Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
30.1.2011 | 19:39
Krónan er okkur sögð svo óhagstæð vegna þess, hve mikið hún hafi fallið í verðgildi síðan 1920!
Ég ætla aðeins að taka smávegis umfjöllun um gengissveiflur. Skamms og langtíma.
Hérna fyrir neðan má sjá gengissveiflur dollars vs. evru. Skv. útreikningum hafa þær verið 18% þegar hæsti vs. lægsti punktur er borinn saman. Nú nýlega, hækkaði Evran um 6% á móti dollar, þegar Kínv. og Japanar fóru að kaupa Evrur, til að styðja við gengi hennar.
Last 365 days - Evra vs. Dollar
Hámarkssveiflan virðist vera 18% milli þessara tveggja gjaldmiðla sl. 12 mánuði.
Current Value of Old Money :Áhugaverð síða er inniheldur hlekki á reiknivélar og aðra hlekki sem fjalla um þróun verðbólgu og gengis yfir tíma, fyrir hina ímsu gjaldmiðla.
US Inflation Calculator : Þetta er reiknivél sem sýnir gengisfall dollars yfir tíma!
- Samanburðarár 1920, þá verða 20 dollarar að $218.06, 2010.
- Sem gerir verðólgu upp á 990.3%, og gengisfall 90,8% yfir tímabilið.
National Archives Gov UK : Reiknivél sem sýnir gengisfall Punds yfir tíma!
- In 1920, £20 would have the same spending worth of today's £424.20
- Sem gerir gengishrun yfir tímabilið upp á 95,1%.
- 100 kr. in 1920 equalled 1672.73 kr. in 2010.
- This works out to a price increase from 1920 to 2010 of 1572.7 per cent.
- Það gerir verðhrun upp á 94% yfir tímabilið.
- 100 kr. 1920 verða 2041,90 kr 2010.
- Gerir gengisfall 95,1% yfir tímabilið.
Krónan hefur samt sem áður fallið enn meira: En fræga fullyrðingin er gengisfall vs. danska krónu, þannig að okkar króna hafi fallið gegn henni um 99,96%.
Þetta er í reynd gengisfall að hlutfalli rétt rúmlega 1/2 þ.e. rétt rúmlega 2 falt.
Eins og sést af samanburðinum að ofan, falla gjaldmiðlar stórt þegar tekið er nógu langt samhengi.
En alls staðar er að öllu jafnaði einhver verðbólga, og hún telur ár frá ári - þannig að ef mörg ár eru tekin saman, verður heildarsveiflan stór.
Ég fæ ekki betur séð, að miðað við nokkra þekkta gjaldmiðla, hafi gengisfall krónunnar heilt yfir verið u.þ.b. 2-falt þ.e. 1/2.
Sko - miðað við það að Ísland er dverg hagkerfi, þá held ég að sá mismunur sé algerlega eðlilegur!
Skoðið tölur frá DataMarket en þar kemur fram, að heilt yfir litið virðist hagvöxtur á Íslandi vera kringum 5% að meðaltali frá 1950 - 1980. En eftir 1980 lækkar hann í cirka 3%.
- Tölur yfir meðalhagvöxt á áratug á Íslandi: Datamarket
Þetta er hið minnsta ekki lakari árangur en meðaltal Evrópuríkja. En, okkar hagvöxtur virðist ívið betri til 1980, en þaðan í frá virðist hann sambærilegur við þ.s. gerist og gengur í Evrópu öllu að jafnaði.
- Tafla frá EUROSTAT yfir þróun hagvaxtar í Evrópu
Síðan í samanburði við Evrópu kemur Ísland hið minnsta ekki ílla út. En, atvinnuleysi virðist sambærilegt að jafnaði í gegnum árin við þau lönd þ.s. atvinnuleysi í Evrópu er einna lægst:
Vinnumálastofnun : atvinnuleysi yfir tímabil!
1992 | 1993 | 1994 | 1995 | 1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 |
3,0% | 4,4% | 4,8% | 5,0% | 4,4% | 3,9% | 2,8% | 1,9% | 1,3% | 1,4% | 2,5% |
Til samanburðar tafla frá EUROSTAT: Table unemployment rates
Niðurstaða:
Krónan er sögð okkar akkílesarhæll. Ef það er rétt, þá myndi ég reikna með að samanburður myndi sína Ísland með áberandi lélegan hagvöxt. Áberandi mikið atvinnuleysi. Að auki, með léleg lífskjör miðað við helstu samanburðarlönd.
En, þvert á móti hefur atvinnuleysi verið með því lægsta sem þekkist. Hagvöxtur hið minnsta ekki lélegri en í svokölluðum ríkari löndum Evrópu. Lífskjör fullkomlega samanburðarhæf - þ.e. ofan við meðaltal Evrópu. En lengst af höfum við verið ívið ríkari en meðal Bretinn og Frakkinn, en ívið fátækari en meðal Svíinn, Daninn og Norðmaðurinn.
Sannarlega hefur verðbólga verið meiri síðustu 90 ár en í samanburðarlöndum. En, erfitt er að finna tjóninu af þeirri verðbólgu stað, þegar þróun lífskjara - atvinnustigs og hagvaxtar er skoðuð.
Kv.
29.1.2011 | 17:13
Lýðræði er áhættunar virði!! Eru síðustu dagar einræðisstjórnar Hosni Mubaraks upp runnir, eða mun hann kveða mótmæli niður með hervaldi og blóði?
Eins og sést hefur í fréttum undanfarinna daga, hafa staðið yfir mjög víðtækar mótmælaaðgerðir á götum helstu borga Egyptalands. Milljónir mótmæla á götum úti. Mótmæli sem eru orðin fullt eins víðfeðm og þau sem dæmi felldur harðstjórn kommúnista í því landi er þá hét Tékkóslóvakía 1989. Spurning sem margir velta fyrir sér, hvort mótmælalda sambærileg þeirri, er felldi eins og spilaborg allar harðstjórnir kommúnista haustið 1989, sé nú í gangi í löndum arabaheims.
En, fram að þessu, hefur arabaheimurinn verið þekktur fyrir spilltar harðstjórnir, þ.s. fámenn elíta ræður öllu, og skiptir gæðum landanna milli sín. Meðan almenningur lifir í fátækt. Atvinnuleysi mælist víðast hvar í prósentutugum.
Sumir á vesturlöndum þó hafa brugðist öndverðir við, óttast hverjir komast til valda, ef ríkisstjórn Mubaraks fellur eins og harðstjórnin í Túnis fyrr í mánuðinum.
Engin menning fyrir lýðræði?
Ég spyr þá á móti, fyrir 1989 hver var saga lýðræðis í Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverjalandi og Póllandi?
Ég hvet fólk til að leita hennar í sögubókum, ef það fundið hana getur!
Þegar kommúnisminn hrundi, var almenningur í þessum löndum búinn að mæna á það árum saman, hve mikið skárra almenningur í V-Evrópu hafði það. Þó ofangreind lönd hafi aldrei áður fyrir 1989 búið við lýðræði, valdi samt sem áður almenningur í þeim löndum það fyrirkomulag án undanfarinnar eigin reynslu.
Almenningur í Egyptalandi veit vel af lýðræðinu í Evrópu. Veit vel að þar hefur fólk það betra, en þeir eiga að venjast. Þ.e. ekkert sérstakt er bendir til þess, að almenningur í Egyptalandi sé að biðja um annað en það nákvæmlega sama, og almenningur í A-Evrópu - þ.e. valfrelsi.
Menn nefna að meginstjórnarandstaðan sé Íslamistar, en - múslimar eru ekki almennt séð öfgafólk, fremur en kristnir. Á hinn bóginn, þá hefur öfgafólk lag á að vera hávaðasamt. Láta á sér bera.
Vandinn er sá, að þ.s. Mubarak hefur ekki heimilað frjálsar kosningar, takmarkað umræðu - þá hefur íslamistahreyfingin Bræðralag Íslam, verið mest áberandi stjórnarandstaðan. En, þ.e. einmitt Mubarak sjálfur, sem hefur framkallað það ástand.
Mótmæli í táragasskýi
Með því að takmarka lýðræðislega umræðu, hefur hann í reynd magnað fylgi róttækra íslamista þ.s. nánast eina stjórnarandstaðan í boði hafa verið þeir.
Þvert á móti, virðist róttækur íslamismi á undanhaldi. En, til muna líklegra er að almenningur í Egyptalandi horfi til Tyrklands, þ.s. hófsöm íslamisma hreyfin er aðhyllist lýðræði hefur stýrt síðustu ár, og skapað sér mikið fjöldafylgi í Tyrklandi fyrir að stýra landinu vel.
Herinn á götum Cairo!
En staðreyndin er, að á þessu ári stefnir í nálægt 10% hagvöxt í Tyrklandi. Velmegun vex þar hröðum skrefum. Anatólía sem áður var fátækt er að verða svæði á svipuðu ríkidæmi og svæði innan Evrópu.
Þetta er örugglega dæmið sem almenningur er að horfa upp á - fordæmið sem fólkið í Egyptalandi vill.
Auðvitað er ekkert öruggt - almenningur á þá það val. Það er hin lýðræðislega leið!
Samkvæmt fréttum!
Eins og sést á mynd að ofan tekin í dag, þá hefur ríkisherinn verið kvaddur til, og gætir nú helstu stræta og torga.
Protesters keep the pressure on Mubarak :"An uneasy calm reigned on the streets of Cairo on Saturday, after troops moved into the city overnight." - "Analysts in Cairo said that the army was now effectively in control of the country..."
Það virðist einn möguleikinn að forsetinn stýgi til hliðar, en að í staðinn taki við harðstjórn á vegum hersins. Mótmæli verði barin niður með byssukúlum og blóðsúthellingum, við taki ógnarstjórn.
"Theres a power vacuum now, the only institution is the army which can fill the void, Osama el-Ghazali Harb, on opposition leader, told the Financial Times...Opposition parties and civil society groups, however, were trying to organise themselves around a unified agenda in the hope that they can negotiate with the army a period of transition, he added."
Það væri til muna skárri niðurstaða, að við myndi taka bráðabyrgðastjórn lýðræðissinna, sem myndi stefna á að beina landinu í lýðfrelsisátt.
"On Saturday the army said it was careful not to use force against the people." - "Some of the tanks bore anti-Mubarak graffiti, and despite a sense of tension people were claiming on to the tanks and dancing." - "The police, who on Friday fought running battles with protesters withdrew from Cairo overnight and were nowhere to be seen on Saturday..."
Í augnablikinu virðist ríkja óvissa. Herforingjar hafa gripið inn. En, herinn hefur ekki beitt vopnum sínum. Lögreglan á sama tíma, stigið til hliðar. Fólkið á meðan fylgist með milli vonar og ótta, en hefur ekki verið hrakið af götunum. Á bakvið tjöldin, mjög sennilega standa yfir samningaviðræður milli aðila.
Egypt approaches an endgame: "Hosni Mubarak did not appear before Egyptians until late on Friday, a day of escalating chaos and massive protests across the country calling on him to step down...His main, in fact only, concession was to dismiss his government, led by a technocrat charged with economic management who has little to do with politics." - "With the police retreating from the streets, and the army deployed everywhere but not hindering protesters, tens of thousands were rallying in Cairo and similar crowds protested in Alexandria." - "Rumours of rifts between Mr Mubarak and the military were circulating in Cairo, and of the president scrambling to find anyone to fill the new government he promised. For some Egyptians a transition had already started, with the armys role taking central stage."
Stærsta fréttin, er sennilega að forsetinn hefur sett af eigin ríkisstjórn. Spurning hver mun taka við. Möguleiki allt frá því að það verði herforingi yfir í að einhverskonar samkomulag verði milli forsetans og stjórnarandstöðu, um einhverskonar millistigs niðurstöðu - hver veit, að hann fái að klára kjörtímabilið sem dæmi. En það kvá klárast fyrir lok árs.
"Were approaching two choices, Amr Hamzawi, analyst with the Carnegie Middle East Centre, said from Cairo on Saturday. Either a package of significant reforms which Mubarak would have to announce today and include in it that he wont be running in September and would be holding new parliamentary elections, or the situation goes in another direction, Mubarak is removed and the army puts someone else in or takes control."
Vondandi að herinn hafi skynsemi til að velja, samningaleið við almenning - sem tryggir áframhaldandi virðingarsess hersins í augum fólksins.
Army remains crucial to survival of regime :"The distance that the army has traditionally maintained from politics means that Egyptians respect it and they still take pride in its performance in the 1973 war. Few Egyptians, however, know the names of the armys senior commanders or their views on political matters. It has long been a matter of conjecture whether the military would back a civilian as Egypts next president." - "In recent years, as Mr Mubarak appeared to be grooming his son Gamal to succeed him, one of the biggest questions analysts has grappled with is whether the army would accept him."
Það ku ekki síst vera ástæða orðróms undanfarið um deilur milli Mubaraks og hersins, tilraunir hans til þess að troða syni sínum inn og fá herinn til að lísa yfir stuðningi við hann sem arftaka hans. En, sá stuðningur virðist ekki hafa fengist. Mubarak hefur ekki heldur haft neinn varaforseta, þetta kjörtímabil. Og, hafa margir talið að hann hygðist setja son sinn varaforseta einhverntíma á þessu ári en þó vel áður en kosningar fara fram í september nk.
Nú hins vegar hefur staða forsetans veikst til muna, vegna atburðarásar vikunnar og líklega úr þessu er afskaplega ólíklegt að sonur Mubaraks taki við.
Israelis fear unwinding of political stability :"Israeli officials admit that it appears peculiar for them not to welcome the chance of a democratic opening in the Arab world." - "However, as one official with extensive knowledge of the region puts it: When tsarist Russia went through a revolution, there was a democratic moment, and we all know how that ended." - "In Tehran in 1979, there was a democratic moment, and we all know how that ended." - "The official added: A democratic opening is great but will it last? And will it ultimately not unleash non-democratic and violent forces? That is our concern." - "Eyal Zisser, senior research fellow at Tel Avivs Moshe Dayan Center for Middle Eastern and African Studies, points to a another historical analogy. This is not like eastern Europe in the late 1980s, he says. This is not a region where stable dictatorships can be replaced with stable democracies. Here the alternative means chaos, anarchy and radicalism." - "The worries underline the degree to which Israeli policymakers have become attached to the regional status quo."
Ég held að klárlega séu ísraelarnir tveir að mála skrattann á vegginn. Ég held að þeir geti alveg treyst að herinn í Egyptalandi, ef hann heimilar að lýðræðissinnuð öfl myndi bráðabygðastjórn að þá mun hann líkt og herinn í Tyrklandi hefur gert, halda áfram að hafa nokkurs konar föðurlega hönd á rás atburða.
En, Tyrkneski herinn hefur veitt mjög strangt aðhald, og sá flokkur íslamista er nú er við völd AK flokkurinn, var myndaður eftir að annar eldri slíkur flokkur var bannaður vegna þess að sá þótti of róttækur. AK flokkurinn, hefur passað sig á, að leggja áherslu á lýðræði og efnahagslegar umbætur.
Það merkilega er, að aldrei sennilega í sögunni hefur Tyrklandi verið betur stjórnað, en í tíð AK.
Hafa þarf einnig í huga, að í Egyptalandi hefur verið hagvöxtur allan umliðin áratug. Ekki endilega mikill á hverju ári, en jafn og stöðugur. Almenningur hefur það þrátt fyrir allt betur nú en fyrir áratug.
Vanalega, eru öfgamenn í miklum minnihluta, en tilteknar aðstæður geta skapað fylgi við öfgar - en það eru einna helst aðstæður þ.s. mikil og almenn fátækt ríkir og vonleysi.
Ég er sem sagt að meina, að Ísraelar sjálfir hafi skapað sigur Hamas um árið, einmitt með því að lama efnahag svæðisins árin á undan - skapa fátækt. Síðan, keyrði um þverbak eftir sigur Hamas, þegar ísraelar hertu mjög á þumalskrúfunum. Fátækt hefur stóraukist, sem ítir fólkinu enn meir að öfgaöflum.
Gott sögulegt dæmi eru þingkosningar í Þýskalandi 1928 er nasistar fengu 3% atkvæða sbr. aðrar kosningar 1932 er þeir fengu nálægt 30%. Þarna á milli, hafði skollið á heimskreppar og atvinnulausum hafði fjölgað um margar milljónir.
En einmitt vegna batnandi efnahags, séu líkur á að öfgamenn í Egyptalandi séu ekki þeir sem líklegastir eru til að fá mest fylgi. Að auki er Bræðralag Íslam ekki skæruhreyfing. Þá væri hún bönnuð.
Fólk veit alveg örugglega hvað gerðist í Alsír fyrir 15 árum eða þar um bil. En, það sýnir einmitt hvað það er nauðsynlegt, að mynda sátt innan samfélaga Araba um breitingar í lýðræðisátt, svo að ófrelsi og harðstjórn haldi ekki áfram að efla stuðning við öfgaöfl.
En, þeim stendur nú til boða, mun betra dæmi til eftiröpunar - velheppnuð stjórn AK flokksins hins Tyrkneska.
Það er alls ekki þannig, að það sé eitthvað öruggt hvaða stefnu mál munu taka.
En, það þíðir einnig, að lang - langt í frá sé það öruggt að mál taki slæma stefnu. Reyndar, er ég þess fullviss að Egypski herinn myndi aldrei heimila valdatöku róttækra íslamista.
En, hófsamir lýðræðissinnaðir íslamistar, eitthvað í líkingu við AK flokkinn. Það er aftur á móti allt önnur Ella.
Sagan segir að velmegun dragi úr róttækni, meðan að fátækt og ófrelsi magni hana upp!
Velmegun hefur aukist í Egyptalandi á umliðnum áratug.
Nú standa þeir ef til vill frammi fyrir þeim kosti, að velja einnig lýðræði.
Vonum að það verði niðurstaðan.
Niðurstaða
ElBaradei fyrrum yfirmaður Kjarnorkueftirlitsstofnunar SÞ verður ef til vill fyrsti lýðræðiskjörni forseti Egyptalands, ef samkomulag næst um það að forsetinn núverandi, Mubarak, fái að sytja þangað til, en verði ekki í framboði. Að á allra næstu dögum - jafnvel um helgina, verði skipuð bráðabyrgðastjórn lýðræðissinna, undir handleiðslu hersins - sem mun örugglega ekki gefa eftir að hafa hönd í bagga, fyrr en herinn sér að mál eru að taka örugga stefnu sem hægt er að lifa við.
Ps: Ný þróun. Mubarak var víst að skipa tvo herforingja - annan sem varaforseta og hinn sem nýjan forsætisráðherra.
Mubarak appoints ally as vice-president :"Hosni Mubarak has appointed the head of military intelligence, Omar Suleiman, as vice-president," - "Mr Mubarak also appointed Ahmed Shafiq, a former commander of the air force, as prime minister,"
Það er eins og að mál séu að stefna í átt að herforingjastjórn. Ef svo, getur verið að herinn láti til skarar skríða gegn almenningi á götum helstu borga.
Ps2: Mótmæli virðast halda áfram í dag, sunnudag. Mótmælendur virðast hafa látið boð um útivistarbann sem vind um eyru þjóta. Þessi áhugaverða mynd er nú á vef BBC.
Þessi er frá Al-Jazeera Net: Sú sýnir heldur meira, þ.e. mótmæli föstudags, bardagar milli lögreglu og mótmælenda, og síðan komu hersins á göturnar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.1.2011 kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2011 | 02:50
Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur!
Ég vil gera tilteknar grunnbreytingar. Afleggja framleiðslustýringu og því framleiðslukvóta. Síðan, vil ég skipta um styrkjakerfi, og taka upp búsetustyrki í stað framleiðslustyrkja.
Að auki, vil ég að landbúnaðurinn, fari í það að vinna metan í þeim mæli er hann getur, svo að hægt verði í framtíðinni að knýja landbúnaðartæki með því innflutta eldsneyti.
Að auki, er ég alveg til í að skoða það, að aðskilja þjónustu- og eftirlit sem Bændasamtökin hafa lengi séð um, og þess í stað hafa þá sömu starfsemi aðskilda í sérstofnun. Sú þarf ekki endilega að vera nákvæmlega skv. fyrirmynd slíkra stofnana innan ESB. En, eitthvert eftirlit mun þurfa að viðhafa. Ég held að síður sé heppilegt, að hagsmunasamtök séu með það en að ríkið sjái um það beint.
Rýnifundi um landbúnaðarmál lokið
Ég skrifa þetta í tilefni þess, að svokölluðum rýnifundum um landbúnaðarkafla ESB er nú lokið. Og á hlekk að ofan, sem opnar síðu - þ.s. má finna fleiri hlekki á skýrslu þeirra Íslendinga er sátu þessa rýnifundi ásamt starfsmönnum stofnana ESB.
Ef þær skýrslur eru lesnar, kemur margt áhugavert í ljós um tilhögun landbúnaðarmála innan ESB.
Ég held að það sé algerlega öruggt, að landbúnaðarframleiðsla mun skreppa verulega saman hérlendis, eftir að reglur ESB um landbúnaðarmál hafa tekið gildi af fullum þunga.
Mest mun þetta koma niður á -líklega- framleiðslu mjólkurvara sem líklega mun hér smáma saman deyja drottni sínum, og annarri fj.framleiðslu þ.e. kjúklinga og svínarækt. Persónulega, mun ég sjá meir eftir mjólkinni okkar og öllum þeim afleiddu vörum.
Í staðinn fengum við aðrar - sjálfsagt einnig ágætar vörur - sem geta reynst e-h ódýrari. Ekki er hægt að álykta, hve mikill sá munur myndi reynast vera. En, mér virðist að ekki sé nokkur leið að mjólkurvöru framleiðsa muni eiga hinn minnsta möguleika, nema í einhverri dýrri sérvöru. En, alls ekki almennri neytendavöru.
- Muna verður að flutningskostnaður hingað er verulegur, sem fullkomlega óhjákvæmilega þíðir að verð hér verða alltaf hærri en á meginlandi Evrópu.
- En, síðan eru líkur þess að fákeppni á matvörumarkaði muni viðhaldast hér áfram.
- Ég bendi á að markaður hérlendis fyrir olíu- og bensínvörur, hefur svipaða eiginleika þ.e. fákeppni - að örfá fyrirtæki skipti markaðinum á milli sín og standa saman í því að halda keppinautum niðri.
- Síðan EES samningurinn tók gildi á 10. áratugnum, hafa olíu- og bensínsölu fyrirtæki í Evrópu haft fullt frelsi til að koma sér fyrir á markaðinum hér, til að keppa við innlendu fyrirtækin.
- En, ekkert hefur breist hér - hingað hafa ekki streymt slík fyrirtæki að utan; vegna þess að Ísland er lítill og fjarlægur markaður. Í augum útlendinga, er almennt séð ekki eftir miklu að slægjast. Svarar ekki kostnaði.
- Mér sýnist því líklegast, að það sama gerist á matvælamarkaði hérlendis, að fákeppni leidd af innlendum aðilum haldi áfram, þannig að matvælaverð sé áfram eftir sem áður haldið uppi af ástandi fákeppni.
- Ég tel því, að mjög margir stórlega ofmeti líklega lækkun verðlags á matvælum, sem geti orðið við hugsanlega aðild!
Gjaldeyrissparnaður
Þetta er gríðarlega vanmetið. En, Ísland framleiðir mjög fátt í reynd, þannig að flest til alls er innflutt. Til þess að hafa efni á þeim innflutningi, þurfum við gjaldeyristekjur á móti.
- Þannig, að allur okkar innflutningur er kostaður af okkar - ath. - takmörkuðu gjaldeyristekjum.
- Ef þær minnka, þarf innflutningur að skreppa saman, svo ekki verði halli á viðskiptum - en slíkur veldur skuldasöfnun.
- Punkturinn er sá, að ef framleiðsla minnkar hérlendis á matvælum, þá þarf í staðinn að flytja þau inn.
- En, gjaldeyristekjurnar eru takmarkaðar - sem þíðir að þá þarf eitthvað annað að láta undan, þ.e. annar innflutningur að dragast saman á móti, svo ekki skapist halli.
- Þetta er punktur sem ekki hefur komist inn í umræðuna. En, þ.s. matvæli eru framleidd af landsins gæðum, þá þíðir sá hlutfallslegi sparnaður á gjaldeyri, að þá þarf ekki að flytja inn þá tilteknu vöru - - þannig að þá er meiri gjaldeyrir fyrir hendi fyrir annan innflutning sbr. "zero/sum".
Þennan gjaldeyrissparnað má auka með því, að draga úr gjaldeyrisnotkun við landbúnaðarframleiðslu, með þeim hætti, að landbúnaðurinn fari með skipulögðum hætti að framleiða eins mikið metan og framast unnt er, svo að þá sé þannig hægt að knýja landbúnaðartæki með innlendu eldsneyti.
Síðan frekari hagræðingaraðgerðir
- En ég tel framleiðslustyrki óheppilega, þ.s. þeir hvetja til framleiðslu annars vegar og hins vegar þeir hafa tilhneygingu til að safnast til þeirra sem framleiða mest.
En, framleiðslukvótar eru aðferð til þess að stemma stigu við þeirri hvatningu til offramleiðslu, sem liggur í því að hafa styrki til framleiðslu. En, þá færðu meiri styrki eftir því sem þú framleiðir meira.
Þannig, að án framleiðslustyrkja eru framleiðslukvótar í reynd gerðir fullkomlega óþarfir.
- Að auki hvetja framleiðslustyrkir til spillingar.
En þetta liggur í því, að menn græða á því að framleiða því þá fá þeir styrki vs. að því stærri sem aðilinn er í framleiðslu því meir fá þeir í styrki. Þannig, að það borgar sig fyrir aðila - sérstaklega stóra aðila - að styrkja kosningabaráttu stjórnmálamanna gegn því að þeir á móti, styðji við það að framleiðslustyrkjakerfi sé viðhaldið.
- Það framkallast því nokkurs konar samtryggingarkerfi milli stórra styrkþega framleiðslustyrkja og þeirra pólitíkusa í eigin héraði sem þeir halda uppi.
Búsetustyrkir
Ég vil þess í stað taka upp búsetustyrki, þ.e. að búseta á jörðum sé styrkt með beinum styrkjum, gegn kvöðum um framleiðslu af einhverju tagi sem telst til framleiðslu á landbúnaðarvörum og gegn því að landinu sé viðhaldið í a.m.k. ekki verra ástandi en áður.
- Þetta væri gott fyrir bændur, þ.s. slíkir styrkir renna beint til þeirra sjálfra en ekki kerfisins.
- Að auki, mættu þeir framleiða eins mikið og þeir vilja, svo fremi sem það kemur ekki niður á landgæðum.
- Einnig, mættu þeir algerlega ráða því, hverkonar landbúnaðarframleiðlsu þeir viðhafa.
- Með þessu væri því frelsi bænda til athafna stórfellt aukið.
Að auki, er ég alveg til í að heimila sameiningu jarða - þá á ég við að bú stækki með því að einn kaupi út annan.
- En þá gildi sömu kvaðir áfram - þ.e. að landgæðum sé viðhaldið og framleiðsla stunduð.
- Útgangspunkturinn væri í reynd sá, að tryggja að landbúnaðarland hætti ekki að vera landbúnaðarland.
- Að auki, um að tryggja tiltekna grunntekjur þeirra sem lifa á landbúnaðarlandi.
- Og síðan, að tryggja að landgæðum sé viðhaldið.
Auðvitað mun þurfa eftirlit - fræðilega geta alveg Bændasamtökin séð um slíkt - en ég tel heppilegra að ríkisstofnun sjái um þau mál fremur en að hagsmunasamtök séu að vasast í slíku.
Stófelld aukning á frelsi innan kerfisins
Í framhjáhaldinu, myndi ég afnema allar hömlur á því við hverja bændur kjósa að eiga viðskipti eða ekki. Að auki, afnema samtímis allra hömlur sem takmarka rétt afurðastöðva til að kaupa af bændum hvar sem er á landinu, og til að keppa hver við aðra um viðskipti bænda hvar sem er á landinu.
Þetta myndi skapa smám saman tel ég mikla hagræðingu innan kerfisins.
Bú myndu stækka - sem myndi skila stærðarhagkvæmni.
Samtímis, myndu afurðastöðvar einnig stækka, þeim fækka eins og ætti sér stað um bú.
Hagkvæmnin myndi aukast innan alls landbúnaðargeirans.
Niðurstaða
Ég held að þjóðhagleg hagkvæmni landbúnaðar hér, sé stórfellt vanmetin af mörgum. En, hún felst einkum í því að nýta landsins gæði til framleiðslu á því sem annars þarf að flytja inn.
Á hinn bóginn, er rétt að minnka kostnað við landbúnað eins og hægt er. Í því skyni vil ég umbylta styrkjakerfi landbúnaðar hérlendis með afnámi framleiðsutengdra styrkja og framleiðslukvóta; en taka þess í stað upp búsetustyrki - sem myndu renna óskiptir til bændanna sjálfra.
Að auki, vil ég afnema allar samkeppnishömlur innan kerfisins sem byggt hefur verið upp í kringum landbúnaðinn.
Í ofanálag, að skapa hvata fyrir landbúnaðinn að skipta yfir í noktun á innlendu eldsneyti fyrir landbúnaðartæki.
Samanlagt, tel ég að hagkvæmni landbúnaðarins myndi aukast, og niðurstaðan yrði hagkvæmari landbúnaður, sem myndi áfram bjóða innlendum neytendum upp á gæðavöru, en hér eftir á hagstæðari verðum en í dag.
Þó aldrei eins lág og þau geta orðið á meginlandi Evrópu. En, á móti kemur raunverulegur gjaldeyrissparnaður.
Þannig, að ég tel að með þessum lagfæringum yrði landbúnaður hérlendis þjóðhaglega hagkvæmur, heilt yfir litið!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 00:56
Skipum nefnd sérfræðinga í stjórnskipun, og fáum þá til að semja tillögu að stjórnarskrá!
Við getum endalaust rifist um ákvörðun Hæstaréttar. Sjálfstæðismenn fagna, enda voru þeir alltaf á móti. Framsóknarmenn, humma si svona, enda voru þeir hvorki heitir með né heitir á móti. Á sama tíma, sýður í mörgum vinstrimönnum, og þeim finnst mörgum hverjum ákvörðun Hæstaréttar fáránleg, saka hann jafnvel um að vera pólitíska stofnun.
Hvernig síðan ákveðið er að fara með þeirra tillögu, væri svo ákvörðun Alþingis: En það er svo hvort sem er!
En hvað um það, skv. okkar stjórnlögum er ákvörðun Hæstaréttar hafin yfir gagnrýni, óumbreitanleg nema hann sjálfur sannfærist um, að breyta sinni ákvörðun.
Svo spurningin er - hvað ber að gera?
Gunnar Helgi Kristinsson, einn af þeim fræðingum sem fjölmiðlar leita gjarnan til, leggur til eftirfarandi:
Vill láta skipa stjórnarskrárnefnd :Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur leggur til að Alþingi setji lög og skipi stjórnlagaþingmennina 25 í sérstaka stjórnarskrárnefnd, til að koma með tillögu að nýrri stjórnarskrá.
- Það er reyndar dálítið á gráu svæði, að sjálfsögðu löglegt, en þetta fólk er ekki lengur með gilt umboð.
- Það er því til muna auðveldara fyrir Alþingi að leiða þeirra tillögu hjá sér - einmitt vegna þess að hið gilda umboð er ekki lengur fyrir hendi.
- Að auki, ef það ef ráðið samt sem áður til verksins, ekki sjálft sérfræðingar um stjórnarskrá mál. Þá, það þarf að leita til slíkra, þeirra tími kostar peninga.
- 25 manna hópurinn, er hvort sem er einungis með stöðu nefndar - og eins og ég benti á, þarf að leita til sérfræðinga þ.s. þeir einstaklingar eru sjálfir það ekki, ef þeir ætla að vinna eitthvað að viti.
- Mér sýnist einfaldega, að fyrst að fór sem fór, sé engin gild ástæða fyrir hendi, að nýta þeirra starfskrafta til verksins, gilda ástæðan hafi verið umboð kjósenda.
- Þar sem þ.e. fyrir bý - sé til muna skynsamslegra að ráða frekar til verks sérfræðinga!
- Þá spörum við laun 25 menninganna, sem annars þarf einnig að borga, fyrir utan laun sérfræðinga, þeirra vinnu hvort eð er þarf að kaupa!
- Mér lýst vel á töluna 12 - 6 Íslendingar okkar færustu sérfræðingar í stjórnskipun - 6 útlendinga sem einnig eru sérfræðingar í stjórnskipun.
- T.d. einn eða 2 svisslendingar, vegna yfirburða reynslu þeirra af þjóðaratkvæðagreiðslum.
- Einn eða 2. svía, en þar er tiltölulega nýleg stjórnarskrá og stjórnskipunarpælingar á gömlum merg.
- Einn eða 2 þjóðverja - en þeirra lýðveldisstjórnarskrá rituð eftir seinna stríð, er mjög athyglisverð og mjög áhugavert væri því, að fá þýskan sérfræðing.
- Einn eða 2 dani, en okkar stjórnarskrá er að grunni til gömul dönsk, lagfærð. En, danskir sérfræðingar eru því áhugaverðir, því þeir hafa þá þekkingu á því hvernig danir hafa þróað sig frá þeirri stjórnarskrá.
Slík nefnd ætti að njóta frekar virðingar Alþingis!
- Auðvitað er ekkert öruggt með það - en, hið minnsta væri slík blönduð nefnd ónæm fyrir ásökun um að vera á vegum Sjálfstæðismanna eða einhverra annarra innlendra afla.
- Tillögur slíkrar nefndar, væru einnig byggðar á grunni þekkingar á málefninu, og þekking er auðvitað hin klassíska leið til virðingar.
Kv.
26.1.2011 | 14:54
Ekki má viðhafa hér pólitísk réttarhöld!
Fyrirsögnin beinist að þeim allra íktustu viðbrögðum er ég hef orðið var á netinu, í umfjöllun um dóm Hæstaréttar í gær, þ.s. kosningar um Stjórnlagaþing voru dæmdar dauðar og ómerkar.
En, ummæli þau ég vísa til -nefni engin nöfn- eru ummæli þess efnis, að nú þurfi að hreinsa út úr Hæstarétti, skipta úr þeim sem kallaðir eru pólitískt ráðnir dómarar er dæmi skv. vilja þá íjað að pólitískri forskrift gefin út af Sjálfstæðisflokknum, - sjálfstæðismönnum.
Ég vara mjög eindregið við hugsun af þessu tagi, því ef svo mjög reyndar ólíklega yrði, að farin væri með mál í þennan farveg - sem væri stjórnarskrárbrot augljóslega- þá yrði Hæstiréttur raunverulega pólitískur í kjölfarið.
Þá, vegna þess að hann er í dag álitinn pólitískur, á altari þess að tryggja réttlæti; væri þá í reynd sjálfstæði dómstóla gegn ráðandi valdi afnumið. Hversu kaldhæðið sem það hljómar.
Í kjölfarið á slíku, væri hættan á að réttarhöld raunverulega yrðu sýndarréttarhöld, og því allir dæmdir pólitískir fangar - píslavottar.
En, öfl í þjóðfélaginu svíður að enn að þeir er báru ábyrgð á hruninu hafa ekki verið dæmdir - svo ef ofangreint gerist, væri hugsanlega byrjað á slíkum sem taldir eru sekir.
En, þaðan í frá er hætta á því sem kallað er á ensku "mission creep" en þ.e. er menn hafa klárað þá sem taldir eru sekastir, sé farið í næsta hóp er taldir eru hafa verið þeirra stuðningsmenn, síðan koll af kolli.
Sko, þ.e. raunveruleg ástæða fyrir því, að þ.e. sú regla að dómstólar séu sjálfstæðir viðhöfð, þannig að ekki sé hægt að reka dómara - sama hve óánægja með tiltekinn dóm er útbreidd.
Þetta á endanum, er einmitt til að vernda almenning gegn gerræðislegri beitingu dómsvalds, af því tagi sem átti sér stað í ráðstjórnarríkjunum á árum Stalínismams.
Íslendingar eru ekkert betri en þær þjóðir, og það væri mjög vel hægt með þeim hætti er ég lýsi að ofan, að leiða hluti inn á sambærilega þróun, í átt er getur lyktað með gerræðislegu stjórnarfari þ.s. enginn væri óhultur fyrir pólitískri beitingu dómsvalds.
Svona vegferð má aldrei fara. Við verðum að læra af reynslu annarra þjóða. Þó margir séu ósáttir við þennan dóm, má ekki grafa viljandi undan virðingu fyrir dómsvaldi - - og alls ekki má hvetja til pólitískrar beitingar á því. Aldrei!!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.1.2011 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Því miður hefur farið af stað mjög lágkúruleg umræða í þjóðfélaginu, þar sem talað er um dómara á vegum Íhaldsins. Pólitískan dóm. Aðför að lýðræði. O.s.frv.
Einnig er íjað að því, að aðfinnslur þær hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu kosningar.
Dómur Hæstaréttar: Kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 er ógild.
Ég hvet alla til að lesa dóminn og meta það sem þar kemur fram sjálfir!
Áður en lengra er haldið, er rétt að halda því til haga, að ég er hlynntur því að Stjórnlagaþing fari fram.
Málið er einfalt:
- Hæstiréttur dæmir skv. lögum.
- Hann komst að því, að framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþings hafi ekki verið skv. lögum, í 5 atriðum.
- Það breytir engu, hvort meinbugir höfðu áhrif á niðurstöðu - enda réttlætist lögbrot ekki á þeim grundvelli, að tjón hafi ekki af hlotist. Þá væri réttlætanleg sem dæmi, að brjóta öll ákvæði umferðarlaga ef svo vill til að enginn skaði hlýst af.
- Fordæma verður tal, um að dómur hafi verið pólitískur - einhvers konar íhaldssamsæri; en slíkt tal er ekki svaravert.
- Skiptir engu máli þó rétt sé fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið andvígur Stjórnlagaþingi. Það kemur einfaldlega málinu ekki við.
- Enda, eru slíkar fullyrðingar sem ég hef séð, ekki settar fram með þeim hætti að tilraun sé gerð til að hrekja niðurstöðu dómaranna með málefnalegum hætti, með því að taka á þeim efnisatriðum sem þeir tína til.
- Einfaldlega fullyrt á þeim grunni einum saman, að þeir dómarar er voru skipaðir í tíð hægristjórnar séu einhvern veginn sjálfvirkt ómarktækir vegna þess, að þeir séu þá hægrimenn.
- Slíkur málflutningur er auðvitað forkastanlegur.
- En, slíkir sleggjudómar þ.s. leitast er við að hlaða undir óvinaímynd af tilteknum hópi innan samfélagsins, er dæmi um þ.s. réttilega kallast tilraun til að hvetja til æsinga.
- En, með slíku er verið að hvetja einmitt til haturs á milli hópa.
- Slíkt kemst mjög nærri því að flokkast undir haturs áróður!
Hérna fyrir neðan koma aðfinnslur Hæstaréttar, með texta sem tekinn er beint úr dómsorði orðréttur og án brenglana:
- "Þar sem upplýst hefur verið að kjörseðlarnir voru ekki aðeins strikamerktir heldur einnig merktir númerum sem voru í samfelldri hlaupandi töluröð var í reynd afar auðvelt að færa upplýsingar samhliða nöfnum kjósenda þannig að rekja mætti til númera seðla sem þeir höfðu fengið. Verður að telja að ákvörðun um að haga númeramerkingu seðlanna með þeim hætti sem hér hefur verið lýst hafi farið í bága við lokaákvæði 4. gr. laga nr. 90/2010 um leynilegar kosningar,"
- "Af hálfu landskjörstjórnar var upplýst við munnlegan málflutning að í sumum kjördeildum hefðu verið notaðir hefðbundnir kjörklefar. Í öðrum kjördeildum hefðu verið notuð pappaskilrúm sem ráðuneytið hefði látið hanna. Hafi á vegum ráðuneytisins verið gerð teikning af skilrúmum með hliðarstærðir 52 sm x 54 sm og 60 sm há sem setja mætti á skólaborð sem væri 64 sm x 64 sm sem kjósandi gæti setið við og fyllt út kjörseðilinn. Að mati Hæstaréttar uppfylla framangreind pappaskilrúm það ekki að geta talist kosningaklefi í skilningi laga nr. 24/2000 þar sem þau afmarka ekki það rými sem kjósanda er eftirlátið til að kjósa í með þeim hætti að kjósandi sé þar í einrúmi. Þá uppfyllti þessi umbúnaður heldur ekki það skilyrði að þar mætti greiða atkvæði án þess að aðrir gætu séð hvernig kjósandi kaus, þar sem unnt var að sjá á kosningaseðil væri staðið fyrir aftan kjósanda sem sat við pappaskilrúmin að fylla út kjörseðil...Þar sem unnt var að sjá á kjörseðil kjósanda, sem nokkurn tíma hlaut að taka að fylla út ef allir valkostir voru notaðir, var það til þess fallið að takmarka rétt kjósanda til að nýta frjálsan kosningarétt sinn ef maður, sem hann var háður, fylgdist með honum eða kjósandi hafði raunhæfa ástæðu til ætla að svo gæti verið."
- "Bæði Þorgrímur S. Þorgrímsson og Óðinn Sigþórsson kæra að kjósendum hafi verið bannað að brjóta kjörseðilinn saman eftir að hann hafði verið útfylltur...Regla í 85. gr. laga nr. 24/2000 um að kjósandi skuli brjóta seðilinn saman áður en hann leggur seðilinn í kjörkassann hefur það markmið að tryggja rétt og skyldu kjósanda til leyndar um það hvernig hann ver atkvæði sínu. Ekki er í 10. gr. laga nr. 90/2010 vikið berum orðum frá þessari reglu svo einfalt sem það hefði verið ef vilji hefði staðið til þess við setningu laganna. Af þessum ástæðum og vegna tilvísunar 1. mgr. 11. gr. sömu laga um að framkvæmd atkvæðagreiðslu skuli fara samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, verður talið að 85. gr. þeirra laga gildi við kosningar til stjórnlagaþings og þá að sínu leyti einnig 53. gr. vegna tilvísunar 85. gr. til efnis þeirrar greinar. Reglum þessara lagaákvæða var ekki fylgt við kosninguna..."
- "Þeir kjörkassar sem notaðir voru við kosningar til stjórnlagaþings uppfylltu ekki skilyrði 2. mgr. 69. gr. laga nr. 24/2000 um að unnt væri að læsa þeim. Þá voru kjörkassarnir þeirrar gerðar að unnt var án mikillar fyrirhafnar að taka þá í sundur og komast í kjörseðla. Þessi umbúnaður kjörkassanna var því til þess fallinn að draga úr öryggi og leynd kosninganna."
- "Um framkvæmd talningarinnar giltu því meðal annars ákvæði 2. mgr. 98. gr. laga nr. 24/2000 en þar segir: Nú eru umboðsmenn lista eigi viðstaddir talningu og skal yfirkjörstjórn eða umdæmiskjörstjórn þá kveðja valinkunna menn úr sömu stjórnmálasamtökum, ef unnt er, til að gæta réttar af hendi listans....Lög nr. 24/2000 eru byggð á því meginviðhorfi að gagnsæi eigi að ríkja við talningu atkvæða. Skal í því sambandi áréttað að ekki er nóg að rétt sé talið ef ekki ríkir traust um að þannig hafi verið að verki staðið. Samkvæmt upplýsingum frá landskjörstjórn kom upp vafi við rafrænan lestur kjörseðla þannig að taka þurfti sérstaka ákvörðun um hvernig skilja bæri skrift kjósenda á tölustöfum 13 til 15% allra kjörseðla. Af þessum sökum var sérstök þörf á nærveru fulltrúa við talninguna, sem ætlað var að gæta réttar frambjóðenda. Samkvæmt framansögðu verður að telja það verulegan annmarka á framkvæmd við talningu atkvæða við kosningu til stjórnlagaþings að landskjörstjórn skyldi ekki skipa sérstaka fulltrúa frambjóðenda til að vera viðstadda talninguna svo sem skylt var samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 24/2000. Þessi annmarki er einnig verulegur í ljósi þess, eins og áður segir, að talning atkvæða fór heldur ekki fram fyrir opnum dyrum eins og lögskylt var. Það haggar í engu þessari niðurstöðu þótt fulltrúi innanríkisráðuneytisins, dr. James Gilmour, hafi fylgst sérstaklega með talningunni."
Niðurstaða
Því miður hefur framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþings reynst vera í umtalsverðum atriðum -sbr. dómsorð- úr lagi færð miðað við hvernig á að vera lögum samkvæmt.
Ég fæ ekki séð annað en að Hæstiréttur hafi einungis miðað við þá niðurstöðu sem finna má stað í dómsorði getað komist að þeirri niðurstöðu, að ógilda kosninguna til Stjórnlagaþings.
Ég segi þetta með harm í hjarta!
Fordæmum síðan öll þessa haturs hvetjandi æsingaumræðu, sem af stað hefur farið!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2011 | 19:09
Er lausn á skuldavanda ríkja á Evrusvæði í augsýn?
Í dag eiga sér stað innan ESB miklar og heitar umræður um vanda aðildarríkja Evrusvæðisins. Ein af þeim hugmyndum sem eru svífandi yfir, er hugmynd Klaus Regling, að björgunarsjóður ESB styðji ríki í vanda við það að endurfjármagna eigin skuldir.
EU eyes bond buy-back for periphery :"European leaders are considering a plan to allow the eurozones 440bn bail-out fund to lend money to struggling peripheral countries so they could buy back their own distressed bonds."
Plan Would Place Burden for Euro Rescue on Creditors :"Nine months and two bailouts later, doubts are growing over whether these measures will actually suffice to prop up the ailing euro...After Greece and Ireland, Portugal and Spain are now looking shaky...It almost looks as if the rescue mechanism is intensifying the crisis rather than eliminating it."
Skýringamynd til hægri sýnir vel hvernig hugmyndin á að virka, en grískar skuldir ganga kaupum og sölum í dag á frjálsum markaði, gegn 30% afföllum.
- Seðlabanki Grikklands, kemur þá fram með tilboð að kaupa til baka eigin bréf á 20% afföllum.
- Fjárfestar ráða því sjálfir hvort þeir ganga að þessu.
- Björgunarsjóður ESB, lánar Grikkjum fyrir þessum kaupum.
Þessi hugmynd hefur nokkra veikleika:
- Ekki er augljóst að þetta tilboð sé nægilega aðlaðandi, þannig að eigendur hás hlutfalls skulda grikklands taki því.
- Margir geta ákveðið að bíða, veðjandi á að betra tilboð komi seinna.
- Að auki, getur verið að ímsir kjósi að bíða, í von um að þegar bréfin falla á gjalddaga, þá verði þau greidd upp af fullu af gríska ríkinu, fyrir fé tekið af láni í gegnum björgunarsjóð Evrópu.
- Þar fyrir utan, að mjög mikið af skuldabréfum er í eigu banka, og víðast hvar innan Evrópu gildir sú regla, að þeir þurfa ekki að færa niður verðgildi bréfa í bókhaldi, fyrr en við sölu að í ljós kemur að markaðverð hefur lækkað. Fyrir banka geti verið hagstæðara, að sitja á bréfunum.
Þetta sýnir þó að menn eru að færast nær því að viðurkenna að, Grikkland getur ekki staðið við sínar skuldir og sennilega á það sama við Írland
- Annar möguleiki, er að björgunarsjóður ESB veiti ábyrgð á útgáfur Írlands og Grikklands á nýjum bréfum, sem þannig lækki þau verð sem þeim ríkjum stendur til boða á markaði.
- Þessari leið væri einnig hægt að beita fyrir Portúgal þess bréf, eru þegar komin upp í yfir 7%.
En til þess að sjóðurinn hafi trúverðugleika, til að beita sér með þeim hætti - þarf að stækka hann a.m.k. þannig, að hann raunverulega geti nýtt 440 ma.Evra. Í dag er nýtilegt fjármagn samtals ekki nema um 330 ma.Evra - sem flestir telja hvergi nærri nóg.
Aðrir telja, að auka þurfi hann í 750 ma.Evra - til að veita öryggi um það, að hægt verði að bjarga bæði Portúgal og Spáni, ef til þess kemur. En, óvissa um hvort slík sé mögulegt, auki óvissu á mörkuðum og þannig auki þrýsting á þau lönd.
þjóðverjar eru þó mjög ákveðið á móti stækkun hans, umfram 440 ma.Evra. Þar kemur til innanlands pólitík, en almenn andstaða er öflug innan Þýskalands. En, þeir hafa gefið til kynna, að til greina komi að veita viðbótar ábyrgðir, svo að a.m.k. 440 ma. séu nýtanlegir.
Vonandi munu markaðir hafa næga þolinmæði, til að bíða fram í mars, - þegar niðurstaða á að vera fram komin. En, hrun á Evrusvæðinu væri ekki okkur Íslendingum til framdráttar!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2011 | 21:24
Óskaplegur ruglandi í umræðunni um lískjör og stöðu hagkerfisins, og hlutverk krónunnar í því samhengi!
Grunnsannleikurinn er sá, að lífskjör þurfa að fylgja stöðu hagkerfisins hverju sinni - þ.e. hver þjóð hefur tilteknar tekjur sem hagkerfið útvegar. Það er engum greiði gerður með því að lifa um efni fram, ekki eintaklingum - ekki fyrirtækjum og ekki þjóðum heldur.
Slíkt endar alltaf með ósköpum sbr. fræg ummæli "if something doesn't add up then it wont".
Einfaldasta mælingin sést út frá stöðu hagkerfisins gagnvart útlöndum
- Ef heildarstaða hagkerfisins er 0 þ.e. hvorki afgangur né halli, skilar hagkerfið hámarks lífskjörum, þeim sem eru sjálfbær.
- Ef heildarstaða er jákvæð, þá er hagkerfið að skila minni lífskjörum en það hefur efni á, uppsöfnun tekna á sér stað.
- Ef heildarstaða er neikvæð, á það öfuga við, og uppsöfnun skulda á sér stað, sem mun grafa undan lífskjörum seinna meir.
Ástæða þess að halli af þessu tagi grefur undan framtíðarlífskjörum, er sú að þær skuldir er einungis hægt að greiða til baka, með því að neysla innan hagkerfisins sé dregin baka að nægilegu marki til að hagkerfið hafi afgang af tekjum er dugar fyrir afborgunum og vöxtum af þeim skuldum.
Þannig, mun skuldastaða landsmanna í dag af völdum uppsöfnunar skulda á fyrra áratug, valda því að út áratuginn og sennilega a.m.k. fram á miðjan þann næsta, verða lífskjör óhjákvæmilega lakari en ella - þ.s. þjóðin þarf að eyða minna en aflað er að nægilegu marki til að nægilegt tekjuborð sé á reikningi hagkerfisins við útlönd, svo hægt verði að greiða þessar skuldir niður.
Þannig, er það alltaf bjarnargreiði, að koma því þannig fyrir að ástand ofneyslu skapast samfellt yfir árabil, fyrirtæki og almenningur kaupa meir inn en aflað er.
Lífskjör verða því alltaf að haldast innan ramma þess er hagkerfið á hverjum tíma hefur tekjur fyrir!
Ef verulegt tekjufall verður hjá hagkerfinu, þá minnkar innkoman og ef halli á ekki að skapast með tilheyrandi uppsöfnun skulda; þurfa lífskjör að lækka.
- Hvernig þ.e. akkúrat gert skiptir ekki megin máli, svo lengi sem sú leið sem farin er greið.
- Gengisfall er mjög þægileg leið.
En, grunnpunkturinn er sá, að kjör eru ekki verjanleg undir nokkrum kringumstæðum, ef tekjur hagkerfisins skreppa umtalsvert saman.
En, sú leið að lifa um efni fram, einungis er lán sem tekið er út í enn verri lífskjörum seinna.
Því er í reynd ekki góðmennska í því fólgin, að streitast gegn nauðsynlegri lífskjara rýrnun, þegar hagkerfið verður fyrir stóru tekjuhruni. Þó ef til vill sé mjög mannlegt að gera slíkt.
Slíkt er þvert á móti mjög misskilin góðmennska!
- Það að lífskjör þurfa að lækka, er hagkerfisáfall dynur yfir - sníst því um grimman veruleika; að þ.e. til muna skárri útkoma að taka lífskjara lækkunina út strax en að taka þá áhættu að lifa um efni fram í von um að bættar tekjur seinni tíðar vinni upp þann halla í formi skuldasöfnunar á vöxtum.
- En, uppsafnaðar skuldir þarf alltaf að borga niður. Til þess er aðeins ein leið, að búa til borð á tekjum hagkerfisins með lækkun lífskjara.
- Einhver nefnir ef til vill, leið aukningar tekna. En, slíkar leiðir er ekki auðvelt að framkvæma með skjótum hætti.
- En hagkerfisáföll er dynja yfir, koma oft þeim sem hafa með ákvarðanavaldið að gera að óvörum, nær sama hve annnars fyrirsjáanlegt það áfall var - eftir á að hyggja.
- Þannig, að hagkerfi eru í reynd sjaldan í nokkrum skilningi viðbúin. En, þ.e. þó viss hegðun sem er frámunalega óskynsamleg, en þ.e. sú að eyða um efni fram, í gegnum góðæri.
- Slík gerir einfaldlega næstu kreppu því mun verri, því þá bætist ofan á lífskjara skerðingu af völdum hagkerfis áfalls, önnur lífskjara skerðing af völdum skuldavanda.
- Þetta er okkar vandi í dag - þ.e. slíkt 2. falt áfall, 2. föld lískjara skerðing.
Það skiptir ekki nokkru máli, hvort land er með eigin gjaldmiðil eða hluti af stærra gjaldmiðilssvæði - útkoman er alltaf sú að kjör skreppa saman, verða að skreppa saman - í kjölfar á stóru efnahags áfalli.
Þetta snýst ekkert um mannvonsku, heldur einfaldlega það að grundvöllur tiltekinnar stöðu lífskjara, byggist á tekjum hagkerfisins hverju sinni.
Ef það tekjur þess veikast, þá óhjákvæmilega grefur það undan lífskjörum.
Það er óskaplega mikið um ruglandi í umræðunni
Írland er tilneytt til að lækka laun, vegna þess að þ.e. ekki möguleg hin aðferðin. En, samt sem áður, eru Írar í skárri málum en Grikkir - Portúgalar og Spánverjar þ.s. skv. nýjustu tölum er kominn afgangur af vöruskiptum.
En, ástæða þess að meir þarf samt að skera niður lifskjör á Írlandi, þrátt fyrir nú samfelldan lífkjara niðurskurð í 2 ár, eru skuldirnar.
- En, ekki er nóg að hafa einungis afgang, sá verður einnig að duga fyrir vöxtum og afborgunum.
- Grimmur sannleikurinn, að þ.e. dýrt að skulda.
Hvernig Portúgalar - Grikkir og Spánverjar ætla að meika það veit ég ekki, en eftirfarandi er staða þeirra milliríkjaviðskipta:
"The IMF says Portugals current account deficit will still be 9.2pc of GDP this year (and 8.4pc in 2015, if it is possible to defy gravity for so long), Greece will be 7.7pc, and Spain 4.8pc. "
En, eina leiðin til að snúa því við er með stórfelldri lífskjara skerðingu, þ.s. ekki er sjáanlegt neins staðar á sjóndeildarhringnum nein skjót leið til mikils hagvaxtar hjá þeim.
Hagfræðingar tala um þörf á 30% launalækkun á Grikklandi. Vart þarf minna í Portúgal. Á Spáni dugar ef til vill 20%.
- Til þess athugið, að snúa viðskiptajöfnuði úr mínus í plús - en, ekki bara í plús, heldur nægilega stórann plús svo það dugi fyrir afborgunum og vöxtum af skuldum.
- Ath, að nú tveim árum eftir að kreppan hefst, er þetta ástand mála enn til staðar í þessum þrem löndum.
- Þ.e. sem sagt ekkert að ganga, að snúa mínus í plús, vegna þess að þ.e. raunverulega svo að laun lækka mjög treglega, þ.s. slíkar aðgerðir verða ætíð mjög óvinsælar.
- Niðurstaðan er sú, að þessi lönd eru enn að safna skuldum, og hafa gert jafnt og þétt síðan kreppan hófst, í gegnum slíkann halla á viðskiptum.
- Þetta er að sjálfsögðu að grafa undan tiltrú erlendra aðila á getur þessara hagkerfa, til að standa undir hratt vaxandi skuldum.
- Án viðsnúnings, er gjaldþrot ekki ef spurning!
- Eða, veltið fyrir ykkur hver staða Ísland væri í dag, ef ekki hefði orðið fyrir þau áhrif hins stóra gengisfalls, að umsnúa viðskiptahalla í hagnað - þannig að nú samfellt síðan sept/okt 2008 höfum við verið að skila umtalsverðum afgangi af útflutnings verslun?
- Í stað liðlega 300 ma.kr. hagnaðar yfir tímabilið, hefði verið liðlega 300 ma.kr. halli!
- Væri þá umtal erlendis með þeim hætti, að viðreisn Íslands væri að ganga furðanlega vel?
- Gengisfallið einfaldlega bjargaði Íslandi frá gjaldþroti!!
- Þvert ofan í að vera tilræði við lífskjör, er það að verja þau!!
- En viðbótar uppsöfnun skulda, væri einfaldlega ávísun á frekara hrun! Og því frekara hruns lífskjara!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta kemur fram þegar ég ber saman tölur frá 2., 3. og 4. skýrslu AGS, saman við tölur sem fram koma í desember 2010 skýrslu AGS um Írland:
AGS á Íslandi: 2. áfanga skýrsla - 3. áfanga skýrsla - 4. áfanga skýrsla.
AGS á Írlandi: Desember 2010 skýrsla.
- Fyrst smávegis sem vert er að muna, að endurreist bankakerfið ísl. er cirka 120% af þjóðarframleiðslu, meðan það Írska er cirka 500% þjóðarframleiðsla.
- Þetta er klárlega ástæða þess, að stjv. Írland neyddust til að taka neyðarlán, hve ofsalega umfangsmikið bankakerfið á Írlandi er.
- Á hinn bóginn, lendir bankakerfi Írlands í vandræðum, og í framhjáhaldi ríkissjóður Írlands, vegna skorts erlendis á tiltrú á gæðum þeirra eigna sem standa undir bankakerfi Írlands.
- Þ.e. einmitt þá, sem verður svo áhugavert að bera saman, tölur sem fram koma í þessum skýrslum, sem gefa vísbendingu um gæði lánasafna innan bankakerfis Írlands vs. bankakerisins á Íslandi.
Íslenska bankakerfið - skv. 4. skýrslu:
Credit to private sector........1.820 117% -Útlán.
Domestic deposits kronur.....1.357 87% - Innlán.
Þjóðarframleiðsla 2010........1.551,4 ma.kr. (metin þjóðarframleiðsla 2010 til hliðsjónar)
Skv. 3. skýrslu bl. 45: - sjá töflu efst til vinstri.
- Loans claim value cirka 3600 ma.
- Loans book value cirka 1800 ma.kr.
- Lánin hafa farið yfir á cirka 50% afslætti.
Skv. bls. 14 í des. 2010 skýrslu AGS um Írland:
- 12% heildarandvirðis lána í vanskilum.
- Hlutfall lána móti innlánum - cirka 220%.
Skv. 3. AGS bls. 45 og 4. skýrslu AGS bls. 31.
- 45% heildarandvirðis lána í vanskilum. - book value.
- 63% heildarandvirðis lána í vanskilum. - claim value.
- Hlutfall lána móti innlánum 134%. - (book value)
- Hlutfall lána móti innlánum cirka 230% - (claim value)
Eins og við höfum orðið var, eru bankarnir að leitast við að rukka eins mikið inn af mismuninum milli kröfu virði og bókfærðs virði og þeir geta.
Með þessu, eru þeir að leitast við að hífa upp sitt eiginfjár hlutfall. En, þetta skapar ákveðna óvissu um, hvort viðmiðið er réttara þ.e. bókfært virði eða kröfu virði.
En, niðurstaðan af þessu verður samt sem áður að vera sú, að eignastaða ísl. bankakerfisins sé til muna lakari.
- En, innlán bjarga ekki bankakerfinu okkar þ.s. þau eru ekki eign heldur skuld - frá sjónarhóli banka.
- Svo, að hærra hlutfall innlána hér, segir í reynd að bankakerfið okkar er lakar statt.
- Aukið magn slæmra lána, á sl. ári gróf undan tiltrú á írska bankakerfinu,
- og neyddi írsk. stjv. til að koma því til stuðnings - ítrekað;
- sem að lokum orsakaði hrun á tiltrú sjálfs ríkissjóðs Írlands.
Þá veltir maður fyrir sér, hvað á eftir að koma í ljós hér - þegar og ef raunveruleg tilraun verður gerð til að garfa í hinu hrikalega lánasafni innan fyrirtækja hluta lánasafns bankanna okkar?
- En, ljóst virðist manni af mjög mikið af þeim þurfi að afskrifa.
- Sem, mun minnka umfang eignasafns bankanna verulega.
- En yfirferð og endurmat á lánasöfnun fyrirtækja hér, hefur tafist og enn, er skammt á veg komin.
Fram kemur í 2. skýrslu AGS bls. 26:
- cirka 50% lána að andvirði til fyrirtækja í vanskilum.
- annars staðar, hefur komið í ljós að cirka 1/3 fyrirtækja er með neikvæða eiginfjárstöðu.
Hafandi í huga að stjórnvöld hafa sagt það ólíklegt að það muni verða nauðynlegt að koma bönkunum til aðstoðar - en, á sama tíma er tekið fram að slíkra heimilda hafi verið aflað.
Þá er ljóst, að innan stjórnkerfisins eru áhyggjur uppi um það, að stjv. muni þurfa að tryggja frekari fjármögnun bankanna.
Einhvern veginn er mig farið að gruna, miðað við þá hegðun er mér sýnist einkenna stjórnkerfið hér - þ.e. láta sem að vandinn sé ekki til staðar - að vandamál einfaldlega hverfi af sjálfu sér; þá grunar mig að þ.s. ofan á verði hjá talsmönnum, að brosa og segja að hlutirnir verði í lagi.
Lán verði lengd e-h, áfram einungis afskrifað hjá gjaldþrota aðilum; svo haldið áfram að segja, horfum björt fram á veginn!
Prívat, held ég að nánast kraftaverk þurfi til, svo að stjv. sleppi frá því að aðstoða bankana á þessu ári.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2011 | 20:39
Kína vs. vesturlönd. Er drottnun Kína óhjákvæmileg? Vaxandi veldi Kína víxlverkar við hagsmuni annarra landa, sem sum hver eru líklegri að halla sér í vestur!
Það fyrst sem þarf að skilja, er að bjargir eru takmarkaðar, þannig að Kína mun þurfa að flytja inn óskaplegt magn hráefna.
Margt í hegðun Kína undanfarið skýrist af því, að Kínverjar eru að tryggja sér aðgang að auðlyndum.
Samkeppni Kína við Indland um völd og áhrif á Indlandshafi:
Áhrif Kínverja innan Pakistan, sem Indverjar hafa 3. átt í stríði við, og síðan Myanmar, fara hratt vaxandi. En, í báðum löndum hafa Kínverjar komið sér upp flotastöðvum. Á sama tíma, eru Kínverjar í óða önn, að byggja upp vegatengingar milli þeirra landa og héraða innan Kína. En takið eftir, að milli héraða í SV-Kína og sjávar er styttri vegalengd í gegnum annars vegar Myanmar og hins vegar Pakistan, en til sjávar á í eigin hafnarborgum Kína. Takið að auki eftir því, að þegar siglingaleiðir frá strönd Kína og olíulanda við Persaflóa eru skoðaðar, þá liggja þær í gegnum þrengsli við Malasíu og Indónesíu, sem hafa verið einkum Indónesía bandalagsþjóðir Bandaríkjanna.
Þetta er lykilatriði, því Kína sjálft kemst ekki nálægt því að búa yfir næjanlegum auðlyndum. Svo að í krafti yfirburða flotaveldis, geta Bandaríkin í reynd svelt Kína til hlýðni með því að loka siglingaleiðum í gegnum sundin milli Malakkaskaga og Indónesíska eyjaklasans. Svo lengi, sem Indónesía sér sér hag í því að viðhalda bandalagi sínu við Kína.
Þannig, að uppbygging Kína í Myanmar og Pakistan, er augljós tilraun Kína til að búa sér til hjáleið, framhjá þessum tappa.
Þá hitta þeir fyrir Indland, sem einnig er vaxandi veldi, en þó stendur cirka áratug að baki, með hagkerfi einungis cirka 1/6 af stærð hagkerfis Kína. Milli Kína og Indlands er hratt vaxandi samkeppni um auðlyndir, sem klárlega eru af skornum skammti þegar haft er í huga að samanlagt búa í löndunum tveimur um 2,5 milljarður manna.
Nú, lítið aftur á kortið, í augum Indverja lítur atferli Kínv. mjög ógnandi út. En, Indverjum virðist sem að Kína sé að leitast við að umkringja Indland með flota- og herstöðvum á landi. Þessari upplifun af vaxandi ógn, er Indland farið að veita viðbrögð, með eflingu eigins flota og herafla.
Indverjar eru með mikla flotauppbyggingu á Eyjum á Indlandshafi, t.d. Andamaneyjum og Nicobar. Sem er flotauppbygging, sem klárlega er beint að flotastöð Kína í Myanmar. (sjá neðsta kortið) En þessir eyjaklasar mynda nokkurs konar varnarlínu, sem Indland getur nýtt sér á hafinu í hugsanlegu stríði.
Kína hefur einnig boðið ríkisstjórn Sri Lanka, að reisa flotastöð þar - en til þessa hafa samningar ekki náðst.
Síðan bætast við landamæradeilur Kína og Indlands, en Kína gerir tilkall til Austlægasta fylkis Indlands, eins og það leggur sig, og í á seinni árum hefur hegðun Kína verið með þeim hætti, að í hvert sinn sem háttsettur embættismaður ríkisstjórnar Indlands heimsækir það fylki, þá sendir ríkisstj. Kína ríkisstj. Indlands harðorð mótmæli, fyrir frekleg afskipti að innanlandsmálum Kína. En, það hérað áður fyrr, var nokkurs konar hjálenda Tíbet, og komst það svæði undir bresk yfirráð á 19. öld eftir samning bresku nýlendustjórnarinnar á Indlandi við þáverandi ríkisstj. Tíbets. Þann gamla gerning viðurkennir Kína ekki í dag, og telur það fylki réttilega eiga að tilheyra Kína eins og Tíbet í dag gerir.
Svona, ef ástæður fyrir upplifun Indlands um ógn af Kína, eru ekki nægilega margar fyrir. Nú nettó afleiðingin af þessu, er sú að Indland hefur í vaxandi mæli síðan á ríkisstjórnar árum Bush yngri, farið að halla sér að Bandaríkjunum.
Spenna og viðsjár milli Kína og Indlands eru líklegar til að vaxa þegar á líður öldina, eftir því sem samkeppni landanna um auðlyndir í Asíu magnast stig af stigi. Sú þróun, er líkleg til að vera vatn á myllu Vesturlanda. Þetta getur tryggt Bandaríkjunum áframhaldandi völd yfir olíusvæðunum við Persaflóa eftir því sem fram líður á öldina, þ.s. Indland er líklegt að velja frekar að styðja við Bandaríkjamenn, fremur en að taka þá áhættu að Kína fari í staðinn, að drottna einnig yfir Persaflóa svæðinu.
Samkeppni Kínverja við Rússaveldi um völd og áhrif í Mið Asíu:
Þannig kláruðu Kínverjar í fyrra, leiðslur til Kasakstan og Usbekistan, og eru þannig komnir í beina samkeppni við Rússland, um nýtingu gas- og olíuauðlinda Mið Asíu.
Flutningsgetan er enn sem komið er takmörkuð, en áhrif Kína fara hratt vaxandi á svæðinu, og áhrif Rússa dala að sama skapi. Sem þeir eru ekkert að láta ganga yfir sig, aðgerðalaust. Enda hertu Rússar tökin á löndunum með ímsum hætti á síðasta ári. Einkum með tilflutningi hersveita, og loforði um fjárstyrki til landanna 2-ja næst landamærunum við Kína, sem ekki hafa eigin gas- og olíuauðlyndir, þ.e. Kyrgystan og Tajikistan, sem bæði 2. eru bláfátæk fjallalönd með fáum auðlyndum.
Á síðasta ári var gerð uppreisn í Kyrgistan gegn þáverandi stjórnvöldum, þeim velt af sessi. Stjv. Rússum frekar hliðholl komust til valda. Margir hafa bent á, að sú valdataka hafi verið skipulögð að undirlagi Rússa og hafi þeirri aðgerð einkum verið beint að Kína, þ.s. viðræður stóðu þá yfir milli þáverandi forseta Kyrgistan og Kína um lagningu olíu- og gasleiðslu yfir landið til Usbekistan og Turkmenistan, sem bæði 2. eru auðug af olíu og gasi.
Þarna hafi Rússar komið með krók á móti bragði, og frestað a.m.k. þeim áformum Kínv.
Rússland er sem sagt eitt af þeim löndum, sem mest ógn stendur af vaxandi veldi Kína. Vegna þess, að það land á eftir að verða undir í samkeppni við Kína, um völd og áhrif í Mið Asíu, nema að Rússar eignist öflugann bandamann á móti - svo að ég spái því að vaxandi samskipti Rússlands og Þýskalands, séu ekki orðin tóm heldur séu þau drifin áfram, vegna sýn beggja á það að þau 2. lönd, standi frammi fyrir sameiginlegri ógn - þ.e. vaxandi veldi Kína.
Samkeppni Þjóðverja við Kínaveldi, um markaði í Evrópu og í heiminum öllum:
Eins og fram kemur í grein FT.com um málið, þá stendur Þýskaland frammi fyrir stórfelldri innrás kínv. fyrirtækja. Niðurstaðan virðist vera sú, að eina leiðin til að viðhalda samkeppnishæfni sé:
- fyrir þýsk fyrirtæki sjálf, að starfa innan Kína og þannig að ná samkeppnishæfni þar í beinni samkeppni við kínv. fyrirtæki sbr. ef samkeppnishæfni næst fram þar, sé henni náð fram alls staðar.
- Síðan þurfa þau, að leggja enn meiri áherslu á tækniþróun, til að viðhalda forskoti.
- Að auki, þurfa þau að afla markaða í öðrum nýmarkaðs löndum í heiminum.
China and Germany: Reflected glory :"China long renowned for producing cheap clothes, toys and electrical goods overtook Germany to become the worlds largest exporter in 2009. Last year it registered a trade surplus with Germany of almost 17bn. Today, it is on the verge of a direct assault on Europes economic powerhouse in its core industrial areas." - "I am expecting a massive attack from China in Europe in the next few years particularly in the machinery sector, says Franz Fehrenbach, chief executive of Bosch, the worlds largest maker of car parts and Germanys largest privately held industrial group by sales. The Chinese will improve their quality and technology, but they will at the same time be extremely price-attractive. - I have to say I find it admirable with how much speed they are catching up, and how clever they are in combining western technology with their own and producing it at low cost levels, says Peter Leibinger, deputy head and part-owner of Trumpf, the worlds largest laser-cutting machine maker." - "As China goes on the offensive, the threat grows more acute. Its companies are already considering the establishment of plants and research and development centres in Europe, poaching German engineers and trying to snap up Mittelstand companies and coveted brands." - "Chinese companies will transfer, buy and develop technology and brands, and enter western markets. German industrialists will try to outsmart them by maintaining their technological edge and expanding in China and other emerging markets." - "With Chinese companies competing on both price and technology, Siemens and other western industrial companies will lose market share in the years to come, says James Stettler, capital goods analyst at Italys Unicredit." - "At Bosch, Mr Fehrenbach says: The only valid conclusion for us is to do even more to remain at the technological forefront. Our main task is to stay ahead. - "Indeed Siemens, Europes largest engineering company, has developed a strategy to sell lower-priced, simplified versions of its high-end products pitched at the Chinese market elsewhere. The Somatom Spirit, its entry-level CT scanner, was developed and produced in China; today more than 80 per cent are sold abroad increasingly in the west." - "While large operations such as Siemens and Bosch have long run big research and development centres in China, some of the smaller Mittelstand companies cannot afford even to produce there. Mr Fehrenbach says companies that are not exposed to the tough rivalry in Chinas midprice segment will struggle to compete with the Chinese in western markets as well. He suggests smaller companies set up joint ventures or other forms of partnership in China." - "Boschs managers say, if you can sell your products there, you can sell them anywhere. The biggest market in China is going to emerge in the midprice segment. Our task is to become steadily more competitive and to play a large role in this segment locally. If we achieve this, then we dont have to be afraid about the competitiveness in the rest of the world, says the companys Mr Fehrenbach."
Chinese builders: coming your way :"As a report published on Tuesday by Boston Consulting Group highlights, state-backed Chinese contracting groups have expanded their overseas orders at an annual rate of 29 per cent and captured market share at the expense of western, Japanese and South Korean rivals." - "BCG gives three reasons for the Chinese builders success low costs, lots of home country building experience including on huge schemes such as the Three Gorges Dam, and political and financial backing from the Chinese state and state-run banks." - þetta er e-h sem við höfum orðið vör við hérlendis.
Ef þetta á við Þýskaland, á það sama einnig við restina af Evrópu og, flest ríki Evrópu eru síður samkeppnishæf en Þýskaland. Þýsk fyrirtæki, að ef þau ósttast samkeppni, þá þurfa fyrirtæki í öðrum löndum Evrópu að óttast hana jafnvel enn meir. En, Þýskaland á sannarlega fremsta iðnaðarhagkerfi Evrópu. Einungis Finnland, Austurríki, Svíþjóð og Holland, eru á svipuðum standard og Þýska hagkerfið. Frakkland, einnig hefur stórt iðnaðarhagkerfi, en heildarsamkeppnishæfni hefur lengi verið hálfu til heilu skrefi að baki. Ítalía, þá N-Ítalía, hefur einnig mörg góð iðnfyrirtæki. En, um restina af Evrópu, þá á það víðast hvar við, að samkeppnishæfni skortir og efnahagsleg hnignun virðist næsta örugg!
Í þessu samhengi þarf að skoða vísbendingar um aukin samskipti Rússlands og Þýskalands.
Russia: the car market bounces back :"Russia is back on track to become Europes number one car market...After two years in the doldrums, sales of new cars in Russia surged by 30 per cent in 2010 and are expected to return to pre crisis-levels by next year, according to the Association of European Businesses, a Moscow-based lobby group."
Fyrir Þjóðverja er það klárlega aðgangur að markaði langfjölmennasta ríkis Evrópu, sem hlýtur að laða að. Á móti, þurfa Rússar á fjármagni að halda, til að þróa svið þeirra hagkerfis sem standa að baki því sem best gerist. En, sem dæmi, eru Rússar að reka sig á að til þess að vera samkeppnisfærir við Kínv. herinn, vantar þá frekari tækniþróun. En bæði Kína og Rússland eru í dag, að leitast við að þróa sína eigin torséða orustuvél. Að auki, eru þeir í harðri tæknisamkeppni í þróun annarra sviða í hermálum, ein og skriðdreka - eldflaugar, radara o.s.frv.
Fyrir Rússa sem hafa löng landamæri við Kína, er þetta sennilega meginsjónarmiðið, að viðhalda samkeppnishæfni í tækniþróun hvað varðar hernað, svo þeir hafi frekar möguleika til þess að viðhalda stöðu sinni í Mið Asíu.
Rússar sjálfir eru samt ekki að baki dottnir -
Russian logic for the UK from Rusnano :"Plastic Logic was set up to make plastic microchips in place of the orthodox form of semiconductor which uses silicon which could be cheap enough to be sold for a few cents each...Under the plans, Rusnano which last month injected a first tranche of $150m into the company will add a further $500m in several stages, including debt and equity."
Þarna eru Rússar að veðja á nýja og áhugaverða tækni. En, Rússar hafa áttað sig á því, að þeirra hagkerfi verður að vera samkeppnishæft. Að það sé ekki nóg að lifa einfaldlega á útflutningi hráefna.
Í þessu samhengi ásamt upplifun Rússa um ógn úr Austri þarf að skoða aukið samstarf Þýskalands og Rússlands.
Hvað um önnur mikilvæg lönd?: Samskipti Kína og SA-Asíulanda hafa verið brottgeng. Skoðið kortið og finnið S-Kínahaf. En þ.e. innhaf þ.s. talið er að finna líklega gas/olíulyndir. Kína hefur gert tilkall til mikils hluta þess, meginhluta. En, samtímis gera hin löndin í kring einnig tilkall. Kína hefur byggt upp flotastöð á svokölluðum Spratley eyjum þar, við litla hrifningu landanna í kring. (Sjá kort að neðan)
Eins og þið sjáið á kortinu, er tilkall Kína til Spratley eyja frekt, miðað við hve fjarlægð frá strönd Kína er mikil sbr. fjarlægð frá ströndum Víetnam eða Filipseyja eða Malasíu. En Kínverjar halda því mjög stíft fram, sbr. uppbygging flotastöðvar á einni eyjanna. Reglulegar flotaæfingar þar, mótmæli þeirra gegn siglingum annarra flotavelda um það svæði, sem t.d. Bandaríkin láta sem vind um eyru þjóta. 2009 varð t.d. árekstur milli kínv. flotaskips og bandar. skips í eigu flotans, sem var rannsóknarskip að mælingum.
Þessi frekja er auðvitað vatn á millu Bandaríkjanna. En Asía er eini heimshlutinn þ.s. eyðsla í heri fer stigvaxandi. Á síðasta ári voru haldnar sameiginlegar her/flota-æfingar milli herafla Víetnam og Bandaríkjanna, einmitt á S-Kínahafi, sem vart hefur vakið hrifningu Kínverja. Meira að segja hinar fátæku Filipseyjar, telja sig tilneyddar til að verja meira til hermála.
Á síðasta ári, fór utanríkisráðherra Bandaríkjanna um lönd S- og SA-Asíu, og var víðast hvar tekið með kostum og kynjum.
Samskipti Kína og Japan hafa einnig verið brottgeng, en litla hrifningu vakti í Asíu þegar Kína í reynd beitti Japan um tíma í fyrra viðskiptaþvingunum, með því að takmarka útflutning svokallaðra "rare metals" þ.e. málma sem einkum eru notaðir sem íblöndunarefni en einnig í mikilvægir í hátækni tæki af margvíslegu tagi. Kína í dag framleiðir megnið af þeim efnum í dag - þetta vakti athygli annarra ríkja á svæðinu, sem væntanlega skildu að þau gætu einnig orðið fyrir svipuðum þvingunum.
Japan, hefur einnig verið að bregðast við aukinni flotavæðingu Kína, með því að efla sinn eigin her og flota. Upplifun Japans um vaxandi ógn frá Kína, getur vart annað en fært Japan á ný nær Bandaríkjunum.
Varðandi S-Kóreu, þá gerði Japan og S-Kórea sín á milli formlegann samstarfs samning í varnarmálum, um þróun hertækni - á siðasta ári. Þetta er væntanlega viðbrögð einnig vegna vaxandi upplifunar um ógn, frá hernaðaruppbyggingu Kína. Þetta að auki, væntanlega mun einnig, styrkja bandalag S-Kóreu og Bandaríkjanna.
Þá er það Brasilía, sem er mikilvægasta land S-Ameríku. Þar fer sannarlega vaxandi hagkerfi. En, svo mikill er uppgangur þar, að helsti efnahagsvandinn þar er nú sá lúxus vandi, að hagkerfið er á brún yfirhitunar, og þarf sennilega nýr forseti að standa fyrir kælingu þess. Þar eru þegar hæstu stýrivextir í nokkru stóru hagkerfi í heiminum. Skv. Bloomberg eru raunstýrivextir þar þeir næst hæstu í heimi.
Brazil continues to wrestle with dilemma over interest rates, January 18 2011 20:04: "Economists expect the central bank (of Brazil) to increase the policy rate by another 50 basis points to 11.25 per cent on Wednesday." - "Real interest rates in Brazil nominal interest rates, less inflation are almost 5 per cent, second-highest in the world after Croatia, according to Bloomberg data." - "For corporate Brazil, perhaps the most worrying element of high interest rates is their influence on the currency, the real. It has appreciated 39 per cent against the US dollar over the past two years. The government has introduced capital controls to stop strengthening of the real and to protect Brazilian exporters and manufacturers." - "The budget deficit widened to 2.7 per cent of GDP in the 12 months to December 2010, compared with 1.6 per cent two years earlier."
Dálítið háir stýrivextir ekki satt? Þeir eru víst komnir í sama vesenið og Ísland var komið í, að háir stýrivextir framkalli svokölluð vaxtamuna viðskipti sem stuðli að hækkun gjaldmiðilsins. Viðbrögð stjórnvalda, að setja á höft. Spurning hvort það virkar. Lausnin virðist mér vera, að ríkið dragi úr útgjöldum og þannig minnki umsvif og aðstoði með þeim hætti aðgerðir til að kæla efnahagslífið. En, að vera með halla í bullandi hagkerfi er sterk vísbending um of mikla útgjaldaspennu ríkisins. Að auki vinnur sú útgjaldaspenna gegn aðgerðum Seðlabanka Brasilíu til að kæla hagkerfið þarlendis, sem svipar nokkuð til hagkerfismistaka sem framkv. voru hér á Íslandi, í tíð 3. ríkisstj. DO og HÁ - þegar stjv. voru að kinda undir hagkerfinu samtímis því að Seðlabanki var að leitast við að kæla það, þannig að aðgerðir Seðlabanka virkuðu ekki. Stjv. Brasilíu, verða að hætta að kinda undir, ef bremsunar aðgerðir eiga að hafa nokkurn séns til að skila tilætluðum árangri.
Varðandi Brasílíu vs. Kína, þá er Kína í augum brassa fjarlægt og ólíkleg ógn. Þannig, að ólíklegt er að Brasilía bregðist með neikvæðum hætti við auknum fjárfestingum og viðskiptum Kínverja. Á hinn bóginn er Brasílía lýðræðisríki, og ef til vill ekki endilega augljós vinur ríkis með alræðis stjórnarfar. Mér sýnist líklegast, að Brasílía muni leggja áherslu á hlutleysi milli fylkingar í heiminum, enda er engin ógn í neinni landfræðilegri nálægt við Brasilíu, svo brassar munu hafa efni á því að spila einhvers konar milliveg.
Hvað Afríku varðar, þá hefur Kína fjárfest í Afríku löndum án nokkurs tillits til stjórnarfars, sbr. fjárfestingar í Súdan og Zimbabve. Umdeildustu fjárfestingarnar eru þó án vafa, kaup eða leiga kínv. fyrirtækja á stórum landspildum þ.s. tekin hefur verið upp ræktun fyrir Kínamarkað. Þessu hefur verið líkt við Ný-nýlendustefnu. Þ.s. hefur gerst, er að Kínv. gera samninga við spilltar elítur í höfuðborg, og um leigu á landi sem fer fram án nokkurs tillits til hagsmuna fólks á því svæði sem spildurnar eru. Síðan hefur það gjarnan leitt til þess, að fólk hefur verið neytt til að flytjast búferlum, til að kínv. verktakarnir getir tekið landið yfir. Hegðun kínv. aðila í námum reknum í Afríku, hefur ekki heldur þótt til fyrirmyndar, dæmi um að öryggislið kínv. fyrirtækja skjóti menn til bana, fyrir óhlýðni. Hegðun kínv. aðila þykir víst hálfu verri, en hegðun annarra fjölþjóða fyrirtækja, þeirra hegðun sem áður þótti ekki til eftirbreytni. Að mörgu leiti, er hegðun Kínv. aðila svipuð og t.d. hegðun þeirra í Myanmar, þ.s. ekkert hið minnsta tillit er tekið til mannréttinda sjónarmiða.
Mörg hjálparsamtök horfa til þessa með hrillingi. Á móti kemur, að þessi lönd fá til sín fjárfestingu og þetta eflir hagvöxt - spurning hvort þ.e. nægileg réttlæting?
Spurning hvort nokkuð sé hægt að gera? Ég efa það, en svo mikill er völlurinn í dag á Kínverjum, að þeim finnst í mjög minnkandi mæli nokkur ástæða til að taka tillit til einhverra vælukjóa á Vesturlöndum. Þeir fara sínu fram. Þ.e. einmitt ein byrtingarmynd vaxandi veldis þeirra, að áhersla á mannréttindi í heiminum, verði sennilega á undahaldi fremur en hitt næstu ár - jafnvel næstu áratugi.
Afríka getur verið þarna á milli tveggja elda, en ekki er ólíklegt að Indverjar mæti einnig á svæðið á allra næstu árum, og fari í beina samkeppni við Kína.
Helsta spurningin er fyrir Evrópu og önnur Vesturlönd, hvort þau eigi að demba sér inn í þá samkeppni eða ekki? En, eina spurningin er þá í reynd hvort þau eiga að vera með eða halda sér til hliðar.
Ef um er að ræða einhvers konar aðra nauðgun Afríku, mun hún samt sem áður fara fram burtséð frá þátttöku Vesturveldanna. Eini möguleikinn til að hafa einhver áhrif á gang mála, getur verið þátttaka.
Niðurstaða
Mjög margt mun ganga Kína á næstu árum í haginn. Einkum kínverskum fyrirtækjum, sem að flestum líkindum munu færa mjög mikið út kvýarnar. En, hvað varðar samskipti Kína við önnur lönd, verður framvindan ekki endilega eins klárlega Kína í hag.
China to be biggest oil consumer by 2030 :"In a report released on Wednesday, the energy giant BP claims that China will be the largest source of oil consumption growth over the next 20 years increasing consumption to 17.5m barrels per day overtaking the US as the worlds biggest oil consumer in the process."
Kína verður örugglega stærsta hagkerfi heimsins innan örfárra ára. Þeim umsvifum munu fylgja óskapleg áhrif í heimsmálum. En, á hinn bóginn, rekast hagsmunir Kína á hagsmuni fj. annarra ríkja, sem sjá þá hagsmunaárekstra er fara vaxandi sem ógn við eigin hagsmuni.
Sú staðreynd á eftir að reynast vatn á milli Vesturvelda, sem fyrir bragðið munu koma til með að fá upp í hendurnar fjölmörg tækifæri til að sporna við veldi Kína í heimssmálum, með myndun bandalaga.
En mörgum ríkjum sem finnst sér af margvíslegum ástæðum vera ógnað, eru líkleg til að upplifa Vesturveldin sem hinn skárri aðila, og því líkleg til að leita sér stuðnings til þeirra - ekki síst Bandaríkjanna.
Af því leiðir, að þrátt fyrir að Kína muni án lítils vafa, fara framúr Bandaríkjunum í heildar stærð og umsvifum hagkerfis, getur það eigi að síður samt mjög vel verið að Bandaríkin haldi sinni megin valdastöðu langt fram eftir öldinni hið minnsta, jafnvel að þau glati henni aldrei - í krafti þess að mörg ríki sjái sér hag í af því að leita stuðnings þeirra gegn Kína vegna eigin upplifunar um Kína sem hina stærri ógn fyrir eigin hagsmuni.
Þetta er þáttur sem margir leiða hjá sér, er þeir spá hnignun veldis Bandaríkjanna og Vesturvelda!
Því, getur það vel átt sér stað, einkum ef Vesturveldin hafa gæfu til að standa saman, þá takist þeim að viðhalda í meginatriðum drottnun sinni.
Ps: Að lokum varðandi hugsanlega hættu á efnahagshruni Kína, sem nokkuð er vinsælt umræðuefni meðal sumra á netinu víða um heim, þá bendi ég á risastórann kodda Kínaveldis í formi svals 2.850 ma.dollara gjaldeyrisforða, sem er um 2. falt stærri en forði Japans sem er sá næst stærsti. Sá sjóður skiptir máli, þ.s. með honum geta kínv. stjv. veitt stuðnings til svæða innan Kína, án þess að taka lán. Ég sé ekki að nokkur séns sé að þau vandamál sem til staðar eru, þ.e. risafasteignabólur í nokkrum stærri borga Kína, verði það umfangsmikil að sá peningur dugi ekki til að þétta þann leka í hagkerfinu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar