1.4.2009 | 23:52
Ríkisstjórnin gerir stórfelld mistök!!
Herfileg mistök ríkisstórnarinnar!!
Stefna ríkisstjórnarinnar, skv. innleiðingu kafla um greiðsluaðlögun inn í lög nr. 21, 26. mars 1991 mun leiða til stórfellds ófarnaðar fyrir almenning.
Ágæt lög:
Hin breyttu lög, eru sem slík, til mikilla bóta. Innleiðing nýs kafla um greiðsluaðlögun, er jákvætt skref, í almennum skilningi. Það sem gengur ekki, er að ætla þeim kafla að leysa þann núverandi vanda sem þjóðfélagið á við að glíma. Vandinn, er allt of stórfelldur, til að þau lög dugi ein og sér sem lausn.
Hver eru vandkvæðin?
Ferlið er allt of tímafrekt, til að vera nothæf lausn á svo stórfelldum vanda. Samkvæmt nýlegum tölum, eru heimili á Íslandi 109.328. Samkvæmt Seðlabanka Íslands, eru 13% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu, þ.e. um 14.200 heimili. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, voru 17.794 atvinnulausir, á öllu landinu, þann 1. apríl 2009. Auk þessa, eru fjölmargir einstaklingar, enn í vinnu, sem hafa orðið fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu. Til viðbótar, er einnig umtalverður fjöldi einstaklinga, sem hvorki hafa orðið fyrir kjaraskerðingu né misst vinnu, en sem eru í vandræðum, vegna óhagstæðrar gengisþróunar og stórfellda hækkun lána í erlendri mynnt, sem og sambærilega hækkun afborgana af þeim lánum. Það er ekki svo einfalt, að hægt sé að leggja þessa hópa saman. Ekki eru allir, með neikvæða eiginfjárstöðu í greiðsluvandræðum, t.d. En, þessi samantekt, gefur þó ástæðu til að ætla, að þeir séu vart færri en á bilinu 10 20 þúsund.
Tímafrekt ferli:
Samkæmt lögum nr. 21, 26. mars 1991 samkvæmt breytingum sem tóku gildi þann 1. apríl 2009, ( nr. 21, 26. mars 1991 ), þá geta einstaklingar, sem ekki eiga eða reka fyrirtæki, og sem eru fyrirsjáanlega ófærir um að greiða af lánum sínum, óskað eftir greiðsluaðlögun. Þessari beiðni, sé beint til héraðsdómstóls í heimahéraði. Ef dómstóll í heimahéraði veiti samþykki sitt, þá sé sýslumanni í því héraði heimilt í umboði Dómsmálaráðherra að skipa umboðsmann með nauðasamningi um greiðsluaðlögun. Lögum þessum samkvæmt, ber umboðsmanni að veita lánadrottnum 4 vikur, til að lýsa kröfum. Síðan, ber honum að halda fund með kröfuhöfum, sem lýst hafa kröfum, og viðkomandi einstakling, innan 2 vikna frá lokum 4 vikna frestsins. Að afloknum fundi milli kröfuhafa og einstaklings, þ.s. umsjónarmaður leitast við að miðla málum, hefur hann svo viku til að fella úrskurð. Ef úrskurður fellur einstaklingi í hag, hefur einstaklingur viku frest til að koma úrskurði umboðsmanns, ásamt gögnum, til dómstóls í viðkomandi héraði. Þegar því er lokið, hefur dómstóll í héraði, viku frest til að boða aðila til sín, skv. boðaðri dagsetningu, þ.s. aðilar fá að tjá afstöðu til málsatvika. Ef úrskurður, fellur einstaklingi í vil, fá gagnaðilar vikufrest til að kæra úrskurðinn til hæstaréttar.
Leikur að tölum:
Frestir byggðir inn í ferlið, í vikum taldir; 4 + 2 + 1 + 1 + 1 + 1=10 vikur. (10 * 20.000)/52=3846 ár. Deilum í þetta með fjölda dómara, við Héraðsdóm Reykavíkur, og niðurstaða er 167 ár. En, ef við ætlum að hver ráði við 10 mál per tímabil, er niðurstaðan 16,7 ár. Ef fjöldi mála er 10.000, þá helmingast tölur, og niðurstaða er 8,35 ár. Þetta er sett fram, þó sennilega mjög ónákvæmt sé, til að gefa lesendum smá hugmynd um, hve víðsfjarri því að vera raunhæfar, hugmyndir ríkisstjórnarinnar eru. Taka ber fram, að héraðsdómarar, þurfa að sinna mjög mörgum öðrum dómsmálum, sem ekki er hægt að víkja til hliðar.
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna:
Ríkisstjórnin hefur lofað, að Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna, muni vera til taks til að veita einstaklingum ókeypis ráðgjöf. Augljóslega, verður það umtalsverð vinna fyrir einstaklinga að sækja sitt mál um greiðsluaðlögun. Þörf fyrir sérfræðiaðstoð við undirbúnings málsgagna, er augljós. En hitt er einnig, að slík aðstoð er öllu jafna dýr, og að auki, að einstaklingar í greiðsluvandræðum, eru ekki sérstaklega aflögufærir um fjármagn til að greiða fyrir þá aðstoð. Spurningin, er þá, hvort aðstoð sem standi til boða sé nægileg. Samkvæmt lista yfir starfsmenn Ráðgjafarstofu, þá eru þeir: 14 alls; 9 ráðgjafar, 1. lögfræðingur, 1. þjónustustjóri, 1. forstöðumaður, og 2 með ótilgreindan starfstitil. Þetta er allt og sumt, virkilega. Ríkisstjórnin, hefur lofað að veita fjárveitingu fyrir 3 viðbótarstarfsmönnum. Ég vek athygli á, að einungis 1 lögfræðingur, er þarna starfsmaður. Mjög augljóslega, mun Ráðgjafarstofa drukkna undir mjög þykkum bunka umsókna um aðstoð.
Niðurstaða:
Leið ríkisstjórnarinnar til björgunar fólks sem á í greiðsluvandræðum, og mun á næstunni eiga í slíkum vandræðum, er mjög augljóslega víðsfjarri því að ráða við vandamálið. Ef ríkisstjórnin bregst ekki við, hið fyrsta, og leggur til raunhæfar leið, þá er krystaltært að stefnir í mjög mikinn ófarnað fyrir stórann hóp einstaklinga. Látum ekki ríkisstjórnarflokkana komast upp með að hrósa sér af lausn, sem er engin lausn, og mun nánast í engu leysa vandann, en ef til vill duga um tíma til að slá ryki í augu fólks.
Virðingarfyllst,
Einar Björn Bjarnason,
Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur,
9. á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Suður.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2009 kl. 00:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.