Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Kjarnorkuslysið í Japan, er farið að hafa áhrif á kjarnorkuáætlanir annarra landa. Spurningin er, mun þetta flýta fyrir hækkun olíuverðs í heiminum á áratugnum!

Ákvörðun Angelu Merkel að loka tímbundið 7 kjarnorkuverum í Þýskalandi, þ.e. öllum þeim sem reist voru fyrir 1980, er þegar farin að áhrif á orkuverð í Evrópu. En, til stendur að taka þau til mjög nákvæmrar skoðunar - ákvörðun um framhaldið svo tekin síðar.

Í dag tilkynnti ríkisstj. Kína um það, að áætlanir um stórfellda uppbyggingu kjarnorkuvera þar í landi, hefði verið slegið á frest. En, Kína hefur ástæðu til að skoða atburðarás þá er hratt af stað kjarnorkuvandræðunum í Japan af sérstakri nákvæmni, enda einnig land þ.s. öðru hvoru verða stórir jarðskjálftar.

Daiichi verið í borginni Fukushima, er gamalt vatnskælt kjarnorkuver - sem er auðvitað ástæða vandræðanna, því í Japan er einungis þægilegur aðgangur að miklu magni af vatni við ströndina. Í dag eru einnig til tegundir kjarnaofna sem nota fljótandi salt, köfnunarefni, helíum, fljótandi blý o.s.frv.

Megnið af kjarnaofnum í heiminum, er þó vatnskældir að mörgu leiti sambærilegir þeim japönsku, en þá gjarnan hafðir nærri stórum stöðuvötnum eða ám - til að þægilegt sé að endurnýja kælivatn. En engar stórar ár eru í Japan.

----------------------------Fréttir

China suspends approval of nuclear plants : "“Until the nuclear safety plan is approved, we will suspend approvals of new plants including those in the pre-development phase,” said the State Council, the Chinese cabinet, after a meeting on Japan's nuclear situation." - "China plans to build 40GW of new nuclear capacity in the next five years and has 27 reactors under construction." - "According to the World Nuclear Association, 160 nuclear projects have been proposed in China." - "The announcement comes amid mounting popular concern and panic in China..."

Electricity prices jump in Europe :"The cost of baseload power – the kind of electricity supplied permanently to the grid – for delivery in April in Germany jumped as much as 17.9 per cent to a session high of €64.25 per megawatt hour." - "The jump on Tuesday was the biggest one-day move since 2003. One-month ahead prices have risen 27.9 per cent since the earthquake and tsunami struck Japan on Friday." - "“These day-on-day gains are huge, and will impact markets all over Europe,” said Zoe Double, at ICIS Heren, the energy markets data provider, in London." - "Prices across other markets, including France, and Spain, also surged."

Europe Split on Nuclear Power Debate :"France, Russia, Turkey, the Czech Republic, Italy and Poland have chosen not to follow the lead of Germany and Switzerland...have instead criticized calls for immediate shutdowns as rash." - "In Moscow Wednesday, Russian President Dmitry Medvedev and Turkish Prime Minister Recep Tayyip Erdogan said the two countries won't change their plans for Russia to build Turkey's first nuclear power." - "French Prime Minister Francois Fillon said the country, which gets more than 75% of its power from nuclear energy, would inspect all its nuclear reactors for safety..." - "Polish authorities said they remain committed to building two nuclear power plants, each with a 3,000 megawatt capacity." - "Czech prime minister Peter Necas staunchly defended the country's $25 billion nuclear expansion. Mr. Necas Tuesday called Germany's decision to shut reactors a "cheap trick to make the public nervous.""

Fresh nuclear concerns hit Japan :"Tepco...said an estimated 70 per cent of the nuclear fuel rods had been damaged in the No 1 reactor and 33 per cent in the No 2 reactor." - "There were increased reports of injuries among the 50 or so workers remaining at the plant. Tepco evacuated 740 non-essential personnel on Tuesday. “Those 50 will be seriously damaged (by radiation),” a government official said. “Japanese people have to thank them a lot. It’s a kind of sacrifice.”" - "Meanwhile the official death toll from Friday’s tsunami continues to rise. On Wednesday afternoon more than 4,340 people had been confirmed dead, with more than 9,000 still missing. Millions of people remain without power and at least 344,000 are being housed in 2,400 emergency shelters."

Reactor Type, Weather Affect Radiation Risk :"Typically, the reactor's fuel rods are plated with zirconium. When the core temperature rises to about 1,500 degrees Fahrenheit in the initial stages of a meltdown, this cladding begins to buckle and blister. That causes cracks in the shielding around the rods that allow radioactivity to escape into the vessel, where it could be released in vented steam." - "If core temperatures soar to about 2,600 degrees Fahrenheit, the fuel rods would liquefy and slump to the floor in a full-scale meltdown. Depending on the building's design and the extent of other damage, the molten core material could simply puddle on the containment lining of the floor. If it does melt through the containment vessel, it would hit the underlying concrete and react violently with it, releasing more radioactive materials." - "In the worst case, the melting fissionable material could concentrate to create a critical mass, with the risk of an explosion. That material could then escape to the outside via any cracks or fissures in the containment vessel. ruptures that could have been caused by exploding hydrogen or other means."

----------------------------Innskoti lokið! 

Spurning um áhrif á orkuverð í heiminum!

Vandinn er sá, að víðast hvar er engin skammtímalausn í boði nema að auka brennslu á kolum eða olíu eða gasi; ef ákvörðun er tekin um að fresta eða hætta við að reisa frekari kjarnorkuver.

Ef, áhrif kjarnorkukrýsunnar í Japan verða mikil, þá getur þetta flýtt fyrir þeirri hækkun orkuverðs í heiminum sem fyrirsjáanleg er á þessum áratug. Því, þá eykst eftirspurn eftir olíu enn hraðar án þess að nokkurt útlit sé fyrir að hraðinn á innkomu nýrra olíulinda til framleiðslu geti aukist.

Þetta leggst saman við krýsuna í Arabaheiminum, sem enn getur blossað harkalegar upp en fram að þessu, ef vandræði hefjast í Saudi Arabíu - sem er sérkennileg leyf af miðaldarstjórnarfari á 21. öld.

En, hækkanir á orkuverði í Evrópu bætast við þær sem þegar eru orðnar á árinu, og auka verðbólgu - og að auki slá á hagvöxt.

 

Hve alvarleg verður kjarnorkukrýsan í Japan?

Það virðist ljóst að þegar er orðinn óbætanlegur skaði í Daiichi verinu, þannig að vinnsla þar mun aldrei hefjast á ný. En, ljóst virðist að hluta bráðnun eldsneytisstanga hefur átt sér stað, hlífðarkápa um úranstengurnar því orðin ónýt og geislavirkar sameindir farnar að leka út ofninum sjálfum vegna þess, að hlífðarkápa um hann virðist hafa skemmst í einni sprengingunni sem varð um daginn. 

Ef ég ætti að koma með ráðleggingu, þá væri hún sú að Japanar grípi til sama ráðs og Rússar gripu til í Chernobyl þ.e. að steypa utan um leka ofninn kápu af nægilegri þykkt. Betra að framkvæma það verk, áður en bráðnun heldur áfram á næsta stig - og úranið ef til vill bræðir sig í gegnum málmgólf ofnsins og niður í steynsteypulag þar fyrir neðan. En, ef helvíti nógu mikið af steypu er hellt yfir, af þeirri gerð er harðnar hratt - þá ætti að vera hægt að loka hann einfaldega þar inni og málið úr sögunni a.m.k. í bili. Þá kannski tekst að forða því, að sambærileg sprenging eigi sér stað og varð í sjálfum ofninum á Chernobyl verinu sem dreifði geilsun yfir hundruð ferkílómetra svæði í Evrópu.

Ef þarf að steypa alla ofna versins inni, þá "so be it."

Þetta er sennilega það skársta sem hægt er að gera úr þessu.

 

Kostir og gallar kjarnorku!

Klárt af þessu, að hættan við kjarnorkuver er "non trivial". Þetta þarf þó að hugsa í samhengi við hvað annað er í boði. En, sem dæmi ef Japanar myndu loka öllum kjarnorkuverum sínum, sem framleiða e-h um 25% raforku í Japan, þá myndu þeir þurfa að brenna meiri olíu í staðinn til raforkuframleiðslu - sem öll væri innflutt. 

Punkturinn sem ég kem með er sá, að aukin brennsla óhjákvæmilega eykur loftmengun þá í borgum í Japan, og þar með fjölda þeirra á ári sem deyja af völdum lungna sjúkdóma t.d. lungnakrabba orsakaða af loftmengun. 

Rétt er að benda á, að fram að þessu hefur enginn dáið vegna vandræða Fukushima Daiichi kjarnorkuversins. Á sama tíma og 4.340 lík hafa fundist og 9.000 er enn saknað af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Þeir sem fram að þessu geta orðið fyrir alvarlegri geislun, eru aðeins þeir 50 tæknimenn sem enn starfa að neyðaraðgerðum í verinu.

Skaðinn þarf ekkert að verða neitt umtalsvert meiri en þetta, þó svo hann geti sannarlega orðið það - ef allt fer á versta veg og t.d. Japanar bíða of lengi með að grípa til þeirrar sömu lokaneyðaraðgerðar er Rússar gripu til í Chernobyl, þ.e. grípa ekki til þess fyrr en um seinan er að koma í veg fyrir spreningu í sjálfum ofninum.

Eina sem við getum gert, er að bíða með öndina í hálsinum eftir því hvað gerist í Japan.

 

Perfect Storm!

Versta atburðarás, þannig að sprenging verði í a.m.k. öðrum af vandræða ofnum Daiichi versins í Fukushima , vindátt snúist frá því að blása af landi og út á haf og blási í staðinn geislavirkum gufum yfir Fukushima og nágrenni. Milljónir íbúa Fukushima og nágrennis fluttir á brott. Fukushima leggist að hluta varanlega í auðn vegna geislavirkni, en stærri hluti tímabundið.

Afleiðing, 3. stærsta hagkerfi heimsins, verður fyrir óskaplegu efnahagstjóni - Japan lendi í greiðsluvandræðum með næst stærstu ríkisskuldir heimsins. 

Afleiðing - "trigger event" fyrir heimskreppu. 

Þetta þarf alls ekki að fara nándar nærri þetta ílla. Í besta falli, þá er steypt hratt yfir biluðu ofnana, og frekari geislun út í umhverfið stöðvuð a.m.k. næstu áratugina.

 

Niðurstaða

Japan allt í einu orðið mesta hættan fyrir heimshagkerfið. Í besta falli, getur Japan enn sloppið við það að kjarnorkuslys verði nándar nærri eins slæmt og í tengslum við Chernobyl verið. Þá, sennilega ræður Japan við það áfall sem jarðskjálftinn hefur framkallað og heimshagkerfið verður ekki fyrir nokkru tiltakanlegu tjóni.

En möguleikinn er sannarlega fyrir hendi á mun verri útkomu.

Fyrir utan þetta, getur kjarnorkukrýsan í Japan seinkað eða komið í veg fyrir plön úti um heim um frekari nýbyggingu kjarnorkuvera. Ef mikið verður um slíkt, þá mun olíuverð hækka enn hraðar á næstu árum en ég fram að þessu hef reiknað með.

Fyrir okkur, þá þíðir hækkað olíuverð að við verðum að hraða sem mest við megum, framleiðslu á innlendu eldsneyti. Einfaldast er að láta landbúnaðinn okkar framleiða metan, sem hann getur a.m.k. gert fyrir hluta bílaflotans. Auk þessa, er mögulegt að rækta repju og framleiða repjuolíu. Það er önnur möguleg hlutalausn. Síðan, er það framleiðsla á metanóli - sem einnig er hægt að brenna á sprengihreyflum.

En, ef landbúnaðurinn fer að gera þetta, þá mun þjóðhagleg hagkvæmni hans aukast mikið, eins og ég hef áður bent á. Ég vil frekar fókusa á þá leið, en eins og vinir okkar í Samfó vilja þ.e. að leggja sem mest af innlendri framleiðslu niður og þess í stað flytja sem mest inn, sem þeir halda fram að muni spara almenningi peninga. En, ég tel það vera skammsýni, ekki síst ef olíuverð mun hækka enn - enn hraðar, en ég hef áður talið. En, þá hverfur sá kostnaðarmunur sem nú er á innfluttum matvælum og innlennt framleiddum vegna aukins flutningskostnaðar af völdum olíuverðshækkana, sem okkar landbúnaður getur varist með því að skipta yfir í eigin framleitt eldsneyti; og það enn hraðar en ég hef fram að þessu álitið. Þá eru ekki mörg ár í það, að sá meinti hagur af innflutningi hverfi.

En, ef við ætlum að láta landbúnaðinn okkar framleiða sem mest eldsneyti, þá er rangt að kasta honum út í hagsauga fyrst.

En, ég tel að olíuverðshækkanirnar þegar þær ganga í garð fyrir alvöru, muni breyta heimshagkerfinu þannig, að draga mun úr verslun sem inniber flutninga á varningi langar leiðir, og að hagkvæmara verði að framleiða eins mikið á hverjum stað og framast unnt er. Aðkeypt verði einungis þ.s. ekki er hægt að framleiða í hverju landi fyrir sig. Nema, þegar lönd liggja hlið við hlið - landamæri við landamæri, og samgöngur eru greiðar á milli t.d. eins og á meginlandi Evrópu.

 

Kv.


Það á að láta þjóðina borga pólitíska gæðinga út úr krónunni, og síðan standi hún eftir með skuldina!

Ég hef áhyggjur að þeirri aðferð, sem stjórnarflokkarnir virðast ætla að beita til þess, að vinda ofan af gjaldeyrishöftunum, þ.e. smám saman. En, þá á að hleypa út völdum aðilum. En, einmitt sá hlutur skapar óskaplega mikla hættu á spillingu, vegna þess að það getur skipt miklu fjárhagslegu máli hve framarlega þú færð að vera í þeirri goggunarröð.

Lilja Mósesdóttir nefndi áhugaverða hugmynd í Silfri Egils sl. Sunnudag. En, Friðrik Jónsson bloggari og fyrrum starfsmáður Alþjóðabankans, hefur útskýrt þá hugmynd á sínu bloggi með ágætum. Sé ég þess kost vænstan, að vitna í hans útskýringar - sem mér sýnast góðar og gildar. Síðan er einnig áhugavert að lesa svör hans við gagnrýni er hann fær m.a. annars frá þekktum stjórnarsinnum.

Lilja segist hafa lausnina í gjaldmiðilsmálum: Vill breyta um nafn á íslensku krónunni :

Friðrik Jónsson:

  1. Plásturinn af... 
  2. Krónur og kennitölur...
  3. Krónur og Norður-Kórea

Þetta eru þær 3. bloggfærslur þ.s. hann ræðir þessa hugmynd.

---------------------------Útlistun Friðriks á eigin hugmynd:

Kjarninn í gjaldmiðilsbreytingunni 1948 var hins vegar sú að í fyrsta lagi var ákveðið að taka upp nýja mynt, Deutsche Mark í stað Reichsmark. Í öðru lagi, og öllu mikilvægara, var sú ákvörðum að mismunandi gengi yrði á yfirfærslum fjárskuldbindinga úr gamla gjaldmiðlinum yfir í þann nýja. Laun t.d. fóru á genginu einn á móti einum, smærri peningaeignir á genginu tíu á móti einum, en stærstu fjárskuldbingar á genginu tíu á móti 0,65 (0,65 Deutsche Mark fengust s.s. fyrir hver 10 Reichsmark).

Samhliða þessari breytingu var jafnframt aflétt flestum viðskiptahindrunum, gjaldeyrishöftum og vöruskömmtunum. Og já, einnig voru skattar lækkaðir og skattkerfið einfaldað.

Afleiðingin var sú að þýskt efnahagskerfi hrökk í gang og framhaldið var líkast kraftaverki, enda æ síðar kallað wirschaftswunder, eða efnahagsundur. (Lesa má eilítið um þetta hér og hér.)

Sama grundvallarregla var síðan höfð til viðmiðunar við sameiningu Þýskalands, laun fóru á einu gengi, innistæður á öðru og stærri fjárskuldbindingar á því þriðja.

Lærdómur fyrir Ísland?

Laun og innistæður að 20 þús evrum (lágmarkstrygging innistæða) er skipt á genginu 1:1.

Öðrum fjárskuldbindingum er skipt t.d. á genginu 1:4 til 10. Einnig má láta markaðinn ráða, eða setja mismunandi gengi eftir eðli fjárskuldbindinganna. T.d aðrar innistæður umfram lágmark, ríkisskuldabréf, hússnæðislán og lífeyrissjóðslán á 1:5, en allar aðrar fjárskuldbindingar á 1:10.

Þetta er allt útfærsluatriði, en meginmálið er þetta: Efnahagsaðgerð af þessu tagi er framkvæmanleg og reynsla þeirra sem hana hafa reynt hefur verið góð.

Já, í henni felst ákveðin eignaupptaka, en það er eignaupptaka á eign sem hefur ekkert raunverulegt virði nema platvirði gjaldeyrishafta.

Ein leið til þess að gera þetta væri að taka upp nýjan gjaldmiðil með sama skráningargengi og Evru. Jafnframt taka upp tímabundna fastgengisstefnu til ákveðins tíma, t.d. 5 ára. Að þeim tíma loknum væri án efa orðið ljóst hvort Ísland yrði aðili að ESB. Ef svo, þá yrðu skiptin yfir Evru án vandkvæða. Ef ekki, þá yrði gjalmiðlinum leyft að fljóta að nýju.

Að mínu mati yrði að fylgja aðgerð af þessu tagi ákveðin tiltekt í efnahagsmálum almennt, s.s. algert afnám verðtryggingar og helst tiltekt og einföldun í skatta- og gjaldaumhverfi landsins.

Er svo galið að fylgja fordæmi þjóðverja í efnahagsmálum og efnahagsaðgerðum?

----------------------------Útlistun Friðriks á eigin hugmynd

 

Besta hugmyndin að lausn sem fram að þessu hefur fram komið:

Fyrir utan þá hugmynd, að tengja krónuna við Evru þá líst mér mjög vel á þetta. En, vandinn við Evrutengingu er sá að tengingu þarf að vera hægt að verja með umtalsverðum gjaldeyrisforða og þá þarf einna helst að eiga magn af Evrum, þ.e. í þessu tilviki. En, vesenið er að vegna þess að Ísland getur ekki sjálft prentað Evrur þyrfi það að skuldsetja sig fyrir stórar upphæðir til þess að kaupa þær. Í því felst gallinn, sem að mínu viti lokar á þá leið - en slík skuldsetning ofan á núverandi myndi drekkja hagkerfinu í skuldum og framkalla tafarlaust gengisfall nýja gjaldmiðilsins.

(Þeir sem vilja skoða gögn seðlabankans geta gert það um stöðu bankakerfisins í bankatöflum Seðlabankans.) Sjá stöðu des. 2010.

  1. Innlendar eignir alls 3.000.379 þ.e. 200% þjóðarframleiðsla.
  2. Innlendar skuldir alls 3.434.835.
  3. Peningamagn og sparifé M3,  1.457.517.
  4. Peningamagn og almennt sparifé M2, 951.155.
  5. Peningamagn M1, 498.804.

Punkturinn er sá, að það er mjög erfitt að ávaxta svo mikið fjármagn hér innanlands, þ.e. hvort sem litið er á eignir eða skuldir, hvorttveggja 2 þjóðarframleiðslur eða rúmlega tvær.

Á sama tíma, er hagkerfið enn að skreppa saman - svo manni sýnist ljóst að það þurfi, verði að vinda ofan af þessum ósköpum.

En, með hagvexti væri þetta peningamagn mjög þungt í vöfum - en án hagvaxtar er þetta myllusteinn, sem erfitt er að sjá annað en muni dembast yfir hausinn á okkur á einhverjum tímapunkti, nema gripið sé inn með mjög ákveðnum hætti og undið ofan af þessu.

 

Ekki eignaupptaka!

Ég bendi á, að eignarréttarákvæði stjórnarskrár ver þig gegn eignaupptöku, en ekki gegn því að eign þín geti sveiflast í verðgildi. En, þ.e. klárt að ef höft væru afnumin, þannig að innlendar krónur og aflandskrónur mættu gera þ.s. þeim sýndist, að þá myndi fara fram óskaplegt lækkun á gengi krónunnar þegar allt myndi leggjast á eitt:

  1. Innkoma aflandskróna.
  2. Aukning peningamagns vegna sölu krónubréfa.
  3. Síðan fjármagnsflótti.

Þ.e. engin leið að áætla hve mikið krónan myndi falla við þetta, en ljóst er að það fall verður stórt.

Síðan kemur mjög stór verðbólgubylgja - sem sennilega mun rísa enn hærra en sú síðasta.

En, þ.s. ég er að benda á, er að verðin á eignum bundnum í krónum hér innanlands eru ekki meira "real" heldur en verðmæti hlutabréfa bankanna var árið 2007. 

Það sé óraunhæft að vænta þess, að þau verð sem nú gilda komi til að haldast.

 

Það skal velja sigurvegara!

Gylfi: "...þarf einfaldlega að leysa með því að afnema höftin í skrefum, hleypa eignum út í skynsamlegri röð og hafa gjaldeyrisforða sem stuðpúða. Það er í grundvallaratriðum ekkert sérstaklega flókið eða óviðráðanlegt. Hve hratt þetta getur gerst fer fyrst og fremst eftir því hve mikið streymi gjaldeyris verður í hina áttina, annars vegar vegna viðskiptajafnaðar og hins vegar vegna fjárfestinga."

Friðrik: "Afnám hafta í skrefum...Þá velur þú einhverja sigurvegara sem fá að fara út á hærra gengi. Þannig mun það ganga koll af kolli, þar til að eftir situr almenningur og fær loks að skipta, en á versta genginu, þar sem ekkert bendir jú til annars en að við afnám hafta muni gengið falla jafnt og þétt."

Takið eftir hvað Gylfi Magnússon segir, sú leið hefur stórfellda galla - ekki síst óskaplega spillingarhættu.

  1. En, þeir sem fara út fyrst græða meir sem fara út seinna, þannig að þ.e. mikið peningalega í húfi, að vera framar í röðinni en aftar.
  2. Þetta skapar þá hættu, að pólitískt tengdir en ríkir aðilar, komi sér í mjúkinn við áhrifamikla aðila innan stjórnarflokkanna, og einfalldega með einum eða öðrum hætti kaupi sig inn - sem fremst.
  3. Sætin gætu farið að ganga kaupum og sölum, þannig séð.
  1. En, gallarnir eru fleiri, ekki síst að með þessum hætti, væri verið að skuldsetja þjóðina til að borga hagstæð kjör fyrir pólitíska gæðinga, til að koma fjármagni sínu út úr krónunni á hagstæðu gengi.
  2. En, meðan gengið er varið, þá eyðist upp sá gjaldeyrissjóður sem þjóðin hefur tekið að láni, þannig að hann verður þá notaður að hluta til að niðurgreiða kostnað, ríkra gæðinga til að koma sér út á hagstæðu verði.
  • Ég óttast einmitt að ofangreint sé þ.s. raunverulega standi til - ég bendi fólki á að tékka á svörum Vilhjálms Þorsteinssonar, sem er akkúrat ríkur pólitískur gæðingur - og mér dettur í hug að heilög vandlæting hans og fyrirlitning sé a.m.k. að hluta til á grundvelli eigin hagsmuna, þ.e. þeirra að hann hafi áhuga sjálfur á goggunarröðinni.


Niðurstaða

Það verður að vinda ofan af peningakerfinu hérlendis. Hugmynd Friðriks og Lilju er ein af þeim mögulegu aðgerðum sem hægt er að grípa til.

En auk þeirrar leiðar, er unnt að losa einfaldlega um höftin og skeita að sköpuðu. Hið minnsta verður þá að frysta lánskjaravísitöluna. Að auki, væri í því tilviki betra að ná fyrst samkomulagi við krónubréfahafa t.d. um það að umbreyta skuldabréfum þeirra í lán með afborgunum. En, ef það myndi takast að losna við það útflæði er smá séns að það myndi rúmast innan ramma gjaldeyrishafta.

Alls ekki mætti verja gengi krónunnar - því gjaldeyrisvarasjóðurinn er lánssjóður eins og allir ættu að muna, svo þ.e. mikilvægt að eyða honum ekki upp. Auk þess, að ef vísitalan er fryst þá lækka verðtryggð lán í stað þess að hækka.

Síðan, er hugsanlega hægt að gera bankana gjaldþrota í annað sinn, en mig grunar að ef framkvæmd væri svokölluð "fair valuation" á þeirra eignum - en þá er slegið mati á þær skv. líklegu söluandvirði; þá myndi verðgildi eigna lækka mikið skv. því mati og bankarnir sennilega ekki lengur uppfilla skilyrði um eiginfé að lágmarki. Þá skv. lögum ber FME að taka þá yfir.

Eftir það, mætti endurtaka leikinn að búa til nýja. Færa innlán yfir en í þetta sinn á genginu 0,5 þ.e. hálfvirði. Síðan, taka aftur 50% afslátt á lánum. Þannig væri hægt að endurskapa bankakerfið, innan þeirra stærðarmarka sem hagkerfið þolir. Þá, væri síðan unnt að losa um höftin enda hætta af útflæði innan úr krónuhagkerfinu mestu þá farin. Ef samningar næðust í því tilviki einnig við krónubréfahafa - má vera að losun hafta skilaði mjög óverulegri gengissveiflu.

En, hin allra sísta af leiðum í boði sýnist mér vera sú leið er ríkisstjórnin vill endilega fara. En, mér sýnist þeirra leið einkum mótast af, hvað þ.e. sem fjármagnseigendur telja sér best vera í hag. Hún sé með öðrum orðum alls - alls ekki að verja hagsmuni almennings. Sem að sjálfsögðu kemur lang verst út úr þeirri aðferð sem stjv. planleggja.

 

Kv.


Leiðtogar Evrulanda, ná saman um óvænta tilslökun gagnvart löndum á Evrusvæðinu í versta vandanum!

Leiðtogar Evrusvæðis, buðu Írlandi og Grikklandi lækkun vaxta á björgunarpakka um 1% gegn skilyrðum. Að auki, var Grikkland boðið lenging á láninu þannig, að greiðslur hefjast ekki 2015 heldur 2018. Grikkland samþykkti skilyrði leiðtoganna meðan Írland neitaði að ganga að þeim. En, Írlandi stendur þó til boða að ganga að þeim, á næsta fundi leiðtoganna 24-25 mars nk.

Eurozone strikes debt deal :"EU officials said Greece was granted the 1 per cent reprieve after conceding to raise €50bn by privatising state-owned assets...Greece also got its repayment schedule extended from 4.5 years to 7.5 years, a delay that was widely expected."

Þessi breyting auðvitað, mun bæta ástand Grikklands. En, markaðurinn hefur undanfarna mánuði verið að verðleggja grískar skuldir með þeim hætti, að ljóst er að markaðurinn hefur ekki talið prógrammið sem Grikkland er undir sjálfbært. Þannig, að það má reikna fastlega með því að á mánudaginn, muni þessi tíðindi leiða til hækkunar á verði fyrir grískar skuldir. 

En, hvort markaðurinn telur þetta duga til þess að gera prógrammið sjálfbært, verður að koma í ljós. En, þessi planlagða sala eigna í eigur gríska ríkisins, á að lækka skuldir þess um cirka 20% af þjóðarframleiðslu. Það ásamt lækkun vaxta og lengingu lánstíma - ætti að skila töluvert bættu viðhorfi markaða gagnvart Grikklandi.

 

"Like Greece, Ireland was offered a full percentage point cut in its borrowing costs, from about 6 per cent to 5 per cent. But Enda Kenny, the new Irish prime minister, refused to cede ground to a Franco-German demand that he, in return, raise Ireland’s ultra-low corporate tax rate."

Nicolas Sarkozy: “Obviously, this is a very touchy subject for our Irish friends,”...“It’s hard to have other countries help or bail out Ireland when Ireland has the lowest corporate tax rates in Europe.”

Angela Merkel: “I think it is fair to say he [Kenny] can only get a reduction if he makes a corresponding commitment,”...“We have made that general principle clear.”

Enda Kenny: "Mr Kenny described the exchange with Mr Sarkozy as “a good, vigorous and vibrant discussion”, but conceded the issue had prevented an agreement. “In respect to harmonising tax rates, I said this is an issue that I could not contemplate,” he said. “The French president has very clear views on corporate tax rates; so have I.”

Það er ljóst að mjög erfitt verður fyrir Íra að verja 12% skatt á atvinnurekstur, en sá lági skattur er litinn miklu hornauga af Frökkum, ekki síst. En, á Írlandi er litið á þennan lága skatt, sem helstu leið þeirra út úr kreppunni. En, benda má á að ólíkt Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu - þá er Írland ekki lengur með halla á viðskiptum við önnur lönd. En, síðan kreppan hófst hefur orðið umtalsverð aukning á útflutningi - en laun hafa farið lækkandi á Írlandi nú samfellt síðan 2008. Þær launalækkanir ásamt hinum lága skatti, virðast vera að skila því að fyrirtæki velji að koma sér fyrir á Írlandi.

Ein af þeim meginhugmyndum sem uppi eru, varðandi gerð nýs sáttmála um Evruna, er að samræma fyrirtækja skatta aðildarlandanna. En, þær reglur munu einungis gilda innan Evrusvæðis, þannig fylgja því að taka upp Evru.

Ég sé ekki marga kosti fyrir Íra. Einn, getur verið að einfaldlega yfirgefa Evruna, en þetta fer eftir því hve mikla áherslu þeir leggja á það að halda lága skattinum. Þeir myndu fræðilega geta samið við Breta um skammtím gjaldmiðilsbandalag - en Bretar ættu að geta prentað nægilegt magn af pundum, ef því er að skipta. Punt-ið írska væri síðan smám smaman endurinnleitt, fengi að gilda jafnhliða pundi. Reikningum væri breytt yfir í pund úr evrum, sem Írar ættu ekki endilega vera ósáttir við.

Þetta gæti verið eina leiðin til að verja skattastefnu sína. En, þora þeir þessu?

Það kemur sjálfsagt í ljós á næsta fundi leiðtoga Evrusvæðis dagana 24-25 mars nk. hvort Enda Kenny, nær fram niðurstöðu sem Írar geta sætt sig við, eða, hvort niðurstaðan verður að Írar lippast niður, eða, að niðurstaðan verður að deilur Íra og Þjóðverja/Frakka harðna. 

Í síðasta tilvikinu, fer maður að velta fyrir sér, hvað Írara gera þá svo!

 

EU leaders reach deal on debt crisis :"Together with her eurozone counterparts, Chancellor Merkel agreed to boost the region's bailout fund, the European Financial Stability Facility (EFSF), so it can lend the full €440bn (£380bn) that it initially promised." - "Up to now, the EFSF was only able to lend about €250bn because of several buffers required to get a good credit rating - fanning fears that it would not be big enough to save a large country like Spain." - "The fund will also be allowed to buy the bonds of governments in financial difficulties on the open market, but only if the respective country is locked into a national bailout program based on strict conditions."

Ákvörðunin, að styrkja neyðarsjóðinn svo hann geti lánað 440ma.€ en samt haldið AAA veðhæfi sem matsfyrirtæki hafa gefið, með því skilyrði að einungis væri lánað út á ábyrgðir frá ríkjum sem sjálf hafa AAA lánshæfismat; er mikilvæg. Þetta þíðir, að ríkin með AAA lánshæfismat, hafa samþykkt að veita viðbótar ábyrgðir - ekki síst Þýskaland.

Síðan gegn ströngum skilyrðum um stranga aðhaldsstefnu er neyðarsjóðnum gefin heimild til að kaupa skuldabréf ríkja í miklum fjárhagsvandræðum. Þetta er líka mikilvægt, en með þessu getur sjóðurinn í reynd niðurgreitt vexti til landa í vandræðum, sem þó hafa ekki enn óskað eftir neyðarláni. 

Líklega mun Portúgal fá slíka aðstoð mjög fljótlega, en á föstudag var ávöxtunarkrafa á markaði fyrir 10. ára skuldabréf Portúgals, kominn upp í 7,99%. Þetta form aðstoða, getur einnig staðið Spáni og Jafnvel Ítalíu til boða - ef vaxtakrafa þeirra landa heldur áfram að hækka þannig að í vandræði horfi.

Þessar aðgerðir leysa þó ekki vanda þeirra ríkja, en þó geta þær gefið þeim meiri tíma til að leysa sjálf sín mál. En, þ.e. væntanlega fókus þessara aðgerða, að vinna tíma.

En, þetta veitir örlitla mildun þess vanda, sem ríki í vanda þurfa að undirgangast, þ.e. aðlaga eigin hagkerfi með mjög umfangsmiklum samdráttaraðgerðum.

 

"the focus of Friday's meeting was to make member states enshrine EU curbs on deficits and debt in national law – effectively making it illegal for any member to exceed fixed deficit and debt limits in the future. The EU's Stability and Growth Pact sets a government deficit limit of 3pc of GDP and debt of 60pc of GDP."

Þetta er áhugavert. En, ef aðildarlöndin hafa undirgengist það að lögleiða "the convergence criteria" þ.e hin klassísku skilyrði um Evruna, þá er það í reynd stórfelld herðing á þeim skilyrðum. En, fram að þessu, hefur það verið heimilað að ef lönd lenda í skammtímavanda að þá geti þau farið yfir mörkin en síðan gefur Framkvæmdastjórnin þeim frest til að vinna sig aftur til baka.

En, ef skilyrðin verða lögleidd, þá er ekki hægt að sjá annað en að ef land innan Evrunnar lendir í erfiðu efnahagsáfalli, að þá verði það að skera samstundis niður fyrir þeirri tekjurýrnun er kann að verða - maður getur rétt ímyndað sér t.d. Ísland ef sambærileg regla hefði gild og síðan fellur bankakerfið og landsframleiðsla minnkar á einu augnabliki um 40%. Menn hafa verið að kvarta yfir því að AGS prógrammið sé harkalegt sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að skera sig niður á 3. árum. En reynið þá að ímynda ykkur að ef allur niðurskurðurinn yrði að koma þegar fyrsta ár kreppu?

Við erum að tala um til mikilla muna harðara umhverfi en að búa við krónu, sem fellur!

En mönnum finnst lífskjara skerðing erfið sem krónar framkallar við og við, þegar hún fellur í takt við minnkun landsframleiðslu - ef krafan hefði verið að framkvæma 40% launalækkun sem er í reynd sama raunlækkun á einun ári ekki seinna en strax? OK, þá væru menn á sama stað hvað það varðar! En, að auki, að ríkið skeri allann hallann af, ekki seinna en strax? Þ.e. allverulega harðara dæmi, en við erum að ganga í gegnum, lagt samann við launalækkun þegar í stað fyrir rauntekjulækkun hagkerfisins. 

 

"If Germany and France can get members to sign up to the competitiveness pact, which also includes moves to gradually raise retirement ages and work towards a common corporate tax base, it is thought they will agree to strengthen the bail-out fund to ensure stability in the Portuguese economy."

Það er verið að tala um það, að gefa aðildarríkjunum nokkurra ára aðlögunartíma, en eftir að honum er lokið verði: sá aldur er menn fara á eftirlaun samræmdur og fyrirtækjaskattar verði þeir sömu alls staðar. 

Á hinn bóginn er ástand mála misjafnt eftir löndum, en benda má á að málefnaleg rök eru fyrir lægri sköttum til atvinnulífs í löndum, sem eru á jaðri Evrópu því fjær mörköðum. Þetta er þó ekki orðinn hlutur, og mörg tækifæri til þess að semja um einhverskonar millileið.

Hver veit, kannski ná Írar því fram, að samþykkt sé að fyrirtækjaskattar þar séu nokkuð lægri en á meginlandi Evrópu, en þannig þó að þeir hækki frá því að vera 12,5% eins og þeir eru nú. 

 

Niðurstaða

Leiðtogar Evrusvæðis ákváðu að veita Írum og Grikkjum smávegis afslátt á vöxtum, sem þannig er viðurkenning á því, að vextir á neyðarlánum hafi verið of háir. Þeir mættu lækka frekar - t.d. í 3,5%.

Á sama tíma, er verið að vinna í því, að skapa trúverðugari umgjörð um Evruna, en þá sem fram að þessu hefur verið til staðar. Það að aðildarríki leiði hin klassísku skilyrði um Evruna í lög, er auðvitað leið til þess, að auka trúverðugleika Evrunnar. 

Það verður þó mjög grimmt fyrir lönd í framtíðinni, að búa við þá reglu - þegar næst kemur að því að óvæntur efnahagsvandi steðjar að.

Síðan, er það samkeppnishæfnis sáttmálinn, sem er í býgerð. En, hann á að vera kynntur eftir næsta stóra leiðtogafund aðildarríkja Evrusvæðis þann 24-25. mars nk. 

En samanlagt á þetta að endurreisa trúverðugleika þann sem Evran hefur tapað. Það verður að koma í ljós hvort svo verður reyndin.

En, ég bendi á að áherslan er enn á það að lönd í vanda taki á sig skellinn - neyðarlán verði einungis veitt, ef krýsa telst skapa hættu fyrir svæðið allt. Þ.e. hugmyndin að baki, nýja sjóðnum sem á að taka við 2013. Þ.e. því enn mjög vel hugsanlegt, að aðlögunin muni reynast einstökum löndum of erfið.

Það verður að koma í ljós, hvort markaðir kaupa þetta sem lausn.

En, sem dæmi skilst mér að enn vanti 1,3 þ.ma.€ inn í bankakerfi meginlandsins heilt yfir litið, til að eðlilegt jafnvægi sé milli innlána og útlána. Bankakrýsa liggur því enn rétt undir yfirborðinu.

 

Kv.


Stýring vaxta á Evrusvæðinu, á eftir að reynast mjög krefjandi vandamál, næstu misserin!

Vandinn við það fyrir einstök aðildarríki myntbandalags eins og Evru, að hafa ekki eigin gjaldmiðil, heldur deila honum sameiginlega með fjölda annarra ríkja, er að seðlabanki svæðisins er tilneyddur til að miða peningastefnu við hagsmuni þeirra landa innan svæðisins, sem hafa mesta efnahagslega vikt.

Þetta getur skapað vandamál fyrir smærri ríki, sem þá þurfa að búa við það ástand að stýring vaxta og gengis tekur ekki tillit til hagsmuna þeirra hagkerfa.

Þau hafa þá ekki val um annað en að laga sín hagkerfi, að peningastefnu svæðisins - sem er þveröfug aðlögun miðað við það, að hafa umráð yfir eigin peningastefnu.

Þegar Evrunni var komið á fót, var þetta mjög rætt - að lokum varð sú hugmynd ríkjandi, að sameiginlegur gjaldmiðill myndi leiða til minnkunar á innbyrðis hagkerfissveiflum milli aðildarríkjanna.

Ég er viss um að þessi röksemd hefur hljómað mjög aðlaðandi - en þetta beinlínis segir að vandamálin muni hverfa - púff! Með öðrum orðum, þægileg röksemd! Einhver hefði ef til vill átt að velta fyrir sér - er þetta ekki of gott til að vera satt?

Sem sagt, hvert ríki fyrir sig, myndi leitast við að laga sitt hagkerfi, að þörfum peningastefnunnar, þannig að smám saman eftir því sem árin myndu líða myndi peningastefnan komast nær því í reynd, að endurspegla þarfir aðildarríkjanna.

Því miður, þá stóðst þessi kenning ekki veruleikann - heldur átti þveröfug þróun sér stað, að aðildarríkin þróuðust í sitthverja áttina, ójafnvægi safnaðist upp og magnaðist jafnt og stöðugt - og í dag hefur munirinn á milli þarfa ríkjanna aldrei nokkru sinni verið meiri síðan samstarfinu um Evruna var komið á fót.

Kenningin um það, að Evran myndi knýja aðildarríki Evrunnar til að laga sig að hverju öðru stóðst ekki - en þrátt fyrir að sú úkoma blasi við hverjum þeim er sjá vill; er það samt ríkjandi kenning ísl. aðildarsinna að innganga í ESB og upptaka Evru sé rétta leiðin til þess að kenna ísl. stjórnmálamönnum hagstjórn - þó það blasi við öllum að alvarleg hagstjórnarmistök áttu sér stað innan nokkurra aðildarríkja Evrusvæðis, sem hefðu ekki átt að eiga sér stað náttúruleg skv. kenningunni um að Evran framkalli betri hagstjórn.

Þetta skapar auðvitað vandamál fyrir vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrusvæðisins, að það sé mikill munur á milli þarfa einstakra aðildarríkja. Hættan hin augljósa er að vaxtaákvarðanir henti í reynd engu aðildarríkjanna. Skapi þeim óhagræði á móti meintu hagræði við það að hafa hinn sameiginlega gjaldmiðil.

Hér á Íslandi, er því gjarnan haldið fram, að slæm hagstjórn sé því m.a. að kenna, að of auðvelt sé að redda sér með gengisfellingu - þannig að með því að taka gengisfellingar af stjórnendum okkar hagkerfis, þá muni þeir þurfa að taka agaðri hagstjórnarákvarðanir. Þessu er m.a. haldið fram af Þorvaldi Gilfasyni.

Á sama tíma, virðist þetta góða fólk sammála um, að íslenskir stjórnmálamenn séu algerir aular í hagstjórn. En, einhvern veginn, þó þeir séu aular, eiga þeir allt í einu að hætta að vera aular innan Evru, vegna þess væntanlega að þá refsist þeim fyrir aulaskapinn.

En einhvern veginn, í þessari þokukenndri hugsun, þegar því er haldið fram að Evran sé einhvers konar refsivöndur í hinu orðinu, þá gleyma þeir á hverjum refsingin bitnar - en í dag sést refsivandarhluti Evrunnar mjög skýrt í stófelldu atvinnuleysi, og sem að sjálfsögðu bitnar á almenningi.

Lönd Evrusvæðis, áætlaður hagvöxtur - atvinnuleysi 2011 skv. Eurostat.

Holland.............1,5% - 4,3%

Austurríki..........1,7% - 4,3%

Lúxembúrg........2,8% - 4,7%

Malta................2,0% - 6,1%

Þýskaland.........2,2% - 6,5%

Kýpur...............1,5% - 7,4% 

Slovenía............1,9% - 7,8%

Finnland............2,9% - 8,0% 

Belgía...............1,8% - 8,0%

Ítalía................1,1% - 8,6%

Frakkland.........1,6% - 9,6%

Portúgal...........-1,0 - 11,7% 

Grikkland........-3,0% - 12,9%

Írland...............0,9% - 13,5%

Eistland............4,4% - 14,3%

Slóvakía............3,0% - 14,5%

Spánn..............0,7% - 20,4%

Vextir Seðlabanka Evrópu í dag, eru enn 1%. En, líklega verða hækkaðir í 1,25% nk. apríl.

Verðbólga er áætluð þetta ár 2,2% að meðaltali. En vanalega er talið að stýrivextir eigi að vera yfir verðbólgu. Meðalhagvöxtur áætlaður 1,6%.

Þumalfingursregla: Löndin með mesta atvinnuleysið, eru með mesta hagkerfisslakann, og þurfa því mest á hagvexti að halda. 

Ég raðaði löndunum upp eftir atvinnuleysi!

Takið eftir, að fá lönd ná að hífa hagvöxt yfir meðalverðbólguna 2,2% en ef hagvöxtur er undir verðbólgu, fer lífskjörum hrakandi. Nettó hagvöxtur víðast hvar ekki til staðar.

 

Hvernig hefur þetta gengið á Evrusvæðinu sl. áratug?

The Taylor rule suggests a 4.5% short rate in Germany and minus 4.6% in peripheral Europe - Credit Suisse

Myndin til hægri, sem ég fann á vef Financial Times, sýnir brotalína vaxtastefnu Seðlabanka Evrópu, og síðan umreikning skv. svokallaðri Taylor reglu.

Eins og sést, virðist vaxta- stefna Seðlabanka Evrópu, hafa fylgt nokkuð vel þörfum Þýskalands - vera reyndað ívið háir fyrir þjóðverja 2005 og 2006, en frá og með 2010 virðast þeir vera alltof lágir, frá sjónarhóli Þjóðverja.

Fyrir svokölluð PIGS ríki, aftur á móti, eru vextir of lágir samfellt fram til 2008 er kreppan hefst, að í dag mælast þeir allof háir. En skv. Taylor reglu virðast þau ríki að meðaltali mælast með þörf á -4% stýrivöxtum.

Samkvæmt gögnum úr skýrslu OECD sjá t.d. bls. 8 vinstra megin, þar sjást meðal-raunstýrivextir á Evrusvæðinu yfir tímabilið 2002 - 2007.

Raunstýrivextir á Evrusvæði 2002-2007:

  • - 3,0% Írland
  • - 1,6% Spánn
  • - 1,5% Grikkland
  • - 1,2% Portúgal
  • - 1,2% Ítalía
Fyrir neðan er önnur áhugaverð mynd, einnig af vef Financial Times. Vinstra megin má sjá lönd sem teljast í þokkalega góðum málum, reiknuð vaxtaþörf skv. Taylor reglu. Síðan sambærilegir reikningar fyrir svokölluð PIGS ríki og þar sést að sveiflurnar í vaxtaþörf eru mikið stærri.

http://av.r.ftdata.co.uk/files/2011/01/Taylor-Rule-and-Eurozone.jpg

Eins og myndirnar sýna, þá tókst ekki tilteknum ríkjum - akkúrat þeim í vanda og þeim sem talin eru í hættu, í reynd að aðlaga hagkerfi sín að peningastjórnun Seðlabanka Evrópu.

Það sem þetta segir í reynd, er að nokkrum löndum sé ofaukið innan Evru, að þau voru ekki tilbúin í reynd er þau tóku hana upp, og það sé enn þannig að Evran henti þeim ekki. Þetta þíðir ef til vill, að það besta væri að þau myndu vera aðstöðu af hinum ríkjunum, til þess að snúa til baka til síns eigin gjaldmiðils.

All of the Euro-area's excess leverage is in the periphery... - Credit Suisse

Eins og sést síðan á myndinni til hægri, þá er á Írland, Spáni og Portúgal mjög miklar skuldir innan einkahagkerfisins. Áhugavert að á Grikklandi og Ítalíu, eru skuldir einkahagkerfisins mikið minni. Þeirra skuldavandi er því ólík vanda hinna þriggja, felst fyrst og fremst í skuldum hins opinbera. En, skuldir Írlands - Spánar og Portúgals, eru að stærri hluta skuldir einkageirans og almennings.

Skuldir atvinnulífsins og almennings, toga mjög niður hagvaxtarmöguleika Spánar og Portúgals. Einnir Írlands. Þær skuldir gera líka þau lönd mjög viðkvæm fyrir vaxtahækkunum.

Hækkanir stýrivaxta eru því alveg sérdeilis slæm tíðindi fyrir ofangreind 3. lönd. Munu hafa mjög öflug samdráttaraukandi áhrif, á hagkerfi með svo miklar skuldir hvílandi á almenningi og atvinnulífi.

Hvernig Seðlabanki Evrópu ætlar að fara að, veit ég ekki - en hækkun stýrivaxta mun sökkva hagkerfum landanna í vanda, dýpra niður. Meðan, að vaxtahækkun er sennilega ólíkleg til að vera nægilega mikil, til að svara kalli þeirra landa sem gala eftir hærri vöxtum - sem sérstaklega Þýskaland gerir en einnig Holland.

Mér sýnist í reynd fullkomlega ómögulegt að finna vaxtastig sem ekki skapar verulegt óhagræði fyrir einhver aðildarríkja Evrusvæðis, eins og nú háttar. Þannig, að spurningin sé einfaldlega hverra hagsmunum verði fórnað? Ekki hvort! Að það stefni í vaxtahækkun, er vísbending að til standi að fórna hagsmunum, ríkjanna í mesta efnahagsvandanum og þau sem einnig eru enn í kreppu þó þau séu ekki á gjaldþrotsbrún.

 

Niðurstaða

Vísbendingar eru sterkar um það, að ef aðlögun hagkerfis að peningastefnu þeirri sem ríkir á Evrusvæðinu hverju sinni mistekst, eða að ef sú aðlögun bregst síðar eftir að innganga í Evru hefur farið fram; þá geti það skilað mjög miklum slæmum hagkerfisafleiðingum fyrir viðkomandi ríki.

En það er einmitt hin hliðin á þeirri kenningu, sem margir leiða hjá sér sem trúa á það að rétt sé að kenna íslenskum stjórnmálamönnum hagvísindi með því að taka leikföngin af þeim, að ef gambítturinn gengur ekki upp og í stað þess að gerast hagstjórnarsnillingar þeir halda einfaldlega áfram að vera miður góðir í hagstjórn - þá getur afleiðing þess að taka reddinguna af verið sú að þá reddist ekki úr.

Með öðrum orðum, enn eitt klúðrið muni samt eiga sér stað, en nú sé ekki skjóta reddingin til staðar þannig, að þá í stað skjótrar aðlögunar þá verði aðlögun af allt öðru og til mikilla muna tímafrekara tagi - sbr. að Írland er spáð 4. árum af verðhjöðnun af AGS, Grikklandi nokkrum árum í verðhjöðnun einnig og þar hafa laun þegar lækkað 20% sem svar við þeim sem enn halda sig við þá trú að Evran hafi varið löndin í vandræðum gegn raunlaunalækkunum, og reiknað er með að það sé einungis byrjunin. En, enn er viðskiptahalli Grikkland spáð um 8% á þessu ári, sem er lækkun úr 13% árið 2008 en hvergi nærri nóg, sem bendir til þess að lífskjör þurfi að lækka enn frekar sennilega í heildina a.m.k svipað og hér þegar miðað er við dollar þ.e. a.m.k. 40%.

Punkturinn er sá, að Evran verndar ekki gegn lífskjararýrnun, þegar hagstjórnarmistök eiga sér stað. Munurinn felst einungis í því, að rýrnun lífskjara dreifist yfir til mikilla muna lengri tíma. Þ.e. 4. ár fyrir Írland og 5 ár fyrir Grikkland. Eftir þann tíma verða þær þjóðir cirka búnar að taka út sambærilega rýrnun lífskjara og Íslendingar tóku út í einu stökki er krónan féll.

Af tvennu íllu, þá vill ég frekar snögga lækkun með gengisfellingu.

Skýrsla Directorate General of Economic Affairs um Grikkland, third review! 

 

Kv.


Evrukrýsan kominn af stað, eina ferðina enn! Lánshæfismat Spánar lækkað. Spenna eykst fyrir fund ráðherra Evrusvæðisríkja í dag föstudag!

Það er alltaf góð spurning hver hefur rétt fyrir sér. En Moody's lækkaði í gær mat sitt á lánshæfi Spánar, og byggir mat sitt einkum á eigin mati á líklegum kostnaði við endurfjármögnun spanskra banka, sem er 2 - falt hærra en mat spanskra stjórnvalda. Spænsk stjórnvöld, svöruðu í gær fullum hálsi - draga í efa að mat Moody's sé nægilega vandað, telja að sjálfsögðu að mat Seðlabanka Spánar sé mun betra.

Að sjálfsögðu er ég ekki með nokkrar forsendur, til að slá eigið mat á hvor skoðunin sé líklega réttari.

Bendi þó á eitt, að fyrir utan Írland var spænska húsnæðisbólan sú hlutfallslega stærsta innan ESB, og miðað við útkomuna á Írlandi, þá myndi ég ætla að húsnæðisverð á Spáni eigi eftir að falla umtalsvert meir en það fram að þessu hefur gert - sem geti framkallað vandræði fyrir bankastofnanir eins og á Írlandi.

Mér finnst merkilegt, að ef þ.e. virkilega svo, að spænskir bankar sleppi að mestu við alvarleg vandræði, miðað við hve rosastór bólan var - sem ætti að þíða rosastór útlánatöp og því álíka stór bankavandræði.

En, skv. spænskum Stórnvöldum er eftirfarandi sannleikurinn:

Spanish bank capital costs – official version

A dozen banks. Including eight cajas. And €15.15bn.

Commercial banks

Bankinter — €333m

Barclays Bank — €552m

Deutsche Bank — €182m

Bankpyme — €8m

Savings banks

Bankia — €5.775bn

Base — €1.447bn

Civica — €847m

Mare Nostrum — €637m

Catalunyacaixa — €1.718bn

Novacaixagalicia — €2.622bn

Caja Espana de Inversiones — €463m

Unnim — €568m

Það kemur ekki á óvart, að svokallaðir "Cajas" eru í vandræðum, en á Spáni hafa sparisjóðir sem á Spáni heita allir Caja eitthvað verið einkum þeir, sem hafa lánað til húsnæðiskaupa. Svo, það fylgir eðlilega að það eru þeir, sem súpa seyðið af spönsku húsnæðisbólunni.

  • Eins og fram kemur í yfirlýsingu Moody's telja þeir að kostnaður verði  40-50 ma.€
  • Að auki, telja þeir möguleika á að sá kostnaður geti hlaupið á allt að 110-120 ma.€ ef Spánn lendir í sambærilegum húsnæðis-lána vandræðum, og átti sér stað á Írlandi.
  • Þeir meta horfur neikvæðar - þannig að meiri líkur en minni séu á frekari lækkun mats síðar.
  • Þeir taka þó fram, að stjv. Spánar séu ekki neins staðar nærri bjargbrún fjárhagslegs hengiflug gjaldþrots.
  • Ennig, líta þeir svo á, að spænsk stjv. hafi gert margt gott undanfarið ár, í því að laga stöðuna heima fyrir, koma hagkerfinu af stað, draga úr halla á ríkisútjgöldum og halla á viðskiptum landsins við útlönd, o.s.frv.
  • Skuldatryggingaálag Spánar hefur einnig lækkað síðustu mánuðina, í takt við lækkandi mat markaðarins, á gjaldþrotshættu spánskra stjv.
Svo ætli maður verði ekki að standa á hliðarlínunni, varðandi spurninguna um það, hvort hafa rétt fyrir sér - starfsmenn Moody's eða starfsmenn Seðlabanka Spánar.

Yfirlýsing Moodies - í heilu lagi:----------------------------------

London, 10 March 2011 — Moody’s Investors Service has today downgraded Spain’s government bond ratings by one notch to Aa2 from Aa1. The outlook on the Aa2 ratings is negative. Today’s rating action concludes the review for possible downgrade, which Moody’s initiated on 15 December 2010. The main triggers for the downgrade are: (1) Moody’s expectation that the eventual cost of bank restructuring will exceed the government’s current assumptions, leading to a further increase in the public debt ratio. (2) Moody’s continued concerns over the ability of the Spanish government to achieve the required sustainable and structural improvement in general government finances, given the limits of central government control over the regional governments’ finances as well as the background of only moderate economic growth in the short to medium term.

The decision to assign a negative outlook to the rating reflects Moody’s view that the risks to Spain’s government finances remain skewed to the downside. Spain’s vulnerability to market disruption remains elevated given the high funding requirements, not only for the sovereign but also for the regional governments and the banks.

Moody’s has today also downgraded the rating of Spain’s Fondo de Reestructuracion Ordenada Bancaria (FROB) to Aa2 from Aa1 with a negative outlook as the FROB’s debt is fully and unconditionally guaranteed by the government of Spain.

Spain’s country ceilings for bonds and bank deposits are unaffected by today’s rating action and remain at Aaa (in line with the Eurozone’s rating). Spain’s P-1 short-term rating is unaffected by today’s rating action. RATINGS RATIONALE The considerations that drove Moody’s to place the ratings of the Kingdom of Spain under review on 15 December 2010 continue to be the rating agency’s main concerns and have triggered today’s rating action. Firstly, Moody’s continues to have concerns over the ultimate cost of recapitalizing the saving banks (“cajas”).

Although Moody’s acknowledges that the government’s recently announced acceleration of efforts to restructure the cajas is likely to strengthen the country’s banking landscape, the rating agency believes there is a meaningful risk that the eventual cost of the recapitalization effort could considerably exceed the government’s current projections — and Moody’s own earlier estimates from December 2010 (which were calculated using a minimum tier-1 capital ratio of 8% for all entities). Specifically, the government estimates the cost to be a maximum of €20 billion (less than 2% of GDP), which is based on the capital requirements as percentage of risk-weighted assets as of 31st December 2010.

However, Moody’s believes the overall cost is likely to be nearer to €40-50 billion, reflecting more than twice Moody’s earlier estimates of recapitalization needs of €17 billion because (1) the definition of eligible capital instruments has been tightened, and (2) capital requirements have been raised to a core capital ratio of 10% for those institutions with a limited private investor base and high dependence on wholesale funding. Indeed, Moody’s believes that, in a more stressed scenario, recapitalization needs could increase to approximately €110-120 billion. Secondly, the recently published budget execution data for 2010 revealed that the path to fiscal consolidation remains unclear for some of Spain’s regional governments.

Last year, 9 out of 17 autonomous communities breached the budget deficit target of 2.4% of GDP, some by a wide margin. This casts doubts over the ability of the central government to exercise sufficient control over the regions to ensure compliance with deficit targets. This year’s budget deficit target of 1.3% is significantly more ambitious than that of last year, and the effort required to implement it would be quite unprecedented for many regions. Moody’s expects that the regions will manage to reduce their deficits this year, but observes that most of the improvement will likely come from cuts to capital spending plus reduced personnel expenses due to the freeze in public-sector wages -neither of which are sustainable policies.

Moreover, there are no new policy initiatives to reduce the regions’ structural spending pressures in the areas of healthcare and education, beyond last year’s reduction in pharmaceutical costs and the replacement of only 10% of retiring public-sector workers. In addition to the regional government finances, the social security — which has traditionally recorded a surplus in Spain — also recorded a deficit for the first time since 1998, mainly driven by high outlays for unemployment benefits. This is unlikely to change this year given the outlook for the labour market. Under Moody’s base case assumptions, GDP growth will accelerate only moderately this year (to 0.8% from -0.1% in 2010) and the unemployment rate is expected to remain close to current levels.

Moody’s recognizes the government’s resolve in addressing the country’s key weaknesses, which is a key reason for limiting the downgrade to one notch. The government is accelerating the process of bank recapitalization and has just agreed a pension reform with the trade unions and employers’ association. An important reform to the system of collective bargaining is on the agenda for the end of March at the latest. This should be an important step towards gradually making the labour market more flexible. Moody’s also acknowledges that the government achieved the target set for the general government budget deficit in 2010 (9.24% of GDP versus target of 9.3%) and reduced its own central government deficit by a full percentage point of GDP more than the target (5.66% of GDP versus target of 6.7% in cash terms).

At around 60% of GDP in 2010, Spain’s public debt ratio is lower than that of several important peers, including Germany, France, the UK, Belgium and Italy. Even including the higher estimates for bank recapitalization, Spain’s debt ratio would remain lower than those of Italy (Aa2, stable) and Belgium (Aa1, stable). Moody’s continues to believe that Spain’s debt sustainability is not under threat, and its baseline assumptions do not anticipate a need for the Spanish government to ask for EFSF liquidity support. However, Spain’s substantial funding requirements — not only those of the sovereign, but also those of the regional governments and the banks — make the country susceptible to further episodes of funding stress.

Yfirlýsing Moodies - í heilu lagi:----------------------------------

 

Ég hvet alla til að fylgjast mjög vel með fréttum, af því hvað gerist á fundi ráðherra Evrusvæðis, sem hefst í dag!

European govt bonds - Reuters

Á myndinni sést, að í gær fimmtudaginn 10. mars fór ávöxtunarkrafa fyrir 10. ára Portúgölsk skuldabréf, í 7,68%. Þar sést einnig, að ávöxtunarkrafa fyrir spönsk 10. ára ríkisbréf fór í 5,52%. Ítölsk 10. ára bréf fóru í 4,99%.

Markaðurinn er klárlega orðinn óþolinmóður, að heyra frá aðildarlöndum Evrusvæðis, akkúrat hvernig þau ætla sér að leysa úr krísunni á Evrusvæðinu.

Þangað til að sú lausn kemur, mun sú krýsa áfram halda að hanga yfir hausnum á Evrópu.

En, vonandi verður sú lausn sem fram kemur ef tímaáætlun landanna stenst, að ljúka gerð hennar fyrir næstu mánaðamót, þess eðlis að markaðir kaupi hana sem frambærilega. En, ef ekki - þá getur apríl reynst vera meir spennandi en nokkur maður ætti að óska þess að hann verði.

En í apríl er töluvert af stórum gjalddögum fyrir aðildarríki Evru, sem skýrir af hverju ákveðið var af leiðtogum Evrusvæði í janúar sl. að hafa lausn tilbúna fyrir mánaðamót mars / apríl.

 

Kv.


Það eru tiltekin vandamál í íslenska peningahagkerfinu, sem þarf að leysa burtséð frá upptöku evru eða áframhaldandi krónu

Það eru 2. stór vandamál í peningahagkerfinu okkar, sem hverfa ekkert af sjálfu sér þó skipt sé um gjaldmiðil. Þessi vandamál þarf að leysa, annars munu þau halda áfram að valda okkur vandræðum. Burtséð frá því hvort haldið er áfram með krónuna eða skipt yfir í annan gjaldmiðil.

 

Húsnæðislán verða að hafa breytilega vexti

"Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að ef Íslendingar ætli að halda í krónuna og reka hér sjálfstæða peningamálastefnu þá verði þeir að taka upp breytilega vexti á húsnæðislánum. Nauðsynlegt sé að vextir Seðlabankans bíti, en það hafi þeir ekki gert fyrir hrun."

"Gylfi sagði að háir vextir Seðlabankans hefðu...ekki slegið á þenslu vegna þess að allar húsnæðisskuldir þjóðarinnar væru með fasta vexti. Þetta væri sérkennilegt í ljósi þess að vaxtahækkunin hefði komið til vegna eignabólu. Þess vegna þyrftu vextir að vera breytilegir á húsnæðisskuldum svo að þeir hefðu raunveruleg áhrif og þá þyrfti heldur ekki að hækka þá jafnmikið og Seðlabankinn gerði fyrir hrun."

Verðbólga sem knúin er af eftirspurn, hverfur ekkert þó skipt sé um gjaldmiðil. Enda, var innan Evrunnar heilmikill munur á verðbólgu milli aðildarlanda Evrusvæðis. Þannig, að ef okkar húsnæðislán halda áfram að vera með fasta vexti, þá myndi það ástand að stýrivextir hafa nær engin áhrif á hegðun neytenda hérlendis - viðhaldast. En, það myndi mjög grafa undan því markmiði að skapa hér efnahagsstöðugleika. 

Það sama á við, ef við ákveðum að halda krónunni, að það verður að breyta húsnæðislánum í lán með breytilega vexti - annars er hætta á að endurtaka sl. áratug þegar Seðlabankinn leitaðist við að halda aftur af eftirspurn en vextirnir höfðu ekki þau áhrif sem textabækur hagfræðinnar segja að þeir eigi að hafa.

En, forsendur þess að stýrivextir virki til þess að draga úr neyslu, er að þeir hafi áhrif til hækkunnar vaxta á lánum - þeim sem fyrir eru. Og, þá þurfa þau lán að hafa breytilega vexti.

Það verður alls ekki auðvelt mál að laga þetta - en þetta er algerlega nauðsynlegt.

 

Lækka ávöxtunarkröfu lífeyriskerfisins

Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings, og orðum Júlíusar Sólnes!

Þetta kom fram í grein á bls. 14 í Morgunblaðinu þann 15.10.2010. En hann bendir á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna þ.e. krafan þess efnis að þeir séu ávaxtaðir skv. 3,5%.
  • Vandi sé að þetta 3,5% raunvaxtaviðmið setji gólf á raunvexti í þjóðfélaginu - þar á meðal fyrir Íbúðalánasjóð.
  • Lífeyrissjóðirnir séu bundnir af því að fjárfesta einungis í þáttum sem gefa ekki minna en 3,5% raunvexti.
  • En, þegar kemur að því að þeir láni sjálfir, þá séu þeir einnig bundnir af þessu viðmiði - þeir þurfi einnig vaxtamun, svo útkoman er að verðtryggð lífeyrissjóðs lán beri um 5% raunvexti.
  • Ottó B. Ottóson, vill lækka raunvaxtaviðmið fyrir sjóðina í 2,2% - þannig að þeir geti lækkað vexti á lánum til lánþega í 3%.
  • Hann telur heildarupphæð innlendra íbúðalána vera 1200 milljarðar - þar af 770 í eigu Íbúðalánasjóðs. Meðalvextir þessara lána séu 4,8%.
  1. Vaxtabyrði 40 ára verðtryggðs láns sem tekið var í ársbyrjun 2005 myndi lækka um 37% og greiðslubyrði um 27%. Engu öðru sé breytt um lánið en vöxtunum.
  2. Sé viðbótar úrræðum bætt við eins og "Aðlögun skulda að eignastöðu" yrði lækkun greiðslubyrði enn stærri sbr. veðsetning orðin 150% - sama lán og áðan - veðsetning færð í 110%, þá myndi lækkun vaxta í 3% fela í sér lækkun greiðslubyrði um 47%.

Að hans mati er kostnaðurinn við þessa aðgerð þ.e. lækkun vaxta íbúðalána í 3% óverulegur, þ.e. cirka 22 milljarðar á fyrsta ári, 14 milljarðar af því beri Íbúðalánasjóður.

Lægri fjármögnunarkostnaður muni koma á móti og síðan lækki hann smám saman eftir því sem árin líða og greiðslur af lánum skila sér inn.

Þessar aðgerðir ættu að hafa jákvæð áhrif á greiðslugetu fólks, aukið kaupmátt þess. Það myndi síðan skila sér til hagkerfisins og aukning umsvifa í hagkerfinu, skila sér í aukningu veltuskatta fyrir ríkissjóð. Ríkið hefði þá vel efni á að rétta Íbúðalánasjóð af vegna þess taps er hann verður fyrir. Jafnframt ætti lægri fjármögnunar kostnaður að auka fjárfestingu. 

 

Það þarf að lækka vexti hér á landi

Málið með lífeyriskerfið er, að ég fæ ekki betur séð, að í því fræðilega dæmi að við myndum taka upp Evru en lífeyriskerfið væri enn með þessa sömu grunnávöxtunarkröfu; þá myndi bankakerfið enn vera dæmt til þess, að bjóða lán skv. ofangreindum kjörum.

En, ef ávöxtunarkrafa sjóðanna er ekki lækkuð, heldur hún áfram að mynda gólf fyrir ávöxtunarkröfu fjármagns á Íslandi, alveg burtséð sýnist mér frá því hvort haldið er áfram með krónu eða Evra tekin upp.

Þannig myndi það stóra loforð, að lækka hér vexti til almennings, algerlega fara forgörðum.

Ég bendi þeim á, sem halda að þá komi erlendir bankar hingað - að þann rétt hafa þeir haft síðan 1994 er EES samningurinn tók formlega gildi. Þeir hafa fram að þessu ekki séð hag í því, að setja hér upp útibú - og ég sé ekki af hverju það ætti allt í einu að breitast.

Hið eiginlega mein, er ávöxtunarkrafa lífeyriskerfisins - rétt greining er því að hana þurfi að lækka!

Að auki hefur verið bent á, að íslenska hagkerfið ráði ekki til lengdar við það að ávaxta svo mikið magn af peningum á 3,5% raunvöxtum.

En, málið er einfaldlega að ef ávöxtun er umfram hagvöxt - þá hlýtur kerfið á endanum, að vaxa íslenska hagkerfinu upp fyrir höfuð, og síðan hrynja yfir okkur öll með brauki og bramli.

Lækkun ávöxtunarkröfu sé því ekki einungis nauðsynleg svo hægt sé að lækka vaxtastig hér - heldur einnig svo að hægt sé að tryggja rekstraröyggi sjálfs lífeyriskerfisins til frambúðar.

 

Niðurstaða

Húsnæðilán verða að hafa breitilega vexti, svo hægt verði að stýra eftirspurn hérlendis með vöxtum í framtíðinni. En, þ.e. stór liður í því að komast hjá endurtekningu hagvaxtarbóla. 

Grunnávöxtunarkröfu lífeyriskerfisins verður að lækka, svo:

  1. Unnt verði að lækka vexti hérlendis.
  2. Unnt verði að tryggja framtíðar rekstraröryggi lífeyriskerfisins.

 

Kv.


Úps, það var enginn hagvöxtur á 4. ársfjórðungi 2010. Þvert á móti minnkaði hagkerfið milli 3. og 4. ársfjórðungs 2010 um 1,5%! Samdráttur fyrir árið 2010 3,5%!

Samkvæmt niðurstöðu Hagstofu Íslands, var hagvöxtur/samdráttur eftir ársfjórðungum:

  1. -0,1 
  2. -0,4
  3. +2,2
  4. -1,5

Það þarf varla að taka fram, að þessi niðurstaða setur síðustu spá Seðlabanka Íslands í uppnám, þá sem kom fram í nóvember sl.

Sjá umfjöllun: Skoðum aðeins hagspá Seðlabanka Íslands! Er þessi spá Seðlabanka pöntuð niðurstaða?

En Seðlabankinn taldi þá að hagvöxtur hefði hafist á 3. fjórðungi 2010 og sannarlega skv. niðurstöðu Hagstofu Íslands virðist hafa mælst vöxtur um 2,2% á 3. ársfjórðungi 2010.

En, miðað við þá niðurstöðu að síðan, hafi samdráttur átt sér stað á 4. ársfjórðungi, þá er ekki lengur hægt að halda því fram, að viðsnúningur sé klárt hafinn.

Héðan í frá, verður spennandi að sjá, hvað tölur fyrir 1. ársfjórðung 2011 munu bera með sér. 

Frétt Bloomberg: Iceland Economy Contracts on Imports, Government Spending

Eins og kemur fram í tilvitnun að neðan, þá virkilega töldu Seðlabankamenn að viðsnúningur væri hafinn, og spá þeirra var um samfelldan viðsnúning frá 3. fjórðungi 2010 og síðan áfram. Þetta hefur klárt ekki gengið eftir, og það geta ekki annað en verið mikil vonbrigði fyrir stjórnvöld.

 

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010

"Samkvæmt spá bankans tók árstíðarleiðrétt landsframleiðsla að vaxa á ný á þriðja ársfjórðungi eða um 3,1% milli ársfjórðunga og áætlað er að hún vaxi um 1,2% á síðasta fjórðungi ársins. Samkvæmt spánni lauk því tveggja og hálfs árs samdráttarskeiði um mitt þetta ár." - "Svipaða sögu er að segja um landsframleiðsluna en nú er gert ráð fyrir 2½% samdrætti í ár í stað tæplega 2% samdráttar í síðustu spá. Til þess að sú spá gangi eftir þarf hagvöxtur á síðari hluta ársins að vera rúmlega 2%."

 

Sjá Hagstofa Íslands: Landsframleiðslan á 4. ársfjórðungi 2010 - - Landsframleiðsla 2010

Tölur 3/4. ársfjórðungs 2010

  • Einkaneysla,....+ 3,3%..........+ 1,6%
  • Samneysla, .....- 0,2%...........- 0,5%
  • Fjárfesting,......- 3,3%.........+ 14,9%
  • Útflutningur,....+ 1,4%..........+ 3,0%
  • Innflutningur,..+ 4,6% ........+ 10,0%
  • Þjóðarútgj.,.....+ 3,9%..........+ 1,6%
  • Hagvöxtur,......+ 2,2%...........- 1,5%

Árið í heild: tölur sýna magnbreytingar í prósentum

...................................................................2008.......2009.....2010  Einkaneysla...................................................-7,9.......-15,6.......-0,2
Samneysla......................................................4,6........-1,7........-3,2
Fjárfesting...................................................-19,7.......-50,9.......-8,1
Þjóðarútgjöld.................................................-8,5.......-20,7.......-2,5
Útflutningur alls...............................................7,0.........7,0.........1,1
Vörur............................................................11,4.........2,4.......-2,0
Þjónusta........................................................-2,2.......18,3........6,5
Innflutningur alls...........................................-18,4......-24,0.......3,9
Vörur............................................................-18,2.....-27,2.......2,2
Þjónusta Services...........................................-18,8......-17,0.......6,7
Verg landsframleiðsla (Gross Domestic Product).....1,4.......-6,9......-3,5
Vergar þjóðartekjur (Gross National Income)......-17,6.......-8,1.......0,3

 

Seðlabankamenn voru of bjartsýnir!

Seðlabankamenn vanmátu samdrátt 2010 um heilt prósent, þ.e. í stað -2,5% varð hann -3,5%. Stór hluti af skekkjunni getur auðvitað verið skortur á hagvexti síðasta árshluta 2010, miðað við þ.s þeir reiknuðu með.

En, þ.s. verður spennandi að sjá, er hver framvinda 1. fjórðungs 2011 verður. Því miður koma þær tölur ekki alveg á næstunni.

En miðað við skekkjuna í væntingum Seðlabanka og þeirrar útkomu sem varð, verður líklega að líta á spá Seðlabanka um framvindu þessa árs þ.e. hagvöxt upp á 2,1% sem ólíklega. En, í umfjöllun minni um þá spá, ákvað ég að spá hagvexti upp á 1%.

Kannski rætist það - en eins og sjá má að ofan, þá virðist hagkerfið raunverulega vera að ná botni. Aukning hefur orðið á innflutningi á ný og það var mjög lítill samdráttur í neyslu. Fjárfesting mun vart halda áfram að minnka, enda þegar kominn í sögulegt lágmark miðað við fjárfestingu síðasta árs.

En hagkerfið, getur einnig botnað án þess að það verði umtalsverður mældur hagvöxtur. En, sem dæmi spáði Greiningardeild Arion Banka einungis 0,5% hagvexti. Það er auðvitað möguleg útkoma einnig, að ástand stöðnunar eða nær stöðnunar taki við og ríki þetta ár.


Kv.


Lengi er hægt að hrapa. Moody's lækkaði mat sitt á áreiðanleika skulda Grikklands um 3. þrep, sú flokkun kallast "highly speculative"!

Það ber þó að hafa í huga, að þessi niðurstaða kemur markaðinum ekki á óvart. En, skv. þeim verðum sem skuldir Grikkja hafa verið að ganga kaupum og sölum gagnvart, þá reiknar markaðurinn með því að skuldir Grikklands verði aldrei greiddar til baka að fullu.

  • Með öðrum orðum, grísk skuldabréf ganga kaupum og sölum á afföllum.

Þ.e. samt áhugavert, að Moody's hafi lækkað mat sitt, niður í flokk sem þeir kalla "highly speculative" - sem segir, að grísk skuldabréf séu eingöngu fyrir spákaupmenn með þikk skinn og sterka maga, því ekki sérlega hætt við magasárum vegna kvíða.

Skýrsla Directorate General of Economic Affairs um Grikkland, third review!

Ég bendi lesendum á að glugga í þessa skýrslu, sem virðist vönduð og góð. Ég er þó sjálfur ekki búinn, að lesa mig langt inn í hana. En, þ.s. ég sá er nóg til að ég virkilega vorkenni Grikkjum, varðandi framtíðina.

En, skv. henni þá var hallinn á viðskiptum Grikklands v. útlönd 13% 2009, 11% 2010 og á að vera 8% 2011 - síðan halda áfram að minnka, vera 4% 2014.

Vandinn er sá, að eina sjálfbæra staðan er 0 eða +, aldrei -. Þ.s. þetta er "current account" þ.e. halli þegar tekið er tillit til allra þátta. Grikkland er enn með halla 2014 sem er mjög slæmt.

Samt, eiga skuldir landsins að ná jafnvægi 2012, hagvöxtur að vera hafinn síðla þess árs. Ég kaupi ekki að þetta gangi upp. Og, ég skil mjög vel að markaðurinn og aðrir geri það ekki heldur.

En Grikkland virðist ótrúlega lokað hagkerfi, þrátt fyrir að vera hluti af innra markaði ESB og að auki innan Evru, sbr. -

  1. "Considering its size, the Greek economy is surprisingly closed, with imports at 30 percent, and exports at not more than 19 percent of GDP (2009 data).
  2. During the last decade, the goods and services deficit was systematically above 10 percent of GDP...
  3. ...the currently small size of Greek exports implies that very dynamic growth rates will be necessary for this demand component to pull the whole economy back to growth." bls. 10
  • En Grikkland, virðist að stærstum hluta vera hagkerfi í stöðnun.
  • Megin tækifærin til að minnka viðskiptahallann, virðast liggja í hreinni lífskjaraskerðingu.

Svo, ég held að ég taki undir, að það sé nánast útilokað að Grikkland endurgreiði skuldir sem reiknað er með, að nái 150-160%.

Greece: grappling with the unthinkable:

  1. "Greece’s debt burden is set to reach 150 per cent of gross domestic product;
  2. and it must refinance €211bn of debt between 2013 and 2015.
  3. The European Central Bank looks set to raise interest rates, adding to the mountainous targets the government must meet in return for its €110bn bail-out.
  4. The ingredients are there for a default."
  • gríska ríkisstj. er búinn að rekast á ímsa ísjaka þ.e. óeyrðir öðru hvoru sem líklegar eru til að gjósa upp - síðan hefur grískum stjv. ekki tekist að fá inn allt það skattfé sem þau ætluðu sér, með hækkun skatta - það sem sagt skilaði sér ekki nema að hluta.
  • ESB er ekki enn, búið að ákveða, hvernig á að taka á Grikklandi eftir 2013 - 2015, þegar endurgreiðslur af björgunarláni eiga að fara fram. En, fáir trúa því að Grikkland muni ráða við þær endurgreiðslur.
  • Að, allt stefni í að Seðlabanki Evrópu hækki vexti í apríl síðan bætir gráu ofan á svart.
  • Eins og greinandi FT.com segir þá er þetta uppskrift að greiðsluþroti.

 

The ECB and Greek collateral:

  1. "At B1 (down from Ba1), Greek bonds now “lack the characteristics of a desirable investment,” in Moody’s terminology.
  2. But they are still acceptable for use as collateral in European Central Bank liquidity operations.
  3. Last May, the ECB suspended the minimum credit rating requirement for Greek debt – on the grounds that it had confidence in the country’s economic rescue plans, whatever the credit rating agencies thought.
  4. In other words, Greek banks could continue to obtain unlimited liquidity from the ECB, using their government bonds as collateral.
  5. What is more, Moody’s announcement does not change anything in terms of the “haircut” – or discount – applied by the ECB to Greek bonds when calculating how much liquidity banks can obtain.
  6. Last July, the ECB revised its “haircut” schedule, setting the maximum applied to government bonds at 13.5 per cent. That was for government bonds rated at the lowest “investment” grades. Greece’s bonds have slipped even lower – Moody’s change on Monday takes them deeper into the “speculative” grades. But I am told the 13.5 per cent maximum “haircut” still applies at the ECB...
  7. Further large-scale bond purchases purchases would add to concerns about the risks the ECB is carrying on its books. It would also look odd at a time when the ECB is preparing to tighten monetary policy by lifting its main interest rate by a quarter percentage point in April...
  8. The euro’s monetary guardian is living dangerously, in more than one sense."

Þetta er mögnuð upptalning: Spurning hvað Seðlabanki Evrópu er að hugsa?

  • Maí 2010 ákvað ECB að afnema sínar vanalegu reglur um lágmarks traust gagnvart grískum skuldabréfum, þannig að grískir bankar gætu haldið áfram að nýta grísk skuldabréf sem veð gegn lánum frá ECB í prentuðum Evrum.  
  • Svo, að enn er það svo, að ECB lýtur á grísk ríkisskuldabréf sem góða og gilda pappíra, og engin ákvörðun enn sem komið er, hefur verið tekin um að breyta þeirri afstöðu.
  • Eins og kemur fram, heimilar ECB 13,5% afföll á grísk ríkisskuldabréf skv. ákvörðun frá júní 2010. Þannig, að bankar sem nýta þau sem veð ber að gera það gegn 13,5% afföllum.
  • Enn liggur ekki fyrir ákvörðun um að auka á þau afföll, en markaðurinn er löngu farinn að reikna inn stærri afföll en þetta. Um 30% skilst mér.
  • En, ECB er með þessu klárlega að heimila vafasöm veð og klárt að í framtíðinni, stefnir í umtalsverð töp fyrir ECB. Þetta er þ.s. greinandinn á við með orðunum, að ECB sé að lifa hættulega.

Það er erfitt að sjá annað, en að val ECB að láta reglur um öryggi skulda lönd og leið, hafi óyndisúrræði. En, erfitt er að sjá hvað annað ECB gat gert. En, grísku bankarnir væru annars löngu - löngu hrundir. Þá, væri auðvitað Grikkland sokkið umtalsvert enn dýpra.

Það verður að segjast eins og er, að eina raunhæfa stefnan sem leiðtogar Evruríkjanna geta tekið varðandi Grikkland, er að afskrifa hluta skulda Grikklands.

En, hvort sú niðurstaða nær fram að ganga er allt - allt annar handleggur!

En mjög mikil andstaða er nú í Þýskalandi gegn því, að gefa nokkuð hænufet eftir - að létta undir aðlögun ríkja í vanda.

Það verður fundur Evrusamstarfs ríkja nk. föstudag - réttast að fylgjast mjög vel með niðurstöðu þess fundar. En, í gangi eru mjög flóknar samningaviðræður um framtíðarlausn fyrir Evruna og að auki, um lausn núverandi vanda.

Hvernig þær lausnir koma til að verða, á að vera komið fram fyrir næstu mánaðamót. En, miðað við aðvaranir Seðlabankastjóra Evrópu - Nýr sáttmáli um Evruna er í býgerð. Jean Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, gagnrýnir stöðu mála - telur stefna í að nýji sáttmálinn verði ekki nægilega góður! - er útlið um gæði þess sáttmála ekki gott.

Við skulum vona heitt og innilega að leiðtogar Evrusvæðis klúðri ekki. En, miðað við aðvaranir mjög þekktra einstaklinga eins og Jean Claude Trichet, Jacques Delors og Romano Prodi - virðist virkilega ástæða að óttast niðurstöðuna. En, svo stór nöfn stíga ekki fram og koma með slíkar yfirlísingar nema, að menn innan ESB séu á böggum hildar.

 

Kv. 


Nýr sáttmáli um Evruna er í býgerð. Jean Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, gagnrýnir stöðu mála - telur stefna í að nýji sáttmálinn verði ekki nægilega góður!

Nýr sáttmáli um Evruna, svokallaður sáttmáli um efnahagslegann stöðugleika, er í býgerð. En, núna undanfarna daga hefur hvert stóra nafnið komið fram á eftir öðru - mjög þekktir einstaklingar, sem telja stefna í of veikann sáttmála!

Ég verð að segja, að ég er undrandi hvað Trichet gengur langt - virkilega langt!

 

Jacques Delors og Romano Prodi: 2. mars 2011.

  1. "The next two weeks will reveal whether European Union leaders have the stomach to address Europe’s underlying economic problems.
  2. The last time EU leaders met, in early February, a Franco-German proposal for a competitiveness pact was thrust upon them.
  3. It received short shrift from many around the table, as much for the indelicate manner of its presentation as for its content.
  4. Now an alternative is needed."

Jean Claude Trichet: 3. mars 2011 - yfirlýsing og blaðamannafundur

"The current sovereign debt crisis in the euro area has reinforced the need for an ambitious reform of the economic governance framework of the euro area. The Governing Council of the ECB is of the view that the legislative proposals which have been put forward by the European Commission go some way to improving economic and budgetary surveillance in the euro area. However, they fall short of the necessary quantum leap in the surveillance of the euro area which is necessary to ensure the smooth functioning of Economic and Monetary Union. As outlined in the ECB’s opinion of 17 February 2011 on these proposals, more stringent requirements, more automaticity in the procedures and a clearer focus on the most vulnerable countries with losses in competitiveness are required to ensure that the new framework will indeed be effective in the long run."

"Trichet: On the first point we expressed very clearly, as you know, and in real time, when we had the first proposals made by the Commission, that we thought it was going in the right direction, as I re-iterated, but that it was not the “quantum leap” that we had judged appropriate to take into account the full lessons of the crisis. The governments had weakened, in their own appreciation of the situation, the first proposal of the Commission. Now the discussion is taking place in the European Parliament. We have a very strong message for the governments and we are giving them and, as you know, we have made public our own judgement, presenting our opinion on the changes in the legislation which are envisaged and which are currently being discussed in Parliament. I would sum up our own understanding by saying that -

  1. the Commission did not go far enough. 
  2. The governments have even weakened the position of the Commission. 
  3. And, we are counting on the Parliament.
This is not our decision; it is a decision which is taken by the Parliament and the Council. We are counting very much on the Parliament to help Europe, drawing all the lessons in terms of governance from what are, in our opinion, the main lessons of the crisis in this domain. So, again, we are very clear in our message to all European decision-makers, particularly the Council and the governments. On our website you have our opinion and you have a summary of our opinion in ten points that are the points of particular importance, including in particular automaticity – as much automaticity as possiblein the procedure for excessive deficits and for the sanctions, a judgement on the fiscal and economic situation which is as independent as possible, and so forth. This is essential for us. Again, we are thinking medium and long term, not short term."
  • Tichet segir annars staðar í svari, að þetta sé einróma afstaða hvers einasta stjórnarmanns í Seðlabanka Evrópu. 
  • Þetta er svo magnað - sem Trichet segir.

Trichet er að segja, að ekkert minna en sjálfvirkar reglur - með skýrum sjálfvirkum refsiákvæðum, geti dugað til að endurreisa tiltrú. Hann beitir Evrópuþingið miklum þrýstingi - en það hefur rétt til að neita að undirrita samþykktir Ráðherraráðsins, þannig að það fær þá annað tækifæri til að íhuga málið. Einnig, getur þingið gert tillögur til breytinga, sem þá ráðherrarnir þurfa að takast á við. Þeir, geta þó ítrekað sömu samþykktina á nýjan leik.

Trivhet er í reynd að heimta, að aðildarþjóðir Evrusvæðis, gefi að miklum hluta stjórnun eigin hagkerfis eftir yfir til Framkvæmdastjórnarinnar.

Þó þetta verði ekki endilega sameiginleg hagstjórn, í þeim skilningi að ákvarðanir um fjárlög verði sameiginlegar - þá verði regluramminn svo niðurnjörvaður ásamt sjálfvirkum refsiúrræðum, að svigrúm verður mjög takmarkað. Í því felst klár yfirfærsla á fullveldi.

En, sennilega hefur Trichet rétt fyrir sér. En, klárt er að reglurnar frægu um sem Evran var byggð upp á, hafa í dag engan trúverðugleika - þ.s. það blasir við öllum að þeim var ekki fylgt eftir.

Að eina leiðin, til að endurreisa þann trúverðugleika, sé að þeim reglum sé fylgt eftir með sjálfvirkum refisákvæðum sem séu nægilega óþægileg, til að þjóðirnar fari héðan í frá eftir reglunum.

Að, án nægilegrar sjálfvirkni - þá verði nýr sáttmáli óhjákvæmilega ekki með nægilegann trúverðugleika.

Markaðir, muni ekki taka slíkum sáttmála fagnandi - án nægilegs trúverðugleika þá verði hann ekki sú lausn, sem Evrópa þarf á að halda ef gjaldmiðillinn á að vera á vetur setjandi til frambúðar.

Eins og kemur fram í máli Delors og Prodi, frá sl. viku þá er einungis tæpar tvær vikur í "deadline" sem nýr sáttmáli, á að vera tilbúinn - vera kinntur til sögunnar.

Þetta er spennandi - því ef lausnin sem boðin verður, verður ekki trúverðug; þá leysist ekki krýsan á Evrusvæðinu.

En, þ.e. ekki einungis að það þarf að bjóða upp á trúverðuga framtíð - heldur einnig trúverðuga lausn á núverandi skuldavanda. Ef, hvort tveggja mistekst, þá verða menn alls ekki í góðum málum.

Flóknara er það ekki - en í apríl eru nokkrir stórir gjalddagar þegar mikið þarf að selja af skuldabréfum; og ef lausn í boði verður ófullnægjandi, getur farið af stað mjög svo heimssöguleg atburðahrina á Evrusvæðinu.

Vonandi verður ekki hrun - því það mun bitna á okkur - en ekki bara á okkur heldur öllum heiminum.

Þetta skiptir einnig máli fyrir Icesave - blessunarlega sagði Ólafur Ragnar Grímsson "NEI" svo við fáum tækifæri, til að bíða með ákvörðun um Icesave, þar til eftir að útkoma leiðtoga Evrusvæðis liggur fyrir - for good or for worse!

 

Kv.


En hve maður er orðinn þreyttur á lýginni í umræðunni. Lágmarkslaun hér, eru ekki með því lægsta sem gerist. Og, Ísland er enn ríkt samanborið við Erópu.

Landsframleiðsla Íslands lækkaði við hrunið úr tæplega 62.000 dollurum, og 2010 var hún skv. CIA World Factbook 36.700 dollarar. Þetta gerir hrun um 40%.

Eins og sést neðst, er meðaltal ESB 32.900 dollarar á haus. Þannig, að þrátt fyrir hrunið er Ísland enn ríkt, í Evrópskum samanburði. Heimssamanburði að sjálfsögðu einnig. 

Það sem ýtir lífskjörum samt nokkuð niður, eru skuldirnar. En, á síðasta ári var afgangur af utanríkisverslun um 11% af þjóðarframleiðslu, en skv. Seðlabanka Ísl. þegar tekið er tillit til afborgana af skuldum þá var afgangurinn einungis nettó um 4% (þá er sleppt reiknuðum vaxtakostnaði vegna þrotabúa gömlu bankanna, sem eru í reynd ekki vaxtaborgandi skuldir fyrir landið).

Þarna er almenningur, að tapa um 11% af þjóðarframleiðslunni, sem hann gæti haft hærri lífskjör - en hámarks lífskjör sem sjálfbær eru - er þegar inn-/útflutningur er í járnum þ.e. hvorki plús né mínus.

Að auki, bætast við að margir eru með háar krónuskuldir, sem minnka ráðstöfunartekjur. Sérstaklega er staða barnafjölskylda, erfið hvað það varðar.

Þannig, að þegar mál eru skoðuð er vandinn ekki tekjuvandi per se heldur skuldavandi!

Magnað hvað það eru enn til mikið fátækir staðir í Evrópu - ríku álfunni!

CIA World Factbook:

  1. Liechtenstein:  141.100$
  2. Luxembourgh: 81.800$
  3. Noregur: 56.000$
  4. Bandaríkin: 47.400$
  5. Andorra: 44.900$
  6. Sviss: 42.900$
  7. Austuríki: 40.300$
  8. Holland:  40.500$
  9. Kanada: 39.600$
  10. Svíþjóð: 39.000$
  11. Belgía: 37.900$
  12. Írland: 37.600$
  13. Danmörk: 36.700$
  14. Ísland: 36.700$
  15. San Marino: 36.200$
  16. Þýskaland: 35.900$
  17. Grænland: 35.900$
  18. Finnland: 35.300$
  19. Bretland: 35.100$
  20. Frakkland: 33.300$
  21. Færeyjar 32.800$
  22. Ítalía: 30.700$
  23. Grikkland: 30.200$
  24. Mónakó: 30.000$
  25. Spánn: 29.500$
  26. Slóvenía: 28.400$
  27. Tékkland: 25.600$
  28. Malta: 25.100$
  29. Portugal: 23.000$
  30. Slóvakía: 22.200$
  31. Kýpur: 21.000$
  32. Eistland: 19.000$
  33. Úngverjaland: 19.000$
  34. Pólland: 18.800$
  35. Króatía: 17.500$
  36. Litáen: 15.900$
  37. Rússland: 15.900$
  38. Lettand: 14.300$ 
  39. Hvíta Rússlan: 14.300$
  40. Búlgaría: 12.800$
  41. Tyrkland: 12.300$
  42. Rúmenía: 11.500$
  43. Serbía: 11.000$
  44. Svartfjalla-land: 9.900$
  45. Makedónía: 9.400$
  46. Albanía: 7.400$
  47. Úkraína: 6.700$
  48. Bosnía: 6.600$
  49. Kosovo: 2.500$
  50. Moldavía: 2.500$
  51. ESB 32.900$

 

Maður er orðinn þreyttur á lýginni

  • Eitt sem maður hefur heyrt fullyrt ítrekað er, hve laun eru mikið - mikið betri á norðurlöndum.
  • M.a. annars að, lágmarkslaun séu mikið hærri en hér.
  • En, hvað kemur í ljós?
ASÍ - Lögbundin lágmarkslaun í Evrópu 2011
  1. Í janúar 2011 voru 20 of 27 aðildarríkjum ESB (Belgía, Búlgaría, Tékkland, Eistland, Írland, Grikkland, Spánn, Frakkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Ungverjaland, Malta, Holland, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvenía, Slóvakía og Bretland) og þrjú umsóknarríki (Ísland, Króatía og Tyrkland) með lög eða almennt gildandi samninga sem kveða á um skuldbindandi lágmarkslaun.
  2. "Þau lönd sem ekki hafa slík ákvæði eru sleppt, en slíkt á við um Þýskaland, Kýpur, Makedóníu, Danmörk, Ítalíu, Austurríki, Finnland, Svíþjóð, Noregur og Sviss."
  • Einmitt, engin gildandi lágmarkslaun á Norðurlöndum. Dásamlegt - sýnir hve lígin í umræðunni, er svakaleg!

Röðum síðan löndunum upp:

  1. Lúxembúrg.
  2. Ísland fyrir hrun.
  3. Írland.
  4. Holland.
  5. Belgía.
  6. Frakkland.
  7. Bretland.
  8. Ísland.
  9. Grikkland.
  10. Spánn.
  11. Slóvenía.
  12. Malta.
  13. Portúgal.
  14. Pólland.
  15. Tékkland.
  • Ísland í könnuninni, telst meðal landa fyrsta hóps með lágmarkslaun yfir 1.000 Evrum.
  • Hópur 2, er með lágmarkslaun 550-950 Evrur.
  • Neðsti hópurinn, er með lágmarkslaun milli 100 og 400 Evrur.

Frakkland, virðist hafa 1200 Evrur í lágmarkslaun =193.116

Lúxembúrg, virðist hafa 1420 Evrur í lágmarkslaun = 228.520

Þetta setur kröfu verkalýðshreyfingarinnar um 200þ.króna lágmarkslaun í samhengi. Ef hún næst fram, eru lágmarkslaun hér 1242 Evrur, og þau orðin 3. hæst í Evrópu.

Innan hæsta hópsins, munar einungis 60þ.kr. eða um 400 Evrum á lægstu lágmarkslaununum og þeim hæstu. Þó þetta sé nokkur munur, þá er hann engan veginn sá sem hefur verið gefinn í skin.


Hættum þessum barlómi

Framtíðin er einföld - við eigum, að auka útflutning.

Passa okkur, á að það sé hvorki mjög mikill innflutningshalli - því þá söfnum við skuldum sem kemur niður á okkur síðar í versnandi lífskjörum, né of mikill afgangur af útflutningi - því hámarks lífskjör þau sem eru sjálfbær, er þegar útflutningur og innflutningur er akkúrat í járnum hvorki plús né mínus en þó með teknu tilliti til nauðsynlegs afgangs vegna afborgana af skuldum.

Ef við pössum upp á, að viðhalda þessu jafnvægi. Þá eru okkur allir vegir færir.

Því, einfaldur samanburður á löndum, sýnir að löndin með eigin gjaldmiðil vegnar hið minnsta síst verr.

Að vera með eigin, framkallar meiri sveigjanleika um hagstjórnina og skjótari aðlögunarhæfni, og í okkar tilviki gerir það betra að vera með eigin gjaldmiðil því okkar framleiðsluþættir eru í eðli sínu mjög sveiflugjarnir.

Við getum þó þurft, að aðstoða barnafjölskyldur í mesta vandanum meir - en fram að þessu hefur verið gert. En, það myndi bæta aðstöðu ríkisins til að standa í slíku, ef fyrst er komið af stað hagvexti.

Spurning hver er besta aðferðin til slíks. En, mögulegar aðferðir eru allt frá því, að frysta vísitöluna og búa til verðbólgu - láta skuldir brenna í verðbólgu. Yfir í, að ríkið aðstoði beint með fjárframlögum, en þá þarf helst fyrst að hafa átt sér stað nokkur tekjuaukning þess. Fyrri leiðin, er möguleg án slíkrar - en getur haft óheppileg hliðaráhrif.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband