Hafa Úkraínumenn, þegar 'de facto' haft sigur á Rússum í S-Úkraínu? Þeir sem mótmæla, svarið því -- af hverju hafa Rússar ekki enn, gert gagnárás á gegnumbrot Úkraínuhers, gegnum 1. víglínu Rússa á - Zaporizhia svæðinu í Úkraínu?

22. ágúst sl. - tókst Úkraínu-her að rjúfa skarð, í fyrsta hluta víglínu Rússa á Zaporizhia svæðinu -- nú er 1. vika í September langt komin.
--Ekki bólar enn á rússneskri gagnárás!

Gegnumbrotið eins og það leit út, 22.07.2023!

Gegnumbrotið eins og það lítur út, skv. nýlegum gerfihnattamyndum!

Eins og sést, er Úkraínuher að nálgast -- varnarlínu Rússa no. 2.
Holan í varnarlínu Rússa, hefur dýpkað nokkuð sl. umliðnar vikur.

  1. Herfræðin segir, að það eigi að ráðast að slíkum gegnumbrotum.
    Eins fljótt og mögulegt er.
  2. Því, að andstæðingurinn ella, flytur stöðugt meira lið í gegn.
    Þannig, að ef nægur tími líður -- glatast fyrir rest.
    Möguleikinn, á gagnárás - með sæmilegan séns.
  3. En, þ.e. lítill vafi, að ef rússn. gagnárás, hefði verið framkv. - loka-viku ágúst, er gegnumbrotið var ferskt, Úkraínumenn, enn höfðu lítið lið þar.
  4. Þá hefði, gagnárás, átt -- líklega ágætan séns.

Af hverju segi ég það? Ég vitna beint í úkraínska herstjóra!

Hlekkur: Ukrainian Tavriisk Group of Forces Spokesperson Oleksandr Shtupun - Shtupun added that heavy minefields forced Ukrainian breaching operations onto narrow paths — the exact intent of minefields under Russian defensive doctrine.

Viðtal við, Brig Gen Oleksandr Tarnavskiy: When we started the counteroffensive ... we spent more time than we expected on de-mining the territories, - In my opinion, the Russians believed the Ukrainians would not get through this line of defence. They had been preparing for over one year. They did everything to make sure that this area was prepared well. - As soon as any equipment appeared there, the Russians immediately began to fire at it and destroy it. That’s why de-mining was carried out only by infantry and only at night. - Now that the minefield has been breached, Russians have lost much of their advantage. - We are now between the first and second defensive lines,

  1. Mikilvægasti punkturinn er sá, er kemur fram hjá Shtupun, að -- leiðin í gegnum, jarðsprengjusvæðin, er voru greinilega afar umfangsmikil, er þröng.
  2. Það þíðir, að flutnings-geta þeirrar leiðar í gegn, er mjög takmörkuð.
    M.ö.o. Úkraínumenn, geta einungis flutt takmarkað magn af liði og hergögnum í gegn, í einu.
  3. Þess vegna, hefði rússn. gagnárás, ef framkv. 1. vikuna eftir að gegnumbrotið hófst, líklega geta heppnast -- m.ö.o. lokað gatinu í gegnum 1. víglínuna.
  • Þ.e. enginn vafi, rússn. herstjórar skilja þetta mæta vel.
  • Það geti ekki verið, þeir hafi ekki framkv. gagnárás, vegna þess - að þeir skildu ekki, að öll rök væru með því að framkvæma slíka.
  1. Eini möguleikinn, er að e-h annað komi til.
  2. Þá, eru valkostirnir -- allir með tölu, neikvæðir fyrir Rússa!

Augljósi valkosturinn er sá, að rússn. herinn þarna sé of veikur, til að framkv. gagnárás, jafnvel þegar eins og í tilvikinu -- tækifærið hafi líklega verið frábært!

Ef svo er, sem ég fullyrði ekki, þá hefur Úkraína í reynd þegar unnið sigur í S-Úkraínu.
Restin sé einungis þ.s. á ensku nefnist -- mopp-up.

  • Rökin eru einfaldlega þau, að ef rússn. herinn virkilega var of veikburða - til að notfæra sér, augljósa veikleika úkraínska gegnumbrotsins -- fyrstu dagana.
  • Þá sé einfaldlega ekki mikið eftir af bardagagetu þess liðs, er Rússar hafa þarna.

Sem þá þíði, að loka-sigur Úkraínu. Sé þá líklega yfirvofandi nú. Á svæðinu þ.e.
--Það gæti samt tekið nokkurn tíma, en þá væri ekki veruleg ástæða að ætla annað, en að Úkraína nái alla leið til sjávar við Azovshaf - nk. t.d. 2-3 mánuði.

Ef menn er styðja Rússa mótmæla þessu - óska ég frá þeim eftir útskýringu þeirra á því, af hverju rússn. herinn hefur síðan 22/8 sl. - ekki gert gagnrárás til að loka gatinu.

 

Niðurstaða

Bjartsýni mín um framgang Úkraínuhers hefur vaxið stórum sl. vikur - eftir að Úkraína hóf gegnumbrot á Zaporizhia svæðinu. Í þessari viku, gerði ég mér grein fyrir. Að það var og er liðinn nokkur tími. Rússar hafa ekki enn gert gagnárás!

Endurtek rökin, að það á skv. herfræði að ráðast á gegnumbrot eins fljótt og unnt.
Annars heldur andstæðingur áfram að troða liði sínu í gegnum gatið, þannig að gegnumbrotið þá vex -- fyrir rest getur orðið, óviðráðanlegt.

Það er á tæru, sbr. tilvitnanir í úkraínska herstjóra, að Rússar höfðu ágætt tækifæri til gagnárásar, í lokaviku ágúst, er gegnumbrotið var ferskt - vegna þess hve leið Úkraínu gegnum jarðsprengjusvæðin var þröng, hefðu Úkraínumenn átt erfitt með að senda fjölmennt lið hratt í gegn, til að sigrast á slíkri gagnárás.

Nú hafa vikur liðið, og líklega er sénsinn til slíkrar gagnárásar farinn.
Og ég kem ekki auga á nokkra ástæðu þess að Rússar framkv. enga gagnárás.
Sem sé til muna sennilegri en sú ástæða -- að her Rússa á svæðinu sé of veikburða.

Ef það er rétt, hafa Úkraínumenn líklega þegar haft sigur - á svæðinu.
Vegna þess, að þá er rússn. herinn á svæðinu, líklega einnig of veikburða.
Til að geta stöðvar/hindrað frekari framrás Úkraínuhers.
--Gegnum víglínurnar alla leið til sjávar.

Ef ástæðan er sú, að gagnrárás var ekki framkv. vegna veikleika hins rússn. svæðishers.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag. Þott þeir hafi farið í gegnum 1. víglínu, eru tvær eftir. Rússar þurfa bara að þreyja þreytustríð til að vinna stríðið. Jafnvel þótt þeir misstu allt landsvæði í Úkraníu, geta þeir gert innrás aftur.  Þeir hafa bolmagnið og tímann með sér. Úkraníumenn hafa bara eitt og hálft ár til stefnu. Ef Repúblikani sest í forsetastólinn (Trump eða annar) er stríðið búið með tapi Úkraníumanna. Þetta stríð endar við samningsborðið.

Birgir Loftsson, 7.9.2023 kl. 10:44

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef enga trú á þessu.

Rússar eru passasamir með mannskap, úkraínumenn ekki.

Þetta er tímabundið, og bara sóun á mannskap.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.9.2023 kl. 19:57

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta stöðvast allt í loftinu

Zelenskyj: Ruslands overherredømme i luften forhindrer vores modoffensiv

 

Ukraines præsident, Volodymyr Zelenskyj, siger, at Ruslands overlegenhed i luften forhindrer den ukrainske modoffensiv.

- Hvis vi ikke er i luften, og Rusland er det, vil de stoppe os fra himlen. De forhindrer vores modoffensiv, siger Zelenskyj ifølge det norske nyhedsbureau NTB.

Grímur Kjartansson, 8.9.2023 kl. 15:32

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Dr. Douglas Macgregor hefur skýra sýn á gang Úkraníu stríðsins. Hann segir að þeir séu að skít tapa, því miður. 

Þetta er þannig stríð að ekki er hægt að halda með hvorgugum aðila enda eru bræður að berjast. Nóta bene, þetta er enginn tindáta leikur sem gaman er að pæla í eða stríðs leikur að leika. Raunverulegt fólk er að deyja í þessu ljóta stríði, oft á ógeðslegan hátt og ólýsanlegan. Megi þetta stríð ljúka sem fyrst, því niðurstaðan er ljós. 

https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2293374/

Birgir Loftsson, 8.9.2023 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband