15.4.2009 | 21:59
Samfylking, hvað er plan B?
Ég skrapp á Bloggið hans, Gunnars Axels Axelssonar, formanns Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og m.a. vegna þess að hann hefur verið að bauna á Framsóknarmenn, beindi þeirri spurningu til hans, sem ég tel vera veikan punkt á Samfylkingarmönnum, HVAÐ SÉ PLAN B?
Það sem ég á við, er, að fyrirfram er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir, að öruggt sé að þjóðin muni samþykkja aðildarsamning, að ESB, þegar hann kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skynsemisrök, hníga því þá átt, að ef Samfylking er eins ábyrgur flokkur, og fylgismenn halda fram, þá hljóti slíkt plan að vera til, ekki satt?
Ég bíð spenntur eftir því, að Gunnar, og ef til vill fleiri, Samfylkingarmenn, muni tjá sig um málið.
Mál er með þeim hætti, að mig grunar, að Samfylking hafi ekkert plan B.
Sjálfur er ég hlutlaus, eða agnostic, hvað varðar spurninguna, um ESB aðild. Með öðrum orðum, hef ég ekki eiginlega sannfæringu í málinu, þ.e. ég er ekki sannfærður, og gef mér ekkert fyrirfram.
Ég tel mig hafa nokkra þekkingu á aðildarsamningagerð, hvers má vænta, og hver ekki, þ.s. að ritgerð mín í Lundi, var gerð eftir rannsókn á aðildarsamningum, fram að upphafi 10. áratugarins.
Ég hef ekki kynnt mér, síðari tíma aðildarsamninga, af eins mikilli nákvæmni, en tel þó að ekkert hafi komið fram, sem bendi sterkt til þess, að ESB hafi skyndilega hætt að fylgja þeirri hefð, sem skapast hefur um slíka samningagerð.
Það sem menn þurfa einmitt að hafa í huga, er SKÖPUN FORDÆMA. En, ESB fer fram af mikilli varfærni, þegar kemur að því að brjóta hefðir og viðteknar starfsvenjur. Þetta þurfa Íslendingar að hafa í huga, að þó Ísland sé lítið, og ekki muni um okkur, þá mun ESB, og aðildarþjóðir ESB, meta alla hugsanlega forgjöf til okkar, út frá mati á því hvernig það rímar við eigin hagsmuni, og einnig út frá spurningunni, hvaða fordæmi það muni skapa gagnvart öðrum þjóðum, í framtíðinni. Enda, er nokkur fjöldi þjóða í bið eftir því að fá að komast inn í ESB.
Málið er í reynd einfalt, sem sést m.a. af því þegar ESB, sló á hönd Íslands í deilum um Icesave, að ef aðildarþjóðirnar telja hagsmunum sínum ógnað með einhverjum hætti, og/eða skriffinnar ESB eru á því máli að tiltekið mál ógni heildarhagmunum ESB; þá eru þeir stærri hagsmunir varðir. Þetta, ætti ekki að koma neinum hugsandi manni á óvart.
Það sama, mun að sjálfsögðu eiga við, þegar Ísland sækir um aðild, og meðferð aðildarsamings Íslands, og hugsanlegra krafna; að þjóðirnar munu meta málið í samræmi við eigin hagsmuni, og skriffinnar munu meta málið samkvæmt eigin mati á heildarhagsmunum sambandsins.
Þeir, munu því ekki gef Íslendingum neitt eftir, vegna þess að við séum aum, og lítil eða eigum bágt; nei, það mun einungis gerast, ef aðildarþjóðirnar telja að eigin hagsmunum verði með því ekki ógnað, og skriffinnar ESB munu gera það, ef þeir telja að sett fordæmi sé ekki ógn við heildarhagsmuni ESB.
ESB, er ekki góðgerðarsamtök, heldur samtök sem snúast að stærstu leiti um hagsmuni. Íslendingar, eiga með sama hætti, einungis að meta mál sín út frá köldu hagsmunamati.
Lifið heil, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur, Evrópufræðingur, og frambjóðandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það sé nú mergurinn málsins að Samfylkingin hefur bara eina lausn á aðsteðjandi vanda þ.e.s. ganga í ESB.En ef þjóðin hafnar sem ég vona,þá er hún ráðalaus.
Ragnar Gunnlaugsson, 15.4.2009 kl. 22:41
Þú getur tékkað á svari hans sjálfs. Mér sýnist það staðfesta grun minn fullkomlega:
http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/entry/847218/
Einar Björn Bjarnason, 15.4.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.