Ríkisstjórnin hvetur til spillingar!

Fyrst, til að fyrirbyggja misskilning, á ég ekki við, að ríkisstjórnin, sé vitandi vits að stuðla að spillingu, frekar að spilling sé líkleg afleiðing tiltekinna aðgerða hennar.

Fyrst, smá umfjöllun um nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar; þ.e. tekjutenging greiðslna af lánum, einkum húsnæðislánum, almennings.

Hvernig, tengi ég hvata til spillingar, við þetta? Svarið er einfalt, að þ.s. þú greiðir minna af lánum, eftir því sem tekjur þínar eru minni, þá skapar það hvata til að fela það gagnvart ríkinu, með öllum tiltækum ráðum, hverjar tekjur þínar eru, ef þú ert einn af þeim sem skulda slíkar upphæðir, að þú átt rétt á að komast inn í þetta nýja fyrirkomulag. Þar getur verið um, aukningu svartrar vinnu, en einnig einfaldlega að menn fara að beita brögðum til að láta líta út, að launatekjur séu lægri en þær eru, þ.e. skattsvik.

Eins og flestir vita, þá er hvatning til skattsvika, af nokkrum hugsanlegum rótum. Fyrst það augljósa, hrein græðgi. En, aðrir hvatar geta komið til, sem dæmi, geta skattahækkanir, fjölgað þeim sem telja skattkerfið, ósanngjarnt, sem getur leitt fólk til skattsvika sem einhvers konar hefndarráðstöfun, viðkomandi einstaklings, er réttlætir sig á þeim grunni, að kerfið sé ranglátt. Síðan getum við bætt við hinum nýja hvata sem ríkisstjórnin virðist ætla að búa til, en þá getur hugsanlega munað verulega fyrir lífskjör fjölskyldna viðkomandi einstaklinga, að fela hluta tekna sinna.
----------------------------------

Áhugavert, er að ríkisstjórnin, hefur í reynd nú, ítrekað vegið í sama knérunn, þ.e. gagnvart þeim sem taldir eru HIN BREIÐU BÖK.

*Tekjutengingar bóta, svo sem barnabóta og einnig vaxtabóta, hafa verið auknar - sem felur í sér rauntekjulækkun fyrir hin svokölluðu BREIÐU BÖK.

*Skattar á svokallaðar, hærri tekjur, hafa auk þessa verið hækkaðir.

*Nú, bætist enn eitt við, þ.e. tekjutenging afborgana, sem leiðir óhjákvæmilega til enn frekari hlutfallslegrar tekjuskerðingar þessa hóps.

Umtalsverðar líkur verða því að teljast á því, að þess hópur - HIN BREIÐU BÖK - upplifi það þannig, að ríkisstjórnin sé einfaldlega óvinur þeirra. Með öðrum orðum, upplifi aðgerðir þessar, þegar allt er tekið saman, sem freklega árás á þeirra lífskjör. Þeir séu sem hópur, sérstaklega tekinn fyrir.

Ábendingin, er sú, að ef þetta er rétt, þá getur einmitt sú reiði gegn ríkisstjórninni, sem líkleg er til að vera til staðar, meðal þessa hóps, verið öflugur hvati til að beita ólöglegum aðgerðum, t.d. skattsvikum, til að rétta sinn hlut, gagnvart ríkisstjórninni.
-----------------------------------

Við verðum að muna, óvarlegt er að ganga með áberandi hætti harkalegar gegn, tilteknum þjóðfélagshópum, en öðrum. Sérstaklega, getur það skapað mögulega háskalega stöðu, ef stór og/eða áhrifamikill þjóðfélagshópur upplifir það þannig, að stjórnvöld séu beinlínis, að vinna skipulega gegn þeirra grunnhagsmunum, þ.e. efnahag og velferð.

Málið er, að ef öflugir hópar, fara að upplifa sig með þeim hætti, að stjórnvöld séu þeim óvinveitt, þá skapast mjög öflugur hvati hjá þeim tilteknu hópum, til að beita ólöglegum úrræðum, til að rétta sinn hlut.

-------------------------------------

Mig grunar, að stjórnvöld séu ekki einfaldlega að átta sig, á þeirri gríðarlegu reiði, sem er smám saman að byggjast upp, á meðal fólks í milli- og efri-millistétt. Þ.e. fólk, sem hefur tekjur, verulega yfir grunntekjum, án þess að vera endilega, með ofurtekjur.

Flest er þetta einfaldlega, venjulegt fjölskyldufólk, sem býr ekki endilega í flottum villum, t.d. einfaldlega raðhúsum, sem í góðærinu kostuðu hæglega 20 - 40 milljónir, upp í betur statt fólk, er býr í einbýli. Þetta fólk, sér að ríkisstjórnin, hefur skert barnabætur til þeirra, umfram aðra. Það sér að ríkisstjórnin, hefur sennilega tekið alveg af þeim vaxtabætur. Og nú, ætlar hún að auki, að láta það borga meira af húsnæðislánum, en aðra.

Þrjú högg í sama knérunn - sbr. Njálu, þ.s. 3. víg í sama knérunn, voru talin skapa stórfellda hættu, á víðtækum átökum. Ég reikna nú ekki með mannvígum, en veruleg hætta er á, að nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, muni vera upplifuð af þessum hópum, sem enn eitt tilræði hennar gagnvart þeirra lífskjörum, umfram aðra hópa.

Ég held að ég þurfi ekki að segja meira; hættan hlýtur að vera ljós, þ.e. hætta á að þetta fólk í hreinni örvæntingu, til að tryggja sinn hag, leiðist til víðtækra ólöglegra aðgerða, ekki síst í því augnamiði að fela tekjur sínar.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 856029

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband