Ómissandi ríkisstjórn!!

Það er ljóst af tali Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde, að þau telja sig vera ómissandi. Það er náttúrulega alveg bráðskemmtilegt, að einmitt þegar þjóðin æpir að þau skuli hypja sig, skuli þau hafa sannfært sig um að slíkt væri hið mesta glapræði. Þetta er að sjálfsögðu gömul saga og ný, þar sem reikna má með að stjórnmálamenn séu fólk sem sé með sjálfsálit yfir meðallagi, en ákeðin ynnri sannfæring um eigið ágæti eftir allt saman hjálpar þeim við að selja sig til kjósenda, þá fylgir því á móti sú hætta að þessi sannfæring sem svo algengt er að sé til staðar stígi þeim til höfuðs. Spurningin er þá, HEFUR ÞAÐ GERST? Með öðrum orðum, er tvíeykið sem yfir þjóðinni ríkið, orðið svo uppfullt af sjálfu sér, að það sé orðið algerlega staurblint á það, að þjóðin sé einmitt orðin þeirrar skoðunar að það væri einmitt eitt helsta þjóðrifamálið að losna við þau bæði úr rikisstjórn? Ummæli þeirra á Alþingi í dag, sem og á borgarafundinum í kvöld, benda sterklega til þess.

En ljóst er, að ef þau fara frá, mun að þeirra sögn, allt fara til fjandans...sem væntanlega þíðir að þau telja að það sé ekki ríkjandi ástand :) Það, má í framhaldi af þessu færa líkur fyrir því, að þau séu einnig þeirrar skoðunar að utanþingsstjórn, skipuð af forseta Íslands í kjölfar afsagnar þeirra, sé öldungis ófær um að fylgja fram þeim málum sem þau telja svo nauðsynlegt að þau sytji áfram til að fylgja fram. Ég held að óhætt sé að fullyrðar að góður meirihluti þjóðarinnar sé þeim öldungis fullkomlega ósammála í öllum höfuðatriðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband