Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
31.3.2012 | 16:04
Stríð spánarstjórnar við fjárlagahallann hafið - hefur stjórnin sigur?
Ríkisstjórn Mariano Rajoy kynnti í á föstudag 30/3 fjárlög fyrir Spán, sem kveður á um minnkun framlaga til einstakra ráðuneyta upp í minnkun um helming og í einhverjum öðrum tilvikum, um minnkun upp á þriðjung, meðalminnkun til ráðuneyta og stofnana ríkisins, virðist vera 16,9%. Þetta er því gríðarlegur niðurskurður. Og ef hann dugar ekki, er erfitt að sjá hve mikið meir Spánarstjórn getur gert.
En vandi Spánarstjórnar er ekki síst hve mikið er búið að færa til svæðisstjórna á Spáni, en Spánn er orðinn að sambandsríki á seinni árum, og þ.e. eiginlega svæðin sem verða að skera einnig niður, ef dæmið á mögulega geta virkað.
En vandi Spánarstjórnar er sá, að svæðisstjórnir eru orðnar ákaflega sjálfstæðar.
Og það eru ekki öll svæðin undir stjórn "Partito Popular" sem fer nú með stjórn mála, í sambandsstjórn Spánar.
Ekki síst er það spurning um áhrif niðurskurðarins sjálfs á kreppuna á Spáni, þ.e. samdráttarskeiðið sem þar er hafið, hvort að niðurskurðurinn leiði til enn frekari samdráttar, og þá að hvaða marki?
Hvort hagkerfið Spánar lendir í hjöðnunar ástandi eins og það gríska, þannig að útgjaldavandinn leysist ekki því hagkerfið skreppi svo hratt saman, að ríkinu takist ekki að skera nægilega hratt?
Eða hvort þeir hafa rétt fyrir sér sem segja, að Spánn sé ekki Grikkland, og þ.s. gerðist á Grikklandi muni ekki endurtaka sig í Spáni - þar muni niðurskurður leiða til þess, að tiltrú á hagkerfinu snúi til baka, vextir sem Spánn er krafinn um muni smám saman lækka, og síðan muni endurskipulagning skila hagvexti; vandinn verði leystur.
Þessi tilraun er hið minnsta hafin - og í ljós kemur hvort Grikkland var í reynd einstakt tilvik!
Sjá hvað ráðherra efnahagsmála á Spáni sagði í viðtali:
Spain's economy minister Luis De Guindos speaks to reporters at the start of the European Union Economic and Financial Affairs Council (ECOFIN) meeting in Copenhagen on Friday (Photo: AFP/Getty)
One thing evaluated positively both by the ECB and the Commission was that the macroeconomic scenario on which the budget forecasts for 2012 are based is very realistic and gives a lot of credibility to the budget.
The Spanish government arrived to find a brutal shortfall in the budget last year -- instead of 6 pct the deficit was 8.5 percent last year - and a completely different growth scenario to what was expected.
This is the most austere budget which Spain has passed in a long time. I think it is credible and has positive aspects: by cleaning up the public sector they will help to sanitise the private sector as well.
Hann segir sem sagt, að Framkvæmdastjórn ESB hafi gefið jákvætt mat á þessum fjárlögum.
Ég efast þó ekki um það, að þetta séu grimmustu fjárlög Spánar í mjög langann tíma.
En bendi þó á, að Framkvæmdastjórnin hefur stöðugt og endurtekið, vanmetið dýpt kreppunnar á Grikklandi, og því hve hallinn annars vegar og hins vegar dýpt niðursveiflunnar þarlendis, væri líkleg að verða. Sem hefur leitt til þess að áætlanir Framkvæmdastjórnarinnar hafa aldrei staðist.
Sem setur spurningamerki við hennar mat í dag hvað Spán varðar.
Sjá Gagnrýni JP Morgan risabankans:
"JP Morgan's take on the Spanish budget: ...at first glance, the scale of the tightening measures announced does not look clearly enough to deliver on Spains deficit target for 2012.
- The Government has restated its objective of reducing the 8.5% of GDP deficit for 2011 to 5.3% of GDP in 2012.
- It is seeking to reduce the deficit by 3.2% of GDP this year in an environment when cyclical forces will be acting to push the deficit wider by around 1.5% of GDP.
- (We derive that 1.5% impact assuming an 0.4 elasticity of the fiscal position with respect to growth, that real growth of 2% is neutral for the budget, and that GDP will contract by 1.7% this year as forecast by the government).
- That suggests a total fiscal effort of near 4.7% (almost 50bn) of GDP is needed.
- As best as we can tell, the Spanish government has announced new tightening measures of 2.1% of GDP this afternoon,
- in addition to the 1.5% of GDP announced back in December.
- The total 3.6% of GDP tightening falls around a percentage point of GDP (10bn) short of what simple budgetary mechanics may suggest is needed, unless a significant part of the 2011 deficit is thought to have reflected one off events.
Eins og kemur fram í mati sérfræðinga Morgan-risabankans, þá mun kreppan á Spáni skv. eigin spá spánskra stjórnvalda um 1,7% niðursveiflu, hækka hallann á ríkisstjóði um 1,5%.
Því sé niðurskurðarþörf fyrir þetta ár, ef minnka á hallann um 3,2%; 4,7%.
Nema, að hluti hallans í ár, sé vegna atburða sem muni ekki endurtaka sig - sbr. "one off."
- Ég myndi bæta því við - að einnig þarf að taka tillit til þess viðbótar halla, sem niðurskurðurinn sjálfur framkallar, því hann fækkar störfum hjá því opinbera, þeir sem voru á launaskrá verða atvinnulausir, sem hækkar tekjur af atvinnuleysistryggingum annars vegar og hins vegar, minnkar enn frekar neyslu í hagkerfinu og því minnkar tekjur af t.d. virðisaukaskatti af sölu neysluvarnings.
- Svo má ekki gleyma því, að fj. þjónustufyrirtækja selja ríkinu þjónustu af ímsu tagi, slíkt er gjarnan skorið niður og þ.e. örugglega gert núna, þá fækkar störfum í þessum einkageira. Sem fjölgar enn atvinnulausum. Að auki, minnkar enn neyslu.
Mig grunar að þessi tveir þættir séu stór orsakaþáttur í því t.d. á Grikklandi, hve hallinn var alltaf stöðugt vanmetinn.
Og mig grunar að ríkisstjórn Rajoy líklega vanmeti þessa þætti einnig.
En þ.e. orðin hefð í Evrópu að kaupa mjög mikið af þjónustu af atvinnulífinu, og víða um Evrópur er mikill fj. starfa þannig orðinn óbeint "ríkisstörf" þó þau séu flokkuð þannig að þau tilheyri einkageiranum, t.d. margvísleg fyrirtæki sem bjóða upp á endurmenntunarprógrömm. Einnig er þarna fj. svokallaða ráðgjafar-fyrirtækja, sem selja ráðgjöf og sérfræði-mat af margvíslegu tagi.
Það virðist hafa verið herfilega vanmetið á Grikklandi, hve mikil fækkun starfa varð í einkageiranum, við það að opinberi geirinn fór í niðurskurðarferli - því einkageirinn sem var farinn að sérhæfa sig í þvi að þjónusta ríkið, var nánast allur klipptur af - - skilst mér.
Kannski er þetta nauðsynlegt ferli, að þessi "semi" einkageiri eða hálf-opinberi, minnki.
Önnur gagnrýni:
Spain unveils 'most austere' Budget in democratic history
"Christian Schulz, senior economist at Berenberg Bank, said: "If the UK has put up a sign saying 'open for business', then Spain has put up a sign saying 'siesta'." - "Theyve really tried to spare consumption, but since theyve had to cut somewhere, theyre really hurting corporations."
Þetta er áhugaverður punktur, en vikunni á undan kynnti breski fjármálaráðherrann sín fjárlög, og þar voru skattar til atvinnulífs lækkaðir, að sögn til að stuðla að hagvexti. Ath. - ekki mikil minnkun, 1,5% lækkun á sköttum fyrirtækja ef ég man rétt.
En nú hækkar spænska ríkið skatta til eigin fyrirtækja, fylgir ekki sögunni um hvaða prósentu tölu, en þ.e. áhugavert ef megin skattahækkunin er á atvinnulíf, því vandi Spánar er ekki síst gríðarlegt atvinnuleysi í kringum 23%, augljós þörf fyrir fjölgun starfa og sköpun hagvaxtar.
Maður veltir því fyrir sér þessum fókus. Sérstaklega hjá hægri stjórn.
Hvort þetta sé rétta stefnan, þegar það er svo mikil þörf á Spáni til að fá atvinnulífið til að búa til ný störf, koma hagvexti af stað á ný?
Spain unveils toughest budget since 70s
"Luis Garicano, professor of economics and strategy at the London School of Economics, said some of Mr. Montoro's 2012 deficit cutting measures were one-offs - for example 2,5bn. to be raised through 10% tax on "black money" repatriated from overseas under a new tax evasion amnesty." - "They are doing larger deficit reduction, larger than I expected - they do seem to be willing to bite the bullet" ... "But it remains to be seen what the regions can do. And there's lot of things that are hard to repeat in this budget."
Þetta eru meir ábendingar en bein gagnrýni, að tilteknar aðgerðir séu bara framkvæmanlegar í eitt skipti, að ríkisstjórn Rajoy geti lent í vandræðum með svæðisstjórnirnar. Það eigi eftir að koma í ljós, hve viljugar þær reynast til að spila með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, en það geti reynst vera lykilatriði vegna þess, hve mikið hefur unandarin ár verið fært til þeirra af opinberum útgjöldum.
Útgjaldavandi verði ekki leystur ef þær taka ekki þátt, eða ekki að nægilegu marki.
Niðurstaða
Er útgjaldavandi Spánar leysanlegur með niðurskurðar aðferðinni, eða mun niðurskurður svo hastarlegur, valda sama vanda og á Grikklandi, að hagkerfið lætur bara enn hraðar undan síga, og ríkið nær aldrei í skottið á sjálfu sér?
Hvað mun verða kemur í ljós.
Eitt er ljóst að ríkisstjórn Mariano Rajoy ætlar sér að gera sitt ítrasta til að ná valdi á útgjaldavandanum, með þeirri aðferð.
Hvort það tekst - eða hvort Spánn endurtekur ferli Grikklands.
Það kemur í ljós á næstu misserum.
Sumir eru farnir að spá því að Spánn verði komið í björgunarprógramm fyrir árslok.
Ég ætla ekki að vera það djarfur að spá slíkri útkomu - - en óska ríkisstjórn Spánar velgengni.
Viðurkenni að ég er ekki bjartsýnn um það, að aðferðin komi til að skila væntri niðurstöðu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2012 | 17:28
Ráðherrar evrusvæðis samþykkja að stækka björgunarsjóð þess!
Eins og hefur fram að þessu verið reyndin með afgreiðslu ráðherra evrusvæðis á tilraunum til þess að stækka björgunarsjóðakerfi svæðisins, þá er ekki allt sem sýnist.
- En skv. frétt Financial Times er um stækkun í 700ma. að ræða:
Eurozone acts to quell contagion fears
- En frétt Der Spiegel, um 800ma..:
'Even a 1-Trillion Euro Firewall Wouldn't Be Enough'
En þetta er svokallað "fudge" þ.e. - sjónhverfingar!
"Austrian Finance Minister Maria Fekter announced on Friday that the permanent euro rescue fund, the European Stability Mechanism (ESM), would be expanded,
- by considering the around 200 billion in current bailouts as being separate from the 500 billion earmarked for the ESM --
originally, the 500 billion figure was to have included the 200 billion in existing aid. The ESM, which is due to come into operation in mid-2012,
- will also be boosted by including around 100 billion in bilateral aid that was given to Greece in 2010, as well as aid from other EU funds,
bringing the firewall's total capacity to over 800 billion."
- Eins og sést af þessu, þá er raunveruleg sjóðsstaða, 500ma..
- Og þá einungis þegar "ESM" verður fullfjármagnaður.
- 200ma. sem fellt er inn í nýja sjóðinn, er í reynd yfirfærsla á björgunarprógrammi Grikklands, Írlands og Portúgals - þ.e. þegar veittum lánum til þeirra, yfir í hinn nýja sjóð. Að sjálfsögðu er á hæsta máta undarlegt, að líta svo á að slík yfirfærsla stækki sjóðinn um 200ma.. Þ.s. þetta eru útistandandi lán - þ.e. fé sem ekki verður hægt að lána út þ.s. þ.e. þegar í útláni.
- Skemmtilegt síðan, að 100ma. sjóður sem áður var rekinn sem sérstök eining, skuli færður undir ESM. Mér sýnist það einungis gert til þess, að geta sagt það í fjölmiðlum að björgunarkerfið sé komið í 1.000ma.$ - - tala sem hljómar vel þegar frá henni er sagt :)
Til að vera algerlega sanngjarn - skal það þó tekið fram, að í þessum gerningi felst loforð um raunverulega stækkun.
Þ.e. að ESM í reynd hafi 500ma. í sjóði til útlána.
En áður stóð til að fella 200ma. prógrammið inn í ESM, þannig að hann væri í reynd einungis með 300ma. útlánagetu.
Hin raunverulega aukning er því um 200ma..
En það verður "hæpað" að sjóðakerfið sé nú 800ma. eða 1.000ma.$.
Þó menn þyrftu að vera virkilega heimskir til að taka því trúanlegu.
Niðurstaða
Stækkun ESM þ.e. framtíðar björgunarsjóðs Evrusvæðis virðist í reynd vera 200ma.. Það er, að tryggt verði að ESM hafi í reynd getu til lánveitinga upp á 500ma..
Fram að þessu, virðist sem hann hefði í reynd einungis haft getu til lánveitinga upp á 300ma..
En það virðst sem alltaf hafi staðið til að fella núverandi lánprógrömm inn i nýja sjóðakerfið.
Tal þess efnis að sjóðurinn sé annaðhvort 700ma. eða 800ma.; sé villandi.
Þ.s. hann muni ekki hafa fé til útlána nema upp á 500ma., eins og ég skil enska textann að ofan.
------------------------
Við verðum þá að vona að Spánn plummi sig, en þetta fé er langt í frá nægilegt til að bjarga Spáni. Ítalía er enn stærri biti.
Þannig að ástandið er í reynd óbreitt hvað getu gagnvart hugsanlegri björgun Spánar og Ítalíu vaðrar.
En hið minnsta mun kerfið ráða við Írland, Grikkland og Portúgal.
En þau öll munu mjög líklega þurfa frekari lánveitingar - og síðan afskriftir.
Það verður mjög spennandi að fylgjast með framvindu Spánar sérstaklega á næstunni, en Spánn er klárt kominn undir smásjána!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2012 | 00:24
BRIC löndin setja Evrópu úrslitakosti!
Financial Times vakti athygli á mjög áhugaverðri yfirlísingu sameiginlegs fundar svokallaðra BRIC landa þ.e. Kína, Indland, Rússland, S-Afríka, Brasilía. Sá fundur fór fram þann 29/3. Og yfirlýsinguna má sjá:
Fourth BRICS Summit - Delhi Declaration
8. We recognize the importance of the global financial architecture in maintaining the stability and integrity of the global monetary and financial system. We therefore call for a more representative international financial architecture, with an increase in the voice and representation of developing countries and the establishment and improvement of a just international monetary system that can serve the interests of all countries and support the development of emerging and developing economies. Moreover, these economies having experienced broad-based growth are now significant contributors to global recovery.
9. We are however concerned at the slow pace of quota and governance reforms in the IMF. We see an urgent need to implement, as agreed, the 2010 Governance and Quota Reform before the 2012 IMF/World Bank Annual Meeting, as well as the comprehensive review of the quota formula to better reflect economic weights and enhance the voice and representation of emerging market and developing countries by January 2013, followed by the completion of the next general quota review by January 2014. This dynamic process of reform is necessary to ensure the legitimacy and effectiveness of the Fund. We stress that the ongoing effort to increase the lending capacity of the IMF will only be successful if there is confidence that the entire membership of the institution is truly committed to implement the 2010 Reform faithfully. We will work with the international community to ensure that sufficient resources can be mobilized to the IMF in a timely manner as the Fund continues its transition to improve governance and legitimacy. We reiterate our support for measures to protect the voice and representation of the IMF's poorest members.
Ég er búinn að nefna þetta í nokkur skipti áður - en eins og það fornkveðna segir "eins dauði er annrs brauð" þá hefur mér virst algerlega augljóst, að BRIC löndin ætli sér að notfæra sér krýsuna á evrusvæðinu.
Að þau ætli sér að notfæra sér það með algerlega sögulega klassískum hætti, að þegar aðili sem áður var öflugur er allt í einu veikur fyrir - - að reita af þeim aðila fjaðrirnar.
Þetta sníst náttúrulega um völd innan stofnana heimsins - i þessu tilviki AGS.
En kvótakerfið sem nefnt er að ofan, ræður atkvæðavægi milli aðildarríkja AGS.
Evrópa hefur fram að þessu ráðið að mestu yfir AGS, í krafti þess að hafa sameiginlega flest atkvæði einstakra aðila eða svæða.
Þannig, að þ.e. gersamlega ljóst að þegar BRIC löndin kalla eftir endurskoðun á kvótafyrirkomulaginu innan AGS þannig að það betur samsvari raunverulegu vægi ríkja.
Þá eru þau að kalla eftir þvi, að Evrópa gefi að verulegu leiti eftir þau völd sem hún hefur fram að þessu haft innan AGS - í reynd afsali sér yfirráðum yfir AGS.
Þetta er auðvitað bitur eftirgjöf af hálfu Evrópu, eftirgjöf sem engin ástæða er til að gangi nokkru sinni til baka - - en ljóst er að BRIC löndin ætla sér að beita Evrópu ítrasta þrýstingi.
Þetta sést á rauðlitaða textanum sem ég skil hreinlega sem úrslitakosti eða "ultimatum" þ.e. - að Evrópa er að biðja AGS um peninga, um það að stækka sjóð AGS, svo meira fé sé til staðar til að aðstoða Evrópu; en BRIC löndin segja klárt í rauða textanum, að sá peningur fáist ekki nema Evrópa gefi eftir völd sín innan AGS.
- Þá er spurningin hversu "desperat" í þann pening Evrópa er?
- Hvort Frakkland sem enn hefur fleiri atkvæði innan AGS en Kína eða Indland sé til í að gefa þessi áhrif eftir? Eða Spánn, eða Ítalía, eða Þýskaland.
Sjá atkvæðavægi innan AGS, berið saman Indland og Kína, við vægi einstakra Evrópulanda, einnig vægi Brasilíu, S-Afríku og Rússlands:
IMF Members' Quotas and Voting Power, and IMF Board of Governors
Niðurstaða
Það er að koma að því sem ég er búinn að nefna um nokkurt skeið, að Evrópa stendur nú frammi fyrir þeim afarkosti að verða að velja milli þess, að fá aukna fjárhagslega aðstoð frá AGS - sem Evrópa sækist eftir. Eða, að halda núverandi valdastöðu innan AGS.
En ljóst er að í augum BRIC landanna, er krýsan á evrusvæði tækifæri til að ná fram þeim auknu áhrifum innan AGS, sem þau hafa lengi verið að sækjast eftir.
Ljóst er af yfirlísingu BRIC landa frá fundinum í Nýju Dehli, að BRIC löndin virkilega ætla sér að beita Evrópu þrístingi.
En ég get ekki skilið þá yfirlísingu öðruvísi en að hún sé "útslitakostir" þ.e. annaðhvort eða.
Ólíklegt sýnist mér að BRIC löndin láti peninga af hendi, nema að þau fái sitt fram - og þá verða ríkisstjórnir stærstu aðildarlanda Evrusvæðis að ákveða sig.
En spurning hvort þau eru til í að fá þann pening því verði, að glata áhrifastöðu sinni innan AGS með varanlegum hætti?
Eða, hvort þau velji frekar að hafna tilboðinu - en þá er ljóst að ekki verður af stækkun sjóða AGS.
Þá er úr vöndu að ráða, því ljóst er að Evrópa sjálf getur ekki bjargað Spáni eða Ítalíu, með fjárframlögum.
Eina leiðin til þess er peningaprentun Seðlabanka Evrópu þ.e. að prenta peninga til að lána þeim.
Til þess þyrfti þó breytingu á sáttmála ESB um Seðlabanka Evrópu, sem bannar honum að lána beint til einstakra aðildarríkja.
Mig grunar að það stefni í mjög áhugavert ár, en ljóst virðist að útlitið fyrir Spán fer hratt versnandi, og menn eru virkilega farnir að spá Spáni inn í gjörgæslu fyrir lok árs, þ.e. óháðir aðilar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2012 | 00:08
Betra fyrir Framsóknarflokkinn, að umbera það að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá fari fram!
Ég tek fram, að eftir að hafa skoðað nokkrar umsagnir um drögin að Stjórnarskrá, virðist ljóst að það kemur alls ekki til greina að þau drög verði samþykkt sem ný Stjórnarskrá, án verulegra breytinga.
Sjá lista yfir umsagnir og athugasemdir: Öll erindi
Bendi sérstaklega á:
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands
- Ég held samt, að rétt sé að vilji ríkisstjórnarinnar um það að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þau drög, þ.s. almenningur verður einnig spurður um nokkur einstök atriði, fari fram.
- En líklega þarf að vinna þær spurningar betur, því líklega ekki tími til að halda þá atkvæðagreiðslu fyrr en nk. haust.
Núverandi hugmyndir að spurningum má sjá: Þingskjal 1019 636. mál..
Ég skora á fólk að lesa umsagnir - sérstaklega umsögn Mannréttindaskrifstofu - þó umkvartanir hennar séu fyrst og fremst lagatæknilegs eðlis, þá snúast þær samt um nægilega mikilvæg atriði að mínum dómi, að umkvartanir Mannréttindaskrifstofu séu einar sér næg ástæða til þess að óhugsandi sé að láta tillögu Sjórnlagaráðs ná fram að ganga, án umtalsverðra breytinga.
Ég hvet einnig fólk til að lesa umsögn Dr. Hauks Arnþórssonar, en hann kemur fram með marga mjög íhugunarverða punkta - og í reynd bendir hans umsögn til þess, að það þurfi í reynd að endursemja að verulegu leiti, það skjal sem fyrir liggur sem tillaga.
Hugsanlegar lausnir!
- Ég tel að við eigum að íhuga, að skipta Alþingi upp í tvær deildir á ný - með þeim hætti tel ég vera unnt að mæta þeirri kröfu að auka vægi höfuðborgarsvæðisins annars vegar, og hins vegar á sama tíma taka á þeim vanda að auki sem Dr. Haukur bendir á um stöðu landsbyggðarinnar sem þurfi sérstaka vernd.
- En einfaldast væri að hafa þetta svo, að "Efri deild væri landskjörin" en "Neðri deild væri kjördæmakjörin" og þá að sama regla gildi og á Bandaríkjaþingi, að samþykki beggja deilda þurfi til að frumvarp að lögum, geti orðið að lögum.
- Þetta getur verið lausn á hinum óljósu ákvæðum í tillögu Stjórnlagaráðs, þ.s. virðist ætlast til að samtímis sé til staðar kjördæmaskipan og landskjör.
- Svo sé of lágur þröskuldur um þann rétt kjósenda, að krefjast þess að mál fari í þjóðaratkvæði. En alltof lágt sé að hann sé einungis 10%. Þá er það alveg rétt hjá Dr. Hauki, að netverjar myndu hrúga inn kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslur - - og það væri augljós ógn við þingræðisfyrirkomulagið.
- Ef við miðum við fj. kjósenda á Íslandi, nærri 228.000. Þá væri 10% um 23 þúsund, 15% um 34 þúsund, og 20% um 45 þúsund. Ef við skoðum "Nei" atkvæðagreiðslur Ólafs Ragnars Grímssonar, þá virðist 15% langt í frá of hátt hlutfall. En 20% næst í einu tilviki.
- Þröskuldurinn ræðst af því, hve mikil undantekning við viljum að slíkar þjóðaratkvæðagreiðslur séu, sem sagt - hversu mikil inngrip í þingræðið við viljum bjóða upp á með þeim hætti.
- Að mínum dómi væri 20% í hærri kantinum, en 15% nægilega hátt hlutfall til þess, að töluvert víðtæka óánægju kjósenda þurfi til og því umtalsvert víðtæka skýrskotun máls meðal kjósenda. Dægurþras mál nái síður fram, eða málefni tiltölulega fámenns þrýstihóps t.d.
- 20% væri samt ekki út úr kú, þ.e. eftir allt saman tókst í eitt skipti að ná svo mörgum eða fleirum. Það er þegar Svavars samningurinn var felldur. Að auki má rifja upp að gömul söfnun svokölluð "Varið Land" söfnun á 8. áratugnum, náði einnig upp fyrir þann múr. Svo ef út í þ.e. farið, dugar 20% sem öryggisventill. Á sama tíma, væru atkvæðagreiðslur sjaldgæfur atburður, því mikið þarf til að fá svo marga kjósendur til að skrifa undir lista.
- það væri samt mögulegt að ef mjög erfitt átakamál skekur samfélagið, að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er ef til vill þörfin fyrir "öryggisventil" uppfyllt nægilega.
- Ég tel að ákvæðið sem heimilar kjósendum að velja einstaklinga þvert á flokkslista, eigi að hverfa út.
- En það grefur undan stjórnmálaflokkum - sem reyndar virðist tilgangur þess, beinlínis. En ég samþykki athugasemd Dr. Hauks að veiking stjórnmálaflokka grafi undan þingræðinu. Það þarfnist sterkra stjórnmálaflokka.
- Að ef menn vilja ekki sterka stjórnmálaflokka þurfi annað grunnfyrirkomulag en þingræði - Dr. Haukur nefnir ekki hvað það ætti að vera, en þ.e. í reynd augljóst - Forsetaræði.
- Ef við viljum halda í þingræði, er óheppilegt að kjósendur geti valið einstaklinga þvert á flokkslista.
- Ef við tökum upp forsetaræði í staðinn, væri það í lagi jafnvel meira en í lagi.
Þetta voru bara nokkur atriði - en gallinn við drögin er ekki síst hve knappur tími var til að semja þau annars vegar og hins vegar að hópurinn sem samdi þau skildi ekki hafa innihaldið sérfræðinga um stjórnlög - en það hefði verið í lagi að hafa leikmenn með, en sérfræðingar eru nauðsynlegir til þess að lagatæknileg atriði séu í lagi.
En það eru þau því miður ekki! Nefnd eru nokkur dæmi um það í umsögn Mannréttindaskrifstofu, en flr. dæmi má finna í þeim hlutum sem lúta ekki beint að mannréttindaákvæðum.
Það er ekki um annað að ræða, en að standa stíft gegn kröfum þess efnis, að drögin fari í gegn óbreytt - eins og fj. fólks er líklegur til að leggja fram kröfu um.
Niðurstaða
Framsóknarflokkurinn þarf að gæta þess að hann hafi sérstöðu, ímynd sem sé hans eigin. Nægilega fjarlægð frá öðrum flokkum, til að vera skýr valkostur. Ímynd sem sé nægilega markviss og skýr.
Hluti af því að vera miðjuflokkur, er að taka tillit til sjónarmiða bæði vinstra megin við miðju sem og hægra megin.
En þ.e. nauðsynlegt að gæta nokkurn veginn jafnræðis þarna á milli, ef á að vera trúverðugleiki að baki þeirri ímynd, að Framsóknarflokkurinn sé fyrir miðju ísl. stjórnmála.
Framsóknarmenn eiga að vera stoltir af þeirri gömlu ímynd að enginn viti hvar hann hefur flokkinn, hann horfi jafnt til hægri sem vinstri - þ.e. ekki síst sem þáttur í því að viðhalda slíkri ímynd.
Sem ég legg til að Framsóknarflokkurinn umberi það, að tillaga ríkisstjórnarflokkana um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu nái fram að ganga.
Þannig sker hann sig með skýrum hætti frá stefnu Sjálfstæðisflokksins svo dæmi sé nefnt, en með því að krefjast þess að verulegar breytingar eigi sér síðan stað á drögunum, þá einnig viðhaldi hann fjarlægð frá afstöðu ríkisstjórnarflokkanna.
Að sjálfsögðu eigi flokkurinn þá að vinna vel ígrundaðar tillögur um þær breytingar.
Þessi stefna geti stutt við ímynd af því tagi að flokkurinn sé málefnalegur hófsamur flokkur. Ímynd sem rýmar við þá klassísku ímynd sem flokkurinn hafði a.m.k. í tíð Steingríms Hermannssonar, en mörgum finnst hafa dalað í tíð Hallldórs Ásgrímssonar.
Kv.
27.3.2012 | 23:25
Nokkrir þingmenn vilja að embætti forseta sé settar siðareglur!
Eftirfarandi þingmenn ríkisstjórnarflokkanna; Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Atli Gíslason,
Valgerður Bjarnadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þráinn Bertelsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson - sem seint geta talist til vina eða aðdáanda núverandi forseta, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þ.s. lagt er til þess að embætti Forsætisráðherra að það embætti beiti sér fyrir setningu siðaregla fyrir embætti Forseta, þó talað sé um það sé gert í samvinnu við embætti Forseta.
Sjá þingsályktunartillögu: 140. löggjafarþing 20112012. Þingskjal 1055 659. mál.
- Ég tel að embætti Forsætisráðherra sé ekki bært til þess, að hafa slik afskipti af embætti Forseta.
- En embættin tvö verða að teljast stjórnskipunarlega a.m.k. þannig, að embætti Forsætisráðherra sé ekki skör hærra. Ef e-h er, þá virðist af lestri Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands embætti Forseta í reynd vera, stjórnskipunarlega séð - skör hærra.
- En Alþingi sem slíkt - það geti haft slík afskipti.
- En Alþingi hefur löggjafarvaldið og getur því sett í lög siðareglur fyrir embætti Forseta.
- En þó aðeins þannig, að það séu siðareglur en ekki tilraun til að endurskrifa eða endurtúlka ákvæði Stjórnarskrár sem gefa Forseta tiltekið vald, eða túlka með takmarkandi hætti hvað þau ákvæði merkja eða þíða.
- Slíkt getur einungis verið gert með breytingu á Stjórnarsrká Lýðveldisins.
Ef á að fara í slíka vinnu, væri best að það sé gert af samflokks nefnd, sem væri þannig þverpólitísk.
Það á ekki að gera slíka vinnu pólitíska.
Eðlilega gildir um slíka lagasetningu, að Forseti hefur sinn rétt til að vísa málinu til þjóðar.
Þjóðin sé sá aðili sem hafi hið endanlega vald yfir embætti Forseta og auðvitað Alþingi einnig.
Niðurstaða
Það má vel vera að ástæða sé til að setja siðareglur á embætti forseta, varðandi kostaðar ferðir - móttöku gjafa - samskipti við fyrirtæki, og þess háttar. En ef hvetja á til að farið sé í slíka vinnu, væri öldungis óeðlilegt að embætti Forseta eða Stjórnarráðið sem slíkt, myndi vinna þetta eins og hverja aðra lagasetningu á vegum Stjórnarráðsins. Enda embætti Forseta með engum hætti undir Stjórnarráðinu.
En Þetta væri vel mögulegt á vegum Alþingis sjálfs, þ.e. þingmannanefndar.
En þ.s. þetta er embætti Forseta, væri mjög óheppilegt að framkvæma slíkt með öðrum hætti, en þeim að málið væri unnið af samflokksnefnd þá í fullri samvinnu við embætti Forseta.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á sl. ári skv. "Central Statistics Office" þ.e. Hagstofu Írlands, þá hækkaði "Gross Domestic Product" um 0,7% en "Gross National Product" lækkaði um 2,5%. Sjá einnig "Quarterly National Accounts."
Sjá einnig: Economy grew by 0.7% in 2011
Og einnig: Ireland dutifully gulped down the nasty medicine but is still in pain
- Atvinnuleysi er 14,4% skv. tölum frá febrúar 2012.
- Mældur vöxtur sl. árs virðist einkum hafa verið borin uppi af aukningu í útflutningi, en áhuga vekur að hann dregst saman um rúmt prósent á 4. ársfjórðungi 2011.
- Ríkisstjórn Írlands hefur í allt skorið niður útgjöld um, 16,6% af þjóðarframleiðslu síðan 2009. Sem er mjög mikið, eða töluvert meir en sú gríska hefur skorið niður per þjóðarframleiðslu, eða 8%.
- Ríkið hefur lækkað laun ríkisstarfsmanna um 23%, þar af embættismanna um 9%.
- Almennt verðlag virðist hafa lækkað frá 2009 um cirka 4%.
- Tapaður hagvöxtur virðist vera upp á cirka 17%, fram að 2011 frá upphafi kreppu.
- En írska ríkið virðist þó enn hafa hallarekstur í kringum 10%, þrátt fyrir hinn ótrúlega niðurskurð.
Sem setur upp áhugaverðu spurningu, um skilvirkni niðurskurðarleiðar út úr vandræðum, en klárt er af þessum tölum, að enn þarf að skera niður.
CSO birtir bæði tölur yfir GDP og GNP, sem á íslensku myndi kallar, heildar þjóðarframleiðsla vs. heildar þjóðartekjur.
Áhugavert að skoða þetta hlið við hlið:
Þjóðarframleiðsla 2011 - þjóðartekjur 2011.
Q1........1,1%....................-3,8%
Q2........1,1%......................0,7%
Q3.......-1,1%....................-1,9%
Q4.......-0,2%....................-2,2%
"Industry (excluding Building and Construction) grew by 4.5 per cent while Agriculture, Forestry and Fishing increased by 2.0 per cent between 2010 and 2011. However, the remaining sectors of the economy registered declines during 2011. The greatest declines were experienced by Building and Construction (-13.5%) and Public Administration and Defence (-3.3%). Other Services (-2.1%) and
Distribution, Transport and Communications (-1.6%) also registered annual declines between 2010 and 2011."
Sjá hér tölur yfir viðskiptajöfnuð Írlands: Balance of International Payments
Miðað við þessar tölur er Írland aftur komið í kreppu, þ.e. skv. reglum Seðlabanka Evrópu telst það vera kreppa, ef hagkerfi er í niðursveiflu 2 ársfjórðunga í röð.
Enn er hallinn á írska ríkinu langt fyrir ofan viðmið þau sem Evrópusambandið sættir sig við, svo enn mun írska ríkisstjórnin þurfa að skera af.
- Enn er stöðugur samdráttur í neyslu.
- Skv. fréttum hefur húsnæðisverð hrunið saman um 17,8% frá áramótum til febrúar, þ.e. í janúar: Residential property prices fall at faster rate
- Þetta mun líklega framkalla enn frekari samdrátt í neyslu.
- Enn er atvinnuleysi í aukningu. Ekki orðið nein minnkun.
Sem sagt, þó svo að það hafi mælst hagvöxtur fyrri helming sl. árs, þá fann almenningur ekki fyrir því, og miðað við framvinduna mun lífskjörum halda áfram að hnigna.
Þetta er vart nægilega góð framvinda, til þess að líkur séu til þess að írska ríkið geti forðast það, að þurfa að fá annan björgunarpakka - þ.e. "björgun 2."
En skv. núverandi áætlunum, á Írland að geta fjármagnað sig sjálft á mörkuðum á nk. ári.
En miðað við dýpkandi kreppu í Evrópu, þá virðast horfur þessa árs ekki vera bjartar - líkur á annaðhvort nær kyrrstöðu efnahagslega séð eða samdrætti, minni líkur en í fyrra á hagvexti.
Útflutningshagnaður sl. var sára lítill - sem vart er nóg til að standa undir erlendri skuldastöðu.
Versnandi efnahagsástand í Evrópu, dregur frekar en hitt úr útflutningstækifærum.
Svo mér sýnist flest benda til þess að Írland fái "Björgun 2" einhverntíma í haust 2012.
Niðurstaða
Það er áhugavert að skoða stöðu Írlands. Því á Írlandi var beitt þeim meðölum og það af krafti, sem Þýskaland og Framkvæmdastjórnin mæla með, sem leið aðildarlanda evrusvæðis í vanda - út úr vandræðum. Á að sögn þeirra er mæla með þeirri leið, að skila þeim ríkjum aftur til baka til öruggs hagvaxtar og út úr skuldakreppu.
En aðeins ef fyrirmælum er fylgt.
Þ.e. einmitt þ.s. Írland hefur gert.
En samt verður ekki séð annað en það, að Írland sé enn í ósjálfbærum skuldavanda.
Ekki virðist heldur útlitið fyrir hagvöxt vera bjart.
Sem setur upp þá spurningu, hvernig löndum eins og Spáni sem þegar er með nærri 23% atvinnuleysi, á að farnast ef beitt er svipuðum meðölum?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2012 | 14:31
Ríkisstjórn Spánar settur stóllinn fyrir dyrnar af Framkvæmdastjórn ESB!
Ollie Rehn Framkvæmdastjóri efnahagsmála innan Framkvæmdastjórnar ESB, hefur nú gefið ríkisstjórn Spánar skipun, um að standa við upphaflegt viðmið um halla á ríkissjóði Spánar þetta úr, það markmið sem gefið var út á sl. ári af þáverandi ríkisstjórn Spánar.
En síðan það viðmið var gefið út - hafa áætlanir um efnahagslega framvindu Spánar, hætt að miða við hagvöxt og í dag er Spánn í kreppu - mjög klárt, og þar af kreppu sem fer versnandi.
Að auki, hefur hallinn á ríkissjóði reynst til muna meiri en áður var áætlað af fyrri ríkisstjón - atriði sem kemur manni kunnuglega fyrir sjónir, en þetta ítrekað hefur gerst hjá grikkjum.
Þannig, að sá niðurskurður sem ríkisstjórn Spánar þarf þá að framkvæma á þessu ári, er þá algerlega á "drakonískum" skala! Það í ástandi kreppu.
Rehn tells Spain: Stick to deficit targets
"The European Union's top economic official said the recent sharp rise in Spanish borrowing costs was the result of perceptions Madrid was seeking to wiggle out of tough deficit-shrinking targets and called for the Spanish government to push through more austerity measures." - "Ollie Rehn, the EU commissioner for economic and monetary affairs...said Madrid would only regain market confidence by sticking to EU-mandated deficit targets, which require the Spanish to cute it's deficit to 3% of economic output by next year." - "Last year's deficit was 8,5%, meaning Madrid must make some of the deepest cuts of nay eurozone country outside Greece." - "Jitters over the Spanish economy sent borrowin rates on benchmark 10 year bond above 5,5% last week for the first time in more than two months, and they have been trading above Italian rates for the first time since last summer. On Friday, Spanish bonds rallied slightly, ending the week at just 5,4%.
Fyrri ríkisstjórn Spánar hafði samþykkt að viðmið um halla yrði 4,4% fyrir þetta ár. Framkæmdastjórn ESB hafði samþykkt það viðmið, og það fyrirheit að hallinn v. árslok 2013 yrði 3%.
Nýlega lýsti Rajoy forsætisráðherra því yfir, að hann ætlaði að stefna að 5,8% halla þetta ár.
Síðan á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisríkja, var ríkisstjórn hans beðin af fjármálaráðherrunum, að miða við 5,3%.
En orð Ollie Rehn, verða vart skilinn með öðrum hætti en þeim, að það sé afstaða Framkvæmdastjórnarinnar, að Spánn eigi að halda sig við hið fyrra samþykkta viðmið 4,4%.
Vandinn er að til þess að ná því, þarf að flestum líkindum að skera niður töluvert meira en 4,1% því halli þessa árs stefnir í rúm 10% vegna einmitt þess að tekjur spánska ríkisins eru í hnignun vegna efnahagssamdráttarins á Spáni.
Að auki þarf að sjá fyrir samdráttaráhrif sjálfs niðurskurðarins, þannig að við erum að tala um niðurskurð ath. á einungis 8-9 mánuðum sem nálgast kannski 7-8% af þjóðarframleiðslu.
Það er í reynd þá, að Spánn afreiði á vel innan við ári, sambærilegann niðurskurð og Grikkland hefur gert á 3 árum. Þetta er ekkert minna en bilun.
Fyrir þá sem halda að Grikkir hafi verið slugsar í niðurskurði - þá hefur niðurskurður gríska ríkisins verið 8% af þjóðarframleiðlu, tímabilið fram að áramótum sl.
Það sem em er áhugavert, er að þrátt fyrir svo mikinn niðurskurð, hélt halli gríska ríkisins alltaf áfram að vera á bilinu 8-10%, því hagkerfinu og þannig tekjum gríska ríkisins hnignaði svo hratt, að gríska ríkið gat ekki náð í skottið á sjálfu sér.
Slíkur últragrimmur niðurskurður á svo stuttum tíma á Spáni, verður ekki gerður nema með afskaplega grimmum aðgerðum - þ.s. heilu stofnanirnar eru niðurlagðar tafarlaust.
Örugglega þarf að skera verulega niður eftirlaunagreiðslur til fyrrum ríkisstarfsmanna.
En að auki verður að muna, að spænska ríkið er búið að afsala sér svo miklu yfir til svæðisstjórna, þ.e. spænska ríkið er ekki lengur með skólamál, né heilbrigðismál, og svæðisstjórnir borga atvinnuleysisbætur og bætur til þeirra sem minna mega sín.
En ríkið hefur þá fyrst og fremst launakostnað ráðuneyta og stofnana - og kostnað af eftirlaunum ríkisstarfsmanna liður sem þá væntanlega þarf einnig að skera niður, og þ.s. spænska ríkið í reynd er orðið mun minna sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, er um að ræða þar með gríðarlega hátt hlutfall sem ríkið myndi þurfa að skera niður, af sínum útgjöldum.
Eiginlega svo að ríkið yrði vart svipur hjá sjón á eftir.
Annað áhugavert er hvernig Rajoy nálgaðist það er hann tilkynnti, að hann ætlaði að skera minna niður í ár - en hann kallaði það "sjálfstæðis ákvörðun" eða "sovereign decision" eins og stóð í FT.
Og, hann tilkynnti þetta sama dag, og hann undirritaði "Sáttmálann um Jafnvægi" sem Angela Merkel og Nicolas Sarkozy hafa verið að halda á lofti. Þ.e. fyrst skrifaði hann undir, svo hélt hann blaðamannafund seinna sama dag, þ.s. hann tilkynnti þessa sjálstæðu ákvörðun sína.
Dálítið stuðandi reyndar - hlýtur af hafa lyft brúnum í París og Berlín.
Enn liggja ekki fyrir nein viðbrögð Rajoy við ummælum Ollie Rehn.
En lagaformlega ber ríkisstjórnum evrusvæðis að hlíða slíkum tilmælum - þó aðeins ef þau eru sett fram með formlegum hætti. En um það eru tilteknar reglur.
Þá fær ríkisstjórn andmælarétt og að auki eru frestir bæði til andmæla og til að bregðast við, ef Framkvæmdastjórnin heimtar sitt.
Þetta ferli getur tekið nokkurn tíma.
En Framkvæmdastjórnin getur síðan beitt sektum, um daginn var hún að tilkynna um sektir til ríkisstjórnar ungverjalands.
Síðan ef sektir væru ekki greiddar, en Framkvæmdastjórnin hefur engan her, þ.e. ekki heldur hægt eins og er mögulegt innan EES, að afnema tímabundið hluta af innri markaðinum gagnvart Spáni, né er unnt að reka Spán úr ESB eða evrunni, en í fræðilega versta tiltelli er ítrasta úrræði að svipta aðildarríki atkvæðisrétti sínum tímabundið innan stofnana ESB.
Enn er þó ekki ljóst hvort Ollie Rehn ætlar að gefa formlega skipun til Spánar - en vart myndi hann segja þetta, ef hann ætlar ekki að senda út slíka skipun.
Og síðan, verður það áhugavert að sjá, hvernig Mariano Rajoy bregst við - en hann orðaði þetta svo sterkt, þ.e. sjálfstæð ákvörðun og að auki, hélt því fram að í ljóso versnandi efnahagsaðstæðna í landinu, væri fyrra markmiðið um 4,4% halla óframkvæmanlegt.
En eitt hefur Ollie Rehn klárt rangt fyrir sér, þegar markaðsverð á spænskum ríkisbréfum lækkaði í sl. viku, þá var það vegna frétta sem benda til þess sterklega, að evrusvæði sem heild sé sannarlega í kreppu fyrstu 3 mánuði ársins.
Að skera svo útltra hratt, myndi ekki auka traust á Spáni, þvert á móti að með því að leiða spænska hagkerfið fram af hengifluginu, myndu fjárfestar flýgja Spán unnvörpum eins og Grikkland hefur verið yfirgefið.
Niðurstaða
Ollie Rehn segir við Mariano Rajoy að standa við 4,4% viðmiðið, þó svo að hallinn á spænska ríkinu hafi reynst vera mun hærri eða 8,5% v. sl. áramót en áður var talið, og að auki hann stefni hraðbyri vel yfir 10% ef ekki verður neitt gert.
Þannig að Rajoy í reynd lofaði mjög hörðum niðurskurðar aðgerðum, þegar hann tilkynnti um 5,8% markmið - að auki lofaði að standa við það að ná 3% undir lok næsta árs.
Reyndar eru þær það harkalegar, að þær munu auka verulega við kreppuna á Spáni.
Það er vart hægt að saka Rajoy um að vera að slaka á klónni - - einungis í fílabeinsturninum í Brussel, getur það virst vera svo.
Einhvern veginn, virðist það lærdómur kommisaranna í Brussel alltaf vera sá, að ef dæmið virkaði ekki - þá þurfi að gera meira af því sama, þá virki það örugglega.
En eins og oft er í dag haft eftir Einstein - þá er það tegund af geðbilun að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, og vænta annarrar niðurstöðu.
-------------------------
En vandinn er sá, að einmitt efnahagssamdrátturinn gerir þetta svo erfitt fyrir spænsk stjv. - raunhæfara væri að Spánn einbeitti sér að aðgerðum til að stuðla að hagvexti, þá að þeim hluta aðgerða sem stuðla að aukinni skilvirkni í efnahagslífiinu á Spáni.
En að hallinn væri tekinn af á lengri tíma - þ.e. minna skorið jafnvel en Rajoy leggur til á þessu ári.
En málið er að um leið og hagvöxtur snír til baka, þá fara tekjur spænska ríkisins aftur að aukast, og þá er svo mikið auðveldara að skera af þ.s. upp á vantar.
En menn ganga fyrir þeirri kenningu að því er virðist í Brussel, að ekki sé unnt að treysta pólitíkusum - þeir verði að hafa bjargbrúnina við hliðina á sér, annars geri þeir ekki neitt.
Það sé því um að gera, einmitt er Spánn er á brún hengiflugsins, að þvinga Rajoy til að gera sem mest. Alveg eins og Grikkland hefur verið þvingað.
En Spánn er ekki Grikkland, það má alveg treysta Spáni til að fylgja markmiðum sem eru ekki svo svakaleg, að hagkerfið hlýtir í ferlinu að sigla beint inn í "depression."
En ég sé ekki að ef Spánn verður þvingaður, til að skera svo hratt niður, annað en að þá muni Spánn endurtaka nokkurn veginn grísku veikina - þ.e. efnahagslega bráðnun.
Þá vegna þess hve hratt degst saman í hagkerfinu, þá minnkar ekki hallinn á ríkinu eða minnkar mun minna en reiknað var með, og þ.s. verra er skuldir ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hækka stöðugt.
En eftir allt saman lækka þær ekki á móti þegar landsframleiðslan dregst saman, svo þá í reynd hækka þær stöðugt sem hlutfall af henni.
Með þessari aðferð er vel unnt að sigla Spáni í gjaldþrot.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2012 | 11:53
Það voru mistök að taka AGS lánin!
Þvert ofan í það sem haldið hefur verið fram, þá virðist AGS pakkinn grafa undan krónunni, og að auki þvert ofan í fullyrðingar - magnar hættu á fjármagnsflótta frá landinu. Meðal annars vegna þessa, hafa höftin nýverið verið hert. En það veldur ímiss konar viðbótar vandamálum, sem auka þann vanda sem síðar verður við að glíma, ef og þegar ný ríkisstjórn tekur þá stefnu að afnema höftin.
Hvað áttum við að gera í staðinn?
Setja á viðskiptahöft í stað þess að fara í þessar lántökur. Ef það hefði verið gert í des. 2008, værum við í dag komin með mörg hundruð ma.kr. að andvirði eignarsjóð, sem við hefðum vaxtatekjur af, í stað vaxtagjalda.
Þá litu mál allt öðruvísi út, því þveröfugt við "sjóð í skuld" þá eykur eignarsjóður smám saman traust á landinu, því meir sem hann stækkar.
Því stærri - því minni hefði hættan á fjármagnsútstreymi við losun hafta orðið fyrir rest.
- Það má hugsa sér það viðmið, að safna 200ma.kr. að andvirði í gjaldeyri í sjóð per ár.
- Þá tekur það 5 ár að safna 1.000ma.kr. eignasjóði.
Sem alveg örugglega hefði verið nóg. Eða einu ári skemur, að safna 800ma.kr. sjóði.
Af hverju minnkar AGS skuldin traust?
Einfaldlega vegna þess, að hún dregur úr trúverðugleika þess í augum fjárfesta, að Ísland sé fært um að standa við erlendar gjaldeyrisskuldir - sem eru í dag verulegar fyrir utan AGS pakkann. Þó er sá stór þáttur í þeim heildarskuldum.
En því hærri sem erlendar gjaldeyrisskuldir, því harðar þurfum við íslendingar að beita okkur, til að greiða þær niður.
En gjaldeyrisskuldir valda beinni lífskjaralækkun, því ekki er unnt að greiða þær niður nema með því að krónan sé nægilega lág, svo að innflutningur sé nægilega lítill, til þess að nægielga stór viðskiptaafgangur myndist, til þess að unnt sé að standa við greiðslur.
- Því hærri sem þessar skuldir eru, því minna er traustið á krónunni.
- Því minna er traustið á landinu okkar.
Með töku AGS lánapakkans, var það því tryggt að gengi krónunnar og þar með lífskjör landsmanna, væru lægri en ella og það allt það tímabil er það tekur að greiða þau niður.
Sjá yfirlit AGS um kostnað: IMF Staff Report Iceland Fourth Review
Real economy (Bls. 32-35)
Vera má að endurgreiðslur af AGS lánum hafi lækkað nokkuð vegna þess, að ríkisstjórnin nýverið skilaði til baka, hluta af því fé sem hafði verið tekið að láni.
- Neðangreint, eru útreikningar AGS frá 4. Áfangaskýrslu AGS.
......................................2010.........2011........2012.........2013..........2014........2015
Nominal GDP (bln ISK)........1551.4.....1628.2......1726.2......1820.2......1934.2.....2052.7
Extraordinary financing........51.3.........11.5.........-3.1..........-3.9..........-3.0..........-3.2
Kostnaður við greiðslur af AGS láni.......................51,8.ma....71.ma........58,03.........65,7ma.kr
- Í dag er talað um að þetta kosti milli 30-40ma.kr. árlega, sem getur verið rétt miðað við að hluta af fénu hafi verið skilað!
Nýleg herðing hafta býr til ný vandamál!
Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.
"2. gr.: Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c."
Yngvi Arnar Kristinsson útskýrir vandamálið: "Í kjölfar þessara breytinga mun núverandi forði aflandskróna stækka töluvert. Innlendar eignir þrotabúa eða kröfuhafa þeirra hækka skarpt á næstu misserum og gæti fjáhæð þessara "nýju" aflandskróna numið 500-700ma.kr."
"Að mati Yngva eru margar leiðir færar til þess að setja aflandskrónurnar í endurgreiðsluferli, til að mynda með því að gefa út skuldabréf eða halda uppboð á hverju ári. Með slíku ferli þyrfti afnám hafta ekki endilega að taka mjög langan tíma - jafnvel aðeins þrjá mánuði."
Þetta kemur fram í Morgunablaðinu föstudag 23/3 - sjá bls. 18.
Þetta er alveg rétt hjá honum - að með þessari breytingu verði aflétting hafta erfiðari!
- En vegna þess að nú fá ekki erlendir aðilar sem innlendir aðilar skulda, sjálfkrafa það fé sem þeim er greitt sent út úr landinu - jafnharðan.
- Þá safnast upp það fé sem þeir eiga inni, héðan í frá í hvert sinn þegar er gjalddagi á þeirri skuld sem þeir eiga.
- Svo eins og hagfræðingurinn góði segir, stækkar þá stöðugt það magn af peningum sem vilja mun út úr landinu, ef og þegar höft eru losuð.
- Sem í reynd, stækkar þá sveiflu jafmt og þétt sem mun verða á gengi krónunnar - ef og þegar höftin verða losuð.
- Mér finnst það vert íhugunar hjá hagfræðingnum sú hugmynd hans, að skuldbreyta þessu - þ.e. búa til skuldabréf. Búa til nýja skuld úr þessu fé. Þannig að það flæði þá ekki allt í einum hvelli út á sama tíma.
- Það er auðvitað óindis úrræði - en getur verið skárra en að láta það allt flæða úr í einu.
Það er nánast eins og að ríkisstjórnin vilji gera það að sannleik, þau orð sem hún hefur ítrekað haft uppi, um það að höftin verði aldrei losuð af krónunni.
En þetta gagnast eingöngu í takmarkaðann tíma, því ríkisstjórnin er í reynd ekki að verja lífskjör hér innanlands með þessari aðgerð - nema í mjög skammtíma skilningi.
Því þetta fé þarf að greiða fyrir rest, svo þá er ríkisstjórnin í reynd einungis að létta á málum til skamms tíma, meðan hún býrt til sífellt erfiðari vanda fyrir næstu ríkisstjórn.
En það mun enginn annar taka að sér að greiða þessa peninga fyrir okkur - ekki Seðlabanki Evrópu. Það eru draumórar að ECB muni taka þann kaleik af okkur.
Ekki mun heldur Seðlabanki Kanada gera slíkt fyrir okkur, ef við íhugum upptöku Kanada dollars. En í öllum tilvikum, verður ætlast til þess að skiptigengi krónu verði á raunvirði - sem auðvitað lækkar stöðugt því hærri veggur sem er hlaðinn upp fyrir framan.
- Ríkisstjórnin er stöðugt að búa til stærri vegg sem þiðir stærra tímabundið lífskjarahrun, þegar loks verður tekið á þessu.
- Eins og ég sagði, burtséð frá því hvort stendur til að taka upp annan gjaldmiðil eða halda áfram með krónuna - þarf að taka þennan vegg niður.
- Og enginn annar en við munum borga fyrir þá aðgerð!
Lækkun krónunnar á nýárinu er út af AGS lánapakkanum!
Eins og kemur fram að ofan í upplýsingum AGS, þá hefjast greiðslur í ár af AGS. Áhrifin af því eru það sterk, að þrátt fyrir góðann afla í ár þ.e. bestu loðnuveiði í mörg ár. Góðann afla almennt, sem eykur björg í bú. Þá er gengi krónu í lækkunarferli.
Í stað þess að sætta sig við það, að sú litla hækkun lífskjara er átti sér stað sl. ár, gangi þannig til baka.
Þá tekur ríkisstjórnin þá ákvörðun, að þess í stað búa til nýjan skafl - sjá lagabreytingu að ofan.
En þ.e. einungis skammtímaredding, eins og ég útskýrði að ofan, bjargar í reynd ekki þessum lífskjörum lengra fram litið.
Þessi aðgerð býr til ný vandamál fyrir næstu ríkisstjórn - sem fær þá þann kaleik að vinda ofan af þeirri vitleysu sem búið er að búa til.
En sú afvinding verður því sársaukafyllri því hærri sem skaflinn sem vinda þarf ofan af, verður orðinn.
Og auðvitað munu núverandi stjórnarflokkar ásaka hina nýju ríkisstjórn, fyrir þá tímabundnu lífskjararýrnun sem mun eiga sér stað, þegar sá skafl er tekinn niður.
En með því að koma hlutum í sjálfbært ástand - þá batna langtímahorfur!
Á hinn bóginn, er sennilega ekki nóg að taka einfaldlega höftin niður, en því miður verður sumt ekki tekið svo auðveldlega til baka, úr þessu er sennilega ekki um annað að ræða en að nota AGS peningana.
Og þá þarf að leysa þann vanda, að sú skuldaaukning dregur úr trausti á Íslandi, með því að framkalla nýja innkomu þ.e. í formi gjaldeyristekna.
Það verður sennilega ekki gert nema með því að fá af stað nýjar stóryðjuframkvæmdir.
En þá aukast framtíðagjaldeyristekjur landsins, sem eykur traust á landinu - sem þá dregur úr hættu á fjármagnsflótta.
Úr því sem komið er - er sennilega ekki um annað að ræða, en að taka eitt stykki risaframkvæmd eða tvo stykki.
Hitt að safna fé, hefði verið valkostur ef gert strax des 2008, þá í verstu krýsunni hefðum við komist upp með að setja á innflutningshöft - en ekki úr þessu!
Með því að hafa klúðrað losun hafta, hefur ríkisstjórnin og þar með VG, í reynd gulltryggt sýnist mér, að losun hafta verði ekki framkvæmd, nema í því samhengi að risaálframkvæmdir verði settar í gang.
Niðurstaða
Því miður er það að koma í kollinn á okkur, að hafa tekið að láni allt þetta fé frá AGS. En þ.e. ekki vafi á því, að krónan er að lækka á nýárinu vegna þess, að grreiðslur hefjast af AGS á þessu ári. Þá þarf að tryggja nægann gjaldeyrisafgang, svo að gjaldeyrissjóður landsmanna rýrni ekki við þær greiðslur. Og eins og sést hefur, þrátt fyrir góð aflabrögð - bestu loðnuvertíð um nokkurt árabil, þarf samt krónan að lækka.
En gengið í dag sníst nánast ekki um annað, en það að stýra því að til staðar sé nægur afgangur.
Auðvitað tala menn um "lélega krónu" því gengið er að lækka - en þeir sem segja þetta, láta alveg vera að útskýra hvað hefði þá í staðinn þurft að gera. Launalækkanir!
En þörfin fyrir afgang af heildarviðskiptum við útlönd er ekkert minni, þó annar gjaldmiðill ríki hérlendis.
Það sem breytist, er fyrst og fremst það hvaða form það tekur - hvernig afgangurinn er tryggður.
Ef ekki væri unnt að lækka laun, yrði að setja innflutningshöft. En viðbótar skuldsetning til að greiða fyrir halla, miðað við núverandi skuldsetningu landsins myndi ekki koma til greina.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er bráðabirgða niðurstaða MARKIT.COM sem birtir reglulega margvíslegar vísitölur og tölulegar kannanir, sem mikið er fylgst með. Í þetta sinn eru það bráðabyrgðatölur sem gefa vísbendingu um efnahagsframvindu á evrusvæði sl. 3 mánuði.
PMI eða "pöntunarstjóra vísitala" byggist á spurningum sem MARKIT sendir til pöntunarstjóra helstu fyrirtækja á evrusvæði, og bráðabyrgðaniðurstöður eru á grundvelli 85% svara, að sögn MARKIT.
Tölur yfir 50 þíða vöxt, tölur undir 50 þíða samdrátt, og 50 er kyrrstaða.
Ef PMI er undir 50 þá er samdráttur í pöntunum, sem er vísbending um samdrátt í starfsemi fyrirtækjanna á næstu vikum.
Eurozone slides back into recession as output falls at stronger rate in March
- Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 48.7 (49.3 in February). 3-month low.
- Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 48.7 (48.8 in February). 4-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI (3) at 47.7 (49.0 in February). 3-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 48.8 (50.3 in February). 3-month low
Fyrsta vísitalan er samsett úr PMI fyrir iðnframleiðslu og þjónustu, sem sagt meðaltal þeirra.
Skv. MARKIT samsvara tölur þeirra yfir tímabilið frá áramótum, milli 0,1-0,2% efnahagssamdrætti á evrusvæði sem heild.
Þannig, að ef evrusvæði er tekið sem heild, þá sé það komið í milda kreppu.
Auðvitað er þetta dálítið villandi, því enn er það svo, að sum löndin eru enn með hagvöxt á sama tíma og nokkur önnur eru í kreppu.
En þ.s. vekur ekki síst athygli, er að það virðist hægja á Þýskalandi í mars!
Slowest private sector expansion so far in 2012
- Germany Composite Output Index(1) at 51.4 (53.2 in February), 3-month low.
- Germany Services Activity Index(2) at 51.8 (52.8 in February), 4-month low.
- Germany Manufacturing PMI(3) at 48.1 (50.2 in February), 4-month low.
- Germany Manufacturing Output Index(4) at 50.5 (53.9 in February), 3-month low.
Nýjustu tölur sýna að pantanir hjá þýskum fyrirtækjum eru þær lélegustu síðan í desember.
Spurning hvort að kreppan á Spáni og á Ítalíu sé farin að skila sér til Þýskalands?
Skv. MARKIT eru tölur þeirra fyrir Þýskaland frá áramótum, í samræmi við mildan hagvöxt upp á 0,2%.
Svo hægir einnig á í Frakklandi!
French private sector output slides back into contraction in March
- France Composite Output Index(1) falls to 49.0 (50.2 in February), 4-month low
- France Services Activity Index(2) remains unchanged at 50.0
- France Manufacturing PMI(3) drops to 47.6 (50.0 in February), 4-month low
- France Manufacturing Output Index(4) declines to 47.0 (50.8 in February), 7-month low
Spurning hvort að Frakkland lendi aftur í því eins og á 3 fjórðungi sl. árs, að vera akkúrat í kyrrstöðu þ.e. hvorki samdráttur né beint mældur hagvöxtur. En minnkun nú kemur á móti mildri aukningu á undan.
MARKIT er ekki með nýjar tölur enn fyrir Spán og Ítalíu, en það verður áhugavert að sjá slíkar tölur, sem væntanlega koma út á næstu dögum.
- En tölurnar virðast staðfesta það að Þýskaland rétt svo sleppi við samdrátt.
- En Frakkland virðist rétt svo hanga á blábrúninni.
Spurning hvað gerist síðar á árinu, þegar reyna fer meir á samdráttaraðgerðir evr. stjórnvalda - m.a. viðbótar niðurskurð sem á að framkvæma í Þýskalandi, miklar viðbótar niðurskurðar aðgerðir á Spáni sem ekki eru enn komnar til framkvæmda. Ekki má gleyma Mario Monti sem er með harkalegan niðurskurð í gangi á Ítalíu, aðgerðir sem eru ekki enn farnar að bíta að ráði.
En ef ég ætti að þora að spá um það - þá ætti þetta rökrétt að þíða það að þetta ár verði nokkurn veginn endurtekning á sl. ári, þ.e. tiltölulega betri fyrri helmingur síðan mun slakari seinni helmingur.
Í fyrra var þó uppgangur í hagvexti á seinni helmingi - þannig að miðað við það, þ.s. núr er mild kreppa heilt yfir litið, þá myndi verri seinni helmingur þýða dýpkandi kreppu.
Niðurstaða
Kreppan á evrusvæði er rétt farin að hita upp. Ekki farin af stað fyrir alvöru. En Mario Monti ætlar að skera niður á Ítalíu ríkisútgjöld um rúmlega 3% af þjóðarframleiðslu beint ofan í efnahagssamdrátt. En þ.e. kettlingur við það sem Rajoy forsætisráðherra Spánar ætlar að gera, þ.e. rúml. 5% af þjóðarframleiðslu.
Ég óska sérstaklega Rajoy góðs gengis, en svo djúpur niðurskurður virðist á ystur mörkum þess framkvæmanlega, í hagkerfi sem þegar er með kringum 50% atvinnuleysi ungmenna, og nærri 23% almennt atvinnuleysi. Á erfitt með að sjá hvernig Spánn á að sleppa við gríska hagkerfishjöðnun - ef þessu verður hrint í framkvæmd, en fátt bendir til nokkurs annars.
Economic gloom puts dark cloud over Iberia
Svo má ekki gleyma því, að Holland er einnig í samdrætti, sem kemur sjálfagt einhverjum á óvart, og þar kom óvænt í ljós í þessum mánuði, að samdrátturinn hafði framkallað yfirskot í ríkishalla - svo allt í einu þarf hollenska ríkisstjórnin sem mikið hefur látið um skussana í S-Evrópu, að fara sjálf í það verk að skera meir niður.Höldum áfram að fylgjast með vanda evrusvæðis í fréttum!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2012 | 23:25
Kína herðir tökin á lögfræðingum!
Það virðist í gangi umtalsverð spenna undir kyrru og rólegu yfirborðinu í Kína. En í síðustu viku varð einn af helstu vonarstjörnum kommúnista flokksins í Kína undir í valdabaráttunni. Það er Bo Xilai, en tilkynnt var um að hann hefði látið af störfum sem yfirmaður flokksins í Chongqing héraði í sl. viku. En fram að þeim degi, var hann talinn einn af líklegri framtíðar valdamönnum innan Kína.
Þetta er víst fyrsta sinn síðan 1989 í tenglum við Tianamen torg drápin, að svo háttsettum einstakling er ítt til hliðar með svo áberandi hætti - en talið er að líklega sé hann í stofufangelsi, jafnvel ættingjar einnig.
Það er sem sagt bitist um völd, en það verða á næstunni kynslóðaskipti í æðsta ráði Kína þ.e. í haust á þessu ári, og má fastlega reikna með því að innanflokks átökin snúist um það, hverjir akkúrat munu skipa sætin í æðsta ráðinu næstu árin. Eða þangað til þeir munu einnig láta af völdum.
En það virðist í dag ríkja skipulag þ.s. æðstu menn ríkja í tiltekinn takmarkaðann tíma.
Fylkingar fá sína menn inn, en það geti verið breytileg hvaða fylking hefur hvaða embætti, og því hve mikil völd.
Þannig séð framför frá því, að það ríkti einn maður með alla þræði í sinni hendi.
Sumir telja að Bo Xilai hafi verið orðinn of vinsæll - talinn ógna jafnvæginu milli fylkinga, en hann lét á sér bera, kom reglulega fram í fjölmiðlum, gerði sér far um að verða þekktur meðal almennings.
Fylkingar hafi óttast að hann yrði of sjálfstæður - og liti ekki stjórn.
Ótinn um nýjann ofurforingja hafi skotið rótum.
Þetta veit maður náttúrulega ekki - en að fylgjast með Kína, valdabaráttu þar virðist líkjast svokallaðri "Kremlinologi" þ.s. leitast var að gíska á hvað væri raunverulega í gangi, út frá mjög lítilfjörlegum oft á tíðum vísbendingum.
Eitt sem getur verið vísbending um aukna spennu er áhugaverð breyting sem hefur verið framkvæmd:
China tightens grip on lawyers: "We promise to faithfully carry out the sacred mission of legal work under socialism with Chinese characteristics, to be loyal to the motherland, to be loyal to the people, to support the leadership of the Chinese Communist party."
Þetta er nýr eiðsstafur sem þeir sem vilja verða lögfræðingar í Kína, eða vilja endurnýja réttindi sín sem lögfræðingar; verða að sverja.
Það áhugaverða er, að áður var ekki krafist slíks eiðs um hollustu við flokkinn.
Þó það hafi í reynd verið þannig, að ólíklegt væri að nokkur fengi réttindi, sem ekki væri flokksbundinn.
Þrír möguleikar virðist mér til staðar, að í dag sé unnt að verða lögfræðingur í Kína án þess að vera meðlimur í flokknum.
Þannig að flokkurinn ætli sér að herða tökin á stéttinni.
Eða að til standi hjá flokknum að slaka á því að lögfræðingar séu félagar í flokknum, en þá á móti sé ákveðið að þörf sé á slíkum eiðsstaf.
Þriðji möguleikinn er auðvitað að það sé verið að herða tökin vegna þess, að það standa yfir leiðtogaskipti.
Pu Zhiqiang þekktur mannréttinda-lögfræðingur, telur þetta geta valdið lögfræðingum vanda, því þeir sem brjóta lög í Kína, séu ekki síst oft sjálfir á vegum flokksins - en spilling sé mjög útbreidd.
Spilltir yfirmenn, muni geta beitt þessu fyrir sig, til að koma í veg fyrir að lögfræðingar geti beitt sér til að aðstoða fólk, sem er að berjast fyrir því að leiðrétta misrétti sem það hefur verið beitt, af spilltum embættismönnum.
Pu Zhiqiang bendi einnig á, að eftirlit með smáskilaboða netsvæðum hafi verið hert.
Að auknu fé hafi verið varið á þessu ári til löggæslu og öryggisgæslu.
Skv. fjárlögum sé meira fé varið í lögregluna og innri öryggisgæslu, en til hersins.
Auðvitað getur þetta alltaf verið tímabundið ástand - vegna leiðtoga skiptanna framundan.
Niðurstaða
Fall Bo Xilai er víst mesta fall einstaklings innan raða kínv. kommúnistaflokksins síðan 1989. Þetta getur bent til þess, að spennan við leiðtogaskipti sem nú eru framundan í Kína, sé óvenju mikil. Hið minnsta mun meiri en hefur verið um nokkurt skeið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar