24.10.2009 | 00:36
Losum um gjaldeyrishöftin hið snarasta!
Mikið hefur verið rifist um, þá stefnu ríkisstjórnarinnar skv. áætlun AGS, að ætla að taka lán upp á liðlega 600 milljarða til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð, samanlagt 1.100 milljarðar. Á sama tíma, vofir yfir fallöxi í formi Krónubréfa, sem sjálfsagt er engin tilviljun, að einnig eru upp á cirka 600 milljarða. Þau voru seld á árum áður af Seðlabankanum fyrir gjaldeyri, þá talin hentug leið til gjaldeyrisöflunar fyrir Seðlabankann. Vandinn er, þegar það fé vill nú út, sennilega allt, þá snýst flæðið við, þ.e. gjaldeyrir fer út, en krónan fellur í verði, þ.s. magn hennar í hagkerfinu stóreykst. Afleiðing, ný stórfelld gengisfelling hennar, með kunnuglegum afleiðingum. Til að koma í veg fyrir þetta, var tappi settu í, á formi gjaldeyrishafta. En við slík höft er ekki búandi árum saman, en þá - hvernig losum við um þau?
Engin gallalaus aðferð til
Spurningin, þegar leiðir eru valdar, er fyrst og fremst um, hverjir tapa og einnig, hvernig tapinu er skipt á milli aðila. Mann grunar, að plan ríkisstjórnarinnar og AGS, sé að sleppa genginu lausu eftir að gjaldeyrislánin hafa verið afgreidd til Íslands; og á sama tíma, verja gengið falli. Þ.s. gerist þá, er að lánin hrökkva þá u.þ.b. akkúrat til þess að borga Krónubréfaeigendum út. Þeir fara þá frá Íslandi, með allt sitt borgað upp í topp, en almenningur borgar brúsann. En, viðbótarvaxtagjöld eru áætluð liðlegir 20 milljarðar á ári, sem ríkið þ.e. almenningur mun þurfa að standa undir. Á móti, engin ný stór gengisfelling.
En, eru aðrar leiðir í boði?
Það hefur verið nefnd sem leið B, að verja ekki gengið. En, að taka lánskjaravísitöluna tímabundið úr sambandi, á meðan. Krónubréfaeigendur selja sín bréf, en að þessu sinni mun verðfall krónunnar valda því að þeir fá færri Pund eða Evrur fyrir Krónubréfin sín. Aðgerðin kostar þannig okkur Íslendinga, minna í gjaldeyrisútstreymi. Má vera, að minnka megi gjaldeyrislánin, t.d. um helming, án of mikillar áhættu. Hafa ber í huga, að Ísland skuldar þegar of mikið, svo öll minnkun er til góðs. Á móti, tapa þeir sem skulda í erlendum gjaldeyri, og einnig tapa þeir sem eiga innistæður í krónum, vegna lækkunar hennar um t.d. 30-40% ofan á fyrra hrun. Á hinn bóginn, er þessi viðbótar minnkun, líkleg til að vera undirskot á réttu markaðs verðmæti krónunnar, en verðmætasköpun er enn öflug í ísl. hagkerfinu; svo rétt markaðsgengi er líklega ekki langt frá núverandi gengi. Það þíðir að tap af krónu-innistæðum, og einnig viðbótar tap þeirra er skulda í erlendri minnt, verður sennilega ekki mjög mikið í reynd, þ.s. krónan muni rétta fljótt við sér aftur, í gengi sem væri nærri því sem það er í, í dag.
Mun krónan hækka frekar í framtíðinni?
Staðreyndin er sú, að við Íslendingar erum með neikvæðann jöfnuð í viðskiptum við útlönd, þrátt fyrir hagstæð vöruskipti. Ástæðan er sú að svo margir innlendir aðilar skulda í erlendri minnt, sem ekki hafa eigin gjaldeyristekjur. Þetta eru sveitarfélög, stofnanir og opinber fyrirtæki, einkafyrirtæki og einstaklingar. Í dag, skv. vef Seðlabanka Íslands, standa nettó skuldir þjóðarbúsins í 5.954 milljörðum, eða 4,17 VLF. Á sama tíma segist ríkið skulda 2.313,2 milljarða, eða 1,6 VLF. Mismunurinn er 3.641,8 milljarðar, eða 2,57 VLF. Þó Gylfi Magnússon tali kuldalega um, að hluti þessa muni afskrifast vegna gjaldþrota, og að ríkið þurfi ekki að standa undir þessu; þá er punkturinn sá, að tilvist þessara skulda hefur samt mjög veruleg áhrif á hagkerfið. Einar leið þessara aðila, til að greiða, er að skipta krónum í gjaldeyri. Þar stendur hnífurinn í kúnni, þ.s. um er að ræða mjög stórfelldar skuldir, þá er það streymi peninga úr hagkerfinu sem orsakast, einnig að sama skapi stórfellt. Svo stórt er það, að þ.e. stærra að verðmætum en núverandi hagnaður af hagstæðum vöruskiptum; ergo - heildarjöfnuður þjóðfélagsins er í reynd, neikvæður.
Neikvæður jöfnuður, er ástæða lággengis
Menn í fjölmiðlum, hafa verið að velta fyrir sér, af hverju gengi krónunnar er ekki að hækka, þegar vöruskipta jöfnuður er hagstæður. En, eins og ég var að útskýra, er heildarjöfnuður þjóðfélagsins við útlönd í reynd neikvæður. Einmitt það, skýrir viðvarandi lággengi krónunnar. Hægt væri að laga þetta, með því að framkalla fjárstreymi á móti, þ.e. erlenda fjárfestingu. En, eins og mál standa, þá hafa líkur þess að farið verði af stað með tiltekin 2. álver, og jafnvel stækkun í Straumsvík, minnkað verulega. Ef ekki koma til slíkar stórar fjármagns innspýtingar á móti, þá er einfaldleg ekkert í farvatninu annað en áframhaldandi lággengi, svo lengi sem þetta útflæði vegna erlendra lána, þeirra er ekki hafa eigin gjaldeyristekjur, viðhelst.
Niðurstaða
Ég legg til, að gjaldeyrishöft verði afnumin eins fljótt og hægt er, því þá mun á ný verða hægt að versla með krónur erlendis, eins og var fyrir hrun. Það eru höftin, sem framkalla tregðu erlendra aðila til að eiga viðskipti með krónur. Ég legg til, að krónan verði ekki varin falli, á meðan Krónubréfin streyma út; en að á meðan verði lánskjaravísitalan tekin úr sambandi tímabundið.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 820
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
<a href="http://www.y8.com/games/The_Last_Stand_2">The Last Stand 2<br>
<img src="http://img.y8.com/gfx/laststand2_1.jpg" border="0" height="135" width="180"><br>
Click here to play this game</a>
Einar Björn Bjarnason, 25.10.2009 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.