Innlegg í umræðuna um hitun lofthjúpsins!!

Þetta eru athugasemdir af minni hálfu við grein Jóns Magnússonar, á AMX.is, en skv. ábendingu hans sjálfs þá passaði svar mitt, ekki við neinn af hans pistlum, og hef ég því sett athugasemdir mínar nú inn sem bloggfærslu, og það verður áhugavert að fá viðbrögð hans!

Jón - langt síðan við höfum skipst á orðum, en þ.s. ég lít reglulega á vefsíðuna AMX.is þá varð mér litið á þinn síðasta pistil þar: Pistil ,  og ég get ekki orða bundist.

Æðstu prestar þessarar pólitísku rétthugsunar hafna rökum og sjónarmiðum efasemdamanna.

Fyrsta lagi, sjálfur var ég áður fullur efasemda, en er ekki lengur.

 

"Hvað olli því að loftslag breyttist á jörðinni án þess að nokkur maður eða kona væru til."

Ekki nokkur maður, heldur því fram, að ekki séu til staðar náttúrulegar sveiflur. Það að benda á, að náttúrulegar sveiflur verða öðru hvoru, og íja að þvi að það sé með einhverjum hætti afsönnun þess að mannleg hlínun eigi sér stað er svipuð rökleysa eins og að halda því fram sú staðreynd að það verði árekstrar á hverjum degi, sanni að ef ég lendi í árekstri þá sé það ekki mér að kenna. Setning þín, er setning af því tagi sem ég kalla "dis-ingenious." Þ.e. gamla trikkið, að afbaka þær skoðanir, sem viðkomandi er á móti, og síðan hafna þeirri afbökun. 

 

" Loftslag og veðurfar er alltaf breytilegt án þess að maðurinn hafi með það að gera."

Ef menn koma með mjög góðar sannanir fyrir því, að áreksturinn sé mér að kenna, þá þíðir það ekki fyrir mig, að benda á að árekstrar eigi sér stað stöðugt. Það að árekstrar eigi sér stað stöðugt, þíðir ekki að áreksturinn geti ekki verið mér að kenna. Reyndar, er ekkert rökrænt samhengi þarna á milli. Sama, á við um þá rökleysu, er þú tínir saman.

 

"Hvernig stendur á því að sjávarborð var mun hærra 7 þúsund árum fyrir Krist en það er nú?"

Það eina sem mér dettur í hug, að þú vitir af því, að sjór stóð hér á landi hærra, um nokkra hríð eftir Ísöld. En, ef þú lest örlítið í jarðfræði, t.d. bókina úr MR, eða flettir því upp á netinu; þá kemstu að því að sjálft landið, hafði sigið út af farginu sem jöklarnir er þöktu nær allt Ísland, höfðu orsakað - og að landið reis hægar en sjávarborðið. Síðan hélt landið áfram að rísa, og - en sjávarborðið lækkaði ekki á Jörðinni, það var sjálft landið sem reis.

 

"Sé hitastig síðustu aldar og þeirra ára sem liðin eru af þessari öld skoðað þá kemur í ljós að það var hnattræn hlýnun á árunum 1920-1940 eftir það varð kólnun á milli 1940 og 1975 en frá þeim tíma hefur loftslag farið hlýnandi. Þannig hefur hlýnunarskeiðið nú staðið álíka lengi og kólnunarskeiðið milli 1940 og 1975."

temparature_46880316_glob_ave_temp2_466gr.gif

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef þú skoðar þessa mynd, sem er samantekt á hnattrænum hitamælingum, þá hefur verið samfelld hitun í gangi síðan um eftir 1910, og nær ekki hinn stutti kólnunaratburður sem þú nefnir, að breyta því.

En, þetta er þekkt, að skammtímasveiflur, verða oft innan lengri tíma sveiflu.

Sbr. að ef þú myndir skoða mynd, er sýndi hagþróun af Íslandi frá árinu 1910, þá væri hún að meðaltali upp-á-við, en með inn á milli dölum. Þeir dalir, afsanna með engum móti, að hér hafi verið samfelld stór hagsveifla upp-á-við. 

Þarna, set ég þína röksemd, inn í annað samhengi, til að sýna fram á. að hún sé rökleysa.



"Hlýjasta ár sem mælst hefur er árið 1998 og árið 2006 var kaldara en árið 2005 og árið 2007 var kaldara en árið 2006 og árið 2008 var kaldara en árið 2007. Þannig hefur ekki verið um aukningu á hnattrænni hlýnun frá árinu 2005"
Ekki veit ég hvaðan, þú hefur þetta. En, skv. nýlegri skýrslu, er var í fjölmiðlum fyrir viku:

"The first decade of this century is "by far" the warmest since instrumental records began, say the UK Met Office and World Meteorological Organization."

"Their analyses also show that 2009 will almost certainly be the fifth warmest in the 160-year record."

 

Þ.e. enginn vafi á, að í gangi er hnattræn hlínun, sem útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum, hefur og er stórlega að auka á. En, þ.s. ég vísa til, er það að mörg öfl hafa áhrif á lofthjúpinn, á sama tíma.

  • Sólin hefur áhrif.
  • Skýjafar hefur áhrif.
  • Gleypni hafa hefur áhrif.
  • Gleypni kaldra svæða, og gróðurs, hefur áhrif.
  • Eldvirkni, jarðskjálfar og jafnvel jarðhitavirkni, hefur áhrif.
  • Maðurinn, hefur áhrif.

Þ.e. að sjálfsögðu, umtalsvert trikk, að mæla áhrif allra þessara þátta, með nægilegri nákvæmni, svo hægt sé að beita svokallaðri "correlation" til að fjarlægja áhrif hinna mismunandi þátta, út úr reiknimenginu, þar til einungis eru eftir þau áhrif sem þú ert að mæla.

En, gera má ráð fyrir, að þær umfangsmiklu rannsóknir sem fram hafa farið á gleypni hafa, skóglendis, freðmýra - á útblástri lofftegunda frá eldfjöllum, og öðrum náttúrufyrirbærum; hafi einmitt verið gerðar í þeim tilgangi, að hægt sé að sjá hvaða áhrif maðurinn hefur.

En, áhrif sólarinnar, eru mæld af gervihnöttum eða nánar tiltekið geimkönnum, er hafa verið að mæla samfellt geislun sólar, í um 20 ár.

Síðan höfum við náttúrulega, ískjarna frá Grænlandsjökli er ná allt að því 600 þúsund ár aftur í tímann, og einnig ískjarna frá Suður heimskauts landinu er ná allt að því rúmlega milljón ár, aftur í tíman. Fyrir mig persónulega, hafa það einmitt verið ískjarnarnir, sem mér sýnast vera mest sannfærandi gögnin. En, þeir virðast gefa þá mælingu, með verulegum áreiðanleika, að aldrei síðustu 1. milljón ár, hafi hlutfall CO2 verið hærra, en um þessar mundir. Sem, að sjálfsögðu þíðir, að þó mjög stór eldgös hafi átt sér stað við og við á Jörðinni, sbr. risaeldgos fyrir rúmlega 70.000 árum í Indónesíu, sem er það stærsta á hnettinum í um 200.000 ár; þá dugar slíkur risa-atburður ekki einu sinni, til að slá út núverandi ástand.

 

Að mínum dómi, er ekki raunsætt, að efast um að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum, séu til staðar; en full ástæða er til að ræða, hvað sé rétt að gera - en, ég er ekki endilega sammála því, að það eigi að fara í mjög róttækar aðgerðir. En, það fer eftir því, hve mikla aðlögun, mannkyn er til í að taka á sig:

  1. Gera ekki neitt.
  2. Grípa til mjög róttækra niðurskurðar aðgerða, á útblástri gróðurhúsalofttegunda.
  3. Grípa til niðurskurðaraðgerða, en ekki mjög stórfelldra.

 

1) Eins og ég sagði, þetta fer eftir því, hve mikla aðlögun mannkyn er til í að leggja á sig. En, til að íhuga hvað getur gerst, er rétt að skoða sögu Jarðar. En, sbr. fyrir rúmlega 30 milljón árum, var sjávarborð umtalvert hærra. Miðríki Bandaríkjanna, voru innhaf. Sama átti við Amazón lægðina. Stórann hluta af Sahara svæðinu. Lágslettur Rússlands og Asíu.

Ég nefni þetta, sem "absolute worst case", en augljóslega er það mögulegt fyrir lofthjúpinn að verða það heitur, að alla ísa tekur upp á hnettinum, fyrst að slíkt hefur átt sér stað nokkrum sinnum í Jarðsögunni.

Ég set þetta ekki fram í gríni, heldur einfaldlega til að mynna á, að enginn veit í reynd hvað getur gerst - eða getur ekki gerst - ef við myndum taka þá ákvörðun, að skeita að sköpuðu.

Að sjálfsögðu, leggst ekki allt í auðn. Lífið heldur áfram á Jörðinni - en, aðlögun að svo stórri sveiflu, myndi vera sannkölluð rússibanareyð fyrir mannkyn.

 

2) Eins og hugmyndir eru uppi í Evrópu, og á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn, þá vilja margir fara í mjög stórfellda lækkun útblásturs, í því skyni að halda hitun innan við 2°C. En, til þess að ná því takmarki, þarf mjög róttæka lækkun eða e-h á milli 70 - 80% hjá iðnríkjunum, á næstu 2. áratugum. Önnur ríki, myndur sennilega einnig þurfa, að lækka um minnst 50%.

Ég held, að þessar hugmyndir séu ekki raunhæfar.

 

3) Einhvers konar millivegur, þ.e. að takmarka losun, en sætta sig við hitun sem væri umtalsvert meiri en 2°C. Þetta held ég, að sé alveg raunhæft markmið.

En, mjög sennilega er einfaldlega ekki pólitískt mögulegt, að ná markmiði 2. Jafnvel þó, iðnríkin minnkuðu losun um 100%, næðist ekki markmið 2, án verulegrar minnkunar hjá öðrum ríkjum. 

En, önnur ríki, sérstaklega Kína og Indland, eru einfaldlega ekki tilbúin til að minnka losun; nema sem skv. hlutfallsreikningi. Þá eiga þau við, lögð væri áhersla á aukna skilvirkni, betri tækni - en, að aukning á losun héldi áfram, þó með minni hraða en áður.

Þetta er e-h sem menn þurfa að sætta sig við.

Sannarlega, felur þetta í sér, umtalsverða þörf fyrir mannkyn á aðlögun. Sérstaklega, sem er nokkuð kaldhæðnislegt, einmitt fyrir Kína og Indland. En, þau 2. ríki eru umtalsvert meira viðkæm fyrir þessum vistkerfisbreytingum, en Evrópa og N-Ameríka eru. Þannig, í strangasta skilningi, hafa þau meira að tapa.

En, skilningur valdhafa þar fyrir því, er enn ekki nægur, og þannig barasta er það.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Einar.

Ég ætla fyrst að benda þér á blogg Ágústar H. Bjarnasonar nú í vikunni. Þar rekur hann hnattræna hlýnun og kólnun í gegn um árin og árþúsundin. Miðað við það þá er ekkert sérstakt eða óvenjulegt að gerast núna. Það hefur orðið örlítil hnattræn hlýnun en minni en oft áður þó maðurinn hafi hvergi komið nærri.

Ég elti ekki ólar við það sem þú kallar rökleysur án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök að svo sé. Hins vegar varðandi mismunandi hæð yfirborðs sjávar þá skýrir landris á Íslandi ekki sjávarstöðu við Afríku.  Það skýrir ekki að Sahara var gróðurvin fyrir 10 þúsund árum síðan.  En sú staðreynd sýnir raunar betur en margt annað að það eru stöðugar breytingar og þar sem er lífvænlegt að búa í dag getur verið óbyggilegt síðar. Þannig er það. Við getum tekið dæmi úr okkar sögu. Árið 1870 minnir mig þá var svo kallt á Austurlandi að lá við landauðn á Vopnafirði. Talað var um að þar kæmu ekki sumur svo árum skipti. Öld síðar var Vopnafjörður einn veðursælasti blettur landsins á sumrin. Hvað hafði gerst?  Ekkert af mannavöldum heldur breyting í náttúrunni.

Upplýsingar mínar um hitastig síðustu tvo áratugi koma frá Nigel Lawson sem tekur þær frá bandarísku geimvísindastofnuninni.  Ég tel þetta traustar heimildir.

Ég tel að við eigum að efla rannsóknir á þessum sviðum Einar sérstaklega þeirra vísindamanna sem hafa orðið útundan. Það eru einmitt efasemdamennirnir. Páfar og prestar hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum hafa fengið nánast allt rannsóknarfé ríkisstjórna.  Við eigum að hafa traustari upplýsingar til að byggja á. Þær liggja að mínu mati ekki fyrir sbr. tölvupóstlekann í Bretlandi.

Leið kvótakerfis sem stjórnmámamenn heimsins eru í þann mund að leggja á þjóðirnar finnast mér gjörsamlega fráleitar og munu draga úr hagvexti næstur áratugina og afleiðingar þess munu verða enn skelfilegri en það efnahagshrun sem við erum nú að ganga í gegn um.

Jón Magnússon, 12.12.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón - þ.e. engin rökræn tengsl, milli þess hve margar sveiflur hafa orðið, eða hve margar sveiflur verða, eða hvort þær hafa orðið í fyrndinni; og spurningarinnar um hvort, þ.s. er að gerast núna, sé að umtalsverðu leiti mannkyni að kenna eða ekki.

Þetta snýst einfaldlega um orsök vs. afleiðing. Sbr. ef ég skulda meira en ég hef efni á að greiða af, þá fer ég á hausinn.

Þ..s. er í gangi, er hin óhrekjanlega staðreynd, að CO2 hlutfall er það hæsta, sem mælst er síðustu milljón ár, sbr. gögn frá Suðurskautslandinu, og ef við miðum við 600 ár, þá höfum við gögn frá Grænlandi einnig, sem styðja sömu niðurstöðu.

Það er búið að sýna fram á, mjög klárt orsakasamhengi, milli C02 hlutfalls og hitastigs á Jörðinni, með því að skoða einmitt sögu loftslagsbreytinga. Það skiptir þannig séð, ekki máli hvað þú nefnir margar loftslagsbreytingar, þ.e. búið að skoða og meta þær allar með tölu.

---------------------------

Skammtímasveiflur, verða alltaf og af fjölmörgum ástæðum, og verða það einnig í mörgum tegundum kerfa, ekki einungis veðurkerfiinu. Þess vegna nefndi ég, hagkerfi Íslands, þ.s. greina má sveiflur af mörgu tagi, þ.e. langtíma upp á við frá 1900 - 2008, en við getum verið á leið í langtima niðursveiflu nú. Inni á milli, hafa síðan verið mikið af skammtímasveiflum, af fjölmörgum orsökum.

Það hefur ekkert upp á sig, að hengja sig á, að sveiflur verði stöðugt af mörgum orsökum. Þ.e. einmitt hið eðlilega ástand, og þ.e. nákvæmlega ekkert orsakasamhengi milli þeirra skammtímasveiflna, oft milli einstakra ára, og þeirrar lengri tíma sveiflu er við erum að ræða.

--------------------------------------

Það voru einnig ísaldarjöklar á stórum svæðum í S-Afríku, sem hafa myndað algerlega smbærilegt farg.

Síðan, má ekki gleyma landreki, sem viðheldur hægum en stöðugum breytingum, sbr. landsig við Miðjarðarhaf, sérstaklega Afríkumeginn.

Landrek, er að sjálfsögðu að, alls staðar á hnettinum.

----------------------------------

Það eru í gangi, alveg gríðarlega umfangsmiklar rannsóknir á veðurfari, á hnattrænan basís. Ég veit hreinlega ekki hvað hægt er að gera meira, þ.e. fjölmargir gervihnettir, þúsundir róbotískir kafbátar dreift víða um höfin sem mæla hitastig og annað, þ.s. þeir eru staddir í sjónum og senda til næsta gervihnattar, helstu eldfjöll Jarðar hafa hafa mælitæki staðsett við þau, það hafa verið gervihnettir á braut á svokölluðum "Langrange" púnkti milli Jarðar og Sólar (man ekki hvort sá er L5 eða L4), síðustu 20 ár við mælingar á Sólinni. Síðan, eru það veðurmælingar frá tugþúsundum veðurstöðva um allann heim. Stöðugar reglulegar sínatökur, úr skógum, stöðuvötnum, freðmýrum, o.s.frv. Allt er þetta keyrt inn í ofurtölvur, til að lesa úr þeim sameiginlega niðurstöðu. Slíkar keyrslur, eiga sér stað reglulega. Svo, rannsóknir eru í gangi.

-------------------------------

Þetta sem hann Lawson segir, ég bendi á að þessar upplísingar sem ég kom fram með, eru frá Veðurstofnun Breta, sem hefur aðgang m.a. að "the ENVISAT" sem er stærsti og dýrasti hnöttur, sem Evrópa hefur nokkru sinni sett á sporbraut, og hann hefur einungis það hlutverk, að fylgjast með veðurfarsbreytingum. Ég sé ekki ástæðu, að vantreysta upplísingum, sem koma frá fullkomnasta veðurhnetti, sem nokkru sinni hefur verið settur á sporbraut um þessa plánetu.

Síðan, er hægt að "googla" upp, helstu stofnunum í heiminum, sem hafa aðgang að þessum upplísingum og öðrum.

Ég, sé ekki að einn maður, slái allt hitt út, eða að það sé réttmætt að slá honum upp einum sér, gegn öllu því batterýi sem er í gangi, eins og ég lýsti að ofan.

Einn á móti tugum þúsunda rannsakenda.

-------------------------------

Ég er reyndar sammála því, að þetta kvótakerfi sé ekki skilvirkt. Ég vill frekar, setja svokallaðann kolefnisskatt, en þá ekki sem viðbótarskatt við allt annað heldur sem skatt sem komi í staða annarrra skatta.

Ég held, að Vesturlönd, séu á leið inn í mög alvarlega skuldakreppu, að kreppan sé reynd aðeins "in the early phases."

Ég er kominn á þá skoðun, að 2009 sé sambærilegt við 1931. Einnig, tel ég að heimsátök séu í startholunum, en þau séu þó líkari þeim átökum um auðlyndir, er áttu sér stað á milli stórvelda Evrópu, frá seinni hluta 19. aldar fram að fyrra stríði.

Mæin skoðun - sem sagt - er að við höfum verið, og séum á, árum milli stríða. En, þegar megi sjá merki um að sú togstreyta, er muni setja mark sitt á heiminn síðar, sé að hefjast.

Aðalleikandi þeirra átaka, verður þó ekki Evrópa, hún verður í aukahlutverki. Bandaríkin, verða í vörn. Helsta átakasvæðið verður Indlandshaf.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Meinti 600 þúsund ár, þarna að ofan.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband