8.11.2009 | 01:05
Er seðlabankastjóri hættulegur maður?
Ræða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs 6. nóvember 2009 og inngrip Seðlabankans á föstudag, 7. nóvember, hafa vakið nokkur viðbrögð úti í samfélaginu, nægileg til að Már tjáði sig um málið í kvöldfréttum í dag, og hafnaði umkvörtunum þeim er hafa komið fram.
Ef ég vitna í ræðu Ræða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra:
"Ég hef nú gerst nokkuð langorður um markmið peningastefnunnar um þessar mundir, en ég tel mikilvægt að það sé skilningur á því hver þau eru. En hver eru tækin? Að slepptri bindiskyldu og slíkum tækjum sem er breytt sjaldan má segja að helstu tækin séu vaxtaákvarðanir bankans, inngrip á gjaldeyrismarkaði og gjaldeyrishöftin. Það þarf að stilla þessi tæki rétt saman. Þannig taka vextir mið að gjaldeyrishöftunum. Þau veittu vaxtaákvörðuninni skjól um hríð. Hins vegar, um leið og farið er að létta af hömlunum þurfa vextirnir að vera nægilega háir til að hvati sé að halda í krónueignir, en hversu háir ræðst meðal annars af áhættuálagi Íslands, en sem betur fer hefur það lækkað töluvert að undanförnu."
Þ.s. ég lita rautt, vakti athygli mína - og ef ég vitna í Nýjasta hefti Peningamála Seðlabanka:
"Til þess að styðja við gjaldmiðilinn og koma í veg fyrir fjármagnsflótta
hefur peningastefnan þurft að vera aðhaldssamari en ella. Tímabundin höft á fjármagnshreyfingar hafa þó gert peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti bankans umtalsvert. Eigi að síður er ljóst að æskilegt væri að peningastefnan gæti stutt enn betur við efnahagsbatann. Svigrúmið til þess eykst takist að byggja upp nægilegt traust á peningastefnunni, ríkissjóði, greiðslugetu þjóðarbúsins og þar með gjaldmiðli þjóðarinnar. Einnig eykst svigrúmið ef vægi gengisbundinna lána minnkar eins og gæti orðið raunin samfara yfirstandandi endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja."
Ef maður hefur verið haldinn nokkrum efa, þá ætti hann að hverfa með því að bera saman þessa 2 texta. Seðlabankinn telur sig með vaxtastefnu sinni, vera að "styðja við gjaldmiðilinn." Með öðrum orðum, skoðun Seðlabanka virðist vera, að með vaxtaákvörðunum sé hægt að stýra gengi gjaldmiðilsins, þ.e. hærri vextir styrki það - að öllu jöfnu - og lægri vextir veiki það - að öllu jöfnu.
Þetta var reyndar ekki alveg útí bláinn, meðan góðærið stóð yfir. En, hávaxtastefnan jók svokallað "carry on trade" þ.e. útlendingar stunduðu viðskipti með krónur í því skyni að græða á vaxtamun. Eftir því sem vextirnir hækkuðu, streymdi meira fé hingað til lands, til að græða með þeim hætti og einnig, þótti góður peningur í skuldabréfum Seðlabanka, svokölluðum Krónubréfum.
En, ef ég skil þetta rétt, hefur Seðlabankinn verið að vonast eftir því, að vextirnir hvettu til eftirspurnar eftir krónunni, á erlendum fjármálamörkuðum. Þannig, að sú umfram eftirspurn, myndi hækka gengi krónunnar.
Eins og ég hef fjallað um áður, þá hefur hátt vaxtastig margar alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfið:
- Heimili, fyrirtæki, opinberir aðilar - skulda alltof mikið. Fram kemur hjá AGS að 60% fyrirtækja skuldi það mikið, að líklega þurfi að afskrfa hluta skulda þeirra, þ.e. skuldir það margra fyrirtækja sé yfir þolmörkum. Vitað er að minnst 20% heimila, eru í svipaðri stöðu. Þegar menn skulda mikið, eru vextir mjög - mjög - íþyngjandi. En vextir að sjálfsögðu hækka afborganir af lánum og leiða til þess að allir hafa minna af peningum en ella, til allra hluta.
- Við búum við ástand viðvarandi efnahagssamdráttar, þ.e. kreppu, sem ekki sést enn fyrir endann á, og vextir hafa hamlandi áhrif á þrótt hagkerfisins, einmitt með því að minnka það fjármagn sem fyrirtæki, opinberir aðilar og einstaklingar, hafa handa á milli.
- Bankakerfið, er í vanda vegna vaxtanna, sem sést á mikilli söfnun fjár inn á innlánsreikninga, en þeir eru kostnaðar-meginn hjá bönkum. En, þetta bendir til þess, að eftirspurn eftir lánum sé lítil. Líkleg ályktun er sú, að lítil eftirspurn eftir lánum, stafi af hinu háa vaxtastigi, þ.e. lánin séu of dýr, og það leiðir til seinni ályktunar, að lækkun vaxta myndi auka eftirspurn eftir útlánum, og þar-með bæta tekjustöðu bankanna.
Þetta ber að hafa til hliðsjónar, þegar við íhugum orð Más, seðlabankastjóra og einnig boðskap starfsmanna Seðlabankans sem fram kemur í nýasta hefti Peningamála.
Már segir þó fleira, Ræða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra:
"En hvað með inngrip á gjaldeyrismarkaði? Það er vandmeðfarið tæki og röng beiting þess skilar í besta falli engu en í versta falli getur falið í sér gífurlegt tap á fjármagni. Það er hins vegar allt of langt gengið að hafna notkun þess alfarið. Það er einn af lærdómum fjármálakreppunnar að rétt beiting gjaldeyrisforða getur skipt sköpum varðandi það að varðveita peningalegan og fjármálalegan stöðugleika við erfiðar aðstæður. Þar er hægt að nefna ótal dæmi, allt frá Brasilíu til Kóreu. Það hefur ekkert upp á sig að hlaða upp gjaldeyrisforða þegar vel árar ef fólk heykist á að nota hann á úrslitastundu. Hið opinbera getur haft lengri sjóndeildarhring en einkageirinn og því getur hann tekið lengritíma stöðu með eða á móti eigin gjaldmiðli, jafnað sveiflur og grætt á öllu saman. Ástralir og fleiri hafa leikið þennan leik með miklum árangri, þrátt fyrir verðbólgumarkmið. En það má ekki reyna að verja gengi í gegnum þykkt og þunnt sem ekki fær staðist og það borgar sig ekki að grafa línu í sandinn gagnvart markaðnum. Þá er betra að beita herkænsku Genghis Khan sem tók sinn tíma, byrjaði t.d. oft á því að hörfa og lokkaði þannig andstæðingana úr vígjum sínum og gjöreyddi þeim síðan á sléttunum."
Þetta er sa hluti ræðunnar, er inniheldur þ.s. vakti mesta athygli. Áður en lengra er haldið, þá er rétt að benda á, að Ísland er krækiber í samanburði við þau lönd sem hann nefnir, og það sama má segja um, gjaldeyrisforðann. Þ.e. gríðarlegur stærðarmunur á milli þess fjármagns, sem Seðlabanki þeirra landa, hefur úr að spila, og þess fjármagns - sem nánar tiltekið er allt lánsfjármagn - er Seðlabanki Íslands hefur úr að spila. Með öðrum orðum, það eru miklu mun fleiri aðilar þarna úti, sem ráða yfir nægilegu fjármagni til að rugga ísl. krónunni, en gjaldmiðlum hinna landanna. Þarna úti eru til aðilar, er ráða yfir margföldu því fjármagni, sem litla Ísland ræður yfir. Seðlabankar hinna landanna ráða við að hrinda í framkvæmd mörgu því, sem ekki er endilega á valdi Seðlabanka Íslands að hrinda í framkvæmd. Ef maður íhugar orð Más um herkænsku Genghis Khan, og að Ísland geti grætt á öllu saman, þá ber að hafa í huga að andstæðingar þeir sem hann er að tala um, að lokka út á e-h berangur, eru erlendir fagfjárfestar sem oft eru vogunarsjóðir, og vígtólin hans eru einmitt hið margumrædda lánsfé. Bilun?
Skoðum gagnrýni Ágústs Þórhallssonar, þ.s. hann gagnrýnir Seðlabankastjóra harkalega:
Inngrip Seðlabankans er síðasti naglinn í líkkistuna
"Nú er runnin upp óskastaða spákaupmanna sem munu hefja iðju sína á nýjan leik og ráðast á gjaldeyrinn okkar aftur. Í þetta sinn eru ekki bankarnir undir eins og í fyrra skiptið heldur sjálft ríkið, opinber fyrirtæki og við almenningur. Spákaupmenn munu ekki láta deigan síga í því að veikja krónuna fyrr en ljóst er að þeir hafi náð undir sig gjaldeyrisforðanum öllum, helstu eignum þjóðarinnar og búnir að setja almenning á hausinn vegna þess að skuldir almennings eru flestar verðtryggðar. Þeir finna lyktina af peningunum okkar sem geymdir eru í Washington. Seðlabankastjórinn okkar spilar með og reynir eftir besta mætti að stöðva veikingu krónunnar með lánsfé sem hann á ekki."
Hann spáir með öðrum orðum því, að herkænska Más Guðmundssonar muni lykta á þann veg, að erlendir fagfjárfestar muni hafa fullann sigur, og þar með ná undir sig þeim peningum er þjóðin hefur fengið að láni, og eftir standi þá þjóðin í miklu verri stöðu en áður.
Vitnum frekar í Ræðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra:
"Það er engin vafi á því að jafnvægisgengi krónunnar hefur lækkað umtalsvert í framhaldi af skuldsetningu undanfarinna ára og síðan vegna bankahrunsins. Það er held ég líka lítill vafi á því að núverandi gengi er fyrir neðan þetta nýja og lægra jafnvægisgengi, eins og jafnan vill verða í fjármálakreppum. Það er hins vegar mikil óvissa um það hversu miklu neðar það er. Það er einnig mikil óvissa um hversu hratt jafnvægisgengið kemur til með að hækka á næstu árum og þar með hversu mikið gengið réttir úr kútnum. Í nýbirtri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að gengi krónunnar gagnvart evru muni haldast nálægt núverandi stigi fram á næsta ár og síðan muni það hækka í smáum skrefum þannig að evran verði á um 170 kr. á árunum 2011 og 2012. Auðvitað vonum við að þetta séu svartsýnar forsendur og sagan kennir okkur að gengið getur hækkað hratt þegar það tekur við sér. En það væri óvarlegt að miða okkar áætlanir og aðgerðir við slíkt. Þvert á móti held ég að við verðum að búa okkur undir að gengið geti verið veikt um þó nokkurn tíma."
Þ.s. ég lita grænt, er eitt af því örfá úr ræðu Más, sem ég er sammála. Um hitt, þ.e. akkúrat hvað þetta nýja jafnvægisgengi er, þá ræðst það af framvindu efnahagsmála næstu árin. En, eins og ég hef áður sagt, þá er gjaldmiðillinn nokkurnveginn byrtingarmynd þeirrar verðmætasköpunar sem á sér stað í viðkomandi hagkerfi, þá á ég við þetta svokallaða meðal-jafnvægis-gengi. En, þ.e. engin föst óumbreytanleg stærð, heldur fer það eftir getu viðkomandi hagkerfis til framtíðar-hagvaxtar. Þar, stendur einmitt hnífurinn í kúnni, því einmitt eins og ég hef áður útskýrt, þá dregur vaxtastefna Seðlabankans úr þrótti hagkerfisins. Að auki má bæta því við, að skuldastaða hagkerfisins gerir það einnig. Þ.e., því hærri vextir og þvi hærri skuldir; og einnig, því meira atvinnuleysi, því minni geta til hagvaxtar; og því, lægra jafnvægis gengi.
Ég er einfaldlega alls ekki sammála því, að það séu einhverjar augljósar vísbendingar um það, að eins og ástandið er í dag, þá sé eðlilegt jafnvægis-gengi hærra en núverandi gengisstaða.
Fyrir mér, í ljósi stöðunnar, og framtíðar horfa, hljómar þetta sífelldu tilraunir til ð tala upp væntingar um hækkun krónunnar, sem ókhyggja.
Niðurstaða:
Ég held að það sé rétt að hafa áhyggjur, af þeim hugmyndum Seðlabankastjóra, að hugsa sig sem einhvers konar hershöfðingja í stríði, þ.s. vígtól hans eru peningar er þjóðin þarf að standa straum af, og andstæðingarnir eru erlendir fagfjárfestar sem margir hverjir þarna úti hafa yfir mjög miklu fjármagni að ráða.
Samanburður sá, er hann gerir við önnur ríki, er hann telur hafa fylgt sambærilegri stefnu, er ekkert minna en hlægilegur, enda gríðarlegur munur á stærðarhlutföllum á milli getu seðlabanka þeirra til að spandera í að verja sína gjaldmiðla, og því fjármagni er Seðlabankinn hefur yfir að ráða til sömu hluta. Þannig, að láta sem að Ísland geti einfaldlega fylgt sömu stefnu, eins og þau stærðarhlutföll skipti engu máli; nær engri átt. Vart þarf að taka fram, að samanburður hans við fornar hetjur, er enn hlægilegri.
Ég held að það sé ljóst, af því sem kemur fram í ræðu Seðlabankastjóra, og í nýútgefnum Hagvísi, að Seðlabankinn verður í villu, þegar kemur að hugmyndum hans um hagstjórn og gildi vaxta, miðað við núverandi aðstæður.
Þeir virðast virkilega ekki ná því, að það eru einmitt háu vextirnir þeirra, sem eru að kæfa atvinnulífið og meira að minna, sjálft þjóðfélagið.
Hreinsunar þarna innan dyra, er sannarlega mjög þörf.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf var augljóst að peningastefna Seðlabankans var JOKE, samt var ákveðið að ráð þennan Más til að tryggja að hann geti haldið áfram að valda okkar samfélagi ÓBÆTANLEGU tjóni með glæpsamlega heimskulegum ákvörðunum. Það fer bara HROLLUR um mann með hann upp í brú Seðlabankans. Hann mun bakka blint upp hávaxtastefnu AGS, hann mun enn & aftur ná að valda þjóðfélaginu gríðarlegu tjóni með RÖNGUM peningalegum ákvörðunum, frekar augljóst.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 8.11.2009 kl. 01:18
Lestu peningamál betur, og taktu eftir þegar þeir tala um "raunvexti" hvernig þeir skilgreina ofurvaxta-stefnu sína í burtu. En skv. þeim lið, eru vextir ekkert hærri hér, en í Evrópu og Bandaríkjunum.
En, þarna leiða þeir algerlega hjá sér, að verðbólgan hér stafar ekki af verðbólguvæntingum innan hagkerfisins, heldur einungis því að krónan fellu þá sjálfkrafa hækkar allt sem er innflutt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2009 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning