Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
Fríverslunarsamningur við Kína gæti orðið næsti fríverslunarsamningur Evrópuríkja, í kjölfar á fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Ef forseti Kína, Xi Jinping fær einhverju um ráðið.
En í Evrópuför sinni virðast viðskipti hafa verið megin umræðuefnið, burtséð frá því hvaða ríki hann heimsótti, og einnig þegar hann átti fund í höfuðstöðvum Framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Skv. því sem kemur fram í fréttaumfjöllun, er Evrópa mikilvægasta viðskiptasvæði Kína. Á sama tíma er Kína 2-mikilvægasta viðskiptaland Evrópu - á eftir Bandaríkjunum.
Þetta setur kjánalega neikvæða umræðu hérlendis - þ.s. leitast er við að varpa upp neikvæðri sýn á áhuga Íslands á auknum viðskiptum við Kína; í áhugavert samhengi.
En flest það fólk sem er háværast í gagnrýni á þennan áhuga ísl. stjv., virðist áhugasamt um aðild Íslands að ESB. Miðað hvernig umræðan hljómar, virðist nánast að þetta ágæta fólk hafi ekki nokkra hugmynd um gríðarlegt umfang viðskipta Evrópu og Kína. Né að það átti sig á því að milli Evrópu og Kína sé til staðar gagnkvæmur áhugi á að efla þau viðskipti -- enn frekar.
France strives to improve its trade position with China
Xi Wraps up German Visit with Economic Highlights
Xi Jinping brings panda diplomacy to Brussels
China's Xi receives royal welcome in Belgium before EU talks
France and China should take the lead in forging Sino-EU relations, says Xi Jinping during tour
Myndin sýnir þegar Filippus konungur Belgíu sæmir Xi Jinping heiðursriddaranafnbót. Þetta er dæmi um þann fáránleika sem gjarnan einkennir slíkar heimsóknir.
"In the palace's Empire Room, the king bestowed the Order of Leopold on Xi..."
Ekki þekki ég akkúrat hver er hefðin að baki Leopold orðunni, en skv. "Wikipedia" þá er erfitt að sjá að forseti Kína sé réttmætur orðuhafi sbr: Order of Leopold
- It is the highest order of Belgium and is named in honour of King Leopold I.
- "The decoration was established on 11 July 1832 and is awarded for extreme bravery in combat or for meritorious service of immense benefit to the Belgian nation.
- The Order of Leopold is awarded by Royal Decree."
Það næsta sem Ísland á skv. þessu, er Fálkaorðan. Ég man þess ekki dæmi, að þekkist að "Fálkaorðan" sé notuð í augljósum pólitískum tilgangi - - til að koma sér í mjúkinn hjá valdamiklum erlendum þjóðarleiðtogum.
- En þetta sýnir kannski - - hve örvæntingarfull a.m.k. sum Evrópuríki eru, í sókn þeirra eftir erlendum fjárfestingum.
Eitthvað hefði verið sagt hér á landi, ef Davíð og Dóri, hefðu fengið Vigdísi til að veita þáverandi forseta Kína, Fálkaorðuna - - fyrir að láta svo lítið að sjá sig á Íslandi.
Nægilega var það gagnrýnt á sínum tíma, þegar aðgengi mótmælenda að heimsókn kínverska forsetans, var takmörkuð - töluvert.
Ísland er ásakað fyrir að sleikja upp Kínverja - - hvað þá með Belgíu?
------------------------------------
Það er ekki bara Belgía, þ.s. mjúkum höndum var farið með forseta Kína, í Frakklandi þ.s. er við völd vinstri stjórn franskra krata. Þar var eftirfarandi ákveðið - "In its bid to catch up, France has noticeably dialled down the volume of its concerns about human rights in China and other diplomatic issues."
- "A collection of commercial deals, including for Airbus aircraft and Areva, the nuclear group, are set to be signed on Wednesday when President Xi visits Mr Hollande at the Elysée Palace."
- "Agreements will be signed to open Chinese markets to charcuterie ham, sausages and other delicacies and in areas from milk production to care of the elderly."
Það er algerlega ljóst - - hver var fókus heimsóknarinnar.
Franskir embættismenn virtust fara mikinn í því að sleikja upp forseta Kína "French officials have made much of what they insist is a relationship like no other country with China..."
Ef mátti marka franska embættismenn, er Frakkland vinur Kína í heiminum Nr. 1.
------------------------------------
Áhugaverð voru viðbrögð Merkelar - - en hún hafnaði beiðni Xi Jinping um sameiginlega heimsókn á þekkta minningarstaði um "helför gyðinga" og önnur voðaverk nasista í Seinni Styrjöld.
Talið er að þýsk stjv. hafi óttast, að forseti Kína mundi nota tækifærið til að gagnrýna Japan, sem einnig er mikilvægt viðskiptaland Þýskalands. Að Merkel hafi óttast að styggja Japan.
Þetta sýnir samt sem áður hvort landið er mikilvægara Frakkland eða Þýskaland - - í Frakklandi virtist að menn gengu mjög langt til að komast til móts við sérhverja ósk gestanna. Það sama í öðrum Evr.löndum, t.d. Bretlandi. Og þið sjáið fyrir ofan hvað Belgar gerðu.
Forseti Kína hélt áhugaverða ræðu í Þýskalandi sbr:
- "Economic and trade ties are the cornerstones and propellers of China-Germany relations. Multiple cooperation documents have been inked between Chinese and German authorities, which are a major positive signal to the enterprises of both countries. These deals will further promote economic cooperation, trade exchanges and mutual investment, and play an exemplary role in furthering economic and trade ties between China and Europe."
- "During his visit to Duisburg, the world's biggest inland harbor, Xi Jinping called on China and Germany to work together to build a modern-day Silk Road economic belt. The Silk Road refers to an ancient trade route connecting China and central Asia and Europe."
- The two countries are now linked by the Chongqing-Xinjiang-Europe international railway with Duisburg acting as its European terminus. The Chinese president witnessed the arrival of a cargo train at the railway station in Duisburg from the southwestern Chinese city of Chongqing.
Niðurstaða
Það er bersýnilega í gangi mjög hraður vöxtur gagnkvæmra viðskipta Kína og Evrópu. Áhugi Kína á fríverslun við Evrópu - er áhugaverður. Kannski kemur slíkur samningur í framtíðinni milli ESB og Kína.
En David Cameron sagði t.d. þegar Xi Jinping heimsókti hann, að Bretland styddi fríverslun milli Evrópu og Kína.
Ísland var því kannski einungis nokkrum árum á undan Evrópu með það að klára samning um fríverslun við Kína.
Miðað við augljósan áhuga Evrópuríkja á auknum viðskiptum við Kína, og ekki síst á auknum fjárfestingum kínv. fyrirtækja í Evrópu - - þá er áhugi Ísland á viðskiptum við Kína, og á kínverskum fjárfestingum. Einungis dæmi um venju Íslands og íslendinga, að fylgja sömu meginstraumum og skekja okkar nágrannalönd Austan megin við hafið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2014 | 01:18
Brjóstumkennanlegar tilraunir á Kúbu til að auka fjárfestingar
Rakst á þessa skemmtilegu fréttaskýringu af nýjum lögum um fjárfestingar. Fljótt á litið virðast þau vera til mikilla bóta. Geta bent til þess að "vor sé framundan í efnahagsmálum Kúbverja" en eins og gjarnan var með lög á tímum Stalíns. Þá eru gjarnan til staðar ákvæði sem nokkrum setningum lengra, taka stórum hluta til baka - þ.s. sagt var í fyrra hlutanum. Eða a.m.k. grafa hressilega undan því.
Cuba cuts taxes for foreign investors
- "Foreign investors, who have weathered a difficult decade in Cuba, will see their profits tax fall from 30 per cent to 15 per cent..."
- "...and stop paying a labour tax and income tax under a new foreign investment law approved by the National Assembly on Saturday."
- "The law...waves the profits tax for the first eight years of any industrial or other major investment project."
Þetta virðist fljótt á litið - ákaflega eftirtektarvert.
En gallinn er - að sérhver fjárfesting þarf að fá heimild háttsetts aðila innan kerfisins.
- There are no across-the-board rules. The new investment law remains discretionary in that exceptions can be made at will and each venture needs approval at very high levels,
Því fylgir augljós spillingaráhætta - nánast eins og hannað til að þeir sem hafa heimild til að veita slík leyfi, verði milljarðamæringar.
- "The new law, like the current one, allows for 100 per cent foreign owned companies and does not explicitly exclude Cubans who are citizens of other countries,..."
- "...but in practice authorities have in most cases insisted on 51 per cent ownership of joint ventures and have not allowed Cubans living abroad to invest."
Þá má velta fyrir sér, hvort að þeir sem hafa slíka aðstöðu - - heimta ekki að þeir verði gerðir "meðeigendur" út á að "veita leyfið."
Viðkomandi aðila er kannski alveg sama um reksturinn sem slíkan, vill bara "hagnaðinn."
Fram kemur í greininni, að þrátt fyrir tilraunir Raul Castro til að færa Kúpu í smáum skrefum - nær nútímanum. Þá hafi það ekki fram að þessu skilað "hröðum hagvexti" né "hraðri uppbyggingu."
Það gæti einmitt verið vegna regla eins og fram kemur að ofan, sem veita spilltum embættismönnum líklega tækifæri til að auðga sjálfa sig með auðveldum hætti.
Það dragi eðlilega úr áhuga hugsanlegra fjárfesta, ef hátt hlutfall af væntum framtíðar hagnaði, þarf að fara í það að borga spilltum embættismönnum. Svo þeir fái að reka sín fyrirtæki.
Niðurstaða
Ég held að Kúpa sé ekki á leiðinni að verða efnahagslegur tígur í bráð. Hver veit. Kannski einhveratíma. En Kúpa er vel í sveit sett, rétt undan ströndum Bandaríkjanna. Tæknilega séð er Kúpa vel staðsett, til að vera ódýr staðsetning fyrir starfsemi til að framleiða fyrir Bandar.markað.
Viðskiptabannið hindrar ekki landið í að selja vörur til Mexíkó eða Kanada eða Evrópu. Þannig að það sé dauð hönd ríkisins á Kúpu fremur en viðskiptabannið sem haldi aftur af landinu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2014 | 23:45
Munu þingkosningarnar í Úkraínu marka upphaf að innanlandsátökum?
Eitt mikilvægt atriði er - að við vitum í ekki hve stór hluti íbúa Úkraínu í reynd styður byltinguna í Kíev. En þ.e. vert að muna að fyrrum forseti og ríkisstjórn - voru kosin í meirihlutakosningu.
Það er alveg hugsanlegt að byltingin sé stórum hluta "borgarbarn" þ.e. að fólk út til sveita. Sé ekki endilega einhuga að baki henni.
Þ.s. Úkraína er með fátækustu löndum Evrópu, fátækari en meira að segja Hvíta-Rússland. Þá er líklegt að mörg sveitahéröð séu lítt efnahagslega þróuð.
- Þ.e. ekki víst að íbúar í slíkum héröðum, séu áhugasamir um þau atriði sem barist var fyrir af þeim sem urðu ofan á í Kíev.
- Heldur að grunn atriði eins og "lífskjör" - "eiga fyrir mat" - "geta borgað gasreikninginn" o.s.frv. Séu meginatriði í þeirra huga.
Ef svo er - er ekki endilega loku fyrir skotið. Að úrslit kosninganna undir lok maí, verði með öðrum hætti en flestir reikna með.
Skv. Wikipedia eru Rússn.mælandi íbúar 17,3% af heildaríbúafjölda meðan að úkraínsku mælandi eru 77,8%. Það þíðir að verulegur hluti úkraínsku mælandi kaus Viktor Yanukovych, annars er erfitt að sjá hvernig hann gat unnið sigur í forsetakosningum með drjúgum meirihluta. Hans stjórnarflokkur einnig hlýtur að hafa fengið umtalsvert mörg atkvæði frá úkraínskumælandi.
Það sem er áhugavert í þessu samhengi eru kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins!
Það sem líklegt er að vera ákaflega óvinsælt - - myllusteinn um háls hvers þess sem vill fylgja þeirri áætlun sem Vesturveldi hafa sett sem skilyrði; eru kröfur AGS um 50% hækkun á gas-verði til almennings.
Þetta kemur til af því að það hefur tíðkast í Úkraínu að stjórnvöld niðurgreiði "gasverðlag" til almannaveita - - þetta hefur verið stór hluti ríkisútgjalda.
Og sannarlega ljóst að ef Úkraína á að samþykkja lánveitingu - - AGS + Evrópu + Bandaríkjanna.
Þá verða þessar niðurgreiðslur að hætta, þ.s. úkraínska ríkið þá augljóslega stendur ekki undir hvort tveggja, að standa við erlendar skuldbindingar og að halda þeim niðurgreiðslum áfram.
- Þetta getur einmitt skapað tækifæri fyrir flokka sem sækja fylgisgrunn sinn til rússneskumælandi íbúa - - að róa einnig á mið úkraínskumælandi.
- Höfum í huga að Pútín var búinn að bjóða Viktor Yanukovych 15ma.dollara lán, og var ríkisstjórn hans búin að taka við 3 milljörðum af því fé.
- Ef slíkur flokkur er í óformlegum samskiptum við rússn.stjv. er hugsanlegt að hann geti lofað því, ef sá flokkur kemst til valda - - að þeir peningar sem Pútín bauð verði áfram í boði.
- Og "til þess að afla atkvæða meðal almennings í úkraínskumælandi hlutanum" lofað því að niðurgreiðslur á gasi til almannaveitna - - haldi áfram.
- En ég held að Pútín verði alveg til í að veita slík loforð - - verðið náttúrulega það, að Úkraína fylgi þeirri áætlun sem hann hafði lagt fram - - nefnilega "efnahagsbandalag við Rússland."
Ef plottið heppnast - -og flokkur sem styður þá stefnu sem Viktor Yanukovych stóð fyrir fær mest fylgi, ásamt því að nýr forseti sem einnig styður þá stefnu nær kjöri.
Þá yrði virkilega áhugavert að fylgjast með því - hver viðbrögð þeirra hópa sem stóðu að baki byltingunni þá verða.
En ég á fyllsta von á að ef Pútín gæti þannig - náð Úkraínu til baka. Þá væri hann alveg til í að halda áfram að dæla fé í lánveitingar til landsins, til þess að þessar "niðurgreiðslur" geti haldið áfram.
Þannig haldið áfram að kaupa "óbeint" atkvæði fátækra Úkraínumanna.
- Til samanburðar við þann möguleika að Úkraína endi í NATO - jafnvel. Þá væri það ódýr valkostur að halda landinu uppi á "subsidy" eða því sem væri kallað lán, en sem gæti orðið afskaplega teygjanlegt hugtak.
Ég skal ekki fullyrða að þetta verði niðurstaðan - - en ég held að kosningarnar verði "slagur" um framtíðarstefnu Úkraínu.
Og einnig að úrslitin séu ekki örugg.
Niðurstaða
Ef við ímyndum okkur að nýkjörinni stjórn og þingi, ásamt forseta. Væri fljótlega í kjölfarið - steypt af stóli. Og við ímyndum okkur að fyrir þeim verknaði, færu sömu hópar og stóðu fyrir byltingunni fyrir skömmu síðan. Þá væru Vesturlönd komin í ákaflega "áhugaverða stöðu" ef þau mundu ákveða að styðja þá hópa áfram. En þá væri ekki unnt að halda því fram, að þeir stæðu fyrir lýðræði.
Í kjölfar slíks atburðar þá held ég að "borgarastríð" væri næsta örugg útkoma. Pútín væri þá kominn með þá átyllu sem hann þyrfti til að beita rússn.hernum, til "verndar rússn.mælandi íbúum" landsins.
Það væri þá mjög erfitt fyrir Vesturlönd að halda því fram, að aðgerðir hans væru "vondar."
Sjá fréttir um liðssafnað Rússa við landamæri Úkraínu:
Russian Buildup Stokes Worries
Russia's buildup near Ukraine may reach 40,000 troops: U.S. sources
Sá liðssafnaður getur verið "Plan B" ef "Plan A" er rétt líst að ofan.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2014 | 22:55
Getur verið óðfluga að styttast í að "ECB" hefji seðlaprentun
Það vakti mikla athygli um daginn þegar helsti andstæðingur prentunar í Evrópu, Jens Weidmann, kom fram með ummæli - sem sýna mjög mildaða afstöðu gagnvart seðlaprentun. Ummælin voru ekki sterk - - þ.e. hann sagði eitthvað á þá leið. Að seðlaprentun væri ekki gersamlega óhugsandi.
Bundesbank hawk signals backing for QE
"...QE programme was not generally out of the question..."
Hann er með öðrum orðum ekki að ganga lengra en að - - slaka á andstöðu sinni.
Sem getur verið nóg til þess að málið komist loks í gegnum bankaráð Seðlabanka Evrópu.
Síðan á fimmtudag, tók ég eftir áhugaverðri grein eftir Lorenzo Bini-Smaghi, sem er fyrrum bankaráðsmaður í Seðlabanka Evrópu.
En hann var töluverður haukur sem bankaráðsmaður - - en nú í fyrsta sinn.
Kemur hann með grein sem formlega styður "prentun."
Hann er örugglega enn með tenglanet inn í raðir bankráðsmanna í "ECB."
-----------------------------------------------------------
Reasons to favour eurozone quantitative easing
- "First, the ECB is missing its primary objective...Price stability has been defined by the ECB as a rate of price increase below but close to 2 per cent...inflation is, and will likely remain, closer to 1 per cent than 2 per cent."
- "Second, the ECB has nearly exhausted its room for manoeuvre on traditional policy instrument...A remaining 25 basis points cut in the main refinancing rate would have to be accompanied by a negative deposit rate, whose effects on monetary conditions are uncertain over the medium term."
- "Third, the non-conventional policy instruments used so far by the ECB rely largely on the willingness of eurozone banks to use them...With a slow recovery and the stigma attached to these operations, few banks seem to have appetite for such instruments."
- "Finally, the eurozone is facing a rising demand for euro-denominated assets from the rest of the world...which pushes the euro exchange rate up to levels not consistent with the feeble recovery and price stability."
- "As the public debt needs to fall in all eurozone countries, the demand for euro assets can only be accommodated through greater liquidity creation by the central bank."
- ""What is needed...is an instrument, such as the purchase of assets from financial institutions, which affects the latters portfolio composition and induces them to pass on the liquidity that they receive to the rest of the economy."
-----------------------------------------------------------
Það er sérstaklega góður punktur hjá Bini-Smaghi að aðgerð Seðlabanka Bandar. - er hann stefnir að því að hætta prentun á árinu. Hefur skapað töluvert fjármagnsflæði frá nýmarkaðslöndum inn í gömlu 1-markaðs löndin við N-Atlantshaf.
Það fjármagnsflæði hefur að hluta til einnig leitað til Evrópu, og er að skapa hækkunar þrýsting á gengi evrunnar - - sem magnar upp hættuna á verðhjöðnun í Evrópu.
Það sé nauðsynlegt að mæta þeirri auknu eftirspurn eftir evrum, með því að "auka framboð á þeim" í alþjóðakerfinu. Ef gengið á ekki að halda áfram að stíga.
En það sé fáránlegt að það efnahagssvæði í heiminum sem hefur veikasta hagvöxtinn, skuli hafa sterkasta gjaldmiðilinn.
Þ.e. einnig góð ábending að frekari vaxtalækkun þ.e. úr 0,25% í "0%" mundi litla þýðingu hafa, og yrði að beita einhverju öflugu meðúrræði.
Það viti enginn í raun og veru hver áhrif þess að setja neikvæða vexti á innlánsreikninga "ECB" mundu verða - - persónulega tel ég að bankarnir í Evrópu mundu kaupa meir ef ríkisbréfum.
Ekki standa fyrir aukningu útlána! En þ.e. mín skoðun.
- Með "QE" getur "ECB" keypt upp eitraðar eignir banka í Evrópu - lagt inn á sinn efnahagsreikning.
- Eins og "US Federal Reserve" hefur sannarlega gert í miklum mæli.
Höfum í huga, að þ.e. ekki hættulegt fyrir Seðlab.Bandar. að eiga svo mikið af eignum með sennilega vafasamt verðmæti eða a.m.k. óvíst verðmæti?
En tja, ef verðmætið er lægra en skráð verðmæti. Þá einfaldlega þíðir það að eignasafnið er í reynd minna að umfangi.
"US Fed" gæti hæglega án nokkurra vandamála, afskrifað helming þess eignasafns - - og ég kem ekki auga á neina augljósa hættu við þá aðgerð. En það mundi einfaldlega afskrifa duglegan slurk af þeim dollurum sem hann hefur prentað.
Með sama hætti væri það algerlega hættulaust fyrir "ECB" að hefja sambærileg kaup. Svo fremi sem þau eru fjármögnuð 100% með prentun. Þá skapar það enga fjárhagslega áhættu fyrir meðlimaríkin.
Með verðbólgu í ca. 0,8% að meðaltali - - getur "ECB" prentað töluvert mikið, þannig keypt gríðarlega mikið af slæmum lánum þannig tekið yfir mikið af því sem bankar í Evr. annar þyrftu að afskrifa; án þess að framkalla meðal verðbólgu umfram 2%.
Með því að minnka afskriftir banka í aðildarlöndum evru sem eru í vanda - - mundi það verða mögulegt miklu mun fyrr en ella fyrir banka í þeim löndum, að auka framboð á nýju lánsfé.
Að auki með því að minnka afskriftarkostnað banka í þeim löndum, þá mundi "ECB" einnig lækka lántökukostnað í þeim sömu löndum - - þar með minnka þann vaxtamun á milli aðildarlanda evrusvæðis sem í dag er orðinn töluverður.
Niðurstaða
Ofangreint getur bent til þess að það styttist óðfluga í þann dag. Að bankaráð Seðlabanka Evrópu hefji formlega "Quantitative easing (QE)" aðgerð. En líklega er stórfelld kaupaðgerð af hálfu "ECB" það eina sem getur forðað Evrusvæði frá því að detta inn í verðhjöðnun.
Þ.e. þá helst spurning hver markmiðið með prentun akkúrat væri. En ef t.d. það væri það sama og "Bank of Japan" þ.e. 2% markmið. Sem "US Fed" miðar einnig við.
Þá gæti verðbólga í sumum löndum t.d. Þýskalandi orðið nokkuð meiri en 2% t.d. milli 3-4%. Ef hún væri á sama tíma t.d. í S-Evr. nær 1%.
En það hefur lengi blasað við - - að ef það á að vera mögulegt fyrir löndin í S-Evr. að kostnaðar-aðlaga hagkerfin sín miðað við aðrar aðildarþjóðir, verður meðalverðbólgan á evrusvæði að vera nægilega há. Svo að löndin sem þurfa að kostnaðaraðlaga geti haft lægri verðbólgu en löndin í N-Evr. án þess að detta í ástand verðhjöðnunar.
Það þíðir sennilega að "ECB" yrði að halda til streitu 2% markmiðinu - þó svo það þíddi meir en 3% verðbólgu í Þýskalandi. Spurning hvort Þjóðverjar þegar á reynir geta sætt sig við það?
Kv.
Skv. FT verður hann kynntur til sögunnar á næstu dögum. En ástæður þess að þetta sé gert löngu fyrir kosningar í Úkraínu. Sé ótti við það að úkraínsk stjórnvöld séu við það að verða "uppiskroppa" með fé. En það hefur komið fram áður að hratt gengur á gjaldeyrisforða landsins. Að ljóst væri að hann mundi ekki endast út árið, að meira að sega væri óvíst að hann entist fram að kosningum eftir 3-mánuði.
Að gengið sé frá björgunarpakka fyrir Úkraínu fyrir kosningar, þegar áður var talað um að ganga frá málinu eftir kosningar, sennilega sýnir fram á að ótti manna um það - að peningar úkraínskra stjv. væru brátt búnir. Hafa verið á rökum reistir.
IMF rushes through $15bn Ukraine bailout
"The International Monetary Fund is expected to announce a rescue package for Ukraine of about $15bn as early as Thursday in hopes that the initial aid payments could be made by the end of April, according to officials involved in the negotiations."
Það sem mér finnst áhugavert - - er sú mikla fjárhagslega áhætta sem verður tekin, með því að lána Úkraínu fé!
Það eru komnar nýlega fram upplýsingar þess efnis, að her Úkraínu sé nánast algerlega lamaður, eftir áralangt fjársvelti - spillingu og óstjórn:
Varnarmálaráðherra Úkraínu - - afhjúpar grafalvarlega stöðu hersveita landsins
- Ef þ.e. satt að einungis 6000 manna lið sé bardagafært, meðan að Rússar hafa a.m.k. 150þ. manna lið, á svokölluðu "vestursvæði" sem unnt væri að kalla til með stuttum fyrirvara - og færa upp að landamærum Úkraínu.
- Þá sést hvað ég á við með - áhættu!
Skv. frétt Reuters, hafa Rússar ca. 30þ. hermenn við sjálf landamæri Úkraínu.
Western governments see continuing Russian buildup on Ukraine border
Pútín virðist í þeirri stöðu - vegna veikleika úkraínska hersins, að geta hvenær sem honum þóknast, ákveðið að taka A-héröð Úkraínu, þau héröð þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir.
- Útreikningar á mögulegri sjálfbærni Úkraínu, út frá mati á greiðslugetu.
- Hljóta að gera ráð fyrir að Úkraína haldi öllum "economic assets" en A-héröðin eru megin iðnhéröð landsins, þ.s. meir en helmingur þjóðarframleiðslunnar verður til.
Pútín getur einnig beitt vægari úrræðum - - "hækka gasverð" - "setja gjöld á innfluttan varning frá Úkraínu til Rússlands" - "setja skatt á fé sem 3 millj. Úkraínubúa sem vinna í Rússlandi en senda til Úkraínu þær peningasendingar eru áætlaðar ca. 10% af þjóðarframleiðslu Úkraínu" - "tímabundið stöðva einstakar vörur framleiddar í Úkraínu af heilsufarsástæðum."
Punkturinn er sá, að mér virðist það Pútín ákaflega auðvelt mál - - ef hann vill.
Að triggja það að AGS prógramm "geti ekki gengið upp."
En skv. FT mun það fela í sér "bilateral" þ.e. ekki bara lán AGS, heldur lán frá ESB og Bandar. Þ.e. samvinnu milli þessarra aðila um það að lána Úkraínu fé.
- Manni dettur svona í hug - - að Pútín geti dottið í hug að bíða með aðgerðir, þangað til að Bandar. og Evrópa og AGS, hafa lánað umtalsvert fé til Úkraínu.
- Áður en hann beitir aðgerðum til að tryggja, að það fé fái Evr. - Bandar. - AGS aldrei til baka.
Niðurstaða
Sjálfsagt er það tæknilega rétt - - ef menn láta svo að ekki sé hætta á innanlandsátökum í Úkraínu. Eða því að landið tapi rússn.mælandi héröðum, og þeim "economic assets" sem þar eru. Að með skynsamri hagstjórn - sé mögulegt að snúa efnahag Úkraínu við.
En eru einhverjar líkur á því að Pútín lofi málum að ganga þannig fyrir sig?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.3.2014 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það virðist vera að koma í ljós að líking mín um daginn er ég líkti Úkraínu við Afríkuríki. Sé ekki fjarri sanni - - sbr: Það verður að forða klofningi Úkraínu
Í Úkraínu virðist hafa verið sambærilegt "ræningjaræði" við það sem alltof lengi var til staðar í fj. Afríkuríkja.
En þ.e. dæmigert fyrir sögu fj. þeirra, að pólitík hefur lengi vel fyrst og fremst snúist um að komast að valdastólum, til að "ræna" landið - ekki til að byggja það upp.
En svo "advanced state of decay" verður vart til í einni forsetatíð er stóð í 3 ár, þ.e. vart unnt að skella skuld einungis á Viktor Yanukovych. Það þurfi líklega að skoða tíð Viktor Yushchenko. En hann var frá 2005 til 2010. Og kannski lengra aftur.
En eins og ég útskýrði um daginn, grunar mig að í Úkraínu sé "ethnic voting" þ.e. fólk greiði atkvæði að stórum hluta vegna "ethnicity" fremur en vegna pólit. skoðana eða prógramms viðkomandi um framtíð landsins.
Áherslan verði gjarnan á að ræna landið frekar en að byggja það upp, því áherslan sé hverju sinni á að hygla því fólki sem kaus þig - þ.e. hvort sem þ.e. "ethnic" Úkraínumenn sem kusu þig eða "ethnic" rússn.mælandi Úkraínumenn sem líta gjarnan fremur á sig sem Rússa en Úkraínumenn.
Stjórnmálin snúist þá frekar um niðurrif - - en uppbyggingu.
Úkraína er eina landið í fyrrum A-tjaldslöndum í Evr. sem er verulega fátækara í dag, en við endalok Kaldastríðs. Og þ.e. útlit fyrir að það verði umtalsvert fátækara til viðbótar.
Hvert er ástand hersins?
Ukraine Battles to Rebuild a Depleted Military
Ukrainian Armed Forces in Poor State of Readiness, Report
"According to Ukraine, the country today has about 140,000 military personnel. But only 6,000 of the country's 41,000 land troops were ready for combat, Ukraine's defense minister told parliament earlier this month. That has left the country unable to defend Crimea and vulnerable to further invasion."
- "Acting Defense Minister Ihor Tenyukh.." - "...less than 20 percent of armored vehicle crews have sufficient training."
- Out of 507 combat planes and 121 attack helicopters, only 15 percent are serviceable,
- Because of poor training of crews, only 10 percent of them are capable of performing combat tasks.
- "...only 10 percent of Air Defense Forces servicemen have mastered the required level of theory and practice,
- "Tenyukh describes the Soviet-made BM-27 Uragan and the BM-30 Smerch multiple rocket launchers as the only effective means to deter aggression and guarantee the defeat of self-defense forces and illegal armed formations in Crimea."
- "However, he opposes their use because of the high possibility of inaccurate target engagement and numerous potential civilian casualties."
Sko eitt er að - - verja ekki peningum í endurnýjun tækjabúnaðar.
En þ.e. algerlega ófyrirgefanlegt, þegar þú ert með rússn.björninn þér við hlið, að rupla og ræna svo ríkiskassann - - að árum saman sé ekki varið nándar nægilegu fé til "viðhalds tækja hersins svo þau séu nothæf" eða "til þjálfunar starfsliðs hans svo það kunni að nota tækin."
-------------------------------
Skv. nýjustu fréttum hefur Ihor Tenyukh sagt af sér:
Ukraines acting defence minister Ihor Tenyukh resigns
Ukraine's Parliament Accepts Resignation Of Defense Minister Ihor Tenyukh
Hann virðist vera að segja af sér fyrir óhjákvæmilega ákvörðun - - að kveðja lið Úkraínu heim frá Krímskaga. Í kjölfar þess að Rússar hafa á undanförnum dögum tekið 3-herstöðvar Úkraínu þar að því er virðist algerlega án viðnáms. En ljóst virtist af því, að tilgangslaust væri með öllu - - að halda veru liðssveita til streitu.
Svo veit hann nú hve alvarlegt ástand hersins er!
Á blaði er her Úkraínu sterkur!
Vopnaframleiðendur í Úkraínu seldu nýlega T84 skriðdreka til Malasíu. Þ.e. ný framleidda slíka. Vopnaframleiðendur í Úkraínu - bjóða einnig upp á sambærilega uppfærslu á T64.
Flugherinn á SU27 vélar og MIG29. Höfum í huga að tæknibúnaður rússn. hersins er ekkert - mikið betri. Úkraína ræður yfir þeirri hertækni sem þarf - þ.e. ekki vandamálið.
Um daginn sýndi Pútín fram á, er hann lét herinn framkvæma stóra heræfingu, að rússn. herinn getur mjög auðveldlega - - látið 140þ.manna her, framkvæma samhæfða aðgerð, ásamt flugvélum - skriðdrekum - þyrlum og öllu tilheyrandi.
- Ef ástand úkraínska hersins er svo alvarlegt sem Tenyukh segir að einungis 6.000 af landhernum sé bardagafær.
Þá skiptir litlu máli að úkraínski herinn sé ekki endilega "tæknilega úreltur" samanborið við þann rússn., að rússn. herinn geti á sama tíma beitt 140-150þ. þíðir að þú átt ekki möguleika.
- Skv. því getur Pútín í reynd hernumið þau héröð í Úkraínu þ.s. rússn. er töluð - - hvenær sem honum þóknast.
- "Republican Senator John McCain, who came to Kiev and met with top government officials earlier this month, said before he left that he would redouble efforts to get the White House to send arms to Ukraine."
- "He said the Ukrainians requested a variety of equipment, including small arms and antitank weaponry. "I asked the most senior defense guy in uniform 'What do you need?'" Mr. McCain said. "And he said, `Everything.'""
------------------------------------
Eina von stjórnvalda Úkraínu, væri að NATO mundi senda her til landsins - - og það mjög fljótlega.
Annars getur Pútín mjög auðveldlega - - nagað af Úkraínu rússn.mælandi héröðin.
Til þess þarf hann líklega ekki einu sinni að senda herinn inn, það gæti dugað að espa til uppreisnar í þeim héröðum þ.s. Rússar eru annaðhvort fjölmennur minnihluti eða í meirihluta.
Svo veikur er líklega úkraínski herinn miðað við ofangreindar upplýsingar - - að hann væri ófær um að berjast við slíkar uppreisnir. Og að tryggja varnir þess sem eftir er af landinu á sama tíma.
Fyrir utan, að ef her Úkraínu væri að berjast við rússn.mælandi íbúa landsins, mundi það veita Pútín hina fullkomnu afsökun - - að senda liðsveitir sínar inn "til að bjarga hinum rússn.mælandi íbúum."
Mér virðist eiginlega vegna þess ástands, að pólitíkusar landsins virðast hafa ruplað og rænt landið líklega frá stofnun þess 1991, að eina von landsins - - liggi í að semja við Pútín.
Pútín eigi nær allskostar við Úkraínu, ef stjv. Úkraínu gera tilraun til að veita vilja Pútíns mótsstöðu.
Niðurstaða
Miðað við nýjustu upplýsingar virðist staða Úkraínu nær algerlega vonlaus. En ef nothæfur her landsins er bara 6000. Á hann líklega eingöngu möguleika á að verjast ásælni Rússa. Í þeim héröðum þ.s. hann nýtur "velvildar íbúa." Sem mundi útiloka að verjast Rússum í þeim hluta Úkraínu, þ.s. rússn.mælandi eru annaðhvort fjölmennir eða í meirihluta.
Mig grunar að Pútín - - ætli að fiska inn hægt og rólega rússn.mælandi héröðin, með því að beita flugumönnum sínum til að æsa til uppþota og uppreisnar gegn stjv. Úkraínu.
Þegar hans menn eru við völd í rússn.mælandi héraði, sé það hægðarleikur að halda "almenna atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland í því héraði" og rússn. herinn heldur þá innreið sína - - án þess að skoti sé hleypt af.
Pútín ætli líklega að taka rússn.mælandi héröðin, án þess að rússn.herinn þurfi að beita hernaði.
Svo veik sé staða úkraínskra stjv. að líklega eigi þau mjög fáar mögulegar varnir gegn slíkri ásælni.
-----------------------------------
Það verði þá af skiptingu Úkraínu - - Evrópa fái landbúnaðarhéröðin. En Rússland fái líklega til sín iðnaðarhéröðin.
Fátt bendi til þess að vesturlönd geri neitt í málinu sem dugar til að stöðva för Pútíns í málinu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2014 | 14:17
Hagvöxtur á evrusvæði virðist skjóta traustari rótum
Þetta er skv. tölum frá fyrirtækinu MARKIT sem birtir reglulega kannanir sem margir fylgjast með. Þarna er um að ræða þeirra "pöntunarstjóra-vísitölu" eða "purchasing managers index." Nú eru komnar bráðabirgðatölur fyrir mars. Samkvæmt þeim hefur orðið mikilvæg breyting.
Tölur hærri en 50 er aukning / tölur innan við 50 er minnkun!
Meðalvöxtur "PMI" hefur ekki aukist, heldur er heildartalan fyrir mars ívið lakari en fyrir febrúar, ef marka má bráðabirgða-yfirlitstölur, yfir vöxt eða minnkun pantana í aðildarríkjum evru.- Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 53.2 (53.3 in February). 2 - month low.
- Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 52.4 (52.6 in February). 2 - month low.
- Eurozone Manufacturing PMI (3) at 53.0 (53.2 in February). 3 - month low .
Heldur dregur úr heildarvexti pantana þ.e. í stað 3,3% aukningar í febrúar er ekki nema 3,2% aukning, sögð vera 2-ja mánaða lægð. Þetta er auðvitað svo lítil breyting að vart er unnt að halda því fram að hún skipti máli.
Það má allt eins álykta að heilt yfir sé aukning pantana svipuð og hina mánuðina. Þetta er líklega vísbending þess að hagvöxtur á evrusvæði sé stöðugur, í ákaflega hægum tölum. Sennilega er þetta ca. kringum 0,5%.
Eins og sést er aukning í þjónustugreinum ívið lakari en á sviði framleiðslugreina, ef til vill vísbending þess að erfið skuldastaða heimila og atvinnuleysi - haldi aftur af vexti neyslu.
Ef ekki er mikið að gerast í heildartölum - hvað á ég þá við með því að mikilvæg breyting hafi átt sér stað?
Financial Times var með frétt um þetta í morgun, og þetta kemur einnig fram í tölum MARKIT um Frakkland: FT - French spurt keeps eurozone recovery on track og Markit Flash France PMI®.
- France Composite Output Index (1) rises to 51 .6 (47.9 in February), 31 - month high
- France Services Activity Index (2) climbs to 51.4 (47.2 in February), 26 - month high
- France Manufacturing Output Index (3) rises to 52.8 (50.8 in February), 34 - month high
Loksins, loksins, loksins - er að mælast aukning í tölum frá Frakklandi. Og þetta er stór sveifla milli mánaða.
Þ.e. í stað samdráttar í heildarpöntunum um 2,1% í febrúar er aukning mæld skv. bráðabirgðatölum mars um 1,6%. Þ.e. sveifla um 3,7%. Þetta er hæsta mæling í 31 mánuð. Sem gerir 2 og hálft ár.
Stóra sveiflan virðist vera að niðursveifla í þjónustugreinum - - er skyndilega hætt. Þ.e. einnig umtalsverð aukning í pöntunum til framleiðslugreina.
- Áhugavert við lestur greiningar MARKIT:
- Þá lækkuðu söluverð hjá fyrirtækjum í Frakklandi yfir tímabilið.
- Á sama tíma, varð hækkun í "inputs" þ.e. rekstrarvörur urðu dýrari.
Þetta er kannski vísbending þess, að aukin sala hafi verið mikið til - - drifin áfram af tilboðum. Spurning hvernig það kemur niður á rekstrartekjum fyrirtækjanna vs. rekstrarkostnað þeirra, þ.e. hvort þau geti rekið sig með hagnaði - - eða hvort að þessi aukning sé "one off" Þ.e. án framhalds.
Það gæti bent til þess, að það verði þrístingur á laun á næstunni í Frakklandi.
- Spurning hvort í framhaldinu Frakkland hugsanlega detti í verðhjöðnun?
Það má lesa verðhjöðnunarhættu út úr tölum MARKIT
En fyrirtæki vítt yfir evrusvæði virðast hafa lækkað verð milli mánaða.
- "Input costs showed the smallest monthly rise for nine months,..."
- "...while prices charged by manufacturing and service providers fell on average to the greatest extent since last July."
- "Lower prices were often attributed simply to the need to compete to win business."
Skv. þessu er hagnaður fyrirtækjanna - - líklega undir þrýstingi. Þ.s. "inputs" þ.e. rekstrarvörur hafa hækkað, en verðlag á seldri þjónustu eða vörum hefur lækkað.
Þetta líklega bendir til þess, að fyrirtæki muni gæta aðhalds hvívetna í kostnaði, leita ljósum logum að leiðum til að minnka kostnað, þ.e. launum - starfsmannahaldi - fjárfestingum - viðhald - endurnýjun o.s.frv.
Ef þetta skapar niðurþrísting á laun, þá dregur úr kaupmætti - - sem væntanlega þíðir, að fyrirtæki þurfa enn frekar að lækka verð í framtíðinni. Ef þau vilja viðhalda sölu.
- Þetta er svokallaður "verðhjöðnunarhringur" sem mjög erfitt getur verið að stöðva, þegar hann er á annað borð kominn af stað.
Ég þekki ekki akkúrat hvaða "input" hafa hækkað - - en þ.e. vitað að orkuverð í Evrópu hefur verið á uppleið, svo dæmi sé nefnt.
Innfluttur varningur ætti að vera tiltölulega hagstæður þar á meðal rekstrarvörur, vegna hás gengis evrunnar - - á sama tíma og gengi gjaldmiðla í Asíu hefur lækkað töluvert, meira að segja gjaldmiðils Kína.
Það auðvitað setur sennilega þrísting á verðlag frá evr. fyrirtækjum, þ.s. þau verða að bjóða samkeppnisfær verð, eða væntanlega að þeirra "bissness" hjaðnar og þau hætta rekstri fyrir rest.
- Það auðvitað ýtir undir verðhjöðnun, hið hækkandi gengi evru - þ.e. lækkandi verðlag á innfluttum vörum. Sem væntanlega kallar á að evr. fyrirtæki verða að lækka verð, til að standast samkeppni. Sem væntanlega eflir þrýsting á laun innan Evr. Sem aftur kallar á, vegna minnkandi kaupmáttar launa, á frekari verðlækkanir - - til að viðhalda sölu.
Hátt og hækkandi gengi evrunnar - - skapar viðbótar verðhjöðnunarhættu.
Niðurstaða
Hagvöxtur á evrusvæði virðist vera að ná stöðugleika í kringum 0,5%. Ekki er þó líklega unnt að fullyrða út frá tölum eins mánaðar. Að kominn sé stöðugur hagvöxtur í Frakklandi. En ef Frakkland helst næstu mánuði í tölum ofan við "0" þá auðvitað dregur úr þeirri hættu, að Frakkland geti lent í vanda. Sem gat skapað framtíðar hættu fyrir hagvöxt í hinum löndunum. Ég lít því svo á að með því að öll stóru löndin séu nú ofan við "0" þá sé hagvöxturinn traustari. Þó það sé ekki aukning i vextinum heilt yfir milli mánaða. Sé áfram í kringum 0,5%.
Tölur MARKIT virðast sína áframhaldandi verðhjöðnunarhættu - þ.s. fyrirtæki í öllum löndunum bæði í framleiðslugreinum og þjónustu; virðast hafa lækkað verð milli mánaða. Á sama tíma og verðlag á rekstrarvörum eða "inputs" virðist hafa hækkað milli mánaða.
Það síðan sett í samhengi við óhagstæða gengisþróun evrunnar þ.e. að gengi evrunnar hefur sl. 18 mánuði eða svo verið ákaflega sterkt gagnvart mörgum öðrum gjaldmiðlum, sé líklegt að íta undir ástand ákaflega lágrar verðbólgu. Þ.e. verðbólgu langt undir 1%.
Það verður að koma í ljós hvort að löndum í verðhjöðnun heldur áfram að fjölga innan evrusvæðis. En þ.e. áhugavert að rifja upp að á 10. áratugnum þegar Japan smám saman færðist yfir í ástand verðhjöðnunar, þá afneitaði Seðlabankinn lengi vel einnig hættunni. Eins og Seðlabanki Evrópu hefur fram að þessu gert.
Kv.
Það eru nú komin gögn frá 3-ólíkum gervihnöttum sem sýna stóra fljótandi hluti á hafinu sem rannsakendur telja að geti hugsanlega verið af B777 200 vél frá Malasíu sem fórst líklega fyrir tveim vikum.
Það nýjasta er: French satellite data raise hopes in search for missing jet
Einnig hér: French satellite image also shows possible plane debris, Malaysia says
Áður var þetta komið: Airliner Search Team Grows, as China Finds New Satellite Images
Athygli hefur beinst af flugstjóranum, sem virðist hafa verið mikill "tölvuleikjafan" sbr:
Pilot of missing plane shared his flight simulator passion online
Hann virðist hafa varið gríðarlegum tíma í tölvu sem hann virðist hafa sérsmíðað heima hjá sér, fengið aðstoð til þess frá vinum vítt um netið, þessi internet samskipti hafa verið könnuð, og engar - ég meina virkilega, engar skýrar vísbendingar hafa komið fram í þeim gögnum, sem benda til þess að flugstjórinn hafi rænt vélinni og viljandi tekið hana mörg þúsund km. af leið.
En þúsundir klukkutíma í netspilun er ekki endilega neitt óvenjulegt í dag.
Þeir sem þekkja hann, þekkja hann sem prúðan og vinsamlegan einstakling, hvort sem það eru vandamenn eða vinir á netinu.
Það hafa ekki fundist neinar skýrar vísbendingar um þunglyndi eða sjálfsmorðshugsanir heldur.
Aðstoðarflugmaðurinn virðist ekki heldur af rannsókn vera neitt líkleg týpa eða manngerð. Engin vísbending heldur komið fram eftir rannsókn á hans bakgrunni eða vinum.
Flugstjórinn hefur getað með tölvunni sinni flogið með vinum sínum í gegnum netið við óteljandi aðstæður, sem unnt er að forrita - þar á meðal, er ekkert tæknilega ómögulegt við það að forrita inn "raunveruleg skilyrði" skv. veðurgögnum og notast við þau í samhengi við "digital útgáfur" af raunverulegum flugvöllum, hvar sem er í heiminum - þess vegna lendingar á flugmóðurskipum með raunverulega hreyfingar forritaðar inn.
Flugvélin hafði flugþol til 8 klukkutíma flugs frá Kúala Lúmpúr. Fyrirhugað flug til Pekíng, ca. 4300km.
B777 200 krjúsar á ca. 900km.klst. í venjulegri farflughæð. Hún getur þá væntanlega flogið á bilinu 6500-8000km., eftir því hvort þ.e. meðvindur eða mótvindur.
- Þ.e. tæknilega hugsanlegt að eftir að vélinni var snúið við, nokkru eftir að hún var komin út á Kínahaf, og síðan aftur flogið yfir Malasíu.
- Þá hafi hún verið á "autopilot" - enginn jafnvel vakandi eða með meðvitund í flugstjórnarklefanum.
- Síðan hafi vélin flogið áfram þar til eldsneytið var búið - á sömu stefnunni. Nokkurn veginn í há Suður af vestur. Þess vegna endað í hafinu ca. sömu breiddargráðu og S-strönd ástralíu. En milli 1200-1500km. Vestur af strönd Ástralíu.
- Af hverju var slökkt á transponder?
- Af hverju var slökkt á svokölluðum ACARS búnaði, sem sjálfvirkt sendir gögn á korters fresti til næsta gervihnattar?
ACARS búnaðurinn virðist samt hafa verið að gera tilraunir til að hafa samband, sent "ping" frá sér þ.e. eins og hann hafi verið að segja - - hér er ég, án þess að senda nein gögn. Þessi "ping" eru að berast í rúmlega 7klst. Vegna þess að "pingin" voru án gagna, voru menn ekki vissir hvort vélin hafði flogið langt í suður eða jafnvel langt í norður yfir land.
Það virðist hafa komið til þannig, að menn vissu hvaða hnettir voru "pingaðir" án þess að stefna vélarinnar hafi legið skýrt fyrr eða staðsetning.
- Rannsóknir á farþegum hafa ekki heldur leitt neitt augljóslega grumsamlegt í ljós.
Rétt að muna að í kjölfar svokallaðs 9-11 atburðar, voru dyr inn í flugstjórnarklefa véla - - styrktar. Til þess að gera það erfitt að brjótast inn í klefann.
- Gallinn á því væntanlega er, þó það minnki likur á flugránum, að ef einhverra hluta vegna - - allir í klefanum verða meðvitundarlausir.
- Þá getur verið að þó allir aðrir um borð séu með fullri meðtvitund, að það komi í veg fyrir að unnt sé að brjóa sér leið inn. Og athuga ástand þeirra sem eru inni í klefanum.
Þarna getur verið komin fram - óvænt hliðarverkun þess. Að hafa styrkt skilrúmið milli flugstjórnarklefans, og annarra hluta vélar. Að það komi í veg fyrir að nokkuð sé unnt að gera. Ef e-h kemur samtímis fyrir alla þá sem eru inni í flugstjórnarrýminu.
Með því að minnka líkur á flugráni - - hafi óvart ný hætta verið búin til.
Þ.e. ekki langt síðan, að það kviknaði í batterýi í "Dreamliner" flugvél. Við það kom verulegur reykur inn í flugstjórnarklefann. Sú vél fórst þó ekki. Það tókst að hemja þann eld áður en sá varð hættulegur. Þess vegna voru um tíma allar "Dreamliner" vélar "grounded." Þ.e. B787 "Dreamliner."
- Það verður einhver sem þekkir til eldsvoða að svara því - - hversu hratt "eitraðar" lofttegundir geta hlaðist upp í lokuðu rými, svo að ógnað geti meðvitund þeirra sem eru þar inni.
Ef þetta var "Lithium-ion" hlaða. Þá gæti eldsvoðinn hafa hætt án þess að breiða úr sér. Eftir að hlaðan sjálf var brunnin. Ef utan um hana var nægilega sterk umgjörð. Svo að eldur var ólíklegur að geta breiðst út.
Niðurstaða
Ef vélin er ca. 1200-1500km. í Vestur frá Asíu á rúmlega 2000m. dýpi. Með e-h af braki fljótandi á sjónum nú væntanlega dreift um mjög stórt svæði á hafinu. Þá er óvíst að svokallaður svartur kassi finnist nokkru sinni. En hann hefur ekki hleðslu á rafgeymi endalaust. Endist kannski nokkra mánuði. Eftir það er hann eins og hver annar dauður hlutur á botninum.
Þá getur vel verið að ráðgátan um það, hvað gerðist?
Verði aldrei leyst.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2014 | 22:56
Það verður að forða klofningi Úkraínu
Wikipedia er með mjög áhugaverð kort af Úkraínu, þ.s. plottað er inn hlutfall úkraínskumælandi vs. rússneskumælandi eftir héröðum. Það er mjög áhugavert að skoða þau kort og bera saman.
Fyrst kortið sem sýnir hlutfall úkraínskumælandi eftir héröðum
Ég bendi fólki á að bera saman "prósentutölurnar" á þessum tveim kortum.
Það virðist eiginlega skv. þeim tölum, að aðrir hópar en Rússar og Úkraínumenn, séu mjög fámennir í langflestum héröðum.
Kortið sem sýnir rússneskumælandi eftir héröðum
Það sem er ég er að velta fyrir mér er "hættan á þjóðernishreinsunum!"
Þjóðernishreinsanir eru ákaflega ljótt fyrirbæri - - en því miður ákaflega algengar, í borgarastríðum.
Mér virðist íbúasamsetning Úkraínu bjóða upp á skíra hættu, á þjóðernishreinsunum.
Ef deilur þjóðanna tveggja, þ.e. Úkraínumanna og Rússa. Halda áfram að magnast.
Ég ætla ekki að halda neinu fram um það, hvor hópurinn sé líklegri til að hefja slíkar hreinsanir.
- Landið byggja um 44 milljón manns.
- Til samanburðar, þá bjuggu fyrir borgarastríð rúmar 22 millj. manns í Sýrlandi.
Með öðrum orðum, 2-faldur fólksfj. Sýrlands.
Það eru milljónir Sýrlendinga á faraldsfæti út af stríðinu þar, við getum alveg búist við milljónum flóttamanna í allra versta falli - - ef átökin í Úkraínu. Færast yfir í almenn borgaraátök og þjóðernishreinsanir.
Það virðist ljóst að rússnesku mælandi íbúar Úkraínu telja sig Rússa, sérstaklega í þeim héröðum þ.s. þeir eru hátt hlutfall íbúa!
Byltingin í Kíev, virðist stærstum hluta hafa verið drifin af "ethnic" Úkraínumönnum, þ.e. úkraínskumælandi hluta landsmanna. Forsetanum og ríkisstj. sem var við völd, voru skipað að mestu leiti einstaklingum úr hluta landsmanna sem eru rússn.mælandi.
Þetta getur bent til þess, að innan Úkraínu - - gæti "ethnic voting" þ.e. að fólk kjósi flokka eftir þjóðernum.
Frekar en eftir - - pólitík.
Þetta hefur verið algengt vandamál í Afríku, t.d. Kenía er gott dæmi. Lönd þ.s. búa í reynd flr. en ein þjóð í einu landi, kannski nokkrar.
- Í slíkum löndum getur lýðræði - - magnað deilur milli þjóðernishópa.
Þ.s. lýðræðið verður þá að miðli fyrir togstreitu hópanna sem byggja viðkomandi lönd um völdin í landinu, það að komast til valda fer þá að snúast um að "hygla hagsmunum" síns hóps.
- Ég held að þessi þáttur sé gríðarlega vanmetinn í Úkraínu deilunni.
- En héröðin þ.s. Rússarnir eru fjölmennir, virðast flest hafa hagkerfi sem eru mjög tengd inn í það rússneska, þ.e. virka í reynd eins og þau héröð séu enn hluti af Rússlandi.
- Íbúar þeirra héraða, mjög líklega - í bland vegna menningar, vegna tungumáls, vegna sögunnar, vegna efnahagsástæðna - vilja áframhaldandi efnahagstengsl við Rússland.
- Þeir virðast því raunverulega vera ákaflega andsnúnir þeim kúrs, sem landið virðist nú farið inn í.
- Og því byltingarstjórninni í Kíev - - sem er nú skipuð "ethnic" Úkraínumönnum, með "ethnic" úkraínskan forseta að auki. Í stað "ethnic" rússa í sömu stöðum sem áður var.
Ég hef orðið vitni af sambærilegri dínamík í fjölda landa, sérstaklega hefur þetta í gegnum árin ítrekað komið fram í Afríku - - þ.s. lönd eru oft mun klofnari en bara í 2-hópa. Sem berjast um völdin.
Slík valdabarátta hópa, hefur einmitt verið drifkraftur ítrekaðra "byltinga" þ.e. byltinga/gagnbyltinga - - og í nokkrum fj. tilvika, borgarastyrjalda. Það eru ekki mörg ár síðan að Kenía datt snögglega í borgaraátök í kjölfar kosninga, sem betur fer stóðu þau ekki lengi en þó létust tugir þúsunda.
Hinar klassísku hættur eru?
Að rússn. íbúarnir, sjái aðgerðina með þeim hætti. Að hún sé beind gegn rússn.mælandi hluta íbúanna. Þ.e. lýðræðislega kjörinni stjórn og forseta var steypt, sem skipuð var forseta og forsætisráðherra er voru "ethnic" Rússar. Forsetinn hefur verið hrakinn í útlegð til Rússlands. Hann og fyrrum forsætisráðherra, getur mönnum virst - - að sæti ofsóknum. En þeir báðir eru t.d. á refsilistum Bandaríkjanna og Evrópu. Sem birtir hafa verið undanfarið yfir einstaklinga sem bönnuð eru viðskipti.
Þetta getur orðið vatn á myllu - æsingamanna. Sem hvetja til æsinga gegn því sem þeir muni hugsanlega túlka líklega sem "valdarán!" Eða hætt er við að verði þannig litið á málið, af rússn.mælandi hl. íbúa.
- Hinar klassísku hættur eru ennfremur, að slík átök um framtíðarstefnu landsins.
- Um völdin í landinu.
- Stigmagnist jafnvel alla leið í borgaraátök og þjóðernishreinsanir.
Niðurstaða
Ég ætla ekki að slá upp neinu líkindamati á það að mál fari á allra versta mögulega veg. En líkurnar eru a.m.k. hærri en núll. Þ.e. einnig líka svo, að borgaraátök mundu geta skapað mjög umfangsmikinn mannlegan harmleik í þetta fjölmennu landi. Þ.s. þjóðernishóparnir -sjá kortin að ofan- eru svo rækilega blandaðir innan landsins.
- Þ.s. vitað að Rússar líta á NATO aðild Úkraínu sem algert "rautt strik" líkur virðast yfirgnæfandi á því, að tilraun til að koma Úkraínu inn í NATO. Mundi leiða fram klofning landsins, í kjölfar þjóðernisátaka. En rússn. mælndi íbúar. Virðast hafa með að bera þá tortryggni á NATO og Vesturlönd, sem virðist algeng innan Rússlands.
- Líklega þarf að gefa héröðum aukið sjálfræði, rétt til að sjá um eigin mál.
- Vegna þess hve rússn. mælandi héröðin sérstaklega virðast efnahagslega háð Rússlandi, verði að lenda deilum um viðskiptatengsl landsins með samkomulagi, þ.s. landið heldur væntanlega áfram að hafa viðskiptatengsl við Rússland sem og Evrópu. Þó það geti vel verið að ekkert sé athugavert, að dýpka e-h viðskiptatengslin við Evrópu. Samtímis sem að viðsk.tengsl fyrir hendi v. Rússland, sé ekki fórnað.
Ég er ekkert viss um að það sé skynsamt - - til að stuða að lausn deilunnar. Að leggja mikla áherslu á refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
Bersýnilega hefur Rússland mikla hagsmuna að gæta, ef þeim hagsmunum sé ógnað - - hafi Rússland of mikið svigrúm til þess, að ýta undir innanlands togstreitu í Úkraínu.
Ég sé því ekki neina aðra lausn sem geti forðað klofning landsins og borgaraátökum, en leið víðtæks samkomulags.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 22.3.2014 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2014 | 23:13
Refsiaðgerðafarsi Bandaríkjanna og Rússlands
Gagnkvæmar refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Rússlands tóku á sig farsakenndan brag í dag, þegar einstaklingar beittir refsiaðgerðum - sögðu það heiður fyrir sig að vera á slíkum nafnalista.
Obama bætti 20 nöfnum einstaklinga með einum eða öðrum hætti nátengdir Pútín, við nöfn 11. einstaklingar er áður höfðu verið bannaðir frá því að eiga í viðskiptum innan Bandaríkjanna eða við bandar. fyrirtæki, og einnig bannað að koma til Bandaríkjanna.
Pútín svaraði loks með því að banna 9 háttsetta Bandaríkjamenn, þar á meðal þekkta "senatora."
-----------------------------------------
Sanctions Are Badge of Honor as Foes Revel in Cold War Revival
"Russian tycoon Vladimir Yakunin" - "I felt uncomfortable that many of my friends were on the first list but not me, -. Now I am at peace.
"Andrei Fursenko, Putins adviser on education and science, said in an interview that he doesnt have any U.S. assets and was simply included in sanctions because the more the merrier."
"Dmitry Rogozin, a Russian deputy prime minister" - "I think some joker drafted the U.S. presidents decree, Rogozin wrote on Twitter. Comrade Obama, what are people who have no accounts or property abroad supposed to do?"
----------------------------
"Boehner, the speaker of the U.S. House of Representatives, is proud to be included on a list of those willing to stand against Putins aggression, said spokesman Michael Steel in an e-mail."
"Senator McCain, on his Twitter account....I guess this means my spring break in Siberia is off, Gazprom stock is lost & secret bank account in Moscow is frozen.
Ætli þessar aðgerðir séu ekki frekar en hitt - - afhjúpandi fyrir skort á vilja meðal vesturlanda, til að beita Rússland aðgerðum sem bíta
The Economist var t.d. með áhugaverða grein, sem lýsir t.d. ágætlega - - af hverju Bretland mun ekki hvetja til harðra refsiaðgerða gegn Rússlandi: Russian money in Britain - Honey trapped
- "Britain grants three-year investor visas to foreigners who invest £1m or more in government bonds.
- Two years later they can buy residency for £10m as long as they have held on to the bonds.
- Russians were granted 433 of these visas between the third quarters of 2008 and 2013, more than any other nationality.
- Only the Chinese came close, with 419."
Þessi mynd úr greininni sýnir vel af hverju
Rússneskir peningar eru sem sagt að flæða inn í Bretland í enn meira mæli en kínverskir. Fjöldi auðugra rússneskra "oligarka" eigi annað heimili í London. Börnin þeirra gangi í breska einkaskóla. Og þeirra fyrirtæki séu skráð í kauphöllinni í London.
Það sé útilokað að breska ríkisstjórnin muni - - loka á þetta fjárinnstreymi.
- Yfirlýsingar um refsiaðgerðir - - séu því augljóst veikleikamerki.
- Gagnaðgerðir Pútíns, fullkomni farsann!
Það sé ekkert í þeim aðgerðum sem fram hafa komið til þessa, sem líklegt sé að fá Pútín til að hugsa sig um tvisvar.
Óljósar yfirlýsingar um harðari aðgerðir hafa fram komið -- en skv. Financial Times er haft eftir Obama að hann hafi undirritað heimildarákvæði, um "miklu harðari refsingar" - - að sögn Obama These sanctions will not only have a significant impact on the Russian economy, but could also be disruptive to the global economy. - - sem er að sjálfsögðu af hverju þeim yrði ekki beitt.
Mældur hagvöxtur í Evrópu er einungis á bilinu 0,4-0,5% skv. nýlegum tölum, hagvöxtur í Bandaríkjunum er ekki að slá nein met - þó hann sé skárri þ.e. kannski nálægt 2%.
En á sama tíma berast fréttir af því að það hægi á hagvexti í Kína, einnig virðist vera að hægja á hagvexti í svokölluðum "nýmarkaðslöndum" - - þannig að líklega þarf eitthvað mjög mikið að gerast til þess að Obama leggi á refsiaðgerðir sem "geta ógnað heimshagkerfinu."
Þ.s. heimshagkerfið sé í þeirri stöðu að líklega þarf ekki mjög mikið til þess að starta annarri heimskreppu!
Niðurstaða
Það virðist einhver refsiaðgerða-leikur í gangi milli Bandaríkjanna og Evrópu annars vegar, og Pútíns hins vegar. Það eina sem það leikrit virðist sýna sé hve tilgangslitlar þær aðgerðir séu.
Eins og að þær séu til þess eins að sanna fyrir pólitík heima fyrir, að eitthvað hafi verið gert. Með öðrum orðum, þær séu "for domestic political consumption."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 859312
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar