki síður, heldur en tilraunir Tezla fyrirtækisins, sem Elon Musk einnig á - með stóra batterý verksmiðju, í von um að geta framleitt ódýrari rafbíla.
Það að hafa tekist að - skjóta flaug á loft með 11-gerfihneitti, og síðan að lenda henni aftur á nærri því sama blettinum og hún tók á loft af; er raunverulega mikilvægt afrek.
Það sem ég bendi á að ofan, er einfaldlega að - prófrauninni er alls ekki lokið. Enn séu erfiðar prófraunir framundan --> Þessu sé ekki lokið, fyrr en því er lokið.
En ef allt gengur eftir hjá Elon Musk -- þá verður það mjög mikilvægur áfangi fyrir mannkyn allt.
En 50% lækkun á kostnaði við að skjóta hlutum á sporbaug - muna hafa mikla þýðingu fyrir framtíðina, ef allt það sem stefnt er að - gengur eftir.
Kv.
22.12.2015 | 03:30
Clinton vs. Trump? Skv. skoðanakönnun virðist það líklegt
Næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum - gætu orðið alveg eins mikilvægar í bandarísku samhengi, og kosningarnar í Frakklandi 2017.
Að sjálfsögðu er útkoman í Bandaríkjunum - til muna mikilvægari fyrir heiminn.
- En heimurinn hefur séð - eitt stykki George Bush yngri. Í hans tíð, klofnaði NATO milli ríkja sem - studdu Bush, og þau sem ekki gerðu það. Þetta var mesti klofningur sem sést hefur innan NATO. Og það var langt í frá óhugsandi - að hann hefði getað riðið samtökunum að fullu.
- Þola bandalög Bandaríkjanna - eitt stykki Donald Trump? En hann virðist, ef marka má hvernig hann talar, vera til mikilla muna - róttækari en George Bush var.
Enn þann dag í dag, eru Bandaríkin að súpa seyðið af Bush árunum - í formi tortryggni sem yfirlýsingar Bandaríkjanna; mæta nær alltaf.
En fullyrðingar Bush stjórnarinnar, sem vægt sagt stóðust alls ekki - og ákaflega klaufaleg stjórnun Bush stjórnarinnar á Írak - ásamt röð óskynsamra ákvarðana; fyrst í kjölfar hernáms á því landi - án vafa átti hlut í því, að þar fór allt úr böndum, og Bandaríkin misstu stjórn á rás atburða - er borgarastríð hófst milli írakskra Shíta og íraskra Súnníta.
- Maður veltir fyrir sér - hvaða átökum Trump gæti startað.
- Ef unnt er að taka hann á orðinu, hvernig hann kæruleysislega segir - að hann ætli að gera Bandaríkin sterk að nýju, og tryggja forystu þeirra í heiminum.
Þannig tal - að sumu leiti minnir á það hvernig Ný-íhaldsmenn innan raða Bush stjórnarinnar, gjarnan töluðu.
Trump beats Republicans, not Clinton, in one-on-one matchups
Ég sé dálítið fyrir mér Mussolini, þegar Trump þenur sig - og segist ætla gera Bandaríkin mikil að nýju
Mussolini komst til valda á 3-áratugnum á Ítalíu. Hafði verið við völd nærri 10 ár, er nasistar komust til valda í Þýskalandi.
Mussolini, einmitt gjarnan fór mikinn um það, að gera Ítalíu - að stórveldi að nýju.
Og leitaði mikið til tákna, frá Rómarveldi hinu forna, þess vegna hin fræga - fasistakveðja.
- En punkturinn er sá, að maður getur ekki afskrifað þ.s. Trump segir, sem eitthvert fóður sem hann er að troða í pöpulinn, til að fá athygli.
- En, það voru mistök yðjuhölda á Ítalíu - er samþykktu að styðja Mussolini til valda, út á loforð um að, koma öllu í röð og reglu.
Í Þýskalandi - vanmátu margir klikkunina í Hitler, og fáir lásu "Mein Kampf" jafnvel eftir að hann komst til valda.
Og hitler var kosinn/kjörinn - til valda. Einmitt af óánægðri alþýðu, en margir kusu hann út á loforð um að - skapa störf.
- Í Bandaríkjunum, eru það einmitt - óánægðir Bandaríkjamenn, þeir sem hafa séð sín kjör versna, fólk sem mætti kalla - lægri millistétt. En sem hefur verið að detta niður margt hvert í fátæktargildru.
- Sem eru hátt hlutfall meðal stuðningsmanna Trumps.
Hann virðist sem sagt - vera að notfæra sér, reiði - óánægju - vonbrigði.
Hvernig Trump talar - án þess raunverulega að útskýra nokkuð, og ræður hans eru gjarnan einnig fullar af staðreyndavillum af margvíslegu tagi - virðist höfða til þessa hóps sterklega.
En eins og -popúlistar allra tíma- þá höfðar hann beint til tilfynninga.
Hann í raun og veru, talar gegn rökhyggju - talar með mjög lítilsvirðandi hætti um, menntað fólk, sem virðist einmitt falla í kramið.
Ræður hans eru gjarnan fullar af fullyrðingum, sem gjarnan stangast á.
Og áhorfendur klappa eins og flutt sé snilld ein.
**Skilaboð Trumps - virðast ekki vera, "anti rich elite" heldur "anti intellectual."
- Það er óhætt að segja, að frú Clinton er eins fullkomlega ólík Trump og hugsast getur.
- Það virðist því sennilegt að framundan sé - harkalegasta kosningabarátta í sögu Bandaríkjanna; þegar Clinton mætir loks Trump - eða a.m.k. virðast líkur á þeirri útkomu þó nokkrar, miðað við skoðanakönnunina að ofan.
Niðurstaða
Málið með forseta Bandaríkjanna hefur alltaf verið, að það embætti virkilega hefur verið valdamesta embætti í heimi. Og það þíðir einnig - að kolröng persóna í Hvíta Húsinu, getur valdið óskaplega miklu tjóni.
Tjónið af Bush yngri - var mikið!
En mig grunar að tjónið af Trump - gæti orðið mun meira!
En ef hann mundi láta verða af því, að taka upp mun nánari samskipti við Pútín, í samhengi Mið-Austurlanda. Hafandi í huga, að meirihluti íbúa í Mið-Austurlöndum eru Súnní Arabar.
Og hann mundi senda fjölmennt herlið til Sýrlands - opinberlega til að berjast við ISIS.
Þá gæti það virkilega orðið, að gervöll Mið-Austurlönd færu í bál og brand, og það trúarbragðastríð sem hefur kraumað í Írak og Sýrlandi nú samtímis síðan 2014, mundi breiðast um þau öll.
Það yrðu miklu stærri átök en Víetnam - og til mikilla muna hættulegri, því að auðvelt er að smygla fólki yfir Miðjarðarhaf, þó allt væri gert til að stöðva smygl.
Slík átök, gætu einnig kynt til mikilla muna undir fylgi - hægri öfga flokka í Evrópu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2015 | 03:36
Væru Mið-austurlönd virkilega stöðugri með Saddam Hussain og Gaddhafi enn við völd?
Það virðist töluvert vinsæl söguskýring í dag - og fjöldi fólks sem vill trúa því a.m.k. sjálft að það hafi þekkingu á málum; gjarnan tekur þessa tilteknu afstöðu.
- Á hinn bóginn, held ég að þeir sem viðhafi þá afstöðu.
- Séu að taka afskaplega - þrönga afstöðu til fortíðarinnar.
- M.ö.o., á ég við, að þeir séu að velja að muna hvað hentar sinni skýringu.
Trump, Sanders say U.S. should not try to topple dictators
Spurning --> ERU ISIS ÞAÐ HÆTTULEG SAMTÖK, AÐ BETRA VÆRI AÐ SADDAM HUSSAIN HEFÐI ALDREI VERIÐ STEYPT?
Stjórnartíð Saddams Hussain:
Það þarf að setja málið í samhengi við það, hversu gersamlega hræðilegur stjórnandi Saddam Hussain var.
Síðan, ofmeta margir þeir sem -segja betra að halda einræðisherrum við völd- meintan stöðugleika þannig stjórna.
- En í stjórnartíð Saddam Hussain - voru nær stöðugar uppreisnir í gangi, það var ekki langur sá tími er hann sat á valdastóli, þegar hvort tveggja í senn var friður innan Íraks og friður milli Íraks og annarra landa í næsta nágrenni.
- Megnið af tímanum, var annað af tvennu - innanlands stríð, eða, að Írak átti í stríði við annað land.
Það er því afskaplega áhugavert - að muna eftir þessu, þegar menn sakna meints stöðugleika valdatíðar Saddams Hussains.
- Sennilega varð Saddam Hussain, allt að 1,7 milljón manns að fjörtjóni, þau ár sem hann stjórnaði Írak.
- Þó ISIS séu hræðileg samtök - eiga þau langt í land, að komast nokkurs staðar nærri því að drepa slíkan mannfjölda sem Saddam Hussain drap, beint eða óbeint.
Ég virkilega stundum velti því fyrir mér - hvað fólk á við þegar það talar um stöðugleika, er það virðist í ummælum - sakna valdatíðar Saddams Hussains.
- Það er náttúrulega Íran/Íraks stríðið 1980-1988, er hann réðst á Íran - markmið hans voru landvinningar. Hann ætlaði sér að færa tiltekin olíu-auðug svæði sem tilheyrðu Íran, inn fyrir landamæri Íraks. Þessi átök -sem Saddam Hussain ber einn ábyrgð á- kostaði samanlagt Íran og Írak nærri milljón manns.
- Undir lok Írans/Íraks stríðsins, framkvæmdi her Saddams Hussain - gríðarlega blóðugar árásir á Kúrda héröð Íraks, til að kveða niður uppreisn Kúrda - sem höfðu notfært sér átök Íraks og Írans. Engar nákvæmar tölur eru til - t.d. fræg gasárás á Halabaja sem varð þúsundum að fjörtjóni. En miklu mun fleiri voru drepnir af - morðsveitum Saddams Hussain, skipulögð hrannmorð, 180þ. Kúrdar í allt eru áætlaðir að hafi verið drepnir eða myrtir. Raunverulegt - þjóðarmorðs tilraun.
- Síðan má ekki gleyma innrás Saddams Hussain í Kúvæt - 1990. Eins og frægt er, þá safnaði Bush forseti, faðir síðari tíma - Bush forseta, her gegn Saddam Hussain. Og hrakti Saddam frá Kúvæt 1991.
- 1991, í kjölfar ósigurs Saddams Hussains í Kúvæt, risu Shítar upp í S-hluta Íraks í mjög fjölmennri uppreisn. Saddam Hussain, svaraði með sambærilegu morðæði og í átökum við Kúrda. Lauslega áætlað - hálf milljón Shíta lét lífið.
- Vegna víðtækrar samúðar sem Kúrdar fengu, og einnig shítar.
- Var sett upp mjög víðtækt - flugbanns svæði innan Íraks, 1991.
Eftir þessi átök - og óskapleg fjöldamorð.
Var Saddam Hussain - restina af valdatíð sinni, í umsátri.
Með algert viðskiptabann + þau öryggis svæði sem sett voru upp, til að vernda fjölmenna hópa innan Íraks, er höfðu sætt - óskaplega blóðugum ofsóknum.
Gaddhafi - var aldrei þetta hrikalega grimmur
Flesti virðast hafa algerlega - gleymt stríðunum sem Gaddhafi háði.
Líklega vegna þess, að þau átök - voru í hinu afskaplega fátæka og einangraða, Chad.
Þessi átök stóðu með hléum frá 1978-1987.
Og enduði með - algerum ósigri Gaddhafi.
Þarna voru um að ræða - endurteknar tilraunir Gaddhafi, til að ná Chad undir sig a.m.k. að hluta. Sbr. 1978, 1983, 1986.
Mótherji Gaddhafi - voru Frakkar, er studdu hvern þann sem barðist gegn tilraunum Gaddhafi, til að deila og drottna innan Chad.
Á endanum, tókst þeim að sameina alla ættbálka Chad - gegn Gaddhafi, sem þá beið herfilegan ósigur 1987. Þegar mestur völlur var á Ghaddhafi í þessum átökum, réð hann um helmingi landsins. Á endanum, samdi Gaddhafi frið 1994 við Chad.
- Tölur yfir mannfall, virðast eingöngu til um - þá heri sem voru að kljást.
- Virðist vanta alveg tölur um mannfall borgara landsins.
Það sé þó ljóst - að þessi átök voru ekkert í líkingu við að vera mannskæð á við þau átök sem Saddam Hussain stóð í, hvort sem við nefnum utanlands átök hans - eða, innanlands átök hans.
Fyrir utan þetta - þá studdi Gaddhafi skæruliðastríð í mörgum Afríkulöndum, langt fram eftir 9. áratugnum.
En í kjölfar átaka við Vesturlönd, sem fylgdu nokkrar sprengju-árásir á Líbýu, þar af ein er virtist tilraun til að ráða Gaddhafi af dögum.
- Þá virðist að Gaddhafi hafi söðlað um, og hann hóf - efnahags umbætur, einkavæðingu og verulega dróg úr lögregluríkinu, mikill fjöldi sem sat í fangabúðum var látinn laus.
- Það sem líklega réð miklu um uppreisnina 2011, má vera að hafi verið - umtalsverð misskipting í efnahags uppbyggingu milli svæða í Líbýu. En uppreisn hefst í Cyrenaica svæðinu í A-hluta landsins, þ.s. ekki eru neinar olíulyndir.
- Það var líka sennilega óánægja með það, hvernig fámennir hópar tengdir Gaddhafi - áttu stórum hluta helstu efnahagslegu auðæfi landsins.
Gaddhafi --> ákvað að brjóta þá uppreisn niður með hörku.
Eins og þekkt er --> Þá ákváðu tilteknar Evrópuþjóðir, með Frakkland og Ítalíu í broddi fylkingar - að styðja uppreisnina til sigurs.
- Sjálfsagt hefur ráðið miklu um afstöðu Frakka.
- Hið langa stríð, sem Frakkar háðu í reynd við Gaddhafi, með óbeinum hætti - í Chad.
Niðurstaða
Þegar menn tala um - stöðugleika einræðisstjórna.
Þá þurfa menn að muna eftir því - að Saddam Hussain, gerði 2-innrásir í önnur lönd. Síðan barðist hann tvisvar við mjög fjölmennar uppreisnir, þ.e. Kúrda annars vegar og Shíta hins vegar. Þær báðar barði hann niður með óskaplegri grimmd - þ.e. ca. 180þ. Kúrdar myrtir eða drepnir, og, mjög líklega yfir 500þ. Shítar. Fyrir utan nærri milljón manns er létu lífið í átökum Saddams Hussain við Íran.
Síðan hafði Gaddhafi afskipti af innanlands átökum víða um Afríku, frá seinni hluta 8. áratugarins - þar til undir lok þess 9.
Enginn hefur tekið saman tölur um - heildar mannfall. En það getur vart verið nokkur vafi um, að Gaddhafi stóð fyrir því að útbreiða -> Óstöðugleika innan fjölda landa á því tímabili.
Síðan hætti hann því alfarið á 10. áratugnum, og söðlaði yfir í fókus á efnahags uppbyggingu innan Líbýu. Hann slakaði nokkuð verulega á harðstjórn - en viðhélt öllum völdum innan sinnar fjölskyldu og aðila er voru í valdabandalagi við hann innan Líbýu.
- En það verður að muna að stór uppreisn hófst gegn honum 2011.
- Engin leið er að vita, hvort að þeim átökum hefði lokið með einhverjum lokasigri Gaddhafis, ef enginn utanaðkomandi hefði skipt sér af.
- En rétt er að muna, að annar einræðisherra - Assad, fékk einnig yfir sig uppreisn um svipað leiti, og hann virkilega hefur gert sitt besta til að brjóta þá uppreisn á bak aftur, og hefur ekki tekist - og þau átök hafa valdið flótta milljóna bæði út fyrir landið, og innan þess. Og ekki síst - veittu ISIS hreyfingunni þá aðstöðu sem hún þurfti, til að rísa upp og verða að raunverulegri ógn.
M.ö.o. - er engin leið að vita, að ástandið væri skárra í Líbýu, ef enginn utanaðkomandi hefði haft afskipti.
En þ.e. vel unnt að sjá fyrir sér þann möguleika, að í stað sigurs - hefðu þess í stað tekið við langframa skærustríð í Líbýu gegn stjórnvöldum, og að tengt þeim átökum - hefði orðið verulegur flóttamannastraumur til nágranalanda.
Og síðan, hefðu flóttamannabúðir, orðið hreyður stuðnings við þær hreyfingar er hefðu viðhaldið átökum við stjórnina í Tripoli.
- Punkturinn er sá - að í slíkri sviðsmynd, sem er algerlega hugsanleg, hefði ástandið vel getað orðið umtalsvert verra, en það ástand sem er innan Líbýu í dag.
En þrátt fyrir það að upplausn og átök séu í Líbýu.
- Og umtalsverður fjöldi fólks hafi flosnað frá heimkynnum innan landsins. Þá eru flóttamenn frá Líbýu ekki margir utan landsins - og mannfall í átökum, hefur ekki verið neitt í líkingu við það mannfall, er hefur orðið í Sýrlandi.
- Til samanburðar, þá stórfellt efa ég - að mannfall í átökum innan Íraks, eftir 2008 þegar bundinn var endir á þau borgaraátök er hófust í Írak, í kjölfar innrásar Bandaríkjanna 2003. Hafi verið nokkurs staðar nærri þaim tölum - sem sáust er Saddam Hussain var að murka lífið endurtekið úr innanlands uppreisnum þar.
Þegar menn muna söguna í heild --> Á ég erfitt með að finna ástæðu til að sakna Saddams Hussains, eða, Muammar Gaddhafi.
En þegar menn ímynda sér - skárra ástand. Þá virðast menn - kjósa að gleyma þeim mikla óstöðugleika sem þessir 2-einræðis herrar sjálfir stóðu fyrir í sinni valdatíð, og þeim sjálfs-sprottnu innanlands uppreisnum sem báðir glímdu við.
- Ég held að margir að auki --> Stórlega ofmeti hættuna af ISIS.
- En þrátt fyrir allt, hefur ISIS hvergi náð völdum, þ.s. íbúar svæðis - verjast þeim af einbeitni.
- Það bendir til þess, að þeir geti ekki náð völdum - í löndum sem eru sæmilega skipulögð, eða þ.s. íbúar lands - eru einbeittir í andstöðu.
- Í vissri kaldhæðni - getur verið að lönd þ.s. einræðisstjórnir ráða, séu þvert á móti - í mestri hættu. Vegna þess, að einræðis stjórnarfar, veldur alltaf því - að hluti íbúa er haldinn einbeittri heift gagnvart stjórnvöldum - vegna þess að allar einræðisstjórnir ástunda að hygla sumum hópum, sem smám saman skapar spennu og hatur milli íbúa. Og þ.e. einmitt í ástandi haturs og heiftar, sem samtök sem ISIS þrífast.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.12.2015 | 01:23
Úkraína neitar að greiða 3-ma.dollara skuld við Rússland sem fallin er á gjalddaga
Þetta er áhugaverð deila - rétt er að rifja upp, að ríkisstjórn Viktors Yanukovych fékk þessa 3-ma.dollara + loforð um 11ma. til viðbótar í framtíðinni, er hann á endanum samþykkti að undirrita samkomulag við Pútín - um aðild að svokölluðu "Evrasíu-tollabandalagi" sem Pútín setti fram sem - annan valkost í stað hugsanlegrar ESB aðildar Úkraínu.
Rétt að auki, að árétta - að mánuðina á undan, hafði Pútín að auki beitt Úkraínu stigmagnandi viðskipta-þvingunum, til að leggja frekari áherslu á þann punkt - að Viktor Yanukovych ætti að samþykkja aðild að "Evrasíu-tollabandalagi" Pútíns.
- Galli við þetta sem - valkost er sá, að hann fól í sér mjög harkalega fullveldisskerðingu Úkraínu --> Eiginlega það að Úkraína afhenti Pútín verulegan hluta fullveldis landsins.
- Þannig séð má segja, að sú fullveldis skerðing hafi að mörgu leiti verið sambærileg við þá sem aðildarríki ESB gangast undir, við fulla aðild <--> En ekki er allt sem sýnist, þ.s. að svo fjölmennt ríki sem Úkraína, hefði öðlast umtalsverð áhrif innan stofnana ESB - þ.e. verið eitt af stóru löndunum innan ESB, því fengið tiltölulega mörg atkvæði innan Ráðherraráðs ESB, og að auki - tiltölulega marga þingmenn á svokölluðu Evrópuþingi.
- Það þíðir, að Úkraína sem ESB meðlimur - hefði náð verulega til baka af þeirri fullveldisskerðingu, í gegnum mjög raunveruleg áhrif innan stofnanaverks ESB.
- En aðild Úkraínu að Evrasíubandalagi Pútíns - veitti ekki sambærileg áhrif til að bæta upp fullveldisskerðingu --> Þannig, að í útkoman hefði orðið, umtalsverð varanleg fullveldisskerðing Úkraínu - til Pútíns; ef aðild Úkraínu að Evrasíu-tollabandalagi Pútíns, hefði gengið eftir.
Þetta er auðvitað - - ástæða þess að það varð svo mikil reiðialda meðal almennings í Úkraínu <--> Þ.e. aðferðin, að Pútín beitti Úkraínu mánuðum saman mjög tilfinnanlegum fyrir Úkraínu þvingunum <--> Síðan auðvitað það, að Pútín var með þeim þvingunum, að stýra augljóslega framtíð Úkraínu inn í feril, sem var að mati Pútíns - til muna hentugra hagsmunum Rússlands. gegnt augljósum vilja meirihluta úkraínsku þjóðarinnar <--> Pútín greinilega mat það svo, að Viktor Yanukovych mundi standa af sér þann storm sem mundi rísa, sem í ljósi atburða var augljóst - vanmat á stöðunni innan Úkraínu <--> En fyrir rest, féll ríkisstjórn Viktors Yanukovych saman innan frá, þegar hluti þingmanna Flokks Héraðanna stjórnarflokks landsins gekk til liðs við stjórnarandstöðuna, svo að ríkisstjórnin missti sinn þingmeirihluta.
Þetta -fall innan frá- hefur síðan verið í rússneskum fjölmiðlum, básúnað sem - valdarán skipulagt af Vesturlöndum.
Sem það að sjálfsögðu var ekki, en - ekkert er ólöglegt við það, að stjórnarmeirihluti falli - þegar ríkisstjórnarflokkurinn sjálfur klofnar.
Og síðan, þegar nýr meirihluti myndast á þinginu - þá rísi upp ný ríkisstjórn, er tekur yfir stjórn landsins.
- Þetta er - í fullkomnu samræmi við V-evrópska þingræðisreglu.
- Afar kjánaleg ásökun - að kalla slík þingræðisleg valdaskipti; valdarán.
Ukraine increases Russia tensions with refusal to pay $3bn bond
Ukraine Halts Repayments on $3.5 Billion It Owes Russia
Afstaða Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins er áhugaverð
En sl. sumar - samþykkti stjórn AGS, að veita ríkisstjórn Úkraínu - neyðarlán, burtséð frá því hvað mundi gerast í deilu ríkisstjórnar Rússlands og ríkisstjórnar Úkraínu, um þetta 3-ma.dollara lán.
Með þessu, styrkti AGS samningsstöðu ríkisstjórnar Úkraínu gagnvart Pútín, þegar kemur að deilu um þessa peninga - en skv. þeirri ákvörðun; þá lítur AGS ekki á þ.s. - greiðsluþrot landsins, að samningar við Rússland um greiðslu þeirra peninga, fari út um þúfur.
Annað er mjög athyglisvert - að sl. sumar, tókst einnig samkomulag við almenna kröfuhafa -aðra en Rússland- um 20% höfuðstóls lækkun skulda Úkraínu.
Mjög sennilega, gerði ákvörðun AGS - það samkomulag mögulegt.
En með því, líklega sannfærði AGS aðra kröfuhafa hópa, um það að taka aðra afstöðu til skuldar Úkraínu við Rússland - en aðrar skuldir landsins.
Þannig að það séu -- samantekin ráð að líta ekki á þ.s. greiðslufall að stjórnvöld Úkraínu greiði ekki af skuld við stjórnvöld Rússland - á tilsettum tíma!
- Ég reikna með því, að aðilar hafi sannfærst um það atriði, að deilan væri fyrst og fremst - milliríkja pólitísk.
- Hluti af hinni stærri deilu Rússlands og Úkraínu.
Þannig að ákvarðanir Rússlands - séu taldar mótast af -pólitík- fremur en viðskiptasjónarmiðum.
Ég held að það sé alls ekki ósanngjörn ályktun.
Með þessu hafa kröfuhafar og AGS - kúplað Rússalánið út fyrir sviga, þannig að það trufli ekki það ferli að endurskipuleggja skuldir Úkraínu og efnahag Úkraínu!
Það má segja - að þetta feli í sér -samantekin ráð um að- ef Rússland samþykki ekki 20% niðurskurð höfuðstóls, eins og krafist er af Kíev.
Þá sé það samantekin ráð - að leiða þá deilu hjá sér
Með þessu - þá einnig forða menn þeirri útkomu, að Rússland trufli endurskipulagningu skulda Úkraínu, og þar með einnig - efnahags Úkraínu.
Samningsstaða Pútíns - sé þá sama skapi, veikt.
Samningsstaða stjórnvalda í Kíev - sama skapi, styrkt.
- Þess vegna geta stjórnvöld Úkraínu nú, neitað að borga.
- Án þess, að með því verði til - "credit event."
Sjálfsagt hafa margir þessara aðila - takmarkaða samúð með afstöðu Kremlverja.
Vegna þess að hún sé talin, fyrst og fremst ætlað að - veikja stöðu Úkraínu, grafa undan getu landsins til að koma sínum málum í lag --> Að m.ö.o. Kremlverjar hafi engan áhuga á samkomulagi, vegna þess að í þeirra augum; sé málið angi af mun stærri deilu við Rússland um landið og þjóðríkið Úkraínu.
- M.ö.o. - meti aðrir kröfuhafar að, afstaða Kremlverja sé skaðleg fyrir þeirra hagsmuni.
- Þannig fari hagsmunir annarra kröfuhafa, og stjv. í Kíev - saman í þessu máli, og leiði fram þá útkomu.
- Að heildar sátt meðal annarra kröfuhafa og AGS - myndaðist sl. sumar, um það að - taka Rússlands lánið alfarið út fyrir sviga.
- Þannig, leyfi aðilarnir ekki deilu Kremlverja og Kíev - að skaða hagsmuni annarra aðila sem eiga skuldir á hendur úkraínskum stjv.
Niðurstaða
Afstaða annarra kröfuhafa en Rússa, ásamt AGS. Leiði líklega til þess - að úkraínsk stjórnvöld munu sennilega komast upp með það að borga ekki einn dollar til stjórnvalda í Rússlandi, fyrr en þau hafa fallist á það sama samkomulag og aðrir kröfuhafar gerðu við stjórnvöld Úkraínu sl. sumar.
Það hugsanlega þíðir - að ef Kremlverjar sitja við sinn keip - að mörg ár geta liðið þ.s. stál stendur í stál milli Kíev og Moskvu; og ekki er dollar greiddur af skuldinni.
En á meðan, þá muni aðrir kröfuhafar og AGS - leitast við að tryggja að sú deila hafi sem allra minnst áhrif á þeirra hagsmuni; sem séu þeir - að Úkraínu takist að standa við greiðslur við þá aðila og AGS til framtíðar.
Það felur í sér, að efnahagsleg endurskipulagning Úkraínu, verður þá að takast.
- Rússar eru þá gerðir hornreka með sína afstöðu.
- Samantekin ráð um að deilan skapi ekki "credit event."
Þannig séu tennurnar dregnar úr rússneskum stjórnvöldum í þessu tiltekna máli.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2015 | 22:53
Ísrael virðist óvænt ætla að verða það land sem mest græðir á deilum Tyrklands og Rússlands
Fréttir hafa borist af óvæntum sáttum Tyrklands og Ísraels, en löndin 2-hafa haft stirð samskipti síðan 2010, er ísraelskir sérsveitarmenn - réðust um borð í tyrkneskt skip, er var á leið til Gaza strandar - með hóp aðgerðasinna um borð; hópur sem var andvígur viðvarandi umsáturs ástandi Ísraels um Gaza - síðan Hamas náði þar völdum.
Israel and Turkey Agree to Restore Diplomatic Ties
Israel and Turkey poised to restore ties after 5-year rift
Tyrkland virðist planleggja að kaupa gas af Ísrael, í stað þess að kaupa gas af Rússlandi
- Eins og sést á korti, hefur Ísrael fundið nokkuð af gasi innan sinnar lögsögu. Gaslyndin kennd við "Leviathan" er langsamlega stærst. En einnig enn sem komið er - ekki nýtt. Það stafar af því, að fram að þessu hefur Ísrael vantað nægilega stóran kaupanda.
- Þar kemur Tyrkland til sögunnar, nú þegar gas-viðskipti Tyrklands og Rússlands, eru komin í óvissu eftir að samskipti Tyrklands og Rússlands hafa versnað til mikilla muna undanfarið.
- Aðrar gaslyndir gera Ísrael sjálfu sér nægt um gas og gott betur.
Skv. fréttum -- þá mun Tyrkland:
- Falla frá dómsmálum gagnvart ísraelskum sérsveitarmönnum.
- Og vísa frá Tyrklandi sendimönnum Hamas er hafa fengið að starfa fyrir opnum tjöldum í Tyrklandi í nokkur ár.
Ísrael mun á móti:
- Setja upp sjóð til að veita fjölskyldum þeirra Tyrkja er létust í árás ísraelskra sérsveitarmanna 2010 - fébætur.
- Löndin 2-munu síðan að nýju, skiptast á sendiherrum, og taka aftur þar með upp full dyplómatísk samskipti.
Samningar um byggingu leiðslu frá "Leviathan" svæðinu til Tyrklands - munu síðan fljótlega hefjast.
Löndin 2 hafa ræðst við - við og við í gegnum árin.
En einungis nýlega - virtist nýr vilji til sátta hafa risið.
- Ég sé ekki að það geti mögulega verið tilviljun - að þ.e. skömmu eftir að Tyrkland lenti í alvarlegri deilu við Rússland - sem ekki lýtur út fyrir að ljúka fljótlega.
Niðurstaða
Miðað við þessar fréttir - virðist stefna í að 2-gamlir bandamenn í Mið-austurlöndum, en löndin 2-voru það á árum áður; jafni 5-ára langar deilur sínar þannig að fullar sættist takist.
En Tyrkland og Ísrael á árum áður, höfðu með sér víðtækt samstarf, ekki síst á hernaðarsviðinu.
Sennilega verður það samstarf endurreist - í kjölfar þess að Tyrkland hefur viðskipti við Ísrael.
- Útkoman er augljóst tjón fyrir Rússland - sem stefnir þá í að tapa stórum viðskiptavini, þ.e. Tyrklandi.
- Bendi á að þ.e. ekki endilega svo einfalt fyrir Rússland að selja það gas, eitthvert annað. Gaslyndirnar eru þar sem þær eru - Rússland er risa stórt. Að selja gasið annað, getur falið í sér -- mikla fjárfestingu í formi nýrrar gasleiðsla. Sem mundi taka fjölda ára að reisa.
- Á meðan, hefði Rússland hugsanlega engar tekjur af þeim lyndum, er voru notaðar til að veita gasi til Tyrklands.
Höfum í huga að auki - að heims markaðsverð fyrir olíu og gas, er nú það lægsta sem sést hefur í langan tíma. Rússland er því í harðindum þ.s. olía og gas er 70% útflutningstekna Rússlands.
Að missa stóran kaupanda - er að bæta gráu ofan á svart.
- Annað tap er einnig til staðar í því að Tyrkland og Ísrael, endurreisi sín fyrri samskipti.
- Sem er það, að þar með taka 2-öflugustu hernaðarveldi Mið-Austurlanda, að nýju upp samvinnu.
Afar ósennilegt er að - sú samvinna verði Rússlandi sérlega vinsamleg.
Þannig að þessar fréttir fela þá í sér - nýja ógn fyrir stöðu Rússlands innan Sýrlands og Mið-Austurlanda almennt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.12.2015 | 00:24
Hin heimskulega andstaða Pútíns gagnvart frýverslun Úkraínu við meðlimalönd ESB, hefur nú leitt til ákvörðunar Pútíns að enda frýverslun Úkraínu við Rússland
Persónulega er ég algerlega viss að þetta eru mistök af hálfu Pútíns.
Eitt af fjölmörgum vandamálum við Pútín - virðist eindregin "zero/sum" hugsun hans.
M.ö.o. virðist hann ófær um að sjá - að Rússland í reynd græði á því að Úkraína hafi frjálsa verslun við aðildarlönd ESB. Samtímis, að það sé í reynd umtalsvert tap fyrir Rússland, að frjáls viðskipti Úkraínu við Rússland séu afnumin.
Hann virðist ekki geta séð, að frjáls verslun Úkraínu við ESB - sé alls engin ógn við Rússland.
Eða að áframhaldandi frjáls viðskipti Rússlands við Úkraínu, gátu ákaflega vel farið saman við, frjáls viðskipti Úkraínu á sama tíma við ESB aðildarlönd.
Pútín <--> Virðist ekki skilja eða samþykkja hugtakið, gagnkvæmur gróði.
Í hans heimi, hljóti gróði eins, alltaf að vera tap einhvers annars.
Í "zero/sum" hugmyndaheimi hans - þá sé frýverslun Úkraínu við ESB aðildarlönd, áfall - ógn - tap fyrir Rússland.
Sem sé fullkomlega órökrétt afstaða!
Putin suspends trade zone with Ukraine
Í hugmyndaheimi Pútíns - er barátta um Úkraínu í gangi milli Vesturlanda og Rússlands, og lengi hefur verið!
En málið er að Pútín bjó þau átök til - algerlega einn og óstuddur.
- Hann kaus að sjá frýverslunarsamning ESB og Úkraínu sem ógn, þegar sá samningur var alls engin ógn við Rússland - þvert á móti til lengri tíma litið, einnig gróði Rússlands.
- Þegar skammt var í að þeim samningi væri lokið, beitti hann þáverandi forseta Úkraínu, Viktor Yanukovych - þrýstingi að falla frá þeim samningi -> Bauð þess í stað, samning við Rússland. Jafnharðan, beitti Pútín Úkraínu - stigmagnandi viðskiptaþvingunum, mjög sambærilegum þeim sem Rússland í dag beitir Tyrkland. En aðferðin var sú hin nákvæmlega sama, og beitt er til að stöðva matvæla-innflutning frá Tyrklandi. Þ.e. að beita heilbrigðis-eftirliti Rússland, og láta það stöðva innflutning matvæla undir yfirskyni meintrar heilbrigðis ógnar. Þessari aðferð hefur nú Pútín ítrekað beitt - t.d. einnig gagnvart Moldavíu. Og að auki gegn V-Evrópu löndum til að stöðva matvæla innflutning þaðan. Formlega er þetta ekki viðskiptaþvinganir -> En einungis þeir sem stinga hausnum í sandinn, sjá ekki að slíkar aðgerðir eru algerlega undir stjórn Kremlar, og viðskiptaþvinganir í reynd. Þær þvinganir voru tilfinnanlegar fyrir Úkraínu, sem hefur lengi selt mikið af matvælum til Rússlands. Og því -- öflug þvingunaraðgerð á ríkisstjórn Viktors Yanukovych.
- Fyrst að það þurfti stigvaxandi þvinganir, til að fá Viktor Yanukovych til að undirrita samning í staðinn við Pútín, og lokum 3-ma.dollara mútur til Viktors Yanukovych ásamt loforði um 11ma. í framhaldinu - er ljóst að eitthvað mikið var að þeim samningi. Og svo var, en hann í reynd - - að stórum hluta, hefði afnumið efnahagslegt sjálfstæði Úkraínu. Þ.e. hann fól í sér, svipað fullveldis afsal til Kremlar, og tja - það afsal fullveldis sem ríki verða fyrir er þau ganga í ESB. Þannig að samningurinn við Pútín, fól í sér umtalsvert meira fullveldis afsal Úkraínu, en samningur sambærilegur við EES samning Íslands - sem Úkraína var við það að undirrita er afskipti Pútíns hófust af málefnum Úkraínu.
- En sem meðlimaríki ESB, þá hefur stórt lands eins og Úkraína, heilmikil áhrif innan ESB --> Úkraina hefði raunverulega náð til baka í formi áhrifa á ákvarðanatöku ESB, stórum hluta eða jafnvel öllum hluta af því sjálfstæði sem Úkraína hefði sem meðlimur lagt í hið sameiginlega Púkk. Meðan að Pútín --> Bauð ekki upp á nokkur hin minnstu áhrif til baka. Þannig að samningurinn sem Pútín reyndi að þvinga upp á Úkraínu. Fól í sér mjög raunverulegt fullveldis afsal, til Pútíns sjálfs --> Sem engin ástæða er að ætla að ekki hefði verið varanlegt.
- Í þessu samhengi, verður það fullkomlega skiljanlegt - af hverju það varð þessi risastóra reiðibylgja meðal almennings í Úkraínu, og einnig - af hverju sú reiðibylgja fékk sterkan þjóðernis tón. Enda, fól andstaða við samning þann við Pútín, sem Pútín tókst fyrir rest að þvinga Viktor Yanukovych til að undirrita --> Í sér, að almenningur var að leitast við að verja sjálfstæði Úkraínu.
- Í reynd hafa átök Úkraínu við Rússland <--> Alla tíð síðan, Viktor Yanukovych - hrökklaðist frá völdum. Snúist um varnarbaráttu landsins gagnvart ásælni Pútíns.
- Sem sér virkilega ofsjónum yfir sjálfstæði þess lands, enda margsinnis lýst því yfir í vitna viðurvist, að hrun Sovétríkjanna - sem leiddi til sjálfstæðis Úkraínu, hefði verið eitt hið stærsta áfall er Rússland hefur orðið fyrir.
Í augum Pútíns - fela aukin viðskipti Úkraínu við Vesturlönd það í sér, að Vestræn áhrif innan Úkraínu vaxi á kostnað rússneskra áhrifa.
Hann virðist sannfærður um það, að til staðar sé - masterplan á vesturlöndum um það að valta yfir Rússland í Úkraínu, og að viðskiptasamningurinn við Úkraínu hafi verið mikilvægur þáttur í þeirri herferð.
Þetta er auðvitað -- algerlega snargalin afstaða.
- En það sem Pútín hefur í reynd gert, með offorsi sínu, með því að vísvitandi hefja átök við Vesturlönd um Úkraínu.
- Er að gera meirihluta íbúa Úkraínu, andsnúna Rússlandi - í miklu mun meira mæli en áður.
Með tilraunum hans, til að afnema stærstum hluta sjálfstæði Úkraínu.
Síðan, þegar hann - rændi stórum landskika af Úkraínu, notaði algerlega ólýðræðislega kosningu sem tilliástæðu, og fullkomlega tilbúna meinta hættu fyrir Sevastopol.
Og ekki síst, sendi flugumenn á sínum vegum, til að magna upp stríð í A-Úkraínu - fékk fámennan hóp þjóðernis ofstækismanna til að rísa upp, sendi þeim síðan þúsundir rússn. málaliða ásamt vopnum --> M.ö.o. algerlega tilbúin uppreisn, í sambærilegu stíl við aðgerð Reagans gegn Sandinista stjórn Nicaragua á 9. áratugnum þegar Bandaríkin bjuggu til svokallaða Contra skæruliða.
Þannig hafa skipulagðar árásir Pútíns á Úkraínu - - haldið áfram nú samfellt í nokkur ár.
Og leitt til manntjóns meir en 8þ. manns.
Allt fullkomlega á ábyrgð Pútíns.
Fyrir Pútín, hefur það sannað trú Pútíns á Vestrænt samsæri, að Vesturlönd hafa komið Úkraínu til aðstoðar með margvíslegum óbeinum hætti!
En vesturlönd eru þarna að bregðast við - - stöðugum skipulögðum árásum Pútíns á Úkraínu. Pútín gat vart reiknað með því, að Vesturlönd - létu málið algerlega afskiptalaust. Né gat hann vart reiknað með - vægari aðgerðum en þeim sem Vesturlönd hafa beitt.
Þetta er í reynd hugtakið -- "self fulfilling prophecy."
Þ.e. að líta svo á - að þegar aðilar svara veita viðspyrnu; þá sé það þar með sönnun þess - að sá aðili hafi allan tímann haft illt í hyggju.
M.ö.o. þegar Vesturlönd, komu Úkraínu til aðstoðar -- virðist Pútín þar með hafa litið á það sem staðfestingu þess; að Vesturlönd hafi haft áform um að ásælast Úkraínu.
- Í reynd var það Pútín sjálfur sem allan tímann var að ásælast það land.
- En hann virðist fljótur að reikna með því --> Að aðrir hugsi eins og hann sálfur.
Af hverju var viðskiptasamningur Úkraínu engin ógn við Rússland?
Þetta er afar einfalt mál - en ég bendi á að Rússland hefur til margra ára viðhaft mjög mikil viðskipti við Þýskaland.
Þjóðverjar reka fjölmörg fyrirtæki innan Rússlands - þar með framleiðslufyrirtæki.
Þjóðverjar eru auðvitað - fullir meðlimir að ESB.
Úkraínu stóð í reynd ekki til boða - full aðild.
Einungis samningur sambærilegan við EES - sem Ísland gerði 1994.
- Rússland hefur lengi grætt á því að fá ódýrara vinnu-afl frá Úkraínu.
- Síðan hefur Rússland fengið matvæli frá Úkraínu - á hagstæðara verði en matvæli frá V-Evrópu bjóðast.
- Rússland hefur einnig verið kaupandi á stáli frá Úkraínu - sem og flutningavélum þ.e. Antonov, og Zenith eldflaugum sem geta skotið gerfihnöttum á sporbaug, og margvíslegri annarri framleiðslu frá Úkraínu - er hefur verið sérhæfð fyrir Rússlands markað.
Það var ekkert sem benti til þess, að nokkur þeirra viðskipta mundu verða í hættu.
Fremur en það hefur verið vandamál fyrir Rússland að eiga í viðskiptum við Þýskaland.
Og fyrst að þau hafa verið hagstæð fyrir Rússland.
Var ekkert sem benti til þess, að þau gætu ekki áfram verið það.
M.ö.o. var ekkert sem benti til þess <--> Að þó svo að Úkraína mundi auka viðskipti við V-Evrópu, að það mundi skerða í nokkru, viðskipti Úkraínu við Rússland.
M.ö.o. sé það gersamlega rangt, að líta á þessi mál í "Zero/sum" samhengi.
Þess í stað erum við að tala um - batnandi efnahag Úkraínu, sem nettó útkomu.
Það blasir ekki beint við mér, að það hefði verið ógn við Rússland.
- Pútín hefur aldrei nefnt nokkurt það vandamál, sem ekki hefur verið auðvelt að leysa - ef vilji væri fyrir hendi.
- T.d. varðandi meinta hættu, á að úkraínsk fyrirtæki - "dumpuðu" Vestrænum varningi ódýrar yfir Rússland; auðvelt að hindra - með uppbyggingu nægilega öflugra eftirlits stofnana.
Þetta snýst um - upprunavottun varnings.
Og að fylgst sé með því - að ekki sé svindlað.
Slíkt eftirlit er eðlilega á könnu samkeppnis eftirlits stofnunar.
Sem Úkraína hefði þurft að byggja upp - en fyrst að þ.e. mögulegt að uppruna votta vörur í V-Evrópu, og fylgjast síðan með -- þá var ekkert ómögulegt að láta það virka í samhengi Úkraínu og Rússlands.
- Ég er að segja - að aðför Pútíns að Úkraínu hafi verið fullkomlega óþörf aðgerð.
- Pútín hafi miklað upp ógn fyrir Rússland, sem raunverulega var ekki til staðar.
- Hann hafi með aðgerðum sínum gegn Úkraínu, valdið dauða yfir 8þ. manns, ásamt miklu tjóni innan Úkraínu -- og fengið yfir sig, refsiaðgerðir Vesturlanda, sem valda efnahagstjóni fyrir Rússland ofan á það tjón er Rússland hefur orðið fyrir vegna lækkunar olíuverðs.
- Hann hafi eyðilagt viðskiptasambönd við Vesturlönd, sem áður fóru vaxandi - en t.d. voru framundan miklar fjárfestingar Vestrænna olíufyrirtækja í rússn. olíu-iðnaði, til að leita nýrra olíulynda í N-Íshafi, og einnig í því skyni að hefja -fracking- innan Rússlands. Þær fjárfestingar - er áður nutu blessunar Pútíns, hefðu aukið olíuframleiðslu Rússlands til framtíðar.
- Ekki má gleyma því heldur, að ári áður en Pútín hóf aðgerðir gegn Úkraínu - þá kom forseti Kína í langa opinbera heimsókn til Evrópu, þ.s. hann lagði mikla áherslu á svokallaða -silkileið- þ.e. verslunarleið í gegnum Rússland. Alla leið til Evrópu.
- Vegna þeirra átaka sem Pútín - bjó til við Vesturlönd, fullkomlega að óþörfu. Þá eru þau áform - á ís um óákveðinn tíma.
- En ég er öruggur að ekkert land hefði meir grætt á þeim áformum, en einmitt Rússland.
- Þarna hefði getað hafist gríðarleg efnahags-uppbygging innan Rússland, meðfram þeirri nýju viðskiptaleið - - en öll þau svæði innan Rússland, sem þær samgöngu-æðar hefði hríslast í gegnum; hefðu þar með - komist í alfararleið viðskipta milli Evrópu og Kína.
Þessu öllu hefur Pútín fórnað - þ.e. uppbyggingu er hefði tryggt að lífskjör Rússa hefðu áfram getað farið stig hækkandi.
Þess í stað, hefur Pútín lokað á þetta, á þessa uppbyggingu - fjárfestingar Vestrænna aðila í Rússlandi hafa að mestu hætt - Kína hefur sjálft eingöngu í dag, áhuga á fjárfestingum á olíu og gasi.
Og Kína í staðinn, beinir vaxandi mæli sjónum á -- pólsiglingar.
Útlit fyrir að - Rússland verði áfram fast í því að selja olíu og gas.
Og lífskjör Rússa hafa hrunið um meir en ---> 50%.
Sem þíðir - að kjör Rússa eru að nálgast aftur upphafsreit þegar Pútín tók við ca. 2000.
___________________
Þvert ofan á fjálglegar lýsingar sumra á snilligáfu Pútíns.
Þá virðist mér Pútín vera að sigla Rússlandi inn í öngstræti.
Niðurstaða
Í mínum augum er Pútín sem leiðtogi, hamfarir fyrir rússneskt samfélag. En hann virðist á góðri leið með að loka Rússland og rússneska þjóð - inni í öngstræti. Á sama tíma og heimurinn er óðum að stefna að því að - minnka notkun á olíu og gasi.
Sem eru nánast einu útflutningsvörur Rússlands.
Þá hefur Pútín lokað á stórfellda efnahags uppbyggingu er sannarlega var í farvatninu fyrir Rússland, ári áður en - aðför Pútíns að Úkraínu hófst.
Og það út á meinta hættu, sem einfaldlega var ekki til staðar.
M.ö.o. er ég að segja að Pútín sé þröngsýnt fífl.
Allt heila klabbið sé honum að kenna, þ.e. deilurnar um Úkraínu - sem aldrei hefðu farið af stað ef Pútín hefði ekki ákveðið að líta á samning Úkraínu við ESB sem ógn við Rússland; sem sá samningur alls ekki var og aldrei hefur verið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar