Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Vaxtakrafa Ítalíu, Spánar og Frakklands, hefur ekki verið lægri í "aldir"

Financial Times vakti athygli á þessu: European yields hit multi-century lows. Ég fann annan hlekk þ.s. sjá má sömu myndir: Three charts that show these are extraordinary times.

 

Við lifum á óvenjulegum tímum

Sannfærður evrusinni, mundi halda því fram að þessi kort séu sönnun þess að evruaðild leiði til aukins trausts. En höfum í huga að öll þessi lönd eru í efnahagsvanda. 

Martin Wolf "....according to the OECD, by 2015 Spanish gross public debt will be 109 per cent of gross domestic product; Irish, 133 per cent; Portuguese, 141 per cent; Italian, 147 per cent; and Greek, 189 per cent. Even if bond yields remain at low levels and these countries run balanced primary budgets (before interest payments) indefinitely, nominal GDP must grow at close to 3 per cent a year (in the case of Greece, far more) merely to keep the public debt ratio stable."

Þ.e. þ.s. er áhugavert, að skuldastaða ríkjanna fer stöðugt hækkandi. Eins og Martin Wolf bendir á, þarf hagvöxt ca. 3% til að skuldir landa er skulda rúm. 100% hækki ekki - þ.e. til þess að nokkur von sé til að lækka þær.

Frakkland skuldar ekki 100% enn, en skuldar samt ekki miklu minna. Rétt innan við 90%. 

Í öllum þessu löndum er hagvöxtur rétt við kyrrstöðu, þ.e. hann er jákvæður en einungis rétt svo - fyrir utan að Grikkland er enn í kreppu, en vonast að það komist yfir í plús á þessu ári.

Í Frakklandi, Spáni og Ítalíu - - er hagvöxtur rétt mælanlegur. Einna bestur á Spáni. En Frakkland og Ítalía virðast nær stöðnunarástandi.

Þetta þíðir auðvitað að skuldirnar eru ekki greiddar niður, heldur hækka stöðugt ár frá ári. Miðað við venjuleg skilyrði, ætti það að leiða til "minnkandi trausts."

Frakkland:

Ítalía:

Spánn:

Þá er það spurning - - hvað kallar fram þessi óvenjulegu vaxtakjör?

Það virðist flest benda til þess að á ferðinni sé trú markaðarins á Seðlabanka Evrópu, að hann muni fyrir rest - tryggja ódýra fjármögnun ríkissjóða aðildarlanda, alveg sama hve háar skuldirnar verða.

"ECB" sannarlega tæknilega getur það.

Ég er aftur á móti ekki 100% viss að hann raunverulega muni - - en markaðurinn virðist sannfærður.

  • En kostnaðurinn óhjákvæmilega kemur fram einhvers staðar, jafnvel þó að ekki yrði verðbólga í löndum í vanda - ef prentunaraðgerð er framkvæmd, getur það leitt til verðbólgu í löndum þ.s. aðstæður eru betri.
  • Til þess að viðhalda svo lágum kjörum, hlýtur markaðurinn að vera að veðja á svokallað "QE" þ.e. að "ECB" fari að kaupa fyrir prentað fé.

Ef markaðurinn tapar því veðmáli - - þá gætu margir endað með stórfellt fjárhagslegt tap.

En í minni síðustu færslu, benti ég á það - - að í sinni síðustu vaxtaákvörðun, tók Seðlabanki Evrópu ekki ákvörðun um prentun eins og markaðurinn virðist hafa reiknað með:  Getur evrukrísan vaknað á næstunni?

Veikleikinn er þá sá, að ef lág vaxtakjör "byggjast á trú markaðarins á framtíðar prentun ECB" þá er sá möguleiki til staðar, að þau kjör geti snögglega breyst til hins mun verra - - ef sú trú bilar.

Að rás atburða leiði til þess að sú trú verði fyrir hnekki.

En ég sé í reynd fátt annað sem geti staðið að baki þessari óvenjulegu vaxtakröfu, en trú á framtíðar prentun "ECB."

En annað af tvennu:

  1. njóta þessi lönd meir trausts en nokkru sinni áður, eða,
  2. eitthvað óvenjulegt annað er í gangi sem skýrir málið.

Það óvenjulega annað sé Seðlabanki Evrópu eða með öðrum orðum, væntingar um aðgerðir Seðlabanka Evrópu, væntingar þess efnis að "ECB" muni tryggja að þeir sem kaupa ríkisbréf, tapi ekki á því.

 

Niðurstaða

Það er sannarlega áhugavert að vaxtakjör Frakklands, Ítalíu og Spánar séu þau lægstu sem mælst hafa sennilega síðan farið var að selja ríkisbréf á fjármálamörkuðum. En slíkir markaðir geta vart hafa verið til lengur en frá og með 18. öld. Svo með öðrum orðum, þetta séu sennilega lægstu vaxtakjör sem þessi lönd njóta í allri sinni sögu. 

Valkostirnir virðast vera, að þessi lönd hafi aldrei notið meir trausts, eða að einhver stór utanliggjandi þáttur kalli fram "óvenjulegt" markaðsástand.

Í ljósi þess að þessi lönd eru öll í efnahagsvanda, og samtímis skuldakreppu - sem auk þess ágerist stöðugt. Virðist erfitt að rökstyðja að þau njóti í reynd meir trausts en nokkru sinni fyrr.

Þannig að sennilegar virðist, að um ráði að "þessi lönd séu það stór" til þess að það sé mögulegt að heimila þeim að sökkva. Þau verði að standa uppi - - eða að samstarfið um evru sennilega rofnar.

Veðmál markaðarins sé þá, að það sé ekki hægt að tapa á að kaupa ríkisbréf þessara landa, því að "ECB" muni alveg sama hvað gerist, velja að vera til áfram,  því tryggja þessum löndum kjör sem þau mundi aldrei geta fengið við eðlilegar markaðs aðstæður.

Höfum í huga - - að þessi regla heldur þá "bara fyrir lönd" sem eru of stór til þess að þau megi verða gjaldþrota. Reglan að ef ég fell, þá verður tjónið fyrir aðra svo mikið.

Ég held að t.d. Kýpur falli ekki í þann hóp, líklega ekki heldur Ísland ef það væri í evru. Þannig að rök þess efnis, að Ísland væri með sambærilegum hætti, varið falli - eiga líklega ekki við.

Á hinn bóginn, er ekki víst að aðildarlönd sbr. Þýskaland, leyfi þá verðbólgu sem mun af verða fyrir rest t.d. innan Þýskalands, ef "ECB" raunverulega mundi fara í þá prentunaraðgerð. Svo spurningin er kannski ekki hvort "ECB" vill prenta, heldur hvort að hann fái það. Hvort að lykilríki innan sambandsins, standi með evrunni í gegnum þykkt og þunnt. Það getur einungis tíminn leitt í ljós.

 

Kv.


Getur evrukrísan vaknað á næstunni?

Ég veit að menn hafa verið óskaplega bjartsýnir í seinni tíð - vaxtakrafan fyrir Írland er komin niður fyrir kröfuna fyrir Bretland og Bandaríkin, krafan fyrir önnur lönd hefur lækkað mikið. Meira að segja fyrir Spán hefur hún farið niður fyrir 4% þegar 10 ára ríkisbréf hafa verið í boði.

Svo einhver gæti sagt - hvers vegna dettur mér að halda slíku fram?

En punkturinn er sá, að það hafa verið ástæður fyrir þessari miklu lækkun vaxtakröfunnar, þ.e. síðan að Mario Draghi gaf út frægt loforð sitt júlí 2012, hefur krafan t.d. fyrir Spán lækkað úr næstum 8% þegar hún hæst fór, Grikkland mældist næstum með 30% kröfu - er nú milli 6-7%. 

  • Punkturinn er sá, að þegar Mario Draghi gaf loforð sitt um að gera hvað sem til þyrfti, og fullyrti að það yrði nóg - síðan kom fram tiltekið prógramm um kaup á ríkisbréfum án takmarkana sem aldrei þó hefur verið hrint í framkvæmd.
  • Þá hefur markaðurinn trúað því, að engu aðildarríki evru yrði leyft að verða gjaldþrota.
  • En það var trúin þess efnis á árum áður, sem kallaði fram það ástand á sl. áratug, að vaxtakrafa fyrir Grikkland var nærri því sú hin sama og fyrir Þýskaland.
  • Ástæða þess að krafan rauk síðan upp þegar krísan hófst - - var sú að þessi trú, bilaði. Skortur á aðgerðum "ECB" og karpið milli aðildarríkjanna, fyllti markaðinn óvissu um þetta atriði. Svo að markaðurinn, mat það svo að "hvert land stæði í reynd eitt."
  • Sem skilaði því ástandi, að krafan fyrir lönd sem lentu í skuldavanda - - spíralaði upp, síðan fyrir hvert landið á fætur öðru - þangað til að sumarið 2012. Að úrslitastund blasti við.
  • Þetta snýst sem sagt um það, að það sé trúverðugt talið, að sama hvað gerist, verði ekkert af aðildarlöndum, látið lenda í greiðsluþroti.

Það eiginlega þíðir að, prentunarvald "ECB" verður trúverðugt að standa að baki skuldum aðildarríkjanna.

Þar sem einungis prentunarvald "ECB" er nægilega öflug bakstoð, til þess að skapa trúverðugleika.

Eins og rækilega kom fram í kreppunni, geta aðildarlöndin ekki beitt "lánasjóðs aðferðinni" þegar stærstu löndin eiga í hlut" eins og t.d. Ítalía. 

Þau gátu heldur aldrei sett upp nægilega sterkan neyðarlánssjóð með trúverðugum hætti.

  1. Þegar prógramm "ECB" sem aldrei hefur verið notað, kom fram - - hefur mönnum virst að prentunarvald "ECB" standi óhikað að baki skuldum aðildarlandanna.
  2. Ef þ.e. talið rétt, er það rökrétt af mörkuðum, að lækka vaxtakröfu landa í skuldavanda aftur vel niður.

 

Í seinni tíð stendur Seðlabanki Evrópu frammi fyrir nýjum vanda, þ.e. hættu á verðhjöðnun

Á fimmtudag var kynnt ákvörðun þess efnis að lækka stýrivexti í 0,15%. Og setja neikvæða vexti á innlánsreikninga í Seðlabankanum þ.s. viðskiptabankar mega varðveita fé þ.e. - 0,1%. 

Að auki er kynnt ákvörðun um ný lán til viðskiptabanka frá "ECB" sem kölluð eru "TLTRO" í stað áður "LTRO." Vegna þess að nú hefur verið ákveðið að - - banna að nota það lánsfé í kaup á ríkisbréfum, og að láta það fara til húsnæðislána. T-ið fremst stendur fyrir "Targeted."

Viðbrögð markaða liggja nú fyrir:

Euro Rebounds as ECB’s Effort to Weaken Currency Rejected

Euro withstands ECB’s easing onslaught

FOREX-Euro holds ground after ECB launches fight against low inflation

  • Evran sem sagt - - hækkaði. Í stað þess að lækka eins og vonast var eftir.
  • Og vaxtakrafa ríkisbréfa á evrusvæði, lækkaði frekar.

Af hverju vaxtakrafan lækkar, skýrist sennilega af því, að bankar eru líklega að færa fé af reikningum "ECB" yfir í ríkisbréf.

Mig grunar að evran hækki, vegna þess að markaðurinn hafi verið búinn að veðja á prentunaraðgerð eða "Quantititive easing." Þegar markaðurinn veit að það stendur ekki til, þá sé markaðurinn að "endurverðleggja" evruna gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Sem skilar hærra gengi.

  1. Miðað við þetta, blasir við að verðbólga á evrusvæði mun halda sennilega áfram að lækka.
  2. Þ.e. einmitt þetta, að ekkert minna en prentun, virðist geta stöðvað þá þróun.

Reyndar hafa "analistar" sem má finna í fréttum sem hlekkjað er á, sagt að þeir telja að evran muni lækka á nk. 2-3 árum. Vegna þess að aðrir seðlabankar þ.e. Bandar. og Bretlands, muni draga úr prentun, evran þá lækka gagnvart þeim gjaldmiðlum.

Vandinn er, að þá getur verið komin "verðhjöðnun" - en "medium term" er nk. 2-3 ár.

Það er einmitt punkturinn, að það virðist stefna á verðhjöðnun - -jafnvel fyrir árslok.

Aðgerðir "ECB" virðast nær gagnslausar til að glíma við þann vanda.

Og verðhjöðnun - - gæti mjög sannarlega "endurreist evrukrísuna."

  • En skuldir Ítalíu munu hækka hratt á nk. árum, ef ekkert stórt breytist, vera komnar í kringum 150% eftir ca. 2 ár.
  • Spánn getur þá skuldað nærri 120%.
  • Ég sé enga augljósa ástæðu þess, að skuldir Írlands og Portúgals, haldi ekki einnig áfram að hækka.
  • Skuldir Grikklands í dag eru aftur milli 170-180%. Stefna þá í 200%.
  1. Það er við þetta ástand, sem mun reyna mjög virkilega á það trúarástand markaðarins á inngripum "ECB" með Mario Draghi í fararbroddi.
  2. Þ.e. virkilega áhugavert, að "ECB" skuli ekki hafa þegar ákveðið að hefja "QE." Ég hef í fjölda fréttaskýringa séð bent á, að "ECB" sé búinn að "tæma" hvað hann getur gert - með lækkun vaxta og beitingu vaxtatækisins.
  3. En á sama tíma, er hann einungis fyrir utan vaxtatækið að beita nú "TLTRO" lánum, sem eru algerlega háð eftirspurn frá viðskiptabönkum.
  4. Þó vilyrði hafi verið gefin fyrir því að kaupa lánapakka af bönkum, sem hafi verið umbreytt í lánavafninga eða afleiður, þá hafa evr. bankar ekki enn sett upp slíkan markað - slíkir vafningar standa því "ECB" ekki enn til boða. Þ.e. ekki vitað hve stór þau kaup mundu verða, ef af yrði.
  • Tæknilega getur það verið skilvirk aðferð.

Þetta er þ.s. ég á við með hugsanlega hættu á nýrri evrukrísu.

En ef aðgerðir "ECB" duga ekki, en mér virðist ekki augljóst að þær muni hamla gegn verðhjöðnun, þá heldur meðal verðbólga áfram að lækka, þangað til að verðhjöðnunar ástand er sennilega komið.

Gallinn er að þá, mun hraðinn á hækkun skulda aðildarlanda í skuldavanda, aukast frekar - þ.e. skuldirnar hækka enn hraðar.

  1. Og ef "ECB" virðist ekki geta prentað, til að hindra verðhjöðnun.
  2. Getur verið að menn fari að spyrja sig þess, hvort þ.e. nokkuð í reynd að marka loforðið frá 2012, enda hefur það tæki sem "tæknilega hefur verið í boði" aldrei verið notað. Ekki í reynd vitað hvað mun gerast, ef á það mál mundi reyna.
  • Ný óvissa um bakstuðning við skuldug ríki gæti myndast.
  • Sem þíddi, að vaxtakrafan mundi að nýju - - hratt færast í sundur milli aðildarríkjanna, þ.e. aukast hratt hjá skuldugum löndum.
  • Og aftur kæmi að spurningunni um hrun eða ekki hrun.

 
Niðurstaða

Ég er einn af þeim sem hafa verið efins að evrukrísa sé hætt. Þó svo að menn hafi verið rólegir í seinni tíð. Og smávægilegur hagvöxtur sé kominn. Það kemur til vegna þess, að annars vegar virðist ekkert geta stöðvað þróun á evrusvæði í átt til verðhjöðnunar. Og hitt, að skuldavandi aðildarlanda sem eru skuldsett, heldur áfram að magnast - og það hratt. Þó svo að tæknilega séu áætlanir í þeim löndum um skuldalækkanir, að greiða þær niður. Virðist afar ólíklegt að þeim yrði hrint í framkvæmd, þ.s. þeirra framkvæmd væri afskaplega sársaukafull fyrir almenning - sem þegar er orðinn óþolinmóður eftir því að fá bætt kjör og atvinnu.

---------------------------------

PS: áhugaverð grein sem ég rakst á: France’s Ticking Time Bomb

 

 

Kv.


Aðgerðir Mario Draghi líklega duga ekki til að afnema óttann við verðhjöðnun á evrusvæði

Á fimmtudag kynnti Seðlabanki Evrópu pakka af aðgerðum - Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 5 June 2014 - þ.e. lækkun stýrivaxta úr 0,25% í 0,15%. Eitt og sér skiptir vaxtalækkun um 0,1% afar litlu máli.

En fyrir utan þetta, þá hefur "ECB" lækkað vexti á innlánsreikningum sínum, þ.s. viðskiptabankar mega varðveita fé - - í: - 0,1%. Sem sannarlega er áhugaverð aðgerð.

Hugmyndin virðist vera, að með því að láta banka "borga fyrir að varðveita fé á bókum sínum innan Seðlabanka Evrópu" - að þá muni það hvetja viðskiptabankana til þess að "auka útlán."

  • Þ.e. útlán verði hagstæðari kostur - - en að varðveita stórfé hjá "ECB."

Síðan í 3-lagi. Þá hefur "ECB" kynnt til sögunnar svokölluð "TLTRO" lán upp á 400ma.€ til 4. ára. Sem bönkum á að standa til boða. Tveir slíkir pakkar verði boðnir á þessu ári. Einn á næsta ári. Og sá 4. 2016.

Það sem gerir þessi lán að "TLTRO" í stað "LTRO" er að þau teljast nú "Targeted." Þ.e. sett eru margvísleg skilyrði fyrir lánveitingunni - um það í hvaða hluti má nýta það fé. T.d. bannað að kaupa ríkisbréf fyrir það fé - - mmm, einnig bannað að veita húsnæðislán.

Með öðrum orðum, vonir virðast bornar við það, að þessi lán verði vinsæl, og muni skapa aukningu á framboði á lánum til "smærri til miðlungs-stórra fyrirtækja."

 

Það er bersýnilegt að andstaða við - beina prentun er enn öflug

Það áhugaverða er, að Seðlabanki Danmerkur - - beitti neikvæðum vöxtum með sumu leiti svipuðum hætti og "ECB" ætlar nú að gera. Skv. þeim greiningum sem nú liggja fyrir, þá hjálpuðu "neikvæðu" vextirnir við það verkefni - - að draga úr aðstreymi peninga til Danmerkur. Sem þá voru gjarnan varðveittir á gjaldeyrisreikningum í Seðlabanka Danmerkur. Sem hjálpaði við það, að halda "tengingu krónunnar við evruna" sem var þá í hættu á að falla - - með þeim hætti að krónan mundi hækka yfir sett vikmörk.

  • "ECB" aftur á móti virðist hafa annan tilgang í forgrunni, þ.e. að letja viðskiptabanka innan Evrópu, við það að varðveita fé á reikningum þeirra í "ECB."

Ég efa að þessi aðgerð, hafi e-h umtalverð áhrif á gengi evrunnar, þ.s. ekki sé um glímu við aðstreymisfé að ræða - - > þannig að áhrif hennar til aukningar á verðbólgu verði sennilega "afar lítil" og líklega að meira að segja þau áhrif, muni ekki endast lengi.

Og ég er langt í frá sannfærður um, að bankarnir kjósi að auka útlán. En viðskiptabankarnir geta allt eins kosið að "kaupa meir af ríkisbréfum." Fyrir það fé sem þeir í dag varðveita á reikningum í "ECB."

  • Þ.e. þó spurning um áhrif þessara "TLTRO" lána. "LTRO" lánin sem áður voru veitt, höfðu nær engin áhrif til aukningar á útlánum til atvinnulífs. En það virðist t.d. síðar að þegar boðið var upp á "LTRO" hafi það fé megni til farið í kaup á ríkisbréfum.
  • Reyndar grunar marga, að nánast hafi verið samkomulag milli aðila að hafa það þannig, þ.s. að í kjölfar þeirra kaupa bankanna á ríkisbréfum fyrir "LTRO" fé "ECB" lækkaði verulega vaxtakrafa á ríkisbréf landa í S-Evrópu.

Það getur alveg verið að "TLTRO" lánin, muni framkalla útlánaaukningu til atvinnulífs í S-Evrópu.

Sem mundi ef af verður, sennilega minnka "verðhjöðnunartilhneigingar" í löndum S-Evrópu.

Þ.s. að skortur á lánsfé, er líklega stór þáttur þar um. En að sjálfsögðu ekki öll skýring þess.

Að auki gæti það bætt eitthvað við hagvöxt á því svæði, dregið út atvinnuleysi.


Þrátt fyrir þessa aðgerð, er "ECB" enn með stífustu stefnuna af stóru seðlabönkunum

Það kemur til af því, að hinir stóru seðlabankarnir eru enn staddir í "bullandi peningaprentun."

En bilið á milli "ECB" og hinna hefur aðeins minnkað, þ.e. - - lítið eitt.

Sem þíðir sennilega að evran lækkar "smávægilega" með afskaplega óverulegum áhrifum á verðbólgu innan evrusvæðis. Skv. nýjustu mælingum er hún 0,5%.

Mér finnst sennilegt að sveiflan á evrunni verði það lítil, að það dugi ekki til að hífa meðalverðbólgu á evrusvæði upp í 1%. Hún muni haldast neðan við 1% sennilega áfram.

  • Nema að áhrif "TLTRO" lánanna verði mikil.

Það auðvitað kemur ekki í ljós fyrr en síðar.

En ef áhrif þeirra reynast óveruleg, t.d. vegna lítillar eftirspurnar banka eftir þeim lánum, en virkni þeirrar aðgerðar er alveg háð því, að bankarnir sækist eftir því fé?

Þá mundi ég halda, að verðbólga verði aftur komin í ca. 0,5% áður en þetta ár er á enda.

Og menn aftur farnir að ræða um hættuna á verðhjöðnun af sömu ákefð og í seinni tíð.

  • Á hinn bóginn, sagði "Draghi" að ef aðgerðir skili ekki þeim áhrifum sem vonast er eftir, sé það alveg opið í stöðunni - - að bæta t.d. við "TLTRO" lánapökkum. 

Auðvitað mundi það ekki virka ef eftirspurn bankanna væri "lítil."

  • Tæknilega væri unnt að "auka mínusinn" á innlánsreikningum "ECB."

En það gæti verið gagnslítið, ef bankarnir væru einna helst að kaupa ríkisbréf. Kannski þá einungis hvatning fyrir þá til að bæta þar í.

 

Niðurstaða

Það á auðvitað eftir að koma í ljós hve stór áhrif aðgerða "ECB" verða. En mig grunar að áhrif þeirra á gengi evru verði lítil. En einna helst hefur t.d. Mario Draghi kennt hágengi evru fyrir hina últra lágu verðbólgu. Ef gengi evrunnar lækkar einungis óverulega, eins og mig grunar - þá verði áhrif til aukningar verðbólgu einnig afar lítil.

Það getur verið meginspurningin um áhrif "TLTRO" pakkanna. Með því að skilyrða notkun á því lánsfé, þá hyggst "ECB" fá evr. viðskiptabanka til að auka framboð á lánsfé til fyrirtækja.

Veikleiki þeirrar aðgerðar er sá, að skilvirkni hennar er alfarið háður "eftirspurn" viðskiptabanka eftir þeim lánum - - það getur alveg verið. Að notkunarskilyrði "ECB" á það fé, dragi úr áhuga viðskiptabanka á þeim lánum. 

Og áhrif "TLTRO" fyrir bragðið verði lítil.

Ef það verður svo, þá dugar aðgerð "ECB" líklega ekki til að kveða niður verðhjöðnunaróttann.

-----------------------------------------------

Ps: Skv. fyrstu fréttum morgunsins, hefur gengi evru hækkað á mörkuðum. Það bendir til þess að markaðurinn hafi átt von á stærri aðgerðum af hálfu "ECB" - sé að endurprísa evruna miðað við nýjar upplísingar. Ef hækkun hennar helst, mun verðbólga sennilega lækka frekar í nk. mánuði.

Þetta getur bent til þess að þ.s. ég sagði um líkur þess að áhrif aðgerðanna á gengið verði litlar - sér rétt:

Euro withstands ECB’s easing onslaught

Kv.


Aðstoðarmaður forseta Úkraínu tjáir ótta úkraínskra stjórnvalda varðandi markmið Pútíns

Sá þetta í áhugaverðri fréttaskýringu Der Spiegel. Frásögnin er að sjálfsögðu, á ábyrgð þess einstaklings, sem gegnir stöðu aðstoðarmanns nýkjörins forseta Úkraínu. Í máli hans kemur m.a. fram að úkraínsk stjv. áætla fjölda vopnaðra uppreisnarmanna - um 12.000 í Donetsk héraði, og um 5000 í Luhansk héraði. Skv. frásögn hans, séu uppreisnarmenn nú "betur vopnum búnir en stjórnarherinn" og að auki "fjölmennari." Þess vegna séu þeir að vinna jafnt og stöðugt á.

The Fight for Ukraine's East Gets Bloodier

http://www.ezilon.com/maps/images/europe/political-map-of-Ukraine.gif

Yuri Lutsenko - "Putin doesn't want the Donbass region. He has other goals. First, he wants to sow anarchy in the region because it is extremely important for our economy and without it, the Ukrainians will never get back on their feet," - And secondly, he wants the separatists to gain so much independence that they will be able to veto any decision coming from Kiev. That would paralyze the state and would mean it was de facto governed from Moscow." - "We have no choice. If we abandon Donetsk, Putin will soon be in Odessa. He is in the process of establishing a cordon sanitaire around Russia. And Ukraine is now, just as Poland once was, a buffer to Europe. It is not a local war, it is a European war."

  • Ég hef einnig séð þá kenningu - að Pútín vilji mynda land-tengingu milli Rússlands og Krímskaga.

Meginspurningin er eiginlega - hvort þ.e. ekki þegar orðið nánast þýðingarlaust fyrir stjórnarherinn, að berjast í Luhansk og Donetsk?

Donetsk virðist nú vera nær algerlega á valdi uppreisnarmanna, meðan að harðir bardagar hafa undanfarið verið milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Luhansk.

Skv. nýlegum fréttum, féllu tvær varðstöðvar við landamærin gagnvart Rússlandi, þannig að stjv. í Kíev, geta nú enn síður - temprað flæði á milli Rússlands og héraðanna í Úkraínu "í uppreisn."

Rebels in Eastern Ukraine Capture Government Posts

Mér virðist það geta haft augljósa kosti - að hörfa frá Luhansk og Donetsk, þó það þíði - sennilega. Varanlegan missi fyrir Úkraínu á þeim tveim héröðum, þ.s. iðnaður er hvað mest þróaður.

Mér skilst að við það tapi Úkraína um 40% af gjaldeyristekjum - - ca. svipað og ef Ísland mundi einn góðan veðurdag, vakna upp við það að miðin í kringum Ísland væru steindauð.

Við það er ríkissjóður Úkraínu augljóslega "gjaldþrota" gagnvart erlendum skuldum.

  • Eins og sést á "kortinu að ofan" þá eru Luhansk og Donetsk - - einu héröðin þ.s. rússn.mælandi eru í meirihluta.
  • Það er eiginlega punkturinn við það að hörfa þaðan, því að í öðrum héröðum - ætti stjórnarherinn að njóta mun betri stuðnings íbúa. Þ.s. í þeim öllum eru úkraínskumælandi ívið flr.
  • Og því eiga töluvert betri möguleika á að halda velli í bardögum, en nú í héröðunum tveim með rússn.mælandi meirihluta - þ.e. úkraínski stjórnarherinn sennilega fær þar lítinn stuðning frá íbúum.

Lutsenko sennilega túlkar ótta úkraínskra þjóðernissinna - þegar hann dregur upp sína "dóminó kenningu."

En á hinn bóginn, ef uppreisnarmenn í Luhansk og Donetsk, mundu ætla að "sækja inn í héröðin fyrir SV-í átt til Odessa.

Þá ætti stjórnarherinn, að geta virkjað íbúameirihlutann - með sér. Til að aðstoða við það verk að verja þau héröð.

Ég er því ekki alveg eins viss að "dómínó kenningin" sé rétt. En ég sé enga ástæðu til að efast um, að Úkraínumennirnir trúa þeirri kenningu.

  1. Enn eru átökin milli stjórnarhersins, og sveita vopnaðra uppreisnarmanna í Luhansk og Donetsk.
  2. En í ímyndaðri sviðsmynd, að uppreisnin gerði tilraun til þess að "leita inn í héröð þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir - en þó í minnihluta."
  3. Þá tel ég að stríðið mundi umhverfast yfir í - - borgarastríð.

Það er alltaf spurning um það - - hve mikla áhættu á átökum menn vilja taka.

Þ.e. ekki endilega öruggt, að Pútín hafi áhuga á að færa átökin yfir á það stig, þ.s. borgarastríð mundi sennilega skapa mikinn flóttamannavanda. Og sá mundi örugglega töluvert bitna á Rússlandi.

  • En án Luhansk og Donetsk, er Úkraína mun - - veikara land efnahagslega.
  • Svo er rétt að muna, að innan þeirra héraða, er iðnstarfsemi enn þann dag í dag mikið til gíruð á að framleiða fyrir Rússland, t.d. enn eru verksmiðjur þar sem framleiða varning sem er mikilvægur fyrir Rússland. T.d. Antonov risaflutningavélar.

Það er því ástæða að ætla að Rússland vilji fá að nýju - "Donbass" svæðið.

Svo fremi að Pútín geti hindrað að Úkraína gangi í NATO - eða þ.s. eftir er af henni. Þá væri Úkraína veiklað land efnahagslega, gjaldþrota land - - engin ógn fyrir Rússland.

Veik Úkraína getur hentað Rússlandi ágætlega. Hún sannarlega verður efnahagslega mjög veik án sinna mest þróuðu héraða, og kolasvæðanna í "Donbass lægðinni" en kolin eru grundvöllur iðnaðarins þar.

 

Niðurstaða

Rétt er að muna að Pútín lagði ekki Georgíu undir Rússland, fyrir nokkrum árum. Heldur veikti hann Georgíu, þ.e. lamaði her landsins, og svipti það mikilvægu landsvæði. Í dag stendur Georgía mun veikari á eftir, enn þann dag í dag. Ekki líklegt til að vera ógn við Rússland.

Pútín er þegar búinn að taka Krímskaga af Úkraínu, við það færðust mjög miklar framtíðar auðlyndir yfir til Rússlands, sjá:  Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu

Ef Luhansk og Donetsk renna inn í Rússland, fær Rússland aftur "kolalögin í Donbass" og að auki "hið mikilvæga iðnaðarsvæði í Donbass" en ekki síst, mun eignast öll hafsbotnsréttindi við Azovshaf.

Kannski er það raunverulega mótívið - - að leggja undir Rússland "auðlyndir." Eins og ég benti á í umfjölluninni minni hlekkjað á að ofan.

Rússland þurfi ekki "land-tengingu" við Krímskaga með því að ná til sín héröðum í S-Úkraínu. Það sé vel mögulegt þess í stað, að reisa langa brú yfir mjótt sund á milli Rússlands og Krímskaga þ.s. bilið er minnst - sjá kort að ofan. Hugmynd sem hefur verið nefnd sem möguleiki.

Með því að láta þau svæði vera, forðist Pútín "það borgarastríð er þá mundi skella á innan Úkraínu með tilheyrandi flóttamannavanda" og sennilega að auki "þau versnandi samskipti við Vesturlönd sem þá yrðu" -- það sé því sennilega ekki þess virði fyrir Pútín. Að gera alvarlega tilraun til að ná S-héröðunum.

Það sé sæmilega trúverðugt, að Pútín vilji Luhansk og Donetsk, og ætli síðan að láta það duga. Eftir standi til muna veikluð Úkraína, með mjög skerta framtíðar möguleika í efnahagsmálum. Líklega með varanlegum hætti mun fátækari en áður - - byrði hvað það varðar á Vesturlöndum.

  • Í leiðinni hámarki Pútín sennilega tilkostnaðinn við það fyrir Vesturlönd, að ætla að til framtíðar halda Úkraínu í einhvers konar lágmarks starfhæfu ástandi.

 

Kv.


Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku

Sl. miðvikudag urðu vestrænir fréttamenn vitni að "stjórnarbyltingu" í Donetsk borg, þegar vel vopnaður og bersýnilega þrautskipulagður hópur - lagði undir sig stjórnarbyggingar. Síðan þá hefur foringi þessa hóps, Vostok liðssveitin - tekið yfir að því er best verður séð, stjórn mála í Donetsk héraði.

Þeir sem misstu völdin, voru hópar úkraínskumælandi uppreisnarmanna, sem verður að segjast - að alltaf virtust ákaflega illa skipulagðir.

Eitt sem yfirtaka Donetsk hópsins virðist boða, er betra skipulag á hinni vopnuðu uppreisn.

Hver er Boris Borodai?

Hann er rússneskur ríkisborgari, starfaði áður í Moskvuborg. En þ.s. vekur athygli er að hann er "últra-þjóðernissinni" af rússnesku tagi, hann nánar tiltekið trúir á svokallaðan "pan slavism" sem er gömul stefna sem Rússland fylgdi á 19. öld, og snerist um að sameina "alla slava" undir rússneskri stjórn.

Þannig séð má líta á þá stefnu, sem vissa spegilmynd hugmyndar nasista, um "drottnun germana." Nema að "pan slavism" er töluvert eldri hugmynd.

  • Það sem vekur athygli, að þetta er ekki í fyrsta sinn, að þessi einstaklingur fer fyrir vopnaðri liðssveit í átökum, þ.s. hagsmunir Rússlands komu við sögu.

In Ukraine War, Kremlin Leaves No Fingerprints

  1. "In an interview, Mr. Borodai said that he and Mr. Strelkov, the Russian rebel commander in Slovyansk, had both gone to Transnistria, a breakaway area in Moldova, to defend the rights of Russians in the 1990s."
  2. "He named the cities in Russia that volunteers have come from, including Novosibirsk, Vladivostok and Chita."
  3. "He said he believed in the idea of a Greater Russia, and that he had come to Ukraine to realize it."
Donetsk leader dismisses Kremlin support claims
  • "He said that the Vostok Battalion active in Donetsk was “not the same” as the military formation of the same name formed in 1999 in Chechnya, which had support from Russia’s military intelligence service, the GRU."

Þessi maður virðist vera nokkurs konar "reddari" sem "opinberlega" starfar sjálfstætt, svo að stjórnvöld í Rússlandi geti viðhaldið "deniability" en samt dúkkar hann ítrekað upp, þ.s. "Rússland" þarf á honum að halda.

Allt frá Téténíu, Moldavíu, yfir í Georgíu átökin, Krím-skaga þ.s. hann gegndi um tíma starfi ráðgjafa "sem líklega þíðir að hann var sennilega maðurinn sem gaf skipanir" setts forsætisráðherra Krímskaga, og nú er hann dúkkaður upp í Donetsk, einmitt þegar uppreisnin þar hefur verið undir vaxandi þrýstingi frá stjórnarher Úkraínu - - og bersýnilega þarf á betri skipulagningu ef hún á jafnvel ekki að verða undir.

Og að sjálfsögðu, hafa rússn.stjv. ekkert með hann að gera - og þ.e. hrein tilviljun að málaliðasveit undir akkúrat sama nafni, var stödd í Téténíu 1999.

Þarna eru Rússar að taka "deniability" nánast út í það að verða absúrd."

En sjálfsagt er engin leið að sanna tengsl þessa manns - - sem nú flaggar titlinum "forsætisráðherra" Donetsk alþýðulýðveldisins.

En þ.s. virðist hafa gerst - er að rússneskir flugumenn virðist hafa tekið yfir stjórn uppreisnarinnar í A-Úkraínu.

Formlega hafi þeir engin tengsl við Moskvu, en ekki nokkur heilvita maður held ég að muni trúa því, að  Boris Borodai sé ekki nákvæmlega þ.s. hann virðist vera, flugumaður Rússlands.

 

Niðurstaða

Það er athyglisverð þróun, að rússn.ríkisborgarar virðist í vaxandi mæli, vera í hlutverkum lykilstarfsmanna, uppreisnarinnar í A-Úkraínu. Skv. rússn.stjv. eru þetta óháðir einstaklingar, sem hafa hrifist af þjóðernisanda og ástríðufullri ást á rússneski þjóð. Séu á eigin vegum, að hætta lífi og limum.

Það sé að sjálfsögðu alger tilviljun, að sumir a.m.k. sömu einstaklingar er vitað, að voru einnig innviklaðir í atburðarásina á Krímskaga. Og það megi rekja feril a.m.k. sumra þeirra svo langt aftur sem til átakanna í Téténíu, rétt fyrir 2000.

Mér virðist þetta sterk vísbending þess, að Pútín raunverulega stjórni nú uppreisninni í A-Úkraínu. 

En með "full deniability maintained."

 

Kv.


Rússneskur áróðursmiðill, Russia Today eða RT, orðinn næst vinsælasti fjölmiðillin á You-tube

Fjölmiðillinn sem í dag er kallaður einungis RT, áður "Russia Today" var stofnaður skv. fyrirskipun Pútíns árið 2005, beinlínis til höfuðs enskumælandi miðlum. Rússneska ríkið ver stórfé á ári hverju, til þess að fjármagna hina hröðu útbreiðslu þessa miðils.

Sem líklega er í dag - - hið öflugasta áróðurstæki sem Rússland nokkru sinni hefur átt.

En RT alveg örugglega flytur enga "frétt," sem ekki er talin ásættanleg af Kreml.

Og á sama tíma, má alveg gersamlega bóka, að sá "sannleikur" sem RT flytur, hefur allt með að gera með þá sögu af rás atburða, sem hentar rússneskum stjórnvöldum hverju sinni að sé sögð.

Það er til áhugavert viðtal við Pútín á vefsíðu RT: Putin talks NSA, Syria, Iran, drones in RT interview

Putin - "When we designed this project back in 2005 we intended introducing another strong player on the world’s scene, a player that wouldn’t just provide an unbiased coverage of the events in Russia but also try, let me stress, I mean – try to break the Anglo-Saxon monopoly on the global information streams. And it seems to me that you’re succeeding in this job." - "Certainly the channel is funded by the government, so it cannot help but reflect the Russian government’s official position on the events in our country and in the rest of the world one way or another."

Síðan áhugaverð umfjöllun Der Spiegel: How Russia Is Winning the Propaganda War

  • Það sem er nýtt við RT miðað við fjölmiðla t.d. Sovétríkjanna í Kalda Stríðinu, er að RT síðan 2011 er með fréttir á ensku. Síðan er þeim dreift skipulega í dag um netið af fyrirtæki sem stofnað var í Moskvu, þ.e. Ruptly.
  • Þetta er eins og ég hef nefnt nokkrum sinnum, að Rússland í dag undir Pútín, er orðið óskaplega skipulagt í því að dreifa áróðri á netinu, þ.e. "fréttum" sem ekki eru raunverulega fréttir, heldur lygar og áróður, í bland við hálfsannleik og villandi túlkaðan sannleik.
  • Það þarf ekki að efa, að fjöldi rússn. "intelligence operatives" starfar undir fölsku flaggi, sem "óháðir netverjar" og segjast vera að segja "sannleikann."

Eitt sem er skemmtilegt við rússn.áróður, sem ekki hefur breyst síðan í Kalda Stríðinu, en það eru "villandi ásakanir" sem hafa engan annan tilgang en þann - að rugla umræðuna.

En rússneskir fjölmiðlar eru í dag, allir fjarstýrðir frá Kreml, þar með talinn RT.

En til þess að rugla umræðuna, þá dreifa þeir fjölmiðlar, og auðvitað fj. netverja sem ýmist vinna fyrir Rússa eða lifa í þeirra lygablekkingum, þeim sögum að "vestrænir fjölmiðlar flytji ekkert annað en lygar."

Málið er að Pravda í gamla daga, hélt alltaf öllu því sama fram, áhugavert að muna að orðið "Pravda" þíðir "sannleikur." Þ.e. að vestrænir fjölmiðlar segðu ekkert annað en lygar.

  • En þ.e. gamalt rússn.trix, að ásaka andstæðinginn um það, sem Rússland sjálft er að praktisera.

Andrew Weiss, vice president of studies at the Carnegie Endowment for International Peace - "We're in the middle of a relentless propaganda war," - "Weiss describes this propaganda as a crucial tool used by Russia to conduct its foreign policy." - "The Kremlin invests around €100 million ($136 million) a year in Russian media abroad in order to influence public opinion in the West."

Það er ekki síst áhugaverður vinkill - - að rússn.stjv. eru vísvitandi að beina áróðri sínum, að almenningi á vesturlöndum.

Fólki sem gjarnan hefur ekki þekkingu til að vita muninn á áróðri, og raunverulegum fréttum.

Í von um það, að geta - - stýrt eða a.m.k. haft áhrif, á almenningsálit á Vesturlöndum.

Þó svo að Pútín sé ekki lýðræðissinni - - veit hann líklega hvernig á að hafa áhrif á lýðræðisríki, þ.e. með því að hafa áhrif beint á kjósendur, á fólkið í hverju landi.

  • Þegar þrautskipulögð rússnesk áróðursveita er orðin næst vinsælasti fjölmiðillinn á netinu, þá er ljóst að áætlun Pútíns hefur gengið upp.


Niðurstaða

Pútín er enginn vitleysingur. Sem fyrrum KGB maður, skilur hann gildi áróðurs sennilega betur en nokkur þjóðarleiðtogi uppi í dag. Sú aðgerð hans, sem hófst með stofnun "Russia Today" kallað "RT" í dag, virðist hafa skilað gríðarlegum árangri - sem sést m.a. á þeim fjölda "netverja" sem virðast hafa kokgleypt svokallaðan "sannleik" rússn.netmiðlanna, og þeirra bloggara sem og svokallaðra óháðra fjölmiðlamanna, er virðast styðja við hina rússn. áróðursvél - gera sitt besta til að flytja þann áróður enn víðar.

Eins og á tímum Kalda Stríðsins, er það hluti af Vesturlandabúum, sem gleypir við rússn.áróðri - og fer að trúa þeirri hliðstæðu sýn, sem þeir áróðursmiðlar varpa fram.

Alveg eins og í Kalda Stríðinu - - segjast rússn. áróðurmiðlarnir flytja sannleikann, og að vestrænir fjölmiðlar séu ljúga.

Eins og sagt er, heimurinn breytist - - en helst samt samur sem áður.

 

Kv.


Stóra fréttin í sveitastjórnarkosningum á landinu, er án vafa - - sigur Framsóknarflokksins í Reykjavík

Að Framsókn sé með 2-borgarfulltrúa er ákaflega sérstæður atburður í sögu flokksins. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir taka því sæti í borgarstjórn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2006 að Framsóknarflokkurinn fær mann inn í borgarstjórn. En ég er ekki búinn að skoða hvort að Framsókn hefur nokkru sinni haft 2 fulltrúa. Það má vera, en er þá lengra síðan en ég get munað persónulega.

  • Þ.s. þarf að hafa í huga, er að megnið af fylgissveiflunni til Framsóknar, virðist koma í kjölfar þess að Sveinbjörg hefur upp raust sína, og gagnrýnir áform um mosku hér í Reykjavík.
  • Þessi hópur er væntanlega "nýr inn í flokkinn" en í kjölfar þessa sigur, er sá hópur líklega kominn til með að vera. Einmitt það atriði - - varpar upp spurningum.

En ég er nú um nokkurra ára skeið búinn að vera töluvert virkur í þjóðfélagsumræðunni hér á netinu, þ.s. ég hef stundað það að "verja Flokkinn gagnrýni" t.d. þeirri tegund gagnrýni, að flokkurinn sé að þróast yfir í sambærilegan flokk við "FN - Front Nationale" í Frakklandi eða "UKIP - United Kingdom Independence Party."

Ég hef ekki álitið þá gagnrýni sanngjarna, miðað við stefnu flokksins í gegnum árin. Og auðvitað stefnuskrá ásamt öðrum yfirlýstum markmiðum.

  • En spurningin er, hvað gerist með flokkinn, eftir að þessi "andstöðuhópur við Mosku" er kominn inn í flokkinn?
  • En hann hlýtur að hafa einhver áhrif innan hans, og því á stefnu hans.

Spurning hvort það verði "mission creep" eins og þ.e. kallað á ensku, þá á ég við að "fyrst verði það andstaða við Mosku" - "síðan ef enginn innan flokksins rís upp og mótmælir, eða forystan stappar ekki niður fæti, þá geti flokkurinn orðið að segli fyrir andstöðuhópa innan okkar samfélags við útlendinga almennt, og hugmyndir um andstöðu því, víkkað út?"

En það eru eftir allt saman ekki bara múslimar hér, heldur einnig nokkur hópur frá Asíu, svo má ekki gleyma fjölmennum hópi Pólverja.

  • Forysta framsóknar getur verulega mikið "ákveðið" hve stór áhrif á stefnu Framsóknar til framtíðar, þessi óvænti sigur í Reykjavík mun hafa, þ.e. hvort þeim sem eru í andstöðu við mosku og hugsanlega ekki bara mosku, er gefið undir fótinn - - með þeim hætti að "gagnrýni sé hugsanlega kæfð."
  • Eða hvort hún gefur hreint út, að þessi úrslit þíði ekki, að flokkurinn styðji afstöðu gegn innflytjendum á Íslandi.
  • Væri það ágætt, að Sigmundur Davíð, mundi gefa það hreint út sem fyrst, að hann hafni andstöðu við útlendinga á Íslandi. Í stað þess eins var unnt að lesa út úr orðsendingu frá honum síðast, þ.s. hann nefndi tilvik þ.s. andstæðingar höfðu gagnrýnt flokkinn í fortíðinni með ekki endilega sanngjörnum hætti, sem þegar nefnt var í samhengi við gagnrýni á flokkinn í tengslum við hið óvænta úrspil Sveinbjargar, var a.m.k. unnt að skilja sem tilraun til "þöggunar á gagnrýni einmitt á hið nýja útspil í Reykjavík."
  • Ef menn fara í það far - - að öll gagnrýni innan og utan flokksins sé "ósanngjörn," leitast verði við að bæla hana niður, kæfa óánægju innan flokksins sem utan - - þá verða það að sjálfsögðu ákveðin skilaboð ekki bara til flokksmanna heldur til samfélagsins í heild, um það í hvaða átt Framsóknarflokkurinn er ef til vill að leita.

Ég hef hingað til hafnað því, eins og ég sagði, að Framsókn væri sambærilegur við "FN" eða "UKIP" en ég hef augu og eyru, og ef ég sé það gerast að flokkurinn sé að færast einmitt í þá átt.

Þá mun engin tilraun til að kæfa gagnrýni á slíka þróun, lengi villa mönnum sýn.

Ef Framsókn virkilega þróast í þá átt, hættir tiltekin gagnrýni að vera "ósanngjörn" sem þíðir, að þeim mun fjölga sem hlusta á hana - og ef forystan hamlar ekki á móti, gefur engin skilaboð um það að hún vilji ekki slíka þróun; er langt í frá loku fyrir skotið að Framsókn endi einmitt sem slíkur flokkur.

  • En ég bendi þá á móti þeim sem horfa á uppgang flokka eins og "FN" og "UKIP" í dag, að það er vegna tiltekinnar þróunar innan Evrópu sbr. mikið atvinnuleysi, óánægja því með þróun mála meðal kjósenda, þeim finnst hefðbundnu flokkarnir ekki vera að standa sig.
  • Flokkar sem spila út á andstöðu við útlendinga, eðli málsin skv. eru vanalega ekki stórir, heldur litlir.

Þetta er atriði sem forysta Framsóknar þarf að hafa í huga, að ef hún vill að flokkurinn sé stór - - þá gengur þannig þróun, að Framsókn hugsanlega rói á þau mið, sambærileg við þau mið sem "FN" og "UKIP" hafa verið að róa á; í berhögg við draum forystunnar þess efnis að Framsókn verði stór flokkur í framtíðinni.

  • En stór flokkur þarf að hafa víðtæka skírskotun, sem einmitt - - krefst umburðarlyndis.

Þá á ég við, að stefna flokksins sé aðlaðandi - hafi sem víðtækasta skírskotun; en í eðli sínu er stefna sem felur í sér "gagnrýni á einstaka samfélagshópa" fráhrindandi - nema á þá kjósendahópa sem styðja slíka gagnrýni.

Flokkar með "fráhrindandi stefnu" eru því yfirleitt litlir - - nema að óvenjulega aðstæður komi fram, tja eins og þær sem til staðar eru óneitanlega í Evrópu, í hinu mikla atvinnuleysi þar og þeirri óánægju með stjórnmál almennt, sem þar er upp risin.

  • Að taka mið af upprisu andstöðuflokka við innflytjendur - - er því villuljós fyrir Framsókn. Ef menn halda annað.

Þessi listi yfir úrslit sást á vef MBL.is: Skv. MBL.is síðast "Uppfært 1.6. kl. 07:11"

 %
BB - Framsókn
5.865 10,7%
DD - Sjálfstæðisflokkur
14.031 25,7%
RR - Alþýðufylkingin
219 0,4%
SS - Samfylking
17.426 31,9%
TT - Dögun
774 1,4%
VV - Vinstri græn
4.553 8,3%
ÞÞ - Píratar
3.238 5,9%
ÆÆ - Björt framtíð
8.539 15,6%
Á kjörskrá: 90.489
Kjörsókn: 56.896 (62,9%)
 
Talin atkvæði: 56.896 (100,0%)
Auð: 2.024 (3,6%); Ógild: 227 (0,4%)

Það blasir við að Samfylking og Björt Framtíð, mun annaðhvort slá sér upp með fulltrúa Vinstri-Grænna eða fulltrúa Pírata, í Reykjavík

Útkoman í Reykjavík virðist ekki benda til þess að fulltrúar Framsóknar verði meðstjórnendur borgarinnar. En líkur virðast litlar á því, að í ljósi stefnu nýkjörinna borgarfulltrúa Framsóknar, að samstarf við þær Sveinbjörgu og Guðfinnu, höfði til fulltrúa Samfylkingar og Bjartrar Framtíðar.

Þó það væri tölfræðilega séð traustari meirihluti.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þær stöllur spila með moskumálið, en líklega verður moskan reist á þeim stað sem tillaga liggur fyrir, fyrst að Samfylking og BF líklega slá sér upp með VG eða Pírötum.

Það gæti meir en verið meira að segja, að kosning þeirra stalla fyrir hönd Framsóknar, vegna þess að það gerist í samhengi við moskumálið, hafi öfug áhrif á hina flokkana - - verði til þess að það verði nánast óhugsandi annað í augum Samfó, BF og Pírata eða VG - annað en að hún rísi á þeim stað.

Þeir verði hugsanlega líklegir til að taka þ.s. nokkurs konar prinsipp mál, má jafnvel vera að þeir verði til í að láta einmitt á það reyna, hvort að fulltrúar Framsóknar muni þá standa fyrir einhverjum hávaða um málið, þegar mjög sennilega grænt ljós verður gefið af nýrri borgarstjórn á moskuna á þeirri lóð.

  • Það getur nefnilega verið í kaldhæðni örlaga, að með því að fá atkvæði út á þetta mál, hafi þær algerlega tryggt að moskan verði einmitt byggð á þessum tiltekna reit.
  • Þær þurfa sennilega fljótlega að ákveða hve mikið þær ætla að gera úr því máli.

Ég mundi leggja til, að í kjölfar kosninganna - - verði engum mótmælum við hreyft, sem minnst sagt, þegar líklega fljótlega verður ljós að moskan mun mjög sennilega rísa nákvæmlega akkúrat þarna.

En hinir fulltrúarnir muni ef þær stöllur gagnrýna málið, einfaldlega fyrir þau mótmæli - sennilega fá sérstaka ánægju út úr því, að hundsa þær mótbárur.

Svo þeirra sjálfra vegna, mæli ég með því, að þær segi sem fæst um þetta mál héðan í frá. Þær eru komnar inn í borgarstjórn. Hafa þar með tækifæri til að láta ljós sitt skína í mörgum málum.

Þær aftur á móti geta alveg örugglega ekki annað en tapað þessu tiltekna máli. Ef þær halda til streitu gagnrýni á moskuna, og sú andstaða síðan verður örugglega hundsuð af meirihlutanum. Þá virkar þær "impotent."

Þær þurfa einnig að muna eftir þörfum flokksins, ef t.d. farið væri í það far að standa fyrir mótmælastöðu á lóðinni, tæknilega möguleg leið ef menn vilja mótmæla þegar mótbárur hafa verið hundsaðar, þá mundi það setja forystu Framsóknar í mjög áhugaverða klemmu, sem ég er algerlega viss um - - að forysta Framsóknar mun ekki fagna eða vara þakklát fyrir.

Skv. Ólaf Þ.: Meirihluti með Vinstri grænum líklegastur

Var kosningaþátttaka sú minnsta í sögu sveitastjórnakosninga í Reykjavík. Þátttaka 20% minni en 2002 og 10% minni en síðast. 

  • Margir voru líklega á faraldsfæti um landið, vegna uppstigningardags sl. fimmtudag, virðast margir hafa tekið föstudags frí og sennilega farið í ferðalag innanlands.

Spurning hvort að Framsókn græddi á þessu í borginni?

 

Niðurstaða

Þær stöllur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafa með kosningasigri sínum fengið tækifæri til áhrifa. Vonandi munu þær beita þeim áhrifum til góðs frekar en til ills. Það atriði er í þeirra höndum.

En flokkurinn væri mjög líklega ákaflega þakklátur þeim, ef þær beita sér stíft í flugvallarmálinu. Ég efa að þakklætið verði alveg það sama, ef þær beita sér stíft áfram í moskumálinu.

Það er miklu mun umdeildara mál innan flokksins, meðan að þ.e. alger samstaða um flugvallarmálið - þá er alveg öruggt að þær fá stuðning óskoraðan.

Þarna liggur valið í þeirra höndum.

Varðandi forystu flokksins, liggur val - um þeirra viðbrögð. Ef innkoma hóps andstæðinga mosku inn í Framsóknarflokkinn, laðar að þá til flokksins sem hafa áhuga á að beita sér gegn "útlendingum á Íslandi." 

Það er nú möguleiki, forystan þarf þá að taka af varfærni á gagnrýni innan flokks sem utan á slíkar áherslur, því ef slík gagnrýni er kæfð - - verður það álitið bæði af samfélaginu og af innanflokksmönnum, sem "samþykki við þeirri stefnu" að toga flokkinn í átt til flokka á við "UKIP" eða "FN."

Þessu ræður forystan, þ.e. í hennar höndum að hindra slíka þróun. Með öðrum orðum, framtíð flokksins hver hún verður er í hennar höndum.

Draumurinn um nýtt stórveldi Framsóknarflokksins í ísl. stjórnmálum, er algerlega ósamræmanlegur við hugsanlegar tilraunir til þess að íta honum í átt að stefnu "UKIP" eða "FN."

Flokkurinn getur ekki orðið stór og á sama tíma siglt í slíka átt. Þau markmið útiloka hvort annað.

Þ.e. eitt af því sem forystan þarf að ákveða, vill hún að flokkurinn sé stór flokkur með víða skírskotun og því víðtæk áhrif innan ísl. stjórnmála, eða flokkur með þrönga skírskotun lítið fylgi og lítil áhrif innan ísl. stjórnmála.

En þó svo að "FN" hafi fengið nýlega töluvert fylgi í Frakklandi, eru áhrif "FN" almennt séð lítil innan landsstjórnmála í Frakklandi, t.d. hefur "FN" einungis um 9% af fulltrúasætum í sveitastjórnum, fáa þingmenn - hafa almennt verið hundsaðir af öðrum flokkum.

"FN" er því ekkert sérstaklega aðlaðandi fordæmi, ef menn eru að íhuga áhrif innan stjórnmála.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 847340

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 254
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband