Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Mun sameiginleg aðgerð nokkurra stórra seðlabanka bjarga evrunni?

Þetta er reyndar smá "hyperbole" því í reynd hefur samfellt síðan í september sl. verið í gangi peningadæluaðgerð sömu seðlabanka, þ.e. :

  • Seðlabanki Bandaríkjanna.
  • Seðlabanki Bretlands.
  • Seðlabanki Sviss.
  • Seðlabanki Japans.

Það sem þeir hafa nú gert, er eitthvað sem mætti kalla tjúnnun á prógramminu, sem hafið var í september og þá skv. tilkynningum átti að ná fram til nk. áramóta.

Markets cheer bank liquidity move :"In a co-ordinated move with the other central banks the US Federal Reserve slashed the penalty rate that it charges them on dollar liquidity from 100 to 50 basis points."

  1. Sem sagt, Seðlabanki Bandar. lækkar þóknun sína úr 1% í 0,5%, svo hinir Seðlabankarnir geti endurlánað dollara gegnt minni kostnaði..
  2. Prógrammið er framlengt til 1. febrúar 2012 í stað þess að renna út 1. janúar 2012, eins og áður var áformað.
  • "That's it" - þetta er nákvæmlega sama prógrammið og hófst í september sl. að öllu öðru leiti, þ.s. Seðlab. Bandar. afhendir dollara svo hinir Seðlab. geti endurlánað þá.
  • Það sem þessi aðgerð gerir, er að tryggja að til staðar sé nægt framboð af dollurum - svo bankar séu ólíklegri en annars að lenda í vandræðum með skuldbindingar í dollurum.

Það kemur sér auðvitað vel fyrir Seðlabanka Evrópu að fá þessa aðstoð Seðlab. Bandar. ásamt þátttöku hinna Seðlab. í prógramminu, þ.s. ECB getur auðvitað ekki prentað dollara, og ECB þá með þessu getur veitt neyðarlán 3. mánuði í senn skv. prógramminu.

Þetta eru auvitað klassísk neyðarlán - og þau hafa þá takmörkun að þau eru einungis veitt svo lengi sem viðkomandi bankastofnun hefur eignir sem ECB tekur góðar og gildar.

En þessi aðstoð er búin að vera í gangi síðan í september - og áhrif hennar fram að þessu á evrukrísuna hafa verið óveruleg!

  • Þetta auðvitað gerir ekkert fyrir skuldastöðu landa í vanda.
  • Ekkert heldur fyrir hallarekstur ríkissjóða.
  • Né þann viðskiptahalla nokkurra þjóða, sem einnig er að valda stöðugri söfnun skulda.
  • Og það eru í reynd þessir þættir sem eru bakgrunnur bankakrýsunnar í Evrópu, því vegna þess hve bankarnir eiga mikið af skuldum einstakra aðildarríkja, þá veldur það bönkunum mjög verulegu tjóni - þegar einstök ríki komast í vandræði, og óvissa skapast um greiðslugetu þeirra.
  • Því þá verðfalla skuldabréf þeirra ríkja, þ.e. eign bankanna rýrnar að verðgildi, hún verður minna virði en upphaflegt kaupverð, sem er bagalegt fyrir bankastofnanir sérstaklega ef sú rýrnun skapar tap sem nemur verulegum upphæðum.
  • Tap banka vegna verðfalls ríkisbréfa ríkja í vandræðum, er farið að framkalla verulega óvissu um - ekki einungis lausafjárstöðu, heldur hreinlega eiginfjárstöðu fj. bankastofnana.

Þá kemur einmitt að lykilvandanum, en neyðarlán stoða lítt nema vandræðin séu vegna skorts á lausafé - en ekki vegna þess að eiginfé viðkomandi stofnunar er á hröðu undanhaldi.

 

Af hverju hækkuðu markaðir svo mikið í gær?

Mér finnst það reyndar full mikil hækkun vegna tilefnisins, en ódýrari neyðarlán - er eðlilegt að hækki gengi hluta bankastofnana eitthvað.

En það virðist að baki hækkuninni liggi einnig orðrómur um það, að Seðlabanki Evrópu ætli sér að leggja meira til í sarpinn.

En það væri sosum ekki í fyrsta sinn að markaðurinn hleypur eftir orðróm!

  • The Dow Jones is up 4.24pc - its biggest gain since March 2009 -
  • the S&P 500 rose 4.33pc and
  • the Nasdaq climbed 4.17pc.
  • The FTSE 100 climbed 3.16pc,
  • the CAC gained 4.22pc and
  • the DAX rose 4.98pc.

 

Niðurstaða

Seðlabanki Evrópu getur nú veitt neyðarlán í dollurum til evr. banka í vandræðum, gagnvart vöxtum sem hér eftir verða 0,5% lægri - væntanlega.

Það hjálpar sjálfagt einnig eitthvað að sameieginleg aðgerð seðlabankanna sem hófst í september skuli nú framlengd um mánuð.

Ég sé þó ekki að þetta boði nokkra dramatíska breytingu.

Finnst viðbrögð markaða vera dálítið yfirdrifin - eignilega hysterísk.

 

Kv.


Fjármálaráðherrar Evrópu bjóða upp á gamla hugmynd, ekki einu sinni í nýjum klæðum

Niðurstaða fundar fjármálaráðherranna, er að endurvekja hina áður misheppnuðu hugmynd um það, að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis (ESFS - skv. enskri skammst.) án þess að í hann sé lagður nokkur nýr peningur, af hálfu aðildarríkjanna sjálfra.

  • Síðast er sú hugmynd var lögð fram, átti að fá Kínv. - Japani - S-Kóreu - Indland - Brasilíu o.flr. að leggja í reynd fram fjármagnið.
  • Þetta var auglýst sem stækkun ESFS í 1.000ma.€. Menn létu taka af sér myndir. Létu eins og öllu væri bjargað.
  • En hvernig sem sölumenn ESB reyndu að selja þ.s. góða fjárfestingu að kaupa inn í púkkið, þá var niðurstaðan sú að enginn fékkst til þess - enginn.

Niðurstaða fundarins er sem sagt að endurvekja þessa hugmynd, tja - þeir geta greinilega ekki fundið neina betri. 

En nú er það "Plan B" að selja til fjárfesta ekki einstakra ríkja, þá hugmynd að kaupa sig inn í það púkk sem boðið er upp á. En í reynd felur hugmyndin í sér að gera ESFS að einni risastórri afleiðu, þ.s. aðildarríkin nýta þær ábyrgðir sem þau þegar hafa lagt ESFS til - en bjóða að ábyrgjast 20% af tapi þeirra aðila sem verða meðeigendur.

  • Þannig með því að minnka áhættu, var og er vonast eftir að fjárfestar fáist út á vextina í boði.

En ef þessi hugmynd var vonlítil fyrir nokkrum vikum síðan - er hún fullkomlega vonlaus nú!

Bloomberg: EFSF Gets Ministers’ Approval for Expansion

Reuters: Euro unmoved by EFSF plans, market burned before

Telegraph: Wolfgang Schauble admits euro bail-out fund won't halt crisis

Wall Street Journal: Euro Zone Boosts Rescue Fund

 

  • Þó svo þeir séu ekki lengur að tala um 1.000ma.€ þá er enn vonast eftir heildarupphæð á milli 500-750ma.€.

Sem ath. er ekki til í dag, heldur hefur ESFS einungis getu til að lána rúml. 200ma.€ fræðilega séð, ef tekið er mið af því sem þegar hefur verið lánað, og því sem ESFS á eftir að nýta af ábyrgðum landa sem enn hafa "AAA" lánshæfiseinkunn. En einungis ábyrgðir þeirra eru í reynd nothæfar ef skuldabréfaútfága ESFS á að fá "AAA" vottun.

  • Þetta þíðir að þeir eru að dreyma um að útvega milli 300 og 500ma.€ á mörkuðum.
  • Sem mér sýnist óheyrilega bjartsýnt miðað við að Þýskalandi sjálfu í sl. viku tókst ekki að selja 6ma.€ af skuldabréfum, náði bara að selja 3,9ma.€ þ.e. 35% vantaði upp á.
  • Bendi á að í gær seldi Ítalía bréf á óheyrilega dýrum verðum þ.e.  7,56% fyrir 10 ára bréf, 7,89% fyrir 3 ára bréf.
  • Seðlab. Evr. hefur verið að hjálpa þessum útboðum hinna ríkjanna - eða í reynd Bundesbank eða gamli Seðlab. Þýskal. sem enn starfar sem hluti af ECB, en Bundesbank hefur í reynd alltaf eða nær alltaf verið að kaupa er ECB kaupir því innan Bundesbank eru peningarnir til.
  • Ég held að þ.s. gerðist er Þýskaland seldi og Bundesbank keypti þau 35% sem upp á vantar, hafi einungis verið þ.s. er í gangi á þessum uppboðum.
  • Vegna þess að það var Þýskal. sjálft að selja, þá keypti Bundesbank beint þ.s. á vantaði án þess að vanalega er það kallað að ECB kaupi, og þá kemur það hvergi fram í opinberum gögnum fyrr en eftir á. Þá einungis þannig að þeir segja frá heildarupphæð þess sem var keypt þá vikuna, en ekki hvaða upphæð hér eða þar.
  • En Bundesbank tilkynnti um það um leið - megin munurinn hafi verið gangsægi, í það skiptið.

Ef þessi grunur er réttur - þá útskýrir það af hverju útboð Þýskalands misheppnaðist, meðan önnur uppboð t.d. Ítalíu í gær eru sögð hafa heppnast - en þetta virðist manni ekki alveg ganga upp.

Þá eru þau í reynd öll misheppnuð upp á síðkastið, en Bundesbank bakvið tjöldin hefur verið að redda þeim - en fyrir allra augum í þetta eina skipti.

En að auki, ef sá grunur er réttur - þá er ekki nokkur hinn minnsti möguleiki á því að það verði unnt að safna þeim ógnar upphæðum sem talað er um, með sölu bréfa til fjárfesta á markaði.

Þá er skuldabréfamarkaðurinn í Evrópu í reynd hruninn - og þessi áætlun enn eitt dæmið um algert gagnsleysi þeirra sem ráða ráðum innan ESB þessa dagana og vikurnar.

Það er einmitt þ.s. mér sýnist!

PS: Það er víst hluti af samkomulagi ráðherranna, að nýta AGS sbr:

"Jean-Claude Juncker, chairman of the so-called "Eurogroup": We also agreed to rapidly explore an increase of the resources of the IMF through bilateral loans, following the mandate from the G20 Cannes summit, so that the IMF could adequately match the new firepower of the EFSF and cooperate even more closely."

Hugmynd að AGS setji upp björgunarsjóð á móti, áhugavert að sjá - en þó Evrópa ráði rúml. 30% atkvæða innan AGS, þá ræður hún ekki þar öllu - eða ekki alveg öllu. 

Allra síst getur hún neytt fram framlög annarra ríkja - en sjóður AGS er fjármagnaður af aðildarríkjum AGS sameiginlega.

 

Niðurstaða

Ekki sýnist mér björgun að fá, frá uppvakningu fjármálaraðherra evrusvæðisríkja á þeim draug, sem þeir fyrir rúmum mánuði kynntu sem björgunina miklu.

-----------------------------

Það virðist vera svo að AGS eigi að koma til skjalanna cirka 50/50. Þ.e. nýtt. En þ.e. ekki beint svo að Evrópa geti ein ákveðið slíkt.

Fyrir mánuði þverneituðu aðildarlönd AGS að koma til aðstoðar - sögðu vandann vera á ábyrgð Evrópu sjálfrar, hennar að leysa hann.

Á hinn bóginn er ESFS klárt alltof lítlll - og ljóst virðist nú að aðildarríki Evrusvæðis hafa endanlega gefist upp á frekari tilraunum til að stækka hann. Jafnvel þó áætlanir gangi fullkomlega upp, sem ég stórfellt efast um - þá er hann stækkaður skv. þeirra hugmyndum of lítill til að redda Spáni einsömlum - hvergi nærri dugar til að halda Ítalíu á floti nema kannski í eitt ár.

Fjármálaráðherra Þýskalands kvá á fundinum hafa áréttað eina ferðina enn, harða andstöðu við hugmynd um svokölluð Evrubréf. Að auki um það að heimila Seðlab. Evr. að prenta án takmarkana - sem virðist mér eina leiðin til að bjarga evrunni - hið minnsta um einhverja hríð.

---------------------------

Spurning um það hverskonar fundur - næsti fundur fjármálaráðherra Evrusvæðis verður þann 9. des nk. Sumir gárungar hafa hent því upp - að það verði kveðjufundur. Síðasta kvöldmáltíðin!

 

Kv.


Sáttmáli hinna viljugu til bjargar Evrunni!

Ég hélt ég væri búinn að heyra allar hugmyndir, en þ.s. Merkel og Sarkozy voru víst að funda yfir helgina, og eru enn að ræða stíft - var nóg til þess að markaðir í Evrópu hækkuðu stíft í dag, út á vonina eina saman um 11. stundar björgun.

Því engum góðum fréttum var í reynd til að dreifa, bara slæmum sbr.:

  • Belgía seldi í morgun 10 ára ríkisbréf fyrir 5,659%, sbr. 4,37% fyrir mánuði.
  • OECD kom fram með nýja dökka hagspá, þ.s. spáð er 2% samdrætti næsta ár á evrusvæði, og 2,2% árið eftir - ef Evrópuríkin klúðra málum á næstunni: OECD - Press handout.
  • Síðan koma Moody's fram með eftirfarandi aðvörun, þ.s. talað var um vaxandi líkur á fj. gjaldþrotum ríkja: Rising severity of crisis threatens EU sovereign ratings.

Ég bendi einnig á mjög góða yfirlitsgrein Der Spiegel English: A Continent Stares into the Abyss

Þessi magnaða mynd frá Der Spiegel, sýnir það magn skulda sem löndin 3 þurfa að endurnýja á næstunni - og þ.e. alveg satt sem greinin segir, að þ.e. orðið í reynd hrun á eftirspurn eftir ríkisbréfum í Evrópu. Svo spurningin sem Spiegel setur upp - hver á að kaupa, er mjög áhugaverð.

Graphic: Maturing bonds

Coalition of the willing!

Germany, France plan quick new Stability Pact: report

Þetta held ég að hljóti að vera síðasta útspilið - en hugmynd Frakka sem Merkel virðist vera að hlusta á, er að ríki taki sig saman og stofni alveg í reynd nýtt samband.

Einfaldlega vegna þess að þ.e. ekki nægur tími til að framkvæma þær nauðsynlegu breytingar á sáttmálum ESB - sem þá þurfa samþykki og staðfestingu allra 27 aðildarríkjanna.

Það væri samsett úr kjarna hinna viljugu - sbr. "coalition of the willing".

Klárlega er ekki til hugtakið kaldhæðni í huga franskra embættismanna.

  • Sáttmálinn væri því gerður alveg þvert á núverandi stofnanir ESB, og því í reynd væri þetta nýtt samband - en hugmyndin virðist að þetta virki eins og Schengen að, sáttmálinn bindi þá sem taka þátt, undirriti og staðfesti samkomulagið.
  • Evrusvæðisríki myndu geta gengið inn í þennann sáttmála, sem Frakkar og Þjóðverjar hafa samið um á milli sín.
  • Þetta væri grunnbreyting á ESB, en með þessu væri í reynd myndaður formlega sá innri kjarni sem Frakka hefur lengi dreymt um.
  • En óvíst er hve mörg ríki myndu geta gengið þarna inn - undirgengist gömlu stöðugleika ákvæðin - leitt þau í stjórnarskrá, þ.e. 60% hámarks ríkisskuldir, 3% halla - innan þess tímaramma sem þeim myndi líklega vera veittur, og skv. þeirri sýn Þjóðverja að leiðin til björgunar sé - niðurskurður?
  • En trúverðugleika vandinn verður mjög erfiður:
  1. Í annann stað má ekki hleypa inn ríkjum sem mjög bersýnilega geta ekki staðið við skilyrðin.
  2. Á hinn bóginn, þá munu þau ríki sem heltast úr lestinni, nær algerlega pottþétt verða greiðsluþrota.
  3. Þá verður atburðarás sem mun ógna fjárhagslegri stöðu sjálfra kjarnaríkjanna - ekki síst er Frakkland í slíkri stöðu sjálft, að þess trúverðugleiki er ekki hafinn yfir vafa.
  • Skv. því sem talað er um, fengi Framkv.stj. ESB rétt til að lögsækja ríki sem brjóta viðmið Jafnvægis-Sáttmálans.
  • Hann á einnig að innibera ímisskonar sjálfvirk eða nær sjálfvirk refsiákvæði, en endanleg mynd liggur ekki alveg fyrir.
  • Þ.e. eitt sem vekur athygli, þ.e. einmitt fókusinn á refsingar.

 

Veikleikar hugmyndarinnar eru augljósir

  • Frakkland sjálft er í mjög verulegri gjaldþrotshættu þ.s. 6 bankar þar eru í reynd hver um sig of stór, til að franska ríkið geti bjargað þeim. Heildarrúmmál bankakerfisins kringum 440% af þjóðarframleiðslu.
  • Svo í reynd stendur og fellur þetta dæmi á því hvort Ítalía getur bjargast - á eigin rammleik eða með einhverri tímabundinni aðstoð.
  • En franskir bankar riða til falls mjög fljótlega eftir að ljóst verður að Ítalía er án frekari vonar um björgun.
  • Munu markaðir telja það trúverðugt, að kjarnaríki undirriti bindandi samkomulag um tiltekinn hámarks ríkishalla þ.e. 3%, 60% hámarks skuldir o.s.frv.?
  • Eftir allt saman var gamli sáttmálinn um evruna rofinn á sl. áratug, af engum öðrum en Frökkum og Þjóðverjum sjálfum, er bæði ríkin tóku ríkishalla sinn umfram 3% og enginn fékk að segja múkk við því.

 

Svo er það spurningin hvort þetta skipti nokkru andskotans máli?
  1. En hinn raunverulegi vandi, sem ekki leysist með niðurskurðar aðgerðum, er tap S-Evrópu ríkja á samkeppnishæfni innan evrunnar, sem hefur framkallað stöðugann viðskiptahalla hin seinni ár.
  2. Enn eru Frakkland, Belgía, Portúgal, Spánn, Ítalía og Grikkland; öll með tölu með viðskiptahalla.
  3. Vandinn er, að viðskiptahalli grefur undan trú markaðarins á stöðu viðkomandi ríkis, því viðskiptahalli þíðir í reynd að ríki - frameiknað - á ekki fyrir sínum skuldum.
  4. Viðskiptahallinn er í reynd þ.s. hefur verið að drífa fram evrukrýsuna - ekki hallinn á ríkissjóðum landanna.
  5. Samt er fókusað alltaf stöðugt á ríkissjóðs hallann - þó svo að hann sé langt í frá lykilatriðið í trúverðugleika skulda þessara landa.
  • Ríkin með viðskiptahalla þurfa í reynd öll með tölu eitt stikki gengisfellingu.
  • Hin leiðin að lækka laun, hefur ekki virkað hjá þeim fram að þessu - ath. það eru komin 3 ár nú frá því að kreppan hófst síðla árs 2008.
  • Það sem hefur verið að gerast er að markaðir hafa verið smám saman að missa tiltrú að ríkjunum með viðskiptahalla innan Evru - einu eftir öðru.
  • Eðlilega féllu þau sem voru með minnstu hagkerfin fyrst, þ.s. viðskiptahallinn var hæstur sem hlutfall af landsframleiðslu.
  • En nú er Belgía í reynd komin í vandræði.
  • Bara Frakkland er eftir - og þess vaxtakfrafa hefur verið að hækka, þó svo hún sé enn neðan við 4%, þá verður þess vart mjög langt að bíða að hún fari upp í 4%, svo rúm 4%, síðan nálgist 5% o.s.frv.
  • Ég sé ekki að þessi Jafnvægis Sáttmáli í reynd dugi til að laga ástandið.
  • Og mér sýnist full ástæða að ætla að hann geti ekki haft trúverðugleika.

Í reynd virðist gambítturinn snúast um að sannfæra Angelu Merkel eina ferðina enn um það, að heimila Seðlabanka Evrópu að - prenta peninga, svo ECB geti ábyrgst skuldir aðildarlandanna.

Á grunni þessara fundarhalda hækkuðu markaðir í dag og það hressilega:

  • The FTSE 100 closed up 148.1 points, or 2.9pc, at 5,312,76.
  • The CAC added 5.5pc in Paris and
  • the German DAX rose 4.6pc.
  • Even the Italian FTSE MIB rose 4.6pc.

 

Ég er farinn að verða efins um að jafnvel peningaprentun myndi redda evrunni!

  • En eins og Der Spiegel bendir á, þá mun það valda umtalsverðri verðbólgu.
  • Sem síðan getur framkallað enn frekari hækkun vaxtakröfu ríkja í vanda, því fjárfestar setja þá verðbólguna inn í vaxtakröfuna,
  • þannig að fjármögnunar kostnaður ríkjanna fer þá upp, svo það þarf að auka enn frekar prentun til að halda þeim á floti, og svo koll af kolli.
  • Að auki þá mun það taka verulegann tíma að framkalla viðsnúning á tapaðri samkeppnishæfni, sem bendir til þess að halda yrði fj. landa uppi með prentun - árum saman.

Hættan er augljós á verðbólguvél - með síhækkandi verðbólgu frá tímabili til tímabils.

Nema auðvitað að prentun væri samhliða mjög hörðum sparnaðar aðgerðum.

Þá er spurning hvort unnt er að halda nægilega harðri svipu á einstökum löndum.

Vandræði af slíku tagi hafa í fortíðinni framkallað ástand óðaverðbólgu í allra verstu tilvikum.

 

Hvað ef sáttmáli hinna viljugu inniheldur eingöngu þröngann kjarna?

  • Ef Ítalíu vantar inn í þann kjarna - þá verður Frakkland sjálft einnig gjaldþrota.

Þá verður það hrun sem við öll erum að óttast, þ.e. bankakerfi Evrópu rúllar - meira að segja Þýskaland gæti farið á ystu brún þess að forðast þrot.

Svo sáttmáli hinna viljugu verður að innihalda Ítalíu.

En það mun á sama tíma skapa mjög augljós trúverðugleika vandamál, því þ.e. mjög ólíklegt að Ítalía geti framkallað viðsnúning úr því sem orðið er - með þeim sömu aðferðum sem beitt var í Grikklandi, þ.e. harður niðurskurður sem magnar upp samdrátt veldur enn frekari halla, svo það þarf enn frekari niðurskurð o.s.frv. - svo hækkar stöðugt hlutfall skulda per landsframleiðslu.

Eina leiðin til að bjarga Ítalíu er ef a.m.k. 20% er skorið niður af skuldum Ítalíu, ef á að reyna að láta Ítalíu bjargast innan evru, með niðurskurðar aðgerðum eingöngu.

En það má vera að það þurfi nær 30% niðurskurð skulda, og þá kemur aftur að Frakklandi, að þá þarf að endurfjármagna banka um stórar upphæðir - þá hækka skuldir Frakklands verulega umfram núverandi rúm 80%.

Ríkisstj. Þýskaland getur sjálf þurft að aðstoða eigin banka, í slíku tilviki - þannig auka eigin skuldir.

Skuldir beggja kjarnaríkjanna geta því farið vel yfir 90%, jafnvel í rúm 100%.

Þá er auðvitað grunn spurningin um trúverðugleika þeirra sjálfra - að þau sjálf geti framkallað þá stöðu þ.e. 60% sem á að vera hámarks heimil skuldastaöa?

 

Niðurstaða

Ég held að við séum nú að sjá lokaútspil núverandi leiðtoga Frakka og Þjóðverja, og ég verð að segja að ég hef nákvæmlega enga trú á því að það hafi nokkra hina minnstu von til að virka.

Sem þíðir ekki endilega að það verði ekki ákveðið "in share desperation" að ræsa slikt samkomulag.

Mig grunar að markaðir í dag hafi hækkað - meir vegna enn eins orðrómsims um að nú loks muni Merkel samþykkja peningaprentun, en vegna þessa svokallaða sáttmála.

En Frakkar virðast vera að gera eina enn atlöguna að Merkel, í gegnum þessar viðræður - um peningaprentun.

En prentun er það allra síðasta sem hægt er að gera, til að forða nær tafarlausu hruni Evrunnar.

En svo alvarlegt er ástandið orðið, að markaður fyrir skuldabréf ríkja innan evrusvæðis er í reynd hruninn, og mjög vafasamt að ríkin muni í náinni framtíð geta selt þann stórfellda bunka bréfa sem þau þurfa að gefa út á næstu mánuðum - jafnvel vikum.

Það komi með öðrum orðum klassískur "full stop" atburður, þegar lausafjárvandræði framakalla tafarlaus greiðsluþrot ríkis eftir ríki - og bankakerfa sömu landa nokkurn veginn samtímis.

Þá á sér stað þ.s. sennilega verður stærsta gjaldþrot heimssögunnar.

 

Kv.


Eigum við að segja upp EES eins og Ögmundur Jónasson vill?

Ég get ekki skilið orð Ögmundar Jónassonar í viðtali á RÚV með öðrum hætti, en að hann vilji losna við EES samninginn sem allra fyrst. Sjá: Vill jafnar hömlur á fjárfestingar

"„Ég vil taka umhverfið allt til skoðunar með það fyrir augum að tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir landi, víðernum landsins og auðlindum okkar lands," segir Ögmundur og þá gildi einu hvort útlendingar sem hér vilja fjárfesta séu frá Svíþjóð eða Singapúr."

Ég sé ekki hvernig þ.e. samrímanlegt við veru innan EES, að samræma reglur um eignaraðild útlendinga á landi hér, og samtímis triggja innlenda eignaraðild.

Því innan EES eða regluumhverfis ESB á sviði samkeppnisregla, gildir að útlendingar á EES eða frá ESB, hafa sama rétt og við Íslendingar til eignar á landi.

Svo ég get ekki gert ráð fyrir öðru en því, að Ögmni vilji EES samninginn burt!

Ágætt er að muna að regluumhverfið í heiminum er mjög breytt síðan EFTA samningurinn tók gildi 1971. En tollar í alþjóðaumhverfinu eru miklu lægri en þá. Þannig að tjónið er miklu minna í dag, þ.s. tollar á iðnvarning eru ekki nema á bilinu 4-10%, ekki lengur tugir prósenta. Sem meðlimir Heims Viðskiptastofnunarinnar/World Trade Organization (WTO) njótum við ákveðinnar verndar, t.d. sbr. regla um svokölluð bestu kjör - sem þíðir sem dæmi að Evrópa má ekki veita okkur verri kjör en Evr. veitir öðrum ríkjum sem starfa á grundvelli regla WTO. WTO rekur dómstól, og slík mál má kæra - og ESB er skuldbundið til að hlíta þeim úrskurðum.

Alþjóðlega reglu-umhverfið er allt annað í dag, sem í reynd dregur úr mikilvægi frýverslunarsamninga miðað við það mikilvægi er þeir áður höfðu.

Sem þíðir ekki að þeir hafi ekkert gildi!

 

Hvaða þíðingu hefði það að hafa ekki lengur EES samninginn?

1993 nr. 2 13. janúar Lög um Evrópska efnahagssvæðið

Tjón:

  1. Án frýverslunarsamnings við Evrópu þurfa okkar útfl. aðilar að borga tolla, bæði af álinu og af fiski. Þetta væri á bilinu 4-10% skerðing útfl. tekna, sem væri bein lífskjaraskerðing.
  2. Það gæti þurft kannski allt að 10% gengislækkun krónu til að vega upp á móti, skerðingu tekna fyrirtækjanna af tollum - svo viðskiptajöfnuður haldist jákvæður að nægilegu marki.
  3. Að auki hafa okkar fyrirtæki ekki lengur sjálfvirka heimild til að starfa innan Evrópu, þurfa þá eins og bandar, kínv., S-kóreönsk, rússnesk o.flr. - að sækja um heimild frá ráðuneyti viðkomandi ríkis, til að hefja starfsemi í landi X.
  4. Sama gildir um einstaklinga, þeir fá ekki lengur sjálfvirka heimild til að starfa innan Evrópu, verða að útvega sér atvinnuleyfi.
  • EES samningurinn er uppsegjanlegur með árs fyrirvara - sem gefur væntanlega aðilum tíma til að útvega sér starfsheimildir eða starfsleyfi, sem í flestum tilvikum ætti að ganga, enda yfirleitt ekki nein veruleg tregða til þess að veita slík leyfi - þó auðvitað slíkt geti einnig brugðist.
  • Flestir þeir Íslendingar er starfa erlendis, eru innan Norðurlanda - og langflestir þeirra ættu að geta fengið starfsleyfi, svo þ.e. ekki sérlega líklegt að við værum að tala um að þetta 40þ. eða svo myndi vera hrakið heim, heldur myndi það fólk langflest halda hindrunarlaust áfram sínum störfum.
  • Enda Norðurlönd yfirleitt ekki óvinsamleg Íslendingum.

Tjón fyrirtækja er þó nokkuð t.d. Marels, Össurar og CCP - þ.e. þau geta ekki lengur sjálfvirk flutt starfsm. milli landa, starfsleyfi geta verið tafsamt ferli og því fylgir e-h kostnaður v. óhagræðis.

Þau þurfa þaðan í frá, að útvega sér starfsleyfi fyrir starfsemi sína í Evrópu, geta ekki sjálfvirkt sett upp sjoppu í Evrópulandi X. Því fylgir e-h óhagræði, þó svo að slík leyfi séu ekki með þeim hætti að þau séu íllfáanleg, þá tekur þetta alltaf e-h tíma.

Síðan þurfa þau þá að fara í gegnum tollskoðun með varning frá Ísl. til Evr. héðan í frá, bendi þó á að þ.e. sama kvöð sem er til staðar í tilviki starfsemi í Bandar. Þetta er einhver kostnaður - sem getur komið ef þau eru að flytja varning milli landa, en má vera að þau geti fengið slíkann toll endurgreiddann, ef þetta er innan fyrirtækisins. Ég held reyndar að það séu reglur um slíkt.

Það sem fer, er ákveðið kostnaðarforskot sem þau fyrirtæki hafa á keppinauta í löndum utan Evrópu, en þá auðvitað þaðan í frá eru þau að starfa í sama umhverfi og fyrirtæki frá Bandar., S-Kóreu, Japan, Rússlandi, Kína - sem starfa að einhverju leiti innan Evrópu.

Hvort þ.e. lykilatriði að missa það forskot - að sjálfsögðu munu forsvarsmenn þeirra berjast um hæl og hnakka gegn slíkri breytingu; en vel rekin fyrirtæki eiga að geta búið við þetta, fyrst að vel rekin fyrirtæki frá Bandar., S-Kóreu, Japan og víðar, það geta.

 

Lykilatriðið er eiginlega, rekstrarumhverfi hér innanlands!

Hvort þ.e. samkeppnisfært v. rekstrarumhverfi í þeim löndum! Því miður hefur ríkisstjórnin einmitt verið að vinna stórfellt tjón á rekstrarumhverfi ísl. fyrirtækja - með skattalagabreytingum sem auka rekstrarkostnað, gera það dýrara að hafa fólk í vinnu, auka kostnað v. fjármögnun o.s.frv.

  • Það væri einmitt lykilatriðið, að ef ákvörðun væri tekin um að yfirgefa EES - þá yrði að bæta okkar fyrirtækjum það upp hér í innlendu skattalegu umhverfi sem og regluumhverfi.
  • Ef Ísland er skattalega og í laga og reglu-umhverfi, algerlega samkeppnisfært við - Japan, S-Kóreu, Bandar. o.flr., þá þarf ekki að kvíða afleiðingum þess að hætta í EES.

Þær afleiðingar verða þá ekki umfram - þá tekjuskerðingu sem tollarnir valda. Kannski um 10% lífskjaraskerðing heilt yfir.

En ef áfram verður haldið á þeirri vegferð að skerða hér starfsumhverfi fyrirtækja, síðan er bætt því þar á ofan að yfirgefa EES - gætu efnahagslegar afleiðingar orðið verulega alvarlegar.

 

Hvað vinnst hugsanlega á móti?

Það er eiginlega að losna við bannið við því að mismuna erlendum aðilum á kostnað innlendra.

  • Við munum eftir Impregilo, en þaðan í frá gæti ekki erlendur verktaki komið með starfsm. sína hingað, eða reiknað með því að geta komið hingað með sína starfsm.
  • Erlendar ferðaskrifstofur geta þá ekki lengur sjálfvirkt hafið samkeppni hér v. okkar innlendu ferðaskrifstofur, flutt starfsm. sína með sér - þá getum við látið okkar ferðaskrifst. að mestu einoka ferðamannaiðnaðinn, og ísl. starfsm.
  • Útlendingar hafa ekki lengur rétt til þess að kaupa hér land, þ.e. jafnan rétt til þess og Íslendinga. Við getum því ef við kjósum svo - komið í veg fyrir það að land sé selt til útlendinga.
  • Ef erlendir aðilar vilja fjárfesta hér, er þá unnt að krefjast þess að innlendir verktakar, íslendingar - fái störfin. Nema auðvitað að ekki sé þá þekkingu að fá hérlendis.

Það væri hentugast að settar verði almennar reglur um það, hvenær má koma hingað með erlenda starfsmenn - svo það liggi fyrir, ekki sé sú kvöð að þurfa sérheimildir.

Reglur séu sem sagt gegnsægjar.

 

Mun þetta hindra erlenda fjárfestingu?

Það efa ég reyndar. Ég held að stærra atriði sé stöðguleiki í innlendu laga og reglu-umhverfi, en hvort við það eru tollar á okkar útflutning á bilinu 4-10%. Það má ekki vera þannig að því umhverfi sé raskað á 4. ára fresti. Heldur verður að vera samstaða um það - hvernig það skal vera, og það verður að vera - af fyrsta klassa:

  • Ferðamenn koma hingað vegna þess að þeir eru að sækjast eftir Íslandi sjálfu.
  • Fyrirtæki sem vilja nýta orku, eru að sækjast eftir henni - tollar þíða einflaldega að við tökum þá tekjuskerðingu ekki fjárfestirinn.
  • Vel rekin fyrirtæki í Bandaríkjunum, S-Kóreu, Japan - hafa verið að hefja starfsemi út um heim, þó þau þurfi að búa við það að tollar séu til staðar, og að þau geti ekki flutt viðstöðulaust starfsm. milli landa.
  1. Gott skattaumhverfi.
  2. Gott lagaumhverfi.
  3. Skilvirk stjórnsýsla.
  • Þetta eru stærri atriði - að mínu viti.

 

Niðurstaða

Tek fram að ég er ekki endilega að mæla með uppsögn EES. En því fylgja ekki eingöngu ókostir að losna út úr því lagaumhverfi sem þar ríkir. Afleiðing algerlega óhjákvæmilega væri nokkur lífskjaraskerðing - ofan á þá skerðingu lífskjara sem þegar er orðin.

En þetta gerir ekki Ísl. að Kúpu norðursins. Þetta hindrar ekki sókn til lífskjara.

Þetta myndi þó gera enn stífari kröfur til okkar um það að hafa samkeppnisumhverfið hér í lagi - því með uppsögn EES væri það samkeppnisforskot innan Evrópu fyrir bý, sem sá samningur gefur okkar fyrirtækjum umfram fyrirtæki sem hafa lönd utan Evrópu sem heimaland.

Ef við gerum okkar laga-, reglu- og skattaumhverfi samkeppnisfært á við þ.s. best gerist annars staðar, þá er engu að kvíða.

En ef við segjum upp EES í því samhengi, að haldið sé áfram jafnharðann þeirri vegferð að skerða starfsumhverfi fyrirtækja hér innanlands, þá verður tjónið af uppsögn EES hugsnlega verulegt!

 

Kv.


Vaxtakrafa Ítalíu fór í 8% á föstudaginn!

Þetta er nánar tiltekið krafan fyrir 3-ára ríkisbréf, en hún fór hæst í 8,13% á föstudag - á mörkuðum í gær. Á föstudag seldi Ítalía skuldabréf og á útboðinu fóru 2. ára bréf á 7,81% sbr. 4,61% fyrir mánuði. 6 mánaða bréf fóru á 6,5% sbr. 3,54% fyrir mánuði.

Áhugavert er að fyrir skömmu fóru grísk 6 mánaða bréf á 4,89%. 

Belgía: vaxtakrafa þess lands fór upp í vikunni og það heilmikið, eða úr 4,79 sl. mánudag alla leið í 5,85% á föstudag, fyrir 10 ára bréf.

Miðað við það getur krafan fyrir Belgíu farið í 6% rúm í næstu viku, og Belgía farið upp að hlið Spánar, sem einnig er með vaxtakröfu milli 6-7%, meðan vaxtakrafa Ítalíu flöktir í 7% rúmum fyrir 10 ára bréf.

  • Stærsti atburður sl. viku var þó án nokkurs vafa misheppnað útboð Þýskalands á 6ma.€ - þ.s. einungis tæpl. 3,9% ma.€ seldust, þ.e. vantaði 35% upp á fulla sölu.
  • Þ.e. hreint magnaður atburður, ekki einungis að það skuli misheppnast, heldur hve mikið vantaði upp á, þ.e. ekki 5% heldur 35%.

Krísan er sem sagt á fullu blússi - og þ.e. virkilega þannig, næsta land og svo næsta land!

Hvaða máli skiptir það að vaxtakrafan fyrir skammtímabréf er farin að hækka hraðar en krafan fyrir langtímabréf?

  • Mér skilst af sérfræðingum að þetta þíði, að fjárfestar eru að gefa viðkomandi land upp á bátinn.
  • En þegar skammtímakrafan hækka hraðar, þá eru menn farnir að óttast að stutt sé í óleysanleg fjárhagsleg vandræði hjá viðkomandi landi.
  • Meira að segja 6 mánaða lán eru orðin mjög dýr - svo fj. aðila óttast greiðslugetu Ítalíu á skuldum innan þess tímaramma.
  • Mér skilst að þetta þíði, að stutt sé í að fjárfestar hætti að kaupa skuldabréf viðkomandi, algerlega óháð því hvaða verð verði upp á borði - því þeir trúi ekki að þeir fái endurgreitt.

Þetta sé sem sagt vísbending um að lokaspretturinn sé hafinn hjá Ítalíu, og þrot - mjög raunveruleg þrot, sé ekki langt undan.

Belgía er síðan klárt næsta land - sennilega komið upp að hlið Spánar í næstu viku!

Það verður mjög spennandi að fylgjast með skuldabréfaútboði Frakkl. í næstu viku!

En Frakkland er að líkum næsta land á eftir Belgíu!

 

Niðurstaða

Ég sé ekki hvernig bankakerfi Evrópu getur lifað af gjaldþrot Ítalíu. Það má því líklega reikna með verulegu viðbótar verðfalli hlutabréfa evr. banka, sérstaklega franskra banka, í næstu viku. En vandi Frakka er að bankarnir eru 440% af þjóðarframleiðslu, of stórir í reynd til þess að ríkissjóður Frakklands geti bjargað þeim eins og var reyndin um ísl. bankana gagnvart ríkissjóði Ísl.

Og frönsku bankarnir eiga mjög mikið af ítölskum skuldum, meira en nóg til þess að þeir rúlli af flestum líkindum, þegar Ítalía rúllar.

Þá þarf Frakkland að taka upp höft eins og Ísland, þ.e. á hreyfingar fjármagns út fyrir landamæri, þó svo reglur Evrusvæðis og ESB banni það, þá verður það samt gert, því annars flýr fjármagn unnvörpum úr landi, og hagkerfið bræðir algerlega úr sér.

Ég sé ekki að evran muni geta haft það af í kjölfarið, en við þetta yrði svo mikill óróleiki að mjög líklega yrðu öll önnur aðildarríki evru að gera eins, þ.e. loka á fjármagnshreyfingar út fyrir landamæri. Þetta væri "THE END".

 

Kv.


Hrunið í Evrópu 1931 í ljósi evrukrísunnar!

Það er mjög merkileg atburðarás er hófst í maí 1931 með hruni risabankans Credit-Andstalt í Austurríki, sem þá var langstærsti bankinn á mið-Evrópusvæðinu, og e-h um 70% af bankakerfi Austurríkis. Í kjölfarið hófst gríðarlega alvarleg fjármálakrísa í Evrópu, og heiminum.

Austurríki var þá um nokkurt skeið á undan búið að vera í alvarlegum efnahagsvandræðum, sem hafði valdið Credit-Anstalt miklu fjárhagstjóni. Nokkrum árum á undan hafði Austurríki fengið alþjóðlega efnahags aðstoð, þ.e. 1922-26. En hagkerfið hélt áfram að vera mjög veikt. En ástandið versnaði mjög í kjölfar hrunsins á Wallstreet síðla árs 1929. Eftir mörg ár af efnahagsvandræðum, var efnahagurinn miklu leiti holaður upp, einnig fjármálakerfið í landinu.

Eftir fall Credit-Anstalt, skall á fjármálakrísa um gervalla Evrópu með hruni banka í fj. ríkja ásamt gjaldþrotum mikilvægra þátta atvinnulífs, í júní þurftu flestir stærri bankar í Þýskalandi að loka vikum saman, milljónir manna misstu allt sitt sparifé. Það virðist að hlutfall bankanna í Þýskalandi hafi opnað á ný, eftir endurfjármögnun og niðurfærslu inneigna sparifjáreigenda.

Bankahrun urðu einnig í Bandaríkjunum, ásamt fj. gjaldþrotum fyrirtækja. Í reynd var efnahagstjónið af hruninu 1931 miklu mun stærra, en tjónið af hruninu 1929.

Í ljósi dagsins í dag, getum við líkt Lehmans hruninu, við Wall Street 1929, og ef bankahrun hefst í Evrópu á næstu vikum; þá er það sambærilegt við seinna hrunið 1931.

 

Myndin sýnir hve seinna hrunið 1931 var mikið stærri atburður þegar miðað er við hrun virðis Dow Jones vísitölu WallStreet!

http://www.marketoracle.co.uk/images/1929-stock-market-crash-dow-chart-image005.png

Hrun gullfótarins

Í júlí yfirgaf Þýskaland gullfótinn, eftir að fj. banka hafði farið í þrot og fj. stórra fyrirtækja.

Austurríki yfirgaf hann í október sama ár.

Bretland yfirgaf gullfótinn í september, eftir að hafa tapað miklu magni af gulli á milli júní og september, sem orsakaði skv. reglum gullfótarins að Bank of England varð að minnka magn peninga í umferð, til að viðhalda lögbundnu hlutfalli milli magns af gulli í hans hyrslum og magns peninga í umferð. En hraður samdráttur peningamagns er mjög samdráttaraukandi.

Í september gafst Bretland upp á því að viðhalda gullfætinum, það virtist engin leið til að stöðva eyðingu gullforðans því fólk virtist hafa misst tiltrú á peningum, svo endir var bundinn á tengingu pundsins við gull.

Í kjölfarið fylgdi fj. Evrópuríkja - en nokkur ríki héldu út lengur, þ.e. Bandaríkin til 1933, - Frakkland, Belgía, Holland, Sviss, Ítalía og Pólland; héldu út fram á 1936.

 

Er verið að endutaka hrun gullfótarins - í væntanlegu hruni Evrunnar?

Ég reikna fastlega með því að gikkurinn verði bankahrun, en í Evrópu er visst vanheilagt samband milli ríkissjóða og banka, þ.e. bankar fjármagna ríkissjóði flestra Evrópuríkja, með kaupum ríkisbréfa. Reyndar eru evr. bankar meginstoð fjármögnunar ríkissjóða Evrópu.

Fyrir bragðið eiga bankar mjög mikið af ríkisbréfum hinna ímsu aðildarríkja, en þó mest af ríkisbréfum eigin lands, svo mikið í reynd að ef ríkisbréf eigin lands verðfalla verulega - dugar það í flestum tilvikum að líkum, til að eyða upp öllu eiginfé flestra meginbanka Evrópu.

Þannig, að skuldakrísa aðildarríkjanna er evr. bankakerfinu mjög hættuleg, en það merkilega við ervruna er hve að mörgu leiti kerfið er endurtekning gullfótarins.

Þegar gullfóturinn var í gildi, var gull í reynd hinn sameiginlegi gjaldmiðill - þú gast alltaf gengið inn í banka og fengið greitt til baka í gulli, farið svo í næsta land og skipt gulli í gjaldmiðil. 

Að mörgu leiti var þetta eins þægilegt, eins og margir upplifa í dag að búa við evru, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af breytilegu gengi.

Alveg eins og innan gullfótarins, er aðildarríkjum evru ekki mögulegt að beita peningastefnu þ.s. peningamagn er aukið, til að vinna gegn samdráttartilhneygingum í hagkerfinu.

Hugmyndin eins og innan gullfótarins er, að stöðugt virði peninga sé öllu öðru æðra.

Alveg eins og innan gullfótarins, eiga ríki í vandræðum vegna samdráttar ekki möguleika á öðrum úrræðum, en að skera niður útgjöld - þannig magna samdrátt enn frekar; sem í fullri kaldhæðni magnar skuldakrísuna í reynd því hlutfall skulda per landsframleiðslu hækkar, samdráttur gerir því hagkerfið enn síður fært um að standa við skuldir, grefur undan lánstrausti enn frekar.

Það er virkilega kaldhæðið, að stofnanir ESB - ásamt Þjóðverjum, séu að íta ríkjum Evrusvæðis, inn í nærri því nákvæmt "copy/paste" af þeim samdráttarðgerðum sem á endanum störtuðu hruninu 1931 - eins og sagt er, að sagan endurtaki sig.

En samdráttaraðgerðirnar með því að grafa undan lánstrausti þeirra landa, um leið grafa undan eiginfé starfandi banka í því landi þ.e. ríkisbréf þess lands verðfalla - á endanum lætur e-h undan.

Gengið er einnig fast eins og innan gullfótarins var það fest við gull, svo gengisfellingar eru ekki heimilaðar eða ekki mögulegar. Svo nákvæmlega eins og innan gullfótarins, þarf lækkanir launa ef á að aðlaga hagkerfi - sem brást 1931, og mér sýnist ljóst að sé aftur að bregðast.

Þetta þítti stöðnun eða samdrátt þá, alveg eins og nú.

Eftir bankahrunið 1931 tekur það 2 mánuði fyrir Þýskaland að yfirgefa gullfótinn, 4 mánuði fyrir Bretland og mörg önnur ríki komu svo hratt á eftir, síðan dregst það fram á 1936 þar til Frakkland og nokkur önnur ríki hætta fyrir rest.

Ég á ekki von á að hrun evru verði á þetta langri tímalínu, þ.e. 5 ár. En hagkerfi Evrópu eru miklu meir samtengd og innbyrðis háð en þá var, auk þess að bankakerfin eru miklu stærri sem hlutfall af landsframleiðslu eigin landa því tjónið mun stærra af bankahruni bæði hlutfallslega og í absolút skilningi, sem og að á tölvuöld ganga hlutir miklu mun hraðar fyrir sig.

 

Sjá comment á erlendum fréttavef, sem ég skrifaði:

It's bank collapses that shall do that. But banks own helluva lot of sov. debt as in Europe states use banks to finance themselves, and vice wersa sov. debt forms much of the value base of the banks.

The reason for banks collapse, shall be due to the sov. defaults that shall cause loss of valuation of sov. debt, which shall eat up the value base of the banks, so that their net assets come to be worth less than their debts liabilities.

Quite inevitably at some point there shall be a bank run - say France but French banks own real lot of Italian debt, and they're too boot to big for French authorities to save them.

Then France goes like Iceland, needing to impose controls on movement of capital, true shall be tricky as they'd need border inspections to prevent much flood through smuggling.

Just about same time, bank collapses go like wildfire through European countries, this may take only a week, after which I expect all major banks in Europe to have folded. I moreover expect all countries with major banks folded, to have like say France imposed controls on the movement of capital cross borders.

Now, after these events have taken place, the Euro may live a little additional time like the Russian Rouble stayed in use in the ex USSR little bit beyond the collapse of the USSR.

Then the key event shall be at which point the Germans do pull the plug. But since the crisis began in 2008, Germans have in effect kept the European banking system alive, but the Bundesbank is the main source of liquidity within the Central Bank system of the Euro zone. The Bundesbank has transferred hundreds of billions of Euros through the central banking system, so other operating central banks can use that money to keep banks going. Add on top of that all the bonds the ECB has been purchasing with Bundesbank money. Hence the Bundesbank is accumulating a real lot of liabilities ultimately that shall end up German sole responsibility.

I imply moreover that after the collapse: but the German gov. shall have had to rescue it's own banks. Moreover exports shall be collapsing as the economic collapse is raging throughout the world economy. It shall become quite impossible for Germans to continue their liquidity support of the Euro.

So Bundesbank shall soon after in my scenario pull the plug on the Euro, like the Russian central bank did a while ago on the Rouble zone, some time after the collapse of the USSR.

The End!  

 

Niðurstaða

Það er hreint magnað að hve mörgu leiti sagan er að endurtaka sig, frá árunum 1929 - 1931. október 1929 átti hrunið á Wallstreet sér stað. Síðan hefst seinna hrunið í maí 1931. Þaðan í frá hefst hin eiginlega heimskreppa, því kreppan á undan var barnaleikur við hliðina á kreppunni frá 1931. 

Sagan endurtekur sig yfirleitt ekki nákvæmlega eins, en eins og einn sagði "hún rýmar". 

15. september 2008 á gjaldþrot Leehman Brothers fjárfestingabankans sér stað. Nú er búinn að líða nokkrum mánuðum lengri tími milli hruna, en ég virkilega á sterklega von á því fljótlega eins og sjá má á enska textanum að ofan. 

Kreppan sem þá hefst, verður þá mjög sambærileg við kreppuna í kjölfar hrunsins 1931.

 

Kv.


Merkel vill bjarga málum í dag með því að leysa krísu morgundagsins

Það merkilegasta af öllu við þessa krísu í Evrópu, er hvernig leiðtogar Evrópu hlaupa eins og kettir í kringum heitann graut, þegar kemur að vandanum. Í dag var lítill leiðtogafundur milli Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy, tvíeykið í öllu sínu veldi - sem virðist öllu ráða innan Evrusvæðis.

Germany, France, Italy to Propose Treaty Changes

Bid to change treaties 'agreed'

 

Hver er lausnin stóra? Á vanda dagsins í dag?

"The leaders of the euro zone's three largest economies on Thursday pledged to present a package of proposed changes to the European treaty by Dec. 9 that aim to integrate euro-zone economic policies and lay the groundwork for tough sanctions for profligate spenders, but they quashed suggestions that the European Central Bank should play a greater role in fighting the region's protracted sovereign-debt crisis."

Sem sagt, lausnin á því að í dag er paník á mörkuðum - Ítalía leikur á reiðiskjálfi, Spánn einnig, Frakkland sjálft í viðkvæmri stöðu, jafnvel Austurríki; og Belgía getur á hverri stundu orðið eitt landið enn í vanda.

Er að leggja fram þann 9. desember, tillögur að umfangsmiklum skipulagsbreytingum á evrusvæði, enn ekki er nákvæmlega ljóst hverjar þær myndu verða, en miðað við ummæli Merkelar stendur til að búa til einhvers konar fjármálayfirvald sem verði yfirþjóðlegt, sem hafi vald til að hlutast til um efnahagsstjórnun einstakra aðildarríkja.

Hve mikil þau afskipti myndu verða veit ég ekki, enginn veit það enn - því tillögurnar liggja ekki fyrir. En ummæli hafa bent til þess, að slík stofnun hefði vald til að hafna fjárlögum einstakra ríkja - sem bendir til þess að hún þyrfti að fá þau til yfirlestrar þannig að þau taki ekki formlega gildi heima fyrir fyrr en stimpillinn er kominn, hvernig sem líður samþykki þjóðþings.

  • Stofnunin myndi geta hafnað sem sagt fjárlögum, krafist minni eyðslu hér - hafnað útgjöldum þar, krafist niðurskurðar aðgerða - skattahækkana o.s.frv.
  • Í reynd hljómar þetta sem afnám sjálfstæðis - fullveldir aðildarríkja Evru.

Nema, ég velti fyrir mér - hvort Þjóðverjar munu láta þetta yfir sig ganga, eða þá þannig að þeir ætli sér að ráða þeirri stofnun, þannig að fullveldið aðildarríkja sé í reynd fært til þeirra - nánar tiltekið.

Þetta allt verður að koma í ljós.

 

Hver er vandinn við þetta?

Grunnvandinn við þetta, er að - að baki þessum tillögum liggur kolröng greining

En "obsession" Þjóðverja eða þeirra sem þar ráða, er að bakgrunnur vandans sé einfaldlega eyðsla tiltekinna ríkisstjórna - þeirra lausn er því að ríkisstjórnirnar eigi þá að spara, þá verði allt í lagi.

  1. En ríkisskuldir Spánverja og Írar, voru mun lægri en Þýskalands sjálfs fyrir kreppu.
  2. Þeir voru að auki með afgang af ríkisútgjöldum a.m.k. síðustu 5 árin fyrir hrun, á meðan að Þýskaland sjálft hafði halla fyrir hvert þeirra sömu ára, þó sá væri innan löggildra marka.
  • Hrunið á Spáni og Írlandi, var hrun bólu sem orðið hafði til innan einkahagkerfisins. Sú bóla framkallaði stórfelld útlánatöp hjá bankstofnunum, sem síðan komust í vanda.
  • Þessu fylgdi einnig stórfellt aukning atvinnuleysis þegar hagkerfin hrundu saman, ásamt stórfelldri minnkun veltuskatta - þannig að allt í einu stóðu þau frammi fyrir útgjalda vanda.
  • (Í reynd er þeirra vegferð ótrúlega lík okkar).
  • Útgjaldavandi Ítalíu er ekki vegna óskaplegs halla á ríkisútgjöldum - en hallinn þar er ekki nema 1% umfram 3% mörkin þ.e. 4%, þannig að Ítalía gæti skorið 1% af og verið skv. öllum reglum í lagi; en samt á hraðferð í gjaldþrot.
  • Vandinn á Ítalíu, er vegna hruns samkeppnisstöðu atvinnuvega - þ.e. viðskiptahalli sem er að keyra Ítalíu í þrot, ekki halli á ríkisútgjöldum. 
  • En ég bendi á Japan með nærri 300% skuldir, sem samt stendur undir því - því að hagkerfi þeirra er öflugt, og samkeppnisfært.
  • Samkeppnisfærni og styrkur atvinnuvega er hin raunverulega lykilbreyta - þegar kemur að greiðslugetu ríkja.
  • Vegna hruns samkeppnisstöðu, þyrfti Ítalía skv. greiningu Gavin Davies, 5,5% afgang - þ.e. ríkissjóðurinn. En, það væri ekki í sjálfu sér lausn, meðan samkeppnisvandinn er til staðar - þá er restin af hagkerfinu að safna skuldum, og það getur dregið Ítalíu niður fyrir rest, þá í gegnum skuldir einkageirans.
  • Grikkland er sannarlega sérdæmi - en einungis hvað víkur ríkisskuldum, sem eru um helmingur skulda Grikklands. Svindlisins sem tengdist ríkiskuldunum.
  • Þar er einnig samkeppnishæfnisvandi, þ.e. atvinnuvegir eru kostnaðarlega séð ósamkeppnisfærir, útfl. er faktískt séð hruninn mikið til - bara rúml. 20% af þjóðarframleiðslu þegar hér er hann um helmingur.
  • Alltof lítill í reynd til að möguleiki sé að greiða skuldir niður, nema að einhverjum litlum hluta.
  • Með hruninn útfl. - er í reynd ekki grundvöllur fyrir þeirra núverandi lífskjörum, þ.e. þau verða að skreppa saman og það mikið, naánst svo mikið að Grikkland verði þróunarland á ný.
  • Nema hina þjóðirnar haldi Grikklandi í reynd uppi næstu áratugina - það verði varanlegur sjúklingur.

Stóri punkturinn er - að vandinn liggur ekki í útgjaldavanda ríkissjóðanna!

  • Heldur er útgjaldavandinn afleiðing þess - að grunnatvinnuvegir hafa verið í hnignun af völdum hnignandi samkeppnisstöðu - innan evrunnar.
  • Hnignun atvinnuvega veldur hnignun greiðslugetu viðkomandi ríkja - því hin eiginlega orsök skuldakreppu þeirra landa - að skuldastaða er ósjálfbær.

Sem þíðir að lausn sem byggir á slíkri rangri greiningu er gagnslaus með öllu.

  • Þar að auki, síðast þegar farið var í umfangsmiklar breytingar á sáttmálum ESB, tók það 2 ár.
  • Þetta eru mun umfangsmeiri breytingar og líklegar til að vera mjög umdeildar.
  • En um breytingar á sáttmálum gildir enn - að allar þjóðir þurfa að samþykkja.

Það er ekki að furða að markaðir séu að hrynja eina ferðina enn í dag, en í morgunn hækkuðu þeir nokkur klárlega í von um að loks myndi eitthvað gagnlegt verða ákveðið, en um leið og niðurstaða fundarins var ljós - hefur sú hækkun horfið og gott betur, stefnir í að verfall verði miðað við í gær.

  • Afstaða Þjóðverja er á grunni afneitunar, að neita að horfa á vandann eins og hann er, en staðreyndin er sú að þeir eiga sjálfir verulegann hluta af sök - sem þeir neita að kannast við.
  • En vandinn er ekki síst viðskiptaafgangur þeirra sjálfra - en afgangi er ekki viðhaldið nema einhver annar hafi halla, og Þjóðverjar voru með afgang við allra þær þjóðir sem nú eru í vanda.
  • Þeir lánuðu þeim fyrir neyslu, sem stórum hluta fór í að kaupa þýskann varning, þannig var í reyndt til staðar hagkerfisbóla mynduð af þátttakendunum Þýskalandi og ríkjunum í S-Evrópu.
  • Slík bóla óhjákvæmilega alltaf verður síðan að skuldakreppu, þegar skuldir landa með halla vaxa það mikið, að lánveitendur hætta að treysta þeim - þá hrynur einnig neysla hjá þeim, eða hefði gert ef þau væru ekki föst innan evru.
  • Gengisfall hefði stöðvað þeirra skuldasöfnun, og um leið minnkað stórfellt útfl. Þjóðverja til Evrópu - þannig skapað nauðsynlegt jafnvægi, stöðvað krísuna.
  • Málið er, að staðan er ósjálfbær - meðan viðskiptahalli þessara þjóða er enn til staðar - því slíkur halli þíðir, að þær þjóðir í reynd eiga ekki fyrir skuldum skv. framreikningi, svo að fyrr eða síðar tapa slíkar þjóðir lánstraustir ef þær snúa ekki viðskipahalla við.
  • Þetta er sen sagt hinn eiginlega bakgrunnur evrukrísunnar, þ.e. viðskiptahalli þjóða í Suðri við Þjóðverja í Norðri.
  • Þjóðverjar vilja ekki kannast við það - að þetta sé hinn eiginlegi vandi, því þá þurfa þeir að kannast við, að þeir sjálfir hafi verið að lifa á öðrum, og aðrir eigi því rétt á þá á móti.
  • Þess í stað, er ríkjandi afstaða í Þýskalandi, að vandinn sé Þjóðunum í Suðri sjálfum að kenna.
  • Þær eigi að skera niður útgjöld hjá sér - lækka laun, minnka velferðarkerfi, svo þær geti haldið áfram að greiða af lánum, sem Þjóðverjar veittu þeim til að kaupa Þýskar vörur.
  • Það er ekki stórfurðulegt - að þessi afstaða Þjóðverja, gremjist þjóðunum í Suðri.
  • Reiði gagnvart Þjóðverjum, sem þær sjá sem vanþakkláta - fer vaxandi.
  • Meðan fyrirlitning Þjóðverja á þeim vex einnig - en þeir sjá þær sem letingja og vera að taka út fríðindi sem þær ekki hafa efni á.

Það er einmitt þessi uppsöfnun gagnkvæmrar reiði - sem getur sprengt upp Evrópusambandið sjálft.

Þessi pirringur hefur verið vaxandi með ógnarhraða - það eru miklar líkur á að þjóðirnar í Suðri muni kenna Þjóðverjum um og öfugt, þegar hrunið á sér stað.

Það verður ekki löng bið eftir því úr þessu!

 

Írar ætla að reyna "blackmail"!

Þetta er smá skemmtilegt tvist á evrudramað!

Ireland demands debt relief

  • Köllum þetta kaup kaups - en mér sýnist að Írar ætli að notfæra sér ástandið, sér til framdráttar.
  • Einfalt, þeir segja að borin von sé til þess að írsk þjóðaratkvæðagreiðsla muni samþykkja nýjann sáttmála Merkelar og Sarkozy, nema Írar fái góða gulrót á móti. Sérstaklega ef pólitíkusarnir eru ekkert að reyna einu sinni að sannfæra þjóðina.
  • Gegn góðum afslætti skulda, muni þeir verða til í að ganga fram fyrir skjöldu, um að sannfæra eigin þjóð, um að "Já" sé hennar hagur :)

Mér finnst þetta bráðfyndið :)

 

Niðurstaða

Þegar Róm er að brenna, setjast leiðtogar Evrópu niður og ræða hluti sem nákvæmlega engu máli skipta, þegar kemur að núverandi krísu. En þ.e. engin leið til þess að nýr sáttmáli verði að veruleika innan tímaramma sem geti skipt máli í samhengi núverandi vanda.

Fyrir utan það, að baki þeirrar stefnumótunar liggur kolröng greining - og því aðgerðapakki sem leysir ekki vandann.

Þess vegna lækkuðu markaðir um leið og ljóst var hvað Merkel og Sarkozy voru að ræða.

Miðaða við daginn í gær - og síðan með það í huga, hve gersamlega gagnslausir stjórnendur evrusvæðis virðast vera; getur maður ekki séð aðra líklega útkomu en áframhaldandi hrun trausts á aðildarríkjum Evru, og einnig á evrunni sjálfri.

Framreiknað virðist efnahagshrun óhjákvæmilegt - ekki síst vegna þess hve gersamlega vonlausir leiðtogar svæðisins virðast vera.

Það væri enn unnt að bjarga málum, ef öflugur leiðtogi kæmi til skjalanna, en slíkur virðist hvergi í augsýn.

Reiknum með hruni!

 

Kv.


Misheppnað skuldaútboð Þýskalands setur rót á markaði!

Þetta virðist vera töluvert magnaður atburður, en til stóð að selja 6ma.€ en þegar á reyndi, var einungis eftirspurn eftir 3,889ma.€. Það vantaði sem sagt 35%.

Þetta virðist setja umrótið á evrusvæðinu eina ferðina enn, á nýtt stig!

Þetta setti markaðina á annann endann í morgunn:

German bond sale fails to attract buyers

German Bond Auction Flops

 

Ég held að þetta hafi komið öllum í opna skjöldu!

En með þessu kemur byr undir þann ótta, að "contagion" eða útbreiðsla vandans, sé nú kominn alla leið að sjálfum kjarnanum - Þýskalandi.

En þ.e. erfitt að skilja af hverju útboð frá Þýskalandi gat brugðist, nema í ljósi þess að óttinn á mörkuðum við yfirvofandi hrun, sé orðinn það alvarlegur - að Þýskaland sé ekki lengur séð sem örugg fjárfesting.

  • Þetta kemur ofan á þá sýn aðila út um víðan heim, að algert ráðaleysi ríkji á Evrusvæði!

Í dag lagði Framkvæmdastjórnin fram sýnar hugmyndir um Evrubréf - en Merkel var ekki sein að ítreka sitt "Nei" - "Angela Merkel has also said another emphatic NO to eurobonds this morning, saying the Commission's focus on the securities is "inappropriate" because it gives the impression the debt burden can be shared."

  • Það stendur einhvern veginn allt fast - enginn virðist fær um að taka af skarið!
  • Þess vegna auðvitað - versnar ástandið dag frá degi!

 

Nýjar tölur sem benda til efnahagssamdráttar!

Eurozone industry contraction speeds up

Eurostat birti PMI (purchasing managers index) tölur fyrir september og október í morgun.

  • 6,4% samdráttur í pöntunum á iðnvarningi í september miðað við ágúst.
  •  2,8% samdráttur í pöntunum í október miðað við september.

Chris Williamson hjá Markit.com, fyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkum tölum, taldi þessa niðurstöðu samræmast um 0,6% efnahagssamdrætti.

Þar sem pantanir gefa vísbendingu fram í tímann, er þetta vísbending um samdrátt, lokamánuði ársins.

  • Krísan er greinilega að toga hagkerfi Evrópu niður í nýja kreppu!

 

Niðurstaða

Misheppnað skuldabréfa útboð frá Þjóðverjum sjálfum, var eitthvað sem ég held að enginn hafi átt von á. Þetta er vísbending um það, að ótti fjárfesta sé nú kominn alla leið að Þýskalandi sjálfu. 

En slíkur ótti hlýtur eiginlega vera ótti við sjálft hrun evrunnar, því vart minni atburður getur telft öryggi skulda Þýskalands sjálfs í tvísínu.

Mér sýnist þetta vera loka-aðvörun markaða til Angelu Merkel, og annarra ráðamanna innan Evrusvæðis - að taka stórar ákvarðanir og það fljótt.

Annars verði afleiðingarnar - slæmar, mjög slæmar.

 

Kv.


Skuldatryggingaálag Íslands sbr. álag evrusvæðisríkja!

Miðað við áróðurinn myndi maður að halda að aðildarlönd evru ættu að hafa mun meira lánstraust en Ísland. En, Ísland er sagt vera með algerlega ónothæfan gjaldmiðil, meðan aðildarlönd evru njóta þess stórfellda hagræðis sem evrunni fylgi, auk þess að njóta ágóðans af því að vera meðlimir af ESB, þess ágóða Ísland fer einnig á mis.

  • Skuldatryggingaálag, er mat markaðarins um gjaldþrotshættu viðkomandi aðila, þ.e. því hærra sem álagið er, því meiri er hættann á gjaldþroti viðkomandi aðila metin. 
  • Skuldatryggingar, eru trygging sem aðili getur keypt - til að tryggja sig gagnvart tjóni, ef aðili er gaf út tiltekið skuldabréf fer skyndilega í þrot, og getur ekki greitt út bréfið.
  • Þessar tryggingar ganga síðan kaupum og sölum, og niðurstaða aðila markaðarins myndbyrtir sýn markaðarins á áhættu!

Ég hef öðru hvoru fylgst með þróun skuldatryggingaálags Íslands. Íslandsbanki, hefur verið nokkuð duglegur að fylgjast með þessu, sjá vefrit:

Tuesday, September 27, 2011 Icelandic Market Daily

Tuesday, October 18, 2011, Icelandic Market Daily

Skv. þeirra upplýsingum var skuldatryggingaálag Ísland í 279 punktum eða 2,79% þann 18/10 sl.

Sannarlega ekki alveg nýjustu tölur. En þegar ég skoða tölur á vef Financial Times, kemur eftirfarandi í ljós:

  • Ítalía 547 punktar.
  • Spánn 470 punktar.
  • Belgía 342 - sjá!
  • Frakkland 234 punktar.
  • Austurríki 221,9 - sjá!

Takið eftir þessari stöðu - en skv. línuritinu fór CDS Íslands í skamman tíma niður fyrir 200 punkta, hefur síðan fremur en hitt hækkað; en spurning hvort þ.e. á lækkunarleið á ný.

  • Punktur - CDS Ísl. er sambærilegra v. CDS Frakkl. og Austurríkis, heldur en Belgíu.
  • Ekkert af þessum löndum er enn talið í alvarlegum vandræðum.

Auðvitað eru svo ímiss önnur lönd mun lægri sbr. Holland, Danmörk, Svíþjóð - sem dæmi.

En þetta er ekki alveg að passa við áróðurs-sönginn, ekki satt?

Myndin fyrir neðan sýnir hve álag Ísl. fór hátt, rosalega hátt í kjölfar hrunsins, en síðan fer það í greinileg lækkunarferli, græna línan sýnir þróun álags Írlands!

Það væri unnt að teikna upp sambærilegar myndir með samanburði við álag landa eins og Portúgal, Grikklands, Spánar og Ítalíu. 

Allar sýna þær að álag okkar fer hátt, mjög hátt um tíma, langt yfir álag hinna - en síðan lækkar það; og í dag er álag Grikklands, Portúgals, Írlands, Spánar og Ítalíu - get bætt við Belgíu einnig - hærra til miklu hærra en álag Íslands.

Þarna ræður eiginlega ekki skuldastaða ríkissjóðs, en skuldastaða ríkissjóðs Ísl. er t.d. hærri en Spánar og Frakklands, svipuð eða aðeins hærri en Belgíu.

  • Heldur er stóra málið, og um það er ég gersamlega sannfærður, að það sem hafi bætt stöðu Íslands smám saman, róað erlenda aðila gagnvart landinu; hafi verið viðsnúningurinn yfir úr viðskiptahalla yfir í viðskiptaafgang, sem fall krónunnar framkallaði.
  • En öll löndin ofangreind, þ.e. Grikkland, Portúgal, (nema Írland), Ítalía, Spánn, Belgía - einnig Frakkland þess álag er á hækkunartrendi; eru með viðskiptahalla.
  • Viðskiptahalli einfaldlega þýðir, að þú átt ekki pening til lengri tíma litið fyrir erlendum skuldum, því halli þíðir að þær hækka stöðugt, þannig að framreiknað er þá staðan ósjálfbær - þannig að viðskiptahalli grefur undan lánstrausti landa gagnvart útlöndum, því meir sem hann stendur lengur.
  • Það öfuga á við, að afgangur bætir lánstraust jafnt og þétt, róar aðila sem þú skuldar, því hann þíðir að þú átt fyrir skuldum, að framreikningur sýni að skuldastaða þín sé sjálfbær.

Ég tel að frekari skýringa þurfi ekki að leita! Þetta útskýri fullkomlega hvers vegna álag Ísl. hefur verið á lækkunartrendi síðan eftir hrun, meðan álag nokkurra annara landa, sem öll eru meðlimir að evrusvæði, hefur verið á hækkunartrendi.

Markaðurinn hefur eðlilega einhverja þolinmæði, en það eru komin 3 ár síðan kreppan hófst 2008 í Bandar. - löndin í Evr. hafa haft þann tíma til að snúa halla við í afgang.

Í dag er ekki að sjá, að líkur fari batnandi um það að þau lönd geti snúið þeirri óheillaþróun við, þvert á móti vegna þess að hagkerfi evrusvæðis hafa verið að spírala niður síðan í sumar, og stefnir í kreppu á útmánuðum nk. árs; þá fara líkur á viðsnúningi klárlega versnandi.

Svo þ.e. ekkert furðulegt að markaðurinn sé að missa í vaxandi mæli þolinmæðina gagnvart aðildarlöndum evrusvæðis!

Krónan reyndist okkur vel - bjargaði okkur frá því sem annars væri mjög örugglega þjóðargjaldþrot, á meðan að fj. aðildarlanda evrusvæðis, er ekki að takast að ná fram sambærilegum viðsnúningi - þ.e. þ.s. er að drífa evrukrísuna, þ.e. hinn viðvarandi viðskiptahalli - öll löndin sem hafa slíkann halla á evrusvæði eru í öruggri siglingu í vanda, þar með talið Frakkland og Belgía.

Meira að segja gagnvart þeim, er þolinmæði markaðarins orðin mjög þunn og brothætt!

 

Getur evrurkrísan sökkt okkur?

Svarið við því verður að vera "JÁ". En vegna þess hve hátt hlutfall okkar útflutnings fer til aðildarlanda evrusvæðis, mun hrun evrunnar ef af því verður á næstu vikum eða mánuðum, valda okkur einnig stórfelldu efnahagstjónu.

  • Það tjón verður þá í því formi að verð fyrir okkar afurðir lækka verulega - þannig að gjaldeyristekjur skreppa saman. 
  • Minnkun gjaldeyristekna getur ógnað okkar greiðslustöðu gagnvart erlendum skuldum.
  • Á hinn bóginn, fer þetta eftir samsetningu skulda - ég er ekki alveg með það hve hátt hlutfall okkar skulda eru í evrum, en þ.e. a.m.k. stærsti einstaki gjaldmiðillinn sem við skuldum í.
  • Það eru góðar fréttir, því þær skuldir munu þá verðfalla einnig - þegar þegar evran verðfellur sennilega stórt, ef efnahagshrun er raunverulega að eiga sér stað innan Evrópu.
  • Þetta gæti bjargað okkur!

Spurning hvort þetta sé ástæða þess að álag Ísl. er allt í einu aftur á lækkunartrendi, eftir að hafa farið í hækkun síðla sumars og í haust, það að markaðurinn hafi áttað sig á því að samsetning skulda sé okkur eftir allt saman hagstæð í þeirri sviðsmynd að evran huganlega eða líklega hrynji.

En þ.e. út af fyrir sig rökrétt, að síðla sumars þegar evrukrísan fór í hærri gír, hafi það haft neikvæð áhrif á álag Íslands, vegna áhættunnar í tengslum við röskun á okkar útfl. tekjum, vs. áhrif slíkrar röskunar á okkar greiðslugetu.

En evrukrísan hefur síst af öllu verið að sjatna í nóvember, þvert á móti er ástandið verra en nokkru sinni - fer stöðugt versnandi, svo þ.e. leitun að öðrum skýringum en þeirri, að markaðurinn hafi endurmetið stöðu Ísl. aftur í ljósi hagstæðrar samsetningar skulda.

 

Niðurstaða

Þróun áhættuálags á skuldir Evrópuríkja, sbr. skuldatryggingaálag eða "CDS credit default swap" hefur verið mjög áhugaverð undanfarin ár, þ.e. árin eftir 2008. Fyrst eftir hrun virtust allir reikna við yfirvofandi þroti Ísl., en síðan hefur jákvæður jöfnuður - sú staðreynd að Ísl. á pening í gegnum nægann jákvæðann viðskiptajöfnuð fyrir afborgunum á skuldum; smám saman, jafnt og þétt, róað þá aðila sem v. skuldum, þannig að markaðurinn óttast mun minna það að Ísl. verði gjaldþrota en rétt eftir hrun.

Aftur á móti hefur þróunin innan evrunnar verið öll á hinn veginn. En ég skoða ekki lönd eins og Svíþjóð eða Holland, heldur lönd með viðskiptahalla sem eru aðildarlönd evrusvæðis.

Enda var Ísl. fyrir gengisfall með mjög verulegann halla á viðskiptajöfnuði - þannig að það er til muna áhugaverðara, að sjá hvernig aðildarlöndum innan evru hefur gengið við það, að glíma við slíkt ástand - eða ekki, hvernig þeim hefur reitt af.

Fyrir utan Írland og Eystland, veit ég ekki um neitt land sem tekist hefur að snúa við jöfnuðinum hjá sér. Á móti kemur að 5 löndum hefur ekki tekist slíkur viðsnúningur, eru í dag ekki nær því að ná slíkum viðsnúningi en fyrir 3 árum.

Þannig að ég get ekki séð að það sé unnt að halda því fram með neinum umtalsverðum trúverðugleika, að aðlögun innan evru sé gerleg! En okkar hagkerfi hefur sveiflur sem við höfum engin ráð á að takmarka eða stýra, þ.e. verð á okkar afurðum á erlendum mörkuðum, sem sveiflar okkar gjaldeyristekjum til eða frá. Þetta er ójanfvægi, sem einmitt krefst aðlögunargetu. Þannig að geta til aðlögunar er algert lykilatriði fyrir okkur. Svo það lítur ekki vel út, þegar við sjáum hve ílla aðildarlöndum evru, gengur einmitt að - aðlaga sig! Er sterk röksemd gegn evruaðild!

  • Ísland væri í dag í þjóðargjaldþroti - hefði lent í því fyrri hl. árs 2009, ef ekki hefði verið fyrir viðsnúninginn sem krónan framkallaði.
  • Þá værum við með hvort tveggja höft á innflutning auk hafta á gjaldmiðilinn.

Ég vísa á umfjöllun um það hvernig ég vil stýra krónunni í framtíðinni:

Tillaga um framtíðarlausn á stýringu krónunnar!

 

Kv.


Enn versnar evrukrísan! Mikill óróleiki á mörkuðum!

Evrukrísan getur eiginlega ekki annað en versnað, þar til annað af tvennu það verður raunverulegt hrun, eða að það er gripið til mjög snöggra aðgerða sem virka. Því míður, er vandinn svo alvarlegur, að það er ekki tími til aðgerða, nema þeirra sem hægt er að hrinda í verk með skömmum fyrirvara.

 

Vandinn í Evrópu - allt er pikkfast, ósamkomulag er um aðgerðir!

Róm er að brenna, en hver höndin er á uppi á móti annarri. Tvær meginfylkingar eru uppi, þ.e. þeir sem fylgja Þjóðverjum að málum - telja sitt á þurru. Og allir hinir.

Á meðan, magnast óttinn um framtíðina dag frá degi, þannig var það gervalla sl. viku, en þessi vika hefst ekki vel - stefnir í sama stappið, sbr. yfirlísingar Þjóðverja vs. yfirlísingar Framkvændastjórnar ESB.

  • Í reynd virðist mér einungis, Seðlabanki Evrópu geta bjargað evrunni frá hruni - sem ef ekkert er gert, verður ekki löng bið eftir úr þessu.
  • Ég er langt í frá einn um þessa skoðun: Obama forseti, David Cameron, José Manuel Barroso forseti Framkvæmdastjórnarinnar, meirihluti Evrópuþingsins - - hafa hvatt til slíkra aðgerða.

Vitna einnig í fjármálaráðherra Póllands, orð sögð í dag: "We have a hideous choice... either a massive intervention from the ECB or a catastrophe. There is a danger of a historic economic disaster - like the Great Depression in the 1930s - that would lead to war in Europe.

  • Á meðan ætlar Framkvæmdastjórnin að leggja fram tillögur um svokölluð Evrubréf í þessari viku, sjá frétt Wall Street Journar: EU Pushes Scenarios for Euro Bond

En Þjóðverjar í dag, höfnuðu þeim fyrirfram: "The chancellor and the federal government share the opinion of many others, that eurobonds are not now a sort of universal cure for the crisis," Angela Merkel's spokesman said." - "Instead Merkel backs a twin-pronged solution: fiscal consolidation and reform of EU treaties to make the agreements on fiscal rules binding."

Í sl. viku sagði Angela Merkel: ECB "doesn't have the possibility of solving these problems". En hún hefur margítrekað hafnað peningaprentun - en einnig evrubréfum, og að auki - að skuldir einstakra ríkja séu afskrifaðar að hluta.

Reyndar sagði Fjármálaráðherra Þýskalands eftirfarandi í dag: Wolfgang Schäuble - "It is completely clear, and there is a lot of confusion in financial markets. For as long as there are no collective action clauses in bond contracts -- so for the time being -- Greece will remain a unique case," Schäuble said.

  • Hann er þarna að leitast við að sannfæra markaðinn um það, að afskriftir grískra bréfa veiti ekki fordæmi - gefi vísbendingu um svipaðar aðgerðir fyrir önnur lönd.
  • En nánast ekki nokkur maður úti á mörkuðum, trúir því - þar er talið nánast víst að afskrftir fleiri aðildarríka evru, verði afskrifaðar að hluta.
  • Þ.e. einmitt stór hluti ástæðu þess, að vaxtakrafa hefur verið að hækka, en sú hækkun er a.m.k. að hluta, til að mæta þeirri tapáhættu, sem markaðurinn telur vaxandi af bréfum nokkurra annarra landa.
Moodies gaf í dag Frakklandi aðvörun í sambandi við lánshæfismat, um hugsanlega lækkun: Moody's Warns France on Rating.

Þetta kom í kjölfar aðvarana hinna tveggja matsfyrirtækjanna í sl. viku, og að sjálfsögðu brást ríkisstj. Frakkl. við með þeim hætti, að hafna því að lánshæfismat landsins væri í nokkurri hættu, ítrekaði að umtalsverðar sparnaðar aðgerðir væru í farvatningu í Frakklandi, til að minnka ríkissjóðs hallann.

En líkur þess að lánshæfi Frakklands verði lækkað, eru yfirgnæfandi. Eina sem ekki er unnt að segja, er akkúrat hvenær. En því líklegra sem það verður, að ríkisstj. Frakkl. þurfi að aðstoða franska banka - því skemmra verður í þá lækkun.

Vandi Björgunarsjóð Evrusvæðis: Já, sjálfur björgunarsjóðurinn er orðinn fórnarlamb krísunnar, en auknar líkur á lækkun lánshæfi Frakkl. hafa framkallað víxverkun við traust markaðarins á björgunarsjóðnum, og hefur vaxtakrafa á bréf sjóðsins verið í hækkunarferli undanfarnar 2-3 vikur. Þetta er sérdeilis bagalegt, því þetta hækkar kostnað við lánveitingar til ríkja í vanda - en síðast en ekki síst, sjóðurinn er háður aðgangi að mörkuðum fyrir fjármagn, því að aðildarríkin hafa ekki veitt honum fé - bara ábyrgðir. Sem hann verður síðan að virkja með sölu skuldabréfa. Því hækkar vaxtakrafa bréfa hans, alveg þráðbeint lántökukostnað hans til þeirra ríkja sem eru í vanda. En innan lánveitingarregla sjóðsins er klásúla um það, að sjóðurinn veiti aldrei lán undir kostnaði sjóðsins sjálf við það að afla sér fjármagns. 

Að auki hefur sjóðurinn verið í vandræðum með uppboð upp á síðkastið, framboð einungis rétt svo dugað - neiddist til að fresta útboði í eitt skiptið.

Ef óvissan um Frakkland heldur áfram að aukast, en sú óvissa er að aukast vegna óvissunnar út af Ítalíu og Spáni, þá aukast vandræði ESFS við fjármögnun - þetta er enn eitt dramað af mörgum.

Meðfram öllu þessu þessu heldur reipitog Seðlabanka Evrópu og markaða áfram: "The ECB has nearly doubled its weekly purchases of eurozone bonds, as it tries to drive down the cost of borrowing for troubled states." - - þ.e. ECB kaupir ríkisbréf nokkurra ríkja innan Evrusvæðis, einna helst Spánar og Ítalíu, til að halda vaxtakröfu þeirra niðri eða með öðrum orðum halda verði þeirra uppi, en þ.e. sami hluturinn - í sl. viku fór vaxtakrafa Ítalíu ítrekað upp í rúml. 7% fyrir 10 ára bréf, en ítrekað lækkaði ECB hana aftur niður fyrir 7%. Í dag hækkaði og lækkaði hún eina ferðina enn. Sama átti við um vaxtakröfu bréfa Spánar, sem hækkaði fyrst - lækkaði svo, er ECB brást við.

  • En markaðurinn veit að ECB hefur takmarkað úthald - meðan Þjóðverjar hafna því að veita ECB prentunarheimild, þá þarf á einhverjum tímapuntki að hætta kaupum eða minnka þau.
  • Þetta er í reynd átök um það hvor er sterkari aðilinn - og ef Þjóðverjar halda sig við sinn keip mun ECB tapa fyrir rest. Um það getur ekki verið nokkur vafi.
  • Þá tapar ECB mjög stórum upphæðum - þegar þau bréf sem hann hefur keypt á mun hærra verði, verðfalla.
  • Hættan er að í kjölfar þess að Ítalíu og Spáni sé ítt af mörkuðum, hefjist "terminal" krísa Evrunnar, sem lykti með mjög raunverulegu hruni.

 

Svo eru það nýjar áhyggjur vegna þróunar í Bandaríkjunum

Debt Disappointment Sinks Stocks

Það virðist að samflokksnefnd Demókrata og Reúblikana á Bandaríkjaþingi, geti ekki náð samkomulagi um niðurskurð útgjalda. Þetta orsakaði óróa á markaði í Bandaríkjunum, sem bættist ofan á óróa í Evrópu - vegna þeirra stöðugu upphleðslu á spennu sem á sér stað á Evrusvæðinu.

Fyrir bragðið varð mikið verðfall á mörkuðum:

  • The Dow Jones is off 2.1pc,
  • the S&P 500 slipped 1.85pc and
  •  the Nasdaq dropped 1.91pc.
  • The fall has put the Dow into the red for the year.
  • "The Stoxx Europe 600 index closed down 3.2% at 224.76, the biggest percentage decline since Nov. 1."
  • "The U.K.'s FTSE 100 closed 2.6% lower at 5222.60, "
  • "Germany's DAX fell 3.3% to 5606.00 and "
  • "France's CAC-40 closed down 3.4% at 2894.94. "
  • "Italy's FTSE MIB slumped 4.7% to 14509.94."

 

Niðurstaða

Evran er einfaldlega á hraðferð til helvítis. Í sl. viku bárust fyrstu fréttir þess efnis, að fjármagnsflótti væri hafinn frá Evrusvæðinu sem heild.

Í sl. viku féllu markaðir nánast upp á hvern einasta dag. Fyrsti dagur þessarar viku hefst á nýju verðfalli, bara ívið stærrs en daga sl. viku. 

Í sl. viku átti sér einnig stað skuggaleg þróun, þ.s. vaxtakrafa ríkja eins og Frakklands, Austurríkis og Belgíu - var á uppleið. Sem sýndi að kjarnaríkin eru ekki lengur óhult.

Sl. vika einkennist einnig af stöðugu reipitogi milli fjármamarkaða og Seðlabanka Evrópu, þ.s. ECB keypti - béf Ítalíu og Spánar hækkuðu í verði, en síðan fóru þau svo aftur að verðfalla. Alla vikuna var verðlag þeirra skuldabréfa á stöðugu ruggi upp og niður. Fyrsta dag þessarar viku, virðist leikurinn endurtekinn.

Skv. fréttum um það, að ECB hafi aukið það magn sem keypt er, styrkir ekki endilega trúverðugleika ástandsins, þ.s. vitað er að ECB getur einungis keypt um takmarkaðann tíma - svo lengi sem Þjóðverjar blokkera prentun. En ECB getur keypt algerlega ótakmarkað út á prentunarheimildir. En meðan prentunarheimildir fást ekki, eru aðildarlöndin í reynd samábyrg - og Þjóðverjar eru hratt er vitað að nálgast þau þolmörk sem þeir eru til í að ábyrgjast af slíkum skuldbindingum með eigin skattfé.

Á einhverjum tímapunkti, kemur að þeim vegg - þá annaðhvort verður prentað, eða að bréf Ítalíu og Spánar, verðfalla - verðfalla og verðfalla, þangað til að markaðurinn vill ekki taka við þeim óháð verði. Þá hefst krísa sem erfitt er að sjá hvernig evran getur þolað.

En þá má búast við hröðum flótta fjármagns, skindilegu verðfalli evrunnar og það verulegu; og ekki síst því - að bankakerfi Evrópu riði til falls, eins og var um írsku bankana er svipað gerðist á Írlandi.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband