Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Þetta er sem betur fer ekki eins hátt og margir óttuðust. En, spár voru uppi um lánskostnað upp á rúm 6% - jafnvel yfir 6,5%.
Síðar verður að koma í ljós, hvernig ríkissjóður Írlands finnur sér leið til að standa undir öllum þeim skuldbindingum, sem hrannast hafa upp síðan 2008.
En, margir eru efins um að Írland og Grikkland, jafnvel Portúgal einnig - komist hjá greiðsluþroti.
Eitt sem gerir stöðu Írlands skárri, er að Írland er með afgang af utanríkisviðskiptum með vöru og þjónustu, meðan bæði Grikkland og Portúgal eru enn með halla.
Tölur OECD: Viðskipti með vörur - viðskipti með þjónustu
En, ef vöru og þjónustu viðskipti eru lögð saman, sést að enn er umtalsverður nettó halli.
Reyndar er tekin er talan "current accound balance" þá eru öll löndin 3. með halla, en þá eru fjármagns flutningar með, þar á meðal greiðslur af skuldum. En halli Írlands er samt áberandi minnstur. En tölur ná fram á 2. ársfjórðung.
En meðan halli er til staðar á reikningum þjóðarbúsins, þá er það að safna skuldum.
Þ.e. ekki síst viðvarandi halli Grikklands, Portúgals og Spánar einnig, sem dregur úr tiltrú!
En, hagkerfi sem eru skuldug, þurfa að ná fram heildar afgangi, ef það á að takast að vinna á skuldunum.
Sjá frétt FT.com um viðbrögð markaða við fréttum frá Írlandi:
Market rally fades as debt worries return :"Early market calm brought by the EUs 85bn rescue for Ireland quickly faded as investor fears about the spread of the debt crisis to other countries returned." - "The euro fell nearly 1 per cent and yields on government debt in Spain, Portugal and Italy spiked higher." - "Italian 10-year government bond yields climbed 12bp to 4.53 per cent, their highest level since June 2009." - "Meanwhile, yields on 10-year Spanish bonds...were up 13bp to 5.29 per cent in early afternoon trading." - "Yields on 10-year Portuguese bonds were 9bp higher at 6.79 per cent, adding to last weeks increases." - "But earlier positive sentiment in the banking sector across Europe faded. Royal Bank of Scotland which had climbed as much as 3 per cent in early trade, is up 0.6 per cent, while Spanish banks Santander and BBVA which were also firmly higher in earlier trade, are down 1.1 per cent and 2 per cent respectively." - "Equity markets in Europe pared earlier healthy gains and fell into negative territory. The FTSE 100 is down 0.5 per cent at 5,642.38 and the FTSE Eurofirst 300 is 0.3 per cent lower at 1,083.75." - "There was also negative news out of Brussels. In a report published on Monday, the European Commission warned that Europes economy may weaken next year as budget cuts take effect. The Commission said that gross domestic product growth in the 16-nation euro region could fall to 1.5 per cent in 2011 from 1.7 per cent this year." - "Irish banks were one of the few big gainers on Monday following confirmation by Bank of Ireland of plans to raise 2.2bn of additional capital. The banks shares were up 17.8 per cent, while Allied Irish Bank was up 8.2 per cent." - "Yields on 10-year Irish government bonds fell 4 basis points to 8.84 per cent."
Í fáum orðum, bréf írskra banka hækka og vaxtakrafa írskra opinberra skuldabréfa lækkar. Þar með eru góðu fréttirnar upp taldar.
Á móti, lækkar gengi verðbréfa markaða í Evrópu, vaxtakrafa fyrir ríkisbréf Ítalíu, Spánar og Portúgals hækkar, bréf evrópskra banka lækka í heildina og gengi Evrunnar fellur um cirka prósent.
Markaðir eru því hið minnsta enn ekki að róast.
Greiningaraðilinn LEX hjá FT.com bendir á mjög áhugaverða staðreynd, til að skýra af hverju bréf banka vítt og breitt um Evrópu halda áfram að lækka:
- "What brought Ireland down were its banks; they have sunk the sovereign."
- "What has happened at Irish banks will be viewed with horror across Europe."
- "After all, they passed this summers European banking stress tests."
- "The credibility of that exercise is now in question, just as it becomes more difficult, in this protracted eurozone crisis, to distinguish between sovereign borrowers and their banks."
- "The wider fear is that Irelands bail-out will become a template for Europes banks."
- "Barclays Capital estimates Irish senior bank debt is 38 per cent of gross domestic product; that is less than in Belgium, Spain, the UK and Holland."
- "Spanish banks face a hefty refinancing schedule up to April; this could put pressure on the governments ability to do its own financing."
- "Ireland is not the only European country that let its banks become too big to rescue."
Sem sagt - Írsku bankarnir stóðust allir með tölu það sameiginlega banka próf sem ESB gekkst fyrir sl. sumar!
Sem að sjálfsögðu setur stórt spurningamerki við það próf, þegar þeir bankar hafa nú fellt ríkissjóð Írlands. Nokkrum mánuðum síðar.
Markaðurinn, hlýtur nú að fyllast mikilli óvissu um stöðu bankakerfa nokkurra annarra ríkja sbr. þá ábendingu, að skuldir bankakerfa nokkurra annarra Evrópuríkja séu enn hærra hlutfall af þjóðarframleiðslu eigin landa en skuldir írskra banka voru sem hlutfall af þjóðarframleiðslu Írlands.
Þá er mikilvæga spurningin, hvað stendur á bakvið þær skuldir? Sem beinir sjónum einmitt til Spánar sem lenti í mjög sambærilegri fasteignabólu og þeirri sem féll á Írlandi - og var í reynd þ.s. felldi írska bankakerfið.
Fasteigna verð hafa einnig verið að falla á Bretlandi - og bankar þar hafa lent í höndum ríkisins. Bretland getur því hugsanlega verið veikt fyrir jafnvel einnig.
Nokkrir hafa einnig bent á Belgíu, en landið skuldar mikið af þjóðarframleiðslu 101% skv. nýlegum tölum og hefur einnig mikinn halla.
Nýtt björgunarkerfi fyrir Evrópu:
Samhliða þessu hafa þýsk og frönsk stjv. ákveðið að flýta fyrir upptekningu nýs björgunarkerfis, sem yrði beint framhald af núverandi. Í reynd festi núverandi fyrirkomulag í sessi.
France and Germany agree mechanism for future crises :"Under the proposal, the new system will be phased in after 2013, meaning it would take six to eight years before the new government bonds, including collective action clauses, amount to a majority of public debt."
Germany sets out roadmap to default :True, this would not change things today. Collective action clauses help only when enough of a countrys outstanding debt contains such clauses to make a difference. That lies some years in the future even were such a measure to be agreed upon across the eurozone and enacted immediately.
En, krafa Þjóðverja um það að eigendur skulda taki þátt í kostnaðinum, með því að taka á sig lækkanir að hluta, er talin af mörgum hafa komið núverandi krýsu af stað. En, í staðinn virðist sem Þjóðverjar sættist á að slíkt eigi einungis við ný bréf sem verða gefin út, frá þeim tíma sem nýja kerfið tekur til starfa.
Gallinn við þetta, er að þá gagnast hið nýja fyrirkomulag ekki til þess að lækka kostnað skattgreiðenda við það að leysa úr núverandi kreppu.
Þannig, að hið nýja kerfi hjálpar ekki til við það að losa ríkissjóði Evrópu úr klemmunni, sem þeir eru í. En, erfitt er að sjá annað en það verði að deila kostnaðinum milli eigenda skuldabréfa og skattgreiðenda, þ.e. að skuldabréfa eigendur taki hluta að tjóninu í gegnum svokölluð "haircuts" þ.e. beinar lækkanir sinna krafa. Fá sem sagt greitt að hlutfalli, t.d. 75%.
Þá dugar þessi nýja yfirlísing Frakka og Þjóðverja, ekki til að róa markaði. Draga úr krýsunni.
Meira þarf til - þetta er klárlega ekki nóg.
Upphafleg hugmynd Merkel var hin rétta, þ.e. að eigendur skulda taki á sig hluta af tjóninu.
Sú hugmynd verður að fá fram að ganga - annars heldur krýsan áfram að versna.
Það getur jafnvel komið af því, að eitthvert landið geri uppreisn og neiti að borga, þ.e. skattgreiðendur - hafni svokallaðri björgun.
En, þessar bjarganir fela í sér sbr. björgun Írlands, að írskir skattgreiðendur borgi að fullu tap eigenda skulda írskra banka, hverjir sem þeir eru.
Það verður eitthvað undan að láta. Krafan um að fá allt sitt upp í topp, er of erfið.
Niðurstaða
Ég get ekki séð að enn hafi stjórnmálamenn innan ESB ríkja, einkum aðildarríkja Evru svæðis, gert nóg til að stöðva þá krýsu sem enn virðist ríkjandi, og versnandi fara.
Menn þurfa að átta sig á, að Evrusvæðið er í "survival mode" þ.e. krýsan er um hvort Evran lifir eða deyr.
Ég get ekki séð að enn hafi nóg verið að gert. Nýtt kerfi hjálpi ekki þ.s. það muni ekki framkalla neinar breytingar á reglum, sem hafa að gera með þær skuldir sem í dag eru að drekkja kerfinu.
En, það eru ekki skuldir framtíðarinnar sem eru að setja það í hættu, heldur skuldir dagsins í dag.
Kv.
Endanlegar tölur liggja ekki fyrir, en þegar haft er í huga að cirka 7000 kusu í utankjörfundar atkvæðagreiðslu í Reykjavík, þátttaka var orðin 32% í sjálfri aðalkosningunni í Reykjavík kl. 9 um kvöldið.
Þá sýnist mér stefna í heildarþátttöku um eða rétt yfir 40%.
Það eru viss vonbrigði að þátttakan sé þetta lítil. Þeir sem sátu heima taka þá áhættu að niðurstaðan verði fyrst og fremst útkoma þeirra sem líklegastir eru til að hafa mætt á kjörstað, þ.e. þeir sem heitastir eru þátttakendur í þeim deilum sem skekja þjóðfélagið, þ.e. deilur um auðlindamál, deilur um ESB eða ekki ESB, deilur um embætti forseta o.s.frv.
Þátttakendur verði hugsanlega fyrst og fremst, þeir sem eru fulltrúar þeirra átakalína. Þögli meirihlutinn, fær þá ekki sína fulltrúa.
Stjornlagathing.is :Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 skal stjórnlagaþing sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
- Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
- Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
- Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
- Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
- Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
- Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnskipunarlaga.
- Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
- Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.
- Samkvæmt lögum nr. 90/2010 sem sett voru á Alþingi 16. júní sl. skal ráðgefandi stjórnlagaþing koma saman til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
- Stjórnlagaþingið skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa sem kosnir skulu persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna.
- Stjórnlagaþing 2011 hefur tímabundið og afmarkað hlutverk sem er að undirbúa og samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga og hafa niðurstöður Þjóðfundar 2010 til hliðsjónar.
- Stjórnlagaþing starfar í einni málstofu og tekur til starfa eigi síðar en 15. febrúar 2011 og starfar í tvo mánuði en er heimilt að framlengja um tvo mánuði til viðbótar með samþykki Alþingis.
- Þingfundir skulu haldnir í heyranda hljóði og eru öllum opnir eftir því sem húsrúm leyfir. Forseti þingsins stýrir þingfundum. Um fundarsköp verða settar nánari reglur í starfsreglum þingsins.
Stjórnlagaþing getur ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti ef það kýs svo.
Gallar við Stjórnlagaþing:
- Innbyrðis klofningur þjóðarinnar um helstu málefnaþætti, er líklegur til að koma fram á Stjórnlagaþingi - sbr. sumir vilja takmarka vald forseta/aðrir auka - sumir vilja bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur/meðan aðrir vilja hafa þær ráðgefandi - sumir vilja setja inn ákvæði í stjórnarskrá sem heimilar fullveldis afsal/meðan aðrir verða mjög ákveðnir þar á móti, sumir vilja forseta ræði/aðrir vilja þingræði áfram, sumir vilja landið allt eitt kjördæmi/meðan aðrir vilja það ekki, sumir vilja banna eignaraðild útlendinga á auðlindum landsins/meðan aðrir vilja heimila slíka eignaraðild - reyndar er hún óhjákvæmileg ef við göngum í ESB.
- Með öðrum orðum - hætta annað af tvennu; stjórnlagaþing leysist upp og fram komi nokkrar fremur ólíkar tillögur eða ein tillaga um nánast engar breytingar sbr. vanalega útkomu Alþingis. En, þegar djúpstæður ágreiningur er til staðar, þá er miðjan rökrétt séð - kyrrstaða.
- Auðvitað veikir dræm kosningaþátttaka stöðu Stjórnlagaþings.
- Að auki verður sundurlyndi innbyrðis sem óhjákvæmilegt sýnist mér að muni koma fram, meðal raða þátttakenda Stjórnlagaþings - vatn á millu þeirra sem munu vilja leiða sem mest hjá sér þ.s. þar mun koma fram.
- Líklegast þykir mér, að niðurstaða verði 3-5 tillögur:
- Tillaga ESB sinna - sem heimili eignaraðild á auðlindum, takmarki vald forseta, heimili framsal fullveldis - kemur örugglega fram.
- Síðan móttillaga, þeirra sem eru andstæðir ESB aðild, þ.s. slíkt framsal verði áfram óheimilt, eignaraðild ísl. á auðlyndum óskorað, vald forseta varið o.s.frv.
- Getur komið fram tillaga um forsetaræði.
- Líklegt tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag -
- vs. tillaga um cirka óbreytt fyrirkomulag.
- Klofningur þings getur auðvitað orðið enn meiri en þetta.
- Síðan þegar Alþingi kemur til skjalanna, þá vilji Samfóar styðja tillögu ESB sinna, Sjálfstæðismenn - a.m.k. margir VG-a o.flr. tillögu andstæðinga ESB. Þetta verði stóra deilan. Minni deilur verði um þjóðaratkvæða greiðslu fyrirkomulag vs. ekki.
- Niðurstaða Alþingis getur orðið, patttstaða. Þ.e. reyndar líkleg útkoma.
Hættur:
- Fyrir utan þetta, má nefna hve yfirmáta stuttan tíma er ætlað til þessa, þ.e. einungis 2 mánuðir - þó heimilt sé að bæta við öðrum 2 af hálfu Alþingis.
- En, hætta er til staðar, að inn komi einstaklingar sem ætli sér að keyra í gegn fyrirfram tilbúið prógramm, - sbr. tilteknar pantanir ESB sinna.
- Það hefur ef til vill verið búið að ákveða að 2. mánuðir væru nægur tími til þessa.
- Hugmyndin sé að reyna að keyra slíkt prógramm í gegn, afreiða þ.s. vilji þjóðarinnar, og nota þá niðurstöðu til að efla þrýsting um að þær tilteknu breytingar fari svo í gegnum Alþingi.
- Spurning er þá, hver samsetning þessa 25 manna hóps verður akkúrat - þannig að það sé ekki til staðar meirihluti þess hóps fyrir einhverju slíku.
- Þetta kemur í ljós á næstu dögum! Þegar utankjörstaða- og vafaatkvæði verða metin.
Léleg þátttaka, getur einmitt aukið líkur þess að hópur með "agenda" þ.e. fyrirfram mótuð markmið, nái sjónarmiðum sínum í gegn, þ.s. þeir eru líklegir til að mæta.
Hönn þögli meirihluti tekur þá áhættu að niðurstaðan verði e-h sem honum hugnast ekki.
Niðurstaða
Mig grunar að tilraun verði gerð til að keyra í gegnum Stjórnlagaþing tiltekna pantaða niðurstöðu. Hvort það tekst, ræðst af samsetningu þess hóps er nær kjöri.
En, það að þögli meirihlutinn sat heima þíðir væntanlega, að fulltrúar átakalína í þjóðfélaginu, ná einkum kjöri.
Ég á annars ekki von á að útkoma Stjórnlagaþings né heldur útkoma Alþingis, muni leiða deilur um stjórnarskrár mál til lykta. Pattstaða sé líklegri niðurstaða.
Um gagnsemi Stjórnlagaþings, verði hún helst sú að mótast muni nánar tillögur þeirra andstæðu póla sem til staðar eru í þjóðfélaginu.
Síðan, muni deilurnar krystallast í kringum mismunandi tillögur - halda áfram.
Líklegasta niðurstaða er áframhaldandi pattstaða, þ.s. enginn einn hópur nær fullkomlega í gegn. Deilur haldi áfram, og þær magnist.
Hver lokaniðurstaða þess uppgjörs verður, hef ég ekki hugmynd um.
En, ég kaus skv. þeim sjónarmiðum að verja vald Forseta Íslands, að komið verði á fót bindandi þjóðaratkvæða greiðslum, auðlyndir landsins verði varðar óskorað og að auki að fullveldið verði varið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2010 | 21:52
Fjármálakrýsan hélt áfram á fullu spani þessa viku á Evrusvæðinu! Er hrun hennar á næsta leiti?
Niðurstaða þessarar viku er, að gengi Evrunnar féll. Að auki hefur vaxtakrafa fyrir hvort tveggja opinberar skuldir Portúgals og Spánar hækkað umtalsvert. Vaxtakrafa fyrir 10 ára bréf Portúgals er fór upp fyrir 7% múrinn á föstudag.
En, þ.s. enn merkilegra er - er hækkun svokallaðra "credit default svap - CDS" þ.e. skuldatryggingaálag, fyrir sjálft Þýskaland, og nokkrar aðrar vel stæðar aðildarþjóðir Evrusvæðis, fór upp í þessari viku. Skuldatryggingaálag Þýskalands er nú hærra en Svíþjóðar.
Vandinn er skv. þessu einkum einskorðaður við aðildarlönd Evrusvæðis!
Það er ekki lengur - ef spurning - að krýsan sé að vinda upp á sig!
Sjálf tilvist Evrunnar er í húfi - þess vegna þurfa aðildaríkin að bregðast hratt við, og mjög ákveðið.
Eins og sést á skýringamyndunum að neðan, þá fellur mikið af skuldum á gjalddaga næsta ár af skuldum Ítalíu, Portúgals og Spánar - sem þíðir að næsta ár burtséð frá núverandi krýsu verður erfitt ár fyrir þau ríki.
Sjá að neðan mynd frá De Spiegel International sem sýnir yfirlit yfir opinberar skuldir Evru landa.
Gríðarlega sterkur orðrómur er nú uppi um að Portúgal sé nú undir þrýstingi um að samþykkja björgunarpakka, eins og Írland. En, skv. orðrómnum, er þrýstingurinn vegna þess að spánskir bankar eiga mikið af skuldum Portúgals - sem sagt að Portúgal taki Spán niður í fallinu. Björgunarpakki ESB ráði við að redda endurfjármögnun Portúgals, en ekki 5. stærsta hagkerfis Evrópu. Ef Spánn falli sé úti um Evruna - hvorki meira né minna.
En þ.s. vaxtaálag fyrir portúgölsk ríkisbréf fór upp í rúmlega 7% á föstudaginn sl. - þá er nú vaxtaálag portúgals orðið mjög nærri því eins hátt og álag Írlands var orðið fyrir cirka mánuði.
Fyrir neðan er sýnt hvenær skuldir Ítalíu falla á gjalddaga. Næsta ár greinilega er stórt ár!
EU rescue costs start to threaten Germany itself :"Credit default swaps (CDS) measuring risk on German, French and Dutch bonds have surged over recent days, rising significantly above the levels of non-EMU states in Scandinavia." - ""Germany cannot keep paying for bail-outs without going bankrupt itself," said Professor Wilhelm Hankel, of Frankfurt University."
En ástæða þessa er talið vera sú, að óttast er að þær ábyrgðir sem þýskaland veitir í gegnum björgunarpakka ESB, muni á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum.
En veiting ábyrgða, er í eðli sínu hækkun á skuld viðkomandi lands, þó sú skuld sé ekki vaxtaberandi fyrr en eftir að björgunarlán er veitt út á þær ábyrgðir.
Þess vegna einmitt, verður þessi hækkun skuldatryggingaálags akkúrat eftir að fregnir berast um veitingu frekari björgunarlána - sem Þýskaland á stórt hlutfall ábyrgða um.
Berlin rejects rescue fund increase :"The German government has rejected any suggestion of an increase in the size of the 440bn European financial stability facility the eurozone rescue fund established by European Union finance ministers in May to help debt-laden members of the common currency zone." - "It really is a non-issue for the German government right now, said Steffen Seibert, the government spokesman. We have never been approached in any way about this. All conversations are taking place within the framework of the existing facility."
Ótti manna um það að vandinn sé að breiðast hratt út, kemur einmitt fram í orðróminum þess efnis, að til standi að stækka björgunarpakka ESB. Sem veldur því, að stjv. þýskalands sjá ástæðu til að neita honum formlega.
Fyrir neðan er sýnt hvenær skuldir Spánar falla á gjalddaga. Næsta ár greinilega er stórt ár!
Spain issues defiant warning to markets :"This weeks sharp rise in Spanish 10-year bond yields to 5.2 per cent is an indication of growing concern in eurozone bond markets that the fiscal crisis in Ireland could spread to other debt-laden countries including Portugal and Spain." - "José Luis Rodríguez Zapatero, Spanish prime minister, on Friday saidI should warn those investors who are short selling Spain that they are going to be wrong and will go against their own interests, Mr Zapatero said in an interview with Barcelona-based broadcaster RAC1, according to Bloomberg. He absolutely ruled out any need for a rescue."
Þessi neitun forsætis ráðherra Spánar, sýnir að meira að segja, er komin upp heit umræða um hættuna á því, að sjálfur Spánn muni þurfa að leita aðstoðar.
En, sú umræða byrtist einnig í umræðu um þörf þess, að stækka björgunar pakka ESB svo unnt muni verða að veita aðstoð til Spánar, ásamt Portúga, Írlandi og Grikklandi.
Fyrir neðan er sýnt hvenær skuldir Portúgals falla á gjalddaga. Næsta ár greinilega er stórt ár!
Portugal denies facing bail-out pressure :"Portugal has denied as totally false reports that it is under pressure from the European Central Bank and other eurozone governments to request an international financial bail-out." - "There is no truth to these reports, a government spokesman told the Financial Times. There has been no pressure on Portugal to ask for assistance and we have no need to ask for a financial rescue." - "Yields on Portuguese government bonds, already close to record highs, moved further upwards on Friday after the Financial Times Deutschland reported that Portugal was being pressed to follow Greece and Ireland in seeking a bail-out."
Miðað við það að vaxtakrafa Portúgals fór upp í rúm 7% á föstudag sl., þá er vaxtakrafa þegar orðin óbærileg.
Munum, að þegar ríkisstj. Írl. ákvað í sumar að hætta frekari skuldabréfa útgáfum um tíma, þá var vaxtakrafa Írl. fyrir 10 ára bréf í rúmum 6%.
Ef þessi hækkun vaxtakröfu Portúgals gengur ekki til baka í næstu viku, þá verður erfitt að sjá að portúgalski ríkissjóðurinn hafi efni á að selja frekari bréf, sem eru slæm tíðindi því í þessari vikur viðurkenndi ríkisstj. portúgals að ríkissjóðs hallinn hefði farið upp í síðasta mánuði, í stað þess að fara niður.
Þá reynir á hve mikið lausafé portúgalska ríkið ræður yfir - en þegar Grikkland óskaði eftir aðstoð átti gríska ríkið einungis fé til nokkurra daga.
Portúgal kynnti nýjar sparnaðar aðgerðir í vikunni, sennilega tilraun til að fá fram viðsnúning viðhorfa markaðarins - en ekki virðist það útspil hafa virkað.
Ég hef því grun um að ríkisstjórn Portúgals muni vera beitt miklum þrýstingi um að einnig samþykkja björgunarpakka - jafnvel þegar fyrir lok næstu viku.
Þó Portúgal skuldi minna en Írland - þó portúgalskir bankar séu ekki eins slæmir og írskir bankar, þá kemur á móti að viðskiptahalli er mjög mikill þar - sem ásamt Grikklandi er sá mesti í á Evrusvæðinu.
En, viðskiptahalli sérstaklega af þessari stærðargráðu, dregur mjög mikið úr tiltrú fjárfesta - en viðskiptahalli hefur sjálfstæð áhrif til skuldaaukningar óháð áhrifum halla á ríkissjóði. Samanlagt, veldur það því að Portúgal þarf mjög mikla aðlögun, til að ná fram sjálfbærni eigin hagkerfis.
Yfirlitsmynd yfir stöðu Grikklands, Írlands, Ítalíu, Portúgals og Spánar!
Debt fears pound single currency :""By late afternoon in London on Friday, the euro stood at $1.3223 against the dollar, down 3.4 per cent during the week. It was down 0.9 per cent to £0.8476 against sterling and fell 2.5 per cent to Y111.24 versus the yen. Against the Swiss franc, the euro shed 2.3 per cent to SFr1.3256."
Eins og þarna kom fram, varð umtalsvert gengisfall Evrunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heimsins orðin staðreynd við lok markaða á föstudag sl.
Sjálfsagt finnst einhverjum merkilegt, af hverju Spánn er í hættu, þegar skuldir spænska ríkisins eru lægri en skuldir þýska ríkisins.
Þarna kemur til að innviðir spænska hagkerfisins, eru gríðarlega fúnir.
En fasteigna bóla Spánar var síst minni en fasteigna bólan á Írlandi sem sökkti írska bankakerfinu í hyldýpi ónýtra lána - sem tók írska hagkerfið með sér í fallinu.
Mikil óvissa er um stöðu svokallaðra "cajas" þ.e. spánskra bankastofnana sem sérhæfa sig í viðskiptum með fasteignir.
Að auki virðist allt á huldu með það hvert raunveruleg fasteigna verð er, nú í kjölfar hrunsins.
Við þetta bætist gríðarlegt atvinnuleysi - yfir 40% meðal ungs fólks.
Einnig er almenningur mjög skuldum vafinn, alveg eins og á Írlandi, með sama hætti og þar vegna afleiðinga er tengjast fasteignabólunni.
Að auki er verulegur viðskiptahalli enn til staðar.
Eins og kom fram að ofan falla mikið af skuldum á gjalddaga á Spáni, á næsta ári.
En, skv. myndinni að ofan - þá nær sá toppur hámarki í apríl 2011.
Niðurstaða
Evrópa - nánar tiltekið Evrusvæðið, er aftur á ný komið á bólakaf krýsu - sem ef allt fer á versta veg getur leitt til endalokar Evrunnar sjálfrar.
Vangaveltur um þ.s. áður hefði þótt langsóttar aðgerðir nú ríða ljósum logum - svo sem að sum ríki verði styrkt til að yfirgefa Evrusvæðið. Að tiltekin kjarnaríki stofni nýja Evru en sú gamla verðfalli stórt. Að þýskaland eitt og sér, ríði á vaðið og endurreisi markið á ný, o.s.frv.
Hvað okkur hér heima varðar - þá getum við einungis verið áhorfendur - beðið milli vonar og ótta eftir því hvað gerist!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.11.2010 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 23:48
Ísland er enn í bankakreppu!
Nú er nýútkomið annað tölublað ritsins Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabanki Íslands gefur út. Ég tek hérna til skoðunar umfjöllun um stöðu bankakerfisins.
Fyrst vil ég nefna þ.s. AGS sagði í sumar um ísl. fjármálakerfið:
- 45% útlána miðað við bókfært virði séu "non performing" þ.e. ekki verið að greiða af þeim.
- 63% útlána miðað við "claim value" þ.e. rukkað virði "non performing".
- Meðal eiginfjárhlutfall sagt 17%.
Klárlega fer það algerlega eftir raunvirði hins slæma hluta útlána, hver raunveruleg eiginfjárstaða er. Ef virði væri ekkert, er staðan klárlega neikvæð og vel það.
Skoðum núverandi ástand í samanburði við sögu bankakrísa í SA-Asíu:
Banking Crises in East and South Asia (19802002)
Economy.............Period.........Non performing loans
Bangladesh.........19851996...........20%
China.................1990..................50%
Indonesia...........19972002............70%
Japan.................1991..................35%
Korea.................19972002...........35%
Malaysia.............19972001............30%
Nepal.................1988.....................29%
Philippines..........19831987............19%
Philippines..........1998...................20%
Sri Lanka............19891993............35%
Taiwan...............19971998............26%
Thailand.............19972002............33%
Vietnam..............1997..................18%
Iceland...............2010....................45% (bæti Íslandi inn)
Eins og sést - er staða okkar banka með því versta sem gerist, mið tekið af bankakreppum!
- "Samanlögð arðsemi eigin fjár samstæðna stærstu viðskiptabanka nam um 16% á fyrri árshelmingi 2010."
Þetta hljómar ekki slæm arðsemi - en þetta er mikill hagnaður.
- "Á tímabilinu voru umtalsverðar tekjur af metinni virðishækkun útlánasafnsins sem nýju
bankarnir tóku yfir af þeim gömlu. Samanlögð tekjufærsla viðskiptabankanna vegna metinnar virðishækkunar yfirtekinna útlána nam þannig 33 ma.kr. eða 33% af hreinum rekstrartekjum." - bls. 11.
1/3 rekstrartekna, kemur með öðrum orðum ekki til fyrir annað en það, að bankarnir fengu útlánapakka inn skv. bókfærðu virði - en ákveða að rukka skuldara skv. upphaflegu virði án þeirrar niðurfærslu.
Er þetta ekki frábært - smá bókhaldsfix, fengum lánin á 75 og rukkum 100, mismuninn skráum við sem tekjur.
Niðurstaða - ef enginn skoðar nema rétt yfirborðið, umtalsverður hagnaður.
Ég þarf varla að taka fram, að þetta er bara tilbúinn hagnaður. Ég meina, að ekki er um að ræða raunverulega virðishækkun lánanna eða raunverulegann rekstrarhagnað. Auðvitað einungis hægt að nota þetta fiff einu sinni.
- "Í lok júní 2010 nam bókfært virði heildarútlána viðskiptabankanna tæplega 2.000 ma.kr."
- "Rúmlega helmingur útlána bankanna var gengisbundinn og um fjórðungur verðtryggður."
Hvað þarf frekari vitnan við - liðlega helmingur lánapakkans er í óvissu, vegna réttaróvissu og líkur á virðislækkun.
Það þarf ekki mjög mikla viðbótar virðisrýrnun hafandi í huga hátt hlutfall slæmra lána - til þess að ég tel, bankarnir gerist mjög viðkvæmir fyrir frekari minnstu sveiflum.
Ekki furða að Már segði efirfarandi:
"Á næstu mánuðum mun skýrast hvort ólögmæti gengistryggingar hefur þær afleiðingar að eigendur fjármálafyrirtækja þurfi að leggja þeim til aukið eigið fé." - "Það mun þó ekki nægja til að gefa fjármálafyrirtækjunum það heilbrigðisvottorð sem þarf til þess að hægt sé að losa verulega um gjaldeyrishöftin." - "Fjármögnun fjármálafyrirtækja er nú varin af höftunum og yfirlýsingu stjórnvalda um að innlán séu að fullu tryggð." - "Mikilvægt er að traust á fjármálakerfið verði nægjanlegt til að fjármögnun kerfisins standist án þessara varna."
- Ég er handviss um að rétt sé, að staða bankanna sé það alvarleg, að eiginfjárinnspýting - geti reynst nauðsynleg. En, reyndar held ég að hennar verði nær alveg örugglega þörf - sennilega þegar á fyrstu mánuðum næsta árs.
- Áhugavert er að Már skuli telja, að bankarnir muni samt þó svo til eiginfjár aukningar komi, vera of viðkvæmir til að þola aflagningu hafta.
Afleiðing:
Athugið töfluna að ofan, og takið eftir að bankarnir eru í dag í verri stöðu en japanskir bankar voru í, þegar Japan var á leið inn í áratuginn tínda, þ.e. japönsku stöðnunina.
Ég skynja verulega hættu á því, að Ísland sé á leið inn í írskan feril, þ.e. bankarnir voru endurreistir svo veikir, auk þess að líkur á frekara tjóni á innlánum virðast hafa verið vanmetnar - sem minnir á mistaka röð írskra stjórnvalda eftir að þau tóku skyndi ákvörðun um að hjálpa bönkunum sínum í stað þess að gera þá gjaldþrota.
Þá á ég við, að eins og á Írlandi nú undanfarið ár, komi fjárinnspýting stjórnvalda eftir fjárinnspýtingu - skuldir ríkisins hækki í hvert sinn, kostnaður vegna vaxtagjalda vaxi úr hófi sem og halli ríkisins.
Þetta er þ.s. mig grunar að ferill næsta árs verði - en því miður þ.s. skuldastaða ísl. er til muna verri en þegar Írl. lagði upp í sinn leiðangur, þá muni hann taka skjótar enda.
En þá er ég að tala um eiginlegt annað hrun bankakerfisins, ásamt því að ísl. ríkið muni lenda í mikilli krýsu með eigin fjármál.
Málið er, að ég er viss að framvinda efnahags mála verður til muna slakari en spár ASÍ, Seðlabanka og Hagstofu reikna með. Þannig, að slæmum lánum muni halda áfram að fjölga - og hrap eignaverðs haldi einnig áfram.
En, það muni einmitt verða sú þróun, sem muni valda endurtekinni þörf fyrir frekari stuðning við bankakerfið.
Auðvitað fýkur þá AGS planið algerlega út um gluggann.
Niðurstaða
Mín skoðun er að það þurfi að gera bankana upp á nýjan leik, síðan búa til nýjan banka/nýja banka.
Við búum við raungjaldþrota bankakerfi. Því miður held ég, að ekki sé valkostur um annað, þ.e. fjárhagur ríkisins eins og komið er leyfi ekki meira, en að fókusa á að tryggja að í algeru lágmarki verði einn banki starfandi hér.
Með öðrum orðum, Arion Banki og Íslands Banki verði látnir róa. Þ.e. ríkið þvoi hendur sínar af þeim. Þeir lifi eða farist, eftir því hvort kröfuhafar Glitnis og Kaupþings Banka telja sig hafa hag af því að tryggja rekstur þeirra eða ekki.
Ég myndi þó ekki veðja stórum upphæðum um það, að þeir ákveði að tryggja þeirra áframhald!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2010 | 23:19
Smá gagnrýni frá eigin brjósti á það AGS plan, sem Ísland nú starfar undir!
Lilja Mósesdóttir segir Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn dýpka kreppuna hérlendis!
Sjá frétt þ.s. Lilja Mósesdóttir gagnrýnir AGS planið, eins og það byrtist hérlendis!
Stjórnarliðar deila enn og aftur um AGS. Lilja segir sjóðinn dýpka kreppuna
Lilja Mósesdóttir: "Á Alþingi í dag vakti hún athygli á spá um minni hagvöxt og sagði fyrri ríkisstjórnir ekki hafa hlustað á varnaðarorð sín um að efnahagsáætlun AGS dýpki einungis kreppuna hér á landi. Við munum ekki komast út úr kreppunni nema ríkið hætti við niðurskurð sem hætti við niðurskurð sem leiðir til fækkunar starfa, hækki lágmarksbætur og stuðli að hækkun lágmarkslauna til að örva eftirspurn, ásamt því að veita fjármagni í atvinnuskapandi verkefni, sagði hún á Alþingi."
Helgi Hjörvar: Það, sem mun skapa hagvöxt og koma hjólum atvinnulífsins af stað, er fjárfesting. Ekki síst erlend fjárfesting. Samstarf við AGS er lykilatriði í því að að koma hér af stað þeim fjárfestingarverkefnum sem að okkur hér hefur ekki enn tekist að hrinda af stað, sagði Helgi Hjörvar.
Stiglitz uppi í Háskóla - cirka 2 klst. í hlustun en vel þess virði!
Ég mynni fólk á að hann Stiglitz gagnrýnir þá aðferð sem AGS beitir, að láta lönd taka stórfé að láni eins og í okkar tilviki, og kalla það gjaldeyris varasjóð.
Það sem ég tel að hefði á hinn bóginn verið til mikilla muna gagnlegra, er ef AGS hefði gengist fyrir milligöngu á milli okkar og kröfuhafa Íslands.
En að sjálfsögðu eru slík lán auðvitað íþyngjandi fyrir viðkomandi land síðar meir, þó svo að þau séu á lægri vöxtum en viðkomandi ríki gæti fengið annars staðar þá stundina - en AGS auðvitað vill peningana aftur til baka fyrir rest.
Einkum í skuldakreppu, er mikilvægt að lágmarka hækkun skulda á sama tíma, og flýtt er sem mest fyrir því, að óþægilega íþyngjandi skuldir lækki og hverfi.
Það er því mikilvægt að lágmarka sem mest frekari lántökur, sem eru hrein viðbót við skuldir - AGS lán meðtalin, þó svo vextir þeirra séu lægri en markaðslán við slíkar aðstæður, þá að sjálfsögðu samt auka þær við skuldir viðkomandi lands og þar með hækka vaxtagjöld þess.
Ef AGS hefði einungis lánað til að fleyta okkur áfram til skamms tíma - en raunverulega lausnin hefði verið samningar við kröfuhafa, um endurskipulagningu lána.
Veltið þessu fyrir ykkur. Hvað ef krónubréfa eigendur samþykktu að fá greitt til baka, á lengri tíma - þ.e. að skipta núverandi bréfum fyrir ný með lengri greiðsludreifingu.
Það væri hægt að afnema höftin þegar í kjölfarið án veruleg útstreymis fjár.
Síðan aðrir kröfuhafar Ísl. - en, með árleg vaxtagjöld rúm. 18% af tekjum ríkissjóðs sem er meira en kostar að reka allt skólakerfið á hverju ári, - en þetta stafar af því að stærstu lánin voru tekin í tengslum við hrunið og á mjög óhagstæðum kjörum, - þá er skuldabyrðin mjög íþyngjandi fyrir ríkið sem takmarkar möguleika þess til að beita sér við það verkefni að snúa hagþróun hérlendis við.
Það eitt að skipta þeim sömu lánum út fyrir ný með meiri greiðsludreifingu og lægri vöxtum, myndi laga hlutina mikið og þar með minnka niðurskurðar þörf ríkisins.
Minnkuð niðurskurðar þörf myndi draga úr samdrætti - þetta myndi auka fjármagn þ.s. sem ríkið hefur til umráða til að standa fyrir framkvæmdum eða annarri atvinnusköpun - flýta fyrir efnahagslegri viðreisn landsins.
Þetta er kölluð endurskipulagning skulda - og er alls ekki sjaldgæfur hlutur, heldur einmitt dæmigerð viðbrögð ríkja sem lenda í skuldakreppu, að leita eftir samningum við kröfuhafa sína, um bætt lánskjör svo viðreisn efnahagslífs geti farið fram með skjótari hætti.
- Reyndar botna ég alls ekki í því, af hverju þeirri leið hefur ekki verið fylgt - fram að þessu.
- Enda hefur AGS oft áður beitt sér með þeim hætti - af hverju ekki gagnvart okkur?
- Getur verið að Bretar og Hollendingar ráði einhverju um það?
- En núverandi prógramm virðist eins og klæðskerasniðið skv. því sem mætti ætla að bankar og aðrir stórir kröfuhafar vilja einkar helst - þ.e. allt borgað til baka án lækkunar vaxta eða lagfæringar greiðsluskilmála til lækkunar vaxtabyrði.
- Það má eiginlega segja að þetta sé eins og spegilmynd hegðunar ríkisstj. gagnvart almenningi - þegar kemur að skorti á samúð vinstri flokkanna gagnvart skuldugum almenningi.
- Sem fær mann til að velta því fyrir sér - af hverju standi á þeim viðhorfum innan stjórnarflokkanna, að kóa með bankamönnum og að því er virðist kröfuhöfum Íslands. Þessi meðvirkni er lítt skiljanleg!
Ef AGS hefði beitt sér fyrir endurskipulagningu skulda Íslands, verið milligönguaðili við samninga okkar við kröfuhafa landsins - með þ.s. markmið að lækka greiðslubyrði landsins, þá væri samstarfið raunverulega að flýta fyrir endurkomu Ísl. inn á lánamarkaði, flýta fyrir því að ástandið batnaði.
Ég held að Stiglitz hafi rétt fyrir sér, að dæmigert AGS prógramm er meingallað.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2010 | 00:17
Samanburður á nýrri spá Hagstofu Ísl og nýl. spá Seðlabanka, nokkru eldri spá ASÍ!
Áhugavert er að allar spárnar eru sammála um að hættar að reikna með risaálvers framkvæmdum á næsta ári. En, skv. fyrri spám þeirra allra átti hagvöxtur að meginhluta vera drifinn af slíkri risaframkvæmd á Reykjanesi.
En, athygli vekur að í staðinn reikna stofnanirnar með aukinni neyslu og aukinni einka fjárfestingu, til að filla það hagvaxtar tómarúm sem þá skapast.
- Allar stofnanirnar reikna með fjárfestingu lífeyrissjóða í vegagerð.
- Einnig með Búðarháls virkjun og stækkun Straumsvíkur.
- Síðan með því að Helguvíkur álver fari af stað 2012.
Það er verið að halda því fram, að hagvöxtur hafi hafist á 3. ársfjórðungi þess árs.
Seðlabanki heldur því fram nú - og spá Hagst. virðist innibera þ.s. forsendu.
Hagstofa hefur hækkað áætlun sína um atvinnuvega fjárfestingu, segir aukningu á þessu ári.
Fyrir mína parta, er ég mynnugur þess að á þessu ári var lengi vel haldið fram að hagvöxtur hefði verið á fyrsta ársfjórðungi. Síðan átti hann að hafa haldið áfram inn á annan fjórðung. Mikið fanfare í fjölmiðlum, þess efnis að nú væri viðsnúningur hafinn - cirka í júní ef fólk man enn eftir þessu.
Fyrir bragðið, mun ég ekki trúa því að hagvöxtur sé hafinn, fyrr en ég sé staðfestingu þess á þegar lokatölur um þetta ár verða gefnar úr á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
- Aðal drifkraftur hagvaxtar skv. þessum spám, á greinilega vera fjárfesting.
Samanburður á könnunum (2010 innan sviga) þ.e. spá þeirra um næsta ár
Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar.....ASÍ............Hagst.............Seðlab.
Einkaneysla..................................................n,n...........2,6(-0,2)...........3,6(-0,3)
Samneysla..............................................-3,8(-3,3)......-4,3(-3,7)..........-2,4(-3,7)
Fjármunamyndun.......................................16(-24).......14,9(-4,6)...........8,3(-3,7)
Atvinnuvegafjárfesting................................33,9(-12).....23,5(11,3).........10,8(-13,6)
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði.........................0,0(-21,9)....20,8(-23,2)........24,2(-22,1)
Fjárfesting hins opinbera...........................-23,5(-30,5)...-18,9(-25,5)......-13,5(-28,2)
Þjóðarútgjöld............................................1,9(-3,7)........2,4(-1,9)..........2,8(-1,6)
Útflutningur vöru og þjónustu......................1(-1,9).............1(-0,1)...........0,8(0,4)
Innflutningur vöru og þjónustu.....................1(-1,5)............2(2,7)............1,8(2,9)
Verg landsframleiðsla..................................1,7(-3,7)...........1,9(-3)..............2,1(-2,6)
- Ein hugsanleg skýring á aukningu fjárfestinga fyrir þetta ár, er sú að framkvæmdir við Búðarháls eru hafnar. En, þær eru á hægu tempói þangað til að tekist hefur að ganga frá fjármögnun, sem enn er ekki frágengin.
- Mér finnst þetta vera nokkuð áhættusamt, en þ.e. ekki nokkur leið að ábyrgjast það að lokafjármögnun takist, en LV er nú tvisvar í röð búin að fá neitun á láni frá Þróunarbanka Evrópu. Ég sé ekki í kortunum að afstaða Þróunarbanka Evrópu sé við það að breytast.
- Ef LV hefði greiðann aðgang að hagstæðu lánsfjármagni, væri LV fyrir löngu búin að ganga frá fjármögnun.
- Ef ég væri að vinna svona spá - þá myndi ég byrta 2 niðurstöður þ.e. aðra með Búðarháls og aðra án, þ.e. há og lág spá.
- Mín persónulega spá - er vöxtur innan við prósent. En þá geri ég ekki ráð fyrir framkv. v. Búðarháls og því ekki stækkun Straumsvíkur.
- Síðan má bæta einu enn inn, að síðast þegar ég heyrði var ekki enn búið að ganga frá samkomulagi við lífeyrisjóðina um framkv. í samgöngumálum á Suðulandi - þ.e. veginn sem á að hafa tollhlið.
- Ég myndi einnig sleppa þeim framkv. í lágspá.
- Ekki síst vekur athygli ótrúleg bjartsýni um aukningu á húsbyggingum þegar á næsta ári, en ASÍ skynsamlega reiknar með að lagerinn af tómu kláruðu húsnæði þurfi að ganga upp fyrst áður en möguleiki skapist á því, að eftirspurn skapist eftir nýbyggðu húsnæði.
Samantekt á vanda heimila og fyrirtækja:
- 1/3 fyrirtækja með neikvætt eigið fé.
- 50% fyrirtækja í vanskilum með lán við bankana.
- 24,4% heimila í greiðsluvanda!
- 27,95% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu.
- 41,27% heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
- 48.500 manns tóku út séreignarsparnað!
Ég rifja þetta upp, svo fólk geti haft þetta til hliðsjónar - en tölurnar eru skv.:
Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010
Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavandann
Niðurstaða
Ég hvet fólk til að tjá sig um það, hvort þ.e. þeirra upplifun að hagvöxtur í kringum eða tæplega 2% sé líklegur á næsta ári?
Ég er sjálfur mjög skeptískur á að - ef það verði hagvöxtur, að hann verði þetta mikill. En, mín skoðun, er að tilkoma hagvaxtar á næsta ári sé ef spurning. En, ég er sterkt skeptískur á að samdrætti sé lokið.
En, ég bendi á að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar er ekki frágengin. Ef fjármögnun heldur áfram að dragast, verður erfitt að sjá að LV muni treysta sér til að láta verktaka halda áfram jafnvel þeim takmörkuðu framkv. sem nú eru til staðar á svæðinu.
Né veit ég til þess, að samkomulag við lífeyrissjóði um framkv. í samgöngumálum á suðurlandi, sé frágengið - en nokkur andstaða hefur verið um þær hugmyndir um tollveg.
-----------------------------Að neðan spárnar 3
Ný endurskoðuð spá Hagstofu Íslands
Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar.....2010.............2011............2012
Einkaneysla..................................................-0,2...............2,6...............2,9
Samneysla...................................................-3,7..............-4,3..............-2,2
Fjármunamyndun..........................................-4,6..............14,9.............24
Atvinnuvegafjárfesting...................................11,3..............23,5.............30,1
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði..........................-23,2...............20,8.............21,1
Fjárfesting hins opinbera.............................-25,5...............-18,9............-3,7
Þjóðarútgjöld..............................................-1,9...................2,4.............5
Útflutningur vöru og þjónustu.......................-0,1....................1................2
Innflutningur vöru og þjónustu......................2,7.....................2................6
Verg landsframleiðsla..................................-3........................1,9..............2,9
Hérna er svo spá Seðlabanka fyrir næstu 3. ár: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010
Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar.....2010.............2011............2012........2013
Einkaneysla...............................................-0,3 (0,5)......3,6 (3,3)......2,3 (3,5)......2,2
Samneysla................................................-1,7 (-3,2)....-2,4 (-3,8)...-2,4 (-2,4).....2,0
Fjármunamyndun.......................................-3,7 (-3,8).....8,3 (24,6)...22,0 (6,3).....12,2
Atvinnuvegafjárfesting..............................-13,6 (15,1)...10,8 (35,6)...26,3 (2,8).....12,0
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði.......................-22,1 (-24,3)...24,2 (23,9)..20,4 (26,0)....15,9
Fjárfesting hins opinbera...........................-28,2 (-29,9)..-13,5 (-15,2)..4,5 (4,5).......8,0
Þjóðarútgjöld............................................-1,6 (-0,7).......2,8 (3,7).....4,2 (2,5).......4,0
Útflutningur vöru og þjónustu......................0,4 (-1,2)........0,8 (1,2).....2,0 (1,8).......2,0
Innflutningur vöru og þjónustu....................2,9 (1,3)..........1,8 (3,7).....4,8 (3,5).......3,9
Verg landsframleiðsla................................-2,6 (-1,9).........2,1 (2,4)....2,7 (1,7).......3,0
...............................2010..........2011..........2012.............2013
Hagvöxtur................-3,7%..........1,7%..........1,7%...........3,8%
Samneysla...............-3,3%..........-3,8%........-1,8%..........-0,4%
Fjárfesting.............-24%............16%...........22%............20%
Atvinnuv................-12%.............33,9%.......29,9%..........22,6% (fjárfesting atvinnuvega)
Húsnæði................-21,9%...........0,0%.........8,0%..........20,0% (fjárfesting húsnæði)
Opinbera................-30,5%........-23,5%........-0,9%...........1,0% (fjárfesting opinbera)
Þj.útgj.....................-3,7%...........1,9%.........4,2%...........4,5%
Útflufl......................-1,9%...........1,0%.........2,7%...........5,4%
Innfl.........................-1,5%...........1,0%.........8,6%..........7,2%
Verðbólga...................5,4%............1,9%........1,7%..........1,9%
Atv.leysi.....................8,2%............7,7%.........6,8%..........6,1%
Viðsk.jöfn..................-0,9%...........-0,3%........-4,1%.........-4,7%
Kv.
23.11.2010 | 00:27
Írland skuldar bönkum í aðildarríkjum Evrópusambandsins samanlagt 509 milljarða Evra! Á meðan magnast hættan á nýrri samevrópskri bankakrýsu!
Til þess að skilja hvað er í gangi í tengslum við krýsuna í sambandi við Írland, af hverju hún er ógn við bankakerfi Evrópu, þá verður ekki litið framhjá skuldum Írlands.
Hérna fyrir neðan er frábær mynd, sem plottar skuldir Írlands við hin ímsu ríki mælt í dollurum.
Þessar gríðarlegu skuldir Írlands víð á dreif um banka annarra aðildarríkja, er ástæða þess að aðrar aðildarþjóðir voru bókstaflega í gær, að keppast við að lýsa því yfir að þær muni samþykkja aðstoð við Írland, í kjölfar formlegrar beiðni Brian Lenihan fjármálaráðherra Írl. um aðstoð.
- 509 ma. Evra - berið það saman við líklegan björgunarpakka upp á 80-90 ma. Evra.
- Klárlega, kostar það minna fyrir aðildarríkin, að aðstoða Írland núna - svo ákafinn um að veita aðstoð, er ekki endilega alveg laus við tengsl við eigin hagsmuni hjá viðkomandi þjóðum.
Reassurances fail to dispel bank fears :"European bank shares fell again on Monday as news of an 80bn-90bn bail-out for Ireland failed to ease fears of a deepening sovereign debt crisis across the eurozone." - "Frozen out of the capital markets, Portuguese banks have been relying heavily on European Central Bank funding, borrowing just over 40bn in October. This was down slightly from a peak of 49.12bn in August, but much higher than monthly rates of 10bn-15bn before the Greek sovereign debt crisis in May."
Þrátt fyrir þetta, þá féll gengi hluta í evrópskum bönkum á mánudaginn. Áhyggjur markaðarins af stöðu bankanna, virðast vera því miklar.
Portúgalskir bankar virðast ekki vera í góðri stöðu heldur. Eins og þeir írsku hafa þeir í vaxandi mæli þurft að leita á náðir ECB.
Menn hafa einnig áhyggjur af spönskum bönkum, sérstaklega þeim sem bera nafngiftirnar "Cajas" þ.e. bankar sem sérhæfa sig í fasteigna lánum. En, það voru einmitt fasteignalán sem sökktur írsku bönkunum, og ef eitthvað var þá var spænska fasteigna bólan enn meir "spectacular" en sú írska. A.m.k. hlutfallslega eins stór og sú íslenska.
Jafnvel Þýskaland gæti lent í veseni með sína banka, vegna þess hvað þýskir bankar eiga gríðarlega miklar skuldir á Írlandi - en enn stærri á Spáni. Ef allt færi á versta veg, þá gæti farið svo að fj. þýskra banka þyrfti endurfjármögnunar við.
- Svo óróinn á mörkuðum er ákaflega skiljanlegur. Einnig, mjög skiljanlegt að ríkisstj. aðildarlanda ESB, bregðist fljótt við þegar Írl. stefnir í alvarlega bankakrýsu.
- Skuldir þýska ríkisins/ríkjanna myndu þá snaraukast svo um munar allt í einu!
Markets bail-out relief rally is short-lived :"Call it the shortest relief rally on record....Shares, bond yields and the euro all responded positively initially but after only a few hours gave up their early gains. Markets instead remain haunted by the fear of contagion: that Europes debt crisis could spread from the relatively small, so-called peripheral countries of Greece, Ireland and Portugal to the bigger names of Spain and Italy." - "I do wonder how long it will be before there is another crisis and another rescue package is needed, said Keith Wade, chief economist at Schroders, the UK fund manager."
- Sama gildir hér. Þessi niðurstaða verður skiljanleg þegar raunstaða bankakerfa álfunnar er höfð til hliðsjónar, og þau vandræði fyrir hagkerfi Evrópu sem ný samevrópsk bankakrýsa getur orsakað.
- Síðan má ekki heldur gleyma skuldakrýsu sjálfra aðildarríkjanna, en nokkur stefna á skuldir um eða yfir 100% af þjóðarframleiðslu, á sama tíma og forsendur til hagvaxtar eru a.m.k. til skamms tíma slæmar.
- Þannig, að niðurstaða dagsins í gær fyrir Evruna var þá skiljanleg, þ.e. gengið stóð í stað. Þetta lýsir því óvissu ástandinu, að markaðir eing og aðrir býði frétta.
Markets bail-out relief rally is short-lived :"...strategists at Citi have singled out Spain because of the high level of debt held not just by its government but by companies and consumers...Spain . . . today [has] a worse net debt position than Japan did in the 1990s. ..There is simply too much debt, wrote Matt King, Citis global head of credit strategy."
- Vandi Spánv. er gríðarlegar skuldir á víð og dreif um hagkerfið, eins og hérlendis einkum meðal almennra borgara og fyrirtækja. Skuldir ríkisins sjálfs eru ekki enn orðnar verulega alvarlegar.
- En alveg eins og hér, þarf ríkið mjög sennilega að skuldasetja sig, til að liðka fyrir hagkerfinu - svo möguleiki sé til að endir verði bundinn á stöðnun og dauða. En, skv. nýl. fréttum mælist enginn hagvöxtur á 3. ársfjórðungi á Spáni.
- En raunveruleg hætta er þar eins og hér, á því að ástand mála þróist yfir í langvarandi ástand stöðnunar og hagkerfisdoða.
Síðan að lokum áhugaverð hugmynd írsks hagfræði prófessors: Irish rescue is expensive sticking plaster
- "The other, better option is to address the problem of European Union banks as a whole.
- To do this a ruthless mark-to-market analysis of the balance sheets of all European banks is now needed the only way to find out how much their assets are actually worth followed by a continental rescue plan.
- Europe-wide solution is needed.
- This process would see a new Europe-wide stress test.
- A European bail-out fund would supply a proportion of the shortfall needed in each bank, in return for equity in the financial institution concerned, diluting equity holders.
- The remaining shortfall would be met by debt restructuring at the expense of creditors.
- With the whole deal worked out and announced as a package, uncertainty would be minimised.
- It would be too late for investors to flee and there would be nowhere in Europe to flee to.
- The European Central Bank can provide liquidity to maintain the situation while the deal is being worked out.
- Contagion could spread to other banks outside the EU, so countries such as Switzerland and Norway should be offered the option of participating.
- Working out both the valuations and the proper proportions of bail-out and debt restructuring would be politically testing.
- Large net contributors to a bail-out fund, along with countries with sound banks, would also want fewer subsidies than others.
- It is also unclear if the enlarged EU could pull off such a feat of technical analysis and political co-ordination in a reasonable time.
- So many will conclude that the EU is simply not up to it, and they may well be right.
- But the alternative is what we now have: an inordinately expensive sticking plaster, over a wound that is not healing."
Hann er að segja að ekkert minna dugi til, en að aðildarlönd ESB búi til annað sameiginlegt björgunarkerfi fyrir bankakerfi álfunnar, því vandinn sé svo samofinn að plástur hér og plástu þar einfaldlega sé ónóg, ólíklegt að binda enda á hina undirliggjandi krýsu.
Þetta er líklega rétt hjá honum, þ.e. að plásturinn á báktið hjá Írlandi, muni ekki stöðva óheillaþróunina, heldur einungis gefa pásu.
En skv. einni fréttinni enn, verður sú pása sennilega ekki íkja löng:
Spain shakes, rattles and rolls :"...the amount of refinancing facing the Spanish government and Spanish banks peaks in the spring, with close to 60bn of debt maturing in March and April together. [See Chart]"
Í dag búast flestir við því - sýnist mér - að þrýstingur muni næst beinast að Portúgal.
En, þ.e. mjög áhugaveð þessi greining risabankans J.P. Morgan um að ákveðinn fjármögnunar toppur muni koma á Spáni í apríl 2011 hvort tveggja í senn fyrir spænska banka og spænska ríkið.
Það verður klárlega viðkvæmt móment í tíma, sérstaklega ef þ.e. rétt að röðin sé Portúgal fyrst.
En, þá er virkilega mjög stutt í portúgalska krýsu nú í kjölfarið á þeirri írsku!
Niðurstaða
Það er óhætt að segja að við lifum á spennandi tímum! Stefnir í aðra bankakrýsu í Evrópu? Eða tekst að komast hjá henni? Mun Evran sjálf þ.e. tilvist hennar, komast í uppnám? Þ.e. ein spurningin sem ég hef ítrekað undanfarna mánuði velt fyrir mér. Prívat er það mín tilfinning að svo sé.
Ég er sammála prófessornum að ofan, að Írland er ekki endirinn á málinu. Ef kæfa á þetta vandamál, þarf sennilega umfangs miklar sameiginlegar aðgerðir. En, er til staðar í Evrópu nægilegt hugrekki meðal leiðtoga hinna ímsu landa?
Ég skil þá spurningu úti eftir í loftinu!
Kv.
21.11.2010 | 17:03
Verið að leggja lokahönd á samkomulag milli ríkisstjórnar Írlands og ríkisstjórna aðildarlanda Evrusvæðis um björgunarpakka! Segir Financial Times!
Samkvæmt FT.com hafa mjög stífar samningaviðræður staðið yfir um helgina, og að í dag sé verið að ganga frá útlínum lokasamkomulags.
Auðvitað veit enginn hvernig það akkúrat verður. Sjálfsagt verður stjórnvöldum Írlands falið það hlutverk að segja frá því, jafnvel þegar næsta mánudag - eða síðar í næstu viku. En það eru víst aukakosningar á miðvikudaginn í einu héraða Írlands, svo það má vera að beðið verði fram á fimmtudag.
Ireland bail-out talks intensify: "The IMF and EU spent Friday in Dublin combing through the balance sheets of Irelands stricken banking sector as well as the public finances, with a view to determining how big the bail-out should be." - "Talks intensified on Saturday as officials from the National Treasury Management Agency, the body that manages the Irish governments bond auctions, joined experts from the International Monetary Fund and the European Union." - "Ministers will meet on Sunday to complete the plan, which will involve at least 15bn ($20bn) of spending cuts and tax increases or about 10 per cent of annual economic output from 2011 to 2014." - "According to EU and Irish officials, the figure will be less than last Mays 110bn rescue of Greece, but will run into tens of billions of euros."
Það verður áhugavert að sjá hver loka niðurstaðan verður, en eins og áður hefur komið fram leggja írsk stjv. mikla áherslu á að verja lága skattheimtu á atvinnulífið á Írlandi. Það má vera að stjv. Írl. bakki e-h í þeirri afstöðu, og að einhver slík hækkun skatta fari fram.
Ireland bail-out talks intensify: "Antonio Garcia Pascual, economist at Barclays Capital, estimated the IMF-EU plan could involve 22bn-37bn for restructuring and recapitalising Irish banks, plus about 60bn in contingency money to cover the Irish states funding needs between 2011 and 2013."
Semi gerir þá 82ma.EUR - 97ma.EUR.
Ireland bail-out talks intensify: "Details of the bail-out are likely to emerge soon after a by-election in the northern county of Donegal on Thursday that Fianna Fáil, the party that dominates Irelands ruling coalition, expects to lose."
Eins og þarna kemur fram, þá má vera að ríkisstj. Írl. kjósi að bíða með að segja þjóðinni frá tíðindum helgarinnar, þegar aukakosningar í Donegal hafa farið fram á miðvikudag, þannig að tíðindin berist ekki fyrr en á fimmtudag eða jafnvel föstudag.
Ireland bail-out talks intensify: "Klaus Regling, who runs the eurozones 440bn stabilisation fund for imperilled member states, said on Friday that the IMF and EU experts might need a full two weeks to finish their tasks meaning that the bail-out might not be announced until December."
Þetta er áhugaverð yfirlísing. Spurning hvort markaðir geti þolað slíka bið. En írsku bankarnir raunverulega virðast hanga einungis á prentuðum Evrum frá seðlabanka Evrópu (ECB).
Klárlega mun verða tilkynnt um þetta miklu fyrr, sennilega a.m.k. fyrir lok næstu viku af írskum stjv.
Það er þó líklegt að fram muni koma einnig, yfirlísing aðildarríkjanna um málið.
Eitt af því forvitnilega, verður hvort að aðildarlöndin bíða með yfirlísingu til að þóknarst stjv. Írl. sem standa frammi fyrir aukakosningum í vikunni, eða þá hvort sú yfirlísing kemur strax í loftið á mánudaginn nk.
Það mun fara sjálfsagt eftir því, hve bráða hættuna fyrir bankakerfi álfunnar, aðildarlöndin meta ástandið á Írlandi - sem er þá einnig viss mæling á því hve slæm þeirra bankakerfi eru eftir allt saman. Þ.e. viss kostur frá þeirra sjónarhóli að yfirlísingin fari í loftið þegar fyrir opnun fjármálamarkaða á mánudag - til að markaðir fari að róast.
Ef ekki verður tekið tillit til innanlands pólit. sjónarmiða af þessu tagi, þá er einnig með því verið að segja að málið hafi ekki þolað nokkra bið. Ef það verður reyndin, þá muna það gefa okkur einhverja hugmynd um það, hve alvarlegt málið er í augum aðildarlandanna. Hve alvarleg staða bankakerfa annarra aðildarlanda Evrunnar er í reynd.
Irish fin min to recommend bail out :"Mr Lenihan...rejected suggestions that his banking strategy had failed. the European Commission and others said the steps the Irish government had taken were courageous, correct and bold but that the country needed to intensify the existing approach, he said."
Ef þetta er rétt hjá Brian Lenihan, þá verður áfram fylgt sömu aðferð og írsk. stjv. hafa verið að beita. Einfaldlega gefið í, með aðstoð meiri fjármuna.
Aðferðin verði að drekkja vandamálinu með nægilegu magni peninga.
Irish fin min to recommend bail out :"The plan is expected to be unveiled on Tuesday ahead of a critical by-election in Donegal South West where the ruling Fianna Fáil look set to lose, reducing the coalitions majority to just 2 seats ahead of the crucial vote on December 7."
Í þessari frétt er því haldið fram að yfirlísing írskra stjv. muni koma fram á þriðjudag - sem er auðvitað sanngjarnara en að koma fram með hana á fimmtudag eða föstudag.
Það verður samt áhugavert að fylgjast með fréttum á mánudags morgun. En, ef þ.e. plan stjv. Írl. að tjá sig á þriðjudag en aðildarlöndin kjósa að gefa sínar yfirlísingar þegar á mánudags morgun, þá mun það segja okkur sannarlega e-h um þeirra upplifun um það, hve alvarlegum augum þau líta þessa krýsu.
En, ef málið þolir ekki bið í einn dag - einu sinni; þá er virkilega e-h alvarlegt að í bankakerfum hinna landanna. Ekki satt? Spurning þá hvernig markaðir taka því - því varla verð ég sá eini sem les á milli lína.
Skv. fréttum, virðast írskir banka í síðasta mánuði hafa verið að taka til sín hvorki meira né minna en 1/3 af öllum þeim prentuðu Evrum, sem ECB hefur veitt til banka í vandræðum í Evrópu þann mánuð.
Jean-Claude Trichet yfirmaður ECB hefur tjáð sig um það að þetta ástand sé ekki viðundandi, og að lönd geti ekki treyst á að ECB haldi uppi þeirra bönkum endalaust.
Ireland: A punt too far :"Such dependency was clearly not sustainable, the ECB believed. Temporary liquidity was beginning to look like long-term funding at heavily subsidised rates." - "Last weekend it emerged that the ECB had launched a fierce behind-the-scenes lobbying campaign to persuade Dublin it had to do something to shore up confidence in its banks and fast. Public confirmation of the ECBs concern came early on Monday. Vítor Constâncio, its vice-president, surprised journalists in Vienna with an impromptu briefing, unusual for the usually communication-shy central bank. The European Financial Stability Facility the 440bn war-chest set up after the Greek crisis to deal with future euro-emergencies could be used by Ireland to prop up its banks, Mr Constâncio suggested. Asked whether the ECB would back an application by Dublin to draw on the facility, he replied: Yes, of course. "
Hann hefur sem sagt verið einn þeirra aðila sem hafa verið að þrýsta á um að lausn sé fundin á vanda írskra banka hið fyrsta, svo ECB geti farið að vinda ofan af neyðarprentunar aðgerðum sínum.
Yfirmaður AGS, Dominique Strauss-Kahn, hefur einnig tjáð ósætti sitt: - Irish fin min to recommend bail out - The sovereign crisis is not over. The wheels of co-operation move too slowly. Repairing the financial sector is taking too long, in part because policymakers are not paying enough attention to the pan-European dimension, he told a banking congress in Frankfurt.
Þessum ummælum er beint aðildarríkja Evrusvæðis í heild. En, írska bankarkrýsan væri ekki svo hættuleg, ef það væri ekki fyrir veikleika bankakerfa margra annarra Evrópuríkja, sem framkalla óttann að fall írsku bankanna geti skapað dómíníó bankakrýsu um gervalla Evrópu.
Ríkin - ekki bara Írland - verði að fara að taka á þessum málum, og moka úr bönkunum því sem þarf að út moka.
Að lokum, mjög góð yfirlits grein um vanda Írlands: Ireland v the world: Time for geo-political hardball
Stutt grein um vanda Grikkja: Greece's budgetary woes - A long odyssey
Síðan stutt grein um mjög áhugaverða þróun sem er svo greinileg á þessu ári, en það eru stóraukin áhrif Þýskalands allt í einu, sem beinlínis virðast vera ein af afleiðingum skuldakreppunnar innan Evrusvæðisins: Frau fix-it - A new role for Germany in the east: make friends, fix problems
Árið 2010 er mjög merkilegt ár að mörgu leiti, ekki einungis vegna skuldakreppunnar innan Evrusvæðisins og þá tilvistarkreppu fyrir Evruna sem sú skuldakreppa hefur skapað, heldur vegna þess að sú skuldakreppa virðist vera að opna Þjóðverjum allt í einu leið til stóraukinna áhrifa á ný!
Hvert sú þróun leiðir á endanum, verður merkilegt að sjá. En sumir sem ég les reglulega halda því fram að ESB, og Evrusvæðið sértstaklega, sé á leiðinni að verða nokkurs konar "pax Germanicum" eða þýskt drottnunar svæði.
Niðurstaða
Í reynd er lítið hægt að segja annað en, - fylgist með fréttum! 8 fréttir á mánudags morgun geta reynst áhugaverðar í meira lagi - eða ekki. En, sú útkoma mun einnig vera áhugaverð, ef beðið verður með yfirlísingar fram eftir vikunni. Hve lengi veitir einnig upplýsingar um stöðu mála.
Kv.
20.11.2010 | 01:24
Meira um Írl. - en það virðist sem að erlend fjárfesting sé að aukast!
Mitt í öllu glúminu yfir Írlandi, kemur fram í frétt The Economist að erlend fjárfesting hafi ekki verið eins mikil á Írlandi í 7 ár.
Eins og kemur fram í greininni - sjá: Threadbare
"Ireland is attracting a new generation of foreign firms, such as Activision Blizzard, a computer-games company, which has hired 800 people to carry out technical support. This year is likely to be our best for seven years, says Barry OLeary, head of IDA Ireland, the state agency that targets mobile foreign investment."
"Many of Irelands strengths remain unaffected. Its workforce is still young, skilled and adaptable. The government is adamant that its low corporate-tax rate of 12.5% will not be raised, although some of its EU partners may want to make this a condition of a bail-out. Rents are falling fast and constructing purpose-built factories and offices is far less costly. A surfeit of hotels has made it cheaper to put up visiting executives from parent firms. The resilience of the foreign-owned sector is one reason why industrial output rose by 11.5% in the year to the third quarter."
- Þetta skýrir sennilega af hverju Írsk. stjv. eru svo ákveðin í neitun sinni um það að hækka skatta á fyrirtæki.
- En lækkaður kostnaður í hagkerfinu - laun, fasteignir, verðlag - ásamt lágri skattheimtu; virðist á ný hafa gert Írland áhugavert í augum erlendra fyrirtækja.
"As bad as things are, Ireland is not on the brink of default. The treasury has around 20 billion of spare cash, enough to bridge the gap between spending and taxes well into next year."
- Sem sagt, Írsk stjv. eiga nokkurt lausafé - og þessir 20 ma. Evra eru grunnurinn á bakvið fullyrðingu írskra stjv. að þau þurfi ekki lán akkúrat núna.
- Á hinn bóginn, þá er staða bankanna svo alvarleg - þ.e. læstir út af millibankamarkaði + farnir að leka viðskiptavinum sem farnir eru að færa fé úr landi; þannig að einungis stöðugur austur Evra frá Seðlabanka Evrópu heldur þeim uppi.
- En þ.e. skortur á lausafé sem fellir banka, og um leið og ECB hættir að lána þeim prentaðar Evrur virðist ljóst að þeir hrynja - nokkurn veginn samstundis.
- Þ.e. þó ólíklegt að ECB taki slíka ákvörðun a.m.k. á næstunni, þó Trichet hafi hljómað pirraður í yfirlísingu nýlega þá fellir ECB ekki bankakerfi aðildarríkis - þ.e. næstum því óhugsandi. Hann mun a.m.k. undirbúa málið og gefa yfirlísingu sem inniheldur frest til viðbragða, áður en hann skrúfar fyrir kranann.
Deilann milli írskra stjv. og hinna aðildarríkjanna, er því "high stakes"!
Klárlega eiga írsk. stjv. ekki fyrir því að endurfjármagna bankakerfið 1, 2 og 3.
Ég hvet alla til að lesa grein The Economist, en hún gefur mjög gott yfirlit um vanda Írlands!
Mistök Írlands, virðast hafa verið að gefa út of umfangsmiklar ábyrgðir:
- Allar innistæður
- Öll útgefin skuldabréf bankanna frá því fyrir hrun.
- Samtímis var veikleiki bankanna stórlega vanmetinn af stjv. Írl. - þ.e. magn slæmra lána.
- Að auki, vanmátu þeir stórlega að hve miklu leiti eignir þeirra höfðu rýrnað.
- Eignir virðast hafa verið færðar yfir í NAMA (eignarhalds stofnun sem stj. Írl. komi á fót) gegn og háu verði - - þetta eru mjög sambærileg við mistök okkar ríkisstj. sem virðist hafa keypt lánapakka núverandi starfandi banka gegn of háu verði vegna sambærilegs ofmats á gæðum þeirra á sama tíma og gæði eigna virðist einnig hafa verið ofmetið - niðurst. mjög veikar stofnanir.
Írs stjv. geta ekki takið aftur þann fjáraustur sem þegar er búið að framkvæma - en, þau hafa samt sem áður enn sama valið og þegar bóluhagkerfið þeirra sprakk, þ.e. :
- Dæla peningum í starfandi banka.
- Gera þá gjaldþrota og stofna nýja á þeirra rústum.
Seinni leiðin er langt í frá orðin ófær - sbr. lögmálið um sokkinn kostnað. En, skv. því þá áttu alltaf að meta hvað þú átt að gera miðað við aðstæður dagsins í dag og líklega þróun morgundagsins miðað við þær aðstæður. Gærdagurinn skiptir ekki máli né hvað var gert eða gerðist í gær.
Spurningarnar sem skipta máli eru:
- Hvor leiðin kostar meira?
- Hvor leiðin er líklegri til að skila heilbrigðari bönkum á morgun?
Ef gjaldþrots leið er ódýrari - ber að fara hana.
Það þíðir þó sennilega að Írl. þarf einhverja lánsupphæð frá björgunarsjóð ESB. En, vegna þess að lánin verða trauðla ódýr - þá margborgar sig að velja þá leið sem fylgir lægri kostnaður.
Kv.
Ríkisstj. Írlands virðist hafa hörfað frá algerri neitun við því að þiggja björgunarpakka frá ESB. Á hinn bóginn, hafa þeir hörfað frá því atriði á það næsta - sem þeir tala um sem "non negotiable" en þ.e. lágskatta stefna Írlands gagnvart fyrirtækjum.
En, þeir virðast undir þrýstingi um að hækka skatta á fyrirtæki, upp að því sem gerist og gengur í ESB, eða hið minnsta um að minnka bilið þar á milli.
Skattar á fyrirtæki:
Írland..............12,5%
ESB.................23%
Bandar.............35%
- Sjálfsagt kemur einhverjum á óvart hve fyrirtækja skattar í Bandar. eru háir!
Irish showdown over corporate tax :"French, German and European officials told the Financial Times that the tax rate had emerged as a major point of contention..." - "One European official involved in the talks said that the corporate tax increase would be a casus belli with the Irish, and that Dublins strident objections could well keep it out of any final package." -
"A French official said that the low corporate tax rate was seen by some elsewhere in Europe as almost predatory. They need lots of money and we note they have a corporation tax rate that is very low, the official said. Supply must follow demand. " - " Without an increase in tax intake, the deficit cant be reined in, added a German government official, though he added that the size of any corporate tax increase had yet to be discussed. That depends on [Irelands] financing needs, which are still unclear. "
Ég bendi fólki einnig á að lesa eftirfarandi: Irish Grasp at EU, IMF Lifeline
Niðurstaða
Þetta er farið næstum því að hljóma eins og spennusaga. En ljóst virðist að möguleiki er á um að samningar náist ekki. Írska bankakerfið er í algeru hassi og þeir bankar ekki lífvænlegir án mikillar fjármagns innspýtingar, sem Írland hefur ekki efni á.
Eina leið B, ef Írl. er með einhverja leið B, væri ef til vill að fylgja fordæmi okkar og búa til nýja banka, eftir að hafa gert hina fyrri gjaldþrota.
Það getur alveg verið betri leið fyrir Írland. Má vera hún kosti minna.
En, lánin sem verið er að ræða um, munu kosta í vöxtum milljarða Evra á hverju ári. Það munar um minna.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar