11.4.2023 | 23:47
Afar heimskulegri hugmynd vex fylgi í Repúblikanaflokk Bandaríkjanna -- beita herafla Bandaríkjanna innan landamæra Mexíkó, burtséð frá vilja stjórnvalda Mexíkó!
Þetta hef ég eftir vef, Politico.com: GOP embraces a new foreign policy: Bomb Mexico to stop fentanyl. Bandaríkjamenn fá stöku sinnum yfirmáta heimskulegar hugmyndir.
Tek fram, að ég tel litlar líkur á að -- af hernaðarárás á Mexíkó verði.
Ekki einungis að, núverandi ríkisstjórn Bandar. mundi aldrei samþykkja slíkt.
Heldur ekki síður, flest bendi til að yfirmenn hers Bandaríkjanna - séu móti hugmyndinni.
Hér er nokkurs skonar stefnuplagg, Repúblikana áhugamanna um, innrás í Mexíkó:
Its Time to Wage War on Transnational Drug Cartels.
Donald Trump -- lét hafa eftir sér:
Trump Asks Advisers for Battle Plans to Attack Mexico if Reelected
Að hann vilji stúdíu á hugsanlegum hernaðar-aðgerðum, innan Mexíkó - til hugsanlegrar beitingar, ef hann mundi ná aftur kjöri sem forseti Bandaríkjanna.
Trump: But the drugs that are pouring into our country, killing everybody, killing so many people theres no army that could ever do damage to us like that still.
Trump er ekki sá eini, sem hefur látið eftir sér hafa, hugmyndir um hernaðaraðgerir innan Mexíkó - með eða burtséð frá vilja stjórnvalda í Mexíkó.
2-þingmenn Repúblikana, Crenshaw og Waltz, hafa lagt fram formlegt frumvarp til Bandaríkjaþings, þ.s. hernaðaraðgerðir yrðu heimilaðar innan Mexíkó:
Reps. Crenshaw and Waltz Introduce AUMF Targeting Mexican Drug Cartels.
- Crenshaw sagði: The cartels are war with us poisoning more than 80,000 Americans with fentanyl every year, creating a crisis at our border, and turning Mexico into a failed narco-state, ...
- Its time we directly target them. My legislation will put us at war with the cartels by authorizing the use of military force against the cartels. We cannot allow heavily armed and deadly cartels to destabilize Mexico and import people and drugs into the United States. We must start treating them like ISIS because that is who they are. ...
Marjorie Taylor Greene, og Beth Van Duyne - hafa einnig lagt fram sambærilegar hugmyndir.
Rep. Senatorarnir, Lindsey Graham, og John Kennedy, hafa lagt fram aðra tillögu, sem einnig mundi heimila -- hernaðaraðgerðir innan Mexíkó, sbr. orðalag, að heimila aðgerðir gegn -- eiturlyfjahringjum, hvar sem þá er að finna.
Mynd sýnir dauðföll í Bandar. af völdum ópíumíða - hvort tveggja löglegum og ólöglegum!
Hlekkur á mynd!
Að sjálfsögðu þíddi það stríð, að hefja óheimilaðar hernaðaraðgerðir af stórfelldu tagi, innan landamæra Mexíkó -- burtséð frá, að skv. orðan, sé ætlað að beita þeim gegn eiturlyfjahringjum!
Að sjálfsögðu er Fentanyl mjög alvarlegt vandamál innan Bandaríkjanna.
En þ.e. ekkert sem bendi til þess, að stórfelld hernaðarárás á svæði þeirra innan Mexíkó, sé líklegt til að -- skapa nokkra lausn á því vandamáli.
--Hinn bóginn, gæti það ræst stríð - í landi, þ.e. Mexíkó - þ.s. búa 130 millj. manns.
Mark Milley, Joint Chiefs Chair
Milley: I wouldnt recommend anything be done without Mexicos support,...
M.ö.o. hann, vill ekki stríð -- við Mexíkó.
Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó
Obrador sagði: In addition to being irresponsible, it is an offense to the people of Mexico,... í orðum, er hann hafnaði með öllu, slíkum hugmyndum.
Haft eftir - gagnrýnanda innan Repúblikanaflokksins:
- If you thought Iraq was a bad situation, wait until you invade a country on our border, ...
- Our grandchildren will be dealing with this.
Þessi orð lýsa í hnotskurn - hversu hrikalega heimskulegar þessar hugmyndir eru.
- Mexíkó er 130mill. manna þjóð.
- Ca. 30% af Mexíkó er undir stj. eiturlyfjahringja - er þíðir, að milljónir íbúa landsins, búa undir þeirra hæl.
Það sé alveg örugglega af og frá, að umfangsmiklar hernaðaraðgerðir, yrðu án verulegs mannfalla, almennra borgara. - Varla þarf að búast við því, að slíkar aðgerðir - ef þær hefðu ekki stuðnings Mexíkóa -- að þær stuðluðu að friði - milli Bandar. og Mexíkó.
Eða, að þær mundu efla samhug milli Bandar. og íbúa Mexíkó. - Augljós hætta væri -- átök breiddust yfir landamæri, yfir til Bandaríkjanna.
Þetta er - hin fullkomna uppskrift fyrir Bandar., að stríðinu endalausa.
Ekki síst, að Bandaríkin gætu átt í erfiðleikum með að labba frá því, síðar.
Þ.s. eftir allt saman, eru landamæri landanna löng, líklega gerist að átökin yrðu beggja vegna landamæra fyrir rest, gæti þetta orðið að átökum sem mjög erfitt væri að stoppa.
Ég held því að það sé ekki endilega ýkjur -- að næstu kynslóðir Bandar.
Væru að glíma við þau átök!
Að sjálfsögðu, mundu þau átök - ekki lama eiturhringina, né stöðva flóð eiturlyfja! Ef e-h er, gætu átökin aukið þar um!
Einfaldlega vegna þess, að stríð er -kaos- og glæpir einmitt þrífast velt, í kaosi.
- Þ.s. heldur eiturhringjum gangandi, er eftirspurn eftir eiturlyfjum.
- Þ.e. gríðarlega útbreidd eyturneysla innan Bandar. er skapar markað, sem er það gróðavænlegur - að það skipti engu máli, hve margir eiturbarónar væru vegnir, nýir spryttu upp jafn harðan, og ef einn hringur væri eyðilagður - sprytti upp annar.
- Svo mikill er gróðinn af eitursmygglinu, að eiturhryngirnir eru afar vel fjármagnaðir, afar vel skipulagðir -- risa-fyrirtæki, eiginlega.
Og þeir ráða yfir miklu magni vopna.
- Stríð mundi eyðileggja samskipti Mexíkó og Bandar, í langan tíma.
- Fyrir utan, mig grunar -- að Kínverjar mundu smyggla vopnum til, sérhvers þess innan Mexíkó, er mundi vera til í að berjast við bandr. hermenn innan Mexíkó.
Fyrir Kína, væri það einmitt fullkomið tækifæri, til að -- tryggja að Bandar. yrðu rækilega föst í kviksyndi - um langa, langa, langa, hríð.
Þetta er miklu verri hugmynd, en innrás George W. Bush í Írak, 2003. Ég segi það, er ég álít 2003 innrásina eitt það heimskulegasta Bandar. nokkru sinni hafa gert.
Meira að segja, Bolton -- segir þetta slæma hugmynd:
Bolton - ...unilateral military operations are not going to solve the problem.
Niðurstaða
Ég verð að segja það -- að ég held að hugmyndir um, hernaðar-innrás í Mexíkó -- sé sú allra versta hugmynd um meiriháttar stefnumótandi aðgerð, sem ég hef heyrt um, frá áhrifamiklum pólitíkusum innan Bandaríkjann!
Sbr. að ofan, miklu heimskari hugmynd, en 2003 Írak. Sem þó var, rosalega heimskuleg.
Sannarlega eru ópíumíð, gríðarlegt vandamál -- en, aðgerðir af því tagi, sem velt er fram, mundu 1)ekki leisa málið að nokkru leiti, og 2)skapa nýtt líklega afar langvarandi og ill-leysanlegt, þ.e. stríð innan Mexíkó er örugglega mundi flæða milli landamæranna, sem Bandaríkin gætu verið föst í -- heilu kynslóðirnar.
Þetta virkilega gæti orðið stríðið, Bandaríkin aldrei gætu losnað frá!
Tölum um að gera illt, miklu miklu miklu mun verra!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svo mikil þvæla, war on drugs misheppnaðist. Það þarf að leyfa dópið, tryggja gæði þess og veita fólki sem vill neyta þess aðstoð. Ekki fara í stríð og fangelsa neytendur.
Emil Þór Emilsson, 12.4.2023 kl. 17:23
Emil Þór Emilsson, sleppum dogma - efa það sé ein lausn er passar fyrir allt. Eða tókstu ekki eftir myndinni að ofan, er sýnir hve margir í Bandar. látast ár hvert, af völdum ópíumíða? Hvernig mundi - afglæpavæðing - fækka þeim er látast af völdum ópíumíða? Þ.e. það mannfall sem keyrir upp reiði innan Bandar. - sem skapar slíkum hugmyndum fylgi. Ef þetta mannfall heldur áfram, sérstaklega ef það vex frekar -- þá augljóslega vex sú ónáægja.
Það eru ekki öll -eiturlyf- þetta mikið mannskæð. Klárlega síður varasamt að afgæpavæða efni, sem eru ekki -- þetta gríðarlega bannvæn fyrir þá er neita þeirra efna.
Augljóslega er stríð í engu samhengi, rétta leiðin. Vísa til hugmynda um innrás í Mexíkó.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.4.2023 kl. 22:26
Ef hinn elliæri Joe Biden hefði ekki lagt niður stefnu Donalds Trumps í landamæramálum Mexíkó/Bandaríkjanna, væri þetta ekki vandamál. Stefna hans, sem svínvirkaði, var að neyða Mexíkóa til að vakta sín landamæri (að Suður-Ameríku og að Bandaríkjunum) með 27 þúsund hermenn og "remain in Mexico" stefnu fyrir ólöglega innflytjendur auk þess að að byggja landamæramúr.
Í dag er þetta open border/opin landamæri, líkt og á Íslandi og ég hef heyrt tölur upp að 5,5 milljónir ólöglegra hælisleitenda (sem hafa náðs í valdatíð Bidens) hafi streymt yfir landamærin. Þetta er jafngildi þrælahaldi, því að fólkið sem er smyglað yfir, er nauðgað, drepið og selt í ánauð (vændi og þrælavinnu). Það þarf að borga fyrir flutninginn yfir landamærin dýrum dómum.
Eiturlyf frá Mexikó eru að drepa um 100 þúsund manns á ári (auk annarra glæpa). Það er stríð gegn fólkinu. Og það þýðir ekki bara að leyfa dópið, því að fendanyl er blandað út í önnur eiturlyf (án þess að fólk viti af því) og getur drepið með einum skammti.
Birgir Loftsson, 13.4.2023 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning