Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015
17.11.2015 | 22:57
Hvað ætli að Pútín sé nú að plotta, með yfirlýsingum um stuðning við Frakka og formlegri viðurkenningu þess að ISIS grandaði rússnesku farþegavélinni?
Mér finnst loftárásir Frakka á Raqqa, lykta meir af - pólitík. En raunverulegum hernaðarlegum tilgangi. Borg sem fyrir borgarastríð hafði um 300þ. íbúa.
Það getur vart verið að ISIS hafi ekki reiknað með því, að ráðist yrði á Raqqa.
Vegna þess að borgin er þekkt sem höfuðborg "íslamska ríkisins."
Þannig að mjög sennilega hafi ISIS þegar fært frá Raqqa allt sem skipti máli.
Spurning hvaða leik - - Pútín er að spila!
Putin orders Russian forces to work with French allies in Syria
En skv. tilkynningu rússneskra stjórnvalda - þá hefur rússnesku herliði í Sýrlandi verið skipað að veita Frökkum alla þá aðstoð sem þeir vilja þiggja, í aðgerðum gegn ISIS.
Putin vows payback after confirmation of Egypt plane bomb
Og sama dag, kynna rússnesk stjórnvöld að þau hafi nú sannanir fyrir því, að Airbus 321 vélin í eigu rússnesks flugfélags er fórst mínútum eftir flugtak frá Sharm el Sheikh á Sínæ skaga í Egyptalandi <--> Hafi verið sprengd af sprengju er hafi verið falin innan borðs.
Haft er eftir Pútín - að Rússar muni elta þá sem bera ábyrgð á ódæðinu, og að þeir muni hvergi vera óhultir á plánetunni.
________________
Það er örugglega ekki tilviljun <-> Að rússnesk stjórnvöld segja formlega frá því að vélin hafi verið sprengd.
Í kjölfar atburðarins í París sl. föstudagskvöld <-> Og í kjölfar þess, að Hollande hefur fyrirskipað sérstakar refsi-árásir gegn ISIS í kjölfarið.
- Pútín er greinilega að róa að því öllum árum, að endurreisa a.m.k. að hluta, það samstarf sem var til staðar, milli NATO landa og Rússlands, áður en deilurnar um A-Úkraínu hófust.
- Spurning hvað það þíðir fyrir, A-Úkraínu. En við skulum ekki gefa okkur, að þessar kringumstæður - styrki stöðu Pútíns endilega í því máli. Það sé frekar eins og að Pútín, sé einhverju leiti að leitast við að - laga samskiptin aftur til baka.
- Það gæti einmitt þítt - að Pútín sé smám saman að fjarlægja sig þeim átökum. Sem hugsanlega þíði - að hann sé að undirbúa það, að gefa A-Úkraínu alfarið eftir.
- Hugsanlega, sé hann að vonast eftir því, að reiðibylgja innan Rússlands - gagnvart ISIS. Geti veitt honum skjól fyrir slíka ákvörðun - sérstaklega, ef hann getur sínt fram á, að tilraun hans til að - fá NATO þjóðir í lið með sér, í svokölluðu -bandalagi gegn ISIS- sé að virka.
- En ég hef ekki trú á því, að hann geti sannfært NATO þjóðir um það - að rússn. aðstoð sé það mikilvæg í Sýrlandi. Að það sé þess virði fyrir NATO þjóðir - að gefa eftir að sínu leiti í þeirri deilu.
- Aftur á móti, þurfi Pútín á því að halda, að NATO þjóðir - samþykki fyrir sitt leiti - að Assad fái áfram að vera. Þannig, að Pútín haldi sínum bandamanni - og lepp. Enda hafa NATO þjóðir verið að veita uppreisnarmönnum, nokkra aðstoð. Og sé í lófa lagið að auka á þá aðstoð - ef þeim sýnist svo.
Það geti einfaldlega verið <--> Að það sé mikilvægara í augum Pútíns. Að halda aðstöðunni á strönd Sýrlands, þ.e. einu flota-aðstöðu Rússlands við Miðjarðarhaf í borginni Tartus, og herflugvellinum við Ladakia.
En að gera tilraun við að - keppa við NATO um A-Úkraínu.
________________
Það geti verið stutt í það - að NATO þjóðir formlega samþykki, lágmarks þarfir Rússlands - að halda strandhéröðum Sýrlands þ.s. borgirnar Tartus og Ladakia eru.
Og það má vera að í staðinn - gefi Pútín A-Úkraínu eftir.
Niðurstaða
Mig grunar eins og marga, að plott sé í gangi milli Pútíns og NATO þjóða, þ.s. prúttað sé um A-Úkraínu og Sýrland - á sama tíma. En öfugt við það sem sumir -aðdáendur Pútíns virðast halda- þá tel ég stöðu Rússlands augljóst verulega veikari. Pútín sé sannarlega leitast við að spila sína hönd eins og hann getur, en hann á endanum - haldi á veikari spilum.
Það þíði, að á endanum, þurfi hann að - gefa eftir annaðhvort aðstöðu Rússlands í Sýrlandi, eða, uppreisnarmenn í A-Úkraínu.
Ef Pútín á að geta fengið aftur til baka, a.m.k. að einhverju leiti, þá samvinnu sem til staðar var milli Rússlands og NATO, áður en átökin um A-Úkraínu hófust.
Og binda hugsanlega endi á refsiaðgerðir NATO þjóða.
Sennilegar sé, að Pútín gefi A-Úkraínu eftir, gegn því að halda Assad og herstöðvunum í strandhéröðum Sýrlands - og losna við refsiaðgerðir NATO. En að það þveröfuga gerist, að hann gefi eftir Assad og aðstöðuna í Sýrlandi. En þá sé líklegar að hann losni við refsiaðgerðir NATO landa.
Það má vera - að nú þegar Pútín hefur formlega viðurkennt að ISIS hafi grandað rússnesku farþégavélinni. Sé við það að hefjast - ný fjölmiðlaherferð í Rússlandi. Sem verði ætlað að skapa reiðibylgju innan Rússlands - gagnvart ISIS.
Á sama tíma, verði alger þögn í rússneskum fjölmiðlum um A-Úkraínu. Og líklega þegar sá tími kemur, að Rússland formlega - sker á tengslin við uppreisnarmenn. Þá muni það sennilega ekki rata í rússneska pressuna <-> Sem verði í staðinn, stöðugt að básúna um aðgerðir gegn ISIS.
- Þannig verði stríðið gegn ISIS - að "diversion" fyrir rússneskan almenning, svo hann veiti því ekki athygli - að Pútín hafi selt uppreisnarmenn.
- Síðar muni hann kynnt það sem "triumph" hans að refsiaðgerðirnar séu fyrir bý.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.11.2015 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.11.2015 | 23:08
Óvinur óvinar míns er vinur minn, ég held að það sé kominn tími til að hugsa með þeim hætti í Sýrlandi
Til þess að forða misskilningi - tek ég strax fram að ég er ekki að tala um bandalag við Assad. En ég sé ekki nokkra leið til þess, að bandalag við Assad sé gagnlegt í átökum við ISIS.
- Málið er, að Assad ber alla ábyrgð á því, að átök sumarið 2011 urðu að borgarastríði, en Assad hafði valkosti er hefðu fullkomlega forðað þeirri útkomu - bendi t.d. á að í Túnis varð ekki borgarastríð. En Ben Ali steig upp í þotu og yfirgaf landið í janúar 2011. Í Túnis er mestu leiti friðsamt í dag, þ.e. ekkert stríð - borgir ekki í rústum - engar milljónir á flótta - ekki orðið gríðarlegt manntjón. Assad valdi að - - hanga á völdunum hvað sem það kostaði, og skipaði herlögreglu að skjóta á götumótmæli. Afleiðing, að uppreisnin barst til hersins - og upp reis svokallaður "Frjáls sýrlenskur her."
- Það að 12 milljón manns séu heimilislaus, meir en 50% íbúa - bendir til ótrúlegs tjóns á húseignum almennra borgara. Fullkomin sönnun þess, að stjórnarherinn hafi beitt sér af fullkomnu miskunnarleysi og skeitingarleysi um manntjón og tjón almennings.
- Síðan bendi flest til þess, að stjórnarherinn beri ábyrgð á bróður parti yfir 300þ. manna manntjóns.
Þetta leiðir til þess - að innan Sýrlands hlýtur að vera mikill fjöldi af fólki, sem hefur afskaplega litlu að tapa, hefur misst allt sitt - gjarnan ástvini einnig <-> En telur sig eiga blóðhefndir að hefna gagnvart Assad og fylgismönnum.
Þetta gerir það að verkum, að ég tel að ekki sé raunhæfur valkostur að vinna með Assad.
Hann sé of mikið hataður - og af of mörgum.
Í augum of margra - sé allt til vinnandi, að koma honum frá.
Það sé vatn á myllu ISIS <--> Sem virkilega, beiti þeim áróðri, að einungis ISIS geti varið fólkið í landinu <--> Gegn Assad, og bandalagi hans við Íran - og Hesbollah.
Þar sem að Íran og Hesbollah - er víðtækt hatað af Súnní Araba meirihluta landsmanna, þá virki sá áróður ISIS manna - afskaplega vel.
- Það gerir það að verkum - að bandalag við Assad, sé ekki gagnlegt.
- Það frekar geri - ógagn. Með því, að reka enn flr. til þess að ganga til liðs við ISIS.
Stríðið við ISIS - - verður ekki unnið, nema að til staðar sé á vígvellinum, Súnní arabískt afl - sem íbúar landsins geta mögulega stutt í staðinn - fyrir ISIS
Allur stuðningur við Assad <--> Muni styrkja ISIS frekar.
Vegna þess, hve víðtækt Assad sé hataður af meirihluta landsmanna, eftir það ótrúlega blóðbað og tjón, sem hann hefur valdið landsmönnum.
Sama gildi um, bandalag við Íran og Hesbollah, en þar komi inn -trúarvinkillinn- Súnní vs. Shía, þ.s. öflugt haturs ástand sé til staðar milli Súnní Araba meirihluta landsmanna og Írana, ekki síður gagnvart Hesbollah.
Þá gildi það sama <--> Að bandalag við Íran, og Hesbollah - mundi smala fólki til fylgis við ISIS, og líklega þar með - nettó styrkja ISIS.
- Ég er að horfa til, uppreisnarmanna í Sýrlandi - sem "the lesser evil."
- En þeir hafa samfellt verið undir árásum frá ISIS, síðan ISIS kom fram 2013. Og ISIS hefur tekist að ná stórum svæðum af uppreisnarmönnum - stór hluti ástæðu þess, að þeir hafa í dag, sameinast í her sem þeir kalla "army of conquest."
- Síðan þeir þannig sameinuðu krafta sína - hafa þeir haldið velli gagnvart ISIS. Og samtímis að auki, gagnvart árásum Írana - Hesbollah - Rússa og stjórnarliða.
- Það þíðir, að uppreisnarmenn, eru án nokkurs vafa - sæmilega sterkur her.
- Og þeir eru sannarlega - súnní.
Ég geri mér fulla grein fyrir því, að þeir eru flestir - Íslamistar.
En það hefur ekki hindrað ISIS í að ráðast stöðugt að þeim.
- En ISIS lítur á sig, sem uppsprettu hinnar réttu Íslam trúar, þ.e. hina einu réttu uppsprettu. Þeir telja sig, hafa leitað til uppruna Íslam - fundið aftur hið tæra upphaflega Íslam. Sem þeir séu að endurvekja.
- Það þíðir, að ISIS - lítur á alla aðra Múslima, sem villutrúarmenn. Þar með einnig, aðra Íslamista.
Þetta er þ.s. ég á við með - - óvinur óvinar míns, sé vinur minn.
Það sé ef til vill langt gengið að kalla Íslamistana í uppreisnarhernum, vini.
En þeir séu sannarlega án vafa - óvinir ISIS.
Og ISIS sannarlega lítur á þá sem - sína óvini.
Og uppreisnarmenn, hafa sannað sig sem hernaðarlegt afl innan Sýrlands.
Það sé "boots on the ground" sem vanti, svo unnt sé að ráða niðurlögum ISIS.
Og þau "stígvél" þurfa að vera Súnní arabísk.
Enda, verði ISIS ekki stöðvað - - nema af öðru Súnní arabísku afli.
Málið er - að ef uppreisnarmenn, mundu verða vopnaðir - með öflugum hætti.
Eins og gert hefur verið við Kúrda.
Þá sé full ástæða að ætla - að unnt sé að fá þá til þess, að ráðast gegn ISIS.
- Auðvitað þarf þá fyrst, að semja um - a.m.k. vopnahlé í borgarastríðinu.
- Og Rússar þurfa að samþykkja að hætta að ráðast gegn þeim.
- Vopnahlé gæti tekið gildi á þeirri línu sem her uppreisnarmanna, í dag heldur gagnvart stjórnarsinnum og Íran, ásamt bandamönnum Írans.
Í dag eru í gangi friðarviðræður í Sviss.
Til þess að unnt sé að einbeita sér að ISIS.
Þarf að algeru lágmarki - vopnahlé.
Í kjölfar þess, yrði her Sýrlands að halda sig til hlés í átökum.
Flugher Rússa gæti beitt sér gegn stöðvum ISIS.
En Hesbollah og Íran, einnig yrðu að halda sig til hlés.
Einungis Súnní her <--> Getur tekið þetta verk að sér.
Sá her er til - það þarf bara viljann til að beita þeim her.
Ég geri mér fullkomna grein fyrir því - að yfirráð uppreisnarmanna í stórum svæðum innan Sýrlands, leiða ekki til einhverrar óska stöðu.
Það sé samt skárra <--> En að búa við ISIS.
Niðurstaða
Einmitt - - óvinur óvinar míns, uppreisnarmenn. Einhver mun örugglega koma fram, og segja mig geggjaðan. En þetta er alls ekki geggjað. Innan Sýrlands er - geggjað ástand. Nú liggur á að binda enda á ISIS.
Og aðrir Íslamistar, þó slæmir séu að mörgu leiti, séu samt skárri heldur en ISIS.
Menn verða að skilja <--> Að sá her sem ræðst að ISIS.
Verður að geta stjórnað því landsvæði á eftir.
Það sé gersamlega útilokað - að stjórnarher Sýrlands sé fær um slíkt.
Eftir það sem á undan hefur gengið, vegna þess - hve hátt hlutfall þjóðarinnar lítur á ISIS, sem skárri valkostinn í samanburði við stjórnvöld í Damaskus.
En lái þeim það nokkur - eftir 12 milljón manns hafa verið gerð heimilislaus, eftir þ.s. hlýtur að hafa verið ótrúlega miskunnarlaust sprengjuregn og kúlnaregn, og yfir 300þ. drepin.
Þetta séu það stórir glæpir - að jafnvel glæpir ISIS blikni í samanburði, og samt eru þeir glæpir mjög miklir að umfangi.
Assad sé ekki nothæfur bandamaður - punktur.
Nú með einugis 20% landsins - sé hann mjög augljóslega orðinn afar veikt afl.
Hann sé algerlega háður Íran, sem þíði að Íran sé nú hið raunverulega afl á þessum 20% landsins. Assad sé -de facto- búinn að vera, ef Íranar vilja halda honum sem framhlið fyrir sín yfirráð, sé það þeirra mál.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.11.2015 | 01:45
Við megum ekki láta hryðjuverkamennina sigra
Hryðjuverkamennirnir sigra - ef samfélög Vesturlanda láta þá kúga sig, til þess að fara í það ferli að skerða mannréttindi og almenn lýðréttindi einstakra hópa.
En það er hættuleg freysting við aðstæður sem þessar, þegar mannskæð árás - vekur ótta og eflir almennt óröyggi ibúa; þá fara gjarnan þeir á kreik - sem vilja notfæra sér ástandið, til að sveigja samfélagið í átt að þeirra vilja - gjarnan sett fram með þeim hætti, að um sé að ræða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir almennt öryggi.
Það er sennilega ekki til neitt það hugtak í nútíma sögu mannkyns er oftar hefur verið herfilega misnotað - heldur en hugtakið öryggi!
Á 20-öld var það notað til að réttlæta þætti, allt frá takmörkunum á - skoðanafrelsi, ritfrelsi, ferðafrelsi.
Yfir í fjöldafangelsanir, pólitísk morð og pyntingar.
- Ýktasta dæmið er að sjálfsögðu útrýmingarherferð nasista á gyðingum, sem réttlætt var á þeim grunni, að Gyðingar væru ógn fyrir heildarsamfélagið - sem framanaf var beitt til að réttlæta eignaupptöku, takmarkanir á ferðafrelsi - síðan fangelsun þeirra, og að lokum - skipulagða útrýmingarherferð.
- Að mörgu leiti sambærilegar eru útýmingarherferðir þær sem stjórnir kommúnista hófu alltaf án undantekninga fljótlega eftir valdatöku, á skilgreindum óvinum byltingarinnar.
Við þurfum að varast að endurtaka leika sem þessa.
Það er, að skilgreina tiltekna þjóðfélagshópa sem óvini.
Sem síðan sé réttlætt til að - beita þann tiltekna hópa, harðræði af margvíslegu tagi - sem miðað við sögu 20-aldar er hætt við að fari stig-magnandi.
- Ég skynja augljósa hættu á því - að áhrifamiklir skoðanahópar.
- Fari að berjast fyrir því, að Múslimar sem búa í Evrópu, séu beittir - almennum skerðingum, takmörkunum - sem sagðar verða í því skyni að verja samfélögin gegn þeim.
Miðað við það hvernig slíkum - almennum skerðingum á rétti einstakra hópa, hefur verið herfilega gjarnan misbeitt á 20-öld.
Þá tel ég fulla ástæðu til þess að vara við hugmyndum af slíku tagi.
Ég bendi fólki á að V-Evrópa beitti aldrei slíkum almennum skerðingum á rétti kommúnista í Kalda-Stríðinu!
Það voru mörg dæmi þess í öðrum heimshlutum, að kommúnistaflokkar - væru bannaðir.
Að skoðanafrelsi kommúnista væri skert, þeirra rit bönnuð.
Þeir fangelsaðir - án þess endilega að vera sekir um annað, en að hafa þessa sannfæringu.
- Vandamálið er, að þetta leiddi nær alltaf til - - miklu mun meiri átaka, en þ.e. mjög merkilegt í raun og veru, hve afskaplega vel V-Evrópa slapp við samfélagsleg átök í Kalda-stríðinu.
- En víða um heim, urðu gríðarlega harkaleg slík átök - ég er að tala um allt yfir í ákaflega mannskæð borgarastríð.
- Höfum í huga, að í Evrópu var meðal stuðningur við kommúnisma á bilinu 10-20%.
Hann m.ö.o. var alls ekki lítilfjörlegur.
Kommúnistar m.ö.o. voru mun flr. en Múslimar í dag eru innan Evrópu.
- Og það væri afskaplega rangt, að halda því fram að kommúnismi hafi verið, minna hættuleg stefna - en stefna öfga íslamista.
- Ítreka, að án nokkurra undantekninga - hófu kommúnistar í kjölfar valdatöku. Skipulagðar útrýmingarherferðir á þjóðfélagshópum - sem þeim var í nöp við.
- Alltaf varð gríðarlegt manntjón, í kjölfar valdatöku kommúnista - þegar þeir fóru að drepa í stórum stíl, skilgreinda óvini byltingarinnar - eða varpa í fangabúðir þ.s. margir létu lífið vegna slæmrar aðbúðar.
Við erum að tala um það.
Að hundruðir þúsunda - upp í milljónir, létu lífið.
Haturs Íslam hættulegra Íslamista, er ekki hin dæmigerða stefna Íslam - eins og hatursmenn Íslam gjarnan halda fram
Ég hef veitt því athygli - hvernig hættulegir Íslamistar eru að æsa upp gamalt og undirliggjand hatur gagnvart Íslam. Sem virðist hafa verið til staðar í Evrópu, en legið í dvala.
Íslam hatarar gjarnan - láta sem að haturskenningar öfgamúslima, séu réttmæt lýsing á því hvernig allir Múslimar hugsa, og hvernig Íslam með réttu sé.
- Þarna eru að rísa upp haturshópar - þeirra hatur með vissum hætti, virðist endurspeglun á hatri öfgaíslamista á samfélögum Vesturlanda.
- Hatur hvorra tveggja - virðist nærast á hatri hins, þannig efla hvort annað.
Þetta minnir mig töluvert á upprisu nasista á 4-áratugnum.
Algerlega án gríns.
__________________
En þær haturshreyfingar sem eru að rísa innan evrópskra samfélaga - sem endurspeglun gegn hatri öfgaíslamista.
Eru sennilega nærri því eins hættulegar evrópsku samfélagi, og sjálfir öfgaíslamistarnir.
- Þó þeir sem hatast við Íslam, séu ekki líklegir til að skjóta fólk á götum úti, eða sprengja sig í loft upp.
- Þá hvetja þeir til - skerðingar á frelsi; í nafni - öryggis sjónarmiða.
- Þannig getur þeirra stefna, þróast upp í hugsanlega alvarlega ógn við almennt lýðfrelsi í Evrópu. Ef þær haturshreyfingar - halda áfram að eflast.
- En frelsis-skerðingar, gjarnan færa sig upp á skaftið.
__________________
- Ég hef að auki veitt athygli - - hræðslu áróðri, sem rekinn er af þeim sem hata Íslam.
- Ég er að vísa til áróðurs sem heldur því fram - - að fjölgun Múslima í Evrópu, sé hvorki meira né minna en - ógn við sjálfa tilvist samfélaga Evrópu.
Það er nákvæmlega ekki neitt hæft í fullyrðingum af því tagi, að stórfelld hætta sé á að Múslimar - - verði meirihluti íbúa innan nokkurra áratuga.
Þær fullyrðingar styðjast við ákaflega barnalega lélega tölfræði.
En þegar menn eru komnar inn í slíkar hugmyndir.
Er samanburðurinn við nasismann orðinn ákaflega óþægilega mikill.
- Takið eftir, að nasistar skilgreindu ávalt herferð þeirra gegn Gyðingum, þannig að þeirra aðgerða væri þörf til varnar samfélögum svokallaðra -aría.-
- Þegar menn halda því blákalt fram, gegn öllum staðreyndum, að einungis nokkrir áratugir séu í að Múslimar taki yfir Evrópu.
Þá eru menn þar með farnir að skilgreina Múslima.
Með hætti, sem svipar óþægilega til þess, hvernig nasistar töluðu um gyðinga.
__________________
Með hugmyndum af þessu tagi.
Séu haturshópar sem vaxa eins og púkinn á fjósbitanum.
Að tala sig sennilega upp í það, að þörf sé á að beita múslímska íbúa Evrópu - afar harkalegu harðræði, til að verja samfélög Evrópu gegn þeim.
- Hætta sé á að evrópskir Múslimar verði Gyðingar framtíðarinnar.
Það er alls engin þörf á að skerða almenn réttindi Múslíma í Evrópu. Fullyrðingar um hættulega fjölgun Múslima - eiga ekki neitt skilt við veruleikann! Þetta sé staðhæfulaust rugl!
Við eigum að koma fram við Múslima í Evrópu - með algerlega sama hætti, og í Kalda-stríðinu var komið fram við Kommúnista.
Ég hafna því algerlega að öfga Íslam sé varasamara fyrirbæri, en heims kommúnisminn var.
Bendi á að yfir 100 milljón manns létu lífið í löndum kommúnista.
Ítreka að í kjölfar valdatöku kommúnista í landi, hófust alltaf - útrýmingarherferðir. Kommúnisminn, var - allsherjar kenning þ.e. "universal" og stefndi sannarlega á heims yfirráð.
Það vantaði ekkert upp á fanatík skæruliða kommúnista, eða þeirra er börðust fyrir honum.
Loforð kommúnismans, um nokkurs konar himnaríki á Jörðu - virtist algerlega duga til að hala inn ofsafengna fylgjendur, eins og hugmyndir um himnaríkisvist.
Ég er að tala um - fullt lýðfrelsi.
- Skoðanafrelsi.
- Ritfrelsi.
- Félagafrelsi.
- Óskertan kosningarétt.
- Óskertan rétt til framboða.
- Það er rökrétt að fylgjast með hópum öfgamanna - njósna um þá.
- Eins og njósnað var um og hafðar gætur á kommúnistum.
Um leið og menn brjóta lög, þá er farið með þá eins og aðra lögbrjóta.
Að sjálfsögðu, beitt fullri hörku á hverja þá hópa sem rísa upp, til að beita hryðjuverkum.
En ekki undir nokkrum kringumstæðum - á að beita "collective punishment."
- Bendi á að, sigur Vestrænna samfélaga í Kalda-Stríðinu, varð þegar samfélög A-Evrópu ákváðu sjálf að -kasta kommúnismanum, og taka upp vestrænt lýðræði.
- Það gerðu þau að sjálfsögðu vegna þess, að samfélög V-Evrópu stóðu vörð um sín lýðræðisgildi, og þannig tryggt að V-evr. samfélög væru til mikilla muna meir aðlaðandi fyrir íbúa - og þannig höfðuðu þau sterkt til annarra til eftiröpunar.
Ég á von á því - að "ISIS" eins og gilti um ríki kommúnista.
Muni mistakast að skapa - aðlaðandi samfélag.
Þvert á það sem -öfgamenn er hatast við Múslima halda fram- þá er lýðræðis-fyrirkomulagið sjálft, ásamt fyrirkomulagi lýðfrelsis.
Einn helsti styrkur Vesturlanda.
- Það að Múslimar vilja setjast að á Vesturlöndum, frekar en í öðrum Múslima löndum.
- Er eiginlega fullkomin sönnun þess, hve sterk Vestræn samfélög eru.
En þetta sýnir - að Vestræn samfélög eru aðlaðandi.
Og einmitt það er einn helsti styrkur Vestrænna samfélaga.
Þ.e. - aðlaðandi að búa í þeim.
Þ.e. - aðlaðandi að vera þar.
Það sést einnig á ítrekuðum sjálfs-sprottnum tilraunum til lýðræðisbyltinga í öðrum heimsálfum.
Að það mörgum öðrum þjóðum hugnast að öðlast frelsi og lýðræði.
Að þeim hugnast fordæmi Vestrænna samfélaga.
- Þó að arabíska vorið 2011 hafi megin hluta mistekist.
- Þá einnig er það fullkomin sönnun þess, að löngun í lýðfrelsi er til staðar í Mið-austurlöndum.
- Mjög sennilega - sýnir aðstreymi fólks þaðan, sem hefur aukist mikið eftir að arabíska vorið almennt séð rann út í sandinn.
- Einnig löngun til þess að lifa við slíkar aðstæður.
Fyrst að íbúum mistókst að skapa þær aðstæður heima fyrir.
Þá dreymi þá um að lifa þar hvar slíkar aðstæður þekkjast.
- Það sé einmitt hvað ég held, að eigi við um flesta þá sem séu að flytja til Evrópu frá Mið-Austurlöndum.
- Það sé að sjálfsögðu, duglegasta fólkið - en þ.e. alltaf duglegasta fólkið sem flytur annað, ef það getur - ef aðstæður eru slæmar heima fyrir.
- Það sé að sækja í sannarlega - betri kjör. En einnig, það lýðfrelsi sem er til staðar innan Evrópu; og svo ákaflega skortir víðast hvar í Mið-Austurlöndum.
Með tíð og tíma - muni þessi "diaspora" hafa áhrif til baka inn í sín heima lönd.
Vestræn samfélög séu - ekki veik.
Eins og öfgahægri menn - gjarnan halda fram.
Þvert á móti - sanni aðflutningurinn, styrk þeirra.
- Vestræn samfélög séu sterkari, og muni móta þá sem setjast að.
- Slíkt tekur gjarnan 2-3 kynslóðir að skila sér.
- Þ.e. barna-börn innflytjenda, séu oftast nær orðin full-aðlöguð.
- Menn gjarnan láta töluvert með það, hvernig - innflytjendur setjast að í sömu hverfunum. Leitast við að halda sinni menningu.
- En þetta gera einmitt Vesturlandabúar sjálfir, þegar þeir sjálfir lifa í Arabalöndum.
- Það gera Vesturlandabúar einnig, þegar þeir lifa í Asíulöndum.
Málið er - að þegar fólk sest að í framandi menningu.
Þá sest það innan um sína líka, vegna þess að því líður betur þannig.
Ef tekið er mið af Bandaríkjunum - en þar var gríðarlegur aðflutningur á 19. öld. Þá tekur full aðlögun, eins og ég benti á, ca. 3-kynslóðir.
Þá vísa ég til þess, ef að streyma fjölmennir hópar.
- Á 3-kynslóðum urðu þetta allt, að Bandaríkjamönnum.
- Ég sé enga augljósa ástæðu þess, af hverju það virkar með öðrum hætti fyrir Evrópu.
Niðurstaða
Málið er - að besta vörn Evrópu gegn áróðri hættulegra Íslamista. Er að halda fast í sjálft frelsið. Og hafna öllum hugmyndum í þá átt - að fara að tálga af því, skerða það - smám saman, stig af stigi.
En besta vörnin gegn áróðri hættulegra Íslamista, í þá átt að Vesturlönd hatist við Múslima, er að sjálfsögðu að - koma fram við Múslima er lifa meðal vor með sama hætti og aðra.
Málið með aðflutning Múslima til Evrópu <-> Er að Múslimar sjálfir sem flytjast búferlum eru með sínu vali, að sína fram á allt annan hlut.
Nefnilega þann hlut, að eftirsóknarvert sé fyrir Múslima að lifa í Evrópu.
En eftir allt saman, búa Múslimar í Evrópu við miklu mun víðtækari lýðréttindi og vernd mannréttinda - en tíðkast á nokkru byggðu bóli í N-Afríku, eða Mið-austurlöndum.
Það ásamt betri kjörum, leiðir til þess að - Múslimum finnst eftirsóknarvert að lifa í Evrópu.
Þetta sýnir að sjálfsögðu fram á styrk evrópskra og vestrænna samfélaga almennt, að fólk úr öðrum heimshlutum vill stöðugt setjast þar að.
Að sjálfsögðu er ekki rétta svarið við hættum af öfga Íslam.
Að draga úr lýðréttindum - gera samfélög okkar, minna aðlaðandi.
En öfugt við það hvað sumir halda - mundi það minnka mótstöðu-afl okkar samfélaga.
Styrkur okkar samfélaga liggur að stórum hluta - í sjálfum lýðréttindunum.
Að veikja þau réttindi - mun einnig veikja okkar samfélög.
Og sennilega stuðla að - raunverulegri hnignun þeirra.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2015 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.11.2015 | 23:56
Magnað - Rússland hefur verið sett í allsherjar bann innan frjáls íþróttaheimsins
Bannið hefur ekki enn tekið formlega gildi, þ.e. Rússneska frjálsíþróttasambandið, getur óskað eftir því að fá að verja sig gegn ásökum með formlegum hætti, í nokkurs konar réttarhaldi sbr. "formal hearing."
World anti-doping agency committee decides Russian anti-doping agency breaking WADA rules
Russia provisionally suspended by IAAF
En miðað við fréttir - - getur farið svo að bannið haldi Rússlandi frá frjáls íþróttaheiminum, til fjölda ára.
Ég er ekki að grínast - - til fjölda ára.
Útlistun á ásökunum: Russia slammed in doping report, faces possible Olympic ban.
- Skv. ásökunum, þá er talið að svindl hafi verið skipulagt af rússneska ríkinu sjálfu.
- Það er sagt, að rússneska leyniþjónustan, hafi tekið þátt í því að trufla starfsemi eftirlits aðila, er þeir voru að fylgjast með rússnesku íþróttafólki á erlendri grundu.
- Íþróttamenn hafi komist reglulega upp með að - múta starfsfólki rannsóknarstöðvarinnar í Moskvu, þar sem sýni rússneskra íþróttamanna voru reglulega rannsökuð.
- Forstöðumaður þeirrar stöðvar, er undir ásökunum um að hafa eyðilagt mikinn fjölda sýna.
Það gefur þessum ásökunum - nokkurn byr; að rússnesk stjórnvöld hafa sjálf fyrirskipað lokun stöðvarinnar, þ.s. sýni rússneskra íþróttamanna voru rannsökuð: Russia shuts Moscow lab after doping report.
Þau einnig - lofuðu því sem þau kölluðu, "óháðri rannsókn" - meira að segja af hálfu Pútíns sjálfs: Vladimir Putin seeks to head off Russian ban for doping scandal.
Þrátt fyrir það hefur, Alþjóða Frjálsíþrótta-sambandið, ákveðið að banna þátttöku Rússlands.
Þátttaka Rússlands í ólympýuleikunum 2016 getur verið í stór hættu
- "As it stands, Russian athletes may not enter international competitions, including the World Athletic Series and Rio Olympics, which begin on 5 August next year."
- "Russia will also not be entitled to host the 2016 World Race Walking Cup in Cheboksary and the 2016 World Junior Championships in Kazan. "
Rússland þarf að sannfæra Alþjóða Frjálsíþrótta Sambandið um það - að eftirlit með því hvort að íþróttamenn noti ólögleg lyf eða ekki - hafi verið losað við spillingu.
Að auki, að það ferli sé - óháð, þ.e. ekki undir áhrifum stjórnvalda, eða leyniþjónustu.
- Vandinn er, að þetta getur tekið - - töluverðan tíma.
Þess vegna er mig farið að gruna.
Að Rússland geti verið út úr myndinni í alþjóða frjálsíþróttaheiminum - til fjölda ára.
Hver veit - - kannski vegna þess hve þetta er mikilvægt fyrir þjóðarstolt Rússa.
Þá munu Rússar gera það hvað þarf, til að sannfæra stjórn Alþjóða Frjálsíþróttahreyfingarinnar, um það - að Rússland geti kippt gagnrýnisverðum atriðum í liðinn, í tæka tíð - svo rússneskt frjálsíþróttafólk geti tekið þátt í nk. ólympýuleikum.
Það væri sannarlega sjónarsviptir af Rússland frá Ól.
Þó það væri ekki nema vegna þess, hve maður hefur oft haft ánægju að sjá gjarnan glæsileg tilþrif í gegnum árin.
Niðurstaða
Ég reikna með því að bann Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins, sé umtalsvert sálrænt áfall fyrir Rússa - sem a.m.k. fram á þennan dag, hefur tekist að halda sessi sem stórveldi a.m.k. innan íþróttaheimsins.
Nú er það - allt í einu í stórfelldri hættu.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með - en Rússland hefur enn fram á nk. sumar, til að sannfæra alþjóða sambandið um að - hleypta rússnesku frjálsíþróttafólki inn á ólýmpýuleikana.
Rússn. stjv. hafa a.m.k. ekki fram að þessu, kosið að neita því að alvarlegir hluti hafi farið úrskeiðis --> Rétt er þó að muna, að rannsóknarskýrslan sem er upphaf þessa banns, ályktar það að rússn. stjv. hljóti að hafa verið samsek.
Það verður því sennilega - yfir háan múr að klífa nk. mánuði.
Ef Rússar ætla að vera með á Ól. 2016.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2015 | 00:49
ISIS að reyna að breiða Sýrlandsstríðið til Lýbanon?
Það bárust fréttir af mannskæðu hryðjuverki í Beirút, sem ISIS samtökin hafa lýst ábyrgð á. Það þíðir að á 2-vikum hafa verið framkvæmdar 2-mannskæðar hryðjuverka árásir á -almenna- borgara af ISIS samtökunum.
1) Árásin á farþegavél í eigu rússnesks flugfélags.
2) Og nú árás á almenna borgara innan hverfis í Beirút þ.s. Shítar einkum búa.
Two suicide bombers hit Hezbollah bastion in Lebanon, 43 killed
ISIS Claims Responsibility for Deadly Blasts in Southern Beirut
Þessi árás var framkvæmd með sérdeilis viðbjóðslegum hætti
- Árásin var framkvæmd akkúrat á slaginu kl. 6. Einmitt þegar fólk var á leið úr vinnu, og gjarnan að versla sér það allra nauðsynlegasta rétt áður en það snýr heim.
- En árásin var gerð á - útimarkað á torgi fyrir framan spítala.
- Fyrst var sprengja á mótórhjóli sprengd, sennilega með síma.
- Síðan þegar hópur manna dreif að, til að aðstoða þá sem létu lífið eða slösuðust í þeirri sprengingu. Þá sprengi sjálfsmorðs-sprengjumaður er stóð í mannþrönginni sig í loft upp - og nærstadda með sér.
- Árásin m.ö.o. útfærð þannig að sem flestir láti lífið eða slasist eða örkumlist.
Þessi árás var gerð í hverfi þ.s. einkum Shítar búa, stuðningsmenn Hesbollah.
Og fyrir framan spítala, sem rekinn er af Hesbollah.
Þar fyrir framan, er þessi götumarkaður þ.s. sprengjan sprakk.
A.m.k. 43 látnir og 240 slasaðir.
- Einn tilgangur slíkrar árásar, gæti einnig verið - að ífa upp innanlandsmein Lýbanon.
- En þ.e. langt í frá, að allir sem þar búa, séu - - vinir Hesbollah.
Hesbollah er langsamlega sterkasta aflið í því landi.
En Hesbollah á sér þar samt marga óvini.
ISIS getur einnig með þessari árás.
Verið að sýna hópum sem fjandskapast við Hesbollah.
Að ISIS hafi afl til að beita sér - gegn þeirra óvini.
Þannig er a.m.k. hugsanlegt, að sú aðgerð - gagnist ISIS í því að afla sér fylgismanna meðal Lýbana sem fjandskapast við Shíta og Hesbollah sérstaklega.
Við skulum ekki halda að aðgerðir ISIS séu ekki útpældar.
Þeir oftast nær virðast vera Það.
Og þar með gjarnan einnig ætlað - þjóna flr. en einu markmiði samtímis.
Niðurstaða
ISIS sýnir klærnar í Lýbanon. Það að þessi sprengju-árás er gerð. Án vafa sannar að ISIS er þegar til staðar innan Lýbanon. M.ö.o. sé þegar búin að koma sér þar fyrir, meðal þeirra hópa Lýbana er hatast við Shíta.
Þannig að það geti mjög vel verið - - að ISIS sé í og með, að gera tilraun til þesss.
Að starta stríði innan Lýbanon, þannig að átökin í Sýrlandi dreifist einnig til Lýbanons.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á mánudag samþykkti héraðsþing Katalóníu yfirlýsingu - sem vægt sagt var ekki diplómatísk.
Catalan parliament to vote on break with Spain
- "The resolution commits the recently elected parliament to the creation of the independent state of Catalonia, in the form of a republic."
- "It also calls for the passing of new legislation to set up an independent tax authority and social security system within 30 days."
- "Most controversially, perhaps, it states that the Catalan parliament is no longer bound by the decision of Spanish institutions and, in particular, the constitutional court, the highest tribunal in Spain."
Sérstaklega mun reyna á næstunni á þátt yfirlýsingar þeirra - sem hafnar því að Stjórnlagadómstóll Spánar hafi lögsögu yfir Katalóníu, og málefnum Katalóniu.
Og ekki síður í því samhengi, að skv. yfirlýsingunni á héraðsþing Katalóníu þegar hefja formlegan undirbúning skipulagningar - eigin skattlagningar, talað víst um það að skattfé Katalóníu tilheyri Katalóníu, og hefja undirbúning á eigin félags tryggingarkerfi.
Svar Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, gat vart komið á óvart, þ.e. að vísa málinu til Stjórnlagadómstóls Spánar
Rajoy mun að sjálfsögðu - setja mál þannig fram, að sjálfstæðissinnar í Katalóníu, séu að slíta í sundur lög landsins.
Rajoy virðist nýlega hafa elft lagaramman utan um Stjórnlagadómstól Spánar.
Spanish PM accuses Catalan leaders of breaking national unity
- "Under recently passed legislation, the constitutional court has the power to order direct administrative measures against officials who defy its rulings, for example, by declaring them unfit for public duty."
- "As long as the Catalan resolution is under review, a process that could take many months, it will be formally suspended meaning it cannot serve as a legal basis for further action by Catalan lawmakers."
Þetta virðist mér - varasamur kokteill.
En miðað við yfirlýsingu héraðsþings Katalóníu <-> þá ætla þeir að hefja án tafar, formlegan undirbúning að sjálfstæði héraðsins.
Sem skv. -lið 2- er þá ólöglegt, þ.s. málinu hefur verið vísað til Stjórnlagadómstólsins, þá sé þar með - yfirlýsinging lagalega séð á Spáni sett í frysti.
En sjálfsstæðissinnarnir, sögðu einnig -ekki ætla að taka mark á Stjórnlagadómstólnum- og að auki að spönsk lög gætu ekki stöðvað þeirra athafnir.
Þá reynir að sjálfsögðu á -1- þ.e. nýlega sköffuð tæki Stjórnlagadómstólsins -> Til að fyrirskipa að þeir sem óhlýðnast dómstólnum, séu settir af.
- Það áhugaverða getur hugsanlega gerst, að þingmenn sjálfstæðissinna, geri alvöru af því að hundsa það ferli sem hefur farið í gang af hálfu Stjórnlagadómstóls Spánar.
- Síðan þegar ljóst er að meirihluti sjálfsstæðissinna á héraðsþingingu væri virkilega að hundsa það ferli - og þar með skipanir Stjórnlagadómstólsins.
- Þá væri Mariano Rajoy þar með kominn með alla þá lagalegu stöðu sem hann þyrfti <-> Til að senda herlögregluna á vettvang; og handtaka liðið.
- Þá getur maður ímyndað sér senu fyrir framan þinghúsið í Barcelona, með fjölmennan múg framan við þinghúsið, að leitast við að verja það <-> Síðan hefjist raunverulega óeirðir með öllu til komandi, óeirðalögreglumönnum með skildi - stórir trukkar með öflugar vatnsbyssur <-> Svo til að hressa upp á þetta, gætu Molof kokteilar farið að fljúga um.
Ekki skal ég fullyrða að mál fari í akkúrat þessa átt.
Það getur vel einnig gerst að sjálfsstæðissinnar lyppist niður.
Á hinn bóginn, virðist nú til staðar á héraðsþinginu - - > Mun róttækari þinghópur en áður.
Sem gæti alveg verið til í að <-> Gerast nokkurs konar píslarvottar í varðhaldi spænskra yfirvalda.
- En punkturinn er auðvitað sá - að sena sem þessi, ef gengur fram alla þá leið.
- Gæti virkilega orðið til þess að skapa nægar æsingar innan héraðsins meðal íbúa.
Að Spánn væri kominn þar með í alvarlega - - innanlands krísu.
Niðurstaða
Það getur loks verið raunverulega að hitna undir kolunum í tengslum við deiluna um Katalóníu. Hún virðist mér hafa hugsanlega nægan sprengikraft - til að skapa raunverulega alvarlega innanlands krísu á Spáni.
En enn tel ég unnt að semja um málið, um millilendingu.
En það verður erfiðara eftir því sem málin æsast frekar.
- En upphaflega hófst þetta út af deilu um - - skiptingu á skattfé milli Barcelóna og Madríd.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.11.2015 | 00:00
Áhugavert viðtal við; Garry Kasparov - sem að sjálfsögðu er mjög gagnrýnið á Pútín
Ég ætla að taka einn mikilvægan punkt úr því, en viðtalið í heild er á eftirfarandi hlekk: "Putin Needs Wars To Legitimize His Position".
Spurningin um vinsældir Pútíns
Ég er búinn að vera um hríð, skeptískur á hinar rosalegu vinsældir Pútíns - skv. mælingum í könnunum.
En eins og aðrar skoðanakannanir eru þær teknar með þeim hætti, að ókunnugt fólk hefur samband við viðkomandi.
- Mín rök fyrir því að efast um þær kannanir, hafa verið t.d. sú ábending, að ef könnun hefði verið gerð í ríki Stalins - þá geta allir vitað að enginn hefði þorað að segja annað en að viðkomandi styddi foringjann. Sama gilti um könnun er gerð væri í N-Kóreu.
- En ég vil meina, að þegar ákaflega gagnrýnin fjölmiðla herferð hófst í Rússlandi, í kjölfar Mayden-torgar byltingarinnar -- og ekki löngu síðar tók Pútín Krím skaga yfir með sérsveitum rússneska hersins. Þá hafi almenningur tekið þá ofsakenndu áróðursfullu umfjöllun, sem "signal" eða vísbendingu - þess að rétt væri að fara varlega.
- En það vekur athygli mína, t.d. í N-Kóreu, að hvarvegna í N-Kóreu þ.s. erlendir fjölmiðlamenn hafa í gegnum árin rætt við almenning, þá segjast allir aðspurðir gjarnan með umtalsverðu offorsi - styðja stefnu stjórnarinnar. En engum evrópskum fjölmiðlamanni dettur í hug, að skilja sambærileg viðbrögð - ofsalegrar ánægju sem rússn. einstaklingar á götu gjarnan tjá sig fyrir opnum tjöldum, með svipuðum hætti og þeir mundu taka slíkar yfirlísingar almennings ef þeir væru staddir í N-Kóreu.
- Ég meina þetta af fullri alvöru < - - > En pælið í þessu. Ef þær æsingakenndu umfjallanir um Úkraínu, um Bandaríkin, um NATO og Evrópu - sem hafa verið til staðar í rússn. fjölmiðlum sl. 3 ár < - - > Hafa eins og mig grunar, endurvakið óttann sem var til staðar í Rússlandi á árum áður, þegar Sovétríkin voru og hét < - - > Þá kemur það heim og saman við það, að þegar sú -ofsakennda áróðurskennda og ákaflega gagnrýna umfjöllun á alla yfirlýsta andstæðinga Rússlands, hófst. Þá samtímis fóru mælingar á vinsældum Pútíns að sína sífellt hærri tölur.
- M.ö.o. að í stað þess að mæla vinsældir Pútíns - er ég að segja að þetta mæli hræðslu rússn. almennings við Pútín - hvernig sú hræðsla hafi vaxið - eftir því sem fjölmiðlar í Rússlandi hafa orðið æsingakenndari og stjórnvöld gagnrýnni á meinta óvini Rússlands.
Það áhugaverða er, að Garry Kasparov virðist sammála mér:
"Kasparov: I wouldn't place much stock in those numbers. I don't believe that they reflect Putin's true popularity. Just think about how the pollsters proceed. They call people and they ask them questions on the street. In today's Russia, it takes a lot of courage to tell a stranger something critical about the head of the Kremlin. And yet more than 20 percent do so nonetheless."
Ég tek einnig eftir af viðtalinu að ég og Garry Kasparov, erum algerlega sammála um skilning á Pútín, sem og einnig sammála um skilning á því Rússlandi sem Pútín hefur skapað!
Bendi fólki á að lesa þetta áhugaverða viðtal!
Niðurstaða
Ég vil virkilega meina, sem Kasparov virðist sammála mér - að það sé eitthvað fisklegt við mælingar á vinsældum Pútíns. Mig hefur grunað um töluverðan tíma, að hann sé í reynd ekki nándar nærri eins vinsæll - og kannanir virðast sína. Heldur að þvert á móti, mæli þær kananir - ótta almennings í Rússlandi við Pútín.
Ákafar stuðningsyfirlýsingar meðal almennings, við stefnu stjórnvalda, og við Pútín - sýni einmitt ótta.
Það gæti bersýnilega einfeldni blaðamanna í Vestrænni pressu, sem enn flestir hverjir virðast ekki hafa áttað sig á þessu.
Mér finnst skemmtilegt að Kasparov sé á sama máli.
Bendi fólki á að endilega lesa viðtalið við hann!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 12.11.2015 kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er eiginlega stormur í vatnsglasi. Tsipras er búinn að gefast upp fyrir kröfuhöfum. En í þessu tiltekna máli - er þó gríska ríkisstjórnin að gera tilraun til að sannfæra kröfuhafa að skipta um skoðun. En sennilega endar það svo að gríska ríkisstjórnin bakkar alla leið.
Greece stand-off with EU lenders delays 2bn bailout payment
- "According to senior officials, the two sides are at odds over how far Greece must go in scrapping current foreclosure protections."
- "Creditors are demanding a weaker safeguards, arguing that many mortgage arrears are strategic defaults by borrowers who could afford to pay but are seeking delays in Greeces slow-moving legal system."
- "The Greek government wants to protect up to 90 per cent of about 300,000 outstanding mortgages, while bailout monitors are seeking tighter criteria that could affect 250,000 owners."
- "Greek officials insist they have made concessions on the issue...offering to lower the value of primary residences eligible for legal protection in a second law from those below 300,000 to only those under 180,000."
- "But the Greek government has resisted a push by creditors to further reduce the income ceiling for those who can seek the legal protections. "
- "According to two officials involved in the talks, negotiators for creditors are pushing for a ceiling of 1,100 in monthly income, while Athens is holding out for 1,850."
- "Officials involved in the talks said Athens has already backed off from a demand that the ceiling be at 2,200 per month, coming down to 1,980 before further conceding to 1,850 in talks on Sunday evening."
- "Greek officials fear that if they concede on the issue, they will lose public support for the bailout programme just two months after Greek voters gave Mr Tsipras strong backing to go forward with the deal he struck in July particularly among middle-class voters who would be most affected by a change in the law."
---------------
Á Íslandi tókum við ákvarðanir af þessu tagi - sjálf
Mér virðist reynslan af evrunni ekki síst sú - hve mikið af þínu sjálfstæði þú gefur upp.
Þá meina ég, fyrir utan að ganga í ESB, þá feli innganga í evruklúbbinn síðan í sér - enn frekara fullveldis afsal.
Gengi evru, 140,9 skv. Sedlabanka.is.
- 140,9 * 1.850 = 260.665 kr.
- 140,9 + 1.100 = 154,990 kr.
Takið eftir - - hve lágt Jeroen Dijsselbloem sem fer fyrir kröfuhöfum í þessari litlu deilu vill fara.
Til samanburðar - - þá virðast mér þær fjölskyldutekjur sem gríska ríkisstjórnin vill miða verndina við; afar lágar.
Þó svo að tekið sé tillit til þess, að lífskjör í Grikklandi eru mun lægri en hér, samtímis að verðlag er lægra - - > Þá virkilega finnst mér þetta harkaleg afstaða sem kröfuhafar taka.
Gríska ríkisstjórnin vill forða því, að selt sé ofan af húsnæðis-eigendum í lægstu tekjuhópum.
En það virðist sem að kröfuhafar vilji miða við - ca. gildandi fátæktar lágmark í Grikklandi.
Fólk sem sennilega hvort sem er, á enga eign.
Ekki finnst mér þessi framkvæmd dæmi um þá manneskjulegu nálgun.
Sem áhugamenn um ESB á tyllidögum gjarnan segja snúast um manngæsku og sameiginlega velferð.
Niðurstaða
Við hér á Íslandi gátum a.m.k. nálgast okkar skuldamál með til muna manneskjulegri hætti. Hér var ekki selt ofan af mjög mörgum. Margir hafa fengið skuldalækkanir - ef tekið er tillit til aðgerða -beggja ríkisstjórna. Þá hefur mikið verið gert til að létta undir með skuldugum húsnæðiseigendum.
En þegar land missir stjórn á sínum skuldum innan evrunnar.
Þá færast þessar ákvarðanir bersýnilega úr landi.
Og fulltrúar kröfuhafa aðildarlandanna, virðast klárlega hafa eitthvað annað en manngæsku í fyrirúmi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2015 | 21:17
Róttæk vinstri stjórn andvíg útgjaldasparnaði og launalækkunum, virðist við það að ná völdum í Portúgal
Þetta minnir um sumt á valdatöku Syriza flokksins í Grikklandi við upphafa þessa árs, stjórn sem fór af stað með stór loforð um að - snúa við útgjaldaniðurskurði, launalækkunarstefnu, standa gegn fækkun starfa og ekki síst, að semja um lækkun kostnaðar af skuldum landsins.
En ekkert af þeim loforðum gekk eftir <-> Þvert á móti, enduðu mál með þeim hætti, að Alexis Tsipras át öll sín fyrri loforð - i staðinn skilaði til Grikkja, meiri niðurskurði en áður ásamt frekari launalækkunum, og enn harkalegri skilyrðum frá kröfuhöfum hvað varðar skuldamál landsins. Þó vann Tsipras frá kjósendum endurnýjað umboð - eftir að hafa farið þær hrakfarir.
Leftwing alliance set to topple Portugals government
Antonio Costa - formaður portúgalskra krata og sennilega nýr forsætisráðherra
Verður hann -Tsipras Portúgals- eða mun hann standa sig betur?
Mun sagan endurtaka sig?
- Portúgalskir kratar "PS" virðast hafa um helgina samið við,
- Róttæka-vinstribandalagið "BE,"
- og flokk kommúnista eða "PCP."
Í sameiningu kvá þessir 3-flokkar hafa meirihluta.
Það þarf því ekki að efa að á mánudag fella þeir minnihlutastjórn miðjumanna og hægri manna.
- "The programme supported by the left calls for public sector wage cuts made during Portugals international bailout to be restored within a year,..."
- "...as well as increasing social benefits..."
- "...and cutting taxes."
Vart er hægt að efast um að slík stefna, skapi árekstra milli hinnar nýju róttæku vinstri stjórnar, og þrenningarinnar svokölluðu þ.e. Björgunarsjóð Evrusvæðis - Seðlabanka Evrópu og AGS.
Mál eru eiginlega of fersk til að segja meira.
Heimsfjölmiðlar virtust almennt séð ekki - vaknaðir út af þessu.
Niðurstaða
Það virðist blasa við uppreisn í Portúgal gegn -björgunaráætlun- Portúgals. Nánar tiltekið þeim skilyrðum sem Portúgal hefur verið upp á lagt að framfylgja svo Portúgal geti endurgreitt þær himin háu skuldir sem á landinu hvíla.
Þetta að sjálfsögðu - - gefur manni sterka deja vu tilfinningu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2015 | 01:07
Þýska pressan segir að yfirmenn hjá Volkswagen séu hræddir við handtöku - ef þeir ferðast til Bandaríkjanna
Ég hugsa að slíkur ótti sé á rökum reistur. En FBI - sem hefur fortíðinni ekki hikað við að handtaka bandaríska fylkisstjóra eða borgarstjóra; gæti sannarlega verið víst til að handtaka hvern þann yfirmann Volkswagen frá höfðuðstövðunum í Volksburg - sem mundi láta sjá sig í Bandaríkjunum.
Volkswagen managers afraid to travel to the U.S.
Fyrsti framhjóladrifs bíll sem Volkswagen smíðaði, mjög sjaldgæfir í dag
"Volkswagen (VOWG_p.DE) managers are worried about traveling to the United States, a German newspaper reported on Saturday, saying U.S. investigators have confiscated the passport of an employee who is there on a visit."
"Citing a person with knowledge of the matter, the paper said it was now unlikely that new VW Chief Executive Matthias Mueller would travel to the United States in the second half of November as planned."
""We need legal security here before he can fly to the United States," the paper quoted a person from group management as saying."
Þó þetta séu - óstaðfestar fréttir, sem VW ber til baka.
Þá finnst mér það persónulega ákaflega sennilegt.
Að bandarísk yfirvöld - mundu halda eftir vegabréfi hvers þess yfirmanns Volkswagen AG sem færi til Bandaríkjanna frá höfuðstöðvunum í Volksburg.
Til þess að sá mundi ekki getað farið frá Bandaríkjunum - meðan að mál Volkswagen væri undir smásjá alríkisins, og líklega í kjölfarið - dómstóla.
- En bandarísk yfirvöld eru með það til skoðunar að höðfa sakamál - jafnvel gegn einstökum yfirmönnum Volkswagen AG.
Niðurstaða
Það sé því líklegt að yfirmenn Volkswagen í þýskalandi - láti það alfarið vera að ferðast til Bandaríkjanna á nk. árum. En mjög líklega munu málaferli standa yfir í mörg - mörg ár þar Vestan hafs.
Þó svo að Volkswagen samsteypan muni borga himinháar skaðabætur án nokkurs vafa.
Þá má mjög líklega treysta því - að margvísleg einkamál verði í gangi þar Vestanhafs í langan tíma á eftir.
En jafnvel þó það hugsanlega mundi ekki fara svo að alríkið bandaríska mundi taka þá ákvörðun að höfða formlegt sakamál gegn Volkswagen samsteypunni, jafnvel einstökum yfirmönnum.
Þá sé sennilegt að fjölmargir höfði einkamál gegn Volkswagen samsteypunni. Og slík einkamál gætu alveg verið áhætta fyrir einstaka yfirmenn Volkswagen, því -ef fréttir af háttsettri heimsókn frá Volksburg mundu berast- þá gætu þeir átt það á hættu að fá á sig stefnu, frá einhverjum reiðum Bandaríkjamanni.
Það gæti tekið langan tíma fyrir slíka áhættu að líða hjá.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar