7.9.2009 | 21:25
Eigum við að henda krónunni - Stiglitz?
Með fyrirsögninni, er ég að vísa til orða, Nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Stiglitz - sem ekki er hægt að skilja með öðrum hætti, en að hann mæli með að við höldum krónunni. Þetta kom fram í viðtalinu við hann, í Silfri Egils, á sunnudaginn s.l.
En, skv. því sem hann sagði, þá þurfa lítil hagkerfi á sveigjanleika að halda, og þegar við leiðum huganum að því, þá þurfum við að velja, hverju akkúrat við viljum halda sveigjanlegu.
Hann mælti með, að gengi gjaldmiðils væri haldið sveigjanlegu, þ.s. að það væri skárra en að taka þörf fyrir sveigjanleika út í öðtum þáttum, þ.e. launum eða atvinnustigi.
Ég bendi á, að þetta eru ekki neitt ný rök, þ.e. talsmenn þess að halda krónunni, hafa alla tíð. haldið því fram, að ef við köstum krónunni, fyrir aðra mynnt, sem hegðar sér ekki í samræmi við okkar eigin hagsveiflu, þá komumst við ekki hjá því, að taka út þörf fyrir efnahagslegan sveigjanleika í akkúrat, atvinnustigi eða launum. En, þá er átt við að laun þurfi að getað lækkað, þegar kreppa gengur í garð, eða, að fólk verði þess í stað að sætta sig við verulegt atvinnuleysi.
Stiglitz, benti einmitt á, að eitt af höfuðeinkennum Ísl. atvinnulífs, hafi verið mun hærra atvinnustig en gerist og gengur, í flestum öðrum löndum, þ.e. lágt atvinnuleysi. Hann sagði í Sylfrinu, að þetta væri gott því þá værum við að nýta okkar "resources" - en þ.e. orðalagið sem hann notaði.
Þ.s. ég er að velta upp hér, þ.s. þ.e. nánast orðið að almennum skilningi, í ísl. samfélagi, að krónan sé ónýt, og henni þurfi að skipta út, og þess vegna þurfi að ganga í ESB; þá er áhugavert að fá svona heimsókn, og heyra frá svo merkilegum einstaklingi, einmitt margt af því sem sagt hefur verið hérlendis í gegnum árin, þ.e. að þrátt fyrir allt, höfum við gagn af krónunni.
Sannarlega, er það vandamál í vissum skilningi, að gengið sveiflist, sem veldur kostnaði vegna hærri vaxta, og einnig kostnaði vegna svokallaðs gengiskostnaðar - en hann felst í kostnaði vegna óvissunnar um framtíðargengi, sem veldur vanda í áætlanagerð, t.d. varðandi samninga um verð. Síðan, má bæta við kostnaði, vegna þess að aðilar hafi lán í erlendum gjaldmyðli, en tekjur í krónum; en fyrir slíka aðila, geta gengissveiflur valdið miklum vandamálum - sem akkúrat er í dag, mjög í umræðunni hérlendis.
Á hinn bóginn, er sjálfstæður gjaldmiðill, mjög hagkvæm leið fyrir þjóðfélag, til að mæta kostnaði vegna efnahagslegra áfalla, þ.e. með því að fella gengið. En, þá sjálfkrafa lækka lífskjör, kaupmáttur, og launakostnaður fyrirtækja; sem hjálpar atvinnulífinu að halda velli þrátt fyrir efnahagsáfallið, sem skilar sér í færri gjaldþrotum fyrirtækja en ella, sem um leið skilar sér í minna atvinnuleysi en ella.
Þetta er sú leið sem ísl. þjóðfélag og atvinnulíf hefur fylgt í gegnum allann lýðveldistímann, og þrátt fyrir allt, hefur skilað umtalsveðrum árangri, þ.s. þrátt fyrir nýleg efnahagsleg áföll, eru Íslendingar enn á meðal ríkustu þjóða.
Hérna verða menn að vega og meta, hvaða kostnaður er þolanlegur. Eins slæmar og sveilfur, og hærri vaxtakostnaður er; þá er einnig slæmt að fá yfir ísl. þjóðfélag tímabil mikils atvinnuleysisi, jafnvel um lengri tíma.
Ef til vill, er stóra málið, að losna við verðtrygginguna. En, fólk sem tók erlend lán, var ekki einungis að sækjast eftir lægri vöxtum, heldur einnig því, að losna við vertryggðar krónur.
Ég held, að ef til vill, sé það einmitt stóra málið í augum svo fjölmargra, sem langar að skipta út krónunni, að losna þannig við verðtrygginguna. En, við getum alveg lagt hana niður sjálf.
Einhvern veginn, hefur það þó fram að þessu verið erfitt. Ástæðan, er visst vanheilagt bandalag á milli verkalýðshreyfingar - sem vasast með lýfeyrissjóði - og banka. En, eignir Lífeyrisjóða í krónum eru verðtryggðar, og standa lýfeyrissjóðslán sem eru verðtryggð einnig að hluta undir lífeyrisgreiðslum. Þetta bandalag, lífeyrissjóða sem reknir eru í tengslum við verkalýðshreyfingu og þannig þá í reynd bandalag verkalýðshreyfingar - annars vegar - og banka - hins vegar - hefur fram að þessu verið svo öflugt, en bankar og verkalýðshreyfing hefur mjög mikil ítök innan stjórnmála; að ekki hefur verið pólitískt mögulegt í cirka 30 ár, að leggja niður verðtryggingu.
Í reynd er núverandi ríkisstjórn, ekki mögulegt annað en að afgreiða málið, með mjög óljósu loforði, einhverntíma í framtíðinni, ef og þegar hægt væri að taka upp Evru. Ljóst er þó, að verið er að tala um minnst 10 ár, og þá reiknað með að verði að ESB aðild, sem vart er hægt að telja neitt öruggt.
Þannig ætlar ríkisstjórnin, að því er virðist, að afgreiða sitt kosningaloforð, að stefna að niðurfellingu verðtryggingar, með gúmmítékk inn í framtíðina, löngu eftir að hún er farin frá. Þetta er ekki annað en vesældarleg uppgjöf gagnvart málinu.
Ef við samþykkjum þá ráðgjöf Stiglitz, að rétt sé að halda krónunni, þá verðum við að losna við verðtrygginguna, þ.e. ljóst. Góðir Íslendingar, leggjum þetta skrímsli af.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.