Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
31.8.2012 | 17:37
Bandarískur fjárfestir spáir því að bandaríkjadollar verði tengdur við gull innan 2-ja ára!
Þetta kom fram í frétt Daily Telegrap: US 'to return to gold standard within two years', says Euro Pacific Capital chief Peter Schiff.
Vandinn við þetta er sá, að tenging við gull leysir í reynd ekki nokkurn vanda.
Það er alger ímyndun að það búi til traustari grundvöll að baki peningum að tengja þá við gull.
Málið er að sá eini sem er til staðar, er í formi traustrar hagkerfisstjórnunar.
Það er ekkert til sem raunverulega hefur "stöðugt virði."
Gullforði virkar í reynd svipað og gjaldeyrisforði, er í reynd gjaldeyrisforði!
Sviðsmyndin sem alltaf þarf að hafa í huga er "kreppa."
En þá er það sem virkilega reynir á "tengingar" hvort sem þ.e. við gjaldmiðla eða eitthvað annað.
Í tengingu við gull, og segjum að það skellur á kreppuástand í hagkerfinu, ríkissjóður viðkomandi lands lendir í halla-vanda eins og t.d. Spánn, og skuldir fara að safnast upp.
Á sama tíma, er gengið niðurnjörvað við gull - - ekki "fræðilega" unnt að fella gengið.
En, ef eins og við sjáum á evrusvæði, seint eða ílla gengur að aðlaga hagkerfi með launalækkunum - skuldir ríkis halda áfram að hlaðast upp, illa gengur að ná niður viðskiptahalla eftir að efnahagsáfallið skall á - því launamenn streitast á móti því að lækka laun.
- Þá kemur að því, að aðilar fara að óttast "hrun" tengingarinnar (alveg eins og í dag óttast menn hrun evrunnar).
- Bendi á, að allar tengingar við gull hafa hrunið - engin hefur staðist til lengdar.
- Þegar sá hrun ótti kemur fram, þá fara menn í vaxandi mæli að ganga niður í banka og heimta að fá peningum skipt yfir í gull: þetta er í reynd flótti fjármagns úr gjaldmiðlinum. Slíkur flótti úr gjaldmiðlinum sást mjög stað í heimskreppunni á 4. áratugnum.
- Því meir sem ástandið ágerist að hagkerfið dalar og dalar enn frekar, þá heldur óttinn að magnast áfram - og enn fleiri færa sig yfir í gull, og gullforði seðlabankans stöðugt minnkar.
- Að lokum - þ.s. gullforðar eru alltaf takmarkaður, alveg eins og er um gjaldeyrisforða, að ef stefnir í að sá klárast - - á seðlabankinn ekki nokkurs annars úrkosti en að fella gengið (fræðilega er unnt að minnka peningamagn í umferð, aðferð sem var reynd í heimskreppunni, en það einungis flýtti fyrir þessu hruni því við það ágerðist samdráttarástand hagkerfisins, sem magnaði enn meir flótta aðila yfir í gull).
- Fræðilega eftir stóra gengisfellingu - - er unnt að tengja aftur við gull.
- En það má allt eins velta því fyrir sér - - til hvers?
Málið er:
- Að ef ílla fer.
- Að ef ílla gengur að stöðva áframhaldandi hagkerfishrun.
- Það ástand stöðugt ágerist.
- Þá stenst engin tenging eða gjaldmiðilssamstarf.
- Því þjóðir leitast alltaf við það að bjarga sér frá algeru efnahagshruni!
Það skiptir engu máli hvort tenging er við gull eða annað svokallað fast verðmæti, eða annan gjaldmiðil, eða þá að gjaldmiðlar eru tengdir hverjir við aðra, eða land tekur upp jafnvel annan gjaldmiðil.
Allar slíkar tilraunir standa eða falla þegar næst kemur stór kreppa.
Hingað til hafa tengingar nær alltaf fallið í slíku ástandi, og gjaldmiðilsstamstarf hefur nær ávallt tekið enda fyrir rest, ef það inniheldur flr. en 2 þjóðir, og þá hrynur það í stórri kreppu.
Það þíðir ekki að t.d. evran hljóti að hrynja núna, en það þíðir það sem ég sagði í upphafi - - Lykilatriðið að baki trúverðugleika liggur í hagstjórninni sjálfri!
Það er ekkert augljóst að fljótandi gengi og "fiat" gjaldmiðlar séu ótraustara form.
Niðurstaða
Það er ekki til nokkuð það fyrirkomulag undir sólinni tengt gjaldmiðilssmálum sem ekki hefur verið reynt einhvers staðar. Nema, að ég held að evran sé fyrsta tilraun til að skapa sameiginlegan gjaldmiðil margra ríkja en með umtalsvert sjálfsstæði eða a.m.k. formlega fullvalda.
Allar tengingar, hvort sem þ.e. tenging við annan gjaldmiðil eða svokallað "fast" verðmæti, virka meðan góðæri rýkir. Það sama á við um gjaldmiðilssamstarf.
Einhvern veginn er maðurinn dæmdur til að endurtaka sömu mistökin aftur - og aftur. Það kemur alltaf að því, að einhver ríkisstjórn tekur röð slæmra ákvarðana, eða að atvinnulíf það gerir, það verður einhvers konar ofris, og síðan í kjölfarið hefst kreppa.
Og menn munu aldrei sennilega hætta að leita að "stöðugleika."
Sannleikurinn er sá - að stöðugleiki er ekki til.
Verður ekki til - sama hve lengi verður leitað að honum.
Jafnvel einn hnattrænn gjaldmiðill - myndi ekki búa til stöðugleika.
En samt verður sennilega einhverntíma að því, að slíkur verður búinn til - að sjálfsögðu í nafni "stöðugleika." Þó örugglega ekki á líftíma nokkurs núlifandi.
Kv.
30.8.2012 | 22:55
Sumir telja sig sjá fyrstu merki um vonarneista á evrusvæði!
Der Spiegel birti á fimmtudag pistil, sem vitnar í frétt útgáfu Financial Times í Þýskalandi, en þar var um helgina birt rannsókn á aðstæðum hagkerfa ríkja í vanda innan S-Evr., og telja skírsluhöfundar sig sjá fyrstu merki um viðsnúning, að aðgerðir séu farnar að skila árangri: .
Þeir enda að sögn Der Spiegel á mjög bjartsýnum nótum, að hagvöxtur sennilega snúi til baka á nk. ári.
Að evrusvæði gæti í framtíðinni orðið mikilvægt hagvaxtarsvæði.
Crisis-Hit Countries May Have Turned the Corner
"The study by the Association of German Chambers of Industry and Commerce (DIHK), commissioned by the Financial Times Deutschland newspaper, showed that the countries in crisis are becoming more competitive, based on two key indicators."
- "According to the study, unit labor costs have fallen significantly in Greece, Ireland and Spain. Labor costs particularly fell in Greece, dropping by about 15 percent since 2010, according to the study."
- "Deficits in national current accounts -- the difference between the value of exports and imports of goods and services -- are also shrinking in most countries. The report revealed that Greece reduced its current account deficit by 54 percent between 2008 and 2011. The country's exports have regained the level they had in 2007, even though the Greek economy has contracted by 27 percent since then."
- "Spain and Portugal cut their current account deficits by 50 and 40 percent, respectively, between 2008 and 2011, according to the study. Italy managed to reduce its trade deficit to almost zero in the first half of this year as a result of rising exports and falling imports."
- "The DIHK believes that efforts to make euro-zone countries more competitive will start to bear fruit in 2013. Likewise, the organization expects the euro zone to see growth of 0.7 percent in 2013, up from a 0.2 percent contraction in 2012, and predicts that Europe could even be a driver of global growth in the coming year. The expected uptick is also likely to benefit German exporters, the DIHK said, as 59 percent of German exports go to other EU countries."
Best að taka tillit til þess hverjir semja þessa greiningu - þ.e. aðilar á vegum Viðskiptaráðs Þýskalands, sem er nokkuð sambærilegt við það, að Samtök Atvinnulífsins hér, myndu vinna slíka könnun.
- En þessar ályktanir eru að sjálfsögðu - alltof bjartsýnar.
- Málið er, að þó í vissum skilningi séu það góðar fréttir að viðskiptahalli þjóðanna í S-Evr. hafi minnkað, - - t.d. að hann sé helmingi minni í Grikklandi og Spáni, en hann var við upphaf kreppu; þá er það ekki nóg.
- En þessar þjóðir allar eru í dag með umtalsvert hærri skuldastöðu nú en við upphaf kreppu, mikið af henni við banka í öðrum löndum.
- Til að greiða uppsafnaðann skuldavanda við aðila utan eigin hagkerfa, þurfa öll þessi lönd - afgang af utanríkisviðskiptum, sem er nægilega stór - svo erlendar skuldir þeirra verði sjálfbærar.
- Það er t.d. ekki nóg fyrir Ítalíu, að ná viðskiptahalla í "0" heldur þarf Ítalía hagnað eða afgang af utanríkisviðskiptum, sem þíðir að Ítalía þarf enn að lækka laun töluvert, hagræða umtalsvert meira, framkalla töluverðan viðbótarsamdrátt í innlendri neyslu - - sama um öll hin löndin í vanda - - þetta bendir miklu frekar til þess að kreppan sé komin cirka í hálfleik, frekar en að hún sé við það að taka enda.
- Annað sem vert er að hafa í huga, er að það er verið að ná þessari hagræðingu með "beinum launalækkunum" og það er samdráttaraukandi - þangað til að útflutningur nær að vaxa nægilega ásmegin, til að taka af slakann. En það mun taka tíma að gerast - töluvert meiri tíma en þessir ágætu Þjóðverjar telja. Þ.s. eins og ég sagði, það þarf í öllum þessum löndum umtalsverðan afgang af viðskiptum.
- Þá finnst mér sérkennileg ályktun að Þýskaland græði á því, vegna þess að þegar laun lækka þá dregur það úr eftirspurn innanlands í þessum löndum - sem þíðir minni innflutning, ergo - minna flutt inn til S-Evr. af þýskum vörum.
- Að auki, er minnkun eftirspurnar í þeim löndum að valda samdrætti í þeim hagkerfum, sem fækkar störfum í verslun t.d., þó svo að það megi ef til vill álykta að þau hafi verið orðin of mörg innan þeirrar greinar, eftir neyslubólu sl. áratugar.
- Þessi hagkerfi þurfi einmitt á því að halda, að störf færist frá geirum sem snúast um innflutning yfir í geira sem snúast um útflutning - - en punkturinn sem verður að muna, er að meðan sú breyting á sér stað, þá eru nettó áhrifin "samdráttur" meðan störfum er að fækka í greinum sem var kominn ofvöxtur í, og útflutningur er farin að eflast, eflist hann ekki strax nægilega hratt til að stöðva að um heildarsamdrátt sé að ræða.
- Fræðilega - ef almenningur í S-Evr. hefur nægilegt umbyrðarlyndi fyrir aukningu atvinnuleysis, á grundvelli þeirrar vonar að ný störf séu farin að verða til í útflutningi, þannig að með tíð og tíma muni sú þróun styrkjast, aukinn útflutningur á einhverjum tímapunkti ná að framkalla viðsnúning. Þá má vera að aðferðin sem þjóðverjar halda að þjóðum S-Evr. gangi upp.
En sennilega erum við að tala um a.m.k. 2-3 ár til viðbótar í samdrætti í löndum í innlendri eftirspurn, það má vera að fyrstu merki um hagvöxt hefjist áður samdráttur í eftirspurn innanlands nær að klárast þannig að lífskjör haldi áfram að skreppa saman a.m.k. heilt ár eftir að fyrstu merki hagvaxtar gætir.
Það er einmitt stóra spurningin, hvað gerist?
- Hefur almenningur þá þolinmæði að bíða meðan að þessi innri aðlögun fer fram?
Á Spáni finnst mér hugsanlegt að atvinnuleysi nái 30% áður en það fer að minnka.
Það mun örugglega enn bætast við nokkur prósent í atvinnuleysi í hinum löndunum, áður en einnig í þeim löndum, það getur farið að minnka.
Meðan lækka verð á eignum - því kaupmáttur minnkar - - > sem er ekki síst ástæða þess að menn óttast um stöðu bankanna í S-Evr.
Að auki fjölgar lánum í vanskilum örugglega a.m.k. um nk. 2 ár, jafnvel 3.
Ekki síst, samdrátturinn eykur fjárlagahalla ríkissjóða þessara landa.
Til að halda fjármálakerfinu í S-Evrópu uppi, til að brúa bilið - - verði að prenta peninga!
En einnig til að aðstoða við fjármögnun ríkissjóða S-Evr. landa, muni verða nauðsynlegt að prenta peninga.
Þeir ríkissjóðir - verði að fá að auka skuldir. En ef þeir eru knúnir til að leitast við að minnka þær, samtímis að hagkerfið er í miðjum klíðum að aðlaga sig - - þá lætur e-h undan fyrir rest.
Niðurstaða
Ég skil sosum að menn séu að leita eftir "von." Menn þurfa þá að gæta hófsemis í þeirri leit. Að viðskiptahalli hafi minnkað um helming, þíðir ekki að stutt sé í góðæri. Heldur að hinn helmingur viðskiptahallans á enn eftir að hverfa, en ekki einungis það - heldur þarf að auki að skapa nægilega stóran viðskiptaafgang.
Öll löndin sem á sl. áratug á evrusvæði höfðu viðskiptahalla, og söfnuðu skuldum við aðila utan eigin hagkerfa með þeim halla á sl. áratug.
Þurfa á þessum áratug að ná fram a.m.k. jafnverðmætum afgangi, við þau verðmæti sem þau lönd sönkuðu að sér í skuld. Þ.s. að skuldir bera vexti, þarf afgangurinn í reynd að vera ívið stærri heldur en halli sömu landa var á sl. áratug.
Það er langt í frá að endimörk samdráttar í S-Evr. sé rétt handan við hornið, þau lönd eins og ég sagði eru í besta falli að nálgast "hálfleik."
Spennusagan - um það hvort almenningur í þeim löndum mun halda áfram að umbera versnandi atvinnu- og efnahagsástand; er langt í frá komin að niðurstöðu.
Kv.
29.8.2012 | 15:28
Efa við næðum nokkru sinni inn í evrun þó við reyndum okkar ítrasta!
Það er eiginlega sprenghlægilegt hve margir aðildarsinnar stórfellt vanmeta hve erfitt það er að komast inn í evruna. Sannarlega náði nokkur fjöldi ríkja inn í hana á sl. áratug. En þá voru hagkerfisaðstæður í umhverfinu sérdeilis hagstæðar. Það er - stöðugur uppgangur, sem einfaldaði hagstjórn, flýtti fyrir lækkun skulda, gerði mun auðveldar að ná þeim markmiðum sem krafa er um gerð.
------------------------------------------------------------
Convergence Criteria:
1. Inflation rates: No more than 1.5 percentage points higher than the average of the three best performing member states of the EU.
2. Government finance:
- Annual government deficit:
- The ratio of the annual government deficit to gross domestic product (GDP) must not exceed 3% at the end of the preceding fiscal year. If not it is at least required to reach a level close to 3%. Only exceptional and temporary excesses would be granted for exceptional cases.
- Government debt:
- The ratio of gross government debt to GDP must not exceed 60% at the end of the preceding fiscal year. Even if the target cannot be achieved due to the specific conditions, the ratio must have sufficiently diminished and must be approaching the reference value at a satisfactory pace.
3. Exchange rate: Applicant countries should have joined the exchange-rate mechanism (ERM II) under the European Monetary System (EMS) for two consecutive years and should not have devalued its currency during the period.
4. Long-term interest rates: The nominal long-term interest rate must not be more than 2 percentage points higher than in the three lowest inflation member states.
------------------------------------------------------------
Ísland á sl. áratug nokkrum sinnum uppfyllti nokkur ofangreindra skilyrða, þ.e. ríkisskuldir voru komnar niður í milli 20-30%, ríkið var rekið með afgang í góðærinu, og ríkið var með hagstæð lánskjör.
Erfiðasta skilyrðið er án vafa nr. 3, að halda gengi gjaldmiðils föstu, þá meina ég algerlega föstu - engar hreyfingar, í 2 ár.
En ekki skal vanmeta heldur skuldastöðu ríkisins upp á tæp 100%. Enn er halli.
Það verður einnig vandi að koma verðbólgu niður í það stöðuga ástand sem krafið er - ekki útilokað krefst mjög stífs aðhalds, þ.e. engar verulegar launahækkanir en alltaf hluti af þeim fer í verðlag, má ekki vera of mikill hagvöxtur - ekki of mikil eftirspurn, því hvort tveggja eykur verðbólgu.
- Ástæða að gengisfestu skilyrðið er erfitt, er að íslenska hagkerfið er stöðugt að sveiflast af mörgum ástæðum:
- Það veiðist meir eitt árið, minna það næsta.
- Verðlag á afurðum er gott eitt árið, verra það næsta. Þessi atriði geta farið saman eða á misvíxl.
- Ef stéttarfélögin neyða fram verulegar launahækkanir, hækkar það alltaf verðbólgu.
- Ef þ.e. öflugur hagvöxtur, þá skapar aukning eftirspurnar verðbólgu.
- Síðan getur verðbólga komið að utan, ef það t.d. hækkar olía, eða matvörur.
- Að lokum, eru það blessuðu gengissveiflurnar - en margir láta sem það sé eina ástæðan.
- Allir þessir þættir þurfa að hitta vel á samtímis. Heppni þarf að spila inn í.
- Að auki þarf þá krónan að vera fljótandi, þ.e. búið að losa um höftin áður en Ísland fær aðild að ERM II. Þannig, að þá er nauðsynlegt að hafa stórann gjaldeyrisvarasjóð til að verjast - öllum tilraunum markaðarins til að sveifla genginu.
- Það skapar sennilega stærstu hættuna - nefnilega þá, að krónan verði skotmark óprúttinna. En mér sýnist sérstakt tækifæri vera til að veðja gegn krónunni, þegar Ísland er að leitast við að halda genginu algerlega föstu í 2 ár.
- Þá neyðist Seðlabanki Íslands, til að beita uppsöfnuðum gjaldeyrisvarasjóð, til að verjast öllum slíkum atlögum, og í því felst einmitt hættan - að óprúttnir aðilar veðji gegn henni, til að ná til sín akkúrat þeim sjóði.
- Það er nefnilega afskaplega ólíklegt að unnt verði að safna svo digrum sjóð, að Ísland algerlega pottþétt varist öllum atlögum - - en fræðilega, getur það fengið lánsfé frá Seðlabanka Evrópu, í því skini að verjast slíku.
- Þá bætist það við sem hætta, að menn freistist til að ekki einungis verja öllum gjaldeyrisvarasjóðnum til að ná takmarkinu, heldur einnig til að skuldsetja ríkið - til að ná því.
- Og ef það bregst samt, óprúttnir ná af okkur hvoru tveggja lánsfénu og uppsöfnuðum sjóð. Og síðan félli krónan atlagan gegn henni tækist fyrir rétt. Þá sætum við eftir með sárt ennið - málið tapað a.m.k. í bili, landið aftur skuldsett.
- (Ath. Seðlabanki Evrópu ver einungis +/-15% vikmörk, ríkin sjálf verða að standa í kostnaðinum við að halda genginu algerlega föstu.)
Þörf á að endurtaka margra ára baráttu, þ.e. safna nýjum sjóð, og greiða að nýju niður skuldir.
Þess fyrir utan, að í annað sinn getur farið með sama hætti.
Svo má ekki gleyma, að til stendur að herða skilyrðin um inngöngu í evru!
Niðurstaða
Ég skrifaði þetta vegna þess að ég fékk eina af þessum "heiladauðu athugasemdum" sem var eittvað á þá leið "Göngum í ESB og málið er dautt." Mjög margir virðast halda að evran nánast fylgi með í pakkanum um aðild. Enda er umræðan þannig - ganga inn, taka upp evru. Fjöldi fólks virðist hafa tekið upp þá ranghugmynd. Að stóra skrefið sé aðild, hitt komi einhvern veginn af sjálfu sér.
Kv.
28.8.2012 | 20:34
Neikvæðar fréttir frá Spáni!
Á þriðjudag, er það staðfest skv. spænskum stjórnvöldum, að Spánn hefur verið í efnahagssamdrætti þriðja ársfjórðunginn í röð. Skv. niðurstöðu, mældist 0,4% samdráttur á 3. fjórðungi sem miðað við 12 mánuði telst vera 1,3% samdráttur. Í júlí mældist mesti fjármagnsflótti frá spænskum bönkum, sem hefur hingað til mælst í kreppunni, minnkuðu innistæður um 4,7% að sögn Seðlabanka Spánar. Síðan hefur nú Katalóníuhérað formlega óskað eftir 5ma. neyðarlánalínu frá spænskum stjórnvöldum.
Catalonia to tap 5 bln eur of Spanish state funds
Spanish recession darkens as country mulls bailout
Catalonia heightens Spanish debt fears
Mynd sem sýnir þróun bankainnistæðna á Spáni!
- Þetta er mjög forvitnileg mynd, en þarna sést hve bankakerfið á spáni virðist hafa bólgnað alveg hreint ótrúlega skarpt út síðan kringum 2000.
- Þarna sjást síðan einnig greinileg merki um upphaf flótta innistæðna frá byrjun þessa árs.
Ef einhver efaðist að það hafi verið bankabóla á Spáni, þarf vart að efast um það lengur. En þetta er afskaplega myndarlegur margfeldisvöxtur innistæðna á einum áratug.
---------------------------------------
- Katalónía er hagkerfi á stærð við Portúgal, héraðsstjórnin þarf að standa skil á 13,5ma. á þessu ári, sem fellur á gjalddaga og þarf að endurnýja. Heildarskuldir héraðsstjórnarinnar um 42ma..
- Katalónía er u.þ.b. 20% af heildarhagkerfi Spánar, svo það munar töluvert um efnahagsvanda þess héraðs.
- Áður hafa Valensía og Mursía héröð, óskað formlega aðstoðar. Valensía er með um 8ma. útistandandi í ár, meðan hið mun smærra Múrsía hefur útistandandi um 800milljón..
- Þetta gerir þó fræðilega allt að 23ma. sem geta fallið á spænska ríkið í ár. Þó verið geti, að einungis hluti upphæðarinnar endi á spænska ríkinu.
Það hefur verið fremur stirt samband milli ríkisstjórnar Spánar og stóru héraðanna tveggja þ.e. Katalóníu og Valensía.
Í dag sagði talsmaður héraðsstjónar Katalóníu frekar fílulega, daginn er hún lagði inn formlega umsókn um aðstoð:
"Francesco Homs, spokesman for the regional government, said it would not accept additional political conditions over budgetary measures already agreed with Madrid because the money is Catalan money"
Þetta er áhugaverð afstaða - en sannarlega streymir hluti skatttekna af öllu spænsku landi til Spænska alríkisins.
Þ.e. áhugavert að krefjast aðstoðar, í nafni þess að það sé einungis verið að sækja til baka "okkar peninga."
Segja um leið snúðugt, að héraðsstjórnin samþykki engin íþyngjandi skilyrði fyrir slíkri aðstoð.
En fyrir liggur að t.d. spænska ríkisstjórnin krefst þess að öll héröðin lækki eigin hallarekstur í um 1,5% af eigin tekjum. Sem líklega krefst harkalegra niðurskurðaraðgerða héraðsstjórna.
Þessi 2 stóru héröð, eru undir stjórn stjórnarandstöðunnar á Spáni, sem getur a.m.k. verið hluti skýringarinnar fyrir skorti á samvinnu við stjv.
Stjv. Spánar þurfa að ná koma beysli á hallarekstur héraðsstjórna - - annars er borin von að þau geti náð niður að nægilegu marki, hallarekstri hins opinbera á Spáni.
Katalónía og Valensía eru það stór, að mjög verulega myndi muna um það - ef ekki tekst að fá þær héraðsstjórnir til að sýna stjv. samvinnu í þeim aðgerðum.
Það myndi að sjálfsögðu ekki gleðja fjárfesta né stofnanir evrusvæðis, ef kemur í ljós að stjórnvöld Spánar ná ekki yfirlístum markmiðum um minnkun hallarekstrar hins opinbera.
Niðurstaða
Það kemur að sjálfsögðu engum á óvart að niðurstaðan á Spáni var efnahagslegur samdráttur á 3 fjórðungi ársins. Það sem er forvitnilegt er myndin að ofan, sem sýnir ótrúlegan vöxt innistæðna í spænskum bönkum á sl. áratug. Það er sterk vísbending þess, að bankarnir hafi einnig þanist þarlendis út í nærri því sambærilegu margfeldi. Það var ekki bara Ísland sem hafði bankabólu.
Með þetta í huga er það sjálfsagt skiljanlegt að fjárfestar séu skeptískir á stöðu spænska fjármálakerfisins, eftir ofvöxt og síðan það hrun á húsnæðismarkaði sem átt hefur sér stað á Spáni - í kjölfar einnar mestu húsnæðisbólu sem sést hefur í hinum vestræna heimi.
Vaxandi flótti innistæðna er skýrt óttamerki.
En einnig hættumerki fyrir spænska fjármálakerfið.
En það írska lagðist einmitt á hliðina á sínum tíma, einnig í kjölfar hruns húsnæðisbólu - eftir að flótti innistæðna hafði staðið yfir í nokkurn tíma og grafið enn frekar undan fjárhagslegri stöðu írska bankakerfisins.
Óttin um það að spænska ríkið þurfi að aðstoða eigin banka með mjög kostnaðarsömum hætti, síðan minnkar tiltrú fjárfesta á stöðu spænska ríkisins.
Í reynd er spænska ríkið og spænska fjármálakerfið eins og tveir drukknandi menn á sama rekaldinu, sem vita að annðhvort fljóta þeir saman eða sökkva saman.
Kv.
27.8.2012 | 22:24
Í ljósi andláts Neil Armstrong, er ágætt að mynnast tunglferðanna!
Eins og fram hefur komið í fréttum er fyrsti maðurinn sem steig á tunglið Neil Armstrong látinn, hann lést sl. laugardag - blessuð sé minning hans. Sjá wikipedia: Neil Armstrong. Hann og félagarnir Michael Collins og Buzz Aldrin, ferðuðust til Tungslins - hófst ferðalagið á því að þeim var skotið á loft af griðarstórri flaug sem gat sent 43 tonna Apollo 11 farið alla leið til Tunglsins. Fyrstu 3 ferðirnar, voru förin 43 tonn þ.e. Apollo 11, 12 og 14 (13 misheppnaðist sprenging varð um borð, og en þrátt fyrir það tókst að snúa til Jarðar heilu og höldnu, fræg mynd var síðar gerð um atburðinn). En síðari 3 skiptin þ.e. Apollo 15, 16, og 17 var farið 47 tonn, og bar með sér farartæki.
- Satúrnus V var gríðarstór, um 3.000 tonn við flugtak.
- Hæð 111 metrar.
- Ummál 10 metrar án ugga.
- Gat borið 120 tonn upp á braut um jörðu.
- Eða allt að 47 tonn til Tunglsins.
Satúrnus flaugin er án nokkurs vafa mjög magnað verkfræðilegt afrek, og er afrakstur Werner Von Braun og starfshóps hans, nasistans sem byggði V2 flugskeyti fyrir Hitler. En síðar byggði tunglflaugar fyrir Bandaríkin.
Án efa mesti eldflaugasmiður sögunnar fram að þessu.
Fyrir áhugasama eru ágætar Wikipedia síður:
Senan sem sýnir ökutækið keyra, er sérdeilis skemmtileg þó örstutt sé, en hún sýnir mjög vel að tækið er statt í lofftæmi. Það sést af hegðun ryksins sem farartækið þyrlar upp, að það fellur strax niður, í stað þess að mynda eiginlegan rykmökk eins og myndi gerast með fíngert ryk hér á Jörðu.
En þ.e. eitt sem mér finnst ég verða að nefna, þ.e. kenningar þess efnis að fyrsta Tunglferðin sérstaklega, hafi verið sett á svið með einhverjum hætti.
En ég er þeirrar skoðunar að Bandaríkin hefðu ekki getað komist upp með slíkt:
- Árið 1969 voru bæði risaveldin búin að koma sér upp neti njósnahnatta til að fylgjast með hverju öðru. Sérstaklega, til að fylgjast með geimskotum, enda bæði með áhyggjur af hugsanlegri kjarnorkuárás.
- Með slíku neti hnatta (early warning sats), gátu bæði séð þegar flaugum var skotið upp í geim, en flaug sem á að bera kjarnavopn á hinn enda hnattarins fer alla leið upp í brautarhæð yfir Jörðu, þó baugurinn hafi ekki næga orku til að sprengjan tolli uppi nema rétt nægilega lengi.
- Punkturinn er, að hvort að það var geimskot af Kanaveral höfða, gat ekki farið framhjá Sovétríkjunum, að auki hefðu þau séð í grófum dráttum stefnu flaugarinnar, enda slíkt nauðsynlegt svo unnt væri að vita hvort geimskotum væri stefnt að Sovétríkjunum sjálfum eða ekki.
- Síðan má ekki gleyma því, að það voru sjónvarpsútsendingar frá Tunglinu, sú tækni að staðsetja með nákvæmni hvaðan sendingar koma, var fullkomnuð í Síðari Heimsstyrrjöld. Ekki nokkur minnsti vafi að ekki væri unnt að plata tæknimenn Sovétríkjanna, um það hvaðan sendingarnar væru að koma.
- Svo má ekki gleyma því, að NASA var með samning við aðila sem ráku stóran útvarpssjónauka í Ástralíu, sem sá um að taka við merkjunum, og endurvarpa þeim áfram til Kanaveral höfða. Þegar Jörðin sneri með þeim hætti, að Kanaveral höfði sneri í burtu frá Tunglinu. Það er örugglega ástæða þess, að einhver radíóamatör taldi Tunglmerki koma frá Jörðinni, sem sumir telja vera einhverkonar vísbendingu sem styðji gabbkenninguna (fyrir nokkrum árum var sýnd hér í sjónvarpi áströlsk sjónvarpsmynd um það fólk er rak þá stöð, er NASA fékk að nýta útvarpssjónaukann þeirra).
- Sú kenning að of hættulegt sé að fljúga til Tunglsins er röng, en það myndi taka nokkur ár fyrir geimgeisla að drepa geimfara úr geislun. Varðandi Van Allen beltin, þá er megnið af geisluninni þar lágorku, sem þíðir að megnið af henni kemst ekki í gegnum einfaldan málmbyrðing. Síðan er farið á hraðferð þar í gegn, geislun af þess völdum óveruleg. Geislunarvandinn, er fyrst og fremst vandamál, ef á að dvelja í geimnum um verulegann tíma. T.d. ef menn hyggðust fara til Mars. En til lengri dvalar, þarf för sem veita betri vernd gegn geimgeislum.
- Svo bæti ég því við, að "life support systems" voru fundin upp rétt fyrir aldamótin 1900, en fyrstu kafbátarnir sem siglt gátu siglt neðansjávar voru teknir í notkun á síðasta áratug 19. aldar.
- Að lokum, vegna þess að Tunglið er rétt tæpa ljóssekúndu frá Jörðu, tekur það rétt tæpa sekúndu fyrir boð að berast frá Tunglinu og til Jarðar og öfugt. Það skýrir það að þó tölvur væru ekki mjög fullkomnar 1969-1972 er Tunglferðirnar fóru fram, þá var það ekki vandamál. Þær fylltu heilu salina á Jörðu niðri. En svo nærri Jörðu var ekki vandamál, að þær væru staddar hér en ekki um borð í geimfarinu.
Ég hef grun um að þessi kenning, höfði til fólks sem er andvígt Bandaríkjunum, þannig að vissrar íllkvittni gæti í þeirri hugsun. Það fólk langi til þess, að þetta hafi verið plat, mesta afrek líklega Bandaríkjanna hingað til.
Niðurstaða
Burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á Bandaríkjunum, er unnt að fyllast aðdáun yfir því mikla afreki að fljúga til Tunglsins 6 sinnum á árunum 1969-1972. Nú eru sem sagt 40 ár liðin frá því að síðast var þangað flogið. Og maður veltir fyrir sér hvenær næst? Það merkilega er að sá næsti sem það gerir, verður líklega frá Kína. Þar á eftir getur komið Indverji. En bæði löndin hafa hafið geimprógrömm. Þó svo það kínverska sé það eina sem enn hefur skotið manni á braut um Jörð. Hvort að kínversk heimsókn til Tunglsins mun hrista upp í áhuga Bandaríkjanna, kemur í ljós. En vera má að nýtt geimkapphlaup sé ekki mörg ár framundan. Og þá má vera að það endist mun lengur, því fleiri ríki verði um hituna.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 28.8.2012 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2012 | 01:55
Gagnrýnin umfjöllun um tillögu Stjórnlagaráðs!
Fyrst aðeins um orðið "gagnrýni" þá skilja alltof margir það í neikvæðri merkingu. En gagnrýni er alls ekki í sjálfu sér neikvæð. Heldur er rökstudd gagnrýni í reynd ábending um það hvað sá sem gagnrýnir telur miður fara. Sérstaklega ef gagnrýnandi samtímis bendir á það hvernig sá telur þ.s. viðkomandi telur gagnrýnisvert geti betur farið, þá telst viðkomandi gangrýnandi vera uppbyggilegur - ekki neikvæður.
Til að forðast allan misskilning er tillaga Stjórnlagaráðs að mati höfundar þessa pistils að mörgu leiti vel unnin, en eins og mannanna verk er hún heldur ekki fullkomin - og telur höfundur þessa pistils nokkur atriði geta betur farið.
Og kemur fram með hugmyndir, einmitt með hvaða hætti höfundur þessa pistils telur að betur fari.
Til samanburðar: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands
Tillaga Stjórnlagaráðs: Frumvarp til stjórnskipunarlaga
39. gr.
Alþingiskosningar.
Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára.
Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt.
Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi. Þau skulu flest vera átta.
Samtök frambjóðenda bjóða fram lista, kjördæmislista eða landslista eða hvort tveggja.
Frambjóðendur mega bjóða sig fram samtímis á landslista og einum kjördæmislista sömu
samtaka.
Kjósandi velur með persónukjöri frambjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða af landslistum, eða hvort tveggja. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við einn kjördæmislista eða einn landslista, og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt. Heimilt er að mæla fyrir um í lögum að valið sé einskorðað við kjördæmislista eða landslista sömu samtaka. Þingsætum skal úthluta til samtaka frambjóðenda þannig að hver þeirra fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu.
Í lögum skal mælt fyrir um hvernig þingsætum skuli úthlutað til frambjóðenda út frá atkvæðastyrk þeirra.
Í lögum má mæla fyrir um að tiltekinn fjöldi þingsæta sé bundinn einstökum kjördæmum,
þó ekki fleiri en 30 alls. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju bundnu sæti skal ekki vera lægri en meðaltalið miðað við öll 63 þingsætin.
Í kosningalögum skal mælt fyrir um hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna
og karla á Alþingi.
Breytingar á kjördæmamörkum, tilhögun á úthlutun þingsæta og reglum um framboð,
sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Slíkar breytingar má ekki gera ef minna en sex mánuðir eru til kosninga, og gildistaka þeirra skal frestast ef boðað er til kosninga innan sex mánaða frá staðfestingu þeirra.
- En ég tel að fyrirkomulagið í 39. gr. gangi ekki með nokkrum hætti upp, sé ekki unnt að starfa skv. því, og þurfi að endurskoða. Þarna er tel ég misheppnuð tilraun til að sætta sjónarmið.
- Ég legg til þ.s. ég tel mun heppilegri aðferð, sem ætti að ganga fullkomlega upp.
- Mín tillaga er að Alþingi komi saman í tveim deildum, önnur landskjörin en hin kjördæmakjörin. Flokkar bjóði fram landslista annars vegar og kjördæma-lista hins vegar. Flokkur megi ef hann kýs svo, bjóða aðeins fram annað hvort.
65. gr.
Málskot til þjóðarinnar.
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.
Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.
- Ég er þeirrar skoðunar að 10% sé of lágt hlutfall, en til samanburðar þá er ekki hægt að sjá annað á þeim söfnunum sem farið hafa fram til að skora á Forseta Ísland til að beita neitunarvaldi sínu skv. 26. gr. núverandi stjórnarskrár, en að 15% sé alls ekki of íþyngjandi.
- Þarna skiptir auðvitað máli hvaða hlutverki fólk vill að slíkar atkvæðagreiðslur gegni. En ef við erum sammála því að grunnfyrirkomulag skuli vera fulltrúa-þingræði, þá sé eðlilegra að miða við að þessi málskotsréttur sé meir í ætt við að vera neyðarréttur. Fremur en, að stefnan sé á beint lýðræði.
- Hingað til hafi ávallt tekist að safna rúmlega 30þ. undirskriftum, í söfnunum til hvatningar til forseta Íslands. Þetta er líka spurning um það, að þessi réttur sé ekki nýttur, nema fremur víðtæk óánægja sé til staðar.
- En mig grunar að ef hlutfallið er 10%, sé það mögulegt að áhugahópar í stað þess að beita sér innan stjórnmálaflokka, að þeir fari að beita undirskriftasöfnunum til að koma sínum málum að - sbr. beint lýðræði.
- Ítreka - að þarna er lykilatriðið hvert er meginmarkmiðið þ.e. - eru menn fylgjandi fulltrúalýðræði og þingræði sem meginreglu, eða vilja þeir í staðinn koma á beinu lýðræði. Ég vil hafa þingræðið áfram sem meginreglu, þess vegna legg ég til að viðmið verði 15% eða 20%.
Mér finnst vert að íhuga hvort ætti að setja upp málamiðlunar-fyrirkomulag að svissneskri fyrirmynd, til að fækka þjóðaratkvæðagreiðslum, forseti gæti fengið hlutverk sáttasemjara. Forseti getur þá flutt frumvarp fyrir Alþingi ef sátt næst um breytingu. Þá vil ég halda inni þeim möguleika að forseti geti lagt fram þingfrumvarp.
Fyrirkomulagið væri þá það, að þegar fyrir liggur að söfnun undirskrifta hefur náð tilskildu lágmarki, þá sé til staðar ákvæði þ.s. krafist er að aðilar sem deila, leiti sátta þ.e. Alþingi og þeir sem leggja fram viðkomandi kröfu með söfnun undirskrifta.
Því sé gefinn fyrirframákveðinn tími - og ef sættir nást, flytji forseti sáttina sem frumvarp til laga fyrir Alþingi.
Til þess, þarf þá forseti að halda þeirri heimild sem núverandi stjórnarskrá veitir skv. 25. gr.
Þeirri heimild hefur aldrei verið beitt, þ.s. hingað til hafa forsetar ekki séð nytsaman tilgang. En ofangreint getur einmitt verið slíkur.
--------------------------------------------------
66. gr.
Þingmál að frumkvæði kjósenda.
Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.
Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram
gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði, svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.
Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því
málið hefur verið afhent Alþingi.
- Mér finnst 66. gr. full íþyngjandi fyrir þingræðið. Mér finnst að Alþingi skuli hafa óskorað forræði yfir setningu laga, eins og hingað til og eins og almennt tíðkast í þingræðislöndum en einnig t.d. í Bandar.
- Ég er alls ekki að segja, að almenningur skuli alls ekki hafa þann rétt að leggja fram þingmál. En ég er algerlega andvígur því, að það fái aðra stöðu en hvert annað þingmál.
- Það sé sem sagt lagt fram, til venjulegrar meðferðar. Og ef Alþingi er andvígt málinu, þá einfaldlega felli Alþingi málið, og þá sé afgreiðslu lokið.
- Þarna sé verið að færa löggjafarvaldið, á götuna - a.m.k. að hluta. Mér virðist að hluti Stjórnlagaráðsmanna hafi verið áhugamenn um "beint lýðræði."
- En ef menn vilja áfram að þingræði sé meginregla, og sama tíma að það sé áfram fulltrúalýðræði. Þá er þetta fyrirkomulag óeðlilegt stílbrot, sem klárt virðist mér geta grafið undan einmitt "þingræðinu" og "fulltrúalýðræðinu."
67. gr.
Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt
ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að
krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr.
Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um
form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis, svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu.
- Ef sú takmörkun nær fram að ganga sem þarna sést stað, þá ef maður tekur dæmi, getur almenningur ekki beitt rétti þeim sem 65. gr. tillögu um nýja stjórnarskrá veitir almenningi, til að krefjast þess að þingmál sambærilegt við Icesave sem samþykkt hefur verið sem lög frá Alþingi skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Mig grunar að meirihluti Stjórnlagaráðs, hafi viljað einmitt að tryggja það - að sambærileg mál í framtíðinni, geti ekki verið tekin úr afgreiðslu Alþingis.
- Icesave sannarlega snerist einmitt um þjóðréttarskuldbindingu - og þ.e. einmitt skuldbinding af slíku tagi, sem er sérdeilir mikilvægt að þjóðin geti stöðva, ef hún ekki vill hana.
- Því einmitt með þjóðréttarskuldbindingu, er unnt að skuldbinda hvert mannsbarn á landinu, en ekki einungis það, einnig komandi kynslóðir sem og þær sem eru að alast upp hverju sinni.
- Þjóðréttarskuldbindingar eru einmitt - gríðarlegt alvörumál.
78. gr.
Forsetakjör.
Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis.
Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest
tveggja af hundraði. Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.
Að öðru leyti skal ákvarða með lögum um framboð og kosningu forseta Íslands.
- Mér lýst ekki á þessa kosninga-aðferð, að forseti Íslands verði kosinn með þessari aðferð. Þetta er aðferð sú er beitt var við kosningu til Stjórnlagaráðs, sem eins og frægt er var ógilt af Hæstarétti.
- Málið er að þetta er flókið í framkvæmd, sem býður upp á mistök, að auki talning mjög tafsöm sem og erfið.
- Ef menn vilja annað fyrirkomulag við forsetakjör en núverandi, er betra að hafa 2-falda kosningu, þ.e. fyrst allir og síðan aftur milli tveggja eftstu.
- Fræðilega séð er kostur þessarar aðferðar sá, að þá falla færri atkvæði dauð en nú á sér stað, skv. hinni hefðbundnu aðferð, þá þarf að rína í seðla og skoða hver er settur nr. 2 og nr. 3 o.s.frv., þegar frambjóðandi sem var fyrsta val náði ekki einhverju tilskildu lágmarki. En þetta er flókið ferli, býður upp á mistök - fjölgar líklega kærumálum, skapar aukna hættu á ógildingu kosningar.
90. gr.
Stjórnarmyndun.
Alþingi kýs forsætisráðherra.
Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsins
um forsætisráðherra. Er hann rétt kjörinn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillöguna. Að
öðrum kosti gerir forseti Íslands nýja tillögu með sama hætti. Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönnum, þingflokkum eða forseta Íslands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra.
Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til
nýrra kosninga.
Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir störfum með
þeim, en ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu.
Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti. Forseti veitir forsætisráðherra lausn frá
embætti eftir alþingiskosningar, ef vantraust er samþykkt á hann á Alþingi, eða ef ráðherrann óskar þess. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn.
Ráðherrar undirrita eiðstaf að stjórnarskránni þegar þeir taka við embætti.
- Fyrirkomulagið í 90. gr. er frekar kjánalegt, en gersamlega er útilokað að nokkur óvissa geti verið um þá kosningu, það verði eins og er í dag að stjórn sé mynduð í samkomulagi milli foringja þeirra flokka er unnu kosningasigur, þannig að fyrirkomulagið er þá aðeins til málamynda. Hún geti ekki haft óvænta útkomu. Ég legg til að þessi atkvæðagreiðsla falli út, hún hafi engan nytsaman tilgang.
- Fyrirkomulagið verði eins og tíðkast í þingræðislöndum, að þjóðhöfðingi ráðfærir sig við flokka á þingi, og veitir umboð til stjórnarmyndunar.
91. gr.
Vantraust.
Leggja má fram á Alþingi tillögu um vantraust á ráðherra. Í tillögu um vantraust á forsætisráðherra skal felast tillaga um eftirmann hans.
Ráðherra er veitt lausn úr embætti ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á hann. Ríkisstjórn er veitt lausn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á forsætisráðherra.
- Í 91. gr. sé ég engan tilgang að tillaga inniberi tillögu að öðrum forsætisráðherra, ef það hefur myndast nýr meirihluti á Alþingi, þá munu flokkarnir hafa komið sér saman um nýjan.
- En vantraust á forsætisráðherra er að sjálfsögðu ekki unnt að aðskilja vantrausti á ríkissjórn. En fræðilega er unnt að heimila að hægt sé að fella einstaka aðra ráðherra, en sú útkoma er reyndar mjög ólíkeg nema ráðandi meirihluti þings brotni upp, því þó ráðherrar væru ekki á þingi þá eru samt flokkarnir sem mynda meirihluta að baki þeim.
110. gr.
Þjóðréttarsamningar.
Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga
gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til.
- Það þarf að skoða 110. gr. um þjóðréttarsamninga nánar.
- En skv. þessu fyrirkomulagi, er ráðherra greinilega veitt heimild til að gera þjóðréttarskuldbindandi samninga án þess að Alþingi skipti sé af, þarna er greinilega fyrirkomulag sem er miðað við að Ísland verði í framtíðinni meðlimur að ESB, en þá er stöðugt verið að semja um margvísleg stór sem smá mál, og allt er það meira eða minna skuldbindingar þjóðréttarlegs eðlis, í því samhengi er það að sjálfsögðu þægilegra fyrir stofnanir ESB að ráðherrar aðildarríkis hafi heimild til að samþykkja samninga sem rúmast innan ofangreindrar heimildar, án þess að mál tefjist vegna þess að það þarf fyrst að ræða við þingið.
- En ég er ekki til í að sveigja reglur hér á þingi að þeim sjónarmiðum. Eftir allt saman andvígur aðild, vil því ekki fyrirkomulag er virðist gera ráð fyrir Íslandi sem meðlimi.
- Mér finnst eiginlega að Alþingi eigi alltaf að hafa lokaorðið með þjóðréttar-skuldbindandi samkomulag við önnur ríki, alveg óháð umfangi máls.
111. gr.
Framsal ríkisvalds.
Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra
stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal
ávallt vera afturkræft.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi
felst.
Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin
borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.
- 111. gr. er auðvitað sprengiefnið, sem margir eru heitir á móti. En hún gerir aðild að ESB mögulega skv. stjórnarskrá.
- Skv. núverandi stjórnarskrá er ekki neitt slíkt heimildarákvæði, og varanlegt framsal fullveldis ekki heimilt. Þó nefnt sé að slíkt framsal sé afturkræft, er það ekki heyglum hent að yfirgefa ESB þegar þú ert loks kominn þar alla leið inn.
- Það er þó einn kostur við þessa grein, er skv. henni væri þjóðaratkvæðagreiðslan í tilvikinu lagalega bindandi, en hún er það ekki skv. núverandi stjórnarskrá.
- En þ.e. ekki endilega risastórt atriði - ef fólk er andvígt aðild. Er að berjast fyrir því, að umsókn Íslands verði dregin til baka, svo málið fari einfaldlega ekki alla leið til kláraðs samnings.
Niðurstaða
Eins og fram kemur, þá sé ég nokkrar ambögur á tillögu Stjórnlagaráðs. Það þíðir ekki að ég sé að segja að sú tillaga sé ómöguleg, skuli henda á ruslahaug sögunnar. Heldur að, ég tel að Alþingi skuldi taka þá tillögu til þinglegrar meðferðar. Og gera á henni breytingar.
Skv. því - Svona lítur kjörseðilinn út 20. október - þá mæli ég ekki með því, að fólk setji já við "Já ég vil að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri Stjórnarskrá" því að, já við þeirri spurningu verður notað til að skapa þrýsting á að Alþingi afgreiði skjalið óbreytt.
Aftur á móti, legg ég til að fólk "jánki" hverju því öðru sem tillagan inniheldur og fólk er sammála.
Sem skapar þá þrýsting á Alþingi að lokaútgáfa nýrrar Stjórnarskrár innihaldi þau ákvæði sem fólk er sátt við.
Til að forðast misskilning er þjóðaratkvæðagreiðslan þann 20/10 nk. leiðbeinandi, ekki lagalega bindandi. Enda er það Alþingi eitt sem fer með löggjafarvaldið skv. núverandi stjórnarskrá, en að sjálfsögðu er hún í gildi og því ákvæði hennar um það með hvaða hætti er unnt að gera breytingar á gildandi stjórnarskrá. Að semja nýja telst vera að breyta stjórnarskrá skv. þeim skilningi.
Kv.
26.8.2012 | 00:53
Hver er meginástæða gengissveifla hérlendis?
Ólafur Margeirsson er með áhugaverða greiningu á þessu: Gjaldeyrisneysla Íslendinga
Hann vill meina að það sé hömlulaus útlán bankanna, sem búi til þær þenslubólur sem við höfum svo oft séð, sem ávallt enda með gengisfellingu, því gjaldeyrir sé takmarkaður - þegar gengur á forðann verður krónan að falla. Annars lendir landið í vandræðum með það að tryggja að til staðar sé nóg magn af brýnustu nauðsynjum.
- Þetta er áhugaverð kenning - og er líklega rétt.
- Gengisfelling í þessu tilviki er redding - því annars myndi eiga sér stað skuldasöfnun hagkerfisins, síðan skuldakeppa.
- ( í síðustu hagsveiflu, hélt útþensla bankanna erlendis dæminu uppi lengur en annars hefði gerst, dældu hingað fé hækkuðu krónuna, felldu hana svo aftur jafnskarpt)
- (Þ.e. líklega uppbygging þeirra erlendis, sem varð möguleg með EES samningnum, sem gerði bóluna svo mikið stærri en vanalega.)
- (spurning hvort við þurfum að losa okkur úr EES, til að bankar geti ekki lengur opnað útibú erlendis á okkar reikning, dælt hingað inn peningum, búið til aftur risabólu.)
- (en slík risabóla að sjálfsögðu er jafnmöguleg innan evru, þá einfaldlega verður ekki leiðrétting með gengisfellingu, og líklega hleðst skuldafjallið upp enn hærra áður en allt springur.)
Ef greining Ólafs Margeirssonar er rétt, er það í reynd "hömlulaus útlán" sem sé stærsta orsök "gengisvandans."
Ef tekin væri upp annar gjaldmiðill - og "hömlulaus útlán" væru enn til staðar, eins og er reyndin innan evrusvæðis, myndi óhjákvæmilega verða til skuldabóla sem þá myndi enda með skuldakreppu í "sérhvert sinn".
- Sem segir, að án hömlulausra útlána - geti dæmið hugsanlega gengið upp!
- Vandinn er síðan, að ekki er unnt að stjórna útlánum erlendra banka - þannig t.d. lánuðu Þýskir bankar mikið inn í spænsku bóluhýtina.
- "sem eiginlega slær á að upptaka evru sé lausn - meðan innan evru er ekki alls staðar takmörkun á útlánum banka."
--------------------------------
- Ég held að Ólafur Margeirsson - sé í reynd hvorki meira né minna en búinn að útskýra vanda evrusvæðis, en þar átti sér stað á sl. áratug einmitt hömlulaus útþensla í lánastarfsemi banka.
- Samtímis er hann einnig búinn að útskýra að miklu leiti - hinar tíðu gengissveiflur krónunnar.
- Grunnvandinn sé - hömlulausir bankar!
- Gengisfellingar hingað til að jafnaði komið í veg fyrir að lánabólur geti staðið mjög lengi, þ.e. gengisfall bindi á þær enda.
- En á evrusvæði, hafi þær í hverju landi fyrir sig ekki getað sprungið, fyrr en vandinn var kominn á hættulegra stig, þ.e. skuldakreppa.
- Það séu í reynd bankarnir sem hafi búið það vandræðaástand til - sem leitt getur til falls evrunnar.
- Á sama tíma, séu bankarnir meginástæða gengisóstöðugleika á Íslandi.
Niðurstaða
Pælingar Ólafs Margeirssonar eru mjög áhugaverðar. Eins og ég leiði mál frá hans pælingum. Þá sé það kerfi sem búið hafi verið til á evrusvæðinu - STÓRHÆTTULEGT. En það sé í reynd ekki beint evrunni sem slíkri að kenna. Heldur sé vandinn sá, að þegar engar hömlur eru á útþenslu útlána banka - eða of litlar. Á sama tíma, geti bankar í landi A lánað eins og þeim sýnist til einstaklinga í landi B. Þá fari hagstjórn að miklu leiti beint út um gluggann í landi B.
Eins og Ólafur Margeirsson sýnir með dæmum sínum, þá búi bankar til eftirspurn með útlánaþenslu. Þegar ástandið er þannig, að bankar geta lánað þvert á lönd. Þá geti bankar í næsta landi, búið til útlánaþenslu - og þannig hagkerfisbólu í næsta landi.
Þegar sú springur fyrir rest, þá kemur skellurinn á banka ekki einungis innan þess hagkerfis, heldur innan næstu hagkerfa - þ.s. til staðar eru bankar sem tóku þátt í veislunni.
En almenningur í landinu með bólunni, er síðan í rest - sá sem skellurinn bitnar mest á.
--------------------------------
Ég sé enga ástæðu af hverju, sömu útlánabólur og Ólafur Margeirsson greinir, halda ekki áfram - ef við tökum upp evru. Munurinn verði fyrst og fremst sá, að innan evru hafi einstaklingar betri aðgang að útlánum frá fleiri bönkum. Þannig að líklega þenjist upp jafnvel hraðar enn stærri útlánabóla. Áður en sprengingin kemur.
Þá sé ég fyrir mér, að Ísland lendi í sömu súpunni og Spánn eftir eina hagsveiflu. Eina leiðin til að stöðva þessar bólur.
Sé ef evrusvæði tekur upp sameiginlega yfirumsjón- og ábyrgð á bankastarfsemi, samtímis því að settar eru af þeirri sameiginlegu umsjón hömlur á útlán banka, ekki bara heilt yfir heldur í einstökum löndum.
Mér sýnist af greiningu Ólafs Margeirssonar - - > Að ef Ísland gengur ekki inn í ESB. Og að ef ESB kemur ekki á sameiginlegri ábyrgð á bönkum af ofangreindu tagi með akkúrat slíkri stefnumótun á sama tíma.
Sé eiginlega nauðsynlegt - að segja upp EES.
Annars muni líklega bankabólan sem sprakk yfir okkur endurtaka sig!
Því í þessu frjálsa kerfi sem ríkir skv. reglum ESB, sé ekki unnt að koma í veg fyrir stórfelldar útlánabólur, eða - það sé ákaflega erfitt. Því ekki sé unnt fyrir land B að stýra útlánum banka sem hafa land A sem heimaland, innan lands B.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.8.2012 | 22:41
Mun samrunaferlinu ljúka hvort sem evran hefur það af eða ferst?
Það hafa komið alvarlegar aðvaranir um það, að endalok evrunnar geti leitt til endaloka ESB. Meira að segja frá Delors fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins. En hvað gerist, ef evran hefur það af?
En ef evran hefur það af, þá geta ríkin í ESB sem ekki eru í evru verið komin í afskaplega skrítna stöðu. Það veit í reynd enginn hvað gerist síðan.
Sjá hér aðvörun hugmyndaveitunnar sem Delors stofnaði eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri ESB, hann skrifar formálann:
Completing the Euro - A road map towards fiscal union in Europe
"Today, the members of the Tommaso Padoa-Schioppa Group consider that the European social contract is at risk. A break-up of the euro area can no longer be excluded. We are concerned that a possible process of monetary disintegration, once started, could prove impossible to stop and would therefore run the risk of leading to the process of political and economic disintegration in the euro area and the European Union." - bls. 1 í skýrslu.
Evrópuríkið!
Málið er að það blasir við, að til þess að evran hafi það af. Þarf að stíga mörg og stór skref í átt að myndun ríkis. Ef það gerist, að evrusamstarfið er í reynd komið langleiðina í átt að því að vera í reynd sambandsríki, eða að skrefið er stigið til fulls.
Við skulum láta vera að ræða líkindi þess að það gerist, að evrunni verði bjargað.
En spurningin sem ég velti upp beinist að aðildarríkjum, sem munu ekki treysta sér til að stíga þau skref með þeim hópi, sem ákveður að taka hið stóra stökk "alla leið."
Ljóst er sem dæmi, að Bretland mun líklega þá ganga út úr ESB. En t.d. sameiginlegt bankaeftirlit eitt og sér, ef af verður - getur dugað til þess.
Augljóslega, renna stofnanir ESB inn í ríkið, og verða að ríkisstofnunum.
Málið er, að mig er farið að gruna að ESB sé feigt í báðum tilvikum þ.e. ef evran ferst, og ef evrusvæðið myndar ríki.
En ég sé ekki að það sé sanngjarnt gagnvart hinum ríkjunum, að búa við það að vera undir stofnunum - sem verða þá orðnar þjónustustofnanir innan nýs ríkis.
Nema auðvitað að það væri búið til 2-falt stofnanakerfi, en mér finnst afskaplega ólíklegt að ríkin myndu vera til í að standa straum af kostnaði við slíkt 2-falt kerfi.
Hvað er ég að stinga upp á að verði?
ESB flosni upp í báðum tilvikum. Að hin meðlimaríkin, endi þannig séð umkomulaus. Því stofnanir sambandsins séu orðnar að ríkisstofnunum, þannig að þá missi þær trúverðugleika sem óháðar þjónustustofnanir við svæðið allt. En þær muni óhjákvæmilega velja, að ganga inn í ríkið. Því það sé framtíðardraumurinn.
Þá sé ekki um annað að ræða, en að það myndist nýtt frýverslunarsvæði.
Þó verið geti að stungið verði upp á því að hin löndin endi í EES, þá er mig farið að gruna að það gangi ekki heldur upp.
En samrunaferlinu væri þarna lokið með myndun ríkis - löndin sem eftir væru, hefðu hafnað þátttöku í því skrefi.
Þá er EES ekki lengur rökrétt, því það er í reynd fordyri að ESB, þess vegna með svo mikið sambærilega stofnanauppbyggingu auk þess að sjálfvirkt þurfa að taka við lögum frá ESB.
Að auki væri Bretland lykillandið fyrir utan - mig grunar að Svíþjóð og Danmörk fari ekki heldur inn, þó að ég haldi að Finnland endi inni fyrst og fremst vegna ótta við Rússa, jafnvel að Eystrasaltlöndin fari einnig inn af sömu ástæðu. Þau kjósi frekar Evrópuríkið en að lenda á Rússn. yfirráðasvæði, eða eiga það í hættu.
Bretar myndu hafa mest um málið að segja, auk þess að þarna væri Svíþjóð, Danmörk, sennilega Úngverjaland, Tékkland, Búlgaría, Rúmenía, Pólland - - og mig grunar, Grikkland sem sennilega verði hent út úr evru.
Þetta yrði því öflugt frýverslunarsvæði - sem yrði að sjálfsögðu í nánum tengslum við Evrópuríkið, en ekki lengur þessum beinu tengslum sem fylgir EES. Nær EFTA fyrirkomulaginu.
Niðurstaða
Hvað halda lesendur að sé líkleg þróun? En þetta er eitt af þeim vandamálum sem munu koma upp, ef Evrusvæði tekur þau stóru skref sem þarf, ef það á að hafa það af. Þ.e. hvað með ríkin fyrir utan evru?
En ljóst er að myndun ríkis, verður augljós vandi fyrir Evrópusambandið. Þó það sé sigur eða væri sigur samrunaferlisins.
Mig grunar að upphaf nýs ríkis þíði einnig endalok ESB. Að þau lönd sem kjósi að hrökkva frá, endi fyrir utan.
Ísland verði þá í góðum hópi.
Kv.
23.8.2012 | 22:59
Ætli að dýpkandi kreppa flækist fyrir björgun evrunnar?
Ég velti þessu fyrir mér, en það var í reynd fátt um fréttir á fimmtudag, svo einna mest athygli vakti framkoma upplýsinga frá einkafyritækinu MARKIT sem sérhæfir sig í gerð kannana. Ein þeirra sem viðskiptablöð um alla Evrópu fylgjast með. Er "PMI (Purchasing Managers Index)" eða Pöntunarstjóra vísitalan. Hún er birt fyrir hvert ríki fyrir sig. Einnig fyrir iðnframleiðslu og fyrir þjónustustarfsemi sérstaklega. Svo gjarnan leggja þeir hvort tveggja saman og birta svokallaðan "composite index."
Það sem þetta segir - er þróun veltu í atvinnulífinu innan evrusvæðis.
Sem auðvitað gefur vísbendingar um þróun hagkerfis þeirra sömu landa.
Markit Eurozone PMI (yfir 50 aukning, undir 50 samdráttur, jafnt og 50 kyrrstaða)
- Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 46.6 (46.5 in July). Seventh straight contraction.
- Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 47.5 (47.9 in July). Two-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI(3) at 45.3 (44.0 in July). Four-month high.
- Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 44.6 (43.4 in July). Two-month high.
Það sem vekur athygli þarna er að samanlögð vísitala fyrir allt evrusvæði, sýnir samdrátt í pöntunum til atvinnulífs evrusvæðis samfellt sl. 7 mánuði.
Eins og sést eru allar vísitölurnar fyrir svæðið allt í samdrætti - þó sá sveiflist e-h milli mánaða, hefur þetta verið samfelldur samdráttur í meir en hálft ár í pöntunum.
Commenting on the flash PMI data, Rob Dobson, Senior Economist at Markit said:
The August Markit Eurozone Flash PMI reinforces the prevailing view of the economy dropping back into recession during the third quarter of 2012. Taken together, the July and August readings would historically be consistent with GDP falling by around 0.5%-0.6% quarter-on-quarter, so it would take a substantial bounce in September to change this outlook."
Til samanburðar segir Eurostat að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi verið 0,2% samdráttur á evrusvæði heilt yfir litið. Einn af aðalhagfræðingum MARKIT er að segja að hans tölur gefi vísbendingu, að samdráttur 3 fjórðungs verði 0,5-0,6%.
Á sama tíma eru tölur fyrir Þýskaland ekki uppörvandi:
- Germany Composite Output Index(1) at 47.0 (47.5 in July), 38-month low.
- Germany Services Activity Index(2) at 48.3 (50.3 in July), 37-month low.
- Germany Manufacturing PMI(3) at 45.1 (43.0 in July), 3-month high.
- Germany Manufacturing Output Index(4) at 44.6 (42.2 in July), 2-month high.
Eins og sést er aukinn samdráttur í öllum tölum - þó skv. Eurostat hafi Þýskaland sloppið við samdrátt í öðrum fjórðungi þ.e. 0,2% í plús, þá fer ótti vaxandi að Þýskaland sleppi ekki við samdrátt í 3 fjórðungi.
"Commenting on the Markit Flash Germany PMI® survey data, Tim Moore, Senior Economist at Markit said:
August PMI data highlights the weakest German private sector performance for over three years, with a return to falling services activity offsetting an easing in the manufacturing downturn.
Overall, the latest survey indicates that the German economy is sailing into greater headwinds as the third quarter progresses, with PMI readings slipping deeper into territory normally associated with GDP contractions. "
Nú er það hlutverk Frakklands að líta tiltölulega vel út
- France Composite Output Index(1) rises to 48.9 (47.9 in July), 6-month high
- France Services Activity Index(2) posts 50.2 (50.0 in July), 7-month high
- France Manufacturing PMI(3) increases to 46.2 (43.4 in July), 4-month high
- France Manufacturing Output Index(4) climbs to 46.1 (43.3 in July), 4-month high
Maður veltir fyrir sér hvort það var gott ferðamannasumar í Frakklandi, en þjónusta kemur klárt sterkt inn - ferðamennska er innan þjónustugeirans.
Á sama tíma er iðnframleiðsla mun veikari.
Jack Kennedy, Senior Economist at Markit and author of the Flash France PMI®, said:
Augusts flash PMI data signal a further drop in private sector output, although the pace of decline moderated slightly as the manufacturing downturn eased and services held its ground. While France just avoided a fall in GDP during Q2 according to the first official estimate, PMI data currently suggest contraction is on the cards for Q3. Moreover, the continued declines in employment shown by the latest flash PMI data point to rising jobless levels, which would further weaken demand.
Svo hagfræðingur MARKIT sem sá um gerð könnunarinnar fyrir Frakkland, er einnig á því að líkur séu meiri en minni að Frakkland eins og Þýskaland, líklega dragist saman á 3. fjórðungi ársins.
Niðurstaða
Nú í haust fer af stað lílklega lokatilraunin til að bjarga evrunni. Þegar leiðtogar Evrópu verða í miðjum klíðum að kljást við það mál, munu líklega berast þeim fregnir að evrusvæði hafi einnig dregist saman á 3. fjórðungi. En þ.s. verra er, að bæði Frakkland og Þýskaland, séu komin í hóp samdráttarlanda.
Erfitt að segja fyrirfram hvaða áhrif það akkúrat mun hafa. Eitt grunar mig þó, að sú þróun muni draga úr vilja landa sérstaklega í N-hluta evrusvæðis sem enn eru tiltölulega fjárhagslega stöndug, að koma löndum í S-hluta evrusvæðis til aðstoðar með kostnaðarsömum hætti.
Þetta getur flækt fyrir því að takist að mynda svokallað "bankabandalag."
Einnig flækt fyrir því, að það reynist vera vilji til staðar að raunverulega beita "ESM (björgunarsjóði Evrusvæðis sem á að taka til starfa nú í haust) til að kaupa á markaði skuldir Spánar og Þýskalands.
Það er þó ekki ástæða að sklá neinu föstu um það - kannski nú á 11. stundu rísa leiðtogarnir loksins upp á afturfæturna, og hruni verður forðað.
-------------------------------
Lítil áhugaverð hliðarfrétt: World watches as Danes venture below zero
Danski Seðlabankinn er víst búinn að setja á -0,2% vexti á sína innlánsreikninga.
Þetta er aðgerð, sem margir víst fylgjast með. Er ætlað að sporna gegn fjármagnsflótta til Danmerkur. Tryggja að tenging við evruna falli ekki með þeim hætti, að evran falli gagnvart dönsku krónunni.
Kv.
22.8.2012 | 22:30
Þurfum við að hafa áhyggjur af Japan?
Ég tók eftir áhugaverðri frétt, en það virðist að Japan sé nú búið að hafa viðskiptahalla samfellt í 17 mánuði síðan jarðskjálftinn mikli varð, ásamt flóðbylgju. Sem síðan orsakaði alvarlegt kjarnorkuslys. Í kjölfarið var öllum kjarnorkuverum í Japan af eldri gerð lokað, sem þíddi að bróðurparti kjarnorkuvera var lokað. Einungis örfá af nýrri og fullkomnari gerð fengu áfram að starfa.
Það virðist að Japan sé í kjölfarið komið í ákveðna tegund af fullkomnum stormi:
Japanese exports slump on EU decline
- "On a seasonally adjusted basis, the country has posted 17 successive months of deficits since March last year..."
- "Following Wednesdays numbers, Barclays pushed back expectations of Japans return to a trade surplus to the beginning of 2014, from the first half of 2013."
- "Japan has posted its biggest ever trade deficit for the month of July, following a collapse in shipments to the EU, the countrys third most important trading partner."
- "Exports from Japan to the EU fell by a quarter from the same month last year, government data showed on Wednesday."
- "As fuel imports remained high to replace lost nuclear capacity, Japans monthly deficit was pushed to Y517bn ($6.5bn)."
- "Japanese exports to Europe have been hurt by the yens appreciation against the euro, as well as a strategy by Japanese multinationals to shift manufacturing to Europe."
- " The Japanese governments export volume index fell 10 per cent from a year earlier and recorded its third consecutive monthly fall, down almost 4 per cent on a seasonally adjusted basis, according to estimates by Morgan Stanley MUFG Securities."
- "A 5 per cent fall in volumes of exports to Asia from the previous month, in particular, shows that the slowdown in advanced economies is now spreading over to emerging countries, said Mr Murashima."
- "We cant see any encouraging signs in Europe, said Yuichiro Nagai, Tokyo-based economist at Barclays."
- "The situation in Europe looks trickier than it did in Japan, after the bubble, said Kiichi Murashima, chief economist at Citigroup in Tokyo. In Japan it was the non-financial corporate sector facing deleveraging pressure. But in Europe it is governments, banks, households all facing severe deleveraging pressure."
Vandi Japans er annarsvegar sá, að þegar flestum kjarnorkuverunum var lokað - - var um ekkert annað að ræða en að stórauka kaup þ.e. innflutning á olíu.
Það hefur verið hluti af ástæðu þess, að verðlag á olíu hefur haldist hátt, þrátt fyrir að efnahagur heimsins hafi ekki verið beysinn undanfarið ár - því þrátt fyrir minnkun eftirspurnar í Bandar. og Evr., er aukningin á innflutningi til Japans slík að magni, að heildarheimseftirspurn fór samt upp.
Þeir eru sem sagt að flytja inn orku, í stað þess að framleiða hana sjálfir!
Það hefur auðvitað skaðleg áhrif á þeirra viðskiptajöfnuð!
Svo bætist við, að kreppan í Evr. er farin að skaða heimshagkerfið með mjög sýnilegum hætti eins og einnig sést að ofan, sem er farið að skila sér í minnkuðum útflutningi frá Japan.
- Spurningin sem ég legg fram er - hvort þessi þróun geti leitt Japan í vandræði?
- Jafnvel gjaldþrot?
Japan er nú búið að vera skuldugasta ríki í heimi í 2 áratugi, en ávallt viðhaldið trausti - ekki síst vegna öflugs útflutningshagkerfis sem tryggt hefur jafnan og stöðugan viðskipta-afgang.
Tek fram að, líklega á Japan fyrir halla af slíku tagi í nokkurn tíma, vegna uppsafnaðs gjaldeyrisforða vegna áralangs viðskipta-afgangs.
En hann hlýtur þó fara minnkandi, þ.e. sá forði.
Því hallinn étur inn í hann!
Á móti kemur eins og bent er á í athugasemd eins ágæts Japana, þá eru vandræði Evrópu líklega enn torleystari en vandræði Japans í kjölfar hrunsins þar veturinn 1989.
Vandræði Evrópu eiga örugglega eftir að ágerast frekar - þannig skaðinn sem þau vandræði valda á heimshagkerfinu, og því viðskiptahalli Japans.
Japanir virðast hræddir við kjarnorku eftir slysið alvarlega - sem er skiljanlegt.
En ef þessi halli heldur lengi áfram, þá kemur einhverntíma að því að forðinn fer að tæmast, þegar það gerist á Íslandi verður alltaf eitt stykki gengisfelling.
Það má þó segja Japan eitt til varnar, að skuldirnar eru allar í jenum - svo þ.e. fræðilega mögulegt, að lækka þær með því að búa til verðbólgu, það getur verið lausnin ef japanska viðskiptamódelið raunverulega er komið í vanda.
Niðurstaða
Það virðist að kjarnorkuslysið í Fukushima hafi verið örlagarýkari atburður en ég hafði hingað til áttað mig á. En ég vissi ekki að síðan þá hafi Japan samfellt verið með neikvæðann viðskiptajöfnuð. Það er alveg nýtt ástand.
Það er ástand sem getur ekki gengið til lengdar - þó svo að í tilviki Japans sé til peningur í uppsöfnuðum gjaldeyrisvarasjóðum í töluverðan tíma fyrir halla af því tagi.
En um leið og þeir sjóðir fara að tæmast, mun það traust sem hefur verið á jeninu fara að dala, það held ég að fastlega þurfi að reikna með.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar