Gæti byltingartilraun sl. viku í Rússlandi - þítt fall Pútíns sé hugsanlega yfirvofandi?

Það sem er merkilegt við hraða atburðarás - föstudags sl. viku og laugardags sl. viku - að það hefur síðan komið í ljós að, Vagner liðar voru einungis 5.500.

Political Map of the European part of Russia

1. Vagner liðar, tóku án þess að skotum væri hleypt af Stjórnstöð-Suðurhers-Rússlands.
Það þíðir augljóslega að, Suður-herinn - einhverra hluta vegna.
Gerði ekkert í því að, verja sína stjórnstöð gagnvart Vagner-liðum.

Vagner liðar fengu að virðist afar vinsamlegar viðbrögð íbúa Rostov An Don
Members of Wagner group prepare to pull out from the headquarters of the Southern Military District to return to their base in Rostov-on-Don late on June 24, 2023.

2. Það vekur athygli, hver viðbrögð íbúa Rostov An Don voru - nánast eins og instant kjötkveðjuhátíð - fólk streymdi út á götur, og fagnaður hófst, að virðist.
Vagner liðar - óku þangað á rússn. vegum, án nokkurrar mótstpyrnu.
Og þeir tóku helstu staði í Rostov An Don, án nokkurrar mótspyrnu.

3. Á Laugardag, ná þeir til Voronesh. Þar voru viðbrögð önnur - fólk hélt sér heima fyrir. Á hinn bóginn, völsuðu Vagner liðar einnig um Voronesh. Án þess skotum væri hleypt af.
Ath. - Voronesh er rýflega 500km. frá Rostov An Don.

4. Síðan, stoppa Vagner liðar -- 200km. frá Moskvu. En, herlið hafði tekið sér stöðu, til að varna þeim för. Ekki slóg í bardaga, þ.s. Vagner liðar - stoppuðu.
Á þeim stað, er brú - ljóst að hitt herliðið mundi sprengja hana, ef þyrfti.
Samtímis að ef Vagner liðar reyndu að brjótast yfir, væri það gegn skothríð.

5. Eina viðspyrnan sem Vagner liðar mættu á -- 900km. akstri í gegnum Rússland.
Voru árásir herþyrla -- alls skutu Vagner liðar niður: 11 herþyrlur.
Það þíðir, 22 Rússar samanlagt í þeim þyrlum, létust.

6. Það þíðir, líklega, að Rússneski flugherinn hafi ekki lyft fingri.
Rússn. flugherinn á fjöldann af sprengju-þotum, enginn vafi hann hefði getað gereytt Vagner liðum - fyrir opnum á rússn. vegum - áður t.d. þeir komust að Voronesh, einnig áður en þeir komust að, Rostov An Don.

 

Af hverju gæti þetta leitt til falls Pútíns?

  1. Pútín samdi við, Prigozhin, um að leggja niður vopn.
    Það eru engar vísbendingar enn, að nokkur Vagner liða hafi verið handtekinn.
    Prigozhin, fær að fara í útlegð. Þ.e. samt vísbending til að, hann hafi þó flogið til einhvers staðar í Rússlandi, síðan laugardag fyrir viku.
    Ekki hefur enn verið staðfest, hann sé farinn frá Rússlandi.
    Það er enn eins og einhverjir verndi Prigozhin.
  2. Ég held að allt dæmið afhjúpi djúpa gjá milli herafla Rússlands og ríkisstjórnarinnar.
    Íhugið, hve margir innan herafla Rússlands lyftu ekki fingri til að hjálpa Pútín.
  • Fyrst er það stjórnstöð-Suðurhersins. Það á ekki vera hægt, að einhver pent taki sjálfa miðstöð herafla Rússlands - í Suður-Rússlandi, án þess nokkur verjist.
    Það bendi til - útbreiddrar samúðar með aðgerðum Vagner-liða.
    Meðal, a.m.k. yfir-manna Suður-hersins. 
    Hugsanlega meðal raða almennra hermanna einnig. En þ.e. ekki vitað.
  • Viðbrögð íbúa Rostov-An-Don. Það er vísbending þess, að óánægja sé hugsanlega útbreidd í Rússlandi, í landamæra-héröðum Rússlands. Nærri Úkraínu.
    Íbúar fagna Vagner liðum - þeir íbúar höfðu ekki ástæðu að ætla annað.
    En að Vagner liðar væru í aðgerð, gegn ríkisstjórn Rússlands.
  • Mér finnst rosalega áhugavert aðgerðaleyði Rússneska flughersins.
    Hann á fullt af hraðskreiðum þotum. Enginn vafi, hann gat stoppað Vagner.
    Meira, gereytt Vagner hersveitinni, áður en húm var kominn - hálfa þá leið hún fór.
  • Þar fyrir utan, reyndi engin rússnesk hersveit að hindra för Vagner liða.
    Fyrr en 200km. frá Moskvu.
  • Einu árásirnar voru frá - herþyrlum. Er voru skotnar niður.
  1. Engum hefur verið refsað svo vitað sé - enn.
  2. Vagner sveitinni var ekki eytt - heldur samið við hana.
  3. Prigozhin, fer enn um frjáls. Ekki vitað til hann hafi enn yfirgefið Rússland.

Ég bendi fólki á hvernig Pútín sýndi styrk sinn - 2000
Hann lagði í rjúkandi rúst, uppreisn -- Téténa.
Stríð er líklega kostaði yfir 100.000 Téténa lífið.

  1. Með þeirri aðgerð að berja uppreisn Téténa niður.
    Sannaði Pútín styrk sinn.
  2. Þar fyrir utan, hve harkalega hann fór með Téténa.
    Var aðvörun til sérhvers annar innan Rússlands.
    Að, enginn gæti óáreittu beitt sér gegn Pútín.

Núverandi veikleiki gefur þveröfug skilaboð!
Vagner liðar voru ekki handteknir - þeir voru ekki drepnir.
Prigozhin, var ekki drepinn - hann var ekki heldur handtekinn.
Ekki er að sjá, málið hafi haft, alvarlegar afleiðingar fyrir nokkurn.
--Nema, að e-h af eignum Prigozhin, virðast hafa verið teknar eignarnámi.
--Hinn bóginn, virðist hann samt enn valsa um, hafa t.d. flogið á einkaflugvél sinni milli staða í Rússlandi í umliðinni viku.

  1. Þetta eru allt augljós veikleikamerki - vísbendingar þess, að tök Pútíns séu miklu mun veikari, en t.d. 2000.
  2. Það er, eins og það séu nú það margir innan herafla Rússlands - andsnúnir Pútín persónulega, að Pútín sé um megn að beita sambærilegri hörku og áður.
  • Það er fjöldi augljósra veikleika-merkja!
  • Það eru skýrar vísbendingar um víðtækt samsæri gegn Pútín.

Pútín lítur út sem, særður einræðisherra - á barmi þess að missa tökin!
Því lengri tími líður, án þess að einræðisherran - refsi nokkrum harkalega fyrir.
Því verr lítur þetta út fyrir einræðisherrann.

  • Í einræðisríkjum þarf maður alltaf að gera ráð fyrir plottum.
  • Þ.s. hefur gerst í Rússlandi - er að, veikleiki Pútíns.

Hlýtur að gefa plottum byr undir vængi!

 

Niðurstaða

Mín ályktun er sú, að eins og staðan lítur út í Rússlandi.
Sannarlega stendur Pútín enn. En hann stendur, særður.
Hann sé líklega verulega veikari eftir en áður.
Niðurstaðan sennilega veiti líklegum plottum - byr undir vængi.
Ég geri ráð fyrir að héðan í frá, séu líklega mörg plott í gangi gegn Pútín.
Ég meina, að líkur á byltingu - innan hersins.
Hafi mjög líklega vaxið. Þ.s. aðilar er hafi snúist gegn Pútín.
Hafi séð, hve langt einungis 5.500 komust.
Sem þíði, að stærri aðferð -- gæti heppnast.

Því lengur sem Prigozhin, valsar um Rússland eins og ekkert sé.
Veitir enn frekari byr undir segl, allra hugsanlegra plotta.
Einhver greinilega verndar Prigozhin. Einhver - með mikið undir sér.
Eins og ég benti á, það hve margir innan herafla Rússlands.
Komu greinilega Pútín ekki til aðstoðar.
Bendi til útbreidds klofnings milli einhvers verulegs hluta herafla Rússlands.
Og Pútíns!

  • Ég hugsa því að Pútín líklega rói lífróður sem einræðisherra.
    Síðustu dagar hans séu hafnir - hvort við erum að tala um vikur eða mánuði.

Plott um að skipta honum út, sennilega héðan í frá í fullum gangi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er í sjálfu sér ekki veikleikamerki þó að það sé gerð uppreysn,alveg sérstaklega þegar uppreysnin er augljóslega flipp eins manns.
Það sem skiftir máli er hvernig uppreysnin endar og hvort hún er studd af mikilvægu fólki eða stofnunum á meðan á henni stendur.
Í þessu tilfelli var stuðningurinn við uppreysnina enginn.
Enginn innan hersins studdi uppreysnina og það var heldur enginn stuðningur við hana frá pólitíkinni,
Þar með vsr uppreysniní raun dauðadæmd.
Enginn fjölmiðill studdi Prigozhin ,né heldur herbloggarar sem margir hverjir hafa verið afar gagnrýnir á framkvæmd innrásarinnar í Úkrainu.
Prigozhin hefur örugglega verið haldinn þeim misskilningi að hann mundi fá stuðning þeirra sem höfðu gagnrýnt framgöngu Rússneska hersins ú Úkrainu.
Það gerðist ekki

.
Hugarórar vestrænna spekinga um fall Rússnesku stjórnarinnar ,eru einmitt bara hugaróra.
Rússneska stjórnkerfið stendur mjög sterkt,sterkara en víðast hvar á Vesturlöndum til dæmis.
Forsetinn hefur algera yfirburði sem vinsælasti stjórnmálamaður Rússlands.
Mishustin er líka með endæmum vinsæll sem forsætisráðherra og er annnar vinsælasti stjórnmálamaður lansins.
Aðeins einu sinni áður hefur Rússneskur forsætisráðherra notið meira fylgis,en það var einmitt Vladimir Pútín.
Ríkisstjórnin er líka í þeirri stöðu að það hefur aldrei verið ríkisstjórn í Rússlandi sem hefur notið eins mikils fylgis og núverandi stjórn.
Mér kæmi ekki á óvart að Mishustin sé framtíðar forseti Rússlands.
Mishustin er frábær stjórnandi eins og flestir Rússnesku topparnir.
Líkt og með Pútin þá nýtur hann töluverðs traust útfyrir eigin flokk.
Ólíkt Vesturlöndum þá er Rússland lýðræðisríki sem er stjórnað af þeim sem þjóðin kaus til að stjórna,en ekki af allskonar þrýstihópum úti í bæ.
Rússnesk stjórnvöld hafa ekki útvistað stjórn landsins til hagsmunaafla eða til þeirra sem kveikja í verslunum eða geta hent flestum eggjum í forsetann.
.
Prigozhin naut trausts 4% Rússa áður en hann hóf þessa Bjarmalandsför sína og það verður fróðlegt að sjá hvernig hann mælist næst,ef hann mælist.
Levada center sýnir ekki niðurstöður þeirra sem hafa minna traust en 1%.
Prigoshin nýtur ekki trausts sem stjórnmálamaður heldur stafa vinsældir hans af því að margir Rússar halda ranglega að hann sé góður herstjórnandi.
Prigozhin hefur hinsvegar ekki mikð meira vit á hernaði heldur en ég ,enda hefur hann enga þjálfun og enga menntun sem herstjórnandi.
Það er líklega ástæðan fyrir að honum var vísað á dyr í herráðinu ,ásamt því að hann blaðraði stöðugt á samfélagsmiðlum.
Prigozhin ,sem stendur í þeirri trú að hann sé mikilmenni brást illa við og fór að baknaga herinn.
Hann er góður í því.



Þú segir að fáir í Rússneska hernum hafi komið Pútín til hjálpar.
Herinn í Rússlandi er ekki stjórnmálaafl og hann kemur því Putin ekki til aðstoðar nema að hann skipi honum að gera það.
Putin skipaði hernum að framkvæma vissa hluti og það var gert.
.
Flestir halda að Putin hafi samið við Prigozhin,en það er alger misskilningur.
Tilboðið sem Lukashenko flutti Prigozhin var ekki sáttatilboð heldur úrslitakostir.
Það hefur væntanlega hljóðað einhvernveginn svona.
Ég vil klára þetta mál án blósúthellinga,en ef þú knýrð fram átök þá verður engin miskunn.
Bæði þér og herflokknum þínum verður gjöreytt.
Prigozhin ,sem vissi að hann var kominn í vonlausa stöðu hernaðarlega og pólitískt, valdi þann kostinn að hlýða. Hann veit að Pútín grínast ekki með svona hluti þó að hann fari stundum með gamanmál.
.
En hversvegna vildi Pútín láta líta út fyrir að hann hafi samið við Prigozhin?
Ég held að ástæðurnar séu aðallega tvær.
Í fyrsta lagi er það prinsipp hjá Putin að níðast aldrei á föllnum andstæðingi.
Þetta er ákaflega skynsamleg afstaða ,en hún útheimtir mikinn sjálfaga. Putin hefur mikinn sjálfsaga.
Pútín er líka afar snjall stjórnmálamaður og hann veit að ef hann mundi gjöreyða þessum hluta Wagner og Prigozhin að auki þá mundi það valda verulegum óróa í landinu.
Pútín hefði samt gert það ef í nauðirnar hefði rekið.
Þrátt fyrir allt voru margir Rússar sem töldu ranglega að Prigozhin væri mikilfenglegur herstjóri og þsð færði honum vinsældir ásamt stöðugu gorti hans á samfélagsmiðlum.
Það var því miklu betra að láta þetta allt líta vel út.
En Prigozhin er ekki lausúr snörunni.
Þegar um hægist verður hann sendur til Síberíu og honum fengið það hlutverk að búa til litla steina úr stórum steinum, við hliðina á Navalny.



Borgþór Jónsson, 8.7.2023 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 186
  • Frá upphafi: 858772

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 146
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband