23.9.2009 | 14:40
Draumar um hækkun krónu, um 30%!
Baldur Péturson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og Þróunarbanka Evrópu (EBRD) í London, hélt því fram í stuttri viðtalsgrein, sem tekin var af Grétari Júníus Guðmundssyni, og byrt í Morgunblaðinu, mánudaginn þann 21. september s.l.; að eitt stærsta velferðarmál fyrir Ísland, þ.e. allt í senn almennings, einka-aðila og hins opinbera-aðila, væri hækkun krónu um 30%, þ.e. upp í þ.s. hann kallaði langtíma-jafnvægisraungengi. Það myndi skila hvorki meira né minna, en lækkun erlendra skulda og aborgana þeirra um 1.000 milljarða króna, eða cirka 14 milljón per 4. manna fjölskyldu.
------------------------------------------
Beinar tilvitnanir:
Sá vandi sem við er að glíma myndi minnka verulega ef gengi krónunnar væri leiðrétt og styrktist um 30%, þar sem erlend lán og afborganir þeirra myndu lækka um þúsund milljarða (frá 3.400 milljörðum í um 2.400 milljarða króna), og vísitölubundin lán myndu einnig lækka vegna lækkandi verðlags. Skammtímavanda lántakenda mætti minnka með því að miða afborganir við gengi og vísitölu vorið 2008 (teygjulán), til að kaupa meiri tíma þar til gengið hækkar og eðlilegu jafnvægisgengi er náð.
Gengisfallið ógnar hratt stórframkvæmdum og undirstöðufyrirtækjum þar sem þau eru sum hver ekki lengur bankahæf hjá erlendum bönkum þar sem eigið fé hrundi niður fyrir viðmiðunarmörk - vegna hruns krónunnar þar sem erlendar skuldir hækkuðu mikið. Gengisfallið veldur einnig mun meiri samdrætti og minni tekjum og því að skera þarf meira niður í útgjöldum ríkis og sveitarfélaga en ella sem um leið magnar niðursveifluna og gerir hana enn erfiðari. Þrátt fyrir að einstaka útflutningsgreinar njóti ávinnings lágs gengis í meiri tekjum hækka erlendar skuldir þeirra meira og heildartjón þjóðarinnar verður mun meira af gengisfallinu en ávinningurinn, eins og blasir við, vegna þess hversu miklu meira þjóðin er skuldsett í erlendum gjaldmiðlum en áður var. Þetta er kjarni vandans, og því er lausn gjaldmiðlavandans og styrking krónunnar svo aðkallandi.
-----------------------------------------
Að mati Baldurs er eini möguleikinn á að leysa vandann sá að auka trúverðugleika krónunnar og styrkja hana að jafnvægisgengi með samstarfi og samningum við Seðlabanka Evrópu og ESB um fjármála- og gjaldmiðilsstöðugleika. Þetta verði gert á grunni EES-samningsins og umsóknar um aðild að ESB. Eftir það mætti minnka eða afnema gjaldeyrishöftin.
Eins og margir vita, er þetta einmitt stefna Samfylkingarinnar í dag. Nú er rétt, að velta fyrir sér, nokkrum staðreyndum:
- Gjaldmiðlasamstarf Evrópu, skammstafað skv. ensku "ERM II" er eins og margir vita, fordyri að aðild að Evru samstarfinu.
- Skv. lögum ESB, er hægt að sækja um aðild að ERM II, þegar aðildarsamningur hefur tekið gildi, þ.e. eftir að umsóknarríki hefur samþykkt og staðfest með þjóðaratkvæðagreiðslu aðildarsamning, og eftir að öll 27 aðildarríki ESB hafa samþykkt og þing þeirra einnig staðfest, þann sama aðildarsamning.
- Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, hefur staðfest það, aðspurður, að Framkvæmdastjórnin eigi aldrei frumkvæði að því, að leggja til undantekningar frá reglum eða lögum Sambandsins.
- Skv. ERM II, fær gjaldmiðill +/- 15% vikmörk, og seðlabanki Evrópu (ECB) kemur til aðstoðar, ef viðkomandi gjaldmiðill virðist ætla að sveiflast út fyrir þau mörk.
Hvað hefur áhrif á gengi gjaldmiðils?
- Sterkur gjaldeyrisvarasjóður, en sjóðir sem slíkir eru vanalega eignasjóðir, byggðir upp í gegnum eitthvert árabil, með skattfé. Ef hann er nægilega stór, til að teljast trúverðugur sveiflujöfnunarsjóður, en akkúrat hvaða stærð þ.e. er umdeilt atriði, getur slíkur sjóður aukið trúverðugleika tiltekins gjaldmiðils, með þeim hætti að með honum eru skarpar gengissveiflur rúnnaðar af, og þannig aðstoðar hann við það verkefni, að halda genginu nálægt skilgreindu jafnvægisgengi, þannig er gengisóvissa lágmörkuð og einnig kostnaður atvinnulífs og annarra, er þurfa reglulega að versla með verulegar upphæðir í öðrum gjaldmiðlum, einnig lágmarkaður. Almennt séð, er þetta mjög jákvætt, meðan kerfið virkar. En, ósannað er að sjóður tekinn að láni, skv. stefnu núverandi ríkisstjórnar, virki með sama hætti og eignasjóður, þ.s. skili sama aukningu trúverðugleika,
- Trú á hagkerfið, þ.e. atvinnulífið. Gjaldmiðillinn, er að mjög mörgu leiti, byrtingarmynd þess hvort aðilar, hafi trú á viðkomandi hagkerfi eða ekki. En, þegar trúverðugleiki hagkerfis er góður, þá streymir inn fé til fjárfestinga, og einnig hagkerfið sjálft gengur vel, þ.e. mikið er framleitt. Því fylgir að öllu jöfnu, sterkur gjaldmiðill, þ.s. innstreymi fjármagns styrkir gjaldmiðil og það gerir einnig, styrkur atvinnulífsins - þ.e. öflugur útflutningur og sterkt atvinnustig.
- Fjármagnsstreymi. Eins og kom fram að ofan, er það mjög tengt trúnni á hagkerfið. En, innstreymi fjármagns eykur eftirspurn eftir gjaldmiðlinum, og ef ekki er prentað á móti þá hækkar gjaldmiðillinn í verði. Mikið af þessu átti sér stað, þegar bóluhagkerfið ísl, var í hámarki, en þá gleymdu menn að þ.e. hægt að hafa of mikið af góðu. Í dag erum við að upplifa það öfuga, og sennilega næstu ár, þ.e. stöðugt útstreymi fjármagns. Ástæðan er gríðarlega erfið skuldastaða. Einmitt það fjármagnsútstreymi lækkar gengi krónunnar. Skuldir í erlendum gjaldmiðli, er hægt að borga með gjaldeyrisafgangi - en gjaldeyrisafgangar vanalega hverfa hér á landi cirka 2. árum eftir að hagvöxtur hefst á ný, sbr. Skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um Icesave. Þá er eftir, að skipta krónutekjum yfir í erlenda mynnt, þ.e. taka fé úr hagkerfinu. Þá annaðhvort minnkar fé í umferð, sem er klassísk samdráttaraukandi aðferð ef á að hægja á þenslu sem er ekki gott akkúrat í dag, eða að krónur eru prentaðar á móti - sem setur þá í staðinn, þrýsting á gengið niður-á-við, þ.e. stuðlar að verðfalli krónunnar. Seinni aðferðin er líklegri. Einka-aðilar, er ekki hafa krónutekjur, og einnig sveitarfélög, geta einungis greitt af sínum erlendu skuldum með þessum hætti. Þessi skuldastaða, mun því fullkomlega fyrirsjáanlega, stuðla að lággengi krónunnar, sennilega næsta áratuginn og jafnvel áframhaldandi lækkun gengis hennar, þ.e. ef eins og flest bendir til hagvöxtur verður slakur yfir sama tímabil.
- Greiðslustaða, þ.e. geta hagkerfisins til að standa undir skuldum, þessa stundina er hún mjög viðkvæm, þ.e. kominn niður í BBB hjá Moodies, sem er lægsti flokkur í B. Horfurnar eru enn metnar neikvæðar, sem bendir til að líkur á lækkun mats í C flokk, séu verulegar. Það þarf einnig að hafa í huga, að greiðslustaða þjóðfélagsins alls hefur mjög mikið að segja, þ.e. nettó skuldastaða ríflega 3.5 þjóðarframleiðslur, skv. mati Seðlabanka Ísl. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á gengi krónu, því þetta hefur áhrif á allt hitt, þ.e. trúna á hagkerfið, vilja fjárfesta til að fjárfesta, o.s.frv. Margir spekingar hjá ríkinu, láta eins og skuldir annarra en ríkisins, komi því ekki við. En, þ.e. ekki rétt, þ.s. ríkið þarf að keppa við óopinbera aðila um þá takmörkuðu auðlind, sem gjaldeyririnn er sem fæst fyrir útflutning, og þau fyrirtæki greiða að sjálfsögðu fyrst eigin skuldbindingar áður en ríkið á séns að fá sinn skerf. Síðan er það svo, að þeir aðrir aðilar, er skulda í erlendri mynnt, en eru í sömu stöðu og ríkið að hafa ekki eigin gjaldeyristekjur, þurfa einnig að greiða sínar skuldir. Ef mikið af þeim skuldum, lenda í vandræðum þá að sjálfsögðu skaðar það orðstí ísl. enn frekar en orðið er, gerir erlenda fjárfesta enn neikvæðari en þegar er orðinn hlutur, sem getur haft þá byrtingarmynd gagnvart ríkinu að því gangi enn erfiðar að fá lán til að velta eigin skuldum áfram á viðunandi kjörum. Síðan einnig eins og koma fram að ofan stuðla þær skuldir þessara einkaaðila að stöðugu útstreymi fjármagns, er hefur á næstu árum stöðug lækkunaráhrif á gengi krónu.
----------------------------------------------
Baldur vill skilvirkari gjaldeyrishömlur, t.d. skiptiskyldu á erlendum gjaldeyri vegna útflutnings yfir í íslenskar krónur á innlendum gjaldeyrismarkaði, í því markmiði að styrkja krónuna sem allra fyrst, lækka verðbólgu og erlendar skuldir og gera mögulegt að lækka vexti mun fyrr en ella.
Ef slíkar hömlur myndu virka, þá gætu þær sannarlega skilað inn meira fjármagni en ella, sem myndi þá vega upp á móti því gjaldeyrisútstreymi sem er til staðar, og þannig sannarlega hið minnsta dregið úr þrýstingi til lækkunar krónu.
En, ég tek fram, að ég er skeptískur, á að slíkt myndi raunverulega virka. Eins og vitað er, þá fara viðskipti útflutningsaðila í gegnum gjaldeyrisreikninga, sem mörg þeirra hafa komið sér upp í erlendum bönkum, frekar en í Seðlabankanum. Fyrir þau, eru slíkir reikningar, miklu mun öruggari þ.s. þá eru þau með reikninga í bönkum er njóta trausts, sem þíðir að þau geta fengið fyrirgreiðslu út á þá reikninga, sem langt í frá er öruggt að þau myndu fá út á sambærilega reikninga hérlendis. Þessir reikningar, eru því mikið hagræði fyrir okkar útflutningsaðila, sem eðlilega gera sér far um að tryggja eigin stöðu, sem mest þeir geta. Spurningin hér er, hve góð tæki ríkisstjórnin og Seðlabankinn hefur, til að vita akkúrat hvar þessi fyrirtæki viðhalda þessum reikningum, og hvaða fjármuna-streymi akkúrat, fer þar fram? En, hið augljósa er að sjálfsögðu að þessi fyrirtæki, afhenda ekki fjármuni fyrr en eigin skuldbindingar hafa verið tryggðar, þ.e. borgað af þeirra eigin erlendu lánum.
Með öðrum orðum, hef ég ekki trú á, að hertar reglur ásamt hertum viðurlögum, muni skila umtalvert auknu gjaldeyrisinnstreymi, til að vega upp á móti óhjákvæmilegu stöðugu útstreymi fjármagns úr hagkerfinum, eins og ofan er útskýrt.
----------------------------------------------------
Þá kem ég aftur að draumnum, um hækkun krónunnar um 30%, sem ég tek fram, að ég tel mjög litlar líkur á að geti átt sér stað. En, eins og ég hef útskýrt, þá veldur skuldastaða þjóðfélagsins í erlendum gjaldeyri, stöðugu útstreymi fjármagns úr hagkerfinu. Á meðan að á góðærinu stóð, var öflugt innstreymi fjármagns á móti, en í dag eru erlendir fjárfestar fráhverfir Íslandi og áhugi erlendra aðila á ísl. krónubréfum einnig horfinn, svo að innstreymi fjármagns hefur stórlega minnkað. Afleiðingin er að í dag, er viðvarandi nettó útstreymi, og eins og var útskýrt að ofan, sem mun halda áfram svo lengi sem skuldastaða okkar minnkar ekki mjög verulega, því ekki eru efnahaghorfur í heiminum slíkar að einhverjar líkur virðist vera að öflugur hagvöxtur komist á, hvort sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum, á næstu árum, sbr. Paul Krugman.
Síðan kem ég aftur að Evrópusambandinu (ESB), en eins og Olli Rehn sagði, á það ekki frumkvæði að því að gera undantekningar frá aðalreglu. Gagnvart gjaldmiðlamálum, þá er gildandi aðferð sú að aðildarríki fái aðild að ERM II, eftir að aðild er um garð gengin. Ekki get ég séð, að þó svo að Ísland fari fram á undantekningu vegna alvarlegrar gjaldeyriskreppu og mjög erfiðra fjárhagslegra aðstæðna, að nokkur möguleiki sé til þess að ESB geti gengið lengra en að beita viðmiðum ERM II, þ.e. að veita það skjól sem fælist í -/+ 15% vikmörkum.
Það ber að hafa í huga, að undantekningar verða að fá einróma samþykki aðildarríkjanna 27.
Sannarlega, myndi slíkt bæta stöðu krónunnar eitthvað, en það breytir ekki þeirri grunnstöðu að við skuldum allt of mikið, þannig að flest bendir til að nettó fjárútstreymi myndi halda áfram, um eitthvert árabil hvernig sem þessu veltur. Þ.e. því, að mínu mati, ekki í kortunum að gengi krónunnar hækki að einhverju verulegu marki, yfir það tímabil, jafnvel þó við reiknum með að fá þessa tilhliðrun frá ESB, sem við getum að mínu mati ekki reiknað með sem nándar nærri öruggu í ljósi að slík tilhliðrun þarf að fá einróma samþykki allra 27 aðildarríkja, en er samt ekki fullkomlega útilokað að fáist.
Slæmar efnahagshorfur í heimshagkerfinu, verða þá einnig óbreyttar þær sömu, sbr. Paul Krugman, sem takmarkar möguleika okkar til hagvaxtar.
-------------------------------------------------------------
Niðurstaða mín er í stuttu máli sú, að þó það væri vissulega huggulegt ef gengi krónunnar hækkaði um 30%, eins og Baldur Pétursson talar um, þá séu líkur þess að það gerist hverfandi, í ljósi raunstöðu ísl. og einnig burtséð frá því, hvort við fáum sérstaka tilhliðrun frá ESB eða ekki.
Kveðja
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.