Enn einn fræðimaðurinn, Galbraith, staða Íslands vonlaus! Hvað þurfa margir heimsþekktir sérfræðingar að koma fram, til að stjórnvöld meðtaki þessa staðreynd?

Prófessor James Galbraith, einn af virtustu hagspekingum vorra tíma, tjáði sig í dag um skuldir Íslands. Þarf varla að taka fram, að hann eins og flestir aðrir raunverulegir spekingar, telja þær skuldir vel yfir því mögulega. Sjá bréf Galbraith:

 ”To state the obvious: the idea that Iceland or any country could increase its debt in foreign currency to 300 or 400 percent of GDP and avoid default is preposterous on its face. At 400 percent, an interest rate of just three percent implies a required trade surplus of 12 percent of GDP, and a comparable reduction of domestic living standards -- even if the principal is never repaid. But of course with the default risk no one is going to hold Icelandic notes for so little.

If a policy of payment is attempted, anyone with the capacity to work will necessarily emigrate. The result can only be the demographic destruction of the country, and default anyway. The situation is, in this respect, not less grave than the reparations demanded under the Versailles Treaty or the Morgenthau Plan for Germany in 1945. The former produced hyperinflation, and the latter was stopped only when it was realized that to implement it would require the emigration or extermination of a large part of the surviving population.

Equally needless to say, the imposition, initially by fraud and later by intimidation, of a debt burden of this kind on a small country is grotesque.

Iceland's moral obligation to the international community at this stage should consist of bringing the perpetrators to justice, insofar as they can be reached by national law. The losses that will fall on foreign depositors cannot be avoided. It is therefore up to the governments of those other countries, having failed in their duties of bank supervision, to decide how to allocate those losses as between depositors and taxpayers in those places.

Please feel free to share these views at your discretion.

With my regards,


James Galbraith”
 

 

Tal hans um 400% af þjóðarframleiðslu, er ekki í bláinn. Enda skv. Seðló eru skuldir okkar:

14.343 ma.kr.  / 1.427 VÞF = 10 VÞF

En ef eignir eru dregnar frá, er nettó talan sem þá fæst:

5.954 ma.kr. / 1.427 VLF = 4,17 VÞF

Hann segir, að 12% afgang af viðskiptum við útlönd, muni þurfa til, skv. 3% vöxtum, til þess eingöngu að borga af slíkum upphæðum vexti, þ.e. án þess að lækka höfuðstól.

Tekið skal fram, að hæsti afgangur af þjóðarframleiðslu, sem nokkru sinni hefur mælst síðan Ísland varð lýðveldi, var 7%. Síðan Ísland varð lýðveldi, hefur hagnaður af utanríkisverslun verið yfir 3% um einungis 6 ár, þegar allt er tínt til yfir það tímabil. Meðalhagnaður af utanríkisverslun, eða nánar tiltekið tap, yfir það tímabil hefur verið -2%.

Þetta eru ástæður þess, að við Framsóknarmenn höfum ætíð síðan nýtt fólk tók yfir flokkinn, sagt að skuldastaða Íslands væri óviðráðanleg.

 

Villandi umsagnir um skuldastöðu Íslands

Viðskiptaráðuneytið byrti gögn í síðustu viku, sem vægast sagt eru villandi.

Frétt RUV: Umræðan á villigötum

Frétt MBL: Hlutfall þjóðarframleiðslu ofmetið

Austurríki 202%
Belgía 269%
Kanada 52%
Tékkland 37%
Danmörk 173%
Finnland 125%
Frakkland 173%
Þýskaland 141%
Grikkland 144%
Ungverjaland 138%
Írland 884%
Ítalía 101%
Holland 282%
Noregur 105%
Pólland 46%
Portúgal 199%
Spánn 145%
Svíþjóð 129%
Sviss 261%
Tyrkland 38%
Bretland 341%

Ísland 1000% *<Íslandi bætt inn>

En, ef réttum samanburði fyrir Ísland er skotið inn, þá sést að staða Ísland, er langt frá því að vera hlutfallslega vænleg.

Þetta eru tölur um heildar skuldir þjóðarbúa, svo ef slíkar tölur eru notaðar, þá verður einnig - til að samanburðurinn verði réttmætur - að nota tölur yfir heildarskuldir ísl. þjóðarbúsins. Og þá verður að miða við 10 falda þjóðarframleiðslu. 

Að auki, þarf að hafa í huga, að erlendis eru á bakvið skuldirnar bankar og önnur fyrirtæki, sem enn eru að störfum. Það þíðir, að eignastaðan vs. skuldastöðu er einnig vænlegri, þ.s. meira fæst fyrir eignir sem enn eru í starfsemi. En, sennilega er réttasta talan til samanburðar, skuldir að frádregnum eignum, þ.e. 4,17 VLF.

 

Forvitnilegt, er að skoða yfirlit þróun skulda ríkissjóða, hjá meðlimalöndum ESB, sem hlutfall af landsframleiðslu, áætlun fyrir árin 2009 og 2010.

"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report"

                       2008  2009  2010 

Belgium            89.6   95.7  100.9

Denmark          65.9   73.4    78.7

Ireland             43.2   61.2    79.7

EL                    97.6 103.4  108.0

Spain               39.5   50.8    62.3

France             68.0   79.7    86.0

Italy               105.8 113.0  116.1

Cyprus             49.1  47.5    47.9

Luxemburgh    14.7  16.0    16.4

Malta               64.1  67.0    68.9

Netherlands    58.2  57.0    63.1

Austria            62.5  70.4    75.2

Portugal         66.4  75.4     81.5

Slovenia         22.8  29.3     34.9

Slovakia         27.6  32.2     36.3

Finland           33.4  39.7    45.7

Euro Area      69.3 77.7  83.8

Ísland                  160% <Bæti inn þ.s. ríkisstjórnin segist skulda>

 

Varðandi skuldir Íslands er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

  •  Við skuldum meira en nokkur þjóð í Evrópu, hvernig sem málum er velt upp.
  • Það að einhver önnur Evrópuþjóð, er einnig í mjög alvarlegri skuldastöðu, getur á engan hátt dreift á dreif þeirri staðreynd, að skuldastaða Íslands er mjög, mjög alvarleg - sennilega óviðráðanleg.
  • Það að skuldastaða okkar er óviðráðanleg, þíðir að þær áætlanir er gera ráð fyrir að borga þær skuldir niður, geta ekki gengið upp - hreinlega. Þ.e. ekki mögulegt.
  • því fyrr sem við áttum okku á þeim veruleika, samþykkjum það, því betra. Því, réttur skilningur er forsenda réttrar ákvarðanatöku.

Því miður er ekkert sem bendir til þess, að stjórnvöld séu líkleg til að átta sig á þeirri staðreynd, að skuldastaða landsins, er algerlega ófær. Þess í stað, er ætlunin að streitast eins og rjúpan við staurinn, eða eins og Steingrímur hefur sagt, "að taka baráttuna". Sú barátta, er augljóslega fyrirfram töpuð. Einungis spurning um tíma, hvenær að þeim skuldadögum kemur, þ.e. seinna hrun og síðan gjaldþrot ríkissjóðs.

Ég spái næsta ári, sem líklegu. En, það eina sem stjórnvöld geta gert, er að íta lánunum áfram með lántökum, og síðan enn frekari lántökum. Slíkt getur einfaldlega ekki gengið upp, þ.s. í hvert sinn þegar lánin eru endurnýjuð kemur nýr lántökukostnaður og enn hærri skuldir. Huganlega geta AGS lánin og lánin frá Norðurlöndunum, eitthvað teigt í þeirri hengingaról; þ.e. á meðan sá peningur endist.

Síðan, óhjákvæmilega, hrynja lánskjör Íslands, þ.e. í rusl, og fer fram vítahringur er endar á gjadþroti. 

Ástæðan af hverju ég nefni næsta ár, er að útséð er með að hagvöxtur muni fara af stað það ár. Þar með, verður staða ríkissjóðs umtalsvert verri en gert var ráð fyrir, bæði vegna minnkandi tekna en einnig vegna þess, að minna mun innheimtast. Þ.s. raunveruleg sala bankanna hefur ekki farið fram, þ.e. sala Glitnis var einungis síndarmennska, þá ber ríkið enn fulla ábyrgð á bönkunum; og reikna ég með nýju gjaldþroti þeirra, ekki seinna en næsta sumar.

Ef, þetta er allt lagt saman, reikna ég með gjaldþroti ríkisins, næsta sumar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Getum við þá ekki bara pakkað saman og yfirgefið skerið? 

Offari, 28.10.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gjaldþrot er ekki endir alls. Það þíðir einfaldlega, að ríkið hættir að borga af erlendum lánum, en einnig á sama tíma, að enginn mun vilja lána til nokkurs sem íslenskt er.

Þ.e. þó leið til að komast hjá því, þ.e. útflutnings fyrirtæki geta haft gjaldeyrisreikninga í traustum erlendum bönkum, og þannig fengið fyrirgreiðslu út á þá reikninga.

Fyrir okkur Íslendinga, er gallin helst sá, að allur innflutningur mun þurfa að vera staðgreiddur. Það mun sennilega leiða til vöruskorts hérlendis, og einnig að töluvert lognist út af, af fyrirtækjum sem séu háð innflutningi um aðföng, en er ekki hafi gjaldeyristekjur sjálf.

20% atvinnuleysi, ef til vill.

----------------------

Útlfutningur stöðvast ekki, og frekara hrun gjaldmiðilsins gerir útflutning enn hagstæðari. Við gætum samt, náð okkur á strik, við slíkar aðstæður.

Skuldirnar hverfa þó ekki, en við myndum þurfa að semja um þær seinna meir, ef einhvern tíma seinna, við vildum öðlast lánskjör á ný.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.10.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef við hefðum skynsama ráðamenn þá myndu þau sjá til þess að sem mest væri keypt inn af þeim nauðsynjavörum sem við getum ekki framleitt sjálf, og veittu eitthvað af fjármagni til uppbyggingar á innlendum framleiðslufyrirtækjum til þess að mýkja ástandið næsta áratuginn.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.10.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband