5.10.2009 | 15:48
Hvernig endurreisum við krónuna?
Til að endurreisa "trading" þarf ekki annað en að losa um höftin. Flóknara er það ekki. Það er nákvæmlega það, að krónunni er haldið uppi við verðgildi, sem er ekki viðurkennt af markaðinum, sem veldur því, að erlendir aðilar versla ekki með hana.
Að sjálfsögðu, myndi verðgildi hennar undirskjóta meðal markaðsverð hennar, um nokkur skeið, á meðan að erlendir aðilar væru að losa fjármagn héðan. En, "ironically" þá hefði það í för með sér, nokkuð tap fyrir þá aðila, þ.e. hin svokölluðu krónubréf voru á sínum tíma, að sjálfsögðu gefin út skv. tilteknu krónugildi. Þannig, krónubréfahafar, munu tapa umtalsverðu fjármagni, meðan þessi brunasala fer fram, með svipuðum hætti og eigendur verðbréfa tapa þegar brunasal á verðbréfum á sér stað.
En, verðgildi krónunnar, mun síðan ná botni, þ.s. eftir allt saman, eru áfram til staðar í hagkerfinu verðmæti, sérstaklega útflutningur á áli og fiski, sem verður áfram til staðar. Þannig, að verðmætið getur aldrei orðið, eitthvað sambærilegt t.d. og verðmæti Zimbabvíska gjaldmiðilsins, heldur mun verðmætasköpunin, sem enn verður til staðar tryggja að verðfallið stöðvast á endanum og síðan einnig, að krónan muni á ný hækka að verðgildi upp í eitthvert jafnvægisverð sem sé eðlileg í ljósi stöðu raunstöðu hagkerfisins.
Gjaldmiðill, er í raun og veru, mælikvarði á stöðu viðkomandi hagkerfis, þ.e. gjaldmiðillinn hækkar þegar vel gengur en lækka þegar gengur ílla. Lágt gengi krónunnar í dag, er einfaldlega ekki enn orðið nógu lágt, en menn gleyma að það að við voru í bóluhagkerfi, þíðir að verðgildi krónunnar, var einnig verðbólgið. Verðbólan er farin af krónunni, en afleiðingar samdráttar hagkerfisin, eru ekki enn að fullu komin fram í verðgildi hennar.
Þetta er málið, Það þarf að koma krónunni aftur á flot, og það strax. Ekki skv. plani Seðlabanka Ísl. einhverntíma í framtíðinni. Einnig þarf að lækka vexti strax, og það með lögum. En, núverandi Seðlabankastjóri, var höfundur hávaxtastefnunnar á sínum tíma, sennilega var ráðning hans enn verri ráðstöfun en ráðning DO, þ.s. það var einmitt hávaxtastefnan er var stór hluti af því sem skapaði bóluhagkerfið á sínum tíma, en Seðlabankinn virðist misskilja hlutverk vaxta, sem er nánar tiltekið að halda aftur af þenslu í hagkerfinu, en nú er engin þensla til að halda aftur af, svo þ.e. fullkomlega óhætt að setja vexti strax niður í 1%. En, Seðlabankinn telur, að hlutverk vaxta sé að berjast gegn verðbólgu, en hérlendis þ.s. flest aðföng eru innflutt, þá er verðbólgan einungis komin til vegna lækkunar krónunnar, og síðan áframhaldandi lækkun hennar. Eina leiðin, til að stöðva það ferli, er akkúrat það, að lækka vexti og það mjög mikið. Það myndi styrkja gengi krónunnar þ.s. lægri vextir, myndu styrkja stöðu sjálfs hagkerfisins.
Stefna Seðlabankans, er ekkert annað en helstefna, sem mun koma bönkunum aftur í gjaldþrot, og það innan árs héðan í frá. Þ.s. allt of fáir hafa efni á að taka lán, á þeim okurkjörum er til staðar eru, þá hleðst fjármagn þess í stað upp á innlánsreikningum bankanna, það eru slæmar fréttir, vegna þess að innlán eru kostnaðarmegin í bókhaldi bankanna. Það þarf útlán, til að standa undir þeim, eftir allt saman, ef einhver er búinn að gleyma því. Þannig, að ef vextir eru ekki lækkaðir, og það mjög mikið, þá er enginn vafi á, að bankarnir fara á ný á rjúkandi hausinn.
Ég get tínt fleira til, eins og t.d. það að hátt vaxtastig veldur því að fleiri fyrirtæki og einstaklinga munu lenda í vandræðum með lán, og hætta að geta borgað af þeim. Það veldur því að minni innkoma verður af útistandandi lánum, annars vegar, og, hins vegar, að meira mun þurfa að afskrifa. Þannig, að háu vextirnir, magna upp núverandi taprekstur bankanna, sem hefur einnig fleiri ástæður, eins og kostnaðinn við að viðhalda rekstri fjölmargra zombí fyrirtækja, og tap vegna gengismisvægis innlendra og erlendra eigna, sem kemur til vegna viðvarandi hruns krónunnar. Bankarnir eru því, í mjög alvarlegum taprekstri. Ég hef heyrt töluna, 8 milljarðar per mánuð.
Þetta mun klára eigið fé þeirra, á innan við ári, héðan í frá.
---------------------
Þvert á móti, þá vil ég alls ekki klára Icesave, eins og Samfó vill. Því, þ.e. einmitt sem lægstur skuldabaggi, sem við þurfum að stefna að. Þess vegna, þurfum við að hætta við allar þessar planlögðu lántökur, sem munu ekki skila sér í hærra gengi krónunnar, þ.e. einfaldlega útilokað, á meðan um er að ræða nettó fjárstreymi úr landi, sem stafar af því að mjög margir sem skulda í erlendri mynnt, hafa ekki tekjur í erlendir mynnt, og verða því að skipta krónu tekjum, í erlendan gjaldeyri til að standa undir þeim skuldum.
þessir aðilar, eru fyrirtæki - einstaklingar - sveitarfélög - ímis opinber fyrirtæki og svo sjálft ríkið. En, slíkir viðvarandi fjármagnsútflutningar skapa stöðugan niðurávið þrýsting á gengið krónunnar, vegna þess að krónur þarf að prenta á móti til að viðhalda innlendu fjármagnsflæði, svo skortur á krónum í umferð framkalli ekki enn aukinn samdrátt. En, sú seðlaprentun eykur magn króna í heimshagkerfinu, sem verðfellir hana fullkomlega óhjákvæmilega.
Erlendur gjaldeyrisforði tekinn að láni, verður einfaldlega hluti af þessu vandamáli, þ.s. þær skuldir verða cirka 40% af erlendum skuldum ríkisins og því einnig hátt hlutfall vaxtagjalda-greiðslna, í erlendri mynnt nánar tiltekið, þannig að í sífellu ef nota á þann forða til að hamla frekara hruni krónunnar þá mun stöðugt þurfa að nota hluta af honum til að standa undir honum sjálfum. Ef hann er einnig notaður, til að mæta lækkunaráhrifum vegna annarra vaxtagreiðslna í erlendri mynnt, þá mun hann einfaldlega lækka enn hraðar. Svo, verður hann upurinn.
Þetta gengur ekki upp rökvísislega.
-------------------------------
Hið rétta, er að sleppa þessum lántökum, sem þá lækkar erlend vaxtagjöld og skuldir, sem þá minnkar tekjuþörf ríkissjóðs, og því kostnaður minnkar. Þ.s. kostnaður minnkar, er ekki þörf á eins stórum niðurskurði og einnig ekki eins miklum skattahækkunum; og nú eru plön uppi um.
En einnig, vegna þess að skuldir eru lægri, hefur ríkið einnig efni á að reka ríkissjóð með halla lengur, án þess að lenda í hættu á þroti. Þetta myndi milda stórlega áhrif kreppunnar, og framkalla hagvöxt mun fyrr en nú er útlit fyrir.
En, stórfelldur niðurskurður og skattahækkanir, eru hvorttveggja mjög öflugar samdráttar aðgerðir, sem er ekki akkúrat þ.s. við þurfum á að halda. Því, fyrr sem hagvöxtur kemst á, því fyrr geta tekjur almennings byrjað að hækka á ný og einnig tekjur fyrirtækja. Þá um leið, hækka tekjur ríkisins og halli hverfur smám saman. Einnig í beinu framhaldi, byrjar krónan að hækka á ný.
-------------------------
Endurreisn hagkerfisins, er forsenda fyrir endurreisn krónunnar. Hún er langt í frá ónýt. Þ.e. sama og segja að hagkerfið sé ónýtt, því krónan er mælikvarði á sjálft hagkerfið. Ekki nákvæmur, en almennt séð þegar hagvöxtur er í gangi, þá eykst eftirpsurn eftir krónum vegna vaxandi innlendra fjárfesting og eyðslu. Þannig, að uppsveifla og styrkur gjaldmiðils fer yfirleitt saman.
Það væru mjög alvarleg mistök í þessu samhengi, að ganga frá Icesave með þeim hætti sem Samfylkingin vill, því vaxtagjaldabyrðin af þeim samningum ofan á þá vaxtagjaldabyrði sem ríkisstjórnin hefur plön um, mun kæfa allann innlendan hagvöxt til langs tíma, - - og gríðarlegt útstreymi fjármagns, til að standa undir öllum þeim greiðslum, mun tryggja áframhaldandi lággengi krónu yfir það sama tímabil. Óhjákvæmilega, munu fylgja þeirri útkomu, mjög léleg líffskilyrði og viðvarandi fólksflótti.
Á endanum, ef þeirri helstefnu er fylgt, verðu Ísland að akkúrat því, sem talað hefur verið um, Kúpu Norðursins.
--------------------------
Hin stefnan, gæti tryggt hið akkúrat öfuga, þ.e. að hagvöxtur kæmit aftur til baka öflugur á ný, og hagsæld einnig. Sterk króna í ofanálag.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.