Úkraína nær gegnum fyrstu varnarlínu Rússa - Zaporizhia svæðinu í Úkraínu!

Eins og allir vita hefur sókn Úkraínu gengið löturhægt sl. 3 mánuði.
Vegna þess að Rússar voru búnir að víggirða varnarlínur sínar - afar vel.
Um er að ræða - lagskiptar varnarlínur - þ.s. varnarlína tekur við af varnarlínu!

  1. Þar af leiðandi, er gegnumbrotið líklega með takmarkaðar afleiðingar.
  2. Þ.s. Rússar eiga hægan leik, að hörva á næstu varnarlínu.

Þannig séð, er þetta endurtekning á stríðinu í Úkraínu sl. vetur.
En þá voru það Úkraínumenn, er vörðust - með lagskipt kerfi varnarlína.
Og Rússar glímdu við það vandamál, af - þó ein varnarlína félli.
Þíddi það einungis að - þá tók við orrustan um, næstu línu þar við hlið.

UnderstandingWar.org!

Úkraínuher tók myndband er sýnir herlið Úkraínu í,Robotyne.
Í myndbandinu má sjá íbúa heilsa hermönnum - virðist þetta taka af öll tívmæli um að, Úkraínuher hafi tekið, Rotodyne.

  • Það þíði, að Úkraínuher, hafi náð alla leið í gegnum.
    Part af fyrstu varnarlínu Rússa, á Zaporizhia svæðinu.
  • Náttúrulega, verður það gegnumbrot - ógn við aðra parta af þeirri línu.
    Þannig, líklega hörfa Rússar smám saman að - línu 2.

Fólk þarf ekki að skilja úkraínsku til að -- skynja tilfinningar íbúanna.

Reuters frétt: Ukraine forces raise national flag in Robotyne in Zaporizhzhia region.


Rétt að stilla bjartsýni í hóf!
Þetta - takmarkaða - gegnumbrot.
Einungis þíðir, að við tekur -- orrustan um, næstu varnarlínu.
Sú eins og sést á mynd frá - Institute For Study of War.
Er einungis - fyrsta lagið, af þeirri lagköku, sem varnir Rússa eru á svæðinu.

  1. Sá möguleiki er þó fyrir hendi.
  2. Að, Rússar hafi lagt mest púður, í varnarlínu 1.

M.ö.o. að - næstu línur að baki, séu ekki eins öflugar.
T.d. getur verið, að á milli varnarlínu 1 og 2, sé mun minna af - t.d. jarðsprengjum.
Að auki, gæti varnarlína 2 - verið minna rammgerð.

  • Einfaldlega vegna þess, Rússar hafa takmarkaðar bjargir.
  • Því sennilegt, að mesta púðrið hafi verið lagt, í varnarlínu 1.

M.ö.o. gæti bardaginn um, línu 2 -- tekið styttri tíma.
Tíminn einn getur leitt það fram!

 

Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með á næstunni - en gegnumbrotið við, Robotyne.
Er a.m.k. ekki enn, mjög stórt.
Samt sem áður, ógnar það nú - svæðum á 1. línu Rússa, í grennd.
Svokallað -- flanking.

Þ.e. ekki síst ógn af - flanking - sem líklega leiði til þess.
Að allt rússn. liðið smám saman hörfi, til línu 2.

Það áhugaverða við það - að það gæti þítt.
Að Rússar hörfi frá Zaporizhia kjarnorkuverinu, Úkraínumenn ráða borginni sjálfri.
Hafa gert allan tímann. Verið er nærri henni.

Ef Rússar hörfa meðfram allri línunni, á - línu 2.
Líklega þíði það, að þeir hverfa frá - kjarnorkuverinu.

A.m.k. ætti þetta þíða, meiri hreyfing á stríðinu a.m.k. um hríð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Athyglisvert Einar. Nú ert þú að tala um gang stríðsins í dag. En hvernig sérð þú fyrir þér lok stríðsins? Hver stendur uppi sem sigurvegari eða verður einhver sigurvegari?

Birgir Loftsson, 25.8.2023 kl. 19:45

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Birgir, kosningar í Bandar. nk. ár geta skipt miklu máli - en flest bendir til að, strategía Rússa, sé að hanga á því sem þeir hafa náð -- þangað til að, Donald Trump, losar þá úr hengingarólinni. Þess vegna er staða Trumps mjög mikilvæg í samhenginu, því ég virkilega held að Putin, stóli nú á Trump.
--Rússar framleiða ca. 1mn. per ár af 152mm skothylkjum, það virðist áreiðanlegt.
--Fyrsta stríðsárið, notuðu þeir alltof mikið af skotum, gengu á birgðir.
--Sl. 8-10 mánuði, hafa þeir dregið til muna úr - stórskota-hríð.
Ástæða getur verið, beggja blands - að halda sig innan ramma skothylkja-framleiðslu.
En þ.e. einnig hugsanlegt, counter fire, frá NATO byssum Úkraína hefur fengið, frá ca. miðu sl. ári. Sé a.m.k. hluta-orsök, þ.s. NATO byssurnar eru vanalega tengdar við sérhæfðan radar, er segir miðurum strax - hvaðan nákvæmlega skothríð kom. Ímyndum okkur, þeir voru að bíða eftir því að Rússar skjóti, þá geta þeir sent strax - hárnákvæmt skot akkúrat þaðan sem var skotið. M.ö.o. getur einnig verið að Rússar hafi sl. 8-10 mánuði, orðið fyrir miklu tjóni - í fallstykkjum. Síður af eldflauga-skotvögnum sem eru langdrægari, og NATO 155mm byssurnar ná ekki til.
--Hvort sem ræður meira um, blandaðar orsakir eða annað frekar, þá virðist að verulega mikið hafi dregið úr fallbyssuskothríð Rússa, sl. 8-10 mánuði. Ég sá - mat manns - er taldi, að hugsanlega hafi Úkraína nú, yfirburði - í fallbyssu-skothríð.

Til lengri tíma litið, skiptir framleiðsla á skotum miklu máli, ef stríðið klárast ekki í ár, eða jafnvel ekki á nk. ári -- frá 2025, detta inn nýjar framleiðslulínur NATO landa, og frá því ári; líklega án vafa -- verður stórskota-framleiðsla NATO landa, meiri en Rússa.
--Ég meina, að ef Trump vinnur ekki - Biden heldur áfram, þá ætti rökrétt, heilt yfir miklu mun stærri möguleg framleiðslugeta NATO landa, að leiða til þess að vandræði Rússa haldi áfram að versna.

Þ.e. alveg hugsanlegt, að kaflaskipti hafi orðið í stríðinu þannig - að Rússar séu héðan í frá, alltaf í vörn eða nær alltaf.
--En það eru vísbendingar Rússa sé farið að skorta hergögn - t.d. vakti mikla athygli hersýning fyrr á þessu ári á aðaltorgi Moskvu, þegar einungis T34 ók í hersýningunni ásamt herbýlum. En ætíð fram að þessu, hafði verið ár hvert - fj. skriðdreka yfirleitt af bestu gerðum Rússar ráða.
--Flest bendi til að, nær allur Rússn. herinn sé í dag í Úkraínu - þ.s. er merkilegt við stríðið, að Rússland virðist engan veginn hafa þá framleiðslu-getu í vopnum, sem Sovétríkin sálugu höfðu.
--Ef maður horfir á þetta nútíma Rússland, virðist allt apparatið þar - mun veikara, þá ekki einungis framleiðslan - ekki síður hefur vakið athygli, takmörkuð flutninga-geta Rússn. hersins. En áður fyrr, hefði Sovét-herinn vel geta haldið uppi 2mn. eða 3mn. hermönnum í átökum - en Rússland virðist ekki geta haldið uppi stærri her í stríði -- en ca. 500þ.

Það skiptir máli, því að það hefur þítt, Rússn. herinn í þessu stríði hefur aldrei geta beitt tækni gamla Sovéska hersins -- að einfaldlega yfirkeyra andstæðinginn, í krafti gríðarlegra fjöldaárása. Úkraínumenn, hafa alltaf geta mætt á móti, með svipaðan herstyrk - þeirra her hefur allan tímann, ekki verið fámennari en innrásarherin.
--Ég held að ekki síst, að Rússar gátu aldrei yfirkeyrt Úkraínu - á fyrri hluta stríðsins.
--Að tíminn vinni alls ekki með Rússlandi núna.

Ef maður getur sér Biden hafi kosningarnar á nk. ári -- held ég að Rússland eigi afa litla möguleika úr þessu -- sénsinn, vonin, virðist virkilega að Trump reddi:

Áhugaverð bandarísk skoðanakönnun -- lestu hana: https://www.politico.com/news/magazine/2023/08/25/ipsos-poll-trump-indictment-00112755

En ég les vísbendingar í henni, að Trump sé ekki líklegur til sigurs. Ef t.d. er skoðað, að 13% Repúblikana trúa því Trump sé sekur. Þó það sé minnihluti Repúblikana -- þarf Biden ekki að flr. Repúblikanar sitji heima á kjördag - kjósi ekki, til að vera afar öruggur.
Þar fyrir utan, virðist meirihluti svokallaðra óháðra trúa á sekt Trumps.
En Trump þarf þá til að eiga séns til sigurs. 

Ef maður gefur sér að Biden nokkuð örugglega hafi þetta. Þá held ég að síðasta von Pútíns slökkni.
--Stríðið sé að þróast í nokkurra ára stríð.
--Slík stríð, vinnist yfirleitt af aðilanum - er hafi stærri framleiðslu.
Því í slíku stríði skipti mest máli, að geta stöðugt skipt út ónýtum tækjum, þannig að herinn hafi alltaf náð.

Líklega sé það, veik framleiðsla Rússa - sem ekki síst dragi þá niður.
----------
Líkleg niðurstaða ef maður gefur sér líklegast Biden vinni, sé þá að Vesturlönd standi uppi sterkari en áður - Úkraína verði varanlegur bandamaður NATO, gangi í NATO og ESB síðan - veiklað Rússland í kjölfarið; sennilegt að Pútín haldi ekki velli í slíku ástandi - þó ekkert sé öruggt þar um.

    • Eiginlega það eing sem geti breitt því, sé Trump ef hann næði kjöri.

    En ég held að hann vinni örugglega ekki.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 25.8.2023 kl. 21:26

    3 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Reyndar eru Úkrainumenn hvergi komnir að fremstu varnarlínu Rússa. Það er enn nokkur spölur þangað,en trúlega færst átökin þangað á næstu dögum. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig það þróast.
    Þú verður að hafa í huga þegar þú notar ISW til upplýsingaöflurnar að þetta fjölskyldufyrirtæki Viktoriu Nuland og því ekki með öllu áreiðanlegt.
    Reyndar er það skárra en ég reiknaði með ,en í þessu tilfelli virðast þeir hafi tekið sér fyrir hendur að færa varnarlínu Rússa framar í þeim tilgangi að láta Úkrana líta betur út.
    Úkrarnir eru nú að tefla fram síðasta hernum sem var ánafnafnaður þessari sókn á Zaparozia. Þetta er herinn sem átti að hafa þeð hlutverk að storma suður að Azov hafi þegar hinn hluti hersins væri búinn að rjúfa allar varnarlínurnar.
    Nú er þetta varalið að berjast skammt frá fyrstu varnarlínu og mannfallið er gífurlegt.
    Það er nokkuð ljóst að þessi her mun klárast einhversstaðar í varnarlínum Rússa.
    Þá er ekkert eftir nema að taka hermenn annarsstaðar af víglínunni og þar með er fjandinn laus á því svæði,ef svo má að orði komast.
    Eins og ástandið er orðið á Úkrainska hernum er vafasamt að hann nái að komast í gegnum fyrstu varnarlínuna þó að það sé að sjálfsögðu ekki útilokað.
    Það kemur í ljós á næstu dögum. Nú fer að koma að því að spreyta sig á Drekatönnunum og skriðdrekagryfjunum.
    Það er alveg nýtt.

    Þú ferð svolítið villur vegar þegar kemur að framleiðslugetunni.
    Rússar hafa mun meiri framleiðslugetu en NATO ríkin samtals.
    Ástæðan fyrir þessu er að þeir hafa aldrei snúið baki við hefðbundnumm massa hernaði, ólíkt Vesturlöndum sem hafa í áratugi miðað sína framleiðslu við stríð gegn skæruliðum og litlum og illa búnum herjum.
    Flestar vopnaverksmiðjur Rússa eru undir stjórn ríkisins og reyndar allar stóru verksmiðjurnar. Þessar verksmiðjur eru með verulega umframframleiðslugetu sem er virkjuð þegar kemur stríð.
    Evrópsk framleiðsla er svo lítil að það tekur því varla að telja hana með.
    Bandarískar verksmuiðjur eru töluvert stærri en þær Evrópsku,en hlutverk þeirra er að mestu leiti að flytja skattpennga frá almenningi til valinna auðjöfra.
    Þess vegna er engin umframgeta í þeirra hergagnaiðnaði og það þarf að byggja alt upp frá grunni.
    Þessar verksmiðjur heimta svo viðskiftatryggingu til að þær fáist til að byggja upp nýjar verksmiðjur. Þetta hefur sérstaklega verið vandamál í Evrópu.
    Þegar NATO ríin blésu til þessara átaka þá höfðu þau greinilega enga hugmynd út í hvað þau voru að fara.
    Það sést kannski best á því að eftir þrjá til fjóra mánuði þá héldu þau að Rússar væru að  verða skotfæralausir. Og eldflaugalausir. Og drónalausir.
    Það er athyglisvert að 17 leyniþjónustur Hillary Clinton skyldu ekki hafa grænan grun um hver hernaðarmáttur Rússa var í raun.

    Það er ýmislegt sem plagar NATO þegar þeir vilja auka hergagnaframleiðslu. Til dæmis þá eru þeir í vandræðum með sprengiefni.
    Þeirra stærsti birgir var nefnilega í Úkrainu, í verksmiðju sem nú er á hernámssvæði Rússa,og Rússar neita að selja þeim sprengiefni.

    Orðið á götunni er að Rússar séu að fara í 250.000 manna herkvaðningu í September. Þetta er her sem verður þá tilbúinn í vor. Það virðist vera almenna reglan hjá þeim að nýr her fái sex mánaða þjálfun.
    Þetta finnst mér benda til vetrarsóknar.
    Rússar hafa í dag 250 þúsund manna her sem tekur ekki þátt í hernaðinum en bíður átekta. Við þetta bætist svo hugsanlega 30-40 þúsund Wagner liðar og væntanlega einhver fjöldi frá Kadyrov. Þeir hafa ekki verið sjáanlegir síðustu mánuði.
    Þetta eru "stormtroopers" Rússa.

    Undanfarna daga hafa Wagner verið að taka upp búðir sína hjá Minsk og eru á förum. Hvert förinni er heitið vitum við ekki.
    Það er reyndar ekki útilokað að þeir séu á leið til Afríku til að taka nýlendurnar af Frökkum.
    Orðið á götunni er að Surovikin sé að taka við Wagner.
    Það er einmitt eitt af meistarastykkjum Rússa að það veit aldrei neinn hvað þeir ætlast fyrir.
    Þó að það sé að sjálfsögðu fylgst með því sem gerist ,þá er það bara í rauntíma. Það er ekki hægt að gera áætlanir fram í tímann.
    Það eru ýmsar bollaleggingar. Til dæmis að það verði opnaðar nýjar vígstöðvar á svæðiu við Sumy eða janvel að Wagner verði falið að umkringja Kharkov ásamt Téténunum.
    Það eru líka uppi hugmyndir um að þessi herafliverði notaður til að sækja að Úkrainuher þegar hann verður kominn á hnén í Zaparozhia,sem er nokkuð fyrirsjáanlegt að öllu óbreyttu.
    Hver veit.
    Ég held að það hljóti að vera að Rússar fari í vetrarsókn til að koma í veg fyrir að NATO fái tíma til að byggja  upp Úkrainska herinn í fjórða skiftið.
    En hver veit. Það er líka möguleiki að þeir vilji þurrka alveg upp vopnabyrgðir NATO áður en lokaskrefið er stigið.

    Nú eru uppi miklar bollalegginga í NATO að frysta átökin við núverandi víglínu.
    NATO vill ekki semja,en þeir vilja frystingu til að geta tekið upp þráðinn seinna.
    Putin er að venju sáttfús og sagði í dag að hann væri meira en tilbúinn til að semja,en hann hefði enga þolinmæði fyrir hótunum.
    Endalokin á þessum átökum verða úrslitakostir Rússa . Allt annað er að baki.
    Hverjir þessir úrslitakostir verða er ekki gott að segja ,né heldur hvernær þeir verða settir fram
    "As long as it takes" eins og stundum er sagt.
     








    Borgþór Jónsson, 26.8.2023 kl. 01:01

    4 Smámynd: Birgir Loftsson

    Hárrétt mat hjá þér Einar. Takk fyrir ýtarlegt svar. Kosningarnar í Bandaríkjunum skipta máli um lok stríðsins. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvort Trump endi á forsetastól eða fangelsi. Það verður annað hvort. Ef fangelsi, þá er hætta á mini borgarastyrjöld. Það væri betra fyrir lýðræðið að hann tapaði kosningunum en ekki hent í fangelsi.

    Birgir Loftsson, 26.8.2023 kl. 10:32

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (6.1.): 2
    • Sl. sólarhring: 22
    • Sl. viku: 881
    • Frá upphafi: 858734

    Annað

    • Innlit í dag: 2
    • Innlit sl. viku: 789
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband