Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
31.12.2014 | 00:52
Gleðilegt nýtt ár öllsömul
Ég ætla ekki að blogga um neitt sérstakt núna, heldur að senda öllum mínar bestu nýárs og áramótakveðjur, megi nýja árið verða hið alla besta og sem gæfurýkast fyrir ykkur öll :)
Kv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.12.2014 | 00:10
Hinn róttæki vinstri flokkur Syriza gæti komist til valda í Grikklandi á útmánuðum 2015, spurning hvað það þíðir fyrir evruaðild Grikklands
Syriza er alvöru róttæklinga vinstri flokkur - þ.e. róttæki armur Vinstri Grænna á Íslandi, er sjálfsagt eitthvað nærri. Þarna er ekki um að ræða -gamla komma- heldur þá nýbylgju vinstri róttækni, sem hefur risið upp í samhengi við svokallaða "anti globalism" hreyfingu.
Hún er þá mjög andstæð, með öðrum orðum, alþjóða stórfyrirtækjum.
Stórum alþjóða bönkum þá að sjálfsögðu einnig.
Syriza hefur talað um að, krefjast lækkunar skulda Grikklands.
Hafandi í huga, að skuldastaða Grikklands er ca. aftur eins mikil og hún var orðin, er síðast var talin þörf á að afskrifa skuldir þess lands - - þá virðast hagfræðileg rök fyrir afskrift. Burtséð frá afstöðu Syriza.
En mér virðist samt sem áður, ólíklegt að Tsipras leiðtogi Syriza hafi erindi sem erfiði, hafandi í huga - - að til þess að fá kröfu sinni framgengt, mundi hann þurfa að neyða leiðtoga annarra aðildarríkja til þess að afskrifa skuldir, sem eru í eigu skattborgara þeirra eigin landa.
Fyrri afskriftir voru pólitískt auðveldari, því þá var verið að afskrifa skuldir í eigu alþjóðlegra einkafyrirtækja, og fjárfesta - - ekki í eigu ríkissjóða.
En með veitingu neyðarlána, fé sem ríkissjóðir aðildarlanda hafa lagt fram, og samtímis að einka-aðilar hafa fengið að blæða - - þá er meirihluti skulda Grikklands nú í eigu opinberra aðila.
- Og þá verður allt málið til mikilla muna pólitískt séð erfiðara.
- Það getur nefnilega vel verið, að aðildarríkin, kjósi frekar "GREXIT" en að taka þá pólitískt séð erfiðu ákvörðun, að samþykkja skulda-afskrift.
- En punkturinn er sá, að ef Grikkland í staðinn, fer í greiðsluþrot - - þá munu pólitísk stjv. hvers lands, geta bent á grísk stjv. sem sökudólg þegar tjón þeirra eigin skattgreiðenda kemur samt sem áður fram. Pólitíkusar hinna landanna, þannig geta þá varpað sök af sér, það verði sennilega val evr. stjv. - - ef Tsipras bakkar ekki með kröfuna fyrir sitt leiti um afskrift skulda Grikklands.
Greece Heading to Early Elections After Presidential Vote Fails
Greece faces early election after PM loses vote on president
Fears for fresh Greek crisis after poll called
Alexis Tsipras formaður Syriza
Ástæða þess að Tsipras er líklegur til valda á næstu mánuðum
Er eins og kemur fram í fréttum. Hefur Antonis Samaras forsætisráðherra, formaður aðal hægri flokks Grikklands, neyðst til þess að rjúfa þing og boða til nýrra þingkosninga.
Nýlegar skoðanakannanir hafa sýnst Syriza flokkinn með fremur öruggan sess, sem stærsti flokkurinn. Þó auðvitað að eina skoðanakönnunin sem gildi, sé sú er fer fram á kjördag.
Og það sé ekki unnt að slá því föstu, að Syriza muni vinna þegar til kastanna kemur. Virðast samt líkurnar aldrei hafa verið meiri á þeirri útkomu.
- Sú merkilega regla er til staðar í Grikklandi, að stærsti flokkurinn fær alltaf að gjöf frá kosningakerfinu, 50 viðbótar þingmenn.
- Þetta var hugsað til þess, að hámarka líkur á sterkum meirihluta stjórnum.
- Það hefur áður leitt til eins flokks meirihluta - - þrátt fyrir hlutfalls kosninga kerfi.
Það er a.m.k. hugsanlegt, að Syriza með hjálp 50 viðbótar þingmanna. Nái hreinum þingmeirihluta, og þurfi því ekki að stjórna landinu í samvinnu við annan flokk.
Þó einnig sé hugsanleg sú útkoma, að Syriza verði að stjórna ásamt einhverjum öðrum flokki - - í því tilviki gæti verið gerð önnur tilraun til þess að mynda meirihluta stjórn án Syriza.
- Það gæti einnig hugsanlega komið fram þing, þ.s. ekki væri unnt að mynda stjórn án einhvers róttæks flokks - - andstæðinga svokallaðrar björgunaráætlunar.
- En samtímis, væri einnig ómögulegt, að mynda stjórn án einhvers af hefðbundnu flokkunum.
En hafa ber í huga - - að róttækir vinstri menn í Syriza, geta að sjálfsögðu ekki myndað stjórn með Ný-nasistum.
Það áhugaverða er, að þeir einnig fyrirlíta gömlu kommana í kommúnistaflokki Grikklands.
Þetta er því ekki endilega svo ólíkleg útkoma, að Syriza verði stærsti flokkurinn - - - en samtímis, að Syriza verði að semja við einhvern af þeim flokkum, sem standa nær miðju grískra stjórnmála.
Það er þó a.m.k. umtalsverðar líkur á því. Að ESB lendi í þeirri klemmu, að í fyrsta sinn síðan kreppa hófst í Evrópu 2008. Þá komist til valda í Evrópulandi, róttækur flokkur andstæðinga svokallaðra björgunaráætlana.
- Ég á þó ekki von á því, að ef mál æxlast með þeim hætti, að Grikkland endi utan við Evru, að þá leiði það til alvarlegrar evru-kreppu.
- En mér virðist að Seðlabanki Evrópu sé kominn það nærri því þegar að fá fulla prentunarheimild, að við þær aðstæður - - mundu síðustu hömlurnar gegn því að veita honum fulla heimild til prentunar sennilega bresta. Og Seðlabankinn geta því staðið sem veggur að baki hverri þeirri fjármagnshreyfingu sem hugsanlega verður.
- Vegna þess að ég tel líklegra en ekki að við þær aðstæður fái "ECB" fulla prentunarheimild, úr því sem komið er - þá muni ekki heldur það gerast, að vaxtakrafa á einstök aðildarlönd fyrir utan Grikkland - - hækki úr öllu valdi.
- Á hinn bóginn, geti "GREXIT" eigi að síður, skapað fordæmi - markað þau spor, að unnt sé að hætta í evrunni, án þess að hætta í ESB.
- En lagatæknilega, þá mundi þurfa að hætta að vera meðlimur að ESB til að losna undan evrunni. En þ.s. að ekki er til neitt það ákvæði í sáttmálum ESB sem gerir það mögulegt fyrir aðildarríkin að reka eitt af aðildarríkjunum úr sambandinu, ef það vill ekki þaðan fara sjálfviljugt. Þá virðist mér líklegra en ekki, að "GREXIT" geti farið fram, án þess að Grikkland hverfi úr sambandinu.
Síðan mundi það sennilega ráðast mjög af því, hvernig Grikklandi mundi vegna eftir "GREXIT" hvort að það fordæmi Grikklands - - mundi hafa þau áhrif, að hvetja fleiri ríki til dáða eða ekki.
En þ.e. að sjálfsögðu hvorki gefið, að Grikklandi mundi vegna vel eftir "GREXIT."
Né að því mundi vegna illa eftir "GREXIT."
Fer alveg eftir því hvernig stjórnvöld halda á sínum spilum.
Niðurstaða
Það getur stefnt í áhugavert ár framundan, þ.e. kreppa í Rússlandi - - og líkur á að kreppa skapi þrýsting á stjórnvöld Rússlands, til þess að beina sjónum sinna landsmanna að deilum við önnur lönd. Því gæti það farið svo, að ef kreppa í Rússlandi er farin að skapa sýnilega umtalsverða óánægju meðal rússnesks almennings - - þá fari stjórnvöld þar í frekari ævintýramennsku í utanríkismálum. Spenna milli Vesturlanda og Rússlands gæti því vaxið.
Á sama tíma, gæti staða Grikklands skapað nýja spennu innan ESB, sérstaklega í samhengi evrusvæðis. Þó að ég telji það líklegra en ekki að "GREXIT" muni ekki valda alvarlegri evrukreppu, þá er það á sama tíma ekki heldur algerlega örugg útkoma.
Aftur virðist stefna í að ár hefjist með vaxandi spennu framundan. Þó að á endanum hafi 2014 endað heilt yfir tiltölulega friðsamlegt á efnahagssviði heimsmála, þá hefur spenna í alþjóðastjórnmálum sannarlega farið vaxandi.
Lægra olíuverð sennilega mun auka hagvöxt heiminn vítt - en á sama tíma virðist líklega að spenna í alþjóðastjórnmálum haldi áfram að hlaðast upp.
Og í samhengi evrusvæðis - eins og ég sagði, gæti orðið ný spenna vegna Grikklands.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2014 | 02:04
Skv. sameinuðu þjóðunum hafa verið framin mjög alvarleg brot á mannréttindum í Úkraínu
Ég hef áður fjallað um, september skýrslu mannréttindaskrifstofu SÞ - Report on the human rights situation in Ukraine 16 September 2014. En ég hef ekki áður fjallað um, nóvember skýrslu mannréttindaskrifstofu SÞ: Report on the human rights situation in Ukraine.
Ef marka má báðar skýrslur - hafa báðir stríðsaðilar framið mannréttindabrot.
En brot uppreisnarmanna, séu þó -því miður- alvarlegri.
Bls1 "In the territories under the control of the Donetsk peoples republic and Luhansk peoples republic there continues to be a total breakdown in law and order, and a lack of any human rights protection for the population under their control . "
Bls2"In territories under the control of both republics 8 , cases of serious human rights abuses by the armed groups continued to be reported, including torture, arbitrary and incommunicado detention, summary executions, forced labour, sexual violence, as well as the destruction and illegal seizure of property. These violations are of a systematic nature and may amount to crimes against humanity."
Í fyrri skýrslu sinni, þá vakti Mannréttindaskrifstofa SÞ einnig athygli á alvarlegum mannréttindabrogum í A-Úkraínu.
En þ.s. nýtt er fyrir mér, er ályktunin að - þessi brot séu bersýnilega "skipulögð" og síðan seinni ályktunin að þau brot séu sennilega "brot gegn mannkyni" - eins og má íslenska orðalagið, "crimes against humanity."
- Ályktanir september skýrslunnar, eru stór ástæða þess - af hverju ég hef illan bifur á uppreisnarmönnum.
- En ef marka má niðurstöðu starfsmanna SÞ, þá er viðhaldið í A-Úkraínu á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna, ástandi - lögleysu, þ.s. viðhaldið sé ótta eða "terror."
En skv. þessu, þá bendir flest til þess, að uppreisnarmenn - - séu klárlega öfgamenn. Hugsanlega hafa þeir ekki verið það í upphafi, það má vera að öfgamenn hafi síðar náð valdi yfir uppreisninni.
- Það sem einnig er áhugavert við þetta, er að niðurstöður starfsmanna SÞ hvað þetta varðar.
- Koma einnig heim og saman við, tölur SÞ yfir það - hvert flóttamenn hafa verið að flýgja frá átökunum í A-Úkraínu.
En skv. niðurstöðu SÞ frá því í desember 2014, þá er fjöldi flóttamanna:
Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency
- "The fighting in eastern Ukraine this year has internally displaced over half a million people..."
- "William Spindler said that the fighting has also forced over two hundred thousand Ukrainians to flee to Russia and other neighbouring countries."
Þetta hef ég nefnd áður - en það má sannarlega vera að meirihluti íbúa hafi upphaflega stutt uppreisnina.
Á hinn bóginn, má einnig vera - að meirihluta þeirra hafi snúist hugur.
Fyrst að tölur yfir flóttamenn - gefa það upp, að 500.000 hafi flúið inn á svæði sem lúta stjórn ríkisstjórnar Úkraínu.
Meðam að færri en 200.000 hafa flúið til Rússlands - - sem sagt, fjarri þeim fullyrðingum sem gjarnan sjást á netinu, að nærri milljón manns hafi flúið átökin til Rússlands.
- Punkturinn er - - að hvert fólkið hefur flúið.
- Rýmar við þá niðurstöðu SÞ, að uppreisnarmenn viðhaldi lögleysu og ástandi ótta.
- Þá má það einfaldlega vera, að eftir allt saman - óttist íbúarnir uppreisnarmenn meir.
Sem þarf ekki að þíða - yfirlýsingu um stuðning við stjórnvöld. Heldur einfaldlega það, að þeir öfgamenn sem stjórna uppreisninni að því er virðist, hafi gengið fram af fólki.
Best að nefna, að stjórnvöld í Kíev - fá sannarlega yfir sig skammir!
Það hafa fundist grafir nærri Donetsk borg, og einnig nærri Sloviansk - - þær virðast innihalda í flestum tilvikum einstaklinga, er virðast hafa látist í átökum.
En það eru þó 4-einstaklingar þeirra lát er undir sérstakri rannsókn. Ekki sannað hver ber ábyrgð. En ásakanir eru uppi þess efnis, að stjórnarsinnar beri þá ábyrð.
Síðan séu mörg dæmi þess, að svokallaðar - sjálfboðaliðssveitir - sem ekki eru hluti af Úkraínuher, en hafa barist í stríðinu með honum, sem hluti af hersveitum stjórnarinnar. Að þær hafi handtekið fólk, barið það - jafnvel haldið fólki til þess að skipta á því, og fólki haldið af uppreisnarmönnum; allt án þess að mál þessa fólks væru undir nokkru opinberu ferli.
Lögleysa - með öðrum orðum. Það sé a.m.k. ekki enn sem komið er, nokkrar sannanir um morð af hálfu þeirra sveita - - né að fólki sé haldið í nauðungarvinnu.
- Punkturinn er ekki sá, að mannréttindabrot hafi ekki verið framin af báðum aðilum.
- Heldur sá, að tónninn virðist alvarlegri, þegar kemur að umfjöllun SÞ um brot uppreisnarmanna.
En skv. greiningu starfsmanna SÞ - virðast þau A)Alvarlegri, en einnig, B)Skipulagðari.
Enn frekar má nefna - - að báðir aðilar eru sakaðir um beitingu, "klasasprengja" þó þær ásakanir teljist ekki sannaðar.
Báðar fylkingar eru sakaðar um að hafa valdið manntjóni meðal almennra borgara.
"According to the SBU, as of 30 September, there were at least 21 new ad hoc places of detention set up since the conflict started in the areas controlled by the armed groups (in the cities of Donetsk and Luhansk, as well as Horlivka, Makiivka and Shakhtarsk). In addition, the minister of internal affairs of the Donetsk peoples republic 16, claims that it controls all penal colonies, pre - trial detention centres and temporary detention facilities which existed before the hostilities started in its territory. However, there are also places of detention managed by the military police subordinated to the ministry of defence, and some managed by the ministry of state security'. There are also numerous detention facilities, which are reportedly maintained by various armed groups operating under the auspices of either the Donetsk peoples republic or the Luhansk peoples republic, as well as ad hoc detention facilities that are operated by armed groups not under the control of either of the aforementioned republics."
Mikið af ásökunum - - eru ekki sannaðar.
T.d. um aftökur af hálfu öryggissveita - - uppreisnarmanna.
Á hinn bóginn, hafa komið fram einstaklingar sem hafa sagt frá slíkum hlutum, og aðrir sem hafa tjáð sig um hvernig meðferð þeir hafa fengið, hvort sem þeir hafa verið í haldi uppreisnarmanna - eða sjálfboðaliðssveita úkraínsku stjórnarinnar.
- Það virðist ljóst - að báðar fylkingar hafa beitt handtökum án dóms og laga.
- Einnig pyntingum.
- En einungis liggja fyrir skjalfestar ásakanir skv. vitnisburði, um skipulögð morð af hálfu uppreisnarmanna.
- Og einnig, að fólki í haldi, sé haldið í nauðungarvinnu.
Það þíðir ekki að engin morð hafi verið framin af - stjórnarsinnum. Það liggja þó ekki fyrir nein dæmi um skjalfestan vitnisburð þess efnis.
Niðurstaða
Eins og ég hef svo oft sagt, þá beiti báðar fylkingar hörku. Það sé hið minnsta ljóst - - að uppreisnarmenn séu með engum hætti, síður öfgafullir heldur en þjóðernissinnaðir hópar sem tekið hafa þátt í stríðinu, undir merkjum ríkisstjórnar Úkraínu.
En ef marka má þó niðurstöðu starfsmanna SÞ, þá séu vísbendingar þess - að uppreisnarmenn hafi gengið skrefum lengra í brotum á mannréttindum.
Og starfsmenn vilja einnig meina, að þau brot séu það vel skipulögð og kerfisbundin, að það sé ástæða til að rannsaka hvort þau flokkist undir brot gegn mannkyni.
- Þ.e. auðvitað áhugavert, að 2/3 þeirra sem SÞ hefur skráð sem flóttamenn frá A-Úkraínu.
- Séu flúnir yfir á yfirráðasvæði stjórnarinnar - fremur en að leita Austur til Rússlands.
Það bendi a.m.k. ekki til þess, að í gangi sé einhver allsherjar óttabylgja í A-Úkraínu, gegn ríkisstjórn landsins eða stjórnarhernum.
Það að flr. hafi flúið inn á svæði stjórnarinnar, gæti verið viðbótar vísbending þess - - að eitthvað sé að marka þær alvarlegu ásakanir um "terror" sem starfsmenn SÞ hafa skjalfest í sínum gögnum.
Þær ásakanir séu hvísbending þess, að stjórnendur uppreisnarinnar séu raunverulega öfgamenn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2014 | 03:47
Hætt við þingkosningar í Svíþjóð - blasir við tilraun til þess að útiloka Svíþjóðar Demókrata frá landsstjórnmálum
Þetta kemur fram á vefjum Reuters of Financial Times. En ef marka má þær fréttir, þá hefur náðst samkomlag milli ríkisstjórnar Svíþjóðar og stjórnarandstöðuflokka. Sem gerir ríkisstjórn Stefan Lofven það mögulegt - - að halda áfram störfum.
Í samkomulag flokkanna - virðist fela í sér að hætt er við nýjar þingkosningar.
Swedish centre-left do eight-year deal with opposition to avert snap election
Swedens prime minister cancels snap elections
Líklegt er að einhverju hafi ráðið, að það stefndi í verulega fylgisaukningu Svíþjóðar Demókrata
Það virðist gæta óánægju með ákvörðun "hefðbundnu flokkanna" innan raða Svíþjóðar Demókrata - - ásakanir um ólýðræðisleg vinnubrögð.
Ég er aftur á móti ekki endilega sammála því - nema að hluta, en sænska þingið var kosið sl. haust - - þannig að umboð þess frá kjósendum var nýlegt.
Kjósendur voru að sjálfsögðu að kjósa sína fulltrúa, til þess að stýra landinu nk. 4 ár, sbr. hefðina um 4-ára kjörtímabil.
Kjósendur höfðu því vart, réttmætar væntingar þess, að kosið yrði aftur fáum mánuðum síðar.
- Ef núverandi þing, hefði gefist upp á að stjórna landinu.
- Þá að mínum dómi, hefði það þing átt það sannarlega skilið, að vera rækilega kaghýtt af kjósendum.
Með því, að hafa náð samkomulagi, sem geri stjórninni fært að starfa - - hafi þingið þar með tekið ákvörðun um að, standa við sitt hlutverk - - sem þeir þingmenn voru kosnir til eftir allt saman.
----------------------
Á hinn bóginn, má finna aðra þætti í þessu samkomulagi - sem má fetta fingur út í frá lýðsæðislegu sjónarmiði.
En samkomulagið virðist skuldbinda hefðbundnu hægri flokkana, til þess að standa hjá þegar ríkisstjórnin tekur meiriháttar ákvarðanir út þetta kjörtímabil.
Ríkisstjórnin fær þá hlutleysi þeirra, stjórnar þá eins og meirihlutastjórn.
Á móti, þá virðast stjórnarflokkarnir hafa samþykkt, að ef næsta þing verður aftur með þeim hætti, að hvorki hefðbundnu hægri flokkarnir fá meirihluta, né hefðbundnu vinstri flokkarnir.
Þá fái hefðbundnu hægri flokkarnir stjórnarumboð - - og hefðbundnu vinstri flokkarnir muni þá lofa hefðbundnu hægri flokkunum að stjórna landinu - - jafnvel þó að hefðbundna hægri fylkingin endi með ívið færri þingmenn.
- Það sem samkomulagið virðist fela í sér, er - - samantekin ráð hefðbundnu flokkanna, að útiloka Svíþjóðar Demókratana frá landstjórnmálum.
Niðurstaða
Samkomulag hefðbundnu flokkanna, virðist fela í sér samkomulag um að - deila völdunum í Svíþjóð ekki einungis út þetta kjörtímabil, heldur það næsta einnig. Þetta sé því afar áhugavert samkomulag, svo meir sé ekki sagt.
Felur að því er best verður séð í sér tilraun til þess að útiloka Svíþjóðar Demókratana.
Það verður auðvitað áhugavert að fylgjast með því hvað gerist síðar meir, ef þetta samkomulag heldur t.d. á nk. kjörtímabili.
- En mér virðist alveg hugsanlegt, að slík samantekin ráð - - geti reynst vatn á myllu Svíþjóðar Demókrata.
- Það geti gert Svíþjóðar Demókrötum það mögulegt, að skilgreina hefðbundnu flokkana sem "samráðsflokka."
- Þ.e. að þeir séu í einhverjum skilningi, sama tóbakið.
Auðvitað ef fylgi Svíþjóðar Demókratanna heldur áfram að vaxa við slíkar aðstæður, þá mun líklega ekki verða mögulegt fyriri hefðbundnu flokkana alfarið að hundsa vilja þeirra kjósenda - - sem gæti þítt að á einhverjum enda, þá taki hefðbundnu flokkarnir upp nægilega mikið af vinsælustu stefnumálum Svíþjóðar Demókrata til þess að slá á fylgi þeirra.
En það fer auðvitað eftir þvi, hvort að Svíþjóðar Demókrötum tekst að vinna sigur í áróðursstríðinu framundan.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2014 | 01:52
Pútín óttast skipulagðan undirróður gegn utanaðkomandi afla
Ég sá þessa frétt á vef FT.com, en í henni kemur fram ný "stefnumörkun" rússneskra stjórnvalda þegar kemur að skilgreiningu þeirra á þeim helstu "ógnum" sem Rússland stendur frammi fyrir, gagnvart eigin öryggi.
New Putin doctrine emphasises threat of political destabilisation
- It can be observed that military dangers and threats are moving into the information sphere and the domestic sphere of the Russian Federation,
- The establishment in states neighbouring the Russian Federation of regimes, especially through the overthrow of legitimate institutions of state power, whose policies threaten the interests of the Russian Federation
- subversive activities of special services and organisations of foreign states and their coalitions against the Russian Federation
- "The doctrine warns of attempts to undermine historical, spiritual and patriotic traditions in defence of the Fatherland, especially among young Russians."
- "It also for the first time names foreign private military companies in areas adjacent to the borders of the Russian Federation and its allies as a military danger. "
-----------------------
Mér finnst sérstaklega áhugaverð - aðdróttunin um "erlend áhrif" á rússneska æsku.
En rússnesk æska, eins og æska annars staðar í tækniþróuðum löndum, er orðin "netvædd." Það auðvitað þíðir, að rússn. æska hefur kynnst straumum og stefnum - frá öðrum áttum.
Það getur auðvitað skapað umtalsvert - kynslóðabil í Rússlandi. Milli hinnar nýju netvæddi kynslóðar. Og þeirra eldri.
Það er í sjálfu sér ekkert nýtt við þau viðbrögð - að bregðast "neikvætt" við breytingum á hegðan "yngri kynslóðar" í samanburði við hegðan og hugsun þeirra eldri.
- Ég get vel trúað því, að yngsta kynslóðin, sú sem hefur alist upp sl. 20 ár - sé ekki eins innrömmuð í dæmigerða rússn. þjóðernishyggju.
- Og kynslóðirnar á undan, sem ólust upp við - ögun Sovétríkjanna.
Þetta finnst mér skynja úr þessum orðum - líklegt kynslóðabil innan Rússlands.
Ég hef einmitt heyrt í gegnum árin, að rússn. æska sé orðin mjög útsmogin í því, að - - forðast herþjónustu.
Ég get vel trúað því, að hinir eldri - skynji andlega afturför.
Hvað aðra þætti varðar, þá virðast þeir snúa að - - Úkraínumálinu. En eins og ég skil málið, þá hófst málið á tilraun Pútíns - - til þess að leiða fram aðra stefnumótun um framtíð Úkraínu, en Úkraínumenn sjálfir vildu. En úkraínsk stjv. höfðu samið samfellt í 7 ár við ESB um "aukaaðild" sambærilegan samning við EES, þegar samningum var nærri alveg lokið - - hófu rússn. stjv. að beita forseta landsins og stjórn hans, þrýstingi - - efnahags refsiaðgerðir, stigversnandi - þar til að forseti landsins sannfærðist um að láta að kröfum rússn. stjv., skrifa þess í stað undir sáttmála við Rússland um inngöngu í svokallað "Asíusamband" undir stjórn Rússlands.
- Gallin við þann gerning, er að sá hefði bundið endi á - efnahagslegt sjálfstæði Úkraínu. Sett efnahagsmál landsins, að stærstum hluta undir yfirráð Rússlands.
- Pútín lætur sem að það sé það gersamlega sama, og það að vera í t.d. EES og - taka við reglugerðum frá Brussel.
En þ.e. ekki rétt, Ísland sem dæmi, getur hvenær sem er, sagt upp EES. Þ.e. formlega aðferðin, er að forsætisráðherra sendi formlegt bréf um afsögn til "sameinuðu EES nefndarinnar." Það erindisbréf - tekur formlega gildi nákvæmlega einu ári eftir móttaka þess er dagstimpluð.
Afsögn er því - - algerlega einhliða aðgerð af Íslands hálfu.
Að ganga í EES, felur því ekki í sér - - eftirgjöf fullveldis, sem ekki er afturkræf.
- Til samanburðar, þá taka aðildarlönd að Asíusambandinu, við lögum og reglugerðum ákveðin af rússn. þinginu - þ.s. það þing er stimpilpúði valdaflokks Pútíns og co.
- Ég stórfellt efa að samn. um aðild að "Asíusambandinu" kveði á um "einhliða uppsögn."
Síðan vildi úkraínska þjóðin, ekki sætta sig við þá útkomu - - að Rússland þ.e. Pútín, gæti ákveðið fyrir þeirra hönd, hvaða framtíðar fyrirkomulag mundi gilda fyrir þeirra land.
Sem ég skil afskaplega vel!
- Bendi á til sbr. að ég að sjálfsögðu mótmælti tilraun Breta og Hollendinga, til þess að "troða upp á Ísland svokölluðum Icesave-greiðslum" skv. þeirra einhliða túlkun.
Að Íslendingar mótmæltu þvingunum Breta og Hollendinga, langsamlega flestir hverjir. Virðist mér skýr vísbending þess, að í sömu sporum og Úkraínumenn - - hefðu Íslendingar brugðist eins við.
Ég bendi á að auki, að Íslendingar knúðu "hrunstjórnina" til afsagnar - - þá sem lét undan Bretum og Hollendingum. Ég held það hafi örugglega verið hluti af reiði almennings. Að ætla að semja við Breta og Hollendinga um, Icesave greiðslur - - eftir þeirra þvingun.
Pútín aftur á móti heldur á lofti þeirri söguskýringu, að utanaðkomandi öfl - þ.e. Vesturlönd, hafi búið til uppreisn gegn lögmætri stjórn Úkraínu, byltingin hafi verið "valdarán" með aðstoð utanaðkomandi afla!
Ég skynja framsetningu hans, að erlendur undirróður sé ein af lykilhættum Rússlands, ekki síst í innanlandsmálum - - sem framhald af þeirri áróðurssyrpu sem mér virðist Pútín hafa rekið alveg frá þeirri stund er stjórninni í Úkraínu var bylt; og landið fært aftur af byltingarstjórninni til baka á hinn fyrra kúrs - þ.e. að semja við ESB um aukaaðild.
- En þ.e. ekki bara það, heldur grunar mig að þessi orð séu vísbending þess - - að ef andstöðuhreyfing gegn núverandi stjórn Rússlands, rís upp - í kjölfar efnahagshrunsins sem er að steypast yfir Rússland.
- Að slíkar andstöðuhreyfingar verði stimplaðar, sem einhvers konar, handbendi - erlends undirróðurs.
- Sem gæti því þítt, að Pútín og Co, hyggist mæta slíkri hreyfingu, með fyllstu hörku. Ef slík hreyfing kemur fram.
Það getur auðvitað verið, að ég sé að lesa of mikið í þessi orð!
Niðurstaða
Ný öryggisstefna Pútíns, bendir til þess að sjónir hans beinist nú gegn meintum erlendum undirróðri innan Rússlands sjálfs - - sbr. vísun hans til þess að erlend öfl hafi steypt lögmætum stjórnum, að hans mati, í nágrannaríkjum.
Þessi orð slá mig dálitlum óhug - því að mig grunar að í ljósi efnahagsvandræða, sem almenningur muni finna fyrir á nk. ári. Þegar lífskjarahrapið ætti að verða tilfinnanlegt.
Þá gæti það orðalag sem fram kemur, gefið vísbendingu þess efnis - að Pútínsstjórnin gæti verið líkleg til þess. Að stimpla hverja þá móttstöðu sem kann að gjósa upp, sem handbendi erlendra undirróðurs afla.
Þannnig, að líkur væru þá á því, að slíkt gæti orðið - réttlæting fyrir valdbeitingu.
Þannig að Rússland Pútíns, gæti ef til vill endurtekið mistök síðasta keisara Rússlands, Nikulásar, er hann mætti svipaðri aðstöðu í upphafi 20. aldar. Lögregla keisarans framdi þá fræg voðaverk, er varð þvert á móti til þess - - að andstaðan magnaðist til mikilla muna. Svæ nærri lág að keisarastjórnin félli 1905.
Það verður að koma í ljós hvað gerist. Ef til vill er öryggislögrelan í dag, öflugari en öryggislögregla keisarans.
Kv.
26.12.2014 | 03:41
Seðlabanki Rússlands hefur ákveðið að tryggja greiðslur erlendra lána rússneskra ríkisfyrirtækja sem falla á gjalddaga á nk. ári
Það hefur vakið athygli hve gjaldeyrissvarasjóður Rússlands hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Í upphaf árs var hann yfir 500ma.$ - - en skv. fréttum lækkaði hann í 398,8ma.$ í vikunni fyrir jól. Er með öðrum orðum, fallinn niður fyrir 400ma.$.
Ef marka má fréttir, þá falla 120ma.$ af gjaldeyrislánum ríkisfyrirtækja á gjalddaga á nk. ári.
"The bank said it would lend dollars and euros to major companies that were willing to put up their foreign borrowings as collateral." - - Það virðist mér þíða að Seðlabanki Rússlands tekur þær skuldir þá yfir. En ríkisfyrirtækin -líklega þau sem annars væru í greiðsluvanda- fá rúblulán á móti.
Russia to help large borrowers as S&P mulls junk rating
- Þetta þíðir ekki endilega, að öll upphæðin 120ma.$ sé yfirtekin af Seðlabankanum, þ.s. örugglega einhver þeirra ríkisfyrirtækja sem eiga í hlut - - hafa nægt tekjustreymi í gjaldeyri til að ráða við greiðslur.
- Á hinn bóginn, sennilega staðfestir þessi aðgerð Seðlabanka Rússlands - - > Að til staðar séu ríkisfyrirtæki, sem lenda í greiðsluvanda - vegna viðskiptabanns aðgerða Vesturvelda. Og er annars mundu verða greiðsluþrota - - > Svo að þeirra skulda þá falla hvort sem er á ríkið.
- Seðlabankinn á þá ekki neina undamkomu auðið frá því, að gefa þetta vilyrði.
Það þarf þó að taka tillit til þess, að fjármagnsflótti frá Rússlandi hefur verið umtalsverður 2014 eða 134ma.$ að andvirði.
Það er að sjálfsögðu ekki unnt að vita, að hvaða marki hann heldur áfram á nk. ári.
En margir óttast að útflæði gjaldeyris - þ.e. fjármagnsflótti, muni aukast frekar en hitt.
- Menn munu því óhjákvæmilega halda spurningunni á lofti varðandi gjaldeyrisstöðu Rússlands - - nú þegar sjóðurinn gæti alveg farið vel niður fyrir 300ma.$ á nk. ári.
- Hafandi í huga, að heildarskuldastaða ríkisfyrirtækja virðist í kringum 600ma.$.
Þetta getur skýrt af hverju Standards&Poors hefur ákveðið að setja mat á greiðsluhæfi Rússlands í neikvæðar horfur - - eru nú öll matsfyrirtækin með Rússland á neikvæðum horfum, einu þrepi fyrir ofan ruslflokk
Russia on Verge of Junk as S&P Puts Rating on Negative Watch
"The move stems from what we view as a rapid deterioration of Russias monetary flexibility and the impact of the weakening economy on its financial system, S&P said."
Skv. þessu, virðast öll matsfyrirtækin meta það a.m.k. hugsanlegt - að Rússland lendi í greiðsluvandræðum með gjaldeyrislán.
Rúblan styrktist töluvert í sl. viku - - í kjölfar inngripa Seðlabank Rússlands, er kostuðu 15,7 ma.$, stendur nú ca. 10% hærra en vikuna á undan, þ.e. heildarfall sl. 12 mánuði um ca. 40% í stað 50%.
Russia's Defense of the Ruble Cuts Reserves by $15.7 Billion in Week
Á hinn bóginn veit enginn - hvort að þessi ívið skárri staða sé verjanleg.
Rússneski Seðlabankinn getur augljóslega ekki ástundað þetta kostnaðarsama vörn - - viku eftir viku.
Niðurstaða
Mér virðist fréttir þær sem ég vísa í, staðfesta skilning minn á stöðu Rússlands - að hún sé með þeim hætti. Að gjaldeyrisstaða rússneska ríkisins sé -Neikvæð- ekki -Jákvæð- þ.s. sennilega neyðist rússn. ríkið til þess, að beita Seðlabankanum fyrir vagn sinn. Og láta hann taka að sér að verja stöðu skuldugra ríkisfyrirtækja - - er skulda mikið fé í gjaldeyri.
Það verður ákaflega forvitnilega að fylgjast með því, til hvaða úrræða verður gripið til á nk. ári.
En margir -málsmetandi- eru farnir að spá "gjaldeyrishöftum" í Rússlandi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2014 | 23:24
Lítt þekktur fjárfestir ætlar að reisa 50 milljarða Dollara skipaskurð í gegnum hið bláfátæka Mið-Ameríkuland, Níkaragúa
Hér á Íslandi voru nokkrar efasemdir um "Huang Nubo" sem vildi reisa ferðamannaparadís á hálendi Íslands, á landi Grímsstaða á Fjöllum. Meðal annars vegna þess, að mjög erfitt var að komast að því, hvaða fjármagn lá að baki hans fyrirtæki. Að auki virtist hans fyrirtæki ekki hafa afrekað stóra hluti fram að þeim tíma.
En hvað segja menn þá um annan Kínverja, sem ætlar svo sannarlega að gera stóra hluti?
Daniel Ortega (left) shake hands with Wang Jing, president of Chinese company HK
Nicaragua announces start of China-backed canal to rival Panama
Nicaragua launches construction of inter-oceanic canal
Nicaragua starts work on $50bn canal between two oceans
Protests as Nicaragua starts work on $50bn interoceanic canal
Nicaragua breaks ground on canal project
Það virðist gersamlega augljóst, að Wang Jing, sé einungis framhlið fyrir kínversk stjórnvöld
- Fyrirtæki Wangs Jing, virðist ekki hafa nokkra reynslu af risa verkfræði verkefnum.
- Fyrirtæki hans, er í - - "Telecoms" þ.e. fjarskiptum. Það virðist a.m.k. ekki það augljósasta að "símafyrirtæki" taki að sér að leggja - stærsta skipaskurð heimssögunnar.
"Wang, 42, heads more than 20 companies, including Xinwei Telecom Enterprise Group, which controls Chinese state telecoms firm Datang Telecom Technology & Industry Group." - "He set up Hong Kong-based HK Nicaragua Canal Development Investment Co Ltd (HKND Group) in November 2012 and won the licence to build the canal in June 2013 with no competition."
"Both ports and the canal will be designed to handle the modern mega-ships favoured by global shipping firms, which can carry up to 25,000 containers." - "A $5.25bn expansion of the Panama canal, scheduled for completion in early 2016, will enable it to handle ships carrying 12,000 containers." - "Three billion cubic metres (106bn cubic feet) of earth will have to be excavated for the canal, which will be between 230 and 520 metres wide (750-1,700 feet) and 30m deep, allowing it to handle ships of up to 400,000 tonnes."
Og Níkaragúa skurðurinn á ekki að vera nein smásmíði, þ.e. :
- 3-falt lengri en Panama skurðurinn, lengd 278 km.
- Á samtímis að vera, miklu mun víðari og að auki dýpri, þannig að risaskip sem geta flutt 25.000 gámaeiningar, geti farið um hann. Í dag komast einungis skip er flytja 5.000 gáma um Panamaskurðinn. Stækka á þó hann, svo geti flutt stærri skip.
- Hluti af framkvæmdinni, verður að reisa 2-risahafnir á sitt hvorum enda, fær um að meðhöndla þau risaskip sem eiga að geta nýtt sér nýja skipaskurðinn.
- Að auki stendur til að reka "tollfrýsvæði" á landi Nikarakúa, í grennd við skurðinn, þ.s. til stendur að reka framleiðslufyrirtæki og alþjóðaflugvöll - - "The project is to include two ports, an airport, a resort and an economic zone for electricity and other companies."
- Talið að 50.000 verkamenn muni þurfa til. Áætlað að verkefnið taki 5-ár.
Ég er eiginlega algerlega viss, að það séu í raun og veru, kínversk stjórnvöld sem séu að reisa þennan skurð - - hafandi í huga að þetta er sennilega mesta verkfræði verkefni heimssögunnar, fram að þessu.
Mér virðist afar - afar líklegt, að Daniel Ortega, leiðtogi Sandinista hreyfingarinnar og flokks, forseti hins bláfátæka Nikaragua - - sé "de facto" að semja landið yfir á kínversk yfirráð.
En það geti vart annað verið -hafandi í huga að einungis Haiti er fátækara en Níkaragúa- kostnaður við það að reisa skurðinn er upp á a.m.k. 4-þjóðarframleiðslur landsins.
Þegar reksturinn er formlega hafinn, verður þetta án nokkurs vafa - - meginþungamiðja efnahagslífs landsins.
- Og Ortega hefur samið -um 100 ára langt einkaleyfi kínverska fyrirtækisins- á rekstri skurðarins, sem og tollfrýsvæðisins - sem reka á samhliða.-
- Ég er ekki frá því, að er Panamaskurðurinn var reistur, hafi verið 99 ára samningur.
Kínverjar eignast þá eitt stykki Mið-Ameríkuland
Það þarf þó ekki -heilt yfir litið- að vera slæmur valkostur fyrir landsmenn. Þó svo það þíði, að eiginlegt sjálfstæði landsins sennilega verði ákaflega takmarkað - - þá er það sennilega ekki "verra fyrirkomulag hvað það varðar" en landið Panama hefur lengi búið við gagnvart Bandaríkjum N-Ameríku. Bandaríkin reyndar bjuggu það land til - skilst mér, en það landsvæði áður tilheyrði Kólumbíu, þegar þing þess lands reyndist erfitt í samningum - - studdu Kanar að sögn "local" herforingja til uppreisnar gegn Kólumbíu, og bandarískur her síðan gekk þar á land og síðan var formlega kynnt um stofnun lýðveldisins Panama og gerður samningur við það um skipaskurð, að bandarískt rekstrarfélag mundi eiga og reka hann í 99 ár.
- Höfum í huga hve óskaplega fátækt land, Níkaragúa er - höfum einnig í huga, að það þíðir að laun í landinu eru "virkilega lág."
- Hugmyndin að reka "tollfrýsvæði" samhliða er því "snjöll" en Kínverjar sjálfir hófu sína efnahagsuppbyggingu, á því að setja upp "sérstök iðnsvæði" innan Kína, sem síðan stækkuðu og smám saman - síðan má segja að þau hafi tekið yfir Kína.
- Mér virðist sannarlega vera tækifæri til þess, að setja upp verksmiðjur í Níkaragúa, til þess að "hagnýta lágu launin" sem -mjög líklega eru lægri en í Kína- til þess að framleiða ódýrar vörur, og koma þeim í skip - - með alla þessa skipatraffík í næstu nálægð.
- Þá verða það væntanlega "fyrst og fremst" kínverskir fjárfestar er eiga og reka þessar verksmiðjur. Og ég á von á því, að þeirra - - persónulegi gróði geti verið heilmikill.
En hvað er þá í þessu - - fyrir kínversk stjórnvöld?
- Höfum í huga mikilvægi Panamaskurðarins, fyrir Bandaríkin sem flotaveldis, en hann gerir þeim kleyft að færa flotaeiningar með hraði frá Atlantshafi yfir til Kyrrahafs. Panamaskurðurinn hefur því verið mjög mikilvægur kjarni fyrir flotaveldi Bandaríkjanna, ásamt að sjálfsögðu - - Súes skurðinum.
- Mér virðist blasa við, að áhugi kínverskra stjórnvalda, sé - - hernaðarlegs eðlis. Þó svo að ég reikni ekki endilega með því, að kínverskar flotastöðvar spretti upp í höfnunum tveim, sem reknar verða á sitt hvorum enda Níkaragúa skurðarins, endilega alveg strax - - eða endilega á allra næstu árum eftir að hann verður kláraður.
Níkaragúa skurðurinn geri þá það sama fyrir kínversk stjórnvöld, sem Panamaskurðurinn hefur gert fyrir bandarísk stjórnvöld - - þ.e. að gera Kína það mögulegt að færa flotastyrk með hraði milli Kyrrahafs og Atlantshafs.
Daniel Ortega hafi ákveðið, að gerast "de facto" bandalagsríki Kína, í því framtíðar kalda stríði sem líklega mun skella á - á næstu árum.
En ef Kína er virkilega alvara með það - að ætla að storka veldi Bandaríkjanna í heiminum, þá verður Kína að gerast flotaveldi á heimshöfunum, a.m.k. langleiðina til jafns við Bandaríkin. En það eru yfirráðin á hafinu, sem er meginkjarninn í veldi Bandaríkjanna.
- Ég bendi á gamla færslu, þ.s. ég fjalla um framtíðar flotaveldi Kína, en í henni bendi ég á viðbótar atriði sem ég tel Kína þurfa að hrinda í verk, ef Kína ætlar sér að verða að risaveldi til jafns við Bandaríkin: Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?
Niðurstaða
Mig grunar afskaplega sterklega að Wang Jing sé einungis framhlið fyrir kínversk stjórnvöld, þegar kemur að þeirri risaframkvæmd sem til stendur í Níkaragúa. Á hinn bóginn, þá hef ég alls engar efasemdir - að skurðurinn verði reistur. Wang Jing sé einungis hafður frammi, svo kínversk stjórnvöld geti -afneitað því- að koma nokkurs staðar nærri.
Að einhverju leiti, læddist svipaður grunur að manni, í tengslum við Huang Nubo. Á móti, þá blasti ekki endilega við mér - notagildi Grímsstaða landsins fyrir kínversk stjórnvöld, þ.e. langt frá sjó, samtímis hátt yfir sjó.
Afleiðing þess að skurðurinn verður reistur, tel ég verða þá að landið Níkaragúa verði líklega -de facto- kínversk hjálenda. Á móti þá sennilega verður útkoman af því alls ekki slæm fyrir landsmenn.
Þeir sennilega uppskeri verulega lyftistöng fyrir þeirra hagkerfi, sem og störf. Það sé langt í frá út í hött, að skurðurinn geti leitt til þess að landið verði að -miðstöð framleiðslu- sem hagnýtir sér lág laun í landinu.
Þannig byggist upp framleiðslu-iðnaður þar, sambærilegt við þá uppbyggingu er hófst fyrir nærri 30 árum í Kína. Þegar sá grunnur er kominn til - - þá verður síðar meir mögulegt að byggja frekar þar ofan á. Eins og gerst hefur í Kína.
Þetta land er enn þann dag fátækasta land Mið-Ameríku, fyrir utan Haiti. En í ákveðinni kaldhæðni, getur það verið að í þeirri fátækt liggi tækifæri, þegar skipaskurðurinn kemur til - - það hve launin séu lág, geri það mögulegt fyrir landið að verða miðja láglauna-iðnaðar.
Þú þarft alltaf að byrja einhvers staðar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.12.2014 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.12.2014 | 13:14
Að baki þeirri grátbroslegu sögu, að N-Kórea er að hindra að grínmynd verði sýnd í kvikmyndahúsum, að N-Kórea hefur byggt upp öflugt hakkarateymi
Sjálfsagt hafa flestir frétt af því, að N-kóreanskt hakkarateymi á vegum hers N-Kóreu, virðist hafa brotist inn á vef Sony Pictures - stolið miklu magni af gögnum, þar á meðal handritum af óloknum myndum, persónuupplýsingum leikara, starfsmanna og lykilorð ásamt persónuupplýsingum notenda vefsins - - öllu dreift um vefinn.
En kannski er það áhugasamasta að þetta sýni fram á tilvist skipulagðs hakkarateimis N-kóreska hersins. Sumir sérfræðingar, eru hræddir við það fordæmi sem "Sony Pictures" hafi auðsýnt, með því að - - hætta að frumsýna myndina "The Interview."
Fyrir áhugasama, trailer á "The Interview" með Seth Rogen, myndin virðist fljótt á litið "skemmtileg vitleysa" - dæmi hver fyrir sig:
- "Testimony from North Korean defectors points to the development of a complex and highly organised cyber warfare capacity since 1998, when then leader Kim Jong-il reportedly ordered a vast expansion of computer education in the Korean Peoples Army."
- "According to research by Kim Duk-ki, a South Korean navy officer, potential hackers are identified at around the age of 12 and subjected to years of high-level training before being assigned to specialised institutions and military units. "
- "Being a hacker is a dream job for many young North Koreans because they are relatively well-paid and respected, says Jang Jin-sung, a former North Korean government official who claims that hacking has become a significant source of foreign currency for the regime."
Ef þetta er rétt hjá Kim Duk-ki - - > Þá er N-Kórea farin að ástunda skipulagða glæpastarfsemi í fjárplógsskyni í gegnum vefinn.
Ekki bara það, að brjótast inn á síður til að - skemma.
En sjálfsagt ætti ekkert að koma manni á óvart með N-Kóreu, land sem viðheldur "skipulögðu þrælahaldi" í formi vinnubúða þ.s. miklum fjölda N-Kóreumanna er haldið bakvið gaddavír, rafmagnsgyrðingar með banvænum straumi, og vélbyssuhreiður - ásamt vörðum með skipanir um að skjóta til að drepa. Fólkinu þrælað þangað til að það megnar ekki meir, endar þar síðan ævina sennilegast.
Land þ.s. hundruð þúsunda létu lífið fyrir rúmum áratug, í hungursneið - landið viðheldur samt milljón manna her, eldflaugaprógrammi - smíðar eldflaugar sem geta flogið langleiðina til Bandaríkjanna, og ekki má gleyma kjarnorkuprógrammi - - samtímis að stór fjöldi íbúa er vannærður.
- Grínið er eiginlega - grátbroslegt; því þó að myndin slái bersýnilega öllu í grín.
- Þá er ljóst, að stjórnendur N-Kóreu eru að leitast við að gera allt sem þeir geta, til að hindra að grínmynd sem snýst um tilraun til að drepa leiðtoga N-Kóreu, verði sýnd.
- En fyrir þeim, er bersýnilega sjónarspilið tengt persónudýrkun á leiðtoganum - - dauðans alvara.
Niðurstaða
Ef það er kaldhæðni í tilraun N-Kóreu til að drepa myndina "The Interview" þá ef til vill liggur það í því, að með því að málið hefur komist á forsíður heims pressunnar, þá hefur myndin fengið gríðarlega ókeypis auglýsingu. Samtök leikara og leikstjóra, fjöldi manns í samfélaginu - hafa að auki mótmælt því að "hætt sé við að sýna myndina" í bíóhúsum yfir jólahátíðina.
Það er aldrei að vita, nema að öll þessi "óvænta auglýsingaherferð" verði til þess að eigendur kvikmyndahúsa. Komist yfir hræðsluna yfir hótunum N-Kóremanna, um að ráðast að vefjum kvikmyndahúsa þeirra - - þegar þeim líklega verður ljóst að öll þessi kynning mun sennilega auka mjög aðsókn, þannig þeirra gróða af sýningu "The Interview."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2014 | 13:05
Gjarnan kvartað yfir fábreyttu atvinnulífi á Íslandi, hvað segir það um stjórnendur Rússlands og Venesúela að svipað ástand ríki þar?
Rússland hefur 143 milljón íbúa, Venesúela 30 milljónir. Bæðir ríkin eru olíuríki - skv. fréttum Vestrænna fjölmiðla sl. 2 vikur. Blasa við áhugaverðar staðreyndir:
- ca. 70% útflutningstekna Rússlands, koma frá olíu og gasi.
- ca. 90% útflutningstekna Venesúela, koma frá olíu og gasi.
Ísland, hefur í dag 3-megin undirstöður, gjaldeyristekjur virðast í dag nokkuð jafnskiptar milli þessara 3-ja greina:
- Sjávarútvegur.
- Orkufrek stóryðja.
- Ferðamennska.
Samanlagt skaffa þessar greinar ca. 90% gjaldeyristekna.
Ólíkt Rússlandi og Venesúela, hefur Ísland - gilda afsökun
Ég er að tala um - smæð Íslands. Að vera einungis 300þ. manns. En það þíðir að ekki er grundvöllur fyrir mikið af starfsemi, sem getur -tæknilega- blómgast í fjölmennum löndum. Vegna þess að -stór heimamarkaður- skapar grundvöll fyrir þá starfsemi.
Þó eru íslenskir stjórnmálamenn gjarnan skammaðir fyrir þá meintu "skammsýni" að atvinnulíf á Íslandi, sé ekki fjölbreyttara en það er.
- Það þarf að horfa á, að Ísland er örrýki - það virkilega þíðir, að afar erfitt er að skapa grundvöll fyrir mikið af framleiðslustarfsemi.
En ég get ekki séð, að Rússland hafi "gilda afsökun" - staða Rússlands, að 70% útfl.tekna komi frá olíu og gasi - - lísir sér í að mörgu leiti sambærilegum óstöðugleika Rúblunnar og hefur verið til staðar, á íslensku krónunni.
- Þessi staða, hlýtur að vera mjög stórfelldur - áfellisdómur á stjórnendur landsins.
- Að þeim skuli ekki hafa takast, að efla fjölbreytni útfl. atvinnuvega landsins.
Rúblan virðist vera að -gengisfalla af sömu ástæðu og krónan oft hefur gengisfellið- sérstaklega á árum áður er -sjávarútvegur var 70% útfl. tekna.- þá fór gengi krónunnar eftir þörfum sjávarútvegs.
Með öðrum orðum, gengi rúblunnar - virðist fara stórum hluta eftir þörfum gas- og olíuvinnslu.
- Síðan hefur verið stefnan, að efla aðrar útflutningsgreinar en sjávarveg.
- Sem hefur skilað þeim árangri, að nú eru 2-viðbótar gjaldeyrisskapandi greinar, sem í dag standa jafnfætis ca. sjávarútvegi. Landið stendur því á 3-súlum. Í stað einnar.
- Þetta mun hafa minnkað gjaldmiðilssóstöðugleika á Íslandi.
En ég get ekki séð merki þess, að stjórnendur Rússlands - hafi alvarlega gert tilraun sl. 20 ár, til þess að draga úr þvi ástandi, hve efnahagsur Rússlands sé háður - > Olíu og gasi.
Með því að efla aðrar gjaldeyrisskapandi greinar.
- Það er ekki fyrr en núna, er Rússland er skollið í alvarlega kreppu.
- Að Pútín, talar um þörf fyrir að "auka fjölbreytni framleiðslu til útflutning."
Ég skal alls ekki segja, að það sé ómögulegt fyrir Rússland að auka fjölbreytni framleiðslu.
Ég get bent á það þegar - Japan hóf uppbyggingu á 6. áratugnum, eða þegar S-Kórea hóf sína á 7. áratugnum, eða er Kina hóf sína á 9. áratugnum.
- Ef við miðum við Kína - þá hefur það tekið landið nærri 30 ár að ná núverandi stöðu.
- Þ.e. ekkert sem fær mig til að trúa því, að það taki Rússland skemmri tíma en 20 ár. Að skapa fjölbreytta framleiðsluatvinnuvegi, á fjölbreyttum hátæknigrunni.
Ég bendi á að Pútín hefur stjórnað í 20 ár.
Ég því eðlilega vantrúaður á þetta átak, þó það sé tæknilega mögulegt, því að -sömu stjórnendur Rússlands- sem hafa svo herfilega klúðrað málum þar, þykjast ætla að gera betur á nk. árum.
Mig grunar frekar, að þessar yfirlýsingar þeirra, séu til þess - að dreifa gagnrýni á þeirra óstjórn árin á undan, frekar en að þeim sé veruleg alvara með það, að hefja slíka uppbyggingu.
--------------------
Venesúela - hefur verið dæmi um aðeins aðra tegund af óstjórn en Rússland. En óstjórn Venesúela hefur verið "vísvitandi" þ.e. sósíalistaflokkur Venesúela hefur -skipulega- lagt í rúst nánast alla aðra starfsemi í landinu, heldur en útflutning á olíu og gasi.
Og þeim atvinnuvegi, er herfilega stjórnað - einnig. Þ.e. of lítið fé lagt í þróun nýtingar þeirrar auðlyndar. Nánast allt fé sem fæst sé lagt til ríkisins.
- Það hefur verið hugsunin, endurdreifa auðnum.
- Án þess að skapa nýjan.
- Í því skyni, hefur nánast allt einka-hagkerfið verið þjóðnýtt, til þess að endurdreifa auðnum.
- Og þau fyrirtæki lögð í hendur flokksdindla, með vafasama þekkingu á rekstri. Það má líkja þessu við stjórnun Robert Mugabe í Zimbabve. Svo slæmt hafi þetta verið.
- Niðurstaðan er sú, að Vensúela hafi nánast ekki neitt hagkerfi annað en, útflutning á olíu og gasi sbr. rúml. 90% gjaldeyristekna.
Niðurstaða
Ég get ekki sagt annað, en að það sé gríðarlegur áfellidsómur á stjórnendur Rússlands og Venesúela, að í Rússlandi séu 70% gjaldeyristekna frá olíu og gasi, og hinsvegar að fyrir Venezúela gildi að þar komi rúmlega 90% gjaldeyristekna frá sömu áttum.
Í samanburði, hafa stjórnendur Íslands - afsökun að atvinnulíf hér sé ekki fjölbreyttara en það er, þ.e. örsmæð landsins.
Sérstaklega er kemur að stjórnendum Rússlands, þ.e. Pútín og co., - sé ég ekki að þeir hafi nokkra gilda afsökun fyrir því, að hafa ekki sl. 20 ár skipulega fylgt þeirri stefnu að efla fjölbreytni atvinnulífs.
En þ.e. ekki eins og ekki hafi blasað við þeim, dæmi um velheppnaða slíka uppbyggingu -hringinn í kringum þá, sömu ár. Þ.e. þeir hafa orðið vitni að uppbyggingu fyrrum A-tjalds ríkja er gengið hafa í náið efnahagssamtarf við Vesturlönd.
Á A-landamærum, hefur við þeim blasað, tilraun Kína sem heppnast hefur vel, við það að byggja upp fjölbreytt og vel heppnað atvinnulíf.
- Þ.e. ekki fyrr en núna, er allt er líklega of seint, þegar landið er dottið í djúpa kreppu.
- Sem sömu stjórnendur er bera ábyrgð á þeirri óstjórn, tala um að auka fjölbreytni atvinnulífs.
Ég verð að segja, að mér finnast þær yfirlísingar skorta trúverðugleika, er þær koma frá þeim sem hefur ráðið landinu í 20 ár - og fram að þessu, augljóslega ekkert gert til þess að efla aðra starfsemi í Rússlandi en olíu og gas.
Grunar að hann sé frekar, að dreifa gagnrýni - en að það beri að taka yfirlísingar nýverið fram komnar, alvarlega.
Þetta er einnig ábending til aðdáenda Pútíns, að hann sé ekki aðdáunarverður stjórnandi, alls ekki snillingur - - heldur sé ástand Rússlands vottur um afar herfilegt klúður af hans hálfu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.12.2014 | 01:28
Ég hafna því að sjálfsögðu að Vesturlönd og NATO, hafi í gegnum árin verið að gera tilraun til að þrengja að Rússlandi
Það er að sjálfsögðu ekkert nýtt við það, að stjórnvöld í Kreml - ásaki Vesturlönd og NATO fyrir þær sakir. Og nefni það til sönnunar - hve mörg fyrrum A-tjalds ríki hafi gengið í NATO og kosið náið efnahagssamstarf við önnur Vesturlönd.
Það sem hefur vakið athygli allra síðustu ár, er fjölgun stuðningsmanna sjónarmiða rússneskra stjórnvalda á netinu - sem að því er ég best fæ séð, taka upp línu rússneskra stjórnvalda óbjagaða.
Mikið af þessu fólki hefur sjálft íverustað meðal samfélaga Vesturlanda. En velur samt sem áður, að setja sig upp á móti þeim meginsjónarmiðum sem utanríkissstefna Vesturlanda byggist á.
- Sjálfsákvörðunarréttur þjóðríkja, er auðvitað atriði, no. 1.
- Síðan að landamæri þjóðríkja séu almennt séð, heilög.
Kort - NATO
Fjölgun meðlimaríkja Vesturlanda, hefur byggst á fyrsta prinsippinu
Ég tel algerlega órökrétt af Íslendingi, að afneita "sjálfsákvörðunarrétti" þjóðríkja - - þ.e. að þau hafi rétt til þess að ákveða sjálf, hverju þau vilja tilheyra og auðvitað akkúrat á hinn kanntinn - hverju ekki, að sjálfsögðu ekki síst skuli það vera háð þeirra vilja - ekki vilja utanaðkomandi ríkis - með hvaða þjóðum viðkomandi land velur að starfa.
Þegar kemur að Rússlandi, þá einmitt hafna stjórnvöld í Kreml "sjálfsákvörðunarrétti þjóðríkja" þ.e. þau vilja meina - að taka beri tillit til "hagmuna Rússlands" - þ.e. skv. skilgreiningu Kremlverja á þeim hagsmunum.
Þetta sést ekki síst á því - - þegar Pútín segir að "endalok Sovétríkjanna hafi verið eitt af mestu hamförum heimssögunnar og gríðarlegur harmleikur fyrir Rússland."
En þá er hann að segja - - að það að A-tjalds löndin "fengu frelsi" auk þess, að lönd sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum öðluðust sjálfstæði; hafi verið hræðilegur atburður.
- Mér finnst því afar merkilegt, þegar Íslendingar styðja slík sjónarmið.
Það sést einnig á hegðan Rússlands gagnvart löndum er áður tilheyrðu Sovétríkjunum, að Rússland á mjög erfitt með að "umbera þeirra sjálfstæði" - - sbr. hótanir og refsiaðgerðir sem Rússland hefur beitt Moldavíu í liðlega heilt ár, þ.e. viðskiptabann á moldavísk vín er áður voru verðmæt viðskiptavara fyrir Moldavíu á Rússlandsmarkað.
Þetta sést einnig á hegðan Rússlands gagnvart Úkraínu, þegar landið stefndi í að ganga í samstarf við hóp ríkja er tilheyra Vesturlöndum, þá beittu Kremlverjar landið efnahagsþvingunum af sambærilegu tagi, síðan stigvaxandi hótunum - uns forseti landsins gaf eftir og samþykkti að gangast inn á framtíðaráætlun Pútíns fyrir Úkraínu, að ganga inn í efnahagssamstarf undir stjórn Rússlands - er hefði bundið endi á efnahagslegt sjálfstæði Úkraínu.
- En þá ákváðu ibúar landsins, að verja sjálfstæði þess - - steyptu ríkisstjórn þess í byltingu, hundruð þúsunda mótmæltu þar til stjórnin hrundi.
- Pútín hefur síðan beitt Úkraínu harkalegum refsingum, fyrir að "dirfast að vilja vera sjálfstæð þjóð" þ.e. "rán Rússlands á Krímskaga" og ekki síst "að vopna hlua af íbúum landins til uppreisnar gegn meirihlutanum."
Það hefur verið undir Pútín - samfellt þema, að Rússland beitir sér gegn sjálfsákvörðunarrétti þeirra þjóðríkja er fengu sjálfstæði við hrun Sovétríkjanna - þegar þær ákvarðanir eru metnar standa gegn hagsmunum Rússlands.
Rússland telur sig sem sagt - eiga að hafa rétt til þess, að ráða verulega yfir þeim þjóðum, sem þær þjóðir eðlilega hafa ekki verið sáttar við.
Það er ekki síst þetta hegðunarferli Rússlands, undir Pútín - sem virðist ágerast frekar en hitt. Sem hrekur þjóð eftir þjóð, á náðir Vesturlanda - í það skjól sem Vesturlönd veita.
Í NATO er ekki ein einasta þjóð - sem ekki gekk í þau samtök, sjálfviljug.
Seinna prinsippið, að landamæri þjóðríkja séu heilög - hafa Vesturlönd stutt ávalt, en þó ekki algerlega án undantekninga
Fyrst þarf að nefna það, að Rússland sjálft - - hefur ávalt talið sig hafa rétt, til þess að brjóta á bak aftur uppreisnir innan landamæra Rússlands.
Stríðið í Téténíu, er auðvitað sá atburður sem mesta athygli hefur vakið, en þegar Pútín barði uppreisn Téténa niður skömmu eftir að hann komst til valda sem forsætisráðherra. Þá var það gert með "óskaplegri grimmd" og "offorsi." Talið að a.m.k. 50.000 hafi farist í Grosný höfuðborg Téténíu, sem barist var um mánuðum saman, og algerlega lögð í rúst. Rússar beittu stórskotaliði, og loftárásum þangað til að nánast var ekki til óskemmt hús í borginni. Áður en rússneski herinn hélt inn í borgina.
Það veit enginn nákvæmlega hve margir féllu - - tölur upp á ca. 10% af þjóðinni, hef ég heyrt þ.e. 100.000 eða jafnvel þar yfir.
Þannig, að þegar Rússland ásakar Vesturlönd - fyrir að vera ekki sjálfum sér samkvæm, þá er Rússland að sjálfsögðu -ekki síst Pútín sjálfur- með grjóthríð úr glerhúsi.
- Þ.e. rétt að muna eftir þessu, þegar menn eru að látast mjög reiðir yfir mannfalli upp á 4.000 manns í A-Úkraínu.
Sú tala telur alla fallna, þ.e. hermenn stjórnarhers Úkraínu, hermenn uppreisnarmanna, sem og fallna almenna borgara. Þ.s. stjórnarherinn hefur tapað ca. 1.000 og ég stórfellt efa að uppreisnarmenn hafi misst færri. Þá þíðir það að fallnir almennir borgarar eru vart flr. en 2.000. Síðan er líklegt, að skothríð beggja herja beri ábyrgð á því mannfalli.
- Eins og sést á þessu, er herför stjórnarhers Úkraínu, mjög mikið minna mannskæð heldur en herför Pútíns sjálfs var - gegn uppreisnarhéraði innan Rússlands.
- Að auki er rétt að árétta, að skv. SÞ eru 500.000 flóttamenn -innan Úkraínu á landsvæði stjórnarhersins- meðan að um 200.000 hafa flúið til Rússlands.
- Það er því röng sú saga sem oft er sögð, að milljón flóttamenn hafi flúið frá Úkraínu til Rússlands -- a.m.k. er það langt frá þeim tölum sem Flóttamannastofnun SÞ gefur út.
------------------------
Þegar Vesturlönd studdu sjálfstæði - Bosníu, Króatíu, Slóveníu, síðan að lokum, Kosovo. Þá snerist það um það atriði - - að binda enda á mjög mannskætt stríð.
Sem hafði kostað meir en 100.000 allt í allt lífið. En Júgóslavía - leystist upp í orðsins fyllstu merkingu.
Því "Pandóruboxi" varð ekki lokað aftur - það var algerlega ljóst. Þegar Slóveníu fyrst tókst að verja sitt landsvæði -gegn stjórnarher Júgóslavíu- síðan Króatíu. Í samhengi Bosníu - - var það "þjóðarmorð á Bosníu-Múslimum" sem varð til þess, að Vesturlönd tóku þá afstöðu að einnig styðja sjálfstæði þess lands.
Þegar kom að Kosovo - - var það óttinn við "annað þjóðarmorð" sem var að baki afstöðu Vesturvelda. En þegar menn tala um serbneska íbúa þess landsvæðis. Þá voru þeir færri en 10% íbúa, þá hefur þurft að halda undir vernd hermanna á vegum SÞ.
- Þegar menn gera tilraun til þess, að líkja atburðarásinni í A-Úkraínu við rás atburða í Kosovo t.d., þá er ekkert sambærilegt þjóðarmorð sem unnt er að styðjast við "sem réttlætingu."
- Og ég endurtek, að Pútín sjálfur, barði niður með miklu blóðbaði, uppreisn héraðs innan Rússlands sjálfs - héraðs sem byggt er fólki sem ekki eru Rússar.
Einu undantekningarnar, þegar Vesturveldi hafa gefið afslátt á prinsippinu að landamæri eru heilög - var þegar:
- Ljóst var að Króatía og Slóvenía voru orðin "de facto" sjálfstæð er þau gátu varist sókn stjórnarhers Júgóslavíu, án utanaðkomandi aðstoðar.
- Síðan, var það þjóðarmorðið í Bosníu. Sem myndaði stuðning við sjálfstæði Bosníu. Til þess að minnka líkur á endurtekningu slíks blóðbaðs.
- Stuðningur v. sjálfstæði Kosovo, var vegna óttans um sambærilega voðaatburði.
Það er ekki neitt á sama tíma, sem bendir til þess að nokkur slík hætta sé til staðar - varðandi stjórnarher Úkraínu.
Enda sést það á mannfallinu, sem er brotabrot af mannfalli því sem stjórnarher Rússlands undir Pútín orsakaði í Téténíu, að stjórnarher Úkraínu er ekki að beita vopnum með þeim hætti - sem má líkja við stríðsglæpi. Hvað þá að sanngjarnt sé að tala um þjóðarmorðs tilraun.
- Ég sá aldrei neina raunverulega málefnalega ástæðu fyrir uppreisn. Og sé ekki enn.
- Enda get ég ekki með nokkrum hætti komið auga á það, að stefna stjv. í Úkraínu að ganga í lið með Vesturveldum - sé neikvæð fyrir íbúa A-héraða Úkraínu.
- Enda kem ég ekki auga á nokkra ástæðu þess, að fríverslun við ESB ætti að hindra viðskipti við Rússland, af hálfu íbúa þar. Enda hefur fríverslun Íslands v. ESB ekki verið nein hindrun okkar Rússlandsviðskiptum. Né hefur aðild að ESB hindrað t.d. Þýskaland að eiga mikil viðskipti við Rússland.
- Viðskipti íbúanna við Rússland - hafi aldrei verið í hættu. Né hafi störf þeirra verið það. Þaðan af síður, áhætta fyrir þeirra efnahag. Frekar en hitt, að þeir væru í bestu stöðu íbúa Úkraínu að græða á fríverslun við ESB. Enda efnahagslega séð, þróðustu héröðin innan Úkraínu.
Uppreisnin hafi verið án nokkurrar skynsamlegrar ástæðu.
Íbúum hefði að sjálfsögðu - - ekki staðið nein hætta af stjórnvöldum í Kíev. Þær sögur sem fóru af fasisma og fasistahættu, hafi verið það fyrst og fremst - söguburður.
Þ.e. ekkert í hegðan stjórnarhersins á svæðum þeim sem hann ræður yfir, sem bendi til hegðunar sem mundi teljast - glæpsamleg.
Það hafa orðið atvik, þó í tengslum við átökin sjálf, þegar stjórnarherinn hefur tekið svæði er áður lutu yfirráðum uppreisnarmanna - sem hafa vakið spurningar. Á móti hafa engar sannanir fundist um það, að fólk hafi verið látið hverfa og ekki komið fram.
Amnesti International hefur vakið athygli á tilvikum, að fólki hafi verið haldið tímabundið, það barið - - en síðan sleppt. Að einhverjum grunuðum um að vinna með uppreisnarmönnum, hafi verið haldið í lengri tíma - áður en þeim var sleppt. Það án þess að með mál þeirra væri farið með formlegum hætti.
- Á hinn bóginn, eru sambærileg brot uppreisnarmanna - miklu mun alvarlegri þ.e. ekki bara handtökur heldur líka aftökur án dóms og laga, síðan "vinnuþrælkun."
- Og ég bendi á það, að skv. SÞ hafa 500.000 A-Úkraínumenn flúið inn á svæði undir stjórn stjórnarhersins - - það segir allt aðra sögu en haldið er fram, en það segir þá sögu að fólk óttist uppreisnarmenn fremur en stjórnarherinn: Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency.
- Sem er rökrétt, ef haft er í huga, að þeir virðast sekir um til muna alvarlegri brot á mannréttindum.
Þetta auðvitað er í engu samræmi við þann - söguburð sem gengur ljósum logum á netinu.
En þ.e. einmitt málið, að það er - söguburður - ekki sannleikur.
Þó svo að Rússland hafi verið að gera tilraun til þess, að búa til samhengi sem réttlæti stuðning við vopnaða uppreisn í A-Úkraínu, þar á meðal með hermönnum eigin hers, og vopnasendingum - þá stenst það ekki skoðun, að það mál sé sambærilegt við Kosovo málið eða stuðning Vesturvelda við sjálfstæði Bosníu.
Enda séu ásakanir þess efnis, að sambærileg hætta stafi fyrir íbúa A-Úkraínu af stjv. í Kíev, og kom í ljós í Bosníu þegar skipulögð fjöldamorð sannarlega fóru fram - - > Augljóslega ósannar.
Niðurstaða
Ég lít þannig á málið, að Rússland hafi yfir engum hlut að kvarta gagnvart Vesturlöndum, áður en átökin í A-Úkraínu hófust. Aðgerðir Vesturvelda, þ.e. refsiaðgerðirnar séu alls ekki harðari en tilefni sé til - þ.e. þegar aðgerðir stjórnvalda í Kreml eru hafðar í huga. Það er, hvernig þau gerðu tilraun til þess að binda endi á efnahagslegt sjálfstæði Úkraínu. Hvernig Kreml síðan, er úkraínska þjóðin varði sitt sjálfstæði gegn þeirri ásókn, refsaði úkraínsku þjóðinni með ákaflega - freklegum hætti.
Er Rússland gerði innrás á restina af Krímskaga, frá herstöðinni í Sevastopol með rússneskum hermönnum, er voru í einkennisklæðum með allar merkingar afmáðar. Síðan lét framkvæma kosningu - sem var "ófrjáls" þ.e. ekki var heimiluð frjáls kosningabarátta þ.s. öll sjónarmið hefðu rétt til að koma sér á framfæri - - segjum t.d. að "hér væri kosið um aðild að ESB og einungis "Já" baráttan fengi að tjá sig í fjölmiðlum, að koma fram í sjónvarpi og útvarpi, eða birta kosningaáróður. "Nei" - baráttunni væri með öllu bannað að koma fram, koma sjónarmiðum sínum á framfæri, fengi ekki að koma fram í fjölmiðlum." Að sjálfsögðu væri slík kosning ekki marktæk, ef hún færi fram með þeim hætti hérlendis. Og það akkúrat sama gildir um kosninguna sem fór fram á Krímskaga. Að hún er algerlega ómarktæk. Ekki unnt að líta á hana sem rétmæta mælingu á vilja íbúa.
Og ekki síst, þegar Rússland virðist hafa fengið öfgasinnaða þjóðernissinna í A-Úkraínu til uppreisnar, þegar engin sjáanleg málefnaleg ástæða hafi verið fyrir uppreisn. Fullyrðingar um meintar öfgar stjv. í Kíev - virðast söguburður að langsalega stærstum hluta.
Enda sést það á tölum um það -hvert flóttamenn hafa flúið- hvorn herinn íbúar A-Úkraínu óttast meir.
Afar einfalt - - söguburðurinn gegn stjórnvöldum í Kíev, hefur verið nær algerlega hreinar lygar.
Til samanburðar, er enginn vafi á um það, að það fóru raunverulega fram fjöldamorð í Bosníu. Þetta sína dómar Stríðsglæpadómstóls SÞ rækilega fram á.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar