Lánshæfismat Bandaríkjanna lækkað!

Þetta er stórfrétt en Standaards&Poors (S&P) hafa lækkað horfur fyrir Bandaríkin og "in effect" er þetta lækkun á lánhæfismati þeirra. Reyndar er þetta strangt til ekki lækkun, þ.e. þeir staðfesta að matið sé enn "AAA+", þeir tilkynna að horfur séu nú neikvæðar.

Skv. orðalagi þeirra sjálfra, segja þeir neikvæðar horfur þíða að 1/3 líkur séu á því að S&P lækki mat innan 2-ára.

United States of America ‘AAA/A-1+’ Rating Affirmed; Outlook Revised To Negative

  • "Because the U.S. has, relative to its 'AAA' peers, what we consider to be very large budget deficits and rising government indebtedness and the path to addressing these is not clear to us, we have revised our outlook on the long-term rating to negative from stable."
  • "We believe there is a material risk that U.S. policymakers might not reach an agreement on how to address medium- and long-term budgetary challenges by 2013; if an agreement is not reached and meaningful implementation does not begin by then, this would in our view render the U.S. fiscal profile meaningfully weaker than that of peer 'AAA' sovereigns."

Þetta ár er fjárlagahalli Bandaríkjanna áætlaður 10,8% eða sá hæsti meðal iðnríkja, fyrir utan Japan, sem getur lent í e-h hærri halla vegna tjóns af völdum náttúruhamfara.

Þetta framkallar auðvitað mjög hraða uppsöfnun skulda hjá alríkisstjórninni í Washington!

Í ofan-á-lag, eins og þeir benda á, virðast ekki líkur á að US Congress nái saman um, nægilega miklan niðurskurð, á næstunni. Reyndar óttast S&P að slíkt geti dregist fram yfir forseta- og þingkosningar haustið 2012.

Eins og sést á myndinni að neðan, verður skuldastaða alríkisstjórnarinnar þá orðin skuggaleg!

Mynd tekin úr nýjasta Fiscal Monitor AGS, bls. 140 pdf eða bls. 127.

http://blogs.telegraph.co.uk/finance/files/2011/04/debt-to-GDP.gif

  • "Additional fiscal risks we see for the U.S. include the potential for further extraordinary official assistance to large players in the U.S. financial or other sectors, along with outlays related to various federal credit programs....we now estimate the maximum aggregate, up-front fiscal cost to the U.S. government of resolving potential financial sector asset impairment in a stress scenario at 34% of GDP..."
S&P benda á, að enn séu verulegir veikleikar innan bankakerfis Bandaríkjanna auk þess að Fanny Mae og Freddy Mac sem eru stofnanir sambærilegar við Íbúðalánasjóð, þurfi að endurfjármagna umfram þ.s. þegar hefur verið gert. Þeir áætla hugsanlega slæma útkomu upp á hugsanlega 34% af þjóðarframleiðslu, sem geti hugsanlega lent á bandaríska alríkinu - ofan á ofangreinda skuldastöðu.

  • "Beyond the short- and medium-term fiscal challenges, we view the U.S.'s unfunded entitlement programs (such as Social Security, Medicare, and Medicaid) to be the main source of long-term fiscal pressure. These entitlements already account for almost half of federal spending (an estimated 42% in fiscal-year 2011), and we project that percentage to continue increasing as long as these entitlement programs remain as they currently exist (see "Global Aging 2010: In The U.S., Going Gray Will Cost A Lot More Green," Oct. 25, 2010, RatingsDirect). "

Síðan er það uppsafnaða vandamál, að Bandaríkjamenn hafa staðið ílla að uppbyggingu sinna félagslegu stuðningskerfa, þau eru óskilvirk og lofað var upp í ermina á sínum tíma. Sá vandi hleðst upp ár frá ári, þannig að fjárframlag alríkisins hækkar stöðugt. Í dag vegna þessa, þarf alríkið að verja til þeirra kerfa samanlagt 42% af heildarfjárlögum og áætlað að á næstu árum - sem ekki kemur fram þarna heldur í skýrslu AGS að þau fjárframlög muni hækka á næsta áratug um önnur 10% af þjóðarframleiðslu.

Alríkið er þegar rekið með 10% af þjóðarframleiðslu halla, og erfitt er að sjá að alríkið komist út úr þeim vanda, án þess að einhvers konar endurskipulagning þessara kerfa fari fram. En, einmitt vegna þess að það er pólitísk eiturpilla, þá dregst að taka á þessu ár eftir ár.

 

  • "In addition, the U.S.'s net external debt level (as we narrowly define it), approaching 300% of current account receipts in 2011, demonstrates a high reliance on foreign financing. The U.S.'s external indebtedness by this measure is one of the highest of all the sovereigns we rate."
Þessar upplýsingar eru nýjar fyrir mig. En, að ofan kemur fram að alríkið mun skulda 100% af þjóðarframleiðslu. Þetta er hugsanlega alvarlegt ástand.

  • "Moreover, more than two years after the beginning of the recent crisis, U.S. policymakers have still not agreed on a strategy to reverse recent fiscal deterioration or address longer-term fiscal pressures....While thus far U.S. policymakers have been unable to agree on a fiscal consolidation strategy, the U.S.'s closest 'AAA' rated peers have already begun implementing theirs."
S&P benda að lokum á að á sama tíma og bandar. þingið er ekki enn nærri samkomulagi um hvernig á að taka á vandanum, séu önnur "triple AAA" lönd eins og Frakkland, Bretland og Þýskaland sem einnig hafi lent í kreppu, búin að ákveða að innleiða strangar aðhalds áætlanir sem að þeirra mati, muni tryggja að skuldastaða þeirra landa verði ekki íllviðráðanleg.

Mohamed El-Erian, chief executive and co-chief investment officer at PIMCO: "This is a timely reminder of the seriousness of America’s fiscal issues, for the country and for the rest of the world." - "S&P’s warning should be heard loud and clear in Washington DC, hopefully acting as a catalyst for faster convergence on a credible medium-term fiscal package." - "The time has come for the US (and other advanced economies) to take better control of its fiscal destiny—for the sake of American society and for the well being of the global economy."

El Erian er einn af mikilvægustu fjármálasérfræðingum heimsins, yfirmaður eins stærsta fjármálafyrirtækis heimsins, sem ekki er viðskiptabanki. Hann má segja, að representi viðhorf markaðarins - sem alveg örugglega er sama sinnis; að aðgerðir bandar. stjv. og þings verði að koma og það hið allra fyrsta.

Pimco er sennilega stærsti ávöxtunarsjóður heimsins, þ.e. þeir sérhæfa sig í að ávaxta annarra manna peninga, og þeir velta þúsundum milljarða dollara, þ.e. umfang þeirra peninga sem þeir eru með í veltu. 

Ef þ.e. einhver forstjóri sem ber að hlutsa á, er það El Erian - sem er einmitt forstjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í því að meta stöðugt markaðinn, svo það geti tekið réttar ávöxtunar ákvarðanir fyrir sína kúnna.

Ákvörðun Pimco í síðasta mánuði vakti mikla athygli, en þá tilkynntu þeir að Pimco hefði losað sig að öllu við "US treasuries" þ.e. bandar. ríkisskuldabréf. 

Það segir, að stærsta fyrirtæki í heimi í þeim bissness, að skoða markaðinn og ávaxta annarra manna peninga, meti það svo að of mikil áhætta sé að eiga "US treasuries" í augnablikinu, sem líklega er spá um að ávöxtunarkrafa þeirra eigi eftir að breitast á næstunni - en að jafnvel þeirra sérfræðingar treysti sér ekki til að meta akkúrat hvenær.

 

Fed to signal end of monetary easing :"An end to global monetary policy easing is on the horizon, with the US Federal Reserve set to signal it will cease asset purchases at the end of June." 

Síðan telja sérfræðingar Financial Times, að þeir sjái merki þess að bandaríski seðlabankinn, muni ekki framlengja frekar svokallað "Quantitive Easing QE2" þ.e. að peningaprentunar aðgerð 2 verði leyft að renna út í sumar, án þess að tilkynnt verði um næstu peningaprentunar aðgerð.

Ef FT hefur rétt fyrir sér, þá er þetta í reynd sambærileg aðgerð við að hækka vexti, þó vextir verði í reynd óbreittir en vegna þess að seðlabankar geta í reynd ekki haft vexti neikvæða, þá í staðinn ef hagkerfi er talið þurfa örvun er gripið til peningaprentunar sem má kalla ígildi neikvæðra vaxta. 

Ef þetta mun standast, þá á sama tíma og seðlabanki Evrópu er farinn inn í vaxtahækkunarferli þá er útlit fyrir að "Federal Reserve" hætti peningaprentun. 

Þannig, að peningar verða ekki mikið lengur eins óskaplega ódýrir í alþjóðahagkerfinu og þeir hafa verið um nokkurt skeið.

Það eru verulegar líkur á að við séum á leið inn í aðhaldstefnu tíma!

 

Niðurstaða

Bandaríkin hafa fengið aðvörun. Í síðustu viku var það skýrsla AGS Fiscal Monitor þ.s. ástand mála í Bandaríkjunum er málað dökkum litum. Í síðasta mánuði, var það ákvörðun El Erian forstjóra Pimco að selja öll bandar. ríkisskuldabréf fyrir hönd sinna umbjóðenda. Það má kalla fyrstu ákvörðunina, en El Erian er aðili sem er sérstakur sérfræðingur í markaðsmálum og einn af þeim sem á að sjá trendin áður en þau verða. Þannig að í því ljósi, má segja að Bandaríkin hafi nú fengið 3. aðvaranir.

Skv. markaðsfréttum í dag er ekki að sjá það á sölu bandar. ríkisskuldabréfa að vaxtakrafa sé farin að hækka - þannig að kaupendur virðast ekki enn vera farnir að ókyrrast.

En, miðað við ofangreindar aðvaranir, þá er þess sennilega ekki langt að bíða að markaðurinn, fari að krefjast hærri vaxta af bandaríska alríkinu. Það mun auðvitað magna upp fjárlagavandann þar vestra.

En, það má vera, að einungis ef kostnaður er farin að stighækka mánuði til mánaðar eins og við höfum séð gerast fyrir nokkur ríki í fjárhagsvandræðum á Evrusvæðinu umliðið ár; skapist nægileg hræðsla meðal þingmanna á bandaríska þinginu til að nægur vilji skapist til að grípa til þeirra aðgerða sem þarf.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband