Nýjar lækkanir verðlags olíu hljóta að vera slæmar fréttir fyrir Noreg

En skv. fréttum sunnudags, þá fór "Brent Crude" rétt niður fyrir 36$ fatið.
Það hafa borist fréttir af því að verulegar fjölda-uppsagnir hafi verið innan norska olíuiðnaðarins.

  1. Sannast sagna veit ég ekki - hvar "break even point" er fyrir norska olíuiðnaðinn.
  2. En sá gæti t.d. verið nærri 80$. Ég fullyrði það ekki. En sá er líklega hærri en sársaukamörk "fracking" iðnaðarins.
  3. Fyrir svokallaðan "fracking olíu-iðnað" virðist sá vera milli 50-60$ fatið.

Ef þetta er rétt hjá mér - þá eru það slæmar fregnir fyrir norska olíu-iðnaðinn.
Því að mér skilst að "fracking olíuiðnaðurinn" geti náð sér fremur fljótlega - en einhver fyrirtæki munu kaupa upp réttindi þeirra fyrirtækja er fara á hausinn fyrir slikk, og þeirra tækniþekkingu - þannig varðveita hana.

En "fracking" iðnaðurinn starfar á landi - og þau berglög sem hann var að vinna með, eru sennilega nær fullrannsökuð.
Það virðist afar sennilegt - að hann geti starfað við lægri kostnað.

En norski olíu-iðnaðurinn, með sína gríðarlegu borpalla og leiðslur sem liggja í land gjarnan langt frá sjó --> Þannig örugglega starfað við lægra olíuverð en norski olíu-iðnaðurinn.

  1. Punkturinn er sá - að það sennilega rökrétt þíðir, að ef eftir nokkur ár - olíuverð aftur fer að hækka.
  2. Þá grunar mig, að um leið og það fer yfir sársaukamörk "fracking" iðnaðarins - muni sá fremur skjótlega hefja að nýju dælingu og borun nýrra brunna.
  • Og geta þannig - fremur sennilega - dælt inn nægilegu magni af olíu, svo að markaðurinn mettist að nægilegu marki --> Þannig að olíuverð nái ekki að hækka nægilega mikið.
  • Svo að norski olíu-iðnaðurinn geti borið sig að nýju.

Þetta getur m.ö.o. þítt -- að norski olíuiðnaðurinn sé búinn að vera!
Að þetta sé alls ekki skammtímakreppa í Noregi - sem sé hafin hjá Norðmönnum.

Þetta er að sjálfsögðu einnig -ef rétt er ályktað- endapunktur fyrir olíudrauma Íslendinga djúpt í hafi fyrir Norðan land. Það geti farið að sú olía verði aldrei nýtt.

 

Niðurstaða

Mig er farið að gruna að Noregur sé kominn í raunverulegan vanda - ef ályktun mín er rétt að norski olíuiðnaðurinn sé fremur sennilega búinn að vera --> Af völdum þeirra tækniframfara er hafa gert "fracking" mögulegt, þannig það mögulegt að vinna olíu á landi úr víðfeðmum olíu leirsteins lögum sem víða má finna í heiminum.

Þetta eiginlega -- fullkomlega drepur þá kenningu að olíubirgðir heimsins sé að þrjóta.

Þá verð ég að ítreka ályktun mína er ég síðast fjallaði um þennan vanda Noregs --> Að norsku ofurlaunin séu sennilega á förum á næstunni: Ofurlaunin í Noregi geta verið búin á næsta ári.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Áður en olíuævintýrið byrjaði í Noregi, var þetta fátækt landbúnaðarland en því miður bar þeim ekki gæfa til að skjóta styrkari stoðum undir annan atvinnuveg, nema þeir hafa náð sér ágætlega á skrið í fiskeldi, en það er ekki það stórt að það geti komið í stað olíunnar.

Jóhann Elíasson, 28.12.2015 kl. 09:23

2 identicon

Olíu þarfir heimsins, rís skarpar en framleiðslan.  Og það að olíulyndirnar séu ekki að þrjóta, er því miður bara skammsýni.  Ein aðal ástæða þessara aðstæðna er að maður hefur fundið auðlyndir, sem eru "dýrar" í framleiðslu.  Samt að bandaríkin hafa skipt um "pólitík" í þessum málum.  Hvoru tveggja er "skammtíma" áætlun.

Eins og svo oft áður, þá missir maður alveg hverjir verði fyrir valnum á þessari áætlun.  Bandaríkin geta framleitt nánast 2/3 af þörfum sínum, Kínverjar um helming og Rússar þrisvar sinnum meira en þeir þurfa á að halda.  Evrópa, getur ekki einu sinni framleitt 1/10 af þörfum sínum.

Málið er þó mun flóknara en þetta ... en hvað varðar Noreg, þá hafa þeir farið illa að ráði sínu, eins og Svíar og Danir einnig.  Því miður er það svo að Evrópa missti stóran hluta af "hugviti" sínu til Bandaríkjanna í lok síðari heimstyrjaldarinnar, og mun líklega aldrei jafna sig á því.  Ekki af því að í Evrópu fæðist ekki gáfað fólk, heldur vegna þess að í stað "gáfumanna", þá hefur Evrópa lítið gert annað en að hlusta á gap skríkjandi "vangefinna" kerlinga undanfarin ár, og munu seint, ef nokkurn tíma, vaxa úr því.

Að öðru leiti er ég sammála niðurstöðum þínum, í þessu ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.12.2015 kl. 20:18

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, það eru "oil shale" svæði víða um heim, meira að segja stórt svæði í N-Síberíu, algerlega ónýtt - meira að segja Kína á slík svæði sem þeir hafa ekki nýtt -líklega skortir þar vatn- og það eru líkur á þeim á nokkrum svæðum innan Evrópu, og enn víðar um heiminn.

    • Þetta er eins og ég sagði - tæknibylting hefur opnað fyrir aðgengi að olíubirgðum sem áður var ekki mögulegt að vinna; það leiðir allt í einu til þess - að heims olíubirgðir eru augljóslega ekki að þrjóta nk. áratugi.

    • Peak oil - kenningin er þar með fallin.

    Þannig, að ef þ.e. eins og þú segir - að eftirspurn í heiminum haldi áfram að vaxa stöðugt, þá hefur "fracking" iðnaðurinn gríðarleg vaxtartækifæri víða um heim - og gnægð af "oil shale" til að vinna úr.

    Kannski 100 ár af slíku - - og það lengi haldið olíuverði nægilega lágu til þess að það borgi sig ekki að nýta olíubirgðir undir hafsbotni.
    Slík vinnsla sennilega mun þá leggjast af.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 28.12.2015 kl. 23:07

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (28.3.): 3
    • Sl. sólarhring: 3
    • Sl. viku: 36
    • Frá upphafi: 845414

    Annað

    • Innlit í dag: 3
    • Innlit sl. viku: 33
    • Gestir í dag: 3
    • IP-tölur í dag: 3

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband