Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
29.11.2009 | 23:24
AGS - við erum víst gjaldþrota!
Ég ætla hér, aðeins að velta mér örlítið upp úr, tilteknum þáttum skýrslu AGS um Ísland, þ.e. endurskoðunar skýrslunni.
En, það eru case stúdíur, þ.s. tekist er á við spurninguna, hvort planið gangi upp, þrátt fyrir áfföll.
Þetta eru áhugaverðar stúdíur.
Skýrsla AGS um stöðu Ísland (Sjá nánar, bls. 55 og 56)
"Asset recovery shock. Past experience with banking crises suggests that asset
recovery can be extremely low. Assuming no asset recovery (to put a floor on the
downside risk) would slow the reduction in the debt ratio, but not stop it."
Þ.e. fínt, að þeir nefna þetta af fyrra bragði. En, þ.e. augljós áhætta, er umtalsvert hefur verið blásið á, að miklu minna fáist fyrir eignir Landsbanka Íslands sáluga, en reiknað hefur verið með.
En, vandi þessarar case stúdíu, er að ef þetta gerðist, þá myndi því einnig fylgja fleiri áföll, þ.s. slíkt áffall myndi líklega leiða til "sovereign dovngrade" þ.e. bæði áfföllin færu saman. En, ég fæ ekki betur séð, en case stúdían sé framkvæmd þannig, að hvert áffall fyrir sig, sé sett inn í reiknilíkan, og látið svo sem þau fylgist ekki að.
"Interest rate shock. The recent history for emerging market countries suggests that a
downgrade to Baa3 is a possibility given the higher debt numbers. This would imply
a roughly 100 basis point risk premium above Icelands current Baa1 rating. This
would slow, but not stop the downward trajectory for debt."
Við skulum hafa í huga, að "sovereign downgrade" er líklegt til að vera orsakað af þróun eða áfalli, sem hafi einnig áhrif samhliða. Ef, þessi case stúdía, er gerð þannig, að hvert vandamál fyrir sig, sé keyrt alveg óháð hverjum öðrum, þá er ekki víst að mjög sé að marka þessa niðurstöðu.
"Exchange rate shock. While the current level of real exchange rate is at a historical
low, a new bout of pessimism in global financial markets or a significant terms of
trade shock could lead to another steep depreciation of the krona. The exchange rate
shocka depreciation of 30 percentwould lift external debt to extremely high
levels. All else equal, the downward trajectory for debt would resume given the
substantial margin between the debt-stabilizing and projected non-interest current
account balance. The scenario perhaps overstates the impact, however, since it ignores a feedback from exchange rate depreciation to the economy. The enhanced
debt restructuring component of the program would reduce the negative balance sheet effect on growth, while the trade channel would underpin better growth and debt dynamics. At the same time, nominal GDP would likely expand significantly, and
with much external debt denominated in krona, debt ratios would thus decline."
Þarna, eru þeir að velta fyrir sér áföllum, þ.e. verðfalli á erlendum mörköðum eða við yrðum fyrir umtalsverðu áffalli, hvað erlend viðskipti varðar. Niðurstaða, verulegt gengisfall.
Hið fyrsta augljósa, er að hvor trygger atburðurinn um sig, mun einnig vera sjálfstætt áfall. Verðfall, á erlendum mörköðum, væri þá væntanlega vegna nýs áfalls af einhverju tagi, er alþjóðahagkerfið verður fyrir. Vart, getur annað verið, en að slíkt áfall myndi einnig leiða til einvherra annarra vandamála. Reyndar, færi líklega saman þá, bæði sjokkin þ.s. líklegt er að verð fyrir útflutnings afurðir myndu lækka, á sama tíma.
Spurningin, er hvort, nýtt slíkt áfall er í uppsiglingu, vegna Dubai.
Þá fellur sjálfsagt krónan, auk þess að dregur úr útflutningstekjum, skuldir hækka.
Líkleg afleiðing, "sovereign downgrade".
"Current account shock. Icelands export base is dominated by resource-intensive
industries vulnerable to changes in international prices. Significant terms-of-trade
shocks have led to a sizable volatility in the non-interest current account deficit in the
past. A permanent deterioration in the non-interest current account by 5 percent of
GDP would slow, but would not prevent the reduction in the external debt ratio, in
light of the large expected excess of the projected current account over the debtstabilizing current account."
Þetta áffall, er einnig líklegt til að triggera "sovereign downgrade" og þar með einnig "interest rate shock", en svo viðkvæm er staða okkar út á við, að nánast hvaða rugg sem er, eða viðbótar áfall, er líklegt einnig að leiða til lækkunar viðmiðana um okkar lánskjör, niður í ruslflokk.
"Additional debt. Some data uncertainty remains, given the tangled web of external
debt transactions that Icelandic corporations were engaged in. At the same time, the
government faces some litigation risks related to bank restructuring that could lift
external debt. For a small net shock to external debt20 percent of GDPand
assuming no feedback onto interest rates, the external debt ratio jumps, but it remains on a downward path."
Þetta er enn eitt áfallið, sem líklegt er að fylgja einnig, "sovereign downgrade", þ.e. "interst rate shock." Ég reikna því með því, að ekki sé raunhæft, að reikna ekki með því, að slíku áfalli fylgdi einnig versnun lánskjara.
Mér sýnist orðalagið þarna, benda til þess, að ef þau áfföll eru keyrð saman, þá verði skuldir óviðráðanlegar.
Niðurstaða:
Ef við íhugum þetta nánar, þá er líklegt að eitt stórt sjokk í viðbót, nánast sama hvað það er, leiði til neikvæðrar hringrásar. En, svo viðkvæm er staða Íslands, gagnvart hinum stóru matsfyrirtækjum, þ.s. við erum í neðsta flokki fyrir ofan rusl, að eitt stórt áffall enn, hlítur að fella okkur um flokk, þ.e. niður í rusl. Þá hrynja lánskjör.
Þá þarf, alltaf að keyra "sovereign dowgrade" saman við öll hin áföllin.
Þá, er mín tilfinning, að önnur niðurstaða fengist.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2009 | 16:53
Ísland er gjaldþrota!
VIð skulum horfast í augu við okkar raun stöðu, þ.e. gjaldþrot. En, þ.e. engin leið, ekki mögulegt, að Ísland geti staðið undir núverandi skuldastöðu. Þau lán, sem fást með samþykki Icesave samkomulags, gera ekkert annað en að lengja í hengingaólinni, þ.e. eins og Gylfi Magnússon hefur í reynd viðurkennt, þá stendur til að not það fé til að standa straum af afborgunum annarra lána. Svipað og að borga VISA með EURO.
Hafandi þetta í huga, þá sé ég ekki að nægileg ástæða sé til að samþykkja núverandi Iceave samkomulag, heldur að þess í stað, eigum við þegar að hefja undirbúning "GJALDÞROTS". Þ.e. yfirlísingarinnar, "DEFAULT."
En, þ.e. tálsýn að Evrópusambandið muni redda okkur. En, von ríkisstjórnarinnar, virðist vera, að fé það sem fáist frá Norðurlöndunum, Póllandi og AGS; dugi til að fleyta okkur í gegnum samningaferli, og síðan formlega inngöngu í Evrópusambandið. Það verði sett fram mjög "stark choise" þ.e. innganga eða gjalþrot. Þannig verði unninn sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vonin, er þá að Evrópusambandið, hafi komið með þeim hætti til móts við okkar stöðu, að inngangan feli í sér raunverulega von um að gjaldþroti verði forðað.
En, hvað ef eitthvað stendur á bakvið slíka von?
- Evrópusambandið, fram að þessu, hefur ekki veitt neinu meðlimaríki stórfellda efnahagsaðstoð, í tengslum við efnahagsörðugleika af völdum núverandi kreppu. Ekki veit ég af hverju, Ísland ætti að fá slíka aðstoð frekar en Úngveraland eða Eistland, en ESB hefur bent þeim á að leita til AGS, og hafa þau bæði eins og Ísland, verið í AGS prógrammi.
- Reglum skv., um leið og aðildarferli er lokið; þ.e. öll meðlimaríki ESB hafa lokið formlegu staðfestingarferli aðildarsamnings nýs ríkis, og það ríki hefur einnig formlega staðfest sinn aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu og af eigin þingi; þá getur viðkomandi þjóð óskað aðildar að ERM II sem er gjaldmiðlasamstarf ESB, er þjónar hlutverki fordyris að EVRU aðild. En, skv. ákvæðum ERM II er gjaldmiðli haldið innan +/- 15% vikmarka, og seðlabanki Evrópu grípur inn í ef gjaldmiðill ætlar að sveiflast út fyrir þau mörk. Von, ríkisstjórnarinnar, virðist vera að Ísland fái einhvers konar, snemm aðild að þessu fordyri, sbr. tal stjórnarliða einkum úr Samfó, um að Seðlabanki Evrópu muni samþykkja að styðja krónuna, fljótlega eftir að umsóknarferli hefst, eða nánar tiltekið, að Seðlabanki Evrópu verði beðinn um slíkann stuðning, í ljósi fordæmalausra aðstæðna Íslands - eins og það hefur verið orðað.
- Ég ætla ekki að fullyrða, að fullkomlega vonlaust sé að fá fram slíka, snemm aðild, þrátt fyrir að enn sé þá ekki fullljóst að Ísland komi til með að verða aðildarríki. Að sjálfsöðu, myndi slík "gesture" skapa hugsanlega verulegan góðvilja hjá þjóðinni, gagnvart ESB. Það gæti því, hjálpað verulega því, að aðild yrði samþykkt seinna. Ég reikna með, að aðildarsinnar þeir sem sytja í samninganefnd Íslands, séu líklegir til að beita slíkum rökum.
- Ahtugið þó, að slík snemm aðild væri undantekning frá megin reglu, sem felur það í sér, að einróma samþykki aðildarþjóða ESB þarf svo einhver von sé til að fá slíka undantekningu fram. En, aðildarþjóðir ESB eru á verulega misjöfnu þróunarstigu hvað hagþróun varðar, sem dæmi eru Búlgaría og Rúmenía, meðal aðildarþjóða er myndu þurfa, að samþykkja að Ísland sé verðugt sérstakrar samúðar og tillits, en þær þjóðir eru umtalsvert fátækari en t.d. Pólland, en þó hafa Pólverjar verið að koma hingað í leit að betri lífskjörum sem enn þann dag í dag, eru betri hér en þar þrátt fyrir krepppu. Svo, það má virkilega, velta því fyrir sér, hvaða líkur séu til þess, að Búlgaría og Rúmenía, samþykki að Ísland, beri að fá sérstakt tillit.
- Síðan er það spurning um viðmiðunargengi, en hagstæð fyrir Ísland gengisskráning, myndi í reynd fela í sér, hreinan efnahagsstuðning - en, þá þyrfti væntanlega Seðlabanki Evrópu að dæla hingað Evrum, sennilega verulegu fjármagni, til þess að halda uppi krónunni; og því, lífskjörum Íslendinga. Þ.e. lífskjara stigi, ekki mjög fjari því sem við erum vön. Aftur á móti, verulega lægra viðmiðunargengi, t.d. á bilinu 250 - 300 Evrur per krónu; þá myndu lífskjör hér taka mikið högg, en Seðlabanki Evrópu væntanlega, ekki þurfa að dæla hingað inn nærri því eins miklu fjármagni. Hvor útkoman, væri því líklegri. En, mér virðist draumur Samfó liða, vera að fá Evrópu og nánar tiltekið, Seðlabanka Evrópu, til að halda uppi lífskjörum hérlendis, með beinum hætti, með þeim hætti að hann samþykkti að viðhalda krónunni í gengi, er væri hærra en líklegt markaðsgengi hennar sennilega er erlendis, um þessar mundi, t.d. 180 kr/Evru.
- Mín skoðun, er að líkur þess, að slíkt "free riding" fengist fram, séu fjarkalega litlar. Auka þess, er þegar hefur komið fram, grunar mig að draumurinn sé að losa gjaldeyrishöft um leið, og slíkt samþykki Seðlabanka Evrópu væri komið fram, og þannig að láta Seðlabanka Evrópu í reynd, borga út hin svokölluðu Krónubréf.
- Með öðrum orðum, þetta er líklegt tálsýn. Miklu mun líklegra, er að við stöndum frammi fyrir, að þurfa að hlíta nákvæmlega sömu viðmiðnum, og aðrar þjóðir er hafa áður óskað aðildar. Við skulum því hafa í huga, að staðfestingaferli 27 aðildarríkja, getur tekið milli 1-2 ár, og það hefst ekki fyrr en, við höfum lokið okkar hluta, þ.e.þjóðaratkvæðagreiðslu og látið Alþingi staðfesta fyrir sitt leiti. Ef, samningar taka eins og stefnt er að, milli 1-2 ár, þá erum við að tala um e-h á milli 3-4 ár. Fræðilega gæti þetta náðst, við lok núverandi kjörtímabils. En, spurningin er þá, hvort peningurinn endist það lengi, þ.e. hinir rúmu 600 milljarðar er teknir hafa verið að láni, til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn?
- árið 2011 er mjög stór afborgun, milli 100 og 200 milljarðar, sú stærsta einstaka. Þetta lán, var lán sem tekið var til að endurreisa fjárhag Seðlabankans, í tíð ríkisstjórnar Geira og Sollu. Síðan hefur Seðlabankinn þegar þ.s. af er þessu ári, eytt um 70 milljörðum í að halda uppi gengi krónunnar. Tökum þær 2. tölur saman, og lækkum féð um 200 milljarða, og þá eru eftir 400, sem þurfa að duga fyrir öllum öðrum afborgunum út þetta tímabil, þar til við fáum stuðning ERM II, og einnig fyirir því að halda uppi gengi krónunnar, út það timabil.
- Þ.e. því ljóst, að í allra besta fallinu, stendur það mjög tæpt að þetta fjármagn, hreinlega dugi til að fleyta okkur áfram, út þetta tímabil.
- Stóra hættan, eru vanefndarákvæði Icesave samkomulagsins. En, mín tilfinning er sú að meira en 50% líkur séu til þess, að lánsfjármagnið dugi ekki, þannig að til þeirra vanefndarákvæða muni koma. Þ.e. vandefndirá öðrum lánum, leiði til gjaldfellingar Icesave láns, og síðan virkjun ákvæða samningsins um, að gengið sé að eignum ísl. ríkisins hérlendis sem og erlendis. Þ.e. nánar tiltekið, eignum sem skv. lögum í Bretlandi, má ganga að. Það eru eignir í hlutafélögum og fyrirtækjum í eigu ríkisins, sbr. Ríkisútvarpið, Landsvirkjun, Flugleiðir, o.flr. En, skv. breskum lögum, er ekkert athugavert við að ganga gegn Landsvirkjun, þ.s. í Bretlandi eru virkjanir að jafnaði í einkaeigu. Einungis sjálfs dreifikerfi landsnets myndi teljast undanskilið, þ.e. línurnar sjálfar, spennivirki og slíkir hlutir. Ef maður beinir sjónum að hitaveitu, væru með sama hætti, sjálf lagnakerfin undanskilin en sjálfsagt þykir í Bretlandi, að sjálf veitufyrirtækin séi í einkaeigu. Svo væntanlega kæmi fram krafa, um að einkavæða virkjanir landsmanna, og veitur - en, undanskilka sjálf dreifikerfin, í sérstöku félagi í eigu ríkisins, eins og fyrirkomulag er í Bretlandi. En varla þarf að taka fram, að mjög líklegt er að nýir erlendir eigendur myndu, krefjast hærra arðs af þeim fyrirtækjum, þannig að gera má ráð fyrir hækkun bæði rafmagns og hitaveitu, ef til vill milli 100 og 200%, jafnvel meira.
- Þetta er stóra hættan vuð Icesave samkomulagið, og ástæða þess, að ég vil hafna því þrátt fyrir að í kjölfar þeirra höfnunar, myndi líklega koma, gjaldþrot Íslands. Því, ef við verðum gjaldþrota, án þess að hafa lokið við Icesave samkomulagið, þá höfum við ekki veðsett með formlegum hætti eins og það samkomulag gerir ráð fyrir verðmætustu eignir ríkisins.
- Við getum ekki lengur lifað um efni fram, heldur neyðumst við til að lifa af því sem við framleiðum. Ef til vill, má skoða þ.s. jákvæða aðlögun. Þ.e. hrun hins núverandi ofurneyslu samfélags.
- En, við gjaldþrot missir Ísland allt "kredit" þannig að ekki mun vera um nein lánsvíðskipti að ræða. Með öðrum orðum, við munum þurfa að staðgreiða allann innflutning. Þá, þurfum við að eiga akkúrat fyrir honum, þ.e. nánar tiltekið, getum einungis flutt það inn, sem við eigum fyrir.
- Það verður því enginn möguleiki á viðskiptahalla, því viðskipti munu einungis geta farið fram fyrir þann gjaldeyri, sem er fyrir hendi.
- Fyrir bragðið, getur orsakast nokkur vöruskortur hérlendis. En, hægt er að bregðast við með þeim hætti, að stjórnvöld ásamt helstu útflutningsaðilum stofni með sér, innflutnings samlag er tryggði innflutning tiltekinna nauðsynja. Í því samlagi, mættu gjarnan vera einnig aðilar í ferðaþjónustu, er einnig hafa aðstöðu til öflunar gjaldeyris.
- Þ.e. því alveg hægt, að tryggja lágmarks vöruframboð. Má vera þó, að nauðsynlegt sé að úthluta því takmarkaða framboði, með skömmtunar seðlum.
- Fjöldi fyrirtækja, er mjög eru háð innflutningi um aðföng, myndu að líkum leggja upp laupana, og atvinnuleysi gæti cirka 2. faldast - jafnvel náð rúmum 20%.
- Með þessu, næði kreppan sinni hámarks dýpt. Eftir það, gæti hagkerfið smám saman náð sér.
- Ísland myndi hætta að greiða af erlendum lánum, og allar tekjur ríkisins er eftir væru, gætu farið til nota innan lands eingöngu. Sennilega, myndi meira fé losna, til að halda sjúkrahúsum og heilbrigðis kerfi í gangi, en nú er útlit fyrir. Það fer þó eftir því, hve djúp dýfa hagkerfisins verðu í kjölfarið á seinni dífunni.
- Ísland mun áfram búa að útflutningsfyrirtækjum í sjávarútvegi, áliðnaði og einnig gjaldeyrisskapandi ferðamennsku. Þ.e. gengi krónu myndi falla aftur stórt, en þó sennilega ekki lengra en á milli 200 og 300 Evrur; sem ætti að skapa mjög hagstæð skilyrði fyrir gjaldeyrisskapandi útflutnings starfsemi og aðra gjaldeyrisskapandi starfsemi.
- Í þessu felst leiðin út úr þessum ógöngum, þ.e. í því að nota það skjól sem felst í því að vera ekki lengur hluti af alþjóðlega lánsfjármarkaðinum, til þess að skapa fleiri tegundir af útflutningsiðnaði.
- Ath., annað hrun, sem þetta gæti kallast, skapar útflutnings iðanaði, engin óleysanleg vandamál. Ekki þarf annað til, en að útflutnings fyrirtæki eigi í traustum erlendum banka, reikninga til þess að erlendir aðilar treysti sér til að eiga við þau viðskipti. Síðan, geta þau fyrirtæki út á þá reikning, einnig fengið fyrirgreiðslu. Þ.s. skiptir máli fyrir útlendinga, er að mótaðilinn hafi traust tekjustreymi og einnig, að reikningar viðkomandi séu í bönkum er njóta trausts. Hvort tveggja, er vel leysanlegt við þessi skilyrði.
- Þetta væri örlítið flóknara fyrir ferðaþjónustu fyrirtæki, en þau eru með starfsemi eingöngu innan lands flest hver, en fá til sín greiðslur í erlendum gjaldeyri. Þau þurfa því, a.m.k. eina starfhæfa innlenda bankastofnun, það gæti t.d. verið MP banki, ef staða hans er raunverulega nægilega góð.
- Erlend álfyrirtæki, er starfa hérlendis, hafa í gegnum það að vera hluti af stórum erlendum auðhringjum, aðgang að fjármagni algerlega burtséð frá því hvað gerist að öðru leiti fyrir ísl. hagkerfið. Gjaldþrot okkar, hefði engin áhrif á þeirra starfsemi, þ.s. þeirra "kredit" byggist á þeirra móður fyrirtækjum, og er því með engum hætti tengt stöðu Íslands "per sé".
- Erlendar skuldir munu þó ekki hverfa, þ.s. ekki er hægt að gera upp þjóð með sama hætti og fyrirtæki eða einstakling, þó ef til vill sé Iceave samkomulagið, tilraun til slíks. Þær skuldir verða því allar til staðar áfram, og munum við á einhverjum tímapunkti þurfa að semja um greiðslur þeirra á ný.
- Á móti kemur, að eftir nokkur ár af engum greiðslum, ættu flestir aðilar vera til í að slá umtalsvert af kröfum sínum gegn því, að fá eitthvað greitt. Ein hugsanleg formúla gæti verið 50% af, hafin greiðsla á 50% af þvi sem eftir er, en seinni helmingur þess sem eftir er verði einungis greitt skv. skilgreindum markmiðum um efnahagslega framvindu.
- Eftir nokkurra ára skjól, ef til vill heill áratugur, þ.s. Ísland hefur ekki verið að greiða neitt af erlendum lánum, ætti að hafa unnist tími til að byggja upp nýjar útflutnings greinar. Þjóðin ætti að hafa náð því að venjast því, að eyða minna. Og, bjartara ætti að geta verið framundan, þ.s. útflutningur verður hærra hlutfall af okkar neyslu og viðskiptahalli verður ekki lengur viðvarandi, oft árum saman. Með öðrum orðum, að neysla verði í betra samræmi við raunverulega verðmætasköpun.
- En, þ.e. einmitt þ.s. þarf að nota þann tíma til, þ.e. til að skapa fleiri útflutningsgreinar.
- Mætti hugsa sér, að ný gjaldeyrisskapandi fyrirtæki, hljóti 100% afslátt af tekjuskatti til 10 ára, sem dæmi.
- Nóg framboð verður af hæfu en atvinnulausu fólki, og þarf að hvetja það, til að rotta sig smana til að hefja e-h nýtt, hvað sem því dettur í hug að gera.
- Alger forsenda, er að nýjum rekstri verði sköpuð sem allra hagstæðust skilyrði. Krónan verður mjög lág í gegnum þetta tímabil, svo ásamt hjálp stjórnvalda að því marki er þau geta, ætti það lággengi ennig að vera mjög öflugur hvati.
- Þetta verður að vera leiðin út úr ógöngunum. En, þetta mun taka tíma. Ég nefni 10 ár. Þ.e. örugglega algert lágmark.
22.11.2009 | 22:38
Hversu stór er kreppan okkar?
Spurningin, sem við þurfum að spyrja okkur, er hversu alvarleg núverandi kreppa er?
Hið fyrsta, sem þarf að hafa í huga, er að þetta er fjármálakreppa, en ekki kreppa sem orsökuð er af hefðbundinni ofkeyrslu eða offjárfestingu, framleiðslugreina.
Fjármálakreppur, að jafnaði vara lengur, og eru skæðari - valda meira tjóni.
Hér fyrir neðan, kemur samanburður á fjármálakreppum, sem finna má í skýrslu Hagrfræði Stofnunar Háskóla Íslands, um Icesave.
Þ.s. markverðast kemur fram, eru niðurstöður um meðalútkomu slíkra kreppa, þ.e.:
- Hagvöxtur hefst að meðaltali, eftir 1,9 ár.
- Lægð verðmætis hlutabréfa, kemur eftir 3,4 eftir upphaf kreppu.
- Atvinnuleysi, nær hámarki, 4,8 árum frá upphafi kreppu.
- Húsnæðis verð, nær hámarki á 6. ári, eftir upphaf kreppu.
Svo, miðað við meðalkreppu, þá:
- Hefst hagvöxtur hérlendis árið 2010.
- Verðmæti hlutabréfa hérlendis nær lágmarki árið 2012.
- Hámark atvinnuleysis verður um mitt ár, 2013.
- Botninn á kreppunni á húsnæðisverði, verður síðla árs 2015.
Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave
Fasteignaverð (raunvirði) | -35,5% | 6,0 ár | Hong Kong (-54%) | Japan, 1992 (6 ár) |
|
Hlutabréfaverð (raunvirði) |
-55,9% |
3,4 ár | Ísland (-91%) | Spánn, 1977, Malasía og Tæland (5 ár) |
|
Atvinnuleysi | 7,0% | 4,8 ár | USA, 1929 (22%) | Japan, 1992 (11 ár) |
|
VLF á föstu verðlagi |
-9,3% |
1,9 ár | USA, 1929 (-30%) | Finnland, Argentína, 2001, og USA, 1929 (4 ár) |
|
Ríkisskuldir* | 86,0% |
| Finnland, Kólumbía |
|
|
Heimild: Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff, "The Aftermath of Financies Crises," American Economic
Review: Papers & Proceedings, 99 (2), 466-472. * Aukning ríkisskulda á þremur árum eftir upphaf kreppu.
Ég lít eiginlega á spá ríkisstjórnarinnar, og Seðlabanka, eins og hvert annað grín, en hún er eftirfarandi:
2010 2011 2112 2113 2014
Hagvöxtur -2,4% 2,2% 3,4% 3,4% 3,6%
Viðsk.jöfn. 10,6% 12% 13,1% 13,7% 11,8%
Sem dæmi, fer ekki saman, mikill viðskiptajöfnuður, og mikill hagvöxtur. Ástæðan er sú, að vegna þess að Ísland er dvergríki með fábreyttann útflutning, er megnið af vörum sem notað er, hvort sem er til neyslu eða sem aðföng til rekstrar af margvíslegu tagi, innflutt. Þannig, er það klassískt í gegnum ísl. hagsögu, að kreppa byrjar á stórri gengisfellingu, þ.e. lágu raungengi fyrst í stað, síðan þegar hagkerfið fer að rétta við sér, hefjast launahækkanir og það dregur úr atvinnuleysi, um svipað leiti eykst innflutningur smáma saman. Eftir því, sem þróttur hagkerfisins eykst, færist innflutningur í aukana og það fer alltaf þannig, að í upphafi hagsveiflu er afgangur af útflutningsverslun en sá afgangur snýst líka alltaf yfir í halla cirka um miðbik hagsveiflunnar og á seinni hluta hennar, er alltaf halli á utanríkiverslun.
Reyndar, þegar öll hagsagan er tekin saman, þ.e. hagsaga lýðveldistímans, hefur að meðaltali verðið halli á utanríkisverslun upp á 2,2%.
Þannig, að ég fullyrði það, að það sé útilokað, að það fari saman - öflugur hagvöxtur um langt tímabil og hærri afgangur af utanríkisverlsun en nokkru sinni hefur þekkst í lýðveldissögu Íslands.
En, fram að þessu, þ.e. 1994 var afgangur hæstur 7%. Í ár, hefur það met reyndar verið slegið, en samt 8 mánuði inn á árið, er hann ekki nema 80 milljarðar, sem dugar ekki fyrir því sem hefur verið reiknað sem þörf, þ.e. milli 123172 milljarða.
Seðlabankinn, segist gera ráð fyrir lágu raungengi krónunnar, í gegnum allt þetta tímabil.
En, hvernig? Raungengi hækkar, þegar laun hækka og innlendur kostnaður hækkar. Hvernig á að tryggja, að það fari saman, hár hagvöxtur yfir langt tímabil, og áframhaldandi lár raunkostnaður?
Þetta hefur einfaldlega ekki verið útskýrt.
Kv.
22.11.2009 | 15:33
ESB reddi okkur!
Vandi Íslands er, að hrúgan af skuldum sem er framundar, er alltof há. Við erum að tala um þörf á vel yfir 100 milljarða afgangi af utanríkisverslun næstu árin - sem er langt, langt yfir því, sem nokkru sinni hefur áður átt sér stað.
Sjá umfjöllun Fjárlaganefndar um Icesave frumvarpið hið seinna.
<tekið úr minnihlutaáliti Lilju Mósesdóttur og Ögmundar Jónassan>
AGS gerir ráð fyrir að afgangurinn á vöruskiptajöfnuði verði á bilinu 123172 milljarðar kr. á ári fram til ársins 2014, en þess má geta að vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu átta mánuði þessa árs nam ekki nema 44,7 milljörðum kr. Þjóðarbúið mun ekki standa undir skuldsetningu sem nemur í ár um 310% af VLF nema þessi afgangur gangi eftir og hægt verði að endurfjármagna erlendar skuldir.
Var að horfa á Silfur Egils, og er sammála einum viðmælandanum, að hlutirnir gangi ekki upp, og planið sé að ganga inn í Evrópusambandið, í veikri von um að það reddi okkur. Síðan talaði hann um, að annars blasi ekkert annað við, en gjaldþrot og mikið atvinnuleysi, landflótti okkar besta fólks, gjaldeyrishöft til margra ára og þ.s. hanna kallaði, að við yrðum Mexícó Norðursins.
Ég held, að gjaldþrots hlutinn, sé hið minnsta alveg réttur, og einnig atvinnuleysið. Landflótti er einnig mjög líklegur, með mjög ríkann Norgeg við hlið.
En, stóra spurningin er hvort, innganga í ESB sé raunveruleg redding?
Þ.s. virðist uppi í ríkisstjórninni, er einhvers konar "free ride" hugmynd, þ.e. að Seðlabanki ESB beinlínis borgi okkur að stórum hluta út úr ógöngunum.
En, margoft hefur komið fram í tali Samfó liða, draumurinn um að ESB - nánar tiltekið Seðlabanki þess - veiti krónunni stuðning, og það helst fljótlega eftir að samningaferli sé formlega hafið.
Fræðilega, gæti verið hægt að fá, svipaðann stuðning og gildir í ERM II - þ.e. +/-15% vikmörk.
Sjálfsagt, er þá draumurinn, að losa um Krónubréfin, og síðan láta ECB (European Central Bank) borga fyrir það að stærstum hluta, þ.e. útflæðið af gjaldeyri sem þá á sér stað.
En, fullkomlega óhjákvæmilega fellur krónan að vikmörkum, og vill niður fyrir þau og þá ef við værum í ERM II myndi ECB koma inn, og dæla inn Evrum á móti útflæðinu, svo gjaldmiðillinn haldist innan þeirra vikmarka.
En, aðild reddar þó okkur ekki úr skuldunum sjálfum, þær verða áfram til staðar. En, ef ESB fengist til að verja krónuna, skv. gengisskráningu er væri okkur hagfelld, þá væri ESB þar með einnig að halda uppi lífskjörum hérlendis. Það væri í reynd, efnahags aðstoð.
Þar stendur hnífurinn í kúnni, þ.e. hvaða gengisskráning? Ef hún væri 180 Evrur per krónu eða ef hún væri 300 Evrur per krónu, eða kannski 250 Evrur per krónu?
En, því lægra sem gengið væri, því lægra væri lífskjara stigið hérlendis, því meira atvinnuleysið og því meiri landflóttinn.
Ég bendi á, að samningsaðstaða okkar, er ekki endilega mjög góð. En, athugið - há gengisskráning væri í reynd, það að ESB væri að veita okkur efnahags stuðning, sem er ekki endilega víst að meðlimaþjóðir ESB, segjum Búlgaría eða Kýpur eða Pólland, séu til í að samþykkja. En, aðildarsamningur þarf enn þann dag í dag, samþykki allra, þ.e. einróma samþykki.
Icesave verðið fyrir ESB innöngu
Ef þetta er þannig, þá er Icesave einfaldlega hugsað af þeirra hálfu, sem verðið sem við þurfum að greiða, til að komast að þessum lukkupotti.
En, munum einnig, að 310 milljarðarnir munu setja stöðugan niðurþrýsting á krónuna, í gegnum öll þau hin næstu 10 - 15 árin, einfaldlega vegna þess að eins og ástandið er í dag, þá er svo mikið útflæði fjármuna úr okkar hagkerfi vegna greiðslna af erkendum lánum, einstaklinga - fyrirtækja - opinberra aðila og ríkisins - þ.e. þeirra aðila er ekki hafa eigin gjaldeyristekjur og þurfa því að borga með eigin krónutekjum, skipta þeim í gjaldeyri; að þrátt fyrir hagstæðann vöruskiptajöfnuð er heildarjöfnuður hagkerfisins neikvæður, og allar spár er ná til 2014 gera ráð fyrir neikvæðum jöfnuði út það tímabil hið minnsta.
Einmitt þetta nettó útflæði, viðheldur stöðugum þrístingi á gengi krónunnar, niður á við.
Þetta veit Samfó að sjálfsögðu, væntanlega einnig ECB, þannig að ef við segjum að ESB samþykkti viðmiðunargengi ársloka 2010, þá - síðan væri krónubréfum sleppt lausum, og síðan eftir það ætti ECB að halda uppi krónunni eftir það; þá í reynd værum við að ætlast til, að ESB borgi að stórum hluta okkar skuldir. En, með því að halda uppi krónunni, og þar með einnig atvinnustigi, og í reynd hagkerfinu, væri ESB raunverulega að standa að hluta til stram af greiðslum okkar skulda.
En, hafið í huga, ef ESB samþykkti svona brjálaðann díl, þá með því að samþykkja að halda uppi krónunni, þá um leið væri ESB að samþykkja að í reynd að veita okkur stórfellda efnahags aðstoð, í formi þess að dæla hingað stöðugt gjaldeyri til að viðhalda krónunni í tiltekinni gengisskráningu, í gegnum þetta slæma tímabil, og þannig að viðhalda hærra stigi lífskjara en annars væri mögulegt, þannig hærri kaupmætti en annars væri mögulegt.
Trúir einhver, í raun og veru, að ESB sé góðgerðastofnun?
Ég bendi á, að ESB hefur látið AGS um að redda þeim, af meðlima löndum ESB, sem hafa lent í allra verstu efnahags kröggunum.
Sú regla sem gildir í ESB, er að umsækjandi geti fengið aðild að ERM II þegar umsóknarferli er formlega að fullu lokið. En sá tímapunktur kemur, þegar ölll aðildarríkin 26 hafa lokið staðfestingarferli - en það getur tekið á milli 1 og 2 ár, eftir að samningum er að fullu lokið, þeir hafa verið samþykktir og staðfestir af meðlimaríki, og einnig verið formlega samþykktir af Ráðherraráði og þingi ESB. Við erum því, að tala um nokkur ár héðan í frá, þ.s. Ísland reglum skv. getur óskað eftir aðild, að ERM II.
Þ.s. Samfó liðar eru að tala um, væri undantekning sem ég veit ekki til, að hafi hingað til verið nokkru sinni veitt. En, segjum svo að vegna sérstakra aðstæðna, sé ESB til í að veita því áheyrn, þá samt sem áður þ.s. þetta væri undantekning frá aðalreglu, þá þarf einróma samþykki, þ.e. einróma samþykki allra 27 meðlimaríkja ESB.
Ég ætla ekki að fullyrða, að veiting slíks samþykkis þó einróma sé væri fullkomlega ómögulegt, en greinilega er algert skilyrði að allar deilur við tilteknar meðlimaþjóðir hafi verið leistar fullkomlega skv. þeirra vilja, því einróma samþykki þíðir að sjálfsögðu að allir verði að vera sammála; síðan náttúrulega spurningin hvort t..d Búlgaría, Kýpur, Pólland, Eystrasalt-löndin, sem eru fátækari en Ísland að meðaltali, séu til í að veita slíka sérstaka neyðaraðstoð til okkar.
Við verðum að muna, að meðlima lönd ESB, eru mjög misjafnlega stödd, í efnahagslegum skilningi.
Niðurstaða
Ríkisstjórninni, er sennilega fullkunnugt að stefnan gengur ekki upp, svo stefnan raunverulega er - mjög sennilega - látum ESB redda okkur.
Þá þurfa menn að velta fyrir sér, hverjar líkur þess að ESB sé tilbúið til slíks, séu. Þá þarf að hafa í huga að ESB inniheldur þjóðir sem eru mjög misjafnt staddar í efnahagslegu tilliti, t.d. Búlgaríiu, Rúmeníu - sem eru umtalsver fátækari, og ekki augljóslega líkleg til að vera full af samúð gagnvart vandræðum fólks, á umtalsvert hærra lífskjara stigi. Enn gildir, að allar meðlima þjóðir ESB þurfa að veita samþykki sitt, nýjum aðildarsamningi. Sannarlega hefur aðildarsamningi aldrei verið hafnað, fram að þessu, en þ.s. gerist er að meðan samningaferlið stendur yfir, þá láta meðlimaþjóðir vita hvað það er sem þær sætta sig ekki við, þannig að slík ágreiningsmál hafa fram að þessi alltaf verið agfreidd áður en lokið hefur verið við gerð aðildarsamnings. Þannig, að deilur valda einfaldlega því, að gerð aðildarsamnings dregst á langinn, þar til að umsækjandi hefur látið undan.
Menn verða að hafa í huga, að umsóknarferlið mun taka nokkur ár, jafnvel þó að við setjum allar kröfur, nema um efnahagslega reddingu, til hliðar.
Ef þjóðin hafnar aðild, í þjóðaratkvæðagreiðslu, væri allt þetta unnið fyrir gíg og við stödd á byrjunarreit.
Stóra spurningin gagnvart stjórnvöldum, er hvort þau geta haldið sjó í efnahagslegum skilningi þar til að aðildarsamningur er í höfn, og þau geta presenterað gagnvart þjóðinni, stóru reddingunni.
Auðvitað, er það stór spurning, í ljósi þess, að Norðurlönd langt í frá stjórna ESB, hversu glæsilegur sá samningur verður. En, við getum þó hið minnsta treyst því, í ljósi umfjöllunar stjórnvalda um Icesave samninginn í sumar, að hvernig sem sá samningur verður, þá verður honum líst sem stórfenglegum árangri og glæsilegri reddingu fyrir hagsmuni þjóðarinnar - bara ef hún segir "já"!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2009 | 12:16
Er heimskreppan búin?
Nýlegar tölur frá Evrópusambandinu, geta bent til þess, að skárri tíð sé framundan.
Komnar eru út tölur fyrir 3. ársfjórðung, þ.e. nánar tiltekið, bráðabyrgðatölur. Skv. þeim mældist hagvöxtur í Evrópusambandinu öllu.
Í Bandaríkjunum, er einnig fagnað nýlegum mælingum, um mældan hagvöxt.
Stórfelldar hækkanir hafa orðið bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum, á verðbréfamörkuðum.
Er þá ekki allt í "goody" - hlutir á uppleið á ný, leiðin úr ógöngunum greið?
Ekki er svo, þ.s. langt er í að endurfjármögnun bankakerfa, er fóru mörg hver næstum á hliðina, sé lokið.
Einnig eru skuldir meðal almennings háar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, sem almennt er viðurkennt að muni, skaða hagvöxt báðum megin N-Atlantshafsins til næstu ára.
Auk þessa, er vitað að fleiri ár mun sennilega taka, að vinda ofan af þeirri aukningu atvinnuleysis, er kreppan hefur orsakað, beggja megin Atlantsála.
Ef þetta er ekki nægilega svart, þá má við bæta, um núverandi mældan hagvöxt, að hann er ekki beysnari en svo, að margir hagfræðingar færa sannfærandi rök fyrir því, að stuðningur ríkisstjórna landanna, beggja megin við N-Atlantshafið, skýri þann hagvöxt fullkomlega.
Reyndar, tekur AGS undir þann skilning, með aðvörun sinnu um það, að núverandi mældur hagvöxtur, sé ekki sjálfbær. En, það orðalag, er eins skýrt, og búast má við, frá þeim ranni.
Með þetta í huga, verður vart dregið í efa, að stórfelldar hækkanir á verðbréfamörköðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, séu ansi "bólukenndar".
Að auki, er augljóst, að þessi mældi hagvöxtur, getur sjálfur horfið eins og dögg fyrir sólu, ef skorið er á naflastreng flæðis fjármuna, frá ríkissjóðum iðnikjanna. Reyndar, varar AGS einmitt við því sem hættu, að draga úr stuðningi of fljótt - ef einhver heldur, að ég sé að íkja mála hlutina of dökkum litum.
Heimildir:
Eurozone Joins US, Japan out of recession
Orðsending Christine Lagarde til AGS
"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report"
Nýjasta hefti Peningamála
Q3 2009 (3. ársfjórðungur 2009) tölur í prósentum af landsframleiðslu.
Evróusambandið 0,2
Evrusvæðið 0,4
Þýskaland 0,7
Frakkland 0,3
Ítalía 0,6
Bretland -0,4
Spánn -0,3
Austurríki 0,9
Holland 0,4
Bandaríkin 0,9
Japan 0,2
Væntingar, um 1,5% hagvöxt í Evrópusambandinu, á næsta ári, skv.
Eurozone Joins US, Japan out of recession
"The region is at least out of recession and still on track to grow by a reasonably solid 1.5% odd next year, but there is scant evidence yet of the pickup in domestic demand needed to sustain a stronger recovery," said Jonathan Loynes, chief European economist at Capital Economics.
I. Er hagvöxturinn raunverulegur?
Fljótt á litið gefur þetta þokkalega góð fyrirheit, en ekki er alveg allt sem sínist. Stóra spurningin, er hversu raunverulegur þessi vöxtur er. En, hafa ber í huga, að flest iðnríki heimsins, hafa framkvæmt stórfelld inngrip í hagkerfin, sem ætlað er að framkalla hagvöxt á ný, og þau inngrip eru enn að miklu leiti í fullum gangi.
A. Skýrsla fjármálaráðherra Frakklands:
Við skulum skoða, orðsendingu sem fjármálaráðherra Frakklands, sendi til Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, og er að finna á vefsíðu hans, IMF.org.
Orðsending Christine Lagarde til AGS
1.The economic situation has improved, due to measures designed to support demand and restore growth
After the highly negative figures of late 2008 and the first quarter of 2009 in the advanced economies, the economic situation picked up in the second quarter, as demonstrated by the quarter-on-quarter growth achieved by France (+0.3), Germany and Japan. This improvement was unquestionably made possible by the measures we adopted to support demand and restore growth. The central banks have lowered their key rates and adopted non-conventional measures. Governments have also intervened, initiating large-scale stimulus plans that have drawn further strength from the existence of automatic stabilizers, which have proved particularly effective in Europe. In France, for example, the stimulus package for 2009 and 2010 totals 45 billion euros, the equivalent of 2.4 percent of annual GDP. It will boost GDP by 0.5 percent in 2009 and by 0.2 percent in 2010. Stimulus packages introduced in other countries are expected to impact growth in the developed economies to roughly the same extent as national recovery plans. Finally, government measures in support of the banking sector have enabled the banks to maintain their operations and continue providing credit to consumers and businesses. The full range of monetary, fiscal and financial measures adopted have also helped restore confidence and increase liquidity in financial markets. As a result, stock markets have bounced back by 37 percent since last April, risk premiums on bonds issued by banks have gone down, with spreads on banks returning to their level prior to the Lehman Brothers collapse, and issuance by private-sector participants has resumed.
Miðað við allann þennan pakka, verður ekki betur séð, en að mældur hagvöxtur sé fullkomlega skýrður með aðgerðarpakka franskra stjórnvalda. Þá virkilega veltir maðu fyrir sér, hvað verðbréfa markaðarnir eru að huga, þ.e. 37% hækkun. Eru menn, ekki komnir aðeins framúr sér? Hvað gerist, þegar stjórnvöld neyðast til að draga úr eyðslu?
Orðsending Christine Lagarde til AGS
2. Yet the situation is still shaky enough to warrant further efforts in the same direction
The economic upturn under way should not lead to complacency, however. The recovery is still shaky, and the down side risk factors are many. Rising unemployment, a major source of concern, will act as a drag on medium-term growth. Likewise, private investment, which has been hard-hit by the crisis, is still at an extremely low level and is unlikely to contribute much in the way of growth. Lastly, commodity price volatility is a particularly damaging source of instability. France is determined to enhance oil market transparency and to strengthen dialogue between producers and consumers; our aim is to keep oil prices within reasonable limits. We must therefore maintain our efforts to deliver on the G20s commitments. Any premature withdrawal of stimulus would be a serious mistake. And while it is essential to start working together to prepare effective exit strategies, I must emphasize that withdrawing our policy support as of now is simply out of the question.
B. Skýrsla Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, inniheldur, alvarlega aðvörun.
Ég bendi mönnum á, að hafa Ísland í huga, þegar þeir lesa þetta.
The global economy has returned to positive growth following dramatic declines. However, the recovery is uneven and not yet self sustaining, particularly in advanced economies. Financial conditions have continued to improve, but are still far from normal. Despite recent momentum, the pace of recovery is likely to be sluggish, since much remains to be done to restore financial systems to health, while household balance sheet adjustment and bank deleveraging will be drags on growth. Downside risks have reduced somewhat. A key risk is that policy support is withdrawn before the recovery can achieve self-sustaining momentum, and that financial reforms are left to languish.
Með öðrum orðum, hagvöxtur í iðnríkjum á þessum tímapunkti, er algerlega háður á stuðningi stjórnvalda við hagkerfin, á sama tíma og erfið skuldastaða heimila og banka, verður sem hemill á frekari hagvöxt.
An overarching risk is that the recovery stalls. Premature exit from accommodative monetary and fiscal policies could undermine the nascent rebound, as the policyinduced rebound could be mistaken for a strong and durable recovery. Financial strains could also reemerge if the recovery falters and efforts to restore health to bank
balance sheets are not forcefully implemented. Hence, it would be important for G-20
countries to maintain policy stimulus until there are clear signs of a durable recovery,
notably in private demand, along with sustained efforts to recapitalize banks and
repair balance sheets.
Í ljósi þess, að hagvöxtur sé ekki sjálfbær í iðnríkjunum, varar AGS við þeirri augljósu hættu, að hann getu runnið útí sandinn - sérstaklega ef aðilar misskilji þróunina og dragi of fljótt úr stuðningi við hagkerfin, og sem afleiðing sé hætt við að þá versni til muna fjárhagsvandi ríkisstjórnanna, sérstaklega ef endurhæfing bankakerfa gangi ekki nægilega vel.
A sustained rebound in private demand is likely to be held back by limited credit
availability, a desire by households to rebuild balance sheets, and unemployment
rising well into 2010, indicating the need for caution. Unemployment continues to
rise in many economies, and financial sectors and confidence are still fragile. The
recent rebound in GDP growth seen in some economies is largely accounted for by
policy support and a turn in the inventory cycle. The inventory cycle may still support
growth this year but would then gradually lose impetus.
Hérna, reynir AGS að halda mönnum á Jörðinni, þ.s. framboð á lánum sé líklegt til að haldast lélegt, heimili séu líkleg til að leggja áherslu á lækkun skulda, aukning atvinnuleysis haldi áfram langt fram á árið 2010 a.m.k.
Forceful fiscal and monetary stimulus and financial sector support have helped ease
financial stress and played an important role in supporting activity, but may need to
be maintained for some time. One of the key lessons from experiences of similar
crises is that withdrawing policy stimulus too early can be very costly, particularly if
the financial system remains vulnerable and prone to adverse shocks. Further
advancing the process of financial restructuring and balance sheet repair (including
bank recapitalization) remains a priority to achieve a healthy financial system.
AGS ályktar, að stjórnvöld iðnríkjanna þurfi að halda áfram, aðstoð sinni við eigin hagkerfi, og geldur varhug við, að þeim aðgerðum sé hætt of snemma. Mikilvægt sé einnig, að halda áfram með fjárhagslega endurskipulagningu bankakerfa.
For most countries, the risks presented by keeping stimulus in place too long suggest
that adjustment is a key priority. Maintaining fiscal stimulus longer than needed has
obvious and immediate consequences for debt accumulation. In many advanced
economies, monetary policy can afford to remain accommodative for an extended
period, given subdued price pressures.
AGS telur að iðnríkin geti framhaldið aðstoð við eigin hagkerfi, um allnokkra hríð, sérstaklega í ljósi lágs þrýstings á verð, sbr. þ.e. verðhjöðnun á Evrusvæðinu.
The challenges of placing fiscal policy on a sustainable pathboth political and
economicare greater than for normalizing monetary policy. The scale of fiscal
adjustment required to ensure fiscal sustainability will be large, particularly in
advanced economies. This suggests that fiscal policy changes that have long-term
effects but that do not affect the economic recovery in the short term (such as
entitlement reforms and strengthening fiscal frameworks and institutions) should be
implemented soon to enhance credibility.
AGS leggur áherslu á, að takast þurfi á við, langtíma söfnun skulda, hjá iðnríkjunum, til að tryggja langtíma sjálfbærni skulda þeirra. Í því skini, muni þurfa, að standa fyrir umtalsverðum aðlögunum hagkerfa þeirra, og leggur AGS áherslu á, að viðleitni í þá átt, verði hafin hið fyrsta - með áherslu á aðgerðir, með virkni til lengri tíma, þannig að ekki sé skorið á þá skemmri tíma eyðslu, til stuðninga hagkerfanna, er nú á sér stað.
Stabilizing debt ratios at their likely post-crisis levels will not be sufficient. This is
especially true for those economies facing rising pressure on public finances from key
entitlement programs and demographic change. High debt ratios would impede fiscal
flexibility and raise interest rates.
AGS, leggur enn frekari áherslu, á skuldavandann. Ekki sé nóg, að stöðva frekari söfnun skulda, eftir að kreppu sé lokið, heldur sé þörf - sérstaklega fyrir ríki er standa frammi fyrir fólksfjöldaþróunar vanda, þ.e. öldruðum fjölgar á kostnað ungra og stefnir í fólksfækkun - að takast á við þá þróun með þeim hætti, að draga úr fyrirséðum kostnaði við það fyrirséða uppihald hás hlutfalls óvinnufærra borgara, svo kostnaðar vs. tekjustrúktúr vs. afborganir af skuldum þeirra hagkerfa, verði fyrirséð sjálfbær.
Eins og sést af skýrslu AGS, standa þróðuðu iðnríkin frammi fyrir alveg gríðarlegum vanda, ekki síst vegna vaxandi skulda, og þess framtíðarvanda, er mun af þeirri skuldaaukningu stafa.
II. Ég vek sérstaka athygli, á skýrslu frá Framkvæmdastjórn ESB, er ég las fyrr á árinu, sem innihélt mjög margar áhugaverðar upplýsingar:
"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report"
Skv. þeirri spá, var gert ráð fyrir að heildarsamdráttur ársins, myndi verða 4% - sem virðist ætla að standast.
Sérstaklega bendi ég á spána, um skulda-aukningu, á þessu ári og hinu næsta, sem hlutfall af VLF.
2008 2009 2010
Belgium 89.6 95.7 100.9
Denmark 65.9 73.4 78.7
Ireland 43.2 61.2 79.7
Spain 39.5 50.8 62.3
France 68.0 79.7 86.0
Italy 105.8 113.0 116.1
Cyprus 49.1 47.5 47.9
Luxemburgh 14.7 16.0 16.4
Malta 64.1 67.0 68.9
Netherlands 58.2 57.0 63.1
Austria 62.5 70.4 75.2
Portugal 66.4 75.4 81.5
Slovenia 22.8 29.3 34.9
Slovakia 27.6 32.2 36.3
Finland 33.4 39.7 45.7
Euro Area 69.3 77.7 83.8
Ég tek fram, skuldir ríkissjóða er hlaupa á 100% af landsframleiðslu, eða rétt undir eða yfir því marki, eru mjög mikið vandamál þegar einnig er haft í huga að öll þessi ríki, eru á leið í fólksfækkun.
Spá um halla ríkissjóða sömu landa, krystallar einnig vandann, en þar sést að skuldirnar fara hraðvaxandi. Vart þarf að taka fram, að ef fylgt verður plani AGS, að halda áfram að eyða stórfellt þangað til að hagkerfin komast raunverulega af stað, þá geta ríki sem í dag eru með skuldir á milli 60 - 80% af þjóðarframleiðslu, náð hinu mjög svo erfiða 100% marki.
Svo, það var langt í frá ástæðulaust fyrir AGS, að hamra á þeirri þörf, að koma langtíma horfum niður á sjálfbært plan, sem bendir til þess að AGS telji núverandi ástand ekki sjálfbært þegar til lengri tíma er litið en örfárra ára.
2009 2010
Belgium -4.5 -6.1
Denmark -3.9 -5.9
Ireland -12.0 -15.6
EL -5.1 -5.7
Spain -8.6 -9.8
France -6.6 -7.0
Italy -4.5 -4.8
Cyprus -1.9 -2.6
Luxemburgh -1.5 -2.8
Malta -3.6 -3.2
Netherlands -3.4 -6.1
Austria -4.2 -5.3
Portugal -6.5 -6.7
Slovenia -5.5 -6.5
Slovakia -4.7 -5.4
Finland -0.8 -2.9
Euro Area -5.3 -6.5
Síðan hefur sjálf kreppan, valdið hagkerfum ESB verulegum skaða. Þannig taldi Framkvæmdastjórnin, að það muni draga úr hæfni hagkerfa Evrópu til hagvaxtar (growth potential) vegna aukningar á fjölda varanlega atvinnulausra og vegna þess, að fjármagn muni ekki skila sér til hagvaxtar með eins skilvirkum hætti og áður.
Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output
2007 1,8% 8,7% 8,7%
2008 1,3% 9,0% 9,0%
2009 0,7% 9,7% 9,7%
2010 0,7% 10,2% 10,2%
Helmingun, hæfni hagkerfanna, til að vaxa - jafnvel þó hún sé einungis tímabundin, er að sjálfsögðu alvarlegur hlutur. Það sem þetta þýðir, að þó svo að kreppan taki enda, þá muni fylgja henni, nokkur ár í viðbót þ.s. hagvöxtur verður skaðaður, þ.e. minni en hann var fyrir kreppu.
Líklegast er talið "A sharp drop in potential growth in the short term followed by a slow return to pre-crisis potential growth". Með öðrum orðum, að hagkerfi Evrópu, muni ná sér á endanum, af afleiðingum kreppunnar, þó það muni taka nokkur extra ár, eftir að hinni eiginlegu kreppu líkur.
Ef við síðan bætum fyrirséðum áhrifum fólksfjöldaþróunar, inn í púkkið:
"The projections show a significant reduction in the population aged 15-64 (from 2010 - 2060) and an increase in the number of elderly persons aged 65 or more leading to a doubling of the old-age dependency ratio in the euro area" - "The largest increase is expected to occur during the period 2015-40. This means that the euro area would move from having 4 persons of working-age for every person aged over 65 to a ratio of only 2 to 1. When adding the number of children to the calculation, the ratio of dependent to active is projected to rise by about 50%."
Afleiðingin, verður ekki eingöngu, að hæfni hagkerfanna til hagvaxtar minnkar, heldur gerist það einnig að kostnaður af því að halda uppi fólki, sem ekki er vinnandi, cirka tvöfaldast.
"Even without incorporating the potential negative impact of the current economic crisis, the annual average potential GDP growth rate in the euro area is projected to fall from 2.2% in the period 2007-2020, to 1.5% in the period 2021-2030 and to a meagre 1.3% in the period 2041-2060."
Framkvæmdastjórnin, varar þó við, að þó hún á þessum tímapunkti telji líklegra en ekki, að hagkerfi Evrópu nái aftur þeirri hæfni til hagvaxtar, sem þau höfðu fyrir kreppu, áður en geta hagkerfanna til hagvaxtar fer að skreppa saman vegna áhrifa fólksfjöldaþróunar, þá sé það alveg hugsanleg að minnkun hæfni til hagvaxtar af völdum kreppunnar, muni reynast varanleg, þ.e. "Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down" sem þá myndi mjög flækja málin fyrir ríkjum Evrópu, í framtíðinni er kemur að því að takast á við vandann, sem fólksfjöldaþróun mun alveg fyrirséð skapa. Á þessum tímapunkti, sé það einfaldlega ekki vitað, hvor útkoman verði reyndin.
Hrollvekjandi vandi, sem Evrópuríkin, standa frammi fyrir.
III. Skoðum Bandaríkin, nánar
Skv. Frétt Bloomberg:
"President Barack Obama in February signed into law a $787 billion stimulus package,,,The stimulus will likely add up to 3 percentage points to growth in July through September, the Obama administration said yesterday in its first quarterly report to lawmakers in Washington on the economic impact of the program,,,The anticipated expansion wont be enough to prevent the unemployment rate from reaching 10 percent by the end of this year for the first time since 1983, the latest survey showed."
"The economy will expand at a 2.9 percent annual rate in July through September, according to the median of 61 estimates in a monthly Bloomberg News survey,,,The economy will grow 2.4 percent next year, followed by a 2.9 percent expansion in 2011, according to the median forecast in the Bloomberg survey, taken from Sept. 3 to Sept. 10. The forecasts are little changed from last months estimates."
"The slowdown in consumer spending, which comprises about 70 percent of the economy, will coincide with the holiday shopping season, when many stores expect to reap half of their annual revenue,,,Americans are borrowing less as banks and credit-card companies tighten lending standards. Consumer credit fell by 10 percent at an annual rate in July to $2.5 trillion, according to a Federal Reserve report this week. The $21.6 billion drop was the sixth consecutive decrease, making it the longest series of declines since 1991.,,,"Consumer spending remained soft in most districts, the Fed said two days ago in its Beige Book business survey, published two weeks before officials meet to set monetary policy.,,,"Manufacturing showed modest improvements in most regions, the Fed said. Companies were cautiously optimistic, with New York among three districts reporting that contacts expect modest growth later this year or early 2010."
Ástandið, virðist svipað og í Evrópu, þ.e. enn vaxandi atvinnuleysi, eyðsla almennings í lægð þar einnig og sú lægð er einnig þar líkleg til að halda áfram vegna erfiðrar skuldastöðu heimila; sem er alvarlegt, fyrir Bandaríkin, vegna þess að eyðsla almennings er hvorki meira né meira en 70% af hagkerfinu. Svo, það má einnig fullyrða, að það séu einkum aðgerðir stjórnvalda, sem séu að famkalla hinn mælda hagvöxt, svo alveg eins og í Evrópu er full ástæða til að setja spurningamerki við það, hversu raunverulegur sá hagvöxtur er, því ljóst virðist að hann hætti um leið og eyðsla stjórnvalda hættir.
Munurinn á Evrópu og Bandaríkjunum, liggur helst í betri langtímahorfum, vegna hagstæðari fólksfjöldaþróunar, sem í lengra samhengi ætti að tryggja Bandaríkjunum hagstæðari efnahagsframvindu og þá um leið, betri möguleika til að vinna sig úr skuldum.
En næstu árin, virðist fullljóst, að alveg eins og í Evrópu, verður í reynd til staðar áframhaldandi kreppa.
III. Gagnrýni:
Ímsir, svokallaðir - svartsýnismenn - hafa einmitt dregið í efa, þennan "hagvöxt". Sem dæmi, ágæt grein er ég fann:
The Mirage of Economic Recovery
",,,any stimulus is a high-octane boost and a temporary measure. They are designed to kick-start stalled economies, not to fuel sustained economic growth. Hence the current growth seen in some nations are the inflated results of stimulus measures achieving their intended effect to be temporary.,,,Dana Saporta, an economist at Stone & McCarthy Research in Skillman, New Jersey confirmed this: "Much of the strength in theUS economy is due to temporary factors such as fiscal stimulus initiatives like the home- buyers credit." In fact the leg up provided by governments around the world shows the importance of government aid to the emerging economic recovery, when this is removed - which eventually governments will have to as they cannot continue with expensive stimulus plans, it is very much possible that Western economies will fall into recession again.",,,,"The stimulus packages have driven artificial growth, once Western states remove the leg up they have provided we will need to see if the free market can function on its own. With the busiest shopping season of the year approaching - Christmas, the coming quarter will provide a good gauge of unstimulated' consumer activity. However with unemployment at its highest, national production at best premature and debt still very high this quarter's turnaround is in no small part due to government stimulus measures, and is therefore most likely artificially inflated and not sustainable.""The leg up provided by the Capitalist world in no way dealt with the underlying economic problems of unsustainable growth, debt driven spending, casino finance and bubble economies. What such stimulus packages have done is kept Capitalist economies afloat when unemployment, repossessions and bankruptcies have all increased. So whilst statistically Capitalist economies maybe coming out of recession the reality on the ground is much different. Socialist intervention by Capitalist governments have for the moment halted any economic collapse, however once all the temporary initiatives are removed from the free market it is highly unlikely the market will stand on its own feet. Hence the world economy in reality is in the same position it was a year ago."
"The conditions in the world economy have stopped worsening, however unemployment remains high and consumer spending is still low to sustain any economic recovery. At best the current quarter growth seen in some of the world's major economies is premature, the underlying economic fundamentals remain absent. Hence economic recovery currently is in reality just a mirage."
Ég verð eiginlega að segja, að ég er 100% sammála þessu mati, þ.e. að kreppan í hagkerfum Evrópu og í Bandaríkjunum, sé langt í frá búin. Stuðningur hins opinbera, hafi ekki verið til einskis, því hann hafi komið í veg fyrir að hrunið yrði enn alvarlegra. En, flest bendi til, að við taki langvarandi stöðnun, þ.e. vart mælanlegur hagvöxtur upp í lágar tölur, t.d. milli 0 - 1,5% og það næstu árin. Ef til vill, smábatnandi, eftir því sem vinnst á skuldum, þannig að eftir einhver ár, gæti hagvöxtur komist á bilið milli 1 og 2%. Með öðrum orðum, að við séum að tala um tíndan áratug.
Síðan önnur grein, og nú úr NewsWeek:
"For the past several months, investors have been acting like it's 1999, the first year when the Dow crossed 10,000, and stocks took off in complete disregard for reality. Yet the atmosphere then and now couldn't be more different. Back then, stocks were frothier than real businesses, no doubt. But today, American job prospects are the worst in a generation, many state governments are near bankruptcy, consumer credit has all but dried up in the developed world--and global investors see all this as a good sign? It's tough to find an asset class that isn't up, often way up: since the March lows, the S&P has risen by 58 percent; the NASDAQ is up 67 percent. Emerging markets (as measured by the MSCI index) have soared 95 percent. Commodities of all kinds are rising, with crude oil up 132 percent from its February lows and gold hovering around record highs.",,,""We've just gotten very speculative in our behavior, and it's a change that will likely last. I'm inclined to say that we're seeing a new bubble," says Shiller.",,,"Or, more accurately, an echo bubble.",,,""Too many investors are treating the financial crisis as though it were a flesh wound," notes PIMCO CEO Mohamed El-Erian. "It's not: the system has been shaken not at the periphery but at the core," he adds, the core being the U.S. financial system.",,,"The markets are on a "sugar high," he says, and are trading at levels that assume the U.S. recovery will continue unabated, and GDP growth will be in excess of 3 percent. Unfortunately, he adds, that fails to recognize that the recovery "reflects temporary and reversible factors," like the huge stimulus package and inventory rebuilding, rather than a healthy return of private-sector employment and investment.",,,"Yet the craziness is back, following the familiar pattern of echo bubbles, which are now well documented both in the historical record and in economic lab experiments.",,,"If there is any bubble truism to remember, perhaps it's this: the faster they rise, the harder they fall."
Þetta tekur einmitt á því sem ég hef verið að undrast yfir, undanfarið, en þ.e. einmitt hin gríðarlega hækkun á hlutabréfamörköðum, langt umfram þ.s. sá litli hagvöxtur er mælist, manni finnst, ætti að gefa grundvöll fyrir - sbr. NASDAQ upp 67% og meðaltali 37% í Evrópu. Á sama tíma, er mældur hagvöxtur, einungis milli 2 og 3% í Bandaríkjunum og 0,2% að meðaltali í Evrópusambandinu. Í báðum tilvikum, hægt að fullskýra þann hagvöxt, með stuðningaðgerðum stjórnvalda, við eigin hagkerfi.
Ég, held að það geti hreinlega ekki verið á því nokkur vafi, að greinarhöfundur hafi rétt fyrir sér, þ.e. að um slíka "skugga-bólu" sé að ræða, þannig að verð á hlutabréfamörköðum hljóti óhjákvæmilega, að gefa verulega eftir á ný - sennilega einhverntíma á næsta ári, er kemur betur í ljós hver er raunveruleikinn á bakvið þann mælda hagvöxt, er virðist vera til staðar.
IV. Niðurstaða
Skoðum fyrst, töflu sem kemur fram í skýrslu AGS, er inniheldur spá um hagvöxt fyrir heiminn allann, á næsta ári og út þetta ár. Greinilegt er að Kína, Indland og Indónesía, skera sig úr - algerlega. Einnig er greinilegt, að iðnríkin eru ekki kominn úr kreppu, á næsta ári. En, þ.e. auðveld ályktun í ljósi mjög lélegs hagvaxtar þegar haft er í huga, að ríkisstjórnir eru að gera allt hvað þær geta, til að efla atvinnulífið. Mældur hagvöxtur hjá þeim, sennilega fullútskýrður með aðgerðum stjórnvalda.
2009 2010
World output -1.1 3.1
Advanced economies -3.4 1.3
Euro area -4.2 0.3
Emerging and developing economies 1.7 5.1
G-20 -1.0 3.3
Argentina -2.5 1.5
Australia 0.7 2.0
Brazil -0.7 3.5
Canada -2.5 2.1
China 8.5 9.0
France -2.4 0.9
Germany -5.3 0.3
India 5.4 6.4
Indonesia 4.0 4.8
Italy -5.1 0.2
Japan -5.4 1.7
Korea -1.0 3.6
Mexico -7.3 3.3
Russia -7.5 1.5
Saudi Arabia -0.9 4.0
South Africa -2.2 1.7
Turkey -6.5 3.7
United Kingdom -4.4 0.9
United States -2.7 1.5
European Union -4.2 0.5
Hvenær komast iðnríkin upp úr kreppunni? Ljóst er, að framhaldið verður erfitt, og þyrnum stráð.
Gjalda ber ákveðinn varhug, við tölum um hagvöxt í Kína, því þar er talin vera "bóla" til staðar. En, kínv. stjórnvöld - eins og önnur stjörnvöld víða - hafa brugðist hressilega við. Í tilviki Kína, þ.s. kínv. stjórnvöld enn eiga helstu bankana, var þeim fyrirskipað að lána villí vekk.
"Most worrisome is China, where the world's largest stimulus package and $1 trillion in new government lending defines "frothy." Brazil and Russia are spiking in part because they are seen as plays on China's hunger for commodities."
Það er talið fullvíst af erlendum hagspekingum, að það sé nú húsnæðisbóla í Shanghai og í Peking, sem sé drifin af þessum ódýru lánum. Ég reikna þó með því, að kínv. stjórnvöldum sé fullkunnugt, um þá hættu, sem af þessu getur stafað, svo örskömmu eftir húsnæðisbóluna á Vesturlöndum, þ.e. "Boom - Crash". En, kínv. stjv. eru að reyna, að framkalla meiri eyðslu, á meðal almennings, til að bera uppi hagkerfið, eftir að útflutningur til vesturlanda, hefur skroppið verulega saman. Einnig, er vert að hafa í huga, að kínv. fjölskyldur eru ekki enn almennt djúpt sokknar í skuldaklafa, en þvert á móti er sparnaður almennings enn mikill í hlutfalli við eyðslu. Svo, mín tilfinning er að Kínverjar, komist upp með þetta - en þó, að Kína muni ekki takast, að viðhalda alveg eins miklum hagvexti næstu ár, og þeir hafa gert síðustu 20. En, það þíðir ekki endilega, að Kína sé ekki að taka yfir, því það hefur einnig hægt á Vesturlöndum, og það svo um munar.
En hvað með Ísland, í þessu samhengi?
Við erum með allt það slæma, sem Evrópa og Bandaríkin hafa, nema í enn meira mæli - fyrir utan, að ekki stefnir í fólksfækkun hjá okkur, svo þar erum við á sama báti og Bandaríkin.
- Skuldir almennings, eru ef eitthvað er enn meiri, 2.falt meiri en í Bandaríkjunum, að mér skilst.
- Skuldir ríkisins, eru að hlutfalli meiri en í nokkru landi í Evrópu, og miklu meiri heldur en í Bandaríkjunum.
- Skv. skýrslu AGS, eru 60% fyrirtækja, með skuldastöðu sem ekki er sjálfbær.
- Stjv. og Seðlabanki viðurkenna, að 10% heimila búi við ósjálfbæra skuldastöðu, og einnig að önnur 10% líkleg til að lenda í þeirri stöðu.
- Mörg sveitarfélög, eru ekki síður á kúpunni en ríkið. Sama um opinber fyrirtæki, sbr. Orkuveituna.
"No stimulus package here":
- Hér er verið að hækka skatta, en skattar hafa m.a. þau áhrif, að minnka umsvif hagkerfisins, því skattar minnka það fjármagn er þeir hafa handa á milli sem eru skattlagðir, og því það fjármagn sem þeir aðilar hafa til ráðstöfunar, til allra hluta.
- Hér er einnig verið að skera niður útgjöld ríkisins, en slík aðgerð er einnig samdráttaraukandi, því ef ríkið dregur úr útgjöldum, fækkar störfum á þess vegum, þá annars vegar kaupir það minni vinnu af atvinnulífinu og hins vegar þá fara fyrrum starfsmenn ríkisins á atvinnuleysisbætur. Hvor tveggja áhrifin, minnka efnahags-umsvif.
- Minnkun umsvifa hagkerfisins, dregur úr tekjum ríkisins af veltu-sköttum. Afleiðing þess verður óhjákvæmilega, að hið minnsta, að hluti tekjuaukningar ríkisins, í formi niðurskurðar og skattahækkana, mun tapast út um hinn vasann.
- Ekki má heldur gleyma, að mun hærra vaxtastig er gerist bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, virkar einnig sem öflugur sjálfstæður hemill á okkar hagkerfi, samverkandi með öllum hinum hemlunum.
Tek fram að ég er ekki endilega að skamma ríkisstjórnina, einfaldlega að benda á staðreyndir og velta fyrir mér afleiðingum þeirra staðreynda.
Ábendingin er sú, að í ljósi rekakkeranna á okkar hagkerfi, öll samverkandi, þ.e.; skuldir fyrirtækja sem er verri en annars staðar, skuldir almennings sem einnig eru verri en annars staðar, skuldir ríkis og hins opinbera sem einnig eru verri en annars staðar, skattahækkanir í stað skattalækkana, niðurskurður hjá ríkinu og hjá hinu opinbera í stað eyðslu-pakka, og svo ofan á það mun hærra vaxtastig en gerist annars staðar - - og, síðan kreppa og heimskreppa. Þá ætti að vera krystalklárt, hve brjálað þ.e. að halda því fram, að hér verði e-h verulegur hagvöxtur á næstunni.
Þ.e. algerlega fáránlegt að halda því fram, að hérlendis geti verið hærri hagvöxtur, en í grannlöndum okkar, þegar fullljóst er að allar forsendur benda - þvert á móti - til lægri.
Ég hef áður < Snillingarnir í Seðló > sýnt fram á, að Seðlabankinn stórlega vanmetur neikvæðu áhrifin af vaxtastefnu sinni, á líklega framvindu hagkerfisins.
Nýjasta hefti Peningamála
"Horfur er á að samdráttur landsframleiðslu verði nokkru minni á
þessu ári en spáð var í ágúst en svipaður á næsta ári. Hagvöxtur árið
2011 verður hins vegar meiri og eru horfur á allnokkrum hagvexti
árið 2012. Batinn er talinn hefjast á fyrsta fjórðungi næsta árs, þegar
árstíðarleiðréttur ársfjórðungslegur hagvöxtur verður jákvæður á ný.
Að sama skapi er útlit fyrir að atvinnuleysi verði minna en spáð var í
ágúst. Það mun þó halda áfram að aukast fram á næsta ár. Nú er talið
að atvinnuleysi nái hámarki í rúmlega 10% snemma á næsta ári, sem
er u.þ.b. einni prósentu minna en í síðustu spá."
En, þvert á móti bendir fátt, eða nokkuð, til þess að hagvöxtur hefjist á næsta ári, hvað þá á fyrri hluta árs, eins og Seðlabankinn gerir enn ráð fyrir, í sinni kolbrjálað vitlausu spá. Seðlabankinn, virðist vikilega, vera staddur úti á hól.
Takið eftir, spá AGS, 2010; Bandaríkin 1,5% og Evrópa 0,5%. Á sama tíma, erum við að gera allt öfugt. Samt, halda bæði stjörnvöld og Seðlabanki við sinn keyp, það að á næsta ári fari allt af stað. Svo dirfast menn, að halda því fram, að við séum með bölsýni.
Kv.
16.11.2009 | 12:34
Aflandskrónur ónothæfar!
Eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag:
"Samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands er nú óheimilt að flytja krónur af erlendum bankareikningum á bankareikninga íslenskra bankastofnana."
Kostur:
Aðgerðin virðist beinast gegn svokölluðum "aflandsviðskiptum" þ.s. aðilar hafa haft aðgang að krónum, á lægra verði en Seðlabanki Íslands, hefur boðið þær á. Virðist einnig vera, að stakir aðilar hafi komið fram, sem hafi boðið slíkar "aflandskrónur" á svörtum markaði hérlendis.
Hérna, er komið til klassískt vandamál við gjaldeyrishöft, þ.e. eftir því sem þau standa lengur, læra aðilar betur og betur og betur, á að hagnýta sér þær óhjákvæmilegu glufur sem þarf að hafa til staðar, til hagræðis fyrir atvinnulífið.
Seðlabankinn virðist telja, að þessar nýju aðgerðir séu þegar, að skila árangri.
Galli:
Krónur á aflandsmarkaði, verða nánast verðlausar. Það getur haft mjög neikvæðar afleiðingar til lengri tíma litið, en hafa ber í huga að Seðlabankinn talaði fyrir ekki svo löngu síðan, um að verð á aflandsmarkaði og innlendum væru að nálgast. Nú, hefur Seðlabankinn í reynd, skotið þennan aflandsmarkað á kaf. Þar með, er engin leið, ekki nokkur, að hafa viðskipti með íslensku krónuna, erlendis.
Nú verður það væntanlega raunverulega satt, að enginn verði til í að veita þeim mótttöku. En, til þess að aðilar séu til í slíkt, verður að vera hægt að koma þeim krónum í verð.
Ef til vill, mun Seðlabankinn bjóða upp á, að taka við þessum krónum, gegn gjaldeyri. En, sú aðgerð er ekki endilega mikil bragabót, því í því tilviki, miðað við að það ástand sem Seðló hefur sett á viðhaldist, tæmist erlendur markaður af krónum.
Niðurstaða:
Þessar nýju aðgerðir virðast færa okkur fjær því ástandi, að hægt verði að gera krónuna gjaldgenga á ný.
En, stóra ástæða þess, að hún er það ekki, eru einmitt gjaldeyrishöftin. En, aðilar erlendis vita fullvel að verðgildi krónunnar hérlendis, er haldið uppi að Seðlabanka og er hærra, en það verðgildi er myndi vera til staðar, ef gjaldeyrishöft væru afnumin.
Ef við værum til í að sætta okkur við verðfall krrónunnar, á meðan það fé sem út vill er að streyma úr landi, þá mun hún eftir það ná markaðs gengi. En, á meðan það fé er að streyma úr landi, er gengið líklegt til að undirskjóta það raunhæfa markaðsgengi, um einhverja hríð. En, hún ætti þó sííðan að ná sér frekar fljótlega, upp í það gengi.
Ekki treysti ég mér, til að segja hvað það markaðs gengi mun vera, en mín tilfinning segir mér að það sé eitthvað lægra en gengið er í dag. En, þ.s. framleiðsla og útflutningur er enn til staðar hérlendis, þá verður það markaðsgengi er kemst á, einmitt á grundvelli þeirrar verðmætamyndunar.
Þ.s. sú verðmætasköpun, verður að teljast umtalsverð, þ.e. fiskútflutningur, álútflutningur og ferðamennska; þá erum við ekki að tala um að krónan, fari niður í einhverskonar útlralágt verðmæti, heldur reikna ég með því, að það markaðsverðmæti er kæmist á, sé einhvers staðar nálægt því gengi er krónan hefur í dag, þ.e. eitthvað lægra en ekki mikið lægra.
Ef, þeir sem lesa þetta, hafa þá sömu tilfinningu, þá er það ekki svo íkja áhættusamt, að hleypa krónunni lausri, þ.s. þó gengi krónunnar myndi lækka tímabundið ef til vill um 30 - 40%, þá myndi hún ná sér að miklu leiti úr þeirri dífu fljótlega eftir það, og staðnæmast t.d. í gengi er væri 10 - 15% lægra en í dag.
Þannig, yrðu þeir sem skulda í erlendri mynnt, ekki fyrir alvarlegum nýjum búsifjum. Varðandi hina verðtryggðu krónu, þá er hægt tímabundið að taka lánskjaravísitöluna úr sambandi, til að koma í veg fyrir að öll verðtryggð lán hækki. Hægt væri svo, að setja hana á aftur nokkrum mánuðum síðar, ef vilji væri til þess að setja hana á, á nýjan leik.
Ef, þ.s. við myndum svo græða eftir þetta, væri að vera laus við gjaldeyrishöftin og þar með, að krónan væri orðin gjaldgeng á ný, alls staðar.
Kv.
8.11.2009 | 20:47
Snillingarnir í Seðló
Ég tók andköf, af hreinni forundran, er ég las, nýútgefinn Hagvísi Seðló. En það virðist sem að, starfsmenn Seðló, séu búnir að skilgreina hið háa vaxtastig hérlendis í burtu, með skemmtilegri leikléttu að tala um raunvaxtastig, þ.e. draga verbólgu frá núverandi vöxtum Seðlabankans:
Aðhaldsstig peningastefnunnar hamlar efnahagsbata minna en ætla mætti
Þótt við núverandi aðstæður hafi innlánsvextir Seðlabankans mest áhrif á skammtímavexti á markaði og hjá innlánsstofnunum og þeir vextir séu mun lægri en veðlánavextir bankans eru nafnvextir eftir sem áður nokkuð háir. Aðhald peningastefnunnar þarf hins vegar fyrst og fremst að meta með hliðsjón af raunvöxtum, þ.e. nafnvöxtum að frádregnum verðbólguvæntingum.
Tafl a I-1
Innlánsvextir Seðlabankans 9.5
Aðhaldsstig peningastefnunnar m.v.
12 mán. verðbólgu núna -0.2
3 mán. árshraða árstíðarleiðréttrar verðbólgu 0.2
Verðbólguspá Seðlabankans1 2.5
Verðbólguvæntingar fyrirtækja yfi r næsta ár 5.5
Verðbólguvæntingar heimila yfi r næsta ár -0.5
Verðbólguvæntingar á fjármálamarkaði til eins árs2 4.5
Tafla I-1 sýnir mat á raunvöxtum miðað við mismunandi mat á verðbólguhorfum til næsta árs. Eins og sjá má er matið mismunandi eftir því við hvaða mælikvarða á verðbólguvæntingar er notað. Það endurspeglar óvissu sem jafnan ríkir um verðbólguhorfur. Af þeim sökum er einnig algengt að meta raunvexti miðað við núverandi verðbólgustig, eins og einnig er gert í töflunni. Á þessa ólíku mælikvarða eru raunvextir allt frá því að vera um 0% upp í það að vera rúmlega 5%. Sé tekið meðaltal allra þessara mælikvarða, fást raunvextir sem nema 2%. Það eru svipaðir raunvextir og t.d. í Austur-Evrópu og Suður-Ameríku og lægri en þeir eru að meðaltali í Asíu. Þannig eru raunstýrivextir t.d. rúmlega 4% í Brasilíu, um 2% í Tyrklandi og Ungverjalandi og u.þ.b. 1% í Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku, en þessi lönd hafa oft verið borin saman við Ísland.
- Verður að gera greinarmun á verðbólgu og verðbólgu. Hérna tala seðlabanka-menn, án þess að fram komi, að verðbólga sú sem nú er fyrir hendi, stafar einungis af því að krónan hefur verið að falla. Með öðrum orðum, verðbólgan kemur öll utan frá. Hérlendis, er engan verðbólguþrýsting að finna, sem á uppruna sinn í sjálfu innanlands hagkerfinu.
- Ísland, er dvergríki og slík hagkerfi, hafa ákveðna sérstöðu; þ.e. mjög hátt hlutfall aðfanga og annars varnings, er innfluttur. Slík hagkerfi eru því mjög viðkvæm fyrir gengissveiflum. Skv. fræðunum, er hægt að lágmarka gengissveiflur, með því að viðhalda lágu vaxtastigi, meðan uppgangur er í hagkerfinu; en á móti, að viðhalda háu vaxtastigi meðan efnahags kreppa varir. Gallinn er sá, að þetta hámarkar einnig hagsveifluna. Þetta virðist vera þ.s. Seðló er að gera, þ.e. að leitast til við að örva gengið en með þeim tilkostnaði, að kreppan innanlands er hámörkuð. En, þetta gengur ekki upp, þ.s. að sjálft hrun hagkerfisins er á sér þá stað, hefur sjálfstæð áhrif til að draga úr verðgildi gjaldmiðilsins. Eins og sést af atburðarás þeirri sem við höfum verið að ganga í gegnum, eru þau áhrif sterkari á vogarskálunum. Þannig, passa fræðin að því er virðist ekki við raunheiminn.
- Þ.s. ég segi, er að við verðum þess í stað, að taka mið af stöðu hagkerfisins, þ.e. lágmarka hagsveifluna. Það felur í sér þörf fyrir lága vexti - skítt með tal þeirra um raunvexti. Þá á ég við, að ef hagkerfið væri stærra, þá væri hér verðhjöðnun en ekki mæld verðbólga. Takandi mið af stöðu hagkerfisins, þá liggi þar með fyrir, að þar sé engan verðbólguþrýsting að finna. Mín ályktun sé, að hægt sé að leiða þessa verðbólgu hjá sér, einmitt vegna þess, að hún sé ekki til kominn vegna eftirspurnarþrýstings, innan að frá hagkerfinu. Það muni ekki leiða til enn alvarlegri verðbólgu, eins og fræðimenn virðast óttast, einmitt vegna þess að með lægri vöxtum muni draga úr samdrætti, og einmitt það muni hafa þau áhrif, að auka tiltrú á gjaldmiðlinum.
Nýjasta hefti Peningamála
"Af ofangreindu má draga þá ályktun að skammtímaraunvextirséu þrátt fyrir allt tiltölulega lágir og líklega lægri en sem nemur hlutlausumraunvöxtum. Það er auðvitað eðlilegt miðað við núverandi efnahagsaðstæður að skammtímaraunvextir séu töluvert lægri en slíkir hlutlausir vextir vegna þess mikla slaka sem er í þjóðarbúskapnum, en hann dregur verulega úr hættu á þrálátri verðbólgu. Ef ekki kæmi til það tillit sem peningastefnan hefur þurft að taka til lágs gengis krónunnar þá væru þessir vextir lægri. Til þess að leggja mat á hættu á neikvæðum áhrifum lágra vaxta á gengi krónunnar er einnig gagnlegt að horfa til skammtímavaxtamunar við útlönd. Hann hefur minnkað verulega það sem af er þessu ári og er nú u.þ.b. 8 prósentur. Að teknu tilliti til áhættuálags sem enn er krafist á fjáreignir í íslenskum krónum telst þetta ekki sérlega mikill vaxtamunur...Fjármagnshöftin auka hins vegar líkurnar á því að þessi vaxtamunur dugi. Væru þau ekki til staðar er líklegt að vaxta munurinn þyrfti að vera enn meiri."
- En ef Seðló hefur rétt fyrir sér, þá er vaxtastefnan hér á landi, ofur eðlilegu og í reynd vextir ekkert hærri en gengur og gerist annars staðar. En, ég bendi á, að þetta mat tekur ekkert tillit til ástands hagkerfisins, heldur einungis tillit til mældrar verðbólgu, og er byggt á þeirri skoðun, að það verði að berja alla verðbólgu niður, með vöxtum - burtséð frá því, af hvaða tagi sú verðbólga er.
- Ef Seðló hefur rangt fyrir sér, með því að einblína á verðbólgutölur, hafandi í huga að verðbólgan sem nú er, stafar ekki af spennu í ísl. hagkerfinu - annars vegar- og - hins vegar - að þú getur ekki baríð slíka verðbólgu niður með vöxtum, nema þá aðeins að vextir skili sér í verðhækkun krónunnar; þá er eitt öruggt, að Seðló stórlega vanmetur neikvæð efnahagsleg áhrif vaxtastefnu sinnar, sem væntanlega einnig þíðir, að nýútgefin spá Seðló um efnahagsframvindu, er sennilega of bjartsýn.
Stjórna vextir gengi krónunnar?
- Eins og ég hef áður útskýrt, hefur gengi gjaldmiðils tengingu við stöðu hagkerfisins, er stendur á bak við þann gjaldmiðil. Aftur á móti, virðist ríkjandi hugmyndafræði innan Seðlabankans vera sú, að þegar gjaldmiðill hafi svokallað markaðsgengi, þ.e. gengið ráðist af verðmyndun á markaði, þá ráði vaxtastigið mestu um það kaup/sölu-gengi.
- Ef gjaldmiðillinn, eru hlutabréf fyrirtækisins Ísland, þá eru vextirnir renturnar af þeim hlutabréfum.
- Nú, ef þ.e. rétt að vextirnir hafi mest að segja, um að ákvarða verðgildi gjaldmiðla á frjálsum gjaldeyrismarkaði, þá er það hið sama og segja, að rentur/arður "dividents" af hlutafé, ráði mestu um gengi þeirra bréfa. Í mín eyru, hljómar þetta mjög ósennilegt.
- Mitt svar, er að um gengi gjaldmiðla, hljóti sjálfar rekstrarlegar forsendur hins undirliggjandi hagkerfis, að spila mesta rullu. Ég er alls ekki að segja, að vextirnir hafi ekki áhrif. En, þ.s. ég er að segja, að áhrif þeirra, geti ekki verið yfirsterkari sameiginlegum áhrifum þess, að allar efnahagslegar forsendur, séu neikvæðar. Varðandi verð hlutabréfa, þá er þetta hið sama og að segja, að um verð hlutabréfa hljóti að ráða mestu, rekstrarlegar forsendur þess fyrirtækis, sem hlutabréfin eru gefin út á. Sannarlega, hafi rentur/arður einhver áhrif, en hann geti ekki vegið þyngra en hinar meginforsendurnar samanlagt.
- Ef þetta er skki svo, ætti að vera fræðilega hægt, að reka mjög verðmætann gjaldmiðil með alls ekkert hagkerfi á bakvið, eða þá selja verðmæt hlutafé út á engan rekstur. Reyndar hefur slíkt stundum átt sér stað, á hlutabréfamörkuðum. En, slík viðskipti hafa alltaf komið í ljós á endanum, að voru loftbóluviðskipti - eða "skam".
Ef við erum sammála því, að Seðló hafi rangt fyrir sér!
- Þá er vaxtastefnan ekki að styðja við gjaldmiðilinn, eins og Seðló heldur fram, þ.s. neikvæð staða þjóðarbúsins, hafi meiri áhrif á stöðu krónunnar, heldur en vextirnir einir sér. Reyndar, held ég því fram, að við núverandi ástand - í ljósi samdráttaraukandi áhrifa vaxtanna á hagkerfið - að á meðan hagkerfið býr við samdrátt á öllum vígstöðvum, séu neikvæð áhrif vaxtanna á gengið meiri heldur en hugsanleg jákvæð áhrif þeirra.
- Ef þ.e. svo, þá eru vextirnir eingöngu kostnaður fyrir hagkerfið, þ.e. með því að hækka afborganir af lánum allra þeirra er skulda í krónum, þá leiða þeir til þess að allir þeir aðilar hafa minna fé handa á milli til allra hluta. Þetta eykur atvinnuleysi og dregur úr fjárfestingum; og að auki, fjölgar þeim sem verða gjaldþrota. Við þetta má bæta, að of mikið fé er að safnast á innlánsreikninga, sennilega vegna þess að vextirnir gera útlán of dýr, svo bankarnir eru ekki að safna útlánum á móti þeim innlánum, sem hlítur að vera einn af orsakaþáttum núverandi hallarekstrar þeirra. Ef þetta er ekki nóg, þá eykst einnig áhætta bankana, vegna fjölgunar gjaldþrota, sem eykur afskriftir þeirra umfram þ.s. þær þyrftu að vera ella.
- Með öðrum orðum, vaxtastefnan er hreinlega eins og rekakkeri, sem hægir á öllu, án þess að skila nokkru jákvæðu á móti.
Niðurstaða
Ég held að við verðum að beita hefðbundinni "counter cycle" stefnu, þ.e. að leitast við að lágmarka hagsveifluna, frekar en "pro cycle" stefnu, sem virðist vera ríkjandi viðhorf innan Seðlabankans. En, til er fræðiritgerð, er rökstyður að "pro-cyle" stefna sé þ.s. blífur í smáríkjum. En, þá einmitt er hagsveiflan hámörkuð - en, akkúrat hámörkun sveiflunnar, mun verða afleiðing stefnu Seðlabankans, og Seðlabankastjóra er örugglega það fullkunnugt; ef hún fær að halda áfram.
Það má vera að það gangi gegn, núvernadi "economic orthodoxy". En, ég segi. Fylgjum þeirri stefnu, að lágmarka hagsveifluna. Lækkum vextina, helst niður í "0".
Ég á ekki von á, að það valdi ofurverðbólgu, því staða hagkerfisins sjálfs, þ.e. hvort það er að hjaðna eða að dafna, skiptir sannarlega miklu máli um stöðu gjaldmiðilsins. Þ.e. eitthvað, sem virðist merkilega lítið metið, innan núverandi "economic orthodoxy", þ.e. þau gömlu sannindi, að gjaldmiðillinn - þ.e. verðmæti hans, mótist mest af sjálfri stöðu hagkerfisins. Með öðrum orðum, á ég von á, að gjaldmiðillinn styrkist þegar hagkerfið styrkis og þá, slái sú styrking á þá verðbólgu er gengishrapið hefur verið að búa til.
þvert á þ.s. þeir virðast halda, tel ég að skánandi hagur hagkerfisins, muni ráða meiru um stöðu gjaldmiðilsins, en sú stefna að reyna að lyfta honum með vaxtastigi er getur ekki annað verið, en sé að drepa hagkerfið.
Krónan getur ekki risið hátt, ef sjálft hagkerfið er óðum að hrynja undan henni.
Ps: Endilega skoðið þessa fréttaskýringu frá Newsweek:
Investors are bidding up stocks, gold, and oil to dizzying heights. It's déja vu all over again.
Kv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2009 | 01:05
Er seðlabankastjóri hættulegur maður?
Ræða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs 6. nóvember 2009 og inngrip Seðlabankans á föstudag, 7. nóvember, hafa vakið nokkur viðbrögð úti í samfélaginu, nægileg til að Már tjáði sig um málið í kvöldfréttum í dag, og hafnaði umkvörtunum þeim er hafa komið fram.
Ef ég vitna í ræðu Ræða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra:
"Ég hef nú gerst nokkuð langorður um markmið peningastefnunnar um þessar mundir, en ég tel mikilvægt að það sé skilningur á því hver þau eru. En hver eru tækin? Að slepptri bindiskyldu og slíkum tækjum sem er breytt sjaldan má segja að helstu tækin séu vaxtaákvarðanir bankans, inngrip á gjaldeyrismarkaði og gjaldeyrishöftin. Það þarf að stilla þessi tæki rétt saman. Þannig taka vextir mið að gjaldeyrishöftunum. Þau veittu vaxtaákvörðuninni skjól um hríð. Hins vegar, um leið og farið er að létta af hömlunum þurfa vextirnir að vera nægilega háir til að hvati sé að halda í krónueignir, en hversu háir ræðst meðal annars af áhættuálagi Íslands, en sem betur fer hefur það lækkað töluvert að undanförnu."
Þ.s. ég lita rautt, vakti athygli mína - og ef ég vitna í Nýjasta hefti Peningamála Seðlabanka:
"Til þess að styðja við gjaldmiðilinn og koma í veg fyrir fjármagnsflótta
hefur peningastefnan þurft að vera aðhaldssamari en ella. Tímabundin höft á fjármagnshreyfingar hafa þó gert peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti bankans umtalsvert. Eigi að síður er ljóst að æskilegt væri að peningastefnan gæti stutt enn betur við efnahagsbatann. Svigrúmið til þess eykst takist að byggja upp nægilegt traust á peningastefnunni, ríkissjóði, greiðslugetu þjóðarbúsins og þar með gjaldmiðli þjóðarinnar. Einnig eykst svigrúmið ef vægi gengisbundinna lána minnkar eins og gæti orðið raunin samfara yfirstandandi endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja."
Ef maður hefur verið haldinn nokkrum efa, þá ætti hann að hverfa með því að bera saman þessa 2 texta. Seðlabankinn telur sig með vaxtastefnu sinni, vera að "styðja við gjaldmiðilinn." Með öðrum orðum, skoðun Seðlabanka virðist vera, að með vaxtaákvörðunum sé hægt að stýra gengi gjaldmiðilsins, þ.e. hærri vextir styrki það - að öllu jöfnu - og lægri vextir veiki það - að öllu jöfnu.
Þetta var reyndar ekki alveg útí bláinn, meðan góðærið stóð yfir. En, hávaxtastefnan jók svokallað "carry on trade" þ.e. útlendingar stunduðu viðskipti með krónur í því skyni að græða á vaxtamun. Eftir því sem vextirnir hækkuðu, streymdi meira fé hingað til lands, til að græða með þeim hætti og einnig, þótti góður peningur í skuldabréfum Seðlabanka, svokölluðum Krónubréfum.
En, ef ég skil þetta rétt, hefur Seðlabankinn verið að vonast eftir því, að vextirnir hvettu til eftirspurnar eftir krónunni, á erlendum fjármálamörkuðum. Þannig, að sú umfram eftirspurn, myndi hækka gengi krónunnar.
Eins og ég hef fjallað um áður, þá hefur hátt vaxtastig margar alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfið:
- Heimili, fyrirtæki, opinberir aðilar - skulda alltof mikið. Fram kemur hjá AGS að 60% fyrirtækja skuldi það mikið, að líklega þurfi að afskrfa hluta skulda þeirra, þ.e. skuldir það margra fyrirtækja sé yfir þolmörkum. Vitað er að minnst 20% heimila, eru í svipaðri stöðu. Þegar menn skulda mikið, eru vextir mjög - mjög - íþyngjandi. En vextir að sjálfsögðu hækka afborganir af lánum og leiða til þess að allir hafa minna af peningum en ella, til allra hluta.
- Við búum við ástand viðvarandi efnahagssamdráttar, þ.e. kreppu, sem ekki sést enn fyrir endann á, og vextir hafa hamlandi áhrif á þrótt hagkerfisins, einmitt með því að minnka það fjármagn sem fyrirtæki, opinberir aðilar og einstaklingar, hafa handa á milli.
- Bankakerfið, er í vanda vegna vaxtanna, sem sést á mikilli söfnun fjár inn á innlánsreikninga, en þeir eru kostnaðar-meginn hjá bönkum. En, þetta bendir til þess, að eftirspurn eftir lánum sé lítil. Líkleg ályktun er sú, að lítil eftirspurn eftir lánum, stafi af hinu háa vaxtastigi, þ.e. lánin séu of dýr, og það leiðir til seinni ályktunar, að lækkun vaxta myndi auka eftirspurn eftir útlánum, og þar-með bæta tekjustöðu bankanna.
Þetta ber að hafa til hliðsjónar, þegar við íhugum orð Más, seðlabankastjóra og einnig boðskap starfsmanna Seðlabankans sem fram kemur í nýasta hefti Peningamála.
Már segir þó fleira, Ræða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra:
"En hvað með inngrip á gjaldeyrismarkaði? Það er vandmeðfarið tæki og röng beiting þess skilar í besta falli engu en í versta falli getur falið í sér gífurlegt tap á fjármagni. Það er hins vegar allt of langt gengið að hafna notkun þess alfarið. Það er einn af lærdómum fjármálakreppunnar að rétt beiting gjaldeyrisforða getur skipt sköpum varðandi það að varðveita peningalegan og fjármálalegan stöðugleika við erfiðar aðstæður. Þar er hægt að nefna ótal dæmi, allt frá Brasilíu til Kóreu. Það hefur ekkert upp á sig að hlaða upp gjaldeyrisforða þegar vel árar ef fólk heykist á að nota hann á úrslitastundu. Hið opinbera getur haft lengri sjóndeildarhring en einkageirinn og því getur hann tekið lengritíma stöðu með eða á móti eigin gjaldmiðli, jafnað sveiflur og grætt á öllu saman. Ástralir og fleiri hafa leikið þennan leik með miklum árangri, þrátt fyrir verðbólgumarkmið. En það má ekki reyna að verja gengi í gegnum þykkt og þunnt sem ekki fær staðist og það borgar sig ekki að grafa línu í sandinn gagnvart markaðnum. Þá er betra að beita herkænsku Genghis Khan sem tók sinn tíma, byrjaði t.d. oft á því að hörfa og lokkaði þannig andstæðingana úr vígjum sínum og gjöreyddi þeim síðan á sléttunum."
Þetta er sa hluti ræðunnar, er inniheldur þ.s. vakti mesta athygli. Áður en lengra er haldið, þá er rétt að benda á, að Ísland er krækiber í samanburði við þau lönd sem hann nefnir, og það sama má segja um, gjaldeyrisforðann. Þ.e. gríðarlegur stærðarmunur á milli þess fjármagns, sem Seðlabanki þeirra landa, hefur úr að spila, og þess fjármagns - sem nánar tiltekið er allt lánsfjármagn - er Seðlabanki Íslands hefur úr að spila. Með öðrum orðum, það eru miklu mun fleiri aðilar þarna úti, sem ráða yfir nægilegu fjármagni til að rugga ísl. krónunni, en gjaldmiðlum hinna landanna. Þarna úti eru til aðilar, er ráða yfir margföldu því fjármagni, sem litla Ísland ræður yfir. Seðlabankar hinna landanna ráða við að hrinda í framkvæmd mörgu því, sem ekki er endilega á valdi Seðlabanka Íslands að hrinda í framkvæmd. Ef maður íhugar orð Más um herkænsku Genghis Khan, og að Ísland geti grætt á öllu saman, þá ber að hafa í huga að andstæðingar þeir sem hann er að tala um, að lokka út á e-h berangur, eru erlendir fagfjárfestar sem oft eru vogunarsjóðir, og vígtólin hans eru einmitt hið margumrædda lánsfé. Bilun?
Skoðum gagnrýni Ágústs Þórhallssonar, þ.s. hann gagnrýnir Seðlabankastjóra harkalega:
Inngrip Seðlabankans er síðasti naglinn í líkkistuna
"Nú er runnin upp óskastaða spákaupmanna sem munu hefja iðju sína á nýjan leik og ráðast á gjaldeyrinn okkar aftur. Í þetta sinn eru ekki bankarnir undir eins og í fyrra skiptið heldur sjálft ríkið, opinber fyrirtæki og við almenningur. Spákaupmenn munu ekki láta deigan síga í því að veikja krónuna fyrr en ljóst er að þeir hafi náð undir sig gjaldeyrisforðanum öllum, helstu eignum þjóðarinnar og búnir að setja almenning á hausinn vegna þess að skuldir almennings eru flestar verðtryggðar. Þeir finna lyktina af peningunum okkar sem geymdir eru í Washington. Seðlabankastjórinn okkar spilar með og reynir eftir besta mætti að stöðva veikingu krónunnar með lánsfé sem hann á ekki."
Hann spáir með öðrum orðum því, að herkænska Más Guðmundssonar muni lykta á þann veg, að erlendir fagfjárfestar muni hafa fullann sigur, og þar með ná undir sig þeim peningum er þjóðin hefur fengið að láni, og eftir standi þá þjóðin í miklu verri stöðu en áður.
Vitnum frekar í Ræðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra:
"Það er engin vafi á því að jafnvægisgengi krónunnar hefur lækkað umtalsvert í framhaldi af skuldsetningu undanfarinna ára og síðan vegna bankahrunsins. Það er held ég líka lítill vafi á því að núverandi gengi er fyrir neðan þetta nýja og lægra jafnvægisgengi, eins og jafnan vill verða í fjármálakreppum. Það er hins vegar mikil óvissa um það hversu miklu neðar það er. Það er einnig mikil óvissa um hversu hratt jafnvægisgengið kemur til með að hækka á næstu árum og þar með hversu mikið gengið réttir úr kútnum. Í nýbirtri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að gengi krónunnar gagnvart evru muni haldast nálægt núverandi stigi fram á næsta ár og síðan muni það hækka í smáum skrefum þannig að evran verði á um 170 kr. á árunum 2011 og 2012. Auðvitað vonum við að þetta séu svartsýnar forsendur og sagan kennir okkur að gengið getur hækkað hratt þegar það tekur við sér. En það væri óvarlegt að miða okkar áætlanir og aðgerðir við slíkt. Þvert á móti held ég að við verðum að búa okkur undir að gengið geti verið veikt um þó nokkurn tíma."
Þ.s. ég lita grænt, er eitt af því örfá úr ræðu Más, sem ég er sammála. Um hitt, þ.e. akkúrat hvað þetta nýja jafnvægisgengi er, þá ræðst það af framvindu efnahagsmála næstu árin. En, eins og ég hef áður sagt, þá er gjaldmiðillinn nokkurnveginn byrtingarmynd þeirrar verðmætasköpunar sem á sér stað í viðkomandi hagkerfi, þá á ég við þetta svokallaða meðal-jafnvægis-gengi. En, þ.e. engin föst óumbreytanleg stærð, heldur fer það eftir getu viðkomandi hagkerfis til framtíðar-hagvaxtar. Þar, stendur einmitt hnífurinn í kúnni, því einmitt eins og ég hef áður útskýrt, þá dregur vaxtastefna Seðlabankans úr þrótti hagkerfisins. Að auki má bæta því við, að skuldastaða hagkerfisins gerir það einnig. Þ.e., því hærri vextir og þvi hærri skuldir; og einnig, því meira atvinnuleysi, því minni geta til hagvaxtar; og því, lægra jafnvægis gengi.
Ég er einfaldlega alls ekki sammála því, að það séu einhverjar augljósar vísbendingar um það, að eins og ástandið er í dag, þá sé eðlilegt jafnvægis-gengi hærra en núverandi gengisstaða.
Fyrir mér, í ljósi stöðunnar, og framtíðar horfa, hljómar þetta sífelldu tilraunir til ð tala upp væntingar um hækkun krónunnar, sem ókhyggja.
Niðurstaða:
Ég held að það sé rétt að hafa áhyggjur, af þeim hugmyndum Seðlabankastjóra, að hugsa sig sem einhvers konar hershöfðingja í stríði, þ.s. vígtól hans eru peningar er þjóðin þarf að standa straum af, og andstæðingarnir eru erlendir fagfjárfestar sem margir hverjir þarna úti hafa yfir mjög miklu fjármagni að ráða.
Samanburður sá, er hann gerir við önnur ríki, er hann telur hafa fylgt sambærilegri stefnu, er ekkert minna en hlægilegur, enda gríðarlegur munur á stærðarhlutföllum á milli getu seðlabanka þeirra til að spandera í að verja sína gjaldmiðla, og því fjármagni er Seðlabankinn hefur yfir að ráða til sömu hluta. Þannig, að láta sem að Ísland geti einfaldlega fylgt sömu stefnu, eins og þau stærðarhlutföll skipti engu máli; nær engri átt. Vart þarf að taka fram, að samanburður hans við fornar hetjur, er enn hlægilegri.
Ég held að það sé ljóst, af því sem kemur fram í ræðu Seðlabankastjóra, og í nýútgefnum Hagvísi, að Seðlabankinn verður í villu, þegar kemur að hugmyndum hans um hagstjórn og gildi vaxta, miðað við núverandi aðstæður.
Þeir virðast virkilega ekki ná því, að það eru einmitt háu vextirnir þeirra, sem eru að kæfa atvinnulífið og meira að minna, sjálft þjóðfélagið.
Hreinsunar þarna innan dyra, er sannarlega mjög þörf.
Kv.
7.11.2009 | 02:06
Ekki styrkist krónan!
Áhugavert, er að ákvörðun um lækkun vaxta, frá því í gær, hefur ekki aukið tiltrú á krónunni. Núna þegar dagurinn er á enda, þá er klárt hve mögnuð sú atburðarás, er fór af stað, hefur verið. Klárlega er þetta áfall fyrir stjórnvöld, í ljósi þess að væntingar þær sem ríkisstjórnin hefur verið að gefa út, í þessari vikur og þeirri síðustu, að nú væri farið að horfa til betri vegar. En eins og allir vita, var skýrsla AGS loks birt í þessari viku, sjá hér < Skýrsla AGS > .
"Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 9%. Hámarksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga verður aukin úr 25 ma.kr. í 30 ma.kr., með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum. Í því felst 0,25 prósenta hækkun hámarksvaxta. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir úr 12% í 11% og daglánavextir úr 14,5% í 13%."
Sjá fréttir dagsins í gær og í dag, um viðbrögð krónunnar:
Fyrst frétt, fimmtudags, 5. nóv. 2009, um viðbrögð markaðarins þann dag.
Gengi krónunnar lækkar í kjölfar vaxtalækkunnar
"Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,7% í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtalækkun sín í morgun. Stendur gengisvísitalan nú í tæpum 238 stigum.
Dollarinn er kominn yfir 125 kr., pundið er í tæpum 207 kr., evran er í tæpum 186 kr. og danska krónan er um það bil að rjúfa 25 kr. múrinn."
Þ.e. sannarlega áhugavert, að sama dag og tilkynnt, er um nýja vaxta-ákvörðun, og að vextir séu lækkaðir, þá falli krónan.
Sjá svo fréttir dagsins í dag, þ.e. föstudag, 6. nóv. 2009.
Krónan í frjálsu falli, gengisvísitalan yfir 240 stig
Gengi krónunnar hefur verið í frjálsu falli eftir hádegið og er gengisvístalan nú komin í 240,4 stig sem er hæsta gildi hennar á árinu. Veiking krónunnar í dag nemur 1,2%.
Gengisvísitalan náði hæst á árinu áður í ágúst er hún fór í 239,5 stig. Hæsta gengi hennar varð hinsvegar í hruninu í fyrra er hún fór í rúmt 251 stig.
Evran er komin í tæpar 188 kr., dollarinn í rúmar 126 kr., pundið í 209 kr. og danska krónan er rúmlega 25 kr.
Þegar þarna er komið við sögu, er ljóst að mönnum hættir að lítast á blikuna, og næst sjá viðbrögð Seðlabanka.
Seðlabankinn setti evrur fyrir hálfan milljarð á markaðinn
Seðlabanki Íslands greip til viðamikilla inngripa á gjaldeyrismarkaðinn núna undir lokun hans í dag. Alls setti bankinn 3 milljónir evra á markaðinn eða rúmlega 540 milljónir kr.
Við þetta snérist veiking krónunnar upp á 1,1% við yfir í styrkingu upp á 0,1%. Gengisvístalan endaði daginn í 237,5 stigum en hún fór hæst í dag í 240,4 stig.
Við lok dagsins kostar dollarinn 124,7 kr., pundið er í tæpum 207 kr., evran í 185,5 kr. og danska krónan féll rétt undir 25 kr.
Síðan, frétt þ.s. loka niðurstaða dagsins er ljós, þ.e. fall - þrátt fyrir inngrip - um 0,11%.
Gengisvísitalan lækkaði um 0,11%
Gengisvísitalan lækkaði um 0,11%
Augljóslega, þ.s. atburðarásin fór af stað um leið og ákvörðun um vexti var ljós, þá beinast sjónir manna augljóslega einmitt að þeirri ákvörðun, þ.e. vextir lækkaðir um 0,5% og krónan tekur dífu.
Sjá hér að neðan, skoðanir Seðlabankans á atburðarásinni.
Fréttaskýring: Minni gjaldeyrir ferðamanna fellir krónuna
"Hvað varðar vaxtalækkun Seðlabankans segir Jón Bjarki að hann telji ekki að hún eigi hér hlut að máli. Hinsvegar sé athyglisvert að aflétting á hluta af gjaldeyrishöftunum um síðustu mánaðarmót hafi ekki haft nein áhrif hvað varðar aukinn áhuga erlendra aðila á að kaupa krónur.
Þetta er allt spurning um trúverðugleika og þegar hann virðist ekki til staðar á krónan erfitt með að ná fluginu á ný," segir Jón Bjarki. Krónan styrkist ekki að ráði að nýju nema erlendir fjárfestar fáist til að kaupa krónur.""
Af hverju fellur krónan nú?
Þ.s. menn þurfa að hafa í huga, er að:
- Niðurstaða skýrslu AGS < Skýrsla AGS > var ekki jákvæð, þó stjórnvöld og fjölmiðlar, hafi sett sitt besta spinn á þá niðurstöðu.
- Þrátt fyrir vaxtaákvörðun, er vaxtastig enn allt of hátt, miðað við aðstæður hagkerfisins.
Vextir eru hagstjórnartæki, er virka mjög vel við það, að slá á spennu, ef hagkerfið er að spenna sig um of. Ástæðan, er sú að í eðli sínu, eru vextir samdráttar aukandi aðgerð. Þetta er einnig ástæða þess, að þeir slá á verðbólguvæntingar, ef þær verðbólguvæntingar eru knúnar áfram af mikilli og vaxandi eftirspurn innan hagkerfisins. En, verðbólgan sem er til staðar í hagkerfinu okkar, er ekki runnin af rótum eftir-spurnar-spennu, heldur er hún framkölluð fyrir tilverknað gengishraps krónunnar, eingöngu.
Eina leið til þess, að vextir við núverandi ástand, myndu slá á verðbólgu; væri ef þeir leiddu til aukinnar eftirspurnar eftir krónum, þannig að gengi hennar hækkaði. Ef við gerum því ekki skóna, að starfsmenn Seðló séu fífl og fábjánar, þá er þetta líklega ástæða hinna háu vaxta, þ.e. tilraun til að skapa eftirspurn eftir krónum og, þannig hækka gengið, og þannig lækka verðbólguna.
En, eins og kemur fram í fréttaskýringunni að ofan, hefur ekki tekist að hækka gengi krónunnar með þessari aðferð. Þvert á mót, má færa fyrir því alveg hin ágætustu rök, að einmitt hinir háu vextir, séu að stuðla að lækkun krónunnar, og að ef menn vilja styrkja hana, þá þurfi þvert á móti, að lækka vexti og það mikið - helst alla leið niður í "0".
Munum, vextir eru samdráttaraukandi, en þ.e slæmt einmitt núna, vegna:
- Við búum við ástand viðvarandi efnahagssamdráttar, þ.e. kreppu, sem ekki sést enn fyrir endann á, þó stjórnvöld hafi enn drauma um að hagvöxtur hefjist á næsta ári, sem ég held að nánast ekki nokkur maður trúi á lengur.
- Heimili, fyrirtæki, opinberir aðilar - skulda alltof mikið. Fram kemur hjá AGS að 60% fyrirtækja skuldi það mikið, að líklega þurfi að afskrfa hluta skulda þeirra, þ.e. skuldir það margra fyrirtækja sé yfir þolmörkum. Vitað er að minnst 20% heimila, eru í svipaðri stöðu. Þegar menn skulda mikið, eru vextir mjög - mjög - íþyngjandi. En vextir að sjálfsögðu hækka afborganir af lánum og leiða til þess að allir hafa minna af peningum en ella, til allra hluta.
- Bankakerfið, er í vanda vegna vaxtanna, sem sést á mikilli söfnun fjár inn á innlánsreikninga, en þeir eru kostnaðar-meginn hjá bönkum. En, þetta bendir til þess, að eftirspurn eftir lánum sé lítil. Líkleg ályktun er sú, að lítil eftirspurn eftir lánum, stafi af hinu háa vaxtastigi, þ.e. lánin séu of dýr, og það leiðir til seinni ályktunar, að lækkun vaxta myndi auka eftirspurn eftir útlánum, og þar-með bæta tekjustöðu bankanna.
Ef þetta er allt tekið saman, þá er ljóst að vaxtastigið eykur á væntingar um samdrátt. Þ.e. alveg krystal klárt, og af því dregur maður þá loka-ályktun, að ergo leiði þær væntingar óhjákvæmilega til falls krónunnar.
Þ.e. eins og menn gleimi, að vextir eru ekki það eina sem hefur áhrif á verðgildi gjaldmiðils
Gjaldmiðill, er í raun og veru, mælikvarði á stöðu viðkomandi hagkerfis, þ.e. gjaldmiðillinn hækkar þegar vel gengur en lækkar þegar gengur ílla. Ástþór, fyrrum forsetaframbjóðandi, rataðist satt á munn, fyrir síðustu kosningar, þegar hann kallaði krónuna "einkunnabókina okkar".
En, þ.e. einmitt hárrétt. Þ.s. staða gjaldmiðilsins segir, er hverjar væntingar aðila um stöðu hagkerfisins eru. Ef, menn spá bættum hag þess, þá eykst eftirspurn eftir gjaldmiðlinum á frjálsum markaði, og gengið hækkar. Ef aftur á móti, væntingar aðila eru um versnandi hag þess, þá fellur gengið á frjálsum markaði.
Ég það virðist sem að starfsmenn Seðló hafi misst sjónar á þessari grunnstaðreynd, þ.e. "þjóðhagfræði 101". Ef til vill, er og langt síðan þeir fóru yfir hagfræði grunninn.
En klárt er, að þrátt fyrir lækkun vaxta um 0,5%, þá er vaxtastig enn miklu hærra en eðlilegt er, miðað við núverandi aðstæður hagkerfisins, þ.e. viðvarandi samdrátt. Klárt er einnig, að þetta vaxtastig, stuðlar að frekari samdrætti, þ.e. dregur úr tiltrú á stöðu hagkerfisins.
Ergo, fall krónunnar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðló, ætti ekki að koma nokkrum hugsandi manni á óvart.
Í reynd, má fullyrða, að þráðbein tenging sé á milli þeirrar ákvörðunar, og falls krónunnar í dag og í gær - en, fyrir ákvörðunina voru aðilar væntanlega að vonast eftir stærri ákvörðun, þ.e. 1% lækkun og þaðan af meir - en einnig mjög sennilega, að ákveðin vilyrði yrðu gefin um enn frekari vaxtalækkun þar ofan á, við næsta vaxtaákvörðunardag á eftir.
Þ.e. í reynd, stórmerkilegt, að skv. svörum starfsmanns Seðló, þá virðist sem þeir sem taki vaxtaákvarðanir séu blindir fyrir þessu. En, fyrir hrun og nánar tiltekið fyrir heimskreppu, var sú hugmynd útbreitt innan fjármálamarkaða og bankastofnana, að peningar væru vara og að verð þeirra væri hægt að stjórna með vaxtastigi með nokkuð beinum hætti. Með öðrum orðum, peningar voru taldir vera gæði eða "good" í sjálfu sér; sem er alvarleg skynvilla, þ.e. 2007 hugsunarháttur. En hið rétta er, að virði peninga stjórnast fyrst og fremst af undirliggjandi verðmætasköpun þess hagkerfis, er stendur á bakvið þá; þ.e. eins og ég sagði, verðmæti þeirra stjórnast af trúnni á stöðu þess hagkerfis af stærstum hluta.
Ég verð eiginlega að draga þá ályktun, að þessi villusýn, sem hafði enga tengingu við veruleikann, en var einfaldlega útbreidd "hugmyndafræði" eða "ideology" innan heimsfjármálageirans, fyrir hrun; sé að stjórna gerðum peningamálayfirvalda hérlendis.
Ef þ.e. svo, þ.e. að peningastjórnun markist af ofannefndri tálsýn, að peningar hafi gildi í sjálfu sér; þá er það einfaldlega sjálfstætt vandamál, og það af alvarlegu tagi, því ef menn hafa ranga sýn á veruleikann, þá bregðast menn einnig rangt við. Flóknara er það ekki.
Ef þ.e. svo, að peningastjórnun hérlendis markist enn af "groupthink", þ.e. rangri sýn á veruleikann sem sé ráðandi innan þess hóps er hafi um þetta ákvarðana-töku-vald, þá eykur það manni mjög svartsýni um framhaldið.
Því þá hreinlega veit maður ekki hvað þarf til, til að koma því fólki niður á Jörðina. En, þegar fólk er í faðmi "hugmyndafræði" þá getur það verið eins, og vera í greipum sértrúar; og þeir sem þannig er ástatt um, einfaldlega skynja hlutinar rangt og því bregðast rangt við - sbr. ýkt dæmi, að "anorexíu" sjúklingar skynja sig stöðugt sem feita þó þeir séu við það að deyja úr hor.
Eina leiðin, getur hreinlega verið sú, að skipta alveg um - ekki bara karlinn í brúnni á Seðló - heldur einnig um allt það fólk sem starfar í Greiningardeild Seðló. Jafnvel einnig, innan viðskiptabankanna og fjármálaráðuneytis.
En, þ.s. Seðló er mikilvægastur, verður sennilega að láta duga, að hreinsa út þar innan - hið minnsta alla stjórnendur og milli-stjórnendur.
Hvað þarf að gera?
Það þarf að taka nýja ákvörðun um vexti, eins flótt og hægt er. Ég sé ekki betur, en að til skamms tíma, sem neyðarráðstöfun, verði að setja lög á Seðlabanka og afnema tímabundið sjálfstæði hans. En, í ljósi þess að ljóst virðist, að ákvarðanir þar séu teknar í umhverfi ranghugmynda, þá sé slík ákvörðun ekki umflúin ef hreinlega á að koma í veg fyrir að stærri hluti atvinnulífsins sé keyrður í þrot, og viðskiptabankarnir með á nýjan leik, og þar með sjálft ríkið í gjaldþrot.
Setjum vexti hreinlega í "0".
Því myndi fylgja nákvæmlega engin hætta, þ.s. engar líkur eru til þess, að þá myndi skapast spennuástand innan hagkerfisins. Þvert á móti, myndi það einungis slá á hrap hagkerfisins og flýta fyrir viðsnúningi. Ekki er séns, að sú aukna efrispurn er þá myndi orsakast, gæti skapað spennu. En, hafa ber í huga, að gríðarleg minnkun eftirspurnar og innlendra fjárfestinga, hefur átt sér stað síðan hrunið hófst - jafmvel í ljósi þess að við vorum í bólu. En, við hrun hverfur ekki endilega bara gúllinn, þ.e. ástandið er var umfram meðalgetu þess, nei hrunið verður enn meira en svo, þ.e. hagkerfið undirskýtur sína meðal-getu - sem er akkúrat ástandið í dag. Þ.s. er framundan, ef ekkert er gert til að slá á væntingar um frekari samdrátt, er að eftirspurn og fjárfestingar muni dragast enn frekar saman. Skv. nýlegri könnun VSÍ vænta stjórnendur 20% samdráttar í fjárfestingum næstu 6 mánuði. Þannig, að allt og sumt sem myndi gerast, er að þá dregur úr þeirri minnkun eftirspurnar er mun eiga sér stað annars, og jafnvel er séns að einhver raun-aukning muni eiga sér stað - sem myndi vera gott eins og nú er ástatt þ.s. slaki er til staðar.
En, í ljósi þess hve minnkun fjárfestinga og eftirspurnar hefur verið gríðarlega mikil, þ.e. um undirskot er að ræða eða umorðað að slaki hefur myndast, þá er borð fyrir báru fyrir aukningu, án þess að spenna myndist. Þetta er algert grunn-atriði, sem menn þurfa að skilja.
Eftirspurn og fjárfesting skapar ekki spennu, í öllum tilvikum. Það gerist, ef eftirspurnin og fjárfesting, fer yfir þanþol hagkerfisins, nánar tiltekið yfir þá verðmæta sköpun sem er til staðar. En, við erum víðsfjarri slíkum mörkum, þ.e. eftirspurn og fjárfesting er minni en grunn verðmætasköpun.
- Þ.s. eftirspurn og fjárfesting - annað af tvennu - minnkar minna en væntingar eru um, eða jafnvel að það verður e-h aukning, þá um leið slær á efnahags-samdrátt. Flóknara er það ekki.
- Þá um leið, eykst trú á hagkerfinu sem annað af tvennu - dregur úr lækkun krónunnar eða jafnvel hækkar e-h gengi hennar.
- Þ.s. verðbólgan í dag, hérlendis, er algerlega orsökuð af gengishruni krónunnar, þá orsakar aukinn gengisstöðugleiki hennar eða jafnvel gengisstyrking, lækkun verðbólgu. Engin verðbólga er nú til staðar, af öðrum orsökum.
ERGO - lækkun vaxta allt til vinnur.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar