Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
28.7.2009 | 14:43
Hvernig förum við að því að borga erlendu skuldirnar?
Hægt er að auka innlendar tekjur ríkissjóðs beint, með hækkun skatta, og með því að auka hagvöxt.
- A) Galli, heimskreppan stórlega dregur úr möguleikum til framtíðar hagvaxtar. Einnig, bendir flest til, að um nokkurt árabil í kjölfar kreppu, verði hagvöxtur skaðaður bæði á Evrusvæðinu og í Bandaríkjunum, þó meira á Evrusvæðinu. Þetta þýðir á mannamáli, að möguleikar okkar til hagvaxtar verða einnig skertir, þ.s. við getum ekki þrifist ef hagkerfin í kringum okkur, eru ekki að þrífast.
- B) Annar galli, þ.s. ríkissjóður sjálfur hefur ekki útflutningstekjur, og við erum að tala um skuldir í erlendum gjaldeyri - verður að skipta krónutekjum í erlendan gjaldeyri. En það felur í sér þann galla, að mjög umtalsvert útstreymi af krónum er framkallað úr hagkerfinu. Annað hvort, dregur úr peningamagni í umferð, jafnt og þétt - sem væri mjög samdráttarmagnandi aðgerð - - en minna peningamagn, þýðir minna fjármagn úr að spila til að lána, og til allra hluta, einnig getur sú aðgerð orsakað verðhjöðnun - - eða að því er mætt með því að prenta krónur á móti. En, þá er verið að auka jafnt og þétt framboð af krónum, sem hefur þær afleiðingar að verðfella hana jafnt og þétt; og því meir sem þessari aðferð er beitt í meira mæli. Hætta, stjórnlaus óðaverðbólga.
Hin aðferðin er að framkalla afgang af gjaldeyrisjöfnuði, sem væri nægilegur til að borga af hinum erlendu lánum.
Kosturinn, við þá aðferð er sú, að verðgildi krónu fellur ekki. En, á hinn bóginn er nær ómögulegt, að viðhalda svo háum afgangi sem þarf, þ.e. á bilinu rúmlega 20% - rúmlega 30%.
- A)Hafa ber í huga að slæmar hagvaxtahorfur í nágrannalöndunum, draga stórlega úr möguleikum okkar, til að viðhalda nægilegum gjaldeyristekjum.
- B)Ísland, hefur aldrei í hagsögu landsins, haft jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð, yfir svo langt tímabil, sem þörf er á - þ.e. samfellt svo lengi.
- C)Ísland hefur heldur aldrei í hagsögu sinni, haft gjaldeyrisjöfnuð í þeim hæðum.
- D)Hagvöxtur, veldur alltaf neikvæðum gjaldeyrisjöfnuði á Íslandi. Til að skilja af hverju, þá er hægt að benda á t.d. byggingaframkvæmdir, en til þeirra þarf að flytja allt inn, nema steypuna og mölina. Þannig, auknar framkvæmdir í steypu auka viðskiptahalla. Sama, á við um fjölmarga aðra starfsemi, í landin - starfsemi, sem yfirleitt fer í aukana, í hagvaxtarástandi.
Ég átta mig ekki alveg á, hvernig á að leysa þennan vítahring, þ.s. hið vanalega er, að halli á gjaldeyrisjöfnuði, verður sífellt meiri eftir því sem hagvöxtur eykst og þörf er á miklum hagvexti. Gengi krónu yfirleitt styrkist einnig, í hagvaxtarástandi, sem hvetur til innflutnings.
Annaðhvort stefnum við á stjórnlausa óðaverðbólgu, sbr. Þýskaland 3. áratugarins sem þá var einnig að glíma við mjög hár gjaldeyrislán, eða að einfaldlega að íta skuldunum stöðugt á undan okkur. Sú leið, er einnig leið þjóðhagslegs gjaldþrots.
En, er ekki hægt að halda krónunni einfaldlega svo lágri, að þetta reddist?
Ef á að viðhalda einhvers konar viðvarandi lággengi krónu, eins og bent hefur verið á sem hugsanlega lausn, þá myndi það hafa mjög lamandi áhrif á alla innlenda starfsemi, og um leið skaða hagvöxt og einnig almennt atvinnustig. Þá erum við að tala um viðvarandi ástand, lágs hagvaxtar og lágs atvinnustigs, og um leið lélegra lífskjara. Menn meiga ekki gleyma, að ef lífskjör verða um langt árabil, mjög mikið skert, í því skyni að tryggja nægilegann gjaldeyrisafgang - aðferðin að tryggja hann með því að fólk hafi ekki efni á að flytja inn eða fjárfesta - þá má búast við fólksflótta úr landinu og stöðugu tapi hæfileikaríkra einstaklinga til útlanda.
Áttið ykkur á, að við erum að tala um 10 - 15 ár. Hver ykkar myndi ekki flytja úr landi, við slíka framtíðarsýn?
Athugið einnig, að þ.e. með engu móti augljóst, að með þeim hætti verði hægt að standa undir skuldum. Það er alveg eins líklegt, að þetta verði reynt um nokkurt árabil, en án þess að það takist að borga niður skuldasúpuna, þannig að hrun komi einfaldlega seinna.
Niðurstaða:
Við verðum að leita nauðasamninga við lánadrottna okkar. Ég get ekki séð annað, en það sé sennilega skásta leiðin að reyna að fá niðurfellingu skulda að hluta. Sannarlega, eru skuldunautar ekki áhugasamir um slíkt, en þ.e. betra fyrir þá að fá borgað minna heldur en ekkert. Skuldir okkar eru einfaldlega það háar að þjóðfélagslegur kostnaður Íslendinga, við það að streytast við að borga þær, verður einfaldlega of hár. Við getum staðið frammi fyrir alvarlegasta fólksflótta vanda úr landinu, síðan á árunum milli 1880 og 1890.
Kv.
26.7.2009 | 15:01
Voru 400 milljónirnar fyrir bjórverksmiðjuna í Rússlandi "BLÖFF"?
Reynir Traustason, skrifaði ágæta ritstjórnargrein í DV þann 22. júlí síðast liðinn, um "Bjórpeninga Björgólfa", þ.s. hann veltir því upp, hvort að 400 milljón Dollararnir, sem bjórverksmiðja Björgólfsfeðga í Rússlandi á að hafa verið seld fyrir til Heineken, hafi verið plat.
Eins og er þekkt, skiptu þessir meintu peningar miklu máli, þegar deilt var um hverjum átti að selja Landsbankann á sínum tíma. Tilboð Björgólfsfeðga, var alls ekki hæsta tilboðið, og þegar deilur stóðu uppi um hvort tilboðið átti að taka, þá var því haldið fram, af ráðamönnum, að tilboð þeirra feðga væri í reynd betra, vegna þeirra meintu peninga í erlendum gjaldeyri, sem til stæði að þeir kæmu með inn í landið.
Æ síðan, hafa Björgólfar, hampað því að þeir hafi komið færandi hendi, með háar fjárhæðir inn í landið. Þó, að á allra síðustu tímum, hafi heldur kárnað gamanið, eftir að Landsbankinn breittist í þeirra höndum, í nokkurs konar fjárhagslegt svarthol, sem allt virðist vera að gleipa.
Fengu Björgólfsfeðgar milljónirnar 400, fyrir Bjórverksmiðjuna?
- Ég held að Heineken, hafi borgað þessa upphæð, enda er hægt að tékka á því í bókhaldi fyrirtækisins. Hef þó ekki, framkvæmt þá aðgerð, að tékka á þessu.
- Það þýðir þó ekki endilega, að Björgólfsfeðgar, hafi fengið þá peninga í hendur.
- Líklega, hafa þeir þurft að borga rússnesku mafíunni, háar upphæðir í verndargjöld. Hugsanlega, hefur bróðurpartur þessarar upphæðar, farið í að borga sig lausa undan því liði.
- Vitað var, að á þessum árum í Rússlandi, gat enginn gert viðskipti, nema mjög öglug og stöndug fyrirtæki er gátu haldið uppi eigin einkaher, nema að gera samninga við mafíuna, um að borga þeim ákveðinn hagnaðarhlut, til að fá að starfa í friði.
Þannig, að 400 milljónirnar gætu hafa verið blöff, ekki þannig, að þeir peningar hafi aldrei orðið til, heldur þannig að Björgólfsfeðgar hafi aldrei fengið nema lítinn hluta þeirrar upphæðar í eigin hendur.
Kv.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ísland er ekkert eyland, í hagkerfi heimsins. Við þetta urðu Íslendingar mjög vel varir, þegar heimskreppan skall á, og bankarnir féllu eins og spilaborg. Samhengið er sára einfalt. Við flytjum nánast allt inn, og lifum af útflutningi. Ef helstu viðskiptalöndum okkar vegnar ílla, getur okkur ekki vegnað vel, á sama tíma.
Hagvaxtaspá Seðlabankans
Samkvæmt Seðlabankanum, spánni er birtist í umsögn Seðlabankans um Icesave samkomulagið, er þjóðarframleiðsla í ár 2009, talin verða 1.427 milljarðar króna. En, árið 2018 á hún að verða orðin, 2.289 milljarðar króna. Í krónum talið, er það hækkun um 62%, þ.e. 7% á ári. Þetta, finnst mér vera alveg sérlega mikil bjartsýni, í kjölfar mesta hagkerfisáfalls, sem Ísland hefur sennilega orðið fyrir. En, einnig þegar haft er í huga, að nú er heimskreppa og önnur hagkerfi eru einnig í vanda.
Hvernig líður Evrópu á meðan?
Samkæmt, 1. ársfjórðiungsspá, Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:
"Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"
- mun hagkerfi Evrusvæðisins, skreppa saman um 4% á þessu ári. En, þ.s. verra er, er að Hagdeild Framkvæmdastjórnarinnar, telur að geta hagkerfis Evrusvæðisins, til hagvaxtar, muni skaðast um helming; þ.e. úr 1,8% árið 2007 niður í 0,7% árið 2010. Ástæðan sé fjölgun varanlega atvinnulausra úr 8,7% í 10,7%, yfir sama tímabil, og, minnkun skilvirkni fjármagns til hagvaxtar úr 8,7% í 10,2%, yfir sama tímabil. Síðasti liðurinn, þýðir að það kostar, árið 2010 10,2% af heildarfjármagni hagkerfisins, að auka meðalhagvöxt um 1%. Skilvirkni fjárfestinga, minnka á sama tíma og skilvirkni heildar vinnuafls minnkar einnig.
Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output
2007 1,8% 8,7% 8,7%
2008 1,3% 9,0% 9,0%
2009 0,7% 9,7% 9,7%
2010 0,7% 10,2% 10,2%
Þetta telja þeir, að muni taka Evrusvæðið nokkur ár, að aflokinni kreppunni sjálfri, að vinna úr og ná til baka. Sem sagt, kreppunni muni fylgja nokkur mögur ár, með sköðuðum hagvexti, en eftir tapaðann áratug, rétti hagkerfi Evrópu við sér, á ný og nái svipuðum meðalhagvexti og fyrir kreppu. Þeir koma þó með þau varnaðarorð, þó þeir telji þessa útkomu líklegasta, að "Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down."
Ég tel að Framkvæmdastjórnin, taki sig það alvarlega, að slík varnaðarorð komi þeir ekki með, að ófyrirsynju. Þeir telja, þá útkoma ekki ólíklega, þó hin útkoman sé að þeirra mati líklegri.
Hvað með Ísland?
Það verður að segjast, í ljósi þess hve efnahags-horfur eru svakalega neikvæðar fyrir Evrópu, þá sé erfitt að sjá að nokkrar umtalsverðar líkur séu til þess, að hagspá Seðlabankans um hagvöxt muni rætast.
Hafið í huga, að Evrópa tekur við nær milli 60 og 70% af okkar utanríkis-viðskiptum. Augljósa ályktunin af því, er sú að framvinda efnahagsmála í Evrópu spili að svipuðu marki rullu, hvað okkar efnahags-framvindu varðar. Með öðrum orðum, það geti einfaldlega ekki verið að Ísland muni hafa hagvöxt svo langt, lang yfir því sem reyndin muni vera í Evrópu.
Sannarlega, má vera að hagvöxtur verði eitthvað meiri hér, en einhver takmörk eru fyrir hvað munurinn þar á milli getur verið mikill. Enda eftir allt saman, getur léleg efnahags framvinda í Evrópu ekki annað, en skilað sér í lægri verðum fyrir útflutningsvörur þ.e. minni útflutningstekjum og um leið, lægri hagvexti. Það eru að sjálfsögðu, mjög slæm tíðindi, fyrir þær áætlanir sem Seðlabankinn miðar við um að standa undir skuldum. En fyrir þeim þarf útflutningstekjur.
Afleiðing, minni hagvaxtar
Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans, eru heildar erlendar skuldir þjóðfélagsins, um 2.832 milljarðar, eða 1,98 Vergar Þjóðarframleiðslur. Á móti komi eignir, upp á 1.625 milljarða.
En, ég er á móti því, að telja erlendar eignir lifeyrissjóða upp, sem eignir á móti skuldum, þjóðfélagsin. Eftir allt saman, getur ríkið eða aðri ekki selt þær eignir bótalaust, en eignir lífeyrissjóða eru stjórnarskrárvarin eign lífeyrisþega, þar með taldir vextir af þeim eignum. Ég vil einungis telja upp eignir, sem raunverulega er hægt, að láta renna upp í móti skuldum.
Ef, eignir lífeyrissjóða eru undanskildar, verða heildareignir á móti 1.130 milljarðar, sem gera nettóskuld upp á 1.702 milljara eða 1,19 VLF. Icesave, er innifalið, í þessum reikningi.
Ef ég notast við útreikning Gylfa Magnússonar, frá Morgunblaðsgrein hans, dagsettri 1. júlí 2009, þ.s. hann segir 415 milljarða jafngilda greiðslubyrði upp á 4,1% af heildargjaldeyristekjum, miðað við aukningu gjaldeyristekna um 4,4% á ári, en 6,9% ef aukning gjaldeyristekna verði engin; þá verða sömu tölur fyrir 1.702 milljarða, góð spá 16,81% af heildargjaldeyristekjum og vond spá 28,29% af heildargjaldeyristekjum. Þetta felur í sér, þörf fyrir gjaldeyrisafgang upp á 16,81% eða 28,29% - eða eitthvað þar á milli. Ykkur til upplýsingar, er þetta meiri afgangur en Ísland hefur nokkru sinni haft, á lýðveldistímanum, þó miðað sé við lægri töluna.
Niðurstaða
Viðmið Seðlabankans og ríkisins um framtíðarhagvöxt, eru óraunhæf og enginn veit enn, hvernig á að fara að því, að framkalla nægan afgang af gjaldeyristekjum, til að standa undir hinni erlendu skuldabyrði.
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2009 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 13:24
Evrópusambands aðild, redding alls!!
LOL. brátt koma bóm í haga, ESB setur allar reglur um Evruaðild til hliðar og við fáum hana á mettíma, ESB samþykkir einnig að setja allar reglum um ERM II til hliðar og styðja strax áður en aðild er formlega gengin um garð krónuna. ESB, er svo áhugasamt um aðild Íslands, að þ.e. til í að 'bend over backwards' til að mæta öllum okkar óskum - varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ekkert mál.
Einhvern veginn, virðist sem Samfylking, sé alveg kominn út í buskann, í bullinu sem lekur, ROFL.
Staðreyndin er sú, að ekker af því að ofan mun gerast:
- enginn stuðningur við krónu, fyrr en eftir að samningar eru um garð, hafa verið staðfestir af öllum aðildarþjóðum, og Íslandi líka - þá getum við sókt um aðild að ERM II - og einungis eftir að aðild að ERM II er formlega um garð gengin, fær krónan +/-15% vikmarka stuðning.
- Þ.e. heildar-skuldir ríkisins, eru 2,5 þjóðarframleiðsla, mun upptaka Evru taka 15-20 ár, cirka.
- menn gleyma því, hvað það þýðir, að Ísland er í EES, nefnilega það, að við erum þegar komin með þann hagnað, fyrir hagkerfið, sem aðild á að færa okku, að stærstum hluta. Það eina stóra sem eftir er, er EVRAN. Fullyrðingar, um annann stóran hagnað, er kjaftæði.
- "The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009" . Samkvæmt þessari skýrslu, er áætlað að meðalhagvöxtur innan Evrusvæðisins, lækki niður í 0,7% af völdum kreppunnar, og verði á því reiki fyrsu ár eftir kreppu.
Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output
2007 1,8% 8,7% 8,7%
2008 1,3% 9,0% 9,0%
2009 0,7% 9,7% 9,7%
2010 0,7% 10,2% 10,2%
"Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down."
Hvers vegna, er ég að tönnslast á þessu? Ástæðan er sú, að væntingar um að umsóknarferli og síðan, aðild - muni redda okkur, eru fullkomlega óraunhæfar ef staðreyndir mála eru hafðar að leiðarljósi.
Höfum staðreyndir að leiðarljósi, þ.e. miðum ekki við ímyndaðar skýjaborgir.
Ég er ekki að segja, að aðild sé eitthver disaster, einungis að í því felst engin redding, engin afsláttur af þeirri vinnu úr erfiðleikum, sem við höfum frammi fyrir okkur. Það er allt of mikið gert úr ESB aðild, með öðrum orðum - hún er hvorki endir alls, né er hún upphaf einhvers draumaríkis.
Sannleikurinn er sá, að innganga í ESB sem slík, mun ekki stytta kreppuna neitt, né mun hún lengja hana.
Aftur á móti, getur það lengt hana, ef við erum að reyna að leggja of mikið í aðildarferlið, en samningaferlið krefst mikils af okkar litla embættismanna kerfi. Á meðan, þeir eru að sinna aðildarferlinu, nýtast kraftar þeirra síður við að berjast við kreppuna. Ég hefði kosið, að við brettum upp ermarnar og sigruðust fyrst á kreppunni, en tækjum svo aðild til skoðunar.
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 11:42
Þetta gengur ekki upp hjá Seðlabankanum
Mikið af upplýsingum, hafa dúndrast yfir okkur, undanfarið. En, vandi hefur verið á, að þær hafa ekki verið sjálfar sér samkvæmar, þannig að örðugt hefur verið að átta sig á, hver er sannleikur máls.
Þetta, hefur einkum átt við svokallað Icesave samkomulag, og þá nánar tiltekið, til að svara spurningunni, hvort ríkissjóður geti yfirleitt staðið við það samkomulag; þ.e. hverjar skuldir ríkisins og þjóðarinnar, eru akkúrat?
Ég hef heyrt og séð, svo margar ólíkar útlistanir, á því hverjar þær skuldir eru, að það væri að æra óstöðugann, að telja það allt upp.
En, nú er komið að nýjustu, og vonandi, loka-útgáfu, þeirrar sögu; þ.e. Umsögn Seðlabanka Íslands, um Icesave samkomulagið, sem inniheldur útlistanir, töflur og aðra útreikninga, sem eiga að staðfesta, að sannarlega sé hægt að standa við Icesve samkomulagið, án þess að það leiði til ríkisgjaldþrots.
Umsögn Seðlabanka Íslands
"Seðlabanki Íslands : Umsögn Seðlabanka Íslands, um Icesave samkomulag ríkisstjórnarinnar, við Breta og Hollendinga.
Samkæmt henni, getum við andað rólega, og vissulega mun vera hægt að standa við samkomulagið.
"Alls nema eignir ríkissjóðs og Seðlabankans um 1,840 ma.kr. fyrir árið 2009 en skuldir nema 2,418 ma.kr. Hrein staða er því neikvæð um 580 ma.kr. eða sem nemur um 40% af VLF."
Svo mörg voru þau orð. Hér fyrir neðan, kemur tafla sem finna má einnig, ef hlekkurinn er opnaður. Allar tölur eru gefnar upp í milljörðum króna, og þetta ku vera staða þjóðarbúsins, í ár 2009.
Skuldir þjóðfélagsins, skv. Seðlabankanum
Erlendar eignir: 1.625 (1625/1.427 = 1,14 VÞF)
Icesave-eignir (75% endurheimtur) 376
Gjaldeyrisstaða í lok árs (reiknuð) 673
Aðrar erlendar eignir (FIH) 81
Erl. eignir annarra aðila (lífeyrissjóða) 496
Augljós óvissa, er mikil í tengslum við Icesave eignirnar, sjálfar. Ekki, einungis það að óvissa sé um raunverulegt virði, heldur að auki að: ekki er víst að Tryggingasjóður innistæðueigenda muni halda fyrsta veðrétti, og einnig er óvíst að hvaða marki þessar eignir hafi verið veðsettar - en slík veð hafa þá hærri forgang.
Síðan, er sannarlega mjög umdeilanlegt, að gera ráð fyrir að erlendar eignir lífeyrissjóða, séu notaðar með þessum hætti, þ.s. þær eru stjórnarskrárvarðar eignir lífeyrisþega, því ekki seljanlegar til að lækka skuldir þjóðfélagsins. Að mínu mati, skal einungis nota með þeim hætti, eignir sem raunverulega er hægt að leggja upp á móti skuldum.
Ef þær eignir eru dregnar frá, verður heildareign þjóðarinnar, 1.130 milljarðar.
1.130/1.427=0,8 - sem sagt, 0,8 Vergar þjóðarframleiðslur (VÞF)
Erlendar skuldir hins opinbera: 1.520
Icesave-skuld . 575
Erlendar skuldir vegna gjaldeyrisforða 584
Aðrar erlendar skuldir í erlendri mynt 59
Erlend skuld SÍ utan forða (ISK) 97
Aðrar ISK-skuldir hins opinbera 206
Mjög margar útgáfur, hafa komið fram, af skuldastöðu þjóðfélagsins. Hér, er enn ein. Þetta, er þó ekki heildar-skuldastaða, heldur einungis erlend skuldastaða.
1.520 / 1.427 = 1,07 VÞF Erlend skuldastaða þjóðfélagsins, eins er þá rétt liðleg þjóðarframleiðsla, skv. mati Seðlabankans.
Opinber fyrirtæki og einkaaðilar: 1.312
þar af Forex-eignir útlendinga 886
þar af ISK-eignir útlendinga 426
Þessir liðir, standa fyrir skuldir ríkisins í formi 'krónubréfa og svokallaðra Forex bréfa, sem ríkið þarf að standa undir, þar til þau hafa verið borguð út. Persónulega, myndi ég reyndar telja þessi skuldabréf með öðrum skuldum þjóðfélagsins og ríkisins, fyrir ofan.
Ef þ.e. gert verður erlend skuldastaða þjóðfélagsins rétt tæpar 2 þjóðarframleiðslur:
1.520 + 886 + 426 = 2.832 2.832 / 1.427 = 1,98 VÞF
Skuldir í erlendum gjaldeyri alls 2.104
Skuldir í ISK alls 728
Erlendar skuldir alls 2.832
Hrein skuld (umfram tilgr. eignir) 1.207
Fyrir ofan, kom fram 2.832 talan þ.e. cirka 2 VLF. Þar kemur einnig fram, að 2.104 milljarðar af þeirri upphæð sé í erlendum gjaldeyri en restin í krónum.
Síðan, er eignatalan, dregin frá. En, þ.s. ég var búinn að lækka þá tölu, þá er best að miða við þ.s. kemur út þegar ég dreg hina lækkuðu eignatölu frá:
2.832 - 1.130 = 1.702 milljarðar 1.702 / 1.427 = 1,19 VLF (Nettó-erlend-skuldastaða)
Skuldir Ríkisins, skv. Seðlabankanum
Eignir ríkisins
Yfirtekin tryggingarbréf 110,7
Viðskiptareikningar nettó 73,3
Hlutafé, eignarhlutir og stofnfé 197,8
Icesave-eignir (75% endurheimtur) 376
Gjaldeyrisstaða SÍ 586,7
Aðrar erlendar eignir (FIH) 80,7
Samtals innlent 767,7
Samtals erlent 1.043,4
Samtals 1.811,1
Það ber að taka fram, að margar af hinum erlendu eignum, eru eignir sem stendur til að koma í verð, eftir nokkur ár. Í dag, væri verðmæti margra þeirra, mun minna en upp er gefið þarna. Matið, er byggt á einhverjum líkindareikningi, og væntingum um framtíðar hagvöxt í þeim löndum sem eignirnar eru. Þetta, er því fremur stór óvissu þáttur, akkúrat hvert verðmæti þessara eigna mun reynast vera. Það má að sama skapi, setja spurningarmerki við innlendar eignir ríkisins, einkum þegar á í hlut eignarhlutir í fyrirtækjum sem hafa verið yfirteknir af ríkinu, í ljósi óvissunnar um stöðu efnahagsmála í framtíðinni.
Skuldir ríkisins
Innlendar skuldir ríkissjóðs1 471,2
Tapaðar veðlánakröfur SÍ 297,5
Lántaka v. eiginfjárframlags til banka 385
Icesave-skuld 575
Erlendar skuldir vegna gjaldeyrisforða 584,5
Samtals innlent 1.153,7
þar af ISK eignir útlendinga 302,0
Samtals erlent 1.159,5
Samtals í ma.kr. 2.313,2 / 1427 = 1,6 VÞF
Hrein staða ríkissjóðs og SÍ -502,1
Vert er að hafa í huga, óvissuna sem nefnd var að ofan, um endanlegt virði eigna. Einnig, að þessar eignir munu ekki um eitthver árabil vera selda, til að lækka skuldir ríkisins. Þannig, að hin tiltölulega lága nettó skuldatala ríkisins, getur orðið kolröng - annars vegar - og - hins vegar - er ríkið tilneytt til að bera byrðar af heildartölu skulda, fyrst um sinn og sennilega um eitthver árabil. Af því leiðir, að hafa verður í huga, greiðslugetu ríkisins af heildar tölu skulda, þ.s. á meðan versti hluti kreppunnar er að ganga yfir, sem nákvæmlega er einnig það tímabil, sem líklegast er að ríkið lendi í greiðslu vandræðum.
Væntingar um hagvöxt hérlendis
Þær eru greinilega verulegar. Á 9 árum, virðist skv. þessu þjóðarframleiðslan aukast um 62%. Það gerir meðaltal upp á 7% á ári, ef rétt er að deila einfaldlega með 9. Hagvöxtur af þessari stærðargráðu, finnst mér hljóma æði fjarstæðukenndur.
Eining: milljarðar kr. 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Útfl utningur – innfl utningur 154 135 151 189 222 200 167 135 134 141
Hreinar vaxtat. . -103 -105 -94 -100 -92 -87 -80 -75 - 90 -86
í hlutf. af útfl .-innfl(%) 68,3 69,9 66 48,8 39 40,2 44,8 66,5 64,3 46,2
Afborgun af Icesave. 0 0 0 0 0 0 0 -43 -43 -43
Lántaka og eignasala . 195 272 -192 14 -135 -79 -71 -54 -49 - 50
Gjaldeyrisvarasj., 673 986 845 956 956 996 1.018 966 922 904
VLF (til viðmiðunar) 1.427 1.414 1.466 1.543 1.643 1.746 1.870 1.998 2.141 2.289
Ég vek athygli, á hinum feikn háu tölum yfir hlutfall útflutnings-tekna, sem fara í greiðslu vaxta og afborgana, þ.e. frá 40,2% upp í 69,9%. Mér, er hulin ráðgáta, hvernig menn geta án þess að blikna haldið því fram, að þvílíkt hlutfall útflutningstekna sé viðráðanleg stærð. Þetta hljómar eins og hvert annað grín, þegar haft er í huga, að þá er eftir að kaupa inn olíu og bensín, mat, lyf og allt annað hvað eina.
Menn þurfa, að skilja að erlend lán, eru borguð niður með afgangi af gjaldeyri. Seðlabankinn, gerir ráð fyrir háum gjaldeyrisafgang...
"Þarna er gert ráð fyrir mjög miklum afgangi í mjög langan tíma...Gert er ráð fyrir því að lágt raungengi leiði til þess að útflutningur verði umfram innflutning á spátímanum."
...sem náttúrulega hjálpar til, ef rétt reynist. Sama um, hinn mjög svo háa hagvöxt sem reiknað er með, sem forsendu.
En er þetta trúverðugt?
Hagvöxtur í Evrópu
Við erum svo heppin, að nýlega eru fram komnar hagspár, erlendar - sem geta ekki annað en skipt máli. Hér er um að ræða spá AGS fyrir hagvöxt í heiminum, og spá Framkvæmdastjórnar ESB um hagvöxt í Evrópu.
"Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"
"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "
Þ.s. menn þurfa að hafa í huga, að Ísland, er ekki eyland í skilningi alþjóða hagkerfisins, heldur hefur hringiða þess, alveg þráðbein áhrif á horfur hérlendis; sem allir urðu náttúrulega varir við þegar kreppan skall á landinu, allt í einu.
Punkturinn, er sá, að án þess að hagvöxtur fari af stað, í okkar helstu viðskiptalöndum, er erfitt að sjá að öflugur hagvöxtur geti átt sér stað hérlendis.
AGS: spáir samdrætti upp á -4,8% á Evrusvæðinu á þessu ári, en -0,3% á næsta ári, 2010. Á sama tíma, hrynja Bandaríkin um -2,6% en fá hagvöxt á næsta ári, upp á +0,6%. Sama sagan, er um öll önnur svæði, í samanburði AGS, að kreppan endar í ár, og hagvöxtur hefst á næsta ári. Hægur hagvöxtur, en + er betra en - .
Framkvæmdastjórn ESB: Á sama tíma spáir "Directorate General for Economic Affairs" því að samdráttur á Evrusvæðinu verði 4% á þessu ári, en þ.s. mun verra er, að í kjölfar kreppunnar komi nokkur ár með sköðuðum hagvexti.
Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output
2007 1,8% 8,7% 8,7%
2008 1,3% 9,0% 9,0%
2009 0,7% 9,7% 9,7%
2010 0,7% 10,2% 10,2%
Eins og sést á þessu, telur hún að meðal-geta hagkerfa Evrusvæðisins til hagvaxtar muni skaðast um ríflega 50% þ.e. niður í 0,7% á ári. Þetta tengist, fjölgun varanlegra atvinnulausra í 10,2% og einnig því, að kostnaður við að auka hagvöxt um 1% hækki í 10,2%. Með öðrum orðum, skilvirkni fjármagns til hagvaxtar minnki á sama tíma og fjöldi fólks fari varanlega af vinnumarkaði; sem dragi einnig úr skilvirkni hagkerfanna.
Þetta ástand, muni taka tíma að vinna úr; en afleiðingin verði að kreppan muni orsaka varanlegt tjón, þ.e. hreint tap í hagvexti sem aldrei muni skila sér til baka, en aftur á móti er reiknað með að getan til hagvaxtar muni skila sér til baka á endanum.
Tíndur áratugur muni þó verða staðreynd, að mestum líkindum.
Framkvæmdastjórnin, varar þó við, að þó hún á þessum tímapunkti telji líklegra en ekki, að hagkerfi Evrópu nái aftur þeirri hæfni til hagvaxtar, sem þau höfðu fyrir kreppu, þá sé það alveg hugsanleg að minnkun hæfni til hagvaxtar, muni reynast varanleg, þ.e.
"Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down."
Niðurstaða
Það verður að segjast, að í ljósi þess hve efnahags-horfur eru svakalega neikvæðar fyrir Evrópu, þá sé erfitt að sjá að nokkrar umtalsverðar líkur séu til þess, að hagspá Seðlabankans muni rætast.
Hafið í huga, að Evrópa tekur við nær 70% af okkar utanríkis-viðskiptum. Augljósa ályktunin af því, er sú að framvinda efnahagsmála í Evrópu spili að svipuðu marki rullu, hvað okkar efnahags-framvindu varðar. Með öðrum orðum, það geti einfaldlega ekki verið að Ísland muni hafa hagvöxt langt, lang yfir því sem reyndin muni vera í Evrópu.
Sannarlega, má vera að hagvöxtur verði eitthvað meiri hér, en einhver takmörk eru fyrir hvað munurinn þar á milli getur verið mikill. Enda eftir allt saman, getur léleg efnahags framvinda í Evrópu ekki annað, en skilað sér í lægri verðum fyrir útflutningsvörur þ.e. minni útflutningstekjum.
Það eru að sjálfsögðu, mjög slæm tíðindi, fyrir þær áætlanir sem Seðlabankinn miðar við um að standa undir skuldum. En fyrir þeim þarf útflutningstekjur.
Seðlabankinn, tönnslast frekar mikið með greiðslu-hlutfall af VLF (vergri landsframleiðslu), en þ.e. villandi stærð, því við borgum ekki erlend lán með landsframleiðslu, heldur gjaldeyris-afgangi. Þannig, hjálpa innlendar skattahækkanir, ekki með neinum beinum hætti, þ.s. þær kapa ekki gjaldeyri.
Mín niðurstaða, er að greiðsluvandi, sem hlutfall útflutningstekna, sé alltof hátt til að vera viðráðanlegt.
Kv. Einar Björn Bjarnason
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2009 kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2009 | 12:46
Áhugaverð leið, hjá þingmönnum Borgarahreyfingarinnar!
Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa nú komið fram með, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.
Flóknara er það ekki.
Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.
Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.
Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.
Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.
Hvað vilja menn gera?
Er, innganga í ESB, svo stórt mál, að það einfaldlega verði að gangast undir Icesave?
Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum. Spá AGS, gerir ekki ráð fyrir neinum hagvexti í ESB, á næsta ári. Spá, Framkvæmdastjórnarinnar, beinlínis spáir því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði skaðaður í kjölfar kreppunnar, um 50%, og síðan, muni það taka nokkur ár fyrir það ástand að lagast, sbr "lost decade scenario":
"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"
"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "
Lesið þessar skýrslur.
Kv. Einar Björn Bjarnason
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2009 | 01:14
Framtíð hagvaxtar í Evrópu
Glæný hagspá er kominn frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en einnig Alþjóða Gjaldeyris-Sjóðnum.
"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report"
"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "
Fyrst, spá Alþjóða Gjaldeyris-sjóðsins:
Eins og sést af tölunum, inni í bláa rammanum, þá er AGS (IMF) búið að lækka hagspá sína fyrir Evrópu. Núnar, er spáin, að kreppan á Evru svæðinu, nái ekki botni, fyrr en á næsta ári. Með öðrum orðum, enginn hagvöxtur á næsta ári, eins og áður var spáð. Í öðrum samanburðarlöndum eða svæðum, virðist kreppan hafa náð botni í ár, og er spáðin að hagvöxtur hefjist á næsta ári.
Útkoman virðist vera svo, að ekkert svæði í öllum heiminum, komi ver út, af þeim sem eru í samanburðinum, heldur en Evrusvæðið. Ég er hér, ekki með nein sérstök svör um 'af hverju' - einungis að benda, á hver rás atburða virðist vera.
Sannarlega, er útkoman mismunandi, fyrir einstök ríki Evrusvæðisins - Frakkland, virðist vera t.d. undantekning, og skv. spá AGS hefst hagvöxtur þar á ný, þegar á næsta ári. En, meðaltónninn, er klárlega, samdráttur einnig á næsta ári, þó minni en á þessu. Hagvöxtur, hefst því ekki, að meðaltali á Evrusvæðinu fyrr en 2011.
Spá Hagfræðisviðs-Framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins:
Samkvæmt þessari spá, eru afleiðingar heimskreppunnar, á Evrópu, miklu mun alvarlegri, en ég hélt; en taldi ég þó þær alvarlegar fyrir.
Eins og sést, á spánni fyrir restina af árinu, er gert ráð fyrir að meðal samdráttur fyrir sameiginlegt hagkerfi ESB, verði 4%, á þessu ári. Ljóst er af tölunum, að Evrópa, er í bullandi kreppu þetta árið.
p. 10 2009 2010
GDP -4.0 -0,1
Private consumption -0,8 -0,3
Government consumption -4,2
Gross fixed capital formation -8,1
Exports of goods and services -13,5
Imports of goods and services -10,5
Samkvæmt skýrslunni, hefur heldur dregið úr bankakrísunni, sem hratt kreppunni af stað, og kreppan í dag, sé nú að stærstum hluta samdráttur hagkerfanna sjálfra, sem sé afleiðing tjónsins, á hagkerfunum sem bankakreppan orsakaði. Bankarnir, séu þó enn í mjög viðkvæmri stöðu, einkum hvað varðar hátt hlutfall af slæmum lánum, sem mun þurfa að afskrifa.
"Overall, the most acute phase of the crisis in the banking sector has now receded, but the situation remains fragile. Euro-area banks are still highly leveraged and persistent concerns about the quality of their assets have fuelled fears about the overall health of their balance sheets. Additional problems for banks have emerged as the financial crisis has extended to the real economy. The operating environment for banks is likely to remain challenging, in particular in respect of credit losses linked to their loan portfolios."
Áhugavert, er að skoða kostnað stjórnvalda, af endurreisn banka, í samanburði milli landa innan ESB, sem hlutfall af Vergri Þjóðarframleiðslu (VÞF).
Austria 32,8
Belgium 79,2
Cyprus 0
Germany 23,2
Greece 11,4
Spain 12,1
Finland 27,7
France 18,1
Ireland 230,3
Italy 1,3
Luxemburgh 19,3
Malta 0
Netherlands 52,2
Portugal 12,5
Slovenia 32,8
Slovakia 0
Euro Area 24,6
EU 27 30,5%
Hallarekstur og skuldaaukning
Kreppan í Evópusambandinu, hefur valdið mikilli aukningu á hallarekstri ríkissjóða meðlima landanna, og mun skuldaaukning af þessa völdum, á komandi árum, bætast ofan á þá skuldaaukningu sem orsakaðist ef fjáraustri til að bjarga bönkunum. Forvitnilegt, er að skoða yfirlit yfir halla af ríkissrekstri, hjá meðlimalöndum ESB, sem hlutfall af landsframleiðslu, áætlun fyrir árin 2009 og 2010.
2009 2010
Belgium -4.5 -6.1
Denmark -3.9 -5.9
Ireland -12.0 -15.6
EL -5.1 -5.7
Spain -8.6 -9.8
France -6.6 -7.0
Italy -4.5 -4.8
Cyprus -1.9 -2.6
Luxemburgh -1.5 -2.8
Malta -3.6 -3.2
Netherlands -3.4 -6.1
Austria -4.2 -5.3
Portugal -6.5 -6.7
Slovenia -5.5 -6.5
Slovakia -4.7 -5.4
Finland -0.8 -2.9
Euro Area -5.3 -6.5
Næst, er forvitnilegt, að bera saman, spá um skulda-aukningu, á þessu ári og hið næsta, sem hlutfall af VLF.
2008 2009 2010
Belgium 89.6 95.7 100.9
Denmark 65.9 73.4 78.7
Ireland 43.2 61.2 79.7
EL 97.6 103.4 108.0
Spain 39.5 50.8 62.3
France 68.0 79.7 86.0
Italy 105.8 113.0 116.1
Cyprus 49.1 47.5 47.9
Luxemburgh 14.7 16.0 16.4
Malta 64.1 67.0 68.9
Netherlands 58.2 57.0 63.1
Austria 62.5 70.4 75.2
Portugal 66.4 75.4 81.5
Slovenia 22.8 29.3 34.9
Slovakia 27.6 32.2 36.3
Finland 33.4 39.7 45.7
Euro Area 69.3 77.7 83.8
Verða afleiðingar kreppunnar, varanlegar?
Samkvæmt rannsóknum á kreppum, þá hefur kreppa sem byrjar sem fjármálakreppa alvarlegri afleiðingar, en kreppur af öðrum rótum: "Financial crises are deeper and last longer than other recessions……and they tend to have a permanent negative effect on the level of output."
Kreppan er talin munu orsaka, að það muni draga úr hæfni hagkerfa Evrópu til hagvaxtar (growth potential) vegna aukningar á fjölda varanlega atvinnulausra og vegna þess, að fjármagn muni ekki skila sér til hagvaxtar með eins skilvirkum hætti og áður.
Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output
2007 1,8% 8,7% 8,7%
2008 1,3% 9,0% 9,0%
2009 0,7% 9,7% 9,7%
2010 0,7% 10,2% 10,2%
Helmingun, hæfni hagkerfanna, til að vaxa - jafnvel þó hún sé einungis tímabundin, er að sjálfsögðu alvarlegur hlutur. Það sem þetta þýðir, að þó svo að kreppan taki enda, þá muni fylgja henni, nokkur ár í viðbót þ.s. hagvöxtur verður skaðaður, þ.e. minni en hann var fyrir kreppu.
Líklegast er talið "A sharp drop in potential growth in the short term……followed by a slow return to pre-crisis potential growth". Með öðrum orðum, að hagkerfi Evrópu, muni ná sér á endanum, af afleiðingum kreppunnar, þó það muni taka nokkur extra ár, eftir að hinni eiginlegu kreppu líkur.
Niðustaða, Framkvæmdastjórnarinnar, er þó að skaðinn verði varanlegur, í þeim skilningi, að hagkerfi Evrópu muni aldrei ná þeim stað, þ.e. ríkidæmi, sem þau hefðu náð, ef kreppan hefði aldrei orðið.
Framkvæmdastjórnin, varar þó við, að þó hún á þessum tímapunkti telji líklegra en ekki, að hagkerfi Evrópu nái aftur þeirri hæfni til hagvaxtar, sem þau höfðu fyrir kreppu, þá sé það alveg hugsanleg að minnkun hæfni til hagvaxtar, muni reynast varanleg, þ.e. "Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down." Á þessum tímapunkti, sé það einfaldlega ekki vitað, hvor útkoman verði reyndin.
Áhrif óhagstæðrar mannfjöldaþróunar
Eins og margir vita, þá stefnir í fólksfækkun í flestum löndum Evrópu, þ.s. konur eignast færri börn en þarf til, að halda fólksfjölda í horfinu. Afleiðing þessa, er smám saman að verða sú, að það fækkar í þeim aldurshópum sem eru að koma nýir inn á vinnumarkaðinn. Á sama tíma, smám saman eldist restin af fólkinu. Það kemur síðan að því, að þeir sem ekki eru á vinnandi aldir, þ.e. annaðhvort of ungir eða og gamlir til að vinna, verða fleiri en þeir sem í dag, er á vinnandi aldri. Ein afleiðingin, er sú, að það dregur úr hæfni hagkerfanna smám saman, til hagvaxtar.
"The projections show a significant reduction in the population aged 15-64 (from 2010 - 2060) …… and an increase in the number of elderly persons aged 65 or more…… leading to a doubling of the old-age dependency ratio in the euro area" - "The largest increase is expected to occur during the period 2015-40. This means that the euro area would move from having 4 persons of working-age for every person aged over 65 to a ratio of only 2 to 1. When adding the number of children to the calculation, the ratio of dependent to active is projected to rise by about 50%."
Afleiðingin, verður ekki eingöngu, að hæfni hagkerfanna til hagvaxtar minnkar, heldur gerist það einnig að kostnaður af því að halda uppi fólki, sem ekki er vinnandi, cirka tvöfaldast.
"Even without incorporating the potential negative impact of the current economic crisis, the annual average potential GDP growth rate in the euro area is projected to fall from 2.2% in the period 2007-2020, to 1.5% in the period 2021-2030 and to a meagre 1.3% in the period 2041-2060."
Aukinn kostnaður, af uppihaldi þeirra sem ekki eru vinnandi, ásamt því að hæfni hagkerfanna til hagvaxtar minnkar, gerir það að verkum að mjög erfitt verður fyrir ríkin - ef þau á sama tíma, þurfa einnig að standa undir verulegri skuldabyrði. Ríkin eru í dag, rekin með verulegum halla, og þau skulda núna, af völdum kreppunnar mörg hver umtalsvert, og framtíðin virðist bera í skauti sér, fátt annað en auknar byrðar og einnig aukinn kostnað; á sama tíma og tekjur skreppa saman. Rekstru ríkjanna, á því greinilega eftir að verða mjög snúinn.
Víxlverkun kreppunnar við fólksfjöldaþróun
Þrem möguleikum er velt upp:
- "permanent shock"
- "lost decade",
- "rebound"
Í 'rebound' þá kemur hagkerfið sterkt inn, í kjölfar kreppunnar, og nær að vinna upp tapið af kreppunni að fullu á stuttum tíma.
Í 'lost decate' þá tekur það hagkerfið nokkur ár að aflokinni kreppu, að ná sér á ný, þarf að takast á við nokkur ár þ.s. hagvöxtur er tiltölulega hægur, en nær síðan aftur fyrri hæfni til hagvaxtar. En afleiðing þess, er að ekki næst að vinna upp tapaðann hagvöxt af völdum kreppunnar.
Í 'permanent shock' þá nær hagkerfið sér aldrei almennilega á strik aftur, og lækkun getu hagkerfisins til hagvaxtar verður varanleg.
2010 2015 2020 2040 2060
Rebound -3 -5 0 0 0
Lost decade -3 -7 -8 -8 -8 Permanent shock -3 -7 -10 -14 -18
Einungis 'rebound' mun ekki skaða getu ríkjanna, til að fást við kostnaðar-auka, af völdum fólksfjöldaþróunar. Í 'lost decade' verður skaðinn, einungis af töpuðu árunum. En, í 'permanent shock' muni bilið jafnt og þétt breikka, í samanburði við aðstæður ef kreppan hefði aldrei orðið.
Þeir, af þessum sökum, leggja áherslu á:
"(i) reducing debt at a fast pace;
(ii) raising employment rates and productivity; and
(iii) reforming pension, healthcare and long-term care systems. "
Þeir eru, með öðrum orðum, að reyna að hvetja ríkisstjórnirnar til dáða. Eins og áður er fram komið, er 'lost decade' talin líklegasta útkoman, eins og málum er háttað í dag.
Ef svo verður, þá enda slæmu árin mjög óþægilega nærri þeim tíma, þegar reiknað hefur verið út fyrir löngu, að geta þjóðanna til hagvaxtar, fer að skreppa saman, af völdum fólksfjölda-þróunar, þ.e. eftir 2020; þ.s. í dag, er eftir allt saman, 2009 og ljóst er orðið, að hagvöxtur mun ekki hefjast að meðaltali á Evrusvæðinu fyrr en 2010. Þannig, ef það er svo 'lost decade' þaðan í frá. Ég, held að málið sé alveg krystal klárt.
Niðurstaða
Ríki Evrópu, eru þegar í dag, komin óþægilega nærri þeim tíma, þegar hagvöxtur í ríkjum Evru svæðisins, mun byrja að skreppa saman, af völdum fólksfjölda-þróunar; þ.e. eftir 2020. Kreppan nú, getur því vart komið á verri tíma.
Glataður hagvöxtur, af völdum kreppunnar, og einnig, auknar skuldir; geta ekki annað, en gert ríkjum Evrusvæðisins, enn erfiðara en áður var búist við, að aðlaga sig þeim breytingum sem munu óhjákvæmilega eiga sér stað.
Hætta, er veruleg, að kreppan muni, leiða löndin út í sund vaxandi skulda og vaxandi efnahagslegs vanmáttar, sem engin auðveld leið verður út úr.
Þetta skiptir okkur miklu máli, einnig; þ.s. nú um þessar mundir stefnir í að teknar verði mikilvægar ákvarðanir, þ.e. um aðild að ESB eða ekki.
Ljóst verður að teljast, að sú slæma þróun, sem talin er líklegust og einnig, sú verri sem talin er mjög möguleg; getur ekki annað en gert, aðild að Evrusvæðinu, minna áhugavert fyrir okkur, en áður var talið.
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2009 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 16:10
Við skuldum, of mikið, til að ráða við Iceave, ofan á aðrar skuldir!
Samkvæmt nýjasta hefti peningamála, eru samanlagðar skuldir innlendra aðila og hins opinbera, 3.100 milljarðar króna, sem samsvarar 2,2 VLF (vergum landsframleiðslum).
Ef, ég miða við útreikninga Gylfa Magnússonar, sem gerir ráð fyrir að greiðslubyrði af einungis 415 milljörðum jafngildi - góð spá 4,1% af útflutningstekjum - eða - vond spá 6,9% af útflutningstekjum, sem jafngildir þörf fyrir samsvarandi afgang af gjaldeyrisjöfnuði Íslands; þá eru samsvarandi útreikningar fyrir 3.100 milljarða, - góð spá 31,5% útflutningstekna - en - vond spá 51,75% útflutningstekna.
Ef Icesave er tekið út, þá er skuldin 2.700 milljarðar, samt. Þá verður sami útreikningur - góð spá 26,65% útflutningstekna - en - vond spá 44,85% útflutningsekna.
Mér lýst alls ekki á hugmyndir, að fórna gjaldeyrisvarasjóðnum, því hugsanlega sé það hægt, né erlendum eignum Lífeyrissjóðanna, sem standa undir öldruðum hér á landi, sama hvað á gengur - svo fremi að þær eignir fá að vera í friði. Að mínum dómi, eiga þær eignir að vera algerlega heilagar.
En, ef þ.e. rétt, að til séu seljanlegar erlendar eignir í eigu þrotabúa gömlu bankanna, upp á 500 milljarða króna, þá má hugsanlega lækka upphæðina um þá 500 milljarða, í 2.200 milljarða - liðleg 1,5 landsframleiðsla. Þá verður sami útreikningur - góð spá 21,73% útflutningstekna - en - vond spá 36,67% útflutningsekna.
Það er alveg sama, hverni ég sný málinu - til og frá. Alltaf, kemur fram þörf fyrir afgang af útflutningstekjum, sem mjög erfitt verður að kalla fram. Þörfin fyrir afgang af útflutningstekjum, er langt yfir því, sem hann nokkru sinni hefur verið, á lýðveldistímanum.
Við erum hér að tala um stærðir, sem ekki verður með nokkru móti náð fram, nema með mjög drakonískum aðgerðum, eins og t.d. algeru innflutningsbanni, en síðan undantekningum í gegnum leyfakerfi, sbr. 'Haftakerfið' sáluga. Slíkt bann, gæti þurft að vera við lýði í rúman áratug, hið minnsta.
Það er því, verið að fara með þjóðina, marga áratugi aftur í tímann, hvað innflutningsverslun og aðgengi að, erlendum varningi, varðar. Athugið, að þá er ég að miða við betri spárnar. Ef, miðað er við þær verri, þá yrðu slíkar drakonískar aðgerðir að vera alveg á ystu þolmörkum þess mögulega, í reynd er ég ekki viss að þá myndu slíkar aðgerðir duga til.
Það sem við Íslendingar, stöndum grammi fyrir er val á framtíð. Ef við reynum, að standa við núverandi skuldbindingar, þá er það ávísun á langvarandi stöðnun, og fólksflótta á skala sem ekki hefur sést, sem hlutfall af fólksfjölda, síðan milli 1875 og 1890.
Ég held, að ég hafi sett hlutina fram, með nægilega skýrum hætti.
Fyrir neðan, á hverju ég byggi þessar niðurstöður:
Icesave samningarnir:
Samingurinn við: Holland
Samningurinn við: Bretland
Gylfi Magnússon, segir (Morgnbl. 1/7 09)
Að ef, útflutningstekjur vaxa un 4,4%, sem sé helmingur af vexti útflutningstekna á liðnum áratug, og ef, 75% nást upp í höfuðstól Iceave þannig að eftir verði 415 (sjá: Lagafrumvarp um: Icesave) milljarða, þá verði greiðslubyrði af Icesave rétt liðlega 4% af útflutningstekjum. En, ef vöxtur útflutningstekna, verði enginn á næstu árum, þá verði greiðslubyrðin 6,9% af útflutningstekjum. Athugið, að útreikningar hans, eru einungis fyrir 415 milljarða, skuld í erlendri mynnt!
Samkvæmt nýjasta hefti Peningamála
Samantekt skulda:
Skuldir innlendra aðila við erlend: 2.500 millj. kr. = 1,75 landsframleiðslur.
Erlendar skuldir sveitarfélaga, 830 millj. kr.
Erlendar skuldir innlánsstofnana, 300 millj.kr.
Erlendar skuldir opinberra fyrirtækja: 500 millj. kr
Samtals, erlendar skuldir hins opinbera: 1.630 milljarðar. kr.
Þessi upptalning, gerir ekki ráð fyrir Icesave: 600 millj. kr.
Heildardæmið gæti þá numið um 3.100 ma.kr. eða um 220% af VLF ársins.
Útreikningar:
3100/415 = 7,5
7,5 * 4,1 = 31,5% af útflutningstekjum
7,5*6,9 = 51,75% af útflutningstekjum
Mínus Icesave: 2700/415 = 6,5
6,5*4,1 = 26,65% af útflutningstekjum
6,5*6,9= 44,85% af útflutningstekjum
Mínus erlendar eigur bankanna: 2.200/415 = 5,3
5,3*4,1 = 21,73% af útflutningstekjum
5,3*6,9 = 36,67% af útflutningstekjum
Eignir á móti:
Gjaldeyrisforði Íslands: 430 m.kr.
Erlendar eignir lífeyrissjóða: 500 m.kr.
Þessar eignir dregnar frá, skuld lækkar í: 2.170 milljarða = 1,5 landsframleiðslur.
Eignir gömlu bankanna erlendis, sem hægt er að selja: 500 milljarða kr.
Þær eignir dregnar frá: 1.670 milj. kr. = 1,2 landsframleiðslur
Nýjasta hefti (bls. 49): Peningamála
"Áætlun um erlenda stöðu þjóðarbúsins í dag Samkvæmt bráðabirgðatölum um stöðu erlendra lána innlendra aðila í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári, þ.e. eftir að Straumur-Burðarás, SPRON, Sparisjóðabankinn og Baugur voru sett i greiðslustöðvun eða gjaldþrotameðferð, námu skuldir innlendra aðila við erlenda 2.500 ma.kr. eða sem nemur 175% af VLF ársins 2009 samkvæmt þjóðhagsspánni. Af þessum skuldum námu erlendar skuldir Seðlabanka, ríkissjóðs og sveitarfélaga 830 ma.kr., skuldir innlánsstofnana sem nú eru að mestu í opinberri eigu 300 ma.kr. og skuldir opinberra fyrirtækja um 500 ma.kr. Samtals námu skuldir þessara aðila um 1.630 ma.kr. Erlendar skuldir einkaaðila, þ.m.t. fyrirtækja í eigu erlendra aðila, námu 870 ma.kr. Búast má við að þessar skuldatölur hækki um u.þ.b. 600 ma.kr. síðar á þessu ári vegna lána sem...ríkissjóður mun taka vegna greiðslna innlánstrygginga í nokkrum Evrópulöndum. Heildarskuld íslenskra aðila gæti þá numið um 3.100 ma.kr. eða um 220% af VLF ársins. Rétt er að geta þess að búist er við að hægt verði að endurgreiða stóran hluta af þessu 600 ma.kr. láni með andvirði erlendra eigna Landsbankans sem hægt verði að selja á næstu árum. Í greinargerð sem fjármálaráðherra kynnti 17. mars sl. er gerð grein fyrir áætlunum skilanefndar Landsbankans um að hægt verði að fá 527 ma.kr. fyrir eignir bankans sem hægt verði að nota til að endurgreiða þetta lán. Gangi þetta eftir verða hrein útgjöld vegna innlánstrygginganna því 73 ma.kr.4 Eins og bent er á
í greinargerðinni eru allar slíkar áætlanir augljóslega mjög óvissar. Á móti þessum skuldum eru erlendar eignir. Mikið af þeim eignum sem enn eru skráðar sem erlendar eignir íslenskra aðila eru væntanlega ekki mikils virði. Sumar aðrar eignir ættu hins
vegar að vera nokkuð tryggar og rétt skráðar, t.d. gjaldeyrisforði Seðlabankans sem nemur 430 ma.kr. og erlendar eignir lífeyrissjóðanna sem nema 500 ma.kr. Þessir tveir liðir eru samtals 930 ma.kr. Ef þessar eignir eru dregnar frá 3.100 ma.kr. skuld fæst hrein skuld sem nemur 2.170 ma.kr. eða sem svarar rúmlega 150% af áætlaðri
VLF ársins. Ef bætt er við eignum gömlu bankanna í Evrópu sem verða seldar til að greiða niður lán vegna innistæðutrygginga í þessum löndum sem nema 500 ma.kr., fæst hrein skuld sem nemur 1.670 ma.kr. eða sem svarar tæplega 120% af áætlaðri VLF ársins. Rétt er að geta þess að hrein erlend staða þjóðarbúsins er um 300
ma.kr. eða rúmlega 20% af VLF lakari vegna eigin fjár í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu erlendra aðila. Þetta gefur hreina erlenda stöðu sem nemur -140% af VLF ársins. Rétt er að líta á þessar tölur sem efri mörk skuldabyrðarinnarþví sennilegt er að hér séu einhverjar eignir vantaldar og gera má ráð fyrir að einhverjar skuldir til viðbótar muni falla brott vegna frekari gjaldþrota. Í grunnspá þessa heftis Peningamála er gert ráð fyrir um 2% viðskiptahalla á þessu ári en að jafnvægi verði í viðskiptum við útlönd á því næsta. Frá og með þeim tíma fer að myndast vaxandi afgangur á viðskiptajöfnuði. Hrein skuldabyrði mun því lækka hratt á næstu árum. Áætlað er að skuldin hafi lækkað um 100 ma.kr. árið 2011 eða um 8% af VLF og lækki hratt eftir það. Allar slíkar áætlanireru auðvitað mjög viðkvæmar fyrir þeim vaxtaforsendum sem miðað er við."
Miklar deilur eru uppi, um hvort við Íslendingar, getum staðið við svokallað Icesave samkomulag. Nýlega framkomnar upplýsingar, staðfestar af fulltrúa AGS hérlendis, Franek Rozwadowski, þess efnis að skuldir ríkisins, séu orðnar 2,51 þjóðarframleiðslur - í stað 1,25 þjóðarframleiðslna, eins og haldið er fram, í greinargerð með Icesave frumvarpi ríkisstjórnarinnar - kasta óneitanlega rýrð, á fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um greiðslugetu Íslands, og Íslendinga.
Áætlanir ríkisstjórnarinnar í háalofti
Ekki held ég, að ástæða sé til, að draga í efa sannleiksgildi þess, að skuldir ríkisins, standi nú í 2,51 þjóðarframleiðslum. Ef, eins og allt bendir til, áætlanir ríkisstjórnarinnar, um greiðslugetu ríkisins, þar á meðal, um hvort hægt sé að standa við Icesave samkomulagið; miðuðust við áætlaða skuldastöðu upp á 1,25 þjóðarframleiðslur, þá er ljóst að forsendur, sem ríkisstjórnin gaf sér, þegar samkomulagið var undirritað, standast ekki. Þetta, hlýtur að vera öllum ljóst - enda er himinn og haf, á milli 1,25 / 2,51 þegar viðmiðið er þjóðarframleiðsla. Stóra spurningin, í því samhengi, er þá; hvernig í ósköpunum stendur á, að áætlanir um skuldastöðu ríkisins, voru svo frámunalega, ónákvæmar, að það geti virkilega munað nær tvöfalt? Það er eitthvað, alvarlegt að því, hvernig ríkisreikningar eru unnir.
Greiðslubyrðin óviðráðanleg
Gylfi Magnússon, í Morgunblaðinu 1. júlí 2009, gaf sér eftirfarandi forsendur; að útflutningstekjur vaxi um 4,2% á ári, verði 7,5 millj. Evra eftir 7 ár, eignir gangi 75% upp í Icesave skuld - niðurstaða, meðalgreiðslubyrði af Icesave 4,1% af útflutningstekjum. En, hún yrði 6,9%, ef vöxtur útflutningstekna, verði enginn. Athugið, að skv. þessu viðmiði; þá er þetta greiðslubyrði af 415 milljörðum króna á núvirði en í erlendri mynnt, sem er sú upphæð sem ríkisstjórnin miðar við að verði eftir, ef 75% fæst upp í höfuðstól og ergo sú upphæð sem Gylfi miðar við. Þetta er vert að hafa í huga, því skv. eigin áætlunum ríkisstjórnarinnar, þá verða erlendar skuldir ríkisins 1,198 millarðar ef miðað er við að 415 milljarðar verði eftir af Icesave skuld, eftir 7 ár. Þannig, að greiðslubyrðin er meira en tvöföld, í reynd - svo fremi, sem tölur ríkisstjórnarinnar um erlenda skuldastöðu, eru réttar sem má að sjálfsögðu draga í efa. Síðan, getur að sjálfsögðu, lent á Íslandi, miklu stærri upphæð en 415 milljarðar. En, ástandið er miklu mun svartara en þetta. Samkvæmt útreikningum Seðlabanka Íslands, um nettó erlenda skuldastöðu þjóðfélagsins alls, eru nettó erlendar skuldir þjóðarinnar samtals 4,580 milljarðar eða 3,5 þjóðarframleiðslur. Sú upphæð 11 sinnum hærri, en 415 milljarðar; þannig að heildarskuldabyrði þjóðfélagsins alls í erlendum gjaldeyri, er þá einnig 11 sinnum hærri. Fyrir allt þetta, þarf að borga, af útflutningstekjum landsmanna; þ.e. ekki þjóðarframleiðslu. Þessar upphæðir, eru langt fyrir ofan þau mörk, sem hugsanlegur afgangur af útflutningstekjum getur verið, ef miðað er við eðlilegan lágmarksinnflutning.
Semjum aftur
Því er haldið fram, að ef við segjum 'Nei' við núverandi Icesave samkomulagi, þá muni enginn vilja tala við okkur, öllum dyrum verði skellt í lás og lokað á útflutning okkar. Þjóðin komist á vonarvöl, Ísland verði Kúpa norðursins. En, þessar þjóðir, koma ekki svo ílla fram, við meira að segja hr. Mugabe, alræmdan forseta Zimbabve. Hvers vegna, ættu þær að koma þá verr fram við okkur, sem erum bandalagsþjóð þeirra, með viðurkennt lýðræðisfyrirkomulag, og viðskiptasambönd sem hafa staðið í árhundruð. Nei, þessar fullyrðingar, standast ekki nokkra skoðun. Hvergi, nokkurs staðar, hefur komið fram hin minnsta sönnun þess, að þetta sé eitthvað annað en dylgjur og hræðsluáróður. Við höfum alveg, fullgild málefnaleg rök fyrir að þessi tiltekni samningur, sé okkur óviðráðanlegur.
Hvernig eigum við að fara að?
Sannleikurinn er sagna bestur. Eftir að fulltrúar okkar, hafa orðið margsaga, er viss tortryggni eðlileg. Mætum með allt bókhald ríkisins, ef þörf er á. Nægar sannanir þess, að skuldastaðan sé 2,51 en ekki 1,25. En, augljóslega, hefur sú staðreynd - sem nú er komin fram - að samningamenn Íslands hafa haft röng viðmið um skuldastöðu Íslands, þegar þeir voru að semja við mótaðilana, stórlega skaðað samningsaðstöðu Íslands. Enda, þegar ríkisstjórnin trekk í trekk, segir eftirfarandi „Í þessum samanburði (stöðu annarra Evrópuþjóða) er skuldastaða ríkissjóðs vel viðunandi...sker ríkissjóður Íslands sig ekki sérstaklega úr þegar kemur að skuld hans sem hlutfalli af VLF“ þá augljóslega dregur það úr samúð mótaðilanna með Íslendingum, þegar þ.e. básúnað trekk í trekk, að staða okkar sé eiginlega, þrátt fyrir allt, ekki að ráði verri en staða þeirra. Ég held, að allir ættu að geta skilið þennan punkt. Með, sannleikann að vopni, er hið minnsta, smá séns, að við getum fengið fram samúð þeirra, hluttekningu. En, algerlega engin, ef við höldum áfram þeirri vitleysu, að básúna staðlausa stafi. Með sannleikann að vopni, er ég bjartsýnn á, að raunverulega hægt verði að taka samninga upp á ný!
Kv, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur
5.7.2009 | 15:42
Heildar-Skuldir Íslands - 13.059 ma.kr.
Staðreyndin um heildar erlendar skuldir þjóðfélagsins, kemur fram á vef Seðlabanka Íslands: 1. ársfjórðungur 2009. Athugið, 13.059 milljarðar, eru heildarskuldir. Þessi upphæð skiptir þó máli. Nettóupphæðin, er 4.580 milljarðar, þegar reiknað verðmæti eigna upp á 8.479 milljarða hefur verið dregið frá.
"Hrein staða við útlönd var neikvæð um 4.580 ma.kr. í lok fyrsta árs¬fjórðungs og réttist af um rúma 131 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Erlendar eignir námu 8.479 ma.kr. í lok ársfjórð¬ungsins en skuldir 13.059 ma.kr."
Til að allt teljist rétt, ber að geta, inni í þessari tölu, eru skuldir þrotabúa gömlu bankanna, sem skýrir hrollvekjandi hæð heildarsummunnar, áður en eignir eru dregnar frá, en einnig Landsvirkjunar, Orkuveitunnar og sveitarfélaga.
Athugið þó, að hvergi kemur fram hjá Seðlabanka Íslands, hvernig skuldirnar skiptast á milli aðila, t.d. hvaða hlutfall telst til gömlu bankanna.
Einungis upphæðin, 4.580 milljarðar jafngildir u.þ.b. 3,5 þjóðarframleiðslum,,,þá hafa allar eignir verið dregnar frá. Upphæðin, 13.059 á móti jafngildir u.þ.b. 10 þjóðarframleiðslum.
Það sem þarf að hafa í huga, að í þessum eignum, upp á 8.479 milljarða er ekki einungis að finna, eignir sem tilheyra uppgjörum hrundu bankanna. Heldur einnig, Landsvirkjun, orkukerfið, flutningskerfi hitaveitunnar, Orkuveitan og önnur skild orkufyrirtæki, hafnir og önnur mannvirki í eigu ríkis og sveitarfélaga; sem fræðilega er allt hægt að selja til að minnka skuldir. En, "common" það vita allir, að slíkt kemur ekki til greina.
Raunverulega staðan, er því einhvers staðar á milli 4.580 milljarða eða 3,5 þjóðarframleiðsla; 13.059 eða 10 þjóðarframleiðsla. Það skiptir, ef til vill ekki meginmáli, hvort raunveruleg staða er 9.000 milljarða eða 6.000 milljarðar. Því, meira að segja, 4.580 eða 3,5 þjóðarframleiðslur, er of mikið.
Þetta er raunveruleg staða mála. Sannleikurinn, er kominn í ljós.
Icesave í samhengi erlendra skulda þjófélagsins
Skv. því sem ríkisstjórnin segir, sjá Lagafrumvarp um: Icesave
"Innlend skuldabréf 471 ma. kr. 33 % af VLF
Skuldir vegna tapaðra veðlána o.fl. 296 ma. kr. 21 % af VLF
Erlend lán (sjá að framan) 315 ma. kr. 22 % af VLF
Skuldbinding vegna Icesave 373 ma. kr. 26 % af VLF
Samtals 1455 ma. kr. 102 % af VLF"
Rétt er að taka fram, að útkoma upp á 373, úr Icesave uppgjörinu, er besta hugsanlega útkoma, eins og ríkisstjórnin setur þetta fram. Lagafrumvarp um: Icesave
"Eftir bankahrunið, eða í árslok 2008, voru skuldir ríkissjóðs 931 milljarður króna. Þar
munar mest um endurfjármögnun ríkissjóðs á Seðlabanka Íslands (270 milljarðar króna) vegna tapaðra veðlána bankans, aukna útgáfu ríkisbréfa og ríkisvíxla (181 milljarður króna) og lántöku vegna gjaldeyrisforða (130 milljarðar króna). Mat fjármálaráðuneytisins er að skuldirnar nái hámarki í árslok 2009 og hafi þá náð 1.810 milljörðum króna, sem svarar til um 125% af VLF. Þá hafa bæst við lán í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (338 milljarðar króna) og eiginfjárframlag til nýju bankanna (385 milljarðar króna)"
Samkvæmt því, eru erlendar skuldir ríkisins: 315 + 375 (eða 415) + 130 +338 = 1.158
Ef við leikum okkur með tölur. Þá er 4.580 - 1.158 = 3.422 (2.63 þjóðarframleiðslur) eða 13.059 - 1.158 = 11.901 (9,15 þjóðarframleiðslur).
Erlendar skuldir, aðrar en skuldir ríkisins, skipti ekki máli?
Ríkisstjórnin, ætlar sem sagt, að láta eins og aðrar erlendar skuldir, en skuldir ríkisins, komi því ekkert við. Það er ástæða þess, að ríkið þykist geta haldið fram eftirfarandi:
Lagafrumvarp um: Icesave
"Í nýlegri úttekt hagfræðinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
er áætlað að skuldir ríkissjóðs hjá tíu ríkustu þjóðum G20 hópsins
verði að meðaltali 114% af VLF árið 2014 og að mögulega kunni þessi tala að vera svo há sem 150% af VLF. Þó eru þessar þjóðir ekki að takast á við nær algert kerfishrun, þ.e. hrun 90% bankakerfisins líkt og í tilfelli Íslands, né hrun bankakerfis sem skuldaði tífalda þjóðarframleiðslu landsins (um 13.600 milljarða króna). Í þessum samanburði er skuldastaða ríkissjóðs vel viðunandi, enda ljóst að þrátt fyrir umfang skulda bankanna og stærð hrunsins sker ríkissjóður Íslands sig ekki sérstaklega úr þegar kemur að skuld hans sem hlutfalli af VLF."
Þetta er ekkert minna, en helvítis þvæla. Hið fyrsta, er þegar komið í ljós, að raunverulegar heildarskurldir ríkisins, eru 2,5 þjóðarframleiðsla, en ekki 1,3. Í annan stað, er það einfaldlega rangt, að hægt sé að láta sem, aðrar skuldir þjóðarbúsins, komi ríkinu ekkert við.
- Skv. uppgjöri Landsvirkjunar, skuldar hún 2.975.269.000 dollara. Ríkið, er ábyrgt fyrir þessum skuldum, er Landsvirkjun lendir í vandræðum.
- Sveitarfélög, mörg hver, freystuðust til að taka erlend lán, í gróðærinu, og þau lán eins og önnur erlend lán, hafa hækkað mjög í krónutölu. Ef, sveitarfélög lenda í vandræðum, þá er ríkið einnig ábyrgt fyrir skuldum þeirra.
- Ríkið er ábyrgt, fyrir skuldum allra aðila í eigu þess. Auk þessa, hefur ríkið beint eða óbeint, nú tekið yfir fjölmörg fyrirtæki, sem álitin eru of mikilvæg fyrir þjóðarbúið til að hrynja og er þá einnig orðið ábyrgt fyrir skuldum þeirra, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir þeim ábyrgðum, í framsetningu ráðherra á skuldum ríkisins.
Síðast en ekki síst, þá þurfa þeir sem skulda þær óhemju erlendu skuldir þjóðarbúsins, að borga af þeim með gjaldeyri.
Þessir aðilar, eru því að keppa við ríkið, um þann gjaldeyri sem eftir verður, þegar búið er að gera ráð fyrir nauðsynlegum innflutningi.
Hvernig, ætlar ríkið að fara að því, að tryggja sér nægan gjaldeyri fyrir sig, þegar aðrir hafa einnig á sama tíma svo ríka þörf fyrir hann?
Greiðslubyrði af Icesave vs. greiðslubyrði almennt af erlendum skuldum
Lagafrumvarp um: Icesave
"Tafla 3: Afborganir og vextir af skuldum ríkissjóðs
Ár Erlendar skuldir Icesave Innlendar skuldir Samtals
2009 9,2% 5,6% 14,8%
2010 3,2% 4,5% 7,8%
2011 18,7% 4,8% 23,5%
2012 8,9% 4,8% 13,7%
2013 7,5% 4,5% 12,0%
2014 6,1% 4,3% 10,3%
2015 5,4% 4,0% 9,4%
2016 4,1% 3,7% 3,8% 11,6%
2017 3,4% 3,6% 3,6% 10,6%
2018 3,0% 3,5% 3,4% 9,8%
2019 2,7% 3,3% 3,2% 9,2%
2020 2,4% 3,2% 3,0% 8,5%
2021 2,1% 3,0% 2,8% 8,0%
2022 0,0% 2,9% 2,7% 5,6%
2023 0,0% 2,7% 2,6% 5,3% "
Vert er að muna, að erlendar skuldir þjóðarbúsins, eru einungis 1/3 af nettó heildarskuldum þjóðarbúsins, við útlönd. Þannig, að ef við miðum við heildar nettó skuldir þess, 4.580 milljarðar króna, þá þarf að margfalda skuldbirði með tölunni 3(við skulum þó, taka fyrst meðaltal af skuldabyrði ríkissjóðs, áður en við margföldum). Ef við, miðum við brúttóskuldir þjóðarbúsins, 13.059 milljarða króna, þá þarf að margfalda greiðslubyrði með tölunni 10. Sannleikurinn, er einhvers staðar þarna á milli, þ.s. inni í brúttó-heildar skuld þjóðarbúsins, eru margar eignir sem ekki er þjóðarvilji til að selja, sbr. Landsvirkjun, dreifikerfi hita og rafmagns, samgöngumannvirki, o.flr. Þetta er þ.s við stjórnar-andstæðingar, meinum, þegar við segjum skuldabirði, of mikla.
Samkvæmt skrifum Gylfa Magnússonar sjálfs, er greiðslubyrði Icesave í besta fallu 1,6% upp í mesta lagi 6,8% af útflutningsekjum landsmanna. Hafa skal í huga, að þá miðar hann við að 75% greiðist upp, þannig að eftir verði 415 milljarðar. Þetta er sem sagt, greiðslubyrðin, af einungis, 415 milljörðum í erlendri mynnt.
4.580 / 415 = 11 Þannig, að 415 milljarðar, eru einungis 1/11 af heildar-nettó-skuldum þjóðfélagsins.
13.059 / 415 = 31.5 Þannig, að 415 milljarðar eru 1/31,5 af heildar-brúttó-skuldumþjóðarbúsins.
Ef einhver kærir sig um, að útskýra hvernig, Íslendingar eiga að fara að því, að standa undir þessu, þá er viðkomandi það heimilt.
Einungis, með því að láta sem, einungis skuldir ríkisins, skipti máli, er hægt að láta sem að hlutir séu viðráðanlegir. En, þegar haft er í huga, að einnig þarf að borga af öðrum skuldum þjóðarbúsins. Að þær skuldir, eru einnig að keppa um þann gjaldeyri, sem verða mun fyrir hendi. Að, sá gjaldeyrir, verður mjög takmörkuð auðlind. Þá, sést, að við Íslendingar erum, komnir í fullkomlega óviðráðanlegt fen.
Einnig, Íslenska ríkið er ekki sjálft að flytja út vörur og þjónustu, heldur aðrir. Með hvaða hætti á að færa gjaldeyri frá einkaaðilum til ríkisins? Á að gera það með sköttum? Á að gera það með gjaldeyrishöftum og skilaskyldu? Á að koma á innflutningshöftum í því skyni að auka hagstæðan viðskiptajöfnuð? Hvernig á að standa við fyrirliggjandi Icesave-samkomulag og aðrar erlendar skuldir, nema með öðrum erlendum lántökum?
Halli á Þáttatekjum
Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009
Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008 -23,3
2009 - 2014 -1,2
2011 -1,1
2012 -2,1
2013 -1,2
2014 -1,1
Ég vek athygli, á þessari töflu, þ.s. að ef áætlun þjóðhagsreikninga stenst, þá er enginn afgangur af viðskiptajöfnuði Íslands, fyrir allra næstu ár. Þvert á móti, erum við í mínus.
Þáttatekjur samanstanda af hlutabréfaeign og skuldabréfaeign ríkissjóðs. Nú, er heildartap af því dæmi, og fyrirsjáanlega áfram; og það stórt, að jákvæður annars vöruskiptajöfnuður verður neikvæður, fyrir næstu ár.
Þar virðist ráða um, halli á fyrirtækjum í eigu hins opinbera; þ.e. halli á bönkunum, en einnig halli af öðrum - svokölluðum þjóðfélagslega mikilvægum fyrirtækjum - sem ríkið hefur tekið yfir, til að halda þeim gangandi. Hvað bankana varðar, stafar hallinn af því, að eignir eru mest í erlendum gjaldeyri á meðan að skuldir eru mest í innlendum. Þetta er ekki enn leyst, en er hugsanlegt að verði.
En, einnig er stór hluti í "þáttatekjuvandamálinu"tap af skuldabréfum, þá einkum svokölluðum "krónubréfum".
Þetta vandamál, sannarlega getur minnkað, þegar heimskreppan endar, þegar hún þá endar, og þá getur neikvæð ávöxtun orðið jákvæð.
Þessi, halli hlýtur þó frekar augljóslega, vera ógnun við greiðslustöðu landsins, gagnvart útlöndum til 2014 - hið minnsta.
Niðurstaða
Þegar heildarskuldir þjóðarbúsins, eru hafðar í huga, þá kemur í ljós að erlendar skuldir Íslendinga, eru fullkomlega óviðráðanlegar.
Hvað er þá til ráða?
- Við getum ekki samþykkt Icesave samning þann, sem ríkisstjórnin hefur gert við Breta og Hollendinga.
- Ísland, er þegar galdþrota, best að viðurkenna þá staðreynd hið fyrsta, og leita nauða samninga eða til vara, að lýsa yfir greiðsluþroti þ.e. "default".
- Gjaldþrot, er ekki endir alls; við getum samt flutt út fisk, áliðnaðurinn starfar áfram, ferðamenn halda áfram að koma til landsins. Ríkið, getur því staðið undir, umtalsverðri starfsemi innanlands. Á móti kemur, að allan innflutning mun þurfa að staðgreiða. Það getur valdið skorti á því sem er ekki framleitt hér; því að sjálfsögðu mun olía, bensín, lyf og þessháttar, njóta forgangs.
Best er að taka á þessari stöðu, hið fyrsta, því að allar viðbætur á núverandi skuldastöðu gera einungis íllt verra.
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.3.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 398
- Frá upphafi: 863627
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 375
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar