Ísland er ekkert eyland, í hagkerfi heimsins. Við þetta urðu Íslendingar mjög vel varir, þegar heimskreppan skall á, og bankarnir féllu eins og spilaborg. Samhengið er sára einfalt. Við flytjum nánast allt inn, og lifum af útflutningi. Ef helstu viðskiptalöndum okkar vegnar ílla, getur okkur ekki vegnað vel, á sama tíma.
Hagvaxtaspá Seðlabankans
Samkvæmt Seðlabankanum, spánni er birtist í umsögn Seðlabankans um Icesave samkomulagið, er þjóðarframleiðsla í ár 2009, talin verða 1.427 milljarðar króna. En, árið 2018 á hún að verða orðin, 2.289 milljarðar króna. Í krónum talið, er það hækkun um 62%, þ.e. 7% á ári. Þetta, finnst mér vera alveg sérlega mikil bjartsýni, í kjölfar mesta hagkerfisáfalls, sem Ísland hefur sennilega orðið fyrir. En, einnig þegar haft er í huga, að nú er heimskreppa og önnur hagkerfi eru einnig í vanda.
Hvernig líður Evrópu á meðan?
Samkæmt, 1. ársfjórðiungsspá, Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:
"Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"
- mun hagkerfi Evrusvæðisins, skreppa saman um 4% á þessu ári. En, þ.s. verra er, er að Hagdeild Framkvæmdastjórnarinnar, telur að geta hagkerfis Evrusvæðisins, til hagvaxtar, muni skaðast um helming; þ.e. úr 1,8% árið 2007 niður í 0,7% árið 2010. Ástæðan sé fjölgun varanlega atvinnulausra úr 8,7% í 10,7%, yfir sama tímabil, og, minnkun skilvirkni fjármagns til hagvaxtar úr 8,7% í 10,2%, yfir sama tímabil. Síðasti liðurinn, þýðir að það kostar, árið 2010 10,2% af heildarfjármagni hagkerfisins, að auka meðalhagvöxt um 1%. Skilvirkni fjárfestinga, minnka á sama tíma og skilvirkni heildar vinnuafls minnkar einnig.
Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output
2007 1,8% 8,7% 8,7%
2008 1,3% 9,0% 9,0%
2009 0,7% 9,7% 9,7%
2010 0,7% 10,2% 10,2%
Þetta telja þeir, að muni taka Evrusvæðið nokkur ár, að aflokinni kreppunni sjálfri, að vinna úr og ná til baka. Sem sagt, kreppunni muni fylgja nokkur mögur ár, með sköðuðum hagvexti, en eftir tapaðann áratug, rétti hagkerfi Evrópu við sér, á ný og nái svipuðum meðalhagvexti og fyrir kreppu. Þeir koma þó með þau varnaðarorð, þó þeir telji þessa útkomu líklegasta, að "Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down."
Ég tel að Framkvæmdastjórnin, taki sig það alvarlega, að slík varnaðarorð komi þeir ekki með, að ófyrirsynju. Þeir telja, þá útkoma ekki ólíklega, þó hin útkoman sé að þeirra mati líklegri.
Hvað með Ísland?
Það verður að segjast, í ljósi þess hve efnahags-horfur eru svakalega neikvæðar fyrir Evrópu, þá sé erfitt að sjá að nokkrar umtalsverðar líkur séu til þess, að hagspá Seðlabankans um hagvöxt muni rætast.
Hafið í huga, að Evrópa tekur við nær milli 60 og 70% af okkar utanríkis-viðskiptum. Augljósa ályktunin af því, er sú að framvinda efnahagsmála í Evrópu spili að svipuðu marki rullu, hvað okkar efnahags-framvindu varðar. Með öðrum orðum, það geti einfaldlega ekki verið að Ísland muni hafa hagvöxt svo langt, lang yfir því sem reyndin muni vera í Evrópu.
Sannarlega, má vera að hagvöxtur verði eitthvað meiri hér, en einhver takmörk eru fyrir hvað munurinn þar á milli getur verið mikill. Enda eftir allt saman, getur léleg efnahags framvinda í Evrópu ekki annað, en skilað sér í lægri verðum fyrir útflutningsvörur þ.e. minni útflutningstekjum og um leið, lægri hagvexti. Það eru að sjálfsögðu, mjög slæm tíðindi, fyrir þær áætlanir sem Seðlabankinn miðar við um að standa undir skuldum. En fyrir þeim þarf útflutningstekjur.
Afleiðing, minni hagvaxtar
Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans, eru heildar erlendar skuldir þjóðfélagsins, um 2.832 milljarðar, eða 1,98 Vergar Þjóðarframleiðslur. Á móti komi eignir, upp á 1.625 milljarða.
En, ég er á móti því, að telja erlendar eignir lifeyrissjóða upp, sem eignir á móti skuldum, þjóðfélagsin. Eftir allt saman, getur ríkið eða aðri ekki selt þær eignir bótalaust, en eignir lífeyrissjóða eru stjórnarskrárvarin eign lífeyrisþega, þar með taldir vextir af þeim eignum. Ég vil einungis telja upp eignir, sem raunverulega er hægt, að láta renna upp í móti skuldum.
Ef, eignir lífeyrissjóða eru undanskildar, verða heildareignir á móti 1.130 milljarðar, sem gera nettóskuld upp á 1.702 milljara eða 1,19 VLF. Icesave, er innifalið, í þessum reikningi.
Ef ég notast við útreikning Gylfa Magnússonar, frá Morgunblaðsgrein hans, dagsettri 1. júlí 2009, þ.s. hann segir 415 milljarða jafngilda greiðslubyrði upp á 4,1% af heildargjaldeyristekjum, miðað við aukningu gjaldeyristekna um 4,4% á ári, en 6,9% ef aukning gjaldeyristekna verði engin; þá verða sömu tölur fyrir 1.702 milljarða, góð spá 16,81% af heildargjaldeyristekjum og vond spá 28,29% af heildargjaldeyristekjum. Þetta felur í sér, þörf fyrir gjaldeyrisafgang upp á 16,81% eða 28,29% - eða eitthvað þar á milli. Ykkur til upplýsingar, er þetta meiri afgangur en Ísland hefur nokkru sinni haft, á lýðveldistímanum, þó miðað sé við lægri töluna.
Niðurstaða
Viðmið Seðlabankans og ríkisins um framtíðarhagvöxt, eru óraunhæf og enginn veit enn, hvernig á að fara að því, að framkalla nægan afgang af gjaldeyristekjum, til að standa undir hinni erlendu skuldabyrði.
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2009 kl. 21:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.