Bloggfærslur mánaðarins, október 2014
31.10.2014 | 23:54
Það hefur orðið verulegt gengisfall rússnesku rúblunnar á árinu, seðlabanki Rússlands hefur nú hækkað vexti í 9,5%
Skv. frétt FT hefur gengi rúblunnar alls fallið um 23% á árinu. Lækkun olíuverðs í seinni tíð. Skiptir alveg örugglega verulegu máli - - í nýlegum gengishreyfingum:
Russia acts to steady rouble by raising rates to 9.5%
Að sumu leiti má líkja Íslandi og Rússlandi saman, bæði löndin eru svokölluð "auðlindahagkerfi" þ.e. hagkerfi þ.s. meir en 20% útflutningstekna koma frá "hráefna-auðlindum."
Eins og sjá má af mynd að neðan, þá hegðar Rúblan sér töluvert svipað krónunni, að hækka þegar útflutningstekjur aukast - en að lækka þegar þær skreppa saman.
- Eins og sjá má, þá hefur rúblan verið sterk rétt fyrir upphaf kreppunnar 2008, eins og var með krónuna. Síðan bersýnilega varð töluvert sig á rúblunni, auðvitað varð sig krónunnar verulega stærra.
- Þeir sem hafa áhuga, geta farið á síðuna þaðan sem myndin er tekin, og sett krónuna í stað rúblunnar. Þá má sjá að töluverðar sveiflur upp og niður hafa verið á krónunni eftir 2008. Mjög sambærilega öldutoppa vs. dali má sjá á myndinni yfir þróun rúblunnar sömu ár.
En það er bersýnilegt á myndinni - að ný dramatísk lækkun rúblunnar hefur verið í gangi sl. 12 mánuði, sem virðist hefjast ca. þegar deilur Vesturvelda og Rússlands verða að alvarlegri krísu í samskiptum.
Þessi lækkun - - mun hafa neikvæð áhrif á kjör Rússa, eins og lækkun krónunnar skaðar kjör okkar á klakanum.
Höfum að auki í huga, að mér skilst að verðbólga sé á bilinu 8-9% - - sem auðvitað er gott að hafa í samhengi við hina nýju vexti "seðlabanka Rússlands" upp á 9,5%.
Þá eru vextirnir ívið hærri en verðbólgan - - sem virðist algeng lenska hjá seðlabönkum.
Þessi verðbólga er að sjálfsögðu - - að éta upp launakjör almennings í Rússlandi, að skapa ástand fallandi kjara þessa mánuði.
Það verður auðvitað forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu, miðað við það að staðan í Úkraínudeilunni hefur verið stöðug nú um hríð - - > Þá getur alveg hugsast að nýr gengisstöðugleiki rúblunnar muni skapast, þ.e. hún falli ekki frekar.
Nema auðvitað að það komi frekari neikvæðar fréttir af heimshagkerfinu, er stuðli að frekari verðlækkunum olíu.
Niðurstaða
Einn vandi á samanburðir gjaldmiðlar landa - - er sú lenska að bera saman lönd með mjög ólík hagkerfi. Að mörgu leiti er t.d. hagkerfi Íslands - líkara hagkerfi Rússlands. Þá meina ég í þeim skilningi að Rússland eins og Ísland, hefur sínar megin útflutningstekjur af sölu - - hrávöru. Þó sú hrávara sem Rússar selja sé önnur en sú er Íslendinga selja. Þá sé meginmálið að bæði löndin séu "hrávöruhagkerfi" eða með öðrum orðum, auðlindahagkerfi.
Flr. lönd má nefna, ekki síst - Ástralíu. Sem býr að mjög miklum hráefnaauðlindum í formi málma, mjög mikill útflutningur þaðan á málmgrýti og að einhverju leiti á unnum málmi. Námuvinnsla virðist ein megin atvinnugrein Ástrala.
- Punkturinn er sá, að gjaldmiðlar hráefnahagkerfa - sveiflast með öðrum hætti, en gjaldmiðlar hagkerfa sem eru t.d. með framleiðslu-iðnað sem megingrundvöll.
- Fyrir Ísland væri það töluvert "challenge" að lifa við gjaldmiðil, sem væri meginhluta grundvallaður á hagkerfum - - er væru með mjög ólíkan hrynjanda.
Það hefur verið ein ábending, að Ísland sennilega þarf að kúpla yfir í aukna áherslu á "full framleiðslu" varnings - - ef það ætlar að losna úr sínum sögulega hrynjanda.
Það er auðvitað ekki gert á einni nóttu - - en ég er þá að tala um "iðnvæðingu." Búa til framleiðslu-iðnað sem gerði meiri verðmæti úr þeim hráefnum sem við höfum aðgang að.
------------------------------------
Varðandi Rússland, ef það koma ekki frekari slæmar fréttir frá heimshagkerfinu, og staðan í Úkraínu færist smám saman nær stöðugleika - - þá ætti verðbólgan í Rússlandi smá saman að deyja út, gengi rúblunnar hætta að síga frekar.
Nokkurt lífskjarahrap sé þó orðin staðreynd í Rússlandi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2014 | 01:02
Vesturlönd virðast hafa samþykkt að fjármagna gaskaup Úkraínu af rússneska orkurisanum Gazprom
Skv. fréttum, með milligöngu ESB, hefur orkumálaráðherra Úkraínu handsalað samkomulag við orkumálaráðherra Rússlands, sem felur í sér að - - GAZPROM er greitt fyrirfram fyrir gas út þetta ár annars vegar og hins vegar samþykkt að greiða uppsafnaða skuld Úkraínu við GAZPROM.
"Russian Energy Minister Alexander Novak shakes hands with Ukraine's Energy Minister Yuri Prodan (R) after gas talks between the European Union, Russia and Ukraine at the European Commission headquarters in Brussels October 30, 2014." - - fólk ætti þekkja Barroso í bakgrunni!
Ukraine, Russia, EU agree to natural gas supply deal
Russia and Ukraine reach gas deal
Skv. frétt nemur heildarupphæð samkomulagsins 4,6 milljörðum dollara. Sem felur í sér 1,5 milljarðs dollara fyrirframgreiðslu - - svo að íbúum Úkraínu verði ekki kalt í vetur.
Skv. frétt, þá hefur ESB samþykkt - - einstæða lánveitingu til Úkraínu fyrir þeirri upphæð. Á sama tíma og fengist hafi vilyrði AGS fyrir því að stjórnvöld Úkraínu mættu nota fé sem AGS hefur þegar samþykkt að lána Úkraínu - - til þess að greiða 3,1 milljarða dollara skuld við GAZPROM.
Ég held þessi útkoma komi engum á óvart
Það var ekkert hægt að gera til að þvinga Rússa til þess að opna fyrir gasstreymi til Úkraínu, án þess að gengið væri frá greiðslum. Á sama tíma hefur lengi legið fyrir að stjórnvöld Úkraínu eru algerlega fjárvana því ófær um að standa straum af þeim greiðslum.
- Samningar hafi - - í reynd staðið um verð.
- Eftir að GAZPROM eða Rússar samþykktu að slá af sinni upphaflegu kröfu, þá virðist samþykki Vesturvelda hafa fengist fyrir að fjármagna þessi gaskaup - - á hinu "niðurprúttaða" verði.
"Ultimately, Ukraine agreed to pay $378 per thousand cubic metres until the end of the year, then $365 until March. Russia dropped its demanded price from an original $485."
Ég held að Vesturlönd séu ekkert að tapa á þessu - en höfum í huga hvað annars gat gerst.
Það blasti við að íbúar Úkraínu mundu verða að kinda með - - einhverju öðru. Þegar haft er í huga, að bardagar í Donetsk og Luhansk héröðum, þ.s. uppreisnarmenn ráða enn verulegum svæðum; hafa skert mjög verulega aðgang Úkraínu að - - kolum, sem hefði tæknilega verið unnt að nota í staðinn.
Þá voru bersýnilega mjög fáir kostir eftir!
Mig grunar að Vesturlönd hafi séð fram á, að betra til muna væri að fjármagna þessi gaskaup, heldur en að fá ef til vill yfir sig - - milljónir flóttamanna frá Úkraínu.
- Þetta breyti ekki heildarstöðunni, þ.e. deilan milli Vesturlanda og Rússlands hættir ekki - - meðan Rússland heldur en Krímskaga.
- Og hættir ekki að styðja uppreisnarmenn í A-Úkraínu.
Refsiaðgerðir halda þá áfram, og það verður áhugavert að sjá, hversu slæm efnahags áhrif þeirra aðgerða verða á Rússland - - sennilega á nk. árum.
En þessi deila lítur ekki þannig út, að hún hætti á næstunni. Þ.e. að líklega verði ástandið - - varanlegt a.m.k. til næstu ára.
Það á eftir að koma í ljós, hvernig Rússlandi gengur með sinn olíuiðnað undir refsiaðgerðum, en eins og útskýrt var í fréttum á miðvikudag - - þá hefur rússn. olíuiðnaðurinn verið umtalsvert háður vestrænni tækni síðan 1991: Rússland getur lent í vandræðum með olíunýtingu á næstu árum, ef refsiaðgerðir Vesturvelda halda áfram
Það virðist líklegt, að nýting nýrra svæða sbr. undir botni Karahafs og svokallaðs Bazhenov svæðis þar sem gríðarleg auðæfi í formi olíu og gas er bundið í leirsteinslögum; muni tefjast.
Á meðan eru olíulindir Rússa á landi, farnar að tæmast hægt en örugglega, þ.e. það dregur úr framleiðslu ár frá ári.
Refsiaðgerðirnar alveg algerlega án vafa, valda Rússlandi miklu meira tjóni - - en það fé sem GAZPROM fær fyrir samning um sölu á gasi til Úkraínu.
Niðurstaða
Ef samningurinn um greiðslur fyrir gas sýnir fram á eitthvað. Þá er það - sem allir þegar vissu. Að Vesturlönd muni á næstu árum halda Úkraínu á floti. Þó það verði kallað lánsfé, virðist afar ólíklegt að Úkraína greiði það fé til baka. Það verður áhugavert þó að sjá hvernig það mun ganga með AGS lánin - - en reglum AGS skv. þá er aldrei veittur afsláttur á greiðslum af lánsfé frá AGS. Þannig að sennilega þarf þá e-h 3-aðili að hlaupa undir bagga. Og lána eða "gefa" Úkraínu fé til að greiða AGS.
Ég hugsa að Vesturlönd líti á Úkraínu sem - - langtímafjárfestingu.
Þannig að þau hafi ekki áhyggjur af því, þó það tapist einhverjir milljarða tugir hvort sem það fé er talið í evrum eða dollurum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2014 | 01:59
Rússland getur lent í vandræðum með olíunýtingu á næstu árum, ef refsiaðgerðir Vesturvelda halda áfram
Það virðist að Rússland hafi síðan 1991, orðið ákaflega háð vestrænum þjónustufyrirtækjum við olíuiðnaðinn. Fyrirtæki eins og Haliburton - sem hafa verið framarlega í flokki í því að þróa nýja og betri tækni - - > til olíuvinnslu. Mikið af þeim búnaði sem sé notaður, sé framleiddur af Vestrænum fyrirtækjum. T.d. búnaður til "láréttrar borunar" eða "horizontal drilling" tækni sem Vestræn olíutengd fyrirtæki hafa þróað - - sem gerir það mögulegt að auka gjarnan mjög mikið það magn olíu sem unnt er að ná úr hverri holu.
Skv. frétt ætla rússnesk stjórnvöld, að stofna "þjóðarfyrirtæki" sem verði ætlað að taka við þeirri þjónustu sem vestrænu fyrirtækin hafa veitt - - sl. 20 ár.
Mynd sýnir Bazhenov leirsteins-svæðið sem talið er innihalda ógrynni af olíu
Stóra spurningin er þó ekki síst, hvort að Rússar geta "kóperað" allan þann búnað, sem erlendu fyrirtækin hafa þróað - t.d. mjög sérhæfðan búnað sem notaður er til neðansjávarborana, og auðvitað hinn ákaflega merkilega búnað, sem er niðri í holunni og gerir það mögulegt, að stjórna borum í allar áttir út frá miðjunni sbr. "horizontal drilling."
- Minn grunur er að Rússar séu a.m.k. "hugsanlega færir um það" en að á sama tíma, verði því ekki snarað á einni nóttu.
- Heldur taki það óhjákvæmilega einhvern árafjöld, og síðan séu líkur á því að það taki tíma fyrir rússn. aðila, að ná sambærilegum gæðum og öryggi í notkun.
Það virðist a.m.k. blasa við - - að nýting Rússa á svæðum, sem ákaflega "tæknilega erfitt" er að nýta.
Muni tefjast a.m.k. um árafjöld.
Russian oil: Between a rock and a hard place
The Russification of Oil Exploration
Á Karahafi hefur fundist nýverið olía, Bazhenov svæðið er fyrir Sunnan það
- Gríðarlegar vonir eru bundnar við Bazhenov svæðið, sjá eldri umfjöllun: "Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!
- En það er talið innihalda mun meiri olíu heldur en Bakken leirsteinssvæðið í Bandaríkjunum, sem er meginmiðja nýja olíuævintýrsins þar.
Vandi Rússa er að þeirra olíufyrirtæki - - hafa hvorki þekkingu né reynslu af því að vinna olíu með "fracking" aðferðinni.
Sem þíðir ekki að þeir geti ekki mögulega, lært að beita henni - með þá vitneskju í bakgrunni sem fyrir liggur, en það samt sem áður hlýtur að tefja umtalsvert fyrir vinnslu Bazhenov svæðisins.
Annar vandi Rússa, er að þeir eru mun vanari að vinna olíu á landi en á hafsbotni - - þess vegna leituðu þeir til stórra vestrænna olíufyrirtækja um samstarf í tengslum við leit að olíu og vinnslu hennar á Karahafssvæðinu.
Rússar hafa a.m.k. ekki nándar nærri því eins yfirgripsmikla þekkingu á vinnslu olíu neðansjávar, og mér skilst - - engin fyrirtæki til í Rússlandi sem framleiða þann sérhæfða búnað sem til þarf fyrir neðansjávar vinnslu.
- Það er í þessu samhengi sem það skilst betur - hve skaðvænlegar fyrir rússneskan efnahag refsiaðgerðir Vesturvelda eru líklegar að vera.
- En neikvæð áhrif eru líklega að vera "cumulative" þ.e. "hrannast upp." Með öðrum orðum, versna því sem á líður.
Niðurstaða
Ég skal ekki spá því að Rússar geti ekki reddað sér fyrir horn. Með miklu þjóðarátaki þrátt fyrir refsiaðgerðir. En þ.e. a.m.k. hugsanlegt að þeim takist það ekki. Hitt virðist öruggt, að það stefni í ákaflega mögur ár í Rússlandi - - þ.e. hin besta spá. Því það mun í allra besta falli taka Rússa nokkur ár að endurtaka þá tækniþróun sem Vestræn fyrirtæki hafa gengið í gegnum sl. 20 ár. Skapa þann iðnað sem þá vantar - til að framleiða þann ákaflega sérhæfða búnað sem til þarf. Læra sjálfir án aðstoðar þeirra sem þekkja, að bora eftir olíu með "fracking" aðferðinni.
Það sé alveg hugsanlegt að Rússland mundi rétta að nýju við - - eftir um áratug t.d. Þrátt fyrir refsiaðgerðir - - en á meðan muni lífskjör almennings í Rússlandi dala sennilega mjög umtalsvert.
Það verður áhugaverður prófsteinn á vinsældir Pútins, hvort þær lifa af mögru árin framundan.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2014 | 01:27
Afstaða Tyrklands til "Islamic State" hefur verið áhugaverð - í fullri kaldhæðni virðist sú stefna vera að auka líkur á sjálfstæðu Kúrdistan
Tyrkland hefur neitað að styðja "IS" - - en hegðun Tyrklands er ákaflega merkileg a.m.k. Sem hefur gefið slíkum ásökunum -einhvern trúverðugleika- hið minnsta. Það er nefnilega ákaflega áhugavert, að á sama tíma og landamærin nærri svæði Kúrda innan Sýrlands eru lokuð, þá eru þau "galopin" gagnvart því svæði innan Sýrlands þar sem "IS" ræður ríkjum. Umferð yfir landamærin - - virðist óhindruð.
Sjá Der Spiegel: As the World Watches, Turkey Looks Away
Síðan er Spiegel með ákaflega áhugavert viðtal við "fylgismann IS" sem hefur það hlutverk, að safna sem flestum sem áhugasamir eru um að berjast fyrir "IS:" 'Democracy Is For Infidels'
Takið eftir - viðtalið er tekið í Tyrklandi, og þessi maður virðist geta stundað sína starfsemi, lítt áreittur - þó svo að virðist að fylgst sé með honum af yfirvöldum.
- Hafið í huga starfa hans að safna áhangendum, öll hans svör eru óhjákvæmilega ætluð að þjóna sem form af áróðri - - takið t.d. eftir því, hvernig hann gersamlega sópar teppi yfir 1.000 ár af styrjöldum milli Evrópubúa og Múslimaríkja.
- Kýs einungis að muna eftir tímabilinu eftir að 20. öldin er hafin. En þú getur einungis búið til þá sögu um Múslima sem fórnarlömb, ef þú skoðar söguna í gegnum ákaflega þröng gleraugu.
Síðan er áhugavert, að hann segir að Múslimaríki fortíðar hafi verið "spillt" séu því ekki fyrirmynd. Skv. því sem þarna kemur fram, þá horfir "IS" eingöngu á afar stutt tímabil, þegar Muhameð spámaður stjórnaði sjálfur.
Með öðrum orðum, hafnar "Islamic State" öllum fordæmum Múslimaríkja fortíðar, vill meina að eingöngu fordæmi frá fyrsta ríki Múslima undir Múhameð sjálfum, sé þess vert að fylgja.
- Þetta er ef til vill, hvernig "Islamic State" fer að því, að lýsa yfir - - stríði við alla trúarhópa.
- En einnig Múslima sem ekki fylgja trúnni eins og "IS" skilgreinir hana.
Eins og ég hef sagt áður - - ég fæ ekki betur séð, en að "IS" sé að gera tilraun til þess, að búa alveg til nýja "sértrú" af meiði Íslam.
En verulega í mikilvægum atriðum, ólíkt því - Íslam sem hefur verið praktíserað sl. 1.000 ár eða svo.
- Það sem er sérstaklega merkilegt við hegðan Tyrklands.
- Er að "IS" er fjandsamlegt fullkomlega Tyrklandi, óhjákvæmilega skv. þeirra eigin stefnu.
En "IS" segist vilja afmá öll ríki.
Tyrkneskur fræðimaður telur að stjórnvöld í Ankara, láti það villa sér um sýn, að "IS" sé að berjast við alla helstu skilgreinda óvini stjórnvalda í Ankara
Assad's warnings start to ring true in Turkey
Behlul Ozkan, a political scientist at Istanbuls Marmara University - "When the Arab Spring started, Davutoglu (prime minister) saw it as an opportunity for his imperial fantasy of establishing the Ikhwan (Muslim Brotherhood) belt from Tunisia to Gaza." - "They are obsessed with destroying the Assad regime. They see IS as an opportunity for Turkey since it is fighting its enemies on three fronts: against Baghdads Shiite-dominated leadership, against Assad, and the PYD, which is an affiliate of the PKK.
"Soli Ozel, a prominent academic and commentator, said the Erdogan government's initial expectation was that the Muslim Brotherhood would come to power in Syria." - "Turkish officials believed a year and a half ago they could control the jihadis but they played with fire. This was a policy of sectarianism and they got into something ... they couldnt control, and that is why we are here."
- Orð próf. Behlul Ozkan treysti ég mér ekki til að leiða hjá mér - en þau virðast í samræmi við þann veruleika sem við okkur blasir.
Tyrkland virðist lítt eða ekki hindra "IS" í því að afla sér "hermanna" innan Tyrklands sjálfs.
Og enn virðist "sbr galopin landamæri" Vesturlandabúar geta streymt óhindrað í gegnum Tyrkland, til Sýrlands - svo þeir geti barist fyrir "IS."
"Kurdish refugees from Kobani watch as thick smoke covers the Syrian town of Kobani during fighting between Islamic State and Kurdish Peshmerga forces, as seen from the Mursitpinar crossing on the Turkish-Syrian border in Sanliurfa province October October 26, 2014."
Þetta ástand er að sjálfsögðu að skapa mjög áhugavert ástand fyrir það sem verið hefur fram að þessu, bandalag Vesturlanda við Tyrkland
Iraqi peshmerga fighters head for Syria to fight Islamic State
Pesh Merga Forces Join Fight Against ISIS for Kobani
Iraqi peshmerga fighters set to join fight against Isis in Kobani
Ég fæ ekki betur séð, en að Erdogan og forsætisráðherra hans, Davutoglu, séu á góðri leið með að stuðla að myndun - ríkis Kúrda. En afstaða Tyrklands - - hefur leitt til þess. Að Vesturlönd eru að "taka Kúrda upp á sína arma." Þau eru meira að segja farin að aðstoða samtök sýrlenskra Kúrda, sem eru afsprengi Verkamannaflokks Kúrda eða "PKK." Samtök Kúrda innan Sýrlands - - "Democratic Union Party (PYD)" hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök bæði í Bandar. og Evrópu.
En nú hefur þeim skilgreiningum verið sópað undir teppið - - bærinn "Kobani" baráttan um hann er orðið að svakalegu sameiningartákni fyrir Kúrda - - en einnig að ákveðnum miðpunkti fyrir andstöðuna við "IS."
Áhugavert, að pressan leiðir hjá sér, að "IS" er í sókn á sama tíma --- gegn stjórnvöldum í Bagdad. Og er að vegna nokkuð vel, orrusta stendur um mikilvægan bæ í Írak á sama tíma.
Við eiginlega blasir, að Vesturlönd hafa engan betri bandamann á svæðinu, sem sé líklegri til að vilja berjast af hörku við "IS" - - heldur en Kúrda.
Þetta er auðvitað gríðarlega skammsýnt af stjv. í Tyrklandi, því að einungis sé spurning um tíma, hvenær "IS" muni snúast gegn stjórnvöldum Tyrklands sjálfum.
Ekki bara það, þau eru að magna deilur milli hópa í Tyrklandi sjálfu, skapa möguleika á nýju tímabili átaka innan Tyrklands sjálfs.
Niðurstaða
Ég á dálítið erfitt með að sjá hvað Tyrkland getur grætt á því að vera "hugsanlega" að kóa undir með "IS." Það sem margir eru að túlka sem stuðning stjv. í Ankara við "IS." Atferli sem er orðið virkilega erfitt að leiða hjá sér. Nánast eins og að milli stjv. í Ankara og "IS" sé - - óformlegt samkomulag. Sem gæti verið á þá leið, að stjv. í Ankara "halda landamærunum opnum" - "heimila IS nokkurn veginn óhindrað að afla sér nýrra stríðsmanna í gegnum Tyrkland" - "Tyrkland í engu taki þátt í árásum eða átökum við IS" - - á móti, þá "geri IS engar árásir innan Tyrklands" - "ráðist ekki á tyrkneska sendimenn eða borgara Tyrklands."
Á hinn bóginn taka stjv. Tyrklands þá áhættu, að "IS" verði öflugt innan Tyrklands sjálfs, jafnvel hugsanlega ógn við tyrkneska ríkið. Það sé enginn vafi á að "IS" muni ráðast gegn stjv. Tyrklands ef "IS" nær að verða það öflugt. Að "IS" telji sig ekki lengur þurfa á "hlutleysi Tyrklands að halda."
Ekki síst, stjv. Tyrklands taka þá áhættu, að upp úr bandalagi þeirra við Vesturlönd flosni.
Má ekki gleyma því, að stefna Tyrklands gagnvart "IS" er að skapa gríðarlega reiði meðal tyrkneskra Kúrda, sem eru eftir allt saman um 20% íbúa Tyrklands.
Tyrkland gæti staðið á endanum frammi fyrir fullkomnum stormi - - þ.e. nýju skærustríði innan Tyrklands. Ásamt því að þurfa að glíma við hryðjuverk "IS", þurfa að glíma við útbreiddan stuðning við "IS" innan Tyrklands sjálfs. Ríki Kúrda gæti orðið að veruleika. Fyrir utan að Tyrkland gæti glatað stuðningi Vesturvelda, sem það lengi hefur haft.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2014 | 00:40
Ég held að Pútín hafi rétt fyrir sér að einu leiti - að fiskurinn sem Vestuveldi vilja hala inn sé Rússland; Úkraína sé agnið
Það áhugaverða við allt dæmið er að Pútín virðist ætíð hafa sett þetta fram með þeim hætti, að baráttan um Úkraínu snúist um að - - verja Rússland. Sennilega hefur hann rétt fyrir sér, að Vesturveldi vilji einmitt hala Rússland inn - - gera það hluta af Vesturveldum. En auðvitað ekki fyrr, en skipt hefur verið um stjórnendur í Rússlandi, eftir að "flauelsbylting" hafi þar farið fram.
- En væri þetta ekki einmitt góð útkoma fyrir Rússland? Fyrir Rússa sjálfa?
- Hún væri sannarlega ekki góð, fyrir núverandi stjórnendur Rússlands.
Þegar á botninn er hvolft, þá snúist þetta um "ótta núverandi valdastéttar í Rússlandi, við það að missa völdin."
Af hverju vilja íbúar Úkraínu ganga í lið Vesturvelda? Af hverju vilja Vesturveldi Úkraínu?
Það ganga afskaplega margar sögur um rás atburða - en ég fylgdist vel með málinu þegar það fór af stað. Það þarf enginn að segja mér hvað gerðist - því ég veit það ákaflega vel.
Úkraína var við það að ganga frá samningi við ESB sambærilegan við EES, þ.e. fulla fríverslun, fullan aðgang að markaði ESB - og gagnkvæman aðgang varnings frá ESB að Úkraínu.
Þá setti Pútín hnefann í borðið - - sendi sendimenn til Kíev á fund Viktor Yanukovych. Þar sem honum var boðinn aðgangur að nýju viðskiptakerfi með Rússland sem miðju, þ.e. tollabandalagi. Yanukovych sagði nei - - en þá var hann beittur þrísting, þ.e. "viðskiptahömlum" af hálfu Rússlands. Þegar það var ekki nóg - - var honum hótað að Rússland mundi, innkalla öll lán þ.e. gera Úkraínu gjaldþrota.
- Það er einfalt, Pútín sá samkomulag við ESB - - sem ógn. Sennilega er það rétt hjá honum.
- Ég er ekki að segja að sá samningur hafi verið "ógn við Rússa" - né "ógn við Rússland" heldur - hugsanleg ógn við völd núverandi valdastéttar í Rússlandi.
- Málið er að sú aðferð sem ESB hefur notað gagnvart löndum eins og Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu - síðar Króatíu, núna - Serbíu.
- Virkar.
Agnið er - - draumurinn um fulla aðild að ESB.
Það er alveg augljóst, að sá draumur hefur fest rætur meðal íbúa Úkraínu, það var þess vegna - - sem þeir steyptu Yanukovych.
Málið er, að það öflugasta sem unnt er að selja fólki - - er draumur um framtíðina, framtíðarsýn. Þetta er þ.s. kommúnistar buðu upp á, þ.e. draumaland kommúnismans. Og menn voru tilbúnir til að fórna lífi sínu fyrir hann, til í að drepa fólk í hrönnum - - allt fyrir "draumsýn" - fyrir - tálsýn.
Við þekkjum hvernig draumaland Kommúnista fór.
Ef þér tekst að selja fólki framtíð. Þá þarftu ekki að "múta því með dollurum" eða "evrum."
- Og ef þú gerir tilraun til að svipta það "draumnum" sem það trúir á - - þá bregst það mjög reitt við.
- Pútín reyndi að svipta það draumnum.
- Með því að snúa upp á höndina á Yanukovych.
Ég er nefnilega alveg viss um, að "Vesturveldi mútuðu ekki uppreisnarmönnum með fé" því það einfaldlega þurfti ekki. Ef þú getur selt fólki "draum" þá berst það um hæl og hnakka, um að ganga í þitt lið. Þ.e. eiginlega þessi hlið sem Pútín vanmat, þ.e. styrkur draumsins um framtíðarlandið ESB.
Við skulum einnig hafa í huga, að það hefur virkað fyrir Pólland - Tékkland - Slóvakíu, að gerast meðlimir að viðskiptakerfi Vesturvelda, síðan ESB.
- Mér dettur ekki í hug, að halda því fram, að aðild hafi ekki gengið upp - - fyrir þessi lönd. Þau eru mikið betur stödd í dag, en áður.
- Auðvitað getur verið, að þau hefðu getað náð sama stað "án aðildar." Aðild að viðskiptakerfi Vesturvelda hefði dugað þeim, án aðildar. Fyrirkomulag þ.s. Ísland hefur.
- Það er atriði sem maður getur eingöngu spáð og spekúlerað um.
En punkturinn er sá, að almenningur í Úkraínu - - veit að fólk í Póllandi - Tékklandi - Slóvakíu, hefur það betra í dag en fyrir 20 árum. Meðan að það á sama tíma, hefur það verra en fyrir 20 árum.
Það er ástæða þess, að það trúir svo heitt á þá framtíðarsýn, sem nú virðist ráðandi í Úkraínu - að verða Vestrænt land, og ganga síðan í ESB. Því það er orðið svo þreytt á ástandinu í Úkraínu eins og það ástand hefur verið, fólkið er búið að fá upp í kok, þ.e. búið að fá nóg. Mælirinn fullur.
Vesturveldi selja draumsýn, sannarlega - en draumsýn sem fólk telur sig hafa dæmi um að sé a.m.k. að einhverju leiti, sönn.
Á sama tíma hefur Pútín engan draum að selja, þess vegna þarf hann að beita hótunum til að fá lönd í lið með sér, meðan að Vesturveldi hafa ekki slíka þörf. Land eftir land hefur sjálfviljugt gersamlega, gengið þeim á hönd.
Í þessu liggur - - ógnin fyrir Pútín. Því að það er "momentum"/undiralda að baki þeim draum sem Vesturveldi selja. Sem verður því sterkari - - sem fleiri lönd ganga í klúbbinn.
- Þ.e. í sjálfu sér ekki nauðsynlegt að vera í ESB til að vera í klúbbnum.
- En hann felur í sér, að vera hluti af bandalagi vesturlanda og þeirra viðskiptakerfi.
Með Úkraínu í klúbbi Vesturvelda, þá hafa lönd sem eru í klúbbnum - - breið landamæri við Rússland.
Í því liggur ógnin sem Pútín sér. Ástæða þess, af hverju hann gerði tilraun til þess, að hindra aðild Úkraínu að klúbbi Vesturvelda. Tilraun sem mistókst.
En á endanum, grunar mig að Vesturveldi vilji að - - það fari fram "flauelsbylting innan Rússlands" því að íbúar Rússlands taki sambærilega ákvörðun, og Úkraínumenn hafa.
Ólíkt því sem "vinir Pútíns halda" þá munu Vesturveldi ekki þurfa að múta Rússum með dollurum eða evrum eða rúblum, heldur dugi það líklega til - - ef það tekst að endurhæfa Úkraínu.
Gera Úkraínu ca. álíka efnahagslega velmegandi og skilvirka, og Pólland er í dag. Svo geta menn auðvitað deilt um það, hvort þ.e. raunhæft plan, að ætla að endurhæfa Úkraínu.
- Gerum ráð fyrir að það takist, Úkraína fari í langt aðildarferli eins og var um Pólland, þurfi að uppfylla langa röð skilyrða fyrir aðild, fara í "aðlögunarferli" með öðrum orðum - eins og Pólland, Tékkland, Króatía, Slóvakía - gerðu.
- Segjum að "aðlögunarferlið taki 10 ár" og að þeim liðnum, þá geti landið fengið fulla aðild.
Aðlögunin leiði til "skilvirkari stjórnarhátta" og "skilvirkara hagkerfis" - lýðræðið í landinu festi rætur, fari að virka betur. Eins og varð um Pólland - Tékkland o.flr., braggist hagkerfi Úkraínu.
Þá mundi það hafa mjög mikla táknræna merkingu fyrir íbúa Rússlands, að sjá Úkraínu ganga í gegnum það umbreytingarferli. Sérstaklega ef það verður útbreidd sýn, að dæmið hafi gengið upp.
- Þetta er þ.s. ég á við.
- Agnið sé Úkraínu.
- Fiskurinn sé Rússland.
Það voru kosningar í Úkraínu um helgina, miðað við úrslit þar - þá hafa íbúar Úkraínu staðfest vilja sinn
Því hefur verið haldið fram, að framið hafi verið "valdarán" - með öðrum orðum, að orðið "bylting" hafi verð lýi.
En kosningaúrslitin segja allt aðra sögu, en þ.e. afskaplega einfalt, ef það væri svo að "fámenn klíka hefði tekið völdin" sbr. "valdarán" og væri að þvinga e-h fram "gegn vilja íbúa" - - þá væri það ekki niðurstaða almennra frjálsra kosninga, að staðfesta núverandi ríkisstjórn óbreytta.
- Það er nefnilega útkoma kosninganna, að útlit er fyrir sama stjórnarmynstur áfram.
- Flokkur núverandi forsætisráðherra, virðist hafa fengið flest atkvæði.
- Flokkur forsetans, næstflest.
Saman geta þeir flokkar myndað ríkisstjórn, það virðist því blasa við að samstarf Petro O. Poroshenko forseta og Arseniy P. Yatsenyuk forsætisráðherra - haldi áfram óbreitt.
Pro-Western Parties Lead in Ukraine Election, Early Results Show
Þar með er sú ríkisstjórn - - orðin lögmæt.
Komin með fullt umboð kjósenda.
Þá fellur eðlilega dauð sú ásökun, að ólögmæt stjórn ráði ríkjum í Kíev.
Sá flokkur sem fór fyrir andstæðingum núverandi stefnu, virðist hafa fengið eingöngu 9% atkvæða. En þar afhjúpast einnig klofningur landsins, í því að sá flokkur fékk flest atkvæði í sumum héröðum í A-hluta landsins.
Svoboda, flokkur róttækra þjóðernissinna, virðist hafa fengið í kringum 6% atkvæða.
Niðurstaða
Það má segja að íbúar Úkraínu, með því að "kjósa sömu ríkisstjórn áfram" þá sömu og tók við eftir byltinguna í Kíev. Séu þeir að rétta fram fingurinn gagnvart þeim - - sem hafa haldið því fram, að valdarán hafi verið framið í Kíev. Þvert á móti blasir við, að þar fór raunverulega fram bylting - - en bylting er það kallað. Þegar meirihluti íbúa steypir ríkisstjórn sem meirihluti íbúa er orðinn ósáttur við, að sú stjórn sé kosinn til valda áfram í frjálsum kosningum. Sýnir algerlega fram að að það raunverulega fór fram bylting - ekki valdarán.
Baki vilja íbúa liggi "draumurinn um betri framtíð."
Það er mikið afl í draumsýnum, það sýndi saga 20. aldar fram á, þegar draumsýn Marxismans tókst á við - - sýn Vesturvelda. Sýn Vesturvelda vann þann slag.
Draumsýn Vesturvelda lifir enn góðu lífi. Þau þurfa því ekki að múta þjóðum til að ganga í lið með sér.
Það er ákaflega erfitt að - - berjast við "lifandi draumsýn."
Ef Pútín getur ekki veitt Rússum "góða framtíð" þá á endanum, verður það mjög erfitt fyrir stjórnendur Rússa, að halda aftur af áhrifum "draumsýnar Vesturvelda" innan Rússlands sjálfs. Sérstaklega ef Vesturveldum tekst að endurhæfa Úkraínu. Það getur verið að það kosti slatta af peningum, en Rússland er stór fiskur - það má kosta einhverju til.
Rússland getur auðvitað tæknilega valið Kína. En ég er viss um, að það mundi koma mun verr út fyrir íbúa Rússlands.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2014 | 02:16
Verulegur fjármagnsflótti frá nýmarkaðslöndum
Skv. frétt FT þá varð verulegur fjármagnsflótti frá Nýmarkaðslöndum í október - - áætlað að ca. 9ma.UDS hafi lagt á flótta þaðan. Talið að þetta standi í samhengi við óróleikann sem varð á vestrænum mörkuðum í sama mánuði. Sá óróleiki er rakinn til slæmra efnahagstíðinda, vísbendinga þess að Evrópa verði í mjög hægum vexti - sambærilegur við svokallaða japanska stöðnun á 10. áratugnum. Meðan að verulega hefur hægt á í Kína, þó vöxtur þar sé strangt til ekki "lítill" þá hefur vöxtur þar mjög greinilega minnkað verulega frá því sem áður var. Og nú eru menn farnir að hallast að því, að þetta sé sennilega - - varanleg breyting á Kína. Það land sé að nálgast þann punkt, að það svissi yfir á hægari vöxt.
Menn sjá ekki - - hvaða annað land. Sé líklegt að halda uppi þeim vexti, sem vonast var eftir.
Global turbulence triggers flight from EM equities
Myndin er smávegis óskýr - - enda í verulegri stækkun
- Þrátt fyrir þetta, virðist ekki a.m.k. enn - - að menn óttist kreppu.
- Heldur sé það sem hafi gerst, að væntingar um framtíðar vöxt í heiminum - - hafi verið endurskoðaðar niður.
- Sem þíði, að aðilar þar með hafi endurskoðað væntingar sínar um - - framtíðar hagnað á fjárfestingum.
- Sem þíði, að menn meta fyrirtæki -í þessu tilviki í nýmarkaðslöndum- minna verðmæt.
Þá taka margir sig til, og selja þau bréf sem þeir áttu - - síðan ef þeir meta að betri hagnað sé að fá fyrir það fjármagn sem bundið var í þeim bréfum annars staðar. Þá færa þeir þá peninga þangað, þar sem þeir telja þá peninga betur komna.
Það virðist að mikið til hafi þetta fé leitað til Bandaríkjanna.
Af hverju menn selja eignir í Nýmarkaðslöndum, er þá sennilega vegna þess - að þau eru háð mörkuðum í þeim löndum sem, lengra eru komin í iðnvæðingu og iðnþróun.
Þannig, að ef menn meta það svo, að framtíðar hagvöxtur í "iðnvæddum löndum" sé lakari en þeir áður höfðu væntingar um - - þá bitnar það á væntingum þeirra einnig um hagvöxt í Nýmarkaðslöndum, þar með um framtíðar hagnað fyrirtækja í þeim löndum.
En vomir yfir spurningin um hugsanlega kreppu í Nýmarkaðslöndum. En einkaaðilar í mörgum þeirra, virðast hafa notfært sér að lánsfé í Dollurum og Evrum var sérdeilis hagstætt árin eftir 2007, eftir að kreppa skall á í Evrópu og í Bandar. Meðan kreppan var í hámarki í Evrópu og Bandar., þá hækkaði gengi gjaldmiðla margra Nýmarkaðslanda miðað við evru og dollar. En síðan mitt ár 2012, hefur verið viðsnúningur í þeirri þróun. Eftir ár 2013 hefur dollarinn og evran hækkað verulega miðað við gjaldmiðla Nýmarkaðslanda. Sem eiginlega hlýtur að setja fyrirtæki í þeim löndum - - sem tóku lán með "gengisáhættu" undir þrýsting.
Ef fé leitar frá Nýmarkaðslöndum til Bandar. nú í auknum mæli, þá væntanlega stígur dollarinn enn frekar gagnvart gjaldmiðlum þeirra landa. Og "dollaralán" tekin meðan gengið var mun hagstæðara, verða sífellt minna hagstæð - - þ.e. verðmæti þeirra stígur, á sama tíma og hagnaður fyrirtækjanna minnkar, og verðmæti þeirra lána hækkar mælt í gjaldmiðlum þeirra landa.
- Þegar um er að ræða, útflutningsfyrirtæki - - er þetta sennilega ekki hættulegt.
- En ef um er að ræða, aðila er hafa tekjur eingöngu í gjaldmiðlum þeirra landa; þá geta slíkir aðilar sannarlega lent í vanda - - t.d. fyrirtæki í byggingum.
Niðurstaða
Stórar tilfærslur á fjármagni, geta skapað kreppur. Það er eitt af stóru vandamálunum við hið flæðandi fjármagn sem er til staðar í alþjóðakerfinu. Það kemur - þegar staðan virðist góð um hríð. En fer síðan um leið og það virðist halla undan fæti.
Þar með leiðir það til þess, að hagsveiflur verða upp magnaðar. Þ.e. innkoma þess eykur um tíma hagvöxt, en síðan er það fer - - þá magnar brottför þess samdráttinn er þá verður.
Í verstu tilvikum eins og þegar Ísland krassaði í okt. 2008. Þá skella á fjármagnshöft.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2014 | 16:02
Vopnamálið - stormur í tebolla, eða alvarlegt mál?
Mín prívat afstaða er - stormur í tebolla. Ég hef ekkert annað en fjölmiðla að miða við. En skv. því sem fram hefur komið, voru vopnin komin til landsins þegar í febrúar sl. Þau virðast hafa verið fengin af Landhelgisgæslunni hingað til lands. Síðan bendir fátt til þess að hún hafi látið ráðherra vita af því. Þau hafi verið varðveitt mánuðum saman í læstri hirslu á Kefló sem Landhelgisgæslan á.
Skv. Verdens Gang sbr. umfjöllun Eyjunnar - Verdens Gang: Byssumál lögreglunnar getur orðið ríkisstjórninni að falli -- á norski herinn verulegt magn af MP5 byssum - Heckler & Koch MP5. Norska lögreglan hafi t.d. keypt fyrir slikk nokkur hundruð nýlega, sem um hafi verið nokkur umræða í Noregi.
Þetta þykja ekki merkileg vopn í dag, svokölluð "submachine gun" sem skítur sambærilegum skotum og notaðar eru af handbyssum. Því hafa þær verið vinsælar oft af lögreglu, sem á þá einnig gjarnan frá Hekler&Koch handbyssu sem notar sömu skothylki.
Þá notar lögreglan bara eina tegund af skothylkjum. Þykir hagkvæmt.
Gallinn þ.s. þetta eru ekki "öflug skot" er að þau ráða ekki við "kevlar vesti" eða þaðan af öflugari hlífðarbúnað, ef andstæðingur er búinn slíkum. Þess vegna eftir þekktan skotbardaga í Bandar. þá hefur bandar. lögreglan tekið öflugari "hríðskota riffla" í notkun í staðinn: North Hollywood shootout
- Það virðist síðan gerast nýverið að "Innanríkisráðherra" heimilar ísl. lögreglunni, að taka við 150 MP byssum, sem þá þíðir væntanlega að "Landhelgisgæslan" heldur eftir 100.
- Ekki hef ég hugmynd um, hvað "Landhelgisgæslan" hyggst fyrir með þau vopn. En tæknilega séð má hugsa sér gæslumenn hafa vopn um borð í skipunum í læstum skápum. Til hugsanlegrar notkunar við töku landhelgisbrjóta.
Er ástæða að ætla að það sé hættulegt fyrir borgarana að lögreglan sé vopnuð?
Ég held að "eðlilegra" sé að miða við reynslu Norðmanna - - en þ.e. eftir norskri fyrirmynd sem er farið. Í blaðagrein sem ég sá vitnað til í af netverja, má sjá eftirfarandi upplýsingar:
- Rogaland--- "Tre ganger avfyrte norsk politi sine våpen i fjor det samme som året før." - "To av de tre skuddene traff og skadet mennesker. Det tredje var et varselskudd." - "Norsk politi har ikke drept noen siden 2006."
- Síðan má nefna að Víkingasveitin hefur skotið einn einstakling, eftir að sá skaut lögreglumann í höfuð af stuttu færi hlífðarfatnaður sem betur fer tók það skot en lögreglumaður féll aftur fyrir sig niður stiga sennilega vissi sá sem skaut manninn ekki líðan hans er hann tók það skot - - þetta er eina skiptið sem ég veit til þess að "Víkingasveitin hafi beitt vopnum sínum á vettvangi" öll árin sem hún hefur verið til.
Svo má nefna málið á "Hnífsdal" fyrir nokkrum árum: Sérsveit lögreglu yfirbugaði byssumann á Hnífsdal í nótt --- Sérsveit lögreglunnar kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífsdal
- Gallinn við það að búa við það, að einungis Víkingasveit hefur vopn, er auðvitað sá að þá er eins gott að - - enginn brjóti af sér meðan veðrið er vont.
- En Víkingasveitin er kannski 2-3 tíma að mæta á staðinn, við bestu aðstæður. Ef veðrið er vont - - getur verið að ómögulegt sé fyrir hana að mæta. Vegna þess að flugvellir eru lokaðir.
- Eigum við ekki að segja - - að spurningin með vopnin sé einmitt varðandi stór undantekningatilvik. Ef lögreglan hefur vopn t.d. á stöðinni í næsta bæjarfélagi í læstri hirslu. Þá er a.m.k. unnt að nálgast þau í skilgreindu neyðartilviki.
- Ef vopnin eru í bifreiðum - - eru þau "heldur aðgengilegri" og kannski því fyrir bragðið "líklegri til að vera notuð" en ef þau eru læst inni á lögreglustöð. Auðvitað kemur á móti, að sums staðar úti á landi er langt til næstu stöðvar kannski 200km. Það gæti alveg tekið töluveðran tíma að sækja vopn.
Þetta verðum við að vega og meta skv. líkum.
Skv. reynslu norsku lögreglunnar þ.s. vopn eru höfð í bílunum læst í sérstökum kistli í skottinu, þá eins og fram kemur að ofan, var vopni beitt í 3-skipti sl. ár og 3-skipti árið á undan.
Enginn verið skotinn síðan 2006. Noregur er auðvitað rúmlega 10-falt fjölmennara land. Taka þarf tillit til þess, þannig skv. því - - má alveg hafa þau tilvik í huga í hlutfallinu 1/10.
- Það gæti þítt, að vopni sé beitt þriðja til fjórða hvert ár t.d.
Ef vopnin eru ekki í bílunum heldur á næstu stöð, þá getur tíðnin verið enn lægri.
Mig grunar að ótti sumra um stigmögnun í vopnaeign sé ástæðulítill. En það virðist ekki reynsla Norðmanna að slíkt sé í gangi.
Niðurstaða
Ég læt liggja milli hluta - hvort lögreglan á að þiggja þessi vopn. Í annan stað virðist þörfin ekki svakaleg þ.s. ekkert alvarlegt hefur hingað til gerst. Bendi þó á, að það að ekkert alvarlegt hafi hingað til gerst - segir í reynd ekkert um líkur. Það getur t.d. heppni hafa ráðið í tilvikum. Einstaklingar í rugli hvort sem þeir eru fullir eða á einhverju verra - geta verið frekar óútreiknanlegir.
Á hinn bóginn, bendir reynsla Norðmanna ekki til þess, að tilvist vopna með þeim hætti sem venja hefur verið um í Noregi. Skapi mikla tíðni vopnanotkunar af hálfu lögreglunnar, eins og má ætla af ótta sumra sem hafa verið að ræða málið í fjölmiðlum. Það má því segja - - að ótti við lögregluna sé "ástæðulítill."
Mín ályktun er þá sú, að ef lögreglan vill þessi vopn. Þá má hún fá þau - ég óttast ekki að ísl. lögreglan misbeiti þeim frekar en sú norska. Mér virðist reynsla norsku lögreglunnar ekki styðja ótta sumra um að lögregla sé að beita vopnum í tíma og ótíma. Á sama tíma, ef niðurstaðan er sú að hún þiggur þau ekki. Þá er ég alveg rólegur yfir þeirri útkomu - - ég treysti með öðrum orðum mati lögreglunnar á því, hvort hún þarf þau eða ekki. Ef hún þiggur þau ekki, þá væntanlega væri það mat hennar að þörfin sé ekki brýn.
Stormur í tebolla!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.10.2014 | 22:12
Spurning hvort að stjórnvöld Ungverjalands hafa fundið leið til að takmarka svokallað ólöglegt niðurhal?
Það vekur athygli nýstárleg skattlagning stjórnvalda Ungverjalands, sem er nýr skattur lagður á "hvert gígabæt af niðurhöluðu." Skv. frétt þá jafngildir skattur á hvert gígabæt 66 centum, eða eða 80 ísl.kr. Skatturinn er nánar tiltekið - - settur á internet þjónustuaðila. Sem má reikna fastlega með síðan að þeir leggi síðan á notendur sinnar þjónustu.
Hungary to impose worlds first internet tax
"Mihály Varga, economy minister, on Wednesday unveiled the plans, which include a charge of Ft150 (62 US cents) for each gigabyte of internet data consumed. Mr Varga said the tax to be paid by internet service providers was a logical extension of levies on phone calls and text messages the government announced in 2011." - "...state secretary, estimated would raise Ft20bn next year."
Ég velti fyrir mér hvernig íslenskum netnotendum mundi líka við það - - að slíkur skattur væri lagður á niðurhalið hjá þeim?
Það mundi þíða að niðurhöluð kvikmynd mundi kosta 800kr. í skatt - ef hún væri 10 gíg.
- Mig grunar persónulega, þegar tillit er tekið til þess að verðlag er umtalsvert lægra í Ungverjalandi en hér - - að það verð gæti verið nokkuð nærri verði á DVD mynd út úr verslun.
- Ísl. stjv. gætu þá sett sambærilegan skatt, en t.d. miðað við það að hvert gíg kostaði 200kr. t.d. sem mundi leiða til þess, að niðurhöluð kvikmynd upp á 10 gíg mundi kosta 2000kr. í skatt. Það mætti einnig hugsa sér - - 500kr. per gíg, þannig 5000kr.
Ég veit ekki nákvæmlega hver er tilgangur laganna í Ungverjalandi - - yfirlýstur er að afla ríkinu fjármagns.
En mér dettur í hug, að hagsmunaaðilar hafi barist fyrir slíkum skatti - - t.d. þeir sem selja DVD myndir á diskum, eða músík á diskum, eða leiki á diskum eða jafnvel bækur á diskum.
- Því kemur mér til hugar, að ef reynslan í Ungverjalandi er sú - - að skatturinn nær að "takmarka niðurhalað gagnamagn."
- Þá geti það vel hugsast, að önnur lönd muni veita þeirri reynslu eftirtekt - - og a.m.k. íhuga að taka upp sambærilega skattheimtu.
- Einnig kemur mér til hugar, að hagsmunaaðilar þeir sömu ég nefndi í öðrum löndum, geti dottið í hug að berjast fyrir slíkri sambærilegri skattlagningu.
Mér dettur alveg í hug, að þessi aðferð geti verið nokkuð áhrifarík í því - - að minnka niðurhal.
Auðvitað mundi hún einnig "skaða löglega sölu á efni" sem er síðan "niðurhalað."
Niðurstaða
Boð og bönn virðast ekki virka - ekki heldur það atferli að loka síðum sem bjóða upp á "ólöglegt" - niðurhal. En mundi slík skattlagning ef til vill vera til muna áhrifaríkari - - með því að auka til muna kostnað notenda sem niðurhala? Mig grunar að það gæti haft þau áhrif, að draga úr niðurhali.
Því velti ég fyrir mér þeim möguleika, að nýstárleg skattheimta Ungverja - - geti átt eftir að breiðast til annarra landa.
Ef slík skattheimta mundi minnka almennt í heiminum niðurhal hverskonar - þá gæti hún verulega breytt netnotkun.
- Hvað segja íslenskir netnotendur um þetta?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2014 | 23:52
Islamic State - virðist notfæra sér frelsið í Túnis, til að útbreiða boðskap sinn og afla sér fylgismanna
Rakst á þessa áhugaverðu grein í NYTimes: New Freedoms in Tunisia Drive Support for ISIS. En í þeirri grein eru birt viðtöl við nokkurn fjölda ungra Túnisa. Þar gæti bersýnilega töluvert "barnalegra viðhorfa" gagnvart "IS" samtökunum - sbr. þá trú, að "IS" séu baráttusamtök fyrir réttindum allra Múslima, og samtímis virðist útbreidd sú trú að fréttir af ógnarverkum "IS" - séu lygar erlendra fjölmiðla.
"Islamic State" - virðist takast að notfæra sér, útbreidda tortryggni gagnvart Vestrænum fjölmiðlum - annars vegar og hins vegar - útbreidda tortryggni gagnvart stjórnvöldum almennt í Arabaríkjum, sem og stofnunum þeirra landa.
Hin almenna sýn virðist að stofnanirnar séu til þess að vernda "spillingu" og séu óvinir fólksins.
- Þegar slík viðhorf tortryggni ríkja - þá virðist mörgum "Islamic State" sem segist vilja sópa í burtu núverandi arabalöndum, skipta þeim út fyrir eitt - - - íslamskt ríki.
- Vera boðberi framtíðar - sem þess sé verð að berjast fyrir.
- Mér finnst þetta dálítið minna á þá útbreiddu trú á kommúnismann, sem áður var til staðar í Vestrænum samfélögum.
- En kommúnismi -að einhverju leiti eins og Islamic State gerir- setti fram framtíðarsýn, sem var einmitt þ.s. laðaði að flesta fylgismenn.
- Þegar Kalda Stríðið var í gangi, þá naut Kommúnismi alltaf stöðugt umtalsverðs fylgis meðal V-evrópskra landa. Ungir róttækir menn og konur, sem voru óánægð með eigin samfélög. Gjarnan leituðu í marxisma síðan Kommúnisma.
- Þeir Túnisar sem leita til "IS" - virðast leita til þeirra samtaka af nokkuð sambærilegum ástæðum. Þ.e. "almenn óánægja með eigin samfélög" - "með þær stofnanir sem eru til staðar" og "vantrú á því að venjuleg pólitík megni að skapa betra ástand."
Trú ungra V-evr. kommúnista var mjög oft ákaflega "naív." Eins og skv. viðtölum trú margra ungra Túnisa á "Islamic State" virðist vera.
Túnis er samt sem áður merkileg tilraun
Túnis var vagga svokallað "vors" í Mið-Austurlöndum, þegar ungt fólk reis upp í nokkrum fjölda landa og bylti þeim ríkisstjórnum er fyrir voru. Síðan hefur herforingja gagnbylting í Egyptalandi snúið málum aftur til baka til fyrri vegar - þ.e. til baka í lögregluríkisástand. Í Líbýu geisar nú borgarastríð milli tveggja megin fylkinga - - en það má vera þó, að önnur þeirra sé að nálgast sigur.
- Einungis í Túnis - - virðist lýðræðistilraunin enn í fullum gangi.
- Á næstunni verður kosið til þings, í annað sinn frá því að byltingin varð.
- Og það skv. nýrri stjórnarskrá, sem sæmilega víðtæk sátt virðist um.
Punkturinn við það að gera samanburð á "Islamic State" og "kommúnisma" er sá að benda á það, að ungir Túnisar hafa fulla ástæðu til að vera óánægðir.
Ég er þá einnig að meina, að Kommúnismi hafi í engu verið "vitrænni stefna" heldur en sú, er "Islamic State" rekur.
Þannig því, að sú staðreynd að "Islamic State" í Túnis sé sennilega með nærri því eins mikið fylgi og t.d. Alþýðubandalagið á Íslandi hafði á sínum tíma á Íslandi.
Sanni ekki að Túnisar séu vitlausari heldur en Íslendingar á árum áður, þar sem merkilega margir - - flykktust um stefnu heims kommúnismans.
Munið einnig, að sennilega drap engin stefna í sögu mannkyns fleira fólk, heldur en heims kommúnisminn. Þannig að samanburðurinn við "Islamic State" er alls ekki út úr korti.
- Þessi samanburður getur líka gefið ákveðna vísbendingu um líklegt fylgi "Islamic State" meðal ungs óánægðs róttæks fólks í Mið-Austurlöndum.
Róttæk samtök hafa afskaplega sjaldan - - meirihlutafylgi. En í ástandi þ.s. fátækt er útbreidd, atvinnuleysi er mikið - - er þekkt að róttæk samtök geta náð fjöldafylgi.
Upprisa nasista á 4. áratugnum var full sönnun þess.
Túnis er fátækt land, þar er atvinnuleysi mjög mikið - - þó að í dag sé lýðfrelsi þar. Hefur efnahagsástand ekki a.m.k. enn batnað að neinu ráði, það sé þó vaxandi skilningur meðal nýrra stjórnenda landsins. Að þörf sé virkilega á því að efla efnahag landsins.
Við skulum vona að Túnis verði ekki "öfgamönnum" að bráð, eins og Þýskaland 4. áratugarins.
Að samfélaginu takist að skapa sér framtíðar farveg, þ.s. lýðfrelsi ríkir.
- Það sem getur hafa bjargað Túnis hingað til. Er ef til vill það. Að Túnis sé ekki nægilega mikilvægt í augum utanaðkomandi landa. Að ástæða sé til að búa þar til "enn eitt proxy stríðið."
Niðurstaða
Ég held að sama gildi um baráttuna gegn kommúnismanum og um baráttuna gegn "Islamic State" - að einn megin lykillinn í þeirri baráttu. Verði uppbygging þeirra samfélaga þ.s. "IS" hefur vaxandi fylgi. Þó það ráði þar ekki a.m.k. enn.
Þ.s. styrki "IS" sé ekki síst, hve mörgum landanna sé stjórnað af spilltum og lítt hæfum stjórnendum.
Og samtímis að efnahags uppbygging í Mið-Austurlöndum þegar olíulöndum er sleppt, hefur hingað til verið meira eða minna í skötulíki.
Gríðarleg spilling hafi ekki síst, staðið henni fyrir þrifum.
Það sést á viðhorfum þeirra stuðningsmanna "IS" sem blaðamenn ræða við. Að baki stuðningi þeirra við "IS" stendur einmitt "vantrú á eigið samfélag" - "vantrú á stofnanir þess" og "vantrú á eigin stjórnendur."
Fólk þarf að öðlast trúa á framtíðina. Annars sé þessi hætta til staðar. Að fólk laðist að öfgasamtökum, tja - - eins og gerðist í Þýskalandi á 4. áratugnum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2014 | 20:16
Óvinsælasta tillaga allra tíma?
Eins og við þekkjum eru vandræði hjá ríkinu að ráða við verkefni sín - listinn er orðinn töluvert langur: Varðskipin eru í höfnum en ekki úti á rúmsjó, Landhelgisgæslan er ekki einu sinni með mannskap til að manna þau öll, svo mikill hefur niðurskurðurinn verið. Hafrannsóknarstofnun hefur nýverið kynnt, að öll rannsóknarskipin verði í höfnum, líklega stefnir í að Hafró í náinni framtíð geti ekki heldur mannað þau því fjölda manns hefur verið kynntar uppsagnir.
Þarna erum við að tala um - mjög mikilvæg grunnverkefni séu í hættu; eftirlit með Landhelginni, að sjófarendur fylgi reglum og lögum, skip innlend sem erlend virði takmarkanir og landhelgi - ekki litlir hagsmunir í húfi. Síðan í annan stað, þá erum við að tala um sjálfa "grunnauðlind landsmanna" að haldið sé uppi nægum rannsóknum á henni, til þess að "veiðistýring" geti farið fram með sæmilega vitrænum hætti - en rangar ákvarðanir þar um geta haft töluverðar afleiðingar, síðan er það einnig það að - mikilvægt er að stunda rannsóknir almennt á hafinu ekki síst vegna þess að enn þann dag í dag er mjög margt sem ekki er nákvæmlega vitað um botndýralíf við landið, síðan að sjálfsögðu dúkka upp öðru hvoru nýjar fiskigöngur sbr. makríl - - með öðrum orðum, þ.e. virkilega þörf fyrir öflugar hafrannsóknir.
Flestir þekkja vandræðin í heilbrigðisgeiranum, sérstaklega að meginsjúkrahús landsins er í byggingum sem hafa hlotið alltof lítið viðhald til margra ára, sem hefur leitt til alvarlegs ástands nokkurra þeirra - það má vera að ein meginbygginganna gömlu sé í reynd ónýt. Ef þetta er ekki nóg, þá hefur ríkið ekki getað greitt starfsfólki þau laun sem það getur sætt sig fyllilega við, þannig að - erfiðlega gengur að ráða lækna og þeim fer heldur en hitt, fækkandi. Okkur helst ekki á hæfileikafólki - þeir sem eru eftir, eru of hlaðnir störfum - þetta á víst einnig við um hjúkrunarfræðinga. Þetta er ástand - sem getur ekki gengið til lengdar, samt er engin lausn í augsýn.
Það hefur einnig verið mjög verulega skorið niður í löggæslu, of fáir lögregluþjónar eru á vakt hringinn í kringum landið. Veik löggæsla - er klassískt áhættuatriði, því þá geta glæpir grasserað.
Það má bæta við - viðhald vega og samgöngumannvirkja sem rétt svo heldur í horfinu.
Óánægja er innan skólanna, hún er í svipuðum tón, að erfiðlega gengur að halda í hæfileikafólk.
Spurning er því ef til vill kominn, hvort Ísland þurfi ekki að skera niður -stóra kostnaðarliði-
Eins og ljóst er af upptalningunni, vantar annað af tvennu - mikið fé. Eða, það þarf að afnema eitthvað sem kostar mikið, færa það fé í aðra hluti.
- Vaxtabætur.
- Leigubætur.
- Þetta eru sannarlega stórir kostnaðarliðir.
- Og það er unnt að leggja þá niður með pennastriki.
Augljóst kemur þetta við marga - en þannig gildir það alltaf um "niðurgreiðslur."
Sem dæmi, þá hafa stjórnvöld í Úkraínu lengi - niðurgreitt í öllu landinu "gas" til heimilisnota. Þar eru stjórnvöld nú tilneytt til að falla stórum hluta frá þeim, og þá auðvitað bitnar það á "almenningi."
Á sama tíma, hafa stjórnvöld verið í útgjaldavandræðum af margvíslegu tagi - mjög margt í niðurníðslu, að stór hluti útgjalda fari beint til að niðurgreiða gas, hefur auðvitað átt sinn þátt í þeim vanda.
Á Indlandi hafa hrísgrjón verið niðurgreidd og vatn til landbúnaðar, þó víða sé vatnsskortur. Í Venesúela, er eldsneyti selt til almennings, á mjög niðursettu verði. Þetta eru nokkur dæmi.
Punkturinn er auðvitað sá:
- Niðurgreiðslur eru ávalt settar á af góðum hug.
- Það er yfirleitt mjög erfitt síðar meir, að afnema þær - vegna andstöðu þeirra sem njóta.
- Þær hafa tilhneigingu til að "blása út" og þar með, minnka þ.s. ríkið hefur aflögu til annarra mála. Ekki síst vegna þess, að gjarnan er "pólit. aðlaðandi" að lofa aukningu slíkra greiðsla - - atkvæðavænt.
Ísland er augljóslega engin undantekning - alveg eins hér, að niðurfelling niðurgreiðsla - mun koma illa við marga.
Ég held að enginn vafi sé um, að ef það fé sem fer í dag í "vaxtabætur" og "leigubætur" væri þess í stað, fært yfir á "heilbrigðiskerfið" - - væri unnt að gersamlega laga allt það þar sem miður er.
Ég held einnig að unnt sé að koma til móts við þá sem minna mega sín með öðrum hætti
Ég held að það losni það mikið fé, að það þurfi ekki allt - - að fara í heilbrigðiskerfið. Það eru auðvitað "valkostir."
- Einn möguleiki væri að - - hækka skattleysismörk. Hækkun þeirra mundi geta töluvert vegið á móti fyrir marga.
- Annar möguleiki væri að - - hækka lágmarkslaun.
- Svo er það sá möguleiki - - að koma til móts við almenning í gegnum heilbrigðiskerfið, t.d. með lækkun "kostnaðarþátttöku" - koma aftur á frýjum skólatannlækningum.
Ég hugsa að það komi ekki til greina, að framkvæma þessa breytingu - - án einhverra slíkra "mótaðgerða."
Sem dæmi, væri skynsamlegt - - að lækka, jafnvel afnema, þátttöku almennings í kostnaði við notkun þjónustu heilbrigðiskerfisins, að auka til muna kostnaðarþátttöku ríkisins í lyfjum o.s.frv.
En heilbrigði þjóðarinnar er mikilvægt - - mig grunar að, meiri skynsemi sé í því, að halda kostnaðarþátttöku almennings á þeim sviðum í lágmarki. En að niðurgreiða "vexti" eða "leigu."
Heilsan sé enn mikilvægari þáttur. Dýrt sé fyrir þjóðfélagið, að setja mál upp þannig - - að fátækt fólk hafi ekki efni á að nota þjónustu heilbrigðiskerfisins.
Niðurstaða
Ég man eftir því að á 9. áratugnum rak Ísland 4 varðskip, 3 -stór, eitt lítið. Þau voru í meira eða minna stöðugri notkun. Hér voru í meira eða minna stöðugum rekstri, 3-hafrannsóknarskip, þar af 2 stór. Berið þetta saman við ástandið hér. Þegar Landhelgisgæslan hefur eingöngu í seinni tíð verið að halda úti einu að öllu jafnaði. Á ekki áhafnir lengur á öll 3. Eða, að á nk. fjárlagaári - verður ekkert hafrannsóknarskip rekið.
Ísland - - er ekki fátækara í dag, en það var ca. 1980.
Það virðist alveg ljóst - - að einhvers staðar er verið að nota fjármagn með röngum hætti.
Hafið í huga, að þessi vandi er ekki alfarið nýr - hans var farið að gæta á sl. áratug, fyrir hrun. Það bendir til þess, að "einhver stór fjárlagaliður hafi sennilega verið að draga til sín það mikið fjármagn" að þrátt fyrir "vaxandi skatttekjur" hafi þá þegar verið farið að þrengja að mikilvægri starfsemi ríkisins. Síðan kom auðvitað hrunið - - og allt varð svo miklu mun erfiðara.
Nú virðist mér Ísland statt þar, að eitt smávegis efnahagsáfall til viðbótar.
Gæti skapað alvarlegt hrun á mikilvægum sviðum starfsemi ríkisins.
Það þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Við þurfum að hætta einhverju sem er dýrt. Sú ákvörðun mun óhjákvæmilega koma við kaunin á mörgum.
Ég hef bent á 2-þætti sem hægt væri að leggja af. Og nota það fjármagn í staðinn innan mikilvægra fjársveltra sviða. Bæta þar með þjónustu við almenning.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar