Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Kína á hraðri leið með að gera SA-Asíu að bakgarði sínum!

Ég fékk í dag mjög áhugaverð gögn í e-mail frá Stratfor, óháðri stofnun sem selur greiningar á heimsatburðum, til hver sem vill aðgang. En, miðað við þær upplýsingar er skammt þess að bíða að lönd SA-Asíu verði bakgarður Kína, með svipuðum hætti og um tíma Mið Ameríka var bakgarður Bandaríkja Norður Ameríku. En, með gögnunum fylgir mynd sem segir margt!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/china-asean_rail_linkages.jpg

Í grunninn er yfirlístur tilgangur sára einfaldur og saklaus. En hann er sá að tengja lönd SA-Asíu við Kína, með því að leggja háhraða lestarlínur sem sýndar eru á myndinni sem appelsínugular brotalínur.

Heilu línurnar eru háhraðalestir þegar í notkun, heilar appelsínugular lestalínur í byggingu.

En punkturinn sem ég vísa til er afleiðing þess, að ríkin verða með þeim hætti, tengd þráðbeint við hagkerfi Kína.

Við erum að tala um það, að hafnir þeirra landa, sérstaklega þær hafnir sem eru Vestan megin við Malakkaskaga, munu fúnkera sem inn-/útflutningshafnir fyrir Kína. 

Löndin verði smám saman eins þráðbeint tengd við hagkerfi Kína, eins og Kanada er við Bandaríkin; nema með þeim mun að Kína er enn og verður áfram, einsflokksríki með alræðisfyrirkomulagi.

Það er einmitt þ.s. ég meina, hvaða afleiðingar hefur það fyrir þessi tilteknu ríki, að verða svo þéttofin inn í hagkerfi Kína?

Takið eftir að þessi lönd eru, eins og löndin í Mið Ameríku, fyrir neðan Kína þ.e. Suður af Kína. Þó það sé fyrst og fremst skemmtileg tilviljun, þá grunar mig að samskipti þeirra muni smám saman þrósast inn, í nokkurs konar leppríkjafyrirkomulag.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/chinese_highspeet_train.jpg


Þau fá sennilega út úr þessu, vissa hagsæld - en kostnaðurinn verði að fórna sjálfstæðinu.

Sjálfsagt gerist þetta smám saman, eftir því sem þau renna þéttar inn í hagkerfi Kína, eftir því sem kínverskir aðilar eiga meir af rekstri þar, og eftir því sem þau verða meir háð kínverskum ferðamönnum; en klárt að eftir 2016 þegar þetta kerfi á að vera fullklárað að þá fer hraði þeirrar þróunar á fulla ferð.

Vart geta mörg fleiri ár liðið, áður en þessi lönd, verða orðin svo þétt riðin inn í kínv. áhrif, að neita að fara eftir vilja kínv. stjórnvalda, verði nánast óhugsandi hlutur.

-------------------------------Sjá póstinn frá Stratfor!

"On April 27, China and Myanmar signed a memorandum of understanding (MoU) for a joint railway construction project connecting the eastern Myanmar border town of Muse, the main gateway between Myanmar and China’s Yunnan province and the starting point of the Sino-Myanmar oil and gas pipeline, to the western port city of Kyaukphyu in Myanmar’s Rakhine state. The 61-kilometer Muse-to-Lashio line is the first scheduled phase of the project, all of which is slated for completion within three years. To be built parallel to the Sino-Myanmar pipeline, which began construction in June 2010, the railway will significantly enhance pipeline security and provide access to the sea from southwestern China."

"Beijing and Vientiane signed an MoU in April 2010 and the Laotian parliament approved the 420-kilometer project in December. Construction was scheduled to begin April 25 and take four years to complete, though groundbreaking has been delayed, probably due to domestic issues on the Laotian side. Chinese companies would finance 70 percent of the $7 billion project."

"According to the plan, this middle section will extend into Thailand. One line will connect Nong Khai to Bangkok and then continue eastward to Thailand’s eastern region. Another line will link Bangkok to the southern Thai-Malaysian border region near Padang Basar. Under a draft MoU, construction is slated to begin in 2011 and be completed in 2016. Meanwhile, Chinese companies are also bidding for an HSR project connecting the Malaysian capital Kuala Lumpur to Singapore. Once these missing links are in place, China’s existing railway network will extend south to Malaysia and Singapore."

"The Southeast Asian railway network will significantly enhance the degree of interconnection among ASEAN countries and boost China’s regional influence through greater trade and economic cooperation under the ASEAN-China free trade agreement. The Singapore link will give China more direct access to the Southeast Asian trade hub and a greater export market, bypassing the South China Sea and the Strait of Taiwan, while the Myanmar link, by creating an alternate access route for China to the Indian Ocean, will enable it to avoid heavy reliance on the Strait of Malacca. Strategically, the railway network could alleviate any strategic pressure on China from the United States’ re-engagement with Asia and, coupled with Beijing’s “charm offensive,” help contain India’s influence in the region."

-------------------------------Endir!

Kína er einnig að planlegga sambærilegar tengingar við Mið - Asíu. En, þar er á móti að glíma við Rússa, sem munu vita hvað plön Kína þíða, og gera sitt besta til að tefja fyrir þeirri þróun, að Mið - Asía færist frá rússnesku yfirráðasvæði yfir á kínv. En, þau plön kínv. eru styttra komin.

Varðandi SA-Asíu plön Kína, virðist ekkert geta stöðvað þá þróun.

 

Kv.


Merkileg þróun átti sér stað á Indlandi í gær, þ.e. að Indverjar ákváðu að kaupa evróskt í staðinn fyrir bandarískt, eins og flestir analistar höfðu fastlega reiknað með!

Hin óvænta frétt er sú, að Indland hefur ákveðið að kaupa annaðhvort Rafale herþotur eða Eurofighter Typhoon, en ekki F-16 eða F-18. Indverjar voru með tilboð um sænskar Gripen þotur og að auki höfðu Rússar sent þeim tilboð.

Ástæða þess, að margir svokallaðir sérfræðingar töldu líklegra að Indverjar myndu kaupa F-16 eða F-18, þó þær vélar séu eldri og minna fullkomnar en þær evrópsku; eru hagsmunir þeir sem Indland hefur af bandalagi við Bandaríkin. Eða þ.s. þeir sérfræðingar töldu vera þeirra hagsmuni.

En, ef við íhugum aðeins hagsmuni Indlands, þá er Indland sannarlega í samkeppni við Kína, um áhrif og völd yfir Indlandshafsvæðinu. En, Kína hefur í dag flotastöðvar sitt hvoru megin við Indland, þ.e. eina í Pakistan og eina í Myanmar, sem Indverjum alveg örugglega þykir óþægilegt í meira lagi. Að auki, er enn í gangi óleyst landamæradeila milli Indlands og Kína, en Kína gerir tilkall til austasta fylkis Indlands eins og það leggur sig, vegna þess að í fyrndinni var það leppríki Tíbets þegar Tíbet einu sinni var ríki með meiru. Þarna í fjöllunum við landamærin eru á hverju ári einhverjar skærur milli herja Indverja og Kínverja. Það skrítna ástand hefur skapast, að á seinni árum haga Kínverjar sér þannig, að í hvert skipti sem háttsettur fulltrúi alríkisstjórnar Indlands heimsækir það hérað, þá sendir Kína harðorð mótmæli til Indlands, um afskipti af innanlandsmálum Kína. Kína sem sagt lítur á héraðið sem kínv. land. Þetta ásamt ásamt hratt vaxandi veldi Kína og þeirri staðreynd að kínv. hagkerfið er 4-falt stærra; setur þrýsting á Indland um að efla sinn landher, flugher og flota.

Þannig að í dag, er Indland orðið stærsti vopnakaupandi í heimi!

Í þetta skipti var tekist á um stórann sölusamning á herþotum, þeim langstærsta í boði þetta árið í heiminum. 

En varðandi herþotur, þá er það ekki einungis hagsmunir Indlands, að kaupa sem bestar vélar - til að svara stöðugt vaxandi tækniþróun flugvélaiðnaðar í Kína; heldur einnig mikilvægt fyrir Indland að efla eigin flugvélaiðnað á móti.

India surpasses China as world’s biggest arms buyer : "The country imports roughly 70 per cent of its arms, with Russian companies accounting for 82 per cent of the arms imports in the 2006 – 2010 period...New Delhi hopes that increased military spending and foreign direct investment in the defence sector will help to foster domestic industry." -  "“As an importer, India is demanding offsets and transfers of technology to boost its own arms industry, and, in order to secure orders, major suppliers are agreeing to such demands,” said Siemon Wezeman, a researcher at SIPRI."

India shuns US in $11bn fighter deal : "After trials, India selected France’s Dassault Rafale and the multinational Eurofighter Typhoon – ...to compete in the next stage of the competition, according to India’s defence ministry." - "At stake is a deal to equip India with 126 multi-role fighter jets in one of the world’s largest military contracts. The winning bid is expected to shape India’s air power for the next three decades and serve as the bedrock of a strategic partnership."

Minn grunur er að mestu hafi ráðið að sennilega gátu Evrópumenn boðið stærri yfirfærslu á tækni til Indlands - en Bandaríkjaþing takmarkar rétt bandar. framleiðenda að þessu leiti, en líklega inniheldur lokasamningur réttindi til Indlands að framleiða hluta af samningnum á Indlandi skv. "license." 

En, hagsmunir Indlands af uppbyggingu eigin flugiðnaðar, eru væntanlega ekki síður að mikilvægir í augum Indverja, heldur en akkúrat hvaða vélar það eru.

Síðan er það væntanlega bónus, að þetta eru nýrri og fullkomnari vélar að auki.

 

"Timothy Roemer, US ambassador to Delhi, said the US was “deeply disappointed” by the decision not to select US defence companies. Earlier on Thursday, Mr Roemer, a personal friend of Barack Obama, US president, announced his resignation." - "While Mr Roemer said he was leaving India for personal reasons, as ambassador he had heavily promoted the US bids.""

Eins og sést að ofan, er sendiherra Bandaríkjanna á Indlandi að hætta, en það sýnir mikilvægi Indlands í augum Obama, að hann skuli hafa gert einn helsta vin sinn að sendiherra þar. Augljós grunur, að það sé tenging á milli þess að hann hætti og ákvörðunar indv. stjv.

En, vegna mikilvægis Indlands fyrir Bandaríkin, sem vegna hratt vaxandi skulda er fyrirséð að munu þurfa á næstu árum minnka verulega hernaðarumsvif; þá hafa Bandaríkin sennilega ekkert val um annað en að gera sér þetta að góðu. 

Svo, að bakvið kaupin getur að auki legið, sú greining indverskra stjórnvalda, að Bandaríkin séu mjög ólíkleg til að fara í fílu þó þeirra þotur hafi ekki orðið fyrir valinu, og þannig tekið "strategic partnership" við Bandaríkin, sem sjálfsagðan hlut - sem mikið dýpri hagsmunir en þessir undirliggi. 

 

Niðurstaða

Uppbygging flughers, er liður í aukinni hernaðaruppbyggingu Indverja. En, flugher Indlands er stór en úreltur tæknilega. Hratt vaxandi tæknileg fullkomnun eigin kínverksrar flugvélasmíði, setur mikinn og hratt vaxandi þrýsting á Indland, að efla á móti eigin flugvélaiðnað ásamt flugher. 

Þessir þættir örugglega undirliggja ákvörðun indverskra stjórnvalda.

 

Kv.


Liggur að baki afstöðu Samtaka Atvinnulífsins til kjarasamninga, það veðmál forsvarsmanna þeirra, að ríkisstjórnin sjálf hafi ekki úthald í kostnaðarsöm verkföll?

Ég ætla að forðast það að taka afstöðu milli deiluaðila. En, krafa Samtaka Atvinnulífsins eins og flestir ættu að vita, er að ríkisstjórnin gefi yfirlísingu um stöðu sjávarútvegarins sem hald sé í. Að auki, hefur verið haldið stíft fram kröfu um 3. ára kjarasamninga. Þeir hafna boði um samning í 1. ár - með stöðu útvegarins í óvissu.

Samtök Atvinnulífsins tala fyrir því sem þeir kalla atvinnuleið, og segja að meðan sjávarútvegur hangi í óvissu um hver niðurstaða ríkisstjórnarinnar sé um stöðu kvótamála, verði fjárfestingar sérstaklega í sjávarútvegi í frosti.

Það má deila um hvað er hin ábyrgðafulla afstaða í þessu máli. En talsmenn SA benda á að sjávarútvegur sé enn, aðalgrundvöllur gjaldeyristekna þjóðarinnar - sem að sjálfsögðu er rétt.

Talsmenn SA, segja einnig að ábyrgðalaust væri, að ganga frá kjarasamningum, með hagsmuni meginstoðar gjaldeyristekna þjóðarinnar í háa-lofti. Um það má deila, hvort kjarasamningar sé rétti vettvangurinn, til þess að knýja þá deilu milli ríkisstjórnarinnar og SA til lykta.

En, SA virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að kjarasamningar á vinnumarkaði, sé ef til vill, einmitt þeirra besta tækifæri, til að ná fram þeirra markmiðum.

 

Þegar ég las nýverið skýrslu Seðlabanka Íslands Peningamál þá rakst ég á eftirfarna töflu:

......................Sjá bls. 29.

*43. fyrirtæki með meira en 4ma.kr. veltu

Fjárfesting skv. atvinnuvegakönnun........................2011
Sjávarútvegur.......................................................-43,3
Upplýsingatækni og samskipti.................................-17,7
Verslun....................................................................9,8
Framleiðsla...............................................................6,6
Flutningar, þjónusta og annað..................................38,5
Alls (43)..................................................................-0,8

 

  • Eins og sjá má, virðist raunverulega vera frost í fjárfestingum í sjávarútvegi, fyrst að fyrirtækin þar hyggjast minnka fjárfestingar um 43,3%. Ofan í 2 mögur samdráttar-ár.
  • Nú geta menn veifað samsæriskenningum um samantekin ráð eða eitthvað svoleiðis - en ef ég væri að stýra útvegsfyrirtæki, myndi ég taka tillit til óvissunnar sem það skapar að vita ekki fyrir víst hvort eða að hvaða marki ég held kvótanum sem fyrirtækið hefur haft til umráða og fresta öllum fjárfestingum.
  • En, ég myndi sennilega vera til í að íhuga skammtímasamning, 1 ár í senn, svo lengi sem óvissan viðhelst.
  • Það er krafa SA um 3. ára samning, hengd við kröfu um úrlausn til sjávarútverarins; sem vekur mikla athygli.
  • Hún er óneitanlega - djörf!
  • Ég er að velta fyrir mér hverskonar "calculation" eða veðmál, sé að baki þeirri kröfu?
  • En, þeir klárt setja hana fram, vegna þess að þeir telja einhverjar líkur að ná henni fram.
  • Þeir sem skipa SA eru ekki fífl eftir allt saman. Menn geta verið ósammála þeirra markmiðum, en þeir eru örugglega ekki fífl!

 

Ég bendi á að staða efnahagsmála er afskaplega veik?

Aftur sjá Peningamál bls. 38.

  • "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu
  • "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu.

Ég bendi á að afgangur af utanríkisverslun, þegar vaxtagjöld hafa verið dregin frá, var einungis 1,7% eða 26ma.kr. árið 2010. Seðlabanki áætlar sömu tölur 2011 vera 2,4% og 39ma.

Að auki verður að muna, að greiðslur af AGS pakka hefjast næsta ár, vaxtagjöld milli 50-60ma.kr. miðað við gengi krónunnar 2010, sem er hærri upphæð en nettó tekjuafgangur síðasta árs og áætlaður af Seðlabanka nettó afgangur 2011.

 

Pétur Sigurðsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða - „Árangursríkast væri ef félögin kæmu sér saman um að boða til vinnustöðvanna í atvinnugreinum sem hafa mikla þýðingu og trufla til dæmis samgöngur og birgðaflutninga. Þá kæmi sér verst fyrir LÍÚ ef fiskútflutningur yrði stöðvaður,“...Hann segist heyra á samningamönnum og forystu verkafólks að kröfur Samtaka atvinnulífsins um að kvótakerfinu verði ekki umturnað komi flatt á fólk. „Það er greinilegt á yfirlýsingum verkalýðsforingja að þeir standa á öndinni. Menn spyrja sig hvaða krafa komi næst. Getum við gert ráð fyrir að atvinnuveitendur geri kröfu um að velja þjóðhöfðingja,“ spyr Pétur.

  • Pétur nefnir einmitt til, að verkalýðshreyfingin ætti að einblína á þætti sem skaða gjaldeyristekjur þjóðarinnar. 
  • Ég trúi vel, að hreyfingar verkalýðs undrist kröfu SA sé haldð til streytu, að gera 3. ára samning og um að fá tryggingu fyrir því að kvóti sé ekki skertur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á meðan.
  • En 1. árs samningur ætti að vera ásættanleg lending, meðan deilan um kvótann geysar. Þannig að launamönnum sé þá ekki haldið í einhvers konar launagíslingu á meðan.
  • En, ég hef ekki trú á að SA setji fram kröfu, sem þeir telja sig ekki eiga nokkurn möguleika að ná fram.

 

Mig grunar eftirfarandi veðmál SA:

  1. Staða ríkisstjórnarinnar sjálfrar sé svo tæp, um það að ná fram efnahagslegum markmiðum sínum, að hún muni stöðva með lögum, öll verkföll sem ógna, gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
  2. Að aðildarfyrirtæki SA og félög, hafi meira úthald í verkfall, en ríkisstjórnin sé líkleg að hafa.
  • Mér sýnist nefnilega, að forsendur um hagvöxt, og afgang af gjaldeyrisverslun, séu það viðkvæmar - að ekki megi miklu út af bregða; svo að ílla horfi með næsta ár, þegar ríkið þarf að ná því að standa straum af fyrstu greiðslum af AGS lána pakkanum.
  • Mig grunar því að ef ég get mér rétt til um hugsunina á bakvið kröfu SA, þá séu góðar líkur á því að þeir meti stöðuna rétt.
  • Ríkið muni ekki treysta sér til annars en að stöðva með lögum, öll umsvifamikil verkföll sem ógna gjaldeyristekjustöðu þjóðarbúsins.
  • Þannig, að SA muni halda kröfu sinni til streytu, meðan ríkið vegna veikrar stöðu mála, treystir sér ekki til annars en að slá vopnin úr hendi launþega, sem vilja knýja SA til að sætta sig við kröfur samtaka launþega.
  • Ég veit ekki hve lengi það stapp getur staðið. En, sögulegt verður þetta. Og mörg hörð orð munu falla, á alla bóga.

 


Niðurstaða

Mig grunar að Samtök Atvinnulífsins telji ríkið sjálft þoli ekki víðtæk verkföll, og muni banna mjög fljótt verkföll af því taginu, sem bitna á gjaldeyristekjum landsins.

Þannig að eftir standi þá verkföll með lítið bit, og SA sjái ekki ástæðu að gefa eftir hænuskref.

Þetta geta orðið sögulegustu vinnudeilur Íslands um áratugaskeið.

Hver blikkar? SA grunar mér, að álíti að ríkisstjórnin muni það gera og það í hvert sinn, sem verkfall skellur á sem ógnar gjaldeyrissöflun hagkerfisins.

Þetta getur verið rétt metið! Ískalt mat, svo sannarlega þó.

En, hve langur tími skildi síðan líða þar til loks er skrifað undir? Dregst það kannski langt fram eftir sumri? Fram á haust? Eða lippast ríkisstj. alveg niður löngu fyrir þann tíma. Eða, jafnvel stendur deilan milliSA - ríkisstj. og samtaka launþegar - jafnvel fram á næsta vetur?

 

Kv.


Gjaldþrot Grikklands hangir enn sem damoklesar sverð yfir bankakerfi Evrópu! Ekkert gengur að snúa hlutum til betri vegar!

Grikkland er statt inni í "debt depression" miðað við nýjustu fréttir. En, skv. þeim þá er allt meira að minna að ganga á afturfótum. Skatttekjur eru minni en reiknað var með. Ekki bara vegna undanskota, sem er klassískt vandamál í Grikklandi, heldur vegna þess ekki síður að samdráttur í gríska hagkerfinu er meiri skv. endurskoðuðum hagtölum en áætlun hafði gert ráð fyrir að yrði reyndin.

 

Hole in Greek finances bigger than thought as bond flight continues : "The deficit in the Greek government's budget amounted to 10.5pc of GDP in 2010, EU statistics agency Eurostat reported on Tuesday, putting it significantly above February's 9.6pc estimate from Brussels." - "The Greek finance ministry said the latest "deviation" was "mainly the result of the deeper than anticipated recession of the Greek economy that affected tax revenues and social security contributions"."

Þessar fréttir höfðu neikvæð áhrif á markaðinn, og skuldatryggingaálag Grikklands, Portúgals og Írlands hækkaði á mörkuðum, og að auki hækkaði vaxtakrafa fyrir 2 ára bréf.

 

Greek debt yields soar on deficit fear

....................Skuldatryggingaálag.........Ávöxtunarkrafa fyrir 2. ára ríkisskuldabréf.

Grikkland,..........1.435........................................24,34%

Portúgal,...............681........................................12,09%

Írland,..................669........................................11,46%

 

Undanfarnar 2. vikur hefur verið mjög sterkur orðrómur uppi um það, að gríska ríkisstjórnin væri við það að gefast upp, og lísa sig gjaldþrota. Nú síðast um páskahelgina!

Klárt er að Evrópusambandið tekur ástandið á Grikklandi alvarlega! Sendinefnd frá Seðlabanka Evrópu og AGS, mun taka út ástandið í Grikklandi snemma í maí nk.

EU poised for Greece crisis talks : "Senior officials from the European Union, the European Central Bank and the International Monetary Fund are expected to make a "lightning visit" for two days to ensure Greece can meet plans to cut its deficit by €24bn (£21bn). The trip is being planned for May 9, although insiders said this could be brought forward to May 5."

"On Saturday (laugardaginn fyrir viku) Jurgen Stark, an executive board member of the ECB, warned that a restructuring of debt in any of the troubled  eurozone countries could trigger a banking crisis even worse than that of 2008. "A restructuring would be short-sighted and bring considerable drawbacks," he told ZDF, the German broadcaster. "In the worst case, the restructuring of a member state could overshadow the effects of the Lehman bankruptcy."

Þetta er einmitt orðalagið til að róa markaðina - draga úr paník :)

  • En, ég samt sem áður trúi því að herra Stark viti um hvað hann er að tala!
  • Það væri því ekkert gamanmál fyrir Evrópu, ef Grikkland springur á limminu!

En tekið saman, með þeim sterka orðrómi sem uppi er, að mjög bersýnilegt er orðið að AGS planið í Grikklandi er ekki að virka og að mjög klárt er orðið í flestra augum sbr. mat markaðarins að gjaldþrotslíkur Grikklands séu komnar upp í 67%, að Grikkland einfaldlega mun aldrei geta staðið í skilum - munum einnig eftir orðum Stark sem sér ástæðu til að segja þetta upphátt og við fjölmiðla - munum einnig eftir sendinefnd Seðlabanka Evrópu og frá AGS; þá virðist sem greiðsluþrots tilkynning frá Grikklandi, geti jafnvel verið rétt handan við hornið.

 

En það eru mjög sterk öfl andvíg slíkri yfirlísingu!

  1. Þýskir bankar lánuðu mikið fé til Grikklands, og það myndi alls ekki henta Merkel, að þurfa að endurfjármagna banka í Þýskalandi og verja til þess tugum milljarða Evra.
  2. Seðlabanki Evrópu, á mikið af grískum ríkisbréfum, og þau myndi þá verða til muna verðminni, og Seðlabankinn mun sannarlega frekar vilja forðast að þurfa að bókfæra slíkt tap.
  3. Grísku bankarnir, munu sennilega allir með tölu hrynja því þeir sjálfir hafa fjárfest mikið í ríkisbréfum eigin ríkisstjórnar, og talið líklegt að þeir myndu ekki höndla þá afskrift sem til þyrfti þ.e. á bilinu 50-60%.

Timing of Bailout-State Restructuring Could Affect Survival of the Euro Zone : "The earlier a restructuring occurs, the more it will hurt euro-zone banks. But the later it occurs, the more conscious taxpayers in creditor nations will be of giving help to another country. And that will provide a major test of the currency area's cohesiveness. "

  • Paul Hannon kemur með áhugaverðann punkt, að það sé í reynd betra fyrir Grikkland að fara sem fyrst í greiðsluþrot.
  • En, hann bendir á, að í augum almennings í öðrum Evrópuríkjum, verði greiðsluþrot aðildarlands og sú tilhugsun að tapa eigin skattfé til annars aðildarlands, ekki síður óvinsælt 2013 en á þessu ári.
  • Þannig, að viðbrögð annarra Evrópulanda muni einnig þá eins og í dag, vera þau að beita þrýstingi á Grikkland, að borga - að bjóða frekar viðbótarlán en að taka á vandanum.
  • Þrýstingur um að halda áfram, að skera frekar niður - auka samdrátt o.s.frv., verði sá sami og í dag, en á sama tíma valdi sú krafa enn frekara tjóni á gríska hagkerfinu og hag almennings á Grikklandi.
  • Þar sem, þ.e. mjög klárt að betra er fyrir hin Evrópuríkin, að Grikkland fresti greiðsluþroti sem lengst - því það mun kosta þau minna.
  • Og, eftir því sem frá lýður, þá ættu bankakerfin í hinum löndunum smám saman að geta náð því að endurfjármagna sig.
  • Þá má einnig halda því fram, að einmitt í dag - hafi Grikkland bestu samningsaðstöðuna; ef einhverntíma Grikkland þorir að taka áhættuna, og segja við hin ríkin - þið verðið að gefa meir eftir gagnvart okkur.
  • Einmitt vegna þess, að greiðsluþrot í dag mun verða erfiðara og kostnaðarsamara fyrir hin ríkin, en greiðsluþrot seinna. En, á móti mun þá grískur almenningur þurfa að búa við stöðugann þrýsting á þeirra kjör, umfram þ.s. þyrfti að vera ef skuldirnar væru lægri.
  • Þarna sýnist mér að ætti að vera að finna einhvern milliveg. En, til þess að vinna hann fram, þarf gríska ríkisstj. að þora að stíga á einhverjar tær.
  • Slíkur millivegur, getur verið lenging á lánum og á sama tíma veruleg lækkun á vöxtum. Jafnvel einhver eftirgjöf af höfuðstól.

Að sjálfsögðu, verður slíkt ekki vinsælt - en mig grunar að Hannon hafi rétt fyrir sér, að líkur á að það gangi betur fyrir ríkisstj. Grikklands að semja seinna, séu ekkert betri á morgun - þvert á móti sýnist mér, því einmitt með minna í húfi á morgun þá munu sennilega hin aðildarríkin sjá minni ástæðu til eftirgjafar.

En sagan kennir, að til að ná fram málamiðlun, þurfa aðilar báðum megin borðs að standa frammi fyrir tjóni; og ef annar aðilinn gefur hinum tíma til að komast út úr tjónshættu, þá verður sá aðili minna líklegur til eftirgjafar - ekki meir.

Þannig, að það væri röng ákvörðun fyrir grísku ríkisstjórnina, með hagsmuni eigin íbúa í huga, að bíða fram yfir þetta ár með það að semja um umtalsverðar tilslakanir frá hinum ríkjunum, varðandi þau lán sem Grikkland hefur frá þeim fengið.

 

Kv.


Peter/Paul dómurinn frægi, virðist útiloka möguleikann á því að unnt sé að krefjast bóta umfram 20.000€

Þrátt fyrir að margoft sé búið að ræða um hinn margfræga Peter/Paul dóm, á blogginu og í fjölmiðlum. Hafði ég aldrei tekið mig til og lesið dóminn fyrr en nú. En, þ.e. ekki til nein áreiðanlegri leið, til að komast að sannleika máls, en að kynna sér sjálfur þær upplýsingar sem rifist er um.

Ástæða þess, að ég fór allt í einu að velta þessu fyrir mér, er grein í Financial Times um páskahelgina, sem ég kom mér ekki í að lesa fyrr en nú. En hún er eftir John Dizard fjármálaspeking.

En, við lestur, virðist Peter/Paul dómurinn útiloka að misstök eftirlitsaðila skapi stjórnvöldum skaðabótaskildu umfram, 20.000€ lágmarkið - svo fremi að til staðar sé innistæðutryggingakerfi, er tryggir greiðslur á þeim 20.000€. Síðan er það auðvitað deila út af fyrir sig, hve mikla ábyrgð Ísland ber á þeirri lágmarkstryggingu. En, svo fremi að lágmarkið sé raunverulega tryggt, virðist hið minnsta ekki vera hægt að krefjast frekari bóta, á grundvelli mistaka við stjórnsýslu eða eftirlit.

 

Peter - Paul dómurinn!

Sjá: Heavy hands do not help stability

  • "Except that there has been a decision by the European Court of Justice (Case C-222/02, from 2004) that rejected state liability for “defective supervision”."
  • "So it would seem the many commonly agreed shortcomings of Icelandic and Irish bank supervision do not put those country’s taxpayers at legal risk."

Málið er, að þetta tiltekna dómsmál er Peter/Paul dómurinn frægi. Svo, það var ekkert um annað að ræða, en að gera örstutta netleit og fá Peter/Paul dóminn beint á skjáinn og hefja lesturinn.

Peter / Paul - Case C-222/02, from 2004 European Court of Justice

En forsaga máls er sú að tiltekinn einstaklingur átti inneign hjá þýskum banka. Sá banki fór á hausinn, og átti viðkomandi einstaklingur því kröfu í bankann, vandi þess einstaklings var sá að viðkomandi banki hafði ekki staðist reglur sem þá giltu í Þýskalandi um aðgang að innistæðutryggingasjóð - svo sá banki var ekki hluti af innistæðutryggingakerfi er hann féll; svo sá ágæti maður sá einungis fram á að fá greitt eftir dúk og disk og þá sennilega einungis hluta af kröfu.

Sá banki fór á hausinn áður en Þýska þingið kom því í verk að leiða í lög "Directive 94/19EC". Einstaklingurinn vildi meina, þ.s. bankinn fór á hausinn eftir 1995 þegar skv. Directive 19/94 átti að vera búið að leiða það í þýsk lög, þá hefði þýsk yfirvöld að hans mati í reynd verið skuldbundin skv. ESB lögum að starfa skv. því, og hann vildi meina að skv. því væru yfirvöld skuldbundin til að taka niður banka, sem ekki uppfylltu lágmarksreglur; og að ef yfirvöld væru sein til - en Peter gerðist ekki innistæðueigandi fyrr en eftir að hann vildi meina að bankinn hefði átt að hafa verið tekinn niður og vildi því meina að stjv. ættu að bæta allt hans tjón þar með en ekki einungis skv. 20.000€ lágmarkinu.

Spurningin var því nánar tiltekið, hvort Þýska ríkið gæti með slælegu eftirliti með bönkum, skapað sér skaðabótaskildu umfram 20.000€?

"32. The answer to the first question must therefore be that, if the compensation of depositors prescribed by Directive 19/94 is ensured, Article 3(2) to (5) thereof cannot be interpreted as precluding a national rule to the effect that the functions of the national authority responsible for supervising credit institutions are to be fulfilled only in the public interest, which under national law precludes individuals from claiming compensation for damage resulting from defective supervision on the part of that authority."

Svar Evrópudómstólsins er flatt "Nei".

Mér sýnist skv. þessum dómi falla martyggðar fullyrðingar þess efnis, að Ísland geti verið skaðabótaskilt, hugsanlega, umfram 20.000€ lágmarkið! A.m.k. á grundvelli þess að Ísland hafi staðið rangt að innleiðingu tilskipunar eða haft slakt eftirlit með bönkum.

Eini mögulegi eða hugsanlegi grundvöllurinn fyrir kröfu um upphæð umfram 20.000€ er þá á grundvelli mismununar! Það er ef EFTA dómstóll úrskurðar að Ísland hafi mismunað ísl. og breskum sparifjáreigendum!

Ég hef talið alla tíð, að þetta væri hin gildandi regla - en ágætt að sjá það staðfest á prenti, að þannig sé það í reynd!

 

Spurning um mismunun!

Vonandi kemur í ljós að þrotabú Landsbanka Íslands hf, standi undir þeim endurgreiðslum að fullu.

Ég treysti mér ekki að fullyrða neitt um svokallaða mismunun, en bendi þó á að sú meinta mismunun er átti sér stað var ekki á grundvelli þjóðernis - enda allir tryggðir á Íslandi óháð því hverra ríkisborgarar þeir eru; heldur á grundvelli landsvæðis, þ.e. hér.

  • Ísland klárlega gat ekki veitt sambærilega tryggingu í Bretlandi og Hollandi!
  • Að tryggja ekki sparifé hér, hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar á Íslandi.
  • En, þá hefðu allir reikningar verið lokaðir!
  • Ísl. hagkerfið hefði skollið í algerann baklás.
  • Við hefði tekið samfélagskrísa af óþekktri stærð.
  • Síðan, að fyrir Bretland og Holland, var það ekki líklegt til að vera nærri því eins alvarlegt, að þeirra fólk væri ekki tryggt - en sá hópur er mjög lítill hluti heildarfj. innistæðna þar.

Svo, það eru klár málefnaleg rök, fyrir því sem neyðaraðgerð, að Ísland hafi framkvæmt þessa tilteknu aðgerð með þessum hætti!

Þannig að ég er bjartsýnn á að dómur muni ekki dæma Ísland brotlegt á grundvelli mismununar!

Auðvitað sem Íslendingur er ég ekki endilega hlutlaus skoðandi í þessu máli!

 

Ísland ekki skuldbundið til að greiða vexti! - svo fremi við vinnum mál í sambandi um kröfu á hendur okkur vegna meintar mismununar!

Á hinn bóginn, sé ég enga sérstaka ástæðu til þess, að Ísland sé skuldbundið að greiða Hollendingum og Bretum vexti, þ.e. að við viðurkennum að um hefðbundið lán sé að ræða.

Þeir greiddu sínu fólki, til að tryggja kyrrð og ró heima fyrir - sem sagt tryggðu sína hagsmuni. Þannig tóku þeir yfir rétt að fá greitt úr Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta (TIF). En, hvergi kemur fram í Directive 94/19EC að það séu nokkrir vextir sem menn eiga rétt á að fá á þá peninga - ef greiðslur þess fjár hafa dregist e-h af óviðráðanlegum ástæðum, miðað við einhvern tiltekna viðmiðunar dagsetningu. Sannarlega er dráttur vel umfram þann tíma sem á að vera búið að greiða þetta fé. En, hvergi er þó tekið fram, að ef dráttur á greiðslum samt á sér stað, þá eigi að greiða einhverja vexti á það fé, frá þeirri dagsetningu sem lögin kveða á um að féð hefði átt að hafa verið greitt í allra síðasta lagi. Þó menn geti ef til vill hártogað einhver sanngirnisrök, þá kemur hvergi neinst staðar fram að réttur sé til slíkra vaxtagreiðsla. Ég sé því ekki nokkurn lagagrundvöll fyrir Breta og Hollendinga skv. Directive 94/19EC að krefja Ísland yfirleitt um vexti á það fé.

Þeir fá einfaldlega sín 20þ.€ greiddar og ekki Evru umfram. Og þá er skilda Ísland uppfyllt skv. Directive 94/19EC - eins og ég sé það (Auðvitað svo fremi, að við svokölluð mismununar kæra falli fyrir dómi).

En ég vil meina að Ísland hafi ekkert gert til að með nokkrum hætti tefja endurgreiðslur. Þær muni fara fram virkilega eins fljótt og nokkur möguleiki er um.  Svo ég sé engan grundvöll skaðabóta í formi vaxta á grundvelli einhverrar ákvörðunar, sem hér hafi verið tekin - því ekkert hefur hér verið gert til að tefja endurgreiðslur frá TIF.

 

Kv.


Tekjuborð landsins er einungis milli 1,7% - 2,4%. Ef tekjur almennt hækka umfram það tekjuborð + hagvöxt ársins, verður viðskiptahalli á ný! Útkoma kjarasamninga, getur mælt hvort ísl. þjóðin hefur nægann aga til að búa við Evru!

Nú reynir á Íslendinga, en Ísland er í sömu aðstöðu og einstaklingur sem lent hefur í skuldavanda. Flestir skilja persónuleg fjármál nægilega, til að vita að persónulegar skuldir minnka þær tekjur sem viðkomandi hefur til ráðstöfunar, því gera þarf ráð fyrir afborgunum af skuldum og öðrum vaxtagjöldum.

Þetta er einnig í hnotskurn vandi Íslands í heild, okkar hagkerfis, okkar allra:

  • Íslendingar standa nú frammi fyrir kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sú krafa er í sjálfu sér sanngjörn að lægstu laun fylgi viðmiði stjv. um lágmarks framfærslu. 

Hvað er ASÍ að semja um? 200 þúsund duga ekki til lágmarksframfærslu 

  • Á hinn bóginn munar svo miklu milli núverandi lágmarkslauna og þeirra framfærsluviðmiða, að ljóst er að launahækkanir upp á prósentu tugi þyrfti til.
  • Ég sé ekki að hagkerfið hafi efni á almennum launahækkunum, umfram það borð fyrir báru sem er á viðskiptum við útlönd + sá hagvöxtur sem verður!
  1. Það þarf einnig að muna, að á næsta ári hefjast greiðslur af AGS lánapakkanum, vaxtagjöld milli 50-60ma. þegar á næsta ári. 
  2. Eins og sést að neðan, er sú upphæð hvort tveggja í senn umfram rauntekjuafgang hagkerfisins árið 2010 og áætlað af Seðlabanka rauntekjuafgang hagkerfisins 2011.

 

Heimildir mínar eru eftirfarandi, sem fram kemur í Peningamálum.

  • "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu.  - bls. 38.
  • "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu."  - bls. 38.

 

Tekjuborð landsins er á bilinu 1,7% - 2,4%!

Már Guðmundsson áætlar hagvöxt á þessu ári upp á 2,3% og skv. því er hámarks launahækkun:

  • 2,4% + 2,3% = 4,7%.
  • Á hinn bóginn stórlega efast ég að, hagvöxtur verði þetta mikill.

Sá hagvöxtur sem Már talar um í ár á að vera knúinn af neyslu, þ.s. aukin neysla skilar ekki auknum gjaldeyristekjum þá helst sennilega tekjuborð hagkerfisins óbreytt - þannig að þ.e. allt í lagi að leyfa sér að líta svo á að tekjuborð af hagkerfinu sé áfram það sama. Segjum að hagvöxtur sé 1%.

  • Þá verður útreikningur: 2,4% + 1% = 3,4%.

Nú, í ljósi þess að Ísland þarf að borga af AGS lánapakkankum á næsta ári, er sennilega óvarlegt svo meira sé ekki sagt, að þurrka alveg út tekjuborð þessa árs. Segjum að við tökum helming þess út.

  • Þá verður útreikningur: 1,2% + 2,3% = 3,5% eða 1,2% + 1% = 2,2%.

Sennilega er óvarlegt af okkur, að þurrka út allt borð fyrir báru á þessu ári, eiga svo ef til vill ekkert viðbótarborð, þegar næsta ár fer í hönd.

En, eins og ég sagði, á næsta ári hefjast greiðslur af AGS lánapakka!

 

Þetta er reyndar ágætis prófraun um það, hvort Ísland getur búið við Evru! En ef Íslendingar geta ekki haldið aftur af sér, þegar þeir standa frammi fyrir öruggu greiðsluþroti; þá er tómt mál að tala um að það skapi slíkann aga að orsaki breytta hegðun hér, að taka möguleikann á gengisfellingum út!

Það er einmitt málið, að ef almenn laun hækka umfram þ.s. borð er fyrir tekjulega gagnvart útlöndum, þá eins og án undantekninga hefur áður gerst, hverfur afgangurinn af utanríkisviðskiptum og viðskiptahalli skapast; hagkerfið fer að safna skuldum á ný.

 

  • Nú, vegna þess að í dag skuldar Ísland svo mikið - mikið meira, en það hefur nokkru sinni áður gert; þá er einungis möguleiki á einni útkomu ef þetta gerist, þ.e. greiðsluþrot eftir 2013. 
  • Vitneskjan um öruggt greiðsluþrot, ef við höldum okkur ekki innan tekjuramma, ætti að teljast öflug agaforsenda - hlýtur að vera a.m.k. eins öflug agaforsenda og það fræðilega væri, að taka möguleikann af gengisfellingum út.
  • Þess vegna er ég að meina, að framvinda þessa og næsta árs, gefi okkur vísbendingu um það, hvort Ísland og íslendingum, sé mögulegt að tileinka sér þann haga, sem til þarf svo unnt sé að búa við annan gjaldmiðil, en okkar eigin!

 

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með Írlandi - Portúgal og Grikklandi. En, síðan um mitt ár 2008 hafa verið stöðugar lækkanir launa á Írlandi. Í hinum löndunum tveim, voru launalækkanir 2009 en síðan hækkanir 2010. Öll löndin 3. standa frammi fyrir greiðsluþroti nær öruggu, en vegna þess að Írland er komið með afgang af utanríkisviðskiptum er það líklegra til að rétta fyrr við sér.

Gengisfelling krónunnar, skapaði afgang af viðskiptum eins og á Írlandi, hér þurfa ekki að fara fram beinar launalækkanir - einungis nægilegt aðhald að hækkunum launa héðan í frá, til að afgangi af viðskiptum með tilliti til vaxtagjalda sé ekki upp eytt. Þannig að aga krafan er ekki eins stíf og sú er Írar hafa verið að undirgangast.

Ef við Íslendingar getum ekki haldið aftur af launahækkunum, að því marki sem þarf svo landið í heild haldist innan tekjuramma þess sem við okkur blasir, þannig að það stefni aftur í viðskiptahalla ofan í mjög tæpa skuldastöðu, þá erum við að hegða okkur með þeim sama skorti á skynsemi, og Grikkir og Portúgalar - en ekki nándar nærri skv. hinum írska aga.

Þetta segir alveg til um líklega hegðun okkar innan Evru. Er ein þeim stóru ástæðum sem ég tek til, sem ástæðu þess að ég hef komist að þeirri meginniðurstöðu, að Ísland geti ekki búið við Evru.

  • Þjóðfélagið einfaldlega skorti þann aga er til þarf.
  • Ath. þetta er ekki eina ástæðan, er stór ástæða þó!

 

Innflutningshöft eða gengisfelling?

Möguleikarnir sem stjórnvöld standa frammi fyrir eru tveir, báðir slæmir, ef launahækkanir verða umfram raungetu hagkerfisins:

  1. Gengisfelling.
  2. Innflutningshöft.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með, hvora leiðina núverandi stjv. kjósa að fara. En, á 5. og 6. áratugnum, var pólitískt óhugsandi hérlendis að fella gengi. Þ.e. ástæða þess að haftastjórnun stóð yfir samfellt frá 1947-1959. En, leið sú sem farin var 1959 af ríkisstj. Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, hófst með um 30% gengisfellingu, samhliða var dregið mjög úr höftum - ástand þ.s. mörg gengi viðgengust var afnumið.

En, ef upplifun vinstristjórnarinnar verður sú, að gengisfellingar séu ósanngjarnar - tilræði við almenning - tilræði við launamenn; hugsun sem var ríkjandi á haftaárunum?

Þá getur verið, að það verði valið að feta landið dýpra inn í fjötra hafta - og því miður þeirrar óskaplegu spillingar, sem ætíð fylgir haftakerfum, því verri sem þau kerfi ná yfir fleiri svið.

En mun einfaldari leið væri ný gengisfelling t.d. 10% - 15%. Auðvitað þá verður enginn hagvöxtur á grundvelli aukinnar neyslu. En, sú spá er ef til vill vísir um hvert stjv. stefna - þ.e. höft.

En, slíkur hagvöxtur verður ekki alvöru hagvöxtur - en ég lít svo á að einungis með því að skapa tekjuaukningu sjálfs hagkerfisins, sé um svokallaðann raunhagvöxt að ræða!

 

Niðurstaða

Sannleikurinn er sá, að borð til launahækkana er sára lítið. Nánast ekki neitt!

Skulda vs. tekjustaða Íslands, er mjög - mjög tæp. Hún var ofan við núllið á sl. ári sem samvaraði einungis 1,7% af þjóðarframleiðslu. Á þessu ári er áætlað að hún verði 2,4% af landsframleiðslu umfram 0. Þetta er allt og sumt.

Á næsta ári hefst greiðsla af AGS lánapakka. Sú upphæð sem AGS rukkar okkur um, er umfram þetta 2,4% tekjuborð. Það má þó vera, að greiðslur af öðrum skuldum verði minni á næsta ári en mun verða á þessu, en sum lán ríkisins eru með afborganir annað hvert ár. 

En ljóst er þó að mjög brýnt er að auka útflutningstekjur/gjaldeyristekjur landsmanna og það með hraði. Það verður að vera hin raunverulega forsenda aukningar lífskjara hérlendis á næstu árum, þ.e. að lífskjör séu einungis hækkuð í takt við auknar rauntekjur okkar allra.

Annars verður ómögulegt að komast út úr skuldakreppunni sem við erum stödd í. Greiðsluþrot mun blasa við okkur. Landið mun feta þann farveg sem Argentína fór eftir 2000 "for better or for worse".

Það verður enginn endir alls. En, ástand greiðsluþrots verður spennitreyja, því þá raunverulega getum við einungis flutt það inn það sem gjaldeyrir er til fyrir - þ.e. erlendir aðilar munu krefjast staðgreiðslu.

Kannski er það sá lærdómur sem landinn þarf á að halda, til að læra að lifa við þ.s. landið í reynd skaffar.

 

Kv.


Tvískinnungur hjá forsetanum að undirrita fjölmiðlalögin? Af hverju styð ég þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag?

Ég er almennt séð stuðningamaður þess, að stór mál fari fyrir þjóðina.

Ef við berum saman þau skipti sem forsetinn ákvað að vísa máli til þjóðar, þ.e. fjölmiðlalög hin fyrri, Svavarssamningur og síðan Icesave3.

  • Þá bárust forsetanum í öllum tilvikum ekki færri en 30.000 undirskriftir.
  • Í þetta sinn, var forsetinn einungis með 4000 undirskriftir.

Þannig, að þarna vantar að til staðar sé það rof milli þings og þjóðar, sem Ólafur Ragnar Grímsson, vísaði til þau hin skiptin, sem réttlæting þess að beita neitunarvaldi forseta gegn vilja þjóðkjörins þings, vald sem hann hefur skv. 26. grein Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.

Sjá frétt: Forsetinn hefur staðfest fjölmiðlalögin

Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands

" 26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."

 

  • Ég get ekki séð, að forsetinn hafi haft val um annað en að undirrita þessi fjölmiðlalög hin seinni, þegar hann hafði ekkert í höndunum, sem staðfesti gjá milli þings og þjóðar í því máli!
  • En að sjálfsögðu má ákvörðun forseta ekki vera tilviljanakennd, heldur verður hún að lúta einhverri tiltekinni reglu - þ.s. 26. gr. inniheldur enga slíka, er það hver reglan er í valdi forseta.

 

Eftir því sem best verður séð, hefur Ólafur Ragnar einmitt sett sér reglu, þ.e. hún komi fram í því að í þeim tilvikum að hann hefur beitt synjunarvaldi forseta, hefur hann verið með í hendi a.m.k. 30.000 undirskriftir - yfirfarnar.

Eiríkur Bergmann hélt því fram að Ólafur Ragnar yrði að synja nýju fjölmiðlalögunum, sjá hlekk á bloggfærslu Eiríks Bergmann: Rökrétt að forseti synji seinni fjölmiðlalögum

 

Marínó G. Njálsson - benti einnig á eftirfarandi

Marinó G. Njálsson 22.4 2011 13:16: Munurinn á þessum lög og Icesave er, að búið er að kjósa nýtt þing í millitíðinni. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Rökin hjá Ólafi vegna Icesave voru m.a. að um sama þing hafi verið að ræða. Hér er því ekki um neina hentistefnu að ræða. Auk þess fóru fyrri lög aldrei í þjóðaratkvæði, heldur sniðgengu Davíð og Halldór stjórnarskrána með því að draga lögin til baka.
 
  • Þetta er ágætur punktur hjá Marínó, hann svarar Eiríki Bergmann með því að 2. Alþingiskosningar hafi farið fram síðan, Ólafur synjaði Fjölmiðlalögum. 
  • Þegar Ólafur rökstuddi að löggjafarvaldið væri hjá þjóðinni eftir fyrri synjun hans á Icesave - er hann synjaði Icesave í annað sinn, þá var það á grundvelli þess að Alþingiskosningar hefðu ekki farið fram, og nýtt þing verið skipað með nýju umboði þjóðarinnar.
  • Síðan benti Ólafur á flr. þætti - að skýr andstaða þjóðar sé komin fram í þeim fj. undirskrifta er honum barst. Vísaði til að tillaga á Alþingi sjálfu um að vísa málinu í þjóðaratkvæði, hafi verið felld naumlega, þannig að klár vilji margra hafi verið fyrir hendi, meðal þings og þjóðar um að vísa málinu til afgreiðslu þjóðarinnar. En ef sú regla væri hér eins og í Danmörku, að 2/5 minnihluti þings geti vísað máli í þjóðaratkvæði, þá hefði þjóðaratkvæði verið knúið fram af nægilega stórum minnihluta þings, þarna síðast.

 

Af hverju vill ég þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag?

  • Á Íslandi vegna fámennis, verða þeir sem ráða innan stjm. flokka alltaf lítill hópur.
  • Sá hópur verður alltaf vegna nálægðarinnar í litlu samfélagi aðgengilegri þrýstihópum og hagsmuna-aðilum, en gerist og gengur hjá fjölmennari þjóðum.
  • Ég er að segja, að hér sé meiri hætta á því, að þrýstihópar með rýfleg fjárráð, öðlist óeðlileg ólýðræðisleg völd, í gegnum það að hafa áhrif á tiltekna lykil einstaklinga innan ráðandi flokka hverju sinni.
  • Ég bendi einnig á, að smæðarinnar vegna, eru flokkarnir yfirleitt veikar stofnanir, með fá innri tékk á völd og áhrif einstaklinga innan eigin raða.
  • Að auki, vegna smæðarinnar, veikra innviða flokka, þá hafa flokkarnir ekki nægan aðgang að sérfræði þekkingu meðal eigin flokksmanna, til að undirbúa mál af kostgæfni - sem hefur oft gert þá háða þrýstihópum sem vinna að forgangi tiltekinna hagsmunamála, um undirbúning mála.
  • Þróunin hefur nánast verið þannig, að tilteknir flokkar hafa tiltekna þrýstihópa sem bakhjarla, sem veita þeim fjárhagsaðstoð og aðgang að sérfræðiþekkingu, en gegn því að hafa mjög mikið að segja um - hvaða mál fá forgang innan viðkomandi flokks.
  • Á sama tíma, þíðir fámennið einnig, að eftirlitsstofnanir verða alltaf veikar, erfitt að tryggja að þeir sem þar vinna, séu ekki í óeðlilegum tengslum - með öðrum orðum, að óháðar eftirlitsstofnanir raunverulega séu óháðar.


Stofnanauppbygging og fulltrúalýðræðis hérlendis, fámennis vegna, er því dæmd til að vera alltaf tiltölulega veik og óskilvirk!

Skilningur á þessu hefur vantað í umræðuna, þ.e. að fámennið sé sjálfstætt vandamál!

Hinn bóginn er til leið sem getur virkað alveg sérdeilis vel hér, einmitt fámennisins vegna!

Þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag, er hugsanleg leið á Íslandi, til að leysa tiltekin vanda sem fámennið skapar!

  • Með því, að sú regla gildi að 30.000 manns - ef við miðum við óopinbert viðmið Ólafs Ragnars - geti alltaf knúið fram almenna atkvæðagreiðslu um þingmál, þá um leið hefur þjóðin möguleika til þess að koma í veg fyrir, að fámennir hagsmunahópar í gegnum það að hafa náð tímabundið tangarhaldi á Alþingi; geti með raun ólýðræðislegum hætti knúið fram breytingar á lögum og fyrirkomulagi hluta hérlendis, eða framtíðarstefnu þjóðarinnar, sem er þeim hagsmunahópi í hag en ekki endilega meirihluta þjóðar.
  • Ég er ekki á því, að þetta muni leiða til atkvæðagreiðsla um nánast öll mál eða í tíma og ótíma:
  1. Það eitt, að aðilar vita að þjóðin getur knúið mál í almenna atkvæðagreiðlsu, mun hafa áhrif á hegðun ráðandi afla hverju sinni, eftir því sem frá líður og menn læra betur að starfa með fyrirkomulagið yfir sér.
  2. Ég á við, að í framtíðinni þegar þeir skynja að öflug andstaða er að skapast gegn máli sem þeir hafa áhuga á að knýja fram eða gegn breytingu sem þeir vilja innleiða; þá skapist hvati hjá þeim um að leggja sig fram um að útskýra málið fyrir þjóðinni, vinna því fylgis. Með öðrum orðum, að stjórnmálamenn leggi sig far um að fá þjóðina á sitt band, tala við hana o.s.frv.
  3. Að auki tel ég, að þetta muni að auki auka líkur á því, að ráðandi aðilar leiti eftir víðtækri sátt um mál, þ.e. ræði við líklega andstöðu hópa fyrirfram og leitist við að ná fram málamiðlun, sem leiði til almennari sáttar um mál, í stað hatrammra deilna. 
  4. Eftir því sem aðilar venjast því að búa við möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslum, fækki þeim eftir því sem stjórnmál þróast yfir í, samræðu og umræðustjórnmál - í stað átaka og yfirkeyrslu stjórnmála.
  • Þetta lít ég á sem jákvæðar breytingar. Ég lít sem sagt á, að þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag, muni smám saman draga úr átökum, skapa friðsamari umræðu um mál og málefni, minnka ófrið og átök í samfélaginu; leiða smám saman fram á ný það rólega og friðsama samfélag sem við viljum hafa.
  • Að auki held ég að þetta dragi úr pólitískri spillingu, því líkur minnka á því að fjársterkir aðilar geti keypt tiltekna lykileinstaklinga innan flokka, og nýtt þá til að koma í gegn lagabreytingum þeim sjálfum eða fyrirtækjum í þeirra eigu til framdráttar, en ekki endilega þjóðinni.
  • Stjórnmálamenn verði ekki lengur eins áhugaverður peningur í augum fjársterkra aðila, sem muni ekki hafa val um annað en að beita sér á almennum vettvangi í staðinn, með því að kaupa t.d. auglýsingar fyrir sínum persónulegu baráttumálum eða hagsmunum síns fyrirtækis. Það verði einfaldlega allt í lagi! En fjársterkir aðilar hafa sama rétt og aðrir.
  • Að þeir beita sér í staðinn opinberlega, þíðir þá að þá liggur fyrir hvað þeir vilja, og ef þjóðin velur að fylgja þeirra sjónarmiðum, er í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En, það sé einmitt þannig sem hlutir eiga að vera uppi á borði en ekki bakvið einhver tjöld, í bakherbergjum.
  • Ég bendi á að þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag hefur ekki leitt til átak í Sviss, heldur þvert á móti dregið úr þeim - eins og ég útskýri.
  • Þeir sem tapa fyrst og fremst, eru hagsmunaaðilar sem fara fyrir þröngum hagsmunum, sem missa þann möguleika að geta keypt sér flokka og/eða stjórnmálamenn, og knúið mál fram í trássi við almenning.
  • Stjórnmálin leita í átt að hinni friðsömu miðju!

 

Til að styrkja áhrifin enn frekar!

Setja upp formlegt samráðsferli:

  • Ef sett er upp af svissneskri fyrirmynd, samráðsferli sem virkar þannig að þegar nægur fj. undirskrifta hefur safnast, þá beri aðilum skilda til að gera tilraun til að ná sátt sín á milli - þá á ég við þá sem fara fyrir hópnum sem safnaði undirskriftum annars vegar og hins vegar þá sem eru í ríkisstjórn eða með meirihluta á Alþingi hins vegar.
  • Gefinn er tiltekinn tími fyrir slíkar sáttaumleitanir, má jafnvel hafa sáttasemjara ríkisins sem milligönguaðila; þá getur eins og þannig fyrirkomulag virkar í Sviss, mál endað í sátt milli aðila án þess að atkvæðagreiðsla fari fram eftir allt saman.
  • Slíkt sáttafyrirkomulag, var sett upp í Sviss, til að lágmarka fj. þjóðaratkvæðagreiðsla, efla hvatann til sáttaumleitana milli aðila, og síðan þá eru þær í reynd sjaldgæfar.

Ef sátt næst ekki - þá fer atkvæðagreiðsla fram.

Eðlilegt væri að aðilar er söfnuðu undirskriftum, þurfi að kynna sátt fyrir þeim sem skrifuðu undir lista, að þeir fái til þess tilekinn lágmarkstíma, að ef ef viðbrögð við sátt eru meirihluta til neikvæð - slík atkvæðagreiðsla meðal hópsins er rétt að hafa á netinu; þá fari almenn atkvæðagreiðsla fram.


Niðurstaða

Ég tek að Ólafur Ragnar hafi ekki átt það sem raunverulegann valkost, að neita nýjum fjölmiðlalögum staðfestingar. En, benda má á að skv. frétt tók hann sér umþóttunartíma sbr. Alþingi afgreiðir lögin þann 15. apríl sl. en tilkynning í Stjórnartíðindum um staðfestingu Ólafs er dagsett þann 20. apríl sl. 

Ég lít einnig á, að ákvörðun Ólafs Ragnar sé í samræmi við fyrri ákvarðanir og útgefna röksemdafærslu við fyrri ákvörðunum, er hann tók ákvörðun um synjun staðfestingar eins og frægt er.

-------------------

Ég tel að upptaka þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulags, sé leið til að laga mjög marga bresti sem upp hafa komið við okkar lýðræðisfyrirkomulag.

Ég lít reyndar svo á, að sú breyting ein og sér muni laga nokkurn veginn megnið af þeim brestum, m.a. að sú breyting muni slá mikið á þá spillingu sem fram hefur komið og lengi hefur viðgengist, og ekki þurfa umtalsverðar róttækar breytingar til aðrar.

Þetta sé alger lykilbreyting!

 

Kv.


Efnahagsstaðan á þessu ári er mjög viðkvæm! Það jákvæðasta sem ég get sagt um gang mála skv. spá Seðlabanka!

Þetta er eins og ég skil spá Seðlabanka Íslands, sem fram kemur í nýjustu Peningamálum. En, Seðlabankinn spáir því áfram að vöxtur neyslu haldi mikið til uppi hagvexti hér á næstu misserum, sem mér finnst ekki sérlega trúverðug framvinda. En vegna skulda, þarf landið á því að halda, að gefið sé í hvað útflutning varðar - þ.e. aukning útflutningstekna verði að hafa forgang.

Að auki, sem þeir viðurkenna, er að spá um aukna neyslu á þessu ári byggir ekki á neinni rauntekjuaukningu heldur því að heimili eru að taka út séreignasparnað nú og í síðasta sinn annars vegar og hins vegar að þau fá endurgreiðslur frá bönkum og fjármálafyrirtækjum vegna þess að ofgreitt var inn á lán sem voru gengistryggð; því er skilað til baka af fjármálafyrirtækjum. Þær endurgreiðslur eiga sér að sjálfssögðu einungis stað í eitt skipti. Mér sýnist því, að mjög mikil óvissa rýki um þá neyslu - lengra fram litið, sem á að drífa hagvöxt.

Síðan kemur einnig fram, að í reynd er samdráttur á þessu ári í fjárfestingum í atvinnulífinu, en að erlend fjárfesting vegi upp á móti. Þannig, að ísl. fyrirtæki eru þetta ár í mjög miklum vandræðum - ennþá. 

Að auki, að nettó viðskipta-afgangur landsmanna var einungis 1,7% eða 26ma.kr. 2010.

Ekki síst, að bankakerfið virðist sem lamandi hönd á öllu!

 

.................................Tekið úr töflu sjá bl. 47

..............................................................2010............2011

Einkaneysla.............................................-0,2..............2,7 

Samneysla..............................................-3,2.............-4,1

Fjármunamyndun....................................-4,9............15,8

Atvinnuvegafjárfesting..............................6,5............24,4

Fjárfesting í íbúðahúsnæði......................-17,0............18,6

Fjárfesting hins opinbera.........................-22,4...........-14,7

Þjóðarútgjöld...........................................-2,1..............2,9

Útflutningur vöru og þjónustu....................1,1..............2,5

Innflutningur vöru og þjónustu...................3,9..............3,7

Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar......-1,2............-0,3

Verg landsframleiðsla................................-3,1..............2,3

 

Jákvæður viðskiptajöfnuður í reynd ekki mikill!

  • "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu.  - bls. 38.
  • "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu."  - bls. 38.

Þegar gert er ráð fyrir vaxtagjöldum Íslands, en sleppt reiknuðum kostnaði sem ekki eru raunverulega vaxtaberandi skuldir tengdar þrotabúum bankanna; þá kemur í ljós að raun-afgangur er einungis 1,7% af landsframleiðslu árið 2010 og Seðlabankinn telur hann verða 2,4% af landsframleiðslu árið 2011.

Þannig, að staða landsins er í járnum - og borð fyrir báru til launahækkana sýnist alls ekki mikið.

En mjög varasamt getur reynst að hækka laun umfram hagvöxt þann er verður í ár - hver sem sá reynist vera þegar árið verður skoðað þegar árslok nálgast.

En, rauntekjuhækkun landsmanna umfram hagvöxt, sögulega séð skilar sér ætíð í minnkuðum afgangi af utanríkisviðskiptum.

Ekki væri snjallt að fara að eyða upp lánsgjaldeyrissjóðnum, til að borga fyrir neyslu.

Vegna þess, hve afgangurinn í reynd er lítill; má ekki mikið út af bregða svo landið geti staðið í skilum með erlendar skuldbindingar - lengra fram litið.

En endurgreiða þarf lánsgjaldeyrissjóðinn eftir allt saman. Ísland er ekkert enn úr greiðsluþrots hættu lengra fram litið, sem er ekki síst ástæða þess að Moodies hefur okkur enn á neikvæðum horfum.

Leiðin til að ráða við þetta, er að eiga nægan tekjuafgang - þess vegna þarf að halda launahækkunum í skefjum næstu misserin, helst ekki heimila hækkanir launa umfram hagvöxt, og reyndar nánar tiltekið væri best, að þær hækkanir væru ekki umfram árlega aukningu gjaldeyristekna.

 

Ytri skilyrði talin verða hagstæð

  • "Verð sjávarafurða hefur haldið áfram að hækka og er nú svipað og það var áður en það lækkaði ásamt almennri hrávöru veturinn 2008....Nú er gert ráð fyrir 8% hækkun milli ára á þessu ári og
    um 4% á næsta ári, en í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir 5% verðhækkun árið 2011 og 3% hækkun á árinu 2012." - bls. 16.
  • "Álverð heldur einnig áfram að hækka og er nú útlit fyrir að hækkunin í ár verði meiri en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Gert er ráð fyrir að álverð verði um 17% hærra í ár en í fyrra og hækki um 3% að jafnaði á ári á næstu þremur árum." - bls. 16.
  • "Þrátt fyrir töluverða hækkun útflutningsverðs á þessu ári nær hún ekki að vega upp mikla hækkun olíu- og hrávöruverðs. Viðskiptakjarabatinn á þessu ári er því ½%." - bls. 16.

Verð fyrir fiskafurðir og ál hafa hækkað, en á móti kemur að verðlag á olíu hefur hækkað. Þetta skili 0,5% bætingu viðskiptakjara - heilt yfir litið að mati Seðlabankans, árið 2011.

Klárt er af þessu, að ekki meiga eiga sér stað frekari ófyrirséðar olíuverðs hækkanir, til þess að heildarstaða viðskiptakjara landsmanna, verði neikvæð þetta ár.

Þessi staða verður því að teljast viðkvæm!

 

 Gengi krónunnar virðist of hátt skráð! Því miður!

  • "Samkvæmt spánni verður hagvöxtur á þessu ári um 2,3%. Á árunum 2012 og 2013 er búist við að áframhaldandi bati innlendrar eftirspurnar verði megindrifkraftur tæplega 3% hagvaxtar hvort árið. " - bls. 31.
  • "Fleiri fyrirtæki vilja fækka starfsmönnum en fjölga - ...5 prósent fleiri fyrirtæki vilja fækka starfsfólki en fjölga þeim næstu sex mánuði. Enn vilja rúmlega 40% fyrirtækja í byggingariðnaði fækka starfsmönnum. Fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu til útlanda eru hins vegar líklegri til að vilja fjölga starfsmönnum." - bls. 35.
  • "Raungengi er enn rúmlega 22% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára. Gert er ráð fyrir að raungengið verði svipað í ár og í fyrra en hækki lítillega á næstu tveimur árum." - bls. 16.

Lágt raungengi, tel ég eðlilegt í ljósi þess efnahagsáfalls er landið varð fyrir sem skilaði auknum skuldum: ríkisins, almennings, sveitarfélaga, auk þess að bankakerfið er enn veikburða og veitir enn mjög skerta þjónustu við hagkerfið. Í ljósi þeirra atriða - sem öll skerða möguleika til hagvaxtar, er raungengi vart of lágt.

Við bætist svo, að krónubréf hanga enn yfir sem fallöxi. Það gera aflandskrónur einnig. Að auki, er bankakerfið stærra en góðu hófi gegnir, þrátt fyrir hrunið og krónueignir innan hagkerfisins í heild nálgast að vera 2. landsframleiðslur - sem virðist vel yfir þeim mörkum sem hagkerfið geti með góðu móti ávaxtað, miðað við skerta hagvaxtargetu. Þessi atriði auka einnig óvissuna um krónuna, íta niður genginu.

Hafandi í huga að viðskiptajöfnuður er einungis lítillega jákvæður; virðast ástæður til frekari lækkunar gengis okkar gjaldmiðils mun fleiri, en ástæður til hækkunar.

Hagvöxtur virðist hvergi nærri nægilegur til að breyta þessu í nokkru sem máli skipti.

Krónan þarf sennilega að lækka umtalsvert frekar, til að nálgast jafnvægi milli hækkunar vs. lækkunarþátta.

 

Lamað bankakerfið er sem lamandi hönd á atvinnulífið!

  • "Þrátt fyrir að umsvif á fasteignamarkaði séu enn sögulega lítil má greina aukna veltu undanfarna mánuði...Meginskýringin virðist vera sú að fjárfestar komi nú með aukið fé inn á fasteignamarkaðinn sökum fárra fjárfestingarkosta vegna gjaldeyrishafta og vegna ástands á mörkuðum með hlutabréf og fyrirtækjaskuldabréf í kjölfar bankahrunsins." - bls. 20.
  • "Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja eru einnig erfið og lítið um útlán í bankakerfinu til nýrra verkefna. Töf hefur orðið á endurskipulagningu fyrirtækja í skuldavanda. „Beina brautin“ svonefnda, sem er samkomulag sem undirritað var um miðjan desember sl. varðandi samræmdar aðgerðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja, gengur hægar en gert var ráð fyrir."
  • "Stærri fyrirtækjum hefur reynst erfitt að sækja nýtt fjármagn með skuldabréfaútgáfu og er lítil sem engin virkni á markaði með fyrirtækjaskuldabréf." - bls. 21.
Eins og fram kemur, treysta aðilar sér ekki til að fjárfesta í atvinnulífinu. Heldur, sökkva þeir peningum sínum í steynsteypu. Slíkt er klassíkst varnarviðbragð þegar aðilar með peninga skynja mjög mikla óvissu og þ.s. verra er, miklar líkur á neikvæðri þróun.


Aukin neysla heimila byggist ekki á auknum tekjum!
  • "Áætlað er að heimili sem tóku lán sem tengd voru gengi erlendra gjaldmiðla fái um 8,5 ma.kr. endurgreidda frá lánafyrirtækjum sem að stærstum hluta komu til greiðslu í lok síðasta árs."
  • "Einnig verður sérstök vaxtaniðurgreiðsla greidd á árunum 2011 og 2012...Gert er ráð fyrir að heildargreiðslan nemi um 12 ma.kr." - bls. 21.
  • "Til viðbótar hefur fjöldi heimila nýtt sér heimild til úttektar séreignarsparnaðar...og hefur verið samþykkt að greiða út rúmlega 10 ma.kr. til viðbótar fram til febrúar 2013." - bls. 21.
  • Aðgengi heimila að lánsfé er enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir...Líklegt er að óvissa um
    gæði útlánasafns bankanna og almennar efnahagshorfur geri fjármálafyrirtæki treg til að hefja útlánastarfsemi að einhverju marki og hamli hraðari lækkun útlánsvaxta." - bls. 21.
  • "Meiri samdráttur landsframleiðslu, 2010...helgast af...mun meiri aukningu innflutnings en bankinn spáði í febrúar...Innlend eftirspurn hefur því í meiri mæli beinst út úr þjóðarbúskapnum en gert var ráð fyrir í febrúarspánni." - bls. 26.
  • "Eftir langt samdráttartímabil jókst einkaneysla á ný á þriðja fjórðungi síðasta árs. Hún jókst enn frekar á síðasta fjórðungi ársins ef miðað er við árstíðarleiðréttan vöxt milli fjórðunga. Á seinni hluta ársins mældist einnig vöxtur milli ára í einkaneyslu í fyrsta sinn frá fyrsta fjórðungi
    ársins 2008." - bls. 26.
  • "Drifkraftar aukinnar einkaneyslu verða ekki skýrðir með hefðbundnum þáttum á borð við kaupmáttaraukningu eða hækkun eignaverðs." - bls. 26.
  • "Líklegast er að aukna eftirspurn heimila megi rekja til þess að óvissa varðandi fjárhagsstöðu þeirra hefur minnkað auk útgreiðslna vegna endurútreiknings gengistryggðra lána eins og áður hefur verið rakið. Reiknað er með að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist lítillega á þessu ári..." - bls. 27.
  • "Að þessu leyti er sá einkaneyslubati sem spáð er talsvert brothættari en vöxtur sem ætti sér traustari forsendur í tekjuþróun." - bls. 27.

Þetta er merkileg útkoma. En, svo virðist sem heimili sem nutu tekjuaukningar tímabundið vegna endurgreiðslu frá fjármálastofnunum sl. haust, vegna oftgreiðsla í tengslum við ólögleg gengistryggð lán; hafi kosið að verja því fé að einhverju leiti í innfluttar vörur.

En óvissa með stöðu fjármálastofnana ásamt lágum vöxtum á innlánsreikningum, auk þess að margir átta sig á því að þ.e. mjög veruleg óvissa uppi um framtíðargengi krónunnar; getur hafa knúið fólk til að verja peningum frekar í það að kaupa sér innflutt tæki eða neysluvarning af öðru tagi.

Þetta er því líklega eitt dæmið enn um það, að ástandið sé sjúkt!

En, ath. ber að fólkið velur þarna ekki að fjárfesta hér innanlands, t.d. í viðgerðum á húseignum eða að kaupa innlent framleiddar neysluvörur. Það getur bent til að gengisóvissa vegi þungt í þessu vali, þ.e. sú hugsun að koma krónum í verð, meðan gengið er tiltölulega hagstætt. 

En, það má vera að gengi síðasta árs hafi einmitt náð hápunkti sbr. 12% gengishækkun á sl. ári. Við upphaf árs hefur síðan víst á átt sér stað um 6% lækkun.

Miðað við yfirgnæfandi lækkunarforsendur, getur verið til staðar sterkur hvati til að kaupa fyrir krónur áður en þær lækka.

Spurning hve sterk áhrif þess verða! Bendi á grein Andra Geirs Arinbjarnarsonar. Hans grein er dálítið "alarmist" en sá möguleiki þróun í átt að innflutningshöftum, er alls ekki út í bláinn, ef við missum stjórn á atburðarásinni.

En, þá á ég við, að ef við förum að ganga á lánsgjaldeyrissjóðinn til að greiða fyrir neyslu, en slík öfugþróun getur valdið okkur miklum vandræðum þegar þarf að greiða það fé til baka.

Þetta þarf ekki að gerast! En kringumstæðurnar eru mjög viðkvæmar!

 

Fjárfesting hjá innlendum fyrirtækjum dregst samann 2011!

  • Samanborið við febrúarspá bankans er búist við umtalsvert meiri fjárfestingu í stóriðju í þessari spá. - bls. 28.
    1. Í fyrsta lagi vegna nýrrar kísilverksmiðju Icelandic Silicon Corporation sem áformað er að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári og standi fram til ársins 2013, en áætlað er að framleiðsluvirði verksmiðjunnar á ársgrundvelli nemi um 10 ma.kr.
    2. Í öðru lagi bætist við stækkun Alcoa-verksmiðjunnar á Reyðarfirði sem mun skila aukinni framleiðslugetu til útflutnings á árunum 2013-2014.
    Samtals nemur aukning vegna beggja verkefna um 35 ma.kr. í framkvæmdum og fellur að hluta til á þetta ár en þó mest á næsta ár. - bls. 28.
  • Á heildina litið er áætlað að fjárfesting vegna orkufreks iðnaðar ásamt grunnfjárfestingu í þeim greinum muni aukast um 68% að magni og nema um 74 ma.kr. á þessu ári. Á næsta ári er áætlað að þessi fjárfesting nemi tæpum 97 ma.kr. sem svarar til um 30% magnaukningar. - bls. 28.
  • "Samkvæmt könnun bankans um fjárfestingaráform stærri fyrirtækja, er reiknað með því að atvinnuvegafjárfesting utan stóriðju, skipa og flugvéla muni dragast saman á þessu ári." - bls. 28.

......................Sjá bls. 29.

*43. fyrirtæki með meira en 4ma.kr. veltu

Fjárfesting skv. atvinnuvegakönnun........................2011
Sjávarútvegur.......................................................-43,3
Upplýsingatækni og samskipti.................................-17,7
Verslun....................................................................9,8
Framleiðsla...............................................................6,6
Flutningar, þjónusta og annað..................................38,5
Alls (43)..................................................................-0,8

Þetta er gríðarlega alvarlegt ástand, að fjárfesting hjá ísl. fyrirtækjum skuli enn dragast saman!

2. erlend fjárfestingarverkefni eru á bakvið heildartöluna um 24,4% aukningu atvinnuvega fjárfestingar!

Mig grunar að megnið af því sem er aukning í sbr. töfluna að ofan, felist í aukningu innan ferðamanna geirans!

En, mjög alvarleg ástand virðist innan sjávarútvegs geirans, þ.s. algert frost virðist í fjárfestingum!

 

Niðurstaða

Skv. minni lesningu, þá er mjög alvarlegt ástand í efnahagsmálum - sem auðvitað allir vita.

  • En, þegar ljóst er að enn eitt árið dregur úr fjárfestingum innlendra fyrirtækja.
  • Þegar, fjármagn leitar frekar í steynsteypu en í aðra hluti þ.e. ekki í fjárfestingar í atvinnulífinu, skuldabréf fyrirtækja eru ekki keypt heldur einungis ríkisbréf.
  • Þegar, almenningur fær einhvern smá pening, þá kýs hann frekar að kaupa frá útlöndum en að fjárfesta hér heima eða setja inn á bók.

Þá er ljóst að mjög sjúkt ástand ríkir!

Ljóst að einhver veruleikafyrring ríkir hjá þeim, sem tala um það að ástandið fari batnandi.

 

Kv.


Hægt að neita um aðgang að upplýsingum í allt að 110 ár!

Þetta hljómar nánast eins og grín, á okkar litla Íslandi. En í fjölmiðlum í gær, var komið á framfæri gagnrýni á nýtt ákvæði í glænýju fumvarpi ríkisstjórnarinnar til upplýsingalaga. Í því frumvarpi, er einnig breytt nokkrum ákvæðum úr eldri lögum um Þjóðskjalasafn Íslands. Og þ.e. einmitt þær breytingar sem gagnrýndar hafa verið sérstaklega, nánar tiltekið við 9. grein laga frá 1985 um Þjóðskjalasafn Íslands.

Þingskjal. 502 - 381. mál. Frumvarp til upplýsingalaga. 

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)

-----------------------------

c.      9. gr. orðast svo: ...

  • g. Við lögin bætist ný grein, sem verður 9. gr. d, svohljóðandi: Þegar sérstaklega stendur á getur þjóðskjalavörður ákveðið að synja um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða um almannahagsmuni er að ræða.       

-----------------------------

Það er sem sagt þessi nýja undirgrein 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands, þ.e. liður g. undir grein 9., sem fólk hnýtur um.

  • Það verður að segja það, að þessi undirgrein lítur vægast sagt ílla út!
  • En hún virðist setja ákvæði sem er algerlega að best verður séð, háð mati Þjóðskjalavarðar.
  • En orðinu almannahagsmunum er einfaldlega hægt að snara yfir á ensku, með enska orðinu "security" og þ.e. sennilega ekkert orð í heimssögunni, sem eins rækilega hefur verið misnotað, eins og orðið "security".
  • Sagan sýnir að akkúrat ákvæði, sem eru almennt orðuð sem eru hættuleg, því útkoman úr því vill oft verða að þá er meiningin þar á bakvið mjög svo teyjanleg, sem einmitt er ástæða þess að stjv. heimsins líkar almenn og teyjanleg ákvæði, því þ.e. svo auðvelt að fela á bakvið slík ákvæði og einnig að beita þeim sem hindrun.
  • Íllur grunur læðist að manni, að sem dæmi að ráðuneyti muni láta Þjóðskjalavörð vita með óformlegum hætti, hvaða skjöl þeim þætti vænt um, að nytu verndar hans skv. þessu ákvæði. En, ekki verður betur séð, að það séu ekki nokkur takmörk fyrir því, hvaða skjöl úr ríkiskerfinu geta notið verndar Þjóðskjalavarðar, með þeim hætti.

 

Niðurstaða

Ekki verður betur séð að þessi hin umdeilda nýja viðbótarundirgrein 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands, gangi þvert gegn yfirlístum markmiðum, hinna nýju upplýsingalaga að tryggja aðgang almennings, að opinberum gögnum.

Svo, ég held að taka beri undir þá gagnrýni, að þessi tiltekna grein skapi hættu á alvarlegri afturför í aðgangi að upplýsingum, frá stjórnkerfinu.

Vonandi eru þetta mistök ríkisstjórnarinnar, sem verða leiðrétt í meðferð Alþingis á málinu, og þessi tiltekna viðbót við 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands verði fjarlægð, og ekki höfð inni í afgreiddri útgáfu breytinga á þeim lögum.

 

Kv.


Lánshæfismat Bandaríkjanna lækkað!

Þetta er stórfrétt en Standaards&Poors (S&P) hafa lækkað horfur fyrir Bandaríkin og "in effect" er þetta lækkun á lánhæfismati þeirra. Reyndar er þetta strangt til ekki lækkun, þ.e. þeir staðfesta að matið sé enn "AAA+", þeir tilkynna að horfur séu nú neikvæðar.

Skv. orðalagi þeirra sjálfra, segja þeir neikvæðar horfur þíða að 1/3 líkur séu á því að S&P lækki mat innan 2-ára.

United States of America ‘AAA/A-1+’ Rating Affirmed; Outlook Revised To Negative

  • "Because the U.S. has, relative to its 'AAA' peers, what we consider to be very large budget deficits and rising government indebtedness and the path to addressing these is not clear to us, we have revised our outlook on the long-term rating to negative from stable."
  • "We believe there is a material risk that U.S. policymakers might not reach an agreement on how to address medium- and long-term budgetary challenges by 2013; if an agreement is not reached and meaningful implementation does not begin by then, this would in our view render the U.S. fiscal profile meaningfully weaker than that of peer 'AAA' sovereigns."

Þetta ár er fjárlagahalli Bandaríkjanna áætlaður 10,8% eða sá hæsti meðal iðnríkja, fyrir utan Japan, sem getur lent í e-h hærri halla vegna tjóns af völdum náttúruhamfara.

Þetta framkallar auðvitað mjög hraða uppsöfnun skulda hjá alríkisstjórninni í Washington!

Í ofan-á-lag, eins og þeir benda á, virðast ekki líkur á að US Congress nái saman um, nægilega miklan niðurskurð, á næstunni. Reyndar óttast S&P að slíkt geti dregist fram yfir forseta- og þingkosningar haustið 2012.

Eins og sést á myndinni að neðan, verður skuldastaða alríkisstjórnarinnar þá orðin skuggaleg!

Mynd tekin úr nýjasta Fiscal Monitor AGS, bls. 140 pdf eða bls. 127.

http://blogs.telegraph.co.uk/finance/files/2011/04/debt-to-GDP.gif

  • "Additional fiscal risks we see for the U.S. include the potential for further extraordinary official assistance to large players in the U.S. financial or other sectors, along with outlays related to various federal credit programs....we now estimate the maximum aggregate, up-front fiscal cost to the U.S. government of resolving potential financial sector asset impairment in a stress scenario at 34% of GDP..."
S&P benda á, að enn séu verulegir veikleikar innan bankakerfis Bandaríkjanna auk þess að Fanny Mae og Freddy Mac sem eru stofnanir sambærilegar við Íbúðalánasjóð, þurfi að endurfjármagna umfram þ.s. þegar hefur verið gert. Þeir áætla hugsanlega slæma útkomu upp á hugsanlega 34% af þjóðarframleiðslu, sem geti hugsanlega lent á bandaríska alríkinu - ofan á ofangreinda skuldastöðu.

  • "Beyond the short- and medium-term fiscal challenges, we view the U.S.'s unfunded entitlement programs (such as Social Security, Medicare, and Medicaid) to be the main source of long-term fiscal pressure. These entitlements already account for almost half of federal spending (an estimated 42% in fiscal-year 2011), and we project that percentage to continue increasing as long as these entitlement programs remain as they currently exist (see "Global Aging 2010: In The U.S., Going Gray Will Cost A Lot More Green," Oct. 25, 2010, RatingsDirect). "

Síðan er það uppsafnaða vandamál, að Bandaríkjamenn hafa staðið ílla að uppbyggingu sinna félagslegu stuðningskerfa, þau eru óskilvirk og lofað var upp í ermina á sínum tíma. Sá vandi hleðst upp ár frá ári, þannig að fjárframlag alríkisins hækkar stöðugt. Í dag vegna þessa, þarf alríkið að verja til þeirra kerfa samanlagt 42% af heildarfjárlögum og áætlað að á næstu árum - sem ekki kemur fram þarna heldur í skýrslu AGS að þau fjárframlög muni hækka á næsta áratug um önnur 10% af þjóðarframleiðslu.

Alríkið er þegar rekið með 10% af þjóðarframleiðslu halla, og erfitt er að sjá að alríkið komist út úr þeim vanda, án þess að einhvers konar endurskipulagning þessara kerfa fari fram. En, einmitt vegna þess að það er pólitísk eiturpilla, þá dregst að taka á þessu ár eftir ár.

 

  • "In addition, the U.S.'s net external debt level (as we narrowly define it), approaching 300% of current account receipts in 2011, demonstrates a high reliance on foreign financing. The U.S.'s external indebtedness by this measure is one of the highest of all the sovereigns we rate."
Þessar upplýsingar eru nýjar fyrir mig. En, að ofan kemur fram að alríkið mun skulda 100% af þjóðarframleiðslu. Þetta er hugsanlega alvarlegt ástand.

  • "Moreover, more than two years after the beginning of the recent crisis, U.S. policymakers have still not agreed on a strategy to reverse recent fiscal deterioration or address longer-term fiscal pressures....While thus far U.S. policymakers have been unable to agree on a fiscal consolidation strategy, the U.S.'s closest 'AAA' rated peers have already begun implementing theirs."
S&P benda að lokum á að á sama tíma og bandar. þingið er ekki enn nærri samkomulagi um hvernig á að taka á vandanum, séu önnur "triple AAA" lönd eins og Frakkland, Bretland og Þýskaland sem einnig hafi lent í kreppu, búin að ákveða að innleiða strangar aðhalds áætlanir sem að þeirra mati, muni tryggja að skuldastaða þeirra landa verði ekki íllviðráðanleg.

Mohamed El-Erian, chief executive and co-chief investment officer at PIMCO: "This is a timely reminder of the seriousness of America’s fiscal issues, for the country and for the rest of the world." - "S&P’s warning should be heard loud and clear in Washington DC, hopefully acting as a catalyst for faster convergence on a credible medium-term fiscal package." - "The time has come for the US (and other advanced economies) to take better control of its fiscal destiny—for the sake of American society and for the well being of the global economy."

El Erian er einn af mikilvægustu fjármálasérfræðingum heimsins, yfirmaður eins stærsta fjármálafyrirtækis heimsins, sem ekki er viðskiptabanki. Hann má segja, að representi viðhorf markaðarins - sem alveg örugglega er sama sinnis; að aðgerðir bandar. stjv. og þings verði að koma og það hið allra fyrsta.

Pimco er sennilega stærsti ávöxtunarsjóður heimsins, þ.e. þeir sérhæfa sig í að ávaxta annarra manna peninga, og þeir velta þúsundum milljarða dollara, þ.e. umfang þeirra peninga sem þeir eru með í veltu. 

Ef þ.e. einhver forstjóri sem ber að hlutsa á, er það El Erian - sem er einmitt forstjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í því að meta stöðugt markaðinn, svo það geti tekið réttar ávöxtunar ákvarðanir fyrir sína kúnna.

Ákvörðun Pimco í síðasta mánuði vakti mikla athygli, en þá tilkynntu þeir að Pimco hefði losað sig að öllu við "US treasuries" þ.e. bandar. ríkisskuldabréf. 

Það segir, að stærsta fyrirtæki í heimi í þeim bissness, að skoða markaðinn og ávaxta annarra manna peninga, meti það svo að of mikil áhætta sé að eiga "US treasuries" í augnablikinu, sem líklega er spá um að ávöxtunarkrafa þeirra eigi eftir að breitast á næstunni - en að jafnvel þeirra sérfræðingar treysti sér ekki til að meta akkúrat hvenær.

 

Fed to signal end of monetary easing :"An end to global monetary policy easing is on the horizon, with the US Federal Reserve set to signal it will cease asset purchases at the end of June." 

Síðan telja sérfræðingar Financial Times, að þeir sjái merki þess að bandaríski seðlabankinn, muni ekki framlengja frekar svokallað "Quantitive Easing QE2" þ.e. að peningaprentunar aðgerð 2 verði leyft að renna út í sumar, án þess að tilkynnt verði um næstu peningaprentunar aðgerð.

Ef FT hefur rétt fyrir sér, þá er þetta í reynd sambærileg aðgerð við að hækka vexti, þó vextir verði í reynd óbreittir en vegna þess að seðlabankar geta í reynd ekki haft vexti neikvæða, þá í staðinn ef hagkerfi er talið þurfa örvun er gripið til peningaprentunar sem má kalla ígildi neikvæðra vaxta. 

Ef þetta mun standast, þá á sama tíma og seðlabanki Evrópu er farinn inn í vaxtahækkunarferli þá er útlit fyrir að "Federal Reserve" hætti peningaprentun. 

Þannig, að peningar verða ekki mikið lengur eins óskaplega ódýrir í alþjóðahagkerfinu og þeir hafa verið um nokkurt skeið.

Það eru verulegar líkur á að við séum á leið inn í aðhaldstefnu tíma!

 

Niðurstaða

Bandaríkin hafa fengið aðvörun. Í síðustu viku var það skýrsla AGS Fiscal Monitor þ.s. ástand mála í Bandaríkjunum er málað dökkum litum. Í síðasta mánuði, var það ákvörðun El Erian forstjóra Pimco að selja öll bandar. ríkisskuldabréf fyrir hönd sinna umbjóðenda. Það má kalla fyrstu ákvörðunina, en El Erian er aðili sem er sérstakur sérfræðingur í markaðsmálum og einn af þeim sem á að sjá trendin áður en þau verða. Þannig að í því ljósi, má segja að Bandaríkin hafi nú fengið 3. aðvaranir.

Skv. markaðsfréttum í dag er ekki að sjá það á sölu bandar. ríkisskuldabréfa að vaxtakrafa sé farin að hækka - þannig að kaupendur virðast ekki enn vera farnir að ókyrrast.

En, miðað við ofangreindar aðvaranir, þá er þess sennilega ekki langt að bíða að markaðurinn, fari að krefjast hærri vaxta af bandaríska alríkinu. Það mun auðvitað magna upp fjárlagavandann þar vestra.

En, það má vera, að einungis ef kostnaður er farin að stighækka mánuði til mánaðar eins og við höfum séð gerast fyrir nokkur ríki í fjárhagsvandræðum á Evrusvæðinu umliðið ár; skapist nægileg hræðsla meðal þingmanna á bandaríska þinginu til að nægur vilji skapist til að grípa til þeirra aðgerða sem þarf.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband