8.10.2023 | 15:28
Árás Hamas samtakanna frá Gaza svæðinu á Ísrael - stærsta blóðtaka Ísraela síðan, 1973
Skv. fjölmiðlum í Ísrael - áætlað mannfall a.m.k. 600. Líklegt að þær tölur hækki frekar.
Her Ísraels segir að, liðsmenn skæruhópa Hamas er ruddust í gegnum girðingar utan um, Gaza svæðið -- hafi verið mörg hundruð. Hamas hóparnir virðast hafa beitt, jarðítum. Síðan þust í gegn á mótorhjólum eða hlaupandi. Meðan, þúsundum einfaldra eldflauga var skotið.
- Þetta er stærsta og blóðugasta árás á Ísrael, síðan Yom Kippur stríði, 1973.
Það ár, réðust herir nokkurra Araba-ríkja á Ísrael. - Að þessu sinni, er árás framkvæmd af - miklu mun verr vopnuðum, skæruhópum.
Líklega er ástæða þess hver margir falla í Ísrael sú.
Hve byggðir Ísraela - land-nema-byggðir svokallaðar - eru nærri Gaza.
M.ö.o. afar stutt fyrir skæruhópa að fara, frá girðingunni um Gaza, að næstu byggð.
Mynd af vef BBC: Opna hlekk á frétt!
Skæruhópum Hamas, m.ö.o. tekst að hertaka - að virðist - alla bæina í grennd.
Þessar að auki, yfirbuguðu að virðist, ísraelska herstöð og 2 varðstöðvar.
Síðan í gær, hefur her Ísraels barist við að yfirbuga þá skæruhópa.
Í dag sunnudag, virðist Ísraelsher ca. búinn að hreinsa þær byggðir.
En í valnum liggja - hundruðir skæruliða, og hugsanlega vel yfir 600 Ísraelar.
Langflestir þeirra virðast, almennir borgarar - skæruhópar á hinn bóginn; hafa tekið óþekktan fjölda í gíslingu!
Hinn bóginn, virðist mikið af fólki hafa verið skotið á færi, fólk á öllum aldri.
Virðist að skæruhópar hafi ráðist á útihátíð, þ.s. mikið af ungu fólki hlustaði á útitónleika.
- Höfum í huga, að ríkisstjórn Ísraels í dag, er sennilega mesta harðlínustjórn nokkru sinni í sögu Ísraels. Árásin er augljóslega afar auðmýjkandi fyrir hana, forstætisráðherrann sem og aðra ráðherra.
- Fyrir bragðið, má einnig reikna með því -- viðbrögð Ísraels-hers og ríkisstjórnar Ísraels, verði sögulega - hvað hörku varðar.
- Við vitum ekki enn, hvað þessi ríkisstjórn mun gera.
Eina vitum við fyrir víst, sú ríkisstjórn mun leitast við að -- rétta sinn orðstýr. - Með því að auðsýna -- gríðarlega hörku.
Ég á því von á að, þegar Ísraelsher hefur fyrir alvöru -- stórfellda innrás á Gazasvæðið, árás er hlýtur að hefjast á nk. dögum af fullum krafti.
Þá, muni Ísraelsher ganga mun lengra í aðgerðum, en nokkru sinni fyrri.
Það þíðir auðvita, gríðarlegt mannfalla Gazabúa er augljóslega yfirvofandi.
Hefnd Ísraels verður a.m.k. 10 - föld, ef ekki 20 - 30 föld.
Rýflega 2mn. búa á Gaza, svæði ca. á stærð við Reykjavík + Kópavog.
M.ö.o. gríðarlegt þéttbýli, meðan aðgerðir Ísraelshers verða án nokkurrar miskunnar.
- 20 - 30þ. Gazaíbúar gætu látið lífið.
Hamas var auðvitað ljóst, að hefnd Ísrale mundi bitna mest á íbúum Gaza.
Við skulum muna það, að Hamas getur ekki annað en hafa verið full-ljóst.
--Að Ísrael mundi láta helvíti rigna yfir íbúa Gaza á móti.
- Hamas valdi samt að beita þeim aðgerðum, Hamas fyrirfram veit hvaða afleiðingar hefur.
Videó veitir ágæta lýsingu á árás Hamas!
Gott og vel, Ísrael hefur ekki verið nærgætið við Gaza!
Gaza er í reynd flóttamannabúðir, íbúum í reynd haldið í sameiginlegri gíslingu: Hamas og Ísraels. Vegna aðgerða Hamas gegnum árin, var svæðið rammlega girt af - mjög nákvæmt eftirlit viðhaft á öllu er fer inn, a.m.k. Ísraels-megin.
--Megin veikleiki eftirlits, virðist alltaf vera -- Egyptalands-megin.
- Bjargir eru af mjög skornum skammti á Gaza sjálfu, íbúar geta e-h fiskað í hafinu, en þar fyrir utan - háðir mat, vatni, og rafmagni frá Ísrael. Nú skorið á allt.
- Vopumn, verður að smyggla með einhverjum hætti -- megin leiðin virðist ætíð, gegnum Egyptaland.
M.ö.o. er árás Hamas, ekki síður - áfellis-dómur á stjórn Syzi hershöfðingja í Egyptalandi, en þar í gegn hafa lang-líklegast vopnin borist til, Hamas.
Ekki vegna þess að stjórn Egyptalands hafi samúð, heldur vegna gríðarlegrar spillingar egypska ríkisins og sennilega einnig í bland við, samúð íbúa í Egyptalandi.
--En smyggl, getur ekki farið fram, án aðstoðar egypskra aðila.
OK, það hefur verið nokkur umræða um hlutverk Írans!
- Íran er eina landið er hefur beinínist lýst yfir stuðningi við aðgerðir Hamas.
- Hinn bóginn, hefur Íran enga þægilega leið -- til að aðstoða Hamas.
Hesbollah, sem hefur seinni ár - beina land-samgöngur við Íran, gegnum Sýrland og Írak.
Þ.s. Sýrland er í dag, leppríki Írans - Írak einnig að mestu leiti.
Hefur enga þægilega aðstöðu til að koma vopnum til, Hamas!
Þess vegna á ég erfitt með að trúa því, að aðgerðum Hamas.
Sé einhvern veginn stjórnað af Íran, búnar til af Íran!
Ekki einungis vegna skorts á þægilegri land-leið, heldur einnig vegna þess.
Íranar eru Shítar - það er Hezbollah einnig.
Meðan, Hamas eru Súnnítar.
Shítar og Súnnítar - eru yfirleitt ekki vinir í Mið-austur-löndum!
Þó það sé ekki algerlega útilokað, að sameiginlegt hatur dugi til að þeir hópast mætist.
- Ekki gleima því, íbúar Sínæ-skaga, Egyptalandsmegin, eru Súnnítar.
Til þess að aðstoða við smyggl, þarf að koma til -- samúð. - Hún er líklega mun auðveldari, milli Súnníta-hópa, en Shíta og Súnníta-hópa.
Þ.e. alveg nóg til af róttækum, Súnníta-hópum.
Er væru alveg til í að, aðstoða Hamas.
--Það hefur verið til staðar, skærustríð á Sínæ, sem ríkisstjórn Egyptalands hefur þurft að glíma við.
Þannig ég held það sé mun sennilegar, róttækir Súnnítar á Sínæ, aðstoði Hamas.
Hinn bóginn, líki ríkisstjórn Írans það líklega vel, ef aðilar halda hana að baki.
Vegna þess það efli orðstír Írans, sem andstæðings Bandar. og Ísraels.
Ég efa samt að Íran standi þarna að baki. Hinn bóginn henti það Íran líklega pólitískt, að lýsa yfir samúð og stuðningi. Og einnig Íran, að hafna ekki aðdráttunum um áhrif.
Niðurstaða
Afleiðingar árásar Hamas liggja ekki enn fyrir nema að hluta. Hinn bóginn held ég að eitt sé algerlega fullvíst. Að þær afleiðingar muni fyrir rest, bitna langsamlega verst á íbúum Gaza. Því fólki, sem Hamas ríkir yfir.
Hamas m.ö.o. gerir þeim íbúum afar slæman bjarnargreiða með sínum aðgerðum.
Grimmd hefndar Ísraela verður án nokkurs vafa gríðarleg.
Kaldhæðnin fyrir Hamas er sú, að eins og alþjóðapólitík hefur þróast.
Verður líklega engin samúðar-bylgja með Palestínumönnum, nema grimmd Ísrale verði rosalega gríðarlega sjokkerandi, er má vel vera að verði fyrir rest.
Hvað sem gerist, verður hefnd Ísrala örugglega ekki minna söguleg.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert leyndarmál að Íran styður Hamas og Hezbollah. Eftirfarandi er frá hinu virta tímariti The Atlantic:
"The highly choreographed, multipronged, day-long operation and incursion into Israel itself, involving the use of motorized paragliders and drones and the taking of hostages, required months of planning and training that only Iran and Hezbollah could have provided. Late yesterday, a Hamas spokesperson told the BBC that Iranian support for the assault was a point of pride."
Wilhelm Emilsson, 8.10.2023 kl. 22:30
Wilhelm Emilsson -- ég mundi ekki taka neitt sem sagt er af Hamas - sem sannleik. 1. Hesbollah stjórnar í Lýbanon -- Gaza er nærri landamærum Egyptalands. 2. Ég einfaldlega trúi ekki þessum orðum.
Ástæðan er einföld -- eða útskýrðu hvernig það sé mögulegt fyrir Hezbollah að þjálfa Hamas liða. Þegar lönd sem Hezbollar stjórna - eru hinum megin við Ísrael innan landamæra Lýbanons. Meðan, Gaza sem Hamas stjórna er á landamærum Ísraels við Egyptaland -- þannig að gervallt Ísrael er þarna á milli.
--Ég pent trúi ekki einu orði af þessari yfirlýsingu, talsmanns Hamas. Sannarlega segist Íran styðja Hamas. Slær sig á riddara sem leiðtoga andstöðu við Bandar. En - lega landanna augljóslega takmarkar verulega mögulegt aðgengi Írans akkúrat þarna. Hvað sem það hentar Íran og Hesbollah liðum að staðhæfa í fjölmiðlum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.10.2023 kl. 23:59
Takk fyrir svarið, Einar. Ef þú trúir hvorki virtum fjölmiðlum, stjórnvöldum eða stjórnarandstæðingum í Íran, né Hamas þá trúirðu varla því sem ég segi.
En ég skal reyna. Í fyrsta lagi, Bandaríkjamenn styðja Úkraínumenn en þeir eru samt hinum megin við Atlandshafið. Í öðru lagi, síðan hvenær hefur verið hægt að hafa fullkomna stjórn á landamærum, ef fólk vill komast inn í land eða út úr því? Og við erum ekki að tala um venjulega borgara eða flóttafólk heldur harðsvíraða fagmenn í hryðjuverkum.
Ertu virkilega að efast um að stjórnin í Íran styðji hryðjuverkasamtök eins og Hamas og Hezbollah?
Wilhelm Emilsson, 9.10.2023 kl. 01:40
Wilhelm Emilsson, Fyrsta lagi -
1. Er fjölmiðillinn sem þú vitnar í, að vitna í talsmann Hamas, þegar ég segi að ég trúi þessu ekki, er ég að vantrúa orðum - Hamas aðilans, sem fjölmiðillinn vitnar til, ekki fjölmiðlinum sem slíkum -- þegar fjölmiðill gefur tilvinun í aðila, er fjölmiðillinn ekki endilega að taka afstöðu með þeim aðila,einungis að birta orð þess aðila -- þannig að í því að efast um þau orð, felur það ekki endilega í sér, að vantrúa þeim fjölmiðli -- þú þarft að þekkja muninn á að vantrúa fjömiðli vs. að vantrúa þeim aðila fjölmiðillinn vitnr til -- enda geta aðilar logið að fjölmiðli -- þú þarft að átta þig á að það er hægt.
2. Íran er einfaldlega ekki veldi á við Bandaríkin -- Bandar. eru með stærsta flota í heiminum, þeirra skip eru alls staðar, þar með einnig þeirra áhrif. Meðan, áhrif Írans eru gríðarlega mikið -- takmarkaðri. Þess vegna bendi ég á, að Íran hefur enga land-tengingu við -- Hamas augljóslega. Nei, ég er viss að Íran getur ekki stjórnað - Hamas - þó að Bandar. hafi mikið um stríðið í Úkraínu að segja. Bandar. stjórna mikið því stríði - því Bandar. geta auðveldlega komið vopnum til Úkraínu. Hinn bóginn, á það sama einfaldlega ekki við í tilviki Írans - vs. Hamas. Þess vegna, á það sama einfaldlega ekki við.
3. Egyptaland sem er hinum megin við, þ.s. Gaza er upp við -- er í dag, bandamaður Bandar. - Syzi er stjórnar þar, er andvígur Hamas. Íran hefur engan flota á Miðjarðarhafi - aftur, Íran hefur landtengingu til - Lýbanons, en Gaza er hinum megin við Ísrael - þ.s. landamærin eru við Egyptaland. Og ég er viss að Egyptaland í dag, hjálpar ekki Hamas.
4. Þess vegna er ég sannfærður að orð -- talsmanns Hamas séu lýgi. Einnig, að þó Íran lýsi yfir stuðningi, hafi Íran nánast engin áhrif á aðgerðir Hamas - og líklega sé ekki fært um að smyggla til Hamas vopnum.
5. Þú þarft að átta þig á muninum á Hezbollah - Hesbollah hefur beina land-tengingu við Íran, í gegnum leppríki Írans - Sýrland, og leppríki Írans - Írak. Meðan, þ.e. engin landtenging fyrir Íran, til að koma vopnum til -- Hamas. Þá skiptir engu máli hvað Íran er áhugsamt um -- Hamas í orði. Þeir hafa enga augljósa leið til að aðstoða Hamas. Þ.s. þeir hafi augljóslega enga getu til þess.
Ég vona þú skiljir þetta núna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.10.2023 kl. 07:26
Einar, það sem ég skil á svari þínu er að þú þarft að kynna þér málin betur og lesa tilvitnunina sem ég deildi almennilega. Það er augljóst að höfundur greinarinnar í The Atlantic trúir því að Íran styðji Hamas. Titillinn á greininni er "A Message from Iran". Ef þú neitar því að Íran styðji Hamas þá trúir því ekki því sem talað er um sem staðreynd í fjölmörgum áreiðanlegum fjölmiðlum. Hér er lítið dæmi frá Politico: "Iranian Supreme Leader Ayatollah Ali Khamenei’s top military adviser said Tehran supported the attacks by Hamas against Israel on Saturday and would continue to back the Islamist fighters 'until the liberation of Palestine and Jerusalem.' "
Wilhelm Emilsson, 9.10.2023 kl. 08:14
Wilhelm Emilsson, herra minn - þ.e. langur vegur frá því, að styðja aðila eins og Hamas - í orði; yfir í að vera beinlínis að baki aðgerðum Hamas. Enginn vafi að, Teheran styður aðgerðir Hamas - í orði, mörgum orðum. En, eins og ég benti þér á, þá er engin þægileg landleið fyrir Íran -- yfir til Gaza. Þannig, að smygl t.d. á vopnum -- er skv. því, afar erfitt í framkv. fyrir Írani - þarna á milli. Því virðist fjarska ósennilegt, að stuðningur Írans - nái verulega langt, kannski hafa þeir einhvern veginn komið peningum til Hamas. Og Hamas notar þá ef til vill, til kaupa á varningi. Hinn bóginn, er einnig afar erfitt fyrir Hamas - að smyggla vopnum til Gaza. Hafðu í huga, gegnum eftirlit Ísrale sem er örugglega með því stífasta sem til er á hnettinum, eða um Egyptaland - þ.s. egypski herinn, og landstjórnandi Egyptalands, eru svarnir óvinir Hamas.
--Ég efa í engu að Íranar, styðja Hamas í löngum fjálglegum orðum. Orð hingað til teljast ekki sérdeilis banvæn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.10.2023 kl. 23:33
Takk fyrir svarið. Þú ert alla vega opinn fyrir þeim möguleika að Íran hafi "kannski . . . einhvern veginn komið peningum til til Hamas". Það var fróðlegt að spjalla um þetta. Hér er grein á CNN sem fjallar um þetta efni ef þú hefur áhuga: https://www.cnn.com/2023/10/11/middleeast/hamas-weaponry-gaza-israel-palestine-unrest-intl-hnk-ml/index.html
Wilhelm Emilsson, 12.10.2023 kl. 03:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning