Ég held að Pútín hafi rétt fyrir sér að einu leiti - að fiskurinn sem Vestuveldi vilja hala inn sé Rússland; Úkraína sé agnið

Það áhugaverða við allt dæmið er að Pútín virðist ætíð hafa sett þetta fram með þeim hætti, að baráttan um Úkraínu snúist um að - - verja Rússland. Sennilega hefur hann rétt fyrir sér, að Vesturveldi vilji einmitt hala Rússland inn - - gera það hluta af Vesturveldum. En auðvitað ekki fyrr, en skipt hefur verið um stjórnendur í Rússlandi, eftir að "flauelsbylting" hafi þar farið fram.

  • En væri þetta ekki einmitt góð útkoma fyrir Rússland? Fyrir Rússa sjálfa?
  • Hún væri sannarlega ekki góð, fyrir núverandi stjórnendur Rússlands.

Þegar á botninn er hvolft, þá snúist þetta um "ótta núverandi valdastéttar í Rússlandi, við það að missa völdin."

 

Af hverju vilja íbúar Úkraínu ganga í lið Vesturvelda? Af hverju vilja Vesturveldi Úkraínu?

Það ganga afskaplega margar sögur um rás atburða - en ég fylgdist vel með málinu þegar það fór af stað. Það þarf enginn að segja mér hvað gerðist - því ég veit það ákaflega vel.

Úkraína var við það að ganga frá samningi við ESB sambærilegan við EES, þ.e. fulla fríverslun, fullan aðgang að markaði ESB - og gagnkvæman aðgang varnings frá ESB að Úkraínu.

Þá setti Pútín hnefann í borðið - - sendi sendimenn til Kíev á fund Viktor Yanukovych. Þar sem honum var boðinn aðgangur að nýju viðskiptakerfi með Rússland sem miðju, þ.e. tollabandalagi. Yanukovych sagði nei - - en þá var hann beittur þrísting, þ.e. "viðskiptahömlum" af hálfu Rússlands. Þegar það var ekki nóg - - var honum hótað að Rússland mundi, innkalla öll lán þ.e. gera Úkraínu gjaldþrota.

  • Það er einfalt, Pútín sá samkomulag við ESB - - sem ógn. Sennilega er það rétt hjá honum.
  • Ég er ekki að segja að sá samningur hafi verið "ógn við Rússa" - né "ógn við Rússland" heldur - hugsanleg ógn við völd núverandi valdastéttar í Rússlandi.
  1. Málið er að sú aðferð sem ESB hefur notað gagnvart löndum eins og Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu - síðar Króatíu, núna - Serbíu.
  2. Virkar.

Agnið er - - draumurinn um fulla aðild að ESB.

Það er alveg augljóst, að sá draumur hefur fest rætur meðal íbúa Úkraínu, það var þess vegna - - sem þeir steyptu Yanukovych.

Málið er, að það öflugasta sem unnt er að selja fólki - - er draumur um framtíðina, framtíðarsýn. Þetta er þ.s. kommúnistar buðu upp á, þ.e. draumaland kommúnismans. Og menn voru tilbúnir til að fórna lífi sínu fyrir hann, til í að drepa fólk í hrönnum - - allt fyrir "draumsýn" - fyrir - tálsýn.

Við þekkjum hvernig draumaland Kommúnista fór.

Ef þér tekst að selja fólki framtíð. Þá þarftu ekki að "múta því með dollurum" eða "evrum."

  1. Og ef þú gerir tilraun til að svipta það "draumnum" sem það trúir á - - þá bregst það mjög reitt við.
  2. Pútín reyndi að svipta það draumnum.
  3. Með því að snúa upp á höndina á Yanukovych.

Ég er nefnilega alveg viss um, að "Vesturveldi mútuðu ekki uppreisnarmönnum með fé" því það einfaldlega þurfti ekki. Ef þú getur selt fólki "draum" þá berst það um hæl og hnakka, um að ganga í þitt lið. Þ.e. eiginlega þessi hlið sem Pútín vanmat, þ.e. styrkur draumsins um framtíðarlandið ESB.

Við skulum einnig hafa í huga, að það hefur virkað fyrir Pólland - Tékkland - Slóvakíu, að gerast meðlimir að viðskiptakerfi Vesturvelda, síðan ESB.

  • Mér dettur ekki í hug, að halda því fram, að aðild hafi ekki gengið upp - - fyrir þessi lönd. Þau eru mikið betur stödd í dag, en áður.
  • Auðvitað getur verið, að þau hefðu getað náð sama stað "án aðildar." Aðild að viðskiptakerfi Vesturvelda hefði dugað þeim, án aðildar. Fyrirkomulag þ.s. Ísland hefur.
  • Það er atriði sem maður getur eingöngu spáð og spekúlerað um.

En punkturinn er sá, að almenningur í Úkraínu - - veit að fólk í Póllandi - Tékklandi - Slóvakíu, hefur það betra í dag en fyrir 20 árum. Meðan að það á sama tíma, hefur það verra en fyrir 20 árum.

Það er ástæða þess, að það trúir svo heitt á þá framtíðarsýn, sem nú virðist ráðandi í Úkraínu - að verða Vestrænt land, og ganga síðan í ESB. Því það er orðið svo þreytt á ástandinu í Úkraínu eins og það ástand hefur verið, fólkið er búið að fá upp í kok, þ.e. búið að fá nóg. Mælirinn fullur.

Vesturveldi selja draumsýn, sannarlega - en draumsýn sem fólk telur sig hafa dæmi um að sé a.m.k. að einhverju leiti, sönn.

Á sama tíma hefur Pútín engan draum að selja, þess vegna þarf hann að beita hótunum til að fá lönd í lið með sér, meðan að Vesturveldi hafa ekki slíka þörf. Land eftir land hefur sjálfviljugt gersamlega, gengið þeim á hönd.

Í þessu liggur - - ógnin fyrir Pútín. Því að það er "momentum"/undiralda að baki þeim draum sem Vesturveldi selja. Sem verður því sterkari - - sem fleiri lönd ganga í klúbbinn.

  • Þ.e. í sjálfu sér ekki nauðsynlegt að vera í ESB til að vera í klúbbnum.
  • En hann felur í sér, að vera hluti af bandalagi vesturlanda og þeirra viðskiptakerfi.

Með Úkraínu í klúbbi Vesturvelda, þá hafa lönd sem eru í klúbbnum - - breið landamæri við Rússland.

Í því liggur ógnin sem Pútín sér. Ástæða þess, af hverju hann gerði tilraun til þess, að hindra aðild Úkraínu að klúbbi Vesturvelda. Tilraun sem mistókst.

En á endanum, grunar mig að Vesturveldi vilji að - - það fari fram "flauelsbylting innan Rússlands" því að íbúar Rússlands taki sambærilega ákvörðun, og Úkraínumenn hafa. 

Ólíkt því sem "vinir Pútíns halda" þá munu Vesturveldi ekki þurfa að múta Rússum með dollurum eða evrum eða rúblum, heldur dugi það líklega til - - ef það tekst að endurhæfa Úkraínu.

Gera Úkraínu ca. álíka efnahagslega velmegandi og skilvirka, og Pólland er í dag. Svo geta menn auðvitað deilt um það, hvort þ.e. raunhæft plan, að ætla að endurhæfa Úkraínu.

  • Gerum ráð fyrir að það takist, Úkraína fari í langt aðildarferli eins og var um Pólland, þurfi að uppfylla langa röð skilyrða fyrir aðild, fara í "aðlögunarferli" með öðrum orðum - eins og Pólland, Tékkland, Króatía, Slóvakía - gerðu.
  • Segjum að "aðlögunarferlið taki 10 ár" og að þeim liðnum, þá geti landið fengið fulla aðild.  

Aðlögunin leiði til "skilvirkari stjórnarhátta" og "skilvirkara hagkerfis" - lýðræðið í landinu festi rætur, fari að virka betur. Eins og varð um Pólland - Tékkland o.flr., braggist hagkerfi Úkraínu.

Þá mundi það hafa mjög mikla táknræna merkingu fyrir íbúa Rússlands, að sjá Úkraínu ganga í gegnum það umbreytingarferli. Sérstaklega ef það verður útbreidd sýn, að dæmið hafi gengið upp.

  • Þetta er þ.s. ég á við.
  • Agnið sé Úkraínu.
  • Fiskurinn sé Rússland.


Það voru kosningar í Úkraínu um helgina, miðað við úrslit þar - þá hafa íbúar Úkraínu staðfest vilja sinn

Því hefur verið haldið fram, að framið hafi verið "valdarán" - með öðrum orðum, að orðið "bylting" hafi verð lýi.

En kosningaúrslitin segja allt aðra sögu, en þ.e. afskaplega einfalt, ef það væri svo að "fámenn klíka hefði tekið völdin" sbr. "valdarán" og væri að þvinga e-h fram "gegn vilja íbúa" - - þá væri það ekki niðurstaða almennra frjálsra kosninga, að staðfesta núverandi ríkisstjórn óbreytta.

  • Það er nefnilega útkoma kosninganna, að útlit er fyrir sama stjórnarmynstur áfram.
  1. Flokkur núverandi forsætisráðherra, virðist hafa fengið flest atkvæði.
  2. Flokkur forsetans, næstflest.

Saman geta þeir flokkar myndað ríkisstjórn, það virðist því blasa við að samstarf Petro O. Poroshenko forseta og Arseniy P. Yatsenyuk forsætisráðherra - haldi áfram óbreitt.

Pro-Western Parties Lead in Ukraine Election, Early Results Show

Þar með er sú ríkisstjórn - - orðin lögmæt.

Komin með fullt umboð kjósenda.

Þá fellur eðlilega dauð sú ásökun, að ólögmæt stjórn ráði ríkjum í Kíev. 

Sá flokkur sem fór fyrir andstæðingum núverandi stefnu, virðist hafa fengið eingöngu 9% atkvæða. En þar afhjúpast einnig klofningur landsins, í því að sá flokkur fékk flest atkvæði í sumum héröðum í A-hluta landsins.

Svoboda, flokkur róttækra þjóðernissinna, virðist hafa fengið í kringum 6% atkvæða. 

 

Niðurstaða

Það má segja að íbúar Úkraínu, með því að "kjósa sömu ríkisstjórn áfram" þá sömu og tók við eftir byltinguna í Kíev. Séu þeir að rétta fram fingurinn gagnvart þeim - - sem hafa haldið því fram, að valdarán hafi verið framið í Kíev. Þvert á móti blasir við, að þar fór raunverulega fram bylting - - en bylting er það kallað. Þegar meirihluti íbúa steypir ríkisstjórn sem meirihluti íbúa er orðinn ósáttur við, að sú stjórn sé kosinn til valda áfram í frjálsum kosningum. Sýnir algerlega fram að að það raunverulega fór fram bylting - ekki valdarán.

Baki vilja íbúa liggi "draumurinn um betri framtíð."

Það er mikið afl í draumsýnum, það sýndi saga 20. aldar fram á, þegar draumsýn Marxismans tókst á við - - sýn Vesturvelda. Sýn Vesturvelda vann þann slag.

Draumsýn Vesturvelda lifir enn góðu lífi. Þau þurfa því ekki að múta þjóðum til að ganga í lið með sér.

Það er ákaflega erfitt að - - berjast við "lifandi draumsýn." 

Ef Pútín getur ekki veitt Rússum "góða framtíð" þá á endanum, verður það mjög erfitt fyrir stjórnendur Rússa, að halda aftur af áhrifum "draumsýnar Vesturvelda" innan Rússlands sjálfs. Sérstaklega ef Vesturveldum tekst að endurhæfa Úkraínu. Það getur verið að það kosti slatta af peningum, en Rússland er stór fiskur - það má kosta einhverju til.

Rússland getur auðvitað tæknilega valið Kína. En ég er viss um, að það mundi koma mun verr út fyrir íbúa Rússlands.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Eins og ég hef bent þér á aður þá hugsið þið Putin á mjög svipuðum nótum og innst inni veistu að þessi skoðun hans er rétt, eins og reyndar margt fleira sem hann hefur sagt um þetta mál.

Allt annað er svo rangt hjá þér af því að þú byrjar með rangar staðhæfingar og leggur svo út af þeim.

Vissulega var mönnum greitt sem stóðu fremstir í mótmælunum og það var meira að segja bónuskerfi í tengslum við þetta.Ég held að það nenni enginn lengur að neita þessu enda ágætlega skjalfest.

Kannski hefði það ekki þurft,en það var samt gert og hefur sennilega breitt einhverju.

Það sem olli svo straumhvörfum og tók þetta úr lýðræðislegum farvegi var svo aðkoma bandaríkjamanna sem höfðu ekki náð takmarki sýnu og létu skjóta fólkið á Maidan torginu.

Þessi bylting er einhver sú verst heppnaða sem um getur.

Fyrir byltingu var Úkraina lýðræðisríki sem stjórnað var af gjörspilltum oligörkum

Eftir byltingu og tvennar kosningar er Úkraina lýðræðisríki sem stjórnað er af gjörspilltum oligörkum og nasistum.

Það er ekki gáfulegt að sjá hvernig flestir á vesturlöndum míga niður úr af hrifningu yfir hversu þessar kosningar hafi veri glæsilegar þegar sannleikurinn er sá að Einn af flokkum landsins var bannaður ,einn flokkur var gerður óstarfhæfur með lagasetningu rétt fyrir kosningar og frambjóðendum flokka sem ekki styðja Porosjenko eða Yats var reglulega misþyrmt og hent í ruslatunnur,án nokkurra afskifta lögreglu.

Einhverntíma hefði verið gerð athugasemd við svona kosningar af "lýðræðiselskandi fólki",en þetta eru jú okkar oligarkar svo við erum ekki með neitt vesen,eða hvað.

Það hefur margt farið öðruvísi en ætlað var þegar þessi bylting var skipulögð.

Þar er helst að benda á að það braust út borgarastyrjöld og Krímskagi sameinaðist Rússlandi.

Bandaríkjamönnum er ljóst að Úkraina verður aldrei sá skínandi stígur sem mun leiða til stjórnarskifta í Rússlandi, af ýmsum ástæðum.

Rússneskur almenningur er orðinn þess ágætlega meðvitaður að "lýðræðisvæðing" bandaríkjamanna er eingöngu til að koma til valda oligörkum sem eru hliðhollir bandaríkjamönnum.

Rússneskum almenningi hrýs hugur við að lenda í borgarastyrjöld af sama toga og varð í Úkrainu og þeir eru á verði gegn fólki sem bandaríkjamenn hafa þjálfað upp til að standa fyrir innanlandsátökum í Rússlandi.

Síðast en ekki síst fylgjasrt rússar grannt með hvernig áhugi bandaríkjastjórnar á Úkrainu hefur gufað upp eftir að herferðin misheppnaðist.

Þaðan er enga aðstoð að fá af neinu tagi nema bankaábyrgðir fyrir vopnakaupum Úkrainustjórnar í bandaríkjunum.

Poroshenko fór til bandaríkjanna til að betla pening,en fékk 75 milljónir dollara til að dekka 19 milljarða dollara þörf Úkrainu,og svo fékk hann jú að ávarpa þingið.

Evópusambandið er heldur ekkert að gera fyrir Úkrainumenn annað en að opna landamæri Úkrainu fyrir evrópskum iðnvarningi en halda þeim lokuðum fyrir nánast því eina sem úkrainumenn hefðu getað flutt út sem er landbúnaðarafurðir.

Evrópa hvorki getur eða vill aðstoða Úkrainumenn í þessum þrengingum,ef þeir mundu fara að ausa fjárhagsaðstoð af einhverju tagi inn í Úkrainu mundi ESB liðast í sundur.

Ríki S Evrópu mundu aldrei sætta sig við að fjármunum af þessu tagi væri veitt úr sjóðum sambandsins verði veitt í ríki utan þess ,þegar þau eru sjálf ábarmi greiðsluþrots.

Þess er sennilega nokkuð langt að bíða að Úkraina verði fyrirmyndar ríki sem rússneskur almenningur lítur til með velþóknun.

Úkraina líkist meira martröð en draumi og eins og maðurinn sagði "you aint seen nothing yet"

En bandaríkjamenn eru þrautseigir og eftir að úkraina mistókst sneru þeir sér beint að rússlandi og hyggjast svelta rússa til að skifta um ríkisstjórn.

Eftir að hafa þyrlað upp gríðarlegri lygaheferð í tengslum við MH 17 tókst þeim að þvinga Evrópuríkin til að ganga þvert gegn hagsmunumm sínum og styðja þá í geopolitískum metnaði þeirra til að ráða öllu í heiminum.

Þessi lygavefur er að rakna upp þessa dagana eins og þú veist væntanlega,en bandaríkjamönnum er alveg sama,hann var búinn að gera sitt gagn

Eins og við vitum Einar þá hafa Evrópuríkin enga utanríkisstefnu,þau gera bara eins og þeim er sagt.

Þar kemur sennilega ýmislegt til ,en það er merkilegt að fylgjast með hvernig þeim tókst að þvinga þjóðverja til að beygja þvert á stefnu sína og fórna hagsmunum sínum á altari þessa hernaðar.

Sennilega kemur þar margt til ,til dæmis persónulegar þvinganir og ekki má gleyma að þeir eru með stóran hluta af gullforða þjóðverja og fleiri ríkja í gíslingu,t.d allan gullforða Úkrainu.

Eins og flestir vita orðið er bandaríkjunum stjórnað af algerlega siðlausu fólki sem svífst einskis til að auka völd sín og auð og afleiðingin er sú að hundruð þúsunda manna hafa látið lífið um allan heim undanfarna áratugi til að fullnægja óstjórnlegri valdagræðgi þessa fólks.

Og þeir eru enn að og ekkert sem bendir til að það sé breitinga von

'Eg held að það viti þetta flest hugsandi fólk,en það getur verið svolítið erfitt að viðurkenna að ríki sem maður hefur dáðst að og oft verið til fyrirmyndar gegnum árin sé orðið svona gerspillt og helsta ógn við heimsfriðinn í dag.

Vegna hernaðarmáttar bandaríkjanna er engra breitinga von nema að þær komi innanfá í Bandaríkjunum,en fólk er einfaldlega orðið svo samdauna því að þetta ríki fari með stöðugum ófriði og hótunum gegn þjóðum heims að þetta er orðið einhverskonar norm,enda hefur þetta staðið yfir án uppstyttu í á annann áratug.

Borgþór Jónsson, 30.10.2014 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband