Batnandi efnahagur Bandaríkjanna gæti bætt sigurlíkur Joe Biden: 3,3% hagvöxtur skv. síðustu mælingu, 353.000 störf bættust við í janúar, laun hafa hækkað meir en verðbólga sl. 9 mánuði!

Málið er einfalt að, sitjandi forsetar vinna vanalega þegar vel gengur í efnahagsmálum.
Enginn vafi að Trump tapaði 2020, vegna COVID kreppunnar - enginn gat séð fyrir.
Eins og hönd guðs hefði birst og slegið hann niður.
Annars væri sitjandi forseti, Donald Trump - ekki, Joe Biden.

 
Hafið í huga, að efnahagurinn hefur verið á uppleið sl. 9 mánuði!
Samfellt það lengi hafa launahækkanir verið - ofan við mælda verðbólgu í Bandaríkjunum.
Auðvitað hjálpar að verðbólgan hefur ívið lækkað sl. 12 mánuði.
En það er einnig það að verki, að hagvöxtur virðist raunverulega sterkur sl. 6-9 mánuði.

US economy defies recession fears with 3.3% growth in fourth quarter

The US economy grew at a 3.3 per cent annualised rate during the final quarter of last year, capping off a strong 2023...."

Stunning US jobs growth of 353,000 far outstrips estimates

The US economy added 353,000 jobs in January, almost twice as many as forecast ...

Uppbyggingarprógramm Bidens í innviðum landsins, farið að skila sér!
Biden ræsti -infrastructure- eða innviða-uppbyggingarprógramm, strax á 1. ári forsetatíðar.
Slík prógrömm taka tíma að, skila sér inn - þ.s. verkefnin þarf að undirbúa, áður en framkvæmdir geta hafist.
Hinn bóginn, er nú nægur tími liðinn, svo að fjöldi þeirra er nú í gangi.
Þetta er að skila nokkurs konar -- turbo áhrifum á hagkerfi Bandaríkjanna.

  • Ekki gleima því, Trump 2016 lofaði slíku prógrammi.
  • En stóð ekki við það loforð.

Af því sýpur Trump nú seiði.
Því, nú græðir Biden á því -- að hafa tekið upp loforð Donalds Trumps, og staðið við.

 

 

Niðurstaða
Vísbendingar eru að Trump sé nú í nokkurn vanda með sitt prógramm, er hefur hingað til fullyrt að Biden sér - disaster - í efnahagsmálum.
Hinn bóginn eru þær fullyrðingar hratt að úreltast nú, í ljósi lækkandi verðbólgu - og vaxandi hagvaxtar, auk hækkandi launa.

Það verður forvitnilegt að fyglgjast með umræðu í Bandaríkjunum nk. mánuði.
En almenningur hlýtur að taka eftir þessu fyrr eða síðar.

Trump t.d. var aldrei með hraðari hagvöxt en Biden nú hefur.
Fjölgun starfa þarf ekki að halda lengi á sama dampi, til að sama gildi um atvinnumál.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag Einar. Þetta eru góðar fréttir. Eins og ég hef bent á, eru Bandaríkin sambandsríki 50 ríkja. Sum þeirra gengur alveg frábærlega á meðan önnur eru nánast gjaldþrota. Þetta jafnast út á landsvísu.

Bandaríkjaforsetar monta sig alltaf af þegar vel gengur en þeir eiga bara part af heiðrinum af velgengni landsins. En þá má spyrja sig, af hverju í ósköpunum, ef hinn elliæri Joe Biden er svona góður forseti, að fylgi hans mælist í ruslflokki? Hann mælist jafnvel lægri en Jimmy Carter á sínum tíma. 70% demókrata vilja ekki fá hann aftur sem forseta. Fylgi Trumps mælist í öllum könnunum hærra á landsvísu.

Og hvað segir þú um gengi utanríkisstefnu Bidens? Er hún árangursrík?  Ef þú nennir að svarar mér, þá væri gaman ef það væri málefnalega - spurningum svarað, og nóta bene, ég er ekki í söfnuði Votta Jehóva! Hins vegar ef þú finnst athugasemdir okkar sem eru kannski ekki sammála þér, óþægilegar, þá skal ég hætta að skrifa hér :)

Birgir Loftsson, 5.2.2024 kl. 11:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi 300K störf eru öll "part time."
Þeir hafa verið að tapa fullum störfum undanfarið.

https://www.zerohedge.com/economics/inside-most-ridiculous-jobs-report-recent-history

Og ég heyri kanann mikið nöldra undan verðbólgu, sem þó virðist minni en hér á landi.  Kaninn er ekki vanur svona anti-verkalýðs kommúnista-verðbólgu.

Það er verið að vinna að því að koma á stríði við Íran til að leiða hugann frá þessu.  Og veseninu á landamærunum. Sem er að hluta til vegna þess að Texas vill ekkert einhverja þræla til að halda laununum niðri.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.2.2024 kl. 19:08

3 Smámynd: Loncexter

Hvernig ætlar Biden (bæ-den) að finna störf handa öllum ólöglegu innflytjendunum sem hann nánast flutti inn í landið ?

Hvernig ætlar Biden að lækna alla fíklana sem hafa orðið til vegna smygls mexikana og álíkra dópróna andskotans ?

Biden stjórnin hefur skemmt svo mikið, að áratugi tekur að laga það sem úrskeiðis hefur farið, og sumir segja jafnvel að það sé ekkert framundan hjá usa þótt Trump tæki við keflinu í dag.

Ef þessi dapurlega  saga Bidens yrði sett í bók, mundi engin trúa henni eftir 500 ár. 

Loncexter, 6.2.2024 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 483
  • Frá upphafi: 859286

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 450
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband