Þarf ekki frekari vitnana við!

Klárlega, að svar er komið við því, hvort Bretar og Hollendingar, voru að blokkera meðferð AGS á málum Íslendinga eða ekki.

  • Sameiginleg yfirlísing ráðherra ríkjanna, þ.s. ráðherrar Breta og Hollendinga, segjast styðja að AGS taki mál Íslands fyrir.
  • AGS lýsir svo yfir strax í kjölfarið, að mál Íslands verði tekin fyrir fljótlega.
  • Síðan, í þessari viku, er kominn dagsetning, innan næstu vikna.

Ég held, að það þurfi engann snilling til að sjá, að eina leiðin til þess að Bretar og Hollenidngar, hafi samþykkt að losa um AGS gagnvart okkur, sé að ríkisstjórnin hafi sannfært þá um að í þetta sinn, muni hún getað komið Icesave frumvarpinu "part two" í gegn.

Einhver von?

Hún felst í því, að þeir 2. þingmenn, er skipt hafa um skoðun, umturnist á ný, á meðan þingið er að fjalla um málið á ný. En að sjálfsögðu, mun þingið fara vandlega yfir hið nýja frumvarp, og meta hvernig breytingarnar á fyrirvörum Alþingis frá því í sumar munu sennilega virka, í framtíðinni. Þ.e. hverjar raunverulegar afleiðingar þeirra, verða að flestum líkum.

Bankarnir

Ljóst er nú, að svokölluð sala Glitnis, í síðustu viku var blekking. Kröfuhafar hafa ekki samþykkt þann gerning, heldur er ríkið einungis að semja við sjálft sig, þ.e. skilanefndin - er skipuð var af fjármálaeftirlitinu - og ríkisstjórnin.

Þetta þýðir, að kröfuhafar hafa ekki samþykkt ábyrgð á framtíðarrekstri bankans af nokkur tagi.

Ríkisstjórn blekkinga

Því miður er þetta einungis enn ein lygin. Vonir voru í upphafi um að þessi ríkisstjórn, myndir verða heiðarlegri en fyrri ríkisstjórn hægri flokka. En, því miður miðað við hegðun hennar fram að þessu, verður vart séð, að hún séð heiðarlegri en t.d. ríkisstjórn Davðiðs og Dóra. Hegðun hennar, er um margt svipuð, þ.e. blekkingar á blekkingar ofan, virðingaleysi fyrir andstæðingum og að taka einungis mark á fólki með rétt flokksskýrteini. Við þetta má bæta, pólitískar ráðningar í embætti, en það stóð víst til að hætta slíku. Ríkisstjórnin, hefur fram að þessu ekki staðið við neitt af þeim góðu fyrirheitum, því miður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 892
  • Frá upphafi: 858712

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 786
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband