Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
30.6.2014 | 23:14
Drama og nokkurt blóðbað í Ísrael
Vegna þess að Úkraínudeilan og síðan stríðið í Írak - hefur fangað athygli heimspressunnar. Hefur mál sem líklega annars hefði verið forsíðufrétt, fengið mun minni athygli en það hefur átt skilið. En þ.e. leit Ísraela af 3-tíndum unglingum. Það virðist að "lík" þeirra séu fundin.
Israel finds bodies of three missing teenagers in West Bank
Three Bodies Found Believed to Be Missing Israelis
Hamas accused after bodies of missing Israeli teens found
Ég held að svona morð séu ekki baráttu Palestínumanna til framdráttar
Áhugaverð eru mismundandi viðbrögð Fatah hreyfingarinnar og Hamas, en starfsmenn Heimastjórnarinnar tóku þátt í leitaraðgerðum. Meðan að Hamas hreyfingin gagnrýndi þá "þjónkun" við "hersetuliðið" - og fagnaði aðgerð þeirra er höfðu framið verknaðinn.
Skv. fréttum, hafa heimili þeirra, sem Ísraelar telja bera ábyrgð á verknaðinum, verið "jöfnuð við jörðu." En þetta virðist orðin að dæmigerðri refsiaðgerð Ísraela - að refsa þannig fjölskyldum og ættmennum þeirra, sem gera á hlut Ísraela.
Leitaraðgerð hefur þá fengið annan fókus, nú er leitað að þeim einstaklingum - dyrum og dyngjum um Vesturbakkann. Þúsundir hermanna taki þátt í þeirri aðgerð, eins og að þúsundir leituðu að unglingunum.
Það virðist stefna í harða refsiaðgerð af hálfu Ísraela á Hamas - - spurning hvað þeir ganga langt.
En Ísraelar hefna alltaf í töluverðu margfeldi, jafnvel - háu margfeldi.
Þegar hafa 6 Palestínumenn látið lífið í aðgerð hers Ísraela, það má fastlega reikna með því - að nokkrir bætist við þann hóp, og mjög - mjög líklega, þeir sem Ísraelar telja hafa framið verknaðinn.
Að sjálfsögðu skil ég hatur það er býr undir yfirborðinu meðal Palestínumanna - - þ.e. örugglega það hatur, sem fær fólk til slíks verknaðar.
Þó sá verknaður sé augljóslega án nokkurs nytsams tilgangs fyrir Palestínumenn sjálfa.
Því miður verður að segja að Ísraelar hafa allt málið í hendi sér, og virðist fjarska ólíklegt að þeir "heimili" sjálfstætt ríki Palestínumanna - - segjum að líkurnar virðist lítt betri á slíku ríki en því að Kína heimili "Frjáls Tíbet."
- Það áhugaverða í þessu, er að ringulreiðin og spennan í Mið-Austurlöndum, þá vísa ég til styrjaldanna í Sýrlandi og Írak, tilkoma hins nýja "kalífístan" - eftir að ISIS hreyfingin lýsti sitt ríki stofnað; er líkleg til að hjálpa Ísraelum.
- Þ.s. að heimurinn er annars vegar síður tilbúinn til að beita Ísrael þrýstingi, Ísrael verður allt í einu að eyju af tiltölulegum stöðugleika, í ástandi er virðist nálgast sífellt "allsherjar Shita-Súnní Íslam" stríð.
- Svo er það hitt, að athygli umheimsins er mun síður á málefnum Palestínu, meðan að mun hættulegra "fyrir heiminn" ástand er í gerjun í Mið-Austurlöndum.
Sjálfsagt halda einhverjir samsæriskenningasmiðir því fram að - - þetta sé sönnun þess að Ísrael hafi með einhverjum dularfullum hætti komið þessu ástandi í kring.
En ég er handviss um eitt, að þó máttug - sé Mossad ekki þetta máttug. Þarna græði einfaldlega Ísraelar á því að ástandið sé að fara í hund og kött alls staðar í kringum Ísrael.
Þannig að deilan í landinu helga - - hverfi úr fókus umheimsins. Stundum lenda menn í því, að atburðir þróast með hagstæðum hætti, alfarið án þess að þú hafir átt nokkurn hinn minnsta þátt í þróun þeirrar atburðarásar.
Ég á ekki von á því að herferð Ísraela inn á svæði Palestínumanna, leiði til nokkurra breytinga. En sennilega nota Ísraelar tækifærið til að - vega einhvern slatta af Hamas liðum.
Þannig verði það, að mannfall Hamas verði sjálfsagt e-h í kringum 20:1.
Niðurstaða
Hin stóra átakabylgja í Mið-Austurlöndum er líklega slæm fyrir Palestínumenn. Því að hún mun sennilega leiða til þess. Að heimurinn mun miklu síður veita meðferð Ísraela á þeim athygli. Þannig að á meðan Mið-Austurlönd eru skekin af meiriháttar átökum, sem flest bendir til að séu að hefjast fyrir alvöru. Þá muni tiltölulega fáir veita því athygli - hvað gengur á innan landamæra Ísraels.
Fyrir bragðið muni Ísraelar komast upp með meir - en líklega annars. Geta gengið harðar fram en sennilega þeir annars mundu. Þetta tímabil átaka í Mið-Austurlöndum, verði því líklega afar slæmur tími fyrir Palestínumenn - sem líklega verði undirokaðir sem aldrei fyrr. Var það þó ærið fyrir.
Því miður sé ég ekki nokkra von til þess, að heimurinn geri nokkuð í málinu, meðan allt leikur á reiði skjálfi í Mið-Austurlöndum milli fylkinga Múslima, og olíusvæðin sjálf eru hugsanlega í umtalsverðri hættu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2014 | 00:33
Þá hefur Kalífistan verið stofnað af ISIS
Fyrir þá sem vita ekki hvað titillinn "Kalífi" merkir þá er það sambærilegt við titilinn "Páfi." Með öðrum orðum þá ætlast sá sem tekur sé Kalífa titil til þess, að allir Múslimar hvar sem er í heiminum samþykki viðkomandi sem sinn trúarleiðtoga. Það hafa ekki verið sérstaklega mörg Kalífadæmi í sögu Íslam.
- Fyrsta múslimaríkið á 7. öld að sjálfsögðu, þangað til að ættmönnum Múhameðs var steypt af stóli, þá varð sennilega fyrsta borgarastríðið meðal Múslima, og þeir klofnuðu í fylkingar Shíta og Súnníta.
- Umayyad kalífarnir á 8. öld tóku síðan við keflinu, fyrir meirihluta Súnníta, og stækkuðu yfirráðasvæði Íslam mikið, í þeirra tíð náði Íslam t.d. til Spánar.
- Það var Kalífadæmi í borginni Kordóba á Spáni á 10.-11. öld. Merkilegt hve múslimaríkið þar reis hátt á sínum hátindi, að taka sér titil - trúarleiðtoga allra Múslima.
- Það var annað Kalífadæmi í Bagdad frá 9. öld, var því samtíða kalífadæminu í Kordóba á 10. og 11. öld.
- Þriðja Kalífadæmið spratt upp einnig samhliða í N-Afríku núverandi Alsír og Marokkó, á 10. öld og 11. Þetta hefur bersýnilega verið umbrotatími í Íslam.
- Í Mamluk ríkinu í Egyptalandi, spratt upp Kalífadæmi á 14. öld. Var þá um hríða eina kalífadæmið eftir að Mongólar lögðu Bagdad í rúst drápu flesta borgarbúa á 13. öld. á 16. öld tók Tyrkjaveldi yfir eftir að hafa gersigrað Mamluk herinn.
- Tyrkjaveldi lagðist síðan af eftir endanlegan ósigur 1918, en þeir tóku sér Kalífa titil frá 15. öld síðan er Tyrkjaveldi eða Ósmanaveldið lagðist af, hefur enginn borið titilinn Kalif í Íslam.
After Iraq gains, Qaeda offshoot claims Islamic "caliphate"
Isis declares establishment of a sovereign state
ISIS Declares New Islamist Caliphate
Að taka sér titilinn "Kalífi" er afskaplega stór yfirlýsing af hálfu, Abu Bakr al-Baghdadi
Skv. yfirlísingu samtakanna, heita samtökin nú "Islamic State" eða "íslamískt ríki" með öðrum orðum "IS" eða "IR." Abu Bakr al-Baghdadi segist því vera trúarleiðtogi allra baráttusamtaka Íslamista í heiminum, og skorar á alla foringja þeirra - að bugta sig fyrir honum.
Skv. talsmanni samtakanna - "It is incumbent upon all Muslims to pledge allegiance to (him) and support him...The legality of all emirates, groups, states, and organizations, becomes null by the expansion of the khalifahs authority and arrival of its troops to their areas,"
Með öðrum orðum, við erum komnir til að taka yfir, hver sá sem berst við okkur - - er genginn af trúnni. Því réttdræpur heiðingi - mætti útleggja þetta.
Skv. þessu takmarkast "claim" samtakanna ekki lengur við "botn Miðjarðarhafs" heldur - - öll svæði byggð Múslimum.
Skv. samtökunum, eru "Shítar" réttdræpir skurðgoðadýrkendur.
- Gagnvart hópum Íslamista heiminn vítt, er þeim þar með gefnir þeir kostir að vera "með" eða "móti." Vinur eða óvinur.
- Það sem er samt sem áður áhugaverðast - - að ef þ.e. satt að Saudar og Flóa Arabar hafa fjármagnað þessi samtök að a.m.k. einhverjum verulegum hluta.
- Þá er "al Baghdadi" líklega nú, kominn út fyrir handritið.
Þeir séu því ef til vill, að upplifa það sama og Bandaríkin upplifðu, eftir að þau studdu hættulega Íslamista í Afganistan, - - al Qaeda samtökin urðu til undir handarjaðri þeirra; síðan snerust þau samtök eins og þekkt er, gegn Bandar. með eftirminnilegum hætti - sem fólk sá þann fræga dag 9/11, eins og sá dagur er alltaf kallaður í Bandar.
Það að Bandar. líklega fjármögnuðu þau samtök framanaf, meðan þau þóttu nytsöm baráttusamtök gegn herjum Sovétríkjanna í Afganistan - - hafa margir ranglega talið sönnun þess að Bandar. beiti "al Qaeda" fyrir eigin vagn enn þann dag í dag, en samsæriskenningasmiðir gjarnan neita að trúa því, að "dýrið" hafi hlaupið frá tjóðri sínu - og bitið höndina sem upphaflega fæddi það og klæddi.
En svoleiðis lagað hefur áður gerst í mannkynsögunni, og nú geta Saudar og Flóa Arabar verið að upplifa það sama, að "dýrið sem þeir öldu" sé nú búið að "sleppa beislinu" og "ætli héðan í frá að beita sér burtséð frá þeirra vilja."
- Helsta vonin gegn ISIS er einmitt - - hve öfgafull stefna þeirra er.
- Að mögulegt sé að fá íbúa þeirra svæða er þeir hafa tekið yfir, til að snúast gegn þeim.
- Og sameinast tilraun til að leggja þá hreyfingu að velli.
Það er í þessu samhengi, sem hugmynd ríkisstjórnar Obama skal hugsuð, að skapa ríkisstjórn í Írak - með mun víðari skírskotun.
Það þarf ekki að vera að slík tilraun sé fyrirfram dæmd vonlaus, því að það getur mjög vel verið, að afskaplega einstrengingsleg túlkun "IS" á "Sharia" leiði til þess - - að íbúarnir finnist þeir komnir úr öskunni í eldinn.
En til þess að það sé e-h möguleiki á að slíkt virki, þurfi að mæta margvíslegum kröfum íbúanna og umkvörtunum - - sannfæra íbúana um að betri valkostur sé í boði.
- Það sé sennilegt að fókusinn í Írak næstu dagana verði einmitt á þann möguleika, að mynda stjórn er geti höfðað til íbúanna allra, á breytingar sem sníði af galla sem af mörgum er talið að ISIS samtökin nú "IS" hafi getað fært sér í nyt.
- Og ekki síst, að Súnnítar fái verulega sjálfstjórn í Írak, eigið lögreglulið.
Ef það tekst ekki að mynda slíka stjórn - - gæti þetta ríki náð að festa rætur.
Niðurstaða
Spurning hvort þetta Kalífistan festir rætur? En ef Abu Bakr al-Baghdadi með stefnu sinni, fælir of mikið frá. Þá er alveg hugsanlegt að þetta ríki verði mjög skammlíft. En liðsmenn hans munu þurfa að stjórna stórum landsvæðum. Láta grunnkerfi virka. Halda uppi lögum og reglu. Flestir íbúanna eru ekki endilega hallir undir þeirra öfgaskoðanir. Það getur reynt á það - - hvort þeir laða fleiri að en þeir fæla frá. Eða hvort því er öfugt farið.
Ef stefna hans skv. yfirlýsingu að hann sé "kalíf" fælir frá mikilvæga stuðningsaðila, þá reynir einnig á það - - hve vel þeim gengur að nota þær auðlyndir sem þeir hafa nýverið náð á sitt vald. Til að fjármagna áfram sína baráttu, afla vopna, laða að sér nægilega marga liðsmenn til að verja sín svæði.
Hann virðist fókusa á það kalífadæmi sem rekið var frá Bagdad á 8. öld fram á 13. öld. Og réð yfir stórum hluta Mið-Austurlanda. Mér virðist líklegt að Peshmerga Kúrda séu nægilega sterkir til að verjast honum og liðsmönnum hans. Sennilega er Jórdanía það einnig, með góðan her og öflugt skipulag.
En ef hann fókusar á Írak og Sýrland, dreifir ekki kröftunum of vítt, gæti verið erfitt að losna við hann. En ef hann ræðst á of marga í einu, þá getur farið fyrir honum, eins og öðrum er risu hátt og síðan ofrisu, að síðan verði fallið hratt.
---------------------------
Ps: Eitt áhugavert atriði - - eru kaup ríkisstjórnar Malikis á rússneskum SU-25 Frogfoot árásarvélum. Skv. frétt eru rússn. sérfræðingar þegar komnir til Baghdad að aðstoða við að gera vélarnar bardagahæfar: Iraq Says Russian Experts Have Arrived to Help Prepare Jets for Fighting
Áhugaverður vinkill, að Rússar sendi með "hasti" árásarvélar til Íraks.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2014 | 00:29
Heimurinn virðist stefna í nýtt Kalt-stríð
Ég er ekki að tala um milli Rússlands og Vesturlanda, heldur milli Vesturlanda og Kína. Rússland í dag sé alltof hlutfallslega veikt - til að vera í framtíðinni í hlutverki meginandstæðings Vesturlanda. Það geti einungis beitt sér í bandalagi við annað eða önnur lönd, ef þ.e. rétt að Rússland er að halla sér að Kína. Þá er það hugsanleg vísbending þess, að Rússland ætli að standa við hlið Kína - í framtíðar Köldu-stríði Vesturvelda og Kína.
Ég tel þó að sá valkostur muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Rússland, Kína sé í reynd enginn vinur Rússlands, og Rússland hafi í fortíðinni gert á hlut Kínverja, þó það séu meir en 100 ár síðan þá sé líklegt að þær gömlu syndir séu alls ekki gleymdar:
Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland
- En það sé í valdi Rússa að velja þá vegferð sér til tjóns.
Kína sé þegar langt komið með að hirða af Rússlandi auðlyndir Mið-Asíu:
Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
Sem hlýtur að vera nokkurt efnahagstjón fyrir Rússland - - þ.e. því áhugavert svo meir sé ekki sagt, ef Rússland ætlar að halla sér Austur. Í átt til 10-falt fjölmennari þjóðar, meðan að gríðarleg svæði í Rússlandi, sérstaklega þau nærri Kína, eru mjög strjálbýl.
- Það sem mestu máli skiptir auðvitað, en miðað við vaxandi veldi Kína eru tilburðir Rússa stormur í tebolla, eru tilburðir Kínverja til eflingar síns veldis - - og þeir eru töluverðir.
Það muna væntanlega einhverjir enn eftir spennunni sem upp kom seint á sl. ári og við upphaf þessa, er Kína setti upp svokallað "flugöryggissvæði" sem innihélt eyjar sem Japan telur sig eiga, og hefur engan áhuga á að afhenda til Kína - - deilan um þær eyjar hefur verið í stöðugri stigmögnun undanfarin ár milli Kína og Japans, bæði lönd komin í hraða uppbyggingu flota á hafsvæðinu við strendur Kína og Japans. Ég hef aftur á móti sett upp kenningu um það hvað "kannski stendur til af hálfu Kína."
- En ef Kína ætlar að verða raunverulegt heimsveldi, þarf Kína einnig að verða flotaveldi.
- En eins og nú háttar, þá ráða Bandar. yfir heimshöfunum í krafti yfirburða á hafinu.
- En þeir yfirburðir takmarka mjög getu Kína, til að mæta Bandaríkjunum í einhverri alvarlegri deilu. Þ.s. Bandar. geta "tæknilega" skellt á hafnbanni án þess að Kína geti nokkuð um það gert.
- Eina leiðin er að Kína sjálft verði það öflugt flotaveldi, að þetta komi ekki til greina, og þá þarf Kína að opna leið inn á Kyrrahaf fyrir kínv. flotann - - um það er ég viss, snýst deila Kína um tilteknar eyjar við Japan, að opna nægilega víða siglingaleið út á Kyrrahaf fyrir kínv. flotann.
- Á hinn bóginn, er önnur eyja sem væri skilvirkari eign frá því sjónarmiði, þess vegna hef ég sett það fram sem tilgátu að Kína sé í reynd að undirbúa hernám Tævan: Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?
Síðan eru það deilur Kína og þjóða í SA-Asíu um svokallað S-Kínahaf. En undanfarið hefur verið vaxandi spenna í samskiptum Kína og - - Víetnam annarsvegar og hinsvegar Filippseyja.
Hafa verið fjölmennar mótmælaaðgerðir á götum borga í þeim löndum, gegn því sem í fjölmiðlum í þeim löndum, er nefndur yfirgangur Kínverja.
Þessi deila hefur verið töluvert hávær á þessu ári, þó hún hafi ekki farið mjög hátt í evr. fjölmiðlum.
- Það virðist blasa við, að þarna eru Kínverjar að dreyma um auðlyndir, en t.d. er ein deilan um olíuborpall sem Kína hefur sett upp, í andstöðu við þessar tvær þjóðir.
- Síðan virðist Kina vera að "smíða stærri eyju" með því að sameina nokkur sker í svokölluðum "Spratley" eyjum - - það þykir ekki góð latína í þessum löndum heldur.
- Þetta auðvitað skapar möguleika fyrir Bandar. vaxandi deilur Kína við nágrannalönd Sunnan við Kína.
- Það væri óneitanlega sérstakt, ef Víetnam endar sem - - bandamaður Bandaríkjanna. En það virðist ekki endilega óhugsandi. Eins og staðan er í dag, og upplifun Víetnama af vaxandi ógn frá Kína.
- Á sama tíma hafa samskipti þeirra og Bandar. stórbatnað.
Ég tók um daginn eftir áhugaverðri tilvitnun í rússneska fjölmiðilinn Russia Today:
China plans investment bank to break World Bank dominance
BRICS agree to capitalize development bank at $100bn
Fann einnig grein á vef Financial Times:
China expands plans for World Bank rival
Í grein FT er umfjöllunin með töluvert öðrum dúr, en þar kemur m.a. fram að Japan og Bandar. eigi sambærilegan fjárfestingarbanka sem beini sjónum að Asíu, sem hafi höfuðstöðvar í Manila á Filippseyjum, er hafi 165 milljarða USD "capital."
Það er mjög greinilegt að þetta er hluti af áformum Kína - að efla sýn áhrif. Ef þ.e. eins og fram kemur á RT að Kína ætlar að eiga 41% fjármagns, þá auðvitað er slík stofnun undir fullri stjórn Kína.
Tja, eins og að ADB eða Asian Development Bank hefur 67 þjóðir að meðlimum, er undir sameiginlegri stjórn Bandar. og Japans.
Ef marka má umfjöllunina á FT, þá hefur Kína undirritað - "memorandum of understanding" við 10 þjóðir.
Rétt að fólk hafi í huga, að "memorandum" er ekki skuldbindandi. Heldur rammasamningur, sem síðan stendur kannski til að semja um nánar, og getur orðið að bindandi samningi síðar.
Umfjöllun RT er þar nokkuð villandi, því þar kemur ekki fram, að einungis er um rammasamning að ræða. Sem ekki bindur aðila. Að auki sé bersýnilega þessari stofnun ætlað að keppa við "ADB" en ekki "Worldbank."
- Þetta sýnir samt sem áður, að Kína er með þessu, að færa samkeppni sína við bandamenn Bandar. á nýtt stig.
- En slík lánastofnun að sjálfsögðu, skapar áhrif í þeim löndum, lánsfé stendur til boða.
Á sama tíma, er Indland sem virðist eitt af þeim löndum er rituðu undir þann "rammasamning" eða "memorandum of understanding" að efla eins og Japan, sinn eigin flota og flugher - - sem viðbragð við uppbyggingu Kína á flotastöðvum í nágrannalöndum Indlands þ.e. Pakistan og Mianmar.
Það sýnir ef til vill, hve flókin samskipti þjóða eru orðin.
Hverjir eru líklegir bandamenn Kína?
Kannski Rússland - líklega Mið-Asíulýðveldin sem þegar eru farin að selja olíu og gas til Kína. Fyrir Sunnan Kína virðist Mianmar mjög öruggur bandamaður miðað við ítök Kina í því landi, Tæland gæti lent Kína megin grunar mig, alveg pottþétt Laos.
Síðan er möguleiki á einhverjum bandamönnum í Afríku, kannski í S-Ameríku þá þau lönd er áður hölluðu sér að Sovétríkjunum.
- En ég er ekki að sjá neitt gríðarlega mörg lönd vera líkleg í beint hagsmunabandalag.
En þ.e. algerlega öruggt að Indland verður ekki bandamaður - - það sennilega endurtaki stöðu sína í Kalda-stríðinu að vera í forsvari svokallaðra "Non-Aligned" landa. Brasilía virðist mjög líklegt "Non-Aligned" sama um S-Afríku, sennilega flest lönd Afríku og S-Ameríku.
Fyrir utan að Chile og sennilega Kólumbía halli sér að Bandar. Að sjálfsögðu hafa Bandar. sína hefðbundnu bandamenn, sem þau þegar hafa.
----------------------------------------
Miðað við þessa stöðu - - er Kína alls ekki í aðstöðu til þess "nærri strax" að leggja beint til atlögu við Bandaríkin og bandalagsríki þeirra.
- Þannig að við erum ekki sennilega að tala um, að Kalda-stríð 2 sé að hefjast á þessum áratug.
- Sennilega vart ekki fyrr en undir lok þess næsta.
Það muni taka Kína lengri tíma að byggja upp flota sinn á S-Kínahafi.
Að mörgu leiti finnst mér núverandi árum, svipa til áranna fyrir - - Fyrra Stríð.
En þá er ég að tala um það tímabil, þegar kapphlaup Þýskalands Villa keisara og Bretlands hófst upp úr 1896.
Frá 1896 til 1914 liðu 18 ár.
Kalda-stríð 2 hefst örugglega ekki mikið fyrr en að 18 árum liðnum. En þess á milli, er sennilegt að eins og var á tímabilinu fyrir "Fyrra Stríð" verði stöðug en þó ekki mjög hröð, uppbygging spennu.
Við séum í dag ca. að sjá "ráspólinn" þegar - - spennan er farin að verða sýnileg almenningi.
En töluvert vatn eigi enn eftir að renna, áður en átökin verða "alvarleg."
- Nema að einhver 3-atburðarás, trufli.
- Það er hugsanlegt að hröð upphleðsla spennu í Mið-Austurlöndum, geti truflað.
En hafa ber í huga - - að Kína er ákaflega háð olíu frá Persaflóa.
- Það er ekki loku fyrir skotið, að Kína komi óvænt inn - - en mér skilst að Kína sé stærsti einstaki fjárfestirinn í Írak. Í fréttum hefur komið fram að um 10þ. Kínverjar starfi í Írak, við olíu- og gasvinnslu.
- Það gæti reynst óvæntur vinkill, í rás atburða í Mið-Austurlöndum, hagsmunir Kína.
Hvað gæti Kína gert sem væri mest "disruptive" fyrir hagsmuni Vesturvelda?
- Sennilega væri það tilboð til Írans, um bandalag.
- En Íran er bandamaður ríkisstj. Malikis í Írak.
- Tilboð um aðstoð, fjárfestingar, kaup á olíu með gjaldmiðli Kína - - gæti virkilega flækt stöðuna í Mið-Austurlöndum fyrir Vesturlönd svo um munaði.
Ég er búinn að velta því fyrir mér um nokkurt skeið - - einmitt þessum möguleika.
Það getur verið að Kína sé alveg sama þó Íran verði kjarnorkuveldi. Og Kína gæti vel verið sama um það, þó Íran sé óvinur Saudi Arabíu og Arabafurstadæma við Persaflóa.
Það sem skipti máli væri að tryggja sér olíuna í Íran og í Írak. Sem bæði tvö eru gríðarlega olíurík.
Hafandi í huga að Vesturveldi eru í samningum við Íran - er þó ekki víst að Íranar mundi samþykkja slíkan samning endilega undir eins. Þ.s. Íranar eru séðir, mundu þeir sennilega sjá sér leik á borði, að benda Vesturveldum á slíkt tilboð og láta á það reyna - - hvort Vesturveldi eða Kína bjóða betur.
Niðurstaða
Ég held að heimurinn sé á leið inn í nýtt tímabil vaxandi spennu og átaka. Það sé margt að gerjast í heiminum, vegna þeirrar stóru breytingar sem fylgir vaxandi veldi Kína sérstaklega. En einnig má ekki gleyma því að fj. annarra ríkja mun skipta meira máli en áður, sérstaklega í Afríku. En sú álfa var eiginlega í hlutverki leiksopps í Kaldastríðinu. En í framtíðinni, er vel hugsanlegt að nokkur Afríkuríki muni skipta máli sem sjálfstæðir gerendur. Þó þau verði ekki endilega stórveldi.
Sama í S-Ameríku þ.s. Brasilía er vaxandi efnahagsveldi. Sama um Chila og Kólumbíu.
-----------------------------
Þetta getur þítt að "staðan" í Kaldastríði 2 verði flóknari. T.d. að svokölluð "Non Aligned" lönd muni skipta meira máli en áður. Að blokkirnar tvær sem kljást verði ekki eins einráðar og þær tvær blokkir er áttust við í Kaldastríðinu voru.
Kaldastríð 2 verði ekki endilega nákvæmt afrit af Kaldastríðinu.
- Þessa stundina er þó sennilega mikilvægast að fylgjast með rás atburða í Mið-Austurlöndum.
- En margir ræða þetta þannig að einungis skipti máli hagsmunir Rússa og Bandar., en þá gleyma menn því, að áhrif Kína á einmitt því svæði eru í hröðum vexti.
- Að Kína er orðið mjög stór viðskiptaaðili landanna við Persaflóa. Langsamlega stærsti einstaki viðskiptaaðili Íraks sem og fjárfestir, kínv. verktakafyrirtæki og olíufélög, séu nú langsamlega umsvifamest aðila frá einstökum ríkjum þar í landi.
Inngrip Kína í mál þar gætu því hugsanlega orðið hin óvænta frétt ársins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
27.6.2014 | 23:16
Stuðningsmenn sjálfsákvörðunarréttar þjóða ættu að fagna ákvörðun Úkraínu, Georgíu og Moldavíu
Í seinni tíð hefur verið sérkennileg togstreita í gangi um þjóðir sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum milli Evrópusambandsins og Rússlands. Pútín hefur á sama tíma verið að leitast við að byggja upp - sitt eigið tollabandalag undir stjórn Rússlands. En hefur orðið lítt ágengt þ.e. einungis fengið 2-meðlimaríki. Af öllum þeim fyrrum Sovétlýðveldum er fengu sjálfstæði við hrun "USSR" hefur hann einungis fengið 2 til að undirrita sáttmála við Moskvu.
- Til þess að fá Lukashenko í Hvíta Rússlandi til að undirrita, þurfti Kreml að beita hann miklum þrýstingi.
- Armenía var einnig beitt þrístingi og hótunum.
Þetta er nefnilega áhugavert ástand - - að hingað til hefur ekki eitt einasta fyrrum Sovétlýðveldi, eða fyrrum aðildarland A-blokkarinnar; af fyrra bragði óskað eftir slíkum nánum viðskiptatengslum við Rússland.
Einungis 2-hafa fengist til þess, vegna þess að þau höfðu ekki aðra valkosti, voru beitt þrýstingi og hótunum, með öðrum orðum, þetta var ekki frjálst val hjá þeim.
Á sama tíma, hafa nú öll fyrrum aðildarríki A-blokkarinnar, er ekki voru Sovétlýðveldi - - gengið í ESB. Öll sömu ríki hafa einnig gengið í NATO.
Ath. - í öllum tilvikum, fóru þau lönd fram á aðild að NATO - og sífellt nánari viðskiptatengsl við ESB og síðan fulla aðild.
Ukraine Signs Trade Agreement With European Union
Þetta er ekki áróður - - heldur ískaldar staðreyndir
Það er áhugavert að veita athygli áróðri rússneskra fjölmiðla - og Rússlandsvina, sem bera blak af Rússum og styðja þeirra sjónarmið. En þetta umtal, að NATO hafi verið að marsera upp að landamærum Rússlands, er afskaplega villandi - - en í öllum tilvikum:
- Óskuðu nýju NATO löndin eftir aðild.
- Ekkert þeirra fékk aðild, fyrr en þau höfðu tekið upp fullt lýðræðisfyrirkomulag.
- Að auki, hefur ekki verið sett upp nein herstöð í nýju aðildarlandi, sem sú þjóð óskaði ekki eftir.
Ég að sjálfsögðu blæs á þá mótbáru að NATO hafi lofað Rússum, að NATO yrði ekki stækkað í A-átt. En það sýni eiginlega einmitt í hnotskurn hroka Rússa og virðingarleysi þeirra gagnvart vilja annarra þjóða, þ.e. þeir vildu með öðrum orðum "takmarka sjálfákvörðunarrétt" fyrrum A-tjalda þjóða.
Rússar þurfa eiginlega frekar að beina þeirri spurningu að sjálfum sér - - af hverju vildu allar þessar þjóðir ganga í NATO, og það við fyrsta tækifæri sem þær þjóðir fengu?
Af hverju síðan, eru nýju NATO löndin, einna bestu stuðningsmenn Bandar. innan NATO? Og einna helstu gagnrýnendur Rússa meðal NATO meðlima?
--------------------------------
- Skv. prinsippinu um sjálfsákvörðunarrétt þjóða er það algerlega klárt.
- Að Rússum einfaldlega kemur ekki við, hvort þjóð A eða B, vill ganga í NATO eða ekki.
Sama prinsipp að sjálfsögðu gildir um hugsanlega viðskiptasamninga við ESB.
Um það hvort þær sömu þjóðir dreymir um hugsanlega ESB aðild síðar meir.
Rússar þurfa einnig að spyrja sig fleiri spurninga
T.d. - af hverju fá þeir enga þjóð sem áður var hluti af "USSR" til að undirrita samninga við Moskvu um tollabandalag - - af fúsum og frjálsum vilja?
Þegar Rússar sneru upp á handlegginn á Viktor Yanukovych, er hann var við það að ljúka samningum við ESB um fríverslun, sami samningurinn og Poroshenko var að undirrita.
Þá gengu þeir afskaplega langt, það voru mjög harðar viðskiptaþvinganir, settir á tímabundnir refsitollar - beitt heilbrigðiseftirliti Rússlands sem stöðvaði innflutning á einstökum vörum vegna heilbrigðisástæðna, beitt að auki hótunum vegna gaskaupa og gasverðs, ekki síst hótað að gjaldfella skuldir Úkraínu við Rússland.
Þetta er þ.s. margir á Vesturlöndum tóku ekki fullt tillit til, er Viktor Yanukovych var gagnrýndur, að hann tók ekki þá ákvörðun - - sem fullkomlega frjáls maður. Heldur undir afarkostum Pútíns, að hætta við þá samninga á 11-stundu.
Eins og þekkt er, reis þá upp fjölmenn mótmælahreyfing - - og fyrir rest var stjórn hans steypt, hann flúði í útlegð. Og nú hefur sami samningurinn verið undirritaður - - Pútín sennilega finnst hann upplifa "Groundhog Day."
- Það ætti hverjum og einum að vera ljóst, sem er ekki illa haldinn skorti á sjálfsgagnrýni.
- Að ef enginn vill vinna með þér, nema að þú þvingir viðkomandi.
- Þá er líklega e-h að þinni framkomu.
Staðinn fyrir að skilja, að það eru þeir sjálfir, sem eru að hrekja þessar þjóðir frá sér - - þá er dreift einhverri samsærisdellu í fjölmiðlum, þ.s. allt er skýrt með að sjálfsögðu "Vestrænu samsæri."
Þessar þjóðir eru sem sagt, ekki að taka "frjálsa ákvörðun" heldur hafi vestrænir fjölmiðlar matað lýðinn á lygum um Rússland og þá framtíð sem þær þjóðir eiga framundan, í samstarfi við Vestrænar þjóðir.
Þeim sé síðan stjórnað, af keyptum aftaníossum Vesturvelda.
Vandamál Rússa er einmitt framkoma þeirra gagnvart öðrum þjóðum
Rússar eiga orð um fyrrum Sovétlýðveldi, sem hefur verið þítt á ensku sem "near abroad." Sem þíða má á íslensku sem "bakgarð Rússlands."
Þá skilst samhengið, því að Rússar hafa litið á þetta svæði, akkúrat sömu augum og Bandaríkin áður litu Mið-Ameríku.
Að sjálfsögðu leiddi það til þess að Bandar. voru ekki sérlega vinsæl í Mið-Ameríku meðal íbúanna þar, og sama að sjálfsögðu gildir um fyrrum Sovétríkin.
Að reynsla þeirra sem þar bjuggu af því að lifa með Rússlandi, hroka Rússa gagnvart þeim þjóðum, sem sé sá sami og Kanar áður buðu Mið-Ameríkuríkjum. Er einmitt þ.s. hefur leitt fram þá niðurstöðu er ég bendi á að ofan.
Sem er þá, að flestar þessara þjóða, leita logandi ljósi að einhverjum öðrum en Rússum, til að eiga viðskipti við. Og til að tryggja öryggi sitt.
- Framkoma Pútíns gagnvart Úkraínu - - þíðir að sjálfsögðu að Úkraínumenn verða hér eftir, fremur óvinveittir Rússum. Þ.e. eigin uppskera Pútíns.
- Moldavíumenn hafa að sjálfsögðu veitt þessu athygli, þeir sjálfir urðu fyrir nokkrum árum fyrir sumu leiti sambærilegri framkomu, er Rússar bjuggu til "Trans Dnéstríu" á landamærum ´Moldavíu og Úkraínu. Með stuðningi rússn. hersveita frá herstöð á því svæði. Að sjálfsögðu hefur enginn samþykkt sjálfstæði þeirrar landræmu. Þar er nokkur iðnaður, meðan að nær enginn er í Moldavíu sem er talið fátækasta land Evrópu. Þrátt fyrir þrýsting og hótanir - - já einmitt eina ferðina enn beita Rússar hótunum, ákveða Moldavíumenn að hefja náin viðskipti við Evrópu.
Niðurstaða
Ég hef að sjálfsögðu ekki verið þekktur sem aðdáandi ESB nr. 1.
Á hinn bóginn er ég mjög ákveðið stuðningsmaður "sjálfsákvörðunarréttar þjóða."
Það var einmitt á grundvelli þess réttar, að Ísland og Íslendingar tóku afdrifaríka ákvörðun 1944, um fullt sjálfstæði. Þá voru raddir þess efnis, að það væri dónaskapur af okkar hálfu, að taka slíka ákvörðun einhliða meðan Danir væri hersetnir.
- Þeir sem styðja - - rétt stórþjóðanna til að ráða yfir þeim smærri. Þeir eru gjarnan mjög uppteknir af einmitt hagsmunum stærri þjóðarinnar, hennar tilfinningum og hagsmunum.
En ég segi á móti, að annaðhvort styðja menn það prinsipp að hver þjóð skuli ráða sér sjálf, eða ekki.
Ef niðurstaðan er sú, að hver þjóð skuli sjálf ákveða sína framtíð. Þá auðvitað þíðir það, að það er réttur hverrar þjóðar að taka ákvörðun hverja þá sem sú þjóð vill um sína framtíð. Og komi þá engri 3-þjóð eða fyrrum herraþjóð þeirrar þjóðar það nokkuð við hvað sú þjóð ákveði að gera.
Það er mitt svar við mótmælum Rússa - gagnvart meintri útþenslustefnu NATO. Og mótmælum þeirra gagnvart frjálsum ákvörðunum fyrrum aðildarríkja "USSR" að ganga Vesturlöndum á hönd.
En ég hef að sjálfsögðu ekkert við það að athuga - - ef þjóðir fullkomlega sjálfviljugar ákveða að semja um fríverslun við ESB, og tel að mótmæli Rússa séu einmitt dæmi um þeirra hroka gagnvart smærri og veikari þjóðum.
Sama gildir að sjálfsögðu um hugsanlega NATO aðild. Og aðild að ESB - - að Rússum komi þetta ekkert við.
Ef fyrrum Sovétlýðveldi virkilega vill stefna í slíkar áttir - - er það mál þeirrar þjóðar, og hennar réttur.
Það komi ekki neitt við afstöðu minni til ESB aðildar Íslands, hvort að ég styð rétt þjóða til að nýta sinn sjálfsákvörðunarrétt.
Kv.
27.6.2014 | 01:05
Virðist stefna í allsherjar stríð í Mið-Austurlöndum
Eins og ég hef bent á, þá tel ég vera í gangi stríð milli Saudi Arabíu og bandamanna við Persaflóa, og Írans - sem hafi stóran hluta Mið-Austurlanda - - > sem skákborð. Eins og flestir ættu að vita, hófst borgarastríð í Sýrlandi 2011. Íran hefur kosið að styðja við ríkisstjórn Alavíta í Sýrlandi. Meðan að Saudi Arabía og bandamenn við Persaflóa hafa stutt uppreisnarmenn, því miður virðist að Saudar og bandamenn hafi fókusað sinn stuðning á Súnný Íslamistahreyfingar.
Nouri al-Maliki welcomes Syria air strikes against rebels in Iraq
"Nouri al-Maliki said in an interview with the BBCs Arabic language channel that Syrian aircraft had bombed the forces of the Islamic State of Iraq and the Levant (known as Isis) earlier this week along Iraqs border with Syria at the city of Qaim." - "There was no co-ordination but we welcome this operation, Mr Maliki said."
Iran Secretly Sending Drones and Supplies Into Iraq, U.S. Officials Say
"Iranian transport planes have been making twice-daily flights to Baghdad with military equipment and supplies, 70 tons per flight, for the Iraqi forces." - "Its a substantial amount, said a senior American official, who spoke on the condition of anonymity because he was discussing classified reports. Its not necessarily heavy weaponry, but it is not just light arms and ammunition."
"While Iran has not sent large numbers of troops into Iraq, as many as 10 divisions of Iranian and Quds Force troops are massed on the Iran-Iraq border, ready to come to Mr. Malikis aid if the Iraqi capital is imperiled or Shiite shrines in cities like Samarra are seriously threatened..."
---------------------------------------
Eins og þessar fréttir sýna - - er þetta eitt stríð
Íran er bersýnilega að undirbúa sig fyrir, stórt inngrip í átökin í Írak. Það að flugher stjórnar Alavíta í Sýrlandi - - sjá kort "Alavítistan." Hafi nú gert sprengjuárásir á stöðvar ISIS í Írak, er athyglisverð þróun. En á ekki endilega að koma á óvart.
Aðstoð flughers Alavíta, er þá bein aðstoð við bandamann Írana í Írak, þ.e. stjórn Malikis. Og örugglega ekki tilviljun, að slíkar loftárásir eru framkvæmdar.
Enda stendur og fellur stjórn Alavíta á stuðningi Írans, og bandamanna Írans - ekki síst í Hesbollah samtökunum í Líbanon. Einnig nýtur hún stuðnings Rússlands - - en sá stuðningur skiptir minna máli.
Nema að því leiti, að Rússar hafa "blokkerað" Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. En þeir hafa ekki sent neina hermenn á svæðið, það hafa Íranar séð um - þ.e. nánar tiltekið. Bandamenn Írana eins og Hesbollah, einnig hafa Shítar frá Írak barist í Sýrlandi, með her Alavíta.
- Eins og sést á kortinu er umráðasvæði Assad stjórnarinnar - - mjög skroppið saman.
- Þ.e. ekki of langt gengið að segja, að Sýrland sé hætt að vera til, eins og er ályktað í mjög góðri fréttaskýringu Der Spiegel: The New Face of Terror: ISIS' Rise Pushes Iraq to Brink
Vestræn lönd eiga að sjálfsögðu ekki - - senda hermenn í þetta stríð.
En það má fastlega reikna með því, að innkoma "Byltingavarðar Írans" - þ.e. sveita á hans vegum, í stríðið í Írak. Muni magna frekar átökin í Mið-Austurlöndum.
En hingað til, hafa Íranar sjálfir - - ekki barist með beinum hætti. En með innkomu Byltingavarðarins íranska, sveita á hans vegum - - verða Íranar orðnir beinir stríðsþátttakendur.
Þ.e. stríðið er þá ekki lengur - - proxy.
Átök Írana og Saudi Araba - - eru ekki ný af nálinni
Þetta kemur kannski einhverjum á óvart, en samfellt leynistríð milli flóa Araba ásamt Saudi Arabíu, og Írans, hefur staðið yfir síðan a.m.k. 1980. En september það ár, gerði Saddam Hussain innrás í Íran - en Íranar höfðu nokkrum mánuðum áður steypt Resa Palavi keisara Írans af stóli. Saddam sennilega sá sér leik á borði, hélt að hann gæti hrifsað af Íran - nokkur olíuauðug héröð. En síðan tók við ákaflega blóðugt stríð - lauslega áætlað mannfall yfir milljón. Því lauk um mitt ár 1988.
Málið er að Saudi Arabía, flóa Arabar, studdu með gríðarlegum fjárframlögum - - Saddam Hussain. Það gerðu reyndar fleiri, Bandaríkin einnig. En sem kannski vekur undrun einhvers, einnig Sovétríkin.
- Ég held það sé óhætt að segja, að samfellt síðan - - hafi svarinn fjandskapur verið milli Saudi Arabíu, flóa Araba - - og Írans.
- Hafa báðir aðilar gert ítrekaðar tilraunir, til að efna til uppþota - uppreisna, í löndum hvors annars. Þ.e. ekki langt síðan, að íranskt studdur hópur á landamærum Saudi Arabíu í Suðri, var með skæruhernað í fjallendi þar. Stríð sem herafli Saudi Arabíu náði að kveða niður.
- En átökin hafa sannarlega farið á nýtt og miklu hættulegra stig. eftir að átökin í Sýrlandi hófust 2011.
- Og nú með því, að Írak verður hluti af þeirri átakasyrpu, þá stigmagnast þetta stríð, aftur.
Miðað við hina löngu átakasögu er erfitt að trúa öðru en að Saudar og flóa Arabar styðji ISIS
Það sé einfaldlega of hentugt sem liður í þeim átökum, að ISIS skuli hafa gert innrás í Írak. Eins og fram kemur í grein "Der Spiegel" bendir mjög margt til þess, að kjarni "ISIS" sé skipulagður af fyrrum herforingjum úr her, Saddam Hussain.
Þ.s. her Saddam Hussain, var áður studdur af Saudum og flóa Aröbum. Er ekki ósennilegt að persónulegar tengingar hafi viðhaldist. Það vekur einnig athygli, hve öflugt og gott skipulag "ISIS" hefur, sé eiginlega - - skipulagt sem her. Frekar en sem hryðjuverkahópur.
Það fittar eiginlega við það, ef hreyfingin er skipulögð af fyrrum herforingjum úr her Saddam Hussain. Þá einmitt kunna þeir að skipuleggja her, að auki kunna þeir að skipuleggja stríð, tja - - sbr. reynslu þeirra af löngu stríði við Íran.
- Punkturinn er, að innrás ISIS er þegar farin að veikja hernaðarstöðuna innan Sýrlands, þ.s. hópar íraska Shíta er voru að berjast þar, eru að streyma heim til að berjast þar í staðinn.
- Síðan mun Íran þurfa, að dreifa kröftunum milli þess að halda stjórn Shíta í Bagdad á floti, og þess að halda stjórn Alavíta í gangi.
Sem einnig veikir hernaðarstöðu Írans í Sýrlandi.
Að sjálfsögðu, vill enginn viðurkenna opinberlega að styðja "ISIS" þ.s. aðferðir "ISIS" eru vægt sagt óskaplega grimmar.
Á hinn bóginn, rímar það ekki endilega illa við það að "ISIS" sé skipulagt af fyrrum herforingjum úr her Saddam Hussain, enda var stjórn Saddam - - einstaklega grimm.
Niðurstaða
Stríðið milli Írans og Araba við Persaflóa, virðist í hættulegri stigmögnun. Þegar af því verður, að íranskur her fer að berjast í Írak. Þá hættir stríðið að vera "proxy." Hættan virðist augljós, að bein stríðsþátttaka Írans. Magni frekar en orðið er, upp spennuna við - Persaflóa. Beint stríð milli flóa Araba, Saudi Arabíu - - og Írans. Gæti skapað nýja heimskreppu - - en það virðist næsta öruggt. Að mjög dugleg verðsprenging á olíu mundi verða. Ef átökin þróast yfir í algert stríð milli Araba og Shíta.
Það er langt í frá fjarstæðukennd þróun úr því sem komið er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.6.2014 | 23:45
Íraskir Kúrdar hafa hafið útflutning á olíu
Ef þetta er ekki vísbending þess að Kúrdar stefni að fullu sjálfstæði, þá veit ég ekki hvað er. Fyrir nokkrum dögum sagði Barzani leiðtogi þeirra, að aðstæður í Írak væru algerlega breyttar, Kúrdar þyrftu nú að - ákveða sína framtíð.
Shia and Kurds drift apart amid turmoil of Sunni insurgency
Masoud Barzani - After the recent events in Iraq it has been proven that the Kurdish people could seize the opportunity now. The Kurdistan people should now determine their future.
Forvitnileg mynd af höfuðborg Kúrda - Erbil. Sjá má gamla Erbil innan forna virkismúrsins!
Kúrda héröðin í Írak hafa eiginlega verið í samfelldri uppbyggingu í töluvert langan tíma, en eftir "Operation Desert Storm" 1991 þá héldu Bandar. smám saman að sauma að stjórn Saddam Hussain, yfir N-Írak var "no fly zone" flest ár 10. áratugarins, Kúrdar sem voru um hríð sundraðir í tvær fylkingar sem gjarnan áttu í átökum sín á milli. Bundu enda á deilur sínar, og á þessum árum má eiginlega segja að "de facto" sjálfstæði þeirra héraðs hefjist. Og uppbygging svæða þeirra innan Íraks.
Síðan eftir að bundinn er fullur endir á stjórn Saddam Hussain í innrás Bandar. hers 2003, þá hefur svæði Kúrda allan liðlangan tímann - verið öruggt svæði. Engin átök þar, og samfelld efnahagsleg uppbygging. Það kvá meira að segja enginn pása hafa orðið í hagvöxt þar, árin sem var kreppa á Vesturlöndum 2008-2012.
Það kvá vera orðin nokkur efnahagsleg velmegun nú á Kúrdasvæðunum. Alþjóðleg vörumerki, hafi komið sér fyrir í höfuðborg þeirra. Nóg sé af nýjum bílum á götum.
Kúrda héröðin - - Sviss Miðausturlanda?
With new grip on oil fields, Iraq Kurds unveil plan to ramp up exports
Kurdish crude begins to hit the oil market
Til staðar er olíuleiðsla sem reist var á 8. áratugnum, sem liggur frá írösku borginni Kirkuk, til borgarinnar Ceyhan á strönd Tyrklands við miðjarðarhaf.
Kúrdar séu búnir að smíða tengingu við þá olíuleiðslu frá olíusvæði, sem er við borgina Taq á þeirra sjálfstjórnarsvæði.
Áður en árás ISIS hófst. Hafi þeir verið búnir að dæla nokkru magni af olíu til Ceyhan. En það hafi staðið yfir deila við ríkisstjórn Maliki - sem hafi ekki viljað gefa heimild fyrir útflutning. Og Bandaríkin, hafi ákveðið að standa með stjórninni í Bagdad í þeirri deilu. Þeir hafi með öðrum orðum staðið í vegi fyrir því, að Kúrdar gætu markaðssett þá olíu, í andstöðu við stjórnvöld í Bagdad.
En núna með yfirtöku ISIS á stórum svæðum í Írak. Og Kúrda með stækkað yfirráðasvæði um ca. 1/3. Þar á meðal með full yfirráð á Kirkuk svæðinu. Þ.s. er umtalsvert stærra olíusvæði.
Þá virðist blasa við fyrir þá, að nota þessa gömlu olíuútflutningsleið í gegnum Tyrkland. Kúrdar þurfa þá að bæta við viðbótartengingu í framhaldi af teningunni til Taq áfram til Kirkuk. Þ.s. líklega þarf að bút il hlikk á leiðsluna framhjá Mosul svæðinu þ.s. gamla leiðslan liggur um, því að ISIS ræður þar í dag.
- Það áhugaverða við þetta - er að sjálfsögðu afstaða Tyrkja.
- En það að þeir hafa að því er best verður séð, heimilað Kúrdum að flytja olíu til Ceyhan. Getur bent til þess, að stefnubreyting Tyrkja í málefnum Kúrda. Liggi í loftinu.
- En margir benda á svæði Kúrda, sem nánast eina stöðuga svæðið innan Íraks, Kúrda sem afl sem geti staðið sem eyja stöðugleika, í umróti öfgaafla og stríðs í kring.
Útþensla ISIS - stríðið í Sýrlandi sem virðist hafa dreift út sér til Íraks. Þetta hafi breytt stöðunni.
Að sjálfsögðu felur þetta í sér - - að Kúrdistan er efnahagslega háð Tyrklandi.
Við erum þá að tala um einhverskonar bandalag Kúrda og Tyrkja. Sem væntanlega þíðir þá, að sjálfstætt Kúrdistan er ekki, að styðja neina kúrdíska uppreisn í Kúrdahéröðum innan Tyrklands.
En áform Kúrda um stóraukinn olíuútflutning í gegnum Tyrkland.
Hljóta að benda til samkomulag við tyrknesk stjórnvöld, þó ekkert opinbert liggi enn fyrir.
Niðurstaða
Þó Kúrdar láti ekkert formlega uppi um stefnu í átt að sjálfstæði. Þá með í huga áform þeirra um útflutning á olíu. Að þeir eru nú vísvitandi að hundsa stjórn Maliki í Bagdad. Sem hefur hingað til neitað að veita Kúrdum heimild til að selja olíu. Þegar það blasir við, að með þeim útflutningi - mun fjárhagur Kúrda batna mjög verulega. Þar með einnig vænti ég geta þeirra til að viðhalda fjölmennum fastaher, Peshmerga, sem sveitir þeirra nefnast.
Þá virðist ljóst hvert stefnir. Það nánast eina sem sé eftir, sé heimild Tyrkja.
En olíuútflutningurinn er augljóslega heimilaður af stjórnvöldum í Tyrklandi.
Sem geta ekki annað en vitað, að hann styrkir stöðu Kúrda.
Það er þá sú spurning sem vaknar, hvort að Tyrkir séu að sjá Kúrda sem framtíðar bandamann á Mið-Austurlandasvæðinu, í hafróti vaxandi átaka og óstöðugleika?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.6.2014 kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2014 | 23:49
Leiðtogi Kúrda telur að forsætisráðherra Íraks þurfi að víkja, annars klofni landið alveg örugglega
Það var síðast 2006 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Erbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak, það var þá annar forseti - Bush og fröken Rice. Nú er það Obama sem er forseti, og John Kerry fyrrum forsetaframbjóðandi sem er utanríkisráðherra. Tilgangur viðkomu Kerry, að beita Kúrda þrýstingi - um að taka þátt í myndun "breiðfylkingarstjórnar" í stað stjórnar Malikis.
Sem margir vilja meina að eigi verulega sök á því hvernig hefur farið á undanförnu - er ISIS tóku Súnní svæðin í Írak í leiftursókn.
US troop deployment to Iraq is not intervention
Kurdish Leader Warns Kerry of Challenges of New Iraq
Greinilega er Massoud Barzani ekki hávaxinn
Yfirlísing Barzani við upphaf fundarins var áhugaverð:
""We are facing a new reality and a new Iraq," ... he blamed prime minister Nouri al-Maliki's "wrong policies" for the violence and called for him to quit, saying it was "very difficult" to imagine Iraq staying together."
Forvitnileg mynd af höfuðborg Kúrda - Erbil. Sjá má gamla Erbil innan forna virkismúrsins!
Þetta er eiginlega þ.s. maður sér mjög víða, kvartanir yfir stjórn Maliki - - sem hafi skv. mörgum talsmönnum, skapað reiði og úlfúð meðal annarra hópa.
Vinsæll stjórnmálamaður Súnníta í Írak, sem neyddist til að leggja á flótta til Erbil - undan öryggissveitum stjórnarinnar - - fer ekki fögrum orðum um stjórnarhætti Malikis.
Iraqs Sunni could defeat Isis if Maliki steps down, says ex-minister
Rafi al-Issawi - Only the Sunnis can defeat Isis, - We will kick them (Isis) out if we see our rights implemented, - "He argued that Isis was moving so easily through Sunni provinces because Mr Maliki had failed to listen to popular demands, such as releasing thousands of political prisoners, recruiting Sunni into the army and reforming the law banning members of the Ba'ath party of ousted dictator Saddam Hussein."- To change the mood, we need to implement the needs of the Sunni provinces and then we will be capable of defeating Isis it will be difficult but possible, - "Mr Issawi said Iraq should be run along a federal system, in which Sunni provinces had more autonomy over their own affairs, as the Kurds now enjoy."
Issawi virðist þeirrar skoðunar - eindregið. Að forsenda þess að unnt sé að sameina "hófsöm" öfl innan Íraks - - sé að, Nuri Kamal al-Maliki, víki.
Barzani virðist einnig eindregið sömu skoðunar.
Það er góð spurning hvort Maliki muni víkja, langt í frá víst, en hann hefur verið forsætisráðherra nú síðan 2006, eða 7 ár. Flokkurinn hans, Dawa, virðist hafa stuðning töluverðs hluta íraskra Shíta. Enda verið þessi ár - stærsti einstaki þingflokkurinn. Og er enn.
Ástæða fyrir vinsældum hans, er líklega ekki síst forsagan - þ.e. hann var foringi skæruliðahóps sem barðist gegn Saddam Hussain, var um hríð í útlegð frá Írak - vegna dauðadóms.
Deilan um bannið við því að þeir sem hafa flokksskýrteini í Bath flokknum gegni opinberu embætti, sé erfið - - ekki síst vegna þess (sem er ofur eðlilegt) hve margir Shítar hata allt þ.s. tengist stjórn Saddam Hussain.
Og ég reikna með því sem gamall forsprakki andstæðinga Saddams, sé Maliki einn af þeim - - sem tortryggir frá mjög djúpum rótum hvern þann sem hefur með nokkrum hinum minnsta hætti tengst Bath flokknum, er var stjórnarflokkur Íraks í tíð Saddam Hussain.
Vandinn við þá afstöðu er sá, að stjórn Saddams var "totalitarian" þ.e. flokkskírteini var forsenda þess að gegna opinberu embætti af nokkru tagi, það hafi þurft að vera meðlimur í Bath til að vera í opinberu starfi, t.d. lögreglumaður, starfsmaður vatnsveitu, rafmagnsveitu, hermaður o.s.frv.
Þannig að alger útilokun - - sé ópraktísk.
Þá sé verið að útiloka fullt af hæfu fólki - - af ástæðulausu.
Og eðlilega sárni því.
Þetta virðist íröskum Súnnítum vera form af misrétti.
Til samanburðar, hafa Þýsk stjórnvöld - - ekki hreinsað út alla þá, sem einhvertíma störfuðu fyrir Stasi. Leynilögreglu og leyniþjónustu A-Þýskalands.
Menn voru rannsakaðir, og ath - hvort þeir hefðu framið þ.s. síðar teljast glæpir. En það hefur ekki verið amast við því, að margir þeir sem voru lágt settir, gegni margvíslegum venjulegum opinberum störfum víða um Þýskaland.
- Það sjálfsagt skýri erfið samskipti hersins við íbúa í N-Írak. Ef þeir voru eingöngu skipaðir Shítum, hafandi í huga að það er ekki lengra síðan en 2008 að bundinn var endir á borgarastríð, þ.s. fjöldi Súnníta var hrakinn á flótta, fjöldi Súnníta og Shíta var drepinn í gagnkvæmum morðárásum.
- Þegar sárin eru þetta fersk - er ekki undarlegt, að Súnnítar upplifi Shíta her, sem óvinveitt hersetulið.
Iraq re-enlists troops who fled -- um er að ræða hermenn írakshers er flúðu frá Mosul.
It wasnt just militants who attacked us, it was the people of Mosul themselves, says Hassan, a 28-year old soldier. Im coming for those terrorists, Ill get revenge on Mosul for my dead brothers.
"We had no relationship with locals. How could we? Those people pelted us with rocks. Theyve always been terrorists, says Mohammed, a bulky, tattooed man who, like all the soldiers, refused to give his full name."
Þessi ummæli hermannanna, virðast sýna að "illviljinn" var gagnkvæmur.
Íbúar Mosul hötuðu þá - - og þeir fyrirlitu íbúa Mosul.
Borist hafa einnig fréttir af því, að a.m.k. hluti íbúa Mosul - hafi tekið innreið sveita ISIS fagnandi.
Vandinn á móti er ekki síst hvað gerðist eftir svokallað "Fyrra Persaflóastríð." Þ.e. stríðið sem Kanar kölluðu "Operation Desert Storm" 1990-1991, sem hófst með yfirtöku Saddam Hussain á Kúvæt með hernaðarinnrás. Í febrúar 1991 eftir margra mánaða undirbúning hófst árás Bandar. og var búin á ca. 100 klst. Þegar búið var að mala heri Saddam Hussain í Kúvæt í mélinu smærra.
En Íraskir Shítar sem töldu innrás Bandar. yfirvofandi inn í Írak - - gerðu víðtæka uppreisn gegn Saddam Hussain. Sem hann síðar meir eftir að ljóst var, að Bandaríkin ætluðu ekki í það skiptið að senda herinn til að steypa stjórnvöldum í Írak, barði niður með blóði.
Margar sögur fara af mannfalli í því - - en tölur upp á 100þ. heyrast gjarnan. Jafnvel enn hærri tölur.
Svo til að bæta gráu ofan á svart, koma hjaðningavígin, eftir innrás Bandar. 2003 þegar borgarastríð milli Shíta og Súnníta geisaði a.m.k. 2005 til 2007. Með mjög miklu mannfalli beggja hópa.
- Allt er þetta svo ferskt enn - - að sennilega mundi "dýrlingur" eiga erfitt með að stýra þessu landi.
Það sé allt þetta hatur, sem nú gjósi upp að nýju af fullum þunga, í kjölfar innrásar ISIS.
Sem mjög sennilega geri það að nær ómögulegum hlut.
Að sameina þetta land!
Niðurstaða
Ég virkilega held að uppbrot Íraks sé besta lausnin. Það sé of mikið hatur milli hópanna. Of mikil tortryggni. Það sem má þó ekki gerast nú - - er innrás ISIS í héröð Shíta.
En þá gæti virkilega e-h sambærilegt gerst og varð í Rúvanda, þ.e. fjöldamorð á stórum skala.
Þannig að mikilvægt sé að lágmarki, að forða - - innrás trúaröfgamanna Súnníta í héröð þ.s. meirihluti íbúa séu Shítar.
Það sé kannski sem megináherslan þurfi að vera, á að forða stórfelldum mannlegum harmleik.
Síðan þurfi að finna leið til friðar milli íbúanna, sitt í hvoru lagi. Eins og að á endanum, var saminn friður fyrir rest í fyrrum Júgóslavíu. Eftir að töluvert mikið blóð hafði runnið.
Í dag eru þau lönd til muna stöðugri einingar. Það gæti vel hugsanlega það sama gerst í Írak. Að sérstakt ríki Súnníta. Sérstakt ríki Shíta. Og sérstakt ríki Kúrda. Einnig verði að einingum sem verði stöðugar, þ.e. engin þörf verði fyrir ógnarstjórn til að halda saman.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.6.2014 | 22:48
Foringi uppreisnarmanna í A-Úkraínu, samþykkir vopnahlé
Alexander Borodai, sem er mjög áhugaverður einstaklingur með bersýnilega mjög litríka baksögu, sjá fyrri umfjöllun: Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku. Tók að því er virðist - - ákvörðun um vopnahlé.
- Mig grunar að þessi maður - sé raunverulegur stjórnandi uppreisnarinnar.
- Ef maður lítur framhjá Pútín.
Hann er rússneskur þjóðernisöfgamaður, fer ekki einu sinni í felur með það, hefur áður komið við sögu þ.s. átök hafa staðið milli Rússa á svæðum innan og í grennd við landamæri Rússlands, t.d. í S-Ossetíu - hann virðist einnig hafa verið í Tétníu, og hann var á Krímskaga þ.s. hann var um tíma "ráðgjafi" skipaðs leiðtoga þess svæðis "sem ég tel að þíði að hann hafi verið maðurinn er gaf skipanir."
Hann sé örugglega einnig nú maðurinn sem ræður. Þó hann hafi boss, Pútín.
Hann virðist mér með öðrum orðum - vera nokkurs konar fixer. Sem starfi "óopinberlega" fyrir stjórnvöld Rússlands, en þó þannig að þau "geti alltaf afneitað honum."
Skv. ákvörðun þeirri er Borodai kynnti, stendur vopnahléið fram á föstudag
Pro-Russian Rebels in Ukraine Agree to Cease-Fire
Ukraine rebel leader agrees ceasefire
Ukraine Rebel Leaders Agree to Join Government Cease-Fire, Begin Talks
Bæti við þessari frétt:
Pro-Russian Rebels in Ukraine Match Government Cease-Fire
Þetta getur þítt að Pútín og Poroshenko, séu búnir að ná samkomulagi, um grófar útlínur friðar.
En það hefur verið ljóst um nokkurt skeið, að "uppreisnin" er undir fullri stjórn Kremlverja, en fyrir nokkrum vikum - - varð bylting í Donetsk borg. Og Borodai virðist hafa tekið völdin.
Vostok liðssveitin, þ.e. áhugavert að það var einnig til staðar Vostok liðssveit í Tétníu átökunum, sem Borodai virðist stjórna - - tók þá stjórnarbyggingar í Donetsk borg.
Og rak út þá rússneskumælandi uppreisnarmenn sem höfðu fram að þeim tíma leitt uppreisnina í Donetsk héraði, þ.e. gerði heimamennina brottræka.
Vostok liðssveitin, er að sjálfsögðu skipuð rússn. ríkisborgurum - sem virðast koma héðan og þaðan frá héröðum Rússlands, Borodai sjálfur upprunninn í Moskvu borg.
- Þá hættir þetta "proxy war" sem Pútín hefur verið að reka um nokkurt skeið í A-Úkraínu.
Ég geri ráð fyrir því, að allan tímann meðan átök hafa staðið yfir, hafi Pútín statt og stöðugt "vegið og metið" aðstæður.
Matið sé alltaf á grunni "cost/benefit" - - að sjálfsögðu hafi aðgerðir Pútíns aldrei snúist um hagsmuni íbúa Úkraínu hvort sem það eru rússnesku- eða úkraínskumælandi.
Hvað akkúrat Pútín fær í eftirgjöf frá stjórninni í Kíev, gegn því að hætta þessu "Proxy War" - veit ég að sjálfsögðu ekki.
- En hann fær örugglega e-h, örugglega a.m.k. tryggingu fyrir því að aldrei verði af NATO aðild Úkraínu.
- En síðan má vera að hann fái einhverja "efnahagslega eftirgjöf" í A-Úkraínu, þannig að héröðin 2-Luhansk og Donetsk fúnkeri sem efnahagslegur hluti Rússlands.
- Og kannski að auki, einhverjar viðbótar tryggingar, varðandi þau héröð - sem tryggi að iðnaðarsvæðin þar sem enn í dag framleiða mikilvægan varning fyrir Rússland, séu undir stjórn aðila vinveittir stjv. í Kreml.
Síðan má vera að unnt verði loksins - - að halda almennar þingkosningar í Úkraínu.
Svo bráðabirgðastjórnin geti látið af völdum.
Niðurstaða
Það getur vel verið. Að við séum að sjá fyrir endann á átökum í A-Úkraínu. Líklega hafi forsetarnir tveir, þ.e. Pútín og Poroshenko, náð einhverju grunni að samkomulagi sín á milli. Sem síðan á þá eftir að hamra nánar, þeirra á milli.
En ég stórlega efa, að svokallaðir uppreisnarmenn, komi nokkurs staðar nærri þeim viðræðum. Þeir fái "hand me down" frá forsetunum tveim.
Síðan pakki saman allir þeir sem Rússar hafa sent til A-Úkraínu. Enda sé þá störfum þeirra lokið.
Uppreisnin taki enda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.6.2014 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2014 | 12:19
Egyptaland leppríki Saudi Arabíu?
Ég hef undanfarið farið að velt því fyrir mér, hvort að Egyptaland ætti ekki í dag með réttu nefna - leppríki Saudi Araba? En athygli mína vakti frétt á Financial Times: Egyptian court confirms Muslim Brotherhood death sentences.
Mr Sisi, late on Friday, held a brief meeting at Cairo airport with Saudi Arabias King Abdullah whose country, like Egypt, has branded the Brotherhood a terrorist organisation, viewing its Islamist doctrines as a threat to Saudi dynastic rule.
Áhugavert að "Al Sisi" var ekki nægilega mikilvægur, til að fá formlega opinbera heimsókn.
Það sem ekki kemur fram í fréttinni - er óskaplegur fjárstuðningur Saudi Arabíu, og furstadæmanna við Persaflóa, við stjórn Abdel Fattah al-Sisi.
Eða milli 10 og 11 milljarðar USD.
Margfaldur fjárstuðningur sá sem Egyptaland áður fékk frá Bandaríkjunum.
- Það er áhugaverð endurspeglun í gangi, þegar kemur að aðgerðum Saudi arab. stjv. gegn gegn Bræðralagi Múslima í eigin landi.
- Og aðgerðum al Sisi gegn Bræðralaginu í Egyptalandi.
Í báðum löndum hefur Bræðralagið verið formlega bannað og skilgreint sem hryðjuverkasamtök.
Það er mjög sterk kaldhæðni í þessu, því að á sama tíma, er Saudi Arabía og bandamenn í furstadæmunum við Persaflóa, að dæla miklu fé í öfgasinnuð samtök súnníta, m.a. af mörgum talið að bandalag þeirra, hafi fjármagnað ISIS samtökin.
Höfum í huga, að "al Qaeda" kemur fyrst til sögunnar í Saudi Arabíu.
Flest hættulegustu Súnní Íslam hreyfingarnar, eru tengdar við - - Wahabi, trúarskólann sem er ríkistrú Saudi Arabíu.
- Mig grunar að raunverulega ástæða þess, að Saudi Arabía fjármagnaði uppreisn hersins í Egyptalandi undir stjórn "al Sisi" gegn lýðræðislega kjörnum forseta landsins, sem einnig er félagi í hreyfingu, Bræðralags Múslima.
- Hafi verið sú ógn sem Saudar töldu vaxandi áhrif Bræðralagsins vera, ég er ekki að tala um Mið-Austurlönd, heldur heima fyrir í Saudi Arabíu.
- Sennilega er nær hvergi á byggðu bóli, eins mikil efnahagsleg misskipting og einmitt í Saudi Arabíu, þ.s. gríðarlegum auð landsins - sé skipt upp á milli "Al Saud" valdaættarinnar, og hennar rúmlega 100 svokallaðra prinsa.
- Sem hreyfing, hefur Bræðralag Múslima, einkum verið að einbeita sér að - fátækari hluta almennings. Hefur skipulagt "eigin skóla með sterku trúarlegu ívafi" - "eigin heilsugæslu" og "jafnvel barnapössun." Þannig fær fátækt fólk sem gengur í hennar raðir, oft þjónustu sem ríkisvaldið í þeirra landi - - einfaldlega veitir því ekki.
- Og þ.e. alls ekki sérdeilis ólíklegt, hafandi í huga, óskaplegt félagslegt óréttlæti í Saudi Arabíu, að hreyfingin hafi raunverulega verin orðin, að hugsanlegri framtíðar ógn fyrir völd "al Saud" ættarinnar.
Lausn "Saud" ættarinnar, þegar þeir sáu Bræðralagið komið til valda í Egyptalandi, og þeir sáu fram á að þarna væri hugsanlega risið upp - - annað trúarríki.
Með sinn eigin súnní íslam trúarskóla, þess áhrif voru í vexti innan Saudi Arabíu.
Að ráðast að rót vandans, þ.e. miðstöð Bræðralagsins þ.s. þ.e. langsamlega sterkast, þ.e. Egyptalandi.
- Eina öfgahreyfingin sem ég veit fyrir víst, að tengist Bræðralaginu - - er Hamas.
Meðan á móti, við höfum "al Qaeda" - "Talibana" og nú "ISIS" sem virðast mér, miklu mun varasamari hreyfingar.
Og auðvitað, mun öfgasinnaðri.
- Þ.e. eitt sem er áhugavert við Bræðralagið - - að það virðist ekki eins íhaldsamt, ekki eins mikið á móti nútímavæðingu, ekki eins ákveðið, and lýðræðislegt.
- Og trúarhreyfingar þær sem, Wahabi skólinn hefur skapað.
Ég hef ekki orðið var við það, að "Hamas" hafi rekið einhvers konar "Talibanistan" á Gaza svæðinu.
Þannig að ef ég mundi bera saman ógn þá sem af hreyfingu Wahaba stafar, og af hreyfingu Bræðralagsins - - þá mundi ég túlka það svo, að hreyfingar Wahabi skólans séu margfalt varasamari, að auki til muna andstæðari vestrænum viðhorfum.
Í fréttinni kemur fram - - að dauðadómar yfir fjölda liðsmanna Bræðralagsins hafi verið staðfestir.
"An Egyptian court has confirmed death sentences against the leader of the Muslim Brotherhood and 182 supporters,..."
Fram að þessu hefur Bræðralagið, ekki hvatt til vopnaðrar andstöðu.
En ef herinn lætur verða af því, að taka af lífi helstu leiðtoga þess í Egyptalandi, þar á meðal þjóðkjörinn forseta þess - - þá má reikna með "radicalization" þ.e. að í staðinn rísi upp nýir leiðtogar.
Sem væntanlega beri minni virðingu fyrir, hugmynd þeirra leiðtoga um "friðsama baráttu" sem sú forysta er þá verður tekin af lífi - stóð fyrir.
Með því, verður þá sú stefna hugsanlega "discredited." Þ.s. stór hluti egypsku þjóðarinnar, styður bræðralagið. Skynjar maður raunverulega hættu á borgaraátökum þar.
- Þá gætu skollið á 2-trúarstríð í Mið-Austurlöndum.
- Annað milli Wahabi ofsatrúarmanna, og Shíta. Í samhengi við átök Írans og Saudi Arabíu.
- Og hitt, milli Bræðralagsins og Wahabi Súnníta.
Áhugavert verður - - ef "Saud" valdafjölskylda, keyrir upp 2-trúarstríð. Klýfur þannig Mið-Austurlönd, annars vegar milli öfgahreyfinga tengda Wahabi skólanum og Shíta. Og hins vegar meðal Súnníta, milli þeirra er styðja Bræðralagið og þá sem styðja Wahabi trúarskólann.
Niðurstaða
Saud valdafjölskyldan, virðist vera í vaxandi mæli - að vera að færa út völd sín um Mið-Austurlönd. Í gegnum ofsalegt fjárhagslegt vald.
Hún virðist hafa keypt eitt stykki byltingu í Egyptalandi - vegna valdahagsmuna ættarinnar. Og síðan fjármagni hún ásamt bandamönnum, þá ógnarstjórn - sem virðist við völd í dag innan Egyptalands.
Síðan, fjármagnar hún ásamt bandamönnum, fjölmennar uppreisnir gegn bandamönnum, Írans í Mið-Austurlöndum. Hvort sem þ.e. í Sýrlandi eða Írak.
Rekur að því er best verður séð, átök sem eru í vaxandi mæli að magna upp trúarstríð milli fylkinga Súnníta er hallir eru undir Wahabi trúarskóla ríkistrú Saudi Arabíu, og fylkinga Shíta.
Á sama tíma, rekur Saud valdafjölskyldan að því er best verður séð - "pogrom" gegn Bræðralagi Múslima, er virðist hvað áhrif varðar - vera sá trúarskóli er næst gengur að áhrifum meðal Súnníta áhrifum Wahabi skólans. En mig grunar, að vaxandi áhrif Bræðralagsins í Egyptalandi, hafi verið skilgreind sem ógn, við valdastöðu Saud fjölskyldunnar.
Þannig virðist vera að myndast - - annað trúarstríð. Í þetta sinn, meðal Súnníta. Er getur klofið þá. Jafnvel geisað innan Saudi Arabíu sjálfrar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2014 | 16:52
Pútín segist styðja vopnahlé í Úkraínu - segir þörf fyrir friðarviðræður án skilyrða / ISIS sækir enn fram í Írak
Eins og fram hefur komið í fréttum, lýsti nýlega kjörinn forseti Úkrainu, Petro Poroshenko, yfir vopnahléi sl. föstudag. En formið á skilyrðum þeim er hann setti fram - gerði yfirlýsingu hans eiginlega að "úrslitakostum" frekar en almennri yfirlýsingu um frið og viðræður aðila.
Höfum í huga að þessi aðferð er ekki endilega "órökrétt" ef fréttir eru réttar frá Kíev, þess efnis - að stjv. hafi dagana á undan. Tekið þær landamærastöðvar sem skæruliðar uppreisnarmanna höfðu vikunum á undan tekið.
Því ef stjv. hafa tekið landamærin - geta þau einmitt sett "úrslitakosti" því þá geta þau "einangrað svæði uppreisnarmanna."
- Herinn á skv. yfirlýsingunni - - ekki að sækja fram.
- Og ekki að skjóta af fyrra bragði.
- En hann má verja sig árás - - það síðasta atriði er áhugavert, því uppreisnarmenn vilja meina "að það sé bara ekkert vopnahlé."
En höfum í huga, að ef hvað telst vera svar við árás var ekki nákvæmlega skilgreint, geta hermenn á staðnum sennilega túlkað hvað telst svar afskaplega vítt. Án þess að yfirlýsing forseta hafi verið lýi.
------------------------------------
Í Írak: heldur ISIS áfram að sækja fram í héröðum í N-Írak. Á laugardag tóku ISIS liðar síðasta landamærabæinn, sem enn var á valdi stjórnvalda. Ræður ISIS því öllum landamærum landsins við Sýrland - - nema litlu svæði sem sveitir Kúrda, Peshmerga, halda og verja gegn ISIS.
Síðan hefur ISIS haldið áfram að tína upp smábæi hér og þar Norðarlega í Írak - þ.s. kallast á ensku "mopping up." Bersýnilega eru þeir að hreinsa til, svo að ekkert lið stjórnvalda sé þeim að baki, þegar þeir síðar meir fara væntanlega að nýju - að einbeita sér að S-vígstöðvunum.
Sunni Insurgents Capture More Territory in Western Iraq
Það var mjög fjölmennt "rallý" svokallaðs "Madi Army" sem er "militia" áhrifamikils shíta klerks, Mogtada ali Sadr, en það virðist í gangi "mobilization" í borgum víða um S-Írak, í kjölfar "fatwa" æðsta klerks íraskra Shíta, "al Sistani" um daginn.
Vandinn við þetta, er að það að sjálfsögðu tekur tíma, að gera skipuleggja slíkar sveitir, í bardagasveitir sem eru "nothæfar á vígvelli."
Þetta er væntanlega - af hverju þ.e. engin gagnsókn enn. Það taki Shíta tíma, að skipuleggja lið sitt - tryggja að allir hafi vopn um hönd, einhverja lágmarks þjálfun, og hóparnir lúti skipulagi.
Answering a Clerics Call, Iraqi Shiites Take Up Arms
Sem hefur kannski þá hliðarverkan - - að veita ISIS nægt svigrúm, til að halda áfram sókn sinni Norður í landi. Þ.s. Shítarnir, séu ekki tilbúnir með þær fjölmennu liðssveitir, sem til þurfi - ef það á að hefja alvöru gagnsókn.
En á meðan, þ.s. ISIS hafi nú fulla stjórn á landamærunum fyrir utan það svæði, sem Kúrdar ráða. Geti ISIS nú flutt lið frá Sýrlandi til Íraks - og það eru einmitt nú vísbendingar um slíka liðsflutninga.
Þetta kort sýnir umráðasvæði uppreisnarmanna í A-Úkraínu!
- Bendi á að þetta er kort sem stjórnvöld í Kíev hafa gefið út.
- Svo að rétt sé að taka það með einhverjum fyrirvara.
En þetta kort virðist "consistent" við þær fréttir sem hafa borist um átök, milli skæruliða uppreisnarmanna og stjórnarhersins.
Þar sem barist hefur verið um borgirnar sem sýndar eru, þ.e. Slovyansk, Kramatorsk, Donetsk o.s.frv.
Það er rökrétt, ef víglínan er við þær borgir, að þær séu þá einmitt - á útjaðri umráðasvæði uppreisnarmanna.
Það vekur einnig athygli - - mannfall uppreisnarmanna. En ef stjórnvöld segja rétt frá, þá féllu um 300 af þeim, þegar seint í sl. viku, stjórnarherinn tók stöðvar uppreisnarmanna á landamærunum.
Þá er það vísbending þess, að uppreisnarmenn - - séu ekki sérlega fjölmennir. En ábendingin er sú að það sé svo strategískt mikilvægt fyrir uppreisnina að viðhalda samgöngum yfir landamærin - að þeir hljóti að hafa varið þau með eins miklum liðsstyrk, og þeir gátu tínt þar til varnar.
Ukraine declares ceasefire and claims borders nearly secure
"Oleksandr Turchynov, Ukraines parliament Speaker, said on Friday that forces had completed an operation to seal the border by taking control of the border city of Izvarino." - "Ukraines security services estimate that 300 rebels have been killed in the past two days near the villages of Yampil and Zakitne a figure that could not be independently verified while seven of their own soldiers were lost."
Ef sú frásögn er rétt - - hefur svæði uppreisnarinnar, í reynd skroppið saman - þ.e. það nær þá ekki lengur "að landamærunum við Rússland." Er þess í stað, umkringt.
- Ef það er rétt - - þá eru "ultimatum"/ úrslitakostir Poroshenko komnir í rökrænt samhengi.
- Þ.s. stjórnarherinn, búi sig undir, að mala uppreisnina - í orðsins fyllstu merkingu.
- Í reynd felst þá tilboð stjórnvalda í Kíev, í tilboði til uppreisnarmanna um uppgjöf.
- Áður en herinn, leggur til lokaatlögu.
Ég geri ráð fyrir því - að stjórnarherinn hvíli þá lið sitt, safni vopnabirgðum og frekari liðssveitum, undir lokasóknina - - sem fer þá fram eftir viku. En ekki er reiknað með uppgjöf uppreisnarinnar.
Bendi fólki á að sambærilegur hlutur gerðist fyrir nokkrum árum í Sri Lanka, er stjórnin ákvað að hætta friðarviðræðum, þess í stað að mala svokallaða Tamíl Tígra, í mélinu smærra - lauk stríðinu þar fyrir nokkrum árum, með fullnaðar sigri stjórnarhersins. Uppreisnarmenn voru einfaldlega flestir - drepnir.
Þannig enda uppreisnir - stundum.
Poroshenko's Ukraine peace plan gets limited support from Putin
"Alexander Borodai, prime minister of the self-styled Donetsk People's Republic, told a news conference the ceasefire was not working and appealed to Russia to send in peacekeeping forces." - ""Since last evening, combat activities are continuing. Poroshenko's artillery is bombing Slaviansk and the air force has made several raids. Words about a ceasefire as always were just that - words," Borodai said." - ""The anti-terrorist operation against the people of the Donbass is in full swing," he said."
- Þ.e. alltaf spurning - hvernig herinn er að "túlka fyrirmæli forsetans" - - en það er vel hugsanlegt að túlkun sé það frjálsleg, að t.d. ef uppreisnarmenn gera vélbyssuárás á einn stað, þá svari herinn með stórskotaárás og jafnvel síðan með liðssveitum.
- Þannig að vera má, að skothríð sé í reynd lítt minnkuð, ef uppreisnarmenn hafa ekki slakað á af sinni hálfu - - eini munurinn sé kannski sá að stjórnarherinn sé ekki að sækja fram.
Það er einmitt góð spurning hvað Rússar gera - en takið eftir, að "Borodai" sem hafið í huga, er "rússneskur ríkisborgari" og góðkunningi Rússn. stjv. - sjá umfjöllun um hann: Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku. Hann er að óska eftir innrás rússneska hersins sbr. ósk hans um friðargæslusveitir!
En athygli hefur vakið að - - undanfarna daga, hefur verið nýr liðssafnaður af hálfu Rússa við landamærin. Og á laugardag, var eftirfarandi skipun gefin - "On Saturday, Mr. Putin ordered 65,000 Russian troops in central Siberia to undergo a surprise combat readiness test."
- 65þ. manna lið - er yfrið nægilega fjölmennt. Til að ráðast inn í Úkraínu. Og sópa stjórnarhernum í burtu. Taka í reynd eins mikið af landinu, og Pútín kærir sig um.
- Spurning hvort að Pútín, notar ósk "flugumanns síns" í A-Úkraínu, sem átyllu til innrásar?
En ef stjórnarherinn, virkilega er að undirbúa að mala uppreisnina í mélinu smærra.
Kemur að því, að Pútín þarf á ákveða, hvort að hann gefur dæmið alfarið eftir - eða hvort að hann tekur skref lengra - kannski jafnvel, miklu lengra.
Niðurstaða
Það er allt í einu að aukast spennan að nýju í A-Úkraínu. Eftir yfirlýsingu Poroshenko, sem eðlilegt er að túlka sem úrslitakosti, tilboð um uppgjöf - eða þeir verði malaðir í mjölinu smærra.
Sennilega er það einmitt, þ.s. til stendur - þegar herinn hættir viku langri pásu, í sókn sinni.
Og í því samhengi, er nýr liðssafnaður Rússa, áhugaverður. En spurningin um hugsanlega innrás, hlýtur að vakna að nýju.
En það má vel vera, að Poroshenko, taki "game of chicken" á þetta.
En þ.e. gersamlega ljóst, að liðssafnaður Rússa, er margfalt ofurefli liðs. Engin leið að úkraínski stjórnarherinn, geti varist lengi ef svo fjölmennur rússneskur her, gerir atlögu að þeim.
Það er þá kannski spurning - - hvort er "Chicken" Putin eða Poroshenko?
----------------------------------
Á meðan í Írak. Heldur ISIS áfram að styrkja stöðu sína, aðgerðum sem virðast klassískar "mopping up" aðgerðir þ.s. ISIS virðist vera að tína upp þá smábæi hér og þar, sem stjórnarherinn enn réð í N-hluta landsins. Virðist nú hafa nær fulla stjórn á landamærunum við Sýrland.
Sem færir bersýnilega nær veruleika, drauminn um að "stofna eitt ríki" á þeim landsvæðum í Írak og Sýrlandi, ISIS virðist í dag stjórna. Sem eru umtalsverð landsvæði - virkilega.
Á sama tíma, einbeita Shítar sér að því er best verður séð, að safna liði. Og undirbúa sig undir hugsanlega gagnsókn síðar - eða nýtt áhlaup ISIS Suður - ef það verður útkoman.
- Augljóslega - hafa stríðin í Sýrlandi og Írak, runnið saman.
- Síðan er annað stríð í Úkraínu - sem kannski er við það að ljúka, eða að þ.e. við það að stækka og það mikið, ef Rússar hefja innrás.
Það eru áhugaverðir tímar!
---------------------------
PS: Athygli vekur fordæming æðsta klerks Írans, "Ali Kamenei" - eða "Supreme leader" en valdahlutföll milli hans, og forseta landsins - eru í þoku; á afskiptum Bandar. að Írak.
Iran rejects U.S. action in Iraq as militants push east
Sú fordæming stingur í nokkuð í stúf við málflutning forseta landsins í sl. viku, sem virtist hvetja til samstarfs Bandar. og Írans um baráttu gegn ISIS, og háttsettra embættismanna í stjórn landsins - er virtust vilja að Bandar. sendu herlið til Íraks.
En ummæli "ali Khamenei" virðast - höfða til klassískra samsæriskenninga um afskipti Bandar. að Írak.
Meðan að það virðist, að borgaralag stjórnvöld Íran - styðji ekki slíkar túlkanir.
Klerkarnir í Íran annars vegar og hins vegar að borgarleg stjórnvöld í Íran - - virðast hafa algerlega andstæða skoðun með öðrum orðum á hlutverki Bandar. í Írak, og því hver ber ábyrgð á upprisu ISIS samtakanna undanfarið.
Til sbr. frétt sl. viku:
Iran leaders look to US over Iraq crisis
"...senior Iranian government adviser...The US has no choice but to clear up this mess in Iraq, otherwise its achievements and credibility in the region would be gone. The US should help remove this infection [Sunni extremists] from the region."
"Irans President Hassan Rouhani...We have not seen the US making any decision yet. Whenever we see the US take any action against terrorist groups in Iraq, then we can think about it [co-operation with US]," - "Mr Rouhani said predominantly Shia Iran was ready to help the Iraqi government in every possible means, but stressed that this did not mean sending troops." - "Mr Rouhani insisted Iran was serious about meeting the July 20 deadline to reach a comprehensive nuclear deal with world powers, which he said was do-able."
Takið eftir að embættismaðurinn virðist hvetja Kana til að senda lið til Íraks - - og að Rouhani forseti, nefnir samstarf við Bandar. um baráttu gegn ISIS - sem möguleika.
- Málið er að innan Írans er "valdabarátta" sem snýst um það - - hvort á að semja við Bandaríkin, og hugsanlega hefja samvinnu við þá.
- Eða, hvort að það á að halda áfram fyrri stefnu, að líta á Bandar. sem megin andstæðing Írans.
Þessi klofningur kemur bersýnilega fram nú.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar