17.4.2009 | 22:36
Reddar umsókn um aðild að Evrópusambandinu, ein og sér, öllu?
Um þessar mundir, er töluvert af röddum, sem halda því fram, að aðildarumsókn að ESB, ein og sér, muni hafa undraverðar afleiðingar, þ.e. lánskjör okkar erlendis muni batna, trú manna á Íslandi aukast, fyrirtækjum aukast þróttur, ný von skapast í hjörtum manna.
Grein eftir Benedikt Jóhannesson, bls. 23 Morgunblaðinu 16. apríl 2009, heldur þessum hlutum blákalt fram.
"Með því að Ísland láti reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, er líklegt að trú umheimsins á landinu vaxi á ný."
Fyrst verðum við að velta fyrir okkur spurningunni um trúverðugleika. En, skv. Benedikt eykst tiltrú útlendinga, við það eitt, að Ísland sæki um aðild, og hefji samningaviðræður. En tiltrú, hlýtur að byggjast á því, hversu öruggt það er, að tiltekin stefnumörkun, verði fylgt eftir alla leið á endastöð, í þessu tilviki, hversu öruggt það er, að aðildarumsókn leiði raunverulega til aðildar. Ég held því fram, að einungis ef líkurnar geta talist háar, að aðildarumsókn leiði til aðildar, geti hugsanlega verið til að dreifa, því sem haldið er fram af talsmönnum þess, að aðildarumsókn ein og sér, hafi í för með sér feykilegan ávinning.
En, hversu trúverðug staða væri það í raun? Í síðustu mælingu á áhuga Íslendinga, á ESB aðild, voru fleiri á móti aðild en þeir sem voru fylgjandi. Hefur sú staðreynd, að fylgi landans við aðild, hefur trekk í trekk sveiflast frá meirihluta fylgi við aðild, yfir í meirihluta fylgi gegn aðild, virkilega engin áhrif á þetta mál? Svarið er krystaltært, einungis veruleikafyrrtur einstaklingur getur haldið því fram, að það sé mjög öruggt að þjóðin samþykki aðildarsamning. Með öðrum orðum, væri trúverðugleiki slíks gjörning ekki neitt yfirgnæfandi hár.
Síðan, kemur að afstöðu stjórnmálaflokkanna, en 2 styðja aðildarumsókn - þ.e. Framsóknarflokkurinn og Samfylking, 2 eru á móti - þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir. Með öðrum orðum, enginn þingmeirihluti, er fyrir aðildarumsókn. Nú, augljós hætta er fyrir hendi, að stjórnarskipti geti komið málinu öllu í bobba, ekki satt?
Ég er ekki að segja, endilega, að það sé rangt að sækja um aðild, en ég er einfaldega á móti því að málið sé sett fram með þessum hætti; því þetta er einfaldlega ekki rétt. Ég á við, að aðildarumsókn mun ekki hafa einhver veruleg áhrif, í þær áttir, sem haldið er fram. Ástandið, mun þvert á móti, vera nær óbreytt, hvort sem ósk um aðild er lögð inn eða ekki. Rætur þess, eftir allt saman, liggja í okkar eigin klúðri, sem hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu, sama hvað við gerum.
Það er einungis, ef samningur er samþykktur, í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem raunverulega menn færu að trúa því að Ísland ætlaði sér, að taka upp Evru, í gegnum hið langa ferli að sækja um, og síðan smám saman að byggja upp trúverðugleika, innan sambandsins. Einungis, á þeim tímapunkti, eru einhverjar verulega líkur á, að tiltrú skapist á að okkur sé raunverulega alvara, og þannig að þá fyrst, muni áhrif þau sem spáð er að skili sér, að því marki sem þau myndu gera það í raun, byrja að skila sér.
Með öðrum orðum, vegna þess að umsóknarferlið getur tekið nokkur ár, þá er aðildarumsókn alls engin redding, á bráðavanda þjóðarinnar. Því getur einungis veruleikafyrrt fólk haldið fram. En, hugsanlega, ef það er vandlegt mat manna, eftir að allir möguleikar hafa verið skoðaðir með opnum huga, þá getur aðild verið redding til langframa. En, að hverju marki svo er í raun, er umdeilt.
Staðreyndin er, að við sjálf þurfum að redda okkur. Enginn annar, mun gera það. ESB aðild, skiptir einungis máli, í lengra samhengi. Hvernig við förum úr kreppunni, verður löngu komið í ljós, áður en Evruaðild rennur í garð. Þannig, ákvörðun um ESB aðild, er ekki um reddingu núverandi vanda, heldur um hvaða sýn um framtíð Íslands, til langframa, menn hafa. Enginn vafi er á, að aðild getur leitt til góðrar framtíðar. En, það fer að vísu eftir hugmyndum, um hvað telst vera góð framtíð. Á sama tíma, er góð framtíð, langt í frá ómöguleg, utan við ESB. Mín skoðun er, að við Íslendingar getum spilað vel úr hvorum valkostinum sem er, svo fremi sem við vöndum okkur.
Staðreyndin er sú, að ekkert kemur í staðinn fyrir góða hagstjórn. Aðild að ESB, á engan hátt, leysir okkur undan þeirri kvöð, að þurfa að halda vel á spöðunum. Þetta sést á, að í dag, er nokkur fjöldi aðildarlanda ESB í alvarlegum efnahagskröggum. Lærdómur okkar, verður að vera, aldrei aftur efnahagsklúður.
"Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild:
- Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.
- Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi.
- Fáir vilja lána Íslendingum peninga.
- Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum.
- Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi.
- Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu 10 árin.
- Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti."
Ég vara við slíkum málflutningi. Hið fyrsta, er það alveg frumforsenda, þegar samið er við aðila um hvað eina, sem manni vanhagar um, að maður nálgist ekki málið með þeim hætti, að akkúrat það sé eina haldreipið, sem maður á möguleika á. Ég skal líkja þessu við samskipti við kaupmann, á markaðstorgi. Ef viðskiptamaður, sem óskar að kaupa vöru, er þannig innstilltur, að hann telur að allt hans liggi við að eignast þá vöru, og kaupmaður verður þess var, þá er alveg fullljóst að viðkomandi mun einungis ná samningum sem eru kaupmanninum að skapi, því samkvæmt skilningi kaupanda, á hann allt undir og því til í að taka nánast hverju sem er.
Ef nálgun á samningum við ESB, er með þeim hætti, að í þeim felist allsherjar redding á okkar málum, þannig að án þeirra samninga eigum við enga möguleika, þá er ég þess fullviss, að útkoman verði samingar sem verða mjög einhliða ESB í hag, samingamenn Íslands verða viljugir að falla frá hvaða kröfu sem er. Slíkum samningum verður hafnað af þjóðinni.
Það er alger frumforsenda, ef samningar eiga að nást við ESB, sem einhverjar verulegar líkur verða til þess að þjóðin samþykki, að menn nálgist þá samninga með allt öðrum hætti en þeim sem hann Bendikt Jóhannesson, og fjölmargir Samfylkingarmenn, vilja nálgast þá.
Framsóknarflokkurinn, er eini flokkurinn, með stefnu sem vit er í, gagnvart ESB.
Framsóknarflokkurinn, mun ekki sækja aðildarsamninga, með því hugarfari, að án samninga muni þjóðin farast í efnahagslegum skilningi.
Framsóknarflokkurinn, mun þvert á móti, nálgast þessi mál með skynsömum hætti, þ.e. með því að hafa fyrirfram mótað hugmyndir um hvað má sætta sig við og hvað ekki. Þetta er einfaldlega, eðlileg samningatækni. Báðir aðilar, munu því hafa viðmið, sem þeir ætla sér að sækja, og báðir aðilar munu vita, að hinn mun vera til að labba frá samningum, ef ekki næst að fullnægja viðmiðunar markmiðum með nægilegum hætti.
Einungis, með þessum hætti, getur samningaferli átt sér stað, þ.s. gagnkvæmt jafnvægi, traust og virðing ríkir. Enginn, á hinn bóginn, ber virðingu fyrir þeim, sem kemur til samninga, liggjandi og skríðandi.
Lifið heil, Einar Björn Bjarnason, 9. sæti í Reykjavík Suður f. Framsóknarflokkinn, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.