Gylfi - skuldir þjóðarinnar eru víst, hættulegar!

Hann Gylfi Magnússon, fór fram með nokkrum þjósti í gær og sagði umræðu þess efnis, að skuldir þjóðfélagsins væru komnar yfir hættumörk, sem AGS hefði nefnt sem 240% af Vergri þjóðarframleiðslu (VÞF), væri á misskilningi byggt. Síðan, minntist hann á lista sem Iðnaðar og Viðskiptaráðuneytið byrti í dag, yfir nokkur lönd og heildar skuldir þeirra.

Frétt RUV: Umræðan á villigötum

Frétt MBL: Hlutfall þjóðarframleiðslu ofmetið

Austurríki 202%
Belgía 269%
Kanada 52%
Tékkland 37%
Danmörk 173%
Finnland 125%
Frakkland 173%
Þýskaland 141%
Grikkland 144%
Ungverjaland 138%
Írland 884%
Ítalía 101%
Holland 282%
Noregur 105%
Pólland 46%
Portúgal 199%
Spánn 145%
Svíþjóð 129%
Sviss 261%
Tyrkland 38%
Bretland 341%

 

Til samanburðar skal taka fram: Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi 2009

Erlendar skuldir þjóðarbúsins, eru 14.343 milljarðar króna / 1.427 VÞF = 10 VÞF. Sem prósent af þjóðarframleiðslu, væri það 1000%.

1000% er sambærileg tala við þær tölur frá öðrum þjóðum sem Gylfi Magnússon, notaði í gær.

En, inni í þeim tölum, eru eins og í þeirri tölu, heildarskuldir þjóðarbúanna án þess, að eignir séu dregnar frá skuldum. 

Skv. Seðlabanka, eru heildar nettóskuldir þjóðarbúsins, enn metnar sem 5.954 ma.kr. / 1.427 VLF = 4,17 VLF. Með öðrum orðum, skuldastaða þjóðfélagsins hefur versnað síðan fyrir hálfu ári, er staðan var metin cirka 3,5 VLF

Á sama tíma, eru skuldir ríkisins sjálfs, metnar sem: Umsögn Seðlabanka Íslands, um Icesave samkomulag ríkisstjórnarinnar, við Breta og Hollendinga.  

2.313,2 / 1.427 = 1,6 VÞF

Það er svo sambærileg tala við þ.s. kemur fram að neðan, en sá listi ásamt tölum, kemur frá Framkvæmdastjórn ESB. Eins og þar kemur fram, skuldar ríkissjóður Íslands, verulega meira en nokkur Evrópuþjóð, sem þar kemur fram í samanburðinum.

Í tölum þeim sem Gylfi vitnar til, kemur þó berlega í ljós, hve alvarleg staða Írlands er. En, á Írlandi hefur verið grínast með, að munurinn á Írlandi og Íslandi, sé einungis einn bókstafur og nokkrir mánuðir.

Þ.s. Írar gerðu, var að ábyrgjast allar banka-innistæður. Sú ábyrgð hleypur á rúmum 2. þjóðarframleiðslum að verðmæti. Austurríki og Sviss, eru með banka, er hafa lánað glæfralega til ríkja í Austur Evrópu. Það eru stórir bankar. Í Belgíu, er einn risastór banki, vel rúm þjóðarframleiðsla, sem hefur staðið tæpt. Bretland, eins og við vitum, þar varð ríkið í reynd yfirtaka 5 stærstu bankana, til að forða þeim frá hruni.

Þessar þjóðir, búa við alvarlegan vanda, vegna erfiðrar stöðu bankakerfisins síns. En, á þeim er þó einn meginn munu, þ.e. bankarnir þeirra eru enn starfandi. Það hefur ekki enn átt sér stað hrun, svo þarna á móti, má raunverulega finna verulegar eignir, sem eitthver raunverðmæti er í.

Á Íslandi hefur bankakerfið hrunið, og enginn veit, að hve miklu leiti eignir þær sem finna má í þrotabúum þeirra, eru eða verða einhvers verulegs virði.

Svo ég er hræddur um, að Gylfi hafi verið að bera saman epli og appelsínur.

 

Sjá hér fyrir neðan, hagtölur frá Framkvæmdastjórn ESB:

Áhugavert, er að skoða kostnað stjórnvalda, af endurreisn banka, í samanburði milli landa innan ESB, sem hlutfall af Vergri Þjóðarframleiðslu (VÞF).

"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report"

Austria             32,8

Belgium           79,2

Cyprus              0

Germany         23,2

Greece            11,4

Spain              12,1

Finland           27,7

France            18,1

Ireland        230,3

Italy                1,3

Luxemburgh  19,3

Malta               0

Netherlands  52,2

Portugal       12,5

Slovenia       32,8

Slovakia         0

Euro Area    24,6

EU 27          30,5%

 

Forvitnilegt, er að skoða yfirlit þróun skulda ríkissjóða, hjá meðlimalöndum ESB, sem hlutfall af landsframleiðslu, áætlun fyrir árin 2009 og 2010.

"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report"

                       2008  2009  2010 

Belgium            89.6   95.7  100.9

Denmark          65.9   73.4    78.7

Ireland             43.2   61.2    79.7

EL                    97.6 103.4  108.0

Spain               39.5   50.8    62.3

France             68.0   79.7    86.0

Italy               105.8 113.0  116.1

Cyprus             49.1  47.5    47.9

Luxemburgh    14.7  16.0    16.4

Malta               64.1  67.0    68.9

Netherlands    58.2  57.0    63.1

Austria            62.5  70.4    75.2

Portugal         66.4  75.4     81.5

Slovenia         22.8  29.3     34.9

Slovakia         27.6  32.2     36.3

Finland           33.4  39.7    45.7

Euro Area      69.3 77.7  83.8

 

Skipta erlendar skuldir annarra en ríkisins, engu máli?

"Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir, að eðlilegra viðmið í þessari umræðu væri hrein eignarstaða ríkisins fremur en verg skuldastaða þjóðarinnar. Ríkið beri ekki ábyrgð á skuldum einkaaðila og það sem einkaaðilar geti ekki greitt erlendum kröfuhöfum verði að líkindum afskrifað með einum eða öðrum hætti. Slíkar skuldir muni því ekki verða þjóðinni ofviða."

Ég verð að svara því þannig til, að heildar skuldir og þar með, heildar fjárstreymi inn og út úr landinu, skipti sannarlega miklu máli. 

Innstreymi fjármagns eykur eftirspurn eftir gjaldmiðlinum, og ef ekki er prentað á móti þá hækkar gjaldmiðillinn í verði. Mikið af þessu átti sér stað, þegar bóluhagkerfið ísl, var í hámarki, en þá gleymdu menn að þ.e. hægt að hafa of mikið af góðu.

Í dag erum við að upplifa það öfuga, og sennilega næstu ár, þ.e. stöðugt útstreymi fjármagns. Ástæðan er gríðarlega erfið skuldastaða, ekki einungis ríkisins heldur einnig sveitarfélaga, einka-aðila og einstaklinga; er skulda í erlendri mynnt án þess að hafa gjaldeyristekjur á móti. Einmitt það fjármagnsútstreymi lækkar gengi krónunnar.

Skuldir í erlendum gjaldmiðli, er hægt að borga með gjaldeyrisafgangi - en gjaldeyrisafgangar vanalega hverfa hér á landi cirka 2. árum eftir að hagvöxtur hefst á ný, sbr skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um Icesave:<  SAMANTEKT UM GREINARGERÐIR VEGNA ICESAVE-SKULDBINDINGA >. Þá er eftir, að skipta krónutekjum yfir í erlenda mynnt, þ.e. taka fé úr hagkerfinu. Þá annaðhvort minnkar fé í umferð, sem er klassísk samdráttaraukandi aðferð ef á að hægja á þenslu sem er ekki gott akkúrat í dag, eða að krónur eru prentaðar á móti - sem setur þá í staðinn, þrýsting á gengið niður-á-við, þ.e. stuðlar að verðfalli krónunnar. Seinni aðferðin er líklegri.

Einka-aðilar, er ekki hafa krónutekjur, og einnig sveitarfélög og einstaklingar í sömu stöðu, geta einungis greitt af sínum erlendu skuldum með þessum hætti. Þessi skuldastaða, mun því fullkomlega fyrirsjáanlega, stuðla að lággengi krónunnar, sennilega næsta áratuginn og jafnvel áframhaldandi lækkun gengis hennar, þ.e. ef eins og flest bendir til hagvöxtur verður slakur yfir sama tímabil.

En, þetta er ekki allt, allir þessi aðilar keppa við ríkið um takmarkaða auðlind, sem er akkúrat gjaldeyririnn, sem fæst fyrir útflutning. Þar ofan á, bætist það að aðilar í útflutningi skulda einnig sjálfir í erlendry mynnt, og það fer enginn að segja mér, að þeir aðilar muni ekki fyrrst tryggja eigin greiðslur af eigin lánum, áður en þeir skila því sem í afgang er inn á gjaldeyrisreikninga í Seðlabankanum.

"Þá bendir ráðuneytið á að hlutfall skulda af þjóðarframleiðslu Íslendinga sé að verulegum líkindum ofmetið um stundarsakir þar sem erlendar skuldir umreiknaðar í krónur hafi hækkað mikið vegna gengisfalls en landsframleiðsla dregist saman tímabundið. Þar sem reikna megi með því að krónan styrkist til lengri tíma litið og landsframleiðsla vaxi að nýju muni draga úr þessari hlutfallslegu byrði."

Eins og kemur skilmerkilega fram að ofan, þá er ekki hægt að sjá annað en, að neikvætt fjármagnsútstreymi úr landinu, muni halda áfram um langa hríð, enda eru fjölmargir innlendir aðilar með skuldir í erlendum gjaldeyri, sem mun taka þá langan aldur að greiða niður. Þetta, mun um allann þann tíma, setja pressu á gengi krónunnar til lækkunar.

En, þ.s. er ekki síður alvarlegt, er það að þetta stöðuga útstreymi fjármagns, mun á sama tíma minnka það fjármagn, sem verður til staðar, einmitt til að fjárfesta í nýjum atvinnutækifærum. En, þó svo að Gylfi og ráðuneyti hans tali kuldalega um, að þeim komi ekki við hvernig öllum þessum aðilum líði, þá er það eftir allt saman ekki ríkið sem skapar gjaldeyrisverðmætin og framtíðar hagvöxt, heldur atvinnulífið. En, einmitt hin bága skuldastaða mun óhjákvæmilega virka sem hemill, á þrifnað einkahagkerfisins og þar með, stuðla að minni fjárfestingum, færri störfum og minni hagvexti.

Minni hagxöxtur, skaðar svo möguleika ríkisins til að afla tekna, og þannig til að borga eigin skuldir. Þetta hengur allt saman, og Gylfi og ráðuneytið hans virkilega tala í fullkomnu ábyrgðaleisi er hann og ráðuneytið láta sem að skuldabyrði þjóðarinnar, komi ríkinu einfaldlega ekki við.

 

Sammála Gunnari Tómassyni, hagfræðingi

Ég er fullkomlega því, sammála honum Tómasi, er hefur minnt á sig, og varað við að við Íslendingar siglum í gjaldþrot.

Sjá grein hans: Ákall hagfræðings til þingmanna: Greiðslufall þjóðarbúsins verður vart umflúið

Ég hef reyndar verið sannfærður um það, alla tíð síðan bankarnir hrundu og Geir H. Haarde talaði um að skuldir ríkisins færu ekki yfir 0,9 VÞF.

Óhætt er að segja síðan, að í hvert sinn er nýjar tölur koma fram, þá sýni þær verri stöðu, en tölurnar á undan.

Ég hvet alla til að lesa greinina hans Tómasar. Þörf lesning, virkilega.

" Kenneth Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard og fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS, sagði í viðtali við RÚV í marz 2009 að skuldastaða umfram 50-60% af VLF væri „mjög erfið” (e. very difficult).  Ísland kynni að geta ráðið við skuldir upp á 100-150% af VLF, en „fá fordæmi væru fyrir því” (e. not many precedents for that.  http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/7864/)."

 

Okkar eina von, er að lækka skuldir með öllum aðferðum, og einnig þar með, að auka ekki frekar á skuldir. Leitum nauðasamninga, við alla kröfuhafa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband