28.2.2009 | 13:28
Árni Matthiesen og hryðjuverkalögin!!
Það virðist ljóst, af tali Alistair Darling, að það var samtalið sem hann átti við Árna Matthiesen, þá fjármálaráðherra Íslands, sem varð til þess að hann beitti hryðjuverkalögunum á Ísland.
Uppgefin ástæða, að Mathiesen hafi staðfest, í samtalinu, að íslensk stjórnvöld ætluðu að mismuna breskum spariffjáreigendum samanborið við íslenska.
Það er sannarlega rétt, að samkvæmt reglum ESB og evrópska efnahagssvæðisins, þá bar okkur einungis skylda að tryggja IceSave reikninga skv. 20.000 Evra reglunni.
Á hinn bóginn, þá má ekki heldur gleima janfvægis eða jafnréttis eða jafnræðis reglu ESB, þ.e. reglu sem kveður á að öllum þegnum evrópska efnahagssvæðisins skuli tryggður sami réttur, alls staðar.
Þessi regla kemur til sögunnar, þegar öðrum reglum sleppir. Henni er ætlað að koma í veg fyrir mismunun á milli þegna heimalands og þegna sem eru gestkomandi í því landi, en sem eru þegnar meðlima lands efnahagssvæðisins.
Þessi regla kemur, sem dæmi, til sögunnar, ef veittur er réttur umfram lágmarksrétt, reglum samkæmt. Þá ber að gæta jafnræðis, þ.e. veita öllum þegnum efnahagssvæðisins, jafnan aðgang að þessum aukna rétti.
Á þessu flöskuðu íslensk stjórnvöld, þegar þau ákváðu, að ábyrgjast öll innlán Íslendinga sjálfra í innlendum bönkum, en ekki að beita sömu reglu á innlánsreikninga er voru á ábyrgð Íslendinga í útibúum íslenskra banka erlendis. Það, var mismunun, sem er brot á jafnræðisreglunni.
Þegar ég skiptist á skoðunum, um IceSave málið, á erlendum vefsíðum, hef ég einmitt orðið var við reiði, út af þessari mismunun. Það er sannarlega rétt, og það viðurkenna útlendingarnir, að við gátum ekki staðið undir slíkum skuldbindingum. En, þá er ábendingin, að við hefðum átt að beita jafnræðisreglunni niður á við, þ.e. að beita einnig 20.000 Evra reglunni á reikninga Íslendinga hérlendis.
Íslendingar brutu jafnræðisregluna, og viðbrögð Breta, voru beiting hryðjuverkalaganna.
Íslensk stjórnvöld gerðu sig sek, um mjög herfileg mistök, að hafa ekki áttað sig á að bresk og hollensk stjórnvöld, hlutu að bregðast við með einhverjum neikvæðum hætti, þannig að eftir væri tekið, lögbrotum íslenskra stjórnvalda. En, skv dómafordæmum Evrópudómstólsins, þá hefur verið margdæmt jafnræðisreglunni í hag, svo að hún er gildandi lög 'de facto'.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kemur mér verulega á óvart hve lítil umfjöllun hefur verið um hlut Árna í ásetningu hryðjuverkalaganna á okkur.
hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 13:49
Það virðist flest benda til, að viðbrögð ríkisstjórnarinnar, fyrstu dagana eftir hrunið, hafi verið flaustursleg og vanhugsuð. Þvert á fullyrðingar íslenskra stjórnvalda, þá var eftir því sem ég best sé, raunverulega brotinn réttur á rétthöfum IceSave.
Það er mikill galli á fjölmiðlaumfjöllun hérlendis, hve örgrunn hún er. Allir hlaupa í sömu áttina, eins og enginn staldri við og, spyrji erfiðra spurninga, eins og 'er það sem haldið er fram raunverulega satt'.
Mér finnst allavegna, hjarðhegðun mjög áberandi, í íslenskri fjölmiðlun, einn eltir annan.
Ef maður vill almennilegar fréttir, einfaldlega verður maður að lesa erlenda fjölmiðla, einnig.
Einar Björn Bjarnason, 28.2.2009 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.