Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Financial Times gerði áhugaverða rannsókn á því hvaðan ISIS aflar sér skotfæra

Niðurstaðan virðist að mesta magnið afli ISIS sér í gegnum sýrlenska vopnasala, en einnig afli ISIS sér skotfæra í gegnum íraska vopnasala.
Vopnasalarnir virðast vera - millimenn, þ.e. seljendur sem þeir kaupa af, sjá aldrei - né vita af - endanlegum kaupendum.
Og vopnasalarnir eingöngu selja þeim sem eiga peninga.

Isis: The munitions trail

ISIS virðist mest nota rússneska hríðskotaryffla - Kalashnikov.
Sennilega vegna þess hve framboð er mikið í Mið-Austurlöndum af skotfærum fyrir þau vopn.

Rússneskar þungar vélbyssur virðast einnig vinsælastar meðal ISIS, af þyngri vopnum - sennilega aftur af sömu ástæðu, vegna þess hve mikið sé af skotfærabyrgðum fyrir þau vopn liggjandi um Mið-Austurlönd.

Mér finnst það áhugavert - að ISIS hafi ekki kosið að nota M16 Rifflana sem þeir náðu miklum fjölda af árið 2014 í Írak. En sennilega vegna þess hve Sovétríkin voru rosalega dugleg við að dreifa miklu magni af sínum gömlu vopnum, og byrgðum af skotfærum í Kaldastríðinu.

Þá sé samt mun hagstæðara að nota gömlu sovésku/rússnesku vopnin.

Örugglega ekkert annað ræða hjá ISIS en ískaldan hagkvæmnis reikning.

  1. En það þíðir, að aðgangur að birgðum sé bestur í gegnum spillta aðila, sem selja vopn úr skotfærabirgðum eigin herja <-> en gríðarlegar birgðir af gömlum skotfærum eru til staðar frá Sovéttímanum í Sýrlandi og Írak. Sennilega eftir 4 ár af stríði, algert efnahagslegt niðurbrot <-> Þá selja sjálfsagt margir sem hafa aðgang að vopnabirgðum, skotfæri - til að eiga fyrir mat fyrir eigin fjölskyldur. Það þarf ekki endilega að vera fjárplógsstarsemi - þó að slíkt sé reyndar klassískur vandi. Að selt sé úr skotfærageymslum, ef ekki er nægilegt eftirlit - eða ef spilling í landi er of útbreitt.
  2. Bæði Írak og Sýrland eru alræmd fyrir einmitt landlæga spillingu - svo bætist við niðurbrot landanna, og sú örvænting margra sem fylgir því efnahagslega niðurbroti er þá verður.

Höfum í huga <--> Það þarf ekki að vera að sýrlensku vopnasalarnir kaupi skotfæri eingöngu innan eigin lands, af spilltum aðilum tengdum varðveislu skotfæra eða hermönnum sem vantar aukapening.
Það eru einnig ágætir möguleikar að þeir versli víðar, t.d. getur vel verið að næg spilling sé innan egypska hersins - til þess að gömul rússnesk skotfæri streymi þaðan. En sennilega á ekkert land í Mið-Austurlöndum meir af gömlum skotfærum en einmitt egypski herinn.
Hann er einmitt alræmdur fyrir spillingu <-> Enginn utanaðkomandi hefur eftirlit með honum, það eru örugglega margir spilltir birgðastjórar þar.

Það þíðir ekki að kaupa af Saudi Arabíu - Tyrklandi - Jórdaníu -> Því þau lönd eiga engar byrgðir af rússn. skotfærum.
Sama á við um - Íran.

  • Það segir áhugaverða sögu um spillinguna á svæðum þ.s. ISIS starfar, að þrátt fyrir að ISIS sé óvinur hvort tveggja ríkisstjórna Íraks og Sýrlands - þá samt kjósi ISIS að beita einna helst; gömlum sovésk smíðuðum vopnum, sem þá þá þurfa stöðugt framboð af sovésk smíðuðum skotfærum.

Þau er einungis unnt að fá frá - þeim löndum hvar sovésk smíðuð vopn voru notuð af herjum viðkomandi.
Lýbýa er sennilega of langt í burtu, Egyptaland er á milli.

Svo við erum að tala um: Sýrland sjálft, skotfærabirgðir stjórnarhersins sem leki á svarta markaðinn, einnig í Írak <-> Svo gætu skotfærabirðir egypska hersins komið til greina sem uppspretta.

 

Niðurstaða

Þetta er sjálfsagt ekki hvað vinir sýrlandsstjórnar vildu helst heyra. Að birgðastöðvar sýrlenska hersins séu lekar eins og gatasigti. Og hugsanlega einnig smærri birgðastaðir, nær víggstöðum - þegar einstakir hermenn væntanlega selja skotfæri til að afla sér aukapenings.

Vegna þess að seljendur sjá aldrei né þekkja kaupendur.
Þá væntanlega geta þeir lokað augunum fyrir því - hver líklegur kaupandi sé.

Sama sennilega eigi við um skotfærabirgðir íraska hersins.

 

Kv.


Tyrkland fær 3 milljarða evra stuðning frá ESB á ári hverju, til að draga úr flæði flóttamanna í gegnum Tyrkland til Evrópu

Samkvæmt samningnum, þá hefjast aftur reglulegir fundir Tyrklands og ESB, um hugsanlega aðild.
Og teknar verða upp viðræður um - vegabréfalausar ferðir fyrir Tyrki til Evrópu.
Og auðvitað, Tyrkir fá 3ma.€ per ár meðan samningurinn er í gildi.

Declaring &#39;new beginning,&#39; EU, Turkey seal migrant deal

E.U. Offers Turkey 3 Billion Euros to Stem Migrant Flow

Skv. samningnum eiga Tyrkir að sjá um að - vinsa út þá flóttamenn, sem einungis eru í atvinnuleit, þ.e. ekki á flótta frá stríði.
Og Evrópa hefur samþykkt að taka við tilteknum fjölda Sýrlendinga per ár.

Hver sá fjöldi akkúrat verður - á eftir að koma í ljós.

Sjálfsagt er mun rökréttara að hafa úrvinnslustöðvar fyrir flóttamenn innan Tyrklands!

Tyrkland er eftir allt saman meirihluta Súnní. Tyrkland geti mun frekar komist upp með að - koma harkalega fram við eigin trúbræður.
Heldur en hin Kristna Evrópa - en Múslimar sérstaklega í Mið-Austurlöndum, eru alltaf mjög fljótir að gagrýna; en meðal þeirra er til staðar gömul "fórnarlambs mýta" sem vísar til þeirrar staðreyndar að evrópsku nýlenduveldin lögðu Mið-Austurlönd nær öll undir sig, í kjölfar Fyrra Stríðs.
En þeir að sjálfsögðu eru að muna söguna <--> Eftir eigin vali.

Hernám Evrópulanda - t.d. endanlega afnam sjórán, sem um aldir höfðu verið meiriháttar vandmál.
Einnig - þrælahald og þrælasölu í Mið-Austurlöndum.

Og þrátt fyrir allt - hefur síðan verið minna um átök milli Evrópu og N-Afríku, en aldirnar á undan.

  1. Það er sjálfsagt ekki um neitt annað að velja <--> En að greiða Tyrkjum þau "danagjöld."
  2. Þetta mjög sennilega útilokar algerlega að vilji andstæðinga Tyrklands í Evrópu, að Evrópa skeri á samskipti - jafnvel beiti sér gegn Tyrklandi; geti orðið að veruleika.

Enda eru slíkar hugmyndir augljóst óraunhæfar - þó ef ekki væri um annað en NATO aðild Tyrkja.
Síðan er Tyrkland fyrsta mótttökulands mikils fjölda flóttamanna frá Múslimalöndum.

Það sé engin leið til að fá Tyrki til að tempra það flæði.
Án samkomulags við þá!

 

Niðurstaða

Mér virðist samkomulagið algerlega rökrétt. Enda hafa Evrópulöndin sjálf bent hvert á annað, þegar spurningin um það hvaða landa mundi - hafa umvinnslu-búðir fyrir flóttamenn hjá sér.
Ég skil mæta vel af hverju ekkert land í Evrópu - vildi þiggja þann kaleik, enda augljóst að þá gat það land setið uppi með verulegan uppsöfnunar vanda sem erfitt væri að losa sig við.

Að láta Tyrki sjá um málið - sé mun rökréttara.
Þetta auðvitað þíði - að Tyrkir hafa mjög gott tak á Evrópu.

Líklega gildir samningurinn einungis um þá sem leita í gegnum Tyrkland.
Ekki flóttamenn er leita yfir Miðjarðarhaf frá Lýbýu.
Evrópa verði að finna aðra lausn fyrir þá flóttamenn.

 

Kv.


Útlit fyrir að Parísar-ráðstefnan um vernd lofthjúpsins - valdi vonbrigðum

Vandamálið virðist ekki síst vera, Bandaríkjaþing er hefur Repúblikana meirihluta í báðum þingdeildum. Það liggi algerlega fyrir, að enginn þingmeirihluti sé mögulegur, fyrir bindandi markmiðum um minnkun útblástur gróðurhúsalofttegunda.
En allt skuldbindandi samkomulag þarf samþykki Bandaríkjaþings, skv. stjórnskrá Bandar.
Að sama skapi er útlit fyrir, að samkomulagið verði að heita eitthvað annað en sáttmáli/samningur eða "Treaty" því skv. bandarísku stjórnarskránni þarf þá samþykki Bandaríkjaþings, og jafnvel útvatnað samkomulag - mundi líklega ekki heldur fá bænheyrn.

France bows to Obama and backs down on climate ‘treaty

Laurent Fabius - “The accord needs to be legally binding. It’s not just literature,” - “But it will probably have a dual nature. Some of the clauses will be legally binding.” - “Another question is whether the Paris accord as a whole will be called a treaty. If that’s the case, then it poses a big problem for President Barack Obama because a treaty has to pass through Congress.” - “It would be pointless to come up with an accord that would be eventually rejected by either China or the US.” 

Það eru ákveðnar líkur á að stjórnvöld í Kína, séu ekki heldur vinsamleg hugmyndinni um bindandi skilyrði.

  1. Það að ekki verði bindandi skilyrði um minnkun gróðurhúsalofttegunda.
  2. Án vafa mun valda vonbrigðum hjá öllum umhverfisverndarmönnum.

Þettta sennilega minnkar til muna möguleika þess, að þessi ráðstefna stuðli að nægilega mikilli minnkun á losun, til að hitun lofthjúps fari ekki yfir 2°C.

Margir umhverfisverndarmenn hafa sagt að þetta sé ráðstefnan sem ekki má mistakast.

 

Niðurstaða

Þar með virðist það staðfest, að Parísarráðstefnan mun ekki skila bindandi skilyrðum um losun gróðurhúsalofttegunda.
Þá niðurstöðu má sennilega að verulegu leiti eigna þingmeirihluta Repúblikana á Bandaríkjaþingi.
En þó afstaða Kína sé minna þekkt í fjölmiðlum, er óvíst að afstaða stjv. þar sé öllu jákvæðari.

 

Kv.


Spurning hvað gerðist ef Tyrkland lokaði sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs fyrir rússneskri skipaumferð

Það er til gamall alþjóðasamningur frá 1936, gerður í allt öðrum heimi - þegar Tyrkland var vanþróað 3-heims land, og mátti sín lítils. Þá var Frakkland - Ítalía og Bretland, meiriháttar flotaveldi og einnig nýlenduveldi, með nýlendur víða um heim.
Á þessum tíma var Stalin æðsráðandi Sovétríkjanna <--> Milli þessara aðila, var Tyrkland eins og mýfluga.

En í dag er gerbreyttur heimur - Evrópa er í hraðri hlutfallslegri hnigunun.
Sama á við um Rússland - sem er vart nema skugginn af því veldi sem Sovétríkin voru.

  1. Það áhugaverða er, ef maður skoðar eingöngu hefðbundin vopn, þá er Tyrkland afar nærri því álíka öflugt Rússlandi.
  2. Sannarlega með mun stærri herafla en Bretar eða Frakkar.
  • Valdastaðan er allt allt önnur - Tyrklandi í vil.

Montreux Convention Regarding the Regime of the Straits

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_trans-2006.jpg

Málið er að ég held að Tyrkir geti komist upp með að loka sundunum á rússneska skipaumferð, tja - eins og Rússar sjálfir komust upp með að hirða Krímskaga!

Pútín einfaldlega - hirti Krímskaga, og hundsaði síðan öll mótmæli utanaðkomandi.
Aðferðin nefnist á mannamáli --> Réttur hins sterka.

Málið er að þetta virðist svo augljóst svar - við aðgerðum Rússa gegn Tyrklandi.

  1. Heilbrigðiseftirlit Rússlands, hefur fyrirskipað að allar tyrkneskar landbúnaðarvörur, þurfi að sæta rannsókn á rannsóknarstofu.
  2. Hefur sagt, að allar tyrkneskar vörur hafi verið fjarlægðar úr hillum verslana.
  • Áhugavert að þetta eru sömu aðgerðirnar og Pútín beitti Úkraínu, rétt fyrir Maydan Torgar byltinguna.
    En þetta virðist orðin aðferð Rússa, í refsiaðgerðum - formlega séu þær ekki slíkar.

Rússneskum ferðaskrifstofum hefur verið ráðið frá því að senda túrista til Tyrklands.

Einnig virðist í umræðunni - að banna tyrkneskum skipum að sækja rússneskar hafnir.
Einnig tyrkneskum flugvélum.

  1. Svo virðist Pútín senda Tyrkjum fingurinn, með því að ef eitthvað er, auka á þær loftárásir við landamæri Tyrklands sem Tyrkir voru óánægðir með.
  2. Og Pútín hefur fyrirskipað orrustufylgd fyrir sprengjuvélar.

Eins og ég útskýrði í gær - er Rússland að ógna mikilvægum hagsmunum Tyrkja, með loftárásum sínum, því þeim er augljóst beint að því að veikja stöðu uppreisnarmanna í Sýrlandi.
En á svæðum uppreisnarmanna, eru nærri á þriðju milljón flóttamenn, sem líklegir væru að leggja á flótta til Tyrklands, ef uppreisnarmenn eru sigraðir.
Þar með liðlega 2-falda eða jafnvel hugsanlega 3-falda fjölda flóttamanna í Tyrklandi úr núverandi 2-millj.
Tyrkland/Rússland eru greinilega á leið í harkalegan árekstur - hvort eiga vesturlönd að styðja Tyrkland eða Rússland?
Augljóst hefur Tyrkland mikla hagsmuni af því að forða þeirri útkomu, sem best verður forðað með því að senda uppreisnarmönnum nægilegt magn vopna svo þeir haldi velli gagnvart árásum ISIS - Rússa og Hesbollah.

En ekki síst - - ef 3-4 milljónir bætast við flóttamenn frá Sýrlandi.
Þá mun hafa átt sér stað - - stærsta þjóðernishreinsun í heiminum síðan undir lok Seinna Stríðs.

M.ö.o. bróðurpartur Súnní Múslima meðal íbúa, hrakinn á brott.

  1. Tyrkir eru Súnní Múslimar.
  2. Mér finnst merkilegt, hve margir hafa afar litla samúð svo meir sé ekki sagt - gagnvart því fólki, sem hefur verið hreinsað innan Sýrlands, þ.e. mikill fj. Súnní Múslima.
  3. Það væri undarlegt, ef þetta fólk, sem er sömu trúar og Tyrkir almennt, nytu ekki víðtækrar samúðar innan Tyrklands.
  4. Þar með, að innan Tyrklands, sé gríðarleg uppsöfnuð reiði - yfir þessari hraklegu meðferð.
  • Það verður ekki betur séð - - en að Rússar séu að gera sitt besta, með sínum árásum - með því að beina þeim einkum að Súnní uppreisnarhópum --> Til að leiða einmitt fram þá útkomu, að það verði - önnur stór flóttamannabylgja frá Sýrlandi.

Mér finnst mjög mikið talað - með afar heimskulegum hætti um afstöðu Tyrkja.
Eins og það sé rangt af þeim - að viðhafa andstöðu við stjórnvöld í Damaskus, sem hafa verið að hreinsa milljónir Súnní Múslima frá eigin heimilum.
Það hlýtur að vera raunverulegt hatur og fyrirlitning í dag, gagnvart Assad innan Tyrklands.

  1. Í þessu ljósi, að Rússar halda áfram að vega að trúbræðum þeirra innan Sýrlands.
  2. Virðast leitast við að stuðla að því, að hreinsanir á Súnní Araba hluta íbúa klárist.

 

Það sem ég er að gera tilraun til að fá fólk til að skilja, að innan Tyrklands hlýtur að vera nú óskapleg reiði gagnvart Assad, og nú einnig gagnvart Rússlandi!

Þá gæti skapast sú freysting að - - loka sundunum, fyrir Rússum.

  1. En augljóst væri það afskaplega öflugur mótleikur, ef það fer saman við flugbann yfir Tyrkland.
  2. Rússland muni lenda í afar miklum vandræðum með - flutninga á vistum til stöðva sinna í Ladakia og Tartus.
  3. Sprengjuvélarnar gætu gæti innan fárra vikna klárað sprengjurnar.
  4. Og meira að segja er hugsanlegt að eldsneyti mundi þrjóta um svipað leiti á flugvélarnar.

Þannig að á nokkrum vikum - eftir að Tyrkir hefðu sett, "embargo" eða bann á heralfa Rússa innan Sýrlands.
Mundu aðgerðir þess herafla sennilega - leggjast af.

Það er rétt, að til þess, þarf Tyrkland að brjóta samninginn frá 1936.
En - fyrst að Rússar gátu komist upp með að hundsa mótmæli vegna Krímskaga - grunar mig að Tyrkir geti komist upp með að hundsa mótmæli frá Rússum, vegna lokana á rússn. skip.

  1. Það sjálfsagt mundi hlakka í einhverjum.
  2. En lokun sundanna, mundi stórfellt minnka vægi Sevastopol, þar með Krímskaga.
  3. Og mundi gera rússneska Svartahafs flotann, algerlega einangraðan.
  4. Skip Rússa á Miðjarðarhfi, mundu fyrir rest komast í vandræði með vistir og olíu.

Eftir nokkurn tíma - væru öll rússn. herskip á Miðjarðarhafi í höfn, sennilega í Tartus.

Ég hugsa að aðgerð sem þessi - væri miklu mun áhættuminni, en að skjóta niður flr. rússn. vélar.

Þ.e. afskaplega fátt sem Rússar geta gert - annað en að mótmæla.

 

Niðurstaða

Ég skal ekki segja að öruggt sé að Tyrkir loki sundunum. En mig grunar samt sem áður að á komandi vikum, muni sú freysting fara vaxandi eftir því sem Tyrkir verða pyrraðri og reiðari gagnvart Rússum og stjórnvöldum í Damaskus.
Og mig virkilega sterklega grunar að Tyrkir komist upp með þá aðgerð, a.m.k. ekki síður en þegar Rússar innlimuðu Krímskaga.
En sú aðferð braut mun fleiri alþjóðalög - Tyrkir væri að brjóta einn sáttmála.
Sem var settur yfir þá - af stórveldunum, þegar Tyrkland var lítið peð.

En Tyrkland er ekki peð lengur.

 

Kv.


Tyrkland/Rússland eru greinilega á leið í harkalegan árekstur - hvort eiga vesturlönd að styðja Tyrkland eða Rússland?

Mitt svar - Tyrkland. Ég færi auðvitað rök fyrir því svari.
En málið er grófum dráttum að, þegar kemur að málefnum Sýrlands - fara hagsmunir Tyrklands og Vesturlanda meir saman, heldur en hagsmunir Vesturlanda og Rússlands.

  1. En þ.e. ljóst af nálgun Rússa, að þeir eru fyrst og fremst að hugsa um, að styrkja stjórnvöld í Damaskus, og veikja uppreisnarmenn sem berjast við stjórnvöld og ráða svæðum innan landsins.
  2. Þó Rússar ráðist einnig nú að ISIS, virðast enn stærri hluti sprengju-árása beint að uppreisnarmönnum.

Málið er - að Vesturlönd og Tyrkland hafa mjög ríka hagsmuni af því að forða hruni uppreisnarmanna.
Meðan að aðgerðir Rússlands sýna - að þeir vilja helst brjóta þá á bak aftur sem fyrst.

Til þess að skilja hvað ég á við um hagsmuni.
Þarf að skoða kort yfir dreifingu flóttamanna, innan Sýrlands!

http://www.internal-displacement.org/assets/library/Middle-East/Syria/graphics/201410-map-me-syria-idmc-en-thumb.jpg

Uppreisnarmenn ráða:

  1. Aleppo héraði a.m.k. hálfu leiti.
  2. Idlib héraði alveg.
  3. Verulegum hluta Homs héraðs.
  4. Og héraðinu á milli.

Svo geta menn talið - hve margar milljónir flóttamanna eru á svæðum uppreisnarmenna.

Skv. SÞ - er heildartala flóttamanna innan Sýrlands, 7,6 milljón.

Gróft litið virðist það fara nærri 3-milljón, sem sennilega eru undir vernd uppreisnarmanna.

Höfum í huga, að líklega stendur verulegur hluti íbúa á þeim svæðum með uppreisnarmönnum, og gætu líklega einnig gerst flóttamenn - - ef hersveitir stjórnvalda hefðu sigur.

 

Málið er, að stjórn Assads - er ekki stjórn allra landsmanna, hefur aldrei verið

Þetta virðist að stuðningsmenn Assads á Vesturlöndum og Pútíns - vilji aldrei heyra.
En stjórn Assads <--> Er minnihlutastjórn Alavi fólksins, ca. 12% íbúa - fyrir stríð.
Öðrum íbúum var haldið niðri með harðri hendi með klassískum lögregluríkis aðferðum.

Þessi stjórn eins og slíkar minnihluta stjórnir alltaf eru, hefur alltaf verið gríðarlega ósanngjörn - - þ.e. hlaðið undir "Alavi" fólkið
En einnig tiltekna hópa - - sem gerðust bandamenn hennar.

Áherslan var stærstum hluta á að halda niðri - Súnní Aröbum er fyrir stríð voru 70% íbúa.

  1. Sumum virðist finnast það afar undarlegt, að uppreisn skuli hafa myndast gegn þannig stjórnarfari - meðal meirihluta íbúa.
  2. Eins og þeim detti ekki í hug - að það geti verið, að fólki sé illa við að láta traðka á sér linnulaust áratug eftir áratug.

____________________
Eins og sést á Kortinu frá SÞ.
Þá virðist landið - alveg flosnað upp.
Takið eftir - það er fjöldi flóttamanna í öllum héröðum.

Það sennilega þíðir <--> Að mismunandi hópar er áður bjuggu saman.
Hafa verið að aðskiljast.
Fólk er hrakið burt.

Minnir mig á fyrrum Júgóslavíu - þegar stríðið þar hófst - voru:

  1. Króatar hraktir frá svæðum þ.s. þeir voru í minnihluta.
  2. Serbar frá svæðum þ.s. þeir voru í minnihluta.
  3. Sama gerðist með Bosníu Múslima.

Það þíddi - mikinn fjölda flótamanna innan landsins.
Þegar íbúar voru aðskildir og hraktir milli svæða.

Mér virðist nákvæmlega það sama vera að gerast innan Sýrlands!

 

Í Tyrklandi eru tæp 2-milljónir Sýrlendinga!

Það ætti að vera klárt - af kortinu að ofan.
Að Tyrkland hefur mjög ríka hagsmuni af því, að styðja við uppreisnarmenn - a.m.k. nægilega svo að þeir haldi velli gegn Assad - Rússum og ISIS.

  1. Klárlega eru loftárásir Rússa, að því leiti sem þær beinast að því að veikja víggstöðu uppreisnarmanna - atlaga að hagsmunum Tyrkja.
  2. Og við ættum ekki að ætla Tyrkjum að láta það liggja kyrrt.

Menn sem tala um það - eins og sjálfsagðan hlut, að styðja Assad.
Algerlega líta framhjá þeim - massívu hreinsunum sem hafa átt sér stað í stríðinu.
Og hvernig þær hreinsanir og gangkvæmir voða-atburðir - hafa stórfellt magnað hatur milli íbúa.

Ítreka - stjórn Assads, er ekki stjórn landsmanna!
Heldur eingöngu - hluta landsmanna, og þeirra hópa sem ákveðið hafa að standa með Alavi fólkinu, í því - að halda Súnní Aröbunum niðri.

  1. Hið augljósa er - að ef uppreisnarmenn mundu vera ofurliði bornir, árásir Rússa og bandamanna Írana mundu stuðla að því.
  2. Þá yrði ný stórfelld flóttamanna bylgja út úr Sýrlandi.

Það mundi sennilega einnig verulegur hluti íbúa þeirra svæða sem uppreisnarmenn nú stjórna, einnig leggja á flótta - ekki bara þeir sem hafa flúið inn á þeirra umráðasvæði.

  1. Tyrkland gæti því hæglega séð --> 3-földun flóttamanna í Tyrklandi, úr núverandi 2 millj.
  2. Og pælið aðeins í því --> Af hverju ætti Tyrkland ekki að senda þá áfram til Evrópu, ef Evrópa og Vesturlönd standa ekki með Tyrklandi.
  • Svo að hagsmunir Vesturlanda séu settir fram með skýrum hætti.

Þetta væri mesta flóttamannabylgja - frá því þegar Þjóðverjar voru hraktir frá A-Prússlandi og Súdetahéröðunum í Tékklandi, undir lok Seinni Styrrjaldar.

Ég hef veitt athygli bersýnilegu kaldlyndi þeirra sem styðja Pútín og Assad - gagnvart stöðu flóttamanna.
Eins og þeim sé einnig slétt sama um þessar afleiðingar.
En það væri algerlega órökrétt af Vesturlöndum - að taka þá afstöðu.


Samkvæmt fréttum í dag, hafa Rússar ákveðið refsiaðgerðir á Tyrkland - auk þess að Pútín fyrirskipaði að héðan í frá verði sprengjuvélum fylgt af orrustuvél! - og loftárásum var haldið áfram af fullum þunga í fjallahéröðum nærri Tyrklandi!

Skv. því er Pútín að senda Tyrkjum - fingurinn.
Og hann heldur áfram að hundsa - raunverulega mjög ríka hagsmuni Tyrklands, af því að forða nýrri stórfelldri flóttamannabylgju frá Sýrlandi.
Meðan að Rússland -þvert á móti- gerir sitt besta, til að stuðla einmitt að henni.

  • Það virðist því stefna í - frekari átök.

Russia and Turkey refuse to back down in row over jet downing

Range of Frustrations Reached Boil as Turkey Shot Down Russian Jet

  • Næst er hætta á að verði raunveruleg - loftorrusta.

Eins og ég benti á að ofan - þá eru það einnig hagsmunir Vesturlanda, að forða þeirri flóttamannabylgju - sem Rússland virðist leggja áherslu á að einmitt stuðla að.

Þannig er Pútín - þó hann tali nú um þörf á samstöðu gegn ISIS, að vinna gegn ríkum hagsmunum þeirra - sem hann þó segist vilja fá með sér.

Það er sérkennilegur kleyfhugagangur - nema að honum hafi aldrei verið raunverulega alvara með því tilboði um bandalag.

 

Niðurstaða

Megin rökin fyrir því, að styðja uppreisnarmenn - er að forða því að það fólk sem hefur flúið á náðir þeirra; leggi á flótta út fyrir landsteina.
Vegna þess, hvernig stríð þetta hefur verið, þá eru ríkar ástæður að ætla - að sigur stjórnarhers í bandalagi við Hesbollah og Rússland - einmitt leiði til stórfelldrar nýrrar flóttamannabylgju.

Í reynd - hreinsun að stórum dráttum á Súnní Araba íbúum landsins.

  • Ég bendi fólki á auki á að íhuga - hvaða áhrif það hefði innan Araba-heimsins, ef sú hreinsun á Súnní Araba hluta íbúa - fer fram.
  • Ég held að ekki nokkur vafi geti verið um - að það mundi valda gríðarlegum æsingum í Arabaheiminum, og stórfellt auka fylgi við öfgahreyfingar.

Sennilega er engin hreyfing er meir á því græddi - þeirri útkomu.
En einmitt - ISIS.

Þannig í reynd stuðlar sú stefna að styðja Assad til að ná aftur fullri stjórn innan Sýrlands. Að frekari eflingu ISIS í Mið-Austurlöndum. Og eflir þá ógn að stríðið í Sýrlandi dreifist frekar um Mið-Austurlönd. Og verði að svæðis-stríði eða "regional war."

Við erum í reynd að tala um sambærilegt stríð við - 30 ára stríðið í Evrópu á 17. öld.
En ef öll Mið-Austurlönd færu í bál og brand, eftir að flestir Súnní Araba íbúar hefðu verið hraktir frá Sýrlandi - þá er vart að ætla að þau átök stæðu stutt.

Ekki síst eru það ríkir hagsmunir okkar allra, að forða því að allt fari í bál og brand.
Sem aftur beinir sjón að því - að það verður að forða þeirri bylgju flóttamanna er yrði, ef uppreisnarmenn væru ofurliði bornir.
Sem rökrétt er best gert með því að senda uppreisnarmönnum nægilegt magn vopna, svo þeir haldi velli.

Flest í hegðan Rússa sýnir - að þeim virðist slétt sama um allt annað, en það að styðja við Assad. Og miðað við þeirra hegðan - virðist að þeir séu til í að hætta á þann möguleika að allt fari í bál og brand. Má vera þ.s. Rússland er langt í burtu, að Pútín meti það litla hættu fyrir Rússland. Að vandinn mundi fyrst og fremst lenda á Vesturlöndum og Evrópu.

  • Það verður náttúrulega að skiljast - að Pútín er ekki vinur V-Evrópu, eða Vesturlanda.

 

Kv.


Tyrkland gæti auðveldlega skotið niður allar rússnesku herflugvélarnar sem eru staddar í Sýrlandi

Frétt gærdagsins var náttúrulega, að Su-24 Fencer vél rússneska flughersins var skotin niður af tyrkneskri F-16 vél, þ.e. umdeilt hvoru megin landamæranna við Tyrkland/Sýrland vélin var þegar hún var skotin niður. En höfum í huga, að eftir að hún er hæfð, fellur hún niður í boga - sem vel má sjá á myndbandi, og það getur vel verið að það hafi dugað til að flakið féll rétt handan landamæranna í stað þess að falla innan.

Turkey Shoots Down Russian Warplane Near Syrian Border

Eins og kemur fram í frétt, NyTimes, þá björguðust báðir flugmennirnir úr vélinni, og svifu í fallhlíf heilu og höldnu til jarðar - en skæruliðar Turkmena þarna á svæðinu, segjast hafa skotið þá báða til bana. Og síðan að auki, skotið niður rússneska þyrlu, er reyndi að bjarga flugmönnunum tveim.
Það hafa verið uppi ásakanir frá Tyrklandi - þess efnis, að Rússar væru að varpa sprengjum á þorp Túrkmena nærri landamærunum.
Það má þannig séð, líta á atburðinn - þannig, að Tyrkland sé að sýna Rússlandi veldi sitt.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_trans-2006.jpg

Það sem menn þurfa að hafa í huga, að Tyrkland ræður yfir 2-stærsta her NATO, og hefur einnig samsvarandi öflugan flugher - og hvorugt er búið úreltri tækni!

  1. Heildarstærð rússneska heraflans í þessu tilliti skiptir ekki máli.
  2. Heldur, hve stórum heralfa getur Rússland haldið uppi í Sýrlandi, ef Tyrkland verður algerlega óvinveitt.

Það lítur ekki sérstaklega vel út - ef kortið er skoðað.
En eins og sjá má, þá dreifir Tyrkland ansi vel úr sér, milli Sýrlands og Rússlands.

  1. Tyrkir ættu að geta mjög auðveldlega hindrað að Rússar geti flutt vistir til sinna hermanna í Sýrlandi - flugleiðis.
  2. Og Tyrkir ráða sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs, svo þeir geta mjög auðveldlega lokað á siglingar þar á milli, gert Sevastopol nánast - einskis nýta.

Það þíðir einfaldlega - að Tyrkir ættu á afskaplega skömmum tíma, að geta ráðið niðurlögum hvort tveggja flughers Rússa í Sýrlandi, og þess herliðs er Rússar þar hafa.
Og síðan, ef Tyrkland hefur áhuga á - sent her sinn alla leið til Damaskus.

  1. Þetta segir ekki, að sérstaklega líklegt sé að Tyrkir láti af þessu verða.
  2. En það er a.m.k. möguleiki, að Tyrkir hafi skotið niður rússnesku vélina, til að koma þeim skilaboðum til Rússa - að fara varlega, að taka tillit til sjónarmiða Tyrkja, þ.s. eftir allt saman - væri herafli Rússa í Sýrlandi, algerlega upp á náð og miskunn Tyrkja kominn.

Ég held að enginn vafi geti verið um - að svo einmitt sé!

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því nk. daga og vikur, hvort að Rússar breyta eitthvað taktískri nálgun sinni, innan Sýrlands.

Tyrkir - t.d. heimta að Rússar hætti að varpa sprengjum á svæði byggð Túrkmenum.

 

Mundi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Tyrkland, ef Tyrkir létu verða af þessu?

Ég kem ekki auga á nokkrar sem máli skipta - en augljóst fer Pútín ekki að varpa kjarnasprengjum á NATO land.
Rússar eiga engin landamæri beint að Tyrklandi - þannig að Rússar geta afskaplega fátt gert, eiginlega - nánast ekki neitt.

Maður gæti ímyndað sér, tæknilega hugsanlegan möguleika, að Rússar fengju Írana í lið með sér. En ef einhverjum dettur það í hug, þá bendi ég viðkomandi á - að ef eitthvert land á svæðinu er með tæknilega séð gersamlega úreltan heralfa, þá er það Íran.
Þ.e. algert viðskiptabann síðan 1980.

Íranar eiga enga raunhæfa möguleika - gegn tæknilega fullkomnum landher.
Og það síðasta sem þeir mundu vilja, væri stríð við Tyrkland.

Þannig að Íranar mundu afskaplega kurteislega en samt ákveðið - segja nei við Pútín.
_____________________

Þ.e. einmitt vegna þess hve afskaplega veik staða Rússa er þarna!
Sem það eiginlega kemur einungis á óvart - að Tyrkir skuli ekki fyrr hafa ákveðið, að beita Rússa þrýstingi.

 

Niðurstaða

Það mun aldrei verða sannað hvorum megin landamæranna rússneska vélin var er hún var hæfð. En skv. frásögn Ankara varaði flugmaður tyrknesku orrustuvélarinnar, rússnesku sprengjuvélina - 10 sinnum. Áður en eldflaug var skotið sem grandaði rússnesku vélinni.

En eitt ætti að vera lýðum ljóst, nema menn séu haldnir blindu, að Tyrkland á nánast alls kosti - við liðsmenn Rússa í Sýrlandi.

Það verður virkilega forvitnilegt að fylgjast með því á næstunni - hvort að Tyrkir auki þrýsting sinn á Rússa --> En það getur vel verið, að Tyrkir séu til í að umbera að Rússar séu þarna áfram, ef Rússar gerast nægilega auðsveipir.

Ég sé eiginlega ekki að Pútín eigi annan möguleika en þann, að bíta í það súra.
Og semja við Ankara!

 

Kv.


Á nýr hægri sinnaður forseti Argentínu möguleika á að leysa stórfelldan vanda landsins?

Argentína er með haftakerfi, sem að sumu leiti líkist því haftakerfi sem Ísland bjó við á árunum milli 1946-1958. Ég held samt, að ekki sé til staðar -formleg innflutningsstjórnun, með nefnd er veitir leyfi- en hvað virðist til staðar.

  1. Takmörkun á aðgengi að gjaldeyri. Þekki ekki hve strangar.
  2. Opinber gengisskráning, er virðist víðsfjarri markaðsgengi.
  3. Mismunandi hagsmuna-aðilar í samfélaginu, og útflutningsaðilar, virðast fá gjaldeyri gegn mismunandi gengi. Þannig, virðist Argentína hafa - mörg gengi.
  4. Síðan er 20% fjárlaga varið í að - niðurgreiða eldsneyti til almennings. Í stað þess að eldsneytissala sé -tekjulynd- fyrir ríkið eins og hér.
  5. Ekki síst, ríkið er rekið með mjög miklum halla.
  6. Þrátt fyrir haftakerfi, er gjaldeyrissjóður - smár.
  7. Og Argentína er enn föst í deilu um gamlar skuldir argentínska ríkisins, frá þeim tíma er argentínska ríkið lenti í alþjóðlegu greiðsluþroti 2000. Deilur við harðan hagsmunahóp minnihluta kröfuhafa - sem neita að taka þátt í samkomulagi, sem flestir kröfuhafar samþykktu um -hluta niðurskurð- skulda. Sá hópur heimtar enn fullar greiðslur. Þó er vitað að þeir aðilar keyptur skuldabréf er þeir eiga - fyrir lítið. Raunverulegir hrægammar.
  • Við þetta má bæta, að argentínska ríkið án vafa, er með umfangsmeiri ríkissrekstur, en er raunverulega ástæða til. Og sennilega er margt þar illa rekið.

Macri topples Argentina&#39;s Peronists, tough reforms ahead

http://www.ezilon.com/maps/images/southamerica/political-map-of-Argentina.gif

Líkleg skýring á smáum gjaldeyrissjóði - þrátt fyrir höft, getur verið að mikið af neysluvörum séu innfluttar á, hærra gengi en landið hefur efni á!

Mér virðist sennilegt að forseti Perónista, hafi valið þennan valkost - margar gengissrkáningar, sem væntanlega er flókið í rekstri - og inniber sennilega spillingarhættu.
Til þess, að lágmarka óþægindi fyrir hennar helsta kjósendahóp, almennt verkafólk.

  1. En einu rökin sem ég kem auga á, er að forseti Argentínu --> Hafi viljað forða þeirri skerðingu á raunvirði launa, sem almenn gengisfelling hefði leitt til.
  2. En það þá væntanlega þíðir í staðinn, að --> Innflutningur er heldur mikill.
  3. Sem væntanlega útskýri - af hverju gjaldeyrisforðinn er smár.
  4. Og að gjaldeyrisforðinn, hafi verið að - skreppa saman.
  • Til þess að halda útflutningsfyrirtækjum gangandi, hafi orðið að heimila þeim - að kaupa aðföng á mun lægra gengi.
  • Og væntanlega leiðir það til margra gengissrkáninga, að mismunandi útflutningsgreinar - hafi mismunandi mikið undir sér, því mismundandi pólitísk áhrif.

Þetta eru ágiskanir - sem mér finnst þó sennilegar.

Nýkjörinn forseti, Mauricio Macri, á mjög erfitt verkefni framundan.
En nánast allt sem þarf að gera --> Verður óvinsælt.
Og það má treysta því, að það endurtaki sig síðan síðast að Argentína hafði hægri sinnaðan forseta, að stéttafélög sem flest hver séu hluti af flokki Perónista, viðhaldi öflugri stjórnarandstöðu - og geri sitt til að eyðileggja möguleika forsetans á því að stjórna.

  1. Argentína er ekki í samskonar ástandi og Ísland, hvað það varðar að gríðarlegt fé sé fast í landinu, sem vill leita út. Þannig að afnám hafta ætti --> Tæknilega að vera eins einfalt, og 1959. Þegar Viðreisnarstjórnin felldi gengið 30%.
    En það blasir við, að líklega má treysta því - að Perónistar beiti verkalýðsfélögunum til að skapa glundroða, til að lama hagkerfið og þjóðfélagið, ef Mauricio Macri reynir að losa um gengið - með einni stórri gengisfellingu.
  2. Mauricio Macri, hefur sagt - að höft verði losuð í áföngum. Sem væntanlega þíðir, að hann ætlar að gera tilraun til að tala til, hagsmuna-aðila í landinu, og gera tilraun til að vinna almenning inn á sitt band, að aðgerðirnar verði betri fyrir almenning - í lengra samhengi.
  3. Síðan virðist það einfaldasta sem unnt er að gera, til að draga úr miklum hallarekstri ríkisins - að draga úr, eða jafnvel afnema, niðurgreiðslur á eldsneyti á bifreiðar. En Mauricio Macri virðist varfærinn í yfirlýsingum, og sennilega ætlar hann aftur að gera tilraun, til að - afla sátta um málið. En það mætti hugsa sér, að niðurgreiðslur væru lækkaðar að hluta, það væri einhver niðurskurður í ríkisrekstri.
  • Deilur um gamlar skuldir Argentínu, eru í afar erfiðu ferli - vegna þess að Argentína var það óheppin, að óvægnir aðilar eignuðust lítinn hluta skulda landsins.
  • Rétt er að benda á, að samkomulag Argentínu við meirihluta kröfuhafa, útilokaði í reynd - að argentínska ríkið gæti veitt hluta kröfuhafa hagstæðara samkomulag, án þess að eyðileggja gildandi samkomulag við meirihluta kröfuhafa.
  • Á hinn bóginn, þá var ekki langt í að það samkomulag, mundi renna úr gildi - ekki ólíklegt að það klárist á kjörtímabili, Mauricio Macri.

En það verður augljóslega afar óvinsælt í Argentínu - að greiða skv. kröfu þeirra aðila, er hingað til hafa ekki gefið eftir tommu, hvað varðar að krefjast að fá - fullar greiðslur skv. upphaflegu framreiknuðu virði gömlu krafnanna ásamt upphaflegum vöxtum skv. þeim skuldabréfum.

En erfitt að sjá að Argentína losni úr veseninu er skall á 2000 - nema að bíta í það afar súra, að greiða minnihluta kröfuhafa að fullu.

  1. Sá hópur kröfuhafa, hefur sennilega þó, minnkað til muna líkur þess að í framtíðinni, fari sáttagerð milli kröfuhafa og ríkis - um aðlögun og endurskipulagningu skulda, fram í New York.
  2. En eins og frægt er, vann minnihluti kröfuhafa mál í New York, þess efnis að minnihluti kröfuhafa, væri ekki bundinn af samkomulagi argentínska ríkisins og meirihluta kröfuhafa.
  • En það var einmitt grundvöllur þess að endurskipulagning skulda, án boðvalds geti mögulega virkað --> Að meirihluta samþykki, tilskilins meirihluta, geti bundið minnihlutann.

Það getur einnig þítt - að ríki verði í framtíðinni, tregari til að gefa úr skuldabréf, með lögsögu í New York.
Þannig að dómstólar þar - úrskurði um deilur milli aðila.


Niðurstaða

Argentína er land sem er afar auðugt mörgu leiti eins og Ísland, frá náttúrufari. Í stað fiskimiða Íslands - koma Pampas slétturnar argentínsku. Þar sem óskaplega stórar hjarðir nautgripa fara um. Og enn er nautakjöt fyrir bragðið gríðarlega mikilvæg útflutningsafurð.

Þetta er endurnýjanleg auðlind - svo fremi sem þess er gætt að ofbeita ekki.

Argentína hefur einnig vínekrur og argentínsk vín fást víðast hvar.
Þar er að auki umfangsmikil akuryrkja.
Og leðuriðnaður -rökrétt séð- vegna allra þeirra skinna er falla til.

  • Vín og kjöt, virðist meginútflutningur.

Argentína virðist föst virka eins og Ísland, þó Argentína sé mun stærra landa og fjölmennara - að þurfa að flytja út, til að geta flutt inn.
Að vera háð innflutningi fyrir hátt hlutfall varnings.

Í landinu er  bifreiðaframleiðsla. Innan mestu lokaðs hagkerfis.
Eins og sjá má, eiga mörg þekkt merki þar aðild: List of automobiles manufactured in Argentina.

Þeir hafa lengi framleitt þar módel eða gerðir sem eru orðnar úreltar annars staðar.

  1. Argentína hefur alltaf haft mikla möguleika.
  2. Argentína enn hefur mikla möguleika.
  3. Að Argentína sé ekki ríkasta lands S-Ameríku, sé langri sögu innanlands óstjórnar að kenna án nokkurs vafa.

 

Kv.


Yfirlýsing öryggisráðsins gegn ISIS virðist veikari en mátti ráða af fréttum

Málið er að hún virkjar ekki með formlegum hætti, "grein 7. stofnsáttmála SÞ." Sem veitir formlega blessun Öryggisráðs SÞ-fyrir hernaðaraðgerð.
Heldur virðist textinn einungis skora á aðildarþjóðir SÞ - að beita "öllum löglegum úrræðum gegn ISIS" - "en hvað akkúrat telst löglegt er sjálfsagt afar teygjanlegt hugtak í þessu tilviki" - að auki skorað á aðildarþjóðir Sþ-að binda endi á það ástand að hryðjuverkamenn hafi örugg svæði til athafna í Sýrlandi og Írak.

"The resolution calls on UN members to “take all necessary measures, in compliance with international law” against Isis and called for the eradication of “safe havens” in Syria and Iraq. As well as Isis, it also includes Jabhat al-Nusra, the al-Qaeda affiliate in Syria."


Vegna þess að -grein 7- var ekki virkjuð, þá eru sjálfsagt einungis löglegar þær aðgerðir, er njóta blessunar - alþjóðlegra viðurkenndra ríkisstjórna þeirra landa!

M.ö.o. fara fram skv. beiðni þeirra.

Skv. því -ef við samþykkjum að ríkisstjórnin í Damascus sé lögmæt- þá eru einungis aðgerðir er njóta blessunar Assads með formlegum hætti - löglegar.
Væntanlega skv. því, á sama við um aðgerðir innan Íraks er njóta blessunar stjórnvalda í Bagdad.

  1. Stjórnvöld í Bagdad hafa - formlega heimilað árásir Bandaríkjanna gegn ISIS á íraskri grundu.
  2. En hingað til a.m.k. er engin formleg blessun á aðgerðir Bandaríkjanna og NATO landa gegn ISIS (nema að má vera að aðgerðir Frakka þessa stundin hafi fengið slíka blessun), á sýrlenskri grundu - að vísu hafa flugherir NATO landa, gætt þess að ráðst ekki gegn nokkru undir stjórn stjórnvalda í Damaskus. En sannarlega eru aðgerðir -án formlegrar blessunar- í besta falli á lagalega séð, gráu svæði.
  • Aðgerðir NATO hafa þó a.m.k. óbeint hjálpað Assad - með því að veikja ISIS, sem væntanlega án þeirra aðgerða, hefði verið sterkara - og væntanlega líklegra til að ná svæðum af stjórnarhernum.

Það er áhugavert - að Jabhat al-Nusra og hreyfingar tengdar al-Qaeda, eru skilgreindar undir sama - hryðjuverkahattinn.
Sem virðist - fara nærri því, að blessa árásir Rússa a.m.k. að hluta, á uppreisnarher sem nefndur hefur verið, "army of conquest."

Vandamálið er auðvitað - að þar með, sé ég ekki betur, en að Rússar geti haldið því fram - að þeirra árásir á uppreisnarmenn, njóti blessunar SÞ.
En Rússar hafa bent á móti á að ekki sé auðvelt að greina hvar -hófsamari hreyfingar- sem NATO hefur sent vopn, eru staðsettar akkúrat - með sína liðsmenn. Óvissa sem Rússar hafa einfaldlega virst afgreiða þannig, að skilgreina allan uppreisnarherinn - undir sama hatti. Þannig ráðast gegn honum af fullkomnu miskunnarleysi.
Þetta getur því hugsanlega skapað -skemmtilega flækju- einmitt vegna þess, að þ.s. "army of conquest" er samstarfsverkefni - fjölda uppreisnarhreyfinga, hreyfinga sem eru mis róttækar þ.e. þarna er að finna hreyfingar tengdar "Frjálsa sýrlenska hernum" sem hafa notið vopnasendinga NATO landa, og sem hingað til hafa ekki verið flokkaðar sem "íslamistar" og - Jabhat al-Nusra, sem ef ég man rétt tengist "Bræðralagi Múslima." Meðan að "al-Qaeda" tengdar hreyfingar, tengjast "vahabi" hugmyndafræði sem ættuð er frá Saudi Arabíu.
NATO lönd segjast ekki senda þessum róttækari hreyfingum - vopn. En hefur kvartað undan árásum Rússa, á uppreisnarmenn.

  1. Höfum í huga, að "Bræðralagið" hefur verið skilgreint - hryðjuverkahreyfing af Saudi Arabíu.
  2. Að auki, fjármagnaði Saudi Arabía - valdarán sem steypti ríkisstjórn Bræðralagsins í Egyptalandi.
  3. Það sem mig grunar, er að Saudi Arabía - hafi gert þetta, vegna þess að ef Bræðralagið hefði haldið Egyptalandi, þá hefði það styrkt það sem - keppinaut vahabisma í Mið-Austurlöndum, og jafnvel víðar.
  • Ég er nefnilega ekki sammála því, að "Bræðralagið" sé eins róttækt og "Vahabismi."

Höfum í huga - róttækustu hreyfingarnar sprotnar frá Vahabisma, eru - ISIS, og al-Qaeda.
En róttækustu hreyfingar sprottnar af meiði Bræðralagsins, eru "Hamas" og "Jabhat al-Nusra."

  • Hvorug þeirra hefur fram að þessu, framið hryðjuverk á Vesturlöndum.

Mér finnst það nánast, meðmæli með -Bræðralaginu- að Saudi Araöbum, sé í nöp við það.
_________________
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því - hvað ef nokkur þessi ályktun hefur.

 

Niðurstaða

Einn möguleikinn er, að ályktunin - breiti nákvæmlega engu. Þ.e. að þau lönd sem hafa sent a.m.k. sumum hreyfingum uppreisnarmanna í Sýrlandi vopn - haldi því líklega áfram.
Það er a.m.k. kýrskýrt, að uppreisnarmenn hafa verið undir stöðugum árásum ISIS.
Samtímis að megin átök hers Assads, og hersveita bandamanna Írans - hafa einnig verið við hreyfingar uppreisnarmanna.
Síðan hefur ISIS einna helst elfst, með því - að taka svæði af uppreisnarmönnum.
Það hefur því virst svo, að a.m.k. væri ISIS - að notfæra sér það ástand, að árásir hersveita er styðja stjórnina í Damascus, veikja hreyfingar uppreisnarmanna -það getur vel verið að ISIS einfaldlega hafi valið að ráðast þar að, þ.s. auðveldar væri að græða lönd.

  • Þetta býr til þá fléttu, að með því að vopna uppreisnarmenn - hafa NATO lönd, hægt á sókn ISIS, gegn uppreisnarmönnum. Sem þjónar því markmiði að forða því að ISIS styrkist frekar. Meðan að Rússar hafa hingað til hent mun meira magni af sprengjum á uppreisnarherinn, en ISIS.
  • Samtímis, mjög sennilega, vilja NATO lönd ekki styrkja uppreisnarmenn svo mikið í sessi, að verulega hætta skapist á að þeir sigrist á sveitum Assads, og bandamanna hans.

Enda mundi þá skapast umtalsverð flóttamannabylgja þeirra hópa Sýrlendinga er hafa stutt stjórnvöld - að sama skapi virðist einnig hætta, að margir íbúar landsins sem aðhyllast Súnní Íslam, gæti gerst flóttamenn - ef uppreisnarmenn tapa alfarið.

Þannig, að mig grunar að stuðningur NATO landa við uppreisnarmenn - ráðist stórum hluta, af því að leitast við að forða nýrri stórri flóttamannabylgju frá Sýrlandi.
Sem þíðir væntanlega að til staðar sé viðkvæmt jafnvægi hvað þann stuðning varðar.

  1. En hvernig þessi ályktun á að skapa þær aðstæður sem ráða niðurlögum ISIS, blasir ekki endilega augljóst við.
  2. En loftárásir geta ekki leitt slíkt fram. Til þess þarf landher.
  • Það einfaldlega gengur ekki að sá landher, sé skipaður Shítum.
  • Né gangi það, að styrkja Assad til að ná landinu aftur.

Málið er <--> Að í bæði tilvikum, væri það gegn því markmiði.
Að hindra stóra nýja flóttamannabylgju.
Svo mikið sé ótti/hræðsla/hatur Súnní arabískra íbúa þeirra svæða þ.s. annaðhvort uppreisnarmenn eða ISIS stjórnar - að líklega mundu þjóðflutningar skella á.

Eina leiðin til að forða þannig útkomu - væri að efla Súnný her til verks.
En ef uppreisnarmenn má ekki nota - þá hreinlega vantar þannig herafla.

  • Þá gæti málið farið þannig, að það þróaðist í margra ára langa pattstöðu, þ.s. allt væri gert til að einangra ISIS - reglulegum loftárásum væri haldið uppi.
  • Þá mundi það minna á árin milli 1994-2003, þegar Saddam Hussain var einangraður, og undir reglulegum loftárásum - meðan að viðhaldið var "no fly zone" og "safety zone" innan Íraks.

En slíkt ástand - munti sennilega ekki letja ISIS til að beita hryðjuverkum.

 

Kv.


Eykur það hættu af hryðjuverkum, að veita sýrlenskum flóttamönnum hæli? Eru Vesturlönd að auðsýna einfeldni með því að taka við fjölda sýrlenskra flóttamanna?

Replúblikanar eru að reyna að keyra í gegn um Bandaríkjaþing, frumvarp sem setur það ströng "öryggis skilyrði" fyrir því, að veita sýrlenskum flóttamanni hæli - að nánast virðist útilokað að þau gætu verið uppfyllt.
Þannig að frumvarpið, snúist í reynd um, að alfarið hindra komu þeirra til Bandaríkjanna!

"Under the proposal no refugees from Syria or Iraq could enter the United States until several top-level U.S. security officials verified they did not pose a threat."

Sennilega fullkomlega óframkvæmanlegt!
Þegar haft er í huga, að stjórnvöld Sýrlands séu afar ólíkleg til að vera liðleg þegar kemur að veitingu upplýsinga af þessu tagi. Meðan að flóttamennirnir flestir hverjir, eiga sennilega ekki afturkvæmt til sinna heimkynna er hafa annað af tvennu verið eyðilögð eða að stríðandi fylkingar koma í veg fyrir að þeir eigi afturkvæmt. Það þíðir auðvitað, að engin leið er að - ræða t.d. við fólk sem þekkir viðkomandi úr fyrri heimkynnum viðkomandi.

Þess vegna yrði augljóslega ekki mögulegt að ganga úr skugga um það, að viðkomandi sé sannarlega ekki tengdur neinum hryðjuverkasamtökum. Samtímis ósennilegt, að unnt væri að sína fram á það öfuga - - að viðkomandi væri sannarlega tengdur slíkum.

Höfum í huga, að í Guantanamo fangelsinu á sínum tíma, var um hríð haldið verulegum fjölda Afgana, sem á endanum - engin leið reyndist til að sannreyna hverjir voru. Á endanum var mörgum þeirra sleppt. Vegna þess að ekki tókst heldur að sýna fram á tengsl viðkomandi við hættulegar hreyfingar - - > En punkturinn er, sú endanlega útkoma tók mörg ár.

Það sé því ekki spurning <-> Að það sé enginn raunhæfur möguleiki á að útiloka óvissu um það, hvort tiltekinn flóttamaður - hafi hryðjuverkatengsl eða ekki.
Vesturlönd hafi hafi ekki valkost m.ö.o. að sætta sig ekki við þá óvissu - ég meina, þau verði að ákveða að taka við þeim, eða ekki <-> Þrátt fyrir þá óvissu.

  1. Þegar menn veifa þeirri óvissu - sem ástæðu þess, að ekki gangi að veita flóttamönnum hæli, sem ekki hafi tekist að sannreyna að hafi engin hryðjuverkatengls.
  2. Þá sé það í reynd það sama, vegna þess að ekki sé í reynd mögulegt að ganga úr skugga um þetta; og að hafna alfarið því - að tekið sé við flóttamönnum frá Sýrlandi.
  • Það sé einungis unnt að ræða þetta út frá líkum!

Defying Obama, U.S. House passes tougher Syrian refugee screening

White House threatens to veto ‘untenable’ refugee bill

Republican presidential candidate Ben Carson pauses as he speaks to the media following a fundraising luncheon in La Jolla, California  November 17, 2015.   REUTERS/Mike Blake

"Republican Ben Carson compared Syrian refugees to &#39;rabid dogs&#39;"

Höfum í huga, að þetta eru sennilega einmitt þau viðbrögð gagnvart sýrlenskum flóttamönnum - sem ISIS vonast eftir! ISIS sem sagt vinnur, ef þetta sjónarmið verður ofan á!

Hryðjuverk ISIS í París föstudaginn fyrir viku - er ástæða þess, að málefni sýrlenskra flóttamanna, fóru í hámæli á Bandaríkjaþingi - í þetta sinn.
Einkum sú staðreynd - að það fannst á vettvangi hryðjuverkanna, eitt vegabréf gefið út i Sýrlandi!

  1. Það að vegabréfið fannst á vettvangi, hefur vakið grunsemdir - sérfræðinga.
  2. En, það getur bent til þess, að það hafi vísvitandi verið skilið eftir á vettcangi - svo það mundi verða fundið.
  3. Enda virðist það annars afskaplega undarlegt - að hryðjuverkamenn, skilji eftir sig persónuskilríki, sem auðvelda að bera kennsl á þá. Þar sem eftir allt saman, sé það almennt hagur þeirra samtaka - að flækja fyrir yfirvöldum þegar kemur að því að bera kennsl á fallna hryðjuverkamenn, frekar en að auðvelda það verk.
  • Þetta hefur leitt til þess - að fjöldi sérfræðinga, hefur stungið upp á því, að vegabréfið hafi vísvitandi verið skilið eftir.
  • Einmitt í þeim tilgangi, að framkalla deilur um sýrlenska flóttamenn.

Ég verð að segja eins og er - að mér finnst sú tilgáta geta mjög vel staðist, vera rökrétt.

  1. Enda lítur ISIS á sýrlenska flóttamenn er flýja til Evrópu, sem svikara við málsstað Íslam. Þeir eigi að berjast með ISIS - eftir allt saman, að mati ISIS, í Sýrlandi.
  2. En fyrir utan það, meðan að flóttamennirnir eru staddir í Mið-Austurlöndum, í flóttamannabúðum þ.s. skilyrði eru afar slæm, lítið við að vera - örvænting rýkir. Þá séu til staðar kjöraðstæður fyrir ISIS. Að leita uppi hugsanlega nýja fylgismenn meðal þeirra. Af þeim ástæðum henti það ISIS betur - að flóttamennirnir séu áfram í Mið-Austurlöndum.
  3. En síðan að sjálfsögðu -bætist við- að ISIS vill auka hatur og tortryggni milli Múslima og Evrópu, bæði milli Múslima er búa í Evrópu og annarra Evrópumanna, og Múslima í Mið-Austurlöndum, og Evrópubúa. Að hvetja til þess - að Vesturlönd hafni alfarið að taka við sýrlenskum flóttamönnum, beita þá harðræði til að bægja þeim frá --> Þjóni m.ö.o. að auki þeim tilgangi ISIS, að fjölga þeim Múslimum í Evrópu sem og innan Mið-Austurlanda, sem hata Evrópumenn.
  • Markmið ISIS sé alltaf það - að skapa sér sem besta aðstæður til að fjölga fylgismönnum ISIS.

Það sé því skýrt -að mínu mati- að sú áhersla, að loka á sýrlenska flóttamenn.
Að beita þá harðræði, til að bægja þeim frá.

  • Þjóni málsstað ISIS - með margvíslegum hætti.

Eitt sem er áhugavert við þessar deilur <-> Á sama tíma, og afstaða Repúblikana í þessu máli, þjónar hagsmunum ISIS <-> Þá er mjög algengt að þeir sem aðhyllast þeirra sjónarmið, ásaki þá sem vilja veita sýrlenskum flóttamönnum mótttöku <-> Að vera -einfeldningar- um -kjánaskap.-

Samt virðist blasa við - að eins og ég bendi á, að einmitt sú afstaða Repúblikana, og annarra sem styðja sambærileg sjónarmið - þjónar hagsmunum málsstaðar hryðjuverkamannanna.
Sem eiginlega setur fram þá spurningu - - hverjir eru kjánarnir!

 

Sýrlenskir flóttamenn eru í langsamlega flestum tilvikum, venjulegt fjölskyldufólk - sem einmitt er að flýja stríðið í Sýrlandi, og þar með einnig - þær hreyfingar sem taka þátt í því stríði, þar á meðal ISIS!

Ég er með einn punkt til viðbótar!
En ef markmið manna er að - lágmarka hryðjuverkahættu.
Þá gæti einmitt það að bægja sýrlenskum flóttamönnum frá, það að Vesturlönd hafni mótttöku þeirra.
Þvert ofan í fullyrðingar stuðningsmanna slíkrar stefnu <-> Skapað aukna hryðjuverkahættu.

  1. En ég bendi fólki á, að ef hópnum er haldið í Mið-Austurlöndum, við þau ömurlegu skilyrði sem þar eru í flóttamannabúðum.
  2. Og ekki síst, ef flóttamennirnir vita af því - að Vesturlönd hefðu lokað á þá.

Þá er auðvitað rökrétt að ætla - að örvænting flóttamanna í flóttamannabúðum í Mið-Austurlöndum aukist.
Að auki er ekki ósennilegt, að það mundi fara nokkur reiðibylgja í gegnum samfélag flóttamanna, ef af því yrði - að sú stefna að loka á flóttamenn af hálfu Vesturlanda yrði ofan á.

  1. Ég er aftur að vísa til þess <--> Að ISIS vill frekar að flóttamennirnir verði áfram í Mið-Austurlöndum, því þá hefur ISIS betri möguleika til að - afla sér fylgismanna meðal þeirra.
  2. En einnig að, ef vonleysi flóttamannanna mundi aukast, auk þess ef reiðibylgja færi um þeirra samfélag gagnvart Vesturlöndum <-> Þá mundi það líklega, enn frekar bæta möguleika ISIS á að afla sér fylgismann meðal þeirra.

Það sem ég er að segja - að þvert á móti, að draga úr hryðjuverkahættu.
Gæti sú stefna, að loka á sýrlenska flóttamenn, aukið hana - jafnvel, verulega.

Ekki má gleyma því, að ISIS mundi nota -slæma meðferð á sýrlenskum flóttamönnum af hálfu Vesturlanda- til að efla reiði innan samfélags Múslima á Vesturlöndum.

  • Þannig að þvert á móti, að draga úr hættu fyrir Vestræn samfélög - séu margvíslegar ástæður að ætla, að sú stefna að - loka á sýrlenska flóttamenn á leið til Vesturlanda, hafi akkúrat þau þveröfugu áhrif - að auka hættuna af íslamista hryðjuverkamönnum.

Þessi afstaða umtalsverðs fjölda hægri manna.
Sem gjarnan nálgast þá deilu með afar hrokafullum hætti, með ásökunum á þá leið að andstæðingar þeirra séu fífl eða kjánar.
Sé sennilega - gegn markmiðum Vesturlanda að lágmarka hættuna af hryðjuverkum.
Líklega því afar afar skammsýn!

 

Niðurstaða

Þvert ofan í það sem gjarnan er sagt, þá sé það líklega gegn markmiðum ISIS. Að Vesturlönd fari vel með sýrlenska flóttamenn - og veiti mörgum þeirra hæli, og betri framtíð.
Að auki sé sú stefna, þvert ofan á fullyrðingar um annað, líkleg til að lágmarka hryðjuverka hættu.

Þvert á móti <-> Sé sennilega einna öflugasti mótleikur Vesturlanda gegn haturs áróðri ISIS <-> Einmitt að veita sýrlenskum flóttamönnum sem varmastar móttökur, og þar með svara með eftirminnilegum hætti þeim áróðri að Vesturlönd hati Múslima.


Kv.


Loftárásir virðast hafnar af krafti á olíu- og gasvinnslu ISIS

Ef frétt Financial Times er rétt, þá hafa Bandaríkin hafið umfangsmikinn lofthernað til höfuðs þeirra tekna sem ISIS hefur af gas og olíuvinnslu. Sem er að sjálfsögðu - fínar féttir. Því það er einmitt olíu- og gasvinnslan, sem hefur gert ISIS mögulegt, að vera að mig grunar - fjárhagslega sjálfstæðir.

Upsurge in air strikes threatens Isis oil production

http://i1369.photobucket.com/albums/ag223/leland234/syria_oil_map_09-10-2013_zpsfbabe240.jpg

Hvað virðist ráðist á - eru ekki gas-/olíulyndirnar sjálfar, heldur virðist ráðist að vinnslustöðum og flutningatækjum

Það má alveg færa rök fyrir því - að eyðileggja ekki búnaðinn við brunnana.
En rökin væru þá þau, að það verði kostnaðarsamt að byggja upp búnaðinn við brunnana að nýju. Hugsanlega kostnaður er geti numið milljörðum dollara.

M.ö.o. - draumurinn, að ná brunnunum stærstum hluta gangfærum.

Þannig að landið geti nýtt tekjur af þeim, um leið og tekist hafi að hrekja ISIS af svæðunum þar sem brunnana er að finna.

  1. Með því að eyðileggja flutningatækin, þó þau séu mörg hver í einka-eigu, þá sé möguleikar ISIS á að selja olíu og gas frá olíu og gassvæðunum - rökrétt skertir.
  2. Meðan að ekki er ráðist á búnaðinn við sjálfa brunnana, heldur samt sem áður - framleiðslan áfram næsta óskert.
  • Spurning hvort þ.e. nóg að gert - að hindra að ISIS geti flutt gas og olíu á markað.

The strikes are insane, sometimes 20 in a few hours,” - “If the strikes go on like this they could stop oil production.”

  1. Þessi leið hefur þó einn galla --> en ef búnaðurinn við brunnana er eyðilagður, þá er framleiðslan raunverulega stöðvuð - og það mundi þurfa mun meira til en ISIS hefur líklega getu til, að koma þá framleiðslunni aftur af stað.
  2. Gallinn er auðvitað sá, að fyrst að menn virðast tregðast við að eyðileggja búnaðinn við brunnana sjálfa - þá muni þurfa að viðhalda stöðugum árásum á þau tæki og tól sem notuð eru til að dreifa olíunni og gasinu - til að halda olíunni og gasinu sem streymir upp, af markaði.
  3. Þannig hindra ISIS frá því, að hafa af olíunni og gasinu, tekjur.

 

Niðurstaða

Þetta virðist ný áhersla af hálfu Bandaríkjanna, að halda uppi áköfum loft árásum, á þau tæki og búnað - sem notað er af ISIS, við það að dreifa olíu og gasi til kúnna. Á meðan að svo virðist að Bandaríkin láti vera, að ráðast að sjálfum olíu- og gasbrunnunum.

Það er reyndar áhugaverður vinkill á þessu - að stjórnvöld í Damaskus hafa verið einn helsti kaupandi á olíu og gasi frá olíu og gassvæðunum undir stjórn ISIS síðan 2013. Spurning því - hvort Bandaríkin eru ef til vill ekki síður, að leitast við að gera stjórninni í Damaskus lífið leitt.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband