Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
31.8.2011 | 21:57
Af hverju eru kaup Huang Nubo minna hættuleg fyrir Ísland en margir óttast? Áhrifin af varnarsamningnum!
Ég bendi einnig á eldri umfjöllun: Á að heimila Huang Nubo að kaupa Grímsstaði á Fjöllum? En mest áberandi fjölmiðlaumfjöllunarefni á Íslandi þessa viku án nokkurs vafa eru hugsanleg kaup Huang Nubo, fyrrum áróðursmálaráðherra Kína en í seinni tíð - kaupsýslumaður; á Grímsstöðum á fjöllum.
Þetta er stærsta einstaka jörðin á Íslandi í einkaeigu, ríkið þarf þó að heimila söluna vegna þess að Huang Nubo er ekki þegn eins af meðlimaríkjum EES eða Evrópusambandsins.
Hver eru áhrif varnarsamningsins við Bandaríkin?
Fann þetta fína kort á netinu. Meira að segja litla Ísland er með!
Bandaríkin munu aldrei heimila að Ísland verði leppríki Kína!
Þetta snýst að sjálfsögðu um eigið hagsmunamat Bandaríkjanna!
- Ísland er ósökkvandi flugmóðurskip í miðju N-Atlantshafi, einnig er hægt að hafa hér stórar flotastöðvar eins og kom í ljós í seinni styrrjöld, að auki pláss fyrir verulegann fjölda herliðs - eins og Bandamenn í seinni styrrjöld einnig notfærðu sér, þegar hluti herliðs á leið til Normandý 1944, var safnað upp hér.
- Kínverskur hersafnaður, floti eða flugher; eða allt í senn. Væri á Íslandi mun nær ströndum Bandaríkjanna, en innan landamæra eða landhelgi Kína.
- Frá Íslandi er unnt að stöðva alla umferð skipa og flugvéla yfir N-Atlantshaf.
- Svo lengi sem Bandaríkin hafa einhverju hlutverki að gegna í vörnum Evrópu, eða hafa herstöðvar innan Evrópu - hefur það krýtískt mikilvægi fyrir Bandaríkin, að siglingar og loftferðir yfir N-Atlantshaf, geti átt sér stað án hindrunar.
- Bandaríkjamenn, myndu því alls ekki geta sætt sig við, að óvinveitt ríki þeim, setji upp herstöðvar á Íslandi, eða nái með öðrum hætti þannig tökum á Íslandi, að það hverfi af þeirra yfirráðasvæði.
En hefur Kína ekki allskostar við Bandaríkjamenn, vegna þess að þeir eiga svo mikið af bandarískum ríkisskuldabréfum, og bandarískum dollurum?
- Bandaríkin hafa miklu öflugara tangarhald á Kína, en Kína hefur á Bandaríkjunum.
- Til að skilja af hverju - þarf að skoða kortið að ofan!
- Bandaríkin eru enn þann dag í dag mesta flotaveldi heims. Þó svo Kína nái þeim ef til vill að efnahagsstyrk innan næstu 20 ára, þá mun það kosta Kínv. gríðarlegar peningaupphæðir að byggja upp sambærilegt flotaveldi. Ekki hrist fram úr erminni á stuttum tíma.
- Kína fær megnið af sinni olíu frá Persaflóa.
- Til að komast til Kína, þurfa olíuskipin að sigla í gegnum hin þröngu sund við og milli eyja Indónesíu eyjaklasans.
- Indónesía er bandalagsríki Bandaríkjanna.
- Ef Bandaríkin kjósa að stöðva siglingar á olíu til Kína - þá mun hagkerfi Kína nema staðar í síðasta lagi innan nokkurra mánaða, jafnvel nokkurra vikna. Fer eftir umfangi strategískra byrgða.
- Bandaríkin geta sem sagt, slökkt á hagkerfi Kína - hvenær sem er!
- Þetta er miklu mun öflugari hótun - en Kína getur beitt Bandaríkin, þegar við erum að tala um efnahagssviðið.
Að auki, er ekki endilega svo slæmt fyrir Bandaríkin ef dollarinn væri verðfelldur - vegna þess að þá myndi viðskiptahallinn hverfa - - heldur má ekki gleyma, að Kína sjálft yrði þá fyrir mjög verulegu efnahagstjóni, er útflutningur til Bandar. minnkaði stórum.
Mikið atvinnuleysi myndi skapast í strandhéröðum Kína þ.s. vörur til útflutnings eru enna helst framleiddar.
Það gæti ógnað stöðugleika innan Kína - vegna þess ógnarfjölda atvinnulausra sem við erum að tala um.
Kommúnistar í Kína hræðast ekkert meir, en hugsanlega uppreisn - en stórar uppreisnir sögulega séð hafa átt sér stað við og við, valdið miklum usla - jafnvel fellt sjálft ríkið.
- Svo það hefur í reynd fjarskalega lítinn trúverðugleika - að Kína myndi nokkru sinni raunverulega - gera tilraun til að kollvarpa hagkerfi Bandaríkjanna!
- Á hinn bóginn - hefur sá möguleiki að Bandaríkin slökkvi á hagkerfi Kína; ákaflega mikið meiri trúverðugleika - - enda er Kína í reynd ekki með nokkra sterka mótleiki!
- Kína getur ákaflega lítið gert - nema að leggja niður skott!
Svo Ísland er alls ekki í nándar nærri eins mikilli hættu á því að verða að leppríki Kína, eins og margir óttast!
Það er ekki raunhæfur möguleiki á kínverskri leppríkisvæðingu Íslands -
- svo lengi sem siglingar- og flugferðir yfir N-Atlantshaf, halda áfram að hafa krítískt mikilvægi fyrir Bandaríkin,
- og svo lengi, sem Bandaríkin halda áfram að hafa mikið sterkari flota en Kína, svo Kína getur ekki tryggt öryggi siglinga á hráefnum til Kína.
Eins og ég sagði, það mun taka Kína langann tíma að ná upp slíkum flotastyrk að þeir geti, mætt flota Bandaríkjanna á jafnréttirgrundvelli á heimshöfunum. Ég er að tala um áratugi.
Að auki, mun einnig taka tíma að ná fram þeirri þekkingu á beitingu flota, gæði þekkingar áhafna - og Bandaríkin hafa.
- Vegna mikilvægis Íslands - munu Bandaríkin fylgjast vel með atferli Kína og kínv. aðila hérlendis!
- Bandaríkin munu ekki hika við að tjá kínv. stjv. það, ef þeim mislíkar framferði kínv. að einhverju leiti, hérlendis - þá þannig að það ógni hagsmunum Bandar.
- Það þarf enginn að efast um vilja Bandaríkjanna, til að tryggja sitt eigið öryggi - eigin hagsmuni.
Þessi veruleiki gefur okkur mun mikið meira svigrúm til athafna gagnvart Kína, sem smáríki á stærð við Ísland - undir öllum eðlilegum kringumstæðum ættu að hafa!
- Þetta sýnir ekki síst - hvílíkir fárans blábjánar þeir eru - sem halda að Evrópa geti veitt Íslandi sambærilega vernd/tryggingu, og Bandaríkin geta.
- Evrópa hefur enga raunverulega mótleiki, ef Kína myndi kjósa að ásælast Ísland.
- Þó fræðilega geti Evrópa sett hér upp herstöð, ef hún einhverntíma kemur sér upp sameiginlegum her, þá hefur Evrópa enga svipu gagnvart Kína - til að halda aftur af þeim, ef þeir leitast við að hafa áhrif pólitískt innan Íslands.
- Að auki, er Þýskaland og Frakkland, orðið verulega háð útflutningi til Kína. Auk þess, að frönsk og þýsk fyrirtæki, eru orðin mjög innvikluð í kínv. markaðinn - og hefur þar Kína ágæta möguleika til að beita þrýstingi.
- Þannig, að okkur væri nær engin vernd af því að vera meðlimir að ESB, þegar Kína á í hlut.
- Bandaríkin eru í reynd eini aðilinn í heiminum, sem getur varið Ísland - fyrir ásælni Kína!
- Að auki, er mikilvægi Íslands fyrir Bandaríkin mun stærra í reynd, en það er fyrir Evrópu!
- Mikli meiri líkur eru því til þess, að Bandaríkin hafi vilja til að tryggja stöðu Íslands gagnvart Kína!
Íslandi er því óhætt - að heimila kínverskar fjárfestingar á Íslandi!
Þetta þíðir þó ekki að ekkert sé að óttast!
Við eigum ekki að ana fram eins og blindir kettlingar! Rétt er að framkvæma eðlilegar ráðstafanir:
- Halda fjölda kínverskra starfsmanna í skefjum.
- En reikna má fastlega með því að hluti starfsmanna kínverskra fyrirtækja starfandi á erlendri grundu, sé í reynd á vegum kínverskra stjórnvalda.
- En kínversk fyrirtæki þurfa alltaf blessun stjórnarflokksins á erlendum fjárfestingum, heimild hans til að starfa erlendis. Það má reikna með því, að kínv. fyrirtæki séu í bland agentar Kína stjórnar.
- Síðan auðvitað, er þetta spurning um störf hérlendis - þ.e. hver fær þau.
- Beitum 51% reglunni.
- Innan Kína þá þurfa erlendir fjárfestar að sæta því, að stofna samstarfsfyrirtæki með kínv. aðila, sem þá þarf að njóta blessunar flokksins.
- Öll erlend fjárfestingarfyrirtæki, þurfa heimild flokksins - til að fjárfesta.
- Kínverski aðilin skv. kínv. lögum, bera 51% eignarhlutdeild að lágmarki.
- Krafist er "full technology transferr". Vestræn fyrirtæki í seinni tíð þó leitast yfirleitt við að halda einhverju eftir. En mörg hafa brennt sig á þessum reglum og hegðan samstarsaðilans - en oft hefur það gerst, að kínv. aðilinn fer fljótlega að framleiða mjög svipaða vöru en ódýrar. Hinn vestræni aðili tapar markaðshlutdeild - verður fyrir tjóni.
Ég er að segja, að við eigum að beita kínv. aðila sem hér vilja starfa - þeim aðferðum sem þeir sjálfir beita heima fyrir - að vissu marki.
Það er, ég vil að við beitum 51% reglunni - ásamt kvöðinnu um samstarfsfyrirtæki við ísl. aðila.
Ég vil sem sagt - að Ísland og íslendingar auðgist á þessu!
Kínverjar fái að kynnast því smá, að vera dálítið mjólkaðir :)
Er með lausn á vandanum, varðandi söluna á landinu
- Ein leið vegna andstöðu við það að selja kínverska aðilanum landið - gæti verið tilbrigði við 51% regluna.
- Að íslenska ríkið gerist samstarfsaðili kínverska fjárfestisins.
- Fjárfestirinn hafi landið til umráða - ríkið samþykki að skipta sér ekkert af starfseminni - - svo fremi að ákvæði samkomulags við fjárfestinn séu öll uppfyllt.
- Óháðann gerðardóm væri unnt að skipa - svo ríkið væri ekki með sjálfdæmi um málavexti!
- Ríkið gæti samið um að fá greiddann arð.
Ég held að þessi leið geti slegið mjög á ótta þeirra - sem óttast söluna á landinu.
Möguleiki væri að ríkið hefði forkaupsrétt á eignarhlut kínv. fjárfestisins, ef sá einhverntíma síðar meir vill selja.
Svona væri unnt að fara að í framtíðinni - í hvert sinn sem kínv. fjárfestir vill kaupa land á Íslandi!
Niðurstaða
Fyrir utan það sem ég hef nefnt, þá þarf að komast fyrir þann möguleika - að leikinn sé sá leikur sem Magma Energy fékk að leika, þ.e. að stofna málamynda skúffufyrirtæki, til að komast framhjá banni skv. ísl. lögum.
Þetta er helsti veikleikinn. Því skv. EES, þá má ekki gera mismun á rétti innlendra aðila og á rétti aðila frá öðrum aðildarlöndum EES og ESB, þegar þeir vilja starfa hérlendis.
Kína er ekki meðlimur að EES eða ESB, svo við getum mismunað kínv. aðilum, eins og ég legg til - svo fremi sem þeir geta ekki beitt skúffufyrirtækis gambíttnum. Á þann gambítt þarf að loka - undir eins.
---------------------------------
Svo fremi sem takist að loka fyrir skúffufyrirtækis gambíttinn - þá sé ég ekki nokkur óyfirstíganleg vandkvæði fyrir okkur, um að heimila fjárfestingar kínv. aðila á Íslandi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2011 | 00:24
Yfirmaður evrópska bankaeftirlitsins, leggur til björgunaráætlun fyrir evrópska banka!
Þetta er mjög áhugavert - því sl. föstudag hélt Christine Lagarde merkilega ræðu, þar sem hún lagði til sem yfirmaður AGS að evrópskir bankar, myndu verða knúðir til að auka eigið fé sitt - um verulegt hlutfall. En skv. því sem fram kemur í hennar ræðu, liggur á að gera þetta. Evrópa megi alls ekki taka þann pól í hæðina, að eiga þann lúxus að hafa nægann tíma til að velta þessu fyrir sér.
Sem sagt - tafarlaust.
Síðan sl. mánudag, þá hafnar Framkvæmdastjórnin formlega því, að það þurfi að neyða evrópska banka, til að auka eigið fé sitt: Brussels rules out bank recapitalisation
Staða evr. banka sé sterk - að þeirra sögn!
Hvað gerist svo í á þriðjudag? Þá kemur yfirmaður bankaeftirlits Evrópusambandsins fram, og segir:
Watchdog Worried About Europe's Banking Sector
Europe bank regulator plans radical funding aid
- "The European Banking Authority, a supervisory body for banks in the European Union, wants the 440 billion ($635 billion) European Financial Stability Facility to provide direct capital injections to ailing banks."
- "It is an attempt to reassure investors worried about the impact of the debt crisis on bank balance sheets, German business daily Financial Times Deutschland reported on Tuesday."
Yfirmaður bankaeftirlits ESB, er í reynd að lísa yfir nákvæmlega sömu áhyggjum, og Christine Lagarde tjáði sl. föstudag á opinberum vettvangi.
Hann og Lagarde vilja beita sitt hvorri aðferðinni - þ.e. hans tillaga er minna stuðandi, hann leggur ekki til að bankar séu knúðir af yfirvöldum til að auka eigið fé. Heldur aðeins, að björgunarsjóð Evrusvæðis, verði falið það viðbótar hlutverk - að veita björgunarlán til evr. banka í vandræðum.
þannig verði fjárfesta sannfærðir um að, til staðar sé neyðarfjármagn - ef til þurfi að grípa. Hugmynd hans, til að róa markaði.
Það sem gerir þetta áhugavert - er að nú er komin upp klár deila milli stofnana. Það er AGS og evr. bankaeftirlitið annars vegar og hins vegar Framkvæmdastjórnin og Seðlabanki Evrópu, sem sl. mánudag dissuðu á að nokkur ástæða væri til sérstakra aðgerða.
Evr. bankar að þeirra sögn væru flestir hverjir í góðum málum, þeir hefðu styrkt sitt eigið fjár hlutfall - og skv. stress prófum hefði langflestir þeirra fengið góða einkunn.
Spurning hvernig markaðir munu bregðast við því - að nú eru þessar stofnanir komnar í hár saman!
Hin þróunin sem vakti athygli mína, skv. tölum þá hefur dregið mjög úr bjartsýni neitenda um framtíðina bæði í Bandaríkjunum og Evrópu
Grafið að ofan er tekið af vef Framkvæmdastjórnar ESB:
Economic sentiment down further in both the EU and the euro area
"In August, the Economic Sentiment Indicator (ESI) declined by 5.0 points to 97.3 in the EU and by 4.7 points to 98.3 in the euro area. This decline resulted from a broad-based deterioration in sentiment across the sectors, with losses in confidence being particularly marked in services, retail trade and among consumers. Only the construction sector in the euro area recorded an improvement."
Takið eftir að skv. þessu er bjartsýni komin niður fyrir vegið meðaltal, þ.e. niður fyrir 100.
Sjáið svo á myndinni að ofan, hvernig spírallinn lítur út - þ.e. byrjar að fara upp cirka mitt ár 2008 en er á klárri niðurleið á þessu ári - fremur brattri niðurleið.
US economic confidence falls from 59.2 to 44.5
"The US Conference Board, a respected industry group, said on Tuesday its index of consumer attitudes sank to 44.5 from a downwardly revised 59.2 the month before." - "Consumer spending accounts for 70pc of US economic activity and the falling confidence has raised concerns about their willingness to spend and aid the recovery."
Þetta eru í reynd slæmar efnahagsfréttir - því þær benda til að neysla verði léleg næstu mánuðina að líkindum, þ.e. 3. ársfjórðung. Það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
"Economist said the latest readings were consistent with sluggish growth, at best, in the third quarter of this year."
Við þetta rauk verð á gulli upp, og staðnæmdist v. lok markaða: 1.833,63$
Þrátt fyrir fréttirnar - féllu markaðir í Bandaríkjunum ekki:
- "The Dow Jones Industrial Average finished up 0.18pc at 11,559.95, "
- "while the broader S&P 500 index closed up 0.23pc at 1,212.92."
- "The Nasdaq Composite index is set to close up more than 0.5pc."
Það virðist sem að markaðir séu enn, í bjartsýniskastinu sem hófst sl. viku - og er Dow Jones búinn nokkurn veginn að vinna upp tapið fyrr í mánuðinum, stefnir í að enda hann nokkurn veginn á sléttu.
Það er merkileg þróun í reynd - að loforð Bernanke um að halda vöxtum í um "0" út 2013, dugi til að lyfta mönnum þetta mikið - þrátt fyrir allar slæmu efnahagsfréttirnar sem dundu yfir í mánuðinum.
Í Evrópu var þetta bland í poka, upp í Bretlandi en niður í Frakklandi og Þýskalandi, en upp smávegis á Ítalíu og Spáni. Manni finnst samt merkilegt - að markaðir skuli hafa farið upp:
- "The FTSE 100 index in London has closed up 2.7pc at 5268.66"
- " the CAC 40 in Paris closed down 0.2pc at 3,159.74,"
- "the DAX 30 in Frankfurt slipped 0.5pc to close at 5,643.92. "kk
Niðurstaða
Óvissan heldur áfram að magnast, sérstaklega í Evrópu. Nú eru AGS og bankaeftirlitið í Evrópu, annars vegar, Seðabanki Evrópu og Framkvæmdastjórnin, hins vegar. Á sitt hvorri skoðuninni, um ágæti stöðu evr. banka. En ljóst er að markaðir - hafa lýst yfir vantrausti sbr. að skuldatrygginga-álag evr. banka hefur aldrei í sögunni verið hærra. Millibankamarkaður sýnir klár merki um að vera farinn að frjósa - - sjá hér frétt The Economist: Chest pains
Þannig að mér sýnist AGS og evr. bankaeftirlitið, klárt hafa rétt fyrir sér, að ástand evr. banka sé alvarlegt, og einhverja stóra ákvörðun þurfi að framkvæma þeim til aðstoðar, sem allra - allra fyrst.
Það er ekki að undra, að neytendur séu uggandi, og haldi að sér höndum um neyslu. Sem auðvitað víxlverkar með neikvæðum hætti við heildarstöðuna.
--------------------------
Það stefnir í að september 2011 verði mjög áhugaverður mánuður. En þá koma þjóðþing Evrópu aftur úr sumarfrýi. Og þá hefjast deilur um hvað skuli gera og hvað ekki, fyrir alvöru.
Þær deilur þykist ég viss, munu síðan hafa eigin áhrif til ruggunar á mörkuðum.
Við lifum áhugaverða tíma - sannarlega!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2011 | 23:03
Á að heimila Huang Nubo að kaupa Grímsstaði á Fjöllum?
Ég rakst á mjög áhugaverða grein í Financial Times um málið. En FT hefur marg ítrekað fjallað um málefni Íslands, og það oftast nær á fremur vinsamlegan hátt. Sérstaklega fannst mér umfjöllun þeirra áhugaverð um málefni Íslands, meðan Icesave deilan stóð sem hæst. En FT tók ekki afstöðu með breskum stjv. heldur með okkur Íslendingum.
Kínverskur fjárfestir hyggst kaupa hluta af Íslandi!
Chinese tycoon seeks to buy tract of Iceland
- Snarað yfir í krónur: 890m.$ * 113,28 = 100.819,2 milljónir kr. eða 100,8 ma.kr.
- Þessi maður getur ekki keypt upp Ísland - en þjóðarframleiðsla ísl. er í kringum 1.600ma.kr.
- Skv. FT er fjárfestingin á skalanum 88m.$ - 174m.$ eða cirka 10ma.kr. - 20ma.kr.
- Þetta er ekki nægilega stórt til að valda straumhvörfum. En samt góð búbót.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ræða Christine Lagarde nýs yfirmanns AGS á Jackson Hole ráðstefnunni sl. föstudag í Bandaríkjunum, hefur vakið mikla athygli. En markaðir virðast klárt telja stöðu evr. banka viðkvæma og að auki versnandi. Þetta sést á síhækkandi skuldatrygginga-álagi evr. bankastofnana, sem í dag er það hæsta í sögunni. Að auki er farið að gæta erfiðleika á millibankamarkaði - einkum tregðu bandar. banka til að endurlána til evr. Það setur evr. banka í hugsanl. vanda þegar kemur að fjármögnun dollara skuldbindinga. Seðlab. evr. getur ekki prentað dollara.
Hvet allta til að lesa ræðuna - sjá hlekkinn að ofan! Smá hluti úr henni:
"Ill start with Europe. Here, we need urgent and decisive action to remove the cloud of uncertainty hanging over banks and sovereigns. Financial exposures across the continent are transmitting weakness and spreading fear from market to market, country to country, periphery to core." - "Second, banks need urgent recapitalization. They must be strong enough to withstand the risks of sovereigns and weak growth. This is key to cutting the chains of contagion. If it is not addressed, we could easily see the further spread of economic weakness to core countries, or even a debilitating liquidity crisis. The most efficient solution would be mandatory substantial recapitalizationseeking private resources first, but using public funds if necessary. One option would be to mobilize EFSF or other European-wide funding to recapitalize banks directly, which would avoid placing even greater burdens on vulnerable sovereigns.
Fyrstu viðbrögð frá starfsm. stofnana ESB
European officials round on Lagarde :"The key issue is funding,... Banks in some countries have had trouble securing liquidity in recent weeks and that pressure is going to mount. To talk about capital is a confused message. Everybody politicians, regulators, other officials is quite concerned. - "Officials, nervous that Ms Lagardes statement would further spook bank investors, said they planned to urge the former French finance minister to clarify her statement.""
Lagarde capital call surprises regulators :"Some senior European officials also expressed surprise about the timing of Ms Lagardes comments over the weekend, arguing that banks have already made substantial progress in recapitalising themselves,,,the sector had raised about 60bn in capital through private markets during the first half of the year."
Maður skilur á vissan hátt slík moldvörpu sjónarmið - hræðsluna um að ef stjv. viðurkenna vandann, þá geti skapast hræðslukast - bréf banka geti fallið enn frekar.
Sannarlega hafa stofnanir ESB ítrekað haldið svokölluð stress próf - krafið banka um aukið eiginfjárhlutfall - - og nú er sagt að helstu bankar séu traustir, með eiginfjárhlutfall milli 7-9%.
- Merkilegt hve þessi umræða mynnir mann á umræðuna hérlendis, síðasta árið fyrir hrun.
En, málið er - að fjárfestar kunna að lesa tölur, hvað þær þíða - og síðan að leggja saman tvo og tvo. Hvað sem þessi ágætu virðulegu embættismenn segja, þá hefur traust markaða á evr. bönkum haldið áfram að dala jafnt og þétt, þrátt fyrir þær aðgerðir sem hafa verið framkvæmdar. (Traust markaða á ísl. bönkum hrundi töluvert áður en þeir síðan dúndruðu sjálfir niður)
En, ég þykist þess nokkuð viss - að ef stjv. halda áfram að láta sem, að bankarnir séu traustir - halda áfram að beina ásökunum að fjárfestum, um óskynsama hegðan - þá mun sýn fjárfesta á sívaxandi óvissu halda áfram að magnast.
Ég bendi á að sl. föstudag - var bann við skortsölum framlengt af stjv. Ítalíu, Frakklands, Spánar og Belgíu - - út september. Þetta sýnir, að ástandið á mörkuðum með bréf banka í þeim löndum - er álitið alvarlegt af stjv. þeirra landa.
- Síðan má vel vera, að erlendir fjárfestar - viti af afneitun ísl. stjv. sem stóð yfir allt fram að þeirri viku sem þeir hrundu allir.
- En, það gætir mjög klárs vantrausts frá markaðinum í Evrópu gagnvart opinberum yfirlísingum. Aldrei að vita, kannski nú löngu síðar er hrunið hér - að hafa áhrif.
Það hefur fram að þessu, verið vinsælt af stjv. í Evrópu - að láta sem að, hrun bréfa banka væri spákaupmönnum að kenna - að það hrun sem hafi átt sér stað undarnar vikur hafi ekkert að gera með, að full ástæða sé að ætla að bankarnir raunverulega séu ekki nægilega traustir.
- Stjv. í Frakklandi - Ítalíu - Spáni, hafa öll beitt slíkum ásökunum fyrir sig.
- Slík hegðan er í reynd klassískt dæmi um að skjóta sendiboðann - sbr. bann v. skortsölum. (Ísl. stjv. stunduðu einmitt slíka hegðun).
En, alveg sama hvað embættismenn segja - alveg sama hve mörg stresspróf þeir framkv. sem eiga að sanna að bankarnir séu traustir -(munum að ísl. Fjármálaeftirlitið framkv. einnig stresspróf)- þó svo að nokkur aukning eiginfjár hafi átt sér stað - - þá er staðreyndin sú, að skuldatryggingaálag evr. banka hefur stöðugt farið hækkandi undanfarið (skuldatryggingaálag ísl. bankanna - fór einnig stighækkandi - og stjórnendur ísl. bankanna og ísl. yfirvöld töluðu einnig um rangtúlkun markaða - síðasta eina og hálfa árið fyrir hrun).
Skuldatryggingaálag banka á Evrusvæði, er nú hærra en 2008 er fyrri fjármálakrýsan var í hámarki rétt eftir fall Lehmans bankans.
Þetta er skýr vísbending um að aðvörun AGS sé akkúrat - orð í tíma töluð.
- Mig grunar, að þvert á móti - ef stjv. evr.ríkja myndu krefjast frekari aukningar eiginfjár banka - og eins og Lagarde leggur til, sjá til þess að sú aukning sé umtalsverð.
- Þá myndi þetta draga mjög verulega úr ótta markaða, þess efnis að skuldakrýsa tiltekinna ríkja - geti orsakað meiriháttar bankahrun í Evrópu.
- Þá myndu bréf banka hækka í verði aftur - og þetta gæti meira að segja haft jákvæð áhrif á markað með skuldabréf ríkissjóða.
Niðurstaða
Fram að þessu virðast moldvörpusjónarmið ríkja, þegar kemur að viðbrögðum stjv. evrusvæðis og stofnana ESB, gagnvart bersýnilega versnandi bankakrýsu á Evrusvæðinu. Ef sú staðreynd að skuldatryggingaálag banka skuli vera orðið hærra - en rétt eftir fall Lehmans bankans, hreyfir ekki við fólki. Eða sú staðreynd, að millibankamarkaður er klárt orðinn órólegur - sem sést á vaxandi vanda nokkurra evr. banka, í því að nálgast skammtímafjármögnun - - að ef hún dugar ekki heldur.
Þá veit maður ekki hvað ætti þá að duga!
Svo bætist við hvatning AGS!
En, ég endurtek - að þetta kemur manni alltof kunnuglega fyrir sjónir, eftir að hafa upplifað afneitun ísl. stjv. - lánastofnana og eftirlitsstofnana; samfellt síðasta eina og hálfa árið eftir hrun.
Nú eru að verða komin 3 ár frá falli Lehman sbr. þann 15/9/2008 óskuðu stjórnendur Lehman bankans eftir gjaldþrots meðferð.
- Það tók ísl. bankana nærri því 2 ár frá litlu kreppunni 2006, þar til þeir hrundu.
- Mun það sama eiga við bankana á Evrusvæðinu - með muninum + 1 ár?
Ps: Framkvæmdastjórn ESB, hefur nú formlega hafnað því áliti AGS, að ástæða sé til að standa í umtalsverðri viðbótarfjármögnun Evr. banka, hefur sagt þá betur stadda en fyrir ári. Að stress test sýni, að flestir þeirra standi vel - bla, bla, bla!
Brussels rules out bank recapitalisation
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2011 | 21:45
AGS hvetur til að fram fari þvinguð endurfjármögnun banka í Evrópu!
Nýr yfirmaður AGS, Christine Lagarde, kom fram á fundi Seðlabankastjóra sem haldinn var í Jackson Hole í Bandar. á föstudaginn. Alþjóðlegir fréttamiðlar hafa í dag verið að vekja athygli á orðum Lagarde - sem er ný í starfi og því ólíkleg að vera að flytja heiminum annað, en niðurstöðu sérfræðinga AGS.
Lagarde calls for urgent action on banks - "IMF chief proposes mandatory recapitalisation of European banks" - "There remains a path to recovery, but we do not have the luxury of time." - "The most efficient solution would be mandatory substantial recapitalisation...""
Lagarde: Economy in 'Dangerous New Phase' - ""Developments this summer have indicated we are in a dangerous new phase," Lagarde told a meeting of top monetary policy makers from around the world. "The stakes are clear: we risk seeing the fragile recovery derailed. So we must act now.""
Christine Lagarde: EU banks must raise more cash - ""We could easily see the further spread of economic weakness to core countries, or even a debilitating liquidity crisis."" - "she called for "substantial" and mandatory recapitalisation to bolster European banks' balance sheets, which will be "key to cutting the chains of contagion"."
Að AGS skuli leggja til að þjóðir Evrópusambandsins, grípi til þvingaðrar fjármögnunar á helstu bankastöfnunum landanna - - er mjög sterk vísbending um að AGS telji Evrópu á barmi mjög alvarlegrar bankakrýsu, jafnvel fjármálahruns.
Af orðum hennar að ráða - að það einnig liggi á að koma slíkri áætlun á laggirnar, og í framkvæmd.
Alþjóðlegu fjölmiðlarnir segja að ríkisstjórnirnar hafi verið að gera lítið úr vandamálinu opinberlega, til að skapa ekki paník. Svo, að orð Lagarde séu eins og ferskur vindur.
En, undanfarnar vikur hefur skuldatryggingaálag evr. banka farið stig-hækkandi, eins og þróunin var með ríkin sem voru á leið í vandræði. Í dag er það orðið það hæsta sem sést hefur.
Að auki, er farið að gæta erfiðleika fyrir evr. banka, að sækja sér skammtíma fjármögnun - vísbending um að millibankamarkaður - sé orðinn tortrygginn.
Við slíkar aðstæður - þarf ekki stórann atburð - til að allt fari í frost.
Stórt bankahrun í Evrópu - getur farið eins og eldur í sinu, borist milli landa, vegna gríðarl. innbyrðis fjármálatengsla.
Slíkt getur sett allt fjármálakerfi Evr. í frost - dýpt löndunum með hraði í mjög hratt vaxandi kreppuástand.
En fjármálahrun, ef það gerist sem gerst getur, að löndin í Evrópu þurfa að taka yfir sína meginbankastofnanir - eins og hér þurfti að gera. Þá mun líklega þurfa að setja á höft á fjármagnshreyfingar eins og hér.
Þá verður Evran komin í ástand mjög nærri endanlegu hruni. En, ef höft standa yfir um hríð - fara evrur í mism. löndum smám saman að verða mism. verðmætar. Eftir allt samana mis mikil verðbólga og hagkerfisástand.
Spurning hvort unnt væri að halda seðlabankakerfinu lifandi? En, sbr. fyrrum Sovétríkin, þá fyrst eftir hrun þeirra, héldu öll fyrrum sovétlýðveldin áfram að nota rúblu. Eins og ég nefni að ofan, smám saman fóru rúblur að verða í reynd mis verðmiklar. En, fyrst í stað viðhélt Rússland peningaprentun til allra landanna. En, þeir skáru sjálfir síðan á hana, vegna vaxandi verðbólgu heima fyrir.
Þá tóku hin lýðveldin upp eigin gjaldmiðla. Ef ofangreint gerist með Evruna, þá er það í reynd Þýskaland sem myndi ráða því hve lengi seðlabankakerfið myndi lifa. En í dag er það Bundesbank sem yfirleitt kaupir þegar ECB kaupir bréf vegna þess að það er einkum Bundesbank sem er aflögufær innan kerfisins.
Svo spurningin væri: hve lengi Þýskaland v. ofangreindar aðstæður - sjálft í klemmu eftir að hafa tekið yfir eigin banka - væri til í að viðhalda seðlabankakerfinu?
Ef þeir hætta því, þá væri sameiginilegi gjaldmiðillinn þá endanlega hruninn.
---------------------------
Miðað við aðvörun Lagarde getur þróun í þessa átt jafnvel átt sér stað þá og þegar.
Niðurstaða
AGS er í reynd að segja að vesturlönd séu á brún mjög alvarlegs hruns. Evrópa, á brún fjármálahruns og svo mjög alvarlegrar kreppu. Bandar. á brún kreppu.
------------------------
Það veitir auðvitað aðra vísbendingu um alvarleik ástandsins í Evrópu; að yfirvöld í Frakkland, Ítalíu, Spáni og Belgíu, skuli sl. föstudag hafa framlengt bann við skortsölu - út september.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2011 | 23:34
Spurning hvort að hugmyndir Þjóðverja um skuldabremsu, sé rétta leiðin?
Spánn er fyrsta landið sem tekur áskorun Merkelar og Sarkozy frá því fyrir rúmri viku, um að innleiða svokallaða skuldabremsu. En hugmyndin er að ríki leiði í grunnlög þ.e. stjórnarskrá - bindandi markmið í ríkisfjármálum.
Spánverjar eru desperrat um að auka tiltrú Spánar í augum fjárfesta-vona að þetta hafi jákvæð áhrif.
Þetta telja Þjóðverjar að sé rétta útleiðin fyrir löndin í S-Evrópu, að spara sig út úr kreppunni.
Það eru þó fjölmargir hagfræðingar á algerlega andstæðri skoðun!
Þar á meðal þekkt nöfn eins og Stiglitz, Krugman og Roubini.
Spanish Parties Agree on Deficit Cap
Spanish parties agree debt and deficit limits
Hver er gagnrýnin?
- Spánn er eins og Írland, að bakgrunns ástæða vandans þar - er ekki í reynd ríkisútgjalda vandi. Sannarlega er verulegur halli, en skuldir spænska ríkisins í reynd eru ennþá undir meðaltali Evrusvæðisríkja miðað við hlutfall af þjóðarframleiðslu.
- Spánn og Írland voru rekin með afgangi á góðærisárunum á síðasta áratug, alveg eins og ríkissjóður Íslands. Þannig séð, passar hegðun þeirra við kenningar Keynes - að skila afgangi í góðæri en halla í hallæri.
- Það sem gerðist á Spáni, á Írlandi og Íslandi - er að í öllu þrem löndunum átti sér stað stófelld lánabóla, sem var drifin af sjálfstæðum aðilum innan hagkerfisins þ.e. - fyrirtækjum, einstaklingum og bönkum - sem lánuðu fyrir veislunni, fyrir utan að mikið af veislunni var tekin að láni í erlendum bönkum.
- Nú eftir að bólurnar eru sprungnar, sytur allt hagkerfið eftir með timburmenn í formi skuldaklafa sem er að sliga þá sömu sjálfstæðu aðila þ.e. atvinnulífið, bankakerfi og almenning.
- Ef ríkið, sveitarfélög, og fylkin á Spáni - allt hið opinbera, samtímis fer í miklar sparnaðar aðgerðir.
- Á sama tíma og almenningur - fyrirtæki - bankakerfi; heldur að sér höndum - sem skilar sér í mjög litlum hagvexti þessa stundina.
- Þá er mjög - mjög mikil hætta á að, Spánn fari yfir í hreinann samdrátt.
- Megin ótti fjárfesta í dag varðandi Spán - er ekki núverandi skuldir spænska ríkisins, eða hins opinbera á Spáni; heldur að Spánn sé á leið í samdrátt.
- Því að, ef samdráttur á sér stað - óttast fjárfestar að spænskir bankar sem í dag eru mjög tjónaðir eftir lánabólu sl. áratugar, einkum húsnæðisbóluna sem var risastór - hafa orðið fyrir gríðarl. útlánatapi, hanga svona nokkurn veginn á horriminni; rúlli.
- Þeir óttast sem sagt að Spánn verði Írland!
- Að það endurtaki sig á Spáni, að bankakerfið taki ríkið með sér í fallinu.
Og, einmitt vegna þess að þetta er bakgrunnur ótta fjárfesta - - þá er ekki endilega rétt greining að nú eigi að bregðast við með því að allt hið opinbera á Spáni samtímin, fari í stórfelldann útgjalda niðurskurð.
Því sá er auðvitað samdráttaraukandi - þ.e. velta hagkerfisins mun minnka, störfum fækka enn meir.
Hið opinbera mun sennilega hækka gjöld fyrir þjónustu, auk þess að skera niður - má reikna með hækkunum skatta að auki.
Málið er, að ástæða þess að Keyne taldi nauðsynlegt að ríkið væri með halla í kreppu - er að þegar einkahagkerfið er í samdrætti, er að skera niður útgjöld og skuldir - þá minnkar umframneysla ríkisins samdrátt hagkerfisins.
Ef aftur á móti, ríkið og hið opinbera, fer samtímis ásamt öðrum þátttakendum í hagkerfinu - að skera niður; þá magnast upp samdráttaráhrif innan hagkerfisins.
Þetta er í reynd þ.s. átti sér stað á 4. áratugnum, er svokallaður gullfótur var ríkjandi peninga-hagstjórnarmódel. En, það módel einmitt var mjög sveiflumagnandi því eins og það virkaði þá mátti ríkið eyða í góðæri en en það var knúið til að spara í hallæri. Þetta lyktaði í heimskreppunni miklu - að gullfótarkerfið hrundi, því að ríkin gáfust eitt eftir öðru upp á þeim samdráttarspíral sem myndaðist.
Hættan er sem sagt, að það stefni í endurtekningu! En samdráttarspírall mun ekki skapa tiltrú fjárfesta! Þvert á móti, þá sannarlega hata fjárfestar ríkisskuldir - en enn meir hata þeir niðursveiflu þ.e. samdrátt. Því þá skreppur eftirspurn saman, aðilar hafa minna úr að spila - skuldir spírala upp sem hlutfall af tekjum.
- Vandi Spánar er, að vegna þess að stóra hættan er bankakerfið. Að samdráttarspírall einmitt framkalli þ.s. menn óttast - þ.e. bankahrun.
- En, í samdráttarspíral náttúrulega þegar allir hafa minna, þá um leið fjölgar slæmum lánum, eignir lækka í verði - að lokum kemur að því að bankar í tæpri stöðu sökkva undir.
- Að spara of harkalega of hratt - getur einmitt flýtt fyrir gjaldþroti Spánar!
Roubini benti einmitt á svipað um daginn - var þó að tala um Bandar., að of hraður niðurskurður geti verið "debt negative" eins og hann orðaði það, en þá meinti hann að í ástandi þegar hagvöxtur er staddur á blábrún þess að hverfa, jafnvel að snúast yfir í samdrátt - þá geti of harkalegur niðurskurður hækkað hlutfall skulda ríkisins sem hlutfall landsframleiðslu, með því að vera vendipunktur í því að framkalla viðsnúning yfir í samdrátt.
Svo Roubini í Bandar. kallar eftir peningaprentun. Vegna þess að það er ekki í boði á Spáni, þá sennilega myndi hann hvetja spænsk yfirvöld til að hugsa hallann frekar í lengri tíma - einbeita sér í núverandi aðstæðum að hagvaxtarhvetjandi aðgerðum til að snúa við núverandi samdráttarþróun um hagvöxt; einbeita niðurskurði eingöngu að þáttum til skamms tíma sem eru lítt samdráttaraukandi - með öðrum orðum að fresta verulegum niðurskurðaraðgerðum þar til seinna.
Kv.
26.8.2011 | 01:03
Grikklandskrýsa - taka 3! Ætlar Evrópa að leggjast sem hrægammar á hræ Grikklands?
Eins og ég nefndi um daginn er skollin á ný Grikklandskrýsa innan Evrusvæðis. En í þessari viku eftir að 4 aðildarríki Evrusvæðis um sl. helgi kvörtuðu yfir samningi Finna og Grikkja, sem hefði lækkað áhættu Finna - sbr. umfjöllun mína frá því um daginn: Er ný Grikklandskrýsa í uppsiglingu?
Þá hefur þessi nýja krýsa síðan þá verið að krauma og síssla. Í dag, sýndu markaðir mjög ákveðin viðbrögð, þ.e. vaxtakrafa Grikklands fór í nýtt met - þ.e. hefur aldrei áður verið hærri:
- 18,5% f. 10. ára bréf.
Greek debt yields spike on collateral fears
Vaxtakrafa Grikklands hefur verið að stíga í þessari viku, en þegar hún náði þessu nýja meti - varð allt í einu umsnúningur á mörkuðum í Evrópu, sem höfðu verið í hækkunarferli sl. 3 daga - og verðfall hófst í staðinn cirka um kaffileitið.
- Bankakerfi Grikkja er einnig á barmi hruns: Greece forced to tap emergency fund
- Það er ekki síst vegna: Greek Banks Grapple With Deposit Outflows
Óhætt að segja - að Grikklandskrýsan sé skollin á aftur af fullum þunga!
En staðan er svo alvarleg - að samkomulagið frá júlí er hreinlega á barmi hruns!Ef það gerist - er allt unnið fyrir gíg, eins og ekkert samkomulag hefði átt sér stað í júlí!
Ef það verður niðurstaðan - þá verður markaðspaník sú sem átt hefur sér stað fram að þessu, sem smágárur í polli sbr. þau markaðsboðaföll er þá geta orðið.
Varðandi kröfu Finna, þá er þetta krafa sem hefur víst legið fyrir alveg síðan samkomulagið var gert í júlí - en þá var hluti af sáttinni að Finnar mættu gera einhverskonar samkomulag við Grikki um Tryggingu.
- Þannig séð voru Finnar ekkert að brjóta af sér - þetta samkomulag var alveg skv. því sem þeir reiknuðu með, að þeim hefði verið lofað að þeir mættu gera.
- Þetta samkomulag við Finna, knúðu þeir fram - hótuðu ella að samþykkja ekki björgunarpakka til handa Grikkjum.
- Sú hótun stendur reyndar enn: Finland threatens to withdraw Greek bailout support
- Þetta var áréttað af forsætisráðherra Finna, sem síðan dróg aðeins í land - án þess að gefa eftir þeirra meginkröfu: Finland Open to New Collateral Model After Provoking Rebuke
Þegar Finnar gengur fyrir viku frá samkomulagi um slíkt v. Grikki - þá risu 4. aðrar þjóðir upp, og kröfðust að fá smbærilegann díl. Síðan skiptu Hollendingar um skoðun, og þess í stað settu fram úrslitakosti - þ.e. gagnvart Finnum; að gefa eftir sína kröfu eða að Holland myndi neita að staðfesta samkomulagið um björgun Grikklands í annað sinn.
Neyðarfundur fjármálaráðherra Evrusvæðis á föstudaginn 26/8
Þessi fundur er hreinn neyðarfundur, og sníst um 11. stundar tilraun til að bjarga samkomulaginu um aðra björgun Grikklands frá yfirvofandi hruni.
Finance ministers move to save Greek bail-out : "...three officials briefed on the talks said the group was looking at a proposal for a non-cash collateral arrangement where Greece would put up either real estate or shares in state-owned enterprises and financial institutions as a guarantee towards eurozone bail-out loans."
- Þetta er mögnuð hugmynd - en skv. þessu mun slíkur díll standa opinn gagnvart hvaða Evrusvæðislandi, sem óskar að fá tryggingu í veði í grískum eigum.
- Ath. að þegar er búið að lofa, að selja nær allar eignir gríska ríkisins, sem eitthvert raunverulegt verðmæti er í - til að ná fram lækkun á lántökukostnaði til handa Grikklandi um 50ma..
- Ath. Grikkir græða ekkert á þeirri sölu - þeir peningar eiga ekki að fara til að bæta hag grískra borgara, eða til að lækka skuldir gríska ríkisins - - heldur eingöngu til að hin ríkin þurfi að leggja minna fé í púkkið. Þetta sparar skattgreiðendum hinna landanna.
- Nú að auki, virðast sterkar líkur á að skattgreiðendur hinna landanna, í nafni sinna ríkisstjórna - að auki muni slá eign sinni á nánast allt þ.s. eftir verður af grískum ríkiseignum; í gegnum kröfu um tryggingu í formi veða.
- Ég velti fyrir mér - hvað þarf til að grískur almennigur geri uppreisn? Það er verið að taka allar grískar ríkiseigur - án þess að grískur almenningur komi til að njóta nokkurs ágóða af þeim eignaskiptum.
- Hugsa sér - er þetta sú evrópska samstaða, sem við Íslendingar viljum taka þátt í?
- Þjóð liggur niðri - þá koma hinar þjóðirna eins og hrægammar, og hirða allar eigur hennar upp í skuld.
- Þetta mynnir á hegðun evrópskra nýlenduvelda - t.d gagnvart Egyptalandi, sem var platað til að taka á sig skuldir, svo skiptu Bretar og Frakkar landinu í milli sín.
- Jafnvel þó að Grikkir hafi ekki beint verið plataðir - þá er þetta ekki aðferð þeirra sem vilja hjálpa!
- Svona hegða vinir sér ekki við félaga sinn - sem liggur niðri, sannarlega eftir svall!
Niðurstaða
Mér lýst virkilega ekki á framkomu Evrópuþjóða gagnvart Grikkjum. Og einmitt sú framkoma, gerir mann enn síður móttækilegann fyrir hugmyndum, um að ganga inn í þennann klúbb.
- En, ef þú vilt vita hvaða mann einhver tiltekinn hefur að bera - þá er ekki besta mælingin á viðkomandi hvernig sá hagar sér, þegar vel gengur.
- Heldur, þá sýnir það hver þú ert - hvernig þú hegðar þér, þegar á hefur bjátað.
- Að auki, er hegðan þín gagnvart þeim sem eru minni máttar - mjög lísandi um þitt eðli.
Í stað þess að hjálpa Grikkjum. Leggjast þjóðir Evrópu eins og hrægammar á hræið eða hrafnar, og þ.e. ein stór átveisla framundan, nema gríska þjóðin rísi upp.
Svona vinskap hef ég ekki áhuga á!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2011 | 00:37
Guðmundur Steingrímsson - ég skora á þig að stofna þann nýja aðildarsinnaða flokk, sem þig dreymir um!
Ég vona að Guðmundur Steingrímsson - og nýlegur hópur útlaga frá Framsóknarflokknum, ásamt einhverjum hluta ungliðahreyfingar Framsóknarflokks. Láti slag standa, og stofni flokk.
Best væri að á sama tíma, stofni Guðbjörn Guðbjörnsson, einnig sinn flokk. En ég hallast þó að því, að sá hópur fyrrum Sjálfstæðismanna og fyrrum Framsóknarmanna, séu líklegir til að slá sér saman.
Að auki, held ég að vel myndi koma sér, að ofan í þetta komi Besti sér inn í landsstjórnmálin.
Bloggið hans Guðbjarnar: Bjarna Benediktssyni svarað
Bloggið hans Guðmundar: Úrsögn mín
Klofningur andstæðinganna er vatn á myllu okkar!
Til að fólk átti sig á því hvert ég er að fara, þá tel ég slíka þróun jákvæða fyrir Framsóknarflokkinn og almennt, baráttuna gegn ESB aðild. En þetta snýst um þá hugsun að klofningur andstæðinganna, því meiri - því betra.
- Flokkur sem aðhyllist ESB aðild getur ekki tekið fylgi frá flokki, sem er andvígur ESB aðild.
Um þetta snýst málið, að því fleiri ESB sinnaðir flokkar sem eru stofnaðir, og bjóða sig fram - því betra.
Þá falla fleiri atkvæði andstæðinga okkar til ónýtis - heildarfylgi aðildarsinna nýtist síður.
---------------------------
Um daginn lýsti Össur því yfir að samningur myndi verða lagður fyrir þjóðina, fyrir næstu Alþingiskosningar. Það var reyndar vitað nokkru fyrr, að Samfóar myndu leggja samning fyrir áður en kosið verður til Alþingis.
Það hefur þær afleiðingar - að miðjan mun nær hverfa þegar kemur að afstöðu af eða á um ESB aðild, eftir því sem nær dregur því að kosið verði um samninginn.
Enginn flokkur mun komast upp með að taka ekki hreina afstöðu - af eða á. Það er einfaldlega of mikið undir fyrir okkur Íslendinga.
Ég á við að ESB aðildarspurningin verði klofnings öxull sambærilegur við hægri vs. vinstri. Flokkar geti síðan verið hægri eða vinstri sinnaðir ESB sinnar eða hægri eða vinstri sinnaðir sjálfstæðissinnar. Eða hófsamir miðjusæknir aðildarsinnar vs. það sambærilega fyrir sjálfstæðissina.
Að þessu leiti sambærilegt við Færeyjar þ.s. eru 2 - klofninsmiðjur þ.e. með eða móti aðskilnaði við Danmörku og síðan hægri vs. vinstri skiptin.
Þetta er það sem Sigmundur Davíð er búinn að sjá.
En þó að aðildarinnar tali um að það ráðist af samningnum - þá virðist manni ljóst að líkur séu mjög verulegar á því, að hátt hlutfall þeirra muni finnast væntur samningur þess virði að segja já við. Ég einhvern veginn, á mjög erfitt með að trúa því, að margir þeirra segi "nei". Að í reynd, sé afstaða aðildarsinna skýr "já". Það sé ekki samningurinn sem ráði. Þeir vilji aðild - punktur.
---------------------------
Veðmál Sigmundar Davíðs er síðan, að fylgis púlía andstæðinga aðildar verði stærri heldur en fylgis púlía fylgismanna aðildar.
Reyndar tel ég að heildarfylgi ísl. aðildarsinna nái ekki 40%, það hangi milli 35-40%. Þetta fylgi kann þó að hafa minnkað eitthvað undanfarið.
Vegna aðstæðna erlendis þ.e. evrukrýsunnar og um leið skuldakrýsunnar innan Evrópusambandsins, er þá veðmálið að Framsóknarflokkurinn muni hafa mun meir upp úr krafsinu, með því að standa gegn aðild.
Hann þarf þá að taka fylgi frá VG - að einhverju leiti. En tækifæri er til þess einmitt, vegna stjórnarþátttöku VG sem hefur minnkað vinsældir þess flokks.
---------------------------
Ég held síðan að mjög klárt sé, að nýr flokkur Guðmundar Steingríms - skoðana hans vegna, sé augljós ógnun við Samfylkingu. En, þaðan virðist mér klárt flokkurinn hans vera líklegastann til að sæka sér fylgi, ef myndaður verður.
En ímynd Guðmundar er mjög jákvæð meðal flokksmanna Samfylkingar, og má nánast segja að orð hans séu klæðskerasniðin til að höfða einmitt til Samfylkingarliða.
Guðmundur Steingrímsson - kastar Grímunni
Ég verð að segja, að Guðmundur veldur mér vonbrigðum. En ég þekkti föður hans, mjög mætann mann. En, orð Guðmundar passa ekkert við þá ímynd hófsemi -sbr. orð þess efnis að hann vilji ný stjórnmál- sem hann vill draga upp af sér.
Heldur, sprettur þarna fram ljóslifandi mjög svo dæmigerður Samfylkingar hroki og fyrirlitning á skoðana andstæðingum sínum.
"Annars vegar blasir við ofuráhersla á þjóðernishyggju og afturhvarf til einangrunar, með tilheyrandi skertu frelsi einstaklinga og undirtökum þröngra hagsmunaafla. Hins vegar blasir við leið alþjóðasamvinnu sem felur í sér viðurkenningu á því að stærstu úrlausnarefni samtímans eru þjóðum sameiginleg."
Takið eftir þeim myndum sem hann dregur upp af þeim sem ekki vilja ESB aðild:
- Einangrunarsinnar.
- Þjóðrembur.
- Vilja skerða frelsi?
- Fulltrúar meintra íllra hagsmuna-afla.
Þarna dúkka upp nánast allir standard ungliða Samfóa frasarnir - þetta með frelsis skerðingu þarf hann þó aðeins að útskýra, því sú fullyrðing kemur mér spanskt fyrir sjónir.
Með þessu afhjúpar hann sig sem skoðanabróðir Samfóa, og ég sé þarna ekki nokkurn mun á málflutningi en á dæmigerðum Samfóa.
Það sem fer alltaf vert í mínar fínustu - er þessi óskaplega neikvæða afstaða til þjóðernishyggju.
Þeir einfaldlega gera engann greinarmun - láta eins og þjóðernishyggja, sé jafnt og öfgar.
Í þeirra augum, er ekki unnt að vera hófsamur þjóðernissinni, að því er virðist.
Hann tekur sérstaklega fram, að þjóðernishyggja - sé andstaða frjálslyndis.
Ég verð að segja eins og er - að þetta koma mér ekki fyrir sjónir sem hófsöm viðhorf.
Þvert á móti, upplifi ég slík viðhorf gagnvart þjóðernishyggju, þ.s. enginn stigsmunur virðist viðurkenndur - sem ákaflega öfgakennda sýn.
Slíkur maður - sé alls - alls ekki, hófsamur!
Niðurstaða
Ég verð að segja, að eftir að ég hef lesið bréf Guðmundar Steingrímssonar, þá lít ég hann allt öðrum augum en áður. En fyrir mér er eins og að úlfurinn hafi stigið fram, varpað af sér sauðagærunni.
Guðmundur - þessi orð verða ekki fyrirgefin í bráð. Héðan í frá ertu andstæðingur.
Þetta á ekki við Hall - en hann hefur mér virst hingað til, passað sig á því hvernig hann talar til fólks sem hann er ekki sammála.
---------------------------
Svo að hvatning mín til Guðmundar um flokksstofnun er ekki vinsamleg. Heldur vegna þess, að ég tel að með því muni hann skaða Samfylkingu miklu meir, en nokkuð það nánast annað sem fyrir Samfylkingu getur komið.
En að mörgu leiti hafa Samfylkingarliðar blekkt sjálfa sig í gegnum eigin áróður, þ.e. þeir séu svo frjálslyndir og miðjusæknir. Þeir hafa svo lengi skilgreint sína stefnu sem hófsama og frjálslynda, að þeir eru farnir að trúa því sjálfir. Einnig því, að stefna sem sé andstæð þeirra stefnu - sé þá það andstæða við frjálslyndi og hófsemi.
Þessi svart hvíta mynd, er dregin upp af innlendri pólitík - í algerri blindni mjög bersýnilega fyrir því, hve ofstækisfull sú svart hvíta sín í reynd er.
Vegna þess að þeir hafa blekkt sjálfa sig, aðrir aðildarsinnar virðast einnig aðhyllast mikið til sömu sýn - þá stórfellt ofmeta þeir líklegt eigið fylgi; vegna þess að flestar mælingar í alþóðlegu samhengi sýna fram á að flestir kjósendur eru jafnan nærri miðju.
Þannig, að vegna þess að þeir sjá sig sem hina eiginlegu fjálslyndu miðju sbr. tal um skort á pólit. miðju á Íslandi, sem fer nú rauðum ljósum meðal aðildarsinna á Íslandi, þ.s. þeir leitast við að sannfæra sig um að þarna úti sé fullt af ótöppuðu fylgi, sem þeir bara þurfa að stofna viðeigandi flokk til að sækja - geti verið að þeir láti þá sjálfsblekkingu leiða sig í ógöngur.
Þeir skilgreina andstæðinga að því er virðist hugsunalítið sem einhvers konar form af öfgum.
Svo vegna þess að þeir eru öfgar, eðlilegt er að kjósendur leiti frá öfgum - leiti til hófsemi og frjálslyndis - og þegar andstæðingar til hægri hafa tekið ákveðnari afstöðu gegn þeirra megin átrúnaði; þá halda þeir að nú skorti miðjuflokk.
Auðvitað vegna þess að þ.e. ekki mögulegt, að miðjuflokkur geti verið þjóðernissinnaður. Það er barasta ekki hægt, því þjóðernishyggja er jafnt og öfgar.
Einhvern veginn í þessari þokukenndu hugsun, er til staðar sá möguleiki - að innlendir aðildarsinnar blekki sjálfa sig, til að skjóta sig íllilega í fótinn. Með stofnun flokka - sem allir munu keppa í reynd við Samfylkingu um nokkurn veginn sömu takmörkuðu fylgispúlíu.
---------------------------
Spurning hvort andstæðingarnir fyrir rest, enda með því að verða brjóstumkennanlegir.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2011 | 02:07
Hagvöxtur í Evrópu að stöðvast? Bandaríkjunum einnig?
Ekki veit ég hvað menn telja sig vita - þetta hljómar dálítið eins og vefur af getgátum.
Ég er ekki viss um að meir sé bakvið þetta en eftirfarandi hugsun - "ástandið er orðið svo slæmt, allar tölur sem fram koma virðast á leið niður; þeir hljóta að koma fram með eitthvert bitastætt útspil".
Sumir munu staldra við þessi orð:
Greenspan Says Euro Breaking Down - The euro is breaking down and the process of its breaking down is creating very considerable difficulties in the European banking system,
Neikvæðar efnahagsfréttir dagsins
Eurozone economic growth close to standstill
Euro-Zone Private Sector Stays Weak
Eurozone services, factories hit as Germany weakens
- "The Flash Markit Eurozone Services Purchasing Managers' Index (PMI) fell to 51.5 this month from 51.6 in July, its lowest level since September 2009..."
- "The PMI for the manufacturing sector slid to 49.7 - its first sub-50 reading since September 2009"
- "Output in the sector held steady, with the index at 50.0, down from July's 50.2 and its lowest since July 2009."
- "The eurozone composite PMI, a broader measure of the private sector which combines the services and manufacturing data, held steady at 51.1,..."
- "The composite index is often used as a guide to growth and Markit said it was consistent with no quarterly growth in the current quarter."
Það sem gerir PMI staðalinn áhugaverðann - er að hann mælir hvað er að gerast í náinni framtíð.
Ef dregur úr pöntunum hjá viðskiptastjórum helstu fyrirtækja - þá máttu reikna með því að þá sé að vænta minnkun umsvifa þeirra fyrirtækja í náinni framtíð.
Að PMI sé innan við 50 fyrir iðnframleiðslu, eru slæmt tíðindi - því það getur þítt að iðnframleiðsla á Evrusvæði, muni dragast saman - reyndar ekki mikið, en samt dragast saman á núverandi ársfjórðungi.
Einhverra hluta vegna, eru neysla enn í smávægilegri aukningu skv. PMI mælingu, svo heildaráhrif eru 1,1% vöxtur - innan umsvifa atvinnulífs; ef þetta stenst.
"But Chris Williamson, chief economist at Markit, said a near-stagnation in Germany, the region's largest economy, was worrying. "The data raise the prospect that economic growth in the third quarter could be even slower than the disappointing 0.2% rise seen in the three months to June," he said. "With forward-looking indicators such as business confidence and new orders falling further, it is likely that the survey data will continue to turn down in September.""
Vísbendingarnar séu allar niður - segir sérfræðingur Markit, sem rekur virtasta einkarekna indexinn.
""The ZEW Center for European Economic Research in Mannheim said its index of investor and analyst expectations, which aims to predict developments six months in advance, plunged to minus 37.6 from minus 15.1 in July. Thats the lowest since December 2008 and the biggest drop since July 2006.""
"Lets not forget that its financial analysts who take part in ZEW, not German executives, so it doesnt accurately reflect the real economy, said Jens Kramer, an economist at NordLB in Hanover."
"ZEWs gauge of current conditions slumped to 53.5, the lowest in a year, from 90.6. The euro fell after the report before resuming its climb."
Þetta bætist við það, að helsti verðbréfa-indexinn í Þýskalandi, hefur hrapað kringum 25% - undanfarnar 4 vikur. Sem er ekkert smáræðis fall!
Það má vera að ZEW sem mælir væntingar sé heldur í svartsýnni kantinum, sem sagt að hann undirskjóti. Þýskaland sé ekki við það að falla fram af gjábarmi. En seinni ZEW indexinn sem mælir veltu í atvinnulífinu - sýnir ótrúlegann samdrátt í vexti frá fyrsta ársfjórðungi.
Þessi mæling staðfestir þann mikla samdrátt í hagvexti sem orðið hefur í Þýskalandi. Væntingamælingar sýna sennilega, að menn eru orðnir innan viðskiptalífsins - mjög uggandi um nánustu framtíð.
Til samanburðar sýnir Markit PMI indexinn fyrir Þýskaland: "For Germany, the composite index fell from 52.5 to 51.3, the lowest for more than two years."
Sem inniber spá um frekari minnkun aukningar umsvifa í Þýskalandi á þessum fjórðungi.
"European consumer confidence weakened more than economists forecast in August as growth in the euro-region slowed amid the sovereign debt crisis."
"An index of household sentiment in the 17-nation euro area fell to minus 16.6 from minus 11.2 in July, the Brussels-based European Commission said in an initial estimate today. Thats the lowest since June 2010."
Meðalneytandinn innan Evrusvæðis er klárt orðinn umtalsvert meir svartsýnn en sá er bjartsýnn.
Þó þetta sé ekki mæling á kaupum - þá auka neikvæðar væntingar líkur á því að neytendur haldi að sér höndum í náinni framtíð, og aukin neikvæðni auðvitað styrkir þá tilhneygingu.
"Sales of new U.S. homes declined more than projected in July...Purchases fell 0.7 percent to a 298,000 annual pace after a 300,000 rate in June that was slower than previously estimated..."
"There is no upside momentum at all in housing, said Eric Green, chief market economist at TD Securities Inc. in New York, whose forecast for sales was 300,000. Without any meaningful job growth, were going to continue to look at a housing sectors that is moribund."
Þetta skiptir máli því að minnkandi sala þíðir væntanlega lækkandi verð - og það hefur áhrif á sýn neytenda á eigin efnahag.
Ef sýn þeirra á eigin efnahag fer niður, þá vanalega hefur það neikvæð áhrif á neyslu.
"Factory output in the U.S. central Atlantic region dropped to a two-year low in August..." - "The Richmond Federal Reserve Bank said on Tuesday its index of factory activity in its district fell to minus 10 from minus 1 in July as new orders and shipments weakened sharply...It was the lowest reading since June 2009."
"While the survey covers only a small portion of U.S. manufacturing, it follows a report last week that showed a steep decline in factory activity in the mid-Atlantic region..."
""The manufacturing sector was one of the most consistent pockets of strength in this recovery and all of a sudden it seems to be taking a very severe beating that goes beyond the supply chain disruptions related to the Japan earthquake," said Anthony Karydakis, chief economist at Commerzbank in New York."
Þessar tölur frá útibúi Seðlabanka Bandar. í Richmond, koma ofan á slæmar tölur frá útibúi Seðlabanka Bandar. í Fíladelfíu.
Svo nú eru tölur komnar fram, frá tveim svæðum á Vesturströnd Bandaríkjanna, sem sýna mjög ákveðinn samdrátt í iðnframleiðslu á öðrum ársfjórðungi.
-----------------------------
Þetta eru hin slæmu efnahagstíðindi er fram kom á þriðjudag - samt fóru markaðir upp!
Bernanke - vonin mikla!
Niðurstaða
Kannski að markaðir hafi í gær verið í verkfalli - þ.e. strækað á slæm tíðindi :) En að öllu gamni slepptu, þá var merkilegt að sjá markaði fara upp - sama dag og það rigndi inn neikvæðum efnahagstíðindum.
Ef ræða Ben Bernanke á föstudaginn - stendur ekki undir þeim vonum sem virðast hafa drifið þessa þrátt fyrir allt hækkun; þá má sennilega búast við verulega snörpum lækkunum á mörkuðum nk. mánudag.
PS: frekari neikvæðar efnahags-fréttir:Eurozone woes deepen as German confidence drops
"Eurozone industrial orders also surprised economists on the downside, showing a decline of 0.7pc in June instead of an anticipated gain of 0.5pc, EU data showed." - "The monthly Ifo business climate index...German business expectations for the coming six months fell...111 points and was the biggest drop since the index lost 4.9 points in November 2008."
Einhver merki eru að sjást í dag um það, að markaðir séu farnir að leita niður aftur, en röð neikvæðra frétta dynja yfir og erfitt þá að finna bjartsýni.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2011 | 01:32
Er ný Grikklandskrýsa í uppsiglingu?
Föstudaginn sl. þ.e. 19/8, skrifuðu fjármálaráðherrar Finnlands og Grikklands undir samkomulag, sem í dag, er orðið - umdeilt. Svo alvarlegum augum líta ímsir það, að svo geti farið, að það geti velt af stað snjóbolta, sem fyrir rest geti orðið það stór - að sjálft samkomulagið frá því síðla júlí í sumar, um aðra endurfjármögnun Grikklands, geti riðað til falls.
Moody's sendir frá sér mjög harðorða aðvörun: Moodys not pleased with Greek collateral grab
"If generalized, these bilateral agreements would be credit negative for Greece and other countries now receiving or potentially in line for bailouts, since it illustrates continued differences among euro area states over the provision of support to their fellow members. The pursuit of such agreements could delay the next tranche of financial support for Greece and so precipitate a payment default."
"In this context, the tentative Finnish-Greek collateral accord raises concerns about the willingness and ability of some euro-area policymakers to implement measures that may prove necessary to preserve the stability of the European Monetary Union."
Um hvað snýst málið?
Already Slovenia, Slovakia, Austria and the Netherlands have said they would seek similar deals!
Finnar óttast að, þeir peningar sem þeir láni Grikklandi, verði ekki allir endurgreiddir. Hluti fjárins tapist. Svo, þeir gerðu kröfu um að hluti lánsupphæðar, verði lögð í pant sem veð. Grikkir greiða semt vexti af þeim 20% sem lögð eru í pant, þó þeir njóti ekki einnar Evru. Fyrir þá peninga, þurfa Grikkir að kaupa bréf með 3-A veðhæfi, sem eru auðinnleysanleg. Ef Grikkir - eins og margir enn spá - lenda í vandræðum með greiðslur, geta Finnar leyst fjármagnið í panti til sín.
- Með þessu lækka Finnar sína áhættu - sem í einangrun frá öllum öðrum sjónarmiðum, getur virst góð hugmynd.
- Vandinn kemur - þegar menn fara að íhuga hið stærra samhengi!
- En áætlunin um endurfjármögnun Grikklands, gerði ekki ráð fyrir að löndin sem veita fjármagnið - krefjist slíkra gerninga - - en slíkur gerningur klárt minnkar það fjármagn sem Grikkir fá til umráða þ.e. í þessu tilviki um 20%.
- Stærð endurfjármögnunarinnar, var reiknuð út frá áætlaðir fjármögnunar-þörf Grikklands út 2013.
- Svo - ef önnur ríki fylgja fordæmi Finna, þá myndast stækkandi hola í þeirri fjármögnun - - sem fullkomlega óhjákvæmilega, mun grafa undan trúverðugleika endurfjármögnunar áætlunarinnar, þ.e. björgunar pakkans sjálfs.
- Að auki, eins og Moody's bendir á, má ekki heldur gleyma áhrifum þessa samnings á sýn fjárfesta, á vilja aðildarríkja Evrusvæðis - til að standa straum af þeim sameiginlegu björgunaraðgerðum, sem til þarf - - svo Evrunni sjálfri verði haldið á floti.
- En samningur af þessu tagi, myndbyrtir í augum fjárfesta akkúrat dæmi um, þann skort á úthaldi til að standa undir sameiginlegum kostnaði - - sem marga er farið að gruna að sé farið að gæta.
- Þetta dæmi er því enn einn líkkistunaglinn - í lifandi lík sjálfrar evrunnar.
- Að lokum - - þarf einhver að bera kostnaðinn!
- Ekki getur Grikkland - skorið enn meir niður fyrir mismuninum. Það er klárt af nýjum tölum yfir líklegann samdrátt þessa árs - og skýrum vísbendingum um áframhaldandi samdrátt næsta ár.
Mun björgunar-áætlun Grikklands falla?
Nýlegar fréttir gefa vísbendingar, eina ferðina enn, að kreppan í Grikklandi verði verri en spár gerðu ráð fyrir. En fram að þessu, hafa allar slíkar spár brugðist!
Greece admits economy will shrink more than expected :"Evangelos Venizelos said the ministry forecasts annual output to shrink in 2011 between 4.5pc and 5.3pc of GDP."
Analysts Say Greece's Recession Will Continue in 2012 : "analysts said Greece's economy could shrink 2% or more next year"
Það má vera, að sá aukni samdráttur og því um leið útgjalda-vandi sem gríska ríkisstj. stendur frammi fyrir; sé vatn á myllu þeirra sem í einstökum aðildarlöndum, krefjist þess að þeirra land geri samskonar samkomulag við Grikkland og Finnar voru að gera.
- Eins og sést að ofan - eru snjóboltaáhrifin þegar hafin!
- Og deilan hefur tekið óvænta stefnu - eftir að Hollendingar hafa skipt um skoðun!
Ivan Miklos, Slovakian finance minister: "I consider it unacceptable for any country not to have collateral when other countries have it."
Greco-Finnish deal reopens bail-out debate :"The most strenuous objection came on Monday from the Netherlands, which had originally said it might also push for a collateral deal if the Finnish plan was approved." - "A Dutch veto could halt the entire bail-out, as all 17 eurozone countries must approve the both the Greek rescue and the Finnish side deal."
- Nú hóta Hollendingar að fella allt samkomulagið - hafa sett Finnum úrslitakosti. Þetta er nýr póll í hæðina, eftir að þeir fyrst sögðust vilja samskonar díl.
- En finnska ríkisstj. segir að þetta samkomulag, sé eina leiðin til þess - að meirihluti sé innan finnska þingsins fyrir björgunarpakkanum, fyrir Grikkland.
Niðurstaða
Eina sem ég get ráðlagt fólki, er að fylgjast með fréttum. En á þessari stundi er engin leið að vita hvernig þetta fer. En öruggt er að mjög slæm efnahags framvinda Grikklands, grefur undan björgunaráætluninni. Það einnig, skapar aukinn ótta um þá peninga sem björgunaráætlunin gerir ráð fyrir að Grikklandi sé lánað, ofan í fyrri lán. Sá ótti - getur einmitt skapað slæmann vítahring nú þegar þessi deila er nú komin upp á yfirborðið.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar