Eru bankarnir á leiðinni á hausinn?

Ég varpa þessari spurningu fram, ekki í neinum hálfkæringi, heldur í alvöru.
----------------------

*Framundan eru mestu afskriftir lána í Íslandssögunni. Enn áætlað, 65% fyrirtækja skuldi meira en þau standi undir. Ríkisstj. viðurkennir að 20% heimila eigi í vandræðum, en vitað er að mun fleiri heimili en 20% eiga í alvarlegum skuldavanda, þ.e. heimili með svokölluð fryst lán, eru flokkuð sem heimili í skilum.

*Vitað er að bankarnir viðhalda rekstri fjölda fyrirtækja, er vonast er eftir að verði rekstrarhæf síðar þegar árar betur. En, á meðan hafa bankarnir af þessu uppihaldi, þ.e. aðföng, laun og flr. verulegan kostnað, sem getur ekki annað en hlaupið á millörðum.

*Fréttir hafa borist um að innlánsreikningar bankanna, séu fullir að fé - þ.e. hátt á annað hundrað milljarða, í inneignum einstaklinga og fyrirtækja. Þetta er ekki góð frétt, þ.e. innlán eru skuldameginn á efnahagsreikningi bankanna, þ.e. þeir hafa einungis af þeim kostnað. Lítil eftirspurn virðist eftir nýjum lánum, til að vega upp öll þessi innlán.

-----------------------

*Sagt er að eigið fé Glitnis og Íslandsbanka sé ríflegt, þ.e. 12% þegar lágmarkið svk. lögum sé 8%. En, þetta þurfum við að vega og meta á móti öllum hinum slæmu fréttunum. Þó borð sé fyrir báru til afskrifta, að umtalsverðu leiti, er það ekki ótakmarkað heldur - og ég ítreka, mestu afskriftir Íslandssögunnar.

*Sagt er einnig, að þessir bankar séu til sölu,,,en sú sala hefur ekki enn farið fram, og persónulega á ég ekki von á að það muni gerast. Því, ef kröfuhafar samþykkja það, þá allt í einu bera þeir ábyrgð á þessum stofnunum, sem fylgir augljóslega nokkur áhætta. Þá þurfa þeir að treysta fjárhagsstöðu þeirra, til að standa undir afskriftum, sem hljómar ekki í mín eyru sem díll er þeir séu líklegir til að velja. ----Hinn díllinn, er að veita viðtöku skuldabréfum, er bankarnir 2. gefa út. Þau eru sárabót, en á móti áhættulaus. Með öðrum orðum, bankarnir borga þeim vexti af þessum bréfum, en á móti þurfa kröfuhafarnir ekki að gera nokkurn skapaðann hlut, nema að skrifa undir lokauppgjörið og þannig einnig loka-afskriftir. Þessi leið hefur þann kost fyrir þá, að viðbótar áhætta er engin. Aftur á móti, er það fé er bankarnir munu greiða þeim, hreinn gróði. Ég held að valið sé augljóst, þ.e. að þeir muni samþykkja að gera bankana 2 að mjólkurkúm sínum, en láta ísl. stjórnvöld sytja eftir með allann vandann og þar með einnig allann kostnaðinn.

-------------------------

Ég held að flest bendi til, að bankakreppan, sé ekki að leisast - þ.e. að endurfjármögnun bankanna, sé á það veikum grunni, að þeir séu enn sem áður, nánast eins mikið lamaðir og áður.

Stór hluti af vandamálinu, er afstaða Seðlabankans er viðheldur óraunsægju vaxtastigi. Á meðan vextir eru svo háir, þá hafa aðilar einfaldlega ekki efni á að taka ný lán, þ.e. sennileg skýring þess, hvers vegna innlánsfé hleðst upp í bönkunum, í stað þess að vera lánað út aftur - eins og vera ber - til að veita bönkunum tekjur, til að nákvæmlega standa undir vaxtakostnaðinum af innlánunum.

Seðlabankinn, er eiginlega orðinn að alvarlegu sjálfstæðu vandamáli, og augljóst virðist að ákvörðun um ráðningu þess manns sem Seðlabankastjóra, er var eiginlegur höfundur hávaxtastefnu síðasta áratugar, var ekki líkleg til að leiða til stefnubreytingar. Ráðningin er því klárlega, mjög misráðin og flest bendir til, að Seðlabankinn muni keyra allt þjóðfélagið, í mklu mun verri samdrátt en þegar er kominn fram.

Að auki, getur hann framkallað, annað gjaldþrot viðskiptabankanna, en stefna hans magnar upp öll hin vandamálin, er bankarnir eiga við að stríða.

--------------------------

Þegar þetta er allt lagt saman, óttast ég að bankarnir lendi í eiginfjárþurrð þegar um mitt næsta ár, jafnvel fyrr.

Þá mun ríkið þurfa að nurla saman í nýja fjárinnspítingu, einmitt þegar það er að reyna að spara 60 milljarða skv. eigin plani í ríkisrekstrinum, og draga þar með úr halla á ríkissjóði.

Einhvern veginn, sé ég ekki dæmið ganga upp, og óttast að líkurnar séu mjög verulega á því, að ríkissjóður komist í greiðsluþrot.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband