Hugmyndir Framsóknarmanna, 20% leiðrétting!

einar_bjorn_bjarnason-1_831663.jpg

Góðan dag, ég kynni hér hugmyndir Framsóknarmanna, um svokallaða 20% leiðréttingu.


Hrun bankanna: Við efnahagshrunið, brugðust forsendur mikils fjölda Íslendinga, gagnvart þeim lánum sem þeir höfðu tekið. Í flestum tilvikum, er ekki um óráðsíufólk að ræða. Heldur venjulegt fólk, sem upplifði stórfellda hækkun sinna lána, og greiðslubyrði.


Lausnir vinstriflokkanna duga ekki:
Almennar aðgerðir í boði, eru: Hækkun vaxtabóta - dugar einungis þeim sem eru með tiltölulega lág laun og skuldir, vegna mikilla tekjutenginga. Útgreiðsla séreignasparnaðs, milljón á einstakling, dreift á margar greiðslur, vegur ekki heldur þungt. Það sama má segja um lækkun dráttarvaxta um 4%. Stóra málið, greiðslujöfnun eða frysting, gerir ekkert annað en að lækka tímabundið, þ.s. greitt er af lánum, en mismunurinn bætist við lánið og lengir greiðslutíma. Einungis, er í boði niðurfelling lána, fyrir þá sem eru u.þ.b. gjaldþrota, og þarf þá að fara til héraðsdómara hvers héraðs, og óska eftir neiðarsamningi við lánveitendur, svokallaðri greiðsluaðlögun. Tímafrekt ferli, sem tekur u.þ.b. eitt sumar, per einstakling.


20% leiðin: Hún byggist á því, að gömlu bankarnir voru einkabankar. Ríkið gat því ekki einfaldlega fært húsnæðislán yfir í ríkiseigu bótalaust, heldur voru þau keypt af þrotabúunum. Eins og vera ber, var prúttað um verð, og Framsókn hefur upplýsingar sem staðfesta verð á bilinu 50-60% upphaflegs andvirðis. Ljóst er, að í dag eru þessi lán, eignfærð á fullu upphaflegu andvirði, + hækkun vegna vísitölu og vaxta. Vinstri flokkarnir, ætla því að láta ríkið hirða allann ágóðann, af kaupum ríkisins á lánunum af þrotabúunum, og síðan láta almenning blæða. Þeir sem tapa, er almenningur, og erlendir eigendur lána þrotabúanna.


Færum almenningi hluta af ágóðanum: Þetta er augljóst réttlætismál, þ.e. að gefa almenningi eftir 20%, sem samt skilur ríkið eftir með nokkurn ágóða af viðskiptunum við þrotabúin. Kostir, færri verða gjaldþrota, þannig að fleiri halda áfram að geta borgað af lánum sínum. Þeir sem samt sem áður fara í þrot, eru í óbreyttri stöðu. Aðrir, sem öðlast borð fyrir báru, geta þá unnið hagkerfinu gagn með því að þeir hafa þá peninga til að kaupa þjónustu, t.d. iðnaðarmanna, eða annarra fyrirtækja, og aukið þannig atvinnustig svo þeir fækki þannig þeim sem nú geta ekki borgað af lánum vegna atvinnumissis. Niðurfelling þeirra, sem ekki eru í vandræðum, er því hugsuð sem leið til að hamla gegn innlendu kreppunni, en ekki er vanþörf á í dag að grípa til aðgerða sem auka atvinnustig. Fyrir ríkið, er það alveg sama, hvort það verji til þeirra hluta beint, eða sú eyðsla sé framkvæmd í gegnum niðurfellingu skulda.


Ekki dýrari leið:
Í dag eru 16.000 manns á vanskilalista íslenskra kortafyrirtækja. Atvinnuleysi, er um 18.000. Meira en 15.000 heimili, eru með neikvæða eiginfjárstöðu. 260 fyrirtæki hafa þegar verið úrskurðuð gjaldþrota, 347 hafa lent í greiðsluþroti. Lánstraust áætlar að 3347 fyrirtæki séu í gjaldþrotshættu. Kristaltært, er að hundruð milljarða afskrift lána verður ekki umflúin. Ef hægt með 20% leiðinni, að fækka verulega gjaldþrotum, mun mikið fé sparast.

Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur, evrópufræðingur, og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn, 9 sæti Reykjavík Suður.

 

Sjá: Umfjöllun Stöðvar 2, Íslands í dag, um leiðir ríkisstjórnarinnar,,,mjög sláandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband