Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Er Portúgal næsta Grikkland?

Það hefur farið um netheima  sem eldur í sinu, viðtal við Mohamed El-Erian forstjóra PIMCO, sem er eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heims og það stærsta í heiminum í reynd í því að ávaxta peninga annarra. En PIMCO er í reynd ávöxtunarsjóður, með veltu upp á þúsundir milljarða bandarískra dollara.

  • Það er bissness PIMCO að vita betur en aðrir, hvar skal ávaxta peninga.
  • Og á sama tíma, hvar ekki.
  • Þess vegna, er hlustað á það þegar Mohamed El-Erian opnar munninn.
Mohamed El-Erian, CEO and Co-Chief Investment Officer of PIMCO, is interviewed at the 2011 The Milken Institute Global Conference in Beverly Hills, California May 2, 2011. REUTERS/Fred Prouser

Reuters: PIMCO chief El-Erian says Portugal to be the next Greece

Telegraph: Pimco chief Mohamed El-Erian expects 'second Greece’ in Portugal

Það sem fjölmiðlar eru að birta eru glefsur úr viðtali við herra El-Erian í Der Spiegel.

 

"Asked whether he expected Portugal to have become the next Greece by the end of this year, Mohamed El-Erian told the magazine: "Yes, unfortunately that will be the case"."

"Portugal's economy is forecast to contract 3.3 percent this year - its deepest slump since the 1970s - as the government implements austerity measures under a 78 billion euro (65 billion pound) bailout from the European Union and International Monetary Fund."

"El-Erian, also co-chief investment officer of PIMCO, said he expected Portugal's first bail-out package will be insufficient, prompting it to ask the EU and IMF for more money."

""Then there will be a big debate about how to split the burden between the EU, creditors, the IMF and the European Central Bank. And then financial markets will become nervous because they are worried about private sector participation," he told the magazine in an interview published on Sunday."

"El-Erian said this year would show whether the euro zone will fall apart or become a smaller but stronger entity, with the first option being "less likely but definitely not to be ruled out"."

"He expected the euro zone could emerge from its crisis very quickly if its members "finally took the initiative"."

""There is a lot of money waiting on the sidelines to see what happens. A lot of money," he said, adding executives would start investing again as soon as there was clarity on how the situation in the euro zone will develop."

 

Það sem El-Erian bendir okkur á, er að mjög nýlega hafa einka-aðilar verið neyddir til að taka 70% afskriftir á skuldum gríska ríkisins í þeirra eigu.

Traust sé í dag orðið mjög brotakennt milli fjárfesta og evr. pólitíkusa og aðila á vegum stofnana ESB.

En fjárfestar urðu vitni að því, að Seðlabanki Evrópu setti sjálfann sig á sama stall og AGS, og neyðarlánasjóð evrusvæðis.

Þ.e. að þeirra kröfur hefðu forgang - útkoman var að einkaaðilar tóku allan skellinn meðan opinberir aðilar, a.m.k. enn sem komið er, hafa ekki afskrifað neitt.

Skiljanlega munu einkafjárfestar óttast svipaða útreið vegna Portúgals - en skuldir Portúgals eru í reynd umtalsvert meiri en skuldir Grikklands, ef skoðað út frá heildarskuldum hagkerfis.

Þó svo að skuldir portúgalska ríkisins séu minni en skuldir gríska ríkisins.

En málið er, að gríðarleg skuldabyrði almennings og fyrirtækja, dregur mjög úr mögulegum hagvexti - þannig að þær skuldir hafa áhrif á getu portúgalskra stjv. til að greiða af eigin skuldum, þó þau áhrif séu óbein.

Frekari samdráttur hagkerfisins gerir auðvitað íllt verra, því þá minnka tekjur ekki einungis ríkisins heldur þeirra sem eru þáttakendur í hagkerfinu, en bera megnið af skuldum hagkerfisins.

Það þíðir að almenningur og fyrirtæki, þurfa þá enn meir að minnka við sig svo unnt sé að standa við greiðslur - og það dregur enn meir úr neyslu og fjárfestingum.

Hætta á víxlverkan virðist augljós þ.e. að ef ríkið sker niður sem minnkar umsvif þess innan hagkerfisins, þá neyðist fyrirtæki og almenningur til þess að gera slíkt hið sama.

Þá minnki tekjur ríkisins aftur, og hallinn reynist meiri en reiknað var með - svo aftur sé gripið til niðurskurðar - - > Sagan endurtaki sig, svo koll af kolli.

Þó að niðurspírallinn sé ef til vill ekki eins hraður og í Grikklandi, þá sé hann þó klárt fyrir hendi.

  • Það virðist gersamlega augljóst að Portúgal þarf nýjan björgunarpakka fyrir lok þessa árs!
  • En fulljóst virðist að það er ekki nokkur minnsti möguleiki á því, að Portúgal komist út á skuldabréfa markaði á nk. ári, eins og nú er miðað við.
  • Líkur eru reyndar á því að sama gildi um Írland, sem einnig skv. núgildandi áætlun á að fjármagna sig sjálft á skuldabréfamörkuðum frá og með miðju nk. ári.
  • Írland lýtur reyndar mun skár út - en þó er talið af mörgum ólíklegt að það geti fjármagnað sig á viðunandi kjörum svo snemma sem á nk. ári. Svo annar björgunarpakki sé líklega einnig nauðsynlegur fyrir Írland.

Punkturinn er - - að ef Evrópa leysir mál Portúgals með sambærilegum hætti og mál Grikklands, þ.e. með því að láta einkafjárfesta blæða, meðan opinberir aðilar taka engan hluta skellsins á sig.

Þá muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir markað fyrir ríkisbréf S-Evrópu sem heild.

 

Niðurstaða

Mjög áhugavert að sjá aðila eins og Muhamed El-Erian taka svo afráttarlaust af um það, að Portúgal sé á leið í "Björgun 2." En herra El-Erian er ekki að segja neitt annað en þ.s. er augljóst.

En það hentar stjv. í Evrópu og stofnunum ESB, að láta svo að Portúgal muni geta látið dæmið ganga upp.

Sennilega a.m.k. framyfir forseta-kosningar í Frakklandi.

A.m.k. þangað til verður þess gætt, að engar neikvæðar fréttir komi frá stofnunum ESB.

Samantekin ráð stv. Frakklands og Þýskalands.

 

Kv.


Höfum Alþingi í tveim þingdeildum! Getum haft persónukjör og landslista samtímis!

Eina leiðin til að mæta kröfum um persónukjör og landslista samtímis. Til að mæta togstreitu milli landsbyggðar og svokallaðs þettbýlis á SA-horni landsins, sé að setja upp Alþingi í tveim þingdeildum.

Almenn ábending: Til þess að lýðræðið virki, má ekki skilja neinn aðila útundan, sem getur ógnað sjálfu lýðræðisfyrirkomulaginu, þ.e. grafið undan því.

Þess vegna, má ekki skilja útundan nokkra þjóðfélagshópa sem eru fjölmennir - en það sama á við þá sem eru áhrifamiklir en ekki endilega fjölmennir.

Lýðræði snýst um þátttöku: þá er ég ekki endilega að tala um hve margir mæta til að kjósa, þó það sé mikilvægt atriði, heldur ekki síður að allir hópar sem hafa ofangreinda vikt, séu með í ferlinu.

Við erum öll þjóðin/almenningur: Það er launþegar, bændur, sjómenn og aðrir þeir sem framleiða, eigendur fyrirtækja og eigendur fjármagns. 

Alla mikilvæga hagsmuni þarf að virða, þeir þurfa að sjá hag sínum borgið af þátttöku, svo þeir í staðinn sjái ekki hag sinn af því að grafa undan lýðræðiskerfinu: Í dag sjá margir orðið "hagmuni" sem ljótt orð. En við höfum öll hagsmuni. Það er stöðug barátta fyrir hagsmunum í gangi, sem er ekkert annað en togstreita um skiptingu þjóðarkökunnar. Þ.e. launþegar; þeirra hagsmunir er að auka eigin lífskjör. Hagmunir eigenda fyrirtækja, er að tryggja að þau geti rekið sig og haft hagnað. Hagsmunir eigenda fjármagns, er að fjármagn skili arði og að sá arður sé bærilega tryggður. 

  • Alla þessa hagsmuni verður að líta á sem lögmæta.
  • Það er, að þeir sem tilheyra ofangreindum hagsmunum, hafi rétt til að beita sér til verndar þeim hagsmunum, það á þá jafnt við um fulltrúa:
  1. Launþega.
  2. Bænda.
  3. Sjómanna.
  4. Útvegsmanna.
  5. Annarra hópa sem framleiða.
  6. Eigendum fyrirtækja.
  7. Eigendum fjármagns.

Í dag er i gangi mjög klassísk hagsmunatogstreita milli hópa, þ.e. eigenda fjármagns sem sluppu tiltölulega tjónlitlir út úr síðustu stóru hagsveiflu, og fulltrúa launþega - þeirra hagsmunir urðu fyrir meiri skaða.

Tek fram, að tiltölulega tjónlítill er þó umtalsvert tjón.

Fulltrúum peninga, líst vel á hugmyndir um uptöku nýs gjaldmiðils því þeir þá telja að peningum sínum væri borgið. Og þeir eru að leitast við að sannfæra aðra þjóðfélagshópa, um það að fyrirkomulag sem henti hagsmunum síns hóps, sé einnig í samræmi við hagsmuni hinna hópanna.

Meðan að fulltrúar launþega, setja fram kröfu um að þeirra kjör verði leiðrétt - þ.e. fulltrúar peninga taki á sig viðbótar tjón, kjörum launþega verði lyft upp að nokkru leiti.

Síðan að auki er enn í gangi togstreita milli sjómanna og útgerðarmanna, um það hver skiptingin þeirra á milli er, um þær tekjur sem er að hafa af veiðum. Kvótamálið.

---------------------------

Grunndeilurnar í okkar samfélagi eru alltaf um skiptingu kökunnar!

Þær hríslast um samfélagið og flokkakerfið!

Vegna þess að tryggja þarf að allir meginhagsmunir séu að taka þátt í lýðræðiskerfinu, þá er það einmitt eðlilegt að flokkakerfið myndbyrtir einmitt þá hagsmunahópaskiptingu sem er til staðar í þjóðfélaginu.

Þ.e. til staðar séu flokkar sem standi fyrir hina mismunandi hagsmunahópa, þ.e. launþega, bændur, sjómenn, útvegsmenn, eigendur fyrirtækja og eigendur fjármagns.

  1. Allir þessi hagsmunir þurfa að njóta virðingar - að þeir séu réttmætir.
  2. Þ.e. hafi rétt til að hafa aðgang að lýðræðiskerfinu - rétt til áhrifa!
  3. Það hættulega væri - að leitast við að útiloka einhvern þessara meginhagsmuna frá þátttöku.
  4. Því þá sýnir saga annarra þjóða, fer á hagsmunahópur að berjast gegn kerfinu - grafa undan því!

 

Efri deild/Öldungadeild:

Ísland verði allt eitt kjördæmi, þegar kosið er til þessarar deildar hvort sem hún fái nafnið "Öldungadeild" eða "Efri deild." Reglan verði persónukjör, þ.e. sama regla gildi og í kosningum til forseta, að einstaklingar koma ekki fram sem fulltrúar flokka a.m.k. ekki með nokkrum beinum hætti.

Reikna má þó með að flokkar - hagsmunasamtök hvort sem er launþega, bænda, útgerðar, aldraðra, fyrirtækja; muni styðja einhverja þá sem þeir í reynd velja inn sem sína fulltrúa.

Með fordæmi Bandaríkjanna í bakgrunni, verði þessi deild einnig með annað kjörtímabil en hin þingdeildin þ.e. 5 eða 6 ár. Þannig að til hennar verði ekki kosið á sama tíma.

Eins og í Bandaríkjunum, þarf samþykki beggja þingdeilda svo lög öðlist brautargengi, svo eins og í Bandaríkjunum, mun þurfa samstarfsnefndir þingdeilda.

Ef við fylgjum einnig fordæmi Bandaríkjanna um það, að þessi deild hafi það hlutverk að viðhafa meira víðsýni en hin deildin, ekki síst langtímasýn. Þá sé ekki það takmarkað hve mörg kjörtímabil þingmaður getur setið.

Þá sé reynsla metin.

Svipuð regla gildi og í forsetakosningum, að frambjóðandi megi verja 30 milljón kr. í kosningabaráttur.

 

Neðri deild/Fulltrúadeild:

Til þessarar deildar, verði kosið í listakosningum sem við þekkjum, þ.s. flokkar bjóða fram mismunandi lista. Að auki, verði landinu skipt í kjördæmi - með fyrirkomulagi sem ætlað sé að tryggja hagsmuni landsbyggðar. Þ.e. að atkvæðavægi sé ekki jafnt - eins og verið hefur.

Það sé allt í lagi, því kosning til hinnar deildarinnar sé í jöfnu atkvæðavægi.

Síðan þurfa deildir að vera sammála, svo þá fær landsbyggð vs. höfuðborg tækifæri til þess að ná samkomulagi, innan samstarfsnefnda þingdeildanna.

Svipaðar reglur um fjármögnun flokka og í dag gilda, gildi áfram.

Fyrirkomulag listakosninga verði hefðbundið - þ.e. ekki boðið upp á að kjósa einstaklinga þvert á lista.

Einstaklingskjör sé í hinni þingdeildinni.

 

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Ef við viljum hafa þær til staðar, þá legg ég til þess að það sé ekki miðað við 10% kjósenda, heldur ívið hærra hlutfall þannig að cirka 40 þúsund manns, þurfi til svo að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.

En ef fjöldi er innan við 20 þúsund sem geta knúið fram atkvæðagreiðslu, yrðu atkvæðagreiðslur svo rosalega oft.

Það má einnig ræða, að miða við 30 þúsund eða 35 þúsund.

En fyrir mér væru þjóðaratkvæðagreiðslur öryggisventill - þannig að unnt væri að forða einhverju máli frá því að ná fram, sem þjóðin er mjög ósátt við.

Eins og sást af Icesave deilunni, er 35 þúsund ekki of krefjandi viðmið. 40 þúsund, hefði dugað í fyrra skiptið.

En ef fj. þeirra sem til þarf fer niður fyrir 20 þúsund, þá fara stundarmál að ná í gegn - í staðinn fyrir að það væru eingöngu mál, sem nær þjóðarsamstaða er um að standa gegn, eða hið minnsta mjög víðtæk samstaða kjósenda.

Þjóðaratkvæðagreiðslur sé heppilegra að hafa sem undantekningu, fremur en það að þær séu meira eða minna stöðugt í gangi.

 

Niðurstaða

Ég held að verið geti, að það sé snjöll lausn að skipta Alþingi upp í tvær þingdeildir á ný. Það verði mismunandi kosningafyrirkomulag til þeirra deilda. 

Með þessu sé unnt að jafna deilur landsbyggðar vs. höfuðborgar. Höfurðborg verður þá væntanlega mjög ríkjandi í landskjöri ásamt þéttbýlinu á SA-horninu. Öllu að jafnan, verði flestir landskjörnir í einstaklingskjöri frá SA-horninu. Hagmunir þéttbýlisins verði því mjög ríkjandi í deildinni sem verði landskjörin.

Meðan, að hin deildin sem er með hafðbundnu kjördæmakjörs fyrirkomulagi, verður áfram með landsbyggðina ívið hlutfallslega áhrifameiri þ.e. ójafnt vægi atkvæða.

Deildirnar kíti svo sín á milli, og samstarfsefndir semji um málið. Sameiginleg niðurstaða ráði niðurstöðu.

----------------------

Að auki er unnt að mæta kröfum þeirra sem krefjast þess að það sé landslisti annars vegar og hins vegar einstaklingskjör.

Sú deild sem sé kjörin skv. landslista verði þá einnig kjörin skv. reglunni um einstaklingskjör, skv. reglum sem verða byggðar á reglum þeim sem lúta að kjöri Forseta Íslands.

  • Ekki verði leitast við að útioka nokkra mikilvæga hagsmuni frá þátttöku.
  • Ekki hagsmuni þeirra sem hafa fjármagn, ekki hagsmuni þeirra sem eiga fyrirtæki, ekki hagsmuni útgerðarmanna - né nokkra aðra hagsmuni.
  • Því eins og saga annarra landa sýnir, þá er hættan -ef leitast er við að útiloka mikilvæga hagsmuni eða þá fjölmenna hagsmunahópa- sú, að þá fara þeir hópar að grafa undan ríkjandi fyrirkomulagi. 
  • Verstu útkomur af slíku eru borgarastyrjaldir.

Tak fram þó, að samkomulag milli hagsmunahópa er ekki endilega alltaf gott. Langt í frá. Það geta verið hatrammar deilur þeirra í millum.

En þ.e. þá mikilvægt, að þær deilur fái að koma upp á yfirborðið innan lýðræðiskerfisins, þ.e. deilendur hafi kjörna fulltrúa á þjóðþinginu!

 

Kv.


Vill frekar fjárfesta í Kanada!

Á laugardag bárust þær fréttir að uppbygging kísilmálmvinnslu í Helguvík væru í uppnámi. Samkvæmt frétt RÚV hefur samningur um sölu á raforku runnið út, og verður ekki endurnýjaður. Samkvæmt frétt MBL.is þá hefur fyrirtækið sem á í hlut, þ.e. erlendi aðilinn - ákveðið að verja sínu fé í kaup á gjaldþrota fyrirtæki í Kanada, sem hefur verið í sambærilegri starfsemi.

Útkoma - Ísland missir af erlendri fjárfestingu!

Mér sýnist flest benda til að ekkert verði af þessari uppbyggingu!

Vill frekar fjárfesta í Kanada

Óvissa um kísilverksmiðju í Helguvík

Stjórnarformaður Össurar hraunar yfir íslenskt viðskiptaumhverfi

"Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar hf...segir að fyrirtækja- og lagaumhverfi landsins hafi þróast til hins verra á Íslandi á síðustu árum. Ör, fljótfær og ómarkviss lagasetning grafi undan þeim stöðugleika sem nauðsynlegur er í alþjóðlegum viðskiptum...Össur starfi með undanþágu frá gjaldeyrishöftunum...Hinsvegar skapi þessi gjaldeyrishöft ýmisleg vandamál fyrir félagið, vandmál sem samkeppnisaðilar Össurar þurfa ekki að glíma við."

Eins og kemur fram í MBL fréttinni að ofan, er erlendi aðilinn sem hefur verið að íhuga að reisa hér verksmiðju, með flr. járn í eldinum.

Það sem þetta sýnir, er að Ísland er í reynd í samkeppni við önnur lönd í heiminum um fjárfestingar.

Það sem kemur fram í mái Neils Jakobsen, er að aðstæður hafi versnað hérlendis á allra sl. árum, þ.e. dregið úr samkeppnishæfni Íslands.

Íslendingar verða að átta sig á því, að Ísland þó það sé æðisleg náttúruparadís, þá er landið ekki æðislegur staður til að vera á, ef þú ert aðili sem er að íhuga að setja upp starfsemi, og er að bera saman aðstæður hér og víða annars staðar.

  1. Við erum tiltölulega fjarlægt land - þ.e. flutningskostnaður er hár tiltölulega, og sá virkar í báðar áttir, þ.e. inn til landsins, og frá landinu. Bitnar þannig í reynd tvöfalt á starfsemi hérlendis.
  2.  Að auki erum við fámenn, þannig að innri markaður er sára lítill. Eftirspurn hérlendis er það lítil í alþjóðlegu samhengi, að hún er ekki líkleg til að vera grundvöllur framleiðslu með eitthvert verulega umtalsvert umfang.
  3. Annað sem fámennið veldur, er einhæfni atvinnulífs. En það tengist því að eftirspurn hérlendis er almennt séð er það lítil að hún er ekki grundvöllur framleiðslu, sem þíðir að aðföng flest hver þarf að flytja inn. Sem magnar upp óhagræðið af flutningskostnaði.
  4. Að auki, veldur fámennið því að vinnumarkaður er einnig tiltölulega einhæfur, en hér er ekki eins mikið framboð á hæfum einstaklingum og í milljónaþjóðfélögum, auk þess að hingað vantar marga þekkingu sem grundvöllur er fyrir í stórum samfélögum. Meiri líkur því að þurfi að flytja inn hluta starfsmanna.

Með hvaða hætti er unnt að bæta sér upp þessa ókosti?

Bara með því einu, að eitthvað annað sé ódýrara á móti:

  1. Það geta verið laun, þ.e. keppa sem láglaunaland - sem ekki er beint þ.s. við dreymum um, auk þess að fámennið vinnur á móti sókn með þeirri aðferð.
  2. Keppa með því að hafa últralága skatta á fyrirtæki. Þetta er fræðilega fær leið.
  3. Að keppa með því, að bjóða eitthvað annað sem verðmætt er - ódýrt. Við seljum ódýrt rafmagn, og löðum þannig til okkar orkudrekann iðnað.

Ég veit að margir tala ílla um lága orkuverðið - segja að við fáum ekkert fyrir orkuna!

En ég er ekki viss, að allir þeir sem tala á þeim nótum, átti sig almennilega á því, hve léleg samkeppnisstaða Ísland er almennt séð, þegar kemur að því að laða að fjárfestingar.

  • Ítreka - eitthvað annað þarf að vera ódýrara á móti, til að vega upp óhagræðið af þeim göllum sem ég nefni að ofan, svo aðilar komi hingað þrátt fyrir þá ágalla!

 

Við erum að auki búin að fjölga ágöllum!

  • Gjaldeyrishöftin eru langstærsti viðbótargallinn - því aðilar fást ekki til að fjárfesta hér, ef þeir eru ekki vissir um að hafa fullt frelsi um það, að fá þann hagnað sem þeim ber greiddan.
  1. Síðan átti sér stað merkilegur atburður í sl. viku: Þingskjal 966, 140. löggjafarþing 608. mál: gjaldeyrismál (hertar reglur um fjármagnsflutninga).
    Lög nr. 17 13. mars 2012. Allt í einu var mikilvægum reglum breytt.
  2. Þetta er reyndar töluvert alvarlegur atburður - en lagabreytingin segir eftirfarandi "Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c." Sem sagt, að greiðslur af skuldabréfum sem voru búnar að vera frá upphafi hafta undanþegnar höftum, þannig að greiðslur bárust óhindrað af úr landinu t.d. ef ísl. aðili skuldaði erlendum aðila - en núna er það ekki lengur sjálfkrafa svo, að ef ísl. aðili skuldar erlendum aðila, að þá fái hann gjaldeyri fyrir því að greiða af sínu láni.
  3. Þetta er miklu mun róttækari breyting, en mér sýnist margir hafa áttað sig á.
  • Hinn megingallinn sem er nýlega kominn til, sem Niels Jacobsen vísar til - er einmitt óstöðugleiki í laga- og regluumhverfi. Sem birtist einmitt í breytingunni að ofan, að eins og hendir er veifað - án þess að málið virðist hafa verið rætt að nokkurri dýpt eða gaumgæft af djúpri íhugun; er framkvæmd stór grundvallar breyting á reglu-umhverfi, sem augljóslega hefur mikið áhrif á aðila sem hugsanlega gætu verið að íhuga að eiga í viðskiptum við aðilar starfandi hérlendis.

Aðilar verða að geta treyst því að það ríki tilteknar reglur - með endurteknum snöggum að því er virðist oft handahófskenndum breytingum, er grafið undan því trausti sem við þurfum að byggja upp.

Þetta gefur einmitt bananalýðveldismynd af Íslandi!

Styrkir þá mynd, að Ísland sé ekki staður þ.s. óhætt sé að eiga viðskipti.

 

Við þurfum að hætta þessum leikaraskap!

Hér þurfa að ríkja tilteknar grunnreglur - sem sátt er um, og sem aðilar geta treyst því að verði ekki breytt í grundvallaratriðum með nær engum fyrirvara.

Þá þurfa einnig stjórnvöld að skilja, að það má ekki raska viðskiptaumhverfi með skyndilegum að því er virðist lítt ígrunduðum handahófskenndum breytingum, oft á grundvallarþáttum.

Við þurfum að auki að afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst - en ég hafna sem leið að taka upp evru, en til þess get ég nefnt margar ástæður, en nú kýs ég að nefna eina tiltekna sérstaklega:

  1. Til þess að komast inn í evru þarf að uppfylla skilyrði svokallaðs ERM II kerfis, þ.e. innan þess er gjaldmiðill varinn af Seðlabanka Evrópu innan +/- 15% vikmarka.
  2. En til þess að taka upp evru, þarf að halda gjaldmiðlinum algerlega föstum við evruna í heilt ár, þ.e. engin gengissveifla heimil það tímabil.
  3. Þetta er mjög krefjandi verkefni, en það krefst þess að safnað sé stórum gjaldeyrissjóði því að Seðlabanki Evrópu ver ekki þrengri vikmörk, heldur þá virkar þetta vanalega þannig,að þjóð safnar sér forða og ákveður sjálf að halda honum innan þrengri vikmarka, þrengja þau smám saman - þetta er ferli sem getur tekið töluverðann tíma, misjafnt eftir aðstæðum.
  4. Málið er, að spákaupmenn geta mjög vel veðjað gegn gjaldmiðli þegar verið er að leitast við að verja þrengri vikmörk, þ.e. kaupa spá um fall hans umfram þau þrengri vikmörk sem Seðlabanki Evrópu ver ekki, enda eru þá fjárfestar ekki að keppa þá við Seðlabanka Evrópu heldur fjárhagslegann styrk þess ríkis, sem er að leitast við að aðlaga sig að evrunni.
  5. Punkturinn er sá, að ég tel afskaplega ólíklegt vegna þess hve smá við erum, að við getum safnað svo stórum forða að óhugsandi sé að við getum tapað fyrir slíkum bröskurum. Sérstaklega sýnist mér freistingin vera augljós fyrir braskara, ef við værum að leitast við að halda öllu föstu þ.e. engar hreyfingar heimilar, þá væri atlögu þeirra að krónunni ætlað að ná af okkur því fé sem við hefðum safnað, til að verja þá tengingu.
  6. Það verð ég að segja, að ég sé augljósar líkur á þeirri útkomu, að við myndum vera rúin inn að skinni, og svo félli tilraunin þ.e. krónan myndi falla að vikmörkum þeim er Seðlabanki Evrópu ver, við hefðum glatað forðanum sem við vorum að nota, og yrðum stödd á upphafsreit - aftur að safna forða sem myndi aftur taka töluverðann fj. ára, aftur leitast við að vinna okkur smám saman niður á þrengri vikmörk - - svo gæti sagan endurtekið sig. Nema við værum heppin! 
  • Punkturinn er - að innganga í evru er of erfið í framkvæmd fyrir litla Ísland - of miklar líkur á því að tilraun myndi renna út í sandinn!
  • Þetta gæti reynst vera mjög löng frústrerandi þrautaganga!
  • Ég sé í reynd evru-upptöku ekki sem raunhæfann kost fyrir Ísland!

Kostirnir eru þá annaðhvort:

  1. Afnema höftin innan krónu!
  2. Afnema höftin með upptöku annars gjaldmiðils en evru! Evra er þá ekki raunhæfur valkostur.

Það hefur verið nefndur sem hugsanlegur möguleiki upptaka Kanada dollar!

En til þess að við getum tekið upp annan gjaldmiðil, þurfum við tel ég að fá baktryggingu seðlabanka þess sem ræður yfir þeim gjaldmiðli:

  1. Hann þarf að veita bankakerfinu neyðarlán!
  2. Hann þarf að veita ríkisstjórn Íslands neyðarlán!

Þetta yrði eingöngu notað í mjög slæmum neyðartilfellum!

Við myndum á móti, viðhafa jafnvægissjóðakerfi - til að draga stórfellt úr tíðni þess að þurfa hugsanlega á slíkri neyðaraðstoð að halda.

  1. Ég legg til að allar gjaldeyrisskapandi greinar séu skattlagðar.
  2. Það fé sé lagt í gjaldeyrisvarasjóð.
  3. Sá verði að jafvægissjóði - sem geti borgað fyrir 2-3 ár að lágmarki, af viðskiptahalla.
  4. Það væri aðferð til að kaupa okkur tíma, svo unnt sé að beita aðlögunar aðgerðum - þ.e. launalækkunum, en þær taka alltaf tíma ef þær heppnast yfirleitt, og 2-3 ár ætti almennt séð að duga, fyrir smáar til meðalstórar efnahagsdýfur.

Með því að hafa slíkt sjóðafyrirkomulag - við myndum setja það upp, til þess að lágmarka þau skipti sem við þyrftum aðstoð.

Þá kannski væri það mögulegt að fá Kanadamenn til að samþykkja að veita þá tegund að aðstoð sem ég tel við þurfum á að halda, þegar sjaldgæfari stóráföll eiga sér stað.

En ég efa að það geti nokkru sinni verið unnt að byggja svo stórann sjóð, að sá ráði við allt þ.s. getur gerst!

En ef Kanadamenn vilja ekki veita nægilega góð varnaglaákvæði.

En ég tel það ekki ganga að taka upp annan gjaldmiðil einhliða!

Þ.s. evra er ekki raunhæfur valkostur að mínu mati.

Að binda krónu inn í myntráð myndi ekki ganga heldur, væri mjög sambærileg aðgerð við einhliða upptöku annars gjaldmiðil - en þar er enn sami gallinn þ.e. skortur á baklandi.

Þá er bara einn kostur eftir - að losa höftin á krónunni!

Byggja hana upp á ný!

Ég er alls ekki á því að það sé ómögulegt - en bendi á að sambærilegt jafnvægissjóðakerfi, myndi einnig gagnast vel innan krónu - þ.e. fækka þeim skiptum sem hún myndi falla, þannig lækka meðalverðbólgu og því a.m.k. að einhverju leiti bankavexti.

Sjóðasöfnun myndi auka traust einnig á henni!

En ég er til í að ræða við kanadísk stjv. og íhuga hinn möguleikann samhliða!

 

Niðurstaða

Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því, að það eru ekki þarna úti hafsjór af fjárfestum sem eru áhugasamir um það að fjárfesta hér.

Ísland er þvert á móti ekkert sérstaklega spennandi, þegar kemur að flestum tegundum starfsemi.

Eins og ég bendi á að ofan, hefur Ísland töluverðann fjölda af neikvæðum eiginleikum - sem fagfjárfestar eru vel færir um að koma auga á.

Við erum eftir allt saman að leitast við það að fá þá hingað, en ekki t.d. til Danmerkur, Svíþjóðar, Þýskaland eða Kanada. 

Við erum að keppa við þjóðir, sem hafa allt sitt á hreinu - með stöðugt lagaumhverfi, mun meiri hagkerfisstöðugleika, með lægri flutningskostnað, mun fjölbreyttara atvinnulíf og einnig mun samkeppnishæfari vinnumarkað.

Við höfum því ekki efni á því, að fjölga ókostum í samanburði við önnur lönd.

Ef við höfum áhuga á fjárfestingum - svona yfirleitt, þá þurfum við að taka okkur á, og skipulega afnema eða draga úr sem mest við megum, þeim ókostum sem til staðar eru sem er á okkar færi að minnka eða láta hverfa.

Við getum ekki stækkað landið - fjölgað þjóðinni stórfellt eða fært það nær mörkuðum.

En við getum bætt lagaumhverfi - gert það stöðugara.

Við getum tryggt það að skattareglur séu nægilega hagstæðar, þ.e. haft tekjuskatta fyrirtækja lægri til að kostnaðarjafna a.m.k. að einhverju leiti.

Restin er síðan spurning um laun - en okkar vinnuafl fær ekki störf ef það prísar sig út af markaðinum.

Og hvað annað við getum hugsanlega haft ódýrara - - og þá er það orkuverðið, umdeilda!

En það er ekki af ástæðulausu að orkuauðlindir einna helst laða að, því við getum boðið mun lægra orkuverð! Það laðar að starfsemi þ.s. orkuverðið er mjög mikilvægur kostnaðarþáttur, þannig að flutningskostnaður og aðrir ókostir við það að vera hér - verða þá minni að mikilvægi.

Ísland hefur einfallega mjög erfiða samkeppnisstöðu - hvað nánast allt annað varðar, fyrir utan ferðamennsku og fisk!

-------------------------

Sumir vilja meina að gjaldmiðillinn sé í lykilhlutverki um það að hindra fjárfestingar - en ég er ósammála því! Enda Ísland það smátt, að fjárfesting mun flestum líkindum stefna að útflutningi þannig að þá eru tekjur í erlendum gjaldmiðlum, sem þíðir að óhætt er að lán séu það einnig. 

Það sé ekki þarna úti hafsjór af fjárfestum sem eru hindraðir til að koma hingar af okkar gjaldmiðli.

Höftin séu þó hindrun - en aðilar verða að hafa trú á því að þeir fái arð greiddan á réttum tíma, að ekki sé hætta á því að slíkt verði hindrað með skyndilegri reglubreytingu.

Ég tel það vel gerlegt að afnema höftin, þó króna verði hér áfram - lykilmálið er þá að undirbúa afnám þeirra með réttum hætti - það myndi hjálpa mikið að ganga fyrst frá því að eitthvert stórt fjárfestingarverkefni fari af stað. Því slíkt verkefni, eykur tiltrú með því að auka framtíðartekjur landsins - minnkar því líkur á útstreymi fjármagns.

Tímasetning er krítískt atriði!

 

Kv.


Sekt/sakleysi Jóns Baldvins Hannibalssonar!

Það er nú búið að krauma í nokkurn tíma í deilu um meintar misgerðir Jóns Baldvins Hannibalssonar gagnvart Guðrúnu Harðardóttur, dóttur systur eiginkonu hans. En eins og alþjóð veit blossaði málið upp í kjölfar krassandi umfjöllunar Nýs Lífs um málið.

JBH eins og fram hefur komið, finnst að sér vegið freklega - ekki fjallað um málið af sanngirni, málið íkt og fært úr stað, hann hafi ekki fengið að njóta andmælaréttar, skýringar hans hafi ekki fengið að komast að, o.s.frv.

Í vikunni tjáði eiginkona hans, Bryndís Schram sig einnig - áhugavert, tilfinningaríkt bréf: Bréf Bryndísar Schram til Guðrúnar: „Hvenær varð Jón Baldvin svona ógeðslegur í þínum augum?“

JBH kom einnig fram í kastljósi: Jón Baldvin: Fjölskylduböl af þessu tagi ekki leyst fyrir dómstólum

Þar virðist hann einnig hafa tjáð sig sem tilfinningamaður!

Þóra Tómasdóttir hefur einnig tjáð sig: Þóra Tómasdóttir: Byggði grein sína á því að ríkissaksóknari taldi að um hugsanlegt brot væri að ræða

 

Um sekt eða sakleysi!

  • Einn punktur - það getur út af fyrir sig verið tilgangur í sjálfu sér, að koma máli á framfæri ef einstaklingur sem með sanni eða ekki upplifir sig sem fórnarlamb, telur hlut sinn ekki hafa verið réttann að nægilegu marki.
  • Þá gegnir mannorðsmissir þess sem viðkomandi telur hafa gert á hlut sinn, hlutverki refsingar.
  • Hvað sem segja má um samskipti Guðrúnar og JBH í gegnum árin, þá hefur að því er virðist Guðrún endurmetið þau á einhverjum tímapunkti, og upplifir þau með öðrum hætti í dag.
  • Það má vera, að það hafi gerst eftir að hún komst til vits og ára, og lærði betur á lífið, þ.e. hvað væru réttmæt samskipti og hvað ekki.
  • Það má nefna að JBH ritaði henni fj. bréfa á opinbert bréfsefni sendiherra í Washington, sem þykir ekki viðeigandi.
  • Eitt bréf var kært, sem JBH viðurkennir að hafi verið dæmi um dómgreindarskort af hans hálfu - hvort það var eina bréfið sem athugavert var við, skal ósagt látið - það getur hvort tveggja verið, að þar hafi um einstaka yfirsjón verið að ræða eða að á þeim tímapunkti hafi mælirinn verið fullur í augum Guðrúnar, þannig að bréfið það tiltekna hafi ekki endilega verið verra en e-h önnur fyrri bréf.
  • Síðan er rétt að nefna, að það tekur oft fólk tíma, jafnvel mörg ár, að safna kjarki - þ.e. fólk sem upplifir að það hafi verið órétti beitt. Þannig séð, að komið sé fram með málið fj. ára síðar, er ekki endilega í sjálfu sér grunsamlegt.
  • Að auki, getur verið að tal sumra um JBH sem hugsanlegan forsetaframbjóðanda hafi ítt við málinu, en ekki í pólitískum tilgangi, heldur hafi það hvatt Guðrúnu til að koma fram, með refsivöndinn að vopni í formi greinarinnar í Nýju Lífi - tryggja að sá möguleiki á JBH sem hugsanlegum forseta - verði alveg örugglega pottþétt úr úr myndinni.
  • Málið sé því alls ekki flokkspólitískt - að stöðva JBH, lítillækka hann fyrir alþjóð, hafi haft tilgang í sjálfu sér - eins og ég sagði - sem refsing hjá Guðrúnu.
  • Þetta mál allt er að sjálfsögðu harmleikur!


Má alls ekki bæta gráu ofan á svart með því að gera póliík úr því!

Ég hef tekið eftir því að fj. fólks, sem telur sig stuðningsmenn JBH hafa snúist harkalega til varnar fyrir sinn mann - sem er áhugavert.

Einkum vegna tónsins í þeim ummælum sem maður sér - þ.e. leitast við að gera birtingu greinarinnar í Nýju Lífi tortryggilega.

Ummæli sem bera vott um algera sannfæringu um sakleysi JBH, umfram þ.s. hann hefur sjálfur viðurkennt, verið sé að stunda mannorðsmorð í gróðaskini er oft sagt.

Einnig hef ég séð harkalega gagnrýni á Guðrúnu Harðardóttur - málið er að þessi viðbrögð þ.s. fj. fólks snýst til hatrammrar varnar, vekur upp mynningar.

En þ.e. um mál Ólafs Skúlasonar biskups á sínum tíma, sem varðist ásökunum sem sannarlega voru mun alvarlegri en þær sem JBH stendur frammi fyrir, gaf í skyn að um lygar og óhróður væri að ræða.

Fj. fólks þá lagði ekki trúnað á ásakanirnar, fannst vegið að embætti biskups - og konurnar sem ásökuðu fengu það margt óþvegið, lyðu sálarkvalir fyrir.

Þó svo að málin séu ekki nema að litlum hluta sambærileg, þá er það sambærilegt að í báðum tilvikum er fj. fólks tilbúinn til að verja sinn mann að því er virðist án þess að íhuga þann möguleika að ásakanir geti verið sannar. 

Að sú sem ásakar er sjálf ásökuð um lygar af þeim sem telur sig þá í reynd fórnarlamb í málinu, og nýtur fulltingis vina sinna, sem kóa með honum að því er virðis umhugsunarlítið.

Annað er sambærilegt, er að JBH er ákveðinn íkon - þ.e. hjá tilteknum þjóðfélagshópum sem líta mjög upp til hans, og þeir bregðast dálítið við með heilagri reiði sem mér finnst töluvert minna á heilaga reiði stuðningsmanna biskups á sínum tíma.

Það er sem sagt farið fram með nokkru offorsi - er þ.s. ég er að benda á!

Offorsi sem ekki er unnt að slá föst að sé réttnæmt - þ.s. eftir allt saman þó saklaus formlega sé hver sá sem ásakaður er þar til sekt er sönnuð, þá á ekki að ákveða um sekt eða sakleysi fyrirfram!

Þ.e. þ.s. stuðningsmenn JBH gera sem er líkt hegðun stuðningsmanna Ólafs Skúlasonar biskups.

Þó mál JBH sé langt í frá í sambærilegum flokki - þá er rétt að nálgast mál af því tagi, með mun meiri nærgætni en er nú auðsýnd.

Þarna er um að ræða sál sem upplifir sem sem meidda - skaðaða.

Þ.e. ekki réttmætt að taka formlega afstöðu - hvorki með né móti JBH.

 

Niðurstaða

Jón Baldvin Hannibalsson, var lengi einn okkar áhrifamestu stjórnmálamanna. Sem slíkur hefur hann enn þann dag í dag fjölda vina og fylgismanna, sem líta upp til hans - bera virðingu fyrir honum.

Ég segi við þetta fólk - berið virðingu fyrir návist viðkvæmrar sálar.

Ekki fjalla um málið með offorsi, þ.s. tekin er hörð afstaða með Jóni, fjallað í hörðum ásökunartón um þá sem ásaka Jón.

Þ.e. hvorki réttmætt að vera fullviss um sekt hans né á móti að vera fullviss um sakleysi.

Þetta er atriði sem almenningur getur ekki vitað.

Þetta er sannarlega fjölskylduharmleikur - en í þessu máli er betra að leitast við að stuðla að sáttum.

Guðrún hefur nú refsað Jóni, sem ætti að svala að einhverju marki hennar reiði - hver veit, það ætti ekki að fyrirfram útiloka möguleikann á sáttum, en ef JBH hefur skynsemi til að bera þá ætti hann nú að leita eftir þeim.

 

Kv.


Evrópa þarf að nýta vel það hlé á grikklandskrýsunni sem Evrópa kaupir með "Björgun 2."

Það er alveg klárt að grikklandskrýsan verður einungis í pásu um stund, þ.e. "Björgun 2" sé ekki nema skammtímalausn. Þó svo að einkaaðilar séu að afskrifa 100ma.€.

Þ.s. verra er, að "Björgun 3" verður miklu mun erfiðari, því nú er einkaaðilar hafa afskrifað svo mikið samtímis því sem aðildarríki evru hafa veitt Grikklandi enn frekari lán; þá er það nú svo að meira en helmingur skulda Grikkland eru nú í eigu opinberra aðila.

  • Þ.e. björgunarsjóðs evrusvæðis sem aðildarríkin eiga, því eiga þau í reynd þær skuldir.
  • Seðlabanka Evrópu, en hann hefur veitt mikið fé til stuðning grískum bönkum, tekið á móti verulegu magni grískra ríkisbréfa sem veð á móti veittum neyðarlánum. 

En þetta þíðir, að í tengslum við "Björgun 3" verður engin undankoma frá því, að opinberir aðilar afskrifi - - og það verður pólitískt sprengiefni.

Því þá þurfa leiðtogar og ráðherrar, að segja þjóð sinni að þeir hafi tapað skattfé hennar - sem augljóslega verður ekki vinsælt. Það má því reikna fastlega með því, að hlaupið verði eins og köttur í kringum heitann graut, og það marga hringi, áður en slík afskrift verður samþykkt.

Óvíst er þó hvenær þetta gerist, en það má telja öruggt að samdráttur í Grikklandi verður enn meiri í ár en sl. ár, er hann varð 6,6% - - þ.e. mun hærri en spá stofnana ESB um cirka 4,5% samdrátt.

En þær hörðu viðbótar sparnaðaraðgerðir sem grísk stjv. hafa verið neydd til að undirgangast, munu magna samdráttinn enn frekar - - ekki má heldur gleyma verulegum samdráttaraukandi áhrifum launalækkana sem þeir skulu framkv. þ.e. 22%. 

Svo fastlega má reikna með kringum 7-8% samdrætti í ár.

Ef það er niðurstaðan, fer þegar á næstu mánuðum að myndast hola í "Björgun 2" -  þ.e. ljóst verður að tekjuhalli Grikklands verði meiri en áætlað var, og því dugi féð ekki eins lengi og til stóð.

Að auki, er nær útilokað að Grikkland fari aftur út á skuldabréfamarkaði 2015, eins og nú stendur til.

Ég held þó að björgun 3 muni eiga sér stað vel fyrir 2015, jafnvel þegar á næsta ári.

Að auki, muni þá ESB standa frammi fyrir "Björgun 2" fyrir Írland og "Björgun 2" fyrir Portúgal.

En það má þó vera, að samningaviðræður um þær aðgerðir hefjst þegar í haust.

 

Evrópa þarf að nýta þann stutta millibilstíma sem nú stendur yfir!

Despite Progress, Euro Crisis Is Far From Over

Evrópa hefur keypt sér smá frið - ekki lengi. En hugsanlega allt að því hálft til heilt ár.

Þetta er sá tími sem Evrópa hefur, til að styrkja stöðu sína, svo þegar vandræðin snúa til baka þá verði þau ekki til þess, að skapa á ný tilvistarkreppu fyrir evruna.

En ef þetta á að takast, þarf að láta hendur standa fram úr ermum, og grípa til öflugra aðgerða til að styrkja við möguleika til hagvaxtar.

Þ.e. það mikilvægast sem þarf að framkvæma á næstu mánuðum og vikum, svo tiltrú á hagkerfum Evrópu vaxi; svo þegar vandræðin snúa aftur til baka verði auðveldar að ráða fram úr þeim.

Ef menn á hinn bóginn, slaka á klónni - halda að vandinn sé farinn, ekki þurfi að grípa til óvinsælla aðgerða; þá geti Evrópa og evrusvæðið, aftur á ný lent í sömu tilvistarkreppunni sem var svo skæð fyrri hluta vetrar.

Ég bendi á mjög áhugaverða grein fyrrum Bankaráðs mansn, innan Seðlabanka Evrópu:

Lorenzo Bini Smaghi - Has Europe learnt from the mistakes made in Greek debt crisis?

 " [The current strategy] means helplessly observing the widening of credit default swap spreads on sovereign bonds until it becomes obvious that the country in question will not be able to refinance itself in the markets; then publicly denying that restructuring is even an option, but privately considering involving private creditors and even discussing the details with some market participants; finally, hastily putting in place an additional package and asking the various countries’ parliaments for approval, which they might be willing to consider… but only in exchange for debt restructuring.

Unless this approach is quickly abandoned, Greece will turn out not to be an exception after all. Markets would turn to the next prey, like in Agatha Christie’s Ten Little Indians. Who will be next? Ireland? Spain? Italy? Where would the process stop?"

"The alternative strategy is to immediately build a firewall that would ensure Greece is an exception."

  1. First, it should be recognized right away that Portugal may not be able to return to markets next year and needs an additional bailout package.  If it is unable to finance itself until 2016, it will need approximately 100bm.€. The European Financial Stability Facility has sufficient capability to provide these funds."
  2. "Second, the same could be done for Ireland, which requires an additional 80bn.€. The procedure to allocate funds should be started right away by the national and European authorities."
  3. "Third, the size of the ESFS and European Stability Mechanism should be further increased to allow them to provide additional funds to other countries."
  4. "Fourth, the International Monetary Fund's European shareholders should arrive at its spring meetings with sufficient support from other advanced economies, incluting the US, and from emerging market to obtain an increase in the funds available to the IMF."

"...Only by acting forcefully, in anticipation of what markets will focus on next rather than under their pressure, can European authorities convince us that Greece was an exception and prove their commitment to d all that is needed to preserve the currency."

Áhugavert er, þegar skoðað er hvað er á aðgerðalista Bini Smaghi, að hann er nánast sá hinn sami og fyrri hluta árs í fyrra!

En allt sl. ár var rifist um hugsanlega stækkun björgunarsjóðs evrusvæðis, og við endann á árinu var ljóst að allar þær tilraunir höfðu mistekist.

Sú umræða er aftur komin af stað, og enn sytur hún pikkföst í akkúrat sama farinu, og hún sat pikkföst allt sl. ár.

Ekki góðs viti.

 

Ég tek annars undir margt af því sem Bini Smaghi skrifar - sérstaklega það að nauðsynlegt sé að stjórnendur evrusvæðis, hisji upp um sig buxurnar og hætti að vera með viðbrögð við krýsum, þess í stað fari að byrgja brunna - þ.e. "proactive."

  • En augljóst er að Portúgal og Írland munu þurfa aðra björgun bæði löndin!
  • Í dag hamast aðilar hverjir um þverann, um það að afneita þessu.
  • Þó er vaxtakrafa á Portúgal hratt vaxandi - markaðurinn klárt að spá landinu greiðsluþroti, augljóst að ekki er möguleiki á því að Portúgal fari inn á lánamarkaði á nk. ári.

Hið augljósa skynsama, væri að viðurkenna þ.s. við blasir, og fara að undirbúa framhalds björgun beggja landa, þó svo það sé í andstöðu við innanlandspólitík í báðum löndum.

 

Einmitt með því að byrgja brunna - þá myndi evrusvæði skapa aukana tiltrú.

Enn er þó ekkert sem bendir til annars en að sama stefna ætli að ríkja áfram, þ.e. afneita vandanum fram á síðustu stundu.

Sem einmitt skapar hættu á því, að tilvistarkreppa evrunnar snúi aftur til baka af krafti!

 

Niðurstaða

Evran er langt í frá úr hættu. Sannarlega hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu stórfellt dregið úr bráðahættunni, þ.e. 3 ára neyðarlánin frægu til evr. bankastofnana. En þeir hafa nú fengið rúmlega 1.000ma.€ í slík neyðarlán.

Að auki, virðist sem að aðgerðir til björgunar Grikklandi þ.e. þær nýjustu, að líkindum muni kaupa nokkurn tíma. Sé því nýtanlegur biðleikur.

En þá þarf að vera skilningur á því, að enn sé brýn þörf fyrir erfiðar ákvarðanir. 

En því miður virðist áframhaldandi sofandaháttur enn ríkja, þ.e. að afneita vandanum fram á síðustu stundu.

Þannig að líkur virðast litlar á því að Evrusvæði kúpli frá því að bregðast við krýsum á lokafresti yfir í að byrgja brunna áður en krýsan er kominn, virðist ólíklegt miðað við þær yfirlísingar t.d. að vandi Grikkja sé úr sögunni, engin hætta sé á því að Portúgal og Írland þurfi frekari björgun, og enn stendur í sama stappinu með björgunarsjóð evrusvæðis og á sl. ári.

 

Kv.


Eigum við að stofna ríkisolíufélag, vegna Drekasvæðis?

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins hefur skrifað grein, þ.s. hann fjallar um nauðsyn þess að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða, vegna nýlegra upplýsingar frá Norðmönnum þess efnis, að það sé nær algerlega pottþétt að finna olíu og gas þeirra megin á Jan Mayen hryggnum.

Rannsóknir Norðmanna gefa byr undir væng þeim möguleika, að einnig sé olía og eða gas, á svokölluðu Drekasvæði, sem er sá hluti Jan Mayen hryggjar er liggur innan íslenskrar lögsögu.

Sjá grein Sigmundar Davíðs: Olía

Utanríkisráðuneytið: Framkvæmd Jan Mayen-samningsins og olíuleit á Drekasvæðinu

  1. "Með samkomulagi landanna um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen frá 22. október 1981 var kveðið á um að mörk landgrunnsins á svæðinu skyldu vera hin sömu og mörk efnahagslögsögu þeirra.
  2. Jafnframt var afmarkað eins konar sameiginlegt nýtingarsvæði og á Ísland rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á norska hluta svæðisins og Noregur rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á íslenska hluta svæðisins."

Þetta er mjög góður samningur sem íslenska ríkið gerði við Norðmenn 1981.

Skv. honum njótum við 25% tekna á móti Norðmönnum, vegna vinnslu þeirra á sínum hluta Jan Mayen hryggjarins.

Svo strangt til tekið, getum við einfaldlega ákveðið að gera ekki nokkurn skapaðann hlut - láta Norðmenn einfaldlega um þetta sín megin - sætta okkur við okkar 25%, láta þá síðan þegar þeim þóknast, hafa frumkvæði af því að vinna olíuna okkar megin, og þá fáum við 75% á móti 25%.

  1. Á hinn bóginn er það alger óþarfi, við getum einnig sýnt meira frumkvæði, þegar ljóst er að miklar lýkur eru á olíu og gasi rétt norðan við okkar svæði.
  2. Því áhugi erlendra olíufyrirtækja er örugglega vaknaður nú fyrir alvöru - og búast má við því að rannsóknarleyfi verði nú þetta ár, eftirsótt - a.m.k. eftirsóttari en áður.

 

Stofnum ríkisolíufélag!

Þó þetta sé strangt til tekið ekki nauðsynlegt á þessu ári, þá er líklegt að veruleg hreyfing komist á þessi mál á þessu sumri - og það gæti verið gagnlegt að stofna sérstofnun eða ríkisolíufélag til að halda utan um þessi mál sérstaklega.

Þ.s. Ísland sjálft hefur ekki efni á að framkvæma olíuleit eða undirbúa vinnslu, heldur þarf að bjóða út leyfi og síðan vinnsluleyfi - er þ.e. ekki meginatriði hvort þetta væri "Olíustofnun Ríkisins" eða "Ríkisolíufélagið", en meginatriðið væri að öll umsýsla um þau mál sé á einum stað.

Þangað sé safnað fólki sem þekkingu hafi á slíkum málum, leitast sé við að safna sem mestri þekkingu á slíkum málum þangað inn, gera þetta að okkar sérfræðinga-apparati í þeim málum.

Meginhlutverk verði það, að vera milligönguaðili í samningum við olíufyrirtæki - sjá um þá eins og LV sér um orkusölusamninga við stóryðju, og í því að þjónusta þeirra þarfir hér á landi.

Þetta getur smám saman orðið all umsvifamikil starfsemi.

 

Hversu fljótt getur Ísland farið að græða á þessu?

Það merkilega er að það gerist strax og olía er staðfest í vinnanlegu magni, sem getur verið einhverjum árum áður en olía fer að streyma á land.

En ástæðan er sú, að markaðurinn lítur alltaf fram í tímann.

Um leið og staðfest er olía í vinnanlegu magni, að klár áhugi olíufélaga er um það að vinna hana, og einnig stjórnvalda.

Þá um leið metur markaðurinn upp framtíðartekjur Íslands!.

Það framkallar alveg á nóinu, bætt lánskjör fyrir ríkissjóð og lægra skuldatryggingaálag.

Þannig, að mun fyrr en margir halda, getum við farið að njóta ávinnings í því formi, að ísl. ríkinu bjóðist mun hagstæðari lánskjör en nú til dags, þannig að unnt verði að hefja skuldbreytingur útistandandi lána ríkisins - þannig að greiðslubyrði lækki.

Það þíðir síðan þó svo að tekjur ríkisins séu ekki enn farnar að vaxa beint fyrir tilstuðlan olíumála, að ríkið getur öðlast aukið svigrúm til að bæta heilsugæslu eða verja meira í skólamál, og annað skilt velferðarmálum.

Að auki, þá myndi þetta bæta traust á Íslandi, þannig að þá minnkar væntanlega hætta á umtalsverðu útstreymi fjármagns - ef gjaldeyrishöft eru afnumin.

Þetta getur alveg verið möguleiki innan nk. 2-3 ára. Hver veit, kannski fyrr.

 

Niðurstaða

Það áhugaverða við olíudraumana er að þeir eru ekki draumsýn lengur. Heldur munum við njóta tekna af vinnslu Norðmanna á Jan Mayen hryggnum, þ.e. 25% á móti 75%. Sem sannarlega yrði gríðarleg búbót fyrir okkur - ef satt er sem sérfræðingur Norðmanna við rannsóknirnar heldur fram, að þar geti verið eins mikil olía og i Barentshafi. Þá dugar þetta eitt til þess að við verðum vellrík á endanum.

En uppgötvanir Norðmanna eiga að hleypa okkur kapp í kinn, því þ.s. finnst okkar megin við miðlínuna, þar eigum við 75% á móti 25%. 

Mér finnst eðlilegast að þetta sé unnið í samvinnu við Norðmenn. Að Norska STATOIL sjái um vinnslu. En allt í lagi þó að sjá hvort aðrir bjóði betur.

---------------------------

Ítreka - um leið og olía er fundin, staðfest í vinnanlegu magni, þá förum við að njóta ávinnings.

 

Kv.


Bretland íhugar að bjóða 100 ára skuldabréf, jafnvel bréf með ótakmarkaðann gildistíma!

Skv. frétt Financial Times er þetta ekki fyrsta skiptið sem Bretland hefur boðið upp á 100 ára bréf, eða jafnvel bréf án enda gildistíma - sbr. "perpetual." Fjármálaráðherra Breta ætlar víst að rökstyðja þetta með rósamáli, af því tagi að með þessu standi komandi kynslóðum til boða að njóta þeirra ótrúlegu hagstæðu lánskjara sem Bretum stendur til boða nú.

En klárt má túlka þetta með öðrum hætti - þ.e. að verið sé að láta komandi kynslóðir borga fyrir óreiðu núverandi kynslóðar.

UK chancellor looks at 100-year gilt

Britain to offer 100-year gilts

 

Eldri dæmi um slíkar útgáfur:

  • Eftir svokallaða "South Sea Bubble" á 18. öld, þegar breska ríkið lenti á barmi gjaldþrots, var gripið til þess örþrifaráðs, að deifa hluta skuldanna á 100 ár.
  • Ríkissjóður Bretlands er víst enn að borga af skuldabréfum sem gefin voru út 1932, í því skyni að endurfjármagna hluta þeirra skulda, sem ríkissjóður Bretlands hafði tekið á sig vegna kostnaðar við Heimsstyrrjöldina Fyrri.
  • Enn eru til skuldabréf frá 1853, sem voru gefin út til að endurfjármagna hluta af "South Sea Bubble" skuldunum, sem voru gefin út án endimarka þ.e. án endimarka á gildistíma.

Ef George Osborne gefur út 100 ára bréf, eða jafnvel bréf án afmarkaðs gildistíma - þá verði þau kölluð Osborne bréfin, skv. þeirri hefð sem hafi skapast að nefna slík últra langtímabréf eða bréf án takmarkana, eftir þeim fjármálaráðherra sem lét gefa þau út.


Ætti Ísland að gefa út 100 ára skuldir?

Eða skuldir án tímatakmarkana?

Eigum við ekki að segja, að þetta gefi vissa hugmynd um það, hve alvarlegum augum breska ríkisstjórnin lítur sinn núverandi skuldavanda - fyrst hún er til í að íhugsa slík örþrifaráð.

Sem áður hafa verið nýtt einungis í kjölfar þeirra allra verstu fjárhagslegu áfalla, sem Bretland hefur nokkru sinni orðið fyrir.

 

Niðurstaða

Ég viðurkenni að þó ég sé fróður um hitt og þetta, vissi ég ekki að Bretland hefði áður gefið út skuldir með gildistíma upp á 100 ár, eða jafnvel bréf með ótakmarkaðann gildistíma. 

Þetta er dálítið mögnuð hugmynd.

Fræðilega séð, er með þessu unnt að minnka kostnað við núverandi skuldir, þ.s. langtímalán eru vanalega á lægri vöxtum.

En spurning þó hverjir væru líklegir kaupendur - vart um aðra en stóra banka eða lífeyrissjóði. En erfitt að sjá að slík bréf séu áhugaverð fyrir einstaklinga.

Nema til að parkera peningum, því vextir væru svo lágir. Arðurinn af eigninni lítill.

 

Kv.


Hvað ætli að Grikkir geri í kosningunum, við mánaðamót apríl - maí?

Ég er með hlekk á nýlegar niðurstöður úr skoðanakönnun á Grikklandi, sjá hlekk:

Greece: Poll shows fragmented political landscape

Skv. niðurstöðunum er enginn einn flokkur með hreinan meirihluta, þó svo skv. grískum reglum fái stærsti flokkurinn alltaf sjálfkrafa 50 viðbótar þingsæti.

Líklegast virðist að megin hægri flokkur Grikklands, Nýtt Lýðræði - cirka á sama stað á hægri vs. vinstri ásnum og Sjálfstæðisflokkurinn íslenski, verði stærsti flokkurinn að afloknum kosningum.

En engin leið er enn sem komið er, að vita með vissu hvort að stuðningur með núverandi björgunarátætlun svokallaða, muni hafa meirihluta þingmanna eftir kosningar.

En skv. könnunum, þá er meirihluti þings klárt andvígur ef niðurstaða kosninga væri á þá leið, sem t.d. þessar tölur sýna.

Ég hef velt fyrir mér fræðilegu stjórnarmynstri, Nýtt Lýðræði + Lýðræðislegt Vinstri. En seinni fl. var stofnaður 2010, virðist einna helst fá atkvæði óánægðra fyrrum PASOK-a. 

Varðandi hina vinstri flokkana Róttækt Vinstri og Kommúnista, má vart á milli sjá hvor flokkurinn er verri eða væri meir ragnarrök fyrir Grikkland, að ef næði völdum. En fyrri flokkurinn er harður anti-glóbalista flokkur, sem sagt - mætti kalla það, ný róttækni á vinstri væng. Meðan að grískir kommúnistar, eru enn þann dag í dag, eftir því sem best verður séð, alvöru kommúnistar.

Það virðist vera dreifing á fylginu, og að óvenju margir flokkar nái upp fyrir 3% múrinn.

 

Sjá niðurstöður könnunar!

Ríkisstjórnin:

  • Nýtt Lýðræði - Nea Dimocratia: 28%.
  • Sósíalistar/kratar - PASOK: 11%.
Öfgahægri:
  • Sjálfstæðir Grikkir - nýr fl. þjóðernissinna: 4%.
  • Gullin dagrenning - nýnasistar: 3,5%.
  • LAOS - þjóðernissinnar: 4%.

Vinstri til öfgavinstri:

  • Lýðræðislegt vinstri - ekki öfgafl.: 16%.
  • Róttækt vinstri - öfgavinstri: 12%.
  • Kommúnistar - öfgavinstri: 11%.
  • Flokkur græningja: 4%.

Aðrar niðurstöður:

  • 52% á móti nýlega samþykktum niðurskurðaraðgerðum.
  • Þeim sem óttast yfirvofandi greiðsluþrot fækkar í 46% úr 60% mánuðinn á undan.
  • 67% telja ennþá, að grikkir hefðu það verr ef Grikkland færi út úr evrunni.

Flest virðist benda til þess að PASOK flokkur grískra krata, ætli sér að fá núverandi forsætisráðherra, Lucas Papademos, sem leiðtoga flokksins - þannig að hann fari fyrir flokknum í kosningabaráttunni, sem þá verður snörp og stutt.

Það er ekki unnt að útiloka að PASOK klóri e-h í bakkann fylgislega séð.

 

Áhugaverð en mjög óskynsöm útkoma!

Miðað við það að almenningur virðist andvígur núverandi björgunaráætlun, ekki vilja niðurskurðaraðgerðirnar - en á móti virðist vilja halda evrunni.

Þá er það þannig séð fræðilegur möguleiki, að gerð væri tilraun einmitt til að mæta þessum óskum!

Það væri algerlega það versta mögulega - því um leið og ljóst er að Grikkland er öruggt á siglingu í þrot, þá mun bresta á stjórnlaus fjármagnsflótti úr landinu.

Og mér er fyrirmunað að sjá, hvernig Grikkland ætti að geta einfaldlega fúnkerað í ástandi gjaldþrots og enn innan evru, því það væri engin leið til að stöðva flótta peninga jafn harðan úr landi.

Það gæti því þróast þvílíkur peningaskortur, að hagkerfið myndi detta niður á "vöruskipti" eða "barter."

Sjálft ríkið myndi ekki geta greitt laun með peningum, nema einhverjum vel völdum kjarna. Og alls ekki staðið undir félagslegu bóta- og eða velferðarkerfi.

Það einfaldlega ætti ekki næga peninga.

Alger skortur á trausti á hagkerfinu, myndi koma einmitt þannig fram, að fólk myndi koma peningum jafnharðan undan, út úr landinu. 

Eina mögulega leiðin til að stöðva þetta, væri að taka upp drögmu - en þá þarf eiginlega að skipuleggja það þannig að drögmuvæðing eigi sér stað sömu helgina og ákveðið er að landið muni ekki standa við hið svokallaða björgunarprógramm.

Um leið og búið er að skipta innistæðum í drögmur, geta þær hvergi flúið.

Þó svo það sé slæmt fyrir þá sem eiga peninga, þá myndi það koma í veg fyrir að hagkerfið myndi hrynja niður á "vöruskipti" - sem hefði í för með sér mun dýpra hrunástand en fylgir ákvörðun um gjaldþrot í samhengi við drögmuvæðingu.

Klárt er ekki enn búið að koma þessu til skila til almennings.

 

Niðurstaða

Það verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni á Grikklandi, en hún ætti að hefjast fyrir alvöru fljótlega. En PASOK er við það að velja sér nýjann formann, og fjölmargir segja það verði Lucas Papademos, núverandi forsætisráðherra - sá sem valinn var til þess af Brussel. Hann er í dag víst þrátt fyrir allt, sá stjórnmálamaður á Grikklandi sem nýtur mestrar virðingar þessa stundina. En það hefur sennilega meir að gera með það litla álit sem grikkir í dag hafa á sinni eigin pólit. stétt, svona sambærilegt ástand hvað það varðar og hér á klakanum.

Mér sýnist enn það geta farið á hvorn veginn sem er, þ.e. hvort það myndast meirihluti á nýkosnu grísku þingi sem áfram mun styðja núverandi svokallaða björgun, eða hvort sá meirihluti verður andvígur þeirri áætlun.

 

Kv.


Of seint eftir 2005 að bjarga stórfelldur hruni á Íslandi!

Ég er búinn að vera þeirrar skoðunar um töluverðann tíma, að lokafresturinn til viðbragða á Íslandi, þegar hugsanlega var enn tími til að forða stórfelldu hruni, hafi verið fyrri hl. árs 2005. Eftir að hafa lesið um hvað hefur komið fram í vikunni fyrir Landsdómi í Þjóðmenningarhúsi. Virðist mér ljóst, að þannig hafi það raunverulega verið.

En þegar síðla árs 2005 virðast evrópskir bankar hafa verið orðnir tregir til að lána íslensku bönkunum, og þegar hin svokallaða litla krýsa varð 2006 þá skv. orðum Davíðs Oddsonar, rúlluðu bankarnir næstum því allir í einu.

Það sem ég er að segja, er að 3. ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkk, undir stjórn þeirra félaga Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrínssonar, sem síðan tók við stól forsætisráðherra á árinu 2005 er Davíð fór í Seðlabankann, átti að bregðast við af hörku.

  • Þá þegar var hagkerfisbólan komin á flug, þ.e. vaxandi þensla sem kynti undir verðbólgu - því eftirspurn óx hraðar en hagkerfið gat útvegað nýjar bjargir, þannig að verð hækkuðu.
  • Í gang var komin víxlverkan milli aukningar útlána, en með því í reynd voru bankarnir stöðugt að búa til meira magn af krónum, í reynd alltof mikið af þeim - og hækkunar vaxta hjá Seðlabanka - sem virtist einungis kunna það eina ráð.
  • Vextirnir löðuðu að hvikult fé, sem streymdi inn í hagkerfið, keyrði upp eftirspurn eftir krónum - sem hafði að auki þau hliðaráhrif að auka kaupmátt, sem stuðlaði að enn frekari aukningu neyslu.
  • Á sama tíma, falbuðu bankarnir lán á fullu, og eftirspurn eftir lánum til fjármögnunar á neyslu, óx sem aldrei fyrr - en þ.s. kaupmáttur óx á móti, virðist fólk ekki hafa uggað að sér.
  • Við ættum flest að muna eftir þessu, en aukin eftirspurn eftir útlánum fór ekki bara í neyslu, heldur varð sprenging í húsnæðislánum, aukinn kaupmáttur leiddi til þess að fj. fólks taldi sig hafa efni á stærra húsnæði, stærri lánum - eftirspurnarbóla varð til á húsnæðismarkaði.

 

Hver átti að bregðast við?

Ég hef heyrt ímsar afsakanir - t.d. ímissa framóknarmanna sem áður voru í völd í Framsóknarflokknum, og kenna krónunni um ófarirnar.

  • Þessu hefur t.d. hann Hallur Magnússon haldið fram, að þ.s. Seðlabankinn var að reyna hefði virkað í hvaða öðrum gjaldmiðli sem er.

Þetta er hlægileg mótbára - en það þarf ekki annað en að skoða hvað gerðist á Írlandi og Spáni, þ.s. svipaðir stjórnarhættir rýktu - þ.e.:

  1. Að því er virðist algert eftirlitsleysi með útlánum banka.
  2. Alger skortur á áhyggjum yfir þeim möguleika, að gríðarlegur ofvöxtur í hluta einkahagkerfisins, gæti valdið hagkerfinu og síðan ríkinu búsifjum.
  3. Stefna stjv. í öllum 3 ríkjum var að keyra á sem mestan hagvöxt.
  4. Alger blinda fyrir því, að vaxandi viðskiptahalli væri hugsanlega hættuleg þróun.
  5. Að auki, alger blinda fyrir því að því er virðist, að mjög hröð og jafnharðan stórfelld upphleðsla skulda innan einkahagkerfisins, gæti hugsanlega verið varasöm.
  • Málið var, að í öllum 3 löndum var keyrt á mjög svipaðri hagfræði - og í öllum 3 löndum var afleiðingin svipuð, þ.e. gríðarleg tímabundin útþensla á hagkerfinu, sem keyrð var af neyslubólu, mjög hraðri skuldsetningu almennings og atvinnulífs, í öllum 3 löndum urðu mjög stórar húsnæðisbólur; og að lokum var í öllum 3 löndum hrun.

Ég bendi einnig á, en talað hefur verið að sumum með þeim hætti, að hröð hækkun krónunnar þegar Seðlabankinn hækkaði vexti, sanni hve hún er léleg:

  • En allir gjaldmiðlar hækka einmitt, þegar seðlabankar taka upp vaxtahækkunarferli.
  • Þetta gerði t.d. dollarinn seint á 10. áratugnum, sem var orsök frægra vandræða Argentínu, en þá var Argentína tengd við dollar, og mjög umtalsverð hækkun einmitt dollars gerði útflutningsvörur Argentínu ósamkeppnisfærar, leiddi síðan til gjaldþrots Argentínu árið 2000.
  • Varðandi það, að hækkun vaxta leiði til aðkomu hvikuls fjár, sem sanni að krónan enn einu sinni gangi ekki, þá bendi ég aftur á hækkun dollarsins á seinni hl. 10. áratugarins; en hann að sjálfsögðu hækkaði vegna þess að vaxtahækkun skapaði aukna eftirspurn eftir dollar í alþjóðahagkerfinu.
  • Eftirspurn sem þannig er búin til er í eðli sínu hvikul.

-------------------------------------------

En svarið við spurningunni að ofan er það, að ríkið - því bar að bregðast við.

  • Það var ríkisvaldið sem átti að sjá, að sú stefna að halda áfram að hvetja til hagvaxtar í ástandi, sem þegar einkenndist af augljósri þenslu - var slæm hugmynd.
  • Það var ríkisvaldið sem átti að sjá, að vaxandi viðskiptahalli gat ekki gengið til lengdar, hlaut að enda ílla.
  • Það var ríkisvaldið sem átti að sjá, að stöðug útlánaþensla bankanna - var ekki að skapa raunverulegan hagvöxt, þó sú útþensla væri að skapa vaxandi mældann hagvöxt.
  • Það var ríkið sem átti að sjá, að stöðug aukning skuldsetningar hagkerfisins, gat ekki endað vel.

En ríkjandi hugmyndafræði blindaði, eins og var einnig reyndin á Írlandi og á Spáni:

  • Vaxandi hagvöxtur, var litinn velþóknunar-augum - þó svo að atvinnuleysi væri orðið hverfandi, og það þyrfti að flytja inn fullt af fólki til að mæta þeirri umframeftirspurn.
  • Það var sagt, að viðskiptahallinn bæri vitni um að íslendingar væru að fjárfesta, og að auknar eignir erlendis, meir en bættu upp þá hröðu skulda-aukningu sem var í gangi.
  • Menn þess í stað sannfærðu sjálfa sig um það, að áætlunin um að gera Ísland að ríku bankalandi, væri að heppnast.

Ég ætla ekki að ætla stjórnvöldum að hafa vísvitandi ætlað að gera þjóðinni óleik:

  • Þeir sem stjórnuðu, töldu sig vera að sigla þjóðinni inn í nútímann, þ.e. Íslandi frá því að vera hráefna- og matvælaútflytjandi fyrst og fremst, yfir í að vera 21. aldar þjónustuhagkerfi.
  • Og ég skil það mæta vel, að sennilega eru vonbrigði þeirra sem leiddu þjóðina inn á þessa braut, mjög sár.
  • Í þeim sárindum, leita þeir sér að blóraböggli.
  • Nokkrir þeirra telja sig vita hver sá er - þ.e. gjaldmiðillinn.
  • Tek fram, að grunnhugmyndin - Ísland bankaland, var ekki endilega brjáluð.
  • En framkvæmdin var það!

 

2005 átti að bregðast hart við:

  •  Þá var enn unnt að slá á útlánabóluna án þess að risastórt högg myndi af hljótast.
  1. Það átti sem sagt, að slá á eftirspurn innan hagkerfisins, t.d. með tímabundinni hækkun tekjuskatta. Minnka þannig eftirspurn, með því að minnka þ.s. eftir er af launum þegar skattar hafa verið greiddir. Það hefði þurft að vera veruleg hækkun.
  2. Ríkið átti auðvitað að framkvæma efnahagsaðgerðir í samráði við Seðlabanka, en samtímis hefði þurft að auka kröfu um lausafjárbindingu og eiginfjárhlutfall - til að neyða bankana til að draga saman seglin hvað útlán varðar.
  3. Að auki, hefði þurft að knýja bankana til að selja eignir erlendis, en þá var ekki enn skollin á heimskreppa og unnt hefði verið að selja þær á góðu verði.
  • Eðlilega hefði hvikult fé leitað úr landi aftur við þessar aðgerðir, og krónan fallið nokkuð við það þ.e. hækkun hennar skilað sér til baka og sennilega e-h rúmlega það.
  • Það hefði valdið enn frekari samdrætti neyslu - og þ.s. það var umframeftirspurnin sem var megindrifkraftur verðbólgu á landinu, þó svo að Seðlabankinn hefði ekki lækkað vexti strax endilega í kjölfarið því gengisfallið hefði valdið einhverri tímabundinni verðbólguaukningu, þá hefði verðbólga svo þaðan í frá farið hratt lækkandi og vextir þá farið niður.

En stóra málið er, að þróunin yfir í svokallaða ofurkrónu hefði stöðvast.

Og gengisfallið hefði ekki verið neitt í líkingu við það sem síðar varð, né skerðing lífskjara, og sennilega engin aukning skulda ríkisins.

En ofurkrónan varð til vegna þess, að ríkið kynti undir hagkerfinu - það gerðu bankarnir líka, og samtímis beitti Seðlabankinn bara einu úrræði, þ.e. að hækka vexti.

Sem í samhengi þess að ríkið var að kynda undir og bankarnir samtímis, í reynd virkaði sem þriðja kyndingin.

Sá sem bar ábyrgð á heildarástandinu var ríkisstjórnin - ekki Seðlabankinn.

Það var hún sem bar að taka af skarið!

Eftir að árið 2005 var liðið - var líklega of seint að bjarga stórfelldu hruni!

 

Niðurstaða

Ástæða hrunsins er að mínu mati stórfelld mistök sem framkvæmd voru af ríkisstjórn Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. En raunverulegur bakgrunnur mistaka þeirra, virðist vera sú hugmyndafræði sem þeir aðhylltust, þ.e. afskiptaleysi. Ríkið átti að halda sér til hliðar - og gefa einkahagkerfinu frýtt spil, til að gera sitt. Meginatriðið hjá ríkinu væri að passa upp á sig. Sannarlega á pappírnum leit stjórnunin mjög vel út, þ.e. lækkandi skuldir og afgangur af ríkinu hvert ár. En, að baki þeim tölum stendur sú staðreynd, að þvert á móti blés ríkið út á þeim árum. Stórfelld aukning var á ríkisútgjöldum. Vegna þess að bólan magnaði einnig upp veltutekjur ríkissjóðs, birtist landsmönnum blekkingin um aðhaldsama stjórnun.

Í reynd lék allt á reiðanum!

Það má vera að þessir snillingar hafi sært krónuna slíku holundarsári, að hún fái ekki aftur upp risið.

 

Kv.


Skuldatryggingar verða greiddar út vegna Grikklands!

ISDA (International Swaps and Derviative Association) hefur ákveðið að notkun grískra stjórnvalda á CAC (Collective Action Clause) sé svokallaður "Credit Event," þannig að svokallaðar skuldatryggingar eða CDA (Credit Default Swaps) verða greiddar út, sjá yfirlýsingu ISDA:

EMEA DC StatementMarch 9, 2012

In light of today’s EMEA Determinations Committee ( the EMEA DC ) unanimous decision in respect of the potential Credit Event question relating to The Hellenic Republic (DC Issue 2012030901), the EMEA DC has agreed to publish the following statement:

The EMEA DC resolved that a Restructuring Credit Event has occurred under Section 4.7 of the ISDA2003 Credit Derivatives Definitions (as amended by the July 2009 Supplement) (the 2003 Definitions )following the exercise by The Hellenic Republic of collective action clauses to amend the terms of Greek law governed bonds issued by The Hellenic Republic (the Affected Bonds ) such that the right of all holders of the Affected Bonds to receive payments has been reduced.The EMEA DC has resolved to hold an auction with respect to the settlement of standard credit default swaps for which The Hellenic Republic is the reference entity. To maximise the range of obligations that market participants may deliver in settlement of any such credit default swaps, the EMEA DC has agreed to run an expedited auction process such that the auction itself will take place on March 19, 2012. In light of this expedited auction process, market participants should submit any obligations that they would like to include on the list of deliverable obligations to ISDA as soon as possible.

Sjá einnig fréttir:

Bloomberg - Greece Deal Triggers $3B in Default Swaps: ISDA

Telegraph - Greece succeeds in bond deal but not in solving debts

Financial Times - Greek debt swap triggers massive payouts

Wall Street Journal - ISDA: Greek Debt Restructuring Triggers CDS Payouts

 

Skv. ofangreindum fréttum er upphæðin í húfi ekki nema 3ma.$. Það finnst mér lítið. Á hinn bóginn grunar mig að einungis þeir sem ekki gengust inn á tilboð grískra stjv. komi til greina.

En skv. fréttum af því hve hátt hlutfall einka-aðila samþykkti tilboð grískra stjv., þá voru það 85,8% aðila sem það gerðu. Þeirra yfirlísing liggur fyrir. Sem þíðir þá væntanlega, að einungis restin þ.e. 14,2% hafi rétt á því að fá greitt - auðvitað svo fremi sem þeir keyptu sér tryggingu. 

En það má vera að ekki allir þeirra aðila hafi það gert. 

Eins og fram kemur að ofan, þá er ástæða þess að það skapast "Credit Event" ákvörðun grískra stjv. að beita CAC. En lög voru fyrir skömmu síðan samþykkt á gríska þinginu, sem heimilar grískum stjv. að einhliða eftir-á breyta skilmálum skuldabréfa sem grísk stjv. hafa áður gefið út, þannig að aðilar séu bundnir af ákvörðun meirihluta kröfuhafa sem ekki samþykktu þátttöku sjálfviljugir.

Beiting CAC á sjálfsagt eftir að hafa einhver frekari eftirköst innan Grikklands, en þannig eftir á gerningar eru í besta falli mjög vafasamir, og mig grunar að líkur séu á því að einhverjir muni láta reyna á rétt sinn fyrir grískum dómstólum.

En að auki, þá þykir mér líklegt, að þetta vekji ugg meðal einka-aðila sem eiga t.d. skuldir Portúgals, en í dag er það almenn skoðun markaða, að Portúgal sé einnig gjaldþrota. 

Þeir geta hugsað sér til hreyfings í framhaldinu, að losa sig við þau skuldabréf.

Það gæti leitt til frekari hækkana vaxtakröfu á Portúgal.

Að auki, má reikna með auknu vantrausti einkaaðila sem hafa í fórum sínum bréf Ítalíu og Spánar, en þó sjálfsagt munu aðilar ekki fara í eitthvert allsherjar sölukast strax.

Frekar, að þetta auki líkur á því, að þeir bregðist harkalega við því, þegar neikvæðar fréttir koma frá þeim löndum, af þeirra efnahagsframvindu - en sú er ekki beysin, allar tölur fram að þessu benda til dýpkandi kreppuástands á Ítalíu og Spáni.

Ef sem sagt, ástandið heldur áfram að versna, þá getur meðferðin á kröfuhöfum Grikklands, gert viðbrögð aðila sem sagt, íktari þegar slæmu fréttirnar fara að berast inn í framhaldinu.

 

Niðurstaða

Þá er það frágengið formlega, Grikkland gat ekki greitt sínar skuldir að fullu. Þetta telst vera gjaldþrot, þó það sé stýrt og valkennt sbr. "selective" og að auki takmarkað. Fyrsta greiðsluþrot þróaðs hagkerfis í 60 ár eða hér um bil. 

Það er nefnilega svo, að einkenni evrunnar er skapar greiðsluþrots hættu. En þ.e. einmitt vegna þess: A)Löndin hafa ekki lengur prentunarvald. B)Þannig að þau hafa takmarkað fjármagn til umráða. C)Ekki má gleyma að þ.e. fullt frelsi um flutninga á fjármagni milli aðildarríkja. D)Þannig að lagt saman, þíðir þetta að aðildarríki í reynd geta orðið fyrir snöggum lausafjárskorti, ef einhverra hluta vegna, fjármagnið verður hvekkt þannig að það streymir hratt út eða þá stöðugt út yfir tímabil. 

Sumir segja að við verðum að taka upp evru til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta - en því er eiginlega öfugt farið, að innan evru hefði allt fjármagn verið lifandi löngu lekið úr landi.

Svo kaldhæðið sem það er, þá er það einmitt vegna þess að enginn í dag vill krónur í augnablikinu, sem heldur fjármagni sem hér verður til, inni í landinu. Þannig að það lekur ekki jafnharðan út, eins og ástandið er sem grikkir þurfa að glíma við.

En fjármagnsþurrð er mjög slæm þ.s. eftir allt saman þarf kapítalismi fjármagn til að virka.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband