Ingibjörg/Geir - réttu samningamenn okkar?

Ingibjörg og ESB aðild:

Það virðist að Ingibjörg vilji sytja áfram í ríkisstjórn út kjörtímabilið, einnig vegna þess að hún vill koma Íslandi inn í ESB. En, gott mál, segjum að svo sé, þá kemur að þeirri spurningu hvort við treystum þeim eða henni, til að fara fram fyrir okkar hönd og semja? Hafið í huga hina stórfenglega lélegu frammistöðu þeirra síðan vorið 2008. "MESTU MISTÖK LÝÐVELDISÖGUNNAR" segir Þorvaldur Gylfason, og er ég honum öldungis sammála.

Það er vitað að löngum hefur hún verið mjög ákafur fylgismaður aðildar, sem er ekki endilega slæmt í sjálfu sér, en spurningin hér er um heppilegasta samningamann okkar. Í samningum almennt, ef þú stefnir að góðum samningum, þá er ein af almennu reglunum sú 'að þú mátt ekki vera sjáanlega of ákafur að ná fram samningum'. Ástæða þess hýtur að vera augljós, og á við allar tegundir af samningagerð, hvort sem verið er að kaupa/selja bíl eða semja um aðild að ESB. Ef þú ert of ákafur, ertu einnig of fljótur að gefa eftir, gerir of litlar kröfur...samingamenn þeir sem eru hinum megin við borðið taka fljótt eftir slíku, og gerast tregari en ella til að gefa eftir, sína minni sveigjanleika en ella.

Punkturinn er sá, hafandi í huga svakalega slæma fammistöðu beggja ríkisstjórnarflokkanna í málum þjóðarinnar undanfarið hálft ár, einnig hafandi í huga þann veikleika að utanríkisráðherra er mjög áköf um aðild Íslands - sem almennt er vitað bæði hér og erlendis - er sá að ég tel mjög mikla hættu á að aðildarsamningagerð með hana og/eða þau við stjórn, myndi leiða til aðildarsamnings, sem væri svo mjög gallaður hvað okkar hagsmuni varðar, að þjóðin muni hreint slétt fella hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þannig, væru þau búin að eyðileggja málið, allavegna næstu árin á eftir. Hvað haldið þið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband